Velferðarráð 16. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við kynningu um  tillögur starfshóps um Virknihús og verkefnastjórn virkniúrræða ásamt fylgigögnum: Talað er um „hús“, virknihús, sem er villandi ef þetta er hvorki „hús“ né deild eða eining. Þetta er samt meira en teymi? Ef þessar tillögur draga úr flækjustigi kerfisins, hagræða, einfalda og flýta fyrir afgreiðslu þá er það gott. Eins og þetta er kynnt…

Lesa meiraVelferðarráð 16. desember 2020

Skipulags- og samgönguráð 16. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við framlagningu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040, breyting á aðalskipulagi: Margar athugasemdir eru gerðar við lagningu Arnarnesvegar í deiliskipulagi og hafa Vinir Vatnsendahvarfs sent inn athugasemdir. Þeir eru ósammála úrskurði í umhverfismati, sem var unnið fyrir Vegagerðina árið 2003, um að lagning 3. kafla Arnarnesvegar muni hafa óveruleg áhrif á umhverfi, útivist og hljóðvist.…

Lesa meiraSkipulags- og samgönguráð 16. desember 2020

Borgarstjórn 15. desember seinni umræða fjárhagsáætlunar

Framlagðar tillögur Flokks fólksins Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, afnám hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021 Tillaga um að afnema hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021 Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að afnema hagræðingarkröfu 0.50% á  skóla- og frístundarsvið og…

Lesa meiraBorgarstjórn 15. desember seinni umræða fjárhagsáætlunar

Kynningafundur um stjórnsýslu byggðasamlaga

Kynningarfundur um stjórnsýslu byggðasamlaga.  Byggðasamlög, hugleiðingar frá Kolbrúnu oddvita Flokks fólksins, lagðar fram á fundinum. Helsti vandi bs kerfa er halli milli kjósenda- íbúa eftir því hvar þeir búa. Reykjavík er í mínus. Halli milli flokka. Aðeins meirihlutaflokkar komast að. Minnihlutaflokkar eru í mínus, þar af leiðir að stjórnin BS kerfa eru í litlum tengslum við kjósendur og verða fljótt „ríki í ríkinu“.…

Lesa meiraKynningafundur um stjórnsýslu byggðasamlaga

Borgarráð 10. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við umræðu undir yfirskriftinni; Göngum í takt – samtal við verkalýðsforystuna: Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka forystu verkalýðsfélaganna fyrir komuna á fund borgarráðs. Samtalið var áhugavert og nýtti borgarfulltrúi Flokks fólksins tækifærið og ræddi ýmsa þætti sem snúa beint að fólkinu í borginni. Borgarfulltrúinn kallar eftir meira gegnsæi með m.a. launaupplýsingar í rauntíma frá borginni og að…

Lesa meiraBorgarráð 10. desember 2020

Skóla- og frístundaráð 8. desember

  Bókun Flokks fólksins við minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. nóvember 2020 um niðurstöður stærðfræðiskimunar í 3. bekk 2019 og skýrslan Stærðfræðiskimun, 3 bekkur í nóvember 2019. Í niðurstöðum segir að um 111 nemendur árið 2019 þurfi á sérstökum stuðningi að halda. Vissulega liggur stærðfræði misvel fyrir börnum og ekki er efast um að kennarar kenni af metnaði…

Lesa meiraSkóla- og frístundaráð 8. desember

Borgarráð 3. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs á tillögu að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal: Elliðaárdalurinn er mörgum afar kær jafnvel þótt varla sé hægt að tala um hann sem ósnortna náttúru lengur. Hann er manngerð náttúra. Þar með er þó ekki sagt að gildi hans sé ekki mikið,…

Lesa meiraBorgarráð 3. desember 2020

Velferðarráð 2. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 2. desember 2020, um breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð ásamt minnisblaði og fylgigögnum: Í drögum er ýmsar ágætar breytingar. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til að komið verði á móts við bágstadda foreldra með sértækum aðgerðum til að aðstoða með greiðslur á frístundaheimili, gjöld skólamáltíða eða dvöl á leikskóla án þess að…

Lesa meiraVelferðarráð 2. desember 2020

Skipulags- og samgönguráð 2. desember 2020

Bókun Flokks fólksins við liðnum Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu, niðurstöður úttektar, kynning: Kynntar eru niðurstöður úttektar SWECO á umferðarljósastýringum í Reykjavík. Ef gluggað er í niðurstöður úttektarinnar þá virðist Reykjavík aftarlega á merinni miðað við þær borgir sem fjallað er um í skýrslunni. Hinn 3. júní bókaði Flokkur fólksins við yfirlitskynning á fyrirkomulagi umferðarljósastýringa í Reykjavík eftirfarandi: Á 100 stöðum er…

Lesa meiraSkipulags- og samgönguráð 2. desember 2020

Borgarstjórn 1. desember 2020

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021 vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Tillaga nr. 1 Fríar skólamáltíðir fyrir börn í leik- og grunnskólum (SFS) Flokkur fólksins leggur hér fram í annað sinn tillögu um að borgarstjórn samþykki að öll börn í leik- og grunnskóla fái fríar skólamáltíðir. Tillagan felur…

Lesa meiraBorgarstjórn 1. desember 2020

Borgarráð 27. nóvember 2020

Fyrirspurn Flokks fólksins um af hverju íbúðir á vegum Félagsbústaða standa lausar svo mánuðum skiptir. Spurt er einnig um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum. Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist til eyrna að íbúðir Félagsbústaða standa sumar lausar í allt að 4-5 mánuði. Þetta þykir afar sérkennilegt þegar tæp þúsund manns/fjölskyldur bíða eftir húsnæði. Spurt er: a) Hversu margar íbúðir losnuðu…

Lesa meiraBorgarráð 27. nóvember 2020

Borgarráð 19. nóvember 2020

Bókun Flokks fólksins undir umræðunni og yfirskriftinni; Göngum í takt – samtal við atvinnulífið. Gestum er þakkað fyrir komuna. Það slær fulltrúa Flokks fólksins að eitt af því sem bent er á í samtölum við forsvarsfólk atvinnulífsins er hversu flókið og óþjált ferli borgarkerfisins er þegar kemur að leyfisveitingum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í tvígang lagt fram tillögu um að…

Lesa meiraBorgarráð 19. nóvember 2020