Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um geðheilbrigðismál
152. löggjafarþing 2021–2022. Þingskjal 731 — 393. mál. Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um geðheilbrigðismál. 1. Hve margir á Íslandi eru með skilgreinda geðsjúkdóma sem kalla eftir einhvers konar meðferð sérfræðinga? Heildstæðar upplýsingar um fjölda einstaklinga með hvers konar geðsjúkdóma á Íslandi liggja ekki fyrir. Íslenskar faraldursfræðilegar rannsóknir gefa vísbendingar um að tíðni geðsjúkdóma á Íslandi sé sambærileg…