Kynningafundur um stjórnsýslu byggðasamlaga

Kynningarfundur um stjórnsýslu byggðasamlaga. 

Byggðasamlög, hugleiðingar frá Kolbrúnu oddvita Flokks fólksins, lagðar fram á fundinum. Helsti vandi bs kerfa er halli milli kjósenda- íbúa eftir því hvar þeir búa. Reykjavík er í mínus. Halli milli flokka. Aðeins meirihlutaflokkar komast að. Minnihlutaflokkar eru í mínus, þar af leiðir að stjórnin BS kerfa eru í litlum tengslum við kjósendur og verða fljótt „ríki í ríkinu“.
Þetta er eðli kerfisins frekar en vilji stjórnarmanna.

Athugasemd 2

BS kerfið er í eðli síu stórgallað kerfi og það ætti að stefna að því að leggja slíkt kerfi niður. Til að bæta það þarf að auka áhrif kjósenda og minnihlutaflokka ekki aðeins með því að bjóða þeim meiri aðkomu, það þurfa að vera alvöru áhrif.

Leiðir:

  1. Fulltrúafjöldi í samræmi við íbúafjölda
  2. Fulltrúar í samræmi vð styrk flokka í sveitarstjórnum
  3. Í stað BS kerfið gætu komið samningar um einstök verkefni, ef það er hagkvæmt

Punktar frá Strategíu

Sveitarfélögin sjálf ákveða baklandið.
Ef sveitarfélög eiga sjálf að ráða hvernig baklandið er, þá getur bakland orðið mismunandi eftir sveitarfélagi? Eitt sveitarfálga gæti ákveðið að minnihlutaflokkar hafi vægi en annað sveitarfélag að útiloka minnihlutann.

Færa stefnumörkun til kjörinna fulltrúa, eitthvað sem sveitarfélag ákveður.

Hlutfallslegt stefnuráð gæti gengið

Eigendavaldið strúkterað í sveitarfélaginu

Fyrri bókun vegna vinnu Strategíu í borgarráði 7. maí 2020

Bókun Flokks fólksins við kynningu á úttekt og tillögum Strategíu á stjórnskipulagi byggðasamlaga í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar Strategíu fyrir þá tvo fundi sem haldnir voru um afmarkaða þætti byggðasamlaga og kynningu á ólíkum sviðsmyndum. Hvað sem öllum sviðsmyndum líður er staðreyndin sú að byggðasamlagskerfið sjálft er ekki nógu lýðræðislegt? Niðurstaðan er skýr, verkefnið bs er ekki að virka, eigendur eru langt frá ákvörðunum og virkni eigenda því engin. Vald kjörinna fulltrúa er framselt til bs. Reynslan fyrir Reykjavík af byggðasamlögum er ekki góð og er SORPA skýrasta nýlega dæmið. Bs. hugmyndin sem slík er ólýðræðisleg. Ef þörf er á byggðasamlögum er miklu einfaldara að sameina sveitarfélögin. Byggðasamlög tefja þá þróun. Við þetta framsal ræður meirihlutinn í sveitarfélagi alfarið en minnihlutinn hefur litla aðkomu nema að tjá sig. Eitt er að fá að tjá sig en annað er að hafa bein áhrif. Tímabært er að huga að því hvernig hægt sé að losna við þetta kerfi, frekar en að reyna að bæta það. En þar sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins vilja ekki sameinast er spurning hvaða aðrar leiðir koma til greina til að draga úr lýðræðishalla í þessu bs. kerfi. Ein leiðin er að fjölga stjórnarmönnum frá stærsta sveitarfélaginu þannig að fjöldi fulltrúa sé í takt við fjölda kjósenda. Þá er mikilvægt að minnihluti sérhvers sveitarfélags eigi fulltrúa í stjórn.