Velferðarráð
24.10.2018

Fyrirspurn Flokks fólksins um biðlista í námskeið fyrir börn og foreldra á vegum  þjónustumiðstöðva

Biðlistarvandinn virðist vera viðvarandi vandi í borginni þegar kemur að börnum. Börn þurfa að bíða í langan tíma, allt að ár eftir margs konar þjónustu. Vitað er til að það er biðlisti einnig í ýmis konar námskeið á vegum þjónustumiðstöðva.

Óskað er eftir að fá ítarlega stöðu biðlista sundurliðaðan eftir hverfum í þau námskeið sem þjónustumiðstöðvar bjóða börnum og foreldrum þeirra upp á:

1. PMTO foreldranámskeið
2. Fjörkálfar
3. Mér líður eins og ég hugsa – unglingar
4. Klókir krakkar
5. Klókir litlir krakkar

Kynning á rafvæðingu umsókna og þjónustu á velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Bókun Flokks fólksins er viðkemur þá sem ekki nota rafrænar leiðir til samskipta:

Huga þarf að eldri borgurum og öðrum sem ekki nýta sér rafræna þjónustu eða rafrænar leiðir til samskipta. Hvernig fær þessi hópur upplýsingar um þjónustu borgarinnar og réttindi sín í borgarkerfinu? Notendamiðuð hönnun nýtist ekki þeim sem ekki notar þjónustuna.  Í þessari hröðu þróun rafrænnar tækni er alltaf hætta á að fólk sem ekki vill eða getur af einhverjum ástæðum notað tæknina gleymist, verði út undan og týnist í kerfinu. Hættan er þá sú að þetta fólk viti ekki um réttindi sín og sé jafnvel að missa af þjónustu sem það þarfnast og á rétt á. Það verður að vera full yfirsýn yfir þennan hóp einstaklinga sem ekki notar rafræna þjónustu svo hægt sé að mæta þeim á þeirra forsendum. Finna þarf þessa einstaklinga, setja sig í samband við þá með bréfapósti, símtölum eða heimsóknum til að fá fullvissu fyrir að þeir séu að fá þá þjónustu sem þeir þarfnast og hafi allar upplýsingar um réttindi sín.


Borgarráð
24. október 2018

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað við móttökur lagt fram 6. september 2018

Hver er kostnaður borgarinnar af hinum ýmsu móttökum og öðrum hátíðarviðburðum tengdum borginni? Borgarfulltrúa Flokks fólksins leikur forvitni á að vita heildarútgjöld borgarinnar vegna viðburða af þessu tagi og nægir að upplýsa um árið 2017 og það sem af er 2018.

> Svar frá skrifstofu borgarstjóra

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vináttuverkefni Barnaheilla lagt fram 14.10.2018

Býður borgin þeim leik- og grunnskólum sem óska eftir að vinna með vináttuverkefni Barnaheilla að greiða kostnað við verkefnið, t.d. námskeið fyrir leikskólakennara og/eða starfsfólk og efni: töskur, bangsa og bækur, að hluta til eða öllu leyti? Ef að hluta til, hversu stór hluti er það?

Eins og sjá má á neðangreindu svari styrkir borgin ekki að neinu leyti þetta verkefni heldur fjármagna þeir leikskólar sem óska eftir að vinna með verkefnið það sjálfir að fullu.

> Svar frá Velferðarsviði

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda lagt fyrir 30.08.2018

Hver er núverandi staða í Reykjavík er varðar þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda?
Hvað mörg börn eru á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings í leikskólum borgarinnar?
Hvað mörg börn eru á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings í grunnskólum?

Svar Skóla- og frístundarráðs

Framhalds fyrirspurnir Flokks fólksins um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum

Óskað er eftir sundurliðun á hvers lags viðgerðir eru í gangi á þessum 90 íbúðum.
Hvenær hófust viðgerðir?
Á hvaða stigi eru þær?
Hvenær verður þeim lokið?
Af hverju eru svo margar íbúðir óstandsettar?
Hverjar eru ástæðurnar?

Svar Félagsbústaða

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um biðtíma leik- og grunnskólabarna eftir
sálfræðiþjónustu, lagt fyrir 6. september 2018.

Hversu langur biðtími er eftir eftirfarandi sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum
Reykjavíkurborgar?
1. Viðtali við sálfræðing t.d. vegna kvíða, þunglyndis, félagslegra vandamála, eineltis
og/eða almenna ráðgjöf?
2. Greiningu í forgang 2 og 3 samkvæmt stigskiptingu tilvísana sem berast
þjónustumiðstöðvum en sú greining felur í sér fyrirlögn WISC greindarprófs
(Wechsler Intelligence Scale for Children (WISC)), og annarra kvarða eftir atvikum í
þeim tilfellum þegar grunur leikur á um þroskafrávik, sértæka námsörðugleika, ADHD
eða aðrar raskanir? (Nánar um stigskiptingu til skýringar: Forgangur 2 er grunur um
alvarleg þroskafrávik. Forgangur 3 er vægari raskanir, s.s. ADHD, sértækir
námsörðugleikar og þess háttar þar sem skilað er álitsgerð sem inniheldur það
samkomulag sem sálfræðingur, skóli og foreldrar hafa ákveðið.)
3. Skólamál s.s. beiðni um að sálfræðingur komi inn í bekk/bekki með fræðslu um einelti eða önnur sálfræði- tilfinninga- og/eðafélagstengd málefni
Óskað er eftir því að nákvæmlega þessum spurningum verði svarað og að svörin verði
sundurliðuð eftir þjónustumiðstöðvum/hverfum.

Svar Velferðarsviðs

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna sérkennslu í leik- og grunnskólum lagt fram í borgarráði 30.08. 2018
Spurt er um kostnað v/sérkennslu í leik og grunnskólum Reykjavíkurborgar: Áætlanir um
árlegan kostnað v/sérkennslu í leikskólum borgarinnar s.l. 10 ár og fyrirliggjandi uppgjör fyrir sama tíma. Áætlanir um árlegan kostnað v/sérkennslu í grunnskólum borgarinnar s.l. 10 ár og fyrirliggjandi uppgjör fyrir sama tíma. Áætlaður og uppgerður árlegur kostnaður v/sérkennslu í sérstofnunum borgarinnar ef einhver er tiltekinn utan almennrar leik- og grunnskólastarfsemi.

Svar Skóla- og frístundarsviðs