Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí

Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí Hinn 14. maí er gengið til sveitarstjórnarkosninga. Þetta er hátíðardagur því á slíkum degi er lýðræðið áþreifanlegt. Við fáum tækifæri til að velja það fólk sem við treystum til forystu. Fyrir fjórum árum var ég svo lánsöm að vera kosin í borgarstjórn. Flokkur fólksins lenti í minnihluta eins og kunnugt er.…

Lesa meiraBaráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí

Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga

Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim…

Lesa meiraDýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga

Þegar björgunarskipið siglir fram hjá

Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu.Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks…

Lesa meiraÞegar björgunarskipið siglir fram hjá

Efna­lítið fólk í hús­næðis­vand­ræðum í Reykja­vík

Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan…

Lesa meiraEfna­lítið fólk í hús­næðis­vand­ræðum í Reykja­vík

Stafrænt bruðl í borg biðlistanna

Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og forgangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur…

Lesa meiraStafrænt bruðl í borg biðlistanna

Konur í sárri neyð í Reykjavík

Mikil vöntun er í Reykjavík á húsnæði og neyðarskýlum fyrir konur með fjölþættan vanda. Neyð heimilislausra kvenna er meiri en karla því þær hafa ekki sömu úræði í neyslu og karlar. Á göt­unni snýst allt um að lifa af og það getur leitt af sér enn meiri áföll. Þar er kon­um nauðgað, þær eru fórn­ar­lömb mansals og misþyrminga og verða…

Lesa meiraKonur í sárri neyð í Reykjavík

Nýjar lausnir á næturvanda í miðbænum

Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Aðdragandinn að framlagningu tillögunnar var sá að íbúar höfðu kvartað til borgaryfirvalda og sagt að ekki væri svefnfriður…

Lesa meiraNýjar lausnir á næturvanda í miðbænum

Hin hliðin á djamminu

Í nóvember 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs þar sem hún er enn. Ekki á að setja tillöguna á dagskrá fyrr en eftir kosningar. Aðdragandinn að því máli var að hópur fólks…

Lesa meiraHin hliðin á djamminu

Næturlífið í Reykjavík: ælur, smokkar og ofbeldi

Á fjögurra ára ferli mínum sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur hópur fólks sem býr nálægt næturklúbbum í miðbænum haft samband við mig og lýst ömurlegri tilveru um nætur þegar stemning gesta næturklúbba er í hámarki. Í nóvember 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt…

Lesa meiraNæturlífið í Reykjavík: ælur, smokkar og ofbeldi

Oddvitaáskorun Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

  Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni sem fyrr í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna þann 14. maí. Oddvitar um allt land eiga þess kost að kynna sig fyrir landsmönnum áður en gengið verður til kosninga. Hér eru spurningar með léttum og skemmtilegum spurningum sem sendur var oddvitum og hér koma svör mín við þeim. Spurningar: Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Rangárvellir   Er…

Lesa meiraOddvitaáskorun Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Hver er Kolbrún?

Hver er Kolbrún Baldursdóttir? Ég er sálfræðingur, Breiðholtsbúi, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræktandi austur í sveitum og fyrrum hænueigandi. Ég hef búið lengi í Breiðholti og þykir afar vænt um það hverfi. En ég er alin upp í vesturbæ. Gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Versló og síðan í Háskóla Íslands. Hinum eiginlega námsferli lauk með því að ég…

Lesa meiraHver er Kolbrún?

Frambjóðendur Flokks fólksins í sveitarstjórnarkosningum 2022

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipi annað sæti listans. „Þriðja sætið skipar Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur og Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, stuðningsfulltrúi og háskólanemi, það fjórða. Í fimmta sæti listans…

Lesa meiraFrambjóðendur Flokks fólksins í sveitarstjórnarkosningum 2022