Staðsetning, tímapantanir og niðurgreiðslur

Staðsetning, tímapantanir og niðurgreiðslur

Sálfræðistofa Kolbrúnar Baldursdóttur
Álfabakka 12, 109 Reykjavík, 2. hæð t.h.
Sami inngangur og fyrirtækið Blokkir, Fótaaðgerðastofan og Lestrarmiðstöðin. Gengið inn gengt Landsbankanum í Mjóddinni.

Sjá aðstöðumynd á ja.is

Tímapantanir í síma 899 6783
eða með tölvupósti: kolbrun.baldursdottir@reykjavík.is


  • Almenn sálfræðiþjónusta: meðferð, ráðgjöf og handleiðsla, fræðsla og greining
  • Símaviðtöl fyrir landsbyggðarfólk (símaviðtöl er hægt að bóka með tölvupósti)

ATH! Stéttarfélög veita upplýsingar um niðurgreiðslu viðtalskostnaðar – Sjá uppl. hér neðar á síðu


Sálfræðistofa Kolbrúnar er í sama húsi og Gigtarfélag Íslands, gengið inn við hliðina á húsgagnaversluninni Innliti. Sjá afstöðumynd á Já.is.

Niðurgreiðslur stéttarfélaga

Mörg stéttarfélög greiða niður þjónustu sálfræðinga, auk þess sem félagsþjónusta sveitarfélaganna veitir í mörgum tilfellum fjárhagslega aðstoð vegna sálfræðiþjónustu.

BHM Allt að kr. 40.000 á ári.

BSRB kr. 5.000 fyrir hvert viðtal, allt að 15 viðtölum á ári.

Efling stéttarfélag Greitt er allt að kr. 6000 kr. fyrir hvert skipti, þó aldrei meira en 50% af kostnaði í allt að 15 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Flugfreyjufélag Íslands 3000 kr. niðurgreiðsla fyrir hvert skipti (að hámarki 30.000 á 12 mánaða tímabili).

Hlíf verkalýðsfélag Greitt er að hámarki 6000 kr. fyrir hverja heimsókn, þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði og að hámarki 15 heimsóknir á hverjum 12 mánuðum.

Kennarasamband Íslands Sjóðfélagar geta sótt um að hámarki 10.000 kr. styrk.

Landsamband Lögreglumanna 6000 kr. fyrir hvert viðtal, allt að 10 viðtöl á ári.

Póstmannafélag Íslands 4500 kr. í hvert skipti og hámark 15 skipti á ári, þó aldrei greitt meira en 50% kostnaðar.

Rafiðnaðarsamband Íslands 40% af kostnaði hvers viðtals, allt að 25 viðtöl á ári.

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) 10 skipti á ári að hámarki kr. 10.000 fyrir hvert skipti.

Stéttarfélag í almannaþjónustu (SFR) Greiddar eru allt að 5000 kr. Í 15 skipti á ári.

Stéttarfélag verkfræðinga Allt að 100.000 kr. á tveggja ára tímabili.

VR Allt að 55.000 kr. á ári.