Velferðarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svohljóðandi tillögu sviðsstjóra, dags. 25. maí 2022, um breytingar á Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar: Meirihluti velferðarráðs leggur til að Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn. Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu eins og Snemmtæka íhlutun…

Lesa meiraVelferðarráð 25. maí 2022

Borgarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við breytingu á deiliskipulagi fyrir Heklureit, lóðanna við Laugaveg 168-174a: Áhyggjur eru af skuggavarpi í inngörðum á Heklureit. Því er velt upp hvort birtan muni ekki uppfylla skilyrði nýsamþykkts aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Gerðar hafa verið athugasemdir í auglýsingaferlinu um þetta vandamál. Þessu máli hefði átt að fresta þar sem meirihlutinn hefur takmörkuð völd nú á lokametrunum. Málið er…

Lesa meiraBorgarráð 25. maí 2022

Skipulags- og samgönguráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Björgun: Í þessu máli verður fjöru fórnað, enn einni. En Björgun mun taka að sér vinnu við landfyllingar. Hér verður með þessari uppbyggingu gengið verulega í fjöru í Reykjavík. Það þykir fulltrúa Flokks fólksins leitt og stemmir auk þess ekki við „grænar áherslur.“   Bókun Flokks fólksins við svari við…

Lesa meiraSkipulags- og samgönguráð 25. maí 2022

Borgarstjórn 24. maí 2022

Mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn 24. maí Umræða um vanda næturlífsins í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að ræða um næturlífsvandann í Reykjavík og mögulegar lausnir í ljósi afgreiðslu tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 8. 11. 2018. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en kom til…

Lesa meiraBorgarstjórn 24. maí 2022

Skóla- og frístundaráð 24. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur út á að ræða með formlegum hætti um samstarf milli skóla- og frístundasviðs og Heilsugæslunnar um að efla skólaheilsugæslu í grunnskólum borgarinnar. Samtal er ávallt af hinu góða. Í greinargerðinni kemur fram að margir skóla uppfylli ekki viðmið um að 650 nemendur séu…

Lesa meiraSkóla- og frístundaráð 24. maí 2022

Borgarráð 5. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla: Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allir skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu…

Lesa meiraBorgarráð 5. maí 2022

Velferðarráð 4. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu draga að stefnu velferðarsviðs um velferðartækni: Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni á að sameinast rafrænni þjónustumiðstöð en eftir því sem heyrist þá er nú hægt að sækja um fjárhagsaðstoð þar og áfrýja málum og panta tíma hjá ráðgjafa. Velferðartækni mun án efa stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum,…

Lesa meiraVelferðarráð 4. maí 2022

Skipulags- og samgönguráð 4. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi frá fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, um umferð stærri ökutækja í miðborginni : Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að samráð vegna endurskoðunar á aksturs fyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor. Einnig að tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð…

Lesa meiraSkipulags- og samgönguráð 4. maí 2022

Borgarstjórn 3. maí 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um umræðu um húsnæðismarkaðinn við SSH. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að umræðu um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál…

Lesa meiraBorgarstjórn 3. maí 2022

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun Flokks fólksins við breytingar á forvarnasjóði Reykjavíkurborgar – Umsagnarbeiðni: Lögð er fram tillaga velferðarráðs um breytingar á forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar, að sjóðurinn verði áfram á forræði velferðarráðs og að hann verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn. Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu…

Lesa meiraMannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Skipulags- og samgönguráð 27. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum Rauðhólar, nýtt deiliskipulag: Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Helsta…

Lesa meiraSkipulags- og samgönguráð 27. apríl 2022

Skóla- og frístundaráð 26. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5. apríl 2022, um skil stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf: Það eru fleiri skólar sem þurfa að fara í brýnan forgang en þeir sem þarna eru taldir upp og byrja á þeim verkefnum samhliða. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála niðurstöðum greiningarinnar. Í Laugardal er mikil uppsöfnuð þörf…

Lesa meiraSkóla- og frístundaráð 26. apríl 2022