19. september 2017

Ráð til foreldra um einelti í Vikunni útg. 14. september 2017

Ráð til foreldra um einelti í Vikunni útg. 14. september 2017
Rætt er m.a. um breytt viðhorf og breytingar í samfélaginu í þessum málum. Það hefur margt áunnist en langt er enn í land. Farið er yfir hvernig það er að vera í sporum foreldra barna þolenda og foreldra barna gerenda. Algeng viðbrögð foreldra þegar mál af þessu tagi koma upp sem varðar börn þeirra og mikilvægi þess að foreldrar, skólar og íþrótta- og æskulýðsfélög vinni saman að forvörnum jafnt sem úrvinnslu mála. Hverjar eru framtíðarvæntingarnar til fyrirbyggjandi aðgerða og úrvinnslu eineltismála?

Viðtal í fréttum Stöðvar 2 10. september um mikilvægi þess að kvartanir um einelti á vinnustað verði skoðaðar með faglegum hætti og að gegnsæi sé í vinnslunni gagnvart aðilum máls

8. september 2017

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur heldur fræðsluerindi í Bjarkarhlíð næstkomandi föstudag 8. september kl. 12. Kolbrún mun í erindi sínu leggja áherslu á með hvaða hætti vinnustaðir geti komið sér upp viðeigandi verkfærum ekki einungis í forvarnarskyni heldur ekki hvað síst til að taka á kvörtunum um einelti sem kunna að berast. Farið verður ítarlega yfir hvernig vinnsla eineltismála lítur út frá því að „kvörtun“ berst til málaloka.
Kolbrún mun einnig fara stuttlega í gegnum þætti s.s. staðarmenningu, stjórnendur og starfsfólkið. Einnig helstu birtingarmyndir eineltis á vinnustað, algeng persónueinkenni og aðstæður gerenda eineltis og hvað einkennir oft persónu og aðstæður þolenda eineltis.

21. júlí 2017

Viðtal á Útvarpi Sögu um kynferðisofbeldi gegn börnum

Rætt er m.a. um:
Birtingamyndir kynferðisofbeldis
Hvaða börn eru helst í áhættuhópi?
Hvar getur misnotkun átt sér stað?
Þegar gerandi er nákominn
Forvarnir, fræðsla: fyrirbyggjandi aðgerðir
Viðbrögð fullorðinna þegar barn segir frá

Endurflutningur er:
Sunnudagur 23. júlí kl.11:00 og 16:00

21. júní 2017

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar veitti mér styrk til að fara með EKKI MEIR fræðslu í alla leikskóla Vesturbæjar. Um er að ræða fræðsluerindi um einelti og aðra óæskilega hegðun, aðgerðir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála í starfsmanna- og barnahópnum.

Meðal efnisþátta er eftirfarandi:

  • Staðarmenning, stjórnendur, starfsfólkið og forvarnir á vinnustað
  • Hvað einkennir góð samskipti á vinnustað?
  • Algengar birtingamyndir eineltis meðal fullorðinna
  • Í sporum fullorðinna þolenda eineltis á vinnustað
  • Aðgerðir sem lúta að forvörnum í barnahópnum
  • Börn sem sýna öðrum börnum neikvæða hegðun (algengar orsakir)
  • Í sporum barna sem er oft strítt eða þau lögð í einelti
  • Vinnsla kvörtunarmála: aðstoð við aðila og eftirfylgni