Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um geðheilbrigðismál

152. löggjafarþing 2021–2022. Þingskjal 731 — 393. mál.   Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um geðheilbrigðismál. 1. Hve margir á Íslandi eru með skilgreinda geðsjúkdóma sem kalla eftir einhvers konar meðferð sérfræðinga? Heildstæðar upplýsingar um fjölda einstaklinga með hvers konar geðsjúkdóma á Íslandi liggja ekki fyrir. Íslenskar faraldursfræðilegar rannsóknir gefa vísbendingar um að tíðni geðsjúkdóma á Íslandi sé sambærileg…

Lesa meiraSvar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um geðheilbrigðismál

Störf þingsins 22. mars. Flóttafólkið frá Úkraínu

Flóttafólkið frá Úkraínu Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og fjölgar þeim með degi hverjum. Búist er við að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu næstu vikur og mánuði. Sumir munu dvelja hér tímabundið en aðrir munu setjast hér að til lengri tíma. Nú…

Lesa meiraStörf þingsins 22. mars. Flóttafólkið frá Úkraínu

Sérstök umræða vegna þróunarsamvinnu og Covid

Sérstök umræða: Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Helstu áherslur og spurningar málshefjanda eru: • Hver hafa bein og óbein áhrif Covid-19 verið á þróunarsamvinnustarf okkar Íslendinga? • Hvaða óbeinu áhrif hefur Covid-19 haft á stöðu mannréttinda og viðkvæmra hópa í samstarfslöndum okkar í þróunarsamvinnu? • Hver hafa áhrif Covid-19 verið á…

Lesa meiraSérstök umræða vegna þróunarsamvinnu og Covid

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál.

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál. Frá Kolbrúnu Baldursdóttur. 1.      Hve margir á Íslandi eru með skilgreinda geðsjúkdóma sem kalla eftir einhvers konar meðferð sérfræðinga? 2.      Hver er kostnaðarþátttaka fólks sem leitar til geðlækna? 3.      Hvernig er verklagi háttað þegar ungmenni sem nýtur þjónustu BUGL verður 18 ára? 4.      Hvað hefur verið gert undanfarin fimm ár til að tryggja samfellu á milli ólíkra stiga geðheilbrigðisþjónustu hjá…

Lesa meiraFyrirspurn til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál.

Fyrirspurn til ráðherra um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum

Fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Frá Kolbrúnu Baldursdóttur. Hefur ráðherra íhugað að breyta reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1009/2015, og endurskilgreina einelti í samræmi við eldri reglugerð, nr. 100/2004, þannig að ekki sé ófrávíkjanlegt skilyrði að hegðunin sé síendurtekin? Ef svo er, hvenær er breytingarinnar…

Lesa meiraFyrirspurn til ráðherra um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum

Störf þingsins, ræða um kosti og galla stafrænts pósthólfs í miðlægri þjónustugátt

Kolbrún Baldursdóttir (Flf): Virðulegi forseti. Lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda voru samþykkt síðasta sumar. Í 1. gr. laganna segir að markmið þeirra sé að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála og hagkvæmni og öryggi. Jafnframt er það markmið laganna að meginboðleið stjórnvalda verði stafræn. Þetta er allt vel enda stafrænar lausnir framtíðin. En…

Lesa meiraStörf þingsins, ræða um kosti og galla stafrænts pósthólfs í miðlægri þjónustugátt

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins.

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins. Skráð 22. febrúar 2022 Flm.: Kolbrún Baldursdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Björn Leví Gunnarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Helga Vala Helgadóttir. Alþingi ályktar að fela innviðaráðherra að endurskoða löggjöf og regluverk um tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði að tryggja fjármögnun grunnskólakerfisins…

Lesa meiraTillaga til þingsályktunar um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins.

Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá!

Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa…

Lesa meiraBörn eru ekki súlurit á tölvuskjá!

Störf þingsins. Kynning á þingsályktunartillögu um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins

Virðulegi forseti. Í dag mun ég leggja fram tillögu um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins. Rekstrargrundvöllur sveitarfélaga hefur versnað undanfarna áratugi. Afkoma þeirra hefur verið neikvæð frá árinu 2007. Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að sveitarfélög verði rekin með 6,4 milljarða kr. halla á þessu ári. Ljóst er að tekjustofnar sveitarfélaganna duga ekki að óbreyttu til að fjármagna lögbundna þjónustu,…

Lesa meiraStörf þingsins. Kynning á þingsályktunartillögu um endurskoðun á tekjugrundvelli grunnskólakerfisins

Óundirbúin fyrirspurn á Alþingi 21. febrúar 2022 Börnin á biðlistum

Fyrsta þingverkið sem varaþingmaður,  óundurbúin fyrirspurn: Virðulegi forseti. Spurningu minni er beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra, sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna…

Lesa meiraÓundirbúin fyrirspurn á Alþingi 21. febrúar 2022 Börnin á biðlistum

Óundirbúin fyrirspurn. Hefur verið rætt við börnin á biðlistanum?

Kolbrún Baldursdóttir (Flf): Virðulegi forseti. Spurningu minni er beint til hæstv. mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska- og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta…

Lesa meiraÓundirbúin fyrirspurn. Hefur verið rætt við börnin á biðlistanum?