Borgarráð 20. desember 2018

Skýrsla innri endurskoðunar kynnt um Nauthólsveg 100 Bókun Flokks fólksins: Skýrsla  innri endurskoðunar um  Nauthólsveg 100 er svört og mikið áfall. Í henni er rakið hvernig hver þáttur á eftir öðrum stríddi gegn góðum stjórnsýsluháttum. Nefna má að verkefnin voru ekki boðin út, kostnaðareftirlit var ábótavant, ekki voru gerðir samningar, margar vinnustundir skrifaðar og á einum tímapunkti voru 18 verktakar í vinnu.  Reikningar voru samþykktir…

Lesa meiraBorgarráð 20. desember 2018

Borgarstjórn 18. desember 2018

Bókun Flokks fólksins við tillögu Miðflokksins um að laun og aðrar greiðslur borgarfulltrúa verði aðgengilegar á vef borgarinnar Flokkur fólksins styður heilshugar tillögu Miðflokksins um að upplýsingar um öll laun að kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa verði gerðar aðgengilegar almenningi á vef Reykjavíkurborgar. Mikilvægt er að hægt sé að sjá heildarlaun (grunnlaun, álag, greiðslur fyrir nefndir og setu í stjórnum ef eru og annað…

Lesa meiraBorgarstjórn 18. desember 2018

Mannréttindaráð 13. desember 2018

Tillaga Flokks fólksins um að mannréttindaráð sameini krafta sína velferðarsviði í þeim tilgangi að  hjálpa þeim til að komast sem fyrst á vinnumarkað Flokkur fólksins veit að all stór hópur innflytjenda með réttindi til að vinna er ekki á vinnumarkaði. Fyrir þetta fólk, eins og annað fólk, skiptir máli að komast á vinnumarkað til að eiga þess kost að ala önn fyrir sér og sínum.…

Lesa meiraMannréttindaráð 13. desember 2018

Borgarstjórn 13. desember 2018

Bókun Flokks fólksins vegna fyrirhugaðrar ferðar þriggja aðila, borgarstjóra, aðstoðarmanns hans og sviðsstjóra menningar og ferðamála til Seville vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Flokki fólksins finnst engin haldbær rök liggja fyrir því að þrír á vegum borgarinnar, borgarstjóri, aðstoðarmaður hans og sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs fari öll til Sevilla vegna Evrópsku kvikmyndaverlaunanna. Í ljósi þeirrar umræðu að fara eigi vel með fé…

Lesa meiraBorgarstjórn 13. desember 2018

Fundur Velferðarráðs 12. desember 2018

Tillaga Flokks fólksins er varðar aðhlynningu og virkniþjálfun sjúklinga með heilabilun. Flokkur fólksins leggur til að velferðarsvið endurskoði með það að markmiði að bæta og dýpka virkniþjálfun fyrir heilabilunarsjúklinga á hjúkrunarheimilum borgarinnar. Fólk sem glímir við heilabilun hrakar oft hratt og þá sérstaklega ef það fær ekki viðeigandi þjálfun. Fyrir þennan hóp hafa rannsóknir sýnt að með því að virkja fólk er…

Lesa meiraFundur Velferðarráðs 12. desember 2018

Borgarráð 6. desember 2018

Tillaga frá Flokki fólksins um að gera breytingar á Reglum um afslátt af fasteignagjöldum Breytingin varðar skilyrði lækkunar og er lagt til að skilyrðið „að viðkomandi þurfi að eiga rétt á vaxtabótum samkvæmt B.lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju – og eignaskatt“ verði tekið út.  Breytingin hefur í för með sér að umsækjandi getur engu að síður átt rétt á afslátt af…

Lesa meiraBorgarráð 6. desember 2018

Borgarstjórn 4. desember 2018

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Ræða Flokks fólksins Hér er ræða mín frá borgarstjórnafundi í gær sem sjá má á vefnum borgarstjórn í beinni. Hún hefst kl. 3.55 og varir til 4.40. Önnur andsvör eru kl. 7.23 við ræðu Hjálmars Sveinssonar og kl. 11.21 þegar borgarstjóri hafði slátrað tillögunni okkar Flokkur Fólksins. Ég var ekki sátt. Þrjár bókanir voru gerðar á…

Lesa meiraBorgarstjórn 4. desember 2018

Forsætisnefnd 30. nóvember 2018

Tillaga um að upplýsingar um hver biður um að móttaka sé haldin fylgi boði á móttökuna og að kostnaður við hana komi á vef borgarinnar strax og þær liggja fyrir Lagt er til að þegar boðið er til móttöku komi fram hver stendur þar að baki, þ.e  hver óskaði eftir að haldin verði umrædd móttaka. Sem dæmi var boðið til…

Lesa meiraForsætisnefnd 30. nóvember 2018

Borgarráð 29. nóvember 2018

Tillaga Flokks fólksins um að borgarstjóri hætti að ferðast með einkabílstjóra Bókun Flokks fólksins: Flokkur fólksins vill bæta hag eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna. Tillögum sem lúta að aukinni þjónustu við börn og aðstoð við hina verst settu kalla á aukin útgjöld sviðanna. Finna þarf fé í þessi verkefni og ein leiðin til að gera það er að hagræða og…

Lesa meiraBorgarráð 29. nóvember 2018

Borgastjórn 27. nóvember 2018

Umræða um lokun Laugavegsins fyrir akandi fólk Bókun Flokks fólksins: Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur stórar efasemdir um þá almennu gleði sem sögð er ríkja með lokun gatna í miðbænum og þar með Laugavegsins. Staðreyndin er sú að þeir eru margir sem finnst illa komið fyrir Laugaveginum og miðborginni almennt séð þegar kemur að aðgengi. Í þessum hópi er verslunareigendur, leigjendur…

Lesa meiraBorgastjórn 27. nóvember 2018

Borgarráð 22. nóvember 2018

Kynning á skýrslu innri endurskoðunar í OR starfsmannamálinu Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: Kynning var á skýrslu innri endurskoðunar um OR málið. Margt er enn óljóst t.d. hvort uppsögn konunnar er á grunni kvörtunar um kynferðislega áreitni eða „frammistöðu“. Flokki fólksins finnst margt í viðbrögðum OR í þessu máli vera harkalegt. Hver svo sem vandinn er talinn hafa…

Lesa meiraBorgarráð 22. nóvember 2018

Velferðarráð 21. nóvember 2018

Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á skilyrðum þess að hægt sé að sækja um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Í stað þess að umsækjandi þurfi að hafa átt lögheimili í Reykjavík síðastliðin 2 ár nægir að hafi átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 2. ár. Þessi breyting á skilyrðum er nauðsynleg fyrir margar sakir. Á meðan fólk bíður eftir félagslegu húsnæði á það…

Lesa meiraVelferðarráð 21. nóvember 2018