EfniTitill

Bókun Flokks fólksins við svohljóðandi tillögu sviðsstjóra, dags. 25. maí 2022, um breytingar á Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar:

Meirihluti velferðarráðs leggur til að Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn. Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu eins og Snemmtæka íhlutun og mikilvægi þess að tryggja gott aðgengi að faglegri greiningu og ráðgjöf við börn sem glíma við erfiðleika. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á að snemmtæk íhlutun (ráðgjöf, skimanir og greining sé það mat fagaðila og foreldra að sé nauðsynlegt) getur skipt sköpum í lífi barns um að valið sé fyrir það rétt úrræði og það fái aðstoð við hæfi. Og einmitt vegna þess er það með öllu óásættanlegt að biðlisti barna til fagaðila skóla er í sögulegu hámarki. Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem dæmi, í það sem kallast frumgreining. Liggi ekki fyrir slík greining er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna sem sterkar vísbendingar eru um að glími við ADHD eru á þessum biðlista. Dæmi eru um að börn eru útskrifuð þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 25. maí 2022, um viðbrögð við aukinni áskókn í neyðar,- og gistiskýli fyrir karlmenn:

Tillaga er lögð fram af meirihlutanum að samþykkt verði heimild til að ráða í 6,4 stöðugildi til að bæta þriðja starfsmanni á vaktir í neyðarskýlum borgarinnar að Grandagarði 1a og Lindargötu 48, vegna aukinnar ásóknar í skýlin. Þetta er góð tillaga. Flokkur fólksins hefði einnig viljað sjá gerðar breytingar á opnunartíma þessara skýla þannig að þau yrðu opin allan sólarhringinn en skýlin loka yfir daginn. Vonandi kemur fljótlega ákvörðun um það hjá þeim meirihluta sem tekur við. Sumt fólk hefur engan annan samastað, annan en kannski götuna.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að félagslegar aðstæður verði teknar úr matsviðmiði fyrir sérstakan húsnæðisstuðning, sbr. 8. lið fundargerðar velferðarráðs frá 4. maí 2022, ásamt umsögn velferðarsviðs:

Flokki fólksins finnst þessi tillaga góð og þessleg að ná til þeirra sem eiga ekki rétt á neinum stuðningi en þurfa á honum að halda. Líta má til annarra sveitarfélaga og sjá hvernig þau bera sig að í þessum efnum.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að brugðist verði við breyttum lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. nóvember 2019, ásamt umsögn velferðarsviðs:

Tillaga Flokks fólksins um að brugðist verði við lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar er vísað frá. Tillagan var lögð fram árið 2019. Það er vissulega afar jákvætt að sjá að skerðingar séu á niðurleið, miðað við gögnin í umsögninni. Það er í takt við þá stefnu sem Flokkur fólksins hefur ávallt mælt fyrir, þ.e. að dregið verði úr skerðingum og komið í veg fyrir keðjuverkandi skerðingar. En í þessu máli sjáum við einnig gallana í kerfinu. Hér verður fjöldi fólks fyrir skerðingum, og þó að þær gangi til baka þegar skattframtal liggur fyrir þá lenda margir í erfiðum fjárhagslegum aðstæðum sökum þessa. Borgin verður ásamt ríkinu að finna lausn svo að tryggja megi að hægt sé að uppfæra réttindi fólks í rauntíma, í stað þess að skerða fólk, og greiða svo til baka eftir hálft ár. Þá er tillaga þessi lögð fram, til að bregðast við aðkallandi vanda margra, en tillagan er loks nú að fá umsögn, rúmum tveimur árum eftir að vandinn blasti við. Þessi tillaga var upphaflega lögð fram fyrir komu COVID-19 til landsins. Svo langur málsmeðferðartími er ekki til fyrirmyndar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja til að tillögunni verði vísað frá.
Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 25. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fjölgun þjónustuþátta í heimaþjónustu, sbr. 16. lið fundargerðar velferðarráðs frá 4. maí 2022:

Fram kemur í svari að áður en þjónustan hefst er gert mat á stuðningsþörf. Flokkur fólksins bendir á það þörf á stuðningi getur breyst hratt. Sem dæmi getur eldri einstaklingur verið metinn á einhverjum tímapunkti að hann geti farið út með rusl og hengt upp þvott. En það getur breyst í einu vettvangi. Reynslan á mati er að oft líður langt á milli matsins. Helst þyrfti að vera árlegt mat og jafnvel oftar eftir atvikum. Bæði sjón, heyrn og hreyfing breytist árlega eins og gengur. Sumu fólki sem er í þessari aðstöðu er sagt að safna ruslinu fyrir utan hús en það gengur ekki upp þar sem í það safnast mýs, kettir og fuglar sem dreifa úr sorpinu. Það þarf að taka þessi mál og fleiri sambærileg af meiri alvöru. Hér er ekki um eitthvað léttvægt að ræða. Að öðrum kosti er hætta á að þetta virki ekki.

 

Velferðarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við breytingu á deiliskipulagi fyrir Heklureit, lóðanna við Laugaveg 168-174a:

Áhyggjur eru af skuggavarpi í inngörðum á Heklureit. Því er velt upp hvort birtan muni ekki uppfylla skilyrði nýsamþykkts aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Gerðar hafa verið athugasemdir í auglýsingaferlinu um þetta vandamál. Þessu máli hefði átt að fresta þar sem meirihlutinn hefur takmörkuð völd nú á lokametrunum. Málið er stórt og því skynsamlegt að láta nýja borgarstjórn um framhaldið.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um deilu Loftkastalans við Reykjavíkurborg, sbr. 62. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl 2022:

Gerð hafa verið mistök sem snerta einn aðila. Ljóst er að þessi mistök þarf að leiðrétta og ljúka málinu með sátt allra. Aðilar hafa kvartað sárlega yfir að gögnum hafi verið haldið frá þeim og reynt hafi verið að þagga málið í þrjú ár. Svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa miðað við hæð landslags á lóðum. Þetta er ákveðið og gert án vitundar og athugasemda- og ábendingarmöguleika almennings eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst. Búið er að framkvæma alla gatnagerð þarna á rangan hátt og með því mögulega brjóta á aðstandendum Loftkastalans með ýmsum hætti. Tilboð sem aðstandendur fengu á fundi 25. apríl þar sem boðið var lækkun á götu og seinkun á gjalddögum var slakt í ljósi þess sem á undan er gengið. Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir og átti fund með innri endurskoðun og aðstandendum Loftkastalans 9. mai sl. og var því komið á framfæri að Reykjavíkurborg eigi að stíga næsta skref til sátta. Innri endurskoðandi lofaði að beita sér í málinu með það að markmiði að það verði leyst.

 

Bókun Flokks fólksins undir 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 28. apríl og 5. maí 2022:

Fram fer umræða um gjaldskyldu í bílastæðahúsum fyrir handhafa P-merktra bíla. Ekki segir neitt frekar um hvernig sú umræða var eða hvort einhverjar niðurstöður, mat eða álit liggi fyrir. Það er mat Flokks fólksins að gera þurfi breytingar á mörgu er snýr að bílastæðahúsum. Gera þarf þau bæði aðgengilegri og meira aðlaðandi. Sum bílastæðahús eru flókin, ruglingsleg og valda ákveðnum hópi kvíða sem leiðir til þess að hann forðast að nota þau. Þrengsl eru einnig mikil t.d. að aka upp á efri hæð þá er beygjan sjálf oft þröng og hefur fólk lent í að reka bílinn í. Til að laða að væri ráð að lækka gjaldskyldu, jafnvel fella hana niður á ákveðnum tímum og hafa tiltæka þjónustu til að leiðbeina og aðstoða.

 

Bókun Flokks fólksins undir 2. lið fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 2. maí 2022:

Undir liðnum Umræða hverfisins vill fulltrúi Flokks fólksins að það komi fram að, að tillögu Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga var frestað að beiðni fulltrúa Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði 25. maí þar til ný borgarstjórn hefur tekið við störfum. Tengdu máli, breyting á deiliskipulagi í Elliðaárdal, var einnig frestað enda hefur sú tillaga ekkert vægi fyrr en lega Arnarnesvegar hefur verið ákveðin eða að fallið verði frá þeirri framkvæmd. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að nýr meirihluti taki vel í tillögu Flokks fólksins og Vina Vatnsendahvarfs sem lögð verður fram þegar ný borgarstjórn hefur tekið við. Lagt verður til að gert verði nýtt umhverfismat áður en hafist er handa við þessa miklu framkvæmd. Ekkert getur réttlætt að byggja lagningu fjárfrekrar vegagerðar á 20 ára gömlu umhverfismati. Einnig þarf að skoða af hverju ekki var athugað með að leggja veginn í stokk eða í göng þar sem hann liggur um dýrmætt grænt náttúru- og útivistarsvæði. Tillagan sem liggur fyrir, með ljósastýrðum gatnamótum við Breiðholtsbraut, mun þess utan valda verulegum töfum á umferð og skapa fleiri vandamál en vegurinn á að leysa. Endurskoða þarf þessa vegalagningu með umhverfið, heildarmyndina og komandi kynslóðir í huga.

 

Bókun Flokks fólksins undir 3. lið fundargerðar  íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. maí 2022:

Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils. Flokkur fólksins vonar að nýrri borgarstjórn beri gæfa til að byggja með hraði í Úlfarsárdal þar sem nægt er landrými. Þetta hverfi var kynnt upphaflega sem 14.000 manna hverfi en þar eru nú um 5000. Í Úlfarsárdal má byggja mun meira, þar eru líka lóðir sem búið er að deila út en ekki verið byggt á. Óbyggðar sérbýlislóðir eru sagðar vera um 30, lóðir sem boðnar voru út um árið 2006. Engir skilmálar virtust fylgja um hvenær skyldi lokið við að byggja. Úlfarsárdalurinn er enn ekki sjálfbær en það stendur vonandi til bóta.

 

Bókun Flokks fólksins undir 2. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 11. maí 2022:

Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils. Allir þekkja hinn stóra vanda sem húsnæðismarkaðurinn glímir við. Alvarlegur skortur eru á húsnæði af öllum stærðum og gerðum. Spýta þarf verulega í lófana í þeim efnum á komandi misserum. Flokkur fólksins vonar að nýr meirihluti einhendi sér í það verk og byggi sem aldrei fyrr í hverfum þar sem innviðir eru til staðar og þola fjölgun íbúa. Í Grafarvogi eru einmitt innviðir sem geta tekið við fjölgun t.d. barna. Það eru all nokkrir skólar í Grafarvogi sem geta bætt við sig nemendum. Í svari við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um skóla í hverfinu sem gætu bætt við nemendum er t.d. Foldaskóli sem gæti tekið við allt að 100-150 nemendum til viðbótar. Skóli sem gæti tekið við 50 nemendum til viðbótar er Rimaskóli og þeir sem gætu tekið við allt að 100 nemendum til viðbótar eru Húsaskóli, Hamraskóli, Engjaskóli og Víkurskóli.

 

Bókun Flokks fólksins við 4. og 7. lið fundargerðar íbúaráðs Kjalarness frá 12. maí 2022:

Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils. Flokkur fólksins vonar að nýrri sveitarstjórn beri gæfa til að hlusta á Kjalnesinga hvað varðar framtíðarskipulag frekari uppbyggingu hverfisins. Þar er hægt að byggja 700 til 800 hundruð íbúðir og við Grundarhverfi og á nærliggjandi jörð þ.e. Hofi á Kjalarnesi. Þarna eru skólamannvirki sem má nýta betur. Þarna er fullkomin fráveitustöð Veitna við Hofsvík. Bæta mætti verulega í þarna svo hægt sé að setja verslanir, gera hverfið sjálfbært. Liður 4: Fulltrúi Flokks fólksins vill einnig ýta við svörum úr mælingum þungmálma á skotsvæðum á Álfsnesi sem fara áttu fram á síðasta ári en hafa ekki verið birtar. Íbúasamtökin kalla eftir niðurstöðum mælinga og það gerir Flokkur fólksins líka.

 

Bókun Flokks fólksins við 2. og 3. lið fundar fundargerðar íbúaráðs Laugardals frá 9. maí 2022:

Framtíðarskipulag skólamála í Laugarnesi er í mikilli óvissu bæði vegna endurbóta og hraðrar fjölgunar nemenda. Þegar litið er til Laugarnesskóla er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593 nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030 og 686 nemendur árið 2040. Líklegt má telja að framtíðarþörf kunni að vera vanmetin. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Flokkur fólksins telur að upplýsingagjöf til foreldra hefði mátt vera mun meiri. Lítið er að frétta af kostnaðargreiningu vegna hugmynda sem kynntar voru í skýrslu starfshópsins um skóla- og frístundastarf í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tímalína fyrir lausnir liggur ekki fyrir. Ekki er heldur séð að búið sé að skilgreina heildarstefnu um skólamál í hverfinu. Bregðast þarf við bráðavanda vegna skorts á íþróttaaðstöðu Laugarnes- og Laugalækjarskóla og íþróttafélaganna í hverfinu.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 11. mars og 1. apríl 2022:

Fundargerðir Sorpu eru með þeim hætti að erfitt er að sjá hvernig stjórnun er háttað. Ekki er gerður greinarmunur á mikilvægi einstakra verkefna og ekki er að sjá að stóru málin svo sem metan- eða moltusala séu rædd. Fram hefur komið hjá stjórnarformanni að allt metan sé selt. Er það rétt?

 

Bókun Flokks fólksins undir 1. lið við fundargerð öldungaráðs frá 5. maí 2022:

Nú er þessu kjörtímabili lokið og telur fulltrúi Flokks fólksins að endurskoða þurfi á næsta kjörtímabili hlutverk og skipulag öldungaráðs. Komið hafa ábendingar um breytingar og er mikilvægt að hlusta á þær raddir. Til að fá fram sterkari tengingu við borgarstjórn er sú hugmynd uppi að formaður öldungaráðs sé sitjandi borgarfulltrúi. Þetta þyrfti að skoða með hagaðilum t.d. Félagi eldri borgara. Félag eldri borgara er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með um 14.000 félagsmenn og sinnir félagið umfangsmiklu starfi. Félag eldri borgara er eitt fárra félaga ef ekki eina félagið innan Landssambands eldri borgara sem nýtur ekki stuðnings frá sínu bæjarfélagi/Reykjavíkurborg. Í umræðu innan stjórnar Félags eldri borgara hefur verið rætt að það væri eðlilegt að Félag eldri borgara yrði sem ígildi átjándu félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Hugsunin er sú að Reykjavíkurborg myndi þá greiða Félagi eldri borgara álíka upphæð til reksturs eins og hún greiðir til hinna félagsmiðstöðvanna. Flokkur fólksins myndi styðja þetta heilshugar en þarna er unnið afar gott og mikilvægt starf.

 

Borgarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um Björgun:

Í þessu máli verður fjöru fórnað, enn einni. En Björgun mun taka að sér vinnu við
landfyllingar. Hér verður með þessari uppbyggingu gengið verulega í fjöru í Reykjavík.
Það þykir fulltrúa Flokks fólksins leitt og stemmir auk þess ekki við „grænar áherslur.“

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn Flokks fólksins, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum:

Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurnir vegna ábendinga sem höfðu borist og kvartana
vegna innheimtu Bílastæðissjóðs. Kvartað var yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk
upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant.
Málið er að fjölmargt hefur breyst í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum
breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða
hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði
sem byrgja sýn. Fram kemur að mikið er um sektir vegna stöðubrota. Ekkert er í svari
um að merkingum sé ábótavant og er því gert ráð fyrir að svo sé. Full ástæða er til að
fara yfir merkingar og bæta úr þeim að mati Flokks fólksins. Yfirlit er að finna í svari
hvar flest stöðumælabrotsgjöld eru og er eftir því tekið að þau eru langflest við
Skólavörðustíg, Tryggvagötu og Laugaveg sem kannski þarf ekki að undrast yfir.

 

Bókun Flokks fólksins við svari um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um Bjarkargötu og Tjarnargötu:

Fyrirspurnin var lögð fram 2019. Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurn um hvort
eitthvað standi í veginum fyrir að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnugötur og
að annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Það hefur vakið
athygli að báðar þessar götur eru tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá
sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs.
Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um
götun aka er þær koma úr sitthvorri áttinni. Dæmi eru um að bílar þurfi að bakka út úr
götunni til að hleypa bíl framhjá sem skapar ekki bara slysahættu heldur einnig hættu á
að rekast í aðra bíla. Þetta ástand er verst á vetrum þegar götur er snjóþungar eða fullar
af klökum. Alvarlegt er þrjú ár tók að svara þessari fyrirspurn. Í svari kemur í raun
ekkert annað fram en að ekkert hafi verið gert og að þetta sé ekki forgangsmál.

 

Bókun Flokks fólksins við svari um við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um kostnað vegna skýrslu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum um heildarkostnað greiningarvinnu og
skýrslugerðar umhverfis- og skipulagssviðs um áhrif hámarkshraða áætlunar
Reykjavíkur á ferðatíma Strætó. Um var að ræða innanhússvinnu og var óskað er eftir
upplýsingum um tímafjölda sem fór í verkið og annan kostnað sem og heildarkostnað.
Beðið var um verkið af meirihlutanum og Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun
hámarkshraða myndi hægja á Strætó.Í svari kemur fram að ekki hafi verið haldið
bókhald um fjölda tíma sem fara í þetta verkefni eða annað innan skrifstofu
samgöngustjóra og borgarhönnunar. Skrifstofan getur ekki svarað þessu en giskar á
tveggja mánaða vinnu. Er ekki mikilvægt að halda vel utan um hvernig fjármagni er
varið enda þótt vinnan sé innan skrifstofunnar?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4:

Fulltrúi Flokks fólksins hafði fengið ábendingar um að merkingar á Bryggjugötu 4 væri ábótavant.  Aðkeyrslan að hótelinu Edition Hotel  er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en merkingar eru ekki skýrar. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja.

Óskað var eftir  upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlega?

Fram kemur að Bílastæðasjóður telur  merkingar við Bryggjugötu fullnægjandi en aðrir telja svo ekki vera. Þegar miklar breytingar eru gerðar á umhverfi þarf að merkja mjög vel og meira en þegar umhverfi er rótgróið og flestir áttað sig á svæðinu. Þetta ættu skipulagsyfirvöld að hafa í huga.  Aldrei er of mikið af upplýsingum og ekki á að spara merkingar á svæðum í örri breytingu.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um ný umferðarlög:

Fyrirspurnin var lögð fram í jan. 2020. Á þessum tíma höfðu ný umferðarlög tekið gildi
varðandi aðgengi fatlaðra með stæðiskort um göngugötur og að leggja í þær götur í
sérmerkt stæði. Því miður hefur það ákvæði ekki verið virt og er hreyfihömluðum gert að
leggja í nærliggjandi götur sem hefur skapað vandamál fyrir suma ef viðkomandi á erindi
í göngugötuna. Spölur frá stæði og í göngugötu getur verið talsverður. Spurt var hvort
borgaryfirvöld vilji ganga ennþá lengra en lagasetningin segir til um og veita eldri
borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í
þessum lögum. Í svari kemur fram að borgaryfirvöld telja að aðgengi eldri borgara sé
nægilega tryggt með því að heimila handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða að aka
um göngugötur og ekki sé því ástæða að ganga lengra. Því er fulltrúi Flokks fólksins ekki
sammála. Ekki allt eldra fólk með skerta hreyfifærni eru með stæðiskort. Öldrun fylgja
alls konar líkamleg vandamál s.s. stirðnun, gigt og fleira sem skerðir hreyfifærni. Sýna
þarf þessu skilning og væri því sjálfsagt að borgaryfirvöld gangi lengra en lagasetning
segir til um og veiti eldri borgurum með skerta hreyfifærni sama aðgengi og fötluðum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um undantekningu frá akstursbanni um göngugötur:

Fyrirspurnin var lögð fram í janúar 2020, eða fyrir meira en tveimur árum. Þá höfðu ný
umferðarlög tekið gildi og voru nýmælin þau að bílar merktir með stæðiskorti fyrir
hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra máttu nú nýta sér göngugötur
og jafnframt leggja þar í merkt stæði. Þetta olli miklu uppnámi hjá meirihlutanum og
meirihluta skipulags- og samgönguráðs sem vildu ekki sjá bíla hreyfihamlaðra á
göngugötum hvað þá að þeir gætu lagt þar. Farið var í aðgerðir til að fá Alþingi til að
gefa Reykjavíkurborg ákvarðanafrelsi um hvar hreyfihamlaðir mættu leggja og yrði það
þá í mesta lagi í hliðargötum. Þetta mál hefur verið til vandræða æ síðan. Engin
bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða í göngugötum enda þótt bílar með stæðiskort megi aka
þær götur og eiga rétt á að leggja þar. Mörg dæmi eru um að hreyfihamlaður
einstaklingur hefur átt í mesta basli með að komast frá stæði í hliðargötu til að t.d. sinna
erindum við Laugaveg. Ef vel á að vera þurfa hreyfihamlaðir að geta lagt bíl sínum í
göngugötu til að sinna erindum sínum eftir atvikum.

 

Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var
fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl. um að fjölga bekkjum í borgarlandinu:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bekkjum verði fjölgað í miðbænum og á öðrum
stöðum í borginni eftir atvikum fyrir fólk til að setja á. Skoða mætti ýmist trébekki eða
steinbekki, einhverja sem eru fyrirferðarlitlir og smekklegir. Svona bekkir þurfa ekki að
kosta mikið og ekki er um að ræða mikinn viðhaldskostnað. Best væri að hafa steinbekki
sem ekki er hægt færa úr stað og einnig eru tiltölulega viðhaldsfríir. Þetta er
hagsmunamál fyrir borgara á öllum aldri sem eru á ferð um borgina að geta tyllt sér á
bekk um stund til að njóta stundarinnar. Þetta er í raun ákveðið ákveðið lýðheilsumál
sem hefur beint að gera með lífsgæði. Víða mætti einnig koma fyrir litlum „áningar
reitum“ þar sem fólk getur sest niður og slakað á sjálft eða með öðrum. Allskonar
útfærslur gætu verið í boði og einnig mætti efna til samkeppni um góðar tillögur sem
taka á þessum málum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hljóðmön
í Blesugróf. Mál nr. US220106

Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var
fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl.:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig gangi með hljóðmön við
Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis.
Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Hvernig er
staðan í þeim málum en talsverður hávaði er í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut
og Stekkjarbakka. (sjá Aðgerðaáætlun gegn hávaða, frá Vegagerðinni og
Reykjavíkurborg frá janúar 2014). Árið 2021 bókaði Flokkur fólksins við svari við
fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf
eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins spurði fyrir íbúa eftir upplýsingum um fyrirhugaða
mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig mál standa. Íbúum fannst þeir ekki hafa
náð til skipulagsyfirvalda. Í svari segir að forhönnun á umræddri hljóðmön sé nú lokið
og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda liggi fyrir en ekki liggi fyrir hvenær hægt verði
að ráðast í framkvæmdir. Mörgu er því enn ósvarað svo sem hvenær hægt verður að
ráðast í framkvæmdir og hver sé ábyrgur fyrir því að koma verkinu af stað. Flokkur
fólksins spyr hvað sé að frétta af þessu og af hverju hefur þetta tekið allan þennan tíma?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og
borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um aukið aðgengi að vatni í borginni. 

Flokkur fólksins leggur til að lagt verði í stórátak í að auka framboð á drykkjarvatni með
drykkjarbrunnum og horft verði ekki síst til aðgengi að vatni í skólum borgarinnar.
Hjólreiðafólki og hlaupurum fer fjölgandi í borginni og samhliða hefur komið í ljós að
mikill skortur er á drykkjarbrunnum meðfram hjóla- og göngustígum borgarinnar. Þeir
brunnar sem finna má eru sumir ónothæfir. Fjölga þarf brunnum og vanda til verka til að
brunnarnir haldist nothæfir til lengri tíma.
Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um rafskútur á göngugötum. 

Borist hefur fulltrúa Flokks fólksins ábending um að á göngugötum sem nú hefur verið
fjölgað í miðbænum er mikið um rafmagnshlaupahjól. Sumir eru farnir að tala um þessar
götur meira sem rafhlaupahjólagötur frekar en göngugötur. Rafhlaupahjól geta farið hratt
og eru þau t.d. bönnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn sem dæmi. Ábendingar hafa borist
að margir á rafhlaupahjól aka þessar götur mjög hratt og jafnvel með börn á þeim án
hjálma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt um slysatíðni í tengslum við
rafmagnshlaupahjól sem náð geta allt að 20 km hraða og jafnvel meira. Það er ekki bara
nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota
á þessi hjól og skoða hvar öruggast er að þau séu notuð. Flokkur fólksins spyr hvort ekki
þurfi að skoða þessi mál nánar, beita sér fyrir reglum sem eru t.d. meira í takt við reglur

Skipulags- og samgönguráð 25. maí 2022

Mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn 24. maí

Umræða um vanda næturlífsins í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni Flokks fólksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að ræða um næturlífsvandann í Reykjavík og mögulegar lausnir í ljósi afgreiðslu tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 8. 11. 2018. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en kom til afgreiðslu nú fjórum árum síðar eða 18. maí sl. og var henni vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlitsins.

Tillagan frá 2018 var eftirfarandi:

Að borgarráð samþykki að tryggja að eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni verði fylgt til hins ítrasta og hafa þá í huga:
Leyfisveitingar þurfa að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008.

Reglugerðin sem hér um ræðir er í sjálfu sér ágæt. Eina vandamálið er að henni hefur ekki verið framfylgt. Auk þess stangast leyfi fyrir opnunartíma skemmtistaða á við þau lög að íbúar eigi rétt á svefnfrið frá kl. 23 til 7 að morgni, óháð búsetu, samkvæmt 4. grein lögreglusamþykktar. Hávaðamörkum hefur ekki verið framfylgt með nokkrum viðunandi hætti árum saman ef þá nokkurn tímann en þau mega ekki fara yfir 50 desíbel úti á götum (Evrópusambandið miðar við 40 desíbel). Ítrekað hefur verið hringt í lögreglu í gegnum árin sem íbúar segja að hafi engu skilað.

Flokkur fólksins hefur rætt þessi mál eftir að sóttvarnaraðgerðum var að fullu aflétt. Covid veitti íbúum grið um tíma en nú er allt komið í sama farið á ný.

Í miðbænum er blönduð byggð og þar búa barnafjölskyldur eins og annars staðar Ástandið í miðbænum þegar líða tekur á nótt um helgar er alvarlegt og hefur hópur fólks mótmælt hávaða og skrílslátum sem heldur vöku fyrir fólki í nágrenni við næturklúbba. Eftir lokun kl. 4.30 halda oft áfram götupartý fram undir morgun. Eins og vitað er þá er fólk sem hefur drukkið ótæpilega víst með að haga sér með þeim hætti sem þeir myndu ekki gera væri þeir allsgáðir. Ofurölvun getur aukið líkur á ólöglegu atferli, áreitni og ofbeldi og berast fréttir gjarnan af ofbeldisverkum úr miðbænum eftir skemmtanalíf helgarinnar.  Ölvaðir gestir næturklúbba kasta stundum af sér vatni þar sem þeir standa og ganga örna sinna á hinum ólíklegustu stöðum t.d. á tröppum fólks, í görðum eða geymslum þeirra. Sprautunálum, bjórdósum, glösum, smokkum, sígrettustubbum og matarleifum er hent hvar sem er og endar það oftar en ekki á tröppum íbúanna eða í görðum þeirra.

Dauðir hlutir njóta heldur engra griða. Veggjakrot og eignarspjöll fær að þrífast án nokkurrar refsingar. Bílar íbúanna hafa sömuleiðis verið skemmdir, inn í þá brotist eða skorið á dekkin. Þeir sem hafa leitað til lögreglu eða tryggingafélaga með þessi mál hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ef kostnaður af skemmdarverkum á eigum fólks í miðborginni sem tengist næturklúbbum væri tekinn saman myndi hann ábyggilega hlaupa á hundruð milljóna króna. Þá er ótalinn sá andlegi skaði sem íbúar hafa orðið fyrir.

Lausnir

Flokkur fólksins hefur skoðað þessi mál með fjölmörgum aðilum. Flestir eru sammála um að fyrsta skrefið sé að fylgja gildandi reglugerð, draga úr hávaða og bassanum sem berst langar leiðir frá næturklúbbum sem margir eru í húsum með litla hljóðeinangrun. Skoða mætti að setja upp hljóðmæla sem notaðir yrðu á sama hátt og eftirlitsmyndavélar.

Annað sem mætti skoða er að til þess að eigendur næturklúbba missi ekki of stóran spón úr aski sínum er að fá fólk til að mæta fyrr á skemmtistaðina. Ef staðið er saman að slíkum breytingum myndi markaðurinn án efa aðlaga sig að breyttum opnunartíma. Mottóið ætti að vera: Eftir eitt ei heyrist neitt! Nauðsynlegt er að setja næturstrætó í gang til að koma fólki aftur heim til sín og koma í veg fyrir hópamyndanir í miðbænum eftir lokun næturklúbba.

Flokkur fólksins hefur nefnt þann möguleika að ráða næturlífsstjóra sem héldi utan um þennan málaflokk, þ.m.t. kvartanir, og sá hefði auk þess eftirlit með að reglugerðum og lögum sé framfylgt. Skemmtanalífið í Reykjavík og „hagkerfi næturlífsins“ er það umfangsmikið að ekki veitir af. Það virðist vera lítið ef nokkuð samtal milli stofnana sem þessi mál heyra undir – borg, lögregla, heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit, byggingareftirlit og sýslumaður. Ef allt þetta væri komið á eitt borð væri mun auðveldara að hafa yfirsýn og sjá hvar grípa þyrfti inn í með aðgerðum og úrræðum eftir því sem þurfa þykir.

Næturlífsstjórinn gæti t.d. gert drög að skipulagsbreytingum sem miðar að því að hólfa skemmtanalífið niður. Það má hugsa sér mismunandi hljóðsvæði frá 1-5 en á „skemmtanasvæði“ mætti hávaðinn (innandyra) vera mikill og opið langt fram á nótt.

Samhliða þessum breytingum yrði unnið að uppbyggingu á svæði fyrir utan almenna íbúabyggð, t.d. utarlega á Grandanum eða í einhverju öðru iðnaðarhverfi, þar sem fólk getur skemmt sér eins og það vill án þess að ónáða aðra. Þá gæti lögreglan einnig haft betra eftirlit með því að allt fari vel fram.

Hægt væri að hugsa sér að hljóðsvæði 4-5, þar sem hávaði væri mestur, væri í fjarlægð frá íbúabyggðinni. Svæði 1-2 mættu vera í hjarta miðbæjarins en staðirnir dreifðari en nú er og yrði þeim sett ströng skilyrði um hljóðvist: engir útihátalarar, lítil sem engin hljóðmengun frá stöðunum út á götur og aðeins opið til kl. 1. Þetta eru allt hugmyndir sem Flokkur fólksins setur fram og mætti vel ræða.

Hljóðsvæði 3 gæti t.d. verið kyrrðarsvæði þar sem fólk getur verið eitt með sjálfum sér eða fjölskyldu og vinum. Hugað væri vandlega að hljóðvist á þessum stöðum og allt kapp lagt á að hafa þá sem vistvænasta.

Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á samráð og að unnið sé með borgarbúum og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta í því máli sem um ræðir hverju sinni. Nauðsynlegt verður að fá umsagnir frá íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu áður en stórar ákvarðanir eru teknar og taka á tillit til þeirra eins og kostur er. Hér er um hagsmunamál margra að ræða.

Þessi mál þurfa að komast í lag sem fyrst. Ýmsir hafa aðra hagsmuni og eru t.d. hátt í sjötta tug hótela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir næturskemmtistaðir eru. Það er skylda okkar og ábyrgð að hlusta á raddir þessa hóps. Ekki verður hjá því komist að skoða þann möguleika að færa þá staði sem eru opnir langt fram á nóttu með tilheyrandi hávaða út fyrir íbúasvæði eða stytta opnunartíma þeirra. Þetta mætti gerast í einhverjum áföngum til þess að gefa kost á aðlögun. Skoða þarf að dreifa næturskemmtistöðum um borgina á hentuga staði allt eftir eðli starfseminnar.

Diskóbar með tilheyrandi hávaða og látum sem dynur alla nóttina getur ekki starfað þar sem fólk er að reyna að sofa í næsta húsi. Skoða þarf samhliða samgöngumál s.s. næturstrætó ekki síst nú þegar leigubílar eru allt of fáir.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um vanda næturlífsins í Reykjavík:

Flokkur fólksins hefur ávarpað þetta mál allt frá 2018 þegar flokkurinn lagði fram tillögu um að reglugerð um hávaðamengun skyldi framfylgt. Vegna Covid fengu íbúar grið um stund en nú er vandamálið komið aftur af fullum þunga. Tillagan kom loks til afgreiðslu 18. maí, fjórum árum eftir að hún var lögð fram og var henni þá vísað til heilbrigðisnefndar. Óttast er að enn eigi að svæfa málið

Framundan eru meirihlutaviðræður um myndun nýs meirihluta. Hvaða flokkar sem koma til með að skipa hinn nýja meirihluta þurfa að ávarpa þetta vandamál sem hér hefur verið reifað. Finna þarf flöt á þessu máli þar sem ekki er hægt að bjóða íbúum miðbæjar upp á að búa við aðstæður sem þessar.

Hópurinn “Kjósum hávaðann burt” hafa komið með skýra kröfu um að gripið verði til viðeigandi aðgerða við þessum mikla hávaða sem spillir friðhelgi einkalíf  íbúanna, hótelgesta og annarra sem svefnstað eiga í miðbænum.

Að lifa við ærandi hávaða um hverja einustu helgi eyðileggur taugakerfi fólks. Flokkur fólksins bendir á að það er ekki einungis lífsspursmál að geta sofið heldur einnig að geta upplifað öryggi á heimili sínu. Þega hæst lætur einkennist skemmtanalífið af öskrum og gólum, gargi og jafnvel ofbeldi sem vekur upp ótta og kvíða hjá íbúum í nærliggjandi húsum.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokks um að borgarstjórn samþykkir að skipuleg könnun verði gerð á lóðum í borgarlandinu sem henta fyrir stofnanir og skóla og þær teknar frá fyrir þá starfsemi.

Flokkur fólksins styður tillögu um fjölgun lóða fyrir grunnþjónustu. Það er löngu tímabært að eyrnamerkja lóðir í borgarlandinu sem henta fyrir stofnanir og skóla og þær teknar frá fyrir þá starfsemi. Fjölgun er í öllum hverfum og eru innviðir gróinna hverfa víðast sprungnir. Ýmist þarf að stækka eldra húsnæði eða byggja nýtt. Lóðir fyrir skóla og frístund þarf að setja í forgang. Vinna við að styrkja og auka innviði hefur ekki fylgt áætlunum um þéttingu. Fjölgun fólks/nemenda hefur verið fyrirsjáanleg í mörg ár. Ástandið er slæmt í vesturhluta borgarinnar en einnig í Laugardal og nágrenni, Bústaða- og Háaleitishverfi og í Árbæ- og Norðlingaholti. Útbúa þarf áætlun um með hvaða hætti húsnæðismál vegna frístundastarfs í þessum hverfum verði leyst til framtíðar. Nú þegar er að staðan sums staðar með öllu óviðunandi og börn send úr hverfum sínum til að ýmist stunda nám eða tómstundir. Húsnæði nægir ekki lengur fyrir þörfina í dag né þá þörf sem er fyrirsjáanleg. Sums staðar er verið að grípa til bráðabirgða lausna en engu að síður verður að gera kröfu um að farið verði í eðlilega fjárfestingu innan hverfanna til að leysa málið til framtíðar. Hafa þarf íbúa og skólasamfélagið með í ráðum þegar framtíðarlausna er leitað.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins um að hefja undirbúning að því að tryggja fasta viðveru sálfræðinga í öllum grunnskólum borgarinnar í 100% starfi.

Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingum verði fjölgað og að sálfræðingar hafi aðsetur út í skólum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en úti í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga til og frá skólum þjónustumiðstöðvum eru um 3 milljónir á ári. Skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Í raun mætti taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa rými, borð og stól fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Dæmi eru um að sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur skipti með sér starfsaðstöðu enda hvorugir oftast nær í 100 % starfi þótt það sé vissulega markmiðið að verði. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það kannski ekki svo mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Nú bíða milli 1800 börn eftir þjónustu. Biðlistinn var um 400 börn 2018. Hér er um brýnt forgangsmál að ræða.

Tillagan er eftirfarandi.

Að hefja undirbúning að því að tryggja fasta viðveru sálfræðinga í öllum grunnskólum borgarinnar í 100% starfi.
Samkvæmt kostnaðarmati sem var lagt fyrir fund velferðarráðs 2. mars 2022, þyrfti 44 stöðugildi til að sinna öllum grunnskólunum ef einn sálfræðingur væri í 100% starfi í hverjum grunnskóla borgarinnar. Ef einn sálfræðingur væri í hverjum grunnskóla alla daga vikunnar þá vantar 409 m.kr. uppá fjárheimildir. Nánar má lesa um kostnaðarmatið hér. Einnig er þörf á því að tryggja góða aðstöðu innan skólanna fyrir sálfræðingana. Velferðarsviði verði falið að hefja þann undirbúning svo að föst viðvera sálfræðinga geti hafist sem fyrst. Leitað verði til annarra sviða og aðila innan borgarinnar vegna undirbúnings og útfærslu ef þörf þykir. Í framhaldi verði málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Greinargerð

Víða hefur verið kallað eftir því að sálfræðiþjónusta færist nær börnum og ungmennum. Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur, frá því í febrúar á þessu ári, kallaði eftir betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur. Þar kom fram að andleg líðan unglinga fari versnandi á milli ára og að aðgengi að sálfræðiþjónustu væri ekki nægilega gott. Erfitt geti verið að leita sér aðstoðar og langur biðlisti væri eftir þjónustu skólasálfræðinga borgarinnar. Fyrir hönd unglinga í Reykjavík var óskað eftir því að sálfræðingar yrðu starfandi í öllum grunnskólum borgarinnar.
Ljóst er að skapa þarf rými fyrir sálfræðinga innan grunnskólana. Um þetta er fjallað í svari við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands varðandi það hvað þurfi að eiga sér stað til þess að tryggja góða aðstöðu innan skólanna. Skólar í Breiðholti hafa náð að skapa góða aðstöðu en í öðrum skólum þarf að líta til þátta líkt og rýmis og að rýmið henti vel fyrir þá þjónustu sem verið er að veita.

 

Lagðar fram fundargerðir:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir fundargerð umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 18. maí:

Það er ámælisvert að tillaga Flokks fólksins um að „borgarráð samþykki að tryggja að eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hljóðvist og hávaðamengun í borginni verði fylgt“ komi á dagskrá fjórum árum eftir að hún er lögð fram. Nú fjórum árum síðar er henni vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að ekki taki önnur fjögur ár að fá umsögn. Það er skylda okkar borgarfulltrúa, meirihluta og minnihluta að huga að velferð og líðan allra borgarbúa og umfram allt hlusta á þá. Á þessu eru lausnir sem bíða skoðunar sem vonandi mun leiða til þessa að allir haldi sínu, íbúar geti sofið og upplifað sig örugga í umhverfi sínu og hagsmuna aðilum næturklúbba missi ekki spón úr aski sínum. Sú staðreynd blasir þó við að diskóstaðir sem eru opnir langt fram eftir nóttu með tilheyrandi hávaða og látum sem dynur alla nóttina getur ekki starfað þar sem fólk er að reyna að sofa í næsta húsi. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur í því sambandi sem hægt er að leggjast yfir með aðilum sem málið varðar. Vonandi ber nýrri borgarstjórn gæfa til að taka á þessu máli í samráði við íbúa og hagaðila fljótt og vel.

 

Borgarstjórn 24. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna:

Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur út á að ræða með formlegum hætti um samstarf milli skóla- og frístundasviðs og Heilsugæslunnar um að efla skólaheilsugæslu í grunnskólum borgarinnar. Samtal er ávallt af hinu góða. Í greinargerðinni kemur fram að margir skóla uppfylli ekki viðmið um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings. Dæmi eru sögð um að rúmlega þúsund nemendur séu að baki hverju stöðugildi. Ef horft er til skólaþjónustunnar í grunnskólum borgarinnar er sami vandinn.

Sá fjöldi stöðugilda sem þar er dugar engan veginn til að anna þörfum barna eftir fagaðstoð. Fjölga þarf stöðugildum og færa aðsetur sálfræðinga til skólanna svo hægt sé að mæta lögbundinni skyldu skóla gagnvart börnum sem þurfa aðstoð. Flokkur fólksins telur það gott að byrja á að taka til í eigin garði áður en farið er að gagnrýna órækt í garð annarra. Borgin ber ábyrgð á þeim 1800 börnum sem bíða eftir að hitta fagfólk skólaþjónustunnar. Samstarf borgarinnar við heilsugæsluna er vissulega mikilvægt og þá ekki síst að upplýsingaflæði sé markviss. Til dæmis að skólinn fá upplýsingar um niðurstöður þroskamatslista barna úr fjögurra ára skoðun svo hægt sé að undirbúa skólagöngu barna sem þurfa á sértækum stuðningi að halda.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2022, við fyrirspurn skóla og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um langtímaveikindi starfsfólks á skóla- og frístundasviði:

Fram kemur í svari um langtímaveikindi starfsfólks á skóla og frístundasviði að 745 starfsmenn voru skráði í langtímaveikindi einhvern tíma á árinu. Veikindahlutfall var 6.8%. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvort rekja megi hluta af þessum veikindum til mikils álags í vinnu, bágrar vinnuaðstæðna eða óánægju og vansæld af einhverjum ástæðum. Er ekki rétt að kanna þetta með kerfisbundnum hætti? Hér er um umtalsverðan kostnað að ræða sem hleypur á milljónum. Mest um vert er auðvitað að kanna hvort skóla- og frístundasvið geti gert einhverjar úrbætur hvort heldur er að létta á álagi eða laga vinnuaðstæður. Launamálin eru síðan annar kapítuli.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. maí 2022, við fyrirspurn skóla og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samstarf tónlistarskóla og leik- og grunnskóla:

Spurt var um samstarf tónlistarskóla og leik- og grunnskóla, hvaða skóla og hverjir eru í samstarfi við tónlistarskóla. Í svari segir að a.m.k. 20 leikskólar eru í samstarfi við tónlistarskóla. A.m.k. 15 grunnskólar eru í formlegu samstarfi við tónlistarskóla sem eru með aðstöðu í grunnskólanum. 21 grunnskóli er ekki í samstarfi við tónlistarskóla. Í a.m.k. 16 grunnskólum eru nemendur í tónlistarnámi á skólatíma. Í 6 grunnskólum er enginn nemandi í tónlistarnámi á skólatíma. 16 skólastjórar vissu ekki af samstarfi eða treystu sér ekki til að nefna fjölda nemenda sem væru í tónlistarnámi á skólatíma á vegum tónlistarskóla.

Flokkur fólksins veltir því upp hverjar séu skýringar á þessu og hvers er það að ákveða um slíkt samstarf? Skólans eða skóla- og frístundasviðs? Hér er alveg ljóst að börnum er mismunað, þau sitja ekki við sama borð eftir því í hvaða leikskóla/skóla þau sækja. Þetta er áhyggjuefni. Það er allt of mikið um að svona hipsumhaps fyrirkomulag þegar kemur að tækifærum fyrir börn í Reykjavíkurborg. Í öllu tilliti þarf skóla- og frístundasvið að gæta þess að börn fái sömu tækifæri tómstunda án tillits til hvar þau búa.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 24. mars 2022, við fyrirspurn skóla og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins um stöðu íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku:

Flokkur fólksins vill ítreka að á meðan niðurstaða er ekki fengin í mál borgarinnar gegn Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga þarf Reykjavíkurborg engu að síður að sinna með fullnægjandi hætti nemendum af erlendum uppruna sem standa illa að vígi í íslensku. Börn mega aldrei líða fyrir deilumál af neins konar tagi. Það er sannarlega með öllu óþolandi að Reykjavík nýtur ekki framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvorki til jöfnunar kostnaðar á rekstri grunnskóla né framlags vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál vegna stærðar sinnar. Þetta er ekki síður óréttlátt þar sem langflestir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku búa í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram þingsályktunartillögu um að Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða löggjöf og regluverk með það að markmiði að öll börn njóti réttlætis óháð búsetu. Það er ekki hægt að una við að eitt sveitarfélag sé fyrirfram útilokað frá úthlutunum jöfnunarframlaga vegna reksturs grunnskóla einungis vegna stærðar.

Jöfnunarframlög á að greiða eftir þörfum, samkvæmt hlutlægum reiknireglum sem byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Á meðan þarf að fylgjast grannt með þróun mála og hækka framlagið eftir því sem nauðsyn kallar svo börnin fái þá kennslu sem til þarf til að bæta árangur þeirra.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. maí 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um niðurgreiðslur vegna daggæslu:

Flokkur fólksins spurði um málefni dagforeldra m.a. vegna Covid aðstæðna. Starfsöryggi dagforeldra hefur allt þetta kjörtímabil og kannski mörg ár þar áður verið í mikilli óvissu, líkt og starfað sé í rússíbana. Einhverjir náðu að fylla pláss sín í haust en aðrir hafa átt erfitt með það og það vegna þess að leikskólar eru að taka inn á öllum tímum Covid gerði illt vera en ekki má setja allt sem miður fer í borginni á reikning faraldursins. Óskað var upplýsinga um niðurgreiðslur vegna daggæslu. Í svari má sjá að Reykjavík er langt á eftir öðrum bæjarfélögum sem hafa hækkað niðurgreiðslur verulega. Dæmi sem tekið var nýlega í aðsendri grein sýndi dæmi um hjón sem greiða í Reykjavík 82 þúsund á meðan hjón greiða í Mosfellsbæ um 30 þúsund. Þarna munar um minna ekki síst fyrir foreldra sem hafa lítið milli handanna og berjast í bökkum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 10. maí 2022, við fyrirspurn skóla og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur:

Spurt var um rekstrarform/fyrirkomulag mötuneyta og í hversu mörgum skólum börn skammta sér sjálf. Einnig var spurt um fjölbreytni matar og í hversu mörgum skólum börn vigti leifar sínar? Loks var spurt um hversu miklum mat er hent í skólum?Í svari segir að flestir skólar séu með eigið eldhús eða 84%. Flokkur fólksins hefur þó hvergi almennilega séð að sá valkostur sé hagkvæmari en að kaupa mat frá fyrirtækjum að undangengnu útboði. Nemendur skammta sér sjálfir í um helming skólanna. Flokkur fólksins telur að ganga þurfi lengra og að allir nemendur án tillits til skóla eigi að fá tækifæri til að skammta sér sjálfir mat á diskinn og sýna rannsóknir að með því er dregið úr matarsóun. Fjölbreytni í mat virðist vera í lagi og er því fagnað að lagst er gegn sykruðum súpum og unnum kjötvörum. Fram kemur að ekki eru til nákvæmar tölur um matarsóun þar sem tölur innihalda einnig annan úrgang.

Varðandi vigtun kemur á óvart hversu fáir skólar vigta leifar eða aðeins 11% grunnskóla vigta alltaf en um helmingur skóla vigta STUNDUM leifar frá mötuneyti. Hér þyrfti að vera meiri nákvæmni og stöðugleiki svo hægt sé að gera alvöru samanburð. Engar magntölur liggja fyrir eftir því sem segir í svari.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 12. maí 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í borgarráði um ráðningar talmeinafræðinga og annarra ráðgjafa í skólastarfi:

Ráða þarf mun fleiri talmeinafræðinga og setja þessi mál í forgang. Börn sem glíma við talmeinavanda þurfa þjónustu sérfræðinga ekki bara „ráðgjöf“. Ef horft er til þeirra barna sem glíma við málþroskavanda þá hafa rannsóknir sýnt að börn með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í félagslegum aðstæðum og eru þau einnig berskjaldaðri fyrir tilfinningalegum erfiðleikum. Á þetta reynir sérstaklega þegar komið er inn á unglingsárin ef barn hefur ekki fengið nauðsynlega aðstoð með málþroskavandann í leik- og grunnskóla.

Unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í tengslamyndun við félaga sína þar sem á þeim árum eiga miklar breytingar sér stað, bæði líffræðilegra-, vitsmuna, félags- og tilfinningalega. Flokkur fólksins hefur barist fyrir því í fjögur ár að ráðnir verðir fleiri fagaðilar, sálfræðingar og talmeinafræðingar til skólaþjónustunnar og að fagaðilar hafi aðsetur út í skólunum. Hér þarf að taka á og hætta að setja börn ávallt á bið. Ábyrgð borgarinnar er mikil og byggir m.a. á samkomulagi ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn frá árinu 2014. Reykjavíkurborg á samkvæmt samkomulaginu að veita börnum með væg frávik þjónustu innan leik- og grunnskóla sveitarfélaga enda telst það hluti af þeirra menntun.

 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að skóla- og frístundasvið horfi af alvöru á verkefnið Kveikjum neistann með það að markmiði að innleiða það.

Þetta verkefni er að sýna góðan árangur þó ungt sé. Kjarninn er sá í Kveikjum neistann að lagt er upp með í 1. bekk að leggja áherslu á bókstafi og hljóð. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni. Inn á milli að staldrað við til að fullvissa um að helst allir nemendur eru búnir að ná öllum bókstöfum og hljóðum. Í upphafi vetrar er lögð fyrir bókstafa- og hljóðakönnun til að sjá hvaða bókstafi og hljóð nemendur kunna við upphaf skólagöngu. Aftur er gerð könnun í janúar og loks í maí á fyrsta skólaárinu. Árangur er teiknaður upp með myndrænum hætti þar sem litir eru notaðir til að merkja þá bókstafi og hljóð sem börnin þekkja. Mörg börn eru farin að lesa orð á þessum tíma og stuttar setningar.

Það eru mörg stolt börnin sem fara út í sumarið eftir að hafa stundað nám með árangri sem þessum. Miðja máls og læsis er að gera frábæra hluti en þarna er verkefni sem vert er að horfa til því það er alltaf hægt að gera betur.

Greinargerð

Huga þarf sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa strax í byrjun að fá sérstaka aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil  2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d.  tengjast sjónskyni.

Sum rugla sem bókstöfum og þurfa sem dæmi að fá stærra letur og læra bókstafi með hljóði. Hljóð getur brotið lestrarkóðann.

Krakkar sem eru í lestrarvanda hafa lengri sögu, þau sýna vandann t.d. í Hljóm sem lagt er fyrir 5 ára nemendur sem hefur forspárgildi fyrir lestrarnám. Þannig að þegar þessir krakkar koma í skólann á haustin þá er oft vitað hvað er undirliggjandi sérstaklega ef heilsugæsla og skólinn hafa einnig verið í góðu samstarfi og skólinn fengið niðurstöður úr fjögurra ára skoðun barnanna.

 

 

Skóla- og frístundaráð 24. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla:

Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allir skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Helsta markmiðið ætti að vera núna að þeim hólum sem ekki hefur þegar verið spillt verði algjörlega látnir óáreittir. Þess vegna er gott að beina fólki ekki akkúrat að þeim hólum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 á breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri:

Hér er lagt til að gera breytingu á deiliskipulagi sem myndi veita heimild til þess að bæta við fjórðu hæð ofan á helming þakflatar þriggja hæða fjölbýlishúss sem nú er í byggingu. Upphaflegum teikningum var mótmælt og nú á enn að bæta við byggingarmagni. Þessu hefur verið harðlega mótmælt og vill fulltrúi Flokks fólksins að hlustað sé á íbúa. Athugasemdir lúta m.a. að skorti á samráði. Áhyggjur eru af skuggavarpi og bílastæðamálum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 2. maí 2022, þar sem lögð er fram til kynningar ársfjórðungsskýrsla græna plansins fyrir október til desember 2021, ásamt ársskýrslu fyrir árið 2021:

Fram kemur í grænu skýrslunni að farið var í fjárfestingaátak í stafrænni umbreytingu. Því miður er ekki hægt að segja að unnið hafi verið að stafrænni umbreytingu með skýrum markmiðum og með hagkvæmni að leiðarljósi. Segja má að þessi vegferð hafi einkennst af göslaragangi og lausung. Það er sárt að horfa upp á vinnubrögð af þessu tagi fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur barist fyrir bættri þjónustu við fólk í borginni. Flokkur fólksins er ekki einn um þá gagnrýni á hvernig farið hefur verið með þessa 13 milljarða króna sem eiga eftir að verða mun fleiri þegar fram líða stundir. Samtök iðnaðarins hafa einnig gagnrýnt þetta opinberlega ásamt fleirum sem þekkingu hafa á þessum málum. Stafræn þróun hjá Reykjavíkurborg snerist nefnilega upp í stafræna sóun. Mun hagkvæmara hefði verið að fara að dæmi annarra sveitarfélaga og ganga strax til liðs við Stafrænt Ísland í stað þess að eyða ómældu fjármagni í að finna upp hjólið. Ábyrgðin er að öllu leyti borgarstjóra sem er framkvæmdastjórinn en einnig samstarfsflokka hans. Flokkur fólksins hefur vakið athygli innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á þessu alvarlega máli og hefur hún í framhaldi ákveðið að gera úttekt á starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs á næsta ári.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. maí 2022, þar sem óskað er eftir að úthluta um 4.965 fm lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130:

Hér er um að ræða svæði fyrir innan flugvallargirðinguna. Vitnað er í orð ráðherra samgöngumála sem segir að ekkert sé verið að fara að byggja í Skerjafirði þar sem flugvöllurinn er ekki á leiðinni þaðan. Enginn annar sambærilegur eða betri staður hefur fundist fyrir flugvöllinn. Er hér einhver misskilningur í gangi? Orð ráðherra og orð borgarstjóra fara ekki saman. Er verið að fara að byggja í Skerjafirði eða ekki?

 

Bókun Flokks fólksins við Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal er færð í trúnaðarbók borgarráðs:

Ljóst er að þjóðarhöll á best heima í Laugardal og þarf öll þjóðin að koma að þessu stóra og mikilvæga verkefni.

Bókun Flokks fólksins við bréfi um minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 2. maí 2022, um niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar 2022:

Eftir því er tekið að svarhlutfall er lágt á skóla og frístundasviði, umhverfis og skipulagssviði og velferðarsviði. Hverju skyldi það sæta? Fræðsla, þjálfun og upplýsingaflæði koma verst út. 4.9% er áreitni hjá samstarfsfólki og tæplega 4% er einelti hjá samstarfsfólki. Hvað þýða þessar tölur og hvernig á að bregðast við?

 

Bókun Flokks fólksins vð 3. lið fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 25. apríl 2022.

Kynning á uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðahúsnæðis við Jarpstjörn, Skyggnisbraut og Rökkvatjörn. Eftir 15 ár er loksins verið að leggja drög að verslun í hverfinu sem átti að verða sjálfbært en nú fimmtán árum seinna er engin matvöruverslun hvað þá bakarí. Hér er ekki annað hægt en að fagna mjög. Tekið er einnig undir bókun sem birt er undir 4. lið sem er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reynisvatnsás: Íbúasamtökin í Úlfarsárdal hafna tillögu á breytingu á skilmálum deiliskipulagsins „Reynisvatnsás, íbúðarhverfi, deiliskipulag“. Þessi breytingalýsing að leyfa skorsteina og loftnet upp fyrir tilgreinda hámarkshæð er of opin. Þarna er verið að opna fyrir að stórir steyptir skorsteinar og gervihnattadiskar geti skyggt á útsýni á flottum útsýnislóðum. Hefðbundið loftnet og 30-40 cm þykkt reykrör myndi teljast innan marka. Eitthvað stærra en það þyrfti að fara í grenndarkynningu.

 

Bókun Flokks fólksins við 3. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. apríl 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður bókun íbúaráðs Miðborgar Hlíða að fulltrúi íbúaráðsins og fulltrúi íbúasamtaka verði hluti af samráðshópi um umferð stærri ökutækja í miðborginni. Mál af þessu tagi er best unnið i góðu samráði við íbúana og hagaðila á svæðinu.

 

Bókun Flokks fólksins við 13. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 4. maí 2022.

Eina leiðin til að borga sig inn í strætó núna, svona að mestu, er að eiga farsíma og vera búin að koma sér upp Klapp-appinu til að geta keypt sér inneign. Nauðsynlegt er að hafa rafrænt auðkenni til að geta farið inn á „mínar síður“ og endurnýjað inneignina. Það eiga ekki alveg allir farsíma og sumir, t.d. hælisleitendur sem nota strætó mikið, hafa ekki einu sinni kennitölu. Enn aðrir geta ekki, t.d. vegna fötlunar sinnar, notað rafræn skilríki og geta þ.a.l. ekki notað „mínar síður“. Reynt hefur verið að finna lausnir á þessu og á eftir að koma í ljós hvort þær gagnast. Versta er ef „kerfi“ sem þetta á eftir að hindra fólk í að nota strætó. Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysti sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapp. Fólk hefur kvartað sáran yfir þessu kerfi og að ekki sé boðið upp á fleiri greiðslumöguleika en tíu miða kort. Stjórnendur Strætó verða að setja sig betur í spor þeirra sem ferðast með vögnum fyrirtækisins áður en ákveðið er að kaupa „kerfi“ sem þetta. Sníða þarf þjónustuna að veruleika þjónustuþega og skilja engan út undan.

 

Bókun Flokks fólksins undir 1. lið fundargerðar öldungaráðs frá 25. apríl 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar við velferðartækni til að auka þjónustu við eldri borgara og aðra þjónustuþega í Reykjavík en vill að það sé gert með markvissum og hagkvæmum hætti. Flestar þeirra lausna sem hér um ræðir eru án efa nú þegar til í einhverri mynd t.d. hjá öðrum sveitarfélögum og þarf því ekki að finna upp hjólið að nýju. Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni á að sameinast rafrænni þjónustumiðstöð en eftir því sem heyrist þá er nú hægt að sækja um fjárhagsaðstoð þar og áfrýja málum og panta tíma hjá ráðgjafa. Velferðartækni mun án efa stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum ef allt gengur upp sem skyldi.

 

Bókun Flokks fólksins undir 1. lið fundargerðar öldungarráðs frá 25. apríl 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar við velferðartækni til að auka þjónustu við eldri borgara og aðra þjónustuþega í Reykjavík en vill að það sé gert með markvissum og hagkvæmum hætti. Flestar þeirra lausna sem hér um ræðir eru án efa nú þegar til í einhverri mynd t.d. hjá öðrum sveitarfélögum og þarf því ekki að finna upp hjólið að nýju. Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni á að sameinast rafrænni þjónustumiðstöð en eftir því sem heyrist þá er nú hægt að sækja um fjárhagsaðstoð þar og áfrýja málum og panta tíma hjá ráðgjafa. Velferðartækni mun án efa stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum ef allt gengur upp sem skyldi

 

Bókun Flokks fólksins við 1. lið í yfirliti embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál:

Svarbréf Reykjavíkurborgar, dags. 7. apríl 2022, og svarbréf innviðaráðuneytisins, dags. 29. apríl 2022, við upplýsingabeiðni ESA vegna reikningsskila Félagsbústaða hf. og Reykjavíkurborgar. Það eru margir sem bíða eftir að sjá hvað kemur endanlega út úr bréfaskriftum ESA við ráðuneytið. Það að það skuli vera bréfaskriftir yfir höfuð um þetta mál finnst fulltrúa Flokks fólksins vera eitt og sér athyglisvert. Það að ESA sé með þetta til skoðunar er merki þess að alla vega var talið að eitthvað væri skoðunarvert. Endurmeta ætti reikningsskilaaðferðir. Rekstur borgarinnar breytist ekki, þetta er talnaleikfimi. Búinn er til leikur til að reyna að láta þetta líta betur út.

 

 

Borgarráð 5. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu draga að stefnu velferðarsviðs um velferðartækni:

Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni á að sameinast rafrænni þjónustumiðstöð en eftir því sem heyrist þá er nú hægt að sækja um fjárhagsaðstoð þar og áfrýja málum og panta tíma hjá ráðgjafa. Velferðartækni mun án efa stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum, Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar allt það sem gert er til þess að auka þjónustu við eldri borgara og aðra þjónustuþega í Reykjavík en vill að það sé gert með eins markvissum hætti og hægt er og umfram allt að farið sé vel með fjármagnið. Það væru mikil vonbrigði ef fyrirhugaðar uppfærslur á þjónustu til þessa hóps, myndu daga uppi í enn einum tilraunafasanum án þess að raunhæfar lausnir komi fram sem fyrst. Það er einlæg von fulltrúa Flokks fólksins að nú verði gengið rösklega til verka og leitað verði til fagaðila á einkamarkaði til þess að koma með tilbúnar lausnir í þau verkefni sem eftir á að koma á laggirnar í umræddri rafrænni þjónustumiðstöð.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu minnisblaðs starfshóps um endurskoðun á uppbyggingaráætlun á húsnæði fyrir fatlað fólk, dags. 4.maí 2022:

Uppbyggingaráætlun, endurskoðun til 2030 nær of skammt og það vita allir sem eitthvað þekkja til þessara mála. Ný tillaga gerir ráð  fyrir 78 rýmum í íbúðakjörnum, 44 félagslegum leiguíbúðum fyrir sjálfstæða búsetu með viðeigandi stuðningi og 36–60 félagslegum leiguíbúðum. Biðlistinn nú er 140 manns í alla fjóra flokka. Horfa þarf til reynslunnar og reikna með að fleiri bætist við ef horft er á tölur síðustu árin. Ég vil í þessu sambandi benda á nýlega grein foreldris fatlaðs fullorðins einstaklings sem beðið hefur árum saman á biðlista og á einhverjum tímapunkti var hann „næstur” sem reyndist svo ekki vera. Greinin bar yfirskriftina: Borgarstjóri heldur þræla. Þessi grein segir allt sem segja þarf. Það er ekki aðeins skortur á sértæku húsnæði og áratuga biðlisti heldur er einnig skortur á upplýsingum til foreldra. Foreldrar hafa hreinlega bugast og þess vegna notar þessi móðir hugtakið „þrælar“ og segir eftirfarandi: „Bara svo þið vitið það áður en þið gangið til kosninga, þá heldur borgarstjóri og hans lið, hópi fólks nauðugu í erfiðisvinnu án þóknunar né launa. Þessi vinna krefst viðveru allan sólarhringinn og gengur nærri heilsu fólks, og ef einhver vogar sér að leita réttar síns, grípur borgarstjóri hiklaust til varna.“

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Slökkviliðsins höfuðborgarsvæðisins og Alþýðusambands Íslands um búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu:

Með vaxandi fátækt í Reykjavík hefur það færst í vöxt hér á landi að fólk búi í húsnæði sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði t.d. húsnæði sem er skipulagt undir atvinnustarfsemi. Fólk hefur neyðst til að finna sér skjól í húsnæði sem þessu þar sem öryggi er oft ótryggt og ábótavant. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort búið sé að gera ráðstafanir hvar þetta fólk eigi að búa. Spurt er hvort búið sé að finna húsnæði eða úrræði fyrir aðra sem kunna að vera bornir út af heimilum sínum vegna ófullnægjandi brunavarna. Það fólk sem hér um ræðir eru þolendur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt þessi mál, einna helst í kjölfar mannskæðs bruna á Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Vitað er að ákveðinn hópur býr í ótryggu húsnæði þegar kemur að brunavörnum, ósamþykktu húsnæði í sumum tilfellum. Í þeirri erfiðu tíð sem ríkir á húsnæðismarkaði eru fátækir og efnaminna fólk nauðbeygð til að leita sér skjóls í húsnæði sem jafnvel telst ekki vera mannabústaðir. Því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku og efnalitlu fólki, aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði þar sem brunavörnum er oft ábótavant. Þetta er mikið áhyggjuefni.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um fjölda Reykvíkinga yngri en 67 ára sem búa/eða dvelja á hjúkrunarheimilum, sbr. 5. lið fundargerðar velferðarráðs frá 16. febrúar 2022:

Spurt var um fjölda Reykvíkinga yngri en 67 ára sem dvelja á hjúkrunarheimili. Í svari segir að  61 íbúi yngri en 67 ára sé í varanlegri dvöl á hjúkrunarheimilum sem staðsett eru í Reykjavík í lok janúar 2022. Reykjavík ber ábyrgð á fólki sem er fatlað en ríkið ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. Þessi mál eru því án efa oft flókin. Hér er um nokkuð stóran hóp að ræða og best væri ef þessi málaflokkur væri á einni hendi. Flestir í þessum hópi eru 60 til 70 ára en dágóður hópur er þó yngri sem þarf mikla hjúkrun. Þessi hópur þyrfti að fá sérúrræði sem er sérhannað til að mæta þörfum hans enda á hann ekki heima á hefðbundnum hjúkrunarheimilum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna leigubílanotkunar starfsmanna velferðarsviðs árin 2020 og 2021, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst  varla hægt að afsaka að stjórnsýslan sé að panta leigubíla í svo miklum mæli til að koma m.a. sálfræðingum út í skólana sem gætu vel haft aðsetur þar eins og fjölmargir skólastjórar hafa óskað eftir í mörg ár. Fulltrúi Flokks fólksins hefur barist fyrir þessu í bráðum fjögur ár enda eru biðlistar barna til sálfræðinga í sögulegu hámarki. Einnig eru leigubílar notaðir grimmt til að fara í vitjanir og fleira. Spurning er hvort ekki sé hægt að  skipuleggja þetta allt betur og öðruvísi? Til dæmis mætti skoða strætó sem meirihlutinn rómar iðulega svo ekki sé minnst á hjólin sem til eru í ýmsum tegundum. Aksturskostnaður á þessu sviði  er alltof hár. Yfirmaður hvers sviðs eða skrifstofu ákveður hvaða starfsmenn hafa aðgang að leigubílakortum frá Hreyfli. Yfirmaðurinn þarf því að vera vakandi yfir því hver kostur í akstri er hagkvæmastur. Og af hverju er  aðeins ein leigubílastöð í viðskiptunum. Má ekki reyna á samkeppni?

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags, 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fjölda barna sem hafa fengið þjónustu á grundvelli tímabundinna fjárheimilda vegna áhrifa COVID-19, sbr. 11. lið fundargerðar velferðaráðs frá 2. mars 2022:

Í svari er ótti Flokks fólksins staðfestur. 140 milljónir hafa verið settar í að fjölga fagfólki til að ná utan um biðlistann sem hefur fimmfaldast frá 2018. Tilvísunum hefur fjölgað og við því verður að bregðast. Fulltrúi Flokks fólksins sér  ekki að vandinn sé vegna þess að það vanti sálfræðinga, hvað með biðlista til annarra fagaðila? Ganga þarf til samninga við sálfræðinga um kaup á þjónustu í gegnum verktöku sem og að ráða þá í tímabundin störf og gera það með sóma. Sálfræðiþjónusta kostar. Heilsa og líðan barna skipta hér aðalmáli og það segir sig sjálft að 140 milljónir á tveimur árum ná skammt. Þetta er spurning um vilja fyrst og fremst og að setja börnin í fyrsta sæti. Fram kemur að ákveðið hefur verið að  bjóða 192 foreldrum og börnum upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Keðjunnar. Að hvers frumkvæði er það að bjóða foreldrum upp á HAM námskeið? Léttir það á biðlistum barna til sálfræðinga og talmeinafræðinga? Þessi mál hafa verið látin danka allt of langi. Til að gera þetta vel hefði þurft í þetta að minnsta kosti einn milljarð til að byrja með.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað við ferðir sálfræðinga í grunnskóla borgarinnar, sbr. 15. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er gríðarlegur en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Ekki fékkst sundurgreining á kostnaði því margir kostnaðarliðir eru undir einum fjárhagslið. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það kannski ekki svo mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Nú bíða milli 1800 og 1900 börn eftir þjónustu.  Biðlistinn  hefur fimmfaldast á kjörtímabilinu, var um 400 börn 2018. Ef svona er farið með fjármagnið er kannski heldur ekki undarlegt hve slæm fjárhagsstaða  velferðarsviðs er.  Þau svör sem fengust við fyrirspurninni eru eru: Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla 1.555.359. Kostnaður vegna aksturssamninga: 1.821.255 og Heildarkostnaður 2.852.968. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Það er óskiljanlegt af hverju þessu er ekki breytt. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að geta sinnt málum barnanna í nálægð og myndi þá sparast háar upphæðir sem nú fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um stafrænar lausnir í velferðartækni, sbr. 19. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. apríl 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að öll sú tækni sem stuðli að betri þjónustulausnum fyrir notendur sé af hinu góða. Fulltrúinn styður þess vegna alla þá viðleitni sem að því lítur. Í svari sést enn og aftur með hversu flóknir og seinvirkir allir innleiðingaferlar eru hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði enda verið í sífellu að rannsaka og prófa lausnir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr sig af hverju í ósköpunum er ekki hægt að fá betri upplýsingar frá framleiðendum hinna ýmsu tóla og lausna og reyna að tengja það meira við þá þarfagreiningu sem hlýtur að liggja fyrir hverju sinni? Það er best fyrir alla aðila að innleiðing þjónustu og tæknilausna gangi sem hraðast fyrir sig. Það er með öllu ólíðandi að miklum tíma sé eytt í allskyns uppgötvanir og rannsóknir þegar fyrir liggja lausnir og tækni sem eru komnar í fulla notkun annarsstaðar. Það getur ekki verið að sú þjónustuþörf sem Reykjavíkurborg þarf að veita sé svo frábrugðin þeirri þjónustu sem aðrir eru að veita. Allt of mörgu er ólokið eða í bið. Þessu þarf að breyta. Það sem er þó komið í virkni virkar illa eins og Hlaðan og vefur borgarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 4. maí 2022, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna um nýtingu þjónustugreiðslna vegna barna, sbr. 18. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Spurt var um nýtingu þjónustugreiðslna. Fram kemur í svari að skráningarkerfi málaskrár velferðarsviðs bjóði ekki upp á að umbeðnar upplýsingar séu dregnar fram með þeim hætti sem beðið er um. Flokkur fólksins spyr nú hvort ekki hefði verið hægt að nota eitthvað af þeim 13 milljörðum sem settir hafa verið í stafræna umbreytingu til að ekki þurfi að leita handvirkt í upplýsingakerfum að nýtingartölum þjónustugreiðslna? En þegar horft er á þær tölur sem koma fram þá vekur furðu hvað nýting er slök. Ef horft er á frístund 6-9 ára þá eru alls 118 börn en aðeins 57 sem nýta þjónustugreiðsluna og er nýting 48% og skólamatur 6-15 ára, 261 barn en aðeins 115 nýta greiðsluna sem er 44 %. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki hver er ástæðan fyrir þessari slöku nýtingu og veltir því upp hvort það hafi verið skoðað af hverju nýting er ekki meiri.

Nýtt mál

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um aðstoð við eldra fólk sem býr heima að koma út sorpi:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingu frá eldri borgurum sem búa heima og eru einir að þeir eigi erfitt með að komast út með sorp og í sumum tilfellum hefur sorp hlaðist upp á heimili þeirra. Spurt er hvað fólk á að gera í þessum aðstæðum? Fulltrúi Flokks fólksins var með tillögu fyrir skemmstu þess efnis að fjölga þjónustuþáttum heimaþjónustu og myndi þessi þáttur koma þar inn, að aðstoða fólk við að flokka sorp og koma því út úr húsi. Sú tillaga var þá felld. Það er mikilvægt að finna á þessu lausn því þetta er raunverulegt vandamál og háir ákveðnum hópi aldraðra mjög mikið, fólki sem býr heima og hefur ekki heilsu eða þrek til að koma sorpi út af heimilinu og á ekki ættingja eða vini sem geta aðstoðað.

Velferðarráð 4. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi frá fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, um umferð stærri ökutækja í miðborginni :

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að samráð vegna endurskoðunar á aksturs fyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor. Einnig að tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð og í búasamtök hafi aðkomu að samráðinu. Umferð stórra bíla í miðborginni þarf að vera í lágmarki að mati fulltrúa Flokks fólksins. Finna þarf viðunandi leiðir í samráði við þá sem málið varðar.

 

Bókun Flokks fólksins við erindiíbúaráðs Kjalarness um lóðamál í Grundarhverfi:

Um er að ræða tvær lóðir á Kjalarnesi sem grunur var um að leyndust fornleifar. Nú hefur svæðið, verið tekið út og skv. því falla þessar 2 lóðir ekki undir friðhelgi fornleifa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að drífa í að selja þessar lóðir enda er vöntun á húsnæði á Kjalarnesi líkt og annars staðar í borginni. Það munar um allt nú þegar húsnæðisskortur er í hæstu hæðum í Reykjavík.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um Klappkort:

Eina leiðin til að borga sig inn í strætó núna, svona að mestu, er að eiga farsíma og vera búin að koma sér upp „Klapp“ appinu til að geta keypt sér inneign. Nauðsynlegt er að hafa rafrænt auðkenni til að geta farið inn á „Mínar síður“ og endurnýjað inneignina. Það eiga ekki alveg allir farsíma og sumir, t.d. hælisleitendur sem nota strætó mikið, hafa ekki einu sinni kennitölu. Enn aðrir geta ekki, t.d. vegna fötlunar sinnar, notað rafræn skilríki og geta þ.a.l. ekki notað „Mínar síður“. Reynt hefur verið að finna lausnir á þessu og á eftir að koma í ljós hvort þær gagnast. Versta er ef „kerfi“ sem þetta á eftir að hindra fólk í að nota strætó. Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysti sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapp. Fólk hefur kvartað sáran yfir þessu kerfi og að ekki sé boðið upp á fleiri greiðslumöguleika en 10 miða kort. Stjórnendur Strætó verða að setja sig betur í spor þeirra sem ferðast með vögnum fyrirtækisins áður en ákveðið er að kaupa „kerfi“ sem þetta. Sníða þarf þjónustuna að veruleika þjónustuþega og skilja engan út undan.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að Götuheiti á Ártúnshöfða, 2. og 3. áfangi, tillaga skipulags- og samgönguráðs:

Þessi heiti hljóma ekki nógu vel að mati fulltrúa Flokks fólksins: Eistlandsbryggja, Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Mætti ekki stytta þau t.d.: Eistlandsbrú, Lettlandsbrú og Litháenbrú? Eða nota þau annars staðar þar sem samræming götuheita er í einu atkvæði, en ekki tveimur eins og í ,,bryggja”?

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um viðbrögð við kvörtun starfsmanna Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar:

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 31. mars 2022 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:
Fyrirspurn vegna erindis starfsmanna Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem lýst er ófullnægjandi stöðu öryggismála, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt og hættulegt vaktafyrirkomulagi og launamismunun hjá starfsmönnum í vetrarþjónustu sem vinna sömu störf. Í erindinu er einnig lýst skoðanakúgun, forsjárhyggju, einelti og þöggun. Sagt var í bréfinu að gögn liggi fyrir varðandi þessi mál. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þetta grafalvarlega mál og hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Það hefur verið upplýst af borgaryfirvöldum að málið sé nú komið inn á borð Mannauðsdeildar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hvort Mannauðsdeild hafi sett sig í samband við starfsfólk vetrarþjónustu með það að markmiði að styðja við og hjálpa? Einnig væri gott að fá upplýsingar um hvort úrbætur hafi verið gerðar í tengslum við öryggismál, og þá hverjar? Hverjir hafa fyrir hönd borgarinnar verið í sambandi við starfsmenn Vetrarþjónustu vegna þessara mála?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut

Aðdragandinn er sá að gerðar voru breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkinu átti að ljúka 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður var 91.000.000.

Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um málið í fyrra.-
Nú er svo komið að búið er að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök.
Spurt er um hvað kostuðu þessi mistök og á hvers ábyrgð eru þessi mistök?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.


Ný mál

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hljóðmön í Blesugróf:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig gangi með hljóðmön við Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis.

Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Hvernig er staðan í þeim málum en talsverður hávaði er í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut og Stekkjarbakka. (sjá Aðgerðaáætlun gegn hávaða, frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg frá janúar 2014). Árið 2021 bókaði Flokkur fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins spurði fyrir íbúa eftir upplýsingum um fyrirhugaða mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig mál standa. Íbúum fannst þeir ekki hafa náð til skipulagsyfirvalda. Í svari segir að forhönnun á umræddri hljóðmön sé nú lokið og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda liggi fyrir en ekki liggi fyrir hvenær hægt verði að ráðast í framkvæmdir. Mörgu er því enn ósvarað svo sem hvenær hægt verður að ráðast í framkvæmdir og hver sé ábyrgur fyrir því að koma verkinu af stað. Flokkur fólksins spyr hvað sé að frétta af þessu og af hverju hefur þetta tekið allan þennan tíma?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bekki:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bekkjum verði fjölgað í miðbænum og á öðrum stöðum í borginni eftir atvikum fyrir fólk til að setja á. Skoða mætti ýmist trébekki eða steinbekki, einhverja sem eru fyrirferðarlitlir og smekklegir. Svona bekkir þurfa ekki að kosta mikið og ekki er um að ræða mikinn viðhaldskostnað. Best væri að hafa steinbekki sem ekki er hægt færa úr stað og einnig eru tiltölulega viðhaldsfríir.

Þetta er hagsmunamál fyrir borgara á öllum aldri sem eru á ferð um borgina að geta tyllt sér á bekk um stund til að njóta stundarinnar. Þetta er í raun ákveðið ákveðið lýðheilsumál sem hefur beint að gera með lífsgæði. Víða mætti einnig koma fyrir litlum „áningar reitum“ þar sem fólk getur sest niður og slakað á sjálft eða með öðrum. Allskonar útfærslur gætu verið í boði og einnig mætti efna til samkeppni um góðar tillögur sem taka á þessum málum.

Frestað.

Skipulags- og samgönguráð 4. maí 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um umræðu um húsnæðismarkaðinn við SSH.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að umræðu um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.
Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin. Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. Þetta er réttur vettvangur til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er á húsnæðismarkaði. Nú er við hæfi að fulltrúar Reykjavíkurborgar setjist niður með nágrannasveitarfélögunum og ræði húsnæðisvandann, uppbyggingaráætlun og framtíð húsnæðismála í hinu stóra samhengi. Hraða þarf samráðsferli til að byggja megi hratt. Í viðræðum við nágrannasveitarfélög um hvernig staðið verði að uppbyggingu íbúða næstu árin er mikilvægt að ræða einnig hvernig sveitarfélögin hyggjast deila ábyrgðinni á uppbyggingu félagslegs húsnæðis og hagkvæms húsnæðis fyrir fyrstu kaupendur, námsfólk og efnalítið fólk. Fram til þessa hefur Reykjavík borið hitann og þungann af uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis meðan önnur nágrannasveitarfélög sitja hjá.

Greinargerð

Talið er að þörf sé á 3-4.000 íbúðum og að byggja þurfi allt að 30.000 íbúðir um land allt næstu 10 árin ef mæta á eftirspurn. Fólksfjölgun er meiri en reiknað var með og má jafnvel ætla að til landsins komi þúsundir erlendra einstaklinga til að vinna að uppbyggingu, m.a. í ferðamannaþjónustu þegar losað hefur verið um höft og hindranir vegna COVID. Skortur á nýjum íbúðum á hagstæðu verði er eitt stærsta vandamálið á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægt að búa til vettvang allra nágrannasveitarfélaganna til að leggja á ráðin um lausnir til framtíðar.

Almennt vantar meira af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólga vaxið. Verðhækkanir eru m.a. til komnar vegna lóðaskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi. Sjálfsagt er að þétta byggð og styður Flokkur fólksins þéttingarstefnu upp að skynsamlegu marki en brýna nauðsyn ber til að byggja ódýrara húsnæði fjær borgarmiðjunni. En eins og framkvæmdin hefur verið á þéttingarstefnunni er ljóst að hún hefur leitt til spennu á fasteignamarkaði, mikið til vegna þess að ekki hefur verið léð máls á að gera annað en að þétta.

Hátt verð þýðir að framboð er ekki nægjanlegt. Auka þarf lóðaframboð. Litlar íbúðir á þéttingarsvæðum eru dýrar. Á þeim hafa hvorki námsmenn, fyrstu kaupendur né þeir sem minna hafa milli handanna efni. Meirihlutinn í borginni hefur brugðist við þessari staðreynd með varnarræðum. Reynt hefur verið að kenna bönkunum og verktökum um. Leiga hækkar í takti við fasteignaverð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með þeim sem segja að brjóta þurfi nýtt land undir byggð. Hér er enginn að tala um að borgin eigi að þenjast mikið út. Horfa má til stækkunar á núverandi hverfum víða um borgina. Alls staðar þar sem fækkað hefur í úthverfum má bæta við og endurnýta innviði jafnharðan eða auka þá. Stefna á að því að gera öll hverfi sjálfbær með blandaðri byggð og atvinnutækifærum. Þar til Reykjavík sameinast nágrannasveitarfélögunum er nauðsynlegt að skipuleggja byggð í einhverju lágmarkssamkomulagi og að reyna að ná fram ávinningi með skipulagi samgangna og nýrra byggingarreita, þvert á sveitarfélagamörk.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarstjóra með tuttugu og tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að Reykjavíkurborg ætti  frumkvæði að samtali um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.
Vonandi verður þessi tillaga til þess að þetta samtal verði og skili tilætluðum árangri.  Borgarstjóri hefur kvartað yfir því í sal borgarstjórnar að nágrannasveitarfélögin axli ekki ábyrgð þegar kemur að því að bjóða þeim verst settu félagslegt leiguhúsnæði. Öllu sé vísað til Reykjavíkur. Sérstakur pirringur hefur verið sýndur gagnvart tillögum minnihlutans um að fjölga úrræðum svo mörg hundruð manns sem eru á biðlistanum fái félagslegt leiguhúsnæði.
Í þessari tillögu er lagt til að borgarstjóri eigi frumkvæði að samræðum við nágrannasveitarfélögin og ræði þessi mál tæpitungulaust við viðkomandi bæjarstjóra. Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði og er Samband sveitarfélaga réttur vettvangur til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er á húsnæðismarkaði. Hraða þarf samráðsferli til að byggja megi hratt og kalla þarf eftir sameiginlegri ábyrgð á vaxandi fátækt fólks sem margt hvert á ekki höfði sínu að halla á nema tímabundið hjá vinum og ættingjum vegna þess að það á ekkert heimili.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagðan ársreikning síðari umræðu:

Meirihlutinn leggur sig í líma við að slá ryki í augu borgarbúa og sannfæra þá um að fjárhagsstaða borgarinnar sé sterk. En ekki er allt sem sýnist. Stór hluti er vegna hækkunar á verðmæti félagsíbúða sem er ekki söluvara eða fjárhagsleg innistæða. Matsvirði þeirra er þáttur sem villir sýn. Grundvallaratriði í reikningsskilum er að gefin sé sönn mynd af borgarsjóði. Ástæða er til að hafa áhyggjur af fjármálastjórnun og rekstrarstöðu A-hluta borgarsjóðs. Veltufé frá rekstri til greiðslu afborgana og til nýfjárfestinga er einungis rúmlega 300 milljónir króna en þyrfti að vera milli 12 og 13 milljarðar króna. Afborganir lána og leiguskulda hafa hækkað um 35% milli ára. Heildarskuldir og skuldbindingar hafa hækkað um 17% milli ára. Taka þarf lán fyrir öllu sem þrengir fjárhagsstöðu borgarinnar þegar sívaxandi fjármunir fari í að greiða afborganir af lánum og leiguskuldbindingu. Fyrir liggur gríðarlegt viðhald á lykilmannvirkjum s.s. skóla fyrir utan aðrar fjárfestingar. Hvernig verða áætlaðar fjárfestingar í borgarlínu fjármagnaðar? Mun þessi staða þýða að það verði að draga saman í útgjöldum til félagslegra þátta? Flokkur fólksins vill að staldrað sé við hér og forgangsraðað með öðru hætti í rekstri borgarinnar. Á meðan öllu þessu fram vindur er þrengt að fólki á ýmsum sviðum. Biðlistar lengjast og fátækt fer vaxandi með tilheyrandi vanlíðan.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að almennri eigendastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. apríl:

Tími var sannarlega kominn til að skilgreina eigendastefnu borgarinnar. Ekki er verra að viðhafa virka, gegnsæja og góða stjórnarhætti og gæta að áhrif minnihluta séu virt með lýðræðislegu jafnræði þannig að ekki sé unnt að ganga á rétt þeirra sem kunna að vera í minnihluta í borgarráði og borgarstjórn en hlutfall óháðra stjórnarmanna má vera hátt. Ein megináherslan á að vera á upplýsingagjöf og að hún nái til kjörinna fulltrúa og þá einnig þeirra fulltrúa sem skipa minnihlutann. Allt of oft hafa fulltrúar ekki verið upplýstir sérstaklega um B-hlutann. Fundargerðir eru þess utan afar rýrar og segja sjaldnast til um hvaða ákvarðanir eru teknar á fundum. Hér er tekið skref í rétta átt en vakta þarf þessi mál vel áfram.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl:

Fyrir liggur skýrsla um forgangsröðun skóla sem þarfnast ýmist viðgerða eða viðbyggingar. Af þeim sex skólum sem eru nefndir í forgangi eru fjórir úr Laugarneshverfi og Háaleitis- og Bústaðahverfi. Í Laugardal er mikil uppsöfnuð þörf samkvæmt skýrslunni. Réttarholtsskóli er einnig mjög ofarlega í forgangsröðun skóla sem skipt er í fyrsta og annan forgang. Breiðagerðisskóli er skóli sem tekinn er með í forgangsröðunarlíkanið. Mikill vandi er einnig til staðar í Réttarholtsskóla og Langholtsskóla. Hér er um að ræða hverfi þar sem til stendur að þétta byggð svo um munar sem mun sprengja innviði hverfisins. Sumar þessar skólabyggingar eru þess utan illa farna vegna áralangs viðhaldsleysis. Viðhaldsskuld Reykjavíkurborgar er orðin stór. Staða íþróttaaðstöðu er óljós og telur Flokkur fólksins að bregðast verði við bráðavanda vegna skorts á íþróttaaðstöðu t.d. í Laugarnes- og Laugalækjarskóla og íþróttafélaganna í hverfinu. Þann veruleika sem hér hefur verið dreginn upp má finna í fleiri hverfum. Nemendum fjölgar hratt og óttast Flokkur fólksins að áætlaður fjöldi nemenda til framtíðar sé vanmetin. Líkur eru á að komið verði að þolmörkum árið 2030. Í skýrslunni er ekki fjallað um mismunandi aðstöðu til kennslu í íþróttum eða verklegum greinum og getur það haft áhrif í þessum samanburði.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins að hafa gjaldfrjálst í strætó:

Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu þess efnis að setja á laggirnar tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan strætó. Tilraunaverkefni sem þetta í stuttan tíma gæti veitt okkur mikilvægar upplýsingar. Strætó er í miklum fjárhagsvandræðum sem stendur m.a. vegna afleiðinga COVID en einnig hefur bs. fyrirtækið Strætó sem er í meirihlutaeigu Reykjavíkur ráðist á sama tíma í að endurnýja flotann, keypt rafmagnsvagna í stað þess að fjárfesta í metanvögnum þar sem nóg er til af metani. Flokkur fólksins vill efla almenningssamgöngur enda eina leiðin til að ferðast fyrir þá sem nota ekki bíl eða hjól. Borgarlína er ekki í nánustu framtíð. Auka þarf fjárframlög frá eigendum til fyrirtækisins ef strætó á að virka fyrir fleiri. Nú hefur verið dregið úr þjónustu og nýja greiðslukerfið Klapp hefur valdið því að færri treysta sér í strætó. Fulltrúi Flokks fólksins berst fyrir því að frítt verði í strætó fyrir 67 ára og eldri og öryrkja. Helst ætti að vera frítt fyrir alla og er það markmið sem stefna ætti að. Öryrkjar og aldraðir eru minni hluti notanda strætó ef þessi hlutföll eru sett í samhengi við fjölda sem nota strætó. Eldra fólk fær nú helmingsafslátt ef keypt er árskort sem nýlega var hækkað um 60%.

 

Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 28. apríl.

29. liður fundargerðarinnar, tillaga að aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar til 2030 er samþykktur. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 29. lið fundargerðarinnar:

Aðgengisstefnan er ágæt eins langt og hún nær. Samgöngumálin eru þó ansi fyrirferðarlítil í stefnunni. Fjölga þarf P-merktum bílastæðum í borgarlandinu en ekki fækka eins og gert hefur verið að undanförnu. Skýra þarf einnig og skilgreina betur hlutverk aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkurborgar og tryggja það, að eðlilegt og reglulegt samráð sé haft við nefndina um málefni fatlaðra. Alveg gleymist að skoða og ræða um fjárhagslegt aðgengi en fram hefur komið að það var ekki hluti af erindisbréfinu. Til dæmis er verðskrá og þjónustan ekki sambærileg hjá Strætó og hjá akstursþjónustunni sem er hugsuð sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann. Ferð með akstursþjónustunni er dýrari. Fötluðu fólki á ekki að refsa fyrir fötlun sína með því að láta það borga meira fyrir sérhæfða þjónustu sem það þarf nauðsynlega. Þessi hópur er auk þess sá verst setti í samfélaginu og er skemmst að vitna í skýrslu um fátækt og bága stöðu öryrkja sem kom út 2021. Þar kom fram að 80 prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Skipa þyrfti yfiraðgengisfulltrúa hið fyrsta og í kjölfarið ráða fleiri aðgengisfulltrúa.

Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 29. apríl, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. apríl, skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl, skóla- og frístundaráðs frá 26. apríl og velferðarráðs frá 6. apríl.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 9. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs og 9. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs:

Hér er lagt til að gera breytingu á deiliskipulagi sem myndi veita heimild til þess að bæta við fjórðu hæð ofan á helming þakflatar þriggja hæða fjölbýlishúss sem nú er í byggingu. Upphaflegum teikningum var mótmælt og nú á enn að bæta við byggingarmagni. Þessu hefur verið harðlega mótmælt og vill fulltrúi Flokks fólksins að hlustað sé á íbúa Athugasemdir lúta m.a. að skorti á samráði. Áhyggjur eru af skuggavarpi og bílastæðamálum. Fyrir liggur skýrsla um forgangsröðun skóla sem þarfnast ýmist viðgerða eða viðbyggingar. Flokkur fólksins telur að upplýsingagjöf til foreldra í tengslum við framtíðarskipulag skólamála og viðhaldsmál hafi verið ófullnægjandi og úr því þarf að bæta. Lítið er að frétta af kostnaðargreiningu vegna hugmynda sem kynntar voru í skýrslu starfshópsins um skóla- og frístundastarf í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tímalína fyrir lausnir er ekki til. Hægagangur er mikill og stundum fá skólastjórnendur engan fyrirvara þegar skyndibreytingar standa fyrir dyrum. Skólastjórnendur eru undir miklu álagi og þurfa oft frá einum degi til annars að púsla saman hvar börnin eiga að stunda nám hverju sinni. Bæta þarf tengsl og samskipti borgaryfirvalda við yfirstjórnendur. Í skólunum í hverfinu er gegnumgangandi þrengsl, mörg börn í litlu rými sem er ólíðandi.

Borgarstjórn 3. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við breytingar á forvarnasjóði Reykjavíkurborgar – Umsagnarbeiðni:

Lögð er fram tillaga velferðarráðs um breytingar á forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar, að sjóðurinn verði áfram á forræði velferðarráðs og að hann verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn.
Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu eins og Snemmtæka íhlutun og mikilvægi þess að tryggja gott aðgengi að faglegri greiningu og ráðgjöf við börn sem glíma við erfiðleika og áföll.
Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á að snemmtæk íhlutun (ráðgjöf og greining) getur skipt sköpum í lífi barns sem á í vanda eða hefur orðið fyrir áfalli. Og einmitt vegna þess er það með öllu óásættanlegt að biðlisti til fagaðila skóla hafi fimmfaldast á þessu kjörtímabili. Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem dæmi í það sem kallast frumgreining. Liggi ekki fyrir slík greining er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna sem sterkar vísbendingar eru um að glími við ADHD eru á þessum biðlista. Dæmi eru um að börn eru útskrifuð þegar röðin kemur að því. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Bið getur og hefur kostað líf.

 

Bókun Flokks fólksins við Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022 – 2030. Til kynningar.

Aðgengisstefnan er ágæt eins langt og hún nær.
Samgöngumálin eru þó ansi fyrirferðarlítil í stefnunni. Fjölga þarf P-merktum bílastæðum í borgarlandinu en ekki fækka eins og gert hefur verið að undanförnu. Skýra þarf einnig og skilgreina betur hlutverk aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkurborgar og tryggja það, að eðlilegt og reglulegt samráð sé haft við nefndina um þau málefni fatlaðra. Alveg gleymist að skoða og ræða um fjárhagslegt aðgengi en fram hefur komið að það var ekki hluti af erindisbréfinu. Til dæmis er verðskrá og þjónustan ekki sambærileg hjá Strætó og hjá Akstursþjónustunni sem er hugsuð er sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann. Ferð með Akstursþjónustunni er dýrari. Fötluðu fólki á ekki að refsa fyrir fötlun sína með því að láta það borga meira fyrir sérhæfða þjónustu sem það þarf nauðsynlega. Þessi hópur er auk þess sá verst setti í samfélaginu og er skemmst að vitna í skýrslu um fátækt og bága stöðu öryrkja sem kom út 2021. Þar kom fram að 80 prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Skipa þyrfti yfiraðgengisfulltrúa hið fyrsta og í kjölfarið ráða fleiri aðgengisfulltrúa.

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun Flokks fólksins við liðnum Rauðhólar, nýtt deiliskipulag:

Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Helsta markmiðið ætti að vera núna að þeim hólum sem ekki hefur þegar verið spillt verði algjörlega látnir óáreittir. Þess vegna er gott að beina fólki ekki akkúrat að þeim hólum.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, úthlutun styrkja 2022 sem er lögð fram í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 11. apríl 2022 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2022. Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni.

 

Bókun Flokks fólksins við við liðnum Starfshópur um varanlegan regnboga, drög að erindisbréfi:

Verið er að leita að staðsetningu fyrir regnbogann, aftur. Hér er greinilega um stór pólitískt mál að ræða? Borgarfulltrúi hefur ekkert á móti slíku ferli og því síður regnbogahugmyndinni en finnst þetta ekki vera einkamál umhverfis- og skipulagssviðs eða skipulags- og samgönguráðs. Þetta er sameiginlegt málefni borgarbúa og ekki er rétt að ráð og svið borgarinnar liggi á svona ákvörðun eins og ormur á gulli og telji þetta sitt einkamál.  Flokkur fólksins mælist til þess að meirihlutinn tali almennt séð meira við borgarbúa og leyfi þeim að taka þátt í framkvæmdum og ákvörðunum sem og hinum ýmsu skreytingum í borginni. Þetta ferli hefði átt að vera opnara. Spyrja á fólkið hvað því finnst og ekki síst þá sem búa við þær götur sem koma til álita.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um Gufunes, málefni Loftkastalans,  að beiðni áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

Gerð hafa verið stór mistök. Einkavegur var gerður fyrir 1 aðila sem er nú staðfest með gögnum að hafi ruglað alla hæðarsetningu í Gufunesi.  Gögnum hefur verið haldið frá aðstandendum og reynt að þagga málið í þrjú ár. Ekki hefur einu sinni verið fylgt lögbundnu samráðsferli. Svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa, hæð landslags á lóðum. Þetta er ákveðið og gert án vitundar og athugasemda- og ábendingarmöguleika almennings eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst. Haldinn var loks fundur 25. apríl þar sem boðið var lækkun á götu og seinkun á gjalddögum. Þetta er slakt tilboð eftir allt sem á undan er gengið. Tafir hafa verið miklar og skemmdir á starfssemi í rúm 3. ár. Eftir því sem næst er komist er búið að framkvæma alla gatnagerð þarna á rangan hátt og með því mögulega brjóta á aðstandendum Loftkastalans stjórnsýslulagabrot, eignarréttarbrot og hegningarlagabrot. Af hverju var ekki fenginn óháður aðili til að mæla? Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar að lenda þarf þessu máli og það fyrir kosningar. Málinu hefur verið vísað til innri endurskoðunar sem hefur nú hlutverk „umboðsmanns borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu skipulags- og samgönguráðs, um að torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verði kennt við Kænugarð/Kýiv              :

Hér er um mál að ræða sem sjálfsagt er að styðja. Bein og óbein tengsl við borgina Kænugarð hafa verið í um 1200 ár. Og nú viljum við styðja fólkið í Úkraínu.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokks fólksins, vegna landsvæðis á Hólmsheiði og hvað eigi að gera á Heiðinni þar sem ekki á að leggja þar flugvöll:

Fyrirspurnin er frá ágúst 2019 og nú er loks að koma svar. Spurt var

„Hvaða framtíðar hugmyndir eru hjá Reykjavíkurborg um landsvæðið á Hólmheiði?“ Í svari segir að gert sé  ráð fyrir því að Hólmsheiði verði að megninu til útivistarsvæði Reykvíkinga en svæðið hefur þjónað fjölbreyttum hópi útivistar iðkenda um árabil.

Fulltrúi Flokks fólksins telur  að öll svæði sem ekki er byggt á séu nú eins konar útivistarsvæði. Svo það eru engin stórtíðindi. Var þetta svæði annars gert að útivistarsvæði með formlegum hætti? Um tíma var rætt um að þarna kæmi  flugvöllur. Þarna gæti komið allt mögulegt ef því er að skipa t.d. íbúðabyggð, hverfi með tilheyrandi atvinnutækifærum? Ætti  ekki að ræða þetta við borgarbúa?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna framkvæmda við Bústaðaveg, umsögn:

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði  fram  eftirfarandi  fyrirspurn 2021, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut:

Verið er að gera breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000. Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla. Spurt var um hvort  lögum og reglugerðum sem og stöðlum hafi verið fylgt þegar framkvæmdin var skipulögð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Þar var málinu frestað. Aldrei kom svar við þessari fyrirspurn en núna, þremur árum seinna er verið að svara Sjálfstæðisflokknum með sambærilega fyrirspurn. Og þá er viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök, enn eitt embættismanna klúðrið.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn, um hæð byggingar á Ægissíðu:

Spurt var um  hvort skipulagsyfirvöld telji að  allt að 5 hæða fjölbýli í lágstemmdari byggð Ægissíðu falli undir samningsmarkmið Reykjavíkurborgar sem samþykkt hafa verið af borgarstjóra en í þeim er lögð áhersla á  gæði og gott umhverfi og varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar. Í svari segir að málið sé allt í óvissu, svar sem segir ekkert. Kannski verður sett þarna stór hús og mun lóðarhafi þá græða vel.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðstæður hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um aðstæður hjólandi vegfarenda í Úlfarsárdal þar sem eru tröppur á göngustígum. Þarna fer fólk einnig um með barnakerrur. Víða eru tröppur og hafa börn sem hjóla í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppurnar. Auk þess sem hjólastígar eru víða með krappar beygjur.

Fulltrúi Flokks fólksins kallaði eftir endurskoðun á þessu en fékk þau viðbrögð að þetta væri í lagi við Urðarbrunn. Gerð var önnur tilraun til að ná til skipulagsyfirvalda með því að senda mynd að börnum sem reyna að redda sér með því að hjóla á grasbakka meðfram göngustígum. Í svari segir að svona verði þetta bara að vera þar sem lagning stígs samhliða tröppum í miklum halla tryggir ekki nægt öryggi vegfarenda um stíginn. Segir að aðrar leiðir séu færar um hverfið þar sem minni halli er til staðar. Gott og vel en það er alþekkt að flestir vilja fara sem stysta leið frá einum stað til annars. Vanda þarf til þeirra leiða, svo sem að hafa tröppur þannig að hægt sé að fara um þær með margs konar kerrur og hjól.  Með vettvangsskoðun má sjá hvað bjátar á.

 

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um viðgerð á göngustíg:

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem

lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. apríl sl.:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í viðgerð á göngustíg sem liggur í gegnum Fellin frá Rjúpufelli að Yrsufelli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingar um að þarna þarf viðhald og almenna hreinsun. Reynt hefur verið að vekja athygli borgarinnar á þessu en ekki tekist. Um er að ræða stíg sem liggur í gegnum eitt þéttbyggðasta svæði í Reykjavík. Það nota mjög margir þennan göngustíg og þarfnast hann viðgerðar og hreinsunar þegar sú tíðin er. Oft hefur verið glerbrot á stígnum, rusl og lauf á haustin. Líklegt þykir að þessi stígur hafi hreinlega gleymst  hjá borginni því enginn kemur og sópar hann hvað þá lagfærir hann.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs- og umhirðu.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut:

Aðdragandinn er sá að gerðar voru breytingar á aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkinu átti að ljúka 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður var 91.000.000.

Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um málið í fyrra.

Nú er svo komið að búið er að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök.

Spurt er um hvað kostuðu þessi mistök og á hvers ábyrgð eru þessi mistök?

Frestað.

 

 

 

Skipulags- og samgönguráð 27. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5. apríl 2022, um skil stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf:

Það eru fleiri skólar sem þurfa að fara í brýnan forgang en þeir sem þarna eru taldir upp og byrja á þeim verkefnum samhliða. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála niðurstöðum greiningarinnar. Í Laugardal er mikil uppsöfnuð þörf en það er einnig í Hagaskóla þar sem myglumál er mjög alvarleg og skólinn sprunginn. Ef litið er til Laugarnesskóla þá er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593 nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030 og 686 nemendur árið 2040. Frávik í forsendum fyrir Laugalækjar- og Langholtsskóla eru minni. Fyrirhuguð áform um byggingu íbúða á þéttingarreitum í skólahverfi skólanna í Laugardal styðja forsendur í sviðsmyndagreiningunni og því telur fulltrúi Flokks fólksins líkur á að þessi framtíðarþörf sé vel vanmetin í skýrslu stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Í skýrslunni er ekki fjallað um mismunandi aðstöðu til kennslu í íþróttum eða verklegum greinum og getur það haft áhrif í þessum samanburði.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið verði í þróunar- og rannsóknarverkefni í grunnskólum borgarinnar til að efla lestur og bæta líðan barna með sérstaka áherslu á drengi:

Fram kemur að skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkir að farið verði í þróunar- og rannsóknarverkefni í grunnskólum borgarinnar til að efla lestur og bæta líðan barna með sérstaka áherslu á drengi. Um yrði að ræða sams konar þróunarverkefni og Vestmannaeyjabær hefur þegar ýtt úr vör þar sem megináherslan er á læsi, lestrarfærni, stærðfræði, náttúruvísindi og hreyfingu ásamt því að stundataflan er stokkuð upp. Í þessu sambandi má minnast á að í febrúar 2022 lagði fulltrúi Flokks fólksins einmitt fram fyrirspurn á þá leið hvort skóla- og frístundasvið hafi skoðað verkefnið Kveikjum Neistann með tilliti til mögulegrar innleiðingar á því í grunnskólum Reykjavíkur. Fram kom í svari að verkefnið hafi fengið skoðun. Má skilja sem svo að skóla- og frístundasvið hyggist skoða að innleiða verkefnið? Það væri góð ákvörðun. Kveikjum Neistann er verkefni sem er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Verkefnið er 10 ára þróunar- og rannsóknarverkefni með heildstæða nálgun í skólastarfið. Áherslur verkefnisins snúa að tengingu bóklegra greina og hreyfingar í tengslum við hugarfar nemenda. Þetta er áhersla sem ekki svo mikið hefur farið fyrir í reykvísku skólakerfi fram til þessa.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að  efla og laða fleiri tónlistarskóla til samstarfs við leik- og grunnskóla í þeim tilgangi að tónlistarnám barna verði hluti af skóladegi þeirra.

Mest um vert er að gera allt til að auka jöfnuð í þessu sambandi og að börn sitji við sama borð í þessum efnum þar sem nám í tónlistarskóla er fokdýrt. Það sem hlýtur að þurfa að gera er að færa tónlistarnám mun meira inn í skólana en nú er reyndin. Börn efnaminni og fátækra foreldra á að eiga þess jafnan kost og hvert annað barn að læra t.d. á píanó. Skólahljómsveitir hjálpa mikið. Þær eru sem stendur 4 og eru ca. um 120-130 börn í sveit. Það eru eitt eða tvö ár síðan þær voru stækkaðar. Á annað hundrað barna eru á biðlista eftir að komast í skólahljómsveit. Ef vel ætti að vera þyrftu að vera mun fleiri hljómsveitir og hvetja börn með markvissum hætti til að ganga í þær. Það kostar um 70 milljónir á ári að reka hljómsveit sem þessa og ætti það að vera vel viðráðanlegt að bæta við nokkrum ef tekið er á ýmsu bruðli og sóun sem finnst í borgarkerfinu.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. mars 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins um afleysingastofu:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hver hefði verið árangur af Afleysingastofu sem er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir. Afleysingastofa er góð hugmynd. Umfangið virðist hins vegar ekki mjög mikið eftir því sem hægt er að lesa úr svarinu nú þegar leikskólarnir eru vel mettir af tímavinnufólki. Skrifstofa sem þessi þarf að hafa skýran tilgang enda kostar að halda henni úti. Ekki er heldur not fyrir þessa skrifstofu af hálfu grunnskólanna. því Afleysingastofu hafa ekki borist margar beiðnir frá grunnskólunum. Raunin er sú að það eru ekki margir kennarar á skrá hjá Afleysingastofu, og þeir sem eru á skrá eru nú þegar í starfi. Fjölmargar skrifstofur hafa verið settar á laggirnar á þessu kjörtímabili með tilheyrandi kostnað. Til að hægt sé að réttlæta þær þarf að vera áþreifanleg þörf fyrir þær og skýrt að þær séu að þjóna mikilvægu hlutverki sem ekki verður unnið betur annars staðar eða vera hluti af öðru sviði/deild. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um hvað kostar að reka Afleysingastofu á ári en hefur ekki fengið svar.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. apríl 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Háteigsskóla.

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla. Foreldrafélag Háteigsskóla stóð fyrir rafrænni könnun meðal foreldra og forráðamanna dagana 18.-24. janúar 2022. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við foreldra og svo virðist sem ekki sé mikið vitað um þessi mál, hvar þau eru stödd eða í hvaða ferli þau eru. Það er ekki nóg að kynna skýrslu. Í þessum málum er of mikill hægagangur og foreldrum og öðrum sem málið varðar er ekki haldið nægjanlega vel upplýsum. Hvenær verður sem dæmi þessi samantekt tilbúin og hvað er langt síðan foreldrar voru upplýstir um gang mála? Ekkert er sem dæmi að frétta af þessum sviðsmyndum. Er til dæmis búið að skoða nánar sviðsmynd IIV að húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð verði nýtt undir grunnskólastarf í hverfunum þremur? Það er mikil þörf á skólahúsnæði í hverfi 105 sem Hlíðaskóli og Háteigsskóli tilheyra. Þessi mál mega bara ekki drabbast niður á meðan farið er offari í þéttingarmálum. Halda þarf vel á spilunum ef ekki á að lenda með þessi mál í óefni og gæta þess að vera í nánu samstarfi við foreldra.

Skóla- og frístundaráð 26. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu samantekins ársreiknings A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2021, dags. 22. apríl 2022, ásamt fylgigögnum:

Ástæða er til að hafa áhyggjur af fjármálastjórnun og rekstrarstöðu A-hluta borgarsjóðs. Veltufé frá rekstri (það sem er til greiðslu afborgana og til nýfjárfestinga) er einungis rúmlega 300 milljónir króna. Það verður sem sagt að taka lán til að greiða allar afborganir lána og taka lán fyrir öllum nýfjárfestingum. Sú er niðurstaðan þegar heildartekjur A-hluta hafa hækkað um 11% frá fyrra ári. Til að rekstur borgarinnar væri í ásættanlegu jafnvægi þá þyrfti veltufé frá rekstri að vera milli 12 og 13 milljarðar króna. Langtímaskuldir hafa hækkað um 33% milli ára. Afborganir lána og leiguskulda hafa hækkað um 35% milli ára. Heildarskuldir og skuldbindingar hafa hækkað um 17% milli ára. Fjárhagsstaða Strætó bs. er veik. Ofan í kaupið er reynt að bæta fjárhagsstöðu samstæðunnar með bókhaldskúnstum hjá Félagsbústöðum. Verkefni af ýmsu tagi hafa notið ákveðins forgangs, verkefni sem engin brýn þörf er á, meðan grundvallarviðhald skólahúsnæðis og nýbygging leikskóla hefur setið á hakanum sem og þjónusta við börn, eldra fólk og öryrkja. Flokkur fólksins leggur áherslu á að þörf er á grundvallarbreytingu á forgangsröðun verkefna í þágu fólksins og þjónustu við það. Endurskoða verður fjármálastjórn Reykjavíkurborgar ef ekki á að stefna fjárhag borgarinnar í óefni.

 

Bókun Flokks fólksins undir 41.-48. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl:

Stafrænar lausnir eru framtíðin, um það er ekki deilt. Búið er að veita til þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar um 13 milljörðum á 3 árum. Farið hefur verið með fjármagnið af lausung. Ómældu fé hefur verið veitt í ráðgjöf sem ekki er séð hvernig skilaði sér. Þetta er óásættanlegt miðað við nútímakröfur um skilvirkni og árangursstjórnun. Í stað þess að setja þær stafrænu lausnir sem liðka fyrir t.d. umsóknarferlum eins og umsókn um leikskólapláss strax í forgang og hefja samvinnu við Stafrænt Ísland frá upphafi, hefur stór hluti þessa fjármagns farið í að belgja út sviðið sjálft. Hver skrifstofan á fætur annarri hefur verið sett á laggirnar á sviðinu og fjöldi fólks úr einkageiranum ráðið til starfa. Búið er að halda úti tilraunateymum sem miða að því að uppgötva stafrænar lausnir sem víða eru til. Hamast er við að finna upp hjólið. Hér má nefna rafrænar undirskriftir sem enn eru í þróun hjá borginni. Nýtt skjalastjórnunarkerfi hefur verið að malla í þrjú ár en er ekki enn komið í fulla notkun. Flokkur fólksins harmar vinnubrögð af þessu tagi en flokkurinn berst fyrir að börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast, að fátækt og efnalítið fólk fái þak yfir höfuðið og mat á diskinn sinn.

 

Bókun Flokks fólksins undir 16. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

Bókun vegna svars þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um félagið I Ráðgjöf slf. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi gagnrýnt það hversu glannalega þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur farið með fjármuni borgarbúa. Það að segja upp reyndu starfsfólki með mikla sérfræðiþekkingu á stafrænum innviðum og þjónustu Reykjavíkurborgar og kaupa í staðinn mun dýrari þjónustu af ytri aðilum er í raun aðför að útsvarspeningum borgarbúa. Það er alveg augljóst að þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur tekið ákvarðanir sem hafa haft stóraukinn kostnað í för með sér fyrir Reykjavíkurborg. Í svari sviðsins kemur fram að borgarsjóður hefur þurft að greiða um 740 milljónir í aðkeypta þjónustu fyrir sviðið árið 2021 fyrir þjónustu sem brottreknir starfsmenn sáu um áður. Fulltrúi Flokks fólksins spurði einnig um tengsl sviðsstjóra við fyrirtækið I Ráðgjöf sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur haft viðskipti við en því er ekki svarað. Það er mat Flokks fólksins að það sé í raun með ólíkindum að fyrirtæki sem tengist stjórnanda/embættismanni hjá Reykjavíkurborg hafi átt viðskipti við sviðið sem viðkomandi embættismaður stýrir.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér enn eina bókunina fram sem samanstendur af fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það sem kemur fram um útboð hefur annað hvort verið útskýrt skriflega eða á fundum sem fulltrúinn hefur setið. Afgangurinn virðist byggja á sögusögnum frá ónefndum sérfræðingum og upplýsingum sem virðast túlkaðar á rangan hátt. Þessi málflutningur er ekki svaraverður og dæmir sig sjálfur.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur litið í opið bókhald Reykjavíkurborgar og fengið upplýsingar þaðan.

Borgarstjórn 26. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu ársreiknings A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2021, dags. 22. apríl 2022. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. apríl 2022, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 22. apríl 2022, greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 7. apríl 2022, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., ábyrgða- og skuldbindingayfirlit, ódags., sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl sl.

Ársreikningur 2021. Tap er á A-hluta. Áfram er tap á rekstri A-hluta og ef ekki væri bókfærður „hagnaður“ af félagslegu húsnæði og álafleiðum væri tap á samstæðunni allri í heild. Staðan hefur aldrei verið svona slæm. Það er 24 milljarða skuldaaukning á síðasta ári. Þetta er sett á reikning COVID en allir vita að það er meira þarna að baki og staða borgarinnar var ekki góð fyrir COVID.
Um reikningsskilaaðferð Félagsbústaða, það eru margir sem bíða eftir að sjá hvað kemur út úr bréfaskriftum ESA við ráðuneytið. Það að það skuli vera bréfaskriftir yfir höfuð um þetta mál er eitt og sér athyglisvert. Ef horft er á A-hlutann þá er veltufé frá rekstri í sögulegu lágmarki, er nú 368 milljónir, en var 5 milljarðar og þar áður 12,4. Búið er að taka mikið af lánum og áframhaldandi lántökur bíða. Afborganir langtímaskulda og leiguskulda eru nú samtals 3,8 milljarðar en var 2,8 milljarðar. Það er búið að ráðstafa tæpum fjórum milljörðum af veltufé sem aðeins telur 368 milljónir rúmar. Það er lítið sem ekkert að koma úr rekstri til að styrkja handbært fé og því þarf sennilega að taka enn meira lán.
Þessi ársreikningur staðfestir að fjármálastjórn er ekki ábyrg. Tekið er undir að starfsfólk hafi sýnt mikla seiglu og elju við oft mjög erfiðar aðstæður árið 2021 og 2020. Þeim eru færðar bestu þakkir af Flokki fólksins. Ekki er hægt að sætta sig við þessa gríðarlegu skuldasöfnun, en skuldir samstæðu voru komnar í 407 milljarða um síðustu áramót. Samkvæmt þessu hækkuðu skuldirnar um 24 milljarða á síðasta ári. Tvo milljarða á mánuði. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur hafi hækkað um heila 44 milljarða!

 

Bókun Flokks fólksins við 3. lið fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 4. apríl 2022:

Farið er yfir  frístundastarf í Breiðholti. Tekið er undir að mikilvægt er að frístundastarf sé bæði faglegt og fjölbreytt. Mikil uppbygging á sér stað í Breiðholti og því ekki úr vegi að fara yfir þessi mál. Það sem vantar er að ekkert er að finna í  þessum texta um ráðstöfun á húsnæðinu í Austurbergi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp af hverju ekkert er minnst á að í skoðun er ráðstöfun á Austurberginu og áhuga Leiknis til að fá húsið til að geta boðið upp á fjölbreyttara úrval íþrótta. Þarna virðist gert ráð fyrir að ÍR verði áfram í Austurbergi þrátt fyrir að þeir séu að fá nýja húsið í Mjóddinni.

 

Bókun Flokks fólksins við 2. og 3 lið fundargerðar Strætó:

Áfall er að Strætó hefur þurft að draga úr þjónustu. Á meðan ómældir fjármunir fara í borgarlínu getur borgin ekki haldið úti lágmarks almenningsþjónustu í bs.-fyrirtæki sem það er stærsti eigandi að. Tekjur fyrstu þriggja mánaða ársins eru undir áætlun og fyrir utan almennar hækkanir verðbólgu og aðfanga, hækkar olíuverð um 38%. Þarna kemur í bakið sú staðreynd að stjórnin hefur frekar kosið að kaupa vagna sem brenna innfluttu jarðefnaeldsneyti frekar en að nota metan, sem safnað er hjá SORPU. Það á varla að koma á óvart að margir vagnar eru gamlir og það er einnig einkennilegt að hafa ekki vagna sem geta annað akstri á annatímum. Að kaupa verktaka til þess er varla ódýrt. Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um úrlausnir á eineltismálum hjá fyrirtækinu en ekki fengið svör. Háar fjárhæðir hafa farið í að ráða fagfólk til að reyna að leysa eineltismál og önnur samskiptamál hjá Strætó sem ekki hefur skilað árangri eftir því sem heyrst hefur. Beðið hefur verið um upplýsingar um þá fjárhæð sem farið hefur í að greiða utanaðkomandi fagfólki vegna þessara mála. Til hverra hafa greiðslur farið og hverjar eru upphæðirnar? Einnig hefur verið óskað eftir upplýsingum  um lögfræðikostnað Strætó bs. sem tengist málum af þessu tagi.

 

Borgarráð 22. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. apríl 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún:

Flokkur fólksins bókaði um lóðina Borgartún 34-34 í skipulags- og samgönguráði þann 6. apríl sl. Fækka á íbúðum um tvær. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort ráðlagt sé að setja svo margar íbúðir í eitt hús. Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík nema kannski má finna eitt dæmi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingarstefna meirihlutans ganga ansi langt hér og óttast þrengsl og umferðavandamál. Hér er dæmi um hvernig þéttingarstefna hefur verið tekin út í öfgar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. apríl 2022 á breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði:

Flokkur fólksins bókaði í skipulags- og samgönguráði þann 6. apríl um að mjög margar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna. Eftir því sem sýnist var tekið vel í þær flestar. Svo virðist sem skipulagsyfirvöld hafi ekki samband við þá sem senda inn athugasemdir eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst allavega næst. Þeir sem það gera geta því aðeins vonað að tekið verði tillit til þeirra. Fyrir lesanda gagna er ekki gott að átta sig á hvað af þessum athugasemdum og frá hverjum hafa verið teknar til greina. Það væri gott ef þetta væri sett skýrar fram í gögnum með málinu. Gott væri ef það væri gert skýrar í framtíðinni.

 

Bókun Flokks fólksins við  bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við 1. áfanga uppbyggingar á útivistarsvæði Austurheiða:

Setja á 100 milljónir í að bæta aðstöðu til útivistar. Hér er kannski um að ræða verkefni sem mætti bíða og nota fjármagnið í að bæta þjónustu við fólkið. Minnt er á biðlista í nánast allt í Reykjavík, allt frá biðlistum til sálfræðinga og eftir leikskólaplássi yfir í biðlista barna í skólahljómsveitir. Meirihlutinn verður að forgangsraða í þágu fólksins umfram allt annað. Fínheit eins og hér er lýst mega bíða þar til betur árar. Fyrir liggur slæm staða borgarsjóðs, veltufé frá rekstri er einungis rúmlega 300 milljónir króna. Aldrei í sögu borgarinnar hefur sést annað eins. Flokkur fólksins leggur áherslu á að þörf er á grundvallarbreytingu á forgangsröðun verkefna í þágu fólksins og þjónustu við það. Endurskoða verður fjármálastjórn Reykjavíkurborgar ef ekki á að stefna fjárhag borgarinnar í óefni.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að torgið á norðausturhorni Túngötu og Garðastrætis fái heitið Kænugarður og undirheiti þess verði Kýiv-torg:

Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg nefni torgið á mótum Garðastrætis og Túngötu Kænugarð með undirheitinu Kýiv-torg/Kyiv-square. Hér er verið að gefa höfuðborg Úkraínu sess í hjarta Reykjavíkur. Með þessari ákvörðun borgarinnar er verið að senda skýr skilaboð um samstöðu með íbúum Úkraínu sem berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Heitið Kænugarður á sér aldalanga sögu og tengsl borganna rótgróin.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi formanns borgarráðs, dags. 25. apríl 2022, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu stýrihóps um almenna eigendastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum:

Tími er kominn til að skilgreina eigendastefnu borgarinnar. Ekki er verra að viðhafa virka, gegnsæja og góða stjórnarhætti. Borgarstjóri á sæti í stefnuráði byggðasamlaga og ber ábyrgð á að upplýsa borgarráð reglulega og þegar tilefni er til. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ekki dugir aðeins að upplýsa borgarráð heldur þarf að tryggja aðkomu minnihlutafulltrúa að ráðinu til að geta veitt gott aðhald. Ekki er séð að ákvörðun um það hafi komist inn á þetta teikniborð.

 

Bókun Flokks fólksins bréfi borgarstjóra, dags. 26. apríl 2022, þar sem minnisblað VSÓ Ráðgjafar varðandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 29. mars 2022:

Fólksfjölgun er fyrirsjáanleg og mikið þarf að byggja. Alvarlegur húsnæðisskortur er í borginni rétt eins og ekki hefði verið hægt að sjá fyrir alla þessa fólksfjölgun. Húsnæðis og mannvirkjastofnun mat uppsafnaða íbúðaþörf vera tæpar 3.950 íbúðir á landinu í ársbyrjun 20211. Það samsvarar 2.500 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða álíka mikið og byggt var á metárinu 2020 eins og kemur fram í gögnum.

 

Bókun Flokks fólksins bréf borgarstjóra og borgarritara við liðum sem (17-20) í fundargerð um samþykki að veita vilyrði:

 1. Leirtjörn, vilyrði – Leigufélag aldraðra
 2. Leirutjörn vestur- Samtök aldraðra – lóðarvilyrði
 3. Leigufélag aldraðra, viljayfirlýsing
 4. Lífsgæðakjarnar fyrir eldri borgara – Húsnæðisáætlun:

Þessi liðir 17 til 20 að báðum meðtöldum sem meirihlutinn setur fram nú  gefa sterklega til kynna að kosningar eru í nánd. Nú á allt að gerast en best hefði verið að sjá þessa liði á dagskrá fyrr á kjörtímabilinu eins og lofað var.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Framlagðar viljayfirlýsingar við Betri samgöngur ohf. um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu uppbyggingar innviða tveggja Borgarlínuleiða.

Flokkur fólksins styður ekki borgarlínu eins og hún er lögð upp af hálfu borgarstjóra og meirihlutanum. Hér má sjá glöggt hversu stutt þetta verkefni er komið en hefur nú þegar kostað ævintýralegar háar upphæðir eða 1,7 milljarða frá Reykjavík einungis. Um er að ræða fjárfrekt verkefni sem ekki er séð fyrir endann á næstu 10-15 árin. Nú hefur verið dregið úr þjónustu strætó vegna fjárhagserfiðleika þannig að almenningssamgöngur eru hvorki fugl né fiskur. Fólk á þess einn kost eða hér um bil að nota bíla eða hjóla. Hér er rætt um samkeppni um þróun Keldnalands og Keldnaholts. Samkeppni er af hinu góða enda eykur hún valkosti. Best er að fá skoðanir og hugmyndir/tillögur frá sem flestum. Í borgarlínuverkefninu er Vegagerðin ríkjandi en þar er mikil þekking um hvernig aka má bílum hratt á milli staða, en minni þekking og reynsla á umhverfisáhrifum fólksflutninga í þéttbýli.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 26. apríl 2022, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um framtíðarhúsnæði Kolaportsins:

Hér er verið að mynda starfshóp um Kolaportið og framtíðarhúsnæði þess sem og að gera á þarfagreiningu, kortleggja mögulegar staðsetningar og gera markaðskönnun. Hópinn skipa fjórir aðilar og er einn af þeim fulltrúi Kolaportsins. Spurning er hvort ekki ætti einnig að vera fulltrúi borgarbúa? Kolaportið er gríðar mikilvægur vettvangur sem borgarbúar eiga og sem standa þarf vörð um. Á kjörtímabilinu hefur verið þrengt að aðgengi með framkvæmdum og lokunum gatna og bílastæðum fækkað. Árið 2020 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að það yrði frítt í bílastæðahús t.d. 2-4 tíma á laugardegi og sunnudegi. Þá hafði Íslendingum fækkað verulega í Kolaportinu sem fjölmenntu áður þangað. Hugsunin með tillögunni var einnig að laða að fólk sem öllu jafna treystir sér ekki til að fara með bíl sinn í bílastæðahús. Rök skipulagsyfirvalda gegn tillögunni voru að bílastæðasjóður yrði fyrir tekjutapi. Þau rök halda ekki því á þessum tímum eru bílastæðahús hvergi nándar nærri full. Þess utan er það ólíklegt að eldra fólk sem nýta myndu sér frítíma í bílastæðahúsum myndu fjölmenna í bæinn um helgar í slíkum mæli að rekstrargrundvelli bílastæðasjóðs væri ógnað.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um samþykki draga að viðauka við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna sbr. hjálagt bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. apríl 2022:

Garðabær og Seltjarnarnes greiða minnst, sem væri eðlilegt ef þessi sveitarfélög væru að sinna þeim sem minnst hafa milli handanna í einhverjum mæli t.d. sjá þeim fyrir fæði, klæði og húsnæði. En þetta eru sennilega þau sveitarfélög sem gera það hvað minnst ef þá nokkuð.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar með fyrirvara um kostnaðarmat á aðgerðum frá umhverfis- og skipulagssviði sem vísað yrði inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023:

 

Aðgengisstefnan er ágæt upp að ákveðnu marki. Samgöngumálin eru mjög fyrirferðarlítil í stefnunni. Fjölga ber P-merktum bílastæðum í borgarlandinu en ekki fækka eins og gert hefur verið að undanförnu. Skýra þarf og skilgreina betur hlutverk aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkurborgar og tryggja það að eðlilegt og reglulegt samráð sé haft við nefndina um málefni fatlaðra. Alveg gleymist að skoða og ræða um fjárhagslegt aðgengi en fram hefur komið að það var ekki hluti af erindisbréfinu. Til dæmis er verðskrá og þjónustan ekki sambærileg hjá strætó og akstursþjónustunni, sem hugsuð er sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann. Ferð með akstursþjónustunni er dýrari. Fötluðu fólki á ekki að refsa fyrir fötlun sína með því að borga meira af því þau þurfa sérhæfða þjónustu. Þessi hópur er auk þess sá verst setti í samfélaginu og er skemmst að vitna í nýútkomna skýrslu um fátækt og bága stöðu öryrkja. 80 prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Skipa þyrfti einn yfiraðgengisfulltrúa og síðan ráða aðgengisfulltrúa.

 

Bókun Fokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 11. apríl 2022, sbr. samþykkt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 7. apríl 2022 á uppfærðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaráætlun, ásamt fylgiskjölum.

Stafrænar lausnir eru framtíðin, um það er ekki deilt. Búið er að veita til þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar um 13 milljarða á 3 árum. Farið hefur verið með fjármagnið af lausung. Ómældu fé hefur verið veitt í ráðgjöf sem ekki er séð hvernig skilaði sér. Þetta er óásættanlegt miðað við nútímakröfur um skilvirkni og árangursstjórnun. Í stað þess að setja þær stafrænu lausnir sem liðka fyrir t.d. umsóknarferlum eins og umsókn um leikskólapláss strax í forgang og hefja samvinnu við Stafrænt Ísland frá upphafi, hefur stór hluti þessa fjármagns farið í að belgja út sviðið sjálft. Hver skrifstofan á fætur annarri verið sett á laggirnar á sviðinu og fjöldi fólks úr einkageiranum ráðið til starfa. Búið er að halda úti tilraunateymum sem miða að því að uppgötva stafrænar lausnir sem víða eru til. Hér má nefna rafrænar undirskriftir sem enn eru í þróun hjá borginni. Nýtt skjalastjórnunarkerfi hefur verið að malla í þrjú ár en er ekki enn komið í fulla notkun. Flokkur fólksins harmar vinnubrögð af þessu tagi en flokkurinn berst fyrir að börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast, að fátækt og efnalítið fólk fái þak yfir höfuðið og mat á diskinn sinn.

 

Bókun Flokks fólksins við svarbréf borgarstjóra, dags. 12. apríl 2022, við bréfi innviðaráðuneytisins vegna uppbyggingar í Skerjafirði:

Flokkur fólksins hefur margoft bókað um þessi mál. Uppbyggingin í Skerjafirði mun skerða gæði flugvallarins og skemma náttúrulega fjöru. Er ekki bara best að bíða með að byggja þar til flugvöllurinn fer í stað þessa að byggja á hvern blett í kringum hann.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. febrúar 2022, sbr. vísun borgarstjórnar frá 1. febrúar 2022 á tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins um að innri endurskoðandi leggi mat á lögmæti samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin, ásamt fylgiskjölum:

Samningarnir eru taldir vera lögmætir, en það er ekki það sama og að segja að þeir séu borginni hagstæðir, sem þeir eru sennilega ekki. Líklega munu olíufélögin hagnast verulega, fjármagn sem hefði verið vel þegið að fá í borgarsjóð og nota þá til að bæta þjónustu við borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. apríl 2022, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðhald á leigueignum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. febrúar 2022:

Svar við fyrirspurn Flokks fólksins um leigueignir hefur borist og er þakkað fyrir það. Spurt var um hvort skilin milli minni- og meiriháttar viðhalds séu skýr og skilgreind. Einnig hvort upp hafi komið deilumál aðila um hvers ábyrgð viðgerð/viðhald sé? Í svari segir að skilin séu skilgreind og að hvert tilvik sé skoðað fyrir sig. Lagagreinin skilgreinir minniháttar viðhald svo: Leigjanda er skylt að annast á sinn kostnað minniháttar viðhald, svo sem skipti á ljósaperum og rafhlöðum í reykskynjurum og hreinsun niðurfalla. Annað er á ábyrgð leigusala.Einnig kemur fram í svari að ekki hafi komið upp deilumál vegna viðhalds milli leigusala og Reykjavíkurborgar. Af svari að dæma virðist fulltrúa Flokks fólksins sem þessi mál séu skýr.

 

Bókun Flokks fólksins við svari Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, ódags., við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við niðurstöðum starfsánægjukönnunar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sbr. 37. lið fundargerð borgarráðs frá 17. mars 2022:

Í svari við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hvernig brugðist hafi verið við niðurstöðum starfsánægjukannanna hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að í kjölfarið af niðurstöðum starfsánægjukannanna sem komu afar illa út hjá Slökkviliðinu var farið í samstarf við Empower. Í framhaldsvari við fyrirspurn um hvort ekki sé rétt að gerð verði heildarúttekt á trausti starfsfólks til stjórnenda SHS? segir að starfsfólk hafi fengið fræðslu um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi (EKKO) frá Auðnast, fyrirtæki sem hefur m.a. sérhæft sig í EKKO málum. Segir enn fremur að kynna eigi “veitu” út úr húsi sem fólk getur leitað til ef það treystir sér ekki til að ræða sín mál við stjórnendur innanhúss eða ef um formlega kvörtun er að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að gerð verði heildarúttekt á trausti starfsfólks til stjórnenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og skorar á borgarstjóra að ýta við þeirri framkvæmd svo hún megi verða sem fyrst. Þetta er spurning um hvaða leið er farin og sá aðili sem er með öllu óháður og hlutlaus verði valinn til verksins.

 

Bókun Flokks fólksins undir 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 7. apríl 2022:

Lagt er fram erindi frá öryggisnefnd Ráðhúss Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2022, um aðgengi úr Tjarnarsal Ráðhússins. Aðgengis- og samráðsnefnd óskar eftir því að fasteignastjóra og hönnuði Ráðhússins verði falið að finna viðunandi lausn á aðgengi úr Tjarnarsal í neyðartilfellum í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd og öryggisnefnd Ráðhússins. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ámælisvert að Reykjavíkurborg hafi ekki í eigin húsnæði viðunandi aðgengi fyrir fatlað fólk. Ef borgin sýnir sjálf ekki gott fordæmi í aðgengismálum er ekki hægt að krefjast þess að aðrir geri það.

 

Bókun Flokks fólksins  fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks 7. apríl 2022:

Fundur fjölmenningarráðs undir yfirskriftinni “Why should I vote?”, var haldinn í Gerðubergi þann 23 apríl 2022. Á ráðstefnuna voru mættir fulltrúar flestra flokka sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum næstkomandi. Á ráðstefnunni var keyrð glærusýning og lifandi þýðingarforrit sem var í gangi á skjá á meðan henni stóð. Ljóst er að engu var til sparað í kynningu og framsetningu ráðstefnunnar. Þeir innflytjendur sem þessi ráðstefna var sniðin fyrir, voru hins vegar hvergi þar að finna. Þó að málefni ráðstefnunnar hafi verið gott og gilt og mikilvægt að virkja innflytjendur og aðra minnihlutahópa til víðtækrar þátttöku í samfélaginu, er alveg ljóst að þarna þarf að koma til fjölbreyttari nálgun. Það má leiða að því líkum að það verkefni að ná til innflytjenda sé á vissan hátt svipað og það að ná til eldra fólks og annarra sem ekki eru eins rafræn í sinni upplýsingaleit og margir aðrir. Þess vegna þarf Reykjavíkurborg að hugsa út fyrir rammann hvað þetta fólk varðar. Það er bara þannig að ein lausn hentar ekki öllum. Það gleymist ansi oft í þeirri stafrænu ævintýramennsku sem núverandi meirihluti hefur talið vera lausn á öllum vandamálum heimsins hingað til.

 

Bókun Flokks fólksins undir 13. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022:

Gerð hafa verið mistök. Einkavegur var gerður fyrir einn aðila sem er nú staðfest með gögnum að hafi ruglað alla hæðarsetningu í Gufunesi. Gögnum hefur verið haldið frá aðstandendum og reynt að þagga málið niður í þrjú ár. Ekki hefur einu sinni verið fylgt lögbundnu samráðsferli. Svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa, hæð landslags á lóðum. Þetta er ákveðið og gert án vitundar og athugasemda- og ábendinga möguleika almennings eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst. Haldinn var loks fundur 25. apríl þar sem boðið var lækkun á götu og seinkun á gjalddögum. Þetta er slakt tilboð eftir allt sem á undan er gengið. Tafir hafa verið miklar og skemmdir á starfsemi í rúm 3. ár. Eftir því sem næst er komist er búið að framkvæma alla gatnagerð þarna á rangan hátt og með því mögulega brjóta á aðstandendum Loftkastalans stjórnsýslulagabrot, eignarréttarbrot, hegningarlagabrot. Af hverju var ekki fenginn óháður aðili til mælinga? Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar að lenda þarf þessu máli og það fyrir kosningar. Málinu hefur verið vísað til innri endurskoðunar sem hefur nú hlutverk „umboðsmanns borgarbúa.“

 

Bókun Flokks fólksins undir 4. lið embættisafgreiðslur:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að ekki er lengur verið að skjóta í Álfsnesi enda hefur það verið íbúum til ama í nærri tvo áratugi og á skjön við ekki bara mannlíf, heldur einnig náttúru. Finna þarf þessari íþrótt nýjan stað þar sem sport eins og þetta á heima. Erfitt getur reynst að finna svæði þar sem ekkert mannlíf er í nágrenninu og þar sem blýmengun veldur ekki skaða og/eða þar sem skotæfingar skaða ekki náttúru. Utandyra þarf það svæði að vera einangrað og fagmannlega útbúið. Þar getum við leitað þekkingar hjá öðrum Evrópuþjóðum þar sem slík svæði eru í sátt við umhverfi sitt.

 

Borgarráð 28. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2022, þar sem óskað er staðfestingar á erindisbréfi starfshóps um endurskoðun stefnu Reykjavíkurborgar í túlka- og þýðingarþjónustu:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að starfshópurinn skoði fyrir alvöru að nota símatúlkun. Símatúlkun er þjónusta á sér stað milli þjónustuveitanda og þjónustuþega í gegnum síma.  Sennilega er hægt að gera slíka samninga við all nokkra aðila bæði hérlendis og erlendis. Að eiga þess kost að hafa símatúlkun er mikilvægt. Sumir þjónustuþegar velja það umfram að fá túlk á staðinn og geta ástæður fyrir því verið af ýmsum toga. Gott er að bjóða þjónustuþega upp á þetta val og iðulega eru aðstæður þar sem ekki fæst túlkur til að túlka ákveðið tungumáli og þá kemur samningur við símatúlkunarfyrirtæki sér vel.

 

Bóku  Flokks fólksins við bréfi þjónustu og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, um kynningu á mælaborði borgarbúa:

Fulltrúi Flokks fólksins er orðin ýmsu vanur þegar kemur að stafrænum kynningum Þjónustu-og nýsköpunarsviðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við all marga sérfræðinga bæði innan borgarkerfis og utan um vegferð borgarinnar í stafrænni umbreytingu, ferli stafrænna lausna og forgangsröðun og þykir mörgum að borgin hafi misst fótanna í þessum málum, ekki sýnt ábyrgð í meðhöndlun fjármagns og hafi færst of mikið í fang. Fjármagn í málaflokkinn er um 13 milljarðar á 2-3 árum. Lausnir sem oftast er rætt um eru mælaborð af ýmsu tagi og dagatöl. Þetta er að koma í ljós núna þegar þær lausnir sem beðið er sárlega eftir, eru ýmist ókomnar eða virka ekki nógu vel. Sviðið virðist hafa loksins áttað sig á því að það hefur verið á villigötum með Qlick Sense til þess að sjá um birtingu gagna í mælaborðum borgarinnar og kynnir til leiks Power BI samhliða Microsoft Office 365 innleiðingu. Power BI hefur nú þegar verið innleitt af Ríkinu og komið í notkun hjá stofnunum þess út um allt land ásamt Microsoft Office 365. Að mati óháðra sérfræðinga er Stafræna Ísland (SÍ) komið lengra í stafrænni umbreytingu og hefði borgin haft fjárhagslegan hag af því að leita frá byrjun eftir stöðluðum lausnum og samstarfi við Stafræna Ísland.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 14. febrúar 2022, um samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar samstarfi sveitarfélaga varðandi stafræna umbreytingu. Þetta hefði átt að gerast miklu fyrr vegna þess að samlegðaráhrif slíks samstarfs eru mikil. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í langan tíma gagnrýnt þá einangrunar stefnu sem ríkt hefur í stafrænum málum undir forystu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Búseta fólks í sveitarfélögum er ekki meitluð í stein og fólk flytur á milli. Þess vegna gefur það auga leið að með miðlægri þjónustugátt allra sveitarfélaga ásamt sameiginlegri þróun og innleiðingu miðlægra lausna, næst mikil hagræðing og sparnaður sem allir njóta góðs af. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka það fram að í rúmt ár hefur hann ítrekað kallað eftir því að Reykjavíkurborg efli til muna stafrænt samstarf sitt við bæði önnur sveitarfélög sem og Stafræns Íslands ríkisins. Það er vel að loksins virðist eitthvað vera að gerast á þeim vettvangi þrátt fyrir það hversu tregt Þjónustu-og nýsköpunarsvið hefur verið gagnvart öllum tillögum um samstarf við aðra opinbera aðila í innleiðingu stafrænna lausna og leyfamála. Dæmi um þetta eru sér samningar sem Reykjavíkurborg hefur gert upp á eigin spýtur þrátt fyrir að hafa fengið boð frá Ríkiskaupum um að taka þátt í útboði ríkis og sveitarfélaga um kaup á MS leyfum. Það er eitthvað sem þarf að skoða frekar.

 

Bókun  Flokks fólksins við Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 17. mars 2022, um fjárfestingaráætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023:

Fjárfestingaráætlun Þróunar- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022 – 2026 hefur verið lögð fram. Samtals hljóðar fjárfestingaráætlunin upp á tæplega 13 milljarða eða nánar til tekið 12.568 milljónir króna. Kostnaður við tæplega 2/3 fjárfestingaráætlunarinnar fellur til á fyrstu tveimur árum tímabilsins eða um 8 milljarðar kr.Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í áætluninni er erfitt að fá heildaryfirsýn yfir verkefni sviðsins og þær áætlanir sem byggt er á við þróun þeirra og verkefni komandi ára. Ekki er sett upp forgangsröðun eða verkefni flokkuð eftir forgangsröðun eða mikilvægi þeirra. Ekki er að heldur að finna stöðumat fyrir stöðu einstakra verkefni á annan hátt en sem kemur fram í fjárframlögum til þeirra. Engu að síður er þess getið í neðanmálsgreinum að verkefni ársins 2023 sé háð forgangsröðun fagsviða og framgangi verkefna á árinu 2022. Flokkur fólksins leggur áherslu á að verkefni sviðsins séu skilgreind eftir mikilvægi þeirra og niðurstaða þess kynnt fyrir kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Einnig leggur Flokkur fólksins áherslu á að gerður sé greinarmunur á efnislegum eignum sviðsins í fjárfestingaráætluninni og óefnislegum eignum. Slík flokkun er forsenda þess að hægt sé að færa reikningsskil borgarinnar á þann hátt sem samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðum sem opinberir aðilar skulu miða reikningsskil sín við.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Hér er verið að leggja fram drög að fjárfestingaráætlun 2023 sem verður þriðja ár átaks í stafrænni umbreytingu borgarinnar. Heildartölur þær sem lagðar eru fram í bókuninni eru því ekki réttar en áætlun yfirstandandi árs var samþykkt á síðasta ári eins og kunnugt er. Þau verkefni sem kynnt eru á áætluninni eru að langmestu leyti framhald verkefna sem hafa verið ítarlega kynnt á fundum ráðsins sem og á vettvangi borgarráðs. Þær aðferðir sem notaðar eru til að forgangsraða þeim fjölmörgu verkefnum sem fyrir liggja hafa einnig verið kynntar ítarlega og ítrekað. Stöðumat er unnið fyrir hvert verkefni áður en það hefst og er hluti af vönduðum undirbúningi hvers verkefnis. Fjármál og bókhald sviðsins og þ.m.t. eignfærslur efnislegra og óefnislegra eigna eru í samræmi við reglur borgarinnar og lúta sömu innri og ytri endurskoðun og önnur fjármál hennar.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 30. mars 2022, um endurskoðun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður stafræn umbreytingu og gerir sér grein fyrir að það er framtíðin. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nú í rúmt ár gagnrýnt hvernig Þjónustu- og nýsköpunarsvið ÞON hefur farið með á 13. milljarð á 2-3 árum í stafræna umbreytingu. Ámælisvert bruðl hefur átt sér stað. ÞON færðist of mikið í fang og mistókst að forgangsraða lausnum sem létta myndi á starfsmönnum og liðka fyrir þjónustu. Ómældum tíma og fjármagni hefur verið eytt í uppgötvanir, tilraunir og þróunarvinnu á lausnum sem virðist hafa frekar afþreyingar- og skemmtanagildi í stað notagildis, á sama tíma og tug kerfis- og tölvunarfræðinga voru reknir frá sviðinu og það í miðju Covid. Háum fjárhæðum hefur verið ausið í erlenda og innlenda ráðgjöf. Fjölmargar lausnir fóru aldrei af tilraunastiginu, heldur döguðu uppi. Að mati margra óháðra sérfræðinga er Stafræna Ísland (SÍ) komið lengra í stafrænni umbreytingu og hefði borgin haft fjárhagslegan hag af því að leita frá byrjun eftir stöðluðum lausnum og samstarfi við Stafræna Ísland sem vinnur þvert á 165 stofnanir ríkisins og sveitarfélög við að þróa lausnir og styðja við stafræna umbreytingu. Meirihlutann hefur skort alla gagnrýna hugsun hvað þennan málaflokk varðar og nú liggur fyrir að Innri Endurskoðun mun gera úttekt á ÞON á næsta ári.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér enn eina bókunina fram sem samanstendur af fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Allt sem þarna kemur fram hefur annað hvort verið útskýrt skriflega eða á fundum sem fulltrúinn hefur setið. Afgangurinn virðist byggja á sögusögnum frá ónefndum sérfræðingum og upplýsingum sem virðast túlkaðar á rangan hátt. Þessi málflutningur er ekki svaraverður og dæmir sig sjálfur.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 31. mars 2022, um áætlun um greiningar, framkvæmd og eftirlit vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar vegna undirbúnings  fjárhagsáætlunar 2023 á þjónustu- og nýsköpunarsviði:

Árshlutauppgjör, yfirlit. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það sérkennilegt að sjá í uppgjörinu hvað netspjallið er lítið nota í Reykjavíkurborg. Netspjall var lengi að komast á í Reykjavík þegar netspjall var komið í litlar sem stórar verslanir og fyrirtæki. Þetta þarf að rýna og finna út ástæður þess að Reykvíkingar eru ekki að nota netspjallið meira en raun ber vitni. Finna þarf út hvað veldur þessu og leysa úr því þar sem netspjall er að virka mjög vel almennt séð annars staðar eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst.Ferðakostnaður 2021 fyrir sviðið er eðlilega í lágmarki sökum Covid og verður vonandi það áfram. Í raun hefði ferðakostnaður átt að vera núll. Það er bæði hægt að tjá sig og fræðast í gegnum fjarfund.Engin ástæða er til að eyða peningum í ferðir þegar hægt er að gera allt í gegnum fjarfund sem hlýtur að vera ódýrara en ferðalag með öllu. Huga þarf einnig að kolefnissporum, minnt eru á stefnu meirihlutans, þessa „grænu“.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi dags. 10. desember 2021, um endurskoðun á reglum um tölvunotkun hjá Reykjavíkurborg:

Fram kemur að með erindisbréfi  dagsett 21. febrúar 2020 var hópi starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar falið að endurskoða og uppfæra reglur um tölvunotkun borgarinnar sem tóku gildi 12. ágúst 2014. Hlutverk hópsins samkvæmt erindisbréfi fól í sér endurskoðun og uppfærslu reglna um tölvunotkun auk þess að leggja mat á hvaða lög og aðrar reglur innan borgarinnar snertu á gildissvið reglnanna með það að markmiði að forðast tvítekningar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvað margir sem voru í þessum tilgreinda hópi eru hættir en stór hópur var rekinn af sviðinu í lok árs 2020 og tapaðist þar án efa mikil sérfræðiþekking og reynsla. Það hlýtur að vera mikið álag á vinnustað eins og á Þjónustu- og nýsköpunarsviði þar sem harkalegar uppsagnir hafa viðgengist og hvað mest á miðju Covid tímabili.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 14. febrúar 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kynningar stafrænna leiðtoga, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 27. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið en vill taka það fram að hvergi var spurt um tíma og kostnað vegna vinnu við svör fyrirspurna kjörinna fulltrúa, hvort sem þær fyrirspurnir hafi komið frá Flokki fólksins eða öðrum flokkum. Ef Þjónustu og nýsköpunarsvið telur sig þurfa að leggja fram aukavinnu í að svara því sem ekki var spurt um, er það gott og vel. Það vekur eftirtekt að í svari er því haldið fram að Reykjavíkurborg sé komin lengra á veg í stafrænni vegferð en velflestir aðrir opinberir aðilar á Íslandi. Fulltrúa Flokks fólksins hefur rætt þessi mál við sérfræðinga víða og er skemmst frá því að segja að ekki er tekið undir þetta nema síður sé. Í svari kemur einnig fram að mikið sé um auglýsinga og kynningarstarf um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar undir forystu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs, innanlands sem utan. Fulltrúi Flokks fólksins telur að stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar sé í raun komin langt fram úr sér varðandi það hvað stafræn umbreyting eigi að snúast um. Stafræn umbreyting í almannaþágu á að snúast um það að flýta innleiðingu lausna sem nú þegar eru til og komnar í notkun víða í löndunum hér í kringum okkur. Hún á ekki að snúast um auglýsingamennsku og endalausar tilraunir.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 24. mars 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um félagið Ráðgjöf slf, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi gagnrýnt það hversu glannalega Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur farið með fjármuni borgarbúa. Það að segja upp reyndu starfsfólki með mikla sérfræðiþekkingu á stafrænum innviðum og þjónustu Reykjavíkurborgar og kaupa í staðinn mun dýrari þjónustu af ytri aðilum, er í raun aðför að útsvarspeningum borgarbúa. Það er alveg augljóst að Þjónustu og nýsköpunarsvið hefur tekið ákvarðanir sem hafa haft stóraukinn kostnað í för með sér fyrir Reykjavíkurborg. Í svari sviðsins kemur fram að borgarsjóður hefur þurft að greiða um 740 milljónir í aðkeypta þjónustu fyrir sviðið árið 2021 fyrir þjónustu sem brottreknir starfsmenn sáu um áður. Ekki kemur fram í svari við spurningu um tengsl sviðsstjóra við fyrirtækið I Ráðgjöf, Það er í raun með ólíkindum að stjórnandi og embættismaður hjá Reykjavíkurborg skuli hafa verið undanfarin ár í beinum viðskiptum við skrifstofuna og sviðið sem hann stýrir. Þar er á ferðinni eitthvað sem eykur hættu á spillingu þegar sami aðili situr beggja vegna borðsins, jafnvel þó því sé haldið fram að gerður hafi verið verðsamanburður. Embættismaður í opinberri stjórnsýslu á að vita betur.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Um er að ræða smávægileg innkaup sem fóru fram að undangenginni verðfyrirspurn. Fram hefur komið að ákvarðanir um þessi innkaup voru teknar af þeim starfsmönnum sviðsins sem bera ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig en ekki af sviðsstjóra.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 23. mars 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vefsíðu Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda-,nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 24. febrúar 2022:

Tillaga um að verkefni eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt bjóði upp á ábendingar/kosningar um viðhald í hverfum. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað er verkefnið Betri Reykjavík og Hverfið mitt góð verkefni. En það er eins með það og annað að margt má betur fara. Tillaga er nú lögð fram að Betri Reykjavík og Hverfið mitt rúmi einnig ábendingar um viðhald á ýmsu í hverfum en ekki aðeins tillögur um nýjungar. Þegar verkefni eins og Betri Reykjavík er svona dýrt eins, þarf að vanda sig. Margir senda inn ábendingar um viðhald en svo virðist sem sumum sé hafnað og bent á annað ferli en einstaka viðhaldsverkefni komast engu að síður í hóp verkefna sem kosið er um.

Greinargerð

Fulltrúa Flokks fólksins finnst verkefnið Hverfið mitt gott mál enda leið til að ljá röddum borgarbúa eyra og virða óskir þeirra eins og unnt er. Fram kemur að kosningaþátttaka var síðast þó ekki meiri en  16,4% kosningabærra íbúa. Fulltrúi Flokks fólksins fór á stúfana og ræddi við nokkra borgarbúa um þetta verkefni. Fólk hefur mismunandi reynslu eins og gefur að skilja. Flestum finnst þetta sniðugt verkefni en raddir voru einnig á lofti um að hér væri á ferðinni hálfgert montverkefni meirihlutans. Tillögur um skemmtileg verkefni eins og ærslabelginn og rennibrautir eru gjarnan samþykktar en tilvik eru um að tillögum um lagfæringar og viðhald sé hafnað og vísað í annan farveg. Dæmi um slíka reynslusögu borgarbúa er að viðkomandi sendi inn tillögu um að laga körfuboltavöll sem ekki hefur verið notaður árum saman vegna þess að hellulögn er ónýt og hættuleg. Tillögunni var hafnað þátttöku í Hverfið mitt 2020-2021 því hún snerist um viðhalds- eða öryggisverkefni og bent á að annar farvegur væri fyrir slíkt. Viðkomandi sendi því ábendinguna inn á þar til gerðri vefsíðu en hefur ekki fengið nein viðbrögð. Engu að síður á að endurbæta körfuboltavöll við Laugarnesskóla. Hvernig á að skilja þetta?

Frestað.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju netspjalla er svo lítið notað í Reykjavík sem raun ber vitni:

Fyrirspurnir um netspjallið. Það kemur á óvart hvað netspjallið er lítið notað eins og sjá má í árshlutauppgjöri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Notkun netspjallsins er innan við 10% af símtölum og síðan eru heimsóknir um 50% fleiri en netspjöllin. Hvað veldur því? Er netspjallið ekki nógu skilvirkt? Kann fólk ekki nógu vel á það? Er því ekki svarað nógu fljótt? Er ekki hægt að gefa nógu skilvirk svör í gegnum netspjallið?MSS
22040096

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 7. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs, ásamt fylgiskjölum:

Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs. Kostnaðaráætlun 2 er 150 m.kr. Fram kemur að áhersla er á aðgengi fyrir alla. Komið verður fyrir gróðursvæðum og blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hver séu rökin fyrir blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns á einu litlu torgi? „Blágrænar lausnir“ eru að verða tískuorð í öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar eins og „líffræðilegur fjölbreytileiki“.

 

Bókun Flokks fólksins við við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingarhverfum 2022:

Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum 2022. Um er að ræða verkefni í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási, Norðlingaholti, Sléttuvegi, Brekknaás og Esjumelum. Það er heldur betur kominn tími til að gera þetta að mati fulltrúa Flokks fólksins. En væri ekki ástæða til að huga að blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns hérna? Þetta er öllu stærra svæði en eitt lítið borgartorg eins og Káratorg þar sem koma á fyrir blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Laugavegar frá Hlemmi að Snorrabraut og endurgerð Rauðarárstígs frá Bríetartúni að Hlemmi:

Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Laugavegar frá Hlemmi að Snorrabraut og endurgerð Rauðarárstígs frá Bríetartúni að Hlemmi. Þetta er mikil framkvæmd sem verður vissulega til bóta fyrir umhverfið og ekki veitir af því. Hér á einnig að að beita blágrænum lausnum eins og er í tísku núna hjá skipulagsyfirvöldum. Áætlað er að þessi upphafs framkvæmd kosti borgina 300 milljónir. Hér er auðvitað aftur spurt um forgangsröðun verkefna. Minnt er á alvarlega stöðu velferðarsviðs um biðlista barna eftir fagþjónustu sem telur um 1800 börn og margs konar aðra þjónustu á forræði borgarinnar sem borgarbúar bíða eftir að fá. Beiðnum um sálfræðiaðstoð hefur fjölgað mikið síðustu misseri.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022, þar sem viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga er lögð fram til kynninga:

Hér er um að ræða hverfisskipulag utan við borgina en þetta er þarft verkefni að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þarna verður hægt að nýta glatvarma, varmaorku sem nú er ekki nýtt að marki og það er jákvætt. Þarna er í fyrsta skipti áætlun um endurvinnslu stáls/járns sem nú er allt flutt úr landi til endurvinnslu annars staðar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022, þar sem skilabréf stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarfs er lagt fram til kynningar:

Fulltrúi Flokks fólksins er sammála niðurstöðum greiningarinnar og finnst að sjálfsögðu jákvætt að skýrsluhöfundar virðast sammála íbúum í Laugardal um mikilvægi þess að uppsafnaðri þörf verði mætt og ekki síður stækkaðir til að geta tekist á við frekari fjölgun nemenda í skólahverfunum. Helsta gagnrýni fulltrúa Flokks fólksins á þessar niðurstöður eru að í skýrslunni er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593 nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030 og 686 nemendur árið 2040. Það skeikar verulega í þessum forsendum. Frávik í forsendum fyrir Laugalækjar- og Langholtsskóla eru minni. Fyrirhuguð áform um byggingu íbúða á þéttingarreitum í skólahverfi skólanna í Laugardal styður forsendur í sviðsmyndagreiningunni og því telur fulltrúi Flokks fólksins líkur á að þessi framtíðarþörf sé vel vanmetin í skýrslu stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Í skýrslunni er ekki fjallað um mismunandi aðstöðu til kennslu í íþróttum eða verklegum greinum og getur það haft áhrif í þessum samanburði.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili frekari hönnun og undirbúning á endurgerð og stækkun á húsnæði Hagaskóla:

Því er fagnað að nú skuli gert ráð fyrir hönnun og undirbúning á endurgerð og stækkun á húsnæði Hagaskóla. Árum saman hafa skólayfirvöld og foreldrar kvartað vegna ástandsins, skólinn löngu sprungin og mygla og raki víða í eldri byggingu með tilheyrandi veikindum barna og starfsfólks. Nú er komið að viðhaldi og endurbyggingu, loksins.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 31. mars 2022, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 20. mars 2022 á innleiðingaráætlun stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík:

Innleiðingaráætlun stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. Það sem skiptir mestu máli er að börn í Reykjavík sitji við sama borð í þessum efnum þar sem nám í tónlistarskóla er fokdýrt. Í nýlegri skýrslu stýrihóps borgarinnar um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík var ekki fjallað um uppbyggingu tónlistarkennslu í grunnskólum og því voru ekki skoðaðar samhliða leiðir til að draga úr ójöfnuði þegar kemur að tækifærum til tónlistarnáms. Ójöfnuðurinn mun því halda áfram ef heldur sem horfir um ókomna tíð ef ekki verður tekið sérstakt skref til að bregðast við. Það sem hlýtur að þurfa að gera er að færa tónlistarnám mun meira inn í skólana en nú er reyndin. Með því að gera það hafa öll börn jafnan aðgang að tónlistarnámi. Skólahljómsveitir hjálpa mikið. Þær eru sem stendur 4 og eru ca. um 120-130 börn í sveit. Það eru eitt eða tvö ár síðan þær voru stækkaðar. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera fleiri hljómsveitir og hvetja börn með markvissum hætti til að ganga í þær

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki öryggisstefnu fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg. Einnig lagt fram minnisblað öryggisnefndar Reykjavíkur um mat á kostnaði við framkvæmd öryggisstefnu:

Eitt af meginmarkmiðum öryggisstefnunnar er að „innleiða áætlun um forvarnir og viðbrögð vegna ofbeldis gegn starfsfólki hjá Reykjavíkurborg“. Hver er tenging svona stefnu við stefnu borgarinnar í eineltis- og ofbeldismálum? Fulltrúa Flokks fólksins finnst vanta að fleiri hópar séu tilgreindir, t.d. kjörnir fulltrúar sem eru í sérlega erfiðri stöðu. Ef minnihlutafulltrúar verða fyrir ofbeldi eða áreitni af hálfu starfsmanna eða annarra kjörinna fulltrúa á meðan þeir sinna sínu hlutverk sem er m.a. veita aðhald og hafa eftirlit með rekstri sveitarfélags, hafa þeir í engin hús að venda enda ekki stéttarfélögum fyrir að fara, eðli málsins samkvæmt. Á minnihlutafulltrúum getur meirihlutinn „lamið“ sé hann þannig innrættur fyrir það eitt að gagnrýna t.d. forgangsröðun ráðstöfunar fjármuna. Líki meirihlutanum ekki málflutningur minnihlutafulltrúa getur hann í krafti valds síns sakað hann um að vera með óhróður og dónaskap og beitt hann viðurlögum, lesið yfir honum. Minnihlutafulltrúi getur ekki komið við vörnum enda hefur hann ekki dagskrárvaldið. Og hvað með bs.-fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu borgarinnar? Alvarleg mál hafa komið upp hjá nokkrum þeirra sem ekki hefur tekist að leysa. Ekki á að skilja neinn útundan eða setja stefnu til þess eins að negla einhvern einn hóp.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarráðs að bjóða 200 sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga í Reykjavík í 4-6 vikur en í ár auglýsir Reykjavíkurborg 1040 sumarstörf og eru einungis 40 stöðugildi þar sérstaklega ætluð 17 ára einstaklingum:

Fulltrúi Flokks fólksins styður þetta heilshugar. Hér er fjármagni vel varið. Hugsanlega þarf að vinna mun meira í atvinnumálum ungmenna og slíka atvinnu á ekki að líta á sem útgjöld heldur má búast við því að tækifæri til vinnu fyrir þennan hóp skili hagnaði á marga og ólíka vegu. Ákveða þarf verkefnin sem þörf er á að vinna og skipuleggja þau í samráði við þá sem málið varðar,

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefni um íbúagáttir:

Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar enn og aftur að hann er fylgjandi öllum þeim lausnum sem stuðla að betri þjónustu við borgarbúa hvort sem það eru stafrænar lausnir eða aðrar. Fulltrúinn leggur hins vegar mikla áherslu á að skilvirkni og gott verklag ráði för þegar um þjónustu umbætur er að ræða. Eins og flestum ætti að vera ljóst hefur Fulltrúi Flokks fólksins ítrekað bent á að bæði skilvirkni og góðu verklagi sé í meira lagi ábótavant hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Því til sönnunar eru allar þær tafir og flækjur sem sviðið hefur lengi verið fast í um innleiðingu mikilvægra lausna. Má þar nefna nýja skjalastjórnunarkerfið Hlöðuna og nýjan vef Reykjavíkurborgar sem enn er hálfklárað verk. Nú er sviðið að sækja um heimild til þess að hefja enn frekari uppgötvunar, þróunar og tilraunaferla vegna smíði á nýrri íbúagátt og styrkja umsóknarkerfi sem á að samþætta nýja Reykjavíkurvefnum og Hlöðunni. Enn og aftur er hin flókna og tímafreka leið uppgötvunar, tilrauna og þróunar notuð til þess að finna upp lausn sem alveg örugglega er til og í notkun annars staðar. Þessar lausnir sem taldar eru upp eru ekki þess eðlis að þær séu hvergi annars staðar að finna.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd fjármála- og áhættustýringarsviðs, að hefja verkefnið miðlægt atvikaskráningarkerfi fyrir Reykjavíkurborg:

Fulltrúi Flokks fólksins er enn og aftur hissa á því hvað Reykjavíkurborg er í raun langt á eftir í stafrænni umbreytingu, þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs um hið gagnstæða. Atvikaskráningakerfi er að finna hér út um allt í þjóðfélaginu hvort sem um er að ræða hjá opinberum aðilum eða einkafyrirtækjum eins og tryggingafélögum og fleirum. Innleiðing slíks kerfis ætti því að vera nokkuð vel skjalað og reynt ferli sem ætti ekki að þurfa að fara með í gegnum langa og erfiða uppgötvunar-, tilrauna og þróunarferla þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Það er því von fulltrúa Flokks fólksins að þessi innleiðing gangi hratt og vel fyrir sig og að reynt verði að halda kostnaði innan tilgreindra marka.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, að hefja verkefnið lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins finnst skrítið að þurfa alltaf að vera að benda á sömu hlutina hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Fyrst var það gróðurhúsið sem kynnt var á opinberum vettvangi þannig að það sem kæmi út úr því skipti í raun beinlínis engu máli heldur bara það að mest um vert var að fara í gegnum eitthvað óskilgreint ferli og fá einhverjar ævintýralega upplifun. Eins og kemur fram í forsögu í meðfylgjandi minnisblaði þessa máls, var stofnaður starfshópur 29. október, 2020 sem hefur verið að rannsaka málefni tengd lýðræðisþátttöku þvert á borgina og var helsta verkefni hópsins að skapa heildræna þjónustu, upplifun og fleira. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að í mörg ár hefur „Hverfið mitt“ verið vettvangur fyrir hluta þess sem hér um ræðir. Íbúakosningar hafa farið þarna fram með ágætum árangri hingað til. Hér er hins vegar um að ræða tímafreka og kostnaðarsama uppfærslu á þjónustu sem nú þegar er til í smærri mynd. Þetta er dæmi um verkefni/uppfærslu sem hefði mátt bíða og annað mikilvægar sett framar í forgangsröðina.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd íþrótta- og tómstundasviðs, að hefja verkefni um sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í sölu á aðgangskortum:

Fulltrúi Flokks fólksins er sammála öllum þeim aðgerðum sem auka sjálfvirkni og spara tíma. Bent er þó á að það verður að gera ráð fyrir möguleikum fyrir fólk og eldra fólk sem vegna fötlunar eða aldurs gætu átt í erfiðleikum með að tileinka sér nýjar afgreiðsluleiðir. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að hugsað sé til allra þjóðfélagshópa hvað þetta varðar. Enn og aftur ítrekar fulltrúi Flokks fólksins að leitað verði lausna sem nú þegar eru til og í notkun annars staðar og ekki verði eytt miklum tíma í uppgötvanir og tilraunir á lausnum sem til eru og virka.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja gerð og innleiðingu þjónustugáttar til að stuðla að skilvirkni í rekstrarþjónustu:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst undarlegt að verið sé að sækja um nýtt verkbeiðnakerfi þegar litið er til þess að nýtt verkbeiðnakerfi er nú þegar í notkun innan sviðsins. Það hlýtur að vera einfaldara að nota sama verkbeiðnakerfi innan eininga þjónustu- og nýsköpunarsviðs og víðar innan borgarkerfisins. Erfitt er að skilja af hverju þarf að fara út í enn meiri kostnað með tilheyrandi flækjustigi þegar nýtt verkbeiðnakerfi er nú þegar til staðar sem hlýtur að vera hægt að aðlaga fleiri verkefnum og gera aðgengilegt í þjónustugátt á innri vef borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að hugsa hefði átt hlutina í stærra samhengi fyrir rúmu ári síðan þegar nýtt verkbeiðnakerfi var keypt fyrir tölvudeild sviðsins. Það hlýtur að vera mikil hagræðing fólgin í því að reyna að hafa eitt samræmt verkbeiðnakerfi á alla borgina í stað þess að vera með hin og þessi kerfi út um allt. Það sama á við um hússtjórnarkerfið sem og öll aðgangsmál stjórnsýsluhúsa og víðar í framhaldi af því. Starfsmenn ættu að geta notað sama aðgangskortið hvar sem þeir eru staðsettir í borginni með miðlægri aðgangsstýringu.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefnið umhverfisstjórnun stjórnsýsluhúsa:

Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að efla eigi innanhúss umhverfisgæði og auka þannig vellíðan starfsfólks. Þarna eru talin upp allskyns mælitæki og tól sem eiga að hlúa að lífsgæðum og vellíðan starfsfólks stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar. En hvað með alla aðra starfsstaði borgarinnar? Hvað með leikskóla og grunnskóla sem sumir hverjir eru það illa haldnir af myglu að búið er að rýma þúsundir fermetra af vinnusvæði barna í skólum sem hafa mælst beinlínis hættulegir heilsu þeirra? Eiga öll þessi mælitæki og tól ekki mun meira erindi þangað sem raunveruleg þörf er fyrir þau? Hér er forgangsröðunin gagnrýnd. Það er sérkennilegt að lesa þessa ósk þjónustu- og nýsköpunarsviðs til dýrra mælitækja og tóla til þess að efla enn betur þann aðstöðumun og forréttindi sem starfsfólk stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar njóta nú þegar umfram alla aðra starfsstaði og skóla borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins vill þess vegna koma því á framfæri að óskað verði eftir sömu gæðum í öðrum vinnurýmum og skólum Reykjavíkurborgar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja undirbúning á innkaupum þróunar viðmótseininga á vefsvæði Reykjavíkurborgar m.a. vegna birtingar nýrra efnisflokka á forsíðunni:

Hér er beðið um heimild til að hefja verkefni um þróun viðmótseininga til að birta fjölbreytt efni á vefsvæðinu reykjavik.is. Nýr vefur er nýlega farið í loftið og ótal margt þar er ekki í lagi. Hann virðist hálfkláraður og enn er verið að vísa notendum á gamla vefinn þegar sá nýi virkar ekki. Nú kemur í ljós að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir miklu magni upplýsinga eða annars efnis vegna þess hversu notendaupplifunin átti að vera einföld og góð. Einnig kom í ljós að annar vefur er til sem hýsir allt það sem skiptir máli og ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir því í hönnun nýja vefsins. Síðan kom í ljós að nýtt hönnunarkerfi „Hanna“ ræður ekki við það sem þarf að gera til þess að koma þeim upplýsingum á vefinn sem þurfa að vera þar. Nú þarf því að fá meira fjármagn til þess að þróa áfram hönnunarkerfið Hönnu svo hægt sé að halda áfram að þróa nýja vefinn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur leitað álits sérfræðinga í þessum málum til að átta sig betur á þeim og í framhaldi reynt að opna augu og eyru meirihlutans í þeirri von að gagnrýnni hugsun sé beitt þegar þessi stafrænu mál þjónustu- og nýsköpunarsviðs eru til umræðu.

 

Bókun Flokks fólksins við drögum almennri eigendastefnu Reykjavíkurborgar:

Innleiðing á nýju vefsvæði reykjavik.is hefur gengið sérlega illa og ekki er fyrirsjáanlegt hvernig málið mun þróast. Sökin er sett á Úkraínu og öryggi aðgerða vegna stríðsins. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki alveg viss um að þetta sé rétt. Vefurinn lítur ágætlega út en það nær skammt ef hann er ekki þjáll. Í raun má segja að innleiðing þessa vefjar sé hálfklárað verk. „Mínar síður“ og Rafræn Reykjavík eru enn að því er virðist ónothæfar og leit í fundargerðum ber oft á tíðum lítinn árangur. Spurt er hvort það geti verið að innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs  skorti hreinlega þá sérfræðiþekkingu sem þarf til verksins. Minnt er á að fjölmörgum sérfræðingum á þessu sviði var sagt upp og það í miðju COVID. Einnig eru þarna skipurit sem ekki hafa verið uppfærð í langan tíma, þar á meðal skipurit þjónustu- og nýsköpunarsviðs sjálfs sem er með vefinn. Ef borið saman við aðra vefi fær vefur borgarinnar slaka einkunn fyrir margar sakir. Taka má dæmi um foreldra sem eru að setja barn sitt á leikskóla, að þá fá þau enn í hendur nokkrar blaðsíður af innritunar skjölum sem þarf að haka við og handskrifa undir. Ekkert stafrænt er þar á ferð.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um innleiðingu rafrænna undirritana hjá Reykjavíkurborg, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svör. Fulltrúi Flokks fólksins telur að nauðsynlegt sé að fylgjast með því hvernig þjónustu- og nýsköpunarsvið ber sig að með að vinna þau verkefni sem það tekur sér fyrir hendur. Ljóst er að nánast undantekningarlaust er farið með einföldustu verkefni sem sviðinu berast eða það tekur upp á sjálft, í gegnum flókinn og óskilvirkan feril uppgötvana og tilrauna áður en lausn eða vara er loksins innleidd, ef hún nær að klára þann feril á annað borð. Svar sviðsins er einnig skreytt tilvitnunum í stjórnsýslulög og fleiru ásamt því að ýjað er að því að sviðið sé í leit að göllum eða öðru þrátt fyrir að aðrir séu að nota þessa lausn án vandræða. Það er alveg ljóst að þjónustu- og nýsköpunarsvið er að eyða allt of miklum tíma og peningum í það að fara sínar eigin fjallabaksleiðir að markmiðum sem aðrir eru fyrir löngu búnir að ná. Það er kjarni málsins, tímaeyðsla og kostnaður í enn eitt uppgötvunarferlið þegar notast hefði mátt við niðurstöður þróunar og verkferla sem hljóta að hafa orðið til hjá opinberum aðilum við innleiðingu.

 

Bókun Flokks fólksins við  14. lið fundargerðar  skipulags- og samgönguráðs frá 6. apríl 2022:

Nú er svo komið að Strætó bs. þarf að minnka þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dag-, ferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum á fjölda leiða. Gert er ráð fyrir að með breytingunum sparist rúmlega 200 milljónir króna í rekstri en Strætó situr uppi með 454 milljóna króna halla. Tap síðustu tveggja ára nálgast milljarð. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að COVID-faraldurinn hafi leikið rekstur Strætó grátt og tekjur hafi minnkað um allt að 1,5 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Ekki er ein báran stök. Í miðju COVID eru teknar fjárfrekar ákvarðanir, fjárfest í nýju greiðslukerfi og fjölgað í flotanum með þeim afleiðingum að draga þarf úr þjónustunni. Það er margt skrýtið í rekstri Strætó bs. sem er byggðasamlag nokkurra sveitarfélaga og á Reykjavík stærsta hluta þess. Reksturinn er óvenjulegur því fátítt er að bæði stjórn og skipulagning þjónustunnar ásamt akstri vagna sé á sömu opinberu hendinni. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu sem VSB verkfræðistofa vann fyrir Strætó. Strætó sinnir báðum þessum hlutverkum í dag án nokkurra skila á milli mismunandi þátta rekstrarins, en fyrirtækið útvistar þó um helmingi af öllum akstri sínum til annarra.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Loftkastalamáli:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að setja sig inn í þetta sérkennilega mál, Loftkastalamálið og hefur lagt fram allmargar fyrirspurnir um það. Fátt er um svör og ljóst er af skeytum til borgarfulltrúa að stórfelldur vandræðagangur ríkir í þessu máli hjá skipulagsyfirvöldum og er því þessi fyrirspurn lögð fyrir borgarráð.  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að spyrja núna af hverju fékk Reykjavík ekki óháðan aðila til mælinga, heldur var aðeins fyrirtækið Verkís spurt hvort þeir hefðu gert eitthvað vitlaust?  Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst stenst svar þeirra tæplega skoðun. Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar allar fyrirspurnir og skorar á borgaryfirvöld að ræða við hagaðila með það að markmiði að leysa málið. Þetta mál er svo viðamikið og flókið að réttast væri að innri endurskoðun tæki á því snúning MSS22040101

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn kostnað vegna fagaðstoðar til að leysa eineltismál hjá Strætó:

Nú er svo illa komið fyrir Strætó að minnka þarf þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins til að ná endum saman, en gert er ráð fyrir að spara þurfi um 275 milljónir króna á árinu 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dagferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum fjölda leiða. Fulltrúi Flokks fólksins hefur upplýsingar um að háar fjárhæðir hafa farið í að ráða sálfræðinga og fyrirtæki til að reyna að leysa eineltismál og önnur samskiptamál hjá Strætó en ekki haft árangur sem erfiði. Óskað er upplýsinga um þá fjárhæð sem farið hefur í að greiða utanaðkomandi fagfólki vegna þessara mála. Til hverra hafa greiðslur farið og hverjar eru upphæðirnar? Einnig er óskað upplýsinga um lögfræðikostnað Strætó bs. sem tengist málum af þessu tagi. MSS22040102

Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um sértækar aðgerðir vegna hækkandi verðbólgu:

Verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Þessa verðbólgu má að mestu leiti rekja til framboðsskorts á húsnæði. Þetta hefur leitt til þess að nýlega hækkuðu stýrivextir  úr 2 í 2,75%. Þetta þýðir að róður ákveðinna hópa mun þyngjast verulega. Að óbreyttu munu mánaðarlegar afborganir hækka um tugi þúsunda hjá þeim sem nýlega eru komnir á fasteignamarkaðinn. Námsmenn og láglaunafólk mun lenda í vanda sérstaklega þeir sem tekið hafa  óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Undanfarin ár hefur sárvantað aukið framboð á hagkvæmu húsnæði í Reykjavík og ekki er útlit fyrir breytingar á næstunni ef þessi borgarmeirihluti heldur áfram. Verðbólgan bitnar ávallt verst á þeim sem hafa minnst milli handanna. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort og hvernig Reykjavíkurborg ætlar að bregðast við þessu? Ætlar Reykjavíkurborg að samþykkja að grípa til einhverra sértækra aðgerða til að hjálpa þeim sem berjast í bökkum að halda húsnæði sínu til að þrauka þangað til að aðstæður skána? Ætlar Reykjavíkurborg að samþykkja að auka fjárheimildir til að auka stuðning við þá sem eru á leigumarkaði en þar er fólk að greiða allt að fjórðung tekna sinna í leigu? Mun Reykjavíkurborg samþykkja að skoða hvort ákveða þurfi sértækar aðgerðir til að hlaupa undir bagga með barnafjölskyldum sem eru með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði (þ.e. 5.307.888 kr. á ári) t.d. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og gjaldfrjálsu frístundaheimili? MSS22040103

 

 

Borgarráð 7. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á samstarfssamningi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkur:

Það er alltaf flókið mál þegar tvö svo stór svið eru að reyna að finna hentugan samstarfsgrundvöll og gott að hafa formlegan samning. Þetta er flókinn samningur, ekki aðeins vegna verkaskiptingar heldur einnig hvernig skipta á fjármagni í samræmi við verkefnaskiptingu. Lang hagkvæmast væri ef þessi tvö svið sameinuðust enda skarast verkefni þeirra mikið. Það er t.d. mjög sérstakt að ábyrgðin á skólasálfræðingur er á forræði velferðarsviðs en ekki skóla- og frístundasviðs. Þessi svið hafa lengst af ekki unnið mikið saman en eru engu að síður að vasast í sömu málum með sömu einstaklingana, foreldra og nemendur með tilheyrandi flækjustigi. Stærsti vandinn er biðlistinn en málum hefur fjölgað og það þarf að fjölga fagaðilum um all nokkra til að anna þessu og til að eiga þess einhvern tímann kost að sjá þennan biðlista hverfa.

 

Bókun Flokks fólksins við  tillögu fulltrúa Flokks fólksins um könnun á áhrifum COVID-19 faraldursins á líðan fólks yfir sjötugu í Reykjavík, sbr. 7. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 6 apríl 2022:

Tillagan er lögð fram vegna þess að fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur hvernig fólk um og yfir 70 ára er að koman undan Covid. Flestir eru sem betur fer að koma heilir út úr þessum erfiðu aðstæðum þar sem margir voru innilokaðir í allt að tvö ár vegna smithættu. Í svari/umsögn er sagt frá Lýðheilsustefnu Reykjavíkur til ársins 2030 og aðgerðaráætlun. Þessi stefna róar fulltrúa Flokks fólksins ekki mikið. Stefna er stefna, orð á blaði. Annar hlutur er síðan framkvæmd stefnunnar. Fulltrúi Flokks fólksins er að hugsa um stöðuna NÚNA. Vitað er að faraldurinn hefur haft áhrif á alla aldurshópa en vísbendingar eru um að hann hafi lagst þungt á sumt eldra fólk. Tillögur Flokks fólksins um sálfélagslega aðstoð hafa verið felldar. Minnt er á að ekki allir eiga ættingja sem eru til staðar. Þessi hópur er einnig sennilega sá sem minnst er tæknivæddur og ekki allir nota þá velferðartækni sem er þó í boði. Kanna þarf með þennan hóp núna en ekki bíða eftir að aðgerðarplan Lýðræðisstefnu komi í virkni. Rétt er að velferðarsvið ber ábyrgð á vinnunni í samstarfi við önnur svið en er til nægt fjármagn til að vinna þessa vinnu með metnaðarfullum hætti?

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 6. apríl 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við niðurstöðum þjónustukönnunar meðal notenda i heimaþjónustu, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Sú breyting sem er í nýjum reglum Reykjavíkurborgar um stuðningsþjónustu þar sem lögð er meiri áhersla  á félagslegan stuðning er  góð. Fram kemur í  3. gr. að félagslegur stuðningur sé veittur þeim sem hefðu þörf fyrir stuðning og felst hann m.a. í samveru með umsækjanda, markvissum stuðningi, hvatningu og örvun. Marmikið er að rjúfa félagslega einangrun og stuðningurinn hafi það markmið að styðja og hvetja notanda til félagslegrar þátttöku svo sem í félagsstarfi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvernig framkvæmdin verður, hefur verð sett í þetta nægt fjármagn? Einnig er bent á að fólkið sjálft er  kannski ekki að leita eftir meiri stuðning. Það eru margir á þessum aldri sem vilja ekki láta hafa mikið fyrir sér, vilja ekki gera neinar kröfur og láta sig frekar hafa einmanaleika. Finna þarf leiðir til að finna þetta fólk og koma til þeirra með tilboð um félagsskap og sálfélagslega aðstoð eftir atvikum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 6. apríl 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um afhendingu matar, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvernig afhendingafyrirkomulagi matar sé núna háttað og hvort  það hafi breyst hjá öllum eða aðeins þeim sem kvörtuðu? Spurt er einnig um fjölda kvartana vegna fyrirkomulags á afhendingu matar árið 2021 og það sem af er 2022. Ljóst er á svari að verið er að vanda sig meira en áður. Reynt er að fylgja því eftir sem þjónustuþeginn óskar eftir. Fjöldi kvartana vegna fyrirkomulags á afhendingu matar á árinu 2021 voru alls fjórar talsins. Í janúar 2022 var ein kvörtun skráð og í febrúar 2022 ein kvörtun. Skoða þarf þessi mál aftur nú þegar Covid er búið enda riðlaðist skipulag mikið á þeim tíma þar sem fólk óskað í miklum mæli eftir að matur væri skilinn eftir fyrir utan vegna ótta á smiti. Fulltrúi Flokks fólksins vill um fram allt að afhending sé nákvæmlega eins og óskað er eftir og ef það gengur ekki eftir skal strax athugað hvað veldur. Aldrað fólk er sumt hvert farið að heyra illa og heyrir kannski ekki í bjöllunni, getur verið sofandi, man ekki að gá að matnum o.s.frv. Ef ekki næst í viðkomandi þarf að láta fjölskylduaðila vita.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 6. apríl 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fjölda tilkynninga til Barnaverndar vegna skólasóknar, sbr. 16. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Flokkur fólksins spurði um fjölda tilkynninga til Barnaverndar vegna skólasóknar eða sem tengjast skólaforðunarmálum. Fjöldi tilkynninga vegna vanrækslu varðandi nám eins og það er orðað var 2019 67 en er árið 2021 46 talsins. Fjöldi tilkynninga vegna erfiðleika með skólasókn, skólasókn áfátt var árið 2019 77 og 2021 72. Segir í svari að hér sé um lítið hlutfall sem er tilkynnt eða 0,9% vegna vanrækslu og 1,5% vegna skólaforðunar. Hér getur Covid vissulega verið að spila inn í. En gera má ráð fyrir að við séum aðeins að sjá ákveðinn topp á ísjaka. Bæði er allur gangur á hvort samræmi sé í hvenær tilkynna skuli mál, kannski einnig hvaða mælikvarðar skóla nota, talningu og/eða huglægt mat nema hvorutveggja sé enda eru aðstæður í fjölskyldum mismunandi. Því er ljóst að skólavandi og skólaforðun tengist líka málum sem falla undir aðra flokka. Niðurstaðan er kannski sú að fulltrúi Flokks fólksins vill sjá, ef óvissa ríkir hvort eigi að tilkynna, að það sé frekar gert en ekki. Málið er þá einfaldlega skoðað og ef í ljós kemur að ekki er ástæðan til áhyggna þá er það gott en einnig er líklegt að „tilkynning“ myndi leiða til aukinnar aðstoðar við barn og fjölskyldu þess sem leiða mun til góðs.

 

Bókun Flokks fólksins við  svari sviðsstjóra, dags. 6. apríl 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda heimilislausra árið 2022, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2022:

Spurt var um fjölda heimilislausra í Reykjavík nú eftir Covid. Í svari kemur fram að í desember 2021 var 301 einstaklingur heimilislaus, 214 karlar (71%) og 87 konur (29%). Um 89% hópsins er með íslenskt ríkisfang og 11% með erlent ríkisfang. Flestir eru á aldrinum 30-41 árs eða 87 (29%). Ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar. Þetta eru sláandi tölur. Það er talað um að verið sé að endurskoða fyrirliggjandi aðgerðaráætlun en spurning er af hverju hefur ekki meira verið gert í málefnum heimilislausra í Reykjavík í gegnum árin? Hvernig ætlar borgin að koma til móts við þennan hóp til lengri tíma? Of mikið hefur verið að skyndilausnum í gegnum árin. Þetta er einni manneskju of mikið sem ekki á heimili og í raun ótrúlega stór hópur ef horft er á borg eins og Reykjavík sem ætti að geta veitt öllum þeim sem ekki geta bjargað sér sjálfir þak yfir höfuðið.  Það má  gera ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað eftir Covid faraldurinn. En eins og stendur er ekkert vitið um það.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Meirihlutinn hefur sett málefni fólks í heimilisleysi og með miklar þjónustuþarfir á oddinn á kjörtímabilinu. Unnin var ítarleg stefna ásamt aðgerðaráætlun auk þess sem unnið hefur verið markvisst að því að auka stuðning og fjölga úrræðum í málaflokknum. Fjöldi nýrra úrræða hafa opnað auk fjölgun íbúða innan „Húsnæðið fyrst“, VoR-teymið hefur verið eflt og aukið fé sett inn í rekstur Konukots og neyslurýmið Ylja hefur opnað svo dæmi séu tekin. Neyðarrýmum og íbúðum hefur fjölgað um 49 frá lokum árs 2019. Samkvæmt stöðumati frá desember 2021 kemur fram að um 85% hópsins dvelji í úrræðum á vegum velferðarviðs, þar af rúmlega helmingur í langtímaúrræðum auk þess sem um 40% hópsins fær stuðning frá Vettvangs-og ráðgjafarteymi. Stefnan er að fjölga þeim sem fá úthlutað húsnæði til lengri tíma og minnka samhliða þörfina á neyðargistingu. Heimilislausum hefur fækkað frá árinu 2017. Stýrihópur um endurskoðun aðgerðaráætlunar í málaflokknum er að störfum sem mun koma með tillögur að nýjum eða breyttum aðgerðum ásamt forgangsröðun og kostnaðarmati. Lögð skal sérstök áhersla á stöðu kvenna í heimilisleysi. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til að tryggja öllum þak yfir höfuðið í Reykjavik. Dylgjum um skammtímasýn og aðgerðarleysi í málaflokknum er með öllu vísað á bug.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins  tekur undir að mikilvægt er að halda ótrauð áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til að tryggja öllum þak yfir höfuðið í Reykjavik. Fulltrúi Flokks fólksins hefur staðið þétt að baki meirihlutanum bæði í ræðu og riti í öllum úrræðum fyrir heimilislaust fólk t.d. Smáhýsaverkefnið

 

Bókun Flokks fólksins við  svari  sviðsstjóra, dags. 6. apríl 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um mál Flokks fólksins sem lögð hafa verið fram í velferðarráði á kjörtímabilinu, sbr. 14. lið fundargerðar velferðarráðs frá 2. mars 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins var að spyrja um viðbrögð velferðarráðs við verðbólgunni sem hefur rokið upp og hvernig sviðið hyggst bregðast við t.d. með sértækum aðgerðum. Í svari kemur fram það sem búast mátti við að heyra að allt byggist á fjármagni. Flokkur fólksins mælir með sértækum aðgerðum til að tryggja að þeir sem eru verst settir fái örugglega aðstoðina en ekki þeir sem eru e.t.v. efnaðir. Með sértækum aðgerðum fyrir þá verst settu verður jöfnuður helst aukinn. Velferðarráð/svið getur vissulega beitt sér af krafti fyrir að fá aukna fjárheimildir til að hjálpa viðkvæmum hópum í ljósi þess hve verðbólga hefur hækkað skart. Horfa þarf til þeirra sem eru með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði. Sú fjárveiting sem sviðið er með nú dugar engan veginn enda hafa það margir skítt í Reykjavík. Gulltryggja þarf að börn fái að borða þótt foreldrar geti ekki greitt fyrir skólamáltíðir og víkja ætti frá því að senda vanskilareikninga til lögfræðinga. Fulltrúi Flokks fólksins mun senda þessar fyrirspurnir til borgarráðs í von um aukna fjárheimildir til sviðsins á næsta kjörtímabili.  Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður lagt fram tillögur að aðgerðum í tengslum við húsnæðismál, gjaldfrjálsar máltíðir, gjaldfrjáls frístundaheimili og kostnað við framfærslu, svo helstu þættir séu ávarpaðir.

 

Bókun Flokks fólksins við drögum að stefnu velferðarsviðs um velferðartækni 2022-2026:

Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni er ætlað veigamikið hlutverk, s.s. stuðla að þátttöku og valdeflingu notenda við að viðhalda eða auka eigin heilbrigði og lífsgæði; stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum, styðja við samþætta þjónustu með þarfir notenda að leiðarljósi svo fátt sé nefnt. Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar allt það sem gert er til þess að auka þjónustu við eldri borgara og aðra þjónustuþega í Reykjavík en vill að það sé gert með eins markvissum hætti og hægt er. Það væru mikil vonbrigði ef fyrirhugaðar uppfærslur á þjónustu til þessa hóps, myndu daga uppi í enn einum tilraunafasanum án þess að raunhæfar lausnir komi fram sem fyrst. Það er einlæg von fulltrúa Flokks fólksins að nú verði gengið rösklega til verka og leitað verði til fagaðila á einkamarkaði til þess að koma með tilbúnar lausnir í þau verkefni sem lýst er. Það getur bara ekki verið að þau verkefni sem talað er um séu það einstök eða sérstök í Reykjavík að finna þurfi upp alveg sér lausnir sem hvergi finnast annarsstaðar t.d. í öðrum sveitarfélögum.

 

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir fundi með heilbrigðisráðuneytinu vegna sólarhringsþjónustu við sjúklinga með mjög miklar hjúkrunarþarfir og eru í öndunarvél, s.s. MND, MS og Parkinson sjúklinga. Velferðarráð telur mikilvægt að komið verði upp sérhæfðu teymi starfsmanna sem heyri undir Landspítala háskólasjúkrahús eða að samið verði við hjúkrunarheimili að hýsa slíkt teymi. Teymið starfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið en gera má ráð fyrir að um 3-5 einstaklingar þurfi að fá sólarhringsþjónustu frá teyminu að jafnaði. Teymið hefði bakland í MND teymi Landspítalans enda mikil og góð tengsl milli þessara skjólstæðinga og MND teymis. Teymið hefði teymisstjóra sem heldur utan um alla mönnun og má reikna með að teymið verði mjög sveigjanlegt eftir fjölda verkefna hverju sinni. Fjármögnun á slíku teymi kæmi annars vegar frá Sjúkratryggingum Íslands sem greiddu laun heilbrigðisstarfsmanns á þrískiptum vöktum (24/7) fyrir hvern skjólstæðing auk fjármagns frá sveitarfélögum sem greiði ígildi beingreiðslusamnings eða allt að 250 klukkustundir á mánuði. Auk þess kæmi þjónusta frá heimahjúkrun.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um tillögu um að brugðist verði við breyttum lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram 7. nóv. 2019 tillögu um að brugðist verði við breyttum lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar. Málinu var frestað og er enn óafgreitt. Óskað er eftir að málið verði afgreitt formlega hið fyrsta. Einnig er óafgreitt mál sem lagt var fram í mars sl. um leigubílanotkun starfsmanna velferðarsviðs árin 2020 og 2021. Óskað er eftir að málið komi á dagskrá fyrir lok kjörtímabilsins og verði afgreitt.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvaða velferðartæknilausnir eru tilbúnar og virka?

Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni er ætlað veigamikið hlutverk, s.s. stuðla að þátttöku og valdeflingu notenda við að viðhalda eða auka eigin heilbrigði og lífsgæði; stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum, styðja við samþætta þjónustu með þarfir notenda að leiðarljósi svo fátt sé nefnt. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir svari við eftirfarandi spurningum:

Hvað eru stafrænar lausnir velferðartækni margar, óskað er eftir stuttri lýsingu?

Hvað af stafrænum  lausnum velferðartækni er komnar í fulla virkni?

Hvaða lausnir eru komnar í  virkni að hluta til?

Hvað af lausnum eru enn í uppgötvunar- þróunar- og tilraunafasa hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði?

 

 

Velferðarráð 6. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi

Hér er um að ræða breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur.
Allmargar athugasemdir eru við deiliskipulagstillöguna. Eftir því sem sýnist er tekið vel í þær flestar. Svo virðist sem skipulagsyfirvöld hafi ekki samband við þá sem senda inn athugasemdir eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst alla vega næst. Þeir sem það gera geta því aðeins vonað að tekið verði tillit til þeirra. Fyrir lesanda gagna er ekki gott að átta sig á hvað af þessum athugasemdum og frá hverjum hafa verið teknar til greina. Það væri gott ef þetta væri sett skýrar fram í gögnum með málinu.

 

Bókun Flokks fólksins við umsókn vegna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún:

Um er að ræða lóðina Borgartún 34-36. Fækka á íbúðum um tvær. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort ráðlagt sé að setja svo margar íbúðir í eitt hús. Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík nema kannski má finna eitt dæmi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingarstefna meirihlutans ganga ansi langt hér og óttast þrengsl og umferðarvandamál.

 

Bókun Flokks fólksins við bókun fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, um umferð stærri ökutækja í miðborginni:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að samráð vegna endurskoðunar á akstursfyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor. Einnig að tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð og íbúasamtök hafi aðkomu að samráðinu. Umferð stórra bíla í miðborginni þarf að vera í lágmarki að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 25. mars 2022, um erindi Foreldrafélags Breiðagerðisskóla um kröfu um aukið umferðaröryggi við Breiðagerðisskóla:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir erindi Foreldrafélags Breiðagerðisskóla og bréf Íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um að auka umferðaöryggi við Breiðagerðisskóla. Hraðahindranir eru oftast besta leiðin til að draga úr umferðarhraða. Alls staðar þar sem börn eru þarf að tryggja umferðaröryggi með öllum ráðum.

 

Bókun Flokks fólksins við Leiðarkerfisbreytingar strætó, kynning:

Nú er svo komið að Strætó bs. þarf að minnka þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dagferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum á fjölda leiða. Gert er ráð fyrir að með breytingunum sparist rúm¬lega 200 milljónir króna í rekstri en Strætó situr uppi með 454 milljóna króna halla. Tap síðustu tveggja ára nálgast milljarð. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að Covid-faraldurinn hafi leikið rekstur Strætó grátt og tekjur hafi minnkað um allt að 1,5 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Ekki er ein báran stök. Í miðju Covid eru teknar fjárfrekar ákvarðanir, fjárfest í nýju greiðslukerfi og fjölgað í flotanum með þeim afleiðingum að draga þarf úr þjónustunni. Það er margt skrýtið í rekstri Strætó bs. sem er byggðasamlag nokkurra sveitarfélaga og á Reykjavík stærsta hluta þess. Reksturinn er óvenjulegur því fátítt er að bæði stjórn og skipulagning þjónustunnar ásamt akstri vagna sé á sömu opinberu hendinni. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu sem VSB verkfræðistofa vann fyrir Strætó. Strætó sinnir báðum þessum hlutverkum í dag án nokkurra skila á milli mismunandi þátta rekstrarins, en fyrirtækið útvistar þó um helmingi af öllum akstri sínum til annarra.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um bætta þverun yfir Geirsgötu, umsögn:

illaga Flokks fólksins að þverun verði bætt frá Edition hótel og yfir Geirsgötuna vegna mikillar umferðar hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að yfir Geirsgötu eru nú þrjár ljósastýrðar gönguþveranir í nágrenni Kolaportsins. Ein gönguþverun er við gatnamót Geirsgötu og Kalkofnsvegar, önnur gönguþverun er við gatnamót Geirsgötu og Reykjastrætis og þriðja gönguþverunin er til móts við Hafnarhúsið /Naustin. Segir í svari að á næstu vikum er gert ráð fyrir að ein ljósastýrð gönguþverun bætist jafnframt við á gatnamótum Steinbryggju, Bryggjugötu og Geirsgötu. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að þetta dugi til að tryggja öryggi vegfarenda.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu fyrirspurna  áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hraðahindranir, umsögn:

Hér er verið að svara meira en ársgamalli fyrirspurn. Ef horft er á hraðahindranir í Reykjavík þá eru þær alls konar, en samt er farið eftir norskum leiðbeiningum. Í íbúðagötum og nálægt skólum þarf að gæta alls umferðaröryggis. Þar eiga tafir rétt á sér enda öryggi barna númer eitt. Á stofnbrautum ætti að gera allt til að valda ekki óþarfa töfum. Ljósastýringar sem virka vel vantar víða. Óþarfa þrengingar mætti sleppa eins og á Grensásvegi og Háaleitisbraut. Af svari að dæma má sjá vandræðagang og er margt óljóst og loðið. Það er eins og borgin hafi engan heildstæða stefnu í hraðahindrunum. Það eru koddar, þrengingar, miðeyja, bungur, upphækkanir…

Í svari má víða sjá að hitt og þetta liggur ekki fyrir eða er óákveðið:„Skrifstofan vinnur nú að tillögu að umferðaröryggis aðgerðum ársins en fjöldi og staðsetning þeirra aðgerða liggur ekki fyrir að svo stöddu“. „Tillögur að umferðaröryggis aðgerðum ársins 2022 liggja ekki fyrir og ekki er búið að ákveða endanlega hvaða lausnir eða gerð hraðahindrana verður notast við“ og „Ekki liggur fyrir hversu stór hluti fyrirhugaðra umferðaröryggis aðgerða mun snúa að hraðahindrunum“. Sem sagt margt sem ekki liggur fyrir. Hvað með hraðamyndavélar sem valkost?

 

Bókun Flokks fólksins við svari og afgreiðslu fyrirspurna áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um álit umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum, umsögn -:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum? Svar/umsögn hefur borist og er lögð fram á fundi ráðsins 6.4. Það er ánægjulegt að verklag sé nú í samræmi við lög en eftir sem áður er það miður að borgin hafi ekki verið með framkvæmdina á hreinu og að það hafi þurft aðkomu Umboðsmanns Alþingis til að leiðrétta augljóst óréttlæti.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um bílastæði við Brávallagötu, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir rökum skipulagsyfirvalda um að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði án samráðs við íbúa. Framkvæmdir hófust án nokkurs samráðs eða samtals við íbúa. Rök eru fyrir þessum framkvæmdum en þau koma sumum illa svo sem eins og gengur.Í þessu tilfelli hefði átt að ræða við íbúa götunnar í stað þess að hefja verk án nokkurs samráðs. Fólk sem þarna býr þarf að leggja bílum sínum einhvers staðar og þarna eru mikil þrengsli. Þessi aðgerð sýnir alls enga lipurð. Þarna býr fólk með mismunandi efnahag og það er vitað að rafbílar eru enn í dýrari kantinum og ekki á færi allra að eignast. Í framtíðinni verða rafmagnsbílar eflaust algengir og kostur fyrir efnalítið fólk og þá má að aðlaga bílastæði að þeim veruleika að fullum krafti. Engu að síður er það kurteisi að tala við íbúa um mál af þessu tagi áður en ráðist er í framkvæmdir.

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um yfirlit fyrirspurna og tillaga á kjörtímabilinu

Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 23. mars sl.:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir yfirlit yfir öll mál, tillögur og fyrirspurnir sem Flokkur fólksins hefur lagt fram í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu. Gott er að fá upplýsingar um hvað ef þessum málum eru afgreidd og þá hvenær og hvað mörg mála eru enn í ferli eða frestun.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um viðgerð á göngustíg, Mál nr. US220088:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í viðgerð á göngustíg sem liggur í gegnum Fellin frá Rjúpufelli að Yrsufelli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingar um að þarna þarf viðhald og almenna hreinsun. Reynt hefur verið að vekja athygli borgarinnar á þessu en ekki tekist. Um er að ræða stíg sem liggur í gegnum eitt þéttbyggðasta svæði í Reykjavík. Það nota mjög margir þennan göngustíg og þarfnast hann viðgerðar og hreinsunar þegar sú tíðin er. Oft hefur verið glerbrot á stígnum, rusl og lauf á haustin. Líklegt þykir að þessi stígur hafi hreinlega gleymst hjá borginni því enginn kemur og sópar hann hvað þá lagfærir hann.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 6. apríl 2022

Borgarstjórn Reykjavíkur 5. apríl 2022
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á eftirliti með skólaforðun

Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að bæta skólasókn. Vísbendingar eru um að hópur þeirra nemenda sem glíma við þennan vanda fari stækkandi.

Árið 2015 tóku grunnskólar Breiðholts í notkun samræmt skólasóknarkerfi (samræmdar viðmiðunarreglur) í 1.-10. bekk til að fylgjast með fjölda mála af þessum toga og vinna markvisst gegn skólaforðun. Í kjölfarið var teymi um skólaforðun sett á laggirnar sem lagði m.a. til að önnur hverfi borgarinnar gerðu slíkt hið sama. Um var að ræða viðmiðunarkerfi sem sýndi „hættumerki“, s.s. „rauð flögg“, þegar skólasókn færi niður fyrir ákveðin skilgreind viðmiðunarmörk. Í kerfinu er ekki gerður greinarmunur á ástæðu fjarveru, vegna leyfa, veikinda eða óleyfilegra fjarvista. Fulltrúi Flokks fólksins telur að tímabært sé að skoða með markvissum hætti hvort og þá hvernig hinar samræmdu viðmiðunarreglur/viðmiðunarkerfið um skólasókn hafi nýst til að fylgjast með fjölda mála er lúta að skólaforðun og til að bæta skólasókn.

Greinargerð
„Sniðganga skóla eða skólaforðun er skilgreind sem meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða unglingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma.“ (Kearney, Albano 2007).

Hugmyndin um samræmdar skólasóknarreglur hefur verið til umræðu í nokkur ár hjá Reykjavíkurborg. Samræmdar skólasóknarreglur eða miðlægt viðmiðunarkerfi hefur nú verið við lýði í fjögur ár. Viðmið um skólasókn og viðmiðunarkerfi er m.a. hugsað í þeim tilgangi að greina á milli ástæðu fjarvista. Þó hafa ekki allir skólar stuðst við kerfið sem ætlað er að vara við því þegar skólasókn fer niður fyrir ákveðin skilgreind mörk. Vel kann að vera að stjórnendum einhverra skóla finnist erfitt að ekki skuli vera gerður greinarmunur á ástæðu fjarveru, s.s. vegna veikinda annars vegar og óleyfilegra fjarvista hins vegar.

Viðmiðunarflokkunum er skipt í þrjú stig eftir alvarleika og til að árétta hlutverk og ábyrgð skóla, foreldra, þjónustumiðstöðva, Barnaverndar Reykjavíkur og annarra stofnana.
Stig 1: Skammvinn skólaforðun
Stig 2: Langvinn, væg skólaforðun
Stig 3: Langvinn alvarleg skólaforðun
Langvinn, alvarleg skólaforðun á við þegar hún hefur staðið yfir lengur en eitt ár og flokkast þá sem stig 3. Þegar á 3. stig er komið er þörf á sértækri íhlutun og nauðsynlegt getur verið að vísa málinu til Barnaverndar.

Þetta á við um nemendur sem hafa ekki svarað þeim inngripum sem hafa verið reynd og vandinn því orðinn langvinnur og alvarlegur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur leitað upplýsinga um hve mörg
tilvik hafa verið tilkynnt til Barnaverndar undanfarin fjögur ár sem tengjast skólasókn nemenda en ekki fengið svar.

Hér er lagt til að kannað verði með markvissum hætti hve margir skólar hafa notað reglurnar og hvernig hafa þær nýst til að kortleggja skólaforðun og bæta skólasókn. Rannsóknirnar sýna að skólaforðun hefst mun fyrr en á unglingastigi og á sér oft rætur í leikskóla. Miklar fjarvistir frá skóla geta verið kvíðavaldandi fyrir börn eða unglinga og haft þau áhrif að sniðgangan ágerist enn frekar þegar þau missa ítrekað úr námi.

Með því að hafa verklagsreglur er hægt að átta sig á eðli og umfangi hegðunar þeirra nemenda sem forðast skólann. Það er þess vegna mikilvægt að ganga úr skugga um hvort þær viðmiðunarreglur sem skólar eru hvattir til að styðjast við hafi skilað árangri. Skólaforðun vaxandi vandamál.

Vísbendingar eru um að skólaforðun sé vaxandi vandamál. Erfitt getur verið að ná tökum á alvarlegustu tilvikunum. Ástæður skólaforðunar eru margvíslegar og geta þessi mál verið flókin.
Skólaforðun kemur til vegna þess að barninu líður illa í skólanum. Það vill ekki fara í skólann og leitar allra leiða til að forðast skólasókn og skólaástundun. Með því að forðast skólann er barn oftast að senda skýr skilaboð þess efnis að það sé eitthvað „í skólanum“ sem veldur því svo mikilli vanlíðan og streitu að það getur ekki hugsað sér að sækja skólann.

Ástæður skólaforðunar geta verið fjölmargar.

Um getur verið að ræða erfiðleika í námi, vanda varðandi vitsmunalegan þroska eða aðrar raskanir sem ýmist hafa verið greindar eða eru enn ógreindar. Um getur verið að ræða félagslega þætti, að barni sé strítt, það lagt í einelti, að því standi ógn af einhverju á leið í og/eða úr skóla eða í nágrenni hans eða eigi í samskiptavanda við kennara eða skólastjórnendur. Stundum er um að ræða eitt af þessu, fleira en eitt eða samspil margra þátta. Sum börn glíma við kvíða og félagskvíða sem veldur því að þau vilja ekki fara út eða blanda geði við aðra.

Umfram allt þarf að finna undirliggjandi ástæður skólaforðunar

Teymi um skólaforðun lagði til ýmsar tillögur í þessu sambandi, m.a. að hrinda af stað vitundarvakningu og gera átak í fræðslu til foreldra og koma á gagnreyndu verklagi virknimats til að greina þá hegðun sem einkennir skólaforðun nemenda. Allt eru þetta fínar tillögur. Ekkert er þó eins mikilvægt í málum sem þessum og að komast að raun um með barni, foreldrum og kennara hvað það er í skólanum eða tengslum við hann sem barnið er að forðast. Hvað veldur forðuninni? Finnist ekki viðhlítandi ástæður fyrir skólaforðunni er hætta á að málið leysist seint eða illa. Finna þarf hina undirliggjandi ástæðu og leysa úr henni með öllum tiltækum ráðum. Því langvinnari sem vandinn er því erfiðari er hann viðureignar. Líðan barnsins mun aðeins versna sem leiðir til enn frekari einangrunar og einmanaleika. Kvíðinn vex og úrvinnsla verður flóknari og erfiðari þegar fram líða stundir. Börn sem eru hætt að mæta í skólann ná sér ekki öll aftur á strik.

Dæmi um ástæður skólaforðunar geta einnig verið af þeim toga að barnið taki meðvitaða ákvörðun um að mæta ekki vegna þess að eitthvað annað áhugaverðara stendur því til boða að gera. Í þessu sambandi má nefna að barnið velur og vill frekar vera heima við tölvu, eigi það þess kost, en að fara í skólann. Öll mál af þessu tagi þarf að vinna á einstaklingsgrunni til að hegðunin hætti. Fyrirfinnist undirliggjandi ástæða þarf að taka á henni.

Lífið að komast í samt horf eftir COVID

Nú er skólasókn vonandi að komast í eðlilegt horf eftir tveggja ára tímabil sem litast hefur af COVID með tilheyrandi fylgifiskum. Leiða má líkum að því að skólaforðun hafi aukist með COVID og fleiri börn bæst í þann hóp sem forðast skólann sinn vegna COVID og afleiðinga þess.
Gera má ráð fyrir að börnum sem leið illa í skólanum af einhverjum orsökum fyrir COVID líði ekki miklu skár og jafnvel verr nú í eftirmálanum. Líðan þeirra barna sem leið e.t.v. þokkalega fyrir COVID hefur mögulega versnað til muna vegna þeirra aðstæðna sem COVID skapaði. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki síst áhyggjur af þessum málum vegna langs biðlista eftir faglegri aðstoð hjá skólaþjónustu. Nú bíða 1804 börn eftir aðstoð og hefur talan hækkað um 200 börn á örstuttum tíma. Settar hafa verð 140 m.kr. til að fjölga fagfólki hjá skólaþjónustunni en biðlistinn lengist samt með hverri viku þannig að úrlausnarefnið er brýnt.

Vísað til skóla- og frístundaráðs

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu málsins:

Skólaforðun er grafalvarlegt mál. Málinu er vísað til skóla- og frístundasviðs og er það vel.
Það er gott að búa til góðar viðmiðunarreglur en það þarf einnig að ganga úr skugga um að þær virki. Það er þess utan forvitnilegt að fá upplýsingar um hvað margir skólar hafi stuðst við þær og hvort skólastjórnendum finnist þær gagnlegar eins og þær eru eða myndu vilja breyta þeim eitthvað. Vísbendingar eru um að skólaforðun fari vaxandi. Hér er framtíð barna í húfi, sjálfsvirðing þeirra og félagslegt sjálfstraust. Leiða má líkum að því að skólaforðun hafi aukist með Covid og fleiri börn bæst í þann hóp sem forðast skólann sinn vegna Covid og afleiðinga þess. Börn hafa verið meira heima undanfarin misseri vegna Covid,  mörg meira við tölvu og eiga e.t.v. enn erfiðara með að fara aftur í rútinu. Mikilvægt er að standa vaktina í þessum málum enda fjölmörg mála það alvarleg að tilkynna þarf þau til Barnaverndar Reykjavíkur. Árið 2021 var 46 málum vísað til Barnaverndar vegna vanrækslu varðandi nám og 72 málum var vísað til Barnaverndar vegna þess að skólasókn var áfátt.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. mars sl.:

Atvinnu- og nýsköpunarstefna þarf að rúma allt fólk án tillits til aldurs, menntunar, reynslu og fötlunar. Við erum fjölmenningarsamfélag. Tæknibylting er boðin velkomin en tækni kemur aldrei í staðinn fyrir mannlega hugsun og tilfinningar. Tækni er aðeins hjálpartæki í þjónustu mannsins. Stefnan sem hér er lögð fram er í raun stefna um stafræna umbreytingu en minna fer fyrir „atvinnumálum“. Ekki er lögð mikil áhersla á atvinnustoðir í öllum hverfum og almennt er ímynd borgarinnar óljós þegar kemur að atvinnumálum. Fram hefur komið að þetta er með ráðum gert. Ekki er fjallað um kolefnisspor og vaxandi ójöfnuð og fátækt. Megininntak skjalsins er lýsing á kostnaðarsömum tilraunum, þróun og uppgötvun á stafrænum lausnum, fjölmörgum sem hafa aðeins skemmtana- og afþreyingargildi. Ítrekað kemur fram að „það sé í lagi að gera tilraunir og prófa sig áfram með alls konar“. Það er eins það gleymist að verið er að sýsla með útsvarfé borgarbúa. Það er eins og að Reykjavíkurborg sé að stofna sitt eigið hugbúnaðarfyrirtæki og vilji vera á alþjóðamarkaði. Flokkur fólksins hefur kvartað yfir því að nauðsynlegar stafrænar lausnir voru ekki settar í forgang. Mikið álag er á starfsfólki vegna vöntunar á virkum nauðsynlegum rafrænum lausnum. Flokkur fólksins situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

Bókun Flokks fólksins við ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Sjálfsagt er að nota þá orku sem hægt er að ná í í náttúru landsins ef ekki er gengið á aðra þætti svo sem önnur mikilvæg náttúrugæði. Hæpið er að lækka megi orkukostnað með því að ganga að grænum orkugjöfum í formi jarðhita og vatnsafls. Benda þarf á að ef rafmagni er breytt í rafeldsneyti er orkunýtingin innan við 20% og verðið mun taka mið af því. Væri ekki rétt að byrja á að nota það vistvæna eldsneyti, afurð sem Reykjavíkurborg/SORPA framleiðir, sem nú er brennt á báli, metanið?

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

Hér er vikið að máli sem borgarkerfið gæti vel sinnt, sérstaklega ef stafrænar lausnir hefðu verið þróaðar til að auðvelda verkið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það almennt mjög erfitt að hugsa til þess að sendar skuli vera innheimtukröfur til lögfræðinga vegna skuldar fólks sem upp til hópa hefur ekki nægt fjármagn milli handanna til að greiða fyrir nauðsynjar, t.d. sem tengjast börnum þeirra. Fulltrúi Flokks fólksins vill að samið verði við fólk og í öllum tilfellum sé allt gert til að mæta erfiðri stöðu fólks sem býr við bág kjör. Sýna á sveigjanleika og umburðarlyndi og umfram allt manngæsku í málum af þessu tagi. Það er ekkert grín að vera svo illa staddur fjárhagslega að geta ekki greitt húsaleigu, skólamat fyrir barnið sitt eða frístund svo dæmi sé tekið. Í desember 2021 fékk fulltrúi Flokks fólksins svar við fyrirspurn um viðbrögð við vanskilum vegna áskrifta á skólamat. Fram kom þá að af 9.514 útgefnum reikningum í hverjum mánuði fóru 4,2% til Momentum og voru 1,5% ennþá ógreiddir þann 1. nóvember 2021. Það segir sig alveg sjálft að þarna er á ferð hópur foreldra sem nær engan veginn endum saman um mánaðamót. Við bætast svo dráttarvextir sem elta fátæka foreldra jafnvel ævilangt.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. mars:

Í kynningunni komu fram fjölmargar fullyrðingar sem eru hæpnar og sumar eru beinlínis rangar. Of mikið sjálfshól er ekki til bóta. Gagnrýnin hugsun þarf stundum að komast að. Efast má stórlega um eftirfarandi fullyrðingar ef horft er á aðgerðir meirihlutans síðustu ár: „Vel er farið með náttúruauðlindir, þjónustu vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni með sjálfbærri landnotkun“. Minnt er á að meirihlutinn felldi tillögu Flokks fólksins um að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli í samráði við nágrannasveitarfélög til að kolefnisjafna höfuðborgarsvæðið. Á því svæði eru Hólmsheiði, Mosfellsheiði, Nesjavallaleið en ekki Svínahraun né önnur nýrunnin friðuð hraun eins og borgarstjóri lét hafa eftir sér. Í Facebook-færslu hans mátti sjá að borgarstjóri kaus að misskilja tillöguna og ruglaði þessu svæði saman við svæðið milli Heiðmerkur og Bláfjalla. Og svo er sagt: Unnið verður að friðlýsingu svæða í Grafarvogi, Blikastaðakró og Skerjafirði en hið rétta er að verið er að eyðileggja fjörur í Skerjafirði og við Laugarnes. Viðaukar 37 sem eru tilfærslur í hinum ýmsum málaflokkum. Erfitt er að átta sig á hvort þessar tilfærslur séu af hinu góða, þess vegna situr fulltrúi Flokks fólksins hjá við atkvæðagreiðslu liðarins.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir skóla- og frístundaráðs undir 6., 9. og 11. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. mars og 8. og 9. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 29. mars:

Fundargerð skóla- og frístundaráðs 22. mars, liður 6: Ekki er vitað hvar 40 börn með lögheimili í Reykjavík eru með skólavist. Það er sláandi og er lögð áhersla á að fundið verði hið snarasta út hvar þessi börn eru niðurkomin og hvernig þau eru stödd. Liður 9: Fram kemur að verkefnið kveikjum neistann hafi fengið skoðun. Nýbreytni verkefnisins er fólgin í aukinni hreyfingu með hreyfitíma í upphafi dags og auknu vali í lok dags í list- og verkgreinum, eitthvað sem mætti vel taka upp í reykvískum grunnskólum. Liður 11: Innheimtur stafrænna lausna sem sviðið hefur kynnt eru frekar rýrar. Sagt er að nýja skjalastjórnunarkerfið „Hlaðan“ sé komið í fulla notkun. Var ekki verið að innleiða hana að hluta til fyrir fáeinum vikum á skrifstofu borgarstjórnar? Fundargerð skóla- og frístundaráðs 29. mars, liður 8: Rennt er blint í sjóinn á hverju ári með pláss. Ferlið er flókið, elstu börnin ganga fyrir, yngri mæta afgangi. Þessi árlega óvissa er erfið og eiginlega ólíðandi. Liður 9: Lág laun eru ein stærsta ástæða fyrir manneklu en einnig álag í starfi. Minnst er á nokkra þætti s.s. úrelta auglýsingaherferð og ruglingslega síðu sem auglýsir störf. Af úrræðum sem eru nefnd snúa fæst að starfsfólkinu sjálfu.

 

Borgarstjórn 2. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við skýrslu Háskóla Íslands, dags. 28. febrúar 2022, um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi:

Niðurstöður staðfesta margt sem fulltrúi Flokks fólksins upplifir sem borgarfulltrúi í minnihluta. Ef minnihlutafulltrúi ætlar að láta að sér kveða þarf að leggja dag við nótt. Álagið er mikið. Starfið er gefandi enda þótt minnihlutafulltrúi nái nánast engum málum í gegn. Umbunin felst í tækifærinu til að vera í nálægð við borgarbúa, hlusta á raddir þeirra og ræða ítrekað um hvernig hægt er að bæta og auka þjónustuna. Dropinn holar jú steininn. Í Reykjavík sérstaklega eiga margir um sárt að binda aðallega vegna þess að þeir fá ekki fullnægjandi þjónustu sem þeir eiga rétt á. Fátækt hefur farið vaxandi. Verkefnin eru því ærin. Menning og starfshættir sveitarstjórna eru án efa mismunandi og kemur stærðin þar m.a. til. Meiri- og minnihlutar alla vega einhverra sveitarfélaga, vonandi sem flestra, eiga án efa gott og farsælt samstarf sem grundvallast þá m.a. á að bjóða hinum síðari að ákvörðunarborðinu, hlusta á það sem þeir hafa fram að færa, leyfa þeim að tjá sig, ýmist hrósa eða gagnrýna eftir atvikum eins og gengur í stjórnmálum. Þokkalegt til gott samstarf meiri- og minnihluta sveitarstjórnar er lykilatriði ef starfið á að geta verið farsælt og án átaka og skilað sér sem best til borgar-/bæjarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við yfirlit ódags., yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar:

Yfirlit yfir móttökur er lagt fram. Fulltrúa Flokks fólksins finnst styrkur borgarinnar kr. 800.000 kr. á viðburðinn Women Political Leaders ansi hár og hefði viljað sjá að minnsta kosti hluta af þessum pening varið í annað t.d. í þágu barna. Kostnaður við Hönnunarmars/Borgarlína eru rúmar 500.000. Hér er um að ræða hópa sem eru án efa aflögufærir og gætu greitt hluta af veitingum sjálfir. Þetta er vont að sjá þegar hugsað er til þeirra borgarbúa sem súpa nánast dauðann úr skel. Fólk sem nær engan veginn endum saman. Sjálfsagt er að styrkja viðburði af fjölbreyttu tagi en þetta er þó alltaf spurning um hóf og skynsemi og að ávallt sé reynt að fara sem best með útsvarsfé borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 21. mars 2022, varðandi afgreiðslu velferðarráðs frá 2. mars 2022 á breytingartillögu vegna tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum:

Fulltrúi Flokks fólksins harmar viðbrögð og afgreiðslu meirihluta velferðarráðs við tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta á fundi velferðarráðs 2. mars sl. Tillaga ungmennaráðsins var að aðgengi unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum yrði bætt. Án nokkurs samráðs við fulltrúa í minnihluta velferðarráðs var lögð fram breytingartillaga sem er með öllu óraunhæf og til þess fallin að slá ryki í auga tillöguflytjanda. Meirihlutinn leggur til að velta vinnunni yfir á heilsugæslusálfræðinga og vill ræða við heilsugæsluna um að heilsugæslusálfræðingar fari út í skólana og veiti grunnskólanemum að sálfræðiþjónustu. Þetta er fráleitt. Heilsugæslusálfræðingar starfa á heilsugæslunni og sinna fjölbreyttum hópi. Til þeirra er langur biðlisti. Í breytingartillögu meirihlutans er gengið svo langt að segja að „skoða hvort og hvernig sálfræðingar Heilsugæslunnar fái afnot af skólahúsnæði til að geta veitt nemendum meðferð líkt og skólahjúkrunarfræðingar hafa haft um langa hríð“. En það eru sálfræðingar skólaþjónustunnar sem eiga að sinna þessum hópi samkvæmt lögum. Þeirra aðsetur er hins vegar á þjónustumiðstöðvum en ekki úti í skólum. Ítrekað hefur verið lagt til að færa aðsetur skólasálfræðinga út í skólanna án árangurs. Hins vegar hikar velferðarráð ekki við að leggja það til að finna stað fyrir heilsugæslusálfræðinga í skólum borgarinnar til að sinna vinnu skólasálfræðinganna.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um nýjan vef Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi fólksins fagnar öllum þeim breytingum sem stuðla að betri þjónustu við borgarbúa. Þó er það grundvallaratriði að þær breytingar sem gerðar eru, skili því sem lagt er upp með og virki! Nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur ágætt yfirbragð. En það er ekki útlitið sem skiptir mestu máli, heldur virknin sem segir til um hvort viðkomandi vefur stuðli að betri þjónustu eða ekki. Í raun má segja að innleiðing þessa vefjar sé hálfklárað verk. „Mínar síður“ og Rafræn Reykjavík eru enn að því er virðist ónothæfar og leit í fundargerðum ber oft á tíðum lítinn árangur. Oft stingur nýi vefurinn upp á því að notandinn smelli á gamla vefinn til að leita upplýsinga. Spurt er hvort það geti verið að innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) skorti hreinlega þá sérfræðiþekkingu sem þarf til verksins. Einnig eru þarna skipurit sem ekki hafa verið uppfærð í langan tíma, þar á meðal skipurit þjónustu- og nýsköpunarsviðs sjálfs sem er með vefinn. Ef borið saman við aðra vefi fær vefur borgarinnar slaka einkunn. Taka má dæmi um foreldra sem eru að setja barn sitt á leikskóla, að þá fá þau enn í hendur nokkrar blaðsíður af innritunarskjölum sem þarf að haka við og handskrifa undir. Ekkert stafrænt þar á ferð.

Forsætisnefnd 2. apríl

Bókun Flokks fólksins við nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1:

Því er fagnað að lögð er fram tillaga skipulagsyfirvalda/umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1. Í tillögunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir uppsetningu tímabundinna færanlegra eininga fyrir kennslu og starfsmannahald á lóð. Árum saman hafa skólayfirvöld kvartað vegna ástandsins, skólinn löngu sprunginn og mygla og raki víða í eldri byggingu. Hagaskóli eins og Fossvogsskóli hefur verið í langan tíma heilsuspillandi húsnæði en yfirvöld vildu ekki ljá málinu eyra. Verið er að súpa seyðið af áralangri vanrækslu á viðhaldi skólabygginga í borginni. Viðhaldsskuld borgarinnar er orðin stór og komið er að skuldadögum. Hvað varðar Hagaskóla er óhætt segja að þar hefur staðan verið sérlega alvarleg. Blessunarlega er hreyfing á málinu og vonandi eru veikindi vegna heilsuspillandi húsnæðis úr sögunni.

 

Bókun Flokks fólksins við nýju umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. mars 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga nýja Skerjafjarðar:

Lagt er fram stórt skjal sem ber nafnið nýi Skerjafjörður og að breytt deiliskipulag fari í auglýsingu. Útilokað er að ná utan um allar þessar upplýsingar á stuttum tíma þótt umræðan sé nú ekki ný af nálinni. Málið hefur verið mjög umdeilt og hreinlega mörgu mótmælt af íbúum svæðisins. Flestar þessar breytingar eru óafturkræfar. Það þarf sannarlega að byggja af krafti enda mikill húsnæðisskortur í Reykjavík. Um það eru allir sammála enda barist um hverja íbúð. Í Reykjavík hefur ekki verið byggt nóg. Skortur hefur verið á húsnæði af öllum gerðum. Þétta á byggð þarna svo um munar. Hængur á þessu deiliskipulagi er að verið er að hanna hverfi þar sem sífellt þarf að taka mið af flugvelli sem á að fara. Af hverju má ekki bíða eftir því að það gerist og þá mun hönnun e.t.v. verða allt öðruvísi? Þá verður hægt að hanna og byggja af myndarskap. Nú þarf t.d. að „HANNA“ nýja strönd með fram landfyllingu. Hönnuð strönd er líklega miklu betri en náttúruleg strönd að mati núverandi skipulagsyfirvalda. Þessi framkvæmd er sögð ein mestu skipulagsmistök sem hafa verið gerð á síðustu árum.

 

Bókun Flokks fólksins við nýja svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf., Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf.:

Verið er að breyta úrgangssöfnun á höfuðborgarsvæðinu. Reyna á að ná betri flokkun. Hirðukostnaður mun hækka mikið. Áætlaður kostnaður 2023 er 18 m.kr. vegna jarðvegsmóttöku í Bolaöldu. Ljóst er að endurvinnsla sorps er enn ekki í lagi. Hér er fjallað um steinefni og moldarefni og vandræðaganginn við að koma þeim efnum fyrir. Þær lausnir sem mest eru nefndar eru einhvers konar verkfræðileg útfærsla. Hver eru rökin fyrir að setja jarðveg á Bolaöldu og hvers konar jarðveg er átt við? Bolaöldur eru nálægar vatnsbóli og það er áhætta að aka farmi þangað. Hugtakið óvirkur úrgangur er ekki skilgreindur. Hér ættu líffræðileg sjónarmið einnig að koma til skoðunar. Ef þessi jarðvegur er nýtanlegur sem ræktunarjarðvegur ætti að dreifa honum víða, en ef hann er mengaður er skást að koma honum fyrir þar sem verið er að rækta skóg. Þar getur slíkur jarðvegur verið til frambúðar. Að mati Flokks fólksins þarf að vera skýr yfirlýsing um vilja til að nýta moldina, aðeins ónýtanlega mold, sem ekki er hægt að nýta til ræktunar, má urða. Stefnan, Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033, bendir til að enn eitt byggðasamlagið sé að verða til, með öllum ókostum slíks fyrirkomulags.

 

Bókun Flokks fólksins við umsögn umhverfis- og heilbrigðisráðs vegna verkefnisins Hverfið mitt 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst verkefnið Hverfið mitt gott mál enda leið til að ljá röddum borgarbúa eyra og virða óskir þeirra eins og unnt er. Fram kemur að kosningaþátttaka er 16,4% kosningabærra íbúa sem er reyndar mjög slök þátttaka. Fulltrúi Flokks fólksins fór á stúfana og ræddi við nokkra borgarbúa um þetta verkefni. Fólk hefur mismunandi reynslu eins og gefur að skilja. Flestum finnst þetta sniðugt verkefni en raddir voru einnig á lofti um að hér væri á ferðinni hálfgert montverkefni meirihlutans. Tillögur um skemmtileg verkefni eins og ærslabelginn og rennibrautir eru gjarnan samþykktar en tilvik eru um að tillögum um lagfæringar og viðhald sé hafnað og vísað í annan farveg. Dæmi um slíka reynslusögu borgarbúa er að viðkomandi sendi inn tillögu um að laga körfuboltavöll sem ekki hefur verið notaður árum saman vegna þess að hellulögn er ónýt og hættuleg. Tillögunni var hafnað þátttöku í Hverfið mitt 2020-2021 því hún snerist um viðhalds- eða öryggisverkefni og bent á að annar farvegur væri fyrir slíkt. Viðkomandi sendi því ábendinguna inn á þar til gerðri vefsíðu en hefur ekki fengið nein viðbrögð. Engu að síður á að endurbæta körfuboltavöll við Laugarnesskóla. Hvernig á að skilja þetta?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna nýs leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við Njálsgötu 89:

 

Óskað er eftir af meirihlutanum að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna nýs leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við Njálsgötu 89. Það er aldeilis gott mál að mati Flokks fólksins enda vantar leikskólapláss. Erfitt hefur reynst að fá það staðfest hvað vantar mörg leikskólapláss. Á hverju ári er eins rennt sé blint í sjóinn í þessum málum. Ferlið er flókið því ekki eru næg pláss fyrir öll börn. Fyrst þarf að bjóða elstu börnunum pláss og yngri börn mæta afgangi. Eftir það er fyrst hægt að segja til um biðlista. Það kemur því ekki endanleg mynd á biðlistann fyrr enn  snemmsumars. Þessi óvissa er erfið öllum en langmest foreldrum sem bíða oft í angist eftir að frétta hvort barn þeirra fái pláss eða ekki. Þess utan er vandinn mismunandi eftir hverfum sem einfaldar sannarlega ekki málið. En klárlega þarf að byggja fleiri leikskóla sem og almenn íbúðarhúsnæði í borginni. Skortur er á þessu öllu og því hefur ekki tekist að brúa nein bil.

 

Bókun Flokks fólksins bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2022:

Stefnt er á að auka malbikun yfirlaga og að fjárheimild til þeirra á árinu 2022 verði 900 m.kr. Er það hækkun um 200 m.kr. frá því sem áður var gert ráð fyrir í áætlun. Ástæður þessa eru aukið niðurbrot slitlaga einkum vegna veðurfars í vetur. Hefðbundnar malbiksviðgerðir eru áætlaðar um 300 m.kr. Spurning er hvort hægt er að kenna veðurfari um allar skemmdirnar en fleira gæti einnig komið til. Uppsöfnuð vanræksla á götuviðhaldi sem dæmi.

 

Bókun Flokks fólksins tillögu borgarstjóra, dags. 29. mars 2022, um uppfærða áætlun um lóðaúthlutun til 2030 til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga:

Lögð er fram uppfærð áætlun meirihlutans um lóðaúthlutun til 2030 til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Spýta þarf verulega í lófana að mati Flokks fólksins enda húsnæðisskortur í borginni. Skortur er á hagkvæmu húsnæði af öllum tegundum. Biðlistar upp á hundruð manna eru eftir félagslegu húsnæði, sértæku húsnæði og annars konar búsetuúrræðum. Barist er um hverja einustu íbúð. Því fyrr sem fasteignamarkaðurinn kemst í eðlilegt horf því fyrr náum við tökum á verðbólgunni. Þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert hafa allt of margir ekki öruggt húsnæði. Byrja þarf á þeim sem standa verst fjárhagslega og þá koma óhagnaðardrifin húsnæðisfélög til sögunnar. Þau hafa stigið of hægt inn á markaðinn eða verið hleypt of hægt inn á markaðinn. Ef vel ætti að vera þyrftu á annað þúsund íbúða í Reykjavík að koma árlega inn á markað á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Nú eru þau aðeins fáein hundruð. Þétting byggðar hefur leitt til þess að það sem er byggt er einsleitt, mest litlar og meðalstórar blokkaríbúðir á rándýrum þéttingarsvæðum. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur.

 

Bókun Flokks fólksins bréfi borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Byggingarfélagi námsmanna vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 65 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Arnarbakka í neðra Breiðholti:

Meirihlutinn óskar eftir því að borgarráð samþykki að veita Byggingarfélagi námsmanna vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 65 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Arnarbakka í neðra Breiðholti. Það er gott og vel enda sárvantar húsnæði fyrir námsmenn og fyrstu kaupendur. Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi nefna að það þarf að sjá til þess að umferðarmálin og aðgengi verði í lagi þegar svo mikið á að byggja í einu hverfi. Meirihlutinn verður einnig að horfa til þess að bílar þurfa stæði og í könnunum má sjá að bílum fer fjölgandi. Borgarlína kann að vera framtíðin en ennþá er margt óljóst með hana og hvort hún verði „sá“ samgöngumáti sem „fjöldinn“ á eftir að velja.

Bókun Flokks fólksins við kynningu um Klapp, nýtt greiðslukerfi Strætó bs.

Eina leiðin til að borga sig inn í strætó núna, svona að mestu, er að eiga farsíma og vera búin að koma sér upp „Klapp“ appinu til að geta keypt sér inneign. Nauðsynlegt er að hafa rafrænt auðkenni til að geta farið inn á „Mínar síður“ og endurnýjað inneignina. Það eiga ekki alveg allir farsíma og sumir, t.d. hælisleitendur sem nota strætó mikið, hafa ekki einu sinni kennitölu. Enn aðrir geta ekki, t.d. vegna fötlunar sinnar, notað  rafræn skilríki og geta þ.a.l. ekki notað „Mínar síður“. Reynt hefur verið að finna lausnir á þessu og á eftir að koma í ljós hvort þær gagnast. Versta er ef „kerfi“ sem þetta á eftir að hindra fólk í að nota strætó. Það er ekki gott ef viðkvæmir hópar og þeir sem hafa stólað mest á strætó treysti sér ekki til að nota strætó vegna nýja greiðslukerfisins Klapp. Fólk hefur kvartað sáran yfir þessu kerfi og að ekki sé boðið upp á fleiri greiðslumöguleika. Stjórnendur Strætó verða að setja sig betur í spor þeirra sem ferðast með vögnum fyrirtækisins og sníða þjónustuna að þeirra veruleika.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030 að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030 ásamt fyrstu drögum að aðgerðaáætlun ásamt viðaukum:

Atvinnu- og nýsköpunarstefna sem þessi þarf að rúma alla flóru fólks án tillits til aldurs, menntunar, reynslu, fötlunar o.s.frv. Við erum fjölmenningarsamfélag. Tæknibylting er boðin velkomin en tækni kemur aldrei í staðinn fyrir mannlega hugsun og tilfinningar. Tækni er aðeins hjálpartæki í þjónustu mannsins. Stefnan sem hér er lögð fram er í raun stefna um stafræna umbreytingu en minna fer fyrir öðru. Ekki er lögð mikil áhersla á atvinnustoðir í öllum hverfum og almennt er ímynd borgarinnar óljós þegar kemur að atvinnu. Eins er ekki ávarpað það sem skiptir okkur mestu máli sem er kolefnisspor og vaxandi ójöfnuður og fátækt. Megininntak skjalsins er lýsing á kostnaðarsömum tilraunum, þróun og uppgötvunum á stafrænum lausnum, fjölmörgum sem hafa aðeins skemmtana- og afþreyingargildi. Ítrekað kemur fram að „það sé í lagi að gera tilraunir og prófa sig áfram með alls konar“. Það er eins það gleymist að verið er að leika sér að útsvarfé borgarbúa. Reykjavíkurborg er að stofna sitt eigið hugbúnaðarfyrirtæki, á því leikur enginn vafi. Flokkur fólksins hefur kvartað yfir því að nauðsynlegar stafrænar lausnir voru ekki settar í forgang og miklu fé hefur verið eytt í leikaraskap.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að óska eftir umsóknum um samstarf á fimm lóðum í borginni með það að markmiði að styðja við uppbyggingu vistvænni mannvirkja þar sem kappkostað hefur verið að draga úr neikvæðum áhrifum á loftslag og umhverfi:

Lagt er til af meirihlutanum að borgarráð samþykki að veita skrifstofu borgarstjóra og borgarritara umboð til að ræða við hlutskörpustu hópana í verkefninu grænt húsnæði framtíðarinnar. Þarna er margt sem hæpið er að kalla grænt húsnæði að mati fulltrúa Flokks fólksins, ef átt er við að þetta framtíðarhúsnæði verði mun vistvænna en það sem þegar hefur verið byggt. Ekki verður séð að græn vottun gefi byggingum framtíðarábyrgð. Þegar lesið er um þessi mál kemur í ljós að fátt hefur verið prófað við íslenskt veðurfar. T.d. gefur svansvottun grænt ljós á krosslímdar timbureiningar sem verða fyrir láréttri rigningu. Það er ávísun á fúa í framtíðinni, mygluvandamál í húsum og niðurrif hússins. Svansvottun vottar að eins lítið sé notað af mengandi efnum og unnt sé og kolefnisspor sé minna en áður, en vottar ekki gæði bygginga að öðru leyti.

 

Bókun Flokks fólksins tillögu um að stafesta stafræna húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu 10 ára sem er nú lögð fram í fyrsta sinn en hún er unnin að frumkvæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS):

Stafræn húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu 10 ára er nú lögð fram í fyrsta sinn en hún er unnin að frumkvæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Markmið HMS er að staðla og koma húsnæðisáætlunum allra sveitarfélaga á Íslandi á stafrænt form og þannig auðvelda samanburð og aðgengi allra leikenda á húsnæðismarkaði. Stafræn húsnæðisáætlun gefur sveitarfélögum og aðilum í byggingarbransa gott tól til þess að fylgjast „lifandi eða stafrænt“ með því hversu margar íbúðir eða annað húsnæði er í byggingu á hverjum tíma og hvar sem er á landinu. Hér eru um ný og þægileg vinnubrögð að ræða og ekki lengur þörf á að keyra á milli húsa í hverfum og handtelja.

 

Bókun Flokks fólksins  við tillögu borgarstjóra, dags. 25. mars 2022, að markvissum vinnu- og virkniaðgerðum fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu:

Atvinnu- og virknimiðlun. Það er fátt sem gleður meira en að einstaklingur sem hefur þurft fjárhagsaðstoð kemst aftur út í atvinnulífið. Hér er verið að leggja til viðbót við verkefni sem fyrir er. Af gögnum að dæma hefur verkefnið gengið vel. Þó er ekki mikil reynsla komin á það og skiptir þess vegna máli að gera reglulegar árangursmælingar. Fylgja þarf einstaklingum eftir til skemmri og lengri tíma til að staðfesta ábatann eftir því sem fram líða stundir. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið kostnaðarmetin og er þar gert ráð fyrir að hreinn ábati af verkefninu á tveggja ára tímabili verði 149 m.kr., en áætlað er að það verði 387 m.kr. ábati eftir að verkefninu lýkur vegna lækkunar fjárhagsaðstoðar. Þetta á eftir að koma í ljós en ekki er hægt að staðfesta ábata svona fyrirfram í ljósi þess skamma tíma sem verkefnið hefur verið í virkni.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 14. mars 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 vegna fjárfestingaáætlunar A-hluta Reykjavíkurborgar. Greinargerðir fylgja tillögunum:

Fulltrúa Flokks fólksins líst ekki vel á alla þessa viðauka, a.m.k. ekki þá sem draga úr framkvæmdum og hækkun til þess að hækka laun stjórnenda. Fjárheimild vegna Úlfarsárdals, íþróttasvæði FRAM verði lækkuð um 50 m.kr. og verði 200 m.kr. í stað 250 m.kr. Áætlað umfang verkefna á árinu verður minna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjárheimild vegna Vísinda- og upplifunarsafns í Laugardal verði lækkuð um 25 m.kr. og verði 375 m.kr. í stað 400 m.kr. Hver eru rökin fyrir því? Áætlað umfang verkefna á árinu verður minna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Flokkur fólksins getur heldur ekki samþykkt hækkun launa stjórnenda en lagt er til að fjárheimildir fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu hækki um 33.983 þ.kr. vegna ákvörðunar kjaranefndar Reykjavíkurborgar frá 2. febrúar 2022 um kjör þeirra stjórnenda sem undir hana heyra. Hækkun launa stjórnenda er með öllu ósamþykkjanleg.

 

Bókun Flokks fólksins svari ÍTR við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands  um fjölda sendra innheimtukrafna frá september 2021, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst það almennt mjög erfitt að hugsa til þess að sendar skuli vera innheimtukröfur til lögfræðinga vegna skuldar fólks sem upp til hópa hefur ekki nægt fjármagn milli handanna til að greiða fyrir nauðsynjar t.d. sem tengjast börnum þeirra. Fulltrúi Flokks fólksins vill að samið verði við fólk og í öllum tilfellum sé allt gert til að mæta erfiðri stöðu fólks. Sýna á sveigjanleika og umburðarlyndi og umfram allt manngæsku í málum af þessu tagi. Það er ekkert grín að vera svo illa staddur fjárhagslega að geta ekki greitt húsaleigu, skólamat fyrir barnið sitt eða frístund svo dæmi sé tekið. Í desember 2021 fékk fulltrúi Flokks fólksins svar við fyrirspurn um viðbrögð við vanskilum vegna áskrifta á skólamat. Fram kom þá að af 9.514 útgefnum reikningum í hverjum mánuði fór 4,2% til Momentum og voru 1,5% ennþá ógreiddir þann 1. nóvember 2021. Það segir sig alveg sjálft að þarna er á ferð hópur foreldra sem nær engan veginn endum saman um mánaðamót. Við bætast svo dráttarvextir sem elta fátæka foreldra jafnvel ævilangt.

 

Bókun Flokks fólksins fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 14. mars 2022:

Þessi fundargerð íbúaráðs Laugardals er óvenju rýr. Það kemur í raun ekkert fram hvað var rætt þarna, voru teknar einhverjar ákvarðanir, einhverjar niðurstöður og hvar eru öll þau málefni sem brenna á íbúum? Framtíðarskipulag skólamála og fleira. Í fundargerðinni er ekki ein einasta bókun og virðist sem þarna hafi lítið verið um skoðanaskipti. Þessi fundargerð er með öllu gagnslaus að mati fulltrúa Flokks fólksins og spyr maður sig yfir höfuð um gagnsemi íbúaráða og tengsl þeirra við íbúa og þeirra skoðanir um hverfið sitt þegar maður sér svona plagg.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 23. mars:

Athugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar eru ekki birtar í fundargerð. Harðorð mótmæli hafa borist frá stórum hópi sem ekki er hlustað á. Fyrirhugaðri framkvæmd um 3. áfanga Arnarnesvegar hefur verið mótmælt vegna þess að hann mun eyðileggja eitt dýrmætasta svæði höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdin byggir á umhverfismati frá 2003 og hefur verið mótmælt kröftuglega á öllum skipulagsstigum af íbúum nágrennisins síðastliðin 40 ár. Nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar um að ekki væri tæknilega þörf á nýju umhverfismat, því að talið er að byrjað hafi verið á framkvæmdinni 2004, er engan veginn í samræmi við umhverfissjónarmið og almennt siðferði. Á síðustu 18 árum hefur höfuðborgarsvæðið breyst mikið og áherslur í umferðarmenningu hafa breyst verulega. Því er ljóst að umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega umhverfismatinu er úrelt og þarfnast ítarlegrar endurskoðunar. Það er vert að hafa í huga að verkfræðistofurnar sem vinna þessar skýrslur fyrir Vegagerðina koma ávallt með niðurstöður sem samræmast væntingum Vegagerðarinnar, enda ólíklegt að þessar verkfræðistofur fari að bíta höndina sem fæðir þær. Það er alveg ljóst að Vegagerðin og þessar verkfræðistofur virðast aldrei setja umhverfi og lífríki í fyrsta sætið. Svo snertir þessi vegur einnig Elliðaárdalinn og gengið er þar einnig á útivistarsvæði og öllu þessu er vísað til verkefnisstjóra.

 

Bókun Flokks fólksins 1. og 3. lið fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febrúar 2022:

Þetta er gagnslaus fundargerð. Eina sem sagt er að gerður hafi verið leigusamningur. Rætt var um stórmál, urðun, GAJU og metansölu, en engar upplýsingar veittar. Þetta er dæmi um slaka stjórnarhætti byggðarsamlags. Eingögu innvígðir og innmúraðir mega vita hvað er í gangi og um hvað er rætt. Það er ekki boðlegt að bjóða minnihlutafulltrúum og borgarbúum upp á svona vinnubrögð.

 

Bókun Flokks fólksins við 3. lið fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 25. febrúar:

Vagnaútboð, útboðsgögn vegna fyrirhugaðs vagnakaupaútboðs á rafknúnum strætisvögnum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að leggja eigi áherslu á metanvagna í ljósi þess að metan er framleitt hjá Sorpu í stórum stíl en brennt þar sem aðeins lítill hluti þess er notaður. Fátt væri því eðlilegra en að allir vagnar Strætó væru metanvagnar. Stjórn og yfirstjórn Strætó virðast sjá rafmagnsvagna sem besta kost og ekki hafa verið sett fram nægjanlega skýr rök fyrir af hverju þeir eru teknir fram yfir metanvagna.

 

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 7. mars 2022, um áhættustýringu og greiningu misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg:

Áhættustýring og greining misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg. Nokkrar aðgerðir eru á „rauðu“ sem þýðir að verulegrar styrkingar er þörf til að minnka misferlisáhættu Á rauðu eru t.d. duldar eftirlitsaðgerðir sem starfsmönnum og viðskiptavinum er ekki kunnugt um, svo sem gagnagreiningar sem ætlað er að bera kennsl á óvenjulegar aðgerðir. Þetta vekur upp spurningar.  Reykjavíkurborg er ekki lögregla sem ætti að fá leyfi til að „njósna“ um starfsfólk. Er ekki komið á hættubraut ef borgarráð/fagráð samþykkir lista af einstaklingum sem hafa leyfi til að afla upplýsinga og skilgreinir eigið upplýsingaaðgengi með tilliti til þeirra varna gegn misferli sem ætlað er að leynd hvíli yfir? Nú eru rafrænar undirskriftir ekki enn komnar í gagnið hjá borginni eins og verið hefur við lýði hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum. Hefur það ekkert gildi þegar kemur að áhættustýringu og misferlisgreiningu? Margt er varðar starfslokasamninga eru á „rauðu“. Fram kemur að hafa þarf samtöl en ekki er víst að þau skili endilega miklu, viðkomandi vill kannski ekki mikið segja, verandi að hætta í starfinu. Erfitt að lesa úr skoðanakönnun borgarfulltrúa. Hverjar eru þar helstu niðurstöður? Talað er um siðareglur í skýrslunni. Settar voru siðareglur borgarfulltrúa sem brotnar voru viku seinna í beinni útsendingu borgarstjórnar. Svo mikið fyrir siðareglur!

Ný mál Flokks fólksins

Tillaga um að lesfimipróf eða hraðlestrarpróf verði val og aðeins lagt fyrir barn í samráði við foreldra og sátt við nemandann er lögð fram í borgarráði 31.3.

Fulltrúi Flokks fólksins telur að of mikil áhersla m.a. frá Menntamálastofnun (MMS) sé á leshraða (lesfimi) og mælingar á honum. Þess utan valda hraðlestrarpróf barni oft mikilli angist og kvíða. Hraðlestrarsamanburður getur almennt séð verið vafasamur, ekki einungis fyrir börn sem standa höllum fæti heldur einnig þá sem ná viðmiðum. Börn sem standa höllum fæti fá sífellt þau skilaboð að frammistaðan sé ekki nægilega góð jafnvel þótt hún batni. Að sama skapi getur verið að börn sem standa vel að vígi upplifi að þar sem þau séu búin að ná markmiðum þurfi þau ekki að bæta sig frekar. Færa má rök fyrir að leshraði sé stundum á kostnað lesskilnings. Á meðan hvatt er til að skólar mæli leshraða er e.t.v. ekki eins mikil áhersla á samræmdar mælingar á orðaforða, stafsetningu og lestur á sjónrænum orðaforða. Það er einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir að lesskilningur „bara komi“ hjá börnum þegar þau ná auknum hraða eins og stundum er haldið fram.

Greinargerð

Frá því í september 2017 hefur Menntamálastofnun (MMS) mælt með að skólar mæli leshraða hjá börnum í 1. til 10. bekk. Rökin eru þau að nemendur með góðan leshraða hafi yfirleitt góðan lesskilning. En þetta er kannski ekki alveg svo einfalt því árangur á hraðlestrarprófi segir ekkert til um lesskilning einstaklings. Niðurstöður sýna aðeins hversu hratt lesandinn getur bunað út orðum. Leshraði er til lítils ef barn skilur ekki efnið sem það les. Barnið sem ekki skilur efnið er verr sett en barn sem les hægt en hefur ágætan lesskilning.  Standa þarf vörð um tilfinningalíðan barna og er hér höfðað til skóla- og frístundasviðs að beita sér í að framkvæmd á hraðlestrarprófi verði aldrei nema í samráði og sátt við foreldra og nemenda.

Menntamálastofnun hefur sett ákveðin lesfimiviðmið sem sýna  fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Unglingur sem hefur lokið 10. bekk hefur farið í gegnum 30 mælingar á leshraða á 10 ára skólagöngu. Spyrja má hvaða áhrif slíkar endurteknar mælingar hafi á lestraráhuga og tilfinningalega líðan barnsins.

Enda þótt lesefnisviðmiðin séu e.t.v. almennt ekki endilega ósanngjörn eru þau of há fyrir mjög mörg börn. Í hópi barna er lestrarfærni þeirra mismikil. Sum börn ná einfaldlega ekki miklum hraða í lestri og ná ekki hraðaviðmiðunum Menntamálastofnunar. Vandamál með lestur geta átt rætur að rekja til ótal þátta þ.m.t. undirliggjandi leshömlunar eða annarra frávika. Hér þarf skóla- og frístundasvið að stíga inn og standa vörð um að vernda líðan barna í skólanum og verja þau gegn óþarfa áreiti sem hraðlestrarpróf geta verið og eru upplifuð af hópi barna í grunnskólum Reykjavíkur.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að hætt verði að framkvæma hin svokölluðu píp-próf í íþróttakennslu. Dæmi eru um að börn hafi ofreynt sig í ákafa um að reyna að standa sig vel á svokölluðum píp-prófum í íþróttakennslu í grunnskólum:

Tillaga um að hætt verði að framkvæma hin svokölluðu píp-próf í íþróttakennslu. Dæmi eru um að börn hafi ofreynt sig í ákafa um að reyna að standa sig vel á svokölluðum píp-prófum í íþróttakennslu í grunnskólum. Mörg börn upplifa vanlíðan og kvíða fyrir umræddum prófum og á meðan á þeim stendur. Þá upplifa mörg börn það sem niðurlægingu þegar þau detta út úr píp-prófunum í viðurvist skólafélaga sinna. Um þetta hefur umboðsmaður barna tjáð sig, m.a. í bréfi til mennta- og barnamálaráðherra. Píp-próf eru þol- og hlaupapróf sem framkvæmd eru þannig að nemendur hlaupa fram og til baka í íþróttasal skólans þar sem tíminn milli lota er stöðugt styttur. Þeir sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskildum tíma verða að setjast niður og fylgjast með þar til aðeins einn stendur eftir. Það skal nefnt að próf þessi eru ekki notuð í öllum skólum. Þessi próf valda mörgum börnum kvíða og eru letjandi í stað hvetjandi. Börn eiga að fá tækifæri til að stunda hreyfingu á eigin forsendum. Í þessu máli verður Reykjavíkurborg og skóla- og frístundasvið að beita sér enda skal ávallt hafa hagsmuni barna að leiðarljósi í hvívetna. MSS22030283

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um vinnustaðagreiningu Strætó 2022, niðurstöður:

Fyrirspurnir um vinnustaðagreiningu Strætó 2022, niðurstöður. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skoðað þessar niðurstöður. Tekið er eftir því að það er sama staða í eineltismálum og áreitni hjá Strætó auk þess sem kvartað er yfir mikilli streitu. Niðurstöður sýna að um og yfir 40% sammála eða frekar sammála um að finna fyrir streitu í vinnunni og sjá má að seinustu 4 ár kvarta sífellt fleiri yfir einelti þrátt fyrir aðkomu sálfræðinga sem kostaði fyrirtækið stórar fjárhæðir. Og 3% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni síðustu 12 mánuði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um af hverju staðan er svona slæm þrátt fyrir góðan vilja yfirstjórnar og stjórnar um að bæta þessa hluti eftir því sem haldið hefur verið fram. Hvað er verið að gera nákvæmlega til að draga úr álagi starfsfólks og sporna gegn einelti og áreitni? Ekki er hægt að líta framhjá niðurstöðum rannsókna sem sýnt hafa ítrekað að rekja megi óánægju og vanlíðan í starfi til yfirstjórnar og álagsþátta í starfi. Ábyrgð stjórnenda er mikil. Staðreyndin er sú að stjórnendur hafa það hvað mest á hendi sér hvort einelti fær þrifist á vinnustað. MSS22030285

Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn upplýsingum um hvað margar kvartanir hafa borist vegna hins nýja greiðslukerfis, Klappsins:

Fyrirspurn um kvartanir vegna Klappsins. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rýnt í niðurstöður vinnustaðagreiningar Strætó 2022 en þar kemur fram að ástæða fyrir streitu er m.a. óánægðir viðskiptavinir. Í framhaldi óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um hvað margar kvartanir hafa borist vegna hins nýja greiðslukerfis, Klappsins. MSS22030286

Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvort mannauðsdeild hafi sett sig í samband við starfsfólk vetrarþjónustu með það að markmiði að styðja við og hjálpa:

Fyrirspurn vegna erindis starfsmanna vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem lýst er ófullnægjandi stöðu öryggismála, ófullnægjandi aðbúnaði, óboðlegu og hættulegu vaktafyrirkomulagi og launamismunun hjá starfsmönnum í vetrarþjónustu sem vinna sömu störf. Í erindinu er einnig lýst skoðanakúgun, forsjárhyggju, einelti og þöggun. Sagt var í bréfinu að gögn liggi fyrir varðandi þessi mál. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þetta grafalvarlega mál og hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Það hefur verið upplýst af borgaryfirvöldum að málið sé nú komið inn á borð mannauðsdeildar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort mannauðsdeild hafi sett sig í samband við starfsfólk vetrarþjónustu með það að markmiði að styðja við og hjálpa. Einnig væri gott að fá upplýsingar um hvort úrbætur hafi verið gerðar í tengslum við öryggismál, og þá hverjar. Hverjir hafa fyrir hönd borgarinnar verið í sambandi við starfsmenn vetrarþjónustu vegna þessara mála? MSS22030287

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kostnað við borgarlínuverkefnið:

Fyrirspurn Flokks fólksins um kostnað Reykjavíkur við borgarlínuverkefni. Reykjavík hefur nú þegar greitt 1 milljarð og 737 milljónir – sem sagt rúmlega 1,7 milljarð í borgarlínuverkefnið. Spurt er hver heildarkostnaður Reykjavíkurborgar verður í borgarlínuverkefnið þegar yfir lýkur og verkefnið verður komið í fulla virkni. MSS22030288

 

 

 

Borgarráð 31. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 11. og 18. mars 2022:

Athugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar eru ekki birtar í fundargerð. Harðorð mótmæli hafa borist frá stórum hópi sem ekki er hlustað á. Fyrirhugaðri framkvæmdum 3. áfanga Arnarnesvegar hefur verið mótmælt vegna þess að hann mun eyðileggja eitt dýrmætasta svæði höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdin byggir á umhverfismati frá 2003 og hefur verið mótmælt kröftuglega á öllum skipulagsstigum af íbúum nágrennisins síðastliðin 40 ár. Nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar um að ekki væri tæknilega þörf á nýju umhverfismat, því að talið er að byrjað hafi verið á framkvæmdinni 2004, er engan veginn í samræmi við umhverfissjónarmið og almennt siðferði. Á síðustu 18 árum hefur höfuðborgarsvæðið breyst mikið og áherslur í umferðarmenningu hafa breyst verulega. Því er ljóst að umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega umhverfismatinu er úrelt og þarfnast ítarlegrar endurskoðunar. Það er vert að hafa í huga að verkfræðistofurnar sem vinna þessar skýrslur fyrir Vegagerðina koma ávallt með niðurstöður sem samræmast væntingum Vegagerðarinnar, enda ólíklegt að þessar verkfræðistofur fari að bíta höndina sem fæðir þær. Það er alveg ljóst að Vegagerðin og þessar verkfræðistofur virðast aldrei setja umhverfi og lífríki í fyrsta sætið. Svo snertir þessi vegur einnig Elliðaárdalinn og gengið er þar einnig á útivistarsvæði og öllu þessu er vísað til verkefnisstjóra.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Nýji Skerjafjörður,  breyting á deiliskipulagi:

Lagt er fram stórt skjal sem ber nafnið Nýi Skerjafjörður og að breytt deiliskipulag fari í auglýsingu. Útilokað er að ná utan um allar þessar upplýsingar á stuttum tíma þótt umræðan sé nú ekki ný af nálinni. Málið hefur verð mjög umdeilt, og hreinlega mörgu mótmælt af íbúum svæðisins. Flestar þessar breytingar eru óafturkræfar. Það þarf sannarlega að byggja af krafti enda mikill húsnæðisskortur er í Reykjavík. Um það eru allir sammála enda barist um hverja íbúð. Í Reykjavík hefur ekki verið byggt nóg. Skortur hefur verið á húsnæði af öllum gerðum. Þétta á byggð þarna svo um munar. Hængur á þessu deiliskipulagi er að verið er að hanna hverfi þar sem sífellt þarf að taka mið af flugvelli sem á að fara. Af hverju má ekki bíða eftir því að það gerist og þá mun hönnun e.t.v. verða allt öðruvísi? Þá verður hægt að hanna og byggja af myndarskap. Nú þarf t.d. að ,,HANNA” nýja strönd með fram landfyllingu. Hönnuð strönd er líklega miklu betri en náttúruleg strönd að mati núverandi skipulagsyfirvalda. Þessi framkvæmd eru sögð ein mestu skipulagsmistök sem hafa verið gerð á síðustu árum.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Fornhagi 1, nýtt deiliskipulag:

Því er fagnað að lögð er fram tillaga skipulagsyfirvalda/umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1. Í tillögunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir uppsetningu tímabundna færanlegra eininga fyrir kennslu og starfsmannahald á lóð. Árum saman hafa skólayfirvöld kvartað vegna ástandsins, skólinn löngu sprunginn og mygla og raki víða í eldri byggingu. Hagaskóli var eins og Fossvogsskóli hafa verið í langan tíma heilsuspillandi húsnæði en yfirvöld vildu ekki ljá málinu eyra. Verið er að súpa seyðið af áralangri vanrækslu á viðhaldi skólabygginga í borginni. Viðhaldsskuld borgarinnar er orðin stór og komið er að skuldadögum. Hvað varðar Hagaskóla er óhætt segja að þar hefur staðan verið sérlega alvarleg. Loksins er eitthvað að gerast. Börn og starfsfólk hafa iðulega verið veik og jafnvel alvarlega veik.

 

Bókun Flokks fólksins við yfirliti yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið október – desember 2021:

Árið 2021 fóru rúmlega 11 milljónir í ferðakostnað hjá Umhverfis- og skipulagssviði þrátt fyrir að Covid væri enn í gangi. Því er velt upp hvort þessar ferðir voru allar bráðnauðsynlegar og hvort fjarfundir hefðu ekki verið jafn gagnlegir. Í það minnst hefðu þeir ekkert kostað og sparað nokkur kolefnisspor. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að nú þegar Covid verður víkjandi fari allt í sama horf og fyrir Covid. Gríðarlegum fjármunum verði eytt í ferðalög m.a. embættismanna um allan heim með tilheyrandi fjölda af kolefnissporum

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness, um fjölgun stöðvunarskýla Strætó á Kjalarnesi og betri samrýmingu á strætóleiðum:

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness um fjölgun strætóskýla á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samræma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs. Þetta er brýnt mál. Eins og staðan er núna eiga börn og unglingar í Klébergsskóla erfitt með að taka strætó til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur þar sem mörg þeirra stunda íþróttaæfingar og annað frístundastarf. Rök ungmennaráðs fulltrúans eru rök. Þrátt fyrir að Kjósin sjálf tilheyri ekki Reykjavíkurborg þá tilheyrir sveitin í Hvalfirði samt sem áður borginni og þarf gott aðgengi að samgöngum til Reykjavíkur sem auka möguleika ungmenna töluvert á að iðka íþróttir og annað félagslíf. Eins og segir í greinargerð þá tilheyra ungmenni á Kjalarnesi Reykjavík en fá í raun og veru ekki þau strætó fríðindi sem önnur ungmenni í Reykjavík fá.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sorpflokkun. Mál nr. US220055

Sveitarfélög eru ekki komin langt í að endurvinna gler þó að það eigi að fara að safna því núna. Samkvæmt skuldbindingum okkar gagnvart ESB eigum við að endurvinna gler en það er ekki gert enn. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn um hvenær endurvinnsla glers hefjist í Reykjavík?

Einnig er spurt um hvaða aðgerðir á að grípa til, til þess að flokka plast í flokka til þess að sem mest af því verður endurunnið?

Verður það gert hér á landi eða sent til úrvinnslu erlendis þar sem lögð er áhersla á að endurvinna sem mest.

Eða verður þessu brennt?

Núverandi hugmyndir eru um hátæknibrennslustöð, en slík stöð endurvinnur ekki, hún brennir oft endurvinnanlegu efni. Hátæknibrennslustöð er því ekkert annað en milliskref en ekki endanlegt ferli.

Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um yfirlit fyrirspurna og tillaga á kjörtímabilinu. Mál nr. US220075

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir yfirlit yfir öll mál, tillögur og fyrirspurnir sem Flokkur fólksins hefur lagt fram í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu. Gott er að fá upplýsingar um hvað ef þessum málum eru afgreidd og þá hvenær og hvað mörg mála eru enn í ferli eða frestun.

 

Skipulags- og samgönguráð 23. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. mars 2022 á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr um samráð í þessu máli sem og fjölmörgum öðrum. Við lestur athugasemda virðist sem ekki hafi verið haft samráð við íbúa þarna í nágrenninu. Athugasemdir snúa að því hvernig lóðin verði nýtt til frambúðar og þessi stóri og vel staðsetti reitur ætti að verða hluti af þeirri heildar uppbyggingu svæðisins sem hljóti að verða að veruleika á næstu árum. Stóra matvöruverslun vanti t.a.m. í hverfið og ekki sé umhverfisvænt að þurfa að fara í önnur hverfi eftir vistum. Svæðið ætti að nýta til uppbyggingar á innviðastarfsemi sem styrki hverfið, t.a.m. verslanir, leikskóla og heilsugæslu. Í athugasemdunum eru margar gagnlegar tillögur sem taka ætti mark á en ekki vísa á bug.

 

Bókun Flokks fólksins við bréf umhverfis- og skipulagssviðs að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á gatna- og umhverfislýsingu árið 2022:

Hér óskar meirihlutinn eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á gatna- og umhverfislýsingu 2022. Kostnaðaráætlun 2 er 700 m.kr. Þetta er sjálfsögð framkvæmd en er vörðuð mistökum í útboðum. Nú þarf að vanda til verka.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að óskað er eftir að borgarráð samþykki að í stað Klasa ehf. taki Borgarhöfði fasteignaþróun II ehf. við réttindum og skyldum samkvæmt samkomulagi vegna uppbyggingu á Ártúnshöfða:

Hér er verið að fjalla um stórframkvæmdir og ekki auðvelt að sjá alla lausa enda. Þó er ljóst að borgin þarf að standa vel að sínu og ekki tapa fjárhagslega. Kostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir i hverfinu er verulega umfram áætlaðar tekjur af gatnagerðargjöldum en framkvæmdaaðilar munu taka þátt í þeim umframkostnaði. Þar munu sennilega koma upp vafamál. Svo mun borgin taka þátt í listskreytingum í almenningsrýmum. Minna má á pálmana sem rísa áttu í Vogabyggð og vonast fulltrúi Flokks fólksins eftir að einhver lærdómur hafi verið dreginn af því máli. Hér þarf að vera á tánum og öll upplýsingagjöf þarf að vera greið svo að t.d. minnihlutafulltrúar geti veitt aðhald.

 

Bókun Flokks fólksins við drögum að erindisbréfi aðgerðahóps um móttöku flóttafólks eru send borgarráði til kynningar:

Þetta er nauðsynlegt og stórt verkefni og kemur ofan á vöntun á úrræðum vegna barna sem þegar búa í Reykjavík. Hér er meðal annars fjallað um kennslu fyrir börn á grunnskólaaldri, leikskólapláss, félagslegan stuðning og leiðbeiningar fyrir frístunda-, tónlistar- og íþróttaþátttöku og eftir atvikum atvinnuþátttöku. En bæta mætti við að á meðal flóttamanna er án efa fólk sem hefur unnið með börnum svo sem kennarar sem vilja starfa áfram. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir nýrri hugsun, nýrri nálgun og endurstokkun á útdeilingu fjármagns nú þegar fjöldi stríðshrjáðs fólks streymir til landsins. Fresta þarf fjárfrekum framkvæmdum sem geta beðið betri tíma. Geislabaugurinn sem fyrirhugað er að rísi á Lækjartorgi verður að fara á ís svo og mörg önnur sambærileg verkefni sem ekki eru nauðsynleg. Með komu úkraínsku barnanna bætist í hóp barna sem þarfnast aðstoðar af ýmsu tagi. Þótt fjármagn komi frá ríkinu í einstök verkefni ber sveitarfélagið sína fjárhagslegu ábyrgð sem og siðferðislegu. Langir biðlistar eru eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Í biðlistaborginni Reykjavík bíða nú 1804 börn eftir fagþjónustu skóla. Ef þarfir fólks verða ekki í forgangi, er hætta á að Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrgð á að veita lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu  borgarstjóra, dags. 15. mars 2022, að borgarráð samþykki uppfærða útgáfu af græna planinu – heildarstefnu Reykjavíkur til 2030 og sóknaráætlun græna plansins 2022-2023, langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar:

Í þessu skjali er nú fátt „grænt“, mest er þetta lof um þetta stafræna eins og það sé efst á lista græna plansins. Stafrænar æfingar hafa nú staðið yfir í þrjú ár og ráðstafa á 15,3 milljörðum þetta og næsta ár í verkefnin. Virkar lausnir sem gagnast borgarbúum og starfsmönnum má telja á fingrum annarrar handar. Málaflokkar sem snúa að börnum og öðrum viðkvæmum hópum hafa hrunið niður forgangslistann að sama skapi. Markmið meirihlutans er að gera Reykjavík að besta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi eftir því sem borgarfulltrúi Flokks fólksins skilur gögnin. Það gapa margir yfir þessu. Í gögnum segir „þetta er risastórt verkefni sem á sér fáar hliðstæður hér á landi“. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að nú hafi meirihlutinn misst fótanna. En nokkur orð um alvöru grænt og loftlagsmál. Minnt er á að meirihlutinn felldi tillögu Flokks fólksins um að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli í samráði við nágrannasveitarfélög til að kolefnisjafna höfuðborgarsvæðið. Á því svæði eru Hólmsheiði, Mosfellsheiði, Nesjavallaleið en ekki Svínahraun né önnur nýrunnin friðuð hraun eins og borgarstjóri lét hafa eftir sér. Í Facebook færslu hans mátti sjá að borgarstjóri kaus að misskilja tillöguna og ruglaði þessu svæði saman við svæðið milli Heiðmerkur og Bláfjalla.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  fjármála- og áhættustýringarsviðs þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um rými á 1. hæð á Rafstöðvarvegi 4:

Leigja á rýmið fyrir tímabundið verkefni á vegum Barnaheilla, hjólasöfnun. Á það er minnt að Toppstöðin er hús sem er að stórum hluta byggt úr asbesti og hýsir aflagða rafmagnsaflstöð. Í húsinu eru margir hættulegir staðir og á mörgum stöðum innan hússins er mikil fallhæð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ábyrgðarhluti að leigja húsið nokkrum yfir höfuð. Tilefni er til að birta hér bókun Flokks fólksins frá nóvember 2021 þar sem hvatt er til þess að húsið verði rifið: „Gert er ráð fyrir 200 m.kr. í fjárfestingu í Toppstöðinni (áætlun fyrir árið 2022). Áætlað var á sínum tíma að rífa Toppstöðina sem hefði verið og er enn góður kostur. Réttast er að mati fulltrúa Flokks fólksins að rífa bygginguna og byggja nýja sem hægt væri að klæðskerasauma að framtíðarverkefnum. Toppstöðin hefur ekki verið talin merkileg bygging. Um er að ræða hús, stálgrindarhús sem auðvelt er að rífa. Þarna er auk þess asbest sem þarf að fjarlægja með ærnum kostnaði, sama hvað gert verður við húsið. Hér er lag að reisa fallega byggingu á einstaklega góðum stað.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 14. mars 2022, varðandi innri endurskoðunaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar 2022-2023, ásamt endurskoðunaráætlun, dags. í febrúar 2012:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að innri endurskoðun hefur ákveðið að gera úttekt á þjónustu- og nýsköpunarsviði (ÞON) árið 2023. Fulltrúi Flokks fólksins hefur beðið um þessa úttekt og hefur í tvígang átt fund með innri endurskoðanda til að fara með honum yfir gögn ÞON. Efasemdir eru um að vel hafi verið farið með fjármagn borgarbúa í þessari vegferð. Árið 2020 var allstór hópur sérfræðinga rekinn af sviðinu, í miðju COVID. Eftir það var eins og fjandinn væri laus. Fjáraustrið byrjaði og á þessu og næsta ári hverfa 15,2 milljarðar. Á verkefnalista ÞON má ýmist sjá lausnir sem dagaði uppi eða lausnir sem engin brýn þörf er á. Lausnir sem liðka fyrir þjónustu og létta vinnu starfsfólks má telja á fingrum annarrar handar. Samtök iðnaðarins hafa einnig velt upp spurningum um hvað sé í gangi hjá ÞON, allar þessar uppgötvanir, tilraunir og þróunarvinna eins og verið sé að finna upp hjólið, aftur! Nú liggur fyrir skipting rúmlega 15 milljarða 2022-2023 sem er eftirfarandi: 8 ma.kr. í stafræna umbreytingu í Reykjavík, 2,8 ma. í hugbúnað og upplýsingatæknikerfi, 2,5 ma. í upplýsingatækniinnviði og 2,3 ma. í stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla (sem eru hverjir?).

 

Bókun Flokks fólksins við svari umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sementsrannsóknir á húsnæði Vörðuskóla, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs 24. febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Það er ánægjulegt að verið sé að vinna í því að gera rannsóknir sem sýna að mygla sé komin í sementið. Einnig var spurt hvort það sé góð ráðstöfun á almannafé að fara í viðgerðir á Vörðuskóla þegar ekki liggur fyrir hvort yfir höfuð sé hægt að uppræta myglu og bjarga húsnæðinu. Ekki fengust svör við þeirri spurningu. Er ekki rétt að bíða eftir rannsóknarniðurstöðum og taka skrefið um viðgerð eða niðurrif eftir það?

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um frestun framkvæmda á Lækjartorgi til að eyða biðlistum eftir húsnæði, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2022:

Tillagan er felld.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að allar framkvæmdir með Lækjartorg verði látnar bíða og peningar notaðir frekar til að ráðast í að eyða biðlistum sem eru nánast í hverja einustu þjónustu í borginni sem og eftir húsnæði, félagslegu og sértæku húsnæði. Tillagan er felld. Það liggur ekkert á að setja geislabaug yfir Lækjartorg en það liggur á að hjálpa börnum í neyð og byggja þak yfir höfuð þeirra sem eiga ekki heimili. Við bætist nú að von er á stórum hópi flóttamanna frá Úkraínu, allt að 2000 manns og jafnvel fleiri. Fólk er farið að streyma til landsins. Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þetta stóra mikilvæga verkefni kallar á fjármagn. Ljóst er að nú þarf borgarmeirihlutinn að endurskoða útdeilingu fjármagns. Fresta fjárfrekum framkvæmdum. Geislabaugurinn skrautlegi á Lækjartorgi verður að fara á ís. Sama gildir um önnur verkefni sem ekki eru nauðsynleg. Það verður að fara að setja fólk og þarfir þess í fyrsta sæti. Ef spilin verða ekki endurstokkuð er hætta á að Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrgð sína um lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Samkvæmt fjórða ársfjórðungsyfirliti húsnæðisáætlunar 2021 sem lögð var fyrir borgarráð þá komu 1.285 nýjar íbúðir inn á húsnæðismarkaðinn árið 2021. 9.038 íbúðir eru nú í deiliskipulagsferli og af þeim eru 2.118 á vegum húsnæðisfélaga. Mikil umbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði undanfarin ár með tilkomu nýrra hverfa og öflugri uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis. Markmið hafa náðst hvað varðar félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Fólki á biðlistum eftir almennu félagslegu húsnæði hefur fækkað jafnt og þétt frá janúar 2019 um 444 einstaklinga en í árslok 2021 voru 524 á bið og er það um 50% fækkun. Hvað varðar hugmyndir um endurhönnun Lækjatorgs þá er sú vinna enn á hugmyndastigi og á fjárfestingaráætlun í framtíðinni. Allar áætlanir um félagslegt húsnæði eru í góðu, skýru og gegnsæju ferli og ekki ástæða til að breyta þeim að svo stöddu. Því er tillaga áheyrnafulltrúa Flokks Fólksins felld.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu meirihlutans við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stofnun Stjórnsýsluendurskoðunar Reykjavíkur, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2022:

Tillagan er felld.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgarráð samþykkti að stofna Stjórnsýsluendurskoðun Reykjavíkur en hlutverk hennar yrði að gera stjórnsýsluúttektir á starfsemi stofnana Reykjavíkurborgar með tilliti til nýtingar fjármuna borgarinnar, hagkvæmni og skilvirkni og hvort að framlög skili tilætluðum árangri. Meirihlutinn hefur nú fellt þessa tillögu. Þetta er hugmynd sem meirihlutanum í borginni hugnast ekki, öllu sem hefur það markmið að skoða kerfið með tillögur til úrbóta telur þessi meirihluti að ekki sé þörf á. Stofnun sem hér er lögð til gæti verið til gagns svo um munar. Stofnun sem þessi þarf ekki að vera stór en nægjanlega öflug til að taka að sér úttektir á stofnunum borgarinnar og fleiru. Ástæða þess að tillaga sem þessi er sett fram er að skort hefur á gagnsæi með mörg verkefni. Sem dæmi þá hafa vaknað upp spurningar um forgangsröðunina hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þarna er fjárfestingaráætlun upp á 12,5 milljarða króna og á tveimur árum er áætlað að eyða yfir 15 milljörðum í stafrænar lausnir. Var ekki einhvern tímann talað um 10 milljarða króna á þremur árum? Hvenær bættust aðrir 5 við? Í þessu sem mörgu á forræði þessa meirihluta vantar heildaryfirsýn. Hver tekur t.d. út verklok?

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Innri endurskoðun og ráðgjöf er eftirlitseining Reykjavíkur sem efld hefur verið á þessu kjörtímabili. Innri endurskoðun og ráðgjöf sinnir allri innri endurskoðun innan Reykjavíkurborgar og ekki er þörf á annarri eftirlitseiningu. Tillaga um stofnun nýrrar stjórnsýsluendurskoðunar er því felld.

 

Bókun Flokks fólksins undir lið 1 í fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 7 mars 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að sjá loksins gagnrýnar umræður eiga sér stað um Arnarnesveginn í þessu íbúaráði. Nóg var baráttan að fá umræðu um málið í íbúaráðinu en lengi vel var sagt að málið væri bara komið með farsæla lausn. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með fulltrúa íbúasamtaka sem leggur fram svohljóðandi bókun: „Arnarnesvegur er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og samvinnuverkefni Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðar. Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er þannig hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Telur fulltrúi íbúasamtakanna Betra Breiðholt þau engan veginn í takt við þarfir íbúa. Fulltrúinn leggur því til að áform um veginn verði endurskoðuð þannig að þau taki frekar mið af þörfum Breiðhyltinga með tengingum við hjólreiðavegi og falleg útivistarsvæði. En skoðað verði hvort í raun sé þörf fyrir almenna umferð á svæðinu, hvort nægja myndi að veita umferð borgarlínu og forgangsakstri um svæðið en ekki almenna umferð og því ekki þörf fyrir framkvæmd af þessari stærðargráðu.

 

Bókun Flokks fólksins undir lið 4 í fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 10. mars 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur orðið var við óánægju sem virðist gæta hjá mörgum íbúum Kjalarness með frammistöðu og fálæti borgarmeirihlutans í Reykjavík. Kjalarnes er of langt frá miðbænum til að vera spennandi hjá þessum meirihluta. Íbúar úthverfa hafa einnig tjáð sig um að vera útundan og ekki komast nægjanlega vel á blað hjá þessum meirihluta. Sem dæmi um óánægju íbúa í úthverfa er bókun fulltrúa Íbúasamtaka Kjalarness sem er svohljóðandi: „Ráða má af umræðum og af almennum fundi Íbúasamtaka Kjalarness sem haldinn var 9. mars sl. að mikillar óánægju gætir hjá íbúum með frammistöðu og fálæti Reykjavíkurborgar gagnvart Kjalarnesi. Í ljósi þess óskar íbúaráð Kjalarness eftir kosningu um vilja Kjalnesinga um að Kjalarnesið gangi út úr Reykjavíkurborg og færist undir annað sveitarfélag. Kosningin yrði samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum“.

 

Bókun Flokks fólksins við 9. lið fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. febrúar 2022:

Tekið er undir bókun Sjálfstæðisflokks þess efnis að ánægjulegt er að sjá að launakostnaður og rekstrarkostnaður í heild hafa lækkað milli ára hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Bent er einnig á í bókun að skuldir OR eru rúmir 200 milljarðar um áramót sem er talsvert umfram markmið OR en gert var ráð fyrir að skuldir væru 192 milljarðar í árslok 2021. Þetta gerist þrátt fyrir að fjárfestingar séu 3 milljörðum minni en gert var ráð fyrir. Aftur að launakostnaði, en almennt eru forstórar á ofurlaunum. Það er ekki langt síðan að gengið var frá launahækkun forstjórans og hækkuðu laun hans þá um 370 þúsund krónur á mánuði. Rök stjórnar voru þá m.a. þau að aðrir forstjórar orkufyrirtækja séu með há laun og þessi forstjóri hafi staðið sig svo vel, eins og það sé ekki beinlínis sjálfgefið að forstjóri standi sig vel. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum.

 

Bókun Flokks fólksins við 12. lið yfirlit  embættisafgreiðslna um könnun á viðhorfi og líðan borgarfulltrúa sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál:

Þetta er áhugaverð könnun og staðfestir margt sem fulltrúi Flokks fólksins upplifir sem borgarfulltrúi í minnihluta. Ef borgarfulltrúi ætlar að láta að sér kveða sem minnihlutafulltrúi í stærsta sveitarfélagi landsins þarf að leggja dag við nótt. Álagið er mikið. Starfið er gefandi enda þótt fá sem engin mál náist í gegn. Umbunin felst í tækifærinu í að vera í nálægð við borgarbúa, hlusta á raddir þeirra og reyna að finna leiðir til að bæta það sem borgarbúum finnst þurfa að bæta til að þeir geti lifað sómasamlegu lifi og meira gæðalífi. Í Reykjavík sérstaklega eiga margir um sárt að binda aðallega vegna þess að þeir fá ekki þá þjónustu hjá sveitarfélaginu sem þeir hafa rétt til. Verkefnin eru því ærin. Umbunin felst einnig í þeirri vitneskju að því meira og oftar sem hlutir eru endurteknir að þá holar dropinn steinninn með tíð og tíma. Menning og starfshættir sveitarstjórna eru án efa mismunandi. Meirihlutar sumra sveitarfélaga eiga gott og farsælt samstarf við minnihlutann sem grundvallast á að bjóða hinum síðari að borðinu og hlusta einnig á það sem þeir hafa fram að færa. Samstarf meiri- og minnihluta sveitarstjórnar er lykilatriði ef starfið á að geta verið farsælt og án átaka.

 

Ný mál frá Flokki fólksins

Fyrirspurnir um hvernig brugðist hafi verið við niðurstöðum starfsánægjukannana hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar fyrirspurnir um hvernig brugðist hafi verið við niðurstöðum starfsánægjukannana hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið af niðurstöðum starfsánægjukannana sem komu afar illa út hjá Slökkviliðinu fékk fulltrúi Flokks fólksins fréttir af því að SHS (Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu) hafi farið í samstarf við Empower. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig hefur verið brugðist við þessum niðurstöðum. Í ljósi þess að niðurstöður sýndu alvarlega stöðu hjá fyrirtækinu er spurt hvort ekki sé rétt að gerð verði heildarúttekt á trausti starfsfólks til stjórnenda SHS. MSS21120028

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um skort á leikskólaplássum og hvort sé til rými fyrir úkraínsk flóttabörn.

Því hefur verið fleygt að það vanti 900 leikskólapláss en tölunni 1500 hefur einnig verið fleygt. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað vantar mörg leikskólapláss núna (mars 2022). Hvað er reiknað með að vanti mörg pláss þegar sumarfríum lýkur í ágúst 2022? Einnig er spurt hvort búið er að gera áætlanir um móttöku barna frá Úkraínu sem nú streyma til landsins. Er farið að skoða hvað vantar inn í skólana, smátt og stórt, t.d. er rými, snagar, borð og stólar? Hvað er áætlað að þurfi að fjölga mikið í starfsmannaliði leikskólanna ef við bætast t.d. 100 börn á stuttum tíma? MSS22030165

 

Borgarráð 17. mars 2022

Borgarstjórn Reykjavíkur
15. mars 2022

Greinargerð með umræðu borgarfulltrúa Flokks fólksins um aðkomu Reykjavíkur að fjölþættri aðstoð fyrir flóttamenn frá Úkraínu

Inngangur

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir umræðu í borgarstjórn um aðkomu Reykjavíkurborgar að fjölþættri aðstoð og stuðningi (fjárhagsaðstoð, áfallahjálp, sálfræðiaðstoð, tækifærum til menntunar, frístunda og tómstundastarfs) fyrir úkraínsk börn og foreldra þeirra sem setjast að í Reykjavík vegna innrásar Rússahers í land þeirra.

Staðan í dag

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og fjölgar þeim með degi hverjum. Búist er við að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu næstu vikur og mánuði. Sumir munu dvelja hér tímabundið (a.m.k. eins lengi og innrásin stendur yfir) en aðrir munu setjast hér að til lengri tíma og jafnvel aldrei snúa aftur heim.

Stór hluti flóttafólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Fjöldi úkraínskra barna sem koma til Reykjavíkur á næstu dögum og vikum gæti orðið allt að 200. Nú þegar hefur stórum hópi flóttamanna verið boðið húsnæði í Reykjavík af borgarbúum og einkaaðilum/fyrirtækjum sem hafa aukarými eða hafa yfir að ráða lausu húsnæði. Þak yfir höfuðið er frumskilyrði. Spurt er í því sambandi hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni.

Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þau þarfnast áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarfnast fjárhagsaðstoðar til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnin þurfa að geta komist sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Það er mikilvægt að þau geti farið að lifa eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavík ætlar að haga víðtækri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttafólkið og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börn, öryrkjar, fátækir, heimilislausir og eldra fólk, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur.
Það er þess vegna ekki seinna vænna en að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem nú er komin upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu. Endurskoða þarf útdeilingu fjármagns. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti. Fólkið fyrst og svo allt hitt.

 

Bókun Flokks fólksins undir  umræðunni:

Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að veita flóttafólkinu fjárhagslega og félagslega aðstoð. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla og í frístund.

Nú þegar fjöldi stríðshrjáðs fólks streymir til landsins hlýtur borgarmeirihlutinn að verða endurskoða útdeilingu fjármagns úr borgarsjóði. Fresta ætti fjárfrekum framkvæmdum sem geta beðið betri tíma. Geislabaugurinn sem fyrirhugað er að rísi á Lækjartorgi verður að fara á ís. Sama gildir um mörg önnur sambærileg verkefni sem ekki eru nauðsynleg og jafnvel engin er að biðja um.

Flokkur fólksins hefur talað ítrekað um að breyta þurfi forgangsröðun þegar fjármagni er útdeilt. Með komu úkraínsku barnanna bætist í hóp barna sem þarfnast aðstoðar af ýmsu tagi. Þótt fjármagn komi frá ríkinu í einstök verkefni ber sveitarfélagið sína fjárhagslegu ábyrgð sem og siðferðislega.

Kallað er eftir nýrri hugsun, nýrri nálgun í borgarstjórn enda ekki vanþörf á. Langir biðlistar eru eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Í biðlistaborginni Reykjavík bíða nú 1804 börn eftir fagþjónustu skóla.

Ef spilin verða ekki endurstokkuð með þarfir fólks í forgangi, er hætta á að Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrg sína um að veita lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um tillögur stýrihóps um uppbyggingu leikskóla, sbr. 16. lið borgarráðs frá 3. mars sl:

Að taka á móti börnum frá 12 mánaða aldri á leikskóla borgarinnar var kosningaloforð Samfylkingarinnar 2018. Skortur á leikskólaplássum er ekki nýr vandi í Reykjavík heldur áralangur. Á kjörtímabilinu hefur ríkt mikil óvissa í þessum málum. Haustið 2021 voru margir foreldrar settir í ólíðandi aðstæður því þeir vissu ekki hvenær börn þeirra fengju leikskólapláss. Nú er lofað að spýta í lófana og minnka bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að fjölga leikskólarýmum. Skortur á leikskólarýmum hefur m.a. verið rakinn til erfiðleika með að spá fyrir um fjölgun barna. Nú bíða mörg hundruð börn eftir plássi. Einnig er von á 300 leik- og grunnskólabörnum frá Úkraínu, kannski fleirum. Hefði staðan í þessum málum verið betri yrði ekki vandkvæðum bundið fyrir úkraínsku börnin að hefja skólagöngu um leið og þau eru tilbúin. Skortur á starfsfólki er annar stórvandi sem hefur verið viðvarandi vandi í leikskólum í mörg ár. Þessum og síðasta meirihluta hefur mistekist að leysa þann vanda. Í áætluninni er ekki minnst á dagforeldra og hvernig sú stétt kemur inn í þessar tillögur. Kallað er eftir heildarmyndinni. Fagna ber hverju skrefi, loforði sem staðið er við og hrósið fær starfsfólk leikskóla fyrir vinnu sína oft í erfiðum og óboðlegum aðstæðum.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokksins um skólaskil:

Tillagan kveður á um að auka sveigjanleika milli skólastiga við upphaf og lok grunnskólans. Tillagan tekur ekki á hvort eða hvernig meta eigi hvort barn sé tilbúið að hefja skólanám ári fyrr. Það er flóknara að finna út hvenær barni hentar að hefja skólagöngu heldur en að ljúka henni, þegar barn á að stunda nám með eldri krökkum. Mikill munur getur verið á vitsmunalegum, félagslegum, tilfinningalegum sem og líkamlegum þroska barna sem fædd eru á sama ári. Ákvæði laga um að börn skuli hefja skyldunám á því almanaksári sem þau verða 6 ára er sett til að reyna að tryggja jafna stöðu. Eigi barn að byrja ári fyrr í skóla er gert mat á þroskastöðu þess samkvæmt ákveðnum viðmiðunarreglum til að kanna hvort það komi til með að standa undir þeim fjölmörgum kröfum, stundi það nám með eldri börnum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í tillöguna vanti hver hafi lokaorð um hvort barn er tilbúið að stunda nám með eldri krökkum. Flýtingar í námi hafa alltaf verið og eru við lýði en þó aðeins að undangengnu mati sálfræðings og umsögnum þeirra sem þekkja vel til barnsins s.s. leikskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Hagsmunir barns eiga að stýra för í þessu sem öðru.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Miðflokksins um að öll ljósastýringarmál fari til Vegagerðarinnar:

Tillagan gengur út á að færa framkvæmd ljósastýringa frá borginni til Vegagerðarinnar og/eða Betri samgangna ohf. Það er rökrétt þar sem þá verður yfirsýn yfir alla ljósastýringu í gatnakerfinu á einni hendi, að því gefnu að önnur sveitarfélög feli einnig Vegagerðinni og/eða Betri samgöngum ohf. sambærilegt verk.

 

Bókun Flokks fólksins við tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavík beiti sér gegn spilakössum í Reykjavík:

Spilafíkn veldur samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar í Reykjavík. Umræða um hvort rétt sé að banna rekstur spilakassa hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu lokum.is. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til árið 2021 að Reykjavíkurborg endurskoðaði reglur og samþykktir borgarinnar með það að markmiði að minnka rekstur spilakassa. Tillagan var felld. Reykjavík getur takmarkað rekstur spilakassa og hefur ýmsar heimildir til að setja reglur sem gætu komið í veg fyrir áframhaldandi rekstur spilakassa í borginni eða í það minnsta dregið úr slíkri starfsemi. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur kveður m.a. á um að enginn megi reka leiktækjastað eða þess háttar starfsemi gegn borgun nema með leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Jafnvel þótt engar reglur hafi verið settar um rekstur spilakassa þá eru í gildi ýmsar samþykktir sem hægt er að breyta og gera þar með ítarlegri kröfur til rekstraraðila. Ef horft er til skipulags borgarinnar væri t.d. góð byrjun að gera kröfu um að ekki megi selja áfengi eða veitingar í spilasölum eða að ekki megi reka spilakassa í rými þar sem fari fram veitingasala eða áfengissala. Það má að minnsta kosti hefja skoðun á því hvort slík reglusetning myndi rúmast innan heimilda borgarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við  umræðu að aðkomu Reykjavíkur að fjölþættri aðstoð fyrir flóttamenn frá Úkraínu:

Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að veita flóttafólkinu fjárhagslega og félagslega aðstoð. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla og í frístund. Nú þegar fjöldi stríðshrjáðs fólks streymir til landsins hlýtur borgarmeirihlutinn að verða að endurskoða útdeilingu fjármagns úr borgarsjóði. Fresta ætti fjárfrekum framkvæmdum sem geta beðið betri tíma. Geislabaugurinn sem fyrirhugað er að rísi á Lækjartorgi verður að fara á ís. Sama gildir um mörg önnur sambærileg verkefni sem ekki eru nauðsynleg og jafnvel enginn er að biðja um. Flokkur fólksins hefur talað ítrekað um að breyta þurfi forgangsröðun þegar fjármagni er útdeilt. Með komu úkraínsku barnanna bætist í hóp barna sem þarfnast aðstoðar af ýmsu tagi. Þótt fjármagn komi frá ríkinu í einstök verkefni ber sveitarfélagið sína fjárhagslegu ábyrgð sem og siðferðislegu. Kallað er eftir nýrri hugsun, nýrri nálgun í borgarstjórn enda ekki vanþörf á. Langir biðlistar eru eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Í biðlistaborginni Reykjavík bíða nú 1804 börn eftir fagþjónustu skóla. Ef spilin verða ekki endurstokkuð með þarfir fólks í forgangi er hætta á að Reykjavíkurborg axli hvorki ábyrgð sína um að veita lögbundna þjónustu né megni að sinna stríðshrjáðum fjölskyldum frá Úkraínu.

 

Bókun Flokks fólksins við 13 lið  fundargerðarinnar frá 3. mars; svar fjármála- og áhættustýringarsviðs við erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2020:

Flokkur fólksins lýsir sérstökum áhyggjum yfir því að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfél:aga telji ástæðu til þess að óska sérstaklega eftir upplýsingum um reikningsskilaaðferð á fasteignum Félagsbústaða hf. í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða að fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum. Þær ábendingar sem koma fram í bréfi nefndarinnar til Reykjavíkurborgar, dags. 3. desember 2021, eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að fá skorið úr öllum álitamálum í þessu efni. Jafnframt skal bent sérstaklega á að í bréfi nefndarinnar kemur skýrt fram hve mikilvægt eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa er með fjármálum borgarinnar og hve þýðingarmikið það er að því sé komið á framfæri í sambandi við undirritun ársreiknings ef vafi leikur á um einstök atriði við uppsetningu eða útfærslu ársreiknings. Það hvetur fulltrúa minnihlutans til dáða við að vera óhrædda við að gera það sem fært er til að fá skorið úr álitamálum er varða reikningsskil Reykjavíkurborgar og frágang ársreiknings hennar.

 

Bókun Flokks fólksins við 9. lið við fundargerð og velferðarráðs frá 2. mars:

Fulltrúi Flokks fólksins harmar viðbrögð og afgreiðslu meirihluta velferðarráðs við tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta á fundi velferðarráðs 2. mars sl. Tillaga ungmennaráðsins var að aðgengi unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum yrði bætt. Án nokkurs samráðs við fulltrúa í minnihluta velferðarráðs var lögð fram breytingartillaga sem er með öllu óraunhæf og til þess fallin að slá ryki í auga tillöguflytjanda. Meirihlutinn leggur til að velta vinnunni yfir á heilsugæslusálfræðinga og vill ræða við heilsugæsluna um að heilsugæslusálfræðingar fari út í skólana og veiti grunnskólanemum að sálfræðiþjónustu. Þetta er fráleitt. Heilsugæslusálfræðingar starfa á heilsugæslunni og sinna fjölbreyttum hópi. Til þeirra er langur biðlisti. Í breytingartillögu meirihlutans er gengið svo langt að segja að „skoða hvort og hvernig sálfræðingar Heilsugæslunnar fái afnot af skólahúsnæði til að geta veitt nemendum meðferð líkt og skólahjúkrunarfræðingar hafa haft um langa hríð“. En það eru sálfræðingar skólaþjónustunnar sem eiga að sinna þessum hópi samkvæmt lögum. Þeirra aðsetur er hins vegar á þjónustumiðstöðvum en ekki út í skólum. Ítrekað hefur verið lagt til að færa aðsetur skólasálfræðinga út í skólanna án árangurs. Hins vegar hikar velferðarráð ekki við að leggja það til að finna stað fyrir heilsugæslusálfræðinga í skólum borgarinnar til að sinna vinnu skólasálfræðinganna.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Í samráði við ungmennaráðsfulltrúann var lögð fram breytingartillaga sem var samþykkt af öllum fulltrúum í velferðarráði nema fulltrúa Flokks fólksins.

 

 

 

Borgarstjórn 15. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á hlutverki samráðsnefnda við stefnumótun og ákvarðanatöku sbr. aðgerð 2. í aðgerðaráætlun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar:

Flokkur fólksins fagnar þessari umræðu um hlutverk samráðsnefnda  við stefnumótun og ákvarðanatöku þegar verið er að taka ákvarðanir sem lúta að aðstæðum og umhverfi borgarbúa og minnihlutahópa eða íbúa hverfa. Það hefur verið langþráður draumur sem minnihlutafulltrúi Flokks fólksins að  samráðsferli og eðli samráðs sem Reykjavíkurborg hefur við borgara og hagaðila verði skoðað með gaumgæfulegum hætti og því breytt í grunninn. Samráðsferli hefur alls ekki verið alltaf skýrt og engar samræmdar leiðbeiningar liggja fyrir. Hvað þarf að liggja til grundvallar í vel heppnuðu samráðsferli þarf að liggja fyrir.
Hefja þarf samráð á allra fyrstu stigum, fara að stað með autt blað og leyfa borgarbúum (íbúum hverfa) og hagaðilum að leggja frumdrög að forsendum. Þetta hefur því miður ekki verið með þessum hætti á kjörtímabilinu með þeim afleiðingum að víða hafa logað eldar um borgina sem enn hefur ekki tekist að slökkva. Fulltrúi tekur heilshugar undir eftirfarandi:Gerð verði úttekt á núverandi fyrirkomulagi samráðs við stefnumótun og ákvarðanatöku hjá Reykjavíkurborg. Markmið: Að samráð við íbúa, hagaðila og samráðsnefndir verði ætíð stór hluti af stefnumótun og stærri ákvörðunum.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á verkefninu áhættustýring og greining misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg, Innri Endurskoðun:

Nokkrar aðgerðir eru  á „rauðu“ sem þýðir að verulegrar styrkingar er þörf til að minnka misferlisáhættu
Á rauðu eru t.d. duldar eftirlitsaðgerðir sem starfsmönnum og viðskiptavinum er ekki kunnugt um, svo sem gagnagreiningar sem ætlaðar eru að bera kennsl á óvenjulegar aðgerðir. Þetta vekur upp spurningar.  Reykjavíkurborg er ekki lögregla sem ættu að fá leyfi til að  „njósna“ um starfsfólk. Er ekki komið á hættubraut ef borgarráð/fagráð samþykkir lista af einstaklingum sem hafa leyfi til að afla upplýsinga og skilgreinir eigið upplýsingaaðgengi með tilliti til þeirra varna gegn misferli sem ætlað er að leynd hvíli yfir?
Nú eru rafrænar undirskriftir ekki enn komnar í gagnið hjá borginni eins og verið hefur við lýði hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum. Hefur það ekkert gildi þegar kemur að áhættustýringu og misferlisgreiningu? Margt er varðar starfslokasamninga eru á „rauðu“. Fram kemur að hafa þarf samtöl en ekki er víst að þau skili endilega miklu, viðkomandi vill kannski ekki mikið segja, verandi að hætta í starfinu.
Erfitt að lesa úr skoðanakönnun borgarfulltrúa. Hverjar eru þar helstu niðurstöður? Talað er um siðareglur í skýrslunni. Setta voru siðareglur borgarfulltrúa sem brotnar voru viku seinna í beinni útsendingu borgarstjórnar. Svo mikið fyrir siðareglur!

 

Bókun Flokks fólksins við tillögur starfshóps um ókyngreinda aðstöðu í skóla – og frístundahúsnæði Reykjavíkurborgar dags. nóvember 2021. Jafnfram er lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs dags. 15. febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið þær upplýsingar að ekki er ennþá búið að breyta reglugerðum hvað þessi efni varðar og því er enn sem komið er ekki skylda að bjóða upp á ókyngreind salerni eða ókyngreinda búningsaðstöðu. Ríkisstjórnin hyggst gera slíkar breytingar á viðeigandi reglugerðum á þessu ári eða 2023, sbr. markmið 10. í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. Ljóst er að hið opinbera ætlar ekki að veita fjármagn til verkefnisins ef litið er til þess að aðeins var athugaður kostnaður hjá þeim skólum: Þar sem ekki eru ókyngreind salerni eða ókyngreind búningsaðstaða, þar sem skólastjóri/forstöðufólk taldi þörf á slíku og þar sem nemendur höfðu kallað eftir ókyngreindri aðstöðu. Verður að áætla að þegar áðurnefndar reglugerðarbreytingar ganga í garð verði auk þess þörf á frekari breytingum í öðrum skólum, íþróttamiðstöðvum og félagsheimilum. Því er líklegt að heildarkostnaðurinn verði umtalsvert meiri en þær 30 m.kr. sem gert er ráð fyrir í frumkostnaðaráætlun. Hér er enn eitt dæmið um hvernig hið opinbera gerir breytingar á lögum og reglum með fögur fyrirheit um breytta tíma án þess að fjármagn fylgi til að framfylgja þeim lögum og reglum á sveitarstjórnarstiginu.

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 10. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. mars 2022 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún:

Deiliskipulagsbreytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á 79 íbúðum í stað hjúkrunarrýma. Væri ekki rétt að áætla með einhverjum hætti hvar á að byggja þau hjúkrunarrými sem ekki fá lengur þennan stað? Svo er hæpið að fullyrða að það henti vel að bjóða upp á deilibílaþjónustu á reitnum en fullyrt er að fólk ferðist almennt með vistvænum ferðamátum dagsdaglega en hafi aðgang að bíl ef þörf er á. Þarna er of mikið sagt. Því er jafnframt haldið fram að rannsóknir hafi sýnt fram á að einn deilibíll geti komið í staðinn fyrir 5-20 einkabíla. Kannski sýna sumar rannsóknir að þetta geti gengið eftir en margar kannanir sýna allt annað og engin reynsla er komin á þetta kerfi. Óskhyggja á ekki að stýra deiliskipulagi.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 7. mars 2022, þar sem ársfjórðungsskýrsla, október til desember 2021, borgarvaktar í velferðar- og atvinnumálum er lögð fram til kynningar:

Augljóst er að Covid hefur haft gríðarmikil áhrif á líf, heilsu og almennt á tilveru fólks í full tvö ár. Aðgerðir vegna faraldursins höfðu áhrif á fjölmörg svið og þá mest á líðan fólks. Áhrifin eru misalvarleg vissulega, sennilega flest neikvæð en þó sum jákvæð. Fróðlegt verður að sjá hvernig mál eiga eftir að þróast, hvort flest allt muni falla í sitt gamla far eða hvort einhverjar breytingar eru komnar til að vera. Ef horft er til biðlista þá hafa sumir lengst en einhverjir hafa einnig styst. Biðlistar í heimaþjónustu hafa styst sem er jákvætt en biðlistar barna eftir fjölmargri þjónustu sem er á forræði Reykjavíkurborgar hafa lengst. Tilkynningum um ofbeldi og tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað. Segja má að allt sem lýtur að líðan fólks hafi tekið á sig alvarlegri myndir. Mikilvægt er að greina þetta en þó enn mikilvægara að vita hvernig Reykjavíkurborg hyggst bregðast við þeim þáttum sem hún ber ábyrgð á. Ef aftur er talað um biðlista þá hlýtur að vera ljóst að veita þarf meira en 140 milljónum til að taka á þeim. Það er bara dropið í hafið í verkefni sem hefur verið vanrækt árum saman. Hvað þarf til, til að borgaryfirvöld vakni?

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að borgarráð samþykki að kosin verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar tillöguna um að gerð verði heildstæð athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og að kosin verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að annast verkið. Málið er hið hörmulegasta og afar sorglegt í alla staði.

 

Bókun Flokks fólksins við  tillögu um breytingu á kjaranefnd:

Tillaga er lögð fram af meirihlutanum um breytingu á fyrirkomulagi kjaranefndar. Í skjalinu kemur m.a. fram: „Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að frá upphafi hefur ekki verið staðið réttilega að framsali valds til kjaranefndar Reykjavíkurborgar til að ákveða launakjör embættismanna og forstöðumanna stofnana hjá Reykjavíkurborg. Þetta er alvarlegt mál að mati fulltrúa Flokks fólksins, næstum hneyksli. Að því sögðu styður fulltrúi Flokks fólksins tillöguna svo hægt verði að koma þessum launaákvörðunum í lögmætt horf.

 

Bókun Flokks fólksins við svari velferðarsviðs, dags. 7. mars 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra árið 2021, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. september 2021:

Spurt var um tillögu sem lögð var fram í borgarráði 2021 um að kortleggja fjölda og hagi heimilislausra ári 2021. Í svari er farið yfir það sem var kannað og hverjir stóðu að því. Heildarfjöldi heimilislausra í október 2021 er 301 einstaklingur. Þar af eru 54% í húsnæði (getur verið sjúkrahús, fangelsi, áfangaheimili), 3% á víðavangi og 31% í reglubundinni neyðargistingu. Skipting milli kynja er 214 karlar (71%) og 87 konur (29%), 89% hópsins er með íslenskt ríkisfang og 11% með erlent ríkisfang. Það er ánægjulegt að frá 2017 hefur fækkað um 14% í hópnum. Flestir heimilislausir eru á aldrinum 21-49 ára öll úttektarárin. Mesta fjölgunin milli áranna 2017-2021 er í hópnum 31-40 ára og mesta fækkunin í hópnum 21-30 ára. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni. Það er fjölgun í hópnum 31-40 en fækkun í hópnum 21-30 ára. Hverjar eru skýringar á því? Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig bregðast á við þessum upplýsingum? Það er sláandi að það skuli vera meira en 300 manns heimilislausir. Ekki er heldur vitað hvernig COVID hefur haft áhrif á þennan þátt, hafa fleiri bæst í hóp heimilislausra vegna COVID?

 

Bókun Flokks fólksins við 3. lið fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. mars 2022:

Tekið er undir margt í bókun undir þessum lið um vetrarþjónustuna og mikilvægi þess að rýnt sé í málið og þá helst í yfirstjórnina en það telur fulltrúi Flokks fólksins að verði að gera. Borgarfulltrúar fengu sent skeyti frá starfsmönnum ekki alls fyrir löngu sem sögðu farir sínar ekki sléttar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um það mál, hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Vonir standa til að málið rati inn á borð mannauðsdeildar. Ef stjórnun er í ólestri og starfsfólki sem sinnir svo krefjandi verkefnum líður illa í vinnunni vegna einhvers „í vinnunni“ hefur það víðtæk áhrif. Hér er um tarnavinnu að ræða sem er óútreiknanleg enda getur enginn vitað hvernig veðrið verður þann og þann veturinn. Þetta og margt annað tekur á og þá ekki síst vegna fjölda kvartana sem berast.

 

Bókun Flokks fólksins við  2. lið yfirlits yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar erindi Dr. Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur, dags. 15. febrúar 2022, um búningsklefa í Sundhöll Reykjavíkur. Málið með búningsklefa kvenna í Sundhöll Reykjavíkur er dapurlegt svo vægt sé til orða tekið. Í febrúar lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að fela Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að beita sér fyrir því að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn og aðstöðu nú þegar endurgerð hans er að fullu lokið. Eftir endurgerð Sundhallarinnar hafa konur ekki fengið aftur gamla búningsklefann óski þær þess nú þegar endurgerð hans er að fullu lokið. Vegna rysjótts veðurfars undanfarnar vikur keyrir nú um þverbak og þarf mikið þrek og harðfylgi fyrir eldri konur og skólastúlkur að stunda sund og sundleikfimi í Sundhöll Reykjavíkur í slíku veðurfari. Þetta er lýðheilsumál sem lýtur að einhverju leyti að jafnrétti, þar sem karlar þurfa ekki að þola þetta harðræði. Það er ekki hægt að horfa upp á að konum og stúlkum sé ætlað að ganga langa leið frá klefa út í laug í blautum sundfötum í slæmu veðri. Borgin státar sig af jafnréttisstefnu en fer ekki eftir henni, alla vega ekki í þessu máli. Endurgerð Sundhallarinnar hvað þennan þátt varðar samræmist ekki stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum.

 

Bókun Flokks fólksins við  bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samning um samstarf menntavísindasviðs Háskóla Íslands og skóla- og frístundasviðs um starfsþróun, rannsóknir og nýsköpun í menntun og samning sömu aðila um stofnun og rekstur nýsköpunarstofu:

Almennt er það mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að styrkja rannsóknir Háskóla Íslands. Ef sveitarfélögin eiga að koma að slíku væri eðlilegt að styrkur kæmi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Heildarkostnaður samninganna er 11 m.kr. á ársgrundvelli. Hluta þess fjármagns, eða 3 m.kr., verður varið til stofnunar og rekstrar Nýsköpunarstofu menntunar. Samstarf HÍ og Reykjavíkurborgar er mikilvægt að mati fulltrúa Flokks fólksins og rannsóknir eru mikilvægar. En þetta er spurning um hver borgar brúsann.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að Reykjavíkurborg styrki verkefnið Römpum upp Ísland um 10 m.kr. á ári í þrjú ár:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta framtak Römpum upp Reykjavík frábært og þakkar frumkvöðlum kærlega fyrir það. Fulltrúi Flokks fólksins styður að færa átakið út um allt land og finnst fjármagni í verkefnið vel varið.

 

Bókun Flokks fólksins undir lið 15 við fundargerð Skipulags- og samgönguráðs. 9. mars. 2022:

Fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hvert meirihlutinn stefnir í orkumálum og orkukostum í samgöngum er vísað frá án umsagnar. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar eru meðal annars nefndir orkukostir í samgöngum þar sem ekki er annað að sjá að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneytis séu lagðir að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis er ekki eins útbreitt. Fulltrúi Flokks fólksins vildi spyrja um samanburð á orkugjöfunum metani, rafmagni, vetni og rafeldsneyti en hafði ekki erindi sem erfiði. Þess var freistað að fá svör við hver væri orkunýting við framleiðslu vetnis og rafeldsneytis. Þessari fyrirspurn átti alls ekki að vísa frá. Hér er verið að biðja um mikilvægar upplýsingar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um að fresta framkvæmdum með Lækjartorg:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að allar framkvæmdir með Lækjartorg verði látnar bíða og ráðist verði þess í stað að eyða biðlistum sem eru nánast í hverja einustu þjónustu í borginni sem og eftir húsnæði, félagslegu og sértæku húsnæði. Fulltrúa Flokks fólksins finnst vinningstillagan um Lækjartorg sannarlega glæsileg og engum blöðum er um það að fletta að Lækjartorg tæki stakkaskiptum. Lækjartorg hefur verið eins og það er í mörg ár og þolir alveg að vera áfram óbreytt á meðan fókusinn er settur á þjónustu við fólkið i borginni. MSS22030097

Greinargerð

Að takast á hendur svo stórt og dýrt verkefni getur varla verið forgangsmál núna þegar börn bíða  í hrönnum eftir þjónustu borgarinnar og fatlað fólk eftir sértæku húsnæði. Á biðlista er núna 1804 sem bíða eftir aðstoð  skólafagfólks, af þeim eru rúmlega 1000 börn sem bíða eftir að hitta skólasálfræðing.  Einnig er langur biðlisti eftir sértæku húsnæði fyrir fullorðið fatlað fólk. Fólk hefur beðið á þeim biðlista í mörg ár. Hinn 1. september sl. var fjöldi umsækjenda sem beið eftir fyrsta húsnæði 136 og fjöldi sem beið eftir milliflutningi 32. Það gera samtals 168 og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Þessi biðlisti hefur ekki styst  svo vitað sér heldur er líklegt að hann hafi lengst. Foreldrar eru jafnvel orðnir veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um stofnun Stjórnsýsluendurskoðun Reykjavíkur:

Lagt er til að borgarráð samþykki að stofna Stjórnsýsluendurskoðun Reykjavíkur en hlutverk hennar yrði að gera stjórnsýsluúttektir á starfsemi stofnana Reykjavíkurborgar með tilliti til nýtingar fjármuna borgarinnar, hagkvæmni og skilvirkni og hvort að framlög skili tilætluðum árangri. Þessi Stjórnsýsluendurskoðun hefði svipað hlutverk og Ríkisendurskoðandi. Eitt af markmiðum slíkra úttekta væri að setja fram tillögur til úrbóta. Slík stofnun ætti að geta gert úttekt á öllum fyrirtækjum sem tengjast Reykjavíkurborg, stórum fjárfrekum verkefnum sem borgin er að hrinda í framkvæmd og fyrirtækjum sem fá fjármagn frá Reykjavíkurborg til sinnar starfsemi. MSS22030098

Greinargerð

Stofnun sem þessi þarf  ekki að vera stór en nægjanlega öflug til að taka að sér úttektir á stofnunum borgarinnar. Ástæða þess að tillaga sem þessi er sett fram er sem dæmi Braggamálið, ómarkviss  meðhöndlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) á fjármunum borgarinnar, hinar umdeildu reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða, viðhaldsmál og mygla í húsnæði leikskóla- og grunnskóla og viðbrögð við athugasemdum foreldra vegna þeirra mála. Einnig mál SORPU og fjárfestingin í GAJU, hugmyndir um skipulag og fjárfestingar í borgarlínu, stefna í flugvallarmálum, framboð lóða með tilheyrandi verðlagsþróun á húsnæði svo fátt sé nefnt.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um viðbrögð Reykjavíkurborgar við hækkandi verðbólgu og hækkun stýrivaxta:

Verðbólga mælist nú 6,2% og hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta má að mestu rekja  til skorts og vöntunar á húsnæði, hagkvæmu húsnæði í Reykjavík. Þetta hefur leitt til þess að nýlega hækkuðu stýrivextir  úr 2 í 2,75%. Allt þetta mun hafa áhrif á kaupmátt fólks og mun harðna í dalnum hjá fjölmörgum. Nú er Samfylkingin stærsti flokkurinn í meirihluta. Flokkurinn hefur lengi gefið sig út fyrir að standa fyrir jöfnuð. Allavega talar þingflokksformaður Samfylkingarinnar iðulega um að það sé óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra. Í Reykjavík ríkir víða mikill ójöfnuður sem m.a. má rekja til efnahags foreldra. Vísað er hér til barnasáttmálans en í honum er tíunduð réttindi barna. Skýrasta dæmið um mismunun er að þeir efnameiri og efnamiklu geta farið með börn sín á t.d. sálfræðistofur út í bæ á meðan börn hinna fátæku og efnaminni þurfa að dúsa á biðlistum eftir fagþjónustu sálfræðinga, talmeinafræðinga og fleira fagfólks. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir lista yfir hvaða sértæku aðgerðir eru í gangi til að létta undir með fátæku fólki og efnalitlu. Spurt er einnig hvort greiða á fyrir sálfræðiþjónustu barna efnaminnstu foreldranna á einkareknum stofum þar sem biðlisti barna eftir þjónustu skólanna er yfir 1.800. MSS22030099

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um fjölda heimilislausra í kjölfar Covid:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr um fjölda heimilislausra nú í kjölfar þess að COVID er á undanhaldi. Fyrir liggja upplýsingar um að árið 2021 voru 301 heimilislaus í Reykjavík, þar af 54% % í húsnæði (getur verið sjúkrahús, fangelsi, áfangaheimili), 3% á víðavangi og 31% í reglubundinni neyðargistingu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um stöðuna nú í lok tveggja ára heimsfaraldurs. Óskað er eftir upplýsingum um skiptingu kynja og hvað stór hluti er með erlent ríkisfang. Einnig í hvaða aldurshópi eru flestir heimilislausir. Loks er spurt um hvernig brugðist var við niðurstöðum könnunar um heimilisleysi árið 2021 en þá voru rúmlega 300 manns heimilislausir. MSS22030100

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvað verður um fólkið sem borið er út vegna þess að brunavörnum er ábótavant:

Nú er verið að vísa fólki út af áfangaheimilinu Betra Líf þar sem húsnæðið uppfyllir ekki skilyrði eldvarnareglugerðar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort búið sé að gera ráðstafanir hvar þetta fólk eigi að búa. Spurt er einnig hvort búið sé að finna húsnæði eða úrræði fyrir aðra sem kunna að vera bornir út af heimilum sínum vegna ófullnægjandi brunavarna.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt þessi mál einna helst í kjölfar mannskæðs bruna á Bræðraborgarstíg fyrir tveimur árum. Vitað er að ákveðinn hópur býr í ótryggu húsnæði þegar kemur að brunavörnum, ósamþykktu húsnæði í sumum tilfellum. Í þeirri erfiðu tíð sem ríkir á húsnæðismarkaði eru fátækir og efnaminna fólk nauðbeygð til að leita sér skjóls í húsnæði sem jafnvel telst ekki vera mannabústaðir. Vegna fátæktar verður fólk að leigja sér húsnæði sem jafnvel er skipulagt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku og efnalitlu fólki, aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði þar sem brunavörnum er oft ábótavant. Þetta er mikið áhyggjuefni. MSS22030101

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvað vantar mörg stöðugildi leikskólakennari í dag:

Hvað vantar í mörg stöðugildi leikskólakennara í dag og hvað eru margir í stöðum leikskólakennara sem ekki eru menntaðir leikskólakennarar? Í apríl 2021 voru starfandi í borgarreknum leikskólum Reykjavíkurborgar 432 leikskólakennarar með leyfisbréf í 379,6 stöðugildum. Leikskóladeildir í október 2021 voru 291. Þar af voru 193 deildir með starfandi leikskólakennara eða 66,3% en 98 leikskóladeildir voru ekki með starfandi leikskólakennara, hvorki í starfi deildarstjóra eða leikskólakennara í almennu starfi. Þetta eru gamlar tölur og er því spurt um nýjar. MSS22030102

Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

 

Borgarráð 10. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Köllunarklettsvegur 1, breyting á deiliskipulagi:

Við lestur athugasemda virðist sem ekki hafi verið haft samráð við íbúa þarna í nágrenninu. Athugasemdir snúa að því hvernig lóðin verði nýtt til frambúðar og þessi stóri og vel staðsetti reitur ætti að verða hluti af þeirri heildar uppbyggingu svæðisins sem hljóti að verða að veruleika á næstu árum. Stóra matvöruverslun vanti t.a.m. í hverfið og ekki sé umhverfisvænt að þurfa að fara í önnur hverfi eftir vistum. Svæðið ætti að nýta svæðið til uppbyggingar á innviðastarfsemi sem styrki hverfið, t.a.m. verslanir, leikskóla og heilsugæslu. Í athugasemdunum eru margar gagnlegar tillögur sem taka ætti mark á en ekki vísa á bug.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum við svari og afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi íbúa við Hlemm:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að fundinn verði staður fyrir djúpgáma við Hlemm. Við Hlemm býr fólks sem átt hefur í mesta basli með að koma frá sér sorpi. Einnig var lagt til að íbúum Hlemm verið gefið formlegt leyfi til að aka bíl sínum upp að dyrum til að afferma vörur/vistir eða ef flytja þarf þunga hluti inn á heimilið. Tillagan er felld. Í svari er gengist við vandamálinu með sorpið og nefnt að mögulega sé hægt að leysa málið með sameiginlegri sorpgeymslu á vegum húseiganda, innan þessara lóða. Í bókun meirihlutans er vandamálið sagt vera plássleysi og flókið lagnanet. Vandamálið er skilgreint og af hverju er þá ekki gengið í að leysa það? Ekki er brugðist við tillögunni, hvorki í svari né bókun hvort íbúar getið ekið bíl sinum að dyrum til að afferma vörur. Af svari má almennt skilja sem svo að það skortir alveg samráð við þá íbúa við Hlemm sem búa á reitnum sem afmarkast af Hlemmi, Snorrabraut og Hverfisgötu. Framhaldstillaga Flokks fólksins er að skipulagsyfirvöld hafi viðhlítandi samráð við þessa íbúa og leysi bæði þessi vandamál.

 

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna lóða og byggingarrétta:

Í svarinu felst að ekkert lá á að gera samninga við olíufélögin og ekki liggur fyrir áætlun hvenær deiliskipulagsgerð ofangreindra lóða lýkur. Í þessum málum hefði átt að flýta sér hægt og forðast samningsmistök eins og nú blasir við að voru gerð. Þessi mistök munu kunna að leiða til þess að núverandi lóðarhafar hagnist verulega á breyttri lóðanotkun, hagnaður sem hefði ella ratað beint í borgarsjóð.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokksins  um fundargerðir skipulagsfulltrúa:

Tillaga sem hér er lögð fram og framvísað er um að í fundargerðum skipulagsfulltrúa komi skýrt fram afgreiðsla erinda með því að láta umsögn skipulagsstjóra fylgja fundargerð og/eða draga saman niðurstöðu umsagnar inn í fundargerð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta þörf tillaga enda gefa fundargerðir oft allt of litlar upplýsingar um hvað fór fram á fundunum.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um orkukosti í samgöngum:

Fyrirspurninni er vísað frá án umsagnar með þeim rökum að með henni sé ekki verið að afla upplýsinga um það sem á sér stað innan stjórnsýslu sveitarfélags. Hér sé verið að leggja til vísindarannsókn en slíkt fellur ekki undir verksvið skipulags- og samgönguráðs segir í bókun meirihlutans með frávísuninni. En það er rangt, það er ekki verið að fara fram á vísindarannsókn, heldur að fá það á hreint með hvaða hætti litið er á mismunandi orkugjafa. Það hlýtur t.d. að skipta máli að nýting vetnis verður um 80% minni en nýting rafmagns beint. Slíkar upplýsinga verða að liggja fyrir þegar ákvarðanir eru teknar um mismunandi orkugjafa. Hjá núverandi meirihluta er oftast ekki annað að sjá en að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneytis séu lögð að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis kosta einfaldlega að miklu meira af orku en að nota rafmagni beint. Það kemur skipulagsmálum við.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vetrarþjónustu Reykjavíkur. Mál nr. US220051

Þann 21.02.2022 fengu allir borgarfulltrúar og fleiri bréf frá starfsmönnum vetrarþjónustu sem lýsa mikilli óánægju og vanlíðan. Segir í texta með bréfinu að „bréf þetta fjallar um það sem við teljum vera þekkingarleysi, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt vaktafyrirkomulag og mismunun í garð starfsfólks sem sér um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar“.

„Í öðru lagi fjallar það um skoðanakúgun, forsjárhyggja, einelti, þöggun og mismunun sem við teljum að viðgangist innan borgarkerfisins. Mikið af gögnum og vitnisburðum liggur fyrir varðandi þessi mál sem setja má fram síðar.“

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum og skýringum á hvað veldur þessari miklu óánægju sem hér er lýst. Óvenjulegt er að fá bréf sem þetta frá öllum starfsmönnum í einni af deildum borgarinnar. Ætla að mikið þurfi til til að viðkomandi telji sig knúinn til að ákalls sem þetta. Má rekja þetta kannski til yfirstjórnar? Bréf verkstjórans lýsir grafalvarlegri stöðu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr, hvað á að gera, hvernig á að bregðast við. Við þetta er ekki hægt að una? Því fer Flokkur fólksins fram á það að fá upplýsingar um það úrbótaferli sem átti að vera í gangi og hvað mun verða gert nú þegar þessar ábendingar hafa borist.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Loftkastalamálið í Gufunesi. Mál nr. US220052

Fram hefur komið frá umhverfis- og skipulagssviði að skoða eigi enn frekar með opnum huga mögulegar lausnir til að koma til móts við umkvartanir hagsmunaaðila. Gera á athuganir með hönnuðum verksins og utanaðkomandi ráðgjöfum. Eftir það á að boða hagaðilum til fundar og kynna niðurstöðuna. Þessi svör og viðbrögð eru einfaldlega ekki nógu góð að mati fulltrúa Flokks fólksins.

Spurt er hvort það standi fyrir dyrum að Sviðið gera athuganir á sjálfu sér?

Einnig er spurt hvar samráð er statt í öllu þessu máli eins og einmitt hefur verið tiltekið að eigi að hafa í umsögn fyrir framkvæmdaleyfi frá Umhverfis- og skipulagssviði?

Hingað til hefur ekkert samráð átt sér stað vegna aðkomu að húsunum og öðrum þáttum sem hefði þurft að hafa samráð um, í tæp 3 ár. Það svar sem hefur verið gefið er allt of loðið og óljóst. Heldur hefur ekki verið gefinn upp neinn tímafrestur á t.d. þessari „athugun“

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

 

Skipulags- og samgönguráð 9. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 9. mars 2022, um samþykki samnings við Rauða krossinn á höfuðborgarsvæðinu um rekstur neyslurýmis, ásamt fylgiskjölum:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur ávallt stutt hugmyndina um neyslurými enda slíkt úrræði búið að sanna gildi sitt í öðrum löndum. Nú hefur verið tekið fyrsta formlega skrefið með samþykki samnings um neyslurými og er það gleðilegt. Um er að ræða færanlegt neyslurými starfrækt í bifreið Frú Ragnheiðar. Markmiðið er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og auka lífsgæði þeirra sem nota vímuefni í æð. Stefna þarf að því svo fljótt sem unnt er að úrræði sem þetta verði staðsett á nokkrum stöðum og opið allan sólarhringinn. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sú skaðaminnkandi hugmyndafræði sem neyslurými er sé mannréttindamiðuð nálgun sem byggir á að draga úr skaða og aðstoða einstaklinga á þeirra eigin forsendum. Um leið og dregið er úr skaðlegum afleiðingum sem fylgja neyslu ávana- og fíkniefna er ekki aðeins verið að hjálpa einstaklingunum sjálfum heldur einnig aðstandendum og nærsamfélaginu. Í þeim löndum sem neyslurými eru til hefur dauðsföllum sem rekja má til notkunar vímuefna í æð fækkað.

Velferðarráð 9. mars 2022. Aukafundur

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 1. mars 2022, um tillögur stýrihóps um uppbyggingu leikskóla:

Minnt er á eitt af helstu kosningaloforðum Samfylkingarinnar 2018 var að  taka á móti börnum frá 12 mánaða aldri á leikskóla borgarinnar. Á kjörtímabilinu hefur ríkt mikil óvissa í þessum málum sem hefur haft neikvæð áhrif á foreldra og börn. Nú á að spýta í lófana og er því fagnað mjög. Lögð er fram endurskoðuð  heildaráætlun um fjölgun leikskólarýma til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Sá vandi sem ríkt hefur í þessum málum, sem er skortur á leikskólarýmum er rakið m.a. til erfiðleika með að spá fyrir um mannfjölda. Það er sérkennilegt hvað illa hefur gengið að gera nákvæmari spá t.d. áætlun um hvað mörg börn muni fæðast. Það hlýtur að vera hægt að gera nákvæmari spá um það.

Í endurskoðaðri heildaráætlun er ekki orði minnst á dagforeldra og hvernig sú stétt kemur inn í þessar tillögur. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega hverju skrefi sem er í átt að bættari hag barna. Ekki er um neinn hugmyndafræðilegan ágreining að ræða en fulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir biðlista, seinagang verkefnisins  og mannekluvanda leikskólanna. Almennt líður börnum vel í leikskólum sínum og er starfsfólk að vinna þar frábært starf.

Bókun Flokks fólksins við skýrslu og tillögur starfshóps um stöðu kynja- og hinseginfræðslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar, dags. í nóvember 2021, ásamt kostnaðarmati, ódags: 

Börn og ungmenni eru að biðja um meiri fræðslu t.d. hinseginfræðslu. Það er ekki síður brýnt að bjóða upp á hinseginfræðslu fyrir foreldra og forráðamenn í öllum grunnskólum. Það skiptir máli að forráðamenn geti svarað spurningum sem vakna hjá krökkum og að fræðandi og uppbyggileg samtöl geti átt sér stað inn á heimilunum.

Fulltrúi Flokks fólksins vill draga fram í þessari bókun Viðauka 2 bls. 27  sem er tillaga frá Flokki fólksins um „að gerð verði úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi“. Allt frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976 hefur íslenskum skólum verið skylt að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa bæði stráka og stelpur til jafnrar þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi.  Nú hefur komið í ljós sbr. upplýsingar frá starfshópinum að  námsefni og innleiðing (t.d. samþætting og skipulag) á kynja– og hinseginfræði er af skornum skammti sem er með öllu óásættanlegt. Innleiðing á fræðslu af þessum toga er vandmeðfarin og þarf að vera með fjölbreyttum hætti á á öllum skólastigum og með öllum aldurshópum, þannig að kynja- og hinseginfræði snertir á öllu starfi með börnum og ungmennum.

 

Bókun Flokks fólksins við stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 2. mars 2022 og umsögnum um stefnuna:

Fulltrúa Flokks fólksins er umhugað um aðgengi og þátttöku fatlaðra barna og foreldra í skólastarfi enda eitt af baráttumálum Flokks fólksins. Í stefnu borgarinnar er hvergi lýst hvernig gera á ráð fyrir fötluðu fólki i skólastarfi. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks er víða í skólastarfinu ekki virtur.

Tekið er undir ábendingu um að í drögum er tilvist fatlaðra barna í skólastarfi dregin saman í kafla aftarlega í skjalinu sem kallaður er Menntun án aðgreiningar – allir með. Það er einfaldlega ekki þannig að „allir séu með“ í „Skóla Reykjavíkur án aðgreiningar“ Margir tjá sig um algilda hönnun. Algild hönnun á að vera fyrir alla, á að tryggja sjálfstæði og reisn allra.
Að breyta byggingum yfir í “algilda hönnun” er einfaldlega erfitt og varla hægt í mörgu grónu skólahúsnæði sem er löngu sprungið vegna fjölgunar nemenda. Nefna má þó Múlaborg en þar tókst ágætlega að gera breytingar sem stuðla að samnýtingu og samkennslu. Verulegar áhyggjur eru af framtíð skólamála í hverfum þar sem þétting er mest og mikil. Sama má segja um húsnæði fyrir íþróttakennslu eins og t.d. í Laugardal. Í  Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla sem hafa sérstöðu vegna skiptingu árganga eru þrengsl óviðunandi og ekki sést glitta í lausnir.

 

Bókun Flokks fólksins við samningi um samstarf og verkaskiptingu milli velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs vegna innleiðingar og framkvæmdar verkefnisins Betri borg fyrir börn, dags. 3. mars 2022. 

Lagður er fram samningur um samstarf og verkaskiptingu milli velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs vegna verkefnisins Betri borg fyrir börn. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi tvö svið ættu að sameinast í eitt enda skarast verkefni þeirra mikið. Það er t.d. sérkennilegt að sálfræðingar skóla heyri undir velferðarsvið en ekki skóla- og frístundasvið. Þessi svið hafa lengst af ekki unnið mikið saman en eru engu að síður að vasast í sömu málum með sömu einstaklingana, foreldra og nemendur. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarráði 30. janúar 2020 að sálfræðingar í skólum færðust undir skóla- og frístundarsvið. Með því kæmust sálfræðingarnir í  betri tengingu við skólasamfélagið. Tillögunni var hafnað. Skólasálfræðingar heyra undir þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem þeir hafa aðsetur. Í skýrslu innri endurskoðunar sem kom út í júlí 2019, kom fram skýrt ákall skólastjórnenda að sálfræðingar kæmu inn í skólanna. Nærvera þeirra myndi létta álagi á kennara. Í raun má segja að það sé engin haldbær rök fyrir því að skólaþjónusta tilheyri ekki því sviði sem rekur skólanna. Með því að sálfræðingar heyri undir skóla- og frístundasvið yrði hlutverk skólaþjónustu gagnvart skólum og starfsfólki þeirra eflt og veitir sannarlega ekki af því í ljósi langs biðlista til skólasálfræðinga.

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um verklag þegar trúnaðarmenn starfsfólks sendir inn ábendingar og kvartanir:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mikilvægar spurningar. Spurt er hvernig er verklagið og aðgerðaráætlunin varðandi það þegar trúnaðarmenn starfsfólks á leik- og grunnskólum senda inn ábendingar eða kvartanir inn til skóla- og frístundasviðs og hvernig er unnið úr þeim?  Hér gæti verið um að ræða alls konar kvartanir. Kvörtun yfir níðingsskap, einelti, áreitni þ.m.t. kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hvers lags tagi.
Í svari segir að ekki sé neitt formlegt verklag til og finnst fulltrúa Flokks fólksins það mikið áhyggjuefni. Sérfræðingar á skrifstofu skóla- og frístundasviðs rannsaki hins vegar ábendingar og kvartanir sem berast. Fulltrúi Flokks fólksins spyr nú hverjir þessir „sérfræðingar“ eru, eru það fagmenn sem lært hafa til verka að rannsaka mál af þessu tagi? Eins skyldi maður halda að fjarlægð sé ekki næg ef sérfræðingar sviðsins eru að vasast í þessum málum. Ættu málin ekki að fara til mannauðsstjóra og eða til teymis innan borgarinnar sem ekki væri með tengsl við skólasamfélagið. Með þessu fyrirkomulagi er óhæði rannsakandans  alls ekki tryggt “Sérfræðingur á sviðinu” gæti vel verið innviklaður í mál eða kann að hafa sterkar skoðanir á því.

 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvernig Reykjavík og skóla- frístundasvið hyggst bregðast við að í janúar voru 36% 15 ára nemenda undir lágmarksviðmið í lestri:

Langstærstur meirihluti innflytjenda er undir viðmiði þegar kemur að íslenskukunnáttu. Fram hefur komið að í janúar voru 36% 15 ára nemenda undir lágmarksviðmið í lestri. Niðurstöður PISA- könnunarinnar fyrir 2018 sýndu að einn þriðji hluti drengja hafði ekki lágmarksfærni í lesskilningi og helmingur nemenda af erlendum uppruna. Þá voru 92.5% innflytjenda á rauðu eða gulu viðmiði þegar kemur að íslenskukunnáttu og þurfa aðstoð með íslenskunámið. Stór hópur af þessum börnum er fædd á íslandi.
Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig Reykjavíkurborg og skóla- og frístundasvið hyggist bregðast við þessu? Reykjavík nýtur ekki framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvorki  til jöfnunar kostnaðar á rekstri grunnskóla né framlags vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál vegna stærðar sinnar. Samt búa langflestir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku í Reykjavík.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða löggjöf og regluverk með það að markmiði að öll börn njóti sanngirnis og réttlætis hvar svo sem þau búa.  Á meðan niðurstaða er ekki fengin í málið þarf Reykjavíkurborg engu að síður að sinna með fullnægjandi hætti nemendum af erlendum uppruna sem standa illa að vígi í íslensku. Börn mega aldrei líða fyrir deilumál af þessu tagi.

 

 

Skóla- og frístundaráð 8. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu starfshóps um samhæfingu og samþættingu á mörkun Reykjavíkurborgar um gerð samræmdra leiðbeininga og reglna:

Það er löngu tímabært að samhæfa grafíska hluti eins og hér er lagt til og sætir eiginlega furðu af hverju það hafi ekki verið fyrir löngu gert. Eins sætir það furðu að ekki skuli enn vera komnar samhæfðar undirskriftir í pósthólf starfsmanna borgarinnar. Það er fyrir löngu komið sem dæmi í ráðuneytunum.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu staðgengils borgarstjóra, dags 22. febrúar 2022 um að fylgja eftir  tillögum í minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Strategíu frá 31. janúar 2022 um stjórnkerfisbreytingar:

Fram kemur að fasteignamál eru í ólestri og bæta þarf úr því, sem er til bóta. Og svo kemur fram að skoða þarf framlínuþjónustu borgarinnar í heild sinni og hlutverk og ábyrgð þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) og annarra sviða í því samhengi. Tíu milljarðar til ÞON hafa sem sé litlu skilað i framlínu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt það skipulagsleysi og skort á eftirfylgni sem ríkt hefur hjá ÞON um stafræna umbreytingu borgarinnar. Þetta svið er eitt af þeim kjarnasviðum sem skilgreind voru í stjórnkerfisbreytingum þessa meirihluta. Fulltrúi Flokks fólksins telur að markmið stjórnkerfisbreytinga hljóti að vera það að einfalda og skýra verkefni og stjórnsýslueiningar. Það er ekki raunin hjá ÞON. Í kjölfar þessara skipulagsbreytinga hefur hver skrifstofan ofan á aðra orðið til innan sviðsins ásamt fjölda innri deilda og millistjórnenda. Þessi flókna og ómarkvissa umgjörð sviðsins endurspeglast síðan í því að verkefni daga uppi í uppgötvunar- og þróunarfösum í tilraunasmiðjum sviðsins. Lítið samhengi er á milli þeirra fjármuna sem búið er að ausa í sviðið og þeirra lausna sem komnar eru í notkun. Það er alveg ljóst að þessar skipulagsbreytingar sem varða þjónustu- og nýsköpunarsvið hafa misheppnast.

 

Bókun Flokks fólksins við  bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun Evrópusamtaka sveitarfélaga og vill bæta því við að ömurlegt er til þess að hugsa að stríð sé hafið í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu er brot á alþjóðalögum. Öryggi fólks verður að tryggja eins og nokkur kostur er. Vesturlönd eru sem betur fer að beita refsiaðgerðum og sýna Úkraínu stuðning. Þar hefur Ísland ekki verið eftirbátur annarra. Stjórnvöld á Íslandi ætla að standa sína plikt og taka á móti fólki frá Úkraínu. Þeir sem líða og fara verst út úr þessu er fólkið – eldra fólk, minnihlutahópar og börnin sem mörg hver bíða þess aldrei bætur að hafa upplifað reynslu af þessu tagi og munu ekki öll lifa þessar hörmungar af. Samúð borgarfulltrúa Flokks fólksins og Flokks fólksins alls er hjá fólkinu sem einn morguninn vaknaði upp við að ráðist hafði verið inn í land þeirra. Flokkur fólksins fordæmir þessa innrás með afdráttarlausum hætti og vonar að refsiaðgerðir bíti. Við eigum að taka þátt í aðgerðum með Evrópusambandinu með vestrænum lýðræðisríkjum af fullum þunga. Það verður að vera hægt að leysa þetta mál með öðrum hætti en stríðsrekstri, annað er óhugsandi.

 

Bókun Flokks fólksins við svarið við fyrirspurn um bréfaskipti innviðaráðuneytisins:

Óskað var eftir að borgarráð fái öll bréfasamskipti innviðaráðuneytisins (áður samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið) til ESA og frá ESA vegna uppgjörsreglna Félagsbústaða. Gögnin bárust í beinu framhaldi og fylgja með svari þessu til borgarráðsmanna.
Ítarlegar kröfur ESA sem fram koma í bréfum stofnunarinnar til ráðuneytisins um upplýsingar sýna best alvarleika málsins. Afar mikilvægt er að þarna verði allar upplýsingar og skýringar lagðar fram.
Ekki er ólíklegt að einhverjir eigi eftir að svitna við að svara þeim ítarlegu kröfum ESA um skýringar sem fram koma í bréfi stofnunarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur til erlendra vefmiðla og veitna, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar 2022:

Spurt var hvað hefur Reykjavíkurborg greitt til erlendra vefmiðla á borð við Facebook, Google og annarra veitna fyrir auglýsingar á árunum 2019, 2020 og 2021. Umhugsunarvert er hversu miklu er eytt í auglýsingarnar, um 5 milljónir á ári. Nokkur atriði vekja athygli sérstaklega og það er upphæðin sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur (MOF) eyðir í auglýsingar bæði hjá Facebook og Google. Eins er eftir því tekið hvað Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hefur eytt í Facebook-auglýsingar eða 335.944 á árinu 2021. Þetta er þriðja hæsta upphæðin, hæst er menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur og Ráðhúsið. Er ekki hægt að auglýsa í innlendum miðlum?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ferðakostnað yfirstjórnar, sbr 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um ferðakostnað yfirstjórnar. Birtar eru tölur á árunum 2017 til 2021. Borgarstjóri hefur verið langmest á faraldsfæti og munar miklu í næsta „mann“. Kostnaður hríðféll þegar COVID skall á eðli málsins samkvæmt. Fulltrúi Flokks fólksins væntir þess að horft verði með öðrum augum á ferðalög erlendis í framtíðinni og að úr slíkum ferðum verði dregið verulega. Fjármagn sem farið hefur í ferðir af ýmsu tagi er vel þegið í að grynnka á biðlistum barna til skólasálfræðinga. Nú er fólk orðið vel fært í fjarfundatækni og horfa þarf einnig á kolefnissporin. Heimurinn er ekki samur og að því þurfa allir að aðlaga sig, líka borgarstjóri.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skólaforðun, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. febrúar 2022:

Í svari kemur fram að ekki sé hægt að svara þessari fyrirspurn af hálfu borgarráðs með tilvísun í 2. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir að „sveitarstjórn og fastanefnd er eingöngu heimilt að afla upplýsinga frá barnaverndarþjónustu sem eru nauðsynlegar fyrir yfirstjórn hennar. Með vísan til ofangreinds verður fyrirspurninni ekki svarað á vettvangi borgarráðs.“ Fulltrúi Flokks fólksins hefur þar af leiðandi lagt fyrirspurnina fram í velferðarráði 2. mars. Hún er eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá velferðarsviði um hve mörg tilfelli hafa verið tilkynnt til Barnaverndar sem tengjast skólasókn nemenda (skólaforðunarmál), þ.m.t. leyfin.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. febrúar 2022, við fyrir fyrirspurn eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 3. desember 2021:

Flokkur fólksins lýsir sérstökum áhyggjum yfir því að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telji ástæðu til þess að óska sérstaklega eftir upplýsingum um reikningsskilaaðferð á fasteignum Félagsbústaða hf. í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarfélags sé ekki í samræmi við ákvæði laganna eða að fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum. Þær ábendingar sem koma fram í bréfi nefndarinnar til Reykjavíkurborgar, dags. 3. desember 2021, eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að fá skorið úr öllum álitamálum í þessu efni. Jafnframt skal bent sérstaklega á að í bréfi nefndarinnar kemur skýrt fram hve mikilvægt eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa er með fjármálum borgarinnar og hve þýðingarmikið það er að því sé komið á framfæri í sambandi við undirritun ársreiknings ef vafi leikur á um einstök atriði við uppsetningu eða útfærslu ársreiknings. Það hvetur fulltrúa minnihlutans til dáða við að vera óhrædda við að gera það sem fært er til að fá skorið úr álitamálum er varða reikningsskil Reykjavíkurborgar og frágang ársreiknings hennar.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra um uppbyggingu leikskóla:

Skortur á leikskólaplássum er búinn að vera meinsemd á kjörtímabilinu. Nú líður að kosningum og hefur verið hrist rykið af eldri tillögum og öðrum bætt við. Vöntun er á fjölmörgum plássum og enn er langt í land með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hér er ekki um neinn hugmyndafræðilegan ágreining að ræða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst leikskólar, starfsemi þeirra, viðmót og öll umgjörð til fyrirmyndar og börnum líður almennt vel í leikskóla sínum. Vandinn liggur í að skortur hefur verið á plássum, seinkun á inntöku barna og mannekluvandi hefur verið viðloðandi. Þetta hefur valdið fjölda foreldra miklu óöryggi og jafnvel angist. Börnum hefur fjölgað sem hefði mátt sjá fyrir enda þótt nokkur óvissa ríki um barnafjöldaspá næstu ára. Mikilvægt er að endurskoða uppbyggingaráætlunina reglulega með hliðsjón af raunfjöldaþróun og uppfærðum mannfjöldaspám. Framsýni og fyrirhyggju vantar hjá þeim sem stýra þessari skútu. Þegar upp er staðið hefur einfaldlega ekki verið sett nægjanlegt fjármagn í málaflokkinn þótt vissulega hafi verið bætt í. Bara ekki nóg. Forgangsraða þarf fjármagni borgarsjóðs með þarfir og þjónustu barna og foreldra þeirra að leiðarljósi sem og borgarbúa allra.

 

Bókun Flokks fólksins við 2. og 4 lið fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 23. febrúar 2022:

Verslunarhúsnæði við Bauhaus og málefni hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með fyrirspurnir um hvort ekki eigi nú að fara að koma á fót verslunum í hverfinu sem er orðið 15 ára. Á fundi skipulags- og samgönguráðs 2. mars kom fram að allt væri í fullum gangi og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi bókun í því sambandi: Tillögu Flokks fólksins um að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/-verslanir komi í Úlfarsárdal hefur verið vísað frá. Úlfarsárdalur, hverfið er 15 ára og enn bólar ekki á matvöruverslun né kaffihúsum og skyndibitastöðum. En í svari segir að margar lóðir séu skipulagðar til að sinna þessu og „öll húsin á lóðinni eru í uppbyggingu núna“. Eru 15 ár ekki nægjanlega langur tími til að taka ákvörðum um matvöruverslun og getur verið að eitthvað annað hamli uppbyggingu, svo sem að langur tími fer í ganga frá göngustígum? Hverjar svo sem ástæður eru fyrir að hverfið er ekki orðið sjálfbært er kominn tími til að spýta í lófana þarna. Tillögu þessari er vísað frá í skipulags- og samgönguráði.

 

Bókun Flokks fólksins við 6. lið fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 24. febrúar 2022:

Málefni þessa hverfis, Háaleitis- og Bústaðahverfis, hafa verið mikið til umræðu í fjölmiðlum og ekki síst fyrir það að borgaryfirvöld hafa tilkynnt opinberlega að fallið sé frá hugmyndum um þéttingu byggðar við Bústaðaveg enda kom í ljós að samkvæmt skoðanakönnun mátti ætla að ⅔ hlutar íbúa í nærliggjandi hverfi væru andvígir áformum um þéttingu byggðar við Háaleitisbraut og Miklubraut. Aðeins færri voru andvígir skv. könnuninni að Miklubraut væri lögð í stokk. Í nóvember sendu íbúar við Heiðargerði norðanvert undirskriftalista til hverfisskipulags þar sem 97% eigenda húsa á svæðinu mótmæltu fyrirhuguðum áætlunum um byggingu blokka milli Heiðargerðis og Miklubrautar. Færð eru ítarleg rök fyrir andstöðunni. Í lok bréfs skora undirritaðir íbúar á borgarstjóra að falla frá öllum áætlunum um uppbyggingu á fjölbýlishúsum við Heiðargerði. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort íbúaráðið hafi fjallað um þetta bréf/mál.

 

Lögð fram tillaga um að borgarráð beini því til stjórnar Strætó að halda áfram að nota eldri greiðsluaðferðir þar til reynsla er komin á nýtt greiðslukerfi

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til borgarráð samþykki að beina því til stjórnar Strætó að samþykkja að hægt verði að nota eldri greiðsluaðferðirnar áfram þar til reynsla er komin á nýtt greiðslukerfi Strætó; Klapp en 1. mars sl. hætti Strætó bs. að taka við pappírsfarmiðum í Strætó og veitti frest til 16. mars til að ganga að fullu inn í Klapp greiðslukerfið. Óskað er eftir að stjórnin skoði jafnframt að setja upp sölu á strætómiðum t.d. í Mjódd og á Hlemmi.

Greinargerð

Ekki eiga  allir tölvur eða snjall/farsíma og geta þar að leiðandi ekki notað Klapp og Mínar Síður. Hér má nefna t.d. ákveðinn hóp fatlaðra, eldra fólks og fólks af erlendum uppruna t.d. hælisleitendur sem ekki tala tungumálið, eru ekki með kennitölu og eiga ekki rétt á að sækja um rafræn auðkenni. Boðið er áfram upp á miða en þá er aðeins hægt að prenta út  ef farið er inn á „Mínar síður“. Klapp tíu er annar valkostur sem er spjald með tíu miðum. Ekki er hægt að fylla aftur á KLAPP tíu. Eitthvað áfram er hægt að greiða með reiðufé en þá tapar fólk afslætti. Þeir sem eiga enn miða og komast ekki upp á Hestháls eiga að senda þá í pósti til að fá inneign.  Áður þarf viðkomandi að stofna aðgang að „Mínum síðum“.

Klapp nýja greiðslukerfi Strætó hefur valdið sumu fólki vandræðum. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins bent á athugasemdir fatlaðs fólk um Klapp en einungis er hægt að skrá sig með  rafrænum skilríkjum. Ákveðinn hópur fatlaðra og einnig eldra fólks, innflytjenda og hælisleitenda er ekki með rafræn skilríki. Enn er hópur fólks aðeins með peningaseðla. Það kann vel að vera að  kerfi sem þetta sé í notkun um allan heim og hér er ekki verið að leggja til að ekki eigi að setja það á í Reykjavík. Þetta er spurning  um milda innleiðingu á meðan fólk er að aðlagast breytingum og á meðan að verið er að finna lausnir fyrir þá sem ekki eru tölvu- eða farsímavæddir eða með rafræn auðkenni. Í þessari umbreytingu er notendavirkni einfaldlega ekki nægjanlega úthugsuð. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir því að Strætó bs. endurskoði framkvæmdina og að þessu sinni út frá þjónustuþegum.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ekki tímabært að loka á möguleikann að nota pappírsmiða. Til að fá þjónustu/aðstoð við þessi mál t.d. þá sem ekki treysta sér að kaup inneign í gegnum síma,  er fólki gert að fara upp á Klettháls.

Fólk af erlendum bergi sem t.d. talar ekki tungumálið á erfitt með þessar breytingar. Hópur fólks, hælisleitendur eru ekki með kennitölu og þar að leiðandi ekki rafrænt auðkenni og getur því ekki notast við Mínar síður. Margt fólk, t.d. hælisleitendur búa í Breiðholti og er Mjóddin skiptistöð fyrir marga. Þetta fólk á erfitt með að finna leið upp í Hestháls.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvort haft hafi verið samband við börnin á biðlistum og foreldra þeirra til að kanna með hvernig þau eru að höndla biðin:

Á biðlista eftir fagþjónustu hjá Skólaþjónustunni eru 1804 börn og yfir 1000 börn þar af bíða eftir sálfræðiaðstoð. Sum börn hafa beðið mánuðum saman og jafnvel lengur. Rannsóknir og skýrslur sýna að vanlíðan barna fer vaxandi. Það er mikið áhyggjuefni. Rannsóknir hafa einnig ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Fulltrúi Flokks fólksins óskar því eftir upplýsingum um það hvort rætt hafi verið við þau börn og foreldra þeirra sem bíða eftir fagþjónustu Skólaþjónustu og kannað hvernig þau eru að höndla biðina? Ef svo er ekki, hyggst Reykjavíkurborg ráðast í slíka könnun? MSS22030042

 

 

Borgarráð 3. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á  stöðu Pant akstursþjónustu síðustu 6 mánuði:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að auka þjónustu Pant akstursþjónustunnar í úthverfum. Það er svo oft sem úthverfin verða útundan í alls konar tilliti. Sem betur fer hefur Pant akstursþjónustan gengið vel, ekki hvað síst rekstrarlega séð og er það mjög ánægjulegt. Helsti vandinn tengist Hreyfli og auðvitað erfiðri tíð að undanförnu. Erfiðlega hefur gengið að fá bíla Hreyfils til að byrja fyrr til að koma þjónustuþegum á áfangastað á réttum tíma á morgnana. Hópur 10-15 manns er að koma seint til sinna starfa/náms á morgnana vegna þessa. Fulltrúi Flokks fólksins treystir því að gengið verði í að leysa þetta mál hið fyrsta.

 

Bókun Flokks fólksins við kynning á niðurstöðum könnunar meðal langtíma notenda fjárhagsaðstoðar hjá velferðarsviði:

Könnunin sem hér er kynnt var send í netpósti. Aðeins þeir sem eru með netpóst svöruðu henni. Svarhlutfall er 20%, flestir á aldrinum 30 til 49 ára og 1 % er yfir 67 ára. Það sem þessi könnun sýnir er að hlutir eru vonandi á réttri leið fyrir þá sem skilja og tala íslensku og nota netpóst. Þeir sem hvorki skilja né tala íslensku eða skilja en tala ekki íslensku koma verr út. Ekkert er vitað um þá sem ekki nota tölvu eða rafræn samskipti yfir höfuð. Það vekur athygli að  niðurstöður um hvaða samskiptaform við ráðgjafa hentar viðkomandi best. Kemur “viðtal á þjónustumiðstöð” best út  hjá öllum, líka þeim sem skilja og tala íslensku? Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka að það eru ekki allir í aðstöðu til að nota rafræna ferla. T.d. eru ekki allir með tölvu eða hafa aðgang að tölvu eða treysta sér til að nota tölvu ef því er að skipta. Fyrir marga er best að fá að mæta á staðinn og ræða við starfsmann í eigin persónu. Mest um vert hefði þó átt að spyrja um hvort fólk á fjárhagsaðstoð nái endum saman á þeirri upphæð sem því er ætlað að lifa á?

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði sviðsstjóra, dags. 2. mars 2022, um verkefni velferðarsviðs í      tengslum við aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024:

Tvö af þessum nýju verkefnum snúa að eldra fólki, annars vegar að greina hvernig má mæta brotaþola í tengslum við húsnæðismál og hins vegar að sinna málum sem tengjast þjónustu við aldraða m.a. málum sem tengjast heimilisofbeldi. Það eru ekki allir þolendur tilbúnir að fara í Kvennaathvarf og því er sjálfsagt að hafa sérstaka íbúð fyrir brotaþola heimilisofbeldis til að dvelja í til styttri tíma eða setja brotaþola í forgang á biðlista eftir húsnæði á vegum borgarinnar. Það er þó engan veginn réttlætanlegt að brotaþoli eigi að þurfa að yfirgefa heimilið heldur á að róa öllum árum að því að gerandi fari af heimilinu. Ofbeldi gegn öldruðum getur verið andlegt og líkamlegt og stundum er það í formi vanrækslu. Erfitt er að átta sig á tíðni tilfella um heimilisofbeldi hjá þessum aldurshópi. Ef horft er til rannsókna má sjá að 2-10% aldraðra eru þolendur ofbeldis. Eldri borgarar sem beittir eru ofbeldi kunna að upplifa skömm og vanmátt og kjósa því að leyna því ofbeldi sem þeir verða fyrir. Á þeirra uppvaxtarárum var ofbeldi almennt ekki mikið rætt og fræðsla afar takmörkuð. Sumir eldri borgarar gera sér jafnvel ekki grein fyrir að verið er að beita þá ofbeldi t.d. í formi vanrækslu.

 

Bókun Flokks fólksins viðsvari við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðveru sálfræðinga í skólum borgarinnar, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að enda þótt stöðugildi sálfræðinga séu 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla í borginni gætu og ættu skólasálfræðingar að hafa starfsstöðvar sínar í skólunum. Flestir skóla hafa rými.  Einn sálfræðingur er e.t.v. að sinna 2 skólum, einstaka kannski 3 skólum. Þegar skólasálfræðingur fer til vinnu ætti hann að mæta í þann skóla sem hann þjónar þann daginn  en ekki á þjónustumiðstöð. Hver ferð út í skóla tekur tíma og kostar fé en það versta er að börnin í skólanum sem viðkomandi starfar við hafa mörg hver kannski ekki hugmynd um hvernig sálfræðingur skólans lítur út. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum. Engu að síður þráast skóla- og velferðaryfirvöld borgarinnar við og leggja á borð alls konar afsakanir og úrtölur. Auðvitað ætti að vera sálfræðingur í fullu starfi í hverjum skóla. Það myndi kosta 409 m.kr. sem meira en sjálfsagt er að fá úr borgarsjóði væri yfir höfuð áhugi á að setja börn og þjónustu við þau í forgang.

 

Bókanir vegna tillögu ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. 6. lið fundargerðar borgarstjórnar 8. febrúar 2022, ásamt umsögn velferðasviðs, dags. 2. mars 2022:

Tillaga ungmennaráðsins:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela velferðarsviði að bæta aðgengi fyrir unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Miðað skal við að aðgengi hafi verið bætt eigi síðar en í janúar 2023.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020120.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

Velferðarráð tekur undir mikilvægi þess sem kemur fram í tillögu ungmennaráðs um að bæta þurfi aðgengi að  sálfræðiþjónustu. Velferðarsviði er falið í samráði við skóla- og frístundasvið að eiga samtal við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að tryggja greiðari aðgang grunnskólanemenda að sálfræðiþjónustu Heilsugæslunnar, sem hefur það verkefni að sinna sálfræðimeðferð barna til lengri tíma. Meðal annars þarf að skoða hvort og hvernig sálfræðingar Heilsugæslunnar fái afnot af skólahúsnæði til að geta veitt nemendum meðferð líkt og skólahjúkrunarfræðingar hafa haft um langa hríð. Einnig er mikilvægt að efla samstarf skólaþjónustu og Heilsugæslunnar samhliða innleiðingu á verkefninu Betri borg fyrir börn og lögum um farsæld barna sem leggja á auknar skyldur um samstarf allra aðila sem vinna að velferð barna.

Breytingartillagan er samþykkt. Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Sú breytingartillaga sem hér er lögð fram af meirihlutanum getur ekki gengið upp. Velferðarráð getur ekki stýrt starfi heilsugæslusálfræðinga sem ekki er gert að fara út í skólana og eru auk þess að sinna börnum til 18 ára. Á heilsugæslum borgarinnar er langur biðlisti. Heilsugæslusálfræðingar hafa það ekki á sinni dagskrá að gera greiningar, heldur sinna aðeins viðtölum með aðsetur á heilsugæslustöðvum. Þetta er billeg leið meirihlutans í velferðarráði til að sópa tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta undir teppi. Hér er verið að leika ljótan leik til að sneiða hjá að taka ábyrgð. Fulltrúi Flokks fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að biðlistum barna til sálfræðinga skóla og annarra fagaðila skóla verði eytt. Árum saman hefur sálfræðingum ekki fjölgað í skólum en börnunum hefur fjölgað. Umsóknum um þjónustu í skólum hefur fjölgað gríðarlega frá 2020. Nú bíða um 1804 börn eftir aðstoð fagfólks skóla. Bæst hafa við tugir barna á örstuttum tíma og bíða yfir 1000 börn eftir þjónustu sálfræðings. Það viðbótarfjármagn sem veitt hefur verið í málaflokkinn á árinu er dropi í hafið og sér varla högg á vatni í stóra samhenginu. Velferðarráð verður að axla ábyrgð hér en ekki reyna að koma sér undan ábyrgð.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Hér er um praktíska útfærslu að ræða á góðri tillögu  frá Ungmennaráði. Gífuryrðum er vísað til föðurhúsanna.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Velferðarráð getur ekki ráðskast með heilsugæslusálfræðinga og ætlað þeim að vinna vinnu sem borgin á að annast. Að ætla að senda þá út í skólana af því að velferðarráð vill ekki fjármagna sálfræðinga í skólum er sorgleg niðurstaða þessa máls.

Fjóla Ösp Baldursdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Árbæjar og Holta, og Hulda Valdís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Ný mál

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um leigubílanotkun starfsmanna velferðarsviðsins og ráðsins sundurliðað eftir erindum, deildum og starfstitli á árunum 2020 og 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur óskað eftir upplýsingum um leigubílanotkun starfsmanna velferðarsviðsins og ráðsins sundurliðað eftir erindum, deildum og starfstitli á árunum 2020 og 2021. Einnig er óskað upplýsinga hvað Reykjavíkurborg hefur greitt starfsmönnum á þessu sama tímabili í akstur á eigin bifreiðum. Reykjavíkurborg á 105 bíla og þar af 56 fólksbíla sem metnir eru á 36.365.000. Leigubílar hafa einnig verið notaðir í  miklum mæli af starfssviðum Reykjavíkurborgar og allra mest á velferðarsviði. Um þetta hefur áður verið spurt og voru svör þá frekar óljós. Talað var um svokallaða “Aðra notkun á leigubílum  t.d. vegna vitjana á heimili, starfsstaði eða á fundi“ án nokkurrar frekari sundurliðunar. Undir þennan lið er vissulega hægt að setja eitt og annað. Svona lagað þarf að vera upp á borði og væntir Flokkur fólksins þess að svar sem berst við fyrirspurninni sem nú er lögð fram sé gegnsætt og vísað í opin gögn.  Kostnaður borgarinnar vegna leigubíla nam 431 milljón króna á 8 ára tímabili fram til 2018. Kostnaðurinn hefur aukist á hverju einasta ári frá árinu 2011 og var 69 milljónir á árinu 2018. Þá vekur athygli að Reykjavíkurborg hefur greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Samtals um milljón á dag.

 

Fulltrúi Flokks Fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu til að ráðist verði í markvissa könnun á líðan fólks í Reykjavík sem komið er yfir sjötugt og kannað hver áhrif  heimsfaraldurinn hefur haft á það:

Vitað er að faraldurinn hefur haft áhrif á alla aldurshópa en vísbendingar eru um að hann hafi lagst þungt á eldra fólk sem hefur upp til hópa verið einangrað í tvö ár. Lagt er til að ráðist verði í markvissa könnun á líðan fólks í Reykjavík sem komið er yfir sjötugt og kannað hver áhrif  heimsfaraldurinn hefur haft á það. Í framhaldinu yrði ráðist í að veita þeim sem það þurfa viðeigandi sálfélagslegan stuðning til að hjálpa fólki að komast aftur út í lífið eftir þessa einangrun. Minnt er á að ekki allir eiga ættingja sem hafa getað veitt félagsskap eða hlaupið undir bagga á meðan faraldurinn geisaði sem mest. Þessi hópur er einnig sennilega sá sem minnst er tæknivæddur og notar því ekki rafrænar lausnir til að vera í sambandi við umheiminn.

Frestað.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um um hvað mörgum börnum hefur verið hægt að sinna fyrir 40 milljóna króna hækkun fjárheimilda árið 2021 og það sem af er ári 2022?:

Árið 2021 voru hækkaðar  fjárheimildir um 40 milljónir til velferðarsviðs til að fjölga sérfræðingum og vinna úr löngum biðlista. Í ár hækka fjárheimildir velferðarsviðs um 100 milljónir vegna tímabundinnar fjölgunar sérfræðinga til að vinna úr áhrifum Covid á börn og unglinga. Samkvæmt tölulegum upplýsingum um biðlista sem finna má á vef borgarinnar bíða nú 1804 börn eftir fagaðstoð og rúmlega 1000 börn eftir sálfræðingi. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsing um hvað mörgum börnum hefur verið hægt að sinna fyrir 40 milljóna króna hækkun fjárheimilda árið 2021 og það sem af er ári 2022?

Biðlistatölur hafa farið jafnt og þétt hækkandi allt kjörtímabilið. Aðeins um 3 vikur eru síðan  1680 börn biðu aðstoðar  fagfólks skóla. Biðlistatölur hafa aldrei lækkað, aðeins hækkað þrátt fyrir 140 milljóna innspýtingu til sviðsins til að grynnka biðlistana.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um fjölda kvartanna vegna fyrirkomulags á afhendingu matar árið 2021 og það sem af er 2022:

Það er ekki langt síðan að mikil umræða skapaðist þegar matur einstaklings var hengdur á snerilinn og dyrabjöllunni hringt. Yfir þessu var kvartað.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig þessum málum er háttað nú og hvort afhendinga fyrirkomulagið hafi breyst hjá öllum eða aðeins þeim sem kvörtuðu?

Spurt er einnig um fjölda kvartanna vegna fyrirkomulags á afhendingu matar árið 2021 og það sem af er 2022. Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi leggja áherslu á mikilvægi þess að maturinn sé afhentur viðkomandi persónulega  því aldrað fólk er margt farið að heyra illa og heyrir ekki í bjöllunni, getur verið sofandi, man ekki að gá að matnum o.s.frv. Fyrir suma eru þessi samskipti, að opna og taka við matnum sínum einu mannlegu samskipti sem fólk hefur við umheiminn. Athuga skal að ekki eiga allir fjölskyldu sem líta til þeirra eldri eða hlaupa undir bagga. Eins ljúft og það er að geta búið heima hjá sér sem lengst þá býður það einnig upp á hættuna á einangrun og einmanaleika eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis bent á í málum sínum á kjörtímabilinu.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvernig bregðast eigi við niðurstöðum um að aðeins 27% eldra fólks segir að þjónustan veiti félagslegan stuðning? :

Nýlega var fulltrúum velferðarráðs kynnt þjónustukönnun í þjónustuíbúðum, dagdvöl og heimaþjónustu. Svarendur voru 274, konur í meirihluta, ekkjur í dagdvöl. Niðurstöður sem snúa að heimaþjónustu eru sláandi. Aðeins 27% segja að þjónustan veiti stuðning til félagslegrar þátttöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig bregðast eigi við þessum niðurstöðum? Sterkar vísbendingar eru um að þeir sem búa einir séu að upplifa einmanaleika og einangrun og má leggja út af þessum niðurstöðum að þeir sem sinna þjónustunni hafi ekki mínútu aflögu til að ræða aðeins við þjónustuþega og er það miður.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um lista yfir mál Flokks fólksins sem lögð hafa verið fram í velferðarráði á kjörtímabilinu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá lista yfir mál Flokks fólksins sem lögð hafa verið fram í velferðarráði á kjörtímabilinu. Um er að ræða lista yfir fyrirspurnir og tillögur og að fram komi dagsetningar á afgreiðslu málanna og hvaða mál, fyrirspurnir og tillögur, eru enn óafgreidd.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólanna, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:

Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir sálfræðingum eru rúmlega 1000 börn. Alls bíða 1804 börn eftir fagþjónustu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Fulltrúi flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólanna, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um tilkynnt til Barnaverndar vegna skólaforðunar:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hve mörg tilfelli hafa verið tilkynnt til Barnaverndar sem tengjast skólasókn nemenda (skólaforðunarmál), þ.m.t. leyfin.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvort velferðarsvið ætlar að bregðast við með sértækum aðgerðum fyrir fátækt fólk vegna hækkandi verðbólgu:

Verðbólga hefur rokið upp og má kenna m.a. skorti á íbúðarhúsnæði um. Verðbólga mælist nú 6,2 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug sem rekja má að mestu til skorts og vöntunar á húsnæði, hagkvæmu húsnæði í Reykjavík. Þetta hefur leitt til þess að nýlega hækkuðu stýrivextir  úr 2 í 2,75%. Þetta þýðir að róður ákveðinna hópa mun þyngjast verulega. Mánaðarlegar afborganir munu hækka um tugi þúsunda hjá þeim sem nýlega eru komnir á fasteignamarkaðinn. Námsmenn og láglaunafólk mun lenda í vanda sérstaklega þeir sem tekið hafa  óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort og hvernig þá velferðarsvið ætlar að bregðast við þessu? Ætlar velferðarsvið að grípa til sértækra aðgerða til að hjálpa þeim sem berjast í bökkum að halda húsnæði sínu til að þrauka þangað til að aðstæður skána? Ætlar velferðarsvið að auka stuðning við þá sem eru á leigumarkaði en þar er fólk að greiða allt að fjórðung tekna sinna í leigu. Mun velferðarsvið ætla að skoða að hlaupa undir bagga með barnafjölskyldum sem eru með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði (þ.e. 5.307.888 kr. á ári) t.d. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og gjaldfrjálsu frístundaheimili?

 

 

 

Velferðarráð 2. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum:

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmenna ráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Hefja þarf verkið sem fyrst og reyna að ljúka því eigi síðar en í árslok 2022 að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 33 við fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. febrúar 2022:

Samþykkt er að framlengja athugasemdafrest vegna Arnarnesvegar til 11. mars 2022 þar sem streymisfundur til kynningar á verkefninu verður haldinn 3. mars nk. Fulltrúi Flokks fólksins telur að fresturinn eigi að vera mun lengri enda hefur Covid sett verulega strik í reikninginn. Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig í þessu sambandi af hverju er ekki hægt að hafa venjulega fund með íbúum nú þegar fjöldatakmörkunum hefur verið aflétt. Margt þarf að ræða í þessu máli svo sem hönnun á veginum. Áformað er að koma vistlokum yfir hluta vegarins. Þetta þarf að skoðast vel því vegurinn eins og hann er nú teiknaður verður snjókista alls staðar þar sem vistlokin eru ekki og verða gjörsamlega ófær í vetrarfærð eins og hefur verið. Vísað er til Vina Kópavogsbæjar sem einnig kalla eftir opnum fundi þar sem Covid er ekki lengur fyrirstaða. Málið hefur verið afar umdeilt. Svæðið sem vegurinn fer um er vinsælt útivistarsvæði verður skorið í sundur með 60 metra breiðu vegstæði í grennd við fjölmenn íbúahverfi og í útjaðri áformaðs Vetrargarðs. Það er mjög gagnrýnisvert að ekki hafi verið gert nýtt mat á umhverfisáhrifum þar sem svo margt hefur breyst frá því að umhverfisáhrif voru metin.

 

Bókun Flokks fólksins við Kringlan deiliskipulag, deiliskipulag 1. áfanga, kynning:

Kynnt er staða við gerð fyrsta áfanga deiliskipulags á Kringlusvæðinu og er ljóst að þarna má gjarnan þétta byggð og gera umhverfið meira aðlaðandi. Um er að ræða mjög stóra og flókna framkvæmd sem á eftir að gjörbreyta umhverfinu. Þétting verður mikil eða um 350 íbúðir. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig aðkoman að Kringlunni á eftir að verða og hvernig umferðarmál verði leyst þegar komið er út frá svokallaðri samgönguhæð, bílahæð sem nú er neðri hæð Kringlunnar

Á myndum má sjá að þök eru að mestu flöt. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé ekki ávísun á vandamál og fær þau svör að þetta sé flókið verkefni. Öll þök verði ekki flöt og fundnar verði leiðir til að safna ofanvatni.

 

Bókun Flokks fólksins við erindi íbúaráðs Kjalarness um lóðamál í Grundarhverfi:

Um er að ræða tvær lóðir á Kjalarnesi sem grunur var um að leyndust fornleifar. Nú hefur svæðið, verið tekið út og skv. því falla þessar 2 lóðir ekki undir friðhelgi fornleifa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að drífa í að selja þessar lóðir enda er vöntun á húsnæði á Kjalarnesi líkt og annars staðar í borginni. Það munar um allt nú þegar húsnæðisskortur er í hæstu hæðum í Reykjavík.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um matvöruverslun í Úlfarsárdal:

Tillögu Flokks fólksins um að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/verslanir komi í Úlfarsárdal hefur verið vísað frá. Úlfarsárdalur, hverfið er 15 ára og enn bólar ekki á matvöruverslun né kaffihúsum og skyndibitastöðum. En í svari segir að margar lóðir séu skipulagðar til að sinna þessu og ,, öll húsin á lóðinni eru í uppbyggingu núna”. Eru 15 ár ekki nægjanlega langur tími til að taka ákvörðum um matvöruverslun og getur verið að eitthvað annað hamli uppbyggingu, svo sem að langur tími fer í ganga frá göngustígum? Hverjar svo sem ástæður eru fyrir að hverfið er ekki orðið sjálfbært er kominn tími til að spýta í lófana þarna. Það er ekki eins og vanti möguleikana eða tækifærin.

Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

 

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Bygging matvöruverslunar við Skyggnisbraut er þegar komin af stað. Við Jarpstjörn er jafnframt gert ráð fyrir húsnæði fyrir stórmarkað eins og kemur fram í umsögn sviðsins og við Urðartorg býður jarðhæð upp á fjölbreytta starfsemi svo sem veitingastað, kaffihús eða bakarí.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bætta þverun yfir Geirsgötu

Mál nr. US220042

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þverun verði bætt frá Edition hótel og yfir Geirsgötuna vegna mikillar umferðar. Næsta göngubraut er a.m.k. um 70 metra í átt að Kolaportinu. Hér þarf að bæta úr áður en umferðarslys verður.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur. Mál nr. US220037

Samkvæmt skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið stendur til að setja Sæbraut og Miklubraut í stokk á tímabilinu 2023 – 2026. Á Sæbraut verður á framkvæmdatíma gert ráð fyrir því að umferð um Sæbraut verði breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2.

Óljóst er hvort það sama gildi um Miklubraut en þó er ljóst að umferð mun þrengjast mjög á þessum tíma og a.m.k. á einhverjum tímapunkti í 1 plús 1.

Í þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er gert ráð fyrir því að Suðurlandsbraut verði með tilkomu Borgarlínu breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Líklega munu þær breytingar skarast í tíma við framkvæmdir við Sæbraut og Miklubraut.

Í ljósi þessa: Hefur verið kannað hvaða áhrif þetta hefur á umferð og hafa verið skipulagðar einhverjar mótvægisaðgerðir til að greiða fyrir umferð á framkvæmdatíma?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum.  Mál nr. US220040

Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar og kvartanir vegna innheimtu Bílastæðasjóðs. Kvartað er yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant.

Margt er að breytast í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði sem byrgja sýn.

 

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að sjá sundurliðað yfirlit yfir þá staði sem mest er sektað vegna stöðubrots.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.

 

Skipulags- og samgönguráð 2. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við umræðu um málefni Úkraínu:

Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst ömurlegt til þess að hugsa að það skuli vera hafið stríð í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu er brot á alþjóðalögum. Vesturlönd eru sem betur fer að beita refsiaðgerðum og sýna Úkraínu stuðning. Þar hefur Ísland ekki verið eftirbátur annarra. Öryggi fólks verður að tryggja eins og nokkur kostur er. Þeir sem líða og fara verst út úr þessu er fólkið – eldra fólk, minnihlutahópar og börnin sem mörg hver bíða þess aldrei bætur að hafa upplifað reynslu af þessu tagi og öll munu þau ekki lifa þetta af. Samúð mín og samkennd er hjá almenningi sem átti sér einskis ills von. Stjórnvöld á Íslandi ætla að standa sína plikt og taka á mót fólki frá Úkraínu. Við verðum að senda skýr skilaboð til Rússlands. Við fordæmum þessa innrás með afdráttarlausum hætti og vonum að refsiaðgerðir bíti. Við eigum að taka þátt í aðgerðum með Evrópusambandinu, með vestrænum lýðræðisríkjum af fullum þunga. Það verður að vera hægt að leysa þetta mál með öðrum hætti en stríðsrekstri, annað er óhugsandi.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að bæta skólasókn:

 

Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að bæta skólasókn. Vísbendingar eru um að hópur þeirra nemenda sem glíma við þennan vanda fari stækkandi. Árið 2015 tóku grunnskólar Breiðholts í notkun samræmt skólasóknarkerfi (samræmdar viðmiðunarreglur) í 1.-10. bekk til að fylgjast með fjölda mála af þessum toga og vinna markvisst gegn skólaforðun. Í kjölfarið var teymi um skólaforðun sett á laggirnar sem lagði m.a. til að önnur hverfi borgarinnar gerðu slíkt hið sama. Um var að ræða viðmiðunarkerfi sem sýndi „hættumerki“, s.s. „rauð flögg“, þegar skólasókn færi niður fyrir ákveðin skilgreind viðmiðunarmörk. Í kerfinu er ekki gerður greinarmunur á ástæðu fjarveru, vegna leyfa, veikinda eða óleyfilegra fjarvista. Fulltrúi Flokks fólksins telur að tímabært sé að skoða með markvissum hætti hvort og þá hvernig hinar samræmdu viðmiðunarreglur/viðmiðunarkerfið um skólasókn hafi nýst til að fylgjast með fjölda mála er lúta að skólaforðun og til að bæta skólasókn. MSS22030023

Greinargerð fylgir tillögunni.

Frestað eins og öllum öðrum málum

 

Bókun Flokks fólksins undir 8. lið fundargerðar borgarráðs 25. janúar:

Meirihlutinn samþykkir hér hækkun á árgjaldi hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Aðalfundur SSH var haldinn 12. nóvember 2021. Þar var samþykkt að árgjaldið yrði hækkað í 139 kr. á hvern íbúa úr 116 kr. Þetta er nærri 20% hækkun, langt umfram verðbólgu. Hvaða hag hafa borgarbúar af þessu? spyr fulltrúi Flokks fólksins. Hún er einn aðili af sex en borgar langmest. Kemur ekki til greina að taka tillit til stærðarhagkvæmni eins og er gert þegar framlög til borgarinnar eru ákvörðuð? Vegna stærðarhagkvæmni myndi þá hver borgarbúi greiða minna en aðrir. Eiga hin sveitarfélögin að ákveða að borgarbúar greiði háar fjárhæðir í enn ein ólýðræðisleg samtök, að þessu sinni SSH? Þetta er að vísu ekki formlegt byggðasamlag en hefur einkenni þess. Nágrannasveitarfélögin geta tekið ákvörðun eins og þeim sýnist um að borgarbúar borgi brúsann. En að sama skapi hefur Reykjavík hlutfallslega lítið vægi þegar stórar ákvarðanir eru teknar og minnihlutafulltrúar sveitarfélaganna hafa ekkert vægi í þessum samtökum. Þeim er aldrei boðið að borðinu þar sem gerðir eru samningar og teknar ákvarðanir sem snerta borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við 9. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs:

Öryrkjabandalag Íslands og lögmaður fjögurra fatlaðra barna stigu fram 2021 með þá kröfu að einstaklingsmiða þurfi þjónustuna að börnunum. Fyrirspurn Flokks fólksins var um hvernig skóla- og frístundasvið hygðist bregðast við ásökunum sem fram voru bornar um að börnin fái ekki þörfum sínum mætt í skólanum. Í svari segir að fyrirspurninni sé ekki svarað þar sem erindið sem vitnað er í liggi ekki fyrir. Svarið er að öðru leyti vísanir í ákvæði grunnskólalaga, s.s. „að allir nemendur grunnskóla eigi rétt á kennslu við hæfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan“. En þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Það fá nefnilega ekki allir nemendur í grunnskólum borgarinnar kennslu við hæfi eins og þau eiga rétt á samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. „Skóli án aðgreiningar“ er ekki skóli án aðgreiningar nema að nafni til því talsvert þarf upp á til að hann sé í stakk búinn að mæta þörfum allra barna. Í grunnskólum borgarinnar er börnum mismunað m.a. vegna fötlunar sinnar. Nú bíða 1804 börn eftir þjónustu skólaþjónustu grunnskólanna og má ætla að í þeim hópi séu fjölmörg börn með sérþarfir. Rúmlega 1000 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu.

 

Borgarstjórn 1. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum:

Drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun. 

Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, með umsagnarbeiðni til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun:

Fulltrúi Flokks fólksins er algjörlega sammála því að Reykjavíkurborg eigi að veita góða og notendamiðaða þjónustu, eins starfsfólk borgarinnar hefur ávallt verið að gera. Enn og aftur getur fulltrúi Flokks fólksins vart orða bundist yfir þeirri framsetningu Þjónustu og nýsköpunarsviðs á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. Í þessum drögum er ítrekað talað um þróun og innleiðingu á þjónustuskrefum, á þjónustuviðmiðum og svo námskeiðum fyrir starfsfólk í þjónustuveitingu sem og námskeiðum í notendamiðaðri hönnun.
Það er engu líkara en að Þjónustu og nýsköpunarsvið telji að starfsfólk Reykjavíkurborgar hafi enga hugmynd um það hvernig á að þjónusta notendur í Reykjavík og það þurfi á algjörri endurmenntun að halda. Einnig virðist þetta svið telja að þjónusta við íbúa Reykjavíkur sé svo frábrugðin allri annarri opinberri þjónustu að hér verði að finna upp og þróa allt frá grunni.

Það er í raun alveg með ólíkindum hversu lengi þessar endalausu notendarannsóknir og tilraunasmiðjur Þjónustu og nýsköpunarsviðs eiga að vera í gangi án þess að varla nokkuð hafi komið út úr þeim. Peningasóunin og eyðslan á tíma starfsfólks er orðin það mikil að það liggur við að það þurfi hreinlega að fara að grípa inn í alla þessa tilrauna vitleysu sviðsins sem virðist hvorki eiga sér upphaf né endi.

Þjónusta við íbúa í Reykjavík er á engan hátt öðruvísi en öll önnur opinber þjónusta. Allir þjónustuferlar eru nú þegar til og einnig liggja fyrir upplýsingar um notendarannsóknir víða eins og hjá einkafyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í slíku.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr sig hvenær Þjónustu og nýsköpunarsvið fari að átta sig á því að það er fyrir löngu búið að finna upp hjólið hvað varðar stafrænar lausnir og notendamiðaða þjónustu. Það þarf bara að innleiða þá þekkingu eins og flestir aðrir eru að gera með góðum árangri.

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 24. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I:

Málið er um að breyta deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðarlóð, I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfu til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Við þetta er sýnt að mati fulltrúa Flokks fólksins að umferð um Nauthólsveg mun aukast og einnig vegna uppbyggingar námsmannaíbúða við Nauthólsveg og uppbyggingar í Skerjafirði og brúar yfir Fossvog. Núverandi íbúar kvarta einkum yfir því að skerða eigi grænt svæði sem þó er sagt vera framtíðarbyggingarreitur og gert er ráð fyrir 460 íbúðum. Græna svæðið er mikið notað á hverjum degi af íbúum hverfisins hvort sem það eru börn með fullorðnum eða hundaeigendur. Fulltrúi Flokks fólksins sér að þarna er gott færi á að koma til móts við íbúa og íbúaráð vill að það verði athugað með formlegum hætti, umfram það sem gert hefur verið til þessa, álit íbúa á Hlíðarenda á að byggt verði á reit I. Þetta er sameiginlegt grænt svæði og líkur á að íbúar vilji halda í það til sameiginlegra afnota. Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að þetta verði gert.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. janúar 2022, þar sem óskað er eftir staðfestingu á yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna vegna samræmingar úrgangsflokkunar:

Hér er verið að breyta úrgangssöfnun á höfuðborgarsvæðinu, en langan tíma hefur það tekið þennan meirihluta að kveikja á perunni. Að safna lífrænum úrgangi á myndunarstað er gömul saga hjá bæði sumum öðrum sveitarfélögum og nefna má ungmennaráð Kjalarness sem lagði fram tillögu um söfnun lífræns sorp sem hófst síðan sem tilraunaverkefni á Kjalarnesi. Svo fulltrúi Flokks fólksins segir bara loksins eins og fleiri sögðu á fundi samtaka sveitarfélaga í vikunni sem leið. Innleiðing mun örugglega ganga vel. Mörgum spurningum er þó ósvarað sem dæmi hvenær nothæf molta fæst úr GAJU. Reyndar hefur því verið svarað af starfsmanni SORPU á fundi sambandsins og svarið var „ég veit ekki“. Ekki hafa heldur fengist svör við hvort SORPA hafi kannað hvort ávinningur sé af því að bjóða út sorphirðu í þriggja tunnu kerfi. Benda má á að aðrir aðilar í sorphirðu hafa boðið það að plast og pappír geti verið í sömu tunnunni og þar með fækkað tunnum við heimili sem er sparnaður. Fjölgun íláta kostar sitt og fjöldi þeirra helst í hendur við hirðutíðni. Fleira er enn óljóst eins og t.d. að gert er ráð fyrir að sveitarfélögin skaffi pappírspoka undir lífúrgang en fyrirkomulag þess liggur ekki fyrir.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag við lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðunum Bíldshöfða 7 og Breiðhöfða 3 á Ártúnshöfða:

Um er að ræða athafnasvæði BM Vallár, hellusteypa o.fl. Þeir fara upp á Esjumela en fá að byggja hús á núverandi stað. Samningsdrögin minna á samningana við olíufélögin. Í drögunum er m.a. þetta: Fyrir byggingarrétt lóðarinnar greiðist markaðsvirði að mati tveggja óvilhallra löggiltra fasteignasala auk gatnagerðargjalda samkvæmt gjaldskrá við úthlutun. Lóðarvilyrði þetta er veitt án auglýsingar á lóðinni á grundvelli þess að verið er að liðka fyrir uppbyggingu á Ártúnshöfða. Vel má vera að BM Vallá hagnist á þessu og vanda þarf samninginn til að tryggja að borgin sé ekki að gefa frá sér mikil verðmæti.

Bókun Flokks fólksins við drög samningi við Höfða Friðarsetur til tveggja ára um árlegt fjárframlag að upphæð 10 m.kr. og samþykki þar með áframhaldandi samstarf við Höfða Friðarsetur um þróun og rekstur samfélagshraðalsins Snjallræðis:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi sé einmitt best borgið í þeirri umgjörð sem lýst er í tillögu borgarstjóra um þátttöku í framkvæmd samfélagshraðalsins Snjallræðis. Það er nefnilega eðlilegt að hugmyndasmiðjum og tilraunastofum sé haldið á þeim forsendum sem tillagan lýsir. Eins og ljóst er hefur fulltrúi Flokks fólksins verið í rúmt ár að gagnrýna þær hugmynda- og tilraunavinnustofur sem starfræktar hafa verið í langan tíma á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Það er ekkert eðlilegt við það að almannafé hafi verið notað í endalausar tilraunir og hugmyndasmiðjur undir merkjum Gróðurhússins og annarra þróunarteyma sviðsins undanfarin ár án þess að sú vinna hafi skilað raunverulegum lausnum eða afurðum sem komnar væru í notkun. Hugmyndasmiðjur og tilraunastofur þjónustu- og nýsköpunarsviðs virðast hafa haft þveröfug áhrif við það sem þeim hlýtur að hafa verið ætlað. Í stað þess að flýta innleiðingu lausna sem margar hverjar eru fyrir löngu tilbúnar, hafa mál verið að daga þar uppi. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að meirihlutinn í Reykjavík fari nú að opna augun smám saman og átta sig á því hvað eigi heima hvar varðandi þá stafrænu umbreytingu borgarinnar sem að öllu leyti er fjármögnuð beint úr vösum borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögur borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2022, að viðaukum fyrir fjárhagsáætlun 2022. Greinargerðir fylgja tillögunum. Einnig lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs um jafnréttisskimun vegna viðaukanna:

Þetta er ekki gott mál að mati fulltrúa Flokks fólksins. Aðalfundur SSH var haldinn 12. nóvember 2021. Þar var samþykkt að árgjaldið yrði hækkað í 139 kr. á hvern íbúa úr 116 kr. Þetta er nærri 20% hækkun, langt umfram verðbólgu. Hvaða hag hefur borgin af þessu? Hún er einn aðili af sex en borgar langmest. Eiga hin sveitarfélögin að ákveða að borgarbúar greiði háar fjárhæðir í enn eitt byggðasamlagið?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa stofnframlög vegna almennra íbúða til umsóknar til samræmis við auglýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlög:

Ekkert hægt að sjá í þessu bréfi um hvaða upphæðir er að ræða. Stofnframlög eru t.d. til að setja af stað byggingar fyrir afmarkaða hópa, svo sem námsmenn, fyrstu kaupendur og aldraða.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tvo húsaleigusamninga um leigu á leikskólahúsnæði að Nauthólsvegi 81 og Eggertsgötu 35, ásamt fylgiskjölum. FAS22020042

Sárlega vantar leikskólapláss. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar skemmtilegum og fjölbreyttum hugmyndum í leikskólaútfærslum. Leiga á húsnæði frá þriðja aðila fyrir leikskóla sem fengið hefur vinnuheitið Ævintýraborgir. Setja á saman hús, færanlegar einingar og leikskólarúta kemur við sögu. Mikil áhersla er á að þetta verði hin fínustu hús þótt fljótlegt sé að setja þau saman og taka niður ef því er að skipta. Vissulega er gott að hafa hagkvæmnissjónarmið að leiðarljósi í þessu sem öðru en hér er engu að síður verið að tala um vistarverur fyrir lítil börn. Ekki er meira sagt um leikskólarútur í þetta skipti. Slíkt fyrirkomulag finnst vissulega erlendis. Að aka með börn út í náttúruna þar sem þau dvelja yfir daginn í eins konar útileikskóla. Veðurfar hér á landi er eins og allir vita válynt svo kannski getur Reykjavíkurborg ekki borið sig beint saman við þau lönd sem skarta mildara veðurfari. Leigugjaldið er 3.602.126 kr. á mánuði sem er ærið. Er þetta í alvöru hagkvæmara en að hafa fyrirkomulagið upp á gamla mátann, þ.e. byggja gott húsnæði undir leikskóla? Við kostnað bætist gerð leikskólalóðar og lauss búnaðar sem samkvæmt frumkostnaðaráætlun er 65 m.kr. fyrir Eggertsgötu og 80 m.kr. fyrir Nauthólsveg.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. febrúar 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lóðarleigusamninga Reykjavíkurborgar, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022:

Þetta er rýrt svar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Í raun er spurt um af hverju ekki var hægt að taka við lóðum bensínstöðvanna eins og gert var þegar Malbikunarstöðin Höfði skilaði lóð sinni. Borgarritari svarar aðeins framhaldsspurningum um fjölda samninga sem eru ekki aðalatriði. Stefnan skiptir meira máli en einstakir samningar. Samningar við olíufélögin voru afleikur.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 9. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistafokks Íslands um skattleysismörk fasteignagjalda, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022:

Málið er athyglisvert. Í fyrirspurn er þessi texti: „Fasteignagjöld eru 0,18% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Gjöldin leggjast á verðmæti eigna án tillits til skuldastöðu eigenda. Fólk sem á 20% í íbúðinni sinni greiðir t.a.m. það sama og þau sem eiga sína íbúð skuldlaust“. Þetta snýst því að hluta um hvort ekki megi skilgreina að nýju hver á hvað. Hver á eignina ef bankinn á 80% sem skuld en skráður eigandi 20%? Ætti skráður eigandi ekki bara að greiða fasteignagjöld af raunverulegri eign? En í svarinu kemur fram að þetta er mál löggjafans sem er rétt.

 

Bókun Flokks fólksins við svari skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hæfniskröfur til stjórnarsetu í fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. desember 2021

Segir í svari að hvorki í sameignarsamningi Orkuveitur Reykjavíkur né öðrum samþykktum, sameignarfélagssamningi eða stofnsamningi sé gerð krafa um að einstaklingur leggi fram ferilskrá eða prófskírteini til þess að hann megi hljóta tilnefningu sem stjórnarmaður. Og einnig kemur fram að hafa skal að leiðarljósi að stjórnarmenn sem tilnefndir eru í stjórnir B-hluta fyrirtækja hafi til að bera reynslu og þekkingu í viðkomandi málaflokki. Hér er um tvöföld skilaboð að ræða. Eiga stjórnarmenn að hafa þekkingu eða ekki? En raunin er að hæfni er ekki krafist. Í engum tilfellum hafa stjórnarmenn, hinir pólitísku sem tilnefndir eru af meirihlutanum, þekkingu, sérstaka eða sértæka, sem styður við betri stjórnarhætti í þeim stjórnum sem þeir sitja. Engin nöfn skulu nefnd hér. Flokkur fólksins leggur til að hæfniskröfur þær sem OR gerir til sinna stjórnarmanna verði settar til grundvallar í öllum bs.-fyrirtækjum borgarinnar. Þær kröfur sem að OR gerir til sinna stjórnarmanna eru til eftirbreytni og borgarfulltrúar ættu að taka slíkt upp sem fyrirmynd í öllum fyrirtækjum og stjórnum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari SORPU bs., dags. 21. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðhaldskröfu á stjórnendur SORPU bs., sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar 2022:

Stjórnendur telja að þeir standi sig vel. Sömuleiðis að ráðningar sérfræðinga spari útgjöld. En af hverju þarf þá að hækka gjöldin verulega? Fullyrt er að hagræðing sé af byggðasamlögum, en þau eru ríki í ríkinu og hafa ekkert aðhald frá þeim sem eru í minnihluta sveitarfélaganna. Fullyrt er að ef ekki væri fyrir SORPU þá myndi hvert sveitarfélag þurfa að ráða til sín sérfræðinga og byggja upp innviði. Hefur ekki SORPA kallað á sérfræðinga? Voru það ekki sérfræðingar sem hönnuðu GAJU og hvar er hún stödd núna? Í svari er komið inn á hringrásarhagkerfi, sjálfbærni, úrgangsforvarnir o.fl. Engin raunveruleg dæmi eru tekin um bætta meðhöndlun og umfang þeirra verkefna né tekin dæmi um aðhaldsaðgerðir. Í hverju felst þá aðhaldið? Af hverju var ekki listað upp í svari hvaða störf og verkefni nýir starfsmenn voru ráðnir í? Einnig að fá útlistað hvaða umfangsmiklu breytingarverkefni þetta eru, a.m.k. þau allra stærstu. Þá er ljóst að SORPA hefur lagt í mislukkaðar fjárfestingar eins og GAJA stöð og keypt mikið af flokkunarvélum sem gjörbreytast við nýja flokkun úrgangs. Öll sú fjárfesting hlýtur því að hafa haft áhrif á rekstur SORPU og leitt til hækkana á gjaldskrá. Fortíðin er því ekki glæsileg.

 

Bókun Flokks fólksins við 4. lið fundargerðar íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 8. febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins vill hrósa starfsmönnum vetrarþjónustunnar sem sinna snjóhreinsuninni og færir þeim sínar bestu þakkir fyrir störf sín. Þessi vinna hlýtur að vera sérlega erfið. Það snjóar, rignir, frýs, snjóar meira, hlánar, frýs o.s.frv. Þetta hefur og er oft engin venjuleg tíð. Klakinn hleðst upp og má sjá fyrir sér að vélarnar ráði ekki við þetta. Þegar verst lætur hlýtur þetta að vera mikið álag á þessa starfsmenn og fjölskyldur þeirra enda hvorki spurt um hvort sé dagur eða nótt, virkur dagur eða rauður dagur. Ofan á þetta bætist eins og fram hefur komið í bréfi frá starfsmönnum sem sent var til allra borgarfulltrúa og í fréttum að eitthvað mikið er að í baklandinu á þessum vinnustað. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um það mál, hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Einnig er því velt upp hvar mannauðsdeild borgarinnar er í öllu því máli. Minnt er á hlutverk mannauðsdeildar í málum sem þessum. Mannauðsdeild á að koma inn sem lausnarúrræði, stuðningsúrræði og taka utan um starfsfólkið, hlúa að því og hvetja. Hefur mannauðsdeildin gert það í þessu máli? Það er ótækt að starfsmenn búi við svo neikvæðar vinnuaðstæður í svo miklu álagsstarfi sem þessu.

 

Bókun Flokks fólksins undir 18 lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 23. febrúar 2022:

Tillögu Flokks fólksins um að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi þurfi aðeins að hafa samband við einn aðila í borgarkerfinu, í stað margra, hefur verið vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. Rökin fyrir frávísun eru að heildstæð vinna standi þegar yfir við að einfalda ferla. Þetta hefur að mati Flokks fólksins gengið of hægt. Umsækjendur bera sig illa, segja að afgreiðsla gangi hægt og er flækjustig ferla mikið. Setja átti stafræna ferla fyrir þetta svið, sem og velferðarsvið og skóla- og frístundasvið, í forgang sem ekki var gert. Nú er þriðja árið runnið upp og þjónustu- og nýsköpunarsvið fær restina af 10 milljörðunum og enn vantar sárlega margar stafrænar lausnir á þessi svið. Sú umsögn sem hér er birt er gömul tugga. Tillagan stendur sterkt og getur lifað áfram enda um einfaldan og eðlilegan hlut að ræða, þ.e. að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi þurfi aðeins að hafa samband við einn aðila í borgarkerfinu, í stað margra. Nýjustu tíðindi af vettvangi er að umsagnarferli taki langan tíma, mun meira en 45 daga eins og fram kemur á heimasíðunni.

Bókun Flokks fólksins undir 4. lið fundargerðar Strætó bs. frá 28. janúar 2022:

Kynntar eru niðurstöður farþegatalninga fyrir árið 2021. Heildarfjöldi innstiga árið 2021 var tæp 9,5 milljón innstig og hafði fjölgað um tæp 8% frá árinu 2020. Fjöldi innstiga 2021 var um 80% af fjölda innstiga 2019 sem var síðasta heila árið fyrir COVID. Þegar talað er um innstig er þá verið að tala um hversu oft er stigið upp í vagninn. Þetta hefur verið margsinnis rætt og spurt um fjölda farþega en ekki innstiga en svör Strætó bs. fela ávallt í sér upplýsingar um fjölda innstiga í Strætó en ekki fjölda farþega.

 

Bókun Flokks fólksins undir 7. lið fundargerðar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28. janúar 2022:

Liður 7 í fundargerð Slökkviliðsins 28. janúar. Samningaviðræður um sjúkraflutninga. Undir þessum lið er gerð grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um þessi mál í sambandi við það hvernig eigi að tryggja að starfsmenn slökkviliðs séu ekki meira og minna uppteknir við verktöku og hvort ekki væri tímabært að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hætti verktöku í sjúkraflutningum til þess að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Reynt hefur veri að rökstyðja þetta fyrirkomulag með því að hægt sé að kalla út marga slökkviliðsmenn. Er það ekki rétt að sumir starfsmenn eru sérhæfðir sjúkraflutningamenn? Sérhæfing þarf að vera og taka þarf mið af því. Viðbragð í slökkviþættinum getur verið takmarkað á sama tíma og álag er á sjúkraflutningum, sem getur kostað mannslíf. Þetta eru tvö aðskilin mikilvæg störf og sjúkraflutningamenn eru heilbrigðisstarfsmenn sem þurfa að getað viðhaldið þekkingu sinni.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um nýjustu tölur um sérkennslu

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um nýjustu tölur um sérkennslu. Hvað eru mörg börn í sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur? Hvað eru mörg börn á biðlista eftir að komast í sérkennslu og hvernig dreifast umsóknir eftir hverfum? MSS22020236

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tilfelli um skólaforðun til Barnaverndar:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hve mörg tilfelli hafa verið tilkynnt til Barnaverndar sem tengjast skólasókn nemenda (skólaforðunarmál), þ.m.t. leyfin. MSS22020237

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rannsóknir sem sýna að mygla sé komin í sementið og hvort það sé góð ráðstöfun á almannafé að fara í viðgerðir á Vörðuskóla þegar ekki liggur fyrir hvort yfir höfuð sé hægt að uppræta myglu og bjarga húsnæðinu:

Á fundi skóla- og frístundaráðs með foreldrafélögum Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Hlíðaskóla sem haldinn var 10. febrúar 2022 kom fram í máli sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ekki sé enn búið að gera sementsrannsóknir á Vörðuskóla til að fullvissa sig um að hægt sé að bjarga húsnæðinu. Í máli hans kom fram að slíkar rannsóknir hefðu verið gerðar bæði á Kársnesskóla og Fossvogsskóla. Sýnin úr Kársnesskóla sýndu að mygla var komin í sementið og þess vegna var ákveðið að rífa skólann, en mygla var ekki komin í sementið í Fossvogsskóla og þess vegna talið að bjarga eigi húsnæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um rannsóknir sem sýna að mygla sé komin í sementið. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé góð ráðstöfun á almannafé að fara í viðgerðir á Vörðuskóla þegar ekki liggur fyrir hvort yfir höfuð sé hægt að uppræta myglu og bjarga húsnæðinu. MSS22020238

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hvort skóla- og frístundasvið hafi skoðað þetta verkefni með tilliti til mögulegrar innleiðingar á því í grunnskólum Reykjavíkur:

Í Vestmannaeyjum er verkefni í gangi sem heitir Kveikjum neistann! Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Verkefnið er 10 ára þróunar- og rannsóknarverkefni með heildstæða nálgun í skólastarfið. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda og tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun og ráðgjöf til kennara og skólastjórnenda. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skóla- og frístundasvið hafi skoðað þetta verkefni með tilliti til mögulegrar innleiðingar á því í grunnskólum Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er sannarlega metnaðarfullt. MSS22020239

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að fela Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að beita sér fyrir því að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn og aðstöðu nú þegar endurgerð hans er að fullu lokið:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að beita sér fyrir því að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn og aðstöðu nú þegar endurgerð hans er að fullu lokið. Eftir endurgerð Sundhallarinnar hafa konur ekki fengið aftur gamla búningsklefann óski þær þess nú þegar endurgerð hans er að fullu lokið. Vegna rysjótts veðurfars undanfarnar vikur keyrir nú um þverbak og þarf mikið þrek og harðfylgi fyrir eldri konur og skólastúlkur að stunda sund og sundleikfimi í Sundhöll Reykjavíkur í slíku veðurfari. Þetta er lýðheilsumál sem lýtur að einhverju leyti að jafnrétti, þar sem karlar þurfa ekki að þola þetta harðræði. Það er ekki hægt að horfa upp á að konum og stúlkum sé ætlað að ganga langa leið frá klefa út í laug í blautum sundfötum í slæmum veðrum. MSS22020255

Greinargerð

Borgin státar sig af jafnréttisstefnu en fer ekki eftir henni, alla vega ekki í þessu máli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um málið í byrjun árs 2020 á vettvangi skipulags- og samgönguráðs og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Þá hefur verið óskað eftir skýringum á því hvers vegna konur hafi ekki fengið aðgang að eldri búningsklefum sínum þegar endurbótum var lokið eins og karlar. Hér eru jafnréttissjónarmið fótum troðin. Endurgerð Sundhallarinnar hvað þennan þátt varðar samræmist ekki stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum. Það liggja engar haldbærar skýringar fyrir á því hvað hindrar það að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn og hlífa þeim við að ganga langar leiðir á blautum sundfötum frá klefa að laug.

Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

 

 

Borgarráð 25. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu 2020 – 2024:

Um er að ræða breytta úrgangsstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur tekið þennan meirihluta langan tíma að kveikja á þessari peru. Að safna lífrænum úrgangi á söfnunarstað er gömul saga hjá bæði sumum öðrum sveitarfélögum og nefna má Ungmennaráð Kjalarness sem lagði fram tillögu um söfnun lífræns sorp sem hófst síðan sem tilraunaverkefni á Kjalarnesi. Svo fulltrúi Flokks fólksins tekur undir orð fulltrúa á fundi Samtaka sveitarfélaga í vikunni sem sagði LOKSINS. Mörgum spurningum er þó ósvarað sem dæmi hvenær fæst nothæf molta úr GAJU? Reyndar hefur því verið svarað af starfsmanni SORPU á fundi Sambandsins og svarið var “ég veit það ekki”. Einnig hafa ekki fengist svör við hvort SORPA hafi kannað hvort ávinningur sé af því að bjóða út sorphirðu í þriggja tunnu kerfi?
Í því sambandi má benda á að aðrir aðilar í sorphirðu hafa boðið það að plast og pappír geti verið í sömu tunnunni og þar með fækkað tunnum við heimili sem er sparnaður og aukin þjónusta við borgarbúa? Fjöldi íláta er stór póstur og helst í hendur við hirðutíðni. Fleira er enn óljóst eins og t.d. að tillögurnar gera ráð fyrir að sveitarfélögin skaffi pappírspoka undir lífúrgang og fyrirkomulagið í því sambandi liggur ekki fyrir.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu  áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna umsóknar um leyfi til rekstrar:

Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að heildstæð vinna stendur þegar yfir við að einfalda ferla. Þetta hefur að mati Flokki fólksins of hægt. Umsækjendur bera sig illa, segja að afgreiðsla gangi hægt og er flækjustig ferla mikið. Setja átti stafræna ferla fyrir þetta svið, sem og velferðarsvið og skóla og frístundasvið í forgang sem ekki var gert. Nú er þriðja árið runnið upp og þjónustu- og nýsköpunarsvið fær restina af 10 milljörðunum og en vantar sárlega margar stafrænar lausnir á þessi svið. Sú umsögn sem hér er birt er gömul tugga.

Tillagan stendur sterkt og getur lifað áfram enda um einfaldan og eðlilegan hlut þ.e. að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi þurfi aðeins að hafa samband við einn aðila í borgarkerfinu, í stað margra. Nýjustu tíðindi af vettvangi er að umsagnarferli tekur langan tíma mun meira en 45 daga eins og fram kemur á heimasíðunni. Er ekkert að marka það sem stendur á heimasíðuna? Stafrænar lausnir fyrir Sviðið væru löngu komnar ef leitað hefði verið samstarfs við aðra sem komnir eru lengra með stafrænar lausnir af þessu tagi.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa:

Tillaga Flokks fólksins að skipulags- og samgöngusvið kanni öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa. Vegfarendur sjá ekki að bíll er á leiðinni út, enda ekið út úr húsi.

Oft hefur legið við slysi þegar bíll kemur akandi út úr bílastæðahús/kjallara og ökumaður gætir ekki að því að á sama tíma gæti hjólandi eða gangandi vegfarandi verið að fara fram hjá.

Þarna þarf að merkja vel báðu megin frá, bæði fyrir ökumann sem er að aka út úr bílastæðahúsi, að hann sé minntur á að aka löturhægt út þar sem gangandi eða hjólandi gæti verið að fara fram hjá. Að sama skapi þarf að vera áberandi skilti á gangstétt áður en kemur að útkeyrslu bílastæðahúss þar sem náð er athygli vegfarenda að bíll gæti skyndilega ekið út úr bílastæðahúsinu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Gufunes, Loftkastala:

Fyrirspurnir Flokks fólksins vegna lóðanna Gufunesvegur 34. Þengilsbás 1 sem skipt var í tvennt. Reykjavíkurborg setti sem eitt af skilyrðum framkvæmdaleyfis að það yrði samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fl. í Gufunesi. Einnig hefur skipulagshöfundur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að mikið hafi borið af leið frá kynntu skipulagi. Nú situr borgarbúi uppi með skertar eignir vegna samskipta- og samráðsleysis. Vandinn snýr að því að það er ekki sama gólfhæð í tveimur samliggjandi húsum en þessi mismunandi hæð hindrar nýtingu þar sem ekki er hægt að renna stórum hlutum, leikmunum, á milli húsanna.

Staðan er núna óásættanleg. Af gögnum má ráða að gefið hafi verið út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Gufunesi sem ekki fellur að þeim húsum sem sem fyrir eru í Gufunesi?

Þessi gatnagerð hindrar nýtingu húsa Loftkastalans.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr:

Hvernig á að nýta húsnæði ef engin er aðkoman og gatnagerð í Gufunesi fellur ekki að þeim húsum sem fyrir eru?

Spurt er einnig: Á eftir að hafa þetta samráð við lóðarhafa t.d. þegar kemur að lokaútfærslu lóðar og hvernig lóðin tengist götunni?

Hvenær á að ganga í þetta mál og leysa það?

Loftkastalinn þarf að fá úrlausn mála sinna þannig að hægt sé að renna stórum hlutum á milli húsa.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4:

Fyrirspurn Flokks fólksins um merkingar á vistgötu og sektir í aðkeyrslu að Edition Hótel við höfnina. Aðkeyrslan að hótelinu er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en þarna er merkingum ábótavant og óljóst hvort megi leggja þarna. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja. Fulltrúi Flokks fólksins fékk þá upplifun við að heyra lýsingar fólks sem lent hafa í þessu að það sé eins og verið sé að að leiða fólk í gildru. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlegar?

Óskað er einnig upplýsinga um hvað margir hafa verið sektaðir nákvæmlega þarna á þessum svæði sem fyrirspurnin snýr að?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs.

 

Bókun Flokks fólksins við Vetrarþjónusta á götum og göngu- og hjólastígum:

Fulltrúi Flokks fólksins vill hrósa starfsmönnum vetrarþjónustunnar sem sinna snjóhreinsuninni og færir þeim sínar bestu þakkir fyrir störf sín.

Þessi vinna hlýtur að vera sérlega erfið. Það snjóar, rignir, frýs, snjóar meira, hlánar, frís o.s.frv. Þetta hefur og er oft engin venjuleg tíð. Klakinn hleðst upp og má sjá fyrir sér að vélarnar ráði ekki við þetta. Þegar verst lætur hlýtur þetta að vera mikið álag á þessa starfsmenn og fjölskyldur þeirra enda hvorki spurt um hvort sé dagur eða nótt, virkur dagur eða rauður dagur.

Bestu þakkir. Ofan á þetta bætist eins og fram hefur komið í bréfi frá starfsmönnum sem sent var til allra borgarfulltrúa og í fréttum að eitthvað mikið er að í baklandinu á þessum vinnustað. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um það mál, hverjir séu ábyrgir fyrir alvarlegu ástandi sem þarna ríkir. Einnig er því velt upp hvar Mannauðsdeildin er í öllu því máli? Minnt er á hlutverk Mannauðsdeildar í málum sem þessum. Mannauðsdeild á að koma inn sem lausnarúrræði, stuðningsúrræði og taka utan um starfsfólkið, hlúa að því og hvetja. Hefur Mannauðsdeildin gert það í þessu máli? Það er ótækt að starfsmenn búi við svo neikvæðar vinnuaðstæður í svo miklu álagsstarfi sem þessu.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vetrarþjónustu Reykjavíkur

Þann 21.02.2022 fengu allir borgarfulltrúar og fleiri bréf frá starfsmönnum vetrarþjónustu sem lýsa mikilli óánægju og vanlíðan. Segir í texta með bréfinu að „bréf þetta fjallar um það sem við teljum vera þekkingarleysi, ófullnægjandi aðbúnað, óboðlegt vaktafyrirkomulag og mismunun í garð starfsfólks sem sér um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar“.

„Í öðru lagi fjallar það um skoðanakúgun, forsjárhyggja, einelti, þöggun og mismunun sem við teljum að viðgangist innan borgarkerfisins. Mikið af gögnum og vitnisburðum liggur fyrir varðandi þessi mál sem setja má fram síðar.“

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum og skýringum á hvað veldur þessari miklu óánægju sem hér er lýst. Óvenjulegt er að fá bréf sem þetta frá öllum starfsmönnum í einni af deildum borgarinnar. Ætla að mikið þurfi til til að viðkomandi telji sig knúinn til að ákalls sem þetta. Má rekja þetta kannski til yfirstjórnar? Bréf verkstjórans lýsir grafalvarlegri stöðu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr, hvað á að gera, hvernig á að bregðast við. Við þetta er ekki hægt að una? Því fer Flokkur fólksins fram á það að fá upplýsingar um það úrbótaferli sem átti að vera í gangi og hvað mun verða gert nú þegar þessar ábendingar hafa borist.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Loftkastalamálið í Gufunesi

Fram hefur komið frá umhverfis- og skipulagssviði að skoða eigi enn frekar með opnum huga mögulegar lausnir til að koma til móts við umkvartanir hagsmunaaðila. Gera á athuganir með hönnuðum verksins og utanaðkomandi ráðgjöfum.

Eftir það á að boða hagaðilum til fundar og kynna niðurstöðuna.

Þessi svör og viðbrögð eru einfaldlega ekki nógu góð að mati fulltrúa Flokks fólksins.

Spurt er hvort það standi fyrir dyrum að Sviðið gera athuganir á sjálfu sér?

Einnig er spurt hvar samráð er statt í öllu þessu máli eins og einmitt hefur verið tiltekið að eigi að hafa í umsögn fyrir framkvæmdaleyfi frá Umhverfis- og skipulagssviði?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sorpflokkun

Mál nr. US220055

Sveitarfélög eru ekki komin langt í að endurvinna gler þó að það eigi að fara að safna því núna. Samkvæmt skuldbindingum okkar gagnvart ESB eigum við að endurvinna gler en það er ekki gert enn. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn um hvenær endurvinnsla glers hefjist í Reykjavík?

Einnig er spurt um hvaða aðgerðir á að grípa til, til þess að flokka plast í flokka til þess að sem mest af því verður endurunnið?

Verður það gert hér á landi eða sent til úrvinnslu erlendis þar sem lögð er áhersla á að endurvinna sem mest.

Eða verður þessu brennt?

Núverandi hugmyndir eru um hátæknibrennslustöð, en slík stöð endurvinnur ekki, hún brennir oft endurvinnanlegu efni. Hátæknibrennslustöð er því ekkert annað en milliskref en ekki endanlegt ferli.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 23. febrúar 2022

Mál fulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarstjórnar 15. febrúar 2022 og bókanir

Tillaga Flokks fólksins að borgarstjórn samþykki að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hefja skógrækt til kolefnisjöfnunar allt frá Græna treflinum við Rauðavatn (skógræktaráætlun höfuðborgarsvæðisins) að Hengli. Hér á landi eru þegar til trjátegundir sem myndu þrífast vel þarna. Svæðið er í lögsögu nokkurra sveitarfélaga. Lagt er til að meirihlutinn nýti sér aðgang sem hann hefur að nágrannasveitarfélögunum til að koma málinu áfram. Hér yrði um ódýra stórframkvæmd að ræða en ávinningur mikill. Nýta mætti óseljanlega moltu sem verður til í SORPU sem áburð við útplöntun.

Með þessu verkefni yrðu nokkrar flugur slegnar í einu höggi. Mikið kolefni yrði bundið og SORPA losnar við óseljanlega moltu. Reykjavík myndi jafna kolefnisútblástur sinn og dregið yrði úr þeirri svifryksmengun í Reykjavík sem á uppruna sinn á Suðurlandi. Stórskógur yrði til sem gefur möguleika á nýtingu í atvinnuskyni í framtíðinni.

Greinargerð

Minnst er á skógrækt í loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins og þessi tillaga fellur að þeim markmiðum.

Tré draga kolefni úr lofti og binda það í trjáviði. Að auki binst aukið kolefni í jarðvegi þegar skógur myndast. Hægt verður að fá það vottað að þessi aðgerð sé kolefnisjafnandi. Mjög líklega yrði með þessu bundið mun meira kolefni en t.d. á að gera með Carbfix aðferðinni.

Svæðið sem hér um ræðir er talið vera rýrt og því er líklegt að auka þurfi framboð á plöntunæringarefnum en það er alveg ljóst að hér á landi eru þegar til trjátegundir sem myndu þrífast vel þarna.

Verkefnið nær ekki aðeins yfir það land sem tilheyrir Reykjavík heldur einnig yfir nágrannasveitarfélög svo og Ölfus. En það ætti ekki að vera vandamál þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur þegar greiðan aðgang að nágrönnum í gegnum samráðsferla í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu. Um þetta þarf ekki að stofna byggðarsamlag heldur aðeins ná samkomulagi um stefnu og aðgerðir.
Meirihlutinn hefur  greiðan aðgang að stjórnun SORPU og gæti talað fyrir málinu þar.

Allt þetta svæði er að mestu tiltækt fyrir skógrækt. Um 12 þúsund hektarar af þessu svæði eru að vísu beitarhólf tómstundabænda höfuðborgarsvæðisins. Það beitarhólf má færa til með nýjum girðingum og enda að lokum þar sem kindur borgarbúa bíta í lundum nýrra skóga.

Með þessu verkefni yrðu nokkrar flugur slegnar í einu höggi. Mikið kolefni yrði bundið, moltan frá SORPU fengi tilgang og stórskógur gæfi möguleika á nýtingu í atvinnuskyni í framtíðinni. Síðast en ekki síst Reykjavík myndi jafna kolefnisútblástur sinn.

Fram hefur komið að svifryk frá Suðurlandi veldur svifryksmengun í Reykjavík. Stórskógur austur af Reykjavík myndi draga úr því.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúi Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu málsins:

Þessi tillaga, um að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli er felld af meirihlutanum. Tillagan fellur engu að síður afar vel að loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar. Aðferðin, þ.e. að rækta skóg er viðurkennd aðferð/aðgerð til kolefnisjöfnunar. Meirihlutinn fellir hana engu að síður.  Tillögunni um að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli er fundið flest til foráttu.  Ekki er minnst á ávinninginn í málflutningi meirihlutafulltrúans sem segir að tillaga feli í sér að ætla að ráðskast með önnur sveitarfélög en Reykjavík geti ekki sagt öðrum sveitarfélögum fyrir verkum.
Fulltrúi Flokks fólksins minnir á að Reykjavík er aðili að Samtökum Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Halda mætti að sá vettvangur ætti að geta nýst til að kynna þessa tillögu og heyra hljóðið ofan í nágrannasveitarfélögunum?
Varla þarf að óttast heldur að ræða við Ölfus.  Ef svona mikil hræðsla er við samtal við nágrannasveitarfélögin, hvað þá Ölfus þá getur Reykjavíkurborg allavega plantað í það land sem er í lögsögu hennar, skyldi maður halda.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um umræða um samræmingu sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu:

Loks á að hefja metnaðarfulla flokkun á söfnunarstað og þá er engu til sparað. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins til í borgarráði að Reykjavíkurborg setti á laggirnar þriggja tunnu flokkunarkerfi og þetta ár voru einnig lagðar fram fyrirspurnir, bókanir og tillögur um að sveitarfélög stæðu saman að sorphirðu. Algert skilningsleysi var í borgarráði og borgarstjórn á þessu máli þá. Búið er að fara afspyrnu illa með fjármagn eigenda þessa bs. fyrirtækis sem er að stærsta hluta í eigu Reykvíkinga. Nú hækka gjöldin svo um munar sem kemur verst niður á þeim efnaminnstu. Árið 2019 var plan SORPU að flokkun færi fram í SORPU. Í GAJU átti að flokka á endastöð frekar en við upphafsstöð, svo sem með vindvélum, seglum o. fl. sem gekk ekki eftir eins og ætlað var. Tapast hefur mikill tími og fé sóað. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með tillögu um að þeir sem sitji í stjórn SORPU hafi til þess sérþekkingu til að varna frekari mistökum. Ef hlustað hefði verið á varnaðarorð fjölmargra þá væri SORPA fyrir löngu komin með almennilegt flokkunarkerfi fyrir heimilin og aðra sem þurfa að henda úrgangi og GAJA gæti búið til söluhæfa moltu og safnað metani. Skuldastaða SORPU væri betri.

 

Bókun Flokks fólksins við umræða um húsnæðismál í Reykjavík:

Húsnæðismálin eru að verða stærsta málið í borginni að því leyti að áþreifanlegur og sársaukafullur skortur er á húsnæði af öllu tagi í borginni. Það vantar almennt meira af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólgan rokið upp. Verðhækkanir eru m.a. tilkomnar vegna lóðaskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi. Sjálfsagt er að þétta og stendur Flokkur fólksins að baki þéttingarstefnu upp að skynsamlegu marki. En eins og framkvæmdin hefur verið á þéttingarstefnunni er ljóst að hún hefur leitt til spennu á fasteignamarkaði, mikið til vegna þess að ekki hefur verið ljáð nægilega máls á að gera annað og meira en að þétta. Hátt verð  þýðir að framboð er ekki nægjanlegt. Auka þarf lóðaframboð. Núna hefði t.d. verið unnt að skipuleggja svæði utan við borgina, og utan þéttingarsvæða. Litlar íbúðir á þéttingarsvæðum eru dýrar. Á þeim hafa hvorki námsmenn, fyrstu kaupendur né þeir sem minna hafa milli handanna efni á. Meirihlutinn í borginni hefur brugðist við þessari staðreynd með varnarræðum. Reynt hefur verið að kenna bönkunum og  verktökum um. Leiga hækkar í takt við fasteignaverð. Borgarmeirihlutinn hefur ekkert beitt sér fyrir að setja þak á leiguverð.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

Fulltrúi Flokks fólksins styður að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að neyðarskýli borgarinnar verði opin allan sólarhringinn í stað núverandi fyrirkomulags frá 17:00 til 10:00. Sumir sem leita í skýlin hafa engan samastað að degi til annan en götuna. Meirihlutinn  leggur til að vísa tillögunni í stýrihóp. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ekki lofa góðu um framvindu málsins ef horft er til reynslunnar með málsmeðferðartillögur meirihlutans af þessu tagi.

 

Bókun Flokks fólksins við  fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar:

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er ekki góð. Veltufé frá rekstri er neikvætt sem þýðir að tekjur A-hlutans nægja ekki til að greiða útgjöld hans. Eins og fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er í dag er ljóst að æ erfiðara verður að finna peninga til að fjármagna mikilvæga grunnþjónustu. 1804 börn bíða eftir fagaðilum skólanna, sálfræðingum og talmeinafræðingum helst. Erfiðast er þó að horfa upp á hversu illa víða er farið með fjármagn borgarbúa í borgarkerfinu. Víða er bruðl og sóun.

Skýrasta dæmi er útstreymi fjármagns frá þjónustu- og nýsköpunarsviði (ÞON) í fjölmargar snjalllausnir sem ekki eru brýnar og hvernig sviðið undir stjórn meirihluta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs vill sífellt finna upp hjólið.  Hvers vegna hefur Reykjavíkurborg líkt og önnur sveitarfélög og stofnanir ekki nýtt sér gæði og hagkvæmni rammasamnings Ríkiskaupa um rafrænar undirskriftir í stað þess að gera kostnaðarsama sérsamninga við Dokobit? Sviðið getur auðvitað svarað þessari spurningu hvernig sem er. Annað dæmi er að sviðið þáði heldur ekki boð Ríkiskaupa um samstarf í útboði vegna Microsoft leyfa. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að meðhöndlun fjármagn þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði skoðað af innri endurskoðun sem hefur þá ábyrgð og skyldur að hafa eftirlit með því að vel og skynsamlega sé farið með útsvarsfé borgarbúa.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Það er margoft búið að hrekja þessar ósmekklegu og endurteknu ásakanir á hendur þjónustu- og nýsköpunarsviði. Spurningu um rafrænar undirritanir hefur verið svarað skriflega. Verkefnin sem heyra undir stafræna umbyltingu eru tilnefnd af sviðunum og svo forgangsraðað út frá gagnsæjum viðmiðum.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins er alltaf jafn hissa á meðvirkninni sem ríkir í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, meirihluta þess. Það skortir algerlega á gagnrýna hugsun. Því hefur ekki verið svarað með rökum af hverju ekki var gengið til samninga við Ríkiskaup  eins og mörg önnur sveitarfélög gerðu um rafrænar undirskriftir í stað þess að gera kostnaðarsama sérsamninga við Dokobit.  Í þessu tilfellu þarf heldur betur ekki að fara í tilraunafasa, uppgötvunarfasa eða þróunarfasa enda rafrænar undirskriftir  ekki nýjar á nálinni.

 

Bókun Flokks fólksins við 17. lið fundargerðarinnar frá 10. febrúar; Knarrarvogur 2 – kaup á fasteign

Að eyða 460 milljónum til að kaupa hús til niðurrifs fyrir borgarlínu þegar fyrirtækið Betri samgöngur ohf. á að fjármagna borgarlínuverkefnið hlýtur að vera á gráu svæði vægast sagt og þar að auki virðist verðið fyrir niðurrifið vera mjög hátt. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta ekki ganga upp. Það skýtur skökku við að Reykjavíkurborg sé að verja hálfum milljarði af skattfé borgarbúa í að kaupa húsnæði til niðurrifs til að búa til rými fyrir borgarlínu. Fyrirliggjandi er verðmat tveggja aðila sem er langt fyrir neðan það kaupverð sem liggur fyrir í gögnum.  Hér er því verið að greiða yfirverð fyrir eign sem á að rífa undir borgarlínu.

Samþykkt með tólf atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins:

 

Bókun Flokks fólksins undir 6., 7, og 8.  lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs 10 febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurnir um skóla- og íþróttamál í Laugardal m.a. um íþróttakennslu,  um upplýsingagjöf til foreldra vegna framtíðarskipulags skólamála í Laugardal og spurt var einnig um kostnaðargreiningu vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfis. Skemmst er frá því að segja að af svörum að dæma er nákvæmlega ekkert að frétta af þessum málum. Ekkert er vitað og ekkert liggur fyrir. Skýrsla starfshópsins um sviðsmyndir var send í umsagnarferli til hinna ýmsu aðila og var skilafrestur 1. febrúar. Hinn 10. janúar var málið lagt fram á fundi íbúaráðs Laugardals. Ekki er séð að fundað hafi verið síðan í íbúðaráðinu hvað þá að umsögn hafi borist. Þarf ekki að fara að ýta við þessu máli, drífa í að safna saman umsögnum og taka næsta skref? Þetta mál er á ábyrgð skóla- og frístundasviðs. Nú er kominn 15. febrúar.  Ekkert bólar heldur á kostnaðargreiningu vegna hugmynda  sem kynntar voru í skýrslu starfshópsins um skóla- og frístundastarf í Laugardal.

 

 

Borgarstjórn 15. febrúar 2022

Tillögu Flokks fólksins um að að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar er vísað frá.

Tillagan hljóðar svona:

Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember sl. eða frá utanaðkomandi aðilum samkvæmt mati á lengd funda hverju sinni. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun.

Bókun Flokks fólksins við frávísun tillögunnar:

Fulltrúi flokks fólksins vill benda á innihald tillögunnar en málið hefur farið nokkuð út um víðan völl í umræðunni.
Áherslan í þessu máli er að áætla nákvæmar hverjir borða á fundum svo minna verði um afganga og með því er dregið úr líkum á sóun.
Einnig þarf aðeins að skoða hvað fulltrúar eru að borða af því sem boðið er upp á. Ef mikill afgangur er t.d. af sætabrauði þá er það ljóst að panta má minna af því

 

Forsætisnefnd 11. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum Skýrsla starfshóps um stöðu kynja- og hinseginfræði í skóla- og frístundastarfi SFS, dags. nóvember 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins vill draga fram Viðauka 2 sem er tillaga frá Flokki fólksins um að gerð verði úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi. Allt frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976 hefur íslenskum skólum verið skylt að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa bæði stráka og stelpur til jafnrar þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi. Börn og ungmenni eru að biðja um meiri fræðslu t.d. hinseginfræðslu. Það er ekki síður brýnt að bjóða upp á hinseginfræðslu fyrir foreldra og forráðamenn í öllum grunnskólum. Þetta hafa ungmennin sjálf lögð til. Það skiptir máli að forráðamenn geti svarað spurningum sem vakna hjá krökkum og að fræðandi og uppbyggileg samtöl geti átt sér stað inn á heimilunum. Nú hefur komið í ljós sbr. upplýsingar frá starfshópinum að  námsefni og innleiðing (t.d. samþætting og skipulag) á kynja– og hinseginfræði er af skornum skammti. Innleiðing á fræðslu af þessum toga er vandmeðfarin og þarf að vera með fjölbreyttum hætti á á öllum skólastigum og með öllum aldurshópum, þannig að kynja- og hinseginfræði snertir á öllu starfi með börnum og ungmennum.


Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um tillögu borgarstjóra, dags. 25. janúar 2022, um samstarf við Höfða friðarsetur um framkvæmd samfélagshraðalsins Snjallræðis. Jafnframt er lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 7. febrúar 2022:.

Fulltrúi Flokks fólksins telur að frumkvöðla- og nýsköpunarstarfssemi sé einmitt best borgið í þeirri umgjörð sem lýst er í tillögu borgarstjóra um þátttöku í framkvæmd samfélagshraðalsins Snjallræðis. Það er nefnilega miklu eðlilegra að hugmyndasmiðjum og tilraunastofum sé haldið á þeim forsendum sem tillagan lýsir. Eins og ljóst er hefur fulltrúi Flokks fólksins verið í rúmt ár að gagnrýna þá hugmynda- og tilrauna vinnustofur sem starfræktar hafa verið í langan tíma á Þjónustu og nýsköpunarsviði. Það er ekkert eðlilegt við það að almannafé hafi verið notað í endalausar tilraunir og hugmyndasmiðjur undir merkjum Gróðurhússins og annarra þróunarteyma sviðsins undanfarin ár án þess að sú vinna hafi skilað raunverulegum lausnum eða afurðum sem komnar væru í notkun. Hugmyndasmiðjur og tilraunastofur Þjónustu- og nýsköpunarsviðs virðast hafa haft þveröfug áhrif við það sem þeim hlýtur að hafa verið ætlað. Í stað þess að flýta innleiðingu lausna sem margar hverjar eru fyrir löngu tilbúnar, hafa mál verið að daga þar uppi. Það er von fulltrúa Flokks fólksins að meirihlutinn í Reykjavík fari nú að opna augun smám saman og átta sig á því hvað eigi heima hvar varðandi þá stafrænu umbreytingu borgarinnar sem að öllu leiti er fjármögnuð beint úr vösum borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 8. febrúar 2022, um minnisblað þjónustu- og nýsköpunarsviðs um verkefnaræs: Betri borg fyrir börn:

Fulltrúi Flokks fólksins vill byrja á því að taka það fram að stafræn umbreyting er framtíðin. Um það er ekki deilt. Það sem Flokkur fólksins hefur hins vegar bent á að sú framsetning og nálgun þeirrar stafrænu vegferðar sem Þjónustu og nýsköpunarsvið hefur sett upp, er nánast algjörlega á skjön við það meginmarkmið opinberrar stjórnsýslu sem á að vera það að fara vel með almannafé sem og tíma starfsfólks. Það hefur vakið undrun og furðu margra hvað Þjónustu og nýsköpunarsvið hefur flækt málin og farið krókaleiðir að markmiðum sem oft eru illa skilgreind. Þetta hefur leitt til þess að mörg verkefni hafa dagað upp í allskyns hugmyndasmiðjum og tilraunastofum sem stundum virðast hvorki eiga sér upphaf né endi. Hér er enn og aftur dæmi um þetta, uppgötvunarfasi í margar vikur og síðan þróunarfasi í fjölmargar vikur. Alls eru „fasarnir“ fimm og taka hver um sig langan tíma. Bloomberg dæmið hefur einnig vakið upp spurningar enda minnir helst á „Stafræna þróunaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. Þarna er verið að setja á  laggirnar enn eina hugmynda- og tilraunasmiðjuna sem á eftir að taka mikinn tíma frá starfsfólki.

 

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 10. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 á auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir KR-svæðið:

Tillögurnar segja að framundan séu viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Fyrirhugað er að nýta hluta af íþróttasvæði félagsins við Frostaskjól fyrir uppbyggingu og er til skoðunar að opna á heimildir fyrir verslun og þjónustu, íbúðir eða atvinnuhúsnæði á svæðinu. Hugmyndir ganga út á að bæta um leið við núverandi íþróttaaðstöðu og að auki byggja allt að 20 þúsund fermetra af öðru húsnæði, meðfram Kaplaskjólsvegi og Meistaravöllum í 3-4 hæða háum byggingum sem yrðu áfastar fyrirhugaðri áhorfendastúku. Völlurinn verður rammaður inn með húsum. Hvernig verður með aðgengi/bílastæði þegar eru fjölmennir leikir? Vanda þarf hér til verka, en líta ber á þetta sem fyrstu tillögur og ræða þurfi betur við íbúa í kringum svæðið. Markmið er að bæta félagsaðstöðu sem hlýtur að vera aðalatriðið. í ljósi áætlunar um mikla þéttingu allt um kring má ætla að mikil umræða verði um þessar tillögur og nú reynir á hæfileika meirihlutans til að „hlusta“. Hér hefði kannski verið betra að byrja með auðara blað. Sennilega eru flestir hlynntir einhverri þéttingu en gengið hefur verið víða of langt í borginni í ákafanum að þétta þannig að borgarbúum, mörgum, þykir nóg um.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra um að borgarráð samþykki að aflétta þeim fyrirvara sem gerður var á samþykkt borgarráðs frá 9. desember 2021 varðandi stofnun verkefnafélags um Coda Terminal verkefni Carbfix ohf.:

Meirihlutinn leggur til að samþykkt verði tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að stofnað verði verkefnafélag um Coda Terminal, verkefni Carbfix ohf. að því gefnu að lagaheimild fyrir rekstri þess fáist. Út af fyrir sig er ágætt að þessi starfsemi geti fallið undir verkefni Orkuveitunnar. En er ekki rétt að vera varkár þegar svona verkefni eru sett af stað? Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort borgarbúar þurfi ekki að greiða háar upphæðir til félagsins því þetta er dýrt verkefni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2022, þar sem lagt er fram til kynningar yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar græna plansins á fjórða ársfjórðungi ársins 2021 og ársins í heild:

Samkvæmt yfirlitinu eru rúmlega 9.000 íbúðir í deiliskipulagsferli og verulegur hluti þeirra á lokametrunum. En samt sem áður er mikill lóða- og húsnæðisskortur. Í fjölmörgum skýrslum hefur það verið staðfest að mikill skortur er á húsnæði í borginni, húsnæði af öllu tagi, hagkvæmu húsnæði sem og dýrari fasteignum. Það vantar almennt meira af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólgan rokið upp. Verðhækkanir eru m.a. tilkomnar vegna lóðaskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  velferðarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. febrúar 2022 á breytingum á fjárhæðum sérstaks húsnæðisstuðnings:

Hér er um almenna breytingu að ræða sem er uppfærð árlega í tengslum við reglugerð. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hækkun haldi ekki við nýjustu verðbólgutölur. Verði þetta breytingin þá rýrnar húsnæðisstuðningur milli ára miðað við verðbólgu. Þess utan er óásættanlegt að fólk skuli þurfa að greiða jafnvel meira en þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022:

Stýrihópur hefur gert tillögur um breytingar á íbúaráðum. Lagt er fram heildstætt fyrirkomulag íbúaráðanna með ákveðnum breytingum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvað íbúum sjálfum finnst um þessar tillögur. Umsagnir bárust frá öllum sviðum en ekki er eins ljóst með viðhorf íbúanna þ.e. borgarbúanna. Íbúaráðin eru fyrir fólkið og til að opna aðgengi fólks að stjórnkerfi borgarinnar. Hvernig finnst þeim að til hafi tekist og hvort þær breytingatillögur sem lagðar eru fram nú slípi af agnúa? Jákvætt er að bætt hafi verið við nýjum fulltrúa íbúasamtaka og foreldrafélaga inn í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Hefði ekki þurft að gera sambærilegar breytingar á fleiri hverfum þar sem tveir hlutar hverfa sameinast?

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu stýrihóps um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi, dags. 15. desember 2021:

Nokkuð ítarleg skýrsla er lögð fram um það sem þarf að gera til að brenna úrgang sem ekki er hægt að farga með öðru móti. Ljóst er að slíka stöð þarf að byggja á SV-horninu. Jafnframt er ljóst að hitann sem myndast má nýta. Þess vegna er best að slík stöð rísi í Álfsnesi þar sem nýtingarmöguleikar orkunnar eru góðir. Benda má á að slíkar stöðvar í nágrannalöndum eru oft hluti af hitaveitum þeirra landa. Brennsla er síðasta úrræðið þegar aðrir farvegir eru ekki tækir. Sumar fullyrðingar í skýrslunni eru hæpnar svo sem að aska verði „að stórum hluta nýtanleg í vegagerð eða sem byggingarefni“. Slík aska verður ólíklega söluvara.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi:

Markmiðið er sannarlega að fækka bensínstöðvum. Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að reyna að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á lóðum sem eru nú undir bensínstöðvum í lóðir fyrir íbúðarhús. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að borgin nýti þessa stöðu illa. Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himinháan kostnað til að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðu. Hvergi kemur skýrt fram hver á að hreinsa lóðina þegar henni er skilað. Á t.d. að skila henni án eiturefna? Hvergi hefur heldur verið reiknað út hver er kostnaður af hreinsun. Hann þarf að áætla með rökum. Einhverjir samningar hafa nýlega runnið út eða eru að renna út. Í þeim tilfellum er samningsstaðan góð og þá ætti að bíða nema eitthvað annað réttlæti að ganga þurfi strax til samninga. Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Sjálfsagt hefði verið að lóðarhafar greiddu til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Samkvæmt því sem þegar hefur komið fram um þessa samninga má ætla að núverandi lóðarhöfum séu færðar verulegar fjárupphæðir.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022:

Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á bensínstöðvalóðum í lóðir fyrir íbúðarhús. Allir þessir rammasamningar eru eins og skiptir engu hvenær eða hvort þeir hafi runnið út. Vel kann að vera að rétt sé að gera samkomulag sem þetta í þeim tilfellum þar sem samningar eru í gildi til margra ára í  viðbót  Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himin háan kostnað að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðuna. Fram kemur að olíufélögin hefðu sagt að það kostaði 100 milljónir að hreinsa t.d. Fellsmúlann. Það eru einu upplýsingarnar um hvað hreinsun mögulega kostar. Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Lóðarhafar greiða t.d,  ekki  sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Ætla má að núverandi lóðarhöfum séu færðar verulegar fjárupphæðir frá þeim sem koma til með að kaupa fasteignir á þessum lóðum. Þessi líklegi hagnaður á að falla borginni í skaut. Fulltrúi Flokks fólksins er á því að fá þurfi úr því skorið hvort borgin hafi samið af sér.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022 að drögum að samkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Atlantsolíu ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Háaleitisbraut 12 í Reykjavík:

Samkomulag við Atlantsolíu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Háaleitisbraut 12 í Reykjavík. Þetta samkomulaga er af sama meiði og hin. Nýtingu lóðarinnar verði breytt, núverandi mannvirki rifin og á henni verði reistar íbúðir í bland við atvinnuhúsnæði. Lagt er upp með að í nýju deiliskipulagi verði valkvætt af hálfu lóðarhafa hvort að á efri hæðum verði íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði. Fram kemur að vegna breyttrar hagnýtingar og aukins byggingarmagns á lóðinni muni lóðarhafi ekki greiða sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Hér er verið að færa Atlantsolíu háar upphæðir. Af hverju er félaginu ekki gert að greiða innviðagjöld?

 

Bókun Flokks fólksins við við tillögu að rammasamkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Orkunnar IS ehf. fyrir hönd Dælunnar ehf. og Löður ehf. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðstöðu eldsneytisstöðva Orkunnar f.h. Dælunnar ehf:

Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á lóðum sem eru nú undir bensínstöðvum í lóðir fyrir íbúðarhús. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að borgin nýti þessa stöðu illa. Allir þessir rammasamningar eru eins og engu skipti hvenær eða hvort þeir hafi runnið út. Vel kann að vera að rétt sé að gera samkomulag sem þetta í þeim tilfellum þar sem samningar eru í gildi til margra ára í viðbót. Einhverjir hafa nýlega runnið út og það eru mistök að endurnýja þá. Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himinháan kostnað að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðu. Út frá fengnum upplýsingum má álykta sem svo að borgin sé að semja af sér. Lóðarhafar greiða t.d. ekki sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Samkvæmt þessu eru núverandi lóðarhöfum færðar verulegar fjárupphæðir sem koma frá þeim sem húsin kaupa. Þessi líklegi hagnaður ætti að falla borginni í skaut. Fulltrúi Flokks fólksins er á því að fá þarf úr því skorið hvort borgin hafi samið af sér.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra að borgarráð samþykki hjálögð drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Löðurs ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Lambhagavegi 12 í Reykjavík:

Í þessu samkomulagi mun lóðarhafi láta vinna nýja deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Lambhagvegur 12. Byggja á upp á lóðinni bílaþvottastöð og eldsneytisdælur en ekki íbúðarhús. Þetta samkomulag er því ekki af sama meiði og hin þar sem olíufélögin fá að byggja hús á lóðunum ýmist með því skilyrði að fækka dælum eða hætta með þær alfarið án tillits til hvort samningar hafi runnið út, séu um það bil að renna út eða séu í gildi til næstu ára.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leigueignir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022:

Þakkað er fyrir skjót svör. Fram kemur í svari að meginreglan er sú að leigusali annast á sinn kostnað meiriháttar viðhald og leigutaki minniháttar viðhald. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort skilin milli minni- og meiriháttar viðhalds séu skýr og skilgreind og hvort það hafi komið upp deilumál aðila um hvers ábyrgð viðgerð/viðhald sé. Það er efni í frekari fyrirspurnir um málið.

 

Bókun Flokks fólksins við svari skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um fundargerðir samninganefndar Reykjavíkur við olíufélögin, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022.

Þessi leynd sem hvílir yfir samningum virðist skaða samningsstöðu borgarinnar og væri mun betra ef fleiri hefðu haft aðkomu að samningsferlinu. Málið er stórt hagsmunamál borgarinnar og borgarbúa. Áhöld eru um hvort borgarstjóri hafi mögulega samið af sér að ósekju og með sumum þessara samninga gefið frá sér verðmæti, eftirsóknarverðar lóðir sem gætu fært borgarsjóði háar upphæðir. Innviðagjöld eru heldur ekki innheimt. Borgarfulltrúum gafst kostur á að skoða samningana í tölvu í gagnaherbergi Ráðhússins en bannað að afrita eða svo mikið sem punkta nokkuð niður. Slík er leyndin.

 

Bókun Flokks fólksins við undir liðum 3., 4. og 5. lið í fundargerð skipulags- og samgönguráðs 9. febrúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferli hverfisskipulags Laugardals er kynnt. Sagt er að byrja eigi með autt blað. Einnig er tekið fram að forsendurnar fyrir aðalskipulaginu séu komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúum líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt? Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð, a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þurfi samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum. Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnunum einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.


Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að kannað verði hvort ekki sé hagkvæmara að bjóða sorpsöfnunina út:

Flokkur fólksins vill að farið sé vel með fjármuni borgarbúa. Fyrirhugaðar eru breytingar á meðhöndlun sorps. Nú á að að leggja áherslu á að flokka á myndunarstað í stað þess að flokka í endastöð eins og átti að gera í GAJU. Söfnun sorps mun því breytast. Hægt er að notast við mismunandi söfnunarkerfi, svo sem djúpgáma, þriggja eða fjögurra tunnu kerfi. Í því samhengi óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir því að kannað verði hvort ekki sé hagkvæmt að bjóða sorpsöfnunina út og kanna hagkvæmni mismunandi söfnunarleiða?
Þetta yrði því eins konar alútboð þar sem verktakinn skipulegði starfið frá upphafi til enda. Byrja mætti á einum til tveimur hverfum innan borgarinnar og sjá hvernig slík útboð tækjust. MSS22020133

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skilin milli smá- og meiriháttar viðhalds í leiguíbúð sem eru fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd:

Svar við fyrirspurn Flokks fólksins um leigueignir fyrir fólk með alþjóðlega vernd og viðhald eignanna var lagt fram á fundi borgarráðs 10. febrúar sl. Fram kemur í svari að meginreglan sé sú að leigusali annast á sinn kostnað meiriháttar viðhald og leigutaki minniháttar viðhald. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skilin milli minni- og meiriháttar viðhalds séu skýr og skilgreind og óskar eftir að fá að sjá þá skilgreiningu. Einnig hvort upp hafi komið deilumál aðila um hvers ábyrgð viðgerð/viðhald sé. Ef svo er óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um fjölda og hvernig málum hefur lyktað. MSS22020062

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hvað er verið að uppgötva og þróa varðandi innleiðingu á lausn sem er að finna alls staðar í fyrirtækjum og hefur verið lengi í notkun:

Á fundi borgarráðs 3. febrúar var óskað eftir að borgarráð myndi staðfesta að landslög gildi hjá Reykjavíkurborg. Óskað var eftir samþykki að þegar gögn frá Reykjavíkurborg séu undirrituð, geti fullgild rafræn undirskrift komið í stað eiginhandarundirskriftar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar nánari upplýsinga um af hverju sérstaklega þarf að staðfesta þetta.

Rafrænar undirskriftir geta verið af ýmsum toga en samkvæmt lögum 55/2019 annast Neytendastofa framkvæmd eftirlits hér á landi með lögfestri tilskipun ESB 910/2014 en í henni stendur „fullgild rafræn undirskrift skal hafa sömu réttaráhrif og eiginhandarundirskrift“. Í fyrirsögninni er einungis rafræn en ekki fullgild rafræn og í minnisblaðinu er hoppað milli rafrænna og fullgildra rafrænna eftir hentugleika –hver er skýringin á þessu?

Þegar þetta verkefni var fyrst kynnt fyrir borgarráði á síðasta ári, þá kom fram að þjónustu- og nýsköpunarsvið hefði verið með verkefnið í „uppgötvunarfasa“ og svo í tilraunafasa og loks þróunarfasa. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað er verið að uppgötva og þróa varðandi innleiðingu á lausn sem er að finna alls staðar í fyrirtækjum og hefur verið lengi í notkun. Hvers vegna hefur Reykjavíkurborg líkt og önnur sveitarfélög og stofnanir ekki nýtt sér gæði og hagkvæmni rammasamnings Ríkiskaupa um rafrænar undirskriftir í stað þess að gera kostnaðarsama sérsamninga við Dokobit? MSS22020135

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hversu mikið er framleitt, selt og brennt af metani og hvenær fáist nothæf molta:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram árið 2019 í borgarráði að Reykjavíkurborg setti á laggirnar þriggja tunnu flokkunarkerfi og lagði einnig fram fyrirspurn um hvort nágrannasveitarfélög ættu ekki að standa saman að sorphirðu. Ekki var áhugi á að skoða neitt slíkt þá. Nú loks á að hefja metnaðarfulla flokkun á söfnunarstað og þá er engu til sparað. Dýrmætur tími hefur tapast.

Óskað er eftir að fá sundurliðaðan kostnað um verkefnið „Eitt flokkunarkerfi og sérsöfnun á lífrænum eldshúsúrgangi“. Bjóða á upp á að safna í fjóra úrgangsflokka, lífrænt, blandað, pappír og plast?
Einnig er óskað eftir nýjum tölum um metan, hversu mikið er framleitt af metani í dag, hversu mikið er selt og hversu mikið er brennt á báli?
Jafnframt er óskað eftir að fá upplýsingar um það hvenær SORPA telur að það fáist nothæf molta úr GAJU?

Hefur SORPA kannað hvort ávinningur sé af því að bjóða út sorphirðu í þriggja tunnu kerfi? Í því sambandi má benda á að aðrir aðilar í sorphirðu hafa boðið það að plast og pappír geti verið í sömu tunnunni og þar með fækkað tunnum við heimili sem er aukin þjónusta við borgarbúa?
MSS22020136

 

Borgarráð 10. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins Hverfisskipulag, Laugardalur 4.1 Laugarnes, kynning

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferlið er kynnt. Sagt er að byrja á með autt blað. En einnig er tekið fram að forsendurnar frá aðalskipulaginu eru komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúar líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt?

Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þarf samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum.

Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnin um einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.

Sama bókun er við eftirfarandi liði:

Hverfisskipulag, Laugardalur 4.2 Kleppsholt, kynning

Hverfisskipulag, Laugardalur 4.3 Vogar, kynning

 

Bókun Flokks fólksins við KR svæðið – Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag

Tillögurnar segja að framundan eru viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Fyrirhugað er að nýta hluta af íþróttasvæði félagsins við Frostaskjól fyrir uppbyggingu og er til skoðunar að opna á heimildir fyrir verslun og þjónustu, íbúðir eða atvinnuhúsnæði á svæðinu Hugmyndir ganga út á að bæta um leið við núverandi íþróttaaðstöðu og að auki byggja allt að 20 þúsund fermetra af öðru húsnæði, meðfram Kaplaskjólsvegi og Meistaravöllum í 3-4 hæða háum byggingum sem yrðu áfastar fyrirhugaðri áhorfendastúku. Völlurinn verður rammaður inn með húsum. Hvernig verður með aðgengi/bílastæði þegar eru fjölmennir leikir? Vanda þarf hér til verka, en líta á á þetta sem fyrstu tillögur og ræða enn betur við íbúa í kringum svæðið. Markmið er að bæta félagsaðstöðu sem hlýtur að vera aðalatriðið. í ljósi áætlunar um mikla þéttingu allt um kring má ætla að mikil umræða þurfi að vera um þessar tillögur og nú reynir á hæfileika meirihlutans að „hlusta“. Hér hefði kannski verð betra að byrja með auðara blað? Sennilega eru flestir hlynntir einhverri þéttingu en gengið hefur verið víða of langt í borginni í ákafanum að þétta þannig að borgarbúum, mörgum, þykir nóg um.

 

Bókun Flokks fólksins við Hlíðarendi – Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi

Málið er um að breyta deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð, I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Við þetta er sýnt að mati fulltrúa Flokks fólksins að umferð um Nauthólsveg mun aukast, t.a.m. vegna uppbyggingar námsmannaíbúða við Nauthólsveg og uppbyggingar í Skerjafirði og brúar yfir Fossvog.

Núverandi íbúar kvarta einkum yfir því að skerða eigi grænt svæði sem þó er sagt vera framtíðar byggingarreitur og gert er ráð fyrir 460 íbúðum. Græna svæðið er mikið notað á hverjum degi hjá íbúum hverfisins hvort sem það eru börn með fullorðnum eða hundaeigendur. Fulltrúi Flokks fólksins sér að þarna er gott færi á að koma til móts við íbúa og Íbúaráð vill að það verði athugað með formlegum hætti, umfram það sem gert hefur verið til þessa álit íbúa á Hlíðarenda á að byggt verði á reit I. Þetta er sameiginlegt grænt svæði og líkur á að íbúar vilji halda í það til sameiginlegra afnota. Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að þetta verði gert.

 

Bókun Flokks fólksins við Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2020-2024:

Hluti loftslagsstefnunnar er til bóta. Sjálfsagt er að minnka sóun, nýta efni og orku betur en nú er gert, styðja við uppbyggingu innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur að samkeppnishæfum ferðamáta. Samþætting skipulags byggðar og samgangna á að stuðla að því að íbúar hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu án langra ferða. Kaflinn um orkuskiptin er rýr. Stefnt er að því að allar samgöngur á svæðinu, verði án jarðeldsneytis og þess í stað knúnar af orkugjöfum sem aðeins leiða til óverulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda (t.d. rafmagni, vetni, metan eða rafeldsneyti). Hér er verið að bera saman fjóra orkugjafa og þeir lagðir að jöfnu en því fer fjarri að það sé hægt. Metan er verðlaust á söfnunarstað og þess vegna á að nýta það að fullu. Rafmagn nýtist vel, einkum ef farartæki eru sítengd rafmagnslínu eins og þekkist í nágrannalöndunum. En framleiðsla vetnis með rafgreiningu sem er eini kosturinn hér á landi krefst mikillar orku því orkunýting þess ferils er lítil. Rafeldsneyti er líka dýrt. Í svona áætlun verður að bera saman kosti með tilliti til kostnaðar. Án þess er ekki hægt að meta kostina.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Hefja þarf verkið sem fyrst og reyna að ljúka því eigi síðar en í árslok 2022 að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Smyrilshlíð:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi í Smyrilshlíð 2 (n.t.t. íbúð 502) og hvernig grenndaráhrif hún muni hafa? Einnig hvaða áhrif mun breytingarnar muni hafa á birtu/skuggavarp.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi íbúa við Hlemm. Mál nr. US220026

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fundinn verði staður fyrir djúpgáma við Hlemm. Við Hlemm býr fólks sem átt hefur í mesta basli með að koma frá sér sorpi. Einnig er lagt til að íbúum Hlemm verið gefið formlegt leyfi til að aka bíl sínum upp að dyrum til að afferma vörur/vistir eða ef flytja þarf þunga hluti inn á heimilið.
Tillögunni fylgir greinargerð.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 

Ný mál

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur.
Mál nr. US220037

Samkvæmt skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið stendur til að setja Sæbraut og Miklubraut í stokk á tímabilinu 2023 – 2026. Á Sæbraut verður á framkvæmdatíma gert ráð fyrir því að umferð um Sæbraut verði breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2.

Óljóst er hvort það sama gildi um Miklubraut en þó er ljóst að umferð mun þrengjast mjög á þessum tíma og a.m.k. á einhverjum tímapunkti í 1 plús 1.

Í þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er gert ráð fyrir því að Suðurlandsbraut verði með tilkomu Borgarlínu breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Líklega munu þær breytingar skarast í tíma við framkvæmdir við Sæbraut og Miklubraut.

Í ljósi þessa: Hefur verið kannað hvaða áhrif þetta hefur á umferð og hafa verið skipulagðar einhverjar mótvægisaðgerðir til að greiða fyrir umferð á framkvæmdatíma?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Gufunes, Loftkastala.
Mál nr. US220038

Fyrirspurnir Flokks fólksins vegna lóðanna Gufunesvegur 34. Þengilsbás 1 sem skipt var í tvennt. Reykjavíkurborg setti sem eitt af skilyrðum framkvæmdaleyfis að það yrði samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fl. í Gufunesi. Einnig hefur skipulagshöfundur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að mikið hafi borið af leið frá kynntu skipulagi. Nú situr borgarbúi uppi með skertar eignir vegna samskipta- og samráðsleysis. Vandinn snýr að því að það er ekki sama gólfhæð í tveimur samliggjandi húsum en þessi mismunandi hæð hindrar nýtingu þar sem ekki er hægt að renna stórum hlutum, leikmunum, á milli húsanna.

Staðan er núna óásættanleg. Af gögnum má ráða að gefið hafi verið út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Gufunesi sem ekki fellur að þeim húsum sem sem fyrir eru í Gufunesi?

Þessi gatnagerð hindrar nýtingu húsa Loftkastalans.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr:

Hvernig á að nýta húsnæði ef engin er aðkoman og gatnagerð í Gufunesi fellur ekki að þeim húsum sem fyrir eru?

Spurt er einnig: Á eftir að hafa þetta samráð við lóðarhafa t.d. þegar kemur að lokaútfærslu lóðar og hvernig lóðin tengist götunni?

Hvenær á að ganga í þetta mál og leysa það?

Loftkastalinn þarf að fá úrlausn mála sinna þannig að hægt sé að renna stórum hlutum á milli húsa.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4.
Mál nr. US220039

Fyrirspurn Flokks fólksins um merkingar á vistgötu og sektir í aðkeyrslu að Edition Hótel við höfnina. Aðkeyrslan að hótelinu er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en þarna er merkingum ábótavant og óljóst hvort megi leggja þarna. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt.

Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja. Fulltrúi Flokks fólksins fékk þá upplifun við að heyra lýsingar fólks sem lent hafa í þessu að það sé eins og verið sé að að leiða fólk í gildru.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlegar?

Óskað er einnig upplýsinga um hvað margir hafa verið sektaðir nákvæmlega þarna á þessum svæði sem fyrirspurnin snýr að?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum.
Mál nr. US220040

Fyrirspurn um yfirlit yfir sektir vegna stöðubrota í miðbænum. Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar og kvartanir vegna innheimtu Bílastæðasjóðs. Kvartað er yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant.

Margt er að breytast í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði sem byrgja sýn.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að sjá sundurliðað yfirlit yfir þá staði sem mest er sektað vegna stöðubrots.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa.
Mál nr. US220041

Tillaga Flokks fólksins að skipulags- og samgöngusvið kanni öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa. Vegfarendur sjá ekki að bíll er á leiðinni út, enda ekið út úr húsi.

Oft hefur legið við slysi þegar bíll kemur akandi út úr bílastæðahús/kjallara og ökumaður gætir ekki að því að á sama tíma gæti hjólandi eða gangandi vegfarandi verið að fara fram hjá.

Þarna þarf að merkja vel báðu megin frá, bæði fyrir ökumann sem er að aka út úr bílastæðahúsi, að hann sé minntur á að aka löturhægt út þar sem gangandi eða hjólandi gæti verið að fara fram hjá. Að sama skapi þarf að vera áberandi skilti á gangstétt áður en kemur að útkeyrslu bílastæðahúss þar sem náð er athygli vegfarenda að bíll gæti skyndilega ekið út úr bílastæðahúsinu.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bætta þverun yfir Geirsgötu.
Mál nr. US220042

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þverun verði bætt frá Edition hótel og yfir Geirsgötuna vegna mikillar umferðar. Næsta göngubraut er a.m.k. um 70 metra í átt að Kolaportinu. Hér þarf að bæta úr áður en umferðarslys verður.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um orkuskoti í samgöngum.
Mál nr. US220043

Fyrirspurn frá Flokki fólksins um orkukosti í samgöngum.

í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar eru meðal annars nefndir orkukostir í samgöngum þar sem ekki er annað að sjá að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneyti séu lagðir að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis er ekki eins útbreitt.

Fulltrúi Flokk fólksins spyr um samanburð á orkugjöfunum metani, rafmagni, vetni, og rafeldsneyti. Hver er orkunýting við framleiðslu vetnis og rafeldsneytis?

Hafi slíkur samanburður ekki verið gerður er farið fram á að það verði gert, annars er ekki hægt að bera kostina saman.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 9. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að
sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur sem hljóðar svo:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela velferðarsviði að bæta aðgengi fyrir unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Miðað skal við að
aðgengi hafi verið bætt eigi síðar en í janúar 2023.

Fulltrúi Flokks fólksins er afar þakklátur fyrir þessa tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur sem og allar þessar frábæru tillögur sem ungmenni Reykjavíkurráðs leggja fram á fundi borgarstjórnar í dag. Fulltrúi Flokks fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að biðlistum barna til sálfræðinga skóla og annarra fagaðila skóla verði eytt. Árum saman hefur sálfræðingum ekki fjölgað í skólum en börnunum hefur fjölgað. Aðsetur sálfræðinga ætti einnig skilyrðislaust að vera í skólunum sjálfum. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim máli.
Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn.

Umsóknum um þjónustu í skólum hefur fjölgað gríðarlega frá 2020. Nú bíða um 1804 börn eftir aðstoð fagfólks skóla. Bæst hafa við tugir barna á örstuttum tíma. Það viðbótarfjármagn sem veitt hefur verið í málaflokkinn á árinu er dropi í hafið og sér varla högg á vatni í stóra samhenginu. Brýnna er en orð fá lýst að ganga í þetta verkefni enda hefur hver skýrslan á fætur annarri staðfest að andleg líðan unglinga fari versnandi. Við eigum að geta gert forgangskröfu um að börn hafi gott aðgengi að sálfræðingum – það er einfaldlega svo mikið í húfi!

Borgarstjórn með ungmennum

Bókun Flokks fólksins við bréfi skipulags- og samgönguráðs frá 26. janúar 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis,stgr. 1.240:

Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það er fólk sem býr við Hlemm. Stundum er eins og það gleymist því svo mikil áhersla er lögð á að byggja upp „stemninguna“. Það eru t.d. engir djúpgámar fyrir íbúa til að koma frá sér rusli. Fyrir þá íbúa sem eiga bíla er ekki vitað hvort þeir megi aka með þungar og miklar vörur/vistir upp að dyrum sínum. Það eru leiðir og leyfi fyrir fyrirtæki að afferma vörur en hvar er leyfið fyrir íbúana? Það er heldur ekkert á svæðinu fyrir börnin. Í gögnum er talað um ofanvatnslausnir sem er orðið tískuhugtak. Ofanvatnslausnir eru mikilvægar víða um heim, en að þær séu gerðar að einhverju aðalatriði á svæði eins og við Hlemm er hjákátlegt. Hér er næg úrkoma til að vökva plöntur í beðum og á torgum. Annars er ýmislegt ágætt í þessum tillögum. Hlemmur-inn er reyndar ekki fallegur í augum margra. Hús Mathallarinnar myndi þola að byggt væri ofan á það, t.d. inndregin efri hæð og kæmi það í stað nýrra húsa. Götur umhverfis mætti endurbæta með t.d. hellulögn. Svæðin mætti gera mun grænni t.d. með trjágróðri í kerjum og afmarka svæði útiveitingar og leiksvæði.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2022, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út framkvæmdir við stækkun, viðhald og endurbætur á leikskólanum Laugasól, Leirulæk 6:

Allar byggingar þurfa viðhald. Með eðlilegu viðhaldi er komið í veg fyrir stórfelldar skemmdir sem, ef þær ná að grassera upp að því marki, valda því að bygging er metin allt að ónýt ef ekki alveg ónýt. Nú þekkir fulltrúi Flokks fólksins ekki sögu byggingar Laugasólar. Byggingin þarfnast stórfelldrar viðgerðar og er óskað eftir samþykkt fyrir framkvæmd sem felur í sér viðgerð vegna rakaskemmda m.a. í kjallara. Borgin er með stóra, uppsafnaða viðhaldsskuld víða í borginni í húsnæði þar sem börn og ungmenni dvelja alla vikuna. Nú er komið að skuldadögum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. janúar 2022, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu Háaleitisbrautar 1:

Í þessari tillögu felst að í stað skrifstofuhúsnæðis á suðaustur hluta lóðarinnar komi nýtt íbúðarhús með 29 íbúðum. Íbúðir á reitnum verða því samtals 76. Bíla- og hjólastæðakröfur breytast m.t.t. fjölda íbúða og núverandi byggingar, Valhallar, en skilgreining per íbúð/m2 helst óbreytt. Auka á byggingarmagn. Þarna er þegar þröngt og líklega mun bílastæði skorta eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins sér málið í kynningu.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara við drögum að starfssamningi við Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir við Háskóla Íslands (RIKK) til tveggja ára:

Yfir það heila er það mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að styrkja rannsóknir Háskóla Íslands. Ef sveitarfélögin eiga að koma að slíku væri eðlilegt að styrkur kæmi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kostnaður skv. samningnum í þessu máli er 4.000.000 kr. fyrir hvert ár. Samstarf HÍ og Reykjavíkurborgar er mikilvægt að mati fulltrúa Flokks fólksins að öllu leyti og rannsóknir eru gríðar mikilvægar, m.a. jafnréttisrannsóknir. En þetta er spurning um hver borgar brúsann.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum:

Margt gott að segja um hringrásarkerfin en Reykjavíkurborg er þar ekki framarlega. Nú á að bæta úr því. En til hvers er verið að fá nágranna sveitarfélögin með? Er ekki komið nóg af bs. fyrirtækjum? Mestur hluti gagnanna eru sjálfsögð mál sem ekki þarf að deila um. En þarna kemur fram að nýta á lífrænt efni til að gera moltu og metan– og nota í eitthvað ? En í öðrum skjölum er ekki minnst á að verið sé að hugsa um að nýta metanið. Stóru spurningunni er enn ósvarað sem er hvað á að gera við metanið? Á að halda áfram að brenna því á báli? Þessar fyrirspurnir hefur fulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt fram en aldrei fengið nein svör.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík, ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni.

Í gögnum er talað um hreinorku og að ekki verði keyptir bílar eða tæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á vegum borgarinnar frá og með 2022. Tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram 18. nóvember sl. hljóðaði svona: Lagt er til að Reykjavíkurborg upplýsi að frá og með árinu 2024 muni útboð borgarinnar sem snúa að aðkeyptum leigubílaakstri eða bílaleigubílum ávallt miða við að bifreiðar þurfi að vera knúnar umhverfisvænu eldsneyti. Tillögunni var frestað og ekki heyrst af henni meir. Í skýrslunni virðist ekki vera gerður munur á mismunandi valkostum með tilliti til verðs og nýtingar. Verð metans er því í raun ekkert, það er bara brennt á báli. Söfnun mun aukast þegar GAJA kemst einhvern tíma í notkun. Auðvelt er að breyta bílum sem ganga fyrir bensíni svo þeir gangi fyrir metani. Ekki er fjallað um kostnað við að búa til vetni, en orkunýting við að búa til vetni með rafgreiningu er lítil og vetni verður af þeim ástæðum alltaf dýr kostur. Líklega nýtist ekki nema um 20% af orkunni. En starfshópurinn virðist telja alla kosti svipaða og segir í gögnum: „telur starfshópurinn að þau muni helst byggjast á þremur orkugjöfum næstu árin, þ.e. metani, rafmagni og vetni“. Mælt er með að starfshópurinn beri saman kostnað við valkostina.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra um settur verði á fót starfshópur til að taka afstöðu til og útfæra tillögur um hringrásargarð á Álfsnesi:

Borgarstjóri leggur til að settur verði á fót starfshópur til að taka afstöðu til og útfæra tillögur um hringrásargarð á Álfsnesi. Hópurinn verði skipaður fulltrúum umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og SORPU bs. auk þess sem Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtökum atvinnulífsins verði boðið að skipa fulltrúa í hópinn. Engin ástæða er til að hafa nágrannasveitarfélögin með í þessu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Nóg er komið að slæmri reynslu af bs-fyrirtækjum og þrátt fyrir að eigendastefnan hafi verið endurskoðuð og inn sett ákvæði um meiri upplýsingagjöf til eigenda og aðkomu þeirra hafa t.d. minnihlutafulltrúar enga aðkomu að ákvörðunum. Tryggja þarf í það minnsta að fulltrúar minnihlutans komi að borðinu og geti haft alvöru áhrif. Til þess þyrftu þeir að eiga fulltrúa í stjórn verkefnisins. Byggðasamlög eru einfaldlega ólýðræðisleg vegna þess að eigendur hafa litla aðkomu að ákvörðunum.

 

Bókun Flokks fólksins við fasteignaskatt, hækkun.

Fasteignaskattar hafa hækkað um 6% milli ára og um 9,6% á heimilin. Fasteignagjöld eru 0,18% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Gjöldin leggjast á verðmæti eigna án tillits til skuldastöðu eigenda. Fólk sem á 20% í íbúðinni sinni greiðir t.a.m. það sama og þau sem eiga sína íbúð skuldlaust.

Bókun Flokks fólksins við við tillögu  borgarstjóra, dags. 31. janúar 2022, að 10 m.kr. verði lagðar til reksturs Þjóðarleikvangs ehf. sem er í sameiginlegri eigu Reykjavíkurborgar (50%), ríkisins (42,50%) og KSÍ (7,50%). Framlagið er til að standa straum af reglubundnum rekstri út árið 2021 og til 30. júní árið 2022.

Meirihlutinn leggur til að samþykkt sé viðbótarframlag sem fara á í undirbúning nýs þjóðarleikvangs, framlag Reykjavíkurborgar er að fjárhæð 10 m.kr. Reykjavík á helmingshlut í félaginu Þjóðarleikvangi. Vissulega er það hagur Reykjavíkurborgar að leikvangurinn verði í Reykjavík og nú er gert ráð fyrir að hann verði í Laugardalnum. Reykjavík sem stærsti aðilinn þarf að gæta að því að hafa mest áhrif á framkvæmdina. En það er svo spurning hvort Reykjavík eigi að vera svona stór aðili í þessu verkefni. Eðlilegt er að ríkið verði aðaleigandi og greiði mest. Þetta er jú þjóðarleikvangur, enda þótt borgin greiði helming af undirbúningsvinnunni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að rafræn undirskrift geti komið í stað eiginhandarundirskriftar. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að ljúka verkefninu rafrænar undirritanir hjá Reykjavíkurborg:

Fulltrúi Flokks fólksins benti á það á sínum tíma að rafrænar undirskriftir hafa verið í notkun í mörg ár hjá Barnavernd Reykjavíkur. Af einhverjum ástæðum komu fulltrúar þjónustu- og nýsköpunarsviðs algjörlega af fjöllum þegar fulltrúinn benti á þetta. Rafrænar undirskriftir hafa verið í notkun hér á landi og erlendis í mörg ár. Bankar og margar opinberar stofnanir ríkisins hafa notað slíkar undirskriftir lengi. Fram kemur að þróunarteymi þjónustu- og nýsköpunarsviðs hafi verið að undirbúa þetta verkefni með því að taka notendaviðtöl við borgarstarfsmenn sem hafi sumir hverjir efast um lögmæti rafrænna undirskrifta. Hvernig má það eiginlega vera að þegar innleiðing á lausn sem fyrir löngu er komin í notkun annars staðar, að hjá Reykjavíkurborg þurfi heilt þróunarteymi til þess að taka viðtöl vegna þessa? Það er alveg sama hvað ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsvið) tekur sér fyrir hendur, það er eins og það þurfi alltaf að finna upp hjólið áður. Það ætti að vera löngu ljóst að rafrænar undirskriftir eru framtíðin og þess vegna hægt að innleiða það hjá borginni eins og annars staðar þar sem lausnin er fyrir löngu komin til að vera.

Við þetta má bæta að það er með ólíkindum af hverju Reykjavíkurborg er ekki eitt af sveitarfélögunum sem eru aðilar að rammasamningum Ríkiskaupa í stað kostnaðarsamra sérsamninga við Dokobit?
Hér er spurning um að innleiða lausn sem er tilbúin í stað þess að fara í mikla vinnu í „uppgötvunarfasa“ og svo í  „tilraunafasa“, sagan endalausa!

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. janúar 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innvistingu verkefnisins stafræn umbreyting og sundurliðun verkþátta, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. október 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur undanfarið ár ítrekað verið að benda á að ekki virðist allt með felldu í vegferð stafrænnar umbreytingar undir stjórn þjónustu og nýsköpunarsviðs. Skýringar sem fram koma í þessu svari segja allt sem segja þarf. Þarna kemur skýrt fram að í stað þess að líta til þeirra borga sem lengst eru komnar í stafrænni umbreytingu, ákváðu stjórnendur þessa sviðs að líta frekar til stórra þjónustufyrirtækja á borð við banka og tryggingafélög. Fyrir utan það að leita ekki fyrirmynda til þeirra borga sem lengst eru komnar í stafrænni umbreytingu, er því haldið fram að Reykjavík sé á einhvern hátt lengra komin en aðrar borgir í stafrænni umbreytingu. Þetta er ekki rétt. Í þessu svari sviðsstjóra eru settir fram langir listar erlendra sem innlendra ráðgjafafyrirtækja sem greinilega virðast vera komin með eitthvað úrslitavald yfir bæði ráðstöfun útsvarspeninga Reykvíkinga sem og því hvaða borgarstarfsmenn haldi vinnunni sinni og hverjir ekki. Það er auðvitað ótækt að eitt svið borgarinnar skuli hafa komist upp með það árum saman að reka sig líkt og þjónustufyrirtæki á einkamarkaði með fullu samþykki núverandi meirihluta. Staðreyndin er nefnilega sú að ef þjónustu- og nýsköpunarsvið væri raunverulega einkafyrirtæki, væri það fyrir löngu komið á hausinn.

 

Bókun flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. janúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðstöfun borgarinnar á lóð við Ægisíðu 102 til Festi, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvort það geti verið að verðmæti lóðarinnar séu tveir milljarðar og ef svo er af hverju er ekki beðið með lóðaúthlutun eftir að borgin hefur leyst lóðina til sín sem getur gerst eftir fimm ár. Málið snýst ekki bara um hugsanlegan tveggja milljarða hagnað Festi, heldur um hvort verið sé að færa Festi verulegan hagnað, þótt hann verði ekki tveir milljarðar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst eins og verið sé að veikja samningsstöðu borgarinnar með því að fullyrða að kostnaður við uppkaup á eignum, rífa og fjarlægja stöð og hreinsa jarðveg gæti verið á bilinu 400-600 milljónir. Þessi tala er ágiskun og giska mætti alveg eins á 50-100 milljónir. Það er ekki fyrr en á síðari stigum sem það kemur í ljós hver hagnast og um hvað mikið.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 12. janúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um netöryggismál Reykjavíkurborgar, sbr. 62. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. desember 2021:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst margt einkennilegt í þessu svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Í svari kemur til dæmis fram að deildarstjóri kerfisstjórnar og tæknireksturs sinni líka meðfram því starfi stöðu öryggisfulltrúa. Hafa ber í huga að staða öryggisstjóra sviðsins var lögð niður árið 2020 og þáverandi öryggisstjóri sviðsins rekinn í miðju COVID ásamt hátt í tíu öðrum starfsmönnum þessa sama sviðs. Fulltrúa Flokks fólksins telur það mjög undarlega ákvörðun að öryggisstjóra sviðsins sé sagt upp og staðan lögð niður og deildarstjóri kerfisreksturs og tæknilausna fengið hlutverk öryggisstjóra samhliða öðrum verkum. Sérstaklega þegar öryggisbrestur í tölvukerfum Reykjavíkurborgar gæti mögulega haft áhrif á ⅓ hluta landsmanna, eins og kemur fram í svari ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessum málum og óttast að nú hafi ÞON ekki yfirsýn að öllu leyti yfir hvaða hugbúnaður er í notkun eða hvar gögn eru geymd. Ef ekki ÞON þá hver? Er þetta kannski mál sem Persónuvernd þarf að skoða? Einnig stingur það í augu að æðsti yfirmaður beri ábyrgð á viðhaldi gæðaskjala. Hér er kallað eftir fagmennsku en ekki bara reddingum. Persónulegar skoðanir skipta ekki máli þegar svo mikið er undir.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar um gæðaeftirlit með þjónustu við fatlað fólk:

Fram fer kynning á styðjandi gæðaeftirliti með þjónustu við fatlað fólk. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þessi vinna bæði jákvæð og afar mikilvæg. Gæðaviðmið þurfa að vera til til þess að hægt sé að átta sig á hvort þjónustan sé að skila tilætluðum árangri að mati þeirra sem þiggja þjónustuna. Gæðaviðmiðin eru fjögur: samskipti og traust, hvort þjónustan er örugg og sjálfræði er síðan rauður þráður í gæðaviðmiðunum og áhrif notandans á þjónustuna. Þessi viðmið og staðlar þyrftu nauðsynlega að koma inn í alla þjónustu sem borgin veitir borgarbúum.

 

Bókun Flokks fólksins við 4. lið fundargerðar íbúaráðs Háleitis- og Bústaðahverfis frá 27. janúar 2022 um ákvörðun meirihlutans að hætta við þéttingaráform við Bústaðaveg:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þá ánægju sem fram kemur undir þessum lið og lúta að  breytingatillögum við Bústaðaveg. Enn er þó margt óljóst í því máli. Meirihlutinn hefur lofað að hverfa frá þéttingaráformum við Bústaðarveg eða eins og fram kom í fréttatilkynningu að leggja til hliðar hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg. Mikil óánægja kom einnig fram í Gallup könnun með aðrar tillögur sem snúa að Múlum, Háaleiti, Gerðum, Hvassaleiti og Smáíbúðahverfinu. Það vantar að skýra þetta mál allt miklu betur að mati fulltrúa Flokks fólksins. Það vantar einhvers konar punkt á þetta mál.

 

Bókun Flokks fólksins við 4. lið fundargerð í  Vesturbæjar frá 19. janúar 2022 um gagnrýni íbúa vegna framkvæmda í Sörlaskjóli á göngustíg:

Á fundi íbúaráðs Vesturbæjar fór fram umræða um tillögu að deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól. Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi koma gagnrýni íbúa í Vesturbæ á framfæri um að það eigi að fara í framkvæmdir á grænu svæði við ströndina. Um er að ræða ströndina við Sörlaskjól og Faxaskjól. Borist hafa athugasemdir sem sjálfsagt er að hlusta á og reyna í kjölfarið að finna milliveg. Samkvæmt fjölmiðlum er nú búið að samþykkja, þvert ofan í vilja íbúa, að malbika tvöfaldan stíg yfir þetta svæði og jafnvel yfir mjótt grassvæði sem liggur nánast ofan í fjöru við Sörlaskjól.  Framkvæmd af þessu tagi þarf að vera gerð í sátt við íbúana eins og kostur er. Fram hefur komið að íbúar þarna hafa áður lent í því að verktakar fá samning til að fara í framkvæmdir á þessu svæði án þess að samráð sé haft við íbúana.

 

Bókun Flokks fólksins við 13. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 2. febrúar 2022 um þungt og flókið umsagnarferli ef sótt er um byggingarleyfi. Vísað er í Ársskýrslu:

Ársskýrsla skipulagssviðs. Þessi samantekt staðfestir þann vanda sem borgin glímir við í húsnæðismálum. Um 61% byggingarleyfisumsókna er frestað vegna athugasemda og eða ófullnægjandi gagna. Af þessu má sjá og skilja pirring margra umsækjenda sem kvarta yfir að ferlið allt taki óheyrilegan tíma ef eitthvað þarf að bæta í gögn eða laga. Það vantar almennt meira framboð af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólgan rokið upp. Verðhækkanir eru m.a. tilkomnar vegna framboðsskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi.

 

Bókun Flokks fólksins við 9. lið í yfirliti  yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál:

Fulltrúi Flokks fólksins vill draga athygli að bréfi umboðsmanns barna þar sem hún minnir á að mikilvægur þáttur í innleiðingu Barnasáttmálans er að tryggja að hann sé með markvissum og kerfisbundnum hætti hafður að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku sem snerta börn. Segir í bréfinu að umboðsmaður barna fái reglulega ábendingar sem snúa að ákvörðunum sveitarfélaga og hvort þær samræmist hagsmunum og réttindum barna. Umboðsmaður barna áréttar í bréfi sínu að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, en slíkt mat ætti ávallt að fara fram á fyrstu stigum umræðu eða ákvarðanatöku. Nýlega lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að skipaður yrði stýrihópur sem greindi og legði mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingarferli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna líkt og gert var í Kópavogi. Í kjölfarið yrði stefnt að því að fá afhenta viðurkenningu og vera þar með komin í hóp barnvænna sveitarfélaga en hugmyndafræði þeirra byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF. Tillögunni var vísað til borgarráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla. Í desember sl. stóð foreldrafélag Háteigsskóla fyrir rafrænni könnun meðal foreldra og forráðamanna dagana 18.-24. janúar 2022. Alls bárust 142 svör og af þeim er ljóst að mikill meirihluti leggst gegn hugmyndinni um safnskóla, vill að börn Háteigshverfis sæki 1.-10. bekk í sama grunnskólanum innan hverfis og að það sé byggt við Háteigsskóla í stað þess að ætla unglingum hverfisins að sækja sér grunnmenntun í öðru hverfi. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvar þetta mál er statt nú og hvort tekin hafi verið ákvörðun um fyrri fyrirheit um uppbyggingu og stækkun Háteigsskóla þannig að skólinn geti hér eftir sem hingað til þjónað því hlutverki sínu að vera heildstæður hverfisskóli. MSS22020056

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leigueignir og leigusal þeirra sem leigja umsækjendum um alþjóðlega vernd:

Fyrirspurnir um leigueignir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á fundi borgarráðs er birt yfirlit yfir leigueignir og leigusala borgarinnar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Stærstu aðilar (leigusalar) eru Heimavellir, Leigufélagið Bríet og síðan „einkaaðilar“. Einnig Stýrifell ehf., Krissakot ehf., Steinbúð ehf. og E-Fasteignafélag ehf. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig leigusalar þetta eru í þeirri merkingu hver er leigan og hvort hún er innan „eðlilegra marka“. Um er að ræða 56 íbúðir. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um leiguverð þessara leigusala og samanburð á leiguverði þeirra á milli. Ekki er endilega farið fram á að leigusamningarnir verði birtir en óskað er eftir eins skýrum svörum og hægt er. Einnig er óskað upplýsinga um hvernig viðhaldi sé háttað og hverjir taka ábyrgð á því og meðtaka kvartanir sem og fylgja þeim eftir. MSS22020062

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs, eignaskrifstofu.

 

 

Borgarráð 3. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 2. febrúar 2022, um breytingu á fjárhæðum sérstaks húsnæðisstuðnings:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hækkun haldi ekki við nýjustu verðbólgutölur, 5,7%. Verði þetta breytingin þá rýrnar húsnæðisstuðningur milli ára miðað við verðbólgu.

Bókun Flokks fólksins við  áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10572/2020 er varðar skilyrði áfangahúsnæðis:

Flokks fólksins telur að sú framkvæmd sem kemur fram í umræddu áliti umboðsmanns Alþingis brjóti gegn húsaleigulögum. Þær íþyngjandi kröfur sem borgin gerir í þessu máli ganga allt of langt inn á friðhelgi einkalífs og heimilis til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að og án þess að fyrir hendi sé viðhlítandi lagastoð.  Fulltrúi Flokks fólksins telur að þetta mál hljóti að hafa tekið á þeim sem það varðar. Það er umfram allt mikilvægt að stytta boðleiðir og mæta einstaklingum og fjölskyldum þar sem þau eru eins og þau eru.

 

Bókun Flokks fólksins við Lagt fram minnisblað, dags. 2. febrúar 2022 um stöðumat á aðgerðaáætlun með velferðarstefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum VEL22010012.

Fulltrúi Flokks fólksins lýsir ánægju sinni með að rafvæðing umsókna sé loksins hafin hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar með tilkomu Rafrænnar þjónustumiðstöðvar.- Rafræn umsókn um fjárhagsaðstoð var keypt dýrum dómum fyrir að verða þremur árum síðan ef fulltrúi Flokks fólksins man rétt. Sú lausn virðist þó enn vera í einhverskonar þróun. Nú er það reyndar svo að rafrænar umsóknir eru ekki aðeins bundnar við þjónustu velferðarsviðs borgarinnar heldur einnig nánast hvar sem þjónustu Reykjavíkurborgar er að finna. Ef aðeins er horft til hagræðingar fyrir þjónustuþega þá hefði verið best að hafa eina allsherjar rafræna þjónustumiðstöð sem hefði þá séð um allar rafrænar umsóknir sem til borgarinnar berast. Allt á einum stað. Í stað þess að taka á einum afmörkuðum fleti þjónustu Reykjavíkurborgar með þessum hætti, hefð eflaust verið betra að hugsa dæmið í stærra samhengi. En auðvitað hugsar hvert svið fyrst og fremst um sjálft sig og er það þess vegna yfirstjórnar og pólitíkurinnar að ákveða heildarmyndina.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu um aukna starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna árið 2021 vegna COVID-19 frá Reykjavíkurborg:

Margt sem þarna kemur fram er frábært að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tvennt sem kannski kemur ekki nógu vel fram og það er hvort þessi námskeið voru valin af fólkinu sjálfu? Fram kemur að það hafi verið góð þátttaka. Fulltrúi Flokks fólksins er hugsað til þeirra sem heima sátu, þáðu ekki að koma á námskeið. Hefur verið reynt að ná til þeirra með markvissum leiðum? Sumir þurfa aðeins smá hvatningu til að drífa sig af stað.  Eins hvað segja þátttakendur sjálfir, hefur verið gert árangursmat og viðhorfskönnun? Fulltrúi Flokks fólksins hvetur velferðarsvið áfram á þessari braut og leggja áherslu á nýliðun á námskeiðin, ná til þeirra sem ekki hafa komið áður, þeirra sem ekki mikið hefur sést til en vitað er til að séu einir og jafnvel einmana.

 

Bókun Flokks fólksins við Fram fer kynning á könnun á stuðningi til stjórnenda sólarhringsstarfsstaða á tímum COVID-19:

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður.  Ef horft er til hvað það er sem er að nýtast stjórnendum er ef þeim áskotnast meiri mannafli og hafa aðgang að ráðgjöf, leiðbeiningu og samtali. Það sem mest er kallað eftir er aukin handleiðsla og úrlausn á mönnunarvanda. Finna þarf leiðir til að mæta þessu þörfum að mati fulltrúa Flokks fólksins. Allt kostar þetta peninga og þá er kannski enn og aftur komið að því að velferðarsviði vantar meira fjármagn til að auka og efla þjónustu, ná niður biðlistum og til að sinna betur starfsfólkinu sem vinnur undir miklu álagi í langan tíma. Mætti ekki skoða að draga einhvers staðar úr yfirbyggingu og sameina verkefni til að fá aukið fjármagn í þjónustuliðina sjálfa ef ekki fæst að fá meira fjármagn úr borgarsjóði. Fulltrúi Flokks fólksins vill stokka upp á nýtt og setja fólkið þar með starfsfólkið í forgang.

 

Bókun Flokks fólksins við kynninguá tölfræði um fjárhagsaðstoð til framfærslu í nóvember 2021:

Heildarnotendur fjárhagsaðstoðar voru 1.118 og fækkaði um 37 einstaklinga milli mánaða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sé hvað skýrir þessa fækkun. Fækkunin var einkum í hópi fólks með íslenskt ríkisfang eða 35 manns og tveir með erlent ríkisfang. Notendur með fjárhagsaðstoð til framfærslu hafa ekki verið færri síðan í janúar 2020. Atvinnulausir eru áfram stærsti hópurinn eða 48% hópsins. Fólk með erlent ríkisfang er 38% ef undan er skilinn september 2021 þá þarf að fara aftur til mars. Fara þarf aftur til 2020 til að finna færri notendur með erlent ríkisfang. 248 notendur eru flóttafólk eða 22,2% allra notenda fjárhagsaðstoðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Velferðarráð 2. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við Laugardalur, tillögur um skipulags- og mannvirkjamál, umsagnarbeiðni:

Sem betur fer er ekki hér um fullmótaðar tillögur að ræða. En oft er það samt þannig að það sem ratar inn sem fyrstu hugmyndir, hangir inni allt út í gegn sama hvað hver segir. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins nefnt að verið er að þrengja ansi mikið af Dalnum, taka græn svæði undir byggingar og taka bílastæði ýmist undir byggingar eða græna bletti. Gengið er á græn svæði. Síðan er það umræðan um aðgengi. Ef aðgengi er erfitt gengisfellir það svæðið mikið. Huga þarf að góðum samgöngum fyrir alla hvernig svo sem þeir kjósa að ferðast. Loka á Engjateigi. Með því að fækka bílastæðum í og við Dalinn leggur fólk í nærliggjandi götur. Íbúar á Teigum munu kannski ekki geta lagt bílum sínum vegna þess að gestir Dalsins hafa tekið stæðin t.d. þegar mannmargir viðburðir eru í gangi. Foreldar sem búa fjarri Dalnum þurfa einnig að geta komið ungum börnum sínum í þær íþróttir sem þarna eru og verða stundaðar. Íþróttaástundun í Dalnum er ekki aðeins bundin við nærliggjandi skóla. Fulltrúi Flokks fólksins vill að íbúar og foreldrar á hverfinu komi að þessum hugmyndum nú þegar.

 

Bókun Flokks fólksins Klambratún (Flókagata 24), stofnun lóðar:

Verið er að stofna lóð fyrir grenndargáma. Það hlýtur að vera mikilvægt í því sambandi að huga að foki á pappír og drasli sem mun þá dreifa sér á nærliggjandi lóðir. Hér er mjög mikilvægt að nota hentuga gáma sem auðvelt er að losa í.

 

Bókun Flokks fólksins Vesturbæjarsundlaug, breyting á deiliskipulagi:

Lögð fram tillaga meirihlutans að minnka lóðarmörk við Einimel 18-26 sem nemur 3,1 m og minnkar lóð Vesturbæjarlaugar sem því nemur. Eftir því sem næst kemst af kynningu er um þetta sátt eftir miklar deilur um girðingar og lóðamörk á svæðinu. Ef almenn sátt er þá er það mjög gott.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur, umsagnarbeiðni:

Lögð er fram umsagnarbeiðni þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og samgönguráðs um skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur. Úttektin leiddi í ljós að í nokkrum fjölda undirgangna var þörf á úrbótum. Skortur á aðgengi stafar oft af bröttum brekkum í göngum eða stigum sem fólk með fötlun getur ekki gengið um og er einnig óþægilegt fyrir hjólreiðafólk. Bæta aðstæður þeirra sem eru með sérþarfir, t.d. þeir sem ekki sjá vel eða eiga erfitt um gang. Víða er skortur á almennu viðhaldi. Innkoma í göngin eru oft illa merkt, fólk sér ekki auðveldlega hvar á að fara inn. Undirgöng og viðhald þeirra eru kannski þess leg að auðvelt er að gleyma þeim. Fólk fer í gegn en gerir kannski ekki mikið úr því þótt allt sé útkrotað eða sóðalegt. Mikilvægt er að gera einnig úttekt af þessu tagi á vetrartímanum þegar farið er að rökkva því þá sjást aðrir hlutir betur. Fulltrúi Flokks fólksins vill láta skoða hvort setja ætti öryggismyndavélar í undirgöng. Margir eru hræddir við að nota þau en ef myndavélar væru gæti það skapað öryggiskennd. Myndavélar hafa líka fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu.

 

Bókun Flokks fólksins Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun:

Lögð er fram umsagnarbeiðni þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og samgönguráðs um loftslagsstefnum fyrir höfuðborgarsvæðið. Umtalsverður hluti af loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðis er innihaldslaus texti að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tvískinnungur á ekki að vera í stefnu og það þarf að meta hvern kost með tillit til framlags. Þessi texti frá stjórnendum á höfuðborgarsvæðinu er athyglisverður: ,,Mikilvæg tækifæri liggja í breyttri meðhöndlun búfjáráburðar þannig að áburðarefnin nýtist sem best og takmarka megi notkun tilbúins áburðar. Sömuleiðis er mögulegt að vinna metangas úr búfjáráburði og nýta það sem eldsneyti. Ef gasið kemur í stað jarðeldsneytis er um leið dregið úr losun vegna orkunotkunar”. En staðreynd er að metani er t.d. brennt á báli á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að nota það í stað jarðefnaeldsneytis. Eru stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu ekki meðvitaðir um hversu orkunýting er lítil við framleiðslu vetnis með rafgreiningu? Það þýðir að þetta er dýr aðgerð.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Framtíðarlausn brennanlegs úrgangs í stað urðunar, umsagnarbeiðni

Fulltrúi Flokks fólksins hefur leitað eftir upplýsingum um brennanlegan úrgang hjá sérfræðingum og hefur fengið þau svör að það að brenna úrgang sé flókið mál og að hugsa þarf það vel til að við fáum ekki nýja GAJA með öllum þeim mistökum sem henni fylgdi. Ef að vel á að vera þá ætti Reykjavíkurborg að fá til sín sérfræðinga í þessu máli til að kynna þeim kosti og galla.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu 2020 – 2024:

Það er löngu orðið tímabært að samræma reglur um úrgangsflokkun og því hið allra besta mál. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist þetta sé vel unnið í fljótu bragði og verður spennandi að sjá framhaldið. Aðalatriðið er að flokka sorp þar sem það verður til, þ.e. myndast.

 

Bókun Flokks fólksins við Miklabraut í stokk, tillaga Yrki arkitekta, Dagný Land Design og Hnit verkfræðistofu úr hugmyndaleit um uppbyggingu í og við vegstokk á gatnamótum Miklubrautar og Bústaðavegar / Snorrabrautar.

Umfang verkbeiðninnar til arkitektanna er óljós. Svo virðist sem lítil takmörk hafi verið sett og teygja tillögurnar sig langt umfram „Miklubraut í stokk“ og nærliggjandi umhverfi. Hér er kynnt risastórt verkefni þar sem byggja á yfir stórt svæði, byggt yfir slaufur, yfir Miklubrautina. Heilt nýtt hverfi á að rísa samkvæmt hugmyndunum.
Ekki er mikið minnst á stokkinn sjálfan t.d. loftræstingu sem fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur. Ef ekki eru gerðar ráðstafanir við báða enda stokksins mun umferðarflæði ekki aukast heldur munu biðraðir aðeins færast til. Inni í stokknum munu hundruð bíla bíða. Bílvélar í hægagangi menga loft sem einhvers staðar mun þurfa að vera, en bílarnir komast á sama tíma ekkert áfram. Biðraðir bíla eru stór mengunarþáttur sem ekki er hægt að líta framhjá. Þess vegna verða að vera til áætlanir um hvert á þetta mjög mengaða útblástursloft á að fara. Myndir eru sýndar af kassalöguðum byggingum með flötum þökum. Vissulega er ekkert ákveðið í þessum efnum. Fulltrúi Flokks fólksins vill þó vara við flötum þökum sem samkvæmt reynslu munu leka, mismikið, með tilheyrandi mygluvandamálum. Talað eru um hágæðabyggingar? Þarna er sýnt vindakort en ekki sýnt hvernig vindur dregst niður og slengist milli húsa. Hvað með rannsóknir í vindgöngum?


Bókun Flokks fólksins við tillögu um Sæbraut í stokk, hugmyndaleit, kynning  Arkís arkitekta, Landslags og Mannvits úr hugmyndaleit um uppbyggingu í og við vegstokk á Sæbraut til móts við Vogabyggð og Steinahlíð.

Fallast má á þessa nálgun en mikið vantar upp á til að hægt verði að taka afstöðu til byggingaframkvæmda svo sem um kostnað og á hverjum hann lendir. Athyglisvert að hús eru sýnd með flötum þökum sem hætta er á að leki eða hreinlega má bara segja að munu leka. Og svo hafa teiknara verðið mjög heppnir með veður þegar þeir teiknuðu myndirnar. Gras eru sett á þök, sem náttúrulega sjást ekki frá götu. Þetta hlýtur að þýða að þökin verði að vera býsna massíf, þung.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um skoðanakönnun á meðal íbúa Skerjafjarðar

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu Sjálfstæðisflokksins að gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa Skerjafjarðar vegna fyrirhugaðrar landfyllingar og uppbyggingaráforma á flugvallarsvæðinu. Skapað hefur verið fordæmi fyrir slíkri könnun á viðhorfi íbúa til skipulagsáforma með Gallup könnun sem gerð var nýlega meðal íbúa í Háaleitis- og Bústaðahverfi eins og segir í tillögunni. Það er eðlilegt og sanngjarnt að gæta jafnræðis meðal íbúa borgarinnar er rétt að slík könnun fari einnig fram vegna skipulagsáforma í Skerjafirði. Fulltrúa Flokks fólksins finnst átakanlegt að horfa upp á hvernig fylla eigi land og skemma náttúrulegar fjörur. Þessum aðgerðum hefur verið mótmælt harðlega af fulltrúa Flokks fólksins alveg frá upphafi kjörtímabilsins. Þetta eru skemmdarverk sem eru unnin víða í Reykjavík. Þétting byggðar tekur of mikinn toll af náttúru. Það má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverðum ósasvæðum hennar. Allt of mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík.

 

Bókun Flokks fólksins við Ársskýrsla byggingarfulltrúa 2020:

Þessi samantekt staðfestir þann vanda sem borgin glímir við í húsnæðismálum. Um 61% byggingarleyfisumsókna er frestað vegna athugasemda og eða ófullnægjandi gagna. Af þessu má sjá og skilja pirring margra umsækjenda sem kvarta yfir að ferlið allt taki óheyrilegan tíma ef eitthvað þarf að bæta í gögn eða laga. Búið er að samþykkja 223 þúsund fermetra og 805 þúsund rúmmetra fyrir allt húsnæði. Af 1285 íbúðum samþykktum eru 95% í fjölbýli. Megnið er sem sagt fjölbýli og af þeim 1065 nýjum íbúðum er 93% í fjölbýli. Þörf er á þrefalt fleiri íbúðum nú strax. Í skýrslu HMS 2021 segir að fjölgun íbúða á síðasta ári nemi rúmlega þrjú þúsund íbúðum á landsvísu, sem er sambærileg fjölgun og á árinu 2019. Samtök Iðnaðarins bendir á að samdráttur er framundan og líkur á uppsafnaðri íbúðaþörf. Samkvæmt talningunni nú í haust mældist um 18% samdráttur á fjölda íbúða í byggingu og 41% samdráttur í fjölda íbúða á fyrstu byggingarstigum. Það vantar almennt meira framboð af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólgan rokið upp. Verðhækkanir eru m.a. tilkomnar vegna framboðsskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi. Færri íbúðir eru að koma inn á markað nú en sl. tvö ár.

 

Bókun Flokks fólksins við heimild áframhaldandi undirbúnings og verkhönnunar borgargatna í Árbæ, tillaga:

Flokkur fólksins styður að venjulegar götur verði gerðar að borgargötum ef það er gert í fullu samráði við íbúa við göturnar og nærliggjandi götur. Að gera götu að borgargötu má ekki þrengja að eða hefta aðgengi fólks að heimilum sínum eða gera gestum aðgengi erfitt. Séu aðstæður góðar fyrir borgargötu þá eru þær vissulega aðlaðandi og geta stuðlað að góðri hverfismenningu. Í gögnum er að finna mörg atriði sem eru til bóta.

Fulltrúi Flokks fólksins rekur aftur augun í skrif um „blágrænar lausnir“. Ekki er fallist á að blágrænar lausnir eigi við þarna enda þó það sé í tísku núna að setja það í flestar kynningar. Í gögnum segir: ,, Blágrænar lausnir og gróður: Gegndræpi aukið og svæði verður grænna”. Er það líklegt? Fulltrúi Flokks fólksins spyr nú bara hvort skipulagsyfirvöldum finnst að vanti úrkomu í Árbænum í þeim mæli að gróður visni?

Ný mál

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um einn tengilið þegar sótt er um leið til rekstrar til að draga úr flækjustigi umsóknarferils. Mál nr. US210315

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sá sem sækir um leyfi til rekstrar af hvers lags tagi í Reykjavík þurfi aðeins að setja sig í samband við einn aðila í borgarkerfinu, einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Eins og staðan er núna þá er þetta umsóknarferli óþarflega flókið. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Enda þótt ferlið virki einfalt í einhverjum fimm skrefum á vef borgarinnar hafa fjölmargir lýst þessu ferli sem göngu milli Pontíusar og Pílatusar. Í þessari tillögu er lagt til að einn aðili, tengiliður, annist þessi mál þannig að hann haldi utan um gögnin. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safnar síðan gagnapakkanum saman og gerir hann kláran fyrir umsækjanda. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þetta sé gert með þessum hætti þar til stafrænar lausnir eru komnar sem leysi tengiliðinn af hólmi. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við aðra sem komnir eru lengra með stafrænar lausnir.

Vísað til umsagnar þjónustu og nýsköpunarsviðs, skrifstofu þjónustuhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna skýrslu. Mál nr. US220022:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað greiningarvinnu og skýrslugerðar umhverfis- og skipulagssviðs um áhrif hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkur á ferðatíma Strætó. Um var að ræða innanhúsvinnu. Óskað er eftir upplýsingum um tímafjölda sem fór í verkið og annan kostnað sem og heildarkostnað. Beðið var um verkið af meirihlutanum og Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun hámarkshraða myndi hægja á Strætó.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hæð byggingar á Ægissíðu Mál nr. US220021:

Í samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum sem samþykkt er af borgarstjóra er sagt að leggja skuli áherslu á gæði og gott umhverfi og varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar.

Telja skipulagsyfirvöld í borginni að allt að 5 hæða fjölbýli í lágstemmdari byggð Ægissíðu falli undir þessi samningsmarkmið Reykjavíkurborgar?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 

Skipulags- og samgönguráð 2. febrúar 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að opna í Reykjavíkur, grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með  afþreyingu, svo sem kaffihúsi og þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun.

Núverandi meirihluta er tíðrætt um „Græna borg“ sem er af hinu góða. Ekki veitir af. Fulltrúi flokks fólksins vill efla og styrkja Reykjavík sem græna borg og þá ekki bara með grænum þökum á þéttingarsvæðum.

Lagt er til að í almenningsgarðinum verði tré og runnar  merkt og þar skrifaðar upplýsingar um gildi plantnanna; hvaða  áhrif þær hafa á umhverfið. Í  kaffistofu (græn kaffistofa) yrðu upplýsingaspjöld og leiðbeiningar sem unnar yrðu af fagfólki m.a. um gildi náttúrunnar í umhverfismálum og hvernig minnka mætti sóun.

Taka mætti hér undir svæði í Elliðaárdal, jafnvel við Landbúnaðarskóla Íslands á Keldnaholti og þar sem væri líklega hægt að  fá  leiðsögn um slík svæði, allt út frá umhverfissjónarmiðum, skógi og fallegu umhverfi. Hafa mætti samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur, eða jafnvel íþróttafélög auk samráðs við íbúanna á hverjum stað.

Þetta framtak myndi opna  skemmtilegt útivistarsvæði í nærumhverfi ytri byggðar og minnka þannig þörf á því að sækja afþreyingu annað með tilheyrandi kolefnisspori.

Greinargerð.

Eitt stærsta verkefni okkar í dag tengist  umhverfismálum. Líklega eru fá mál eins aðkallandi. Reykjavíkurborg þarf að sjálfsögðu að vera í fararbroddi í slíku. Reykjavíkurborg þarf að mati Flokks fólksins einnig að sinna þjónustu við íbúa í úthverfum. Flestir viðburðir sem borgin stendur fyrir eru í miðborginni

Fá opin svæði eru eftir í miðborginni. Því er í þessarri tillögu gert ráð fyrir því að koma fyrir grænum garði í úthverfi Reykjavíkur. Tillagan gengur einnig út á  að upplýsa þá sem koma á staðin um gildi umhverfisverndar. Hvort sem það er um að rækta landið eða til að koma í veg fyrir sóun. Svæði sem þetta hefur því bæði fræðslu- og skemmtanagildi.

Kaffistofa yrði á staðnum og miðuð við að þar verði þess gætt að hugsa til umhverfisins og leiðbeiningar verði um hvernig best sé að slíku staðið. Kaffistofan ætti að nota sem mest innlenda framleiðslu og á sumrin básar t.d. um helgar þar sem m.a. heimaframleiðsla yrði seld. Slíkt hefur jákvæðan umhverfisávinning. Mörg dæmi eru um ágætlega vel heppnuð svipuð verkefni um allt land. Sjá t.d. beintfrabyli.is. Framlag Reykjavíkurborgar væri því að úthluta lóð, útbúa leiðbeiningar um hvaða reglur gilda um reksturinn og setja upp sölubása/aðstöðu. Rekstur kaffistofu yrði boðin út og þar miðað við að hún þyrfti að gangast undir skilyrði eins  og hér var farið yfir og selja innlenda framleiðslu/heimaframleiðslu. Einnig mætti þarna að sjálfsögðu að selja rótarskot björgunarsveitanna.

Hér eru einungis settar fram grófar hugmyndir og ekki reiknað með að verkefni kosti mikið. Í dag er verið að styðja við ýmsa kynningarstarfsemi í umhverfsimálum og er það mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að tillaga eins og þessi muni nýta slíkt fjármagn mjög vel í þessa grænu umhverfisvænu framkvæmd. Þetta mun einnig styrkja og styðja við úthverfi Reykjavíkurborgar, íbúum þar til yndisauka auk þess að tengja saman íbúa  og þá sem framleiða í smáum stíl.   Vonandi geta allir borgarfulltrúar sameinast um þetta verkefni, þvert á pólitískar skoðanir.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu, svo sem kaffihúsi og þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu.

Samþykkt er að henni sé vísað til frekari skoðunar á umhverfis- og skipulagssviði. Með framsetningu tillögunnar er fulltrúi Flokks fólksins ekki að segja að ekkert sambærilegt hafi nokkurn tíman verið gert en hér má taka fleiri skref í átt að fleirum skemmtilegum útivistarsvæðum í ytri byggð borgarinnar. Að opna almenningsgarð og auka þar með útivist í úthverfi Reykjavíkur þar sem boðið er upp á afþreyingu, fræðslu og umhverfisvæna upplifun þarf ekki að skyggja á viðburði sem eru í miðbænum. Í tillögunni er  áhersla lögð á að upplýsa gesti um mikilvægi umhverfisvitundar og sérstaklega áhrif gróðurs en einnig um að minnka sóun. Auk þess var í tillögunni lögð áhersla á að tengja saman borg og sveit með því að koma upp sölubásum fyrir vörur beint frá býli. Slíkt yrði gert í samvinnu við bændur og kannaður áhugi þeirra á slíku. Með því að hafa svæði sem þetta sem víðast í nærumhverfi má leiða líkum að því að íbúar njóti útivistar og nærveru nágranna sinna um leið og þeir læra um gildi umhverfisins. Þetta mun einnig draga úr akstri í miðbæinn sem léttir þar á umferðarþunga. Þá gæti þetta verið góð leið til að kynna úthverfi og það sem þau hafa upp á að bjóða.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu meirihlutans um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi, sbr. 3. lið fundargerðar ofbeldisvarnarnefndar frá 17. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari aðgerðaáætlun. Hún hefur breyst frá því sem stóð í drögum en í þeim var t.d. ekki minnst á einelti. Úr því hefur aðeins verið bætt. Einelti er ofbeldi sem varðar, eins og annað ofbeldi, við lög. Það er mikilvægt að það sé ávarpað með ítarlegum hætti í aðgerðaáætlun Reykjavíkur gegn ofbeldi. Það er upplifun fulltrúa Flokks fólksins að einelti hafi orðið nokkuð undir í umræðunni um ofbeldi og aðgerðir gegn ofbeldi. Við það er ekki unað. Afleiðingar eineltis geta verið geigvænlegar og hafa eyðilagt líf fjölmargra, ungra sem eldri. Í aðgerðaáætluninni sem nú liggur fyrir eru þó nefndar tvær aðgerðir, aðgerð um fræðslu til starfsfólks borgarinnar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi og aðgerð sem lýtur með reglubundnum hætti að því að allir skólar í borginni séu með eineltisáætlun sem þeir starfa eftir til að fyrirbyggja og uppræta einelti. Þess sé jafnframt gætt að nauðsynleg þekking sé til staðar með því að bjóða fræðslu um einelti og að upplýsingar um leiðir til að tilkynna um einelti séu aðgengilegar á vefsíðu, ásamt viðbragðsáætlun og upplýsingum um úrvinnsluferli. Jafnframt komi fram hverjir taki við ábendingum um einelti og hverjir sitji í eineltisteymum skólanna.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins að innri endurskoðanda verði falið skoða og leggja mat á lögmæti samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin sem lagðir voru fram í borgarráði 22. júní 2021. Verði þeirri skoðun lokið fyrir 1. maí nk.:

 

Það er hagur borgarinnar að þær lóðir þar sem nú fer fram eldsneytissala verði nýttar undir íbúðarhúsnæði. En það er að sama skapi ekki gott að með slíkri breytingu hagnist núverandi lóðarhafar um milljarða. Samningsstaða borgarinnar er ágæt því að lóðir munu renna til hennar að leigutíma loknum og borgin þarf ekki að bæta fyrir það. Þess vegna hefði átt að bíða þar til að þessar lóðir losna og byggja á þeim íbúðarhúsnæði í fyllingu tímans. Fulltrúi Flokks fólksins getur ekki séð að Reykjavík sé skuldbundin af því að endurnýja lóðarleigusamninginn, en þó veltur það að endingu á nákvæmu orðalagi samninganna. Fulltrúi Flokks fólksins styður það að málið verði rannsakað af innri endurskoðun. Þá fæst úr því skorið hvort Reykjavík hefur samið undan sér að ósekju. Ef allt reynist rétt sem meirihlutinn hefur fullyrt um þessa samninga þá ætti úttekt innri endurskoðunar einungis að renna stoðum undir þann málflutning og draga úr efasemdum almennings gagnvart þessum samningum. Því er það allra hagur að þegar samningar borgarinnar eru jafn umdeildir og þessir, þá verði þeir teknir til nánari skoðunar. Það er mikilvægt að það komi í ljós hvort hér er um að ræða stór mistök eða góðan gjörning.

 

Bókun Flokks fólksins við leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. og 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. janúar:

Bókun við 4. lið, viðaukar: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að auka eigi fjárheimildir til velferðarsviðs 2022 um 100 milljónir vegna tímabundinnar fjölgunar sérfræðinga til að vinna úr áhrifum COVID-19 á börn og unglinga. En þetta er ekki há upphæð og mun varla duga til að taka obbann af biðlistakúfnum. Meirihlutinn horfir grannt í krónuna þegar kemur að því að fjárfesta í andlegri heilsu barna á meðan milljarðar streyma á svið sem dundar sér við tilraunir á stafrænum lausnum, sumum hverjum sem engin nauðsyn er á og eru jafnvel til annars staðar. Nú bíða um 1500 börn eftir aðstoð fagfólks skóla. Bókun við 8. lið: sala Malbikunarstöðvarinnar. Flokkur fólksins telur rétt að selja Malbikunarstöðina Höfða og hefur áður bókað að Reykjavíkurborg eigi að hætta í þessum samkeppnisrekstri enda ekki verið settar fram tölur um ávinning borgarbúa af þessari starfsemi. Þá telur Flokkur fólksins að standa hefði mátt betur að sölumálum. Hefði ekki verið vænlegra að selja fyrr áður en farið var í gríðarleg fjárútlát við að endurbyggja stöðina í Hafnarfirði? Er það von Flokks fólksins að viðunandi verð fáist fyrir þetta fyrirtæki og að söluhagnaðurinn verði notaður til að auka fjárframlög til velferðarsviðs og minnka þannig biðlista barna eftir fagþjónustu.

 

Bókun Flokks fólksins undir 5. og 6. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að tillögu hans um að skóla- og frístundasvið kaupi skólamöppur frá Múlalundi hefur nú verið samþykkt. Fram til þessa hefur Reykjavíkurborg hunsað Múlalund – vinnustofu SÍBS varðandi kaup á margskonar skólavörum ólíkt öðrum sveitarfélögum. Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Nú er það loksins orðið að veruleika enda skóla- og frístundasviði ekki stætt á öðru. Um 80% starfsmanna Múlalundar eru með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Þótt vörur séu ívið dýrari þá er það dropi í hafið. Á móti skapar Reykjavíkurborg atvinnu fyrir hóp sem er í brothættri stöðu. Fulltrúi Flokks fólksins elur þá von í brjósti að ákveðið verði sem allra fyrst að versla aðeins skólavörur frá Múlalundi. Við eigum að standa saman að því að hlúa að og byggja upp vinnuaðstöðu sem þessa og nota öll tækifæri til að velja íslenskar vörur að sjálfsögðu. Hér græða allir. Því meiri sem eftirspurnin er eftir skólavörum frá Múlalundi því fleiri atvinnutækifæri eru sköpuð. Þess utan hefur það verið staðfest að viðskiptin skerða ekki fjárheimildir skóla- og frístundasviðs. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að viðskiptin ekki aðeins aukist heldur séu komin til langrar framtíðar.

Borgarstjórn 1. febrúar 2022

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leiðir til að draga úr matarkostnaði á fundum borgarstjórnar:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar. Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember sl. eða frá utanaðkomandi aðilum samkvæmt mati á lengd funda hverju sinni. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun. MSS22010236

Forsætisnefnd 28. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um hollustuháttarreglugerð nr. 2/2022, dags. 21. janúar 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins telur mannréttinda- og lýðræðisráð eigi að láta sig alls konar réttindi og hagsmuni fólks varða og hefði viljað sjá þessa umsögnina breiðari. Mikið af þeim athugasemdum lúta að breyttu orðalagi. Umsögnin ráðsins snýr að salernismálum í tengslum við kynrænt sjálfræði. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir hvert orð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með Heilbrigðisnefnd Suðurlands að í 30.grein 3.mgr. vanti að sagt sé að salerni og handlaugar skuli vera við hæfi barna í leikskólum. En hér mætti einnig nota tækifærið og ræða um annars konar hagsmuna- og réttindamál fólks og benda á atriði sem eru löngu úrelt og ætti að fella út. Borið er sem dæmi niður í grein 44. sem kveður á um að “Óheimilt er að hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í t.d. skóla, kirkjur eða fangelsi nema að fengnu leyfi heilbrigðisnefndar, sbr. 5. mgr. Hérna eru gamlar leyfar af frá því sullaveiki var landlægt vandamál. Þetta hefði mátt fella út. Skólar og leikvellir eru margskonar og það ætti að vera í höndum skólayfirvalda á hverjum stað að ákveða þetta.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á nýjum vef Reykjavíkurborgar:

Það eru miklir byrjunarerfiðleikar með nýja vefinn sbr. að í margar fundargerðir vantar allar bókanir. Fulltrúi Flokks fólksins telur að uppfærsla á vefjum Reykjavíkurborgar sé góð og gild. Um leið má benda á að nánast allar stofnanir og fyrirtæki landsins halda úti vefjum, stórum og smáum með bæði verslun og þjónustu og því ekkert tiltökumál þegar slíkir vefir eru uppfærðir. Margir vefir landsins eru gríðarstórir og verulega flottir og góðir. Reykjavíkurborg hefur hins vegar verið töluvert á eftir hvað varðar þá rafrænu þjónustu sem hægt er að veita í gegnum vefgáttir. Ríkið er komið mun lengra hvað þetta varðar og nægir að nefna island.is, RSK og Vinnumálastofnun sem örfá dæmi af mörgum. Þrátt fyrir að vefur Reykjavíkurborgar hafi ekki verið uppfærður lengi, hefur fólk samt sem áður getað sótt sér ákveðna þjónustu þangað eins og með ýmsar umsóknir og ráðstöfun frístundastyrks og ýmislegt fleira. Fundargerðir hafa einnig verið í lagi.Vonandi styttist að vefurinn verði að fullu nothæfur. Laga þarf villur eins og uppsetningu skipurita og fleira þar á meðal skipurit sviðsins sjálfs sem hefur með þennan vef að gera.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á verkefnum stafrænna leiðtoga þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að stafrænir leiðtogar geti nýst sem stuðningur við starfsfólk sviðanna. Hlutverk þeirra er hins vegar ekki skýrt. Þeir eru hér kynntir sem ábyrgðaraðilar fjölda verkefna inn á sviðum. Eru þeir farnir að stýra sviðunum? Hvert er eiginlega þeirra hlutverk? Segir í kynningu að þeir eigi að virkja skapandi hugsun og „ snúa öllu á hvolf“. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem hér sé verið að tala niður til  starfsfólks sviðanna og verið að gefa í skyn að það skorti færni til að hugsa, vera skapandi, skorti þjónustumiðaða hugsun sem ÞON, stafrænir leiðtogar einir kunni skil á?  Starfsfólk sviða hefur sinnt þjónustu við borgarbúa um árabil svo því sé haldið til haga. Allt þetta Gróðurhúsadæmi bar með sér einmitt þennan keim. Það er eins og stafrænir leiðtogar og ÞON eigi að hafa „vit“ fyrir starfsfólki sviðanna, leiða það í gegnum eitthvað hugsunar-breytandi ferli sem ekkert er síðan vitað hvort eða hvað kemur út úr. Þetta er alla vega upplifun fulltrúa Flokks fólksins. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þekking og reynsla starfsfólks sviðanna sé það sem aðrir geti lært af en ekki öfugt. Hópur af stafrænum leiðtogum getur varla kennt þaulreyndu starfsfólki að hugsa upp á nýtt?

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. nóvember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um árshlutauppgjör, sbr. 15. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar ítarleg svör við fyrirspurnir m.a. um hvaða upplýsingakerfi hafa verið keypt, hvað kostaði hvert kerfi og af hverjum voru þau keypt. Í svari kemur til dæmis fram að kaup á notendabúnaði fyrir starfsstaði borgarinnar hafi verið 330,98 mkr. Og þar af 53,7 mkr. vegna verkefnastýringar. Er ekki einmitt þarna vísbending um mikinn kostnaðarauka sem orðinn er vegna uppsagna á starfsfólki sviðsins og útvistunar upplýsingatækniþjónustunnar? Fulltrúi Flokks fólksins er að bíða svara við annarri fyrirspurn varðandi hversu mikið Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hefur greitt verktökum árið 2021 fyrir þá vinnu sem fastráðnir starfsmenn inntu af hendi áður. Annað sem kemur fram í þessu svari er að þrátt fyrir að ÞON hafi ekki enn tekist að innleiða að fullu upplýsingastjórnkerfið Hlöðuna sem sviðið byrjaði að leigja árið 2019, hefur mikill kostnaður verið að hrannast upp en sérstaka viðbótarheimild þurfti til að flýta fyrir innleiðingu og kostaði það 68.16 mkr. og fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa var kostnaður 25.82 mkr. Einnig má benda á að innleiðing nýrrar Skipulagshandbókar sviðsins vekur upp spurningar um hvernig stöðu öryggismála er háttað á sviðinu eftir að öryggisfulltrúa sviðsins var sagt upp ásamt hátt í tíu öðrum í miðju Covid árið 2020.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 20. janúar 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um 9. mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 18. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins er sammála þeirri gagnrýni sem fólgin er í fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um bein innkaup og því hvort ekki sé leitað hagstæðustu tilboða hverju sinni. Eitt dæmi um þetta er sú spurning af hverju Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hafi til dæmis ekki þegið boð Ríkiskaupa um samstarf í útboði vegna Microsoft leyfa.
ÞON bar fyrir sig eitthvað í þá átt að ríki og borg væru það ólík hvað leyfi varðar að ekki hafi verið talið hagræði fólgið í því. Fulltrúi Flokks fólksins á mjög erfitt með að trúa þeim skýringum. Það er ansi hæpið að Ríkiskaup hafi verið að bjóða til þess samstarfs ef svo væri raunin. Í svari ÞON er að finna upplýsingar um innkaup og fleira. Þar koma enn og aftur upp ákveðnar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hvað varðar fullyrðingar sviðsins um meintan sparnað vegna uppsagna starfsfólks og útvistunar upplýsingatækniþjónustu, kerfisvöktunar og annarrar innri tækniþjónustu. Enn og aftur ítrekar fulltrúi  Flokks fólksins að sú skylda liggur hjá embættismönnum hins opinbera að vel sé farið með almannafé og ekki séu teknar ákvarðanir sem byggja á tískustraumum eða ráðgjöf einkafyrirtækja erlendis sem vel kunna að vera á skjön við þá skyldu.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað við gerð allra kynninga:

Á fundi mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs 27.1 eru tvær kynningar. Önnur þeirra, um Verkefni Stafrænna leiðtoga eru 43 glærur hverri annarri tæknilegri. Á nánast hverjum fundi ÞON eru sambærilegar kynningar um stafrænar lausnir. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað  (tímafjölda/laun og annan kostnað) kynningar eins og Verkefni Stafrænna leiðtoga ÞON. Hvað hafa kynningar ÞON árið 2021 kostað? Kynning sem hér er tekin dæmi um fluttu 8 manns. Lýst var löngum lista af snjalllausnum sem þau eru að vinna með ákveðnum sviðum. Flestar lausnir eru samt ekki komnar í gagnið og hafa ekki skilgreindar tímasetningar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sá tími sem fer í að setja saman kynningu af þessu tagi sé betur varið í að vinna að því að koma einhverjum af þessu lausnum í virkni og þá lausnum sem eru nauðsynlegar. Fulltrúi Flokks fólksins finnst vanta hér fókus. Það er einhvern veginn allt út um allt. Enn er beðið eftir nauðsynlegum lausnum sem sjá má nánast alls staðar annars staðar. Er ekki tímabært að fara að setja þær lausnir sem munu  einfalda og liðka fyrir þjónustu borgarbúa í forgang, lausnir sem munu spara tíma og fé borgarinnar? Annað má bíða.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um nánari upplýsinga um verkefni stafrænna leiðtoga, stöðu þeirra og framgang:

Fyrirspurnir um hlutverk og ábyrgð stafrænna leiðtoga og hvað af þeim verkefnum, sem telja tugi, eru komin í virkni? Í kynningu á stafrænum leiðtogum er allsendis óljóst hvaða hlutverk þeir hafa að gegna, hverjar eru þeirra skyldur og ábyrgð? Talin eru upp tugir verkefna sem lang flest eru enn hugarsmíð, sögð á tilraunastigi, eða í einhverju undirbúningsferli innleiðingar. Fulltrúi Flokks fólksins viðurkennir nú að hafa misst algerlega sjónar á þessum endalausu kynningum hverri annarri háfleygari. Sumt af þessu virðist bara vera hrein og klár gæluverkefni, endalaust mælaborð og snjalllausnir til skemmtunar. Spurt er um nákvæmari útskýringar á þessum verkefnum, gildi þeirra, vægi, og hvar í ferlinu þau eru stödd. Hvað af þessum rafrænum/stafrænu lausnum eru komnar í fulla virkni og farnar að skila tímasparnaði og sýna fram á hagkvæmi? Hvaða lausnir eru enn á tilraunastigi eða í þróunarfasa? Hvaða af þessum lausnum  eru rétt ókomnar? Og hvaða raf/stafrænar lausnir, ef einhverjar, sem áttu að vera tilbúnar núna eru ekki fyrirsjáanlegar að komist í virkni á þessu ári?

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð 27. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 25. janúar 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður það og fagnar því að auka eigi fjárheimildir til velferðarsviðs. Hækka á fjárheimildir velferðarsviðs um 100 milljónir vegna tímabundinnar fjölgunar sérfræðinga til að vinna úr áhrifum COVID-19 á börn og unglinga. Áður var búið að hækka þær um 40 milljónir. Að mati fulltrúa Flokks fólksins er þetta ekki há upphæð og mun ekki einu sinni duga til að taka obbann af biðlistakúfnum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svo sérkennilegt að horfa upp á hversu grannt er horft í krónuna þegar kemur að því að fjárfesta í andlegri heilsu barna á meðan milljarðar streyma á svið sem dundar sér við tilraunir á stafrænum lausnum, sumum hverjum sem engin nauðsyn er á einmitt nú. Staðan er þannig núna að það bíða 1680 börn eftir aðstoð fagfólks skóla og hefur sú tala ekki hreyfst í marga mánuði. Ekki sér högg á vatni.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 27. janúar 2022, um tillögur starfshóps um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardal:

Starfshópur hefur skilað af sér skýrslu um skipulags- og mannvirkjamál í Laugardalnum. Eftir því er tekið að íbúar hafa ekki átt fulltrúa í þessum hópi sem ætti að vera aðalatriðið. Hér er verið að díla og víla um hvernig umhverfi á að vera þar sem margt fólk býr og hefðu fulltrúar íbúa átt að vera með frá byrjun. Öll vitum við hvernig samráðsmálin hafa gengið í borginni á kjörtímabilinu og hvernig meirihlutinn virðist leggja allt annan skilning í það hugtak en borgarbúinn. Ef horft er á hugmyndir hópsins er sýnt að ganga á nokkuð á græn svæði í dalnum og bílastæðum er fækkað verulega. Það mun útiloka stóran hóp fólks frá því að heimsækja dalinn. Fólk mun einnig leggja meira bílum sínum í nærliggjandi götur. Aðgengismálin eru almennt erfið, t.d. þrengsl í aðkomu að Grasagarðinum. Ýmist er talað um að taka reiti undir græn svæði að setja græn svæði undir byggingar. Það er ekki bæði haldið og sleppt, auka græn rými og byggja plássfrekar byggingar. Komið er inn á endurbætur stúkunnar en hún er mjög lítið notuð.

 

Bókun Flokks fólksins við trúnaðarmerktut minnisblað viðræðunefndar Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar, dags. 25. janúar 2022:

Lagt er fram minnisblað viðræðunefndar Reykjavíkur og Hjallastefnunnar. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki af hverju málið er trúnaðarmerkt. Í svona máli, þar sem verið er að leita lausna sem allir þurfa að geta sæst á, skiptir máli að vinnsla sé gegnsæ og ferlið opið. Ekki kann góðri lukku að stýra að hafa mikla leynd yfir samningum við sjálfstætt starfandi skóla. Það skapar aðeins tortryggni. Hjallastefnan er frábær stefna og hefur komið með afar jákvætt innlegg inn í hugmyndafræði og stefnur menntamála. Engum blöðum er um það að fletta að langflestir vilja hlúa að Hjallastefnunni og tryggja öryggi og tilvist hennar sem best til framtíðar. Óvissa er aldrei góð og mjög óþægileg tilhugsun fyrir börn og foreldra þeirra ef málið fær ekki farsæla lausn til lengri tíma.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 25. janúar 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins er kunnugt um að viðræður hafa verið í gangi og tekur undir ákall foreldra um að nú verði tryggð langtímalausn um skólasamfélag í Öskjuhlíðinni með Sólborg, Brúarskóla og Klettaskóla. Fyrir liggur hagkvæm lausn fyrir borgina samhliða þéttingu byggðar eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. Vandinn er sá að tíminn líður og eftir margra mánaða viðræður þarf að fara að sjást til sólar. Bráðabirgðalausn tekur mikið á skólasamfélagið. Tryggja þarf lausn til framtíðar. Við blasir óvissa fyrir börnin og foreldra um hvort náist að tryggja skólavist. Þetta er óviðunandi staða.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 25. janúar 2022, þar sem félagshagfræðileg greining á Sundabraut er send borgarráði til kynningar:

Sundabraut skoðast sem þjóðhagslega mjög hagkvæmt verkefni. Það er því ekki seinna vænna að ráðast í framkvæmdina. Borgin þarf að ákvarða legu hennar sem fyrst því að án slíkrar ákvörðunar verða önnur skipulagsmál erfiðari. Gjaldtakan er svo annað mál. Fulltrúi Flokks fólksins mælir með að horft verði til þess sem FÍB leggur til sem er að þeir sem noti allt vegakerfi landsins mest greiði fyrir það en ekki sé greitt fyrir einstaka leggi. Að rukka fyrir einstakan bút á stað eins og þessum er ekki sanngjarnt. Fólk, sama í hvernig efnahagsástandi það er, þarf líka að geta komist leiðar sinnar. Það eru engin veggjöld úti á landi nema í Vaðlaheiðargöng. Allt annað er frítt eins og staðan er nú. Það er ekki hægt að taka einn bút og rukka fyrir hann og aðrir vegir eru fríir. Sundabrautin er bara brot af vegakerfinu.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 24. janúar 2022, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 19. janúar 2022 á tillögu um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg:

Meirihlutinn leggur til að velferðarráð samþykki að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu og aðstoð vegna barna hækki um 2,4% í samræmi við forsendur við úthlutun fjárhagsramma velferðarsviðs fyrir árið 2022. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta afar nánasarlegar hækkanir, nokkrir þúsundkallar. Þegar verðbólga mælist í kringum 5% er þetta í raun skerðing milli ára. Hægt er að gera mun betur hér. Ljóst er að endurskoða þarf fjárhagsrammann til að hægt sé að breyta forsendum og hækka aðstoðina þannig að hægt sé að lifa af henni. Öll vitum við að fæstir í þessum hópi ná endum saman. Framundan eru miklar verðhækkanir á mat og verðbólga hefur aukist. Það þarf að taka með í reikninginn.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 24. janúar 2022, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 19. janúar 2022 á tillögu að breytingum á reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði:

Það er enn talsverður galli á reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði sem lýtur að réttlæti og sanngirni og ekki síst jafnræði. Réttur til félagslegrar þjónustu myndast um leið og íbúi er með lögheimili í sveitarfélaginu. Það er ekki krafa að hafa dvalið í a.m.k. 12 mánuði í Reykjavík til að eiga rétt á því að sækja um félagslegt húsnæði og til að komast á biðlista. Breyta þarf matsviðmiðinu. Fólk sem hér um ræðir er oft í miklum vandræðum með húsnæði og hefur orðið að flytja eða búa utan borgar kannski vegna þess að þar fékk það skjól um tíma. Þeir sem hafa verið svo heppnir að hafa búið í Reykjavík fá aukastig. Fólk sækir ekki um nema það sé í mikilli neyð. Auka þarf sárlega framboð af félagslegu húsnæði enn meira en gert hefur verið til að leysa þennan vanda.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun á málefnum SORPU bs., sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að málefni SORPU verði endurskoðuð þannig að valinn sé aðili í stjórn sem hefur til þess bæra sérmenntun, þekkingu og skilning á verkefnum fyrirtækisins. Tillagan er felld. Í SORPU hefur verið gerð röð mistaka sem mögulega er hægt að setja á reikning meints þekkingarleysis stjórnarmanna. Miklum fjármunum hefur verið sóað. Nýlega var SORPA dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 m.kr. vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, GAJU. GAJA er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána fram úr hófi til að mæta dýrkeyptum mistökum. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu, þekkingu eða skilning á þessum málum. Hægt er að reka borgina og byggðasamlög sem hún er stærsti eigandinn að betur. Það er eins og það gleymist að verið er að sýsla með skattfé borgarbúa. Flokkur fólksins lagði til að leitað yrði ráðgjafar vegna reksturs borgarinnar og SORPU núverandi meirihluti hefur hafnað því. Sú tillaga var felld. Meirihlutinn hefur einfaldlega stungið hausnum í sandinn eins og strúturinn og neitar að horfast í augu við staðreyndir.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leiðir til að draga úr kostnaði við veitingar á fundum:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skoðaðar yrðu leiðir til að draga úr kostnaði við veitingar á fundum borgarráðs og borgarstjórnar með því t.d. að láta morgunmat í borgarráði duga þótt fundir fari fram yfir hádegi og að gera nákvæmri talningu á hverjir borða í borgarráði og borgarstjórn til að minnka afganga og þar með draga úr matarsóun. Gróflega má sjá í opnu bókhaldi að greiðslur til Múlakaffis sem annaðist þjónustuna 2021 að kostnaður er u.þ.b. 10 til 15 milljónir á mánuði sem deilast niður á ólíkar starfseiningar. Tillögunni er vísað frá og í umsögn um hana segir að ákvarðanir um veitingar séu í höndum formanns borgarráðs ásamt starfsmönnum ráðsins. Ennfremur segir að sá hluti tillögunnar sem á við um borgarstjórn eigi ekki heima í borgarráði heldur í forsætisnefnd. Fulltrúi Flokks fólksins mun því leggja sambærilega tillögu fram um veitingar í borgarstjórn á næsta fundi forsætisnefndar.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 4 í fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 17. janúar 2022:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst það hljóta að vera góð hugmynd að setja verslun upp á svæði Bauhaus og er hvatt til þess að fá álit íbúanna í hverfinu. Sé vilji til þess hvetur fulltrúi Flokks fólksins borgina til að beita sér í málinu. Fleiri verslanir þurfa að koma í Úlfarsárdal, einhverjar sem eru staðsettar þannig að þær séu í göngu- eða hjólafæri fyrir sem flesta. Nú er þetta hverfi um 15 ára og var lofað að það yrði fljótt sjálfbært. Það loforð hefur ekki verið efnt. Í hverfinu er ekki ein einasta matvöruverslun, hvað þá veitingastaður.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 4 í fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 17. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillöguna um að setja upp öryggismyndavélar á Kjalarnesi og að þær verði settar upp í samráði við íbúa og lögreglu sem bæri ábyrgð á framkvæmdinni og upptökunum. Þær hafa óumdeilanlega skapað fælingarmátt gegn afbrotum og skipta oft sköpum við að upplýsa afbrot og auka öryggi borgaranna á margvíslegan annan hátt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig verið talsmaður þess að settar verði myndavélar upp á leiksvæðum barna og lagt fram tillögur þess efnis í borgarstjórn sem var hafnað. Börn verða að geta verið örugg á svæðum sem þeim er ætlað að leika sér á.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 3. í fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 17. janúar 2022:

Á fundi mannréttindaráðs 11. nóvember sl. gerði fulltrúi Flokks fólksins athugasemd við umsögn um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi vegna þess að ekki var minnst einu orði á einelti í aðgerðaáætluninni en einelti er ein birtingarmynd af ofbeldis. Í kjölfarið var ákveðið að bæta við eftirfarandi: „Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og mikilvægt er að ávarpa það í aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar og leggja til að eineltisáætlanir séu uppfærðar og aðgengilegar og með þeim sé virkt eftirlit.“ Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessum breytingum og að vel hafi verið tekið í þessa ábendingu fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 3 í fundargerðir samstarfshóps um málefni miðborgar frá 27. apríl, 6. október og 30. nóvember 2021:

Meirihlutinn leggur fram niðurstöður árlegrar skoðunarkönnunar um viðhorf til göngugatna. Þótt almennur stuðningur sé við göngugötur kemur fram að andstaðan er mest í úthverfum. Gera má því skóna að það tengist m.a. slökum almenningssamgöngum, að ekki sé auðvelt að komast á þessar göngugötur nema á bíl og erfitt sé að finna honum stæði. Meirihluti telur að áhrif á verslun séu neikvæð, en jákvæð á veitingarekstur. Margar kannanir hafa verið gerðar í þessu máli og er ákveðinn rauður þráður í þeim að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þeir sem búa á miðbæjarsvæðinu eru ánægðir, vilja ekki sjá bílana. Þeir sem stunda skemmtanalífið og ferðamenn eru líka ánægðir. Aðrir eru neikvæðir og leita eftir þjónustu annars staðar en í miðborginni. Þeir sem eru ósáttir segja aðgengi vera slæmt að svæðinu. Sumir nefna veður; göngugötur fyrir fáa sólardaga; að sjarmi miðbæjarins sé horfinn, o.s.frv. Meirihlutinn leggur á sama tíma fram tillögu um að bjóða þeim sem glíma við hreyfiskerðingu að leigja af borginni rafskutlur og telja að með því sé verið að koma á móts við þá sem finnst aðgengi slæmt og eiga erfitt um gang.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 7 í fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 26. janúar 2022:

Tillögur um breytingar á Hlemmi voru kynntar og eru margar álitlegar. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það er fólk sem býr við Hlemm. Stundum er eins og það gleymist því svo mikil áhersla er lögð á að byggja upp „stemninguna“. Það eru t.d. engir djúpgámar fyrir íbúa til að koma frá sér rusli. Fyrir þá íbúa sem eiga bíla er ekki vitað hvort þeir megi aka með þungar og fyrirferðarmiklar vörur/vistir upp að dyrum sínum. Það eru leiðir og leyfi fyrir fyrirtæki að afferma vörur en hvar er leyfið fyrir íbúana? Útlitslega séð þykir sitt hverjum þegar horft er á Hlemm út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Götur umhverfis mætti endurbæta með t.d hellulögn. Svæðin mætti gera mun grænni, t.d. með trjágróðri í kerjum, og afmarka svæði fyrir útiveitingar og leiksvæði. Talað er um blágrænar ofanvatnslausnir. Ofanvatnslausnir er orðið tískuhugtak í borginni. Ofanvatnslausnir eru mikilvægar víða um heim, en að þær séu gerðar að einhverju aðalatriðið á svæði eins og við Hlemm er hjákátlegt. Hér er næg úrkoma til að vökva plöntur í beðum og á torgum.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 2 og 3 í fundargerð öldungaráðs frá 10. janúar 2022:

Áhugi á heilsueflingu aldraðra hefur aukist mjög og því ber að fagna. Nú er komin út skýrsla starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um heilsueflingu aldraðra, ásamt aðgerðaáætlun. Tekið er undir með öldungaráði að mikilvægt er að fjármagn sé tryggt til að aðgerðaáætlun um heilsueflingu aldraðra verði að veruleika. Í nýrri lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030 er einnig komið inn á heilsueflingu. Heilsuefling virkar best ef hún er skipulögð og heildstæð. Fulltrúi Flokks fólksins elur enn þá von í brjósti að Reykjavík eigi eftir að eignast hagsmunafulltrúa aldraðra sem gæti einmitt komið sterkt inn í heilsueflingu aldraðra. Hann getur sem dæmi hvatt til og haldið utan um aðgerðir sem eru til þess fallnar að styðja við heildstæða heilsueflingu fyrir eldri borgara.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort geti verið að verðmæti lóðarinnar sé tveir milljarðar og ef svo er af hverju er ekki beðið með lóðaúthlutun eftir að borgin hefur leyst lóðina til sín sem getur gerst eftir fimm ár?:

Nú er búið að ráðstafa N1 bensínstöðvarreitnum á Ægissíðu til Festis. Samkvæmt fréttum þá er áætlað verðmæti þessarar 6.000 m2 lóðar tveir milljarðar króna. Reykjavíkurborg á lóðina og gat leyst þessa eign til sín eftir 5 ár. Lóðin er í flokki sem getur heimilað allt að fimm hæða hús. Íbúar hafa sagt að betra sé að nýta þessa lóð til að bæta innviði á svæðinu. Borgarstjóri hefur verið að svara fyrir málið en ennþá er margt óljóst í huga fulltrúa Flokks fólksins. Í ljósi þess að um er að ræða mikla fjármuni þarf að vinna málið vel. Spurt er: Getur verið að verðmæti lóðarinnar sé tveir milljarðar og ef svo er af hverju er ekki beðið með lóðaúthlutun eftir að borgin hefur leyst lóðina til sín sem getur gerst eftir fimm ár? MSS22010309

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs, eignaskrifstofu.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort ekki sé hægt að reikna út ávinning af þessu fyrir borgina, hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna borgin hefur yfirhöfuð verið í þessum rekstri:

Í ljósi umræðu um Malbikunarstöðina Höfða spyr fulltrúi Flokks fólksins hvaða ávinning Reykjavíkurborg hefur af þessum rekstri. Hefur t.d. verið tekið saman hversu mikið hefur sparast í kaupum á malbiki eða annarri þjónustu Höfða síðustu fjögur ár sem meirihlutinn hefur verið við völd og hvort taprekstur stöðvarinnar hafi minnkað kostnað við malbikskaup borgarinnar, þ.e. hvort tekin tilboð stöðvarinnar hafi verið of lág, borginni í hag? Ef ekki er hægt að fá fram slíkar upplýsingar og reikna út ávinning af þessu fyrir borgina, hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna borgin hefur yfirhöfuð verið í þessum rekstri. MSS22010310

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

 

 

Borgarráð 27. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Áhrif hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkur á Strætó, niðurstöður greiningarvinnu, kynning:

Beðið var um þessa vinnu m.a. af Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun hámarkshraða myndi hægja á Strætó. Rökrétt er að ef hraði ökutækja lækkar aukist ferðatími, fólk er lengur á leiðinni og það er ekki vegna neinna hindrana endilega heldur einfaldlega vegna að við lýði er ákveðinni hámarkshraði. Niðurstaðan er sú að lækkun á hámarkshraða hefur ekki áhrif á ferðatíma Strætó, alla vega ekki mikil áhrif. Þetta kemur ekki á óvart enda er strætó varla að aka um borgina á einhverjum hraða að heitið geti. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort ekki eigi eftir að koma meiri reynsla á þessi mál? Eitt er að gera lærða skýrslu um málið en svo á eftir að reyna á þetta. Ýmsar aðrar breytur gætu átt eftir að spila inn í. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þessi skýrsla flokkast undir „gæluverkefni“ og veltir fyrir sér kostnaði við vinnslu skýrslunnar.

Bókun Flokks fólksins við: Miklabraut í stokk, hugmyndaleit, kynning:

Með því að setja umferðaræð í stokk má minnka helgunarsvæði vega og þar með að auka möguleika á byggingum og svæðum til ýmissa nota. Þar liggja jákvæðir möguleikar. Að leggja veg í stokk er afar dýr framkvæmd. Ef andstaða gegn svo mikilli þéttingu er mikil munu ekki koma til tekjur af lóðasölu meðfram Miklubrautinni. Vandséð er að með því að leggja veg í stokk muni umferðarflæði aukast. Ef ekki eru gerðar ráðstafanir við báða enda stokksins mun umferðarflæði ekki aukast heldur munu biðraðir aðeins færast til. Inni í stokknum munu hundruð bíla bíða. Bílvélar í hægagangi menga loft sem einhvers staðar mun þurfa að vera, en bílarnir komast á sama tíma ekkert áfram. Biðraðir bíla eru stór mengunarþáttur sem ekki er hægt að líta framhjá. Þess vegna verða að vera til áætlanir um hvert á þetta mjög mengaða útblástursloft á að fara. Er ætlunin að setja upp síur til að sía útstreymis loftið? Ef síur virka stíflast þær. Þá þarf að skipta þeim út, eða hreinsa. Einnig er mögulegt að koma menguðum lofttegundum í vatn og leiða brott. Hefur kostnaður við slíkt verið kannaður? Ekki gengur að leyfa menguðu lofti að flæða og vona að vindar dreifi því?

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: KR svæðið – Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag:

Skipulagsyfirvöld leggja til að samþykkja í auglýsingu tillögur sem snúa að bættri aðstöðu KR og þéttingu byggðar kringum aðstöðuna. Þessi skýrsla fjallar um víðtækar og viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Að sjá myndir virkar þetta nokkuð kraðak, eins og verið sé að troða byggingum á hvern blett. Búið er að ramma völlinn inn með húsum með grænum þökum sem aðeins sjást úr lofti. Hvernig verður með aðgengi/bílastæði þegar eru fjölmennir leikir? Vanda þarf hér til verka, en líta á á þetta sem fyrstu tillögur. Markmið er að bæta félagsaðstöðu sem hlýtur að vera aðalatriðið. í ljósi tíðrar andstöðu íbúa við þéttingu byggðar má ætla að mikil umræða þurfi að vera um þessar tillögur og nú reynir á samráðsvilja meirihlutans. Nýlega hefur meirihlutinn tilkynnt að falla eigi frá þéttingaráformum við Bústaðaveg. Sama krafa gæti vel komið upp á þessu svæði. Sennilega eru flestir hlynntir einhverri þéttingu en gengið hefur verið of langt í ákafanum að þétta þannig að borgarbúum, mörgum þykir nóg um og vilja að staldrað sé við.

Bókun Flokks fólksins við Hlemmur, reitur 1.240, umferðarskipulag, breyting á deiliskipulagi:

Margt er gott í tillögunum. Útlitslega séð þykir sitt hverjum þegar horft er á Hlemm út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Götur umhverfis mætti endurbæta með t.d hellulögn. Svæðin mætti gera mun grænna t.d með trjágróðri í kerjum og afmarka svæði útiveitingar og leiksvæði. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það er fólk sem býr við Hlemm. Stundum er eins og það gleymist því svo mikil áhersla er lögð á að byggja upp „stemninguna“. Það eru t.d. engir djúpgámar fyrir íbúa til að koma frá sér rusli. Fyrir þá íbúa sem eiga bíla er ekki vitað hvort þeir megi aka með þungar og miklar vörur/vistir upp að dyrum sínum. Það eru leiðir og leyfi fyrir fyrirtæki að afferma vörur en hvar er leyfið fyrir íbúana.Talað er um blágrænar ofanvatnslausnir. Ofanvatnslausnir er orðið tískuhugtak. Ofanvatnslausnir eru mikilvægar víða um heim, en að þær séu gerðar að einhverju aðalatrið á svæði eins og við Hlemm er hjákátlegt. Hér er næg úrkoma til að vökva plöntur í beðum og á torgum. Fulltrúi Flokks fólksins sá í gögnum að hætta er á sýkingu vegna miltisbrandsdysjar við Hlemm. Miltisbrandur er alvarlegur dýra- og mannasjúkdómur. Við uppgröft og aðra jarðvinnu á svæðinu þarf að fara mjög varlega.

Bókun Flokks fólksins við erindi íbúaráðs Grafarvogs vegna vegtengingar við Gufunes:

Lögð er fram leiðrétt bókun fulltrúa í íbúaráði Grafarvogs vegna svars við fyrirspurn um afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs á deiliskipulagstillögu um vegtengingu við Gufunes. Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa bókun og hvetur borgaryfirvöld til að endurskoða málið í heild sinni. Þarna er krafist úrbóta og hafa verið lagðar fram tillögur til þess fallnar að bæta öryggi og flæði núverandi vegar og gatnamóta. Í bókun segir að ekkert hafi verð hlustað á framlögð rök. Nú reynir á meirihlutann að gera einmitt það sem hann segist alltaf vera að gera „að hlusta á borgarbúa/íbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta, um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma tillagna þeirra sem ungmenni leggja fram á árlegum fundi borgarstjórnar og að upplýsingar og úrvinnslu ferlið verði aðgengilegar. Tafir á afgreiðslu mála og ógegnsæi í úrvinnsluferli borgarinnar er stórt vandamál nánast hvert sem litið er innan borgarkerfisins. Þó er þetta einmitt eitt af því sem þessi meirihluti lofaði að laga svo um munaði. Það hefur oft tekið heila eilífð fyrir svið/nefndir Reykjavíkurborgar að afgreiða umsagnir þannig að málin geta aftur komið á dagskrá til afgreiðslu. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á að þetta taki einhvern tíma enda mikið af málum sem lögð eru fram en heilt ár og meira er of mikið. Þá eru málin iðulega búin að missa marks, jafnvel orðin úrelt. Vonandi mun afgreiðslutími almennt séð styttast, hvaðan svo sem þau berast, frá ungmennaráðum, borgarbúum eða frá kjörnum fulltrúum ef því er að skipta.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um hraðahindranir. Mál nr. US210365:

Í Reykjavík eru hraðahindranir í nokkrum útgáfum, stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu og stundum koddar/bungur í mismunandi gerðum. Farið er eftir norskum leiðbeiningum í þessu efni.

Verið er að setja tugi af alls konar hraðahindrunum um þessar mundir.

Spurt er um fjölda og gerð þeirra hraðahindrana sem verið er að gera núna (sem eru í vinnslu) og kostnað?

Hvað er fyrirhugað að setja margar hraðahindranir árið 2022?

Hvernig gerðar eru þær?

Hver er fyrirhugaður kostnaður?

Hvað margar af þessum hraðahindrunum eru einskorðaðar við 30 km götur?

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hæð byggingar á Ægissíðu. Mál nr. US220021:

Í samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum sem samþykkt er af borgarstjóra er sagt að leggja skuli áherslu á gæði og gott umhverfi og varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar.

Telja skipulagsyfirvöld í borginni að allt að 5 hæða fjölbýli í lágstemdari byggð Ægissíðu falli undir þessi samningsmarkmið Reykjavíkurborgar?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna skýrslu um áhrifa lækkunar hámarkshraða á ferðir strætó. Mál nr. US220022:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað greiningarvinnu og skýrslugerðar umhverfis- og skipulagssviðs um áhrif hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkur á ferðatíma Strætó.

Um var að ræða innanhúsvinnu. Óskað er eftir upplýsingum um tímafjölda sem fór í verkið og annan kostnað sem og heildarkostnað.

Beðið var um verkið af meirihlutanum og Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun hámarkshraða myndi hægja á Strætó.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Smyrilshlíð. Mál nr. US220023:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi í Smyrilshlíð 2 (n.t.t. íbúð 502) og hvernig grenndaráhrif hún muni hafa? Einnig hvaða áhrif mun breytingarnar muni hafa á birtu/skuggavarp.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi íbúa við Hlemm. Mál nr. US220026:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fundinn verði staður fyrir djúpgáma við Hlemm. Við Hlemm býr fólks sem átt hefur í mesta basli með að koma frá sér sorpi.

Einnig er lagt til að íbúum Hlemm verið gefið formlegt leyfi til að aka bíl sínum upp að dyrum til að afferma vörur/vistir eða ef flytja þarf þunga hluti inn á heimilið.

Greinargerð

Það eru  engir djúpgámar fyrir íbúa sem búa við Hlemm til að koma frá sér rusli. Fyrir þá íbúa sem eiga bíla er ekki vitað hvort þeir megi aka með þungar og miklar vörur/vistir upp að dyrum sínum. Það eru leiðir og leyfi fyrir fyrirtæki að afferma vörur en hvar er leyfið fyrir íbúana.

Nefnt hefur verið að við Fíladelfíukirkju sé sleppistæði í þessum tilgangi. En varla er ætlast til að þeir sem búi við Hlemm beri t.d. húsgögn eða aðrar þungar og umfangsmiklar vörur frá Fíladelfíustæðinu og niður á Hlemm.

Skipulags- og samgönguráð 26. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu  borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, um kaup á skólavörum af Múlalundi. SFS2021080310

Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í ágúst sl. að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi.

Nú ætlar borgarstjóri að versla ákveðið magn af skólamöppum af Múlalundi. Það er ánægjulegt. Það á einfaldlega að versla við Múlalund það sem framleitt er þar og skólar í borginni geta notað. Það fjármagn skilar sér til baka í verkefnum fyrir þá sem fá ekki vinnu annars staðar. Þarna eru flestir að vinna sem eru skjólstæðingar Reykjavíkurborgar. Við eigum að standa saman að jákvæðu hugarfari og jákvæðri uppbyggingu. Með því að versla við Múlalund er ekki verið að bruðla heldur skapa atvinnutækifæri fyrir stóran hóp og velja að nota íslenskt í stað þess að flytja inn vörur frá t.d. Asíu. Þessi aðgerð skerðir þess utan ekki fjárheimildir sviðsins. Fulltrúi Flokks fólksins vonar innilega að viðskiptin aukist hratt og að þau séu komin til langrar framtíðar.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst 2021 þess efnis að skóla- og frístundasvið kaupi skólamöppur frá Múlalundi. Fram til þessa hefur Reykjavíkurborg hunsað Múlalund – vinnustofu SÍBS varðandi kaup á margskonar skólavörum ólíkt öðrum sveitarfélögum.

Tillaga er samþykkt.
SFS202108310

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins sem hér er lögð fram um að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi er samþykkt. Því ber að fagna. Fulltrúi Flokks fólksins elur þá von í brjósti að fljótlega verði gengið alla leið og verslað alfarið skólavörur frá Múlalundi.

Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Sífellt er krafa frá borginni um að Múlalundur ráði fleiri starfsmenn með lögheimili í borginni. Við eigum að standa saman að jákvæðu hugarfari og jákvæðri uppbyggingu og nota öll tækifæri til að velja íslenskar vörur að sjálfsögðu. Hér græða allir. Því meiri sem eftirspurnin er eftir skólavörum frá Múlalundi því fleiri atvinnutækifæri eru sköpuð fyrir stóran hóp sem nú þegar vinna hjá Múlalundi og sem eru á biðlista eftir að vinna hjá Múlalundi. Þess utan hefur það verið staðfest að viðskiptin skerða ekki fjárheimildir skóla- og frístundasviðs. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að viðskiptin ekki aðeins aukist heldur séu komin til langrar framtíðar.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Múlalundur vinnustofa SÍBS heldur úti samfélagslega þýðingarmikilli starfsemi sem felur í sér mikilvæg atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar starfar saman fjölbreyttur hópur fólks með og án örorku og eftirspurn eftir störfum er mikil. Starfsmenn eru tæplega 50 í um 25 stöðugildum en um 80 manns gefst færi á að spreyta sig árlega við störf á Múlalundi. Með samkomulagi Reykjavíkurborgar og Múlalundar sem borgarráði samþykkti skömmu fyrir jól mun Reykjavíkurborg kaupa 15 þúsund stykki af skólavörum að verðmæti 4,5 m. kr sem munu tryggja verkefni fyrir starfsfólk Múlalundar það sem eftir lifir vetrar og fram á sumar.

Bókun Flokks fólksins við umræðu og kynning um loftslagsþing grunnskóla í Reykjavík:

Loftlagsþing grunnskóla í Reykjavík er frábært verkefni og eru viðfangsefnin ærin. En hvar eru skólar Reykjavíkur staddir í grænfána hugmyndinni? Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í borgarstjórn 2018 að borgin beitti sér með hvatningu og einnig fjárhagslega fyrir því að allir skóla í Reykjavík yrðu Grænfánaskólar. Tillögunni var hafnað. Sumir skólar eru Grænfánaskólar en ekki allir. Vissulega geta skólar verið grænir, heilsueflandi og í umhverfisstarfi þótt þeir séu ekki grænfánaskólar. Grænfáninn er Evrópskt verkefni og skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Borgin ætti því hiklaust að nota þennan mælikvarða og styðja og styrkja alla skóla til að taka upp græna fánann. Sumir skólar hafa sagt sig úr verkefninu vegna tilkostnaðar. Það er miður. Hér er ekki um stórar upphæðir að ræða í heildarsamhenginu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Auðvitað eru það verkefnin sem skipta máli en allt hangir þetta saman, hvatning, hugmyndafræðin, verkefnin og síðan hin raunveruleg verk, atferli og hegðun. Öllu máli skiptir að börnin séu virkir þátttakendur í verkefnunum. Til dæmis ef horft til matarsóunar þá er mikilvægt að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta leifarnar. Raunveruleg þátttaka skiptir mestu máli því hún vekur börnin til vitundar um umhverfið sitt.

Bókun Flokks fólksins við tillögu  skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 14. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að umræðan er tekin á fundinum og er um að ræða myglu og raka í Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Hagaskóla. Staðan í Laugalækjarskóla er þannig að vonir standa til að viðgerð ljúki senn. Búið er að gera við nokkrar stofur og nú er verið að gera við fleiri sem reiknað er með að verði lokið í lok febrúar. Þetta eru engin smámál og hefur 10. bekkur sótt kennslu í KSÍ húsinu. Fulltrúi Flokks fólksins óttast sífellt að vandi sem þessi sé oft vanmetinn enda ekki alltaf sýnilegur vandi. Vanda þarf til verka og ef ákall kemur um frekari viðgerðir að grípa þá strax inn í. Það var ekki raunin með Fossvogsskóla eins og lengi verður í minni haft. Eins er því velt upp hvort foreldrar barna í Lauganesskóla vita af myglunni og rakanum sem þar hefur fundist á nokkrum stöðum?

Í málum af þessu tagi þýðir ekki að horfa í krónuna. Verið er að súpa seyðið af áralangri vanrækslu á viðhaldi skólabygginga í borginni. Viðhaldsskuld borgarinnar er orðin ansi stór og komið er að skuldadögum. Hvað varðar Hagaskóla er óhætt segja að þar er staðan háalvarleg. Ljóst er að fara þarf í byggingarframkvæmdir hið fyrsta.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu og kynning um stöðu mála í Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla og Hagaskóla:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að umræðan er tekin á fundinum og er um að ræða myglu og raka í Laugarnesskóla, Laugalækjaskóla og Hagaskóla. Staðan í Laugalækjarskóla er þannig að vonir standa til að viðgerð ljúki senn. Búið er að gera við nokkrar stofur og nú er verið að gera við fleiri sem reiknað er með að verði lokið í lok febrúar. Þetta eru engin smámál og hefur 10. bekkur sótt kennslu í KSÍ húsinu. Fulltrúi Flokks fólksins óttast sífellt að vandi sem þessi sé oft vanmetinn enda ekki alltaf sýnilegur vandi. Vanda þarf til verka og ef ákall kemur um frekari viðgerðir að grípa þá strax inn í. Það var ekki raunin með Fossvogsskóla eins og lengi verður í minni haft. Eins er því velt upp hvort foreldrar barna í Lauganesskóla vita af myglunni og rakanum sem þar hefur fundist á nokkrum stöðum? Í málum af þessu tagi þýðir ekki að horfa í krónuna. Verið er að súpa seyðið af áralangri vanrækslu á viðhaldi skólabygginga í borginni. Viðhaldsskuld borgarinnar er orðin ansi stór og komið er að skuldadögum. Hvað varðar Hagaskóla er óhætt segja að þar er staðan háalvarleg. Ljóst er að fara þarf í byggingarframkvæmdir hið fyrsta.

Bókun Flokks fólksins við svari  sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda kennara sem hafa sagt upp störfum í Fossvogsskóla:

Spurt var um hvað margir kennara hafa sagt upp störfum í Fossvogsskóla og er svarið að af 31 kennara hafa 9 kennarar sagt upp störfum sl. tvö ár. Þetta er tæpur þriðjungur. Fulltrúi Flokks fólksins er sleginn yfir þessum upplýsingum en skilur vel að kennarar hafi upp til hópa gefist upp á að starfa við skólann í ljósi þeirra erfiðleika sem þar hafa verið í langan tíma. Það tók yfirvöld í borginni allt of langan tíma að taka við sér og grípa inn í mygluvandamál skólans.

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í grunnskólum um starfsmannamál Fossvogsskóla:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir áhyggjur áheyrnarfulltrúa foreldra af starfsmannamálum og samskiptum við stjórnendur í Fossvogsskóla. Þriðjungur kennara tæpur hafa sagt upp sl. tvö ár. Áhyggjur eru af því að enginn virðist vilja gæta hagsmuna nemenda og kennara. Eftir því sem fram kemur segist skólastjóri ekki gera það en sviðsstjóri segir það vera hlutverk skólastjóra Fossvogsskóla að gæta hagsmuna nemenda og starfsfólks. Hver bendir á annan sem auðvitað gengur ekki upp. Hlutverk verða að vera skýr og skilgreina þarf hvað felst í „hagsmunum“ í þessu tilfelli. Nú styttist í næstu viðhorfskönnun og vonandi verður svarhlutfall hærra en í fyrra sem var þá óvenju lágt. Það er mjög mikilvægt nú að fá fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta sem stjórnendur nýta til að bæta starfsumhverfið ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið í skólanum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn og hvaða stafrænar lausnir sem til stóð að virkja eru komnar í virkni:

Á fundi skóla- og frístundaráðs var farið yfir fjárhagsáætlun sviðsins og talað um kostnað vegna Stafrænna „grósku“ eins og það var orðað. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá skóla- og frístundasviði hvað af þeim rafrænum/stafrænu lausnum sem ákveðið hefur verð að sviðið fái á kjörtímabilinu eru komnar í fulla virkni og farnar að skila tímasparnaði. Hvaða lausnir eru rétt ókomnar og hvaða lausnir eru enn á tilraunastigi eða í þróunarfasa? Og hvaða raf/stafrænar lausnir, ef einhverjar, sem áttu að vera tilbúnar núna eru ekki fyrirsjáanlegar að komist í virkni á þessu ári? Óskað er eftir upplýsingum um ástæður fyrir af hverju þær lausnir komust aldrei í notkun eins og ráðgert var. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram spurningu á fundinum en óskað var eftir að hún yrði lögð fram með formlegum hætti og er það hér með gert.

Bókun við fyrirspurn um viðhorfskönnun skóla- og frístundasviðs:

Samkvæmt svari þá verður næsta viðhorfskönnun í byrjun mars en þær eru venjubundið árlega. Einnig var spurt um hvernig mælingar komu út og þá væntanlega vísað til niðurstöðu könnunar 2021. Ef litið er til könnunarinnar frá 2021 man fulltrúi Fokks fólksins ekki betur en að svarhlutfall skóla- og frístundasvið hafi verið óvenju lágt eða innan við 60%, á meðan svarhlutfall mannauðssvið var sem dæmi 95% svona rétt til samanburðar. Spurning var hvernig á að túlka þetta lága svarhlutfall?

Framtíð skólamála í Laugardal.
Málið var ekki á dagskrá

Bókun Flokks fólksins:

Það vantar meira samtal við foreldra og skýrari tímalínu fyrir hverja sviðsmynd fyrir sig. Þreyta er komin í íbúa vegna tafa þessara mála. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að foreldrum sé ekki haldið nægjanlega upplýstum. Til dæmis vita þau að skilafrestur til að senda inn umsagnir um tillögur skýrslunnar rennur út 1. febrúar 2022?

Í umræðuna flækist sú spurning hvort stefnt sé að því að nýta nýjan þjóðarleikvang fyrir íþróttakennslu og æfingar. Og ef svo er verða börnunum þá tryggður forgangur að ásættanlegri aðstöðu verði þeim ætlað að iðka skólaíþróttir á nýjum þjóðarleikvangi.

Ekkert bólar heldur á hvort kostnaðargreining á þeim sviðsmyndum sem um ræðir liggi fyrir en það var nú ástæðan fyrir fyrirhuguðum breytingum. Hvað er fjárhagslega best og faglegast að gera er aðalmálið. Það má deila á það fyrirkomulag því reynslan hefur sýnt að íþróttaiðkun barnanna þarf endurtekið að víkja úr húsunum fyrir íþróttakeppnum, tónleikum og allskonar viðburðum í Laugardalshöll. Þörfin er brýn, aðstaðan er löngu sprungin og þolinmæði íbúa í hverfinu að þrotum komin.

Skóla- og frístundaráð 25. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis – og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 12. janúar 2022, á yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2022:

Styrkveitingar eru vandasamar og mikilvægt er að hópurinn sé vel skipaður. Þarna eru taldir upp þrír embættismenn og ættu kjörnir fulltrúar að vera allavega fjórir að mati fulltrúa Flokks fólksins.

Bókun Flokks fólksins við bréfi við tillögu borgarstjóra, dags. 18. janúar 2022 að borgarráð samþykki hjálögð samningsmarkmið Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýjum uppbyggingarsvæðum:

Gott mál að liðka til að hægt sé að breyta og auka húsnæði í grónum hverfum með það i huga að hverfin virki sem félagslegar einingar, með verslunum og almennri þjónustu. Það mun þá gerast í samráði við íbúa og það verða þeir sem koma með hugmyndir og tillögur. Þetta er allt annað en að koma með mótaðar hugmyndir um einhverja gerð húsa, oftast blokkir sem settar verða inn í rótgróið hverfi. En þegar farið er af stað með slíka skipulagsvinnu þarf að taka tillit til innviða svo sem: er nóg af leikskólaplássum, bílastæðum, hjólastæðum, grænum svæðum og samgönguæðum? Notast ætti einmitt við þessa hugmyndafræði við mótun hverfisskipulags. Við gerð hverfaskipulags Háaleitis og Bústaða varðandi þéttingu við Bústaðaveg er t.d. lítið um fjölbreytileika hvað þá að gera átti mikið til að byggja upp góðan staðarandi og varðveita yfirbragð byggðar. Nú liggur fyrir bókun meirihluta í skipulags- og samgönguráði um að frá þeim þéttingaráformum skuli fallið. Hvað varðar annað eru íbúar skildir eftir á flæðiskeri og mega búast við að áfram verði þrengt að grónum hverfum borgarinnar ef þessi meirihluti situr áfram við völd.

Bókun Flokks fólksins við bréfi hjálögðu samkomulag Reykjavíkurborgar við Malbikunarstöðina Höfða hf. um brottflutning á Sævarhöfða 6-10 á Ártúnshöfða í Reykjavík:

Fulltrúi Flokks fólksins á erfitt með að meta samkomulag um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ljóst er að sumt er gagnlegt fyrir borgina eins og það að fá strax afnot af lóðinni, en óvíst er að mati Flokks fólksins hvort að annað geti leitt til kostnaðar eins og frágangur á lóð vegna niðurrifs bygginga. Ef horft er til greinar 6.1 segir þar að „í samræmi við gr. 1.5. starfsleyfis Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., sem er útgefið 27. mars 2019 og gildir til 31. desember 2022, skal Malbikunarstöðin Höfði hf., við stöðvun rekstrar, ráðstafa á viðurkenndan hátt öllum úrgangi, efnum, útbúnaði, tækjum, rekstrarsvæði, geymum, lögnum og menguðum jarðvegi.“ Þetta er vissulega gott en hversu tryggt er þetta ákvæði? Verður t.d. tryggt ef af sölu Höfða verður að kaupaðili samþykki að taka á sig kostnað vegna mögulegrar hreinsunar jarðvegs á Sævarhöfða?

Bókun Flokks fólksins við bréfi tillögu að borgarráð samþykki að fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að meta kosti þess og galla að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. Leitað verði til óháðra ráðgjafa vegna verkefnisins:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að Reykjavíkurborg sinni grunnþjónustu við borgarbúa vel. Fulltrúi Flokks fólksins telur að Malbikunarstöðin Höfði sé ekki hluti af grunnþjónustu og styður því að þessi þjónusta verði seld og fjármagn sem fæst úr slíkri sölu verði nýtt í grunnþjónustu eins og að fækka biðlistum barna. Fulltrúi Flokks fólksins telur hins vegar að standa hefði mátt betur að þessum sölumálum. Af hverju var ekki leitast við að selja þessa þjónustu áður en að hún var flutt í Hafnarfjörðinn? Mögulegur kaupandi hefði hugsanlega séð tækifæri í samnýtingu við rekstur sinn, ætti lóð og byggingar o.s.frv. Með því að flytja reksturinn til Hafnarfjarðar er þegar búið að ráðstafa a.m.k. 700 milljónum í þessa flutninga auk þess sem fyrirhugað er tap hjá fyrirtækinu og þar m.a. vísað til taps vegna kostnaðar við flutninga. Þetta þýðir að við sölu fyrirtækisins þarf að fá a.m.k. 700 – 800 milljónum meira en ef að fyrirtækið hefði verið selt fyrir flutninga. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að meta hvort að mögulegt söluverð hefði verið ásættanlegt og metið hagstætt áður en farið væri í að samþykkja flutninga fyrirtækisins.

Bókun Flokks fólksins við trúnaðarmerkt svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. janúar 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um flutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða í Hafnarfjörð, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. nóvember 2021:

Ítarlegt svar liggur fyrir við fyrirspurnum Sjálfstæðisflokksins um flutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða í Hafnarfjörð en svörin eru trúnaðarmál og koma aldrei fyrir augu borgarbúa. Fyrirtækið er á samkeppnismarkaði og starfsemi þess undanþegin gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012 sbr. úrskurð forsætisráðuneytisins dags. 10. jan. 2020. Þetta staðfestir enn frekar hvað fyrirtæki eins og Höfði verandi á samkeppnismarkaði á ekki að vera í eigu borgarinnar né önnur fyrirtæki sem eru undir sama hatt sett.

Bókun Flokks fólksins við svari innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 14. janúar 2022 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda kvartana til umboðsmanns borgarbúa/innri endurskoðunar, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins heldur að það hafi verið mistök að leggja af embætti umboðsmanns borgarbúa í þeirri mynd sem það var. Fólk veit ekki enn að hægt er að kvarta yfir málum og hvar eigi þá að gera það. Það þarf að kynna hið nýja fyrirkomulag mikið betur. Málum hefur fækkað og einmitt vegna einhvers misskilnings og skort á upplýsingum. Hefði ekki þurft að undirbúa allt þetta betur?
Segir í svari að staðið hefur lengi til að hafa fræðslu en ekki hægt vegna COVID. Sárlega vantar stóra og mikla kynningu á þessari breytingu. Ýmsar ástæður er raktar fyrir fækkun mála en fulltrúa Flokks fólksins finnst það liggja nokkuð ljóst. Hlutverkið sem umboðsmaður borgarbúa hafði hefur einfaldlega ekki náðst að virka inn á skrifstofu Innri endurskoðunar. Ekki vegna þess að starfsfólk þar sé ekki að standa sig vel heldur er hlutverkið nú tengt embætti/skrifstofu en ekki persónu en umboðsmaður borgarbúa var sérlega vinsæll og liðlegur í þjónustu sinni. Ástæða er einnig eins og réttilega kemur fram að umboðsmaður borgarbúa aðstoðar einstaklinga ekki lengur við gerð skjala vegna málskots til æðra stjórnvalds.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um utanaðkomandi ráðgjöf við rekstur reykjavíkurborgar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. desember 2021:

Tillagan er felld.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að fengin verði utanaðkomandi ráðgjöf til að fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar. Tillagan er felld. Meirihlutinn vill kaupa alls konar ráðgjöf og hefur eytt tugum milljónum í ráðgjöf fyrir stafrænar lausnir. En meirihlutanum hugnast ekki að fá ráðgjöf við að reka Reykjavíkurborg. Illa gengur að finna fé til að veita öfluga grunnþjónustu. Víða í borginni er ekki verið að fara vel með fjármagn og meirihlutinn gæti nýtt sér utanaðkomandi ráðgjöf í því sambandi. Skoða þarf sárlega meðhöndlun fjármagns hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði en þar eru sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið farið vel með fjármagn m.a. því eytt margvíslega ráðgjöf sem hvergi sést hvar skilar sér sem og tilraunir á ónauðsynlegum snjallverkefnum. Fjármálastjórn Reykjavíkurborgar veldur áhyggjum. Veltufé frá rekstri í A Hluta er neikvætt á árinu 2021 og einungis er gert ráð fyrir að það verði um 1.9% af heildartekjum á árinu 2022. Ljóst er að ekki gengur að reka Reykjavíkurborg á yfirdrætti og því ætti að huga að því hvort að ekki þurfi yfirferð á rekstri Reykjavíkurborgar. Oft sjá betur utanaðkomandi augu.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn tekur undir að mikilvægt er að áhersla borgarinnar sé á öfluga grunnþjónustu. Ekki er hægt að taka undir að sterkar vísbendingar séu fyrir því að Þjónustu- og nýsköpunarsvið sé skoðað sérstaklega. Yfirsýn yfir fjármál borgarinnar er góð enda eru greinargóð mánaðaruppgjör lögð fyrir borgarráð með greinargerðum og sundurliðunum þar sem hvert svið er rýnt sérstaklega. Allar aðdróttanir um annað er partur af einelti og ofstæki borgarfulltrúans gegn stafrænni umbreytingu. Tillagan er felld.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Það er nú fokið í flest skjól hjá meirihlutanum þegar hann bregst við gagnrýni Flokks fólksins með því að tala um eineltistilburði og ofstæki þegar verið er að gagnrýna gegndarlausa sóun fjármagns hjá ÞON. Sviðið hefur þanist út og eytt hefur verið tugum milljóna í ráðgjöf sem ekki sést hvernig nýtist. Fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp störfum og ekki sýnt fram á hagkvæmni eða ávinning af þeim uppsögnum. Þróunar- og tilraunastarfsemi hefur verið í gangi sem væri Borgin hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði. Hvar eru allar afurðirnar? Fulltrúi Flokks fólksins reynir eftir bestu getu að fylgjast með og vakta meðhöndlun fjármagns borgarinnar sem er hans skylda. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Flokks fólksins og spurt spurninga. Málið er greinilega ofurviðkvæmt hjá meirihlutanum sem reynir að berja fulltrúa Flokks fólksins niður með ljótum orðum. Meirihlutinn er hvattur til að láta af hóplyndi og meðvirkni í þessu máli. Ef Innri endurskoðun fullyrðir að áhyggjur séu óþarfar mun fulltrúi Flokks fólksins leggja málið til hliðar, nema nýjar vísbendingar berist auðvitað. Gagnrýni hefur ekki beinst að mánaðauppgjöri en opið bókhald mætti vera skýrara, þar skortir sundurliðanir. Fulltrúi Flokks fólksins heldur áfram að vakta þessi mál og leita sér ráðgjafar með gagnrýni sína eftir því sem fram vindur.

Bókun Flokks fólksins við 2. lið fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 3. janúar 2022:

Í Breiðholti þarf að skoða sérstaklega áþreifanlegan skort á atvinnu- og nýsköpunar tækifæri í þessu annars stóra hverfi. Ekki er séð ef horft er til hverfisskipulag að atvinnutækifærum sé gert hátt undir höfði. Eitthvað verður um atvinnutækifæri í hverfiskjörnum en það dugar skammt í svo mannmörgu hverfi. Almennt eru frekar fáar atvinnustoðir í hverfum og ímynd borgarinnar er óljós þegar kemur að atvinnuuppbyggingu í hverfum. Huga þarf fyrir alvöru að kolefnisspori í tengslum við atvinnuuppbyggingu. Stefnan ætti að vera að samræmi verði á milli fjölda atvinnutækifæra og fjölda íbúa í sérhverju hverfi.

Bókun Flokks fólksins við 3. lið í fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 5. janúar um vegtengingar á Gufunessvæði:

Íbúar í Grafarvogs hafa um hríð gagnrýnt vegtengingar á Gufunessvæði og að ekki sé auðvelt að búa þar án bíls því að of langt sé að ganga að Strætóstoppistöð. Samgöngum í og úr hverfinu er mjög ábótavant en eina gönguleiðin til að ná í vagninn heill kílómetri og er auk þess dimmur og grýttur. Svona atriði þarf að laga sem fyrst.

Bókun Flokks fólksins við 2. lið fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 10. janúar 2022 um framtíðarskipulag skólamála í Laugardal:

Það vantar meira samtal við foreldra og skýrari tímalínu fyrir hverja sviðsmynd fyrir sig. Þreyta er komin í íbúa vegna tafa þessara mála. Fjölmargar spurningar liggja í loftinu og hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt sumar þeirra fram formlega. Þær eru m.a. eftirfarandi: Spurt er hvort stefnt sé að því að nýta nýjan þjóðarleikvang fyrir íþróttakennslu og æfingar? Og ef svo er verða börnunum þá tryggður forgangur að ásættanlegri aðstöðu. Fram hefur komið að í framhaldi af kynningarfundi 1. des. sem var rafrænn hafi aðilum verið boðið að senda senda inn umsagnir um tillögur skýrslunnar. Skilafrestur á umsögnum er 1. febrúar 2022. Spurt er hvort allir foreldrar viti af þessum skilafresti? Spurt er einnig um hvort kostnaðargreining á þeim sviðsmyndum sem um ræðir liggi fyrir: um framtíðarskipan skóla í Laugarnes – og Langholtshverfi? Á það er minnt að ástæðan fyrir fyrirhuguðum breytingum er hvað er fjárhagslega best og faglegast að gera í stöðunni.

Bókun Flokks fólksins við 5. lið fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. nóvember og 20. desember 2021:

Um nýfallinn dóm í máli ÍAV gegn SORPU. Enn aftur þarf að greiða skaðabætur fyrir embættismannaafglöp. SORPAer dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum, ÍAV, tæpar 90 milljónir króna vegna útboðs sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. SORPAbraut lög um opinber innkaup þegar fyrirtækið samþykkti að ganga til samninga við Ístak. Stjórn SORPU ber á þessu ábyrgð og þarf að axla han. Í stjórn er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu eða þekkingu á þessum málum og spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort það tengist ekki röð mistaka sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu í gengum allt kjörtímabilið?

Bókun Flokks fólksins við 7 lið fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur mótmælt hækkun á verði ungmennakorta í gjaldskrá Strætó enda ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður. Margir treysta á þjónustu Strætó til að komast til og frá skóla og vinnu. Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur tjáð sig opinberlega um þessar hækkanir og er þeim mótmælt harðlega. Með breytingunni hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%. Umboðsmaður barna hefur einnig sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytinga á verðskrá fyrirtækisins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að honum hafi meðal annars borist ábending frá foreldri sem hafi þrjú ungmenni á framfæri og þurfi nú að borga 120.000 krónur fyrir almenningssamgöngur barna sinna. Að greiða slíka upphæð er ekki á færi allra foreldra, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum og foreldrar utan vinnumarkaðar. Þá er einnig ljóst að í þó nokkrum tilvikum eru það ungmennin sjálf sem þurfa að standa straum af kostnaði vegna strætóferða og því mun umrædd hækkun koma sér afar illa fyrir þann hóp.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurnir áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðningar hjá SORPU:

Í byrjun árs 2022 er boðuð 31% hækkun á gjaldskrá SORPU. Það er viðbót við ársgamla hækkun upp á um 24%. Ýmsar ástæður liggja sjálfsagt á bak við slíka ákvörðun og er það ekki efni fyrirspurnar. Í ljósi svo mikilla hækkana er spurt hvort að jafnframt hafi verið sett fram aðhaldskrafa á stjórnendur SORPU. Slíkt er ekki að sjá ef að fréttir um Sorpu eru réttar. Þar er talað um að ráðnir hafi verið inn 3 nýir sérfræðingar hjá SORPU, sérfræðingur í fræðslu og miðlun, verkefnisstjóri hringrásarhagkerfis og verkefnisstjóri á skrifstofu framkvæmdastjóra. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir því að lögð verði fram skýrsla sem útskýrir hvers vegna þörf er á þessum stöðugildum, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir eru hjá fyrirtækinu samskipta- og þróunarstjóri, sérfræðingur í öryggis- og gæðamálum, sérfræðingur í sjálfbærni og innkaupa- og verkefnisstjóri auk mannauðsstjóra. Einnig er spurt: Hefur stjórnarformaður SORPU og stjórn kynnt sér hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum stórum úrgangsmeðhöndlurum og hvort þessi verkefni séu eins mannfrek þar?

Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skráningarmál hunda eftir flutning málaflokksins frá Heilbrigðisnefnd til ÍTR:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um skráningu hunda eftir að málaflokkurinn færðist frá heilbrigðiseftirliti borgarinnar yfir til íþrótta- og tómstundaráðs. Ákveðið var að áfram skyldi innheimt skráningar- og eftirlitsgjald af hundaeigendum þrátt fyrir að verkefnum hundaeftirlitsmanna hafi snarfækkað. Óskað er eftir tölulegum upplýsingum og samanburðaupplýsingum um þessar skráningar. Hversu margir hundar hafa verið skráðir eftir flutning málaflokksins og fjöldi skráninga borin saman við skráningar hunda síðustu 4 ár? Óskað er upplýsinga um hvernig þjónusta er veitt nú, eðli hennar og umfang og hversu margir hundar/hundaeigendur hafa þegið þjónustu frá ÍTR og hvernig er sú þjónustu frábrugðinn þeirri sem var.

Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda hunda sem hafi verið handsamir og sleppt gegn gjaldi?:

Skráningargjald er 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hversu margir hundar hafa verið handsamaðir frá því að málaflokkurinn færðist yfir til ÍTR? Hvernig hefur samvinna og samráð gengið við hagsmunasamtök hundaeigenda? Er einhver fræðsla fyrir hundaeigendur í boði hjá ÍTR?

Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort aðgengi barna að íþróttaaðstöðu og frístund verði tryggt verði þeim ætlað að iðka skólaíþróttir í nýjum þjóðarleikvangi:

Í framhaldi af svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurnum fulltrúa Flokks fólksins um sviðsmyndir framtíðarskipan skóla í Laugarnes og Langholtshverfi hafa vaknað fleiri spurningar. Umræðu um íþróttahúsið er oftast þvælt saman við umræðu um nýjan þjóðarleikvang og þá virðist eiga að nýta hann fyrir íþróttakennslu og æfingar. Það má deila á það fyrirkomulag því reynslan hefur sýnt að íþróttaiðkun barnanna þarf endurtekið að víkja úr húsunum fyrir íþróttakeppnum, tónleikum og allskonar viðburðum í Laugardalshöll. Fulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna hvort stefnt sé að því að nýta nýjan þjóðarleikvang fyrir íþróttakennslu og æfingar? Og ef svo er verða börnunum þá tryggður forgangur að ásættanlegri aðstöðu. Þörfin er brýn, aðstaðan er löngu sprungin og þolinmæði íbúa í hverfinu að þrotum komin.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um upplýsingagjöf til foreldra vegna tímafrestar umsagna sviðsmynda skólamála í Laugardal:

Fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um sviðsmyndir framtíðarskipan skóla í Laugarnes og Langholtshverfi að haldinn var kynningarfundur með skólaráðum skólanna, foreldrafélögum og fleirum hagsmunaaðilum hinn 1. des. 2021. Fundur var rafrænn og segir í svari að í framhaldi af fundinum var aðilum boðið að senda inn umsagnir um tillögur skýrslunnar. Skilafrestur á umsögnum er 1. febrúar 2022. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þessar upplýsingar hafi örugglega borist til allra foreldra og annarra sem málið varðar?

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.


Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort liggi fyrir kostnaðargreining á sviðsmyndum vegna framtíðarskipulags skólamála í Laugardal:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort fyrir liggi kostnaðargreining á þeim sviðsmyndum sem um ræðir um framtíðarskipan skóla í Laugarnes – og Langholtshverfi. Á það er minnt að ástæðan fyrir fyrirhuguðum breytingum er hvað er fjárhagslega best og faglegast að gera í stöðunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að valinn verði nýr fulltrúi Reykjavíkur í stjórn SORPU:

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð er ónothæf og óljóst hvenær hún opni aftur. SORPAhefur tapað málaferlum við byggingarverktaka upp á 90 milljónir, hækkað gjaldskránna úr öllu hófi og þurft að greiða fyrrum framkvæmdastjóra háar skaðabætur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til stjórnarformaður sem nú er fulltrúi Reykjavíkurborgar sé valinn að nýju og fenginn verði aðili sem hafi tilbæra sérmenntun/þekkingu af málefnum og verkefnum SORPU sem og langvarandi reynslu og umfram allt skilning á þessum málum. Finna þarf aðila sem kann að hlusta á ráðleggingar annarra, varnarorð ef því er að skipta og hafi þá gæfu að bera að sækja þekkingu sem er til staðar meðal annarra þjóða sem ýmist hafa verið farsæl í þessum málum eða hafa þurft að súpa seyði af mistökum. Af mistökum annarra má allt eins læra eins og af eigin mistökum. Hjá SORPU hafa verið gerð röð mistaka sem koma nú illilega niður á borgarbúum. Vert er að skoða að Reykjavíkurborg stígi út úr samkeppnisrekstri sem þessum og bjóði hann þess í stað út. Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel og íbúum Reykjavíkur hagkvæmur, undir stjórn b.s. kerfisins.

Frestað.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarráðs og borgarstjórnar:

Lagt er til að skoða leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarráðs og borgarstjórnar. Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir, sá fyrri stundum í 5 tíma og síðari í allt að 10 tíma. Reykjavíkurborg skipti við Múlakaffi þangað til í desember sl. en Kokkarnir veisluþjónusta hafa tekið við eftir niðurstöðu útboðs. Gróflega má sjá í opnu bókhaldi að greiðslur til Múlakaffi eru um það bil 10 til 15 milljónir á mánuði sem deilast niður á ólíkar starfseiningar. Á móti þessum útgjöldum koma tekjur af sölu matarskammta til starfsmanna í mötuneytum sem fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki upplýsingar um hvað eru miklar. Í þessari tillögu er horft til tveggja tegunda funda, borgarráð og borgarstjórn. Í borgarráði mætti láta duga morgunverðarhlaðborð og sleppa hádegisverði þótt fundir fari fram yfir hádegi. Mikilvægt er að gera nákvæma talningu á hverjir eru mættir á fundinn (staðfund) og munu njóta veitinganna svo sporna megi við að afgangur verð mikill og þar með matarsóun. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun.

Frestað

 

Borgarráð 20. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 19. janúar 2022, um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum:

Meirihlutinn leggur til að velferðarráð samþykki að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu og aðstoð vegna barna hækki um 2,4% í samræmi við forsendur við úthlutun fjárhagsramma velferðarsviðs fyrir árið 2022. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta afar nánasalegar hækkanir, nokkrir þúsundkallar. Þegar verðbólga mælist í kringum 5% er þetta í raun skerðing á kaupmætti milli ára. Hægt er að gera mun betur hér.

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 19. janúar 2022, um breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði, ásamt fylgiskjölum:

Það er ekki lengur krafa að hafa dvalið í eitt ár í  Reykjavík til að eiga rétt á því að sækja um félagslegt húsnæði og til að komast á biðlista sem er mjög af hinu góða. En síðan er fólki gefið stig fyrir að hafa búið hér í Reykjavík í ár. Fólk sem hér um ræðir er oft í miklum vandræðum húsnæðislega séð og hefur orðið að flytja eða búa utan borgar kannski vegna þess að þar fékk það skjól um tíma. Þeir sem hafa verið svo heppnir að hafa búið í Reykjavík fá aukastig. Er þetta sanngjarnt? Fólk sækir ekki um nema það sé í mikilli neyð. Auka þarf sárlega framboð af félagslegu húsnæði enn meira en gert hefur verið.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á viðbrögðum vegna öryggisbrests hjá Strætó bs.:

Þetta er mikið áfall fyrir Strætó. Þetta getur hent alla sannarlega. Mikilvægt er að linna ekki látum fyrr en búð er að finna þá sem eru ábyrgir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af öryggismálum almennt í borginni sérstaklega þar sem starf gæða og öryggisstjóra hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði var lagt niður í apríl 2020 eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur frétt. Ekki er vitað til þess að sérfræðingur á sviði öryggismála á þessu sviði sé að sinna tölvuöryggismálum í Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu minnisblað, dags. 19. janúar 2022, um stöðumat á innleiðingu aðgerðaáætlunar um velferðartækni fyrir árin 2020 og 2021:

Farið er yfir stöðu innleiðingu aðgerðaáætlunar um velferðartækni fyrir árin 2020 og 2021. Fulltrúa Flokks fólksins finnst heildarmyndin óskýr. Það hefði verð gott að fá samantekt á því og að árangursmælingar væru meira staðlaðar þannig að auðveldara væri að sjá hver staðan væri og á hvers ábyrgð hvert verkefni er og á hverju strandar.  Segir jafnframt í gögnum að hægt sé „að sækja rafrænt um skjáheimsóknir gegnum rafræna gátt á innri vef en nýr ytri vefur Reykjavíkurborgar er ekki kominn í notkun.“ Þjónustuþegar geta þ.a.l. ekki sótt um beint sem hlýtur að vera markmiðið að verði. Hvenær er gert ráð fyrir að nýr ytri vefur borgarinnar sé klár fyrir þetta? Fram kemur að „ekki sé talin ástæða til að taka inn ný verkefni sem eru í þróun hjá frumkvöðlum og að verkferlar tækni og kerfis séu í áframhaldandi þróun hjá upplýsingatæknideild Reykjavíkur (UTR).“
Áður hefur komið fram og kemur fram hér einnig að snjalllausnir séu enn í tilraunar- eða þróunarfasa og á því strandi. Spurning er hvort ekki sé hægt að leita að tilbúnum sambærilegum lausnum? Hvar liggur helsta hindrunin í þessum málum? Er það hjá velferðarsviði eða þjónustu- og nýsköpunarsviði?

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði um stöðumat á aðgerðaáætlun stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra:

Farið er yfir stöðu aðgerðaáætlunar stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Í niðurstöðum segir að allar aðgerðir sem settar voru fram í aðgerðaráætluninni hafa nú þegar komist til framkvæmda fyrir utan eina. Sú aðgerð sem ekki er komin í framkvæmd felur í sér að endurskoða verklag og verkaskiptingu milli velferðarsviðs og Félagsbústaða út frá notendamiðaðri hönnun. Hér strandar á að ekki er tilbúin stafræn lausn sem þarf til að koma aðgerðinni á. Lítið fer fyrir þeim stafrænu lausnum sem búið er að róma í kynningum frá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Eins og segir „þá MUNU þær koma og þá tryggja betri upplýsingagjöf til notenda“. Eina sem komið er í einhverja virkni er nýtt kerfi þar sem sótt er um fjárhagsaðstoð, rafræn lausn sem kostaði yfir 100 millj. Lítið fer fyrir öðru þrátt fyrir 10 milljarða innspýtingu til þjónustu- og nýsköpunarsviðs á þremur árum. Ein sú mikilvægasta tillaga/aðgerð sem hefur komið til framkvæmda er að nú þarf ekki að fullnýta frístundakort til að eiga rétt á heimildagreiðslum skv. gr. 16. A né þjónustugreiðslum (nú 10. gr. reglnanna). Þetta var tillaga fulltrúa Flokks fólksins svo því sé haldið til haga, tillaga sem kostaði mikið átak að koma til eyrna meirihlutans.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs skrifstofu borgarstjórnar varðandi tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma tillagna þeirra sem ungmenni leggja fram á árlegum fundi borgarstjórnar og að upplýsingar og úrvinnsluferlið verði aðgengilegar. Tafir á afgreiðslu mála og ógegnsæi í úrvinnsluferli borgarinnar er stórt vandamál nánast hvert sem litið er innan borgarkerfisins. Þó er þetta einmitt eitt af því sem þessi meirihluti lofaði að laga svo um munaði. Þvert á móti tekur það heila eilífð fyrir svið/nefndir  Reykjavíkurborgar að afgreiða og vinna tillögur þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á að þetta taki einhvern tíma enda mikið af málum en heilt ár og meira er of mikið. Þá hafa mál oft misst marks. Vonandi mun afgreiðslutími almennt séð styttast, hvaðan svo sem þær eru að koma, frá ungmennaráðum, borgarbúum eða kjörnum fulltrúum minnihlutans.

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um bið eftir þjónustu talmeinafræðinga, sbr. 10. lið fundargerðar velferðarráðs frá 17. nóvember 2021.

Hinn 1.11.2021 voru 400 börn á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings. Ábyrgð borgarinnar er mikil og byggist m.a. á samkomulagi ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn frá árinu 2014. Reykjavíkurborg á samkvæmt samkomulaginu að veita börnum með vægari frávik þjónustu innan leik- og grunnskóla sveitarfélaga. Það er sérlega bagalegt að öll þessi börn séu að bíða eftir svo mikilvægri þjónustu. Að hjálpa þessum börnum gengur of hægt hjá borginni.  Fjármagn upp á 140. m.kr til að vinna niður biðlista vegna greininga sálfræðinga og talmeinafræðinga dugar skammt.
Ef horft er til þeirra barna sem glíma við málþroskavanda þá hafa rannsóknir sýnt að börn með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í félagslegum aðstæðum og eru þau einnig berskjaldaðri fyrir tilfinningalegum erfiðleikum. Á þetta reynir sérstaklega þegar komið er inn á unglingsárin ef barn hefur ekki fengið nauðsynlega aðstoð með málþroskavandann í leik- og grunnskóla. Unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í tengslamyndun við félaga sína þar sem á þeim árum eiga miklar breytingar sér stað, bæði líffræði-, vitsmuna, félags- og tilfinningalega.

 

Velferðarráð 19. janúar 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í  innleiðingaferli á  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna líkt og gert var í Kópavogi. Í kjölfarið verði stefnt að því að fá afhenta viðurkenningu og vera þar með komin í  hóp Barnvænna sveitarfélaga en hugmyndafræði þeirra byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Verkefnið er samstarfsverkefni UNICEF og félagsmálaráðuneytisins.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var lögfestur með lögum nr. 19/2013 og hefur hann lagagildi hér á landi og bein réttaráhrif. Reykjavíkurborg ber því að fara að ákvæðum sáttmálans við ákvörðunartöku og í athöfnum sínum.

Það er mikilvægt að vinna ítarlega greiningarvinnu á högum og aðstæðum barna í Reykjavík. Nokkur brýn mál þarfnast úrbóta. Þau snúa m.a. að aðbúnaði barna og  öryggi í leik- og grunnskólum, rétt þeirra til sálfræði- og talmeinaþjónustu og þátttöku þeirra í ákvörðunum er varða þau sjálf þar sem þess er kostur. Innleiðing Reykjavíkur á Barnasáttmálanum skiptir sköpum þegar kemur að málefnum barna, sérstaklega nú þegar fátækt fer vaxandi og kannanir sýna aukna vanlíðan barna. Tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað.

Greinargerð

Borgarfulltrúi mun nú reifa þau mál sem hafa verið í umræðunni og þar sem sýnt þykir að ekki sé verið að fylgja ákvæðum Barnasáttmálans.

 1. Börn eru látin bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri sálfræðiþjónustu. Að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu stríðir gegn Barnasáttmálanum.
 2. Foreldrum er refsað fyrir að vera í vanskilum í Reykjavíkurborg og bitnar það mest á börnunum. Málefni fátækra foreldra sem eru í vanskilum við Reykjavíkurborg hafa verið í umræðunni. Nokkur fjöldi barna sem bú­sett eru í Reykja­vík­ eiga á hættu að fá ekki boðaða vist í leik­skóla eða eiga jafnvel von á uppsögn á vistunarsamningi við leikskóla.
 3. Nýlega voru árskort ungmenna í strætó hækkuð. Sýnt er að breytingarnar hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður.
 4. Málefni Fossvogsskóla hafa verið í hámæli en ekki er vitað um áhrif þess á nemendur. Umboðsmaður barna hefur einnig bent á mikilvægi þess að ferlar og verklag sem byggt verði á feli í sér skýra upplýsingagjöf til barnanna og rétt þeirra til þátttöku og áhrifa.

Umboðsmaður barna hefur beitt sér í öllum þessum málum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis rætt þessi mál (biðlista eftir talmeinafræðingi og sálfræðiþjónustu; áhrif og afleiðingar myglu í leik- og grunnskólum; foreldrum refsað fyrir að vera í vanskilum og hækkun námskorta strætó)  í ræðu og riti og lagt fram tillögur til úrbóta sem og bókað um þessi mál í fjölmörgum tilfellum.

Verður nú vikið nánar að ofangreindum málum.

Fossvogsskóli, áhrif og afleiðingar myglu á andlega og líkamlega heilsu barna og starfsfólks

Þann 28. maí 2020 sendi umboðsmaður barna bréf til borgarstjóra Reykjavíkur vegna erinda sem embættinu höfðu borist þar sem greint var frá áhyggjum nemenda í Fossvogsskóla vegna ástands húsnæðis skólans og framkvæmda vegna myglu og raka. Í þeim erindum kom jafnframt fram að Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið hafi ekki haldið upplýsingafundi fyrir nemendur og að þeir hafi fyrst og fremst fengið upplýsingar um framgang verkefnisins og stöðu mála í gegnum foreldra sína. Í bréfi umboðsmanns barna voru Reykjavíkurborg og stjórnendur Fossvogsskóla hvött til þess að huga sérstaklega að rétti barna til upplýsinga, þátttöku og besta mögulega heilsufars samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans, við töku ákvarðana um skólahúsnæði Fossvogsskóla. Það er ekki hvað síst á vettvangi sveitarfélaga sem sinna fjölþættri þjónustu við börn að tryggja að réttur barna til þátttöku í ákvörðunum sem varða þau sjálf sé ítrekað áréttaður og virtur í hvívetna.

Málefni Fossvogsskóla er áfall. Foreldrar reyndu ítrekað að ná eyrum skóla- og frístundasviðs og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, borgarstjóra og meirihlutans alls til að lýsa yfir áhyggjum vegna stöðu skólans og áhrifa myglu á heilsu nemenda. Skellt var skollaeyrum við.

Aðstandendur barna lýstu jafnframt ítrekað yfir óánægju sinni um aðgerðir,  framkomu og viðbragðsleysis skóla- og frístundasviðs og borgaryfirvalda. Ljóst var að reyna átti að þagga málið alla vega á einhverjum tímapunkti. Nú er viðurkennt af borgaryfirvöldum að bregðast hefði átt við fyrr og hlustað hefði átt betur.

Ef horft er til ákvæða Barnasáttmálans má ljóst þykja að fjölmörg ákvæði hans voru brotin í þessu máli og fleirum sambærilegum. Ástandið vegna myglu hefur valdið nemendum og foreldrum þeirra streitu og áhyggjum með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á líkamlega og andlega líðan barnanna. Ráðstafanir líkt og þær að færa starfsemi skóla í önnur hverfi borgarinnar raskar verulega lífi nemenda og foreldra þeirra. Ásakanir um að skóla- og borgaryfirvöld upplýsi ekki nemendur um gang mála og veiti þeim tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og taki tillit til þeirra í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013 eru alvarlegar. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum skóla- og borgaryfirvalda vegna ástands húsnæðis Fossvogsskóla og kynni þær niðurstöður fyrir skólasamfélaginu. Í þessu sambandi mun borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja á borðið svör Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur við fyrirspurnum borgarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð þegar ljóst var að ekki hafði tekist að leysa vandann. Í svörum frá Heilbrigðisnefndinni var fulltrúa Flokks fólksins úthúðað og hann sakaður um dylgjur.

Hægt er að læra mikið af þessu máli þegar farið er í að skoða hvað þarf að bæta til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann í Reykjavík. Einnig er tímabært að skoða hvað þarf að bæta til að Reykjavík geti innleitt Barnasáttmálann þegar kemur að rétti barna til upplýsinga og þátttöku. Skólar eru vinnustaðir barna og þess vegna eiga þau að fá upplýsingar um stöðu mála hverju sinni og næstu skref. Börn eiga að hafa greiðan aðgang að skólayfirvöldum og að öllum þeim sem fara með og taka ákvarðanir um þeirra mál í stjórnkerfi borgarinnar.

Hækkun ungmennakorta í gjaldskrá Strætó

Fulltrúi Flokks fólksins hefur mótmælt hækkun á verði ungmennakorta í gjaldskrá Strætó enda ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður.

Margir treysta á þjónustu Strætó til að komast til og frá skóla og vinnu. Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur tjáð sig opinberlega um þessar hækkanir og er þeim mótmælt harðlega. Með breytingunni hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%.

Umboðsmaður barna hefur einnig sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytinga á verðskrá fyrirtækisins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að honum hafi meðal annars borist ábending frá foreldri sem hafi þrjú ungmenni á framfæri og þurfi nú að borga 120.000 krónur fyrir almenningssamgöngur barna sinna. Að greiða slíka upphæð er ekki á færi allra foreldra, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum og foreldrar utan vinnumarkaðar. Þá er einnig ljóst að í þó nokkrum tilvikum eru það ungmennin sjálf sem þurfa að standa straum af kostnaði vegna strætóferða og því mun umrædd hækkun koma sér afar illa fyrir þann hóp, sem mun því verða af ýmsum tækifærum og hafa minni möguleika til að stunda nám, tómstundastarf og eiga í félagslegum samskiptum, segir í bréfi umboðsmanns.

Foreldrum refsað vegna vanskila og bitnar refsingin mest á börnunum

Nokk­ur fjöldi barna sem bú­sett eru í Reykja­vík­ur­borg eiga á hættu að fá ekki boðaða vist í leik­skóla vegna van­skila for­eldra við sveit­ar­fé­lagið. Þá hef­ur einnig komið fram að dæmi séu um að for­eldr­ar hafi fengið til­kynn­ing­ar um upp­sögn á vist­un­ar­samn­ingi við leik­skóla af sömu ástæðum sem eykur enn á erfiðleika for­eldra og dreg­ur úr lík­um á að skuld sé greidd. Ákvörðun sveit­ar­fé­lags um að synja for­eldr­um í erfiðri stöðu um vist­un fyr­ir barn í leik­skóla er ein­göngu til þess fall­in að auka á erfiðleika viðkom­andi heim­il­is með því að gera for­eldr­um síður kleift að stunda vinnu utan heim­il­is og fram­færa börn sín. Þannig minnka sömu­leiðis lík­urn­ar á því að skuld­ir for­eldra við viðkom­andi sveit­ar­fé­lag verði greidd­ar.

Umboðsmaður barna hef­ur sent er­indi til skrif­stofu borg­ar­stjóra vegna vist­un­ar barna í leik­skól­um borg­ar­inn­ar og van­skila for­eldra. Í erindinu segir að þessi staða sem nú er uppi í ís­lensku sam­fé­lagi mun vafa­laust hafa al­var­leg áhrif á mörg börn og lík­legt sé að vanskil for­eldra aukist. Því þarf að leita nýrra leiða til að tryggja börn­um þá nauðsyn­legu þjón­ustu sem þau eiga rétt á og for­eldr­um í erfiðleik­um stuðning og ráðgjöf, seg­ir í bréfi umboðsmanns barna. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þá ósk umboðsmanns barna að verklag borgarinnar í þessu máli verði endurskoðað.

Hlúa þarf sér­stak­lega að börn­um sem búa við fá­tækt á heim­ili sínu á öllum sviðum daglegs líf.  Bent er á að sam­kvæmt leik­skóla­lög­um, nr. 90/​2008, er leik­skól­inn fyrsta skóla­stigið í skóla­kerf­inu. Meg­in­mark­mið leik­skóla­starfs­ins er að hlúa að börn­um í sam­ræmi við þarf­ir hvers og eins svo að börn fái notið bernsku sinn­ar. Það barn sem ekki fær vist­un í leik­skóla verður því af mennt­un, fé­lags­leg­um sam­skipt­um og þroska og á hættu á að upp­lifa tengsl­arof og höfn­un með til­heyr­andi nei­kvæðum af­leiðing­um fyr­ir lífs­gæði þess og þroska.

Vísað er til erindis umboðsmanns barna:

„Umboðsmaður barna skor­ar á Reykja­vík­ur­borg að taka verklag borg­ar­inn­ar í um­rædd­um mál­um til end­ur­skoðunar þannig að tryggt sé að börn fái í öll­um til­vik­um, óháð aðstæðum for­eldra þeirra, notið rétt­ar síns til fram­færslu, mennt­un­ar og þroska.“

Í þessu sambandi vill borgarfulltrúi Flokks fólksins einnig nefna afgreiðslu vanskilamála vegna skólamáltíðar. Um þetta hefur Flokkur fólksins bókað eftirfarandi:
Það er léttir að fá það staðfest að engum áskriftum á skólamáltíðum er nú sagt upp vegna vanskila sem þýðir þá að börn fá að borða þótt foreldrar séu með áskriftina í vanskilum.

Af 9.514 útgefnum reikningum í hverjum mánuði fóru 4,2% til innheimtufyrirtækisins á síðasta ári og voru 1,5% ennþá ógreiddir þann 1. nóvember 2021. Ef foreldrar geta ekki greitt safnast dráttarvextir sem elta fátæka foreldra næstu árin.

Biðlistar rótgróið mein í Reykjavík

Hinn 1. nóvember 2021 voru 400 börn á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings. Heildarbiðlisti telur nú 1680 börn og bíða flest börn eftir sálfræðingi.
Umboðsmaður barna hefur tjáð sig um þetta mál og segir að borist hafi fjölmargar kvartanir vegna fyrirkomulags þjónustu á þessu sviði hjá Reykjavíkurborg.

Ábyrgð borgarinnar er mikil og byggir m.a. á samkomulagi ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn frá árinu 2014. Reykjavíkurborg á samkvæmt samkomulaginu að veita börnum með vægari frávik þjónustu innan leik- og grunnskóla sveitarfélaga enda telst það hluti af þeirra menntun. Börn með stærri frávik er vísað í þjálfun hjá talmeinafræðingum sem eru hluti af rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.

Börn eiga rétt á sálfræðiþjónustu á vegum skólaþjónustu en þar hefur gengið illa að grynnka á biðlistanum. Tugir barna bíða þess utan eftir annars konar fagþjónustu sem borginni ber skylda að veita þeim samkvæmt sveitastjórnalögum.

Lokaorð

Tillaga Flokks fólksins sem hér er lögð fram er að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í  innleiðingaferli á  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna líkt og gert hefur verið í Kópavogi. Í kjölfarið verði stefnt að því að Reykjavík fái afhenta viðurkenningu og vera þar með komin í  hóp Barnvænna sveitarfélaga en hugmyndafræði þeirra byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Verkefnið er samstarfsverkefni UNICEF og félagsmálaráðuneytisins.

Hér er vitnað í orð umboðsmanns barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna:

„Meðal þess sem sáttmálinn gerir kröfu um, er að allar ákvarðanir sem varða börn, byggi á því sem þeim er fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum þeirra og áhrifum þeirrar ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Þá gerir önnur meginregla Barnasáttmálans kröfu um að öll börn njóti réttinda Barnasáttmálans, án mismununar af nokkru tagi eða tillits til félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu foreldra þeirra“ segir umboðsmaður.

Þau mál sem hér hafa verið reifuð stríða gegn ákvæðum Barnasáttmálans og samræmist þar með í engu hagsmunum barna. Af ofangreindu að dæma er víða pottur brotinn þegar kemur að réttindum barna í Reykjavík.

Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst liggur nú fyrir borgarráði erindi frá UNICEF þar sem Reykjavíkurborg er boðið að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Það erindi var sent til umsagnar skóla- og frístundasviðs sem átti að leita liðsinnis velferðarsviðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu við gerð umsagnarinnar. Ekki er vitað hvar í kerfinu erindið liggur. Því hefur enn ekki verið tekin nein ákvörðun af hálfu Reykjavíkurborgar um að taka þátt í verkefninu. Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að nauðsynlegar umsagnir frá fagsviðunum berist hið snarasta.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu málsins:

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna líkt og gert var í Kópavogi hefur verið vísað til borgarráðs. Tillagan gengur út á að skipa starfshóp en erindinu er vísað inn í lægra sett stjórnvald sem er borgarráð og þar sem fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki atkvæðarétt. En eins og kom fram í ræðu fulltrúa Flokks fólksins þá liggur erindi í borgarráði frá UNICEF þar sem Reykjavíkurborg er boðið að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Það erindi var sent til umsagnar skóla- og frístundasviðs sem átti að leita liðsinnis velferðarsviðs við gerð umsagnarinnar. Fram kemur hjá meirihlutanum að erindið sé ekki „ ofan í skúffu“ en samt hefur ekki bólað á neinni ákvörðun af hálfu Reykjavíkurborgar um að taka þátt í verkefninu. Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að nauðsynlegar umsagnir frá fagsviðunum berist hið snarasta. Faglegast hefði verið að samþykkja þessa tillögu og vísa erindi UNICEF í þann hóp. Það er undarlegt að Reykjavík skuli vera eftirbátur mun minna sveitarfélags í þessu mikilvæga máli. Staðreyndin er sú að ákvæði Barnasáttmálans eru brotin víða í málefnum barna Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að horfið verði frá þéttingu við gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar í ljósi mikillar andstöðu við skipulagsáformin þar, eins og skýrt kom fram í könnun Gallup sem gerð var fyrir borgaryfirvöld.

Í kjölfar birtingar niðurstöðu Gallup var send út fréttatilkynning þar sem fram kom að borgarstjórn hafi ákveðið að leggja til hliðar hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg vegna mikillar óánægju og leita eigi nýrra leiða. Þetta er sannarlega nýjung að gerist á þessu kjörtímabili en allir vita að kosningar eru í nánd. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort átt sé við allar vinnutillögurnar sem snúa að Bústaðavegi eða aðeins sumar. Þetta er óljóst. Er hætt við allt eða bara sumt? Mikil óánægja kom einnig fram með aðrar tillögur sem snúa að Múlum, Háaleiti, Gerðum, Hvassaleiti og Smáíbúahverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins skilur vantraust fólks í garð skipulagsyfirvalda í ljósi sögunnar á þessu kjörtímabili. Rauði þráðurinn er ótti fólks við að þétta eigi of mikið og ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegu svigrúmi fyrir fólkið sem þarna býr og mun búa í framtíðinni. Það þarf að taka mið af þörfum allra en ekki bara sumra. Umfram allt á fólk að geta ráðið sínum lífsstíl í samgöngumálum. Þeir eru ansi margir sem upplifa að verið sé að þrýsta þeim inn í einhvern samgöngumáta sem hentar þeim ekki en sem meirihlutinn vill að sé viðhafður. Endurvinna þarf hverfisskipulagið frá grunni með athugasemdirnar að leiðarljósi að mati fulltrúa Flokks fólksins.

Bókun Flokks fólksins við umræða um framtíðarfyrirkomulag íbúaráða að loknu tilraunaverkefni.

Margar breytingar sem lagðar eru til eru góðar en ná kannski ekki nógu langt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bókað um mikilvægi þess að öll íbúaráðin séu framhandleggur íbúa hverfisins inn í „kerfið“ og borgarstjórn og gæti þess ávallt að rödd fólksins heyrist. Þetta hefur reyndar ekki verið upplifun af íbúaráðum sem eru jú reyndar afar misjöfn. Stundum hefur þurft að berjast fyrir að koma máli sem brennur á íbúum á dagskrá íbúaráðs. Þetta mátti sjá með mál eins og þriðja áfanga Arnarnesvegar. Ítrekað var óskað eftir að íbúaráð Breiðholts fjallaði um málið. Þar leit svo út sem formaðurinn reyndi hreinlega að hindra að málið kæmist á dagskrá. Sjá mátti í færslu formannsins að málið væri komið í góðan farveg og allir gætu verið glaðir. Lagningu Arnarnesvegar sem kljúfa mun Vatnsendahvarf, aðgerð sem byggð er á 18 ára umhverfismati, hefur verið mótmælt harðlega af mörg hundruð manns, af þeim sem vilja standa vörð um náttúru og dýralíf og vilja ekki mengandi hraðbraut ofan í Vetrargarðinn, leiksvæði barna. Íbúaráðin hvorki mega né eiga að vera smærri útgáfa af borgarstjórn þar sem meirihlutinn ræður dagskránni. Sennilega er of mikil tenging við borgarstjórn. Á þessum vettvangi á að ræða mál í þaula og forðast allt hóplyndi og meðvirkni. Íbúðaráðin eru ekki saumaklúbbar.

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalista um að fara í fjárfestingu til að útvega húsnæði fyrir fólk sem nú bíður eftir húsnæði hjá borginni.

Biðlistinn eftir félagslegu húsnæði er ólíðandi. Hann hefur jú styst en samt bíða tæplega 900 einstaklingar og fjölskyldur eftir húsnæði hjá borginni sé litið til félagslegs leiguhúsnæðis eins og segir í tillögu Sósíalistaflokksins. Fulltrúi Flokks fólksins styður að sjálfsögðu þessa tillögu að fjárfesta gegn húsnæðiskreppu. Reykjavíkurborg þarf að sjá til þess að allir hafi öruggt skjól, húsnæði sem hægt er að kalla heimili sitt. Gera þarf betur, taka þarf á þessu meini sem biðlistar almennt eru í Reykjavík. Sjá þarf til þess að byggð sé blönduð og til séu fjölbreyttar eignir svo allir hafi þak yfir höfuðið. Af hverju hefur þessi meirihluti, góður hluti hans sem ríkt hefur í á annan tug ára, ekki endurreist verkamannabústaðakerfið? Meirihlutinn hefur rómað það kerfi og skammast yfir að það hafi verið lagt niður en hefur síðan ekkert gert til að endurreisa það. Sífellt er bent á önnur sveitarfélög, hvað þau standi sig illa. Skammast er út í ríkið. En hvað eiga minnihlutafulltrúar að gera til að snúa upp á hendur annarra sveitarfélaga? Hefur borgarstjóri tekið samtal við nágrannasveitarfélögin um þetta, alvöru samtal? Af hverju er málið ekki rætt á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga? Þar hefur borgarstjóri gullið tækifæri til að skipa öðrum stjórnum sveitarfélaga að girða sig í brók. Á borgarstjóri aldrei samtal við ríkisvaldið þar sem hann getur sagt þeim að girða sig í brók? Það er ekki nóg að skammast í minnihlutafulltrúum fyrir að koma með tillögur til úrbóta en klappa síðan bara nágrannasveitarfélögum og ríkisvaldinu á „öxlina“.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu, svo sem kaffihúsi, þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu, svo sem kaffihúsi, þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun. Núverandi meirihluta er tíðrætt um „græna borg“ sem er af hinu góða. Ekki veitir af. Fulltrúi Flokks fólksins vill efla og styrkja Reykjavík sem græna borg og þá ekki bara með grænum þökum á þéttingarsvæðum. Lagt er til að í almenningsgarðinum verði tré og runnar merkt og þar skrifaðar upplýsingar um gildi plantnanna; hvaða áhrif þær hafa á umhverfið. Í kaffistofu (græn kaffistofa) yrðu upplýsingaspjöld og leiðbeiningar sem unnar yrðu af fagfólki m.a. um gildi náttúrunnar í umhverfismálum og hvernig minnka mætti sóun. Taka mætti hér undir svæði í Elliðaárdal, jafnvel við Landbúnaðarskóla Íslands á Keldnaholti og þar sem væri líklega hægt að fá leiðsögn um slík svæði, allt út frá umhverfissjónarmiðum, skógi og fallegu umhverfi. Hafa mætti samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur eða jafnvel íþróttafélög auk samráðs við íbúana á hverjum stað. Þetta framtak myndi opna skemmtilegt útivistarsvæði í nærumhverfi ytri byggðar og minnka þannig þörf á því að sækja afþreyingu annað með tilheyrandi kolefnisspori.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22010215

Frestað.

Fundargerðir lagðar fram:

Bókun Flokks fólksins við 12. og 13. lið fundargerðar 6. janúar:

12. liður: Stækka á gjaldsvæði 1 sem er dýrasta gjaldskyldusvæðið. Verið er að þrengja sífellt meira að þeim sem þurfa að nota bíl til að fara ferða sinna. Fólk getur ekki lengur valið sér þann ferðamáta sem því hentar, svo erfitt er þeim gert fyrir af meirihlutanum. Nóg er komið af álögum á borgarbúa sem í þessu tilfelli koma verst niður á þeim sem búa fjarri miðbænum og langar að heimsækja miðbæinn endrum og sinnum.

13. liður: Hækkun gjalda bílastæðahúsa mun hafa frekari fælingarmátt. Mörg eru nú þegar vannýtt, sérstaklega á ákveðnum tímum. Lækka ætti frekar gjöldin og reyna að gera bílastæðahúsin meira aðlaðandi, t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu sem myndi laða að eldra fólk en margt eldra fólk forðast bílastæðahús, finnst þau dimm og greiðslukerfið flókið. En hvað sem öllu þessu líður hlýtur það að vera markmiðið að fá sem flesta bíla inn af götunni. Óttast er að með því að hækka gjöldin fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólki sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar, liður 9:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst svarið við fyrirspurnum um sviðsmyndir framtíðarskipan skóla í Laugarness- og Langholtshverfi frekar útþynnt. Vísað er í fund sem var haldinn 1. desember. Þar kom fram að foreldrafélagið hafi til 1. febrúar til að skila umsögnum. Vita foreldrar af því? Varðandi leikskólann Hof þarf að koma betri staðfesting á að taka eigi í alvöru tillit til umsagna foreldra varðandi þá þróun. Standa þarf vörð um góða sátt og samstarf milli stjórnenda Hofs og Lauganesskóla (LNSK) enda er ákvörðun um stækkun Hofs og framtíðarþróun LNSK órjúfanleg. Eins hefur komið fram að ekki allir eru sáttir við breytt skipulag. Hvað varðar íþróttahúsið þá líður íþróttastarfið í hverfinu fyrir endalausa töf. Reynslan hefur sýnt að íþróttaiðkun barnanna þarf endurtekið að víkja úr húsunum fyrir íþróttakeppnum, tónleikum og viðburðum í Laugardalshöll. Varðandi frístundina finnst fulltrúa Flokks fólksins að gert sé lítið úr gönguleiðinni því þetta er erfið ganga fyrir börn með þungar töskur sem þurfa að ferðast til/frá æfingum og annarri iðju, þá fá þau ekki fylgd. Annað sem ekki liggur fyrir varðandi þessa sviðsmyndir er kostnaðargreining en ein af ástæðunum fyrir fyrirhuguðum breytingum er hvað er fjárhagslega best og líka faglegt. Ef horft er til Dalheima þá hefði verið lag að sjá hlutfall nemenda eftir aldri. Þátttaka nemenda í 4. bekk Laugarnesskóla er t.d. lítil.

Borgarstjórn 18. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. desember 2021, um breytta samþykkt fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af 3. greininni en þar segir að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hafi umsjón með stafrænni umbreytingu. Auk þess skal mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð stuðla að nýsköpun, snjallvæðingu og skilvirkri nýtingu tækni í þágu stefnumörkunar borgarinnar. Ástæða áhyggna fulltrúa Flokks fólksins er sú gegndarlausa sóun á fjármagni í tilraunir og þróun ónauðsynlegra stafrænna verkefna nú þegar hart hefur verið í ári af ýmsum sökum. Margt af þeim lausnum sem eytt hefur verið fé í að gera tilraunir með eru til annars staðar í einhverri mynd sem hefði kannski mátt kaupa fyrir mun minna fé. Dæmi um verkefni sem hefðu mátt bíða eru alls kyns mælaborð, viðburðadagatal, kosningakort og sorphirðudagatal sem reyndar var til í einhverri mynd. Skort hefur á gagnrýna hugsun meirihlutans í Ráðinu þegar kemur að þjónustu- og nýsköpunarsviði. Ríkt hefur hóplyndi og meðvirkni í meirihlutanum. Hluti 10 milljarða til þjónustu- og nýsköpunarsviðs hefur verið eytt nánast án eftirlits og ekki hafa verið spurðar gagnrýnar spurningar um skilgreiningu, markmið og tilgang margra þessara verkefna. Allt sem kemur frá Þjónustu- og nýsköpunarsvið er samþykkt gagnrýnislaust af  meirihlutanum í Ráðinu og í borgarstjórn eins og hún leggur sig.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fullyrðingar fulltrúa Flokks fólksins í þessari bókun eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það er rangt að verið sé að gera svokallaðar tilraunir með lausnir sem séu til annars staðar í nothæfri mynd og sé hægt að kaupa. Það hefur ekki verið gert. Það er rangt að fjármagni því sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur til ráðstöfunar sé eytt nánast án eftirlits. Sviðið starfar eftir sömu reglum og önnur svið borgarinnar og er undir sama eftirliti og aðhaldi og þau. Það er einnig rangt að allt sem komi frá sviðinu sé samþykkt gagnrýnislaust af meirihluta borgarstjórnar. Verkefni sviðsins fara í sömu rýni og önnur verkefni hjá borginni. Að lokum er það þannig að þau verkefni sem talin eru upp í bókuninni og sagt að hefðu mátt bíða hafa verið framkvæmd vegna þess að eftirspurn hefur verið eftir þeim frá notendum þjónustu borgarinnar eða sviðum hennar.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins vildi óska að það væri rétt, að þetta ætti sér ekki stoð í raunveruleikanum. Fljótlega í upphafi þessa kjörtímabils kom í ljós að staða stafrænna mála í borginni væri í miklum ólestri. Sett var í kjölfarið stórar upphæðir í verkefnin og tilraunir á hinum ýmsu hófst, hið fræga Gróðurhús og allt það sem ekki þarf að rekja hér. Hveru hefur þetta svo skilað. Örfá verkefni eru orðin virk og þau jafnvel ekki fullvirk. Allt of miklu fjármagni hefur verið eytt í verkefni sem engin þarfnast nauðsynlega nu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur aldrei séð neitt eftirlit í gangi með þessum málum. Jánkað er öllu og sviðið getur látið sér detta hvað eina í hug að gera og við því er bara klappað. Gagnrýni frá Flokki fólksins hefur verið illa tekið og hefur fulltrúinn hlotið bágt fyrir. Vel kanna að vera að farið sé að horfa með smá gagnrýni á þessi mál nú. En þenslan segir sitt, afurðir eru fáar og einhvern veginn er allt í einhvers konar fasa. Nú er öðrum sviðum kennt um að vera að biðja um einhvern óþarfa. Hvar er forgangsröðun meirihlutans í þessum málum? Hér er verið að sýsla með fé borgarbúa. Það er alveg eins og það gleymist þegar kemur að þessum málaflokki.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á verkefninu Nýsköpunarvika 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins er hlynntur svona viðburði og telur hann af því góða svo því sé haldið til haga. En Reykjavík á ekki að vera að setja almannafé í nýsköpun eða viðburði henni tengdri, einkafyrirtæki eiga að leiða þann vagn.


Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. desember 2021, um tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma tillagna þeirra sem ungmenni leggja fram á árlegum fundi borgarstjórnar og að upplýsingar og úrvinnsluferlið verði aðgengilegar. Tafir á afgreiðslu mála og ógegnsæi í úrvinnsluferli borgarinnar er stórt vandamál nánast hvert sem litið er innan borgarkerfisins. Þó er þetta einmitt eitt af því sem þessi meirihluti lofaði að laga svo um munaði. Þvert á móti tekur það heila eilífð fyrir svið/nefndir  Reykjavíkurborgar að afgreiða og vinna tillögur þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á að þetta taki einhvern tíma enda mikið af málum en heilt ár og meira er of mikið. Þá hafa mál oft misst marks. Vonandi mun afgreiðslutími almennt séð styttast, hvaðan svo sem þær eru að koma, frá ungmennaráðum, borgarbúum eða kjörnum fulltrúum minnihlutans.

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. desember 2021, um tillögu og greinargerð stýrihóps um innleiðingu íbúaráða:

Margar breytingar sem lagðar eru til eru góðar en ná kannski ekki nógu langt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bókað um mikilvægi þess að öll íbúaráðin séu framhandleggur íbúa hverfisins inn í „kerfið“ og borgarstjórn og gæti þess ávallt að rödd fólksins heyrist. Þetta hefur reyndar ekki verið upplifun af íbúaráðum sem eru jú reyndar afar misjöfn. Stundum hefur þurft að berjast fyrir að koma máli sem brennur á íbúum á dagskrá íbúaráðs. Þetta mátti sjá með mál eins og 3ja áfanga Arnarnesvegar. Ítrekað var óskað eftir að íbúaráð Breiðholts fjallaði um málið. Þar leit svo út sem formaðurinn reyndi  hreinlega að hindra að málið kæmist á dagskrá. Sjá mátti í færslu formannsins að málið væri komið góðan farveg. Lagning Arnarnesvegar sem kljúfa mun Vatnsendahvarf, aðgerð sem byggð er á 18 ára umhverfismati hefur verið mótmælt harðlega af mörg hundruð manns, af þeim sem vilja standa vörð um náttúru og dýralíf og vilja ekki mengandi hraðbraut ofan í Vetrargarðinn, leiksvæði barna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur stundum lýst íbúaráðum eins og smærri útgáfu af borgarstjórn þar sem meirihlutinn ræður umræðunni og afgreiðslu mála. Á þessum vettvangi á að ræða mál í þaula og  forðast allt hóplyndi og meðvirkni. Íbúðaráðin eru ekki saumaklúbbar.

Bókun Flokks fólksins við drögum að umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 10. janúar 2022, um atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030:

Tekið er undir allar stoðir í drögunum. Stefna sem þessi þarf að rúma alla, alla flóru fólks án tillits til aldurs, menntunar, reynslu, fötlunar o.s.frv. Við erum fjölmenningarsamfélag. Tæknibylting er boðin velkomin en tækni kemur aldrei í staðinn fyrir mannlega hugsun og tilfinningar. Tækni er aðeins hjálpartæki í þjónustu mannsins. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að halda öllum samskiptarásum opnum og stíga af skynsemi til jarðar í þessu sem öðru. Þjónusta Reykjavíkurborgar á að vera fyrir alla, ekki aðeins þá sem velja tæknileiðin til að nálgast þjónustuna. Það er dágóður hópur sem finnst  ógegnsæi ríkja í þjónustu við fólk og upplýsingaflæði slakt. Það eru ekki allir tæknivæddir í Reykjavík þótt flestir séu komnir með farsíma. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í umsögninni þurfi einnig að ávarpa ákveðna tortryggni og vantraust sem ríkir milli atvinnulífs og borgar. Horfa þarf á þetta með lausnir í huga.  Það eru einnig frekar fáar atvinnustoðir í borginni og óljós ímynd borgarinnar þegar kemur að atvinnu. Aðrir þættir sem huga þarf að eru kolefnisspor og ójöfnuður sem fer vaxandi.

Bókun Flokks fólksins við umsögn Reykjavíkurborgar dags. 11. janúar 2022, um drög að hollustuháttarreglugerð nr. 2/2022:

Umsögnin er góð, hún snýst að mestu um eitt málefni, kynrænt sjálfræði. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að tekið sé mið af veruleika trans og intersex fólks sem og nýlegra laga við endurskoðun reglugerða og skipulags samfélagsins og sannarlega er hægt að gera betur. Umsögnin hefði mátt dekka fleiri málefni, af nógu er að taka og hefur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð kjörið tækifæri í umsögn sem þessari að ávarpa fleiri mál og láta til sín taka í málum sem þarf að bæta og sem lúta að mannréttinda- og lýðræðismálum.

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 15. desember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fjárfestingarverkefni þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr, 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. október 2021 – tilv:

Sveitarfélögin eru annar hluti íslenskrar stjórnsýslu. Sökum þess gilda sértækar reglur um reikningsskil sveitarfélaga. Þær koma m.a. fram í ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 (VII kafli) og reglugerð 1212/2015. Ástæða þess að settar eru sérstakar reglur um reikningsskil sveitarfélaga og framkvæmd þeirra er m.a. sú krafa ríkisins að reikningsskil þeirra séu samanburðarhæf bæði milli ára og milli sveitarfélaga. Það er bæði forsenda þess að hægt sé að greina fjármál einstakra sveitarfélaga og hvernig þau þróast í heildina tekið. Það er í samræmi við samsvarandi reglur í öðrum norrænum ríkjum. Því er grundvallaratriði að einstök sveitarfélög fari eftir gildandi reglum um reikningsskil sveitarfélaga. Í reglugerð 1212/2015 kemur fram í 8. gr. að „Eignasjóður hefur með höndum umsýslu varanlegra rekstrarfjármuna..“ Varanlegir rekstrarfjármunir eru skilgreindir sem fasteignir, land, gatnakerfi, áhöld og tæki. Ekkert kemur fram í reglugerð 1212/2015 um að færa megi óefnislegar eignir eða kostnað vegna þeirra í eignasjóð. Því er ekki hægt annað en að álykta að það sé óheimilt. Engu máli skiptir í þessu sambandi hvaða reglur gilda hjá ríkinu í þessum efnum. Með hliðsjón af framansögðu mótmælir Fulltrúi Flokks fólksins því að þróunarkostnaður þjónustu- og nýsköpunarsviðs sé eignfærður hjá eignasjóði Reykjavíkurborgar á þeim forsendum að það stangast á við gildandi reikningsskilareglur sveitarfélaga.

Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins í framhaldi af svari sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hvernig stendur á því að 10 milljarðarnir eru eignfærsluverkefni sem ekki kemur fram í rekstri fyrr en byrjað er að afskrifa?

 1. Eftir hvaða reglum á að færa óefnislegar eignir í eignasjóð þegar ný aðferðafræði, sem hefur í för með sér sparnað miðað við eldri aðferðafræði, leysir aðra eldri af hólmi?
 2. Eftir hvaða reglum á að færa óefnislegar eignir í eignasjóð þegar verið er að taka upp nýja þjónustu / ný verkefni?
 3. Hvaða reglur eiga að gilda í þessum efnum varðandi kostnað við rannsóknir og þróunarvinnu?
 4. Hvað má afskriftartími óefnislegra eigna vera að hámarki?
 5. Getur afskriftatíminn verið mismunandi milli einstakra flokka óefnislegra eigna?
 6. Þarf mismunandi reglur varðandi óefnislegar eignir sem hafa verið þróaðar innan viðkomandi rekstrareiningar og þeirra sem fengnar eru frá utanaðkomandi aðilum?
 7. Hvaða reglur eiga að gilda í þessu sambandi um eignir sem geta verið byggðar upp af bæði varanlegum eignum og óefnislegum eignum? tilv. R21030087. FAS21120132


Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um uppsagnir hjá ÞON:

Fulltrúi  Flokks fólksins vill vísa í orð borgarstjóra í Kastljósþætti 8. desember sl. en þar segir hann að eitt af viðbrögðum Reykjavíkurborgar í miðjum COVID faraldri árið 2020, hafi verið að standa vörð um störf borgarstarfsmanna. Þetta er ekki rétt. Hér má minna á að hátt í tíu starfsmönnum Þjónustu- og nýsköpunarsviðs var sagt upp í miðjum COVID faraldri árið 2020. Um var að ræða fastráðna starfsmenn sem margir hverjir höfðu langan starfsaldur. Fulltrúi Flokks fólksins finnst það hvorki rétt né siðlegt af borgarstjóra að koma fram sem einhverskonar verndari starfa borgarstarfsmanna á einum mestu atvinnuleysistímum síðari ára í ljósi ofangreindra uppsagna svo stórs hóps. Það er alveg ljóst að það er hann ekki. Þess vegna óskar borgarfulltrúi Flokks fólksins eftir svörum frá Mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar og mannauðsfulltrúum sviða borgarinnar hvað mörgum starfsmönnum Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp undanfarin 3 ár, á hverri skrifstofu og sviði borgarinnar hvert ár fyrir sig og af hvaða ástæðum.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna Nýsköpunarviku:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hver sé heildarkostnaður borgarinn við Nýsköpunarvikuna? Fulltrúi Flokks fólksins er annars hlynntur svona viðburði og telur hann af því góða svo því sé haldið til haga. En Reykjavík á ekki að vera að setja almannafé í nýsköpun eða viðburði henni tengdri, einkafyrirtæki eiga að leiða þann vagn. Þess vegna er fulltrúi Flokks fólksins forvitinn að vita um allan kostnað.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um viðskipti ÞON við fyrirtæki í tengslum við sviðsstjórann:

Fulltrúi Flokks fólksins telur opið bókhald Reykjavíkur mikilvægt. Ýmsir annmarkar eru samt á framsetningunni í núverandi mynd. Aðeins er hægt að skoða heildartölur viðskipta en ekki afrit af reikningunum sjálfum. Þetta er slæmt því það skiptir máli hvað er verið að kaupa fyrir almannafé. Ríkið birtir á vefnum opnir reikningar.is skýringar við hvern og einn reikning ásamt heildarfjárhæð en Reykjavík birtir aðeins heildarfjárhæð viðskipta við hvert og eitt fyrirtæki. Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt þau miklu ráðgjafarkaup sem Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hefur verið að kaupa í næstum áratug. Þarna eru að finna allskyns ráðgjafarfyrirtæki innlend sem erlend og miklir peningar greiddir til Gartner Group á Írlandi sem dæmi. Sú þróun hefur verið að ÞON segi upp reyndum starfsmönnum og ráði annaðhvort inn yngra fólk eða útvisti verkefnum til einkaaðila. Því vill fulltrúi Flokks fólksins fá að vita hversu mikið af útgjöldum ÞON árið 2021 fóru til einkafyrirtækja vegna útvistunar verkefna sem áður voru unnin af starfsmönnum ÞON? Óskað er eftir að fá nákvæmar skýringar á viðskiptum ÞON við félagið I Ráðgjöf slf., í ljósi þess að félagið virðist nátengt sviðsstjóra ÞON. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá aðgang að reikningum sem Reykjavík hefur greitt félaginu frá árinu 2018; hvað var keypt og fyrir hvað mikið?

Mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráð 13. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1, Háaleiti Múlar að loknum athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021:

Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst er meirihluti þátttakenda könnunarinnar ekki mjög viss um skoðun sína á hverfisskipulaginu. Hér er um fyrstu drög að ræða og á þessu fyrsta stigi er brýnt að vinna þétt með íbúum. Nú reynir á alvöru samráð. Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um nokkrar athugasemdir sem birtar eru. Margar þeirra spegla óöryggi gagnvart skipulagsyfirvöldum. Íbúar eru í varnar- og viðbragðsstöðu og óttast að ekki eigi að hlusta á þá. All margir tjá sig um að byggingarmagn í kynntum tillögum sé mikið og að farið sé of geyst í framkvæmdir. Óttast er að þrengingar og þrengsl verði mikil í þessu gamla, gróna hverfi. Kallað er eftir að farinn sé millivegur. Komið er inn á sorpmálin í tengslum við þéttingu byggðar. Reykjavíkurborg er nú fyrst að fara að safna lífrænu sorpi. Allir þekkja sögu Gaju sorp- og jarðgerðarstöðina sem átti að vera töfralausn en endaði sem stór mistök. Mörg önnur bæjarfélög hafa staðið sig til fyrirmyndar í þessum efnum. Fulltrúi Flokks fólksins skilur þessar áhyggjur íbúanna sem þarna eru reifaðar.

 

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði:

Það kennir ýmissa grasa ef athugasemdir eru skoðaðar. Margir eru ánægðir og finnst þetta góðar tillögur. Hér er verið að breyta hverfi í borginni, manngerð framkvæmd. Spurt er engu að síður í athugasemdum af hverju svona framkvæmdir séu ekki settar í umhverfismat? Óskir koma fram um að fjölga frekar grænum svæðum milli húsa en að leggja þau undir íbúðabyggð. Einnig er ekki nægjanleg trú á þessa könnun og efasemdir um að hún sé „alvöru“. Gera þarf fleiri kannanir að mati fulltrúa Flokks fólksins. Fólk óttast miklar þrengingar og kallað er eftir bótum sem taka mið af þörfum allra en ekki bara sumra. Minnt er á að til að tryggja öryggi er hægt að gera undirgöng eða brú.

Í tillögum er gert ráð fyrir að íbúðareigendur fjölbýlishúsa geti byggt við hús sín. Það er að mörgu leyti góð hugmynd en mikilvægt er að kanna sem fyrst hverjir myndu mögulega gera það. Fólkið sem mun búa í þeim íbúðum munu einnig þurfa sitt svigrúm sem gera þarf ráð fyrir. Hér er um vinnutillögur að ræða, fyrstu drög, og gera má ráð fyrir að þær eigi eftir að breytast umtalsvert og vonandi taka breytingar mið af vilja þorra íbúa hverfisins.

 

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi:

Í þeim athugasemdum sem lúta að þessum hluta hverfisins er m.a. bent á að byrja þarf á innviðum. Þetta er góður punktur. Almenningssamgöngur eru innviðir og óttast er að þrenging verði of mikil til að gott rými verði fyrir almenningssamgöngur. Sjálfsagt er að þétta hóflega en það má aldrei koma niður á grænum svæðum. Algengar athugasemdir vinnutillagnanna eru að verið sé að þétta of mikið og ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegu svigrúmi fyrir fólkið sem þarna býr og á að búa í framtíðinni. Fram kemur í athugasemdum að það sé áberandi áróður gegn bílaumferð. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að umfram allt á fólk að geta ráðið sínum lífstíl í samgöngumálum. Ákveðinn hópur upplifir að verið sé að þrýsta þeim inn í einhvern samgöngumáta sem hentar þeim ekki en sem meirihlutinn vill að sé viðhafður. Sumum finnst að hverfisskipulagið hafi verið of lítið kynnt. Það eru ekki allir sem fara inn á vef borgarinnar. All margir tala um að auka hljóðvarnir meðfram Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Á þessar raddir þarf að hlusta.

 

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf:

Í athugasemdum koma fram bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Sumir tala um svart/hvíta niðurstöðu. Tillögur eru um ýmsar leiðir til þéttingar og óttast margir að þétt verði of mikið. Mikil vinna er fram undan og verður hún að vera unnin með íbúunum eins og kostur er. Þó nokkrir tjá sig um áhyggjur sínar að komast heim og að heiman ef fjöldi íbúa eykst í hverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins finnst mikilvægt að skoða sem fyrst hverjir myndu nýta sér að hækka- stækka hús sín til að átta sig á mögulegum þrengslum. Almennt er fólk ekki alfarið á móti því að þétta en óttast hið mikla byggingarmagn sem tillögurnar ganga út á. Aðrir vilja að hugað sé að útlitinu enda er hér um gróið hverfi að ræða. Hugmyndir frá íbúum eru margar áhugaverður og ættu skipulagsyfirvöld að leggja sig fram um að hlusta og vinna með íbúum hverfisins að frekari útfærslum. Á íbúana verður að hlusta og taka tillit til sjónarmiða sem margir standa á bak við.

 

Úrdráttur bókanna  vegna Háaleitis – Bústaðahverfis:

Gallup könnun vegna hverfisskipulags Háaleitis-Bústaðar var kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs í morgun.
Flokkur fólksins tekur undir fjölmargar athugasemdanna og skilur áhyggjur íbúanna. Hér er megininntak fjögurra bókanna frá Flokki fólksins:
Í þeim athugasemdum sem könnunin sýnir er m.a. bent á að byrja þarf á innviðum. Almenningssamgöngur eru innviðir og óttast er að þrenging verði of mikil til að gott rými verði fyrir almenningssamgöngur. Algengar athugasemdir vinnutillagnanna eru að verið sé að þétta of mikið og ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegu svigrúmi fyrir fólkið sem þarna býr og á að búa í framtíðinni.
Sjálfsagt er að þétta hóflega en það má aldrei koma niður á grænum svæðum.
Óskir koma fram um að fjölga frekar grænum svæðum milli húsa en að leggja þau undir íbúðabyggð.
Fram kemur í athugasemdum að það sé áberandi áróður gegn bílaumferð. Flokkur fólksins tekur undir það. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að umfram allt á fólk að geta ráðið sínum lífstíl í samgöngumálum. Ákveðinn hópur upplifir að verið sé að þrýsta þeim inn í einhvern samgöngumáta sem hentar þeim ekki en sem meirihlutinn vill að sé viðhafður.
Sumum finnst að hverfisskipulagið hafi verið of lítið kynnt. Það eru ekki allir sem fara inn á vef borgarinnar.
All margir tala um að auka hljóðvarnir meðfram Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Á þessar raddir þarf að hlusta.
Einnig er ekki nægjanleg trú á þessa könnun og efasemdir um að hún sé „alvöru“. Gera þarf fleiri kannanir að mati fulltrúa Flokks fólksins.
Fólk óttast miklar þrengingar og kallað er eftir tillögum sem taka mið af þörfum allra en ekki bara sumra. Minnt er á að til að tryggja öryggi er hægt að gera undirgöng eða brú.
Í tillögum er gert ráð fyrir að íbúðareigendur fjölbýlishúsa geti byggt við hús sín. Það er að mörgu leyti góð hugmynd en mikilvægt er að kanna sem fyrst hverjir myndu mögulega gera það. Fólkið sem mun búa í þeim íbúðum munu einnig þurfa sitt svigrúm sem gera þarf ráð fyrir.
Hér er um vinnutillögur að ræða, fyrstu drög, og gera má ráð fyrir að þær eigi eftir að breytast umtalsvert og vonandi taka breytingar mið af vilja þorra íbúa hverfisins.
Mikil vinna er fram undan og verður hún að vera unnin með íbúunum eins og kostur er. Þó nokkrir tjá sig um áhyggjur sínar að komast heim og að heiman ef fjöldi íbúa eykst í hverfinu.

Almennt óttast fólk að þétta enda byggingarmagn sem tillögurnar ganga út á mikið. Hugmyndir frá íbúum eru margar áhugaverður og ættu skipulagsyfirvöld að leggja sig fram um að hlusta og vinna með íbúum hverfisins að frekari útfærslum. Á íbúana verður að hlusta og taka tillit til sjónarmiða sem margir standa á bak við.

Úr fréttum um málið:

Nú hafa borgaryfirvöld hætt við hugmyndir um þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í Reykjavík vegna þess að nokkur meirihluti var andvígur ýmsum vinnutillögum hverfisskipulags í Háaleiti-Bústöðum sem hafa verið í kynningu frá því í október. Viðhorf til vinnutillagna hverfisskipulags Reykjavíkur fyrir Háaleiti-Bústaði voru kortlögð í Gallup könnun. Þetta er skynsamlegt. Meirihlutinn hefur eitthvað lært á kjörtímabilinu.

Í bókun meirihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eftir kynningu á könnuninni í dag er umræðunni sem hafi átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða fagnað.

Tillögurnar að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir,“ segir í bókuninni.

 

Unnið að nýjum tillögum

Lagt er til að unnið verði úr athugasemdum og niðurstöðum Gallup könnunar og netsamráðs með áherslu á að skoða umdeild atriði. Sérstök áhersla verði á afmarkað þróunarsvæði á Bústaðavegi við Grímsbæ. Stefnt er að því að kynna nýjar tillögur sem fyrst.

 

Þegar spurt var um hugmyndir um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ var rúmur helmingur svarenda andvígur hugmyndunum, eða 58 prósent, og um þriðjungur hlynntur.

Sama var uppi á teningnum þegar spurt var um tillögur að uppbyggingu meðfram Miklubraut og Háaleitisbraut en rétt um helmingur var andvígur hugmyndunum en 35% hlynnt. Meirihluti sagðist þó hlynntur uppbyggingu við Miklubraut og Háaleitisbraut ef Miklabraut væri sett í stokk undir Háaleitið.

 

Fjölbýlishús – nýbyggingar, aukahæðir og lyftuhús

Í könnuninni var spurt um viðhorf til hugmynda sem kynntar höfðu verið í vinnutillögum hverfisskipulagsins um að heimila nýbyggingar á stórum og lítið nýttum fjölbýlishúsalóðum á nokkrum stöðum í borgarhlutanum. Nánast jafnt hlutfall svarenda var hlynnt hugmyndunum og andvígt, þ.e. 38,5% hlynnt en 39% andvíg. Þá voru 45% hlynnt því að húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa yrði heimilt að byggja aukahæð ofan á húsin og koma fyrir lyftu til að bæta aðgengi. 30% voru andvíg.

 

Grænar áherslur

Spurt var um viðhorf til grænna áherslna í vinnutillögunum, þ.e. um uppbyggingu grænna dvalarsvæða meðfram hitaveitustokknum og lagfæringu hans sem gönguleiðar. Í vinnutillögum hverfisskipulags er jafnframt lagt til að stokkurinn verði hverfisverndaður sem borgarminjar. Mikill stuðningur var við þessar tillögur, eða um 81% en einungis um 5% andvíg. Svipaða sögu er að segja um stuðning við tillögur um vistlok (gróðurbrú) yfir Kringlumýrarbraut við Veðurstofuhæð en 71% sagðist hlynnt hugmyndunum en 11% andvíg. Vistlok á þessum stað myndi búa til græna tengingu á milli hverfanna sitthvoru megin við Kringlumýrarbraut, bæta göngu- og hjólatengingar og draga úr ónæði frá þungri umferð,“ segir í tilkynningu á vef borgarinnar.

Bókun Flokks fólksins við Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjavík, áætlun, kynning:

Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá meginstofnleiðum borgarinnar. Það er mikilvægt að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Yfirleitt er ekki vöntun á rými og hægt að breikka stígana og búa til aflíðandi beygjur, en beygjur eru allt of oft of krappar fyrir hjólreiðafólk, og minnka þarf brekkur. Fyrir hjólreiðafólk er betra að fara langa leið á flata en að fara styttri sem er upp og niður brekku. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota minni vélknúin farartæki. Fulltrúi Flokks fólksins nefndi í fyrri bókunum að fjarlægja þurfi járnslár og nú hefur skipulags- og samgönguráð samþykkt að það verði gert.


Bókun Flokks fólksins við Undirskriftalisti vegna hámarkshraðaáætlunar:

1.564 einstaklinga mótmæla hámarkshraðaáætlun borgarinnar. Þetta kemur ekki á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Um þetta hefur aldrei verið deilt í borgarstjórn. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Sjá má hversu umdeilt þetta er enda togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmengun. Umferðartafir og teppur í borginni er víða vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Þessi mál hafa lengi verið vanrækt. Vaxandi vandi er sem dæmi á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana og síðdegis. Þar hefur hraðinn verið lækkaður en öllu jafna er umferða þarna mjög þung. Nú er þar komin eftirlitsmyndavél og þeir sem fara yfir hámarkshraðann fá sekt.

 

Bókun Flokks fólksins við Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, skipan vinnuhóps 2022:   

Styrkveitingar eru vandasamar og mikilvægt er að hópurinn sé vel skipaður. Þarna eru taldir upp þrír embættismenn og ættu kjörnir fulltrúar að vera allavega fjórir.

 

Bókun Flokks fólksins við Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar til 2030, umsagnarbeiðni:

Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. desember 2021, þar sem skipulags- og samgönguráði er gefinn kostur á að senda inn umsögn eða gera athugasemdir við stefnudrög Atvinnu og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur til 2030. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í umsögninni þurfi að ávarpa nokkur mikilvæg atriði. Það er til dæmis mikil tortryggni og vantraust milli atvinnulífs og borgar sem horfa þarf á með lausnir í huga. Fólki finnst ógegnsæ og flókin þjónusta vera í borginni sem tefur framgang mála. Það eru frekar fáar atvinnustoðir í borginni og óljós ímynd borgarinnar þegar kemur að atvinnu. Aðrir þættir sem huga þarf að eru kolefnisspor og ójöfnuður sem fer vaxandi.

 

Skipulags- og samgönguráð 12. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga:

Arnarnesvegurinn er afleit framkvæmd og eingöngu gerð til að þjónusta Kópavogsbúa. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni. Athyglisvert er að sjá að nú á nýr trjágróður að falla að þeirri plöntusamsetningu sem er fyrir í Elliðaárdalnum og val á tegundum skal unnið í samráði við deild náttúru og garða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Það stefnir í, samkvæmt fyrri reynslu, að þessi framkvæmd verði sögð auka líffræðilega fjölbreytni. Svo er enn bent á að ekki á að gera nýtt umhverfismat. Útskýrt með því að framkvæmdir við Arnarnesveg hafi í raun byrjað árið 2004 og ákvæði 12. gr. laganna eigi því ekki við í þessu máli og „þar með þurfi ekki að gera nýtt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar“. Það er mjög sérkennilegt. Sérstaklega þar sem núverandi borgarstjórn vísar sífellt í mikilvægi verndunar umhverfis og grænna áherslna. Eiga svona glufur í lögunum virkilega að ráða skipulagsstefnu borgarinnar? Umferðarspáin um Arnarnesveg virðist einnig stórlega vanmetin. Núverandi umferð um Vatnsendaveg er 18.000 bifreiðar, en eingöngu er gert ráð fyrir 13.500 bifreiðum um Arnarnesveg sem verður fjögurra akreina stofnbraut. Getur verið að þetta sé viljandi gert til að komast hjá nýju umhverfismati?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Elliðaárdals:

Lögð er fram tillaga meirihlutans að breytingu á deiliskipulagi sem er tilkomin vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan skipulagssvæðis. Arnarnesvegurinn verður til þess að minnka þarf skipulagssvæði Elliðaárdalsins. Með öðrum orðum: Það er verið að ganga á Elliðaárdalinn. Arnarnesvegurinn skiptir ekki aðeins máli fyrir þróunarmöguleika fyrirhugaðs Vetrargarðs, umhverfi og þróunarmöguleika Vatnsendahvarfs heldur líka á efri hluta Elliðaárdals. Samt sem áður má ekki gera nýtt umhverfismat. Hverjir eru hagsmunir borgarinnar?

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, að breytingu á gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg:

Skipulagsyfirvöld leggja til að stækka gjaldsvæði 1 sem er dýrasta gjaldskyldusvæðið. Verið er að þrengja sífellt meira að þeim sem þurfa að nota bíl til að fara ferða sinna og eiginlega þykir fulltrúa Flokks fólksins nóg komið af álögum á borgarbúa sem í þessu tilfelli koma verst niður á þeim sem búa fjarri miðbænum og langar að heimsækja miðbæinn endrum og sinnum. Tekið er undir að gott er að koma bílum sem mest af götum en fram kemur í gögnum að bílastæðahúsin eru lítið nýtt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að margt má gera til að auka nýtingu bílastæðahúsa t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu, aðlaðandi umhverfi og lækka gjaldið. Eldra fólk forðast bílastæðahús. Óttast er að með þessari aðgerð fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólk sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, að breytingu á gjaldskrá fyrir gjöld í bílahúsum Reykjavíkurborgar:

 

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að margt má gera til að auka nýtingu bílastæðahúsa t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu, aðlaðandi umhverfi og lækka gjaldið eða hafa gjaldið það lágt að fólk sæki í bílastæðahúsin í stað þess að leggja á götum. Eldra fólk forðast bílastæðahús. Óttast er að með því að hækka gjöldin fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólk sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.

 

Bókun Flokks fólksins við 7. lið fundargerðar stjórnar Strætó bs. frá 3. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir hækkun á verði ungmennakorta. Í þessu sambandi minnir fulltrúi Flokks fólksins á nýlegt bréf umboðsmanns barna til Strætó bs., og fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Strætó, um hækkanir á árskortum fyrir ungmenni.

Borgarráð 6. janúar 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst til að greina skólaforðun

Flokkur fólksins leggur til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að bæta skólasókn. Vísbendingar eru um að hópur þeirra nemenda sem glíma við þennan vanda fari stækkandi.

Árið 2015 tóku grunnskólar Breiðholts í notkun samræmt skólasóknarkerfi (samræmdar viðmiðunarreglur) í 1.-10. bekk til að fylgjast með fjölda mála af þessum toga og vinna markvisst gegn skólaforðun. Í kjölfarið var Teymi um skólaforðun sett á laggirnar sem lagði m.a. til að önnur hverfi borgarinnar gerðu slíkt hið sama. Um var að ræða viðmiðunarkerfi sem  sýndi  „hættumerki“, s.s. „rauð flögg“, þegar skólasókn færi niður fyrir ákveðin skilgreind viðmiðunarmörk. Í kerfinu er ekki gerður greinarmunur á ástæðu fjarveru, vegna leyfa, veikinda eða óleyfilegra fjarvista. Fulltrúi Flokks fólksins telur að tímabært sé að skoða með markvissum hætti  hvort og þá hvernig hinar samræmdu viðmiðunarreglur/viðmiðunarkerfið um skólasókn hafi nýst til að fylgjast með fjölda mála er lúta að skólaforðun og til að bæta skólasókn.

Greinargerð

Sniðganga skóla eða skólaforðun er skilgreind sem meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða unglingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma (Kearney, Albano 2007).

Hugmyndin um samræmdar skólasóknarreglur hefur verið til umræðu í nokkur ár hjá Reykjavíkurborg. Samræmdar skólasóknarreglur eða miðlægt viðmiðunarkerfi hefur nú verið við lýði í fjögur ár. Viðmið um skólasókn og viðmiðunarkerfi er m.a. hugsað í þeim tilgangi að greina á milli ástæðu fjarvista. Ekki hafa allir skólar þó stuðst við kerfið sem ætlað er að vara við því þegar skólasókn fer niður fyrir ákveðin skilgreind mörk. Vel kann að vera að stjórnendum einhverra skóla finnist erfitt að ekki skuli vera gerður greinarmunur á ástæðu fjarveru, s.s. vegna veikinda annars vegar og óleyfilegra fjarvista hins vegar.

Viðmiðunarflokkunum er skipt í þrjú stig eftir alvarleika og til að árétta hlutverk og ábyrgð skóla, foreldra, þjónustumiðstöðva, Barnaverndar Reykjavíkur og annarra stofnana.

Stig 1: Skammvinn skólaforðun

Stig 2: Langvinn, væg skólaforðun

Stig 3: Langvinn alvarleg skólaforðun

Langvinn, alvarleg skólaforðun á við þegar hún hefur staðið yfir lengur en eitt ár og flokkast þá sem stig 3. Þegar á 3. stig er komið er þörf á sértækri íhlutun og nauðsynlegt getur verið að vísa málinu til Barnaverndar.

Þetta á við um nemendur sem hafa ekki svarað þeim inngripum sem hafa verið reynd og vandinn því orðinn langvinnur og alvarlegur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur leitað upplýsinga  um hve mörg tilvik hafa verið tilkynnt til Barnaverndar undanfarin fjögur ár sem tengjast skólasókn nemenda en ekki fengið svar.

Í þeirri tillögu sem hér er lögð fram er lagt til að kannað verði með markvissum hætti hve margir skólar hafa notað reglurnar og hvernig hafa þær nýst til að kortleggja skólaforðun og bæta skólasókn. Rannsóknirnar sýna að skólaforðun hefst mun fyrr en á unglingastigi og á sér oft rætur í leikskóla. Miklar fjarvistir frá skóla geta verið kvíðavaldandi fyrir börn eða unglinga og haft þau áhrif að sniðgangan ágerist enn frekar þegar þau missa ítrekað úr námi.

Með því að hafa verklagsreglur er hægt að átta sig á eðli og umfangi hegðunar þeirra nemenda sem forðast skólann. Það er þess vegna mikilvægt að ganga úr skugga um hvort þær viðmiðunarreglur sem skólar eru hvattir til að styðjast við hafi skilað árangri.

Skólaforðun vaxandi vandamál

Vísbendingar eru um að skólaforðun sé vaxandi vandamál. Erfitt getur verið að ná tökum á alvarlegustu tilvikunum. Ástæður skólaforðunar eru margvíslegar og geta þessi mál verið flókin.

Skólaforðun kemur til vegna þess að barninu líður illa í skólanum. Það vill ekki fara í skólann og leitar allra leiða til að forðast skólasókn og skólaástundun.  Með því að forðast skólann er barn oftast að senda skýr skilaboð þess efnis að það sé eitthvað „í skólanum“ sem veldur því svo mikilli vanlíðan og streitu að það getur ekki hugsað sér að sækja skólann.

Ástæður skólaforðunar geta verið fjölmargar.  Um getur verið að ræða erfiðleika í námi, vanda varðandi vitsmunalegan þroska eða aðrar raskanir sem ýmist hafa verið greindar eða eru enn ógreindar. Um getur verið að ræða félagslega þætti, að barni sé strítt, það lagt í einelti, að því standi ógn af einhverju á leið í og/eða úr skóla eða í nágrenni hans eða eigi í samskiptavanda við kennara eða skólastjórnendur. Stundum er um að ræða eitt af þessu, fleira en eitt eða samspil margra þátta. Sum börn glíma við kvíða og félagskvíða sem veldur því að þau vilja ekki fara út eða blanda geði við aðra.

Umfram allt þarf að finna undirliggjandi ástæður skólaforðunar

Teymi um skólaforðun lagði til ýmsar tillögur í þessu sambandi m.a. að hrinda af stað vitundarvakningu og gera átak í fræðslu til foreldra og koma á gagnreyndu verklagi virknimats til að greina þá hegðun sem einkennir skólaforðun nemenda. Allt eru þetta fínar tillögur. Ekkert er þó eins mikilvægt í málum sem þessum og að komast að raun um með barni, foreldrum og kennara hvað það er í skólanum eða tengslum við hann sem barnið er að forðast. Hvað veldur forðuninni? Finnist ekki viðhlítandi ástæður fyrir skólaforðunni er hætta á að málið leysist seint eða illa. Finna þarf hina undirliggjandi ástæðu og leysa úr henni með öllum tiltækum ráðum.  Því langvinnari sem vandinn er því erfiðari er hann viðureignar. Líðan barnsins mun aðeins versna sem leiðir til enn frekari einangrunar og einmanaleika. Kvíðinn vex og úrvinnsla verður flóknari og erfiðari þegar fram líða stundir. Börn, sem eru hætt að mæta í skólann, ná sér ekki öll aftur á strik.

Dæmi um ástæður skólaforðunar  geta einnig verið af þeim toga að barnið taki meðvitaða ákvörðun um að mæta ekki vegna þess að eitthvað annað áhugaverðara stendur því til boða að gera. Í þessu sambandi má nefna að barnið velur og vill frekar vera heima við tölvu, eigi það þess kost, en að fara í skólann. Öll mál af þessu tagi þarf að vinna á einstaklingsgrunni til að hegðunin hætti. Fyrirfinnist undirliggjandi ástæða þarf að taka á henni.

Lífið að komast í samt horf eftir Covid

Nú er skólasókn vonandi að komast í eðlilegt horf eftir tveggja ára tímabil sem litast hefur af Covid með tilheyrandi fylgifiskum. Leiða má líkum að því að skólaforðun hafi aukist með Covid og fleiri börn bæst í þann hóp sem forðast skólann sinn vegna Covid og afleiðinga þess.

Gera má ráð fyrir að börnum, sem leið illa í skólanum af einhverjum orsökum fyrir Covid, líði ekki miklu skár og jafnvel verr nú í eftirmála Covid. Líðan þeirra barna sem leið e.t.v. þokkalega fyrir Covid hefur mögulega versnað til muna vegna þeirra aðstæðna sem Covid skapaði. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki síst áhyggjur af þessum málum vegna langs biðlista eftir faglegri aðstoð hjá Skólaþjónustu. Nú bíða 1804 börn eftir aðstoð og hefur talan hækkað um 200 börn á örstuttum tíma. Settar hafa verð 140 m.kr. til að fjölga fagfólki hjá skólaþjónustunni en biðlistinn lengist samt með hverri viku þannig að úrlausnarefnið er brýnt.

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að umræðu um húsnæðismarkaðinn á vettvangi svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðis 2040

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að umræðu um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðis 2040.

Höfuðborgarsvæðið 2040  er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin. Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. Þetta er réttur vettvangur til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er á húsnæðismarkaði.

Nú þegar við blasir húsnæðisskortur er við hæfi að Reykjavík setjist niður með nágrannasveitarfélögunum og ræði húsnæðisvandann, uppbyggingaráætlun og framtíð húsnæðismála í hinu stóra samhengi. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins til 2040  er kjörinn vettvangur til að ræða vandann sem nú blasir við vegna íbúðaskorts. Hraða þarf samráðsferli til að byggja megi hratt. Í viðræðum við nágrannasveitarfélög um hvernig staðið verði að uppbyggingu íbúða næstu árin er mikilvægt að ræða einnig um hvernig sveitarfélögin hyggjast deila ábyrgðinni á uppbyggingu félagslegs húsnæðis og hagkvæms húsnæðis fyrir fyrstu kaupendur, námfólk og efnalítið fólk. Fram til þessa hefur Reykjavík borið hitann og þungann af uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis meðan önnur nágrannasveitarfélög sitja hjá.

Greinargerð

Talið er að þörf sé á 3 – 4.000 íbúðum og að byggja þurfi allt að 30.000 íbúðir um land allt næstu 10 árin ef mæta á eftirspurn. Fólksfjölgun er meiri en reiknað var með og má jafnvel ætla að til landsins komi þúsundir erlendra verkamanna til að vinna að uppbyggingu m.a. í ferðamannaþjónustu þegar losað hefur verið um höft og hindranir vegna COVID. Skortur á nýjum íbúðum á hagstæðu verði er eitt stærsta vandamálið á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægt að búa til vettvang allra nágrannasveitarfélaganna til að leggja á ráðin um lausnir til framtíðar.

Almennt vantar meira af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólga vaxið. Verðhækkanir eru m.a. til komnar vegna lóðaskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi.

Sjálfsagt er að þétta byggð og styður Flokkur fólksins þéttingarstefnu upp að skynsamlegu marki en brýna nauðsyn bert til að byggja ódýrara húsnæði fjær borgarmiðjunni. En eins og framkvæmdin hefur verið á þéttingarstefnunni er ljóst að hún hefur leitt til spennu á fasteignamarkaði, mikið til vegna þess að ekki hefur verið léð máls á að gera annað en að þétta.

Hátt verð  þýðir að framboð er ekki nægjanlegt. Auka þarf lóðaframboð.

Litlar íbúðir á þéttingasvæðum eru dýrar. Á þeim hafa hvorki námsmenn, fyrstu kaupendur né þeir sem minna hafa milli handanna efni á. Meirihlutinn í borginni hefur brugðist við þessari staðreynd með varnarræðum. Reynt hefur verið að kenna bönkunum og  verktökum um.

Leiga hækkar í takti við fasteignaverð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með þeim sem segja að brjóta þurfi land undir byggð. Hér er enginn að tala um að borgin eigi að

þenjast mikið út. Horfa má til stækkunar á núverandi hverfum víða um borgina. Alls staðar þar sem fækkað hefur í úthverfum má bæta við og endurnýta innviði jafnhraðan eða auka þá.  Stefna á að gera öll hverfi sjálfbær með blandaðri byggð og atvinnutækifærum.

Þar til Reykjavík sameinast nágrannasveitarfélögunum er nauðsynlegt að skipuleggja byggð í einhverju lágmarkssamkomulagi og að reyna að ná fram ávinningi með skipulagi samgangna og nýrra byggingareita, þvert á sveitarfélagamörk.

 

Borgarstjórn 1. mars 2022

Tillaga Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk
Eldumst heima – sérstök uppbygging svæða

Fjölgun eldri íbúa er eitt af þeim verkefnum sem Reykjavíkurborg þarf að takast á við. Hugmyndir nútímans ganga út á að eldra fólk geti búið sem lengst í eigin húsæði og það er hlutverk okkar í Reykjavíkurborg að aðstoða og skipuleggja slíka byggð.

Töluverður hluti húsnæðis í Reykjavíkurborg hefur ekki verið hugsaður til slíks. Stoðþjónusta er einfaldlega ekki til staðar. Þar þarf að hugsa til útivistar, áhugamála, félagslegrar þjónustu, heilsugæslu o.s.frv. Með slíku er hægt að styðja við að eldast heima.

Ýmis vandamál geta komið í veg fyrir það að eldra fólki líði vel í núverandi húsakynnum. Húsnæðið getur verið of stórt, of dýrt sé að flytja, fólkið vill komast í rólegt umhverfi, langt er í þjónustu við eldri borgara o.s.frv. Þetta er atriði sem við í Flokkur fólksins viljum taka á.

Greinargerð:

Tillaga Flokks fólksins er sú að svæði í borginni verði skipulögð þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind sem plús 60 og jafnvel plús 75 og eingöngu hugsuð út frá þeirra þörfum.

Engin þörf væri fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla eða aðra þjónustu sem hugsuð er fyrir börn og barnafjölskyldur. Einblínt yrði á t.d. útisvæði með mini golfi, skemmtilegum garði eins og Hellisgerði, innisvæði þar sem hægt yrði að koma fyrir verkefnastofu, sameiginlegu svæði, aðstöðu fyrir heimahjúkrun o.s.frv. Svæðið verður að höfða til eldri borgara og hvetja til útivsitar og tómstunda. Aðkoma félaga eldri borgara yrði hér afar mikilvæg. Hugsa mætti sér  minni sérbýli sérhönnuð fyrir þarfir eldri borgara með miðlægum þjónustukjarna. Gönguleiðir og strætisvagnaleiðir yrðu vel hugsaðar með upphituðum skýlum. Gæta yrði að öryggismálum í hvívetna.

Flokkur fólksins leggur til að efnt verði til samkeppni meðal arkitektastofa þar sem að þeim er gefinn kostur á að skipuleggja svæði annars vegar fyrir 60 plús íbúa og hins vegar fyrir 75 plús íbúa. Fyrra svæðið yrði þá með meiri útisvistarmöguleikum en síðara með meiri nærþjónustu eins og heimahjúkrun og sameiginlegu þjónusturými.

Tillagan er felld með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk:

Tillögu Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk hefur verið felld nánast með þeim rökum að þetta sé ekki það sem þessi hópur þarf né vill.
Tillagan gekk út á að farið yrði í samkeppni um sérstaka uppbyggingu svæða víðs vegar sem yrði sérsniðið fyrir eldra fólk. Markmiðið er að gefa sem flestum tækifæri til að geta elst heima hjá sér við góðar aðstæður og er það hlutverk Reykjavíkurborgar að aðstoða og skipuleggja slíka byggð.
Töluverður hluti húsnæðis í Reykjavíkurborg hefur ekki verið hugsaður til slíks. Stoðþjónusta er einfaldlega ekki til staðar. Það þarf að hugsa til útivistar, áhugamála, félagslegrar þjónustu, heilsugæslu o.s.frv. Þjóðin er að eldast og því þurfi að horfa til þess hvernig Reykjavíkurborg ætlar sér að þjónusta eldri borgara sem best. Það er ekki seinna vænna en að fara að hugsa það strax.
Borgarskipulag á að vera lifandi, breytilegt og taka tilliti til allra hópa. Ef að ekki er hugsað til þarfa eldri borgara strax í skipulagi er slíkt einungis ávísun á óþarfa vandamál síðar meir. Flokkur fólksins hefur þegar kynnt þetta mál og rætt við hagsmunasamtök og hugnast mörgum svæði sem þessi.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um deiliskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða – svæði 1, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. desember 2021:

Fram kemur í gögnum að byggja á allt að 8.000 íbúðir þegar allt er komið og er markmið deiliskipulagsins að „sjá til þess að uppbygging svæðisins hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki svæðisins og lágmarka á sjónmengun frá ofanvatnskerfinu í viðtaka, við árbakka Elliðaáa og strandlengju Elliðaárvogs.“ Hér er um öfugmæli að ræða að mati fulltrúa Flokks fólksins. Uppbyggingin eins og hún er hér framsett mun einmitt hafa mikil áhrif á lífríkið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Það á að vera hægt að skipuleggja án þess að þurfa alltaf að ganga á fjörur. Hætta ætti því við landfyllingar. Þétting byggðar tekur of mikinn toll af náttúru. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverðum ósasvæðum hennar. Allt of mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík. Árbakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á borgarlína að skera Geirsnef í tvennt og sá möguleiki því ekki lengur til. Forsendur fyrir þéttingu byggðar eiga ekki að byggjast á að raska lífríkustu svæðum Reykjavíkur.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu  borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins  að myndaður verði formlegur samráðsvettvangur milli Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins um skipulags- og samgöngumál:

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu um samráðshóp um húsnæðisuppbyggingu og samgöngur með fyrirvara um að allir stjórnmálaflokkar borgarstjórnar hefðu þar aðkomu auk fulltrúa frá atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, öðrum samtökum sem nefnd eru í tillögunni og jafnvel fleirum.

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Skóla- og frístundasviði verði falið að búa til aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir ræðu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks og tekur einnig undir margt í bókun meirihlutans í þessu máli. Þetta eru flókin mál og afar viðkvæm. Sýnilegir verkferlar eru afar mikilvægir. Á þessari vakt megum við aldrei sofna.


Bókun Flokks fólksins undar lið 11 við fundargerð 16. desember 2021.

Reykjavíkurborg er beðin um að veita Strætó bs. ábyrgð með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000 þ.kr og vegna lántöku hjá Arion banka hf. að fjárhæð 300.000 þ.kr. Staða Strætó er alvarleg og það er áhyggjuefni. Fram undan eru lántökur upp á 700 milljónir. Minna má á að A-hlutinn er fjárhagslegur bakhjarl fyrirtækja borgarinnar ef í harðbakka slær. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að borgarráð samþykki veð í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar til tryggingar á ábyrgð bs. fyrirtækja. Þetta þarf að horfa á, ekki síst í ljósi þess að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er óviðunandi. Gert er ráð fyrir sjö milljörðum í halla hjá A-hlutanum. Veltufé frá rekstri er neikvætt sem þýðir að tekjur A-hlutans nægja ekki til að greiða útgjöld hans.

 

Bókun Flokks fólksins undir 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. desember og 16. og 18. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 14. desember:

Samkvæmt 3. gr. samþykktar segir: „Þá fer mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð með það verkefni að hafa umsjón með stafrænni umbreytingu“, Fulltrúa Flokks fólksins líst illa á þetta því skort hefur alla gagnrýna hugsun um hvernig verkefnum er forgangsraðað og fé sóað í tilraunir á gæluverkefnum. Allt sem kemur frá ÞON er samþykkt gagnrýnislaust. Fundargerð skóla- og frístundaráðs 14. desember, liður 16: Við lestur svarsins um fjárhagslegan ávinning við sameiningu skóla í norðanverðum Grafarvogi fæst sú upplifun að allir séu ánægðir með þetta fyrirkomulag og breytingar hafi heppnast vel. Hvergi kemur t.d. fram hvað breytingar á mannvirkjum og umferðarmannvirkjum vegna sameiningarinnar kostuðu. Hægt gekk að fá samgöngurnar í lag og nú eru börnin keyrð á milli hverfa. Borgin vill draga úr umferð og mengun, svo þetta er ákveðin þversögn. Liður 18: Það er léttir að fá það staðfest að engum áskriftum á skólamáltíðum hefur verið sagt upp vegna vanskila sem þýðir þá að börn fá að borða þótt foreldrar séu með áskriftina í vanskilum. Af 9.514 útgefnum reikningum í hverjum mánuði fóru 4,2% til Momentum og voru 1,5% ennþá ógreiddir þann 1. nóvember 2021. Ef foreldrar geta ekki greitt safnast dráttarvextir sem elta fátæka foreldra næstu árin.

Borgarstjórn 21. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, samþykktu í borgarstjórn 19. október sl., sbr. lista yfir lagfæringar í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2021, sbr. einnig umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:

Fjallað er um athugasemdir sem komið hafa fram og eru þær flestar vegna byggingarmagns, hæðar húsa, blandaðrar byggðar og svæða fyrir bílastæði. Skipulagsstofnun telur að skerpa þurfi á viðmiðum og reiknireglum um hámarksþéttleika eftir svæðum. En þetta er aðalskipulag, í deiliskipulagi er tekin endanleg ákvörðun um byggingarmagn, hæðir húsa og þéttleika að undangengnu samráðsferli. Þá er komið að samráðsferlisumræðunni sem Flokkur fólksins telur að hefjist of seint í ferlinu. Skipulagsyfirvöld ganga fram án viðhlítandi samráðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um skotveiðisvæðið á Kjalarnesi. Hagsmunum hverra er verið að berjast fyrir í því sambandi? Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst vantar skýr svör. Í sextán ár hafa íbúar Kjalarness mátt þola hljóðmengun sem svæðinu fylgir auk þess sem blý hefur safnast á ströndina og í sjóinn. Aðalskipulagi var breytt á síðustu stundu, íbúar höfðu ekkert tækifæri til athugasemda og samráð var ekkert. Ýmsum brögðum er beitt, allt til að skotvellirnir geti opnað að nýju. Fjöldi kvartana hefur borist til lögreglu og HER sl. sextán ár. Tveir hópar kærðu útgáfu starfsleyfanna í vor. Nú hafa íbúar og íbúasamtök Kjalarness sent erindin til Skipulagsstofnunar og niðurstaða er: það er ekki hlutverk Skipulagsstofnunar að skera hér úr. Borgin ræður.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 8. desember 2021 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1. – Krossmýrartorg á Ártúnshöfða:

Byggja á allt að 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Fram kemur að ,,markmið deiliskipulagsins er að sjá til þess að uppbygging svæðisins hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki svæðisins“ og: „Mikilvægt er að varðveita og vernda lífríki og lágmarka sjónmengun frá ofanvatnskerfinu í viðtaka, við árbakka Elliðaáa og strandlengju Elliðaárvogs.“ Hér er um öfugmæli að ræða. Uppbyggingin eins og hún er hér framsett mun hafa mikil áhrif á lífríkið. Rústa á dýrmætasta svæðinu sem eru fjörurnar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Það á að vera hægt að skipuleggja án þess að þurfa alltaf að ganga á fjörur. Hætta ætti því við landfyllingar. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverðum ósasvæðum hennar. Alltof mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík. Árbakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á borgarlína að skera Geirsnef í tvennt og sá möguleiki því ekki lengur til.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á niðurstöðum opinberrar hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um brú yfir Fossvog:

Kynnt er niðurstaða hönnunarsamkeppni. Tillagan Aldan var valin, öldubrú. Fulltrúi Flokks fólksins telur að tillaga nr. þrjú sé flottari. Í þriðju tillögunni er auga í miðjunni sem gerir hana fallega. Þetta er vissulega mikið mannvirki og tekur án efa mikinn vind og er því ekki verkfræðilega hentugt. En samkeppni sem þessi er rétta leiðin og nú tókst að gera það rétt. Allar þessar þrjár tillögur eru betri en tillögurnar í fyrri samkeppni. Þrjár voru valdar til að vinna til enda og var það gott fyrirkomulag.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. desember 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðum fyrirtækjanna á Ártúnshöfða í Reykjavík, dags. 21. júní 2019:

Óskað er eftir að borgarráð samþykki hjálagðan viðauka við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðum fyrirtækjanna á Ártúnshöfða í Reykjavík. Verið er að tala um að þeir sem eru nú lóðarhafar fái að vera það áfram. Skipulagið er þannig að fyrirtækin eiga að flytja en eigendur þeirra fá að byggja á lóðinni. Nú liggur fyrir að þessar lóðir verða mjög verðmætar og hvað svo? Hverjir fá hagnaðinn af breyttri landnotkun? Samkvæmt fylgiskjali munu núverandi lóðarhafar fá mestallan hagnaðinn. Er það eðlilegt? Öll uppbygging verður á hendi lóðarhafanna sem þá fá hagnaðinn. 600 milljónir eiga að fara í listskreytingar og greiðir borgin 300 milljónir. Þetta snýst um það hve mikið þessi fyrirtæki eigi að fá og hver hlutur borgarinnar sé. Hér mættu fyrirtækin borga meira að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að borgarráð að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar í samstarfi við eignaskrifstofu og fagsvið að hlutast til um að engin bifreið, hvort sem hún er í eigu Reykjavíkurborgar eða tekin á leigu, sé á nagladekkjum:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst líf og heilsa aðalatriðið og þess vegna verður að vega og meta hvenær það er öryggisatriði að vera á nagladekkjum. Öll getum við verið sammála um að ofnotkun nagladekkja sé slæm en þau geti verið mikilvægt öryggistæki í einstökum tilvikum. Hafa skal í huga að nagladekk geta bjargað mannslífum og hafa bjargað lífum. Ofnotkun nagladekkja veldur svifryksmengun og slítur götum sem kallar á meiri kostnað við viðgerðir. Á það skal þó bent að svifryk er einna mest í borginni á sumrin – ekki síst vegna þess að þrifum er ábótavant. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á því að þeir sem eiga sumarhús úti á landi eða ferðast mikið út á land noti nagladekk. Mikilvægt er að hnykkja á því við ökumenn að þeir virði þau tímamörk sem nota má nagladekk. Í vissum tilfellum er það ekki hægt ef veður eru válynd langt fram á vor og fólk á ferð út fyrir borgina. Fulltrúi Flokks fólksins er almennt séð aldrei hrifinn af öfgum. Í öllu þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki. Fræðsla skiptir einnig máli. Sjálfsagt er að höfða einnig til ábyrgðarkenndar fólks.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að borgarráð samþykki endurskipun samstarfshóps um málefni miðborgar til 12 mánaða sbr. hjálagt erindisbréf. Þá er ársskýrsla samstarfshópsins fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar:

Borgarstjóri leggur til að borgarráð samþykki endurskipun samstarfshóps um málefni miðborgar til 12 mánaða sbr. hjálagt erindisbréf. Um er að ræða framlengingu um eitt ár. Í ljósi þess hversu mikið hefur gengið á, t.d. kvartanir um samráðsleysi við rekstraraðila og mikil óánægja sem hefur ríkt um ákvarðanir fyrirkomulags miðborgarinnar og þá einna helst í kringum gerð göngugatna þarf að vinna þessi mál með Miðbæjarfélaginu, með formlegum hætti í gegnum stjórn félagsins. Innan vébanda Miðbæjarfélagsins eru allar elstu og þekktustu verslanir á Laugavegi og veitingahús svo sem Brynja, Guðsteinn, Gleraugnamiðstöðin, Gullkúnst Helgu, Jón og Óskar, Gull og Silfur, Dún og Fiður og Gleraugnasalan Laugavegi 65 sem er elsta starfandi gleraugnabúð landsins. Rossopomodoro veitingahús með 16 ára gamla kennitölu, eina þá elstu í þessari starfsgrein. Svona mætti lengi telja.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að borgarráð staðfesti hjálagðan samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið, dags. 2. desember 2021. Lagt er til að borgarstjóra verði falið fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamninginn:

Samtök sveitarfélaga eru að stofna nýja stofu, Áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirheitin eru háleit svo sem að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta er enn eitt byggðarsamlagsverkefnið og tími er kominn til að borgin hætti slíku samstarfi. Borgin mun greiða 56% en samkvæmt reynslu mun hún litlu ráða í verkefninu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að Reykjavíkurborg veiti Strætó bs. ábyrgð með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs í hlutfalli við eignarhlut Reykjavíkurborgar í félaginu vegna lántöku:

Borgarstjóri leggur til að Reykjavíkurborg veiti Strætó bs. ábyrgð með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000 þ.kr og vegna lántöku hjá Arion banka hf. að fjárhæð 300.000 þ.kr. Staða Strætó er alvarleg og það er áhyggjuefni. Fram undan eru lántökur upp á 700 milljónir. Minna má á að A-hlutinn er fjárhagslegur bakhjarl fyrirtækja borgarinnar ef í harðbakka slær. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að borgarráð samþykki veð í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar til tryggingar á ábyrgð bs. fyrirtækja. Þetta þarf að horfa á, ekki síst í ljósi þess að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er óviðunandi. Gert er ráð fyrir sjö milljörðum í halla hjá A-hlutanum. Veltufé frá rekstri er neikvætt sem þýðir að tekjur A-hlutans nægja ekki til að greiða útgjöld hans.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að magn kaupa á plastmöppum til nota í grunnskólum Reykjavíkurborgar verði lækkað um 15.000 stykki í komandi útboði um kaup á ritföngum fyrir skóla- og frístundasvið. Það magn af plastmöppum verði þessi í stað keypt af Múlalundi, vinnustofu SÍBS, þar sem vilji til slíkra kaupa hefur komið fram. Kostnaður við kaup á 15.000 stykkjum hjá Múlalundi yrði skv. fyrirliggjandi verðtilboði 4.477.500 mkr. (15.000 x 298,5 kr.):

Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í ágúst sl. að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi en fram til þessa hefur Reykjavíkurborg hunsað Múlalund með öllu, ólíkt öðrum sveitarfélögum. Tillagan var þá felld en nú leggur borgarstjóri til að kaup á plastmöppum til nota í grunnskólum Reykjavíkurborgar lækki um 15.000 stykki í komandi útboði um kaup á ritföngum fyrir skóla- og frístundasvið. Plastmöppur verði þessi í stað keyptar af Múlalundi, vinnustofu SÍBS, þar sem vilji til slíkra kaupa hefur komið fram. Auðvitað ber að fagna þessu skrefi en fulltrúi Flokks fólksins vill þó spyrja í tengslum við tillögu borgarstjóra af hverju allt er ekki keypt af Múlalundi og í leiðinni fleiri störf sköpuð innanlands. Það er alltaf biðlisti af fólki sem vill komast í vinnu í Múlalundi.

Bókun Flokks fólksins við við samþykki borgarráðs að leggja fram tillögu á næsta hluthafafundi Félagsbústaða hf. um að hækka hlutafé félagsins um 132.000 þ.kr. Fjárhæðin nemur 16% af stofnverði 19 íbúða sem Félagsbústaðir keyptu á árinu 2020 að fjárhæð 824.050 þ.kr. og ætlaðar eru til útleigu sem félagslegar leiguíbúðir:

Fyrir borgarráði liggur tillaga um að Reykjavíkurborg selji Félagsbústöðum 19 íbúðir af 51 sem keyptar voru árið 2017 til að létta á biðlistum vegna félagslegs húsnæðis. Á síðasta ári höfðu aðrar 19 íbúðir verið seldar á sama hátt. Ýmislegt vekur athygli í þessu sambandi. Í fyrsta lagi má nefna að Félagsbústaðir hafði ekki fjárhagslegt bolmagn á árinu 2017 til að kaupa fyrrgreindar íbúðir þrátt fyrir að rekstrarhagnaður fyrirtækisins skuli hafa verið 7.5 milljarðar samkvæmt ársreikningi þess. Það leiðir glögglega í ljós þá reikningslegu „froðu“afkomu sem er að finna í ársreikningi Félagsbústaða og fæst með því að tekjufæra endurmat á verðmæti íbúða í eigu Félagsbústaða. Í öðru lagi gengu kaup Reykjavíkurborgar á fyrrgreindum íbúðum gegn öllum þeim grundvallarreglum sem stofnun Félagsbústaða byggði á. Þær gengu út á nauðsyn þess að hafa allar íbúðir í félagslega kerfinu undir einni stjórn. Í þriðja lagi vekur það athygli að það skuli hafa verið kallaðir til tveir fasteignasalar til að verðmeta umræddar íbúðir samkvæmt markaðsvirði. Ætlar Reykjavíkurborg að hagnast á því að selja Félagsbústöðum fyrrgreindar íbúðir? Nauðsynlegt er að fyrir liggi samanburður á verðhækkun fyrrgreindra íbúða annars vegar frá kaupum Reykjavíkurborgar á þeim og hlutafjáraukningu Reykjavíkurborgar í Félagsbústöðum hins vegar svo niðurstaðan liggi ljós fyrir.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  íþrótta- og tómstundasviðs, dags 10. desember 2021, um tillögur starfshóps um tennishús í Laugardal, ásamt fylgiskjölum:

Hér er um nokkuð stóra framkvæmd að ræða sem vonandi hindrar ekki aðrar framkvæmdir um framtíðaruppbyggingu Laugardalsins.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 14. desember 2021 um framlag vegna skólavistar reykvískra nemenda í Arnarskóla skólaárið 2022-2023:

Nú leggur skóla- og frístundasvið það til að borgarráð samþykki að hámarksfjöldi nemenda í Arnarskóla verði 11 árið 2021 til 2022 og er það fjölgun um 4. Lokað er á sama tíma fyrir að greitt verði framlag fyrir fleiri. Fulltrúa Flokks fólksins finnst kannski ekki alveg hægt að loka fyrir umsóknir með svo stífum hætti. Það gæti komið umsókn nemanda sem er afar brýnt að fái skoðun og samþykki í Arnarskóla. Þetta er vissulega dýrt úrræði fyrir borgina sem styður tillögu fulltrúa Flokks fólksins að Reykjavíkurborg þyrfti að eiga og reka sambærilegt úrræði. Þegar horft er til reglna skiptir mestu að þær séu sanngjarnar og sveigjanlegar. Hagsmuni barns skal ávallt hafa að leiðarljósi og að í reglunum ætti að felast ákveðinn sveigjanleiki og tillitssemi gagnvart foreldrunum.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu um óvissustig almannavarna vegna Log4j veikleikans:

Ekki er ljóst út á hvað þessi liður gengur sem heitir óvissustig almannavarna vegna Log4j. Að allt sé gott og áfram eigi að fylgjast með?

Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst þá er hér um að ræða einhverskonar vangaveltur eða kynningar í kjölfar skoðunar öryggismála í netkerfum Reykjavíkur í kjölfar öryggisgallans sem varð vart við um allan heim fyrir nokkrum dögum. Það er vissulega mikilvægt að yfirfara kerfi borgarinnar hvað þetta varðar og vonandi er hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði sérstakur öryggisstjóri.

Bókun Flokks fólksins við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur:

Enn er borgin dæmd fyrir mistök í samskiptum við fólk. Það eru tugir milljóna sem farið hafa í skaðabætur vegna framkomu borgarinnar við fólk. Getur hjálpað að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem sjá um samskipti eða hvað er hægt að gera til að draga úr svona málum?

Bókun Flokks fólksins við bréfi við 3. lið  fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. desember 2021:

Skýrslur lagðar fram um aðgengisúttekt á opnum leiksvæðum. Úttektir sem þessar eru afar mikilvægar. Tekið er undir mikilvægi þess að upplýsa aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks og/eða eftir atvikum stofnanir borgarinnar um að slíkar úttektir séu fyrirhugaðar. Á opnum leiksvæðum þurfa að vera leiktæki fyrir smærri börn og aðgengi þarf að vera gott og vel merkt. Foreldrar sem eru bundnir í hjólastól þurfa að geta fylgst með börnunum sínum á leikvellinum. Skoða þarf breidd stétta og að halli uppfylli lágmarkskröfur. Einnig að það sé pláss fyrir hjólastóla og göngugrind eða barnavagna við hlið bekkja.

 

Bókun Flokks fólksins við 5. lið fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins er reyndar ekki sammála því að komið hafi verið nægjanlega mikið til móts við athugasemdir íbúa sem mótmæltu hæð byggingar og svo miklu byggingarmagni í Mjódd. Það munar á 4 hæðum og 7 og má telja afar líklegt að miðað verði við efri mörk viðmiðsins sem er 7 en ekki 4 hæðir. Hundruð íbúa stóðu að baki þessum athugasemdum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að fá ítarlegri svör en segir í svörum að forsendur, kynningarferlis og skipulagsgerðar fyrir Mjódd liggi fyrir í aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og vinna eigi skipulagslýsingu þar sem farið verður yfir fjölda íbúða, hæðir húsa, þéttleika eða umfang. Óttast er að ekki verði nægjanlega mikið tekið tillit til óska íbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við 10. lið fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar að umsagnarfrestur vegna tillagna um hverfisbreytingar Bústaða- og Háaleitishverfis verði samþykktur og jafnvel að hann verði mun lengri en rætt er um sem er í byrjun janúar. Íbúar í þessu hverfi eru virkilega áhyggjufullir. Þær hugmyndir sem liggja fyrir gefa til kynna að þrengja eigi verulega að þessari gömlu grónu byggð og að Bústaðavegi. Áður en þessi drög lágu fyrir eða vinnutillögur hefði þurft að hafa meira samráð og samtal við íbúana. Svokallað samráð hefst of seint í ferlinu. Samráð og samtal þarf að vera frá byrjun. Það er mjög sennilegt að fólk vilji ekki að gengið sé svona langt í þéttingunni og þrengingu að Bústaðavegi. Vissulega má víða þétta en þetta er spurning um hóf og skynsemi og varar fulltrúi Flokks fólksins við að farið sé gegn vilja þorra íbúa í þessum málum. Þá er betra að fara sér hægar enda er hvorki himinn né jörð að farast þótt almennilegur frestur verði veittur til að senda athugasemdir. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt og réttlátt gagnvart íbúum að lengja frestinn fram yfir kosningar.

 

Bókun Flokks fólksins við 1. lið fundargerð öldungaráðs frá 6. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir fögnuð öldungaráðs að hjúkrunarheimili rísi við Mosaveg í Reykjavík og ítrekar mikilvægi þess að ekki verði frekari tafir á því verkefni. Miðað við þann fjölda fólks sem bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili með samþykkt færni- og heilsumat er mikilvægt að nýtt hjúkrunarheimili rísi í Reykjavík. Þessi mál eru því miður í miklum ólestri og má kenna bæði ríki og borg um. Tryggja þarf að þeir sem ekki geta dvalið heima þrátt fyrir víðtæka heimaþjónustu og heimahjúkrun fái pláss á hjúkrunarheimilum. Einnig er mikilvægt að efla heimastuðning því ef þjónustuþáttum væri fjölgað og aðrir dýpkaðir myndu fleiri geta búið lengur heima. Horfa þarf til fleiri úrræða og fjölbreyttari, t.d. sveigjanlegrar dagdvalar sem millilið. Það er vilji flestra að vera sem lengst heima og er það hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Þeir sem þurfa pláss á hjúkrunarheimilum verða að fá pláss í stað þess að þurfa að vera á Landspítala vikum eða mánuðum saman vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Umfram allt má ekki setja öll eggin í eina körfu. Fleiri tegundir úrræða þyrftu að vera til staðar í samræmi við aldursþróun þjóðarinnar.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvaða kröfur um þekkingu, hæfni og reynslu núverandi meirihluti gerir til þeirra sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórnum bs. fyrirtækja og samkeppnisfyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvaða kröfur um þekkingu, hæfni og reynslu núverandi meirihluti gerir til þeirra sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórnum bs. fyrirtækja og samkeppnisfyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Má þar nefna fyrirtæki eins og SORPU og Malbikunarstöð Reykjavíkur. Spurt er hvort þess sé krafist að þeir sem sitja í stjórn fyrir hönd Reykjavíkur leggi fram ferilsskrá, hafi víðtæka reynslu í þeim verkefnum sem fyrirtækin sinna, hafi reynslu af rekstri fyrirtækja, þurfi að sýna fram á menntunarkröfur eða annað. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir því að ef slík gögn um hæfiskröfur eða hæfi stjórnarmanna eru til staðar að þau verði lögð fram. MSS21120225

Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um nýlega skýrslu um ástand 136 leik- og grunnskóla og frístundaheimila í eigu Reykjavíkurborgar:

Fyrirspurnir Flokks fólksins um nýlega skýrslu um ástand 136 leik- og grunnskóla og frístundaheimila í eigu Reykjavíkurborgar. Skýrslan er svört svo vægt sé til orða tekið. Ástandið er slæmt sem rekja má til áralangrar uppsafnaðrar viðhaldsþarfar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig skóla- og frístundasvið og meirihlutinn hyggst bregðast við þessum niðurstöðum. Hvernig á t.d. að bregðast við lélegri hljóðvist sem gengur eins og rauður þráður í gegnum eignirnar 136 því flestir skólar kvarta undan lélegri hljóðvist og hvenær verður það gert? Fram kemur að víða eru hættur í leik- og grunnskólum sem dæmi þá þarf að laga skógrindur í fataklefum þannig að yngstu börnin festi ekki fætur í þeim og slasist. Þetta kallar á viðbrögð strax. Byrgja verður brunninn áður en barn dettur ofan í hann. Í Lindarborg hefur orðið vart við rottugang undir gólfplötu kjallara. Hefur verið brugðist við þessu? Önnur hætta getur skapast af stiga frá 3. hæð að 4. hæð í Laugarnesskóla en hann er óþægilega brattur. Að sögn stjórnenda hafa orðið slys á fólki í stiganum. Í Langholtsskóla er upprennandi vandamál sem minnir ansi mikið á Fossvogsskóla. Hvenær verður gengið í viðgerðir þar? Fulltrúi Flokks fólksins vill fá svör um hvenær bregðast eigi við þessu og þá fyrst af öllu aðstæðum sem geta valdið slysum og einnig myglu og raka sem leiðir til veikinda eins og alþekkt er í mörgum skólum borgarinnar. MSS21120232

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins öryggismál þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Í borgarráði er liður sem heitir óvissustig almannavarna vegna Log4j. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst þá eru hér um að ræða einhverskonar vangaveltur eða kynningar í kjölfar skoðunar öryggismála í netkerfum Reykjavíkur í kjölfar öryggisgallans sem varð vart við um allan heim fyrir nokkrum dögum.

Þá er kannski rétt að spyrja hvort það sé búið að yfirfara kerfi borgarinnar hvað þetta varðar. Er ekki einhver sérstakur öryggisstjóri hjá ÞON? Hver er raunveruleg staða öryggismála ÞON / RVK? MSS21120233

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

 

Borgarráð 16. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Breytingar á gjaldsvæði bílastæða í Reykjavík, tillaga:

Skipulagsyfirvöld leggja til að stækka gjaldsvæði 1 sem er dýrasta gjaldskyldusvæðið. Verið er að þrengja sífellt meira að þeim sem þurfa nota bíl til að fara ferða sinna og eiginlega þykir fulltrúa Flokks fólksins nóg komið af álögum á borgarbúa sem í þessu tilfelli koma verst niður á þeim sem búa fjarri miðbænum og langar að heimsækja miðbæinn endrum og sinnum. Tekið er undir að gott er að koma bílum sem mest af götum en fram kemur í gögnum að bílastæðahúsin eru lítið nýtt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að margt má gera til að auka nýtingu bílastæðahúsa t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu, aðlaðandi umhverfi og lækka gjaldið. Eldra fólk forðast bílastæðahús.Óttast er að með þessari aðgerð fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólk sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.


Bókun Flokks fólksins við liðnum: Nýtt leiðarnet strætó, kynning

Borgarlína er ekki að koma næstu misseri og þess vegna þarf að leysa brýnustu vandamál á leiðum strætó. Nefna má Norðlingaholtið. Strætó keyrir ekki inn að skólanum en tillaga í Nýju leiðaneti er að breyta því. Ítrekaðar ábendingar og kvartanir hafa verið lagðar fram sem Strætó bs hefur hunsað. Margar snúa að öryggismálum í kringum skólann. Sagt er að þau mál séu komin inn á borð hjá borginni. En er lausn í sjónmáli?
Einnig stendur til að strætó hætti að aka hringinn í Norðlingaholti og að þar verði aðeins ein stoppistöð. Þá verður ansi langt að fyrir þá sem búa fjærst stoppistöðinni að taka strætó. Loks má nefna vanda með tengingar milli Árbæjar og Breiðholts eftir kl. 9 á morgnana. Leið 51 stoppar í Norðlingaholti og keyrir Breiðholtsbraut í Mjódd en hún er ekki á mikilli tíðni. Krakkar sem eru á ferð eftir 9 missa af tengivagni yfir í Breiðholtið og munar nokkrum mínútum. Þetta væri hægt að laga með betri tímastillingu. Almennt er tenging milli þessara stóru hverfa, Árbæ, Grafarholts og Breiðholts slæm en tenging austur, vestur er betri. Ekki er nægilegt að vera með góða tengingu að miðbænum.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, tillaga:

Fjallað er um athugasemdir sem komið hafa fram og er þær flestar athugasemdir vegna byggingarmagns, hæð húsa, blandaða byggð svæði fyrir bílastæði.
Skipulagsstofnun telur að skerpa þurfi betur á viðmiðum og reiknireglum um hámarksþéttleika eftir svæðum. En þetta er aðalskipulag, í deiliskipulagi er tekin endanleg ákvörðun um byggingarmagn, hæðir húsa og þéttleika að undangengnu samráðsferli. Þá er aftur komið að samráðsferlisumræðunni sem Flokkur fólksins telur að hefjist of seint í ferlinu. Skipulagsyfirvöld ganga fram án viðhlítandi samráðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um skotveiðisvæðið á Kjalarnesi. Hagsmunum hverra er verið að berjast fyrir í því sambandi? Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst vantar skýr svör. Í 16 ár hafa íbúar Kjalarness mátt þola hljóðmengun sem svæðinu fylgir auk þess sem blý hefur safnast á ströndina og í sjóinn. Aðalskipulaginu var breytt á síðustu stundu, íbúar höfðu ekkert tækifæri til athugasemda og samráð var ekkert. Ýmsum brögðum er beitt, allt til að skotvellirnir geti opnað að nýju. Fjöldi kvartana hafa borist til lögreglu og HER sl. 16 ár. Tveir hópar kærðu útgáfu starfsleyfanna í vor. Nú hafa íbúar og íbúasamtök Kjalarness sent erindin til Skipulagsstofnunar og niðurstaða er: Það er ekki hlutverk Skipulagsstofnunar að skera hér úr um. Borgin ræður.

Bókun Flokks fólksins við tillögu verkfræðistofunnar Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga:

Arnarnesvegurinn er afleit framkvæmd og eingöngu gerð til að þjónusta Kópavogsbúa. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni. Athyglisvert er að sjá að nú eigi nýr trjágróður að falla að þeirri plöntusamsetningu sem er fyrir í Elliðaárdalnum og val á tegundum skal unnið í samráði við deild Náttúru og garða á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Það stefnir í, samkvæmt fyrri reynslu, að þessi framkvæmd verði sögð auka líffræðilega fjölbreytni. Svo er enn bent á að ekki á að gera nýtt umhverfismat. Útskýrt með því að framkvæmdir við Arnarnesveg hafi í raun byrjað árið 2004 og ákvæði 12. gr. laganna því ekki við í þessu máli og “þar með þurfi ekki að gera nýtt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar”. Það er mjög sérkennilegt. Sérstaklega þar sem núverandi borgarstjórn vísar sífellt í mikilvægi verndunar umhverfis og grænna áherslna. Eiga svona glufur í lögunum virkilega að ráða skipulagsstefnu borgarinnar?Umferðarspá um Arnarnesveg er augljóslega röng. Núverandi umferð um Vatnsendaveg er 18.000 bifreiðar, en eingöngu er gert ráð fyrir 13.500 bifreiðum um Arnarnesveg sem verður fjögurra akreina stofnbraut. Getur verið að spáin sé viljandi röng til að komast hjá nýju umhverfismati?

 

Bókun Flokks fólksins við Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi

Lögð er fram tillaga meirihlutans að breytingu á deiliskipulagi sem er tilkomin vegna vegna fyrirhugaðrar gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan skipulagssvæðis. Arnarnesvegurinn verður til þess að minnka þarf skipulagssvæði Elliðaárdalsins. Með öðrum orðum. Það er verið að ganga á Elliðaárdalinn. Arnarnesvegurinn skiptir ekki aðeins máli fyrir þróunarmöguleika fyrirhugaðs Vetragarðs, umhverfi og þróunarmöguleikum Vatnsendahvarfs heldur líka á efri hluta Elliðaárdals. Samt sem áður má ekki gera nýtt umhverfismat. Hverjir eru hagsmunir borgarinnar?

Bókun Flokks fólksins við Umræða um framlengingu á umsagnar-fresti vegna Hverfisskipulags Háaleitis- og Bústaðahverfis:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar að umsagnarfrestur vegna tillagna um hverfisbreytinga Bústaða- og Háaleitishverfis verði samþykktur og jafnvel að hann verði mun lengri en rætt er um sem er í byrjun janúar. Íbúar í þessu hverfi eru virkilega áhyggjufullir. Þær hugmyndir sem liggja fyrir gefa til kynna að þrengja eigi verulega að þessari gömlu grónu byggð og að Bústaðarvegi. Áður en þessi drög lágu fyrir eða vinnutillögur hefði þurft að hafa meira samráð og samtal við íbúanna. Svokallað samráð hefst of seint í ferlinu. Samráð og samtal þarf að vera frá byrjun. Það er mjög sennilegt að fólk vilji ekki að gengið sé svona langt í þéttingunni og þrengingu að Bústaðavegi. Vissulega má víða þétta en þetta er spurning um hóf og skynsemi og varar fulltrúi Flokks fólksins við að farið sé gegn vilja þorra íbúa í þessum málum. Þá er betra að fara sér hægar enda er hvorki himinn né jörð að farast þótt almennilegur frestur verði veittur til að senda athugasemdir. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt og réttlátt gagnvart íbúum að lengja frestinn fram yfir kosningar?

Bókun Flokks fólksins við liðnum umsagnarbeiðni Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 29. nóvember 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulags- og samgönguráðs um skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur:

Skýrslan gefur mynd af stöðu undirganga undir umferðaræðar. Göng eru alls 51. Fram kemur að víða má bæta úr, svo sem merkingar, lýsingu, göngurampa. Bæta aðstæður þeirra sem eru með sérþarfir, t.d. þeir sem ekki sjá vel eða eiga erfitt um gang. Víða er skortur á almennu viðhaldi. Mörg dæmi eru um að bratti upp úr og ofan í undirgöng er alltof mikill og kemur það sér sérstaklega illa fyrir þá sem nota hjólastóla og auðvitað þá sem eru á hefðbundnu hjóli. Innkoma í göngin eru oft illa merkt, fólk sér ekki auðveldlega hvar á að fara inn. Undirgöng og viðhald þeirra eru kannski þess leg að auðvelt er að gleyma þeim. Fólk fer í gegn en gerir kannski ekki mikið úr því þótt allt sé útkrotað eða sóðalegt. Mikilvægt er að gera einnig úttekt af þessu tagi á vetrartímanum þegar farið er að rökkva því þá sjást aðrir hlutir betur. Fulltrúi Flokks fólksins vill láta skoða hvort setja ætti öryggismyndavélar í undirgöng. Margir eru hræddir við að nota þau en ef myndavélar væru gæti það skapað öryggiskennd. Myndavélar hafa líka fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðgengismál þriggja hjóla barnavagna, umsögn –

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að gerðar verði breytingar á slóðum þannig að hægt verði einnig að fara með þriggja hjóla barnakerrur um þær. Tillagan er felld og þykir efni hennar greinilega ekki mikilvægt. Hér er um að ræða hverfi sem er að mörgu leyti í miklum ólestri þrátt fyrir að vera orðið 15 ára. Úlfarsárdalur er langt því frá að vera sjálfbær eins og til stóð. Íbúar þurfa að sækja alla vinnu utan hverfis og ná í mjólkurpottinn einnig í næsta hverfi. Samt er þrýst á að þeir leggi bílum sínum og hjóli eða gangi helst allar leiðir. Nú er verið að steypa slóða sem eru gamaldags, oft lagðir í mikla brekkur og þurfa börn að bera hjól sína upp og niður stigana. Einnig eru brautir steyptar þannig að útilokað að fara um þær með þriggja hjóla kerru. Skipulagsyfirvöld borgarinnar verða að fylgjast með nýjungum en verk ganga svo seint að þegar verkin eru loks framkvæmd eru þau úrelt eða gamaldags.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um lóðir á Kjalarnesi:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr um lóðir á Kjalarnesi. Fulltrúa Flokks fólksins skilst að það hafi verið óskað eftir byggingarleyfum fyrir íbúðasvæði á Kjalarnesi en ekki verið leyft. Einhverjar lóðir eru þar lausar en ekki fengist leyfi. Óskað er eftir upplýsingum um hve mörgum umsóknum hefur verið hafnað um byggingu einbýlis og raðhúsa á Kjalarnesi síðustu misseri. Hafa skal í huga að það vilja ekki allir búa í blokk á þéttingarsvæðum auk þess sem blokkaríbúðir á þéttingarreitum, jafnvel þær minnstu eru dýrar og ekki fyrir námsmenn, fyrstu kaupendur hvað þá efnaminna fólk að fjárfesta í.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsstafir við Vonarstræti og Lækjargötu

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hverju það sæti að fæst að því sem lagt var upp með á þessu tímabili stenst tímaáætlun. Óskað er eftir að rýnt verði í hvað veldur og fulltrúi Flokks fólksins fái skrifleg svör. Nýlega bárust fregnir að því að Reykjavíkurborg hafi framlengt leyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til 30. apríl 2022. Vestari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna. Þess vegna verða umferð/umferðarþrengingar þarna óbreyttar. Þær aðstæður sem þarna eru skapa slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Spurt er hvort ekki megi hagræða á þessu svæði með öðrum hætti þrátt fyrir framkvæmdirnar? Sem dæmi mætti minnka vinnusvæðið til muna. Það hótel sem þarna rís opnar tveimur árum síðar en áætlað var. Kórónuveirufaraldur er sagður ein af ástæðum tafa þrátt fyrir að meirihlutinn lagði mikla áherslu á að hraða skyldi framkvæmdum sem aldrei fyrr til að tryggja atvinnu í COVID.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

 

Skipulags- og samgönguráð 15. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 8. desember 2021, á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt, ásamt fylgiskjölum:

Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi meingölluðu skipulagi. Er það eðlilegt að annað sveitarfélag sé að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag mun fara yfir mörkin í umferðarspá í umhverfismatinu frá 2003. Verður ekki að gera nýtt umhverfismat? Einnig má spyrja af hverju það hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. desember 2021 á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, ásamt fylgiskjölum:

Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að nokkur útivist verði á svæðinu. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru í Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er sleginn yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem viðkemur Arnarnesveginum. Kópavogur vill stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgunarsvæði verður stórt og það svæði verður að fullu nýtt, mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleika Vetrargarðsins. Kópavogur vill hafa áhrif á skipulagið og virðist hugsa einungis um eigin hagsmuni. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna Vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur? Af hverju er ekki hægt að skoða að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. desember 2021 á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt:

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði í nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga. Hentar kannski hagsmunum og kosningaloforðum bæjarráðs Kópavogs, en framkvæmdin mun koma sér illa fyrir íbúa Breiðholts. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Veglagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Íbúaráð Breiðholts og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð og Arnarnesvegur mun auka á vandann.

 

Bókun Flokks fólksins við  bréfi borgarstjóra, dags. 7. desember 2021, varðandi ársfjórðungsskýrslu borgarvaktar í velferðar- og atvinnumálum fyrir júlí til september 2021:

Eins og fram kemur í skýrslunni hefur orðið gríðarleg aukning umsókna um skólaþjónustu allt frá 2020. Langur biðlisti eftir fagþjónustu skólaþjónustunnar hefur reyndar verið árum saman en fyrir COVID stefndi í sögulegt hámark hans. Á þriðja ársfjórðungi fækkaði umsóknum eilítið í júlí borið saman við júlí 2020 en síðan varð aftur aukning í ágúst og september samanborið við sömu mánuði árið 2020 en nokkuð hefur dregið úr aukningunni borið saman við fyrra hluta ársins 2021. Um 1680 börn bíða aðstoðar. Ekki hefur verið brugðist við þessari fjölgun nema að litlu leyti. Sálfræðiþjónusta og þjónusta talmeinafræðinga er ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borgarstjórn. Það viðbótarfjármagn sem veitt hefur verið í málaflokkinn á árinu er dropi í hafið og sér varla högg á vatni í stóra samhenginu. Naumt er skammtað og eins mikið og meirihlutinn segir að þetta sé hið versta mál er ekki verið að gera mikið meira til að eyða biðlistum. Á meðan bíða börnin lon og don með ófyrirséðum afleiðingum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að ráðinn verði nægjanlegur fjöldi fagaðila til að eyða biðlistum og mun það kalla á hækkun fjárheimilda til velferðarsviðs um 200 milljónir.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. desember 2021, varðandi umbótaverkefni á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum:

Umbótaverkefni á Kjalarnesi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að gerð ofanflóðahættumats gagnvart mannvirkjagerð hljóti að vera afar brýnt og í framhaldi verði unnið að áhættumati útivistarsvæða á Kjalarnesi og vöktunaráætlun vegna snjóflóða- og skriðufallahættu. Einnig útfærsla Miðgarðs á félagsstarfi eldri borgara á Kjalarnesi, skipulagning námskeiða, sætaferðir fyrir eldri borgara á milli Fólkvangs á Kjalarnesi og Grafarvogs, kortlagningu stígakerfis og útfærslu og samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Styrkir eru veittir í sum þessara verkefna eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. En hvar er samráðið? Það virðist ekki hafa verið haft neitt raunverulegt samráð við íbúana.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. desember 2021, varðandi lýðheilsumat á áhrifum COVID-19 faraldursins á heilsu og líðan í Reykjavík:

Fram kemur í kynningunni að skjátími barna í 5.-7. bekk jókst á tímum faraldursins, hækkun var á hlutfalli barna sem eyðir 3 tímum eða meira á dag á samfélagsmiðlum eða í tölvuleikjum. Óhófleg skjánotkun hefur neikvæð áhrif á margt, m.a. námsárangur og svefn. Velferðaryfirvöld geta beitt sér með ýmsum hætti til að hjálpa foreldrum að draga úr skjánotkun barna sinna. Gott fræðsluefni/námskeið og hvatning getur eflt foreldra í uppeldinu og styrkt þá í að setja mörk á skjánotkun barna sinna hvern dag. Með aukinni þekkingu eru foreldrar betur undirbúnir til að geta tekist á við skjáhegðun barna sinna. Annað sem veldur áhyggjum er að fram kom að börn hreyfðu sig minna og færri stunduðu íþróttastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvernig velferðar- og skóla- og frístundasvið hyggjast bregðast við þessu. Nú er það svo að ekki allir foreldrar hafa efni á að greiða fyrir tómstundaiðkun barna sinna. Í nýlegri skýrslu Barnaheilla kemur fram að um 19% segjast ekki geta greitt fyrir íþróttir eða tómstundir barna sinna. Við þessu þarf að bregðast.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra að samþykkt verði tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eigna ohf. frá 27. september 2021 um að stofnað verði verkefnafélag um coda terminal verkefni CarbFix ohf. að því gefnu að fyrir liggi ótvíræð lagaheimild fyrir rekstri þess:

Stofnun dótturfélaga Carbfix hf. Í þessu máli á að flýta sér hægt. Að binda kolefni með efnafræðilegum ferlum kostar sitt. Þetta gera allar ljóstillífandi plöntur og það kostar lítið. Kolefnisbindingu má því ná með skógrækt. Væri ekki gott til samanburðar að reikna út hvað það kostar að planta trjám allt frá Elliðavatni upp að Hengli og Bláfjöllum? Fulltrúi Flokks fólksins er þó ekki að setja sig gegn þessu heldur aðeins að benda á hina möguleikana. Í málum sem þessum þarf að hafa alla anga úti og leita allra leiða.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. nóvember 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samþættingu kerfa og gögn Reykjavíkurborgar, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. október 2021:

Spurt var um samþættingu kerfa í tengslum við nýtt fjárhagsumsóknarkerfi. Það kerfi kostaði 100 m.kr. og var sett fólk í verkið í 6 mánuði til að vinna með hugbúnaðarfyrirtækinu. Þessa 6 starfsmenn þurfti að að taka úr öðrum verkefnum á meðan sem þýddi auðvitað aukið álag á annað starfsfólk. Hér er því velt upp enn og aftur hvort þjónustu- og nýsköpunarsvið hafi farið hagkvæmustu leiðina? Fulltrúi Flokks fólksins hefur marggagnrýnt að þjónustu- og nýsköpunarsvið hafi ekki farið fyrr í samstarf við þá aðila sem komnir eru með þær lausnir sem hér um ræðir og farnar eru að virka úti í samfélaginu.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs við tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs 18. nóvember 2021, um að skrifað verði undir yfirlýsingu um orkuskipti í samgöngum:

Tillagan hefur verið felld. Slíkt er að mati fulltrúa flokks fólksins ekki í anda þess sem meirihlutinn hefur boðað. Flestir flokkar í núverandi meirihluta stæra sig þannig af því fyrir kosningar að hafa skorað vel í sólarkvarða ungra umhverfissinna. Þar er lögð áhersla á að umhverfismál virði engin landamæri, samvinna sé nauðsynleg til að vinna á þessari ógn. Á tyllidögum er talað um að allir þurfi að leggja hönd á plóg og núverandi meirihluti notar óspart orðið grænar áherslur. Engu að síður vill meirihlutinn ekki tileinka sér svo sjálfsagðan hlut sem það er að skrifa undir Hreinn, 2 og 3. Tillögu sem tekur á einu stærsta framlagi okkar til kolefnisjöfnunar sem er orkuskipti í samgöngum. Tillögunni er einfaldlega vísað frá án umræðu eða skýringa. Er það græn áhersla að vísa þessu máli frá án umræðu? Eru einhver mál mikilvægari í dag en umhverfismál? Flokkur fólksins vill að allir taki þátt í umhverfismálum og að þau séu þvert á alla flokka, fólk og fyrirtæki. Dropinn holar steininn.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 29. nóvember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bið vegna innleiðingar rafrænna undirritana, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember:

Þakkað er fyrir svarið og fræðsluna um lagalega forsögu rafrænna undirskrifta á Íslandi. Það breytir því samt ekki að fulltrúa Flokks fólksins finnist eins og allar þessar lögfræðiskýringar hljómi eins og að verið sé að gefa í skyn að þær séu óbeint ástæða þess að Reykjavíkurborg skuli ekki enn hafa innleitt þessa lausn, lausn sem sparar bæði tíma og pappír. Rafrænar undirskriftir hafa verið í almennri notkun á Íslandi í mörg ár. Bankar, tryggingafélög, fyrirtæki og stofnanir hafa verið að notast við rafrænar undirskriftir lengi. Það vekur þess vegna undrun hversu langt á eftir Reykjavíkurborg virðist vera hvað þetta varðar. Við upphaf þessa kjörtímabils lá fyrir að staða upplýsingamála hjá borginni var slæm. Það var staðfest í skýrslu úttektar Capacent, skýrslu sem aldrei varð opinber. Engu að síður, nú rúmum þremur árum seinna, er staðan ekki mikið skárri þótt eitt og annað sé sagt vera í farvatninu. Úrvinnsluhraði verkefna er einfaldlega á hraða snigilsins, að atriði eins og rafræn undirskrift skuli ekki vera orðin algild venja í borgarkerfinu er með ólíkindum. Minnt er á að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur notast við rafrænar undirskriftir í bráðum 10 ár.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 2. desember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samstarf við Ríkiskaup vegna kaupa á Microsoft hugbúnaðarleyfum og endurnýjun miðlægra innviða, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. nóvember 2021.

Fram kemur í svari að Reykjavíkurborg sé með nákvæmari skilgreiningar á hugbúnaðarleyfum sem eiga að gefa borginni hagstæðari innkaupasamninga við Microsoft heldur en við Ríkiskaup. Einnig er tekið fram í svari að Reykjavíkurborg sé á einhvern hátt öðruvísi en ríkið hvað varðar skólaleyfi og annað. Þetta þykir fulltrúa Flokks fólksins einkennileg alhæfing. Undir ríkinu og Ríkiskaupum er eflaust að finna mikið magn skólaleyfa hvað hugbúnað varðar, skyldi ætla. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að trúa þeim útskýringum sem settar eru fram í þessu svari þ.e. að Reykjavíkurborg sé að landa betri samningum en ríkið hvað þetta varðar. Ástæða er til að skoða þessi mál enn frekar með fyrirspurnum beint til Ríkiskaupa.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um erlenda ráðgjöf og fjölda sérfræðinga vegna hugmyndavinnu og hönnunar sl. 2 ár, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að þjónustu- og nýsköpunarsvið sé búið að eyða allt of miklum fjármunum í kaup og áskriftir á erlendri ráðgjöf. Kostnaður telur tugi milljóna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fullan skilning á því að það geti komið upp þörf á innlendum og erlendum ráðgjafarkaupum, en telur að slík ráðgjafarkaup eigi að tengjast ákveðnum verkefnum til styttri tíma en ekki til langframa eins og reyndin er með þjónustu- og nýsköpunarsvið. Það kemur fram í svari að sviðið (áður skrifstofa þjónustu og reksturs) hafi byrjað áskrift að ráðgjöf Gartner Group á Írlandi árið 2011 sem þýðir að í heilan áratug hefur Gartner Group á Írlandi haft töluverð afskipti af skipulagi og rekstri þessarar einingar Reykjavíkurborgar. Þjónustu- og nýsköpunarsvið fékk falleinkunn 2018 þegar svört skýrsla Capacent lá fyrir. Nú þegar 2022 er að ganga í garð er sérkennilegt að staða upplýsingamála í borginni sé ekki betri þrátt fyrir áralöng ráðgjafarkaup af Gartner Group á Írlandi. Flest er enn í farvatninu, í tilrauna- og þróunarfasa og aðeins sárafá verkefni í innleiðingu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr sig þess vegna þeirrar spurningar hvort öll þessi aðkeypta erlenda ráðgjöf sviðsins undanfarinn áratug, hafi hreinlega verið peninganna virði.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um prófanir á nýju skjalavistunarkerfi og kostnað, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. september 2021:

Spurt er hvort skipulagðar prófanir á Hlöðunni og öðrum  kerfum sem komu til greina eftir að útboð áttu sér stað innan ÞON áður en ákveðið var að kaupa þetta kerfi? Í svari kemur fram að allt virðist hafa verið gert rétt og allar prófanir gerðar.
Engu að síður er t.d. Hlaðan búin að sýna alvarlega  öryggisgalla og því hefur innleiðing tafist von úr viti. Nú fyrst er byrjað að innleiða Hlöðuna og ekkert er fast í hendi með hvernig það muni ganga. Í raun er hægt að segja hvað sem er í svörum og í kynningum er nánast fullyrt að það sem ÞON er að gera sé á heimsmælikvarða! Hvað á maður að halda?
Það eru margir þættir sem þarf að skoða varðandi þetta og skýringar sviðsstjórans einar og sér duga varla til þess að sjá heildarmyndina. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að innri endurskoðun eigi að fara gaumgæfilega ofan í saumana á þessu og reikna dæmið til enda að öllum forsendum gefnum. Það hafa farið ævintýralega háar upphæðir í ótrúlegustu hluti sem ekki hafa skilað úrlausnum.

Bókun Flokks fólksins við svari Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 3. desember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við niðurstöðum starfsánægjukönnunar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í nóvember 2021, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember 2021.:

Í svari er lýst ítarlegu ferli sem virkar við lestur býsna faglegt. Í sjálfu sér er ekkert hægt að segja um hvort það ferli sem fór af stað og keyrt var í gegn hafi verið gott og gagnlegt nema að fá það staðfest frá starfsmönnum. Gleymum því ekki að niðurstöður starfsánægjukönnunar komu sláandi illa út sem gefur til kynna að mörgum starfsmönnum hafi liðið illa lengi á þessum vinnustað. Umfram allt skiptir máli að slökkviliðsstjóri hafi hvergi komið nálægt þessu ferli, hvorki ákveðið það né haft um framgang þess að segja. Hann er með öllu vanhæfur til þess. Í raun má segja að það sé mjög sérkennilegt að slökkviliðsstjóri hafi ekki tekið ákvörðun um að stíga til hliðar eftir að Empower hafði kynnt niðurstöðurnar fyrir starfsfólkinu. Í svona málum óttast starfsfólk oft að engu verði breytt þrátt fyrir allt. Spurning er einnig, ekki hvað síst á vinnustað eins og þessum, hvernig konur eru að upplifa ástandið og viðbrögð við því og hvernig karlar eru að upplifa það.

 

Bókun Flokks fólksins við 6. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 1. desember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins styður við þessa bókun íbúaráðsins: Íbúaráð Grafarvogs leggur til að samgönguyfirvöld Reykjavíkur fari í átak nú þegar að lýsa upp og merkja gangbrautir (gönguþveranir) í hverfinu eins og lög og reglugerð gera ráð fyrir. Afar mikilvægt er að þessar gangbrautir séu vel upplýstar og greinilega merktar til að auka öryggi þeirra vegfarenda sem um þær fara en því miður vantar mikið upp á að þessi mál séu í góðu lagi. Útfærslur með hreyfiskynjarastýrðri lýsingu svipað og er á gangbraut við Foldaskóla eru vel heppnaðar og ráðið vill sjá sem flestar slíkar. Einnig er afar mikilvægt að gangbrautarmerki séu greinileg og upplýst svo akandi vegfarendur átti sig tímanlega á að gangbraut sé fram undan.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 8. desember:

Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag. Byggja á allt að 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Fram kemur að ,,markmið deiliskipulagsins er að sjá til þess að uppbygging svæðisins hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki svæðisins“ og: „Mikilvægt er að varðveita og vernda lífríki og lágmarka sjónmengun frá ofanvatnskerfinu í viðtaka, við árbakka Elliðaáa og strandlengju Elliðaárvogs.“ Hér er um öfugmæli að ræða. Uppbyggingin eins og hún er hér framsett mun hafa mikil áhrif á lífríkið. Rústa á dýrmætasta svæðinu sem eru fjörurnar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Það á að vera hægt að skipuleggja án þess að þurfa alltaf að ganga á fjörur. Hætta ætti því við landfyllingar. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Alltof mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík. Árbakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á borgarlína að skera Geirsnef í tvennt og sá möguleiki því ekki lengur til.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið yfirlits embættisafgreiðslna:

Fulltrúi Flokks fólksins vill vekja athygli á þessu bréfi fyrrverandi leikskólastjóra varðandi beiðni um mat á framhaldsnámi til launa. Hér er um réttlætismál að ræða sem þarf að leiðrétta. Þessar stéttir eru með lág laun og skiptir hver króna máli. Þess vegna er mikilvægt að meta hvert einasta námskeið/áfanga til launa enda þótt það sé ekki hluti af stærri heild eða hafi leitt til útskriftar/gráðu.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að fengnir verði utanaðkomandi ráðgjafar til að fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fengnir verði utanaðkomandi ráðgjafar til að fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar. Áherslur Flokks fólksins liggja í því að hafa öfluga grunnþjónustu sem bætir stöðu borgarbúa, ekki síst efnaminna fólks, öryrkja, barna og eldra fólks. Fólkið fyrst. Eins og fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er í dag er hins vegar ljóst að æ erfiðara verður að finna peninga til að fjármagna mikilvæga grunnþjónustu. Ráðgjöfum verði uppálagt að skoða hvort vel sé farið með fjármagn Reykjavíkurborgar og hvort hagræða megi í einhverjum málaflokkum, sérstaklega þeim sem tengjast ekki grunnþjónustu Reykjavíkurborgar. Lagt er til að þjónustu- og nýsköpunarsvið verði skoðað sérstaklega en sterkar vísbendingar eru um að ekki hafi verið farið vel með fjármagn á því sviði. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rakið fjölmörg rök sem renna stoðum undir þær vísbendingar. Fjármálastjórn innan Reykjavíkurborgar veldur áhyggjum í heild sinni. Veltufé frá rekstri í A-hluta er neikvætt á árinu 2021 og einungis er gert ráð fyrir að það verði um 1,9% af heildartekjum á árinu 2022. Ljóst er að ekki gengur að reka Reykjavíkurborg á yfirdrætti og því ætti að huga að því hvort að ekki þurfi yfirferð á rekstur Reykjavíkurborgar. Oft sjá betur utanaðkomandi augu.

 

 

Borgarráð 9. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 9. desember 2021, um drög að stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf:

Það sem fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á er að hönnun nýrra leikskóla byggi á hugmyndafræði um bæði algilda hönnun og hönnun sem hverfist um arkitektúrinn og rýmisgildi þannig að rými tengjast og tryggja sveigjanleika og fjölbreytni í notkun og rekstri. Skoða má hvort hægt er að breyta eldri leikskólum með ofangreinda hugmyndafræði að leiðarljósi sem myndi stuðla að samnýtingu og samkennslu í auknum mæli. Til eru leikskólar sem hafa verið hannaðir með þessa þætti í huga og má nefna Múlaborg. Taka má hönnun Múlaborgar til fyrirmyndar og gera fleiri í sömu mynd.  Að vinna við krefjandi störf í illa hönnuðu húsi er mannskemmandi að svo mörgu leyti. Heilsu fólks er ekki aðeins ógnað heldur einnig góðum starfsmannaanda. Ástandið er sérlega slæmt þar sem er mikil mannekla, þá reynir á samskiptin. Þar sem vel hefur tekist til með hönnun er að öll starfsmannaklósett eru inni í kennslustofum nemenda, fatahengi barna eru inni í kennslustofu barna, hver kennslustofa hefur sér útihurð til að komast að leikvellinum og sameign er hönnuð þannig að starfsmenn hafi ávallt yfirsýn yfir börnin.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á endurskoðun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar ásamt stöðumati og drögum að aðgerðaráætlun:

Í þessari kynningu kjarnast flest það sem fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að bóka um í þessum málum. Ekki vantar háfleygt orðalag svo sem „Þjónustustefnan markaði þáttaskil í þjónustuveitingu“. Samt er aðeins örfá verkefni kláruð, flest í einhverjum fasa eða hafa tafist von úr viti. Hlaðan er rétt að byrja í innleiðingu og hefur fulltrúi Flokks fólksins áhyggjur af hvernig það muni ganga. Það verða mikil vonbrigði ef eitthvað klikkar eftir allan tíma sem beðið er eftir Hlöðunni. Fram kemur að hver  hugsar um sína þjónustu, eins og ábyrgð á útstreymi fjármagnsins sé sviðunum að kenna. En hver stýrir þá hvernig 10 milljarðarnir  eru notaðir?  Stefnan sem hér um ræðir er ekki málið heldur hversu skammt á veg hin stafræna umbreyting er komin í ljósi þess óheyrilegs fjármagns sem hefur verið sett í umbreytinguna. Fjármagnið hefur farið mest í að þenja út sviðið sjálft.  Eftir því er tekið að Gróðurhúsið er ekki nefnt. Þegar talað er um námskeið í notendamiðaðri hönnun er hálft í hvoru eins og haldið sé að borgarstarfsmenn sem vinna við að þjónusta fólk, viti ekkert í sinn haus. Fram kemur að verið sé að prófa, að læra. Í prófanir hefur einmitt farið tugir milljóna og það er vandinn í hnotskurn.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 9. desember, um 9 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Athygli vekur að laun og  launatengd gjöld fara 23.5% umfram fjárheimildir. Það er réttlætt með því að tekjur hafi einnig hækkað um 23.6% vegna aukinnar þjónustu við fagsvið.
En slíkar tekjur eru ekki tekjur vegna aukinnar sölu út á við heldur er um að ræða innri viðskipti milli sviða sem þýðir aukinn kostnað fyrir borgina eins og fulltrúi Flokks fólksins sér þetta.
Spurning er hvort einhversstaðar hafi verið tekin formleg ákvörðun um aukningu á mannafla eða aukna yfirvinnu sem nemur 23.5% frá fjárheimildum?
Einnig þarf að fara gaumgæfilega ofan í hvort um óeðlilegar yfirborganir sviðsins séu að ræða vegna ráðningar sérfræðinga í samkeppni við einkafyrirtæki.
Síðan vekur þetta athygli: „Laun og launatengd gjöld voru 1.253 m.kr. eða 238 m.kr. umfram fjárheimildir vegna eignfærsluverkefna.“  Hvað er átt við með eignfærsluverkefnum?
Áður var búið að segja að tekjur hafi aukist um 23.6% vegna aukinnar þjónustu við fagsvið. Þjónusta við fagsvið er sem sagt  eignfærsluverkefni?  Hvar eru teknar ákvarðanir í þessum efnum?
Eftir er að skýra út af hverju kostnaður við verkefni sem tengjast stafrænni umbreytingu sem er í raun ekkert annað en innleiðing á nýju vinnulagi  á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er færður í eignasjóð (ES) og afskriftir síðan færðar sem kostnaður á rekstrarreikningi?

 

Bókun Flokks fólksins við  svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 21. nóvember 2021,  við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um tilbúnar afurðir, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. nóvember s.l:

Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að þetta svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs er með öllu ófullnægjandi og svarar ekki því sem spurt var um. Spurt var um hversu margar lausnir sviðið hefur nú þegar klárað og gert aðgengilegar fyrir borgarbúa? Í stað þess að svara þessu beint er settur fram verkefnalisti þar sem er að finna upptalningu allskyns verkefna sem að meirihluta eru enn í hugmynda- eða þróunarfasa.
Á þessum lista er enga flokkun  að finna eftir mikilvægi og öllu hrært saman í einn graut alveg óháð því hvað raunverulega er tilbúið og hvað ekki.
Spurt var um það sem er tilbúið og komið í fulla notkun, en ekki hálfklárað eða enn á hugmynda eða þróunarstigi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í langan tíma gagnrýnt það hversu ómarkviss stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar undir forystu þjónustu og nýsköpunarsviðs er. Það virðist vera lítil yfirsýn og oft skortir nákvæma framkvæmdaáætlun og tímasetningar.

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 14. nóvember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um verkefni og verk þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 11. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. október s.l.:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram nokkrar spurningar um verkefni þjónustu- og nýsköpunarsviðs m.a. hvort fjárfestingarverkefni séu ekki alltaf skilin frá almennum rekstrarkostnaði. Svarið við þessu er “jú”. En samt má sjá að kostnaður við verkefni sem tengjast stafrænni umbreytingu á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er færður í eignasjóð (ES) og afskriftir eru síðan færðar sem kostnaður á rekstrarreikningi. 10 milljarða kostnaður við breytingar á stjórnsýslu er eignfærður en fer ekki í rekstrarreikning. Þetta er sérkennilegt því að margt af stafrænu umbreytingunni snýst um innleiðingu nýs vinnulags. Fram kemur í svari við spurningunni: hvaða verkefni eru fjármögnuð með styrkveitingu frá Bloomberg? Segir að ÞON eigi að skila inn tillögum til Bloomberg sem geti nýst öðrum borgum. Segir einni að erindi Reykjavíkur með öðrum stórborgum sé  fjórþætt: Að vinna að hagsmunum borgarinnar á alþjóðavettvangi, að styrkja ímynd borgarinnar og markaðsstarf á alþjóðavettvangi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að hér sé talað um Reykjavík eins og stórt einkafyrirtæki sem komið sé á markað og sem þarf að vera samkeppnishæft á alþjóðavettvangi. Er ekki búið að missa sjónar af hvað Reykjavík er? Reykjavík er lítið sveitarfélag í alþjóðlegu samhengi. Það er algjörlega óvíst hver raunverulegur ávinningur borgarinnar er af allri þessari útrás.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 19. október 2021, við við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna ársskýrslu, 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september s.l.:

Spurt var um kostnað við prentun ársskýrslunnar sem var greinilega prentuð úr besta fáanlega pappír. Gott er að heyra að hún var ekki prentuð í stóru upplagi. Við afhendingu fylgdi ekki sögunni hvað mörg eintök voru prentuð. Eins og með Byggingarblað borgarstjóra sem fór í hvert hús í Reykjavík, vænti fulltrúi Flokks fólksins þess allt eins  að þessi skýrsla yrði einnig borin inn í hvert hús í Reykjavík. Slíkur hefur uppgangurinn verið hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Það er taktlaust hjá sviði sem hefur verið svo harðlega gagnrýnt fyrir að fara með fjármagn af lausung að skutla skýrslu úr glanspappír á borð mannréttindaráðs. Eðlilegra hefðir verið að prenta hana úr endurnýjuðum pappír og með því, að sýna lítillæti og hógværð. Það vekur sérstaklega athygli þegar sviðsstjóri fer miklum lofsyrðum um ágæti og árangur þess sviðs  sem hann stýrir í ljósi gagnrýni flokka minnihlutans, Samtaka Iðnaðarins og fleiri. Er þar á ferðinni vægast ansi hlutdræg umfjöllun sem ekki er hægt samþykkja athugasemdalaust.

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 5. nóvember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um samstarf við Stafrænt Ísland, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. september s.l.:

Svari við fyrirspurn Flokks fólksins um af hverju þjónustu og nýsköpunarsvið hafi ekki samnýtt afurðir Stafræns Íslands eru athyglisvert. Ástæðan er sögð vera að um sitthvort stjórnsýslustig sé að ræða. Það skal áréttað að Stafrænt Ísland (SÍ) hefur það hlutverk að „þróa og reka miðlægar lausnir sem gagnast öllum þvert á ríkið og styðja við stafræna vegferð stofnana og sveitarfélaga til að tryggja að ekki sé unnið að sambærilegum lausnum á mörgum stöðum á sama tíma.“ Það er einu sinni svo að sveitarfélagið Reykjavík er á engan hátt frábrugðið öðrum sveitarfélögum á Íslandi fyrir utan stærð. Það eru að stærstum hluta sömu verkefni og sama þjónusta sem sveitarfélag þarf að veita sínum notendum. Ef skynsemi væri í þessum málum þá ætti að byrja á því að samhæfa sveitarfélögin hér á Reykjavíkursvæðinu þegar kemur að stafrænum lausnum. Reykjavíkurborg hefði átt að hafa  frumkvæði að því að fá nágrannasveitarfélögin til samstarfs um stafræna umbreytingu strax í byrjun og deila bæði ábyrgð og kostnaði.  Það hefði verið stórt skref varðandi sparnað sveitarfélaga með þeim samlegðaráhrifum sem af samhæfingu kerfa og annarra þátta myndi verða með slíkri samvinnu.

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 21. nóvember 2021, við framhaldsfyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um Gróðurhúsið, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september s.l.:

Af svari má skilja að það sé þá sama hvað t.d. upplýsingafulltrúa eða sviði/deil finnst sniðugt að gera að þá er það samþykkt að þjónustu-  og nýsköpunarsvið setji í það milljónir í tilraunar- og þróunarfasa? Þá spyr fulltrúi Flokks fólksins hver sé að stýra því í hvað þessir 10 milljarðar fara sem ÞON hefur úr að spila? Annað dæmi sem er nefnt hvernig sviðin eða deildir ráði hvaða verkefni eða stafrænar lausnir fái framgang er beiðni um betri Framkvæmdasjá. Við því var orðið og var málið sent í framhaldinu í Gróðurhúsið. Gróðurhúsið er sagt að veiti innsýn inn í framtíðina og að starfsmenn sem vilja  tileinka sér aðferðir sem boðaðar eru í þjónustustefnu borgarinnar eru hvattir til að ganga í Gróðurhúsið. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað var svo gert við Framkvæmdasjánna í Gróðurhúsinu? Hver er hinn áþreifanlegi ávinningur?Þarna er um að ræða hugmyndasmiðjur og tilraunir sem er algjörlega óvíst hvað kemur út úr. Þetta er  áhættuhegðun og þeir  fjármunir sem verið er að eyða í, í  hugmyndaleiki sem þessa má flokka sem áhættufjármagn. En það er ekki hlutverk opinberra aðila að stunda slíka leiki með almannafé. Vel er hægt að kaupa þær verkefnatengdu ferlagreiningar sem þarf hverju sinni af einkafyrirtækjum.

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 1. desember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um verkefni kostuð af Bloomberg, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. nóvember s.l.:

Í svari kemur m.a. fram að styrkurinn frá Bloomberg á að kosta laun nokkra sérfræðinga og er það um 50% af styrknum. Borgin á að reiða fram tillögur að þremur verkefnum sem gagnast á öðrum borgum. Að öðru leyti segir að ýmis sérverkefni eru kostuð af styrk Bloomberg sem og ráðstefna í lok verkefnisins 2023. Hver er ávinningur hins almenna borgara af Bloomberg þátttökunni? Fyrir hvern eða hverja er þetta í raun? Það læðist að fulltrúa Flokks fólksins sá grunur að það sem þarna býr að baki sé þörf borgarstjóra og sviðsstjóra þjónustu og nýsköpunarsviðs, að fá að sitja við fótskör stærri borga sem í raun eiga samt fátt sameiginlegt með hinni litlu Reykjavík. Það eru engir peningar að koma inn í rekstur borgarinnar vegna þessa. Þetta er ein stór tilraunasmiðja sem virðist vera orðin þungamiðjan í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar undir forystu þjónustu og nýsköpunarsviðs.

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 29. nóvember 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um skýrsluna Snjöll og jöfn, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 23. september s.l.:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um ókláruðu tilraunaverkefni sem rætt hefur verið um. Eitt af verkefnunum var Snjallborgina sem átti að vera vel útfærð Snjallborgaráætlun. Verkefnið Snjallborgin setti af stað ýmis tilraunaverkefni í Reykjavík en mörg þeirra voru ekki kláruð (Óskar Sandholt, munnleg heimild, 15. júní, 2021). Týnt er til í svari ýmsir  þættir sem áætlunin um Snjallborgarverkefnið átti að ná til og má segja að fátt sé undanskilið. Snjallborgin “sameinar gögn, bætir þjónustu, eykur lífsgæði, dregur úr sóun, stuðlar að skilvirkum  samgöngum, bættum rekstri, aukinni umhverfisvitund og betri nýtingu orkugjafa.” Nú spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort borgarbúar sem  þetta lesi eigi að geta  séð þetta fyrir sér? Þetta tilraunaverkefni sem kostar sitt  var síðan leyst upp.  Er þetta ekki  skýrt dæmi um  hvernig fjármagni hefur verið sóað í allskonar tilraunastarfsemi og sem hefur í raun lítið ef nokkuð  skilið eftir sig? Það sama á við um Gróðurhúsið en ekkert áþreifanlegt virðist hafa komið út úr því eftir margra ára hugmyndaleikjasmiðjur. Það væri fróðlegt að fá að vita hvort önnur sveitarfélög eða ríkið sé búið að halda úti ámóta tilraunasmiðjum til margra ára eins og þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur gert. Það er fulltrúa Flokks fólksins stórlega til efs að svo sé.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á verkefnum þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2021 – 2022.:

Ráðist hefur verið í hugbúnaðarframleiðslu með tilheyrandi tilraunastarfsemi og þenslu á mörgum verkefnum sem ýmist eru til annars staðar eða mættu í það minnsta bíða betri tíma. Á meðan er sárlega beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum t.d. að fullklára Mínar síður, að fullklára innleiðingu Hlöðunnar sem er nýtt upplýsingastjórnunarkerfi og Gagnsjánna sem er upplýsingamiðlunarkerfi en beðið hefur verið eftir þessum lausnum í amk þrjú ár. Dæmi um verkefni sem ekki eru akút reru ýmis mælaborð; Kosningakort; Sorphirðudagatal (sem var til fyrir); Samþættingar og ferlakerfi einhvers konar; Gæðastýring;Hugmyndasmiðjur um borgaraleg réttindi; Þekkingarbrunnur; Ferlateikningakerfi; Þróunarlínu og innviðir (hefði mátt bíða); Gagnvirk framsetning á skipuriti borgarinnar; Hvirfill, viðburðardagatal (sem var til fyrir); Miðlægt fræðslukerfi. Minnt er á að verið er að sýsla með útsvarsfé borgarbúa og ekki eru til endalaust fjármagn í tilraunir og til að gera mistök. Áfram er reiknað með að taki einhver ár að fá þessi verkefni í gang samkv. kynningu. Samtök Iðnaðarins og fleiri hafa stigið fram og furðað sig á aðferðarfræði ÞON og það mikla fjármagni sem farið hefur í umbyltinguna sem þó er ekki komin lengra en þetta. Á meðan á öllu þessu stendur bíða 1680 börn eftir fagþjónustu í borginni. Vísað er í tillögur með greinargerða Flokk fólksins frá borgarstjórn 7.12.

 

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 9. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við liðinum Elliðarárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, tillaga:

Byggja á allt að 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Fram kemur að ,,Markmið deiliskipulagsins er að sjá til þess að uppbygging svæðisins hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki svæðisins” og: ,,Mikilvægt er að varðveita og vernda lífríki og lágmarka sjónmengun frá ofanvatnskerfinu í viðtaka, við árbakka Elliðaráa og strandlengju Elliðarárvogs. Hér er um öfugmæli að ræða. Uppbyggingin eins og hún er hér framsett mun hafa mikil áhrif á lífríkið. Rústa á dýrmætasta svæðinu sem eru fjörurnar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Það á að vera hægt að skipuleggja án þess að þurfa alltaf að ganga á fjörur. Hætta ætti því við landfyllingar. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaráa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Alltof mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík. Árbakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt og sá möguleiki því ekki lengur til.

 

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga:

Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi meingölluðu skipulagi. Er það eðlilegt að annað sveitarfélag sé að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðarárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag mun fara yfir mörkin í umferðarspá í umhverfismatinu frá 2003. Verður ekki að gera nýtt umhverfismat? Einnig má spyrja af hverju það hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um hraðahindranir

Í Reykjavík eru hraðahindranir í nokkrum útgáfum, stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu og stundum koddar/bungur í mismunandi gerðum. Farið er eftir norskum leiðbeiningum í þessu efni.

Verið er að setja tugi af alls konar hraðahindrunum um þessar mundir.

Spurt er um fjölda og gerð þeirra hraðahindrana sem verið er að gera núna (sem eru í vinnslu) og kostnað?

Hvað er fyrirhugað að setja margar hraðahindranir árið 2022?

Hvernig gerðar eru þær?

Hver er fyrirhugaður kostnaður?

Hvað margar af þessum hraðahindrunum eru einskorðaðar við 30 km götur?

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 8.12. 2021

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði um stöðumat á stefnu aðgerða í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir:

Fram kemur undir þessum lið að reglulegir fundir hafi verið haldnir  á milli Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, lögreglu, Landspítala, Heilsugæslu og Fangelsismálastofnunar og að samstarfið hafi ekki enn skilað þeim árangri að hægt hafi verið að búa til verkferil um þjónustu þegar heimilislausir einstaklingar eru að útskrifast af stofnun. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvað þarf til, til að þessir aðilar geti náð að vinna saman þannig að samstarfið skili einhverjum árangri?
Samstarf þessara aðila er mikilvægt. Spurning hvort þessir aðilar geti komið sér saman um einhvern  „stjóra“ sem tekur það að sér að stilla upp fundum og fá aðila að borðinu. En staðan hefur lagast sem er frábært.  Alla vega þurfa engir að hverfa frá neyðarskýlum vegna plássleysis. Gera þarf svo miklu meira engu að síður. Athuga ber að þessi hópur er ekki einsleitur. Ekki er hægt að setja alla undir sama hatt. Úrræði þurfa þess vegna að vera fjölbreytt. Heildarfjöldinn er 301 einstaklingur. Karlar eru í miklum meirihluta og eru þeir allt niður í 21 árs. Áherslan hefur verið á konur sem er mikilvægt en ljóst er að áherslan þarf ekki síður að vera á karla.

Bókun Flokks fólksins við úttekt velferðarsviðs á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir í október 2021:

Stutt kynning er á könnun:  Skýrsla um fjölda og stöðu heimilislausra í Reykjavík í október 2021. Heildarfjöldi heimilislausra er 301 einstaklingur. Þar af eru 54% í húsnæði sem er rétt rúmlega helmingur, 3% á víðavangi og 31% í neyðargistingu. Skipting milli kynja er 214 karlar (71%) og 87 konur (29%). Um 71% hópsins er á aldrinum 21-49 ára. Karlar eru í meirihluta og eru með annars konar vanda en konurnar og eru þeir allt niður í 21 árs sem eru orðnir heimilislausir. Grípa þarf þessa einstaklinga fyrr. Oft um 15 ára aldur má sjá sterkar vísbendingar um hverjir stefna þessa leið og oftast liggja fyrir gögn, greiningargögn og fleira.  Ná þarf til þessara einstaklinga áður en vandinn  nær að stækka svo mikið að viðkomandi er orðinn fastur í fíkn, er í viðjum geðrænna sjúkdóma og kominn á götuna. Markmiðið ætti að vera að vinna enn meira fyrirbyggjandi fremur en að lenda í að vera bara að slökkva elda.

Bókun Flokks fólksins við skipun stýrihóps um endurskoðun stefnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar allt það sem gert er til þess að auka þjónustu við eldri borgara og aðra þjónustuþega í Reykjavík en vill að það sé gert með eins markvissum hætti og hægt er. Það væru mikil vonbrigði ef fyrirhugaðar uppfærslur á þjónustu til þessa hóps, myndu daga uppi í enn einum tilraunafasanum án þess að raunhæfar lausnir komi fram sem fyrst. Fulltrúi Flokks fólksins hefur undanfarið ár, ítrekað bent á  hversu ómarkviss og tilraunakennd stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar hefur verið undir forystu þjónustu og nýsköpunarsviðs. Það er einlæg von fulltrúa Flokks fólksins að nú verði gengið rösklega til verka og leitað verði til fagaðila á einkamarkaði til þess að koma með tilbúnar lausnir í þau verkefni sem lýst er. Það getur bara ekki verið að þau verkefni sem talað er um séu það einstök eða sérstök í Reykjavík að finna þurfi upp alveg sér lausnir sem hvergi finnast annarsstaðar t.d. í öðrum sveitarfélögum.

Bókun Flokks fólksins við tillögu um úttekt á fátækt í kjölfar COVID-19, sem vísað var til Velferðarvaktarinnar, sbr. 14. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. október 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að Reykjavíkurborg gerði sérstaka úttekt á fátækt í Reykjavík sambærilega þeirri sem gerð var 2008. Tillögunni var vísað frá með þeim rökum að margar slíkar úttektir hafi verið gerðar og að ekki væri þörf á annarri. Í framhaldi var sent erindi til Velferðarvaktarinnar um að kortleggja fjölda fólks sem lifir undir fátæktarmörkum og greina þarfir þessa hóps og hvar sé þörf á úrbótum.  Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að Reykjavíkurborg geri úttekt sem þessa í Reykjavík. Langstærsti hluti þjóðarinnar býr í höfuðborginni. Velferðarvaktin stendur sannarlega sína vakt og hefur unnið margar góðar athuganir. En þeirra vinna á ekki að fría borgina frá því að halda uppi vöktun á því hver staðan er á borgarbúum, þeim sem standa höllum fæti á þessum fordæmalausu tímum sem við höfum verið að upplifa. Niðurstöður sem birtar eru í nýrri skýrslu Barnaheilla renna stoðum undir mikilvægi þess að velferðaryfirvöld séu með puttann á púlsinum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað ítrekað fyrir sértækum aðgerðum s.s. fríum skólamáltíðum til að létta undir með þeim sem lifa undir eða við fátæktarmörk. Þess vegna er mikilvægt að hafa ávallt nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem fallið hafa í fátækt eða eru við það að falla í fátækt.

 

Velferðarráð 8. desember 2021

Tillögur Flokks fólksins við Síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026

F1 Tillaga um fríar skólamáltíðir.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að foreldrar þeirra verst settu fái fríar skólamáltíðir fyrir börn sín í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Í því felst að einstæðir foreldrar með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði (þ.e. 5.307.888 kr. á ári) fái fríar skólamáltíðir í skólum borgarinnar fyrir börn sín. Miðað verði við frítekjumörk einstæðra foreldra sem njóta stuðnings og eru með tekjur undir kr. 5.307.888 á ári. Heildarkostnaður við tillöguna nemur 27,5 m.kr. Fjárhæðin komi til hækkunar á fjárheimildum skóla- og frístundasviðs og verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. tillaga 2.

Greinargerð:

Talið er að einstæðir foreldrar, þ.e. öryrkjar, atvinnulausir og annað lágtekjufólk (ein fyrirvinna), búi við- og í hættu að falla í fátækt. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru börn einstæðra foreldra í Reykjavík 7.251 undir 18 ára (2021). Þar af er talið að 2.465 börn (34% barna) einstæðra foreldra búi við- og séu í hættu á að falla í fátækt. Það eru 811 börn í leikskólum og 1.654 börn í grunnskólum borgarinnar.

Samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar kostar máltíðir fyrir barn í leikskóla 12.107 kr. á mánuði og skólamáltíð í grunnskóla 10.711 kr. á mánuði. Tillagan felur í sér að börn einstæðra foreldra í leikskólum: þ.e. 811 börn fái frían morgunverð, hádegisverð, síðdegishressingu, þ.e. 12.107 kr. pr. barn á mánuði. Ennfremur fái börn einstæðra foreldra Í grunnskólum: 1.654 börn, fría skólamáltíð, þ.e. 10.711 kr. pr. barn á mánuði.

Frítekjumörk einstæðra foreldra, byggja á „framfærsluviðmiði“ Umboðsmanns skuldara (UBS). Þar er miðað við að fólk geti aðeins veitt sér lágmarksframfærslu um takmarkaðan tíma, meðan verið er að hjálpa fólki úr skuldavanda. Þegar talað er um lágmarks framfærsluviðmið er jafnframt miðað við að fólk hefði tekjur sem duga til lágmarks­ framfærslukostnaðar. Lágmarks framfærsluviðmið (UBS) fyrir einstætt foreldri með eitt barn á framæri er kr. 230.693. Það er fyrir utan fæðiskostnað í skóla 11.631 og húsnæðiskostnað: Húsnæði er  170.000 kr. rafmagn, hiti, hússjóður og trygging 30.000 kr. Samtals: 442.324 kr. á mánuði. Árstekjur þurfa að vera 5.307.888 kr.

Í skýrslu um Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 (Skýrsla unnin fyrir Velferðarvaktina), segir, m.a.: Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra. Nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir látekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helming tekjudreifingar (Kolbeinn H. Stefánsson, 2019: 88). Það er samhljóða niðurstöðum rannsóknar um: Lífsskilyrði barnafjölskyldna á Íslandi: Hvað getur skýrt bága stöðu einstæðra mæðra með börn á framfæri (Harpa Njáls, 2009: Rannsóknir í félagsvísindum X, 153-167).

Smánarblettur á okkar auðuga samfélagi er hversu margir búa hér við sára fátækt. Fórnarlömb fátæktar eru ekki síst börn sem vegna fjárskorts foreldra geta ekki stundað þær íþróttir sem þau langar að stunda eða sinna öðrum áhugamálum. Áætlað er að um eða yfir 10% íslenskra barna búi á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum.

Í nýlegri skýrslu Barnaheilla um fátækt kemur fram að um 22% foreldra segjast ekki geta greitt skólamat fyrir börnin sín og um 19% segjast ekki geta greitt fyrir íþróttir eða tómstundir barna sinna. Í skýrslunni er bent á að  auka þurfi hér jöfnuð innan menntakerfisins og tryggja börnum húsnæðisöryggi svo dæmi séu nefnd.

Þá þurfi að móta opinbera áætlun um hvernig eigi að uppræta fátækt meðal barna hér á landi. Slík stefna er ekki til þó að ótrúlegt megi virðast. Ógn fátæktarinnar leggst mismunandi á fjölskyldur en verst á börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með erfiðar félagslegar og efnahagslegar  aðstæður.

Ójöfnuður hefur aukist vegna atvinnuleysis foreldra í COVID og framtíðarhorfur eru óljósar. Ástandið hefur tekið toll af andlegri heilsu margra barna. Tilkynningar um vanrækslu,  ofbeldi og áhættuhegðun barna hafa aukist um 20% – 23%. Húsnæðisaðstæður margar barna eru ótryggar. Húsaleiga er einn stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar eða um 70% af ráðstöfunartekjum. Þetta leiðir til þess að fátækir foreldrar leita skjóls í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel hættulegt.

 

F2 Tillaga vegna áskrifta, innlendrar og erlendrar ráðgjafar

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsvið verði lækkaðar um 27,5 m.kr., þar af verði áskriftargjöld lækkuð um 12,5 m.kr., útgjöld vegna innlendrar ráðgjafar lækkuð um 7 m.kr. og útgjöld vegna erlendrar ráðgjafar lækkuð um 8 m.kr. Fjárhæðinni verði varið til að mæta tekjutapi vegna frírra skólamáltíða barna einstæðra foreldra í leik- og grunnskólum, sbr. tillaga 1.

Greinargerð:

Þjónustu- og nýsköpunarsvið áætlar í ofangreind útgjöld 54 m.kr. á næsta ári, þar af í áskriftargjöld 25 m.kr., útgjöld vegna innlendrar ráðgjafar 15 m.kr. og útgjöld vegna erlendrar ráðgjafar 14 m.kr. Tillagan gerir ráð fyrir að hagræðing í ofangreindum útgjöldum nemi um 50%. Tillagan felur í sér að þjónustu- og nýsköpunarsvið segi upp erlendum áskriftum að hluta til og samningum við erlend ráðgjafarfyrirtæki auk innlendra áskrifta og ráðgjafar.

F3 Tillaga um fjölgun sálfræðinga og fagaðila
Lagt er til að hækka fjárheimildir til velferðarsviðs til að ráða á næsta ári nægilega marga sálfræðinga og annað fagfólk til að vinna á biðlistum vegna mikillar fjölgunar tilvísana í leik- og grunnskólum m.a. vegna afleiddra áhrifa Covid-19 faraldursins. Áætlaður heildarkostnaður við þessa tillögu er 200 m.kr. Fjárhæðin komi til hækkunar á fjárheimildum velferðarsviðs og verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs til fjárfestinga tækja- og hugbúnaðar.

Greinargerð:

Á biðlista fyrir þjónustu sálfræðinga eru núna 1680 börn samkvæmt upplýsingavef Reykjavíkurborgar https://velstat.reykjavik.is/PxWeb/pxweb/is/.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til hækkun á fjárheimild til velferðarsviðs verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs til að ráða nægjanlega margt fagfólk til að eyða biðlistum barna eftir nauðsynlegri þjónustu eins og sálfræðiþjónustu og talmeinaþjónustu.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fulltrúi Flokks fólksins hefur þótt ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar)  nota það gríðarmikla fjármagn sem sviðið hefur fengið til stafrænna verkefna illa og af lausung.

Stafræn umbreyting er nauðsynleg, um það er ekki deilt. Ráðist hefur verið  í hugbúnaðarframleiðslu með tilheyrandi tilraunastarfsemi og þenslu á mörgum verkefnum sem ýmist eru til annars staðar eða mættu í það minnsta bíða betri tíma.

Dæmi um slík verkefni eru ýmis „mælaborð“; Kosningakort; Sorphirðudagatal (sem var til fyrir); Samþættingar og ferlakerfi einhvers konar; Gæðastýring; Hugmyndasmiðjur um borgaraleg réttindi; Innovation Team, enn einn hugmyndaleikvangurinn sem tengist Bloomberg; Þekkingarbrunnur; Ferlateikningakerfi; Þróunarlínu og innviðir (uppfærslur á miðlægum tækjabúnaði sem hefði mátt bíða); Gagnvirk framsetning á skipuriti borgarinnar; Hvirfill,  viðburðardagatal (sem var til fyrir); Miðlægt fræðslukerfi og eflaust mætti telja fleiri.

Á meðan er beðið sárlega eftir öðrum nauðsynlegum stafrænum lausnum. Að fullklára Mínar síður, að fullklára innleiðingu Hlöðunnar sem er nýtt upplýsingastjórnunarkerfi

og Gagnsjánna sem er upplýsingamiðlunarkerfi en beðið hefur verið eftir báðum þessum lausnum í þrjú ár. Setja hefði átt sviðin velferðarsvið og skóla- og frístundasvið í forgang til að fullklára nauðsynlegar tæknilausnir á þar til að létta á starfsfólki við alls kyns skráningarhandavinnu og liðka fyrir þjónustuþegum.

Í stað þess að hefja strax samvinnu við Stafræna Íslands og gerast þátttakandi í þeim kerfum sem voru þá þegar tilbúin og komin í notkun annars staðar fór  ÞON í að finna upp hjólið. ÞON hefur þanist út, ráðið tugi sérfræðinga, sumum nappað úr einkageiranum, aukið við sig húsnæði og sett ómælt fjármagn í lúxus uppfærslur á húsbúnaði og annarri aðstöðu.  Þetta hefur fulltrúa Flokks fólksins þó sérkennilegt. Ef horft er til Stafræna Íslands þá eru það 8 manns sem halda uppi öllum þeim fjölda stafrænum lausnum sem finna má á island.is. Stafræna Íslands hefur það hlutverk að þjónusta notendur fyrst og fremst í stað þess að nota fjármagnið í að uppfæra sjálft sig.

Stafræna Íslandi hefur náð frábærum árangri að þjónusta sveitarfélög á meðan borgin þarf tugi sérfræðinga til að reyna að fullklára fjölda verkefni sem engin er að spyrja um.

Fulltrúi Flokks fólksins vonar að með gagnrýnni sinni hafi dropinn holað steininn og farið sé í vaxandi mæli að kaupa það sem hægt er að kaup „út í búð“.

 

F4 Tillaga um niðurfellingu á hagræðingarkröfu hjá SFS og VEL.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að afnema 1,0%

hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasvið og velferðarsvið árið 2022 vegna slæmrar

afkomu þessara sviða á tímum COVID-19.  Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 410.135 þ.kr. og fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 215.852 þ.kr. Samanlagt felur tillagan í sér aukin útgjöld sem nema 625.987 þ.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. Sviðin geta að sjálfsögðu og eiga að hagræða eins og þeim er framast unnt án þess að það þurfi að gera körfu  komi krafa um það frá miðlægri stjórnsýslu.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillagna Flokks fólksins en allar tillögur hafa verið felldar.

Liður 1

Bókun Flokks fólksins við Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 ásamt greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs, síðari umræða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. október:

Fjármálastjórn innan Reykjavíkurborgar veldur áhyggjum í heild sinni. Veltufé frá rekstri í A-hluta er óásættanleg. Það er neikvætt á árinu 2021 og einungis er gert ráð fyrir að það verði um 1.9% af heildartekjum á árinu 2022. Til að rekstur Reykjavíkurborgar geti kallast sjálfbær þarf veltufé frá rekstri  að vera hærra en 9% af heildartekjum. Lántaka vex úr 9.4 milljörðum á árinu 2020 í 25 milljarða á árinu 2021. Á árinu 2022 er áfram gert ráð fyrir nýrri lántöku upp á 25 milljarða.  Afborganir langtímalána tvöfaldast milli áranna 2020 og 2022. Þær hækka úr 1.8 milljörðum í 3.6 milljarða. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af hvernig þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur farið með skattpeninga af lausung og þanist út. Samtals eru 10 milljarðar lagðir til sviðsins á þremur árum. Á árinu 2022 eru útgjöld ÞON ætluð 4.5 milljarðar króna. Tekjur eru áætlaðar 1.5 milljarðar. Ekki verður séð að einstök verkefni hafi verið kostnaðarmetin né mat verið lagt á ávinning af hverju og einu þeirra. Ekki verður heldur séð að einstökum stafrænum lausnum hafi verið forgangsraðað eftir nauðsyn. Ekki hafa borist svör við ítrekuðum fyrirspurnum hvort lagt hafi verið mat á fjárhagslegan ávinning hvers og eins verkefnis og þeim forgangsraðað í framhaldi af því


Liður 2

Bókun Flokks fólksins við Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026, síðari umræða, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. október:

Í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022-2026 kemur fram sýn meirihluta borgarstjórnar á hvernig fjármál A-hluta borgarsjóðs þróast á komandi árum. Þar kemur fram að reksturinn muni fara batnandi á komandi árum. Í því sambandi er eðlilegt að velta fyrir sér hvort kostnaður við kaup á vörum og þjónustu sé vanmetinn þar sem hann hækkar mun minna en bæði launakostnaður og tekjuhliðin.
Á þessu tímabili mun skuldsetning A-hluta borgarsjóðs hækka verulega. Reiknað með að taka 92 milljarða kr. að láni á tímabilinu. Langtímaskuldir A-hlutans hækka úr 97 milljörðum  í 132 milljarða. Það gerir um eina milljón á hvern íbúa borgarinnar, einungis í A-hlutanum. Fyrirhugaðar fjárfestingar eru 142 milljarðar. Árlegar afborganir langtímalána hækka um 129%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum er öll árin undir því sem metið er ásættanlegt. Það vekur einnig sérstaka athygli að veltufjárhlutfall lækkar úr 1.0 niður í 0,7. Það hefur í för með sér hækkun dráttarvaxta. Einnig er handbært fé í árslok undir lok tímabilsins einungis 58% af því sem það er í upphafi. Lausafjárstaða borgarinnar versnar þannig verulega vegna mikillar skuldaaukningar samtímis því að rekstrarniðurstaðan er lakari en en nauðsynlegt er. Flokkur fólksins varar við að halda óbreyttri stefnu í fjármálastjórn borgarinnar.

Liður 5
Bókun Flokks fólksins við tillögur meirihlutans:

Hluti breytingartillagna meirihlutans eru sjálfsagðar og mun fulltrúi Flokks fólksins styðja þær.
Aðrar eru þess eðlis að þær hækka álögur á fólk, seilst er í vasa þeirra verst settu og enn aðrar leiða til frekari þenslu báknsins, fleiri skrifstofustjóra og stærri yfirbyggingu. Ekki er amast út í verkefnin en skipuleggja þarf innviði sviða betur með hagræðingu í huga í stað þess að fara í þenslu á sviðum sem nú þegar eru ofþanin. Sem dæmi þá virkar tillaga um nýtt stöðugildi skrifstofustjóra þjónustu og samskipta frekar eins og búa eigi til áróðursmaskínu í aðdraganda kosninga.
Fulltrúi Flokks fólksins styður heldur ekki gjaldskrárhækkanir Sorpu eins og þær eru lagðar upp.
Nær væri að laga stjórnunin s.s. að reyna að ná tökum á stjórnun framkvæmda. Gert er ráð fyrir töluverðri lántöku hjá Sorpu eða upp á 230 milljónir. Á sama tíma á að fjárfesta fyrir 559 milljónir.  Það stingur í augu hvað  lausafjárstaðan er slæm.
Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir einnig gjaldskrárhækkunum bílastæðasjóðs. Álögur á borgarbúa eru miklar og nú eru allar gjaldskrár að hækka. Ekki fer mikið fyrir þjónustu fyrir allar þessar hækkanir. Gæta þarf hófs í gjaldskrárhækkunum og hafa í huga að þær koma verulega illa við pyngju margra.

Liður 6
Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillagna Flokks fólksins en allar tillögur hafa verið felldar.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að börn foreldrar með tekjur undir kr. 5.307.888 á ári fái fríar skólamáltíðir. Um 2500 börn er að ræða. Heildarkostnaður við tillöguna nemur 27,5 m.kr. Til að fjármagna tillöguna verða fjárheimildir  ÞON ( þjónustu- og nýsköpunarsviðs) til  ýmis konar áskriftargjalda og útgjalda vegna erlendrar ráðgjafar  lækkaðar um sömu upphæð.
Tillaga Flokks fólksins um fjölgun fagaðila til að eyða biðlistum barna eftir m.a. sálfræðiþjónustu var einnig felld.
Á biðlista eru nú 1680 börn samkvæmt vef borgarinnar.  Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar er 200 m. kr og verði hækkunin til velferðarsviðs fjármögnuð með lækkun  á fjárheimildum til fjárfestinga tækja- og hugbúnaðar hjá ÞON. Með öðrum orðum þá er fjármagnið í tillögurnar sótt til ÞON og er það rökstutt ítarlega í greinargerðum. Stafræn umbreytingarverkefni eru nauðsynleg en skort hefur á eðlilega forgangsröðun, skýrum markmiðum og rökstuddum tímasetningum verkefna. Miklu hefur verið eytt í óþarfa tilraunir á hugbúnaði sem nú þegar fyrirfinnast annars staðar.   Í stað þess að hefja strax samvinnu við þá sem eru lengra komnir hefur ÞON  þanist út, ráðið tugi sérfræðinga og hagar sér nú eins og hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði. Hluta fjárheimildar til ÞON er því betur varið til að gefa fátækum börnum frítt að borða og til að eyða biðlistum

 

FYRIRVARINN

Fulltrúi Flokks fólksins telur vísbendingar vera um óábyrga fjármálastjórn Þjónustu- og nýsköpunarsvið á því mikla fjármagni sem sviðið hefur fengið til stafrænna verkefna.

 Það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa, endurskoðenda og innri endurskoðunar að gera viðvart ef grunur vaknar um að:

 1. Verkefnum sé ekki forgangsraðað með brýnar þarfir borgarbúa að leiðarljósi
 2. Verkefni séu ekki skilgreind af fagmennsku með skýrri markmiðssetningu
 3. Lausatök séu í fjármálastjórn 
 4. Hagkvæmni sé ekki höfð að leiðarljósi s.s. með því að hafna samstarfi við Stafrænt Íslands.

 

Borgarstjórn 7. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki að ganga til samstarfs um tilraun til að rauntímatexta fundi borgarstjórnar á tímabilinu janúar-júní 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins styður að gengið sé að tilboði Tiro ehf. í rauntímatextun borgarstjórnarfundar og að gengið verði til samstarfs við fyrirtækið um að prófa tæknina á næsta borgarstjórnarfundi eins og þeir bjóðast til að gera. Fram kemur að hér er um sanngjarnan kostnað að ræða og því ekkert að vanbúnaði að hefja tilraun sem þessa. Að tilraunatíma loknum mun forsætisnefnd leggja mat á reynsluna og ákvarða framhaldið. Hér er um tækni að ræða sem gæti nýst mörgum sem vilja fylgjast með borgarstjórnarfundum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2021, sbr. vísun borgarstjórnar frá 11. júní 2021 á tillögu Báru Katrínar Jóhannsdóttur, fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði aðgengilegar:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst að það taki ráð og nefndir  Reykjavíkurborgar almennt  séð allt of langan tíma að afgreiða og vinna tillögur þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi.  Þess vegna styður fulltrúi Flokks fólksins heilshugar tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði gerðar aðgengilegra. Vonandi mun afgreiðslutími almennt séð styttast hvort sem um er að ræða tillögur eða erindi sem berast Reykjavíkurborg.

Forsætisnefnd 3. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. nóvember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. nóvember 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1, vegna Arnarbakka:

 

Svæðið við Arnarbakka 2 er svæði sem hægt er að gera að góðri íbúðabyggð. Núverandi byggingar eru ekki varðveisluverðar. Hér er því hægt og mikilvægt að vanda til verka og reisa byggingar sem eru fallegar, áhugaverðar og á góðum stað. Hönnun þessa svæðis ætti að setja í samkeppni. Skýra þarf hvernig umferðarmálin munu verða. Eins og er, er ljóst að Arnarbakkinn, framhjá Breiðholtsskóla, ber ekki mikla umferð. Þarna getur stefnt í þrengsli ef ekki er að gætt.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. nóvember 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells:

Hér er um nauðsynlega aðgerð að ræða, hverfið þarf að bæta. Margar litlar aðgerðir mynda að lokum stóra breytingu. Þarna ætti að fara sér hægt en stefna einbeitt að því að bæta hverfið með mörgum þáttum og fjölga íbúum. Í hverfinu eru ekki friðaðar byggingar og því ekki nauðsynlegt að nýta þær áfram. Breyting felst m.a. í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti auk uppbyggingar nýs leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins vill hvetja skipulagsyfirvöld til að hafa gott samráð við alla þá sem tengjast þessari breytingu.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. nóvember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. nóvember 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka:

Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu vegna lóðanna nr. 2D, 4-6 við Álfabakka. Fram kemur að byggingarmagn minnkar lítillega, Heildarbyggingarmagn verður fyrir A-rými 6.890 m² og minnkar um 110 m² og B-rými verður 520 m² á 1-2 hæðum og minnkar um 180 m². Engu að síður eru áhyggjur margra sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt í, að byggingarmagn sé of mikið og eru áhyggjurnar í tengslum við umferð og bílastæði. Með stækkun tjarnarinnar er áætlað hún geti tekið við allt að 9.000 m³. Einnig er lagt til að í samráði við ÍR verði reynt að auka við rúmmálið innan lóðar ÍR og á uppdrætti er brotalína sem sýnir mögulegt svæði. Með stækkun tjarnarinnar verður að minnka lóðir við Álfabakka 2d og 4.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum:

Samkvæmt tillögu meirihlutans eiga reglur að vera óbreyttar. Þar sem við erum öll sammála um að vilja flýta orkuskiptum má spyrja hvort ekki ætti að útvíkka ívilnanir sem þessar. Því fyrr sem fólki gefst kostur á að eiga vistvænt farartæki því betra. Rafbílar eru enn dýrari en bensínbílar og hafa ekki allir efni á að eignast slíka bíla. Hvetja þarf þá sem eru efnameiri og sem enn aka um á bensínbílum að skipta yfir í vistvænna ökutæki. Endurmeta þarf hvað eru visthæfar bifreiðar. Eins og er, eru bílar sem ganga fyrir metani visthæfustu bifreiðarnar. Tímabært er því að hvetja til notkunar metans. SORPA ræður ekki við það verkefni þannig að borgarstjórn verður að taka málið að sér. Svo er gjaldlausi tíminn fullstuttur. Eðlilegra væri að hafa hann í tvo tíma. Að sinna erindum í miðbænum tekur oft meira en hálfan annan tíma. Þetta er eitt af því fjölmörgu sem Reykjavíkurborg getur gert í orkuskiptum?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 24. nóvember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. nóvember 2021 um leikskóla með sumaropnun:

Aðeins þrír leikskólar munu hafa það hlutverk að vera opnir í sumar. Þetta er engan veginn fullnægjandi. Fulltrúi Flokks fólksins vill að skóla- og frístundasvið taki fyrirkomulagið sem viðhaft er í Hafnarfirði sér til fyrirmyndar en þeir eru opnir allt árið um kring til að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Í Reykjavík hins vegar er leikskólum öllum lokað á sama tíma. Foreldrar hafa ekkert um það að segja hvenær barnið fer í frí. Í Hafnarfirði og í fleirum sveitarfélögum eru þessi mál til fyrirmyndar. Starfsemi leikskóla tekur mið af fjölda barna hverju sinni og getur því vissulega verið með breyttu sniði yfir sumartímann þegar flest börn eru í leyfi. Sumarstarfsfólk úr Vinnuskóla bætist við hóp starfsfólks leikskólanna yfir sumartímann. Þarna er tækifæri til að minnka manneklu og einnig hjálpa skólafólki að fá vinnu. Vel mætti skoða að fá fleiri unglinga til starfa úr vinnuskólanum og einnig þá sem eru 18 ára og eldri. Gert yrði að sjálfsögðu ráð fyrir að ungmennin undirgengjust námskeið og störfuðu undir handleiðslu. Jafnréttismat sýnir glöggt hvernig skerðingin kemur verst niður á vinnandi mæðrum, lágtekjufólki, fólki af erlendum uppruna og þeim sem hafa lítinn sveigjanleika í starfi. Útlit er fyrir að skerðingin verði mikil afturför í jafnréttisbaráttunni.

 

Bókun Flokks fólksins við svari velferðarsviðs, dags. 29. nóvember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þjónustu við fatlað fólk sem ekki getur nýtt rafrænar lausnir, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember 2021:

Fjölmargir hafa varað við einhliða upptöku rafrænna lausna, til dæmis þeir sem koma að málefnum fatlaðra einstaklinga. Fatlaðir einstaklingar eru ólíkur hópur með ólíkar þarfir. Brotin eru mannréttindi á þeim með því að krefjast rafrænna hlekkja án þess að hlusta á þau varnaðarorð sem fram hafa komið frá Þroskahjálp og fleirum. Fyrir þennan hóp verður að finna aðrar leiðir fremur en að reyna að ná fram skammtíma „hagræðingu“ fyrir þjónustuveitendur. Hinn rafræni faðmur hins opinbera er ekki eins tryggur og ætla mætti og býður upp á margskonar mistök. Nauðsynlegt er að mæta þörfum fatlaðra á mennskan máta og hlusta á raddir þeirra. Nauðsynlegt er að bjóða aðrar auðkennisleiðir og útbúa auðlesið upplýsingaefni á pappírsformi. Það er ekki heillavænlegt að fara aðeins einstefnu stafræna leið! Það verða alltaf fatlaðir einstaklingar í þjóðfélaginu!

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. nóvember 2021, um hugmyndafræði við hönnun leikskóla:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að hönnun nýrra leikskóla byggi á hugmyndafræði um bæði algilda hönnun og hönnun sem hverfist um arkitektúrinn og rýmisgildi þannig að rými tengjast og tryggja sveigjanleika og fjölbreytni í notkun og rekstri. Tillögunni er vísað frá. Einnig var lagt til að skoðað yrði með hvaða hætti væri hægt að breyta eldri leikskólum með ofangreinda hugmyndafræði að leiðarljósi sem myndi stuðla að samnýtingu og samkennslu í auknum mæli. Með frávísun má draga þá ályktun að ekki sé áhugi á að horfa sérstaklega til leikskóla í þessum efnum. Til eru leikskólar sem hafa verið hannaðir með þessa þætti í huga og má nefna Múlaborg. Fleiri leikskólar þyrftu að vera eins og hann. Að vinna við krefjandi störf í illa hönnuðu húsi er mannskemmandi. Heilsu fólks er ekki aðeins ógnað heldur einnig góðum starfsmannaanda. Ástandið er sérlega slæmt þar sem er mikil mannekla. Þar sem vel hefur tekist til eru öll starfsmannaklósett inni í kennslustofum nemenda, fatahengi barna eru inni í kennslustofu barna, hver kennslustofa hefur sér útihurð til að komast að leikvellinum og sameign er hönnuð þannig að starfsmenn hafi ávallt yfirsýn yfir börnin.

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Vinna við stefnu mannvirkja á vegum skóla- og frístundasviðs er á lokametrunum og í umsagnarferli. Algild hönnun er óaðskiljanlegur partur af þeirri stefnu. Tillagan bætir litlu við þá vinnu sem þar hefur farið fram og er henni vísað frá.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis frá 25. nóvember:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bókað um mikilvægi þess að íbúaráðin séu framhandleggur íbúa hverfisins inn í „kerfið“ og borgarstjórn og gæti þess ávallt að rödd fólksins heyrist. Þetta hefur reyndar ekki verið upplifun af íbúaráðum sem eru afar misjöfn. Stundum hefur þurft að berjast fyrir að koma máli sem brennur á íbúum á dagskrá íbúaráðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur stundum lýst íbúaráðum eins og minni útgáfu af borgarstjórn þar sem meirihlutinn ræður umræðunni og afgreiðslu mála. Á þessum vettvangi verður að vera hægt að skiptast á skoðunum, takast á um málefni ef því er að skipta og forðast umfram allt hóplyndi. Íbúðaráðin eru ekki eins og einhver saumaklúbbur. Í þeirri fundargerð sem hér um ræðir mætti koma skýrar fram hvað er til umræðu. Sem dæmi eru liðir 3 og 4 ansi snautlegir í fundargerðinni. Hér mætti vera nánari útlistun t.d. á hvaða nótum þessar umræður voru.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar ofbeldisvarnarnefndar:

Kynning á rannsóknum á körlum sem beita konur ofbeldi, skýringar og reynsla af meðferð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst afar mikilvægt að ræða og fræða um þessi mál og skal fræðsla ávallt verið byggð á nýjum, ritrýndum rannsóknum. Fræðimenn eru sammála um margt en enn er margt sem eftir er að rannsaka. Of fá úrræði hafa verið fyrir þá sem beita ofbeldi og kannski hafa þau úrræði sem staðið hafa til boða verið of einsleit. Ein tegund úrræða hentar ekki öllum. Þeir sem beita ofbeldi vilja upp til hópa fá aðstoð og hana þurfa þeir að fá. Að horfast í augu við eigin ofbeldishegðun er fyrsta skrefið. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að þessi kynning sem ber heitið Samræða um ofbeldi hafi átt sér stað í ofbeldisvarnarnefnd.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 19. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 1. desember:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgaryfirvöld beittu sér fyrir að 18 ára aldurstakmark yrði sett til að aka um á rafmagnshlaupahjólum sem náð geta meira en 25 km hraða. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þurfi að skoða í samhengi við aldursmörk bílprófs. Það er ábyrgðarhluti að hunsa þessa tillögu nú þegar sprenging hefur orðið í tíðni alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum. Reykjavíkurborg getur sent erindi til ríkisins og óskað eftir samvinnu um þessi mál hið snarasta. Reykjavíkurborg verður að gera allt sitt til að draga úr slysum og beita sér fyrir að hjólin séu notuð með ábyrgum og öruggum hætti. Fram undan er hálkutíð og í hálku eru rafhlaupahjólin hættuleg. Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól rétt svo enginn hljóti skaða af. Reykjavíkurborg getur beitt sér fyrir því að efla vakningu meðal foreldra og fræðslu til barna um notkun hjólanna og um hætturnar í umferðinni. Annað vandamál er að dæmi eru um að hlaupahjól fari hraðar en leyfilegt sé, það er á 25 km hraða og eru þar með ólögleg.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið fundargerðar stjórnar Strætó bs.

Fulltrúi Flokks fólksins bendir á athugasemdir fatlaðs fólk um Klapp, nýtt greiðslukerfi Strætó bs. Einungis er hægt að skrá sig með rafrænum skilríkjum sem veldur því að sökum fötlunar getur fatlað fólk ekki valið lykilorð og má ekki fá aðstoð við það. Fulltrúi Flokks fólksins áttar sig ekki á hvernig hægt var að hanna og þróa kerfi sem útilokar einn samfélagshóp með svo tillitslausum hætti. Fjölmargir hafa varað við einhliða upptöku rafrænna lausna þegar kemur að fólki með fötlun. Fatlaðir eru mismunandi með mismunandi þarfir. Það verður að finna leið þar sem fatlaðir geta auðkennt sig á annan hátt.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um það hvað Strætó hyggist gera til að bæta úr þessum vanköntum. Af hverju var ekki hugsað út í þarfir þessa hóps þegar verið var að hanna og þróa nýtt greiðslukerfi? Hvernig á að hafa fyrirkomulagið á meðan verið er að leita lausna?:

Nýlega var tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó bs. sem kallast Klapp. Kerfið er hamlandi fyrir öryrkja og fólk með þroskaskerðingu. Greiðslukerfið er rafrænt og virkar þannig að farsími eða kort er sett upp við skanna í vagninum þegar greitt er fyrir farið. Öryrkjar fá afslátt af Strætó-fargjaldinu en til að virkja afsláttinn þurfa þeir að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Vandinn er sá að stór hópur fólks með þroskahömlun er ekki með rafræn skilríki. Sökum fötlunar geta þau ekki valið lykilorð og mega þau ekki fá aðstoð við það. Fulltrúi Flokks fólksins vekur athygli á athugasemdum fatlaðs fólk og leggur hér fram fyrirspurnir um það hvað Strætó hyggist gera til að bæta úr þessum vanköntum. Af hverju var ekki hugsað út í þarfir þessa hóps þegar verið var að hanna og þróa nýtt greiðslukerfi? Hvernig á að hafa fyrirkomulagið á meðan verið er að leita lausna? R21120003

Vísað til umsagnar Strætó bs.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn tegundum, skipting mála eftir sviðum og skrifstofum, skiptingu mála eftir kynjum og aldursgreiningu, skiptingu mála eftir afgreiðslu þeirra og stöð í málaskrá:

Nú er komið rétt um ár síðan embætti umboðsmanns borgarbúa var lagt niður í þeirri mynd sem það var og sameinað innri endurskoðun. Hlutverkinu er lýst innan innri endurskoðunar þannig að borgarbúum sé veitt ráðgjöf og þeim leiðbeint í þeim samskiptum sínum við borgina og fræðir jafnframt starfsmenn borgarinnar um framkvæmd innra eftirlits, persónuvernd og meginreglur stjórnsýsluréttar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um fjölda kvartana, erinda og fyrirspurna frá því sameiningin átti sér stað, skiptingu mála eftir tegundum, skipting mála eftir sviðum og skrifstofum, skiptingu mála eftir kynjum og aldursgreiningu, skiptingu mála eftir afgreiðslu þeirra og stöð í málaskrá. Óskað er samanburðar milli ára. Hver var sami fjöldi 2018, 2019 og 2020? Fulltrúi Flokks fólksins er með þessum fyrirspurnum að kanna hvort málum hafi farið fækkandi eftir flutninginn, fjölgandi eða staðið í stað. R21120004

Vísað til umsagnar innri endurskoðanda og ráðgjafar.

Borgarráð 2. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Landfylling í Nýja Skerjafirði, frummatsskýrsla, kynning:

Þetta viðaukahefti styður það sem fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að segja undanfarin ár sem er að það á alls ekki að fylla upp í fjörur þegar eitthvað á að gera við ströndina. Þrátt fyrir hagstæð skilyrði fyrir landfyllingu á þessum stað kemur í ljós að tjónið fyrir lífríki fjörunnar er mikið og óvissa um árangur mikil.

Í rammaskipulagi Skerjafjarðar er lögð áhersla á að leitast verði við að líkja eftir náttúrulegri strönd með notkun grjóts af sömu stærðargráðu og fjölbreytileika eins og er nú í fjörunni. Þetta er augljóslega ekki hægt samkvæmt þessari skýrslu:

Um 2,7 ha af 3,7 ha núverandi fjöru sem geymir fínefni munu hverfa undir landfyllinguna og fláa hennar. Niðurstöður greininga sýna að varnargarðar munu aðeins veita staðbundið skjól fyrir öldu. Verulega stóran varnargarð þyrfti því til að skapa almennar skjólaðstæður við landfyllinguna. Þessi ,,tilbúna” þyrfti að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.

Bókun Flokks fólksins við: Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga:

Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi meingölluðu skipulagi. Er það eðlilegt að annað sveitarfélag sé að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag mun fara yfir mörkin í umferðarspá í umhverfismatinu frá 2003. Verður ekki að gera nýtt umhverfismat? Einnig má spyrja af hverju það hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

Bókun Flokks fólksins við: Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillag:

Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að nokkur útivist verði á svæðinu. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru í Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er slegin yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem viðkemur Arnarnesveginum. Kópavogur vill stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgunarsvæði verði stórt og það svæði verði að fullu nýtt, mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleika Vetrargarðsins. Kópavogur vill hafa áhrif á skipulagið og virðist hugsa einungis um eigin hagsmuni. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna Vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur? Af hverju er ekki hægt að skoða að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga:

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði í nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga. Hentar kannski hagsmunum og kosningaloforðum bæjarráðs Kópavogs, en framkvæmdin mun koma sér illa fyrir íbúa Breiðholts. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Íbúaráð Breiðholts og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð og Arnarnesvegur mun auka á vandann.

Bókun Flokks fólksins við Vesturgata 64, Fjölbýlishús – mhl.01: tveir liðir

Fulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn nokkrar efasemdir um að mótvægisaðgerðir nái að milda ásýnd þessara stóru bygginga. Búið er að rannsaka birtu og skuggavarp í inngörðum og gera breytingar sem eru af hinu góða. En dugar það til til að gera þetta aðlaðandi og hlýlegt?

Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið sem og fólki. Um er að ræða mikið byggingarmagn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.

Bókun Flokks fólksins við níu mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021:

Umhverfis- og skipulagssvið 9 mánaða uppgjör lagt fram. Það sem fulltrúi Flokks fólksins finnst eftirtektarvert er „leiga gatna“. Fulltrúi Flokks fólksins veltir vöngum yfir hvers vegna sá rekstrarliður hefur farið nokkur hundruð milljónir fram úr áætlun? (Tilvitnum: Leiga gatna var 396 m.kr. umfram fjárheimildir, einkum vegna verðbótaþáttar leigunnar.) Verðbótaþátturinn skýrir þetta alls ekki út. Umframkeyrslan á liðnum í heild sinni er yfir 11%. Á ekki að reikna verðbótaþáttinn inn í fjárhagsáætlun? Er það ekki gert? Verðbótaþátturinn á ekki að koma neinum á óvart. Verðbólgan á árinu er 3-4%. Það sést ekki hvað grunnfjárhæð fyrir „leigu gatna“ er hár liður og því ekki hægt að reikna út hvað umframkeyrsla upp á 396 milljónir króna er hátt hlutfall af grunnfjárhæðinni.

Bókun Flokks fólksins við umsögn við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýbyggingar á árunum 2014 til 2021, umsögn:

Fyrirspurnin fjallar m.a. um að gengið sé á græn svæði þegar ákveðið er hvar á að byggja. Græn svæði hafa tapast samkvæmt svari og þau skuli bætt upp með grænu yfirbragði innan hinnar nýju byggðar, rúmgóðum og fjölbreyttum garðsvæðum, blágrænum ofanvatnslausnum, grænum húsþökum, grænum bílastæðum, gróðri í göturýmunum og almennt lausnum sem tryggja gegndræpi yfirborðsins. Þetta er auðvitað ekki það sama og “græn svæði” að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tökum sem dæmi Hljómskálagarðinn og ef ákveðið yrði að byggja þar, hvernig yrði Hljómskálagarðurinn bættur upp með grænum bílastæðum, blágrænum ofanvatnslausnum eða grænum húsþökum? Einnig eru fjörur fylltar í gríð og ergð til að byggja á. Ekki er minnst á þá röskun í svarinu. Með því að taka fjörur borgarinnar undir steypu er eiginlega gengið eins langt og hægt er í að skemma náttúru. Um er að ræða aðgerðir sem eru með öllu óafturkræfanlegar.

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum:

Borist hefur svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um notkun skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar á hugtakinu „líffræðilegur fjölbreytileiki“ og skilgreiningu þar á.

Spurt var vegna þess að embættismenn, ráðgjafar og þeir sem skrifa um breytingar á ræktun innan borgarinnar nota það hins vegar mest þegar áætlað er að planta í einstök beð eða einstaka garða. Það er misnotkun á hugtakinu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Pínulítil svæði hafa ekkert með líffræðilegan fjölbreytileika að gera.

Í svarinu hins vegar er skilgreiningin sem birt er á líffræðilegum fjölbreytileika í nokkru samræmi við alþjóðlega skilning á hugtakinu sem er notað til að skilgreina margbreytileika lífríkisins bæði vistfræði- og erfðafræðilegs. Hugtakið er einmitt notað í víðu samhengi t.d. þegar talað er um líffræðilega fjölbreytni á stórum landsvæðum en ekki þegar planta á í einstök peð eða einstaka garða.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um 18 ára aldurstakmark vegna notkunar rafhlaupahjóla og akstur á götum:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að borgaryfirvöld beittu sér fyrir að 18 ára aldurstakmark sé sett til að aka um á rafmagnshlaupahjóli sem náð geta meira en 25 km hraða. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þarf að skoða í samhengi við að aldursmörk bílprófs. Það er ábyrgðarhluti að hunsa þessa tillögu nú þegar sprenging hefur orðið í tíðni alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum Reykjavíkurborg getur sent erindi til ríkisins og óskað eftir samvinnu um þessi mál hið snarasta enda líf í húfi.

Reykjavíkurborg verður að gera allt sitt til að draga úr slysum og beita sér fyrir að hjólin séu notuð með ábyrgum og öruggum hætti. Fram undan er hálkutíð og í hálku eru rafhlaupahjólin hættuleg. Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól “rétt” svo enginn hljóti skaða af. Reykjavíkurborg getur beitt sér fyrir því að efla vakningu meðal foreldra og fræðslu til barnanna um notkun hjólanna og um hætturnar í umferðinni. Annað vandamál er að dæmi eru um að hlaupahjól fari hraðar en leyfilegt sé, það er á 25 km hraða og eru þar með ólögleg.

Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Aldursmörk vegna léttra rafknúinna farartækja þarf að skoða í samhengi við að aldursmörk bílprófs, en bílpróf veitir leyfi til aksturs talsvert þungra ökutækja frá allt að 17 ára aldri. Reykjavíkurborg hefur áður sent erindi ríkisins og beðið um breytingu á lögum til að heimila akstur léttra bifhjóla í flokki 1 á umferðarminni götum. Sú skoðun borgarinnar liggur fyrir og verður áréttuð í framtíðarvinnu við breytingar á umferðarlögum.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kvöð um tímaramma þegar byggingaleyfi er veitt:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að veiti skipulagsyfirvöld byggingarleyfi fylgi því leyfi tímamörk sem viðkomandi hefur til að fullklára bygginguna. Útgefið leyfi þarf að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma.

Um tímann má semja enda ýmislegt sem kemur til. Fram til þessa eru sum útgefin leyfi aðeins pappír um eitthvað sem kannski verður gert. Í einhverjum tilfellum eru engar sérstakar ástæður fyrir töfum nema kannski að það standi illa á hjá lóðarhafa, hann vilji jafnvel bíða og sjá hvert íbúðaverð er að þróast. Meirihlutinn segir nú vera metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en það sárvantar enn húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrum sinnum lagt fram fyrirspurnir um byggingarferli og tillögur um að einfalda ferlið en kvartað er yfir töfum og að flækjustig séu óþarflega mörg. Byggingarferli á nýjum íbúðum er tímafrekt við bestu aðstæður og enn tímafrekari þegar byggt er á þéttingarreitum. Verði Flokkur fólksins í næsta meirihluta borgarstjórnar mun hann vilja tryggja stöðugt framboð á lóðum og auka lóðaframboð á reitum sem ekki eru þegar byggðir.

Greinargerð

Meirihlutinn hefur ekki ljáð máls á mörgu öðru en að byggja á þéttingarreitum sem er flóknara vegna fleiri hindrana en þegar byggt er inni í miðri íbúðabyggð. Íbúðir á þéttingarreitum eru ekki eins hagkvæmar og í nýjum hverfum og henta því ekki þeim efnaminni.  Skortur er á hagkvæmum íbúðum og fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Þetta skýrir ma. fjölda vannýttra byggingarleyfa sem gefin hafa verið út af Reykjavíkurborg. Þetta er sérlega áberandi í Úlfarsárdal sem er 15 ára hverfi. Þessi staða er með öllu óþolandi. Það þarf land til að byggja á.
Nú eru háværar raddir um að brjóta þurfi nýtt land undir byggð.  Hópur fólks hefur gefist upp á að reyna að búa í borginni, slíkur er húsnæðisskorturinn.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um álit umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum

Fyrirspurn Flokks fólksins um viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við áliti umboðsmanns Alþingis um að hreyfihamlaðir megi leggja í almenn stæði á göngugötum.

Hefur Reykjavík beint fyrirmælum til Bílastæðasjóðs um að breyta verklagsreglum í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að ekki væri heimilt að sekta vegna bifreiða sem lagðar eru í merkt stæði á göngugötum ef um er að ræða handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða?

Stendur til að bregðast við áliti Umboðsmanns með því að hætta að sekta fyrir slík tilvik eða verður brugðist við álitinu á annan hátt?

Greinargerð, nánar um álitið:

Í áliti umboðsmanns segir að í málinu hafi reynt á hvort framangreind afstaða Bílastæðasjóðs sé samrýmanleg lögum og þá þannig að heimilt hafi verið að sekta álitsleitanda, sem handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða, fyrir að leggja í göngu­götunni umrætt sinn. Í áliti sínu benti umboðsmaður á að í umferðarlögum væri gengið út frá því að umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu væri bönnuð. Aftur á móti væru gerðar undantekningar frá því, þar á meðal hvað varðaði umferð handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða. Af orðalagi þeirra lagaákvæða yrði ekki annað ráðið en að heimilt væri að leggja ökutækjum, sem féllu undir framangreinda undanþágu, í göngugötu en þá skyldi þeim lagt í merkt stæði. Yrði þá að leggja til grundvallar að þar væri um að ræða öll merkt stæði við göngugötu. Þá yrði einnig að líta til þess að í umferðarlögum væru mælt fyrir um að handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða hefði annars vegar heimild til að leggja í bifreiðastæði, sem væri ætlað fyrir fatlað fólk, og hins vegar í gjaldskyld stæði, án sérstakrar greiðslu. Hvergi væri vikið að því í lögunum að annað ætti við þegar lagt væri í göngugötur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um hjólhýsa- og húsbíla mál:

Áhyggjur eru af orðum skipulagsfulltrúa í Reykjavík en hann segir í bréfi til íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulega staðsetningu á svæði fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi að „einkaaðilar á markaði gætu allt eins þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn frekar en að borgin útvegi land og setji upp grunnþjónustu.“ Um málið var fjallað í fjölmiðlum.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort til standi hjá borginni að reka þennan hóp úr Laugardalnum án þess að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi í borgarlandinu?

Ef á að reka þetta fólk úr Laugardal hvert á það þá að fara?

Og hvar eiga einkaaðilar að finna lóðir?

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 1. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. nóvember 2021, um skýrslu og tillögur starfshóps um ókyngreinda aðstöðu í skóla – og frístundahúsnæði Reykjavíkurborgar:

Þær niðurstöður sem hér eru birtar koma ekki á óvart. Það er tiltölulega nýtt að krafa sé gerð um að salerni verði ókyngreind. Skólahúsnæði er víða gamalt og býður jafnvel ekki upp á að breyta salernum og búningsklefum til að mæta þörfum trans barna og ungmenna. Þar sem það er hægt hefur það án efa verið gert. Reglugerðin gerir ekki kröfu um að salerni séu kyngreind fyrir karla og konur nema í þeim tilvikum þar sem skilrúm þeirra ná ekki frá gólfi og upp í loft, að öðru leyti mega þau vera ókyngreind. Kyngreining er ekki ávörpuð í greininni um bað-, búnings- og salernisaðstöðu þar sem er aðstaða til íþróttaiðkana. Við hönnun nýs húsnæðis er mikilvægt að hafa þetta allt í huga. Markmiðið er að útrýma mismunun, að það sé aðgengi fyrir alla. Ef fara á í framkvæmdir í þessum málaflokki þarf að huga að því að bætt verði aðgengi og aðstaða fyrir trans börn og ungmenni eins og fram kemur í skýrslunni og einnig fyrir aðra hópa sem þurfa sérstaka aðstoð á salernum og í bað- og búningsklefaaðstæðum.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs  skóla- og frístundasviðs dags. 23. nóvember 2021, um drög að stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf:

Tekið er undir þau viðmið sem sett eru fram í stefnunni (drögum) fyrir nýbyggingar, viðbyggingar og breytingar á húsnæði fyrir leikskóla, frístundaheimili, grunnskóla, skólahljómsveitir og félagsmiðstöðvar. Hönnun þarf að taka mið af starfseminni sem fara á fram í byggingunni og horfa þarf til byggingarefnis, loftgæða, efnisvals og sveigjanleika þannig að hægt sé að laga hana að mismunandi þörfum og tryggja fjölbreytni í notkun. Gæta þarf að halli sé á þaki til að draga úr líkum á leka, raka og myglu og fleiri þáttum. Ef horft er til leikskóla sérstaklega eru eftirfarandi þættir mikilvægir: 1) Öll  starfsmannaklósett eru  inni kennslustofum nemenda. 2) Fatahengi  barna í inni kennslustofu barna. 3) Hver kennslustofa hefur sér útihurð til að komast að leikvellinum. 4) Sameign þarf að vera hönnuð þannig að starfsmenn hafi ávallt yfirsýn yfir börnin. Í leikskóla þar sem hönnun hefur tekist vel segir starfsfólk að áhrif undirmönnunar eru minni vegna þess hvernig rýmin eru uppbyggð og hægt er að hafa góða yfirsýn. Að vinna við krefjandi störf í illa hönnuðu húsi er mannskemmandi. Heilsu fólks er ekki aðeins ógnað heldur einnig góðum starfsmannaanda. Breyta þyrfti eldri leikskólum þar sem það er hægt með ofangreinda hugmyndafræði að leiðarljósi sem myndi stuðla að samnýtingu og samkennslu í auknum mæli.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 24. nóvember 2021, um stöðu á vinnu stýrihóps um endurskoðun jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar:

Farið er yfir stöðu stýrihóps um endurskoðun jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar í víðara samhengi. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á réttlæti og mannréttindi í launamálum. Það er mjög mikilvægt að fólk fái allt metið t.d. nám sem leiða má líkum að geri það þroskaðri og hæfari til starfsins sem það á að sinna. Meta á hvern námsáfanga til einhverra stiga til hærri launa. Dæmi eru um fólk með margra ára háskólamenntun en sem hefur ekki útskrifast fær ekkert af menntun sinni metið til launa hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur að hvetja eigi fatlað fólk til að sækja um hjá borginni. En þá þarf borgin að afnema skerðingar sem ávallt er vandamál þegar fatlað fólk vinnur umfram lágmarkið. Sama gildir um eldra fólk. Flokkur fólksins vill jafnrétti og mannréttindi fyrir þennan hóp sem dæmi að skerðingar verði afnumdar á atvinnutekjum fatlaðs fólks og eldra fólks. Reykjavíkurborg er ekki skylt að fylgja almannatryggingalögum þegar kemur að skerðingum og getur því bætt kjör þessa hóps með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Fulltrúi Flokks fólksins er umhugað um jafnlaunavottun í því samhengi. Hver er staðan á því nú þremur árum eftir að Reykjavíkurborg fékk jafnlaunavottun. Eru til niðurstöður úttektar á jafnlaunavottun fyrir árið 2020?

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. nóvember 2021, um skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur:

Skýrslan gefur mynd af stöðu undirganga undir umferðaræðar. Göng eru alls 51.  Fram kemur að víða  má bæta úr, svo sem merkingar, lýsingu, göngurampa. Bæta aðstæður þeirra sem eru með sérþarfir, t.d. þeir sem ekki sjá vel eða eiga erfitt um gang. Víða er skortur á almennu viðhaldi. Mörg dæmi eru um að bratti upp úr og ofan í undirgöng er alltof mikill og kemur það sér sérstaklega illa fyrir þá sem nota hjólastóla og auðvitað þá sem eru á hefðbundnu hjóli. Innkoma í göngin eru oft illa merkt, fólk sér ekki auðveldlega hvar á að fara inn. Undirgöng og viðhald þeirra eru kannski þess leg að auðvelt er að gleyma þeim. Fólk fer í gegn en gerir kannski ekki mikið úr því þótt allt sé útkrotað eða sóðalegt. Mikilvægt er að gera einnig úttekt af þessu tagi á vetrartímanum þegar farið er að rökkva því þá sjást aðrir hlutir betur. Fulltrúi Flokks fólksins vill láta skoða hvort setja ætti öryggismyndavélar í undirgöng. Margir eru hræddir við að nota þau en ef myndavélar væru gæti það skapað öryggiskennd. Myndavélar hafa líka fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu tillögu  fulltrúa Flokks fólksins um myndavélar á leiksvæðum, sbr. 17. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. júní 2021:

Tillögunni um að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar er vísað frá. Það er miður. Börn eiga tilkall til þess að allt sé gert til að vernda þau og tryggja öryggi þeirra í borginni. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem tryggt má vera að finna börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á svæðum sem þeim er ætlað að leika sér á. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sómi væri af því ef mannréttindaráð léti kostnaðarmeta þessa tillögu og í framhaldinu beita sér fyrir því að fá hana samþykkta. Auðvitað er þetta ekki fullkomið öryggi, það er ekkert til sem er fullkomið öryggi en okkur ber að gera okkar besta í þessu sem öðru. Læra þarf á ókostina og veikleikana og útfæra þetta í samræmi við persónuverndarlög. Öryggi barna er það sem skiptir öllu máli.

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um stafræna vegferð þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. nóvember 2021. R21110113

Hinn 29. júní 2021 var það tilkynnt að stafræn vegferð Reykjavíkurborgar fengi alþjóðlega viðurkenningu og fjárhagsstuðning frá Bloomberg Philanthropies. Borgin mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala til að styðja við og hraða stafrænni umbreytingu á þjónustu borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvaða verkefni eru fjármögnuð með styrkveitingunni frá Bloomberg? R21110113

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

 

 

Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð 25. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu árshlutareiknings Reykjavíkurborgar fyrir janúar-september 2021 ásamt greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja:

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er óviðunandi. Gert er ráð fyrir 7 milljörðum í halla hjá A-hlutanum. Veltufé frá rekstri er neikvætt sem þýðir að tekjur A-hlutans nægja ekki til að greiða útgjöld hans. Málaflokkur fatlaðra er ekki fullfjármagnaður og ekki séð að það breytist. Reykjavíkurborg þarf að finna leið til að vinna í kringum það. Mikilvægt er að sinna grunnþjónustu borgarinnar vel og frekar bæta þar í til að bæta og auka þjónustu. Vísbendingar eru um að skerða eigi þjónustu. Fjármagn er til, því þarf bara að deila út með öðrum hætti. Alltof mikið fjármagn fer í óþarfa hluti sem hvorki eru nauðsynlegir né kallað er eftir. Skóla- og frístundasvið rær lífróður og sama gildir um velferðarsvið. Frávik eru m.a. vegna COVID-19 en ekki einungis. Þörfin fyrir meiri þjónustu var tilkomin fyrir COVID-19. Þetta eru þau svið borgarinnar sem eru mikilvægust þegar kemur að grunnþjónustu við fólkið. Staða Strætó er alvarleg og framundan eru lántökur upp á 700 m.kr. Það er áhyggjuefni hvað afkoma Strætó er slæm. A-hlutinn er fjárhagslegur bakhjarl fyrirtækja borgarinnar ef í harðbakka slær. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að borgarráð samþykki veð í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar til tryggingar á ábyrgð m.a. fyrir Strætó.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna endurnýjunar á miðlægum netinnviðum á starfsstöðum borgarinnar:

Verið að óska eftir heimild til uppfærslu á tækjabúnaði sem þarf að gera fyrr eða síðar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt meðhöndlun fjármagns og eyðslu í tilraunastarf á stafrænum lausnum í stað þess að leita til þeirra sem komnir eru lengra. Verkefnum var í upphafi ekki forgangsraðað eftir mikilvægi heldur ráðist í ótal verkefni, mörg sem ekki lá á og enginn beið eftir. Fyrir stuttu lá fyrir boð Ríkiskaupa um að Reykjavíkurborg myndi fara með ríkinu í tilboðsleit vegna hugbúnaðarleyfa Microsoft. Því var hafnað. Ríkiskaup hafa áratuga reynslu af innkaupum fyrir ríkið og allar undirstofnanir og búa án efa þarna yfir meiri þekkingu en Reykjavíkurborg. Sagt er nú að samstarf sé í gangi en það fór af stað of seint, milljarðar eru flognir út um gluggann. Þjónustu- og nýsköpunarvið vildi geta státað sig af því að vera „fremst og leiðandi“ sem hefur ekki skilað miklu enn í formi stafrænna lausna. Ríkiskaup hafa einnig verið að kaupa inn tölvubúnað í stórum stíl og þess vegna telur fulltrúi Flokks fólksins að leita hefði átt til þeirra vegna endurnýjunar miðlægra innviða Reykjavíkurborgar. Um almannafé er hér að ræða sem sviðið sýslar með og þess vegna ætti alltaf að leita bestu leiða. Það hefur ekki verið gert.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning um hluta af húsnæði að Hagatorgi 1:

Það er vont til þess að vita hvernig komið er fyrir Hagaskóla en kemur ekki á óvart. Málið er ekki nýtt. Viðhald skólabygginga hefur ekki verið nægjanlega gott á undanförnum árum og mygla í húsnæði hrekur starfsemina úr skólahúsnæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins ræddi málefni Hagaskóla ítarlega frá júní til september 2019 og bókaði þá um skýrslu innri endurskoðanda þar sem fram kom að viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi sl. 10 ár vegna niðurskurðar. Fjárveitingavald borgarinnar virðist ekki hafa skilið að sinna þarf húsum ef þau eiga ekki að grotna niður. Á þessum tíma var ákveðið að setja 300 milljónir í viðhald sem var eins og dropi í hafið ef tekið er mið af ástandi skólabygginga. Þetta sýnir að yfirvöld tóku þessi mál ekki mjög alvarlega 2019. Fulltrúi Flokks fólksins var með umræðu um ástand skólabygginga í borgarstjórn á þessum tíma. Þar var sérstaklega rakið ástandið m.a. í Hagaskóla. Minnt var á hina svokölluð fimm skóla skýrslu sem borgarfulltrúi hefur óskað eftir að verði gerð opinber en án árangurs. Reynt var ítrekað að fá þessa skýrslu upp á borð. Fulltrúi Flokks fólksins bókaði að gera þurfti stórátak í þessum málum og verja í málaflokkinn 1-2 milljörðum. Þetta var 2019!

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu ársfjórðungsskýrslu græna plansins fyrir júlí til september 2021:

Það er dálítið mikið bara „allt“ sett undir græna planið, sem gerir kannski þetta hugtak „grænt“ svolítið ruglingslegt. Þetta er mikið tískuhugtak og orðið ofnotað orð. Það er tímabært að kjarna hvað átt er við með grænu og um hvað það hverfist helst. Eiginlega eru lítil takmörk á því hvað sett hefur verið undir græna planið hjá meirihlutanum. Því er slegið fram í tíma og ótíma og þá eiga allir að hugsa að á ferðinni sé „eitthvað gott“. Ef litið er á aðgerðaáætlun í ársfjórðungsskýrslunni má sjá t.d. virkniúrræði. Lýsing: Er í endurskoðun með áherslu á virkni. Staða verkefnis: Í vinnslu. Stöðulýsing: Verið er að leita að húsnæði. Þá spyr fulltrúi Flokks fólksins, hvar er þetta „græna“ í þessu? Þessi skýrsla er því ekkert frekar ársfjórðungsskýrsla „græna plansins“ heldur er hún stöðuskýrsla fjölda verkefna sem eru flest enn í vinnslu. Þetta eru tæplega 40 verkefni sem þarna eru nefnd og 9 af þeim eru merkt sem lokið.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2021, um starfshóp um græna plan Reykjavíkurborgar:

Ágætt að skipa starfshóp um framgang grænna mála. Til skamms tíma hefur ekki verið vel skilgreint hvað átt er við með grænum verkefnum, sjálfbærri þróun og líffræðilegum fjölbreytileika. Vonandi verður bætt úr því. Best væri ef hópurinn myndi reyna að flokka verkefni, draga þau fram sem ættu raunverulega heima undir grænum hatti.

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 23. nóvember 2021 að hefja endurskoðun á uppbyggingaráætlun sértæks húsnæðisúrræðis fyrir fatlað fólk til 2030:

Lagt er til af meirihlutanum að borgarráð samþykki að velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið hefji endurskoðun á uppbyggingaráætlun sértæks húsnæðisúrræðis fyrir fatlað fólk til 2030 með það að markmiði að fjölga sértækum húsnæðisúrræðum. Loksins! Hér hefur dropinn holað steininn en fulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi kjörtímabils ávarpað skort á sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk. Í áætlun til 2030 var naumt skammtað. Þannig hefur það alltaf verið. Þessi hópur og aðrir viðkvæmir hópar mæta afgangi, eru aldrei í forgangi. Staðan þann 1. september sl. var að fjöldi umsækjenda sem bíður eftir fyrsta húsnæði er 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Það gerir samtals 168 einstaklinga og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst síðustu ár. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3. flokki. Árið 2014 voru tölurnar þær sömu. Sumir hafa beðið í fjöldamörg ár, fatlað fólk sem er orðið rígfullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 23. nóvember 2021, vegna fyrirhugaðrar ferðar staðgengils borgarstjóra, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, til Þórshafnar í Færeyjum, dagana 26. nóvember til 29. nóvember n.k. þar sem hún mun færa Þórshafnarbúum jólatré frá Reykjavíkurborg og taka þátt í hátíðardagskrá við tendrun þess:

Þriggja daga ferð, en er ekki möguleiki á að nota fjarfundabúnað?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2021, vegna fyrirhugaðrar þátttöku borgarstjóra í ráðstefnunni International Congress for the Prevention of Addiction í Mexíkó, dagana 30. nóvember til 3. desember:

Er ekki alveg rakið að notast hérna við fjarfundarbúnað? Eru ekki bæði Reykjavík og Mexíkó borgir með þróaðan fjarfundabúnað? Fundir í gegnum netið kosta minna en að fara á staðinn svona langan veg.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 22. nóvember 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. nóvember 2021 á tillögu um samþykki samnings um neyslurými:

Þessu er fagnað. Fulltrúi Flokks fólksins lagði þann 20. nóvember 2018 fram tillögu um að borgarstjórn samþykkti að setja á laggirnar rými fyrir vímuefnaneytendur í Reykjavík í samvinnu við verkefnið Frú Ragnheiði hjá Rauða krossinum. Þá hafði heilbrigðisráðuneytið eyrnamerkt 50-60 milljónir í uppsetningu á rými af þessu tagi fyrir vímuefnaneytendur í Reykjavík og er hlutverk Reykjavíkurborgar að finna húsnæði. Nú er þetta loksins að verða að veruleika. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sú skaðaminnkandi hugmyndafræði sem neyslurými er byggt á sé eina nálgunin sem er mannréttindamiðuð og sem bæði byggist á að draga úr skaða og aðstoða einstaklinga á þeirra eigin forsendum. Um leið og dregið er úr skaðlegum afleiðingum sem fylgja neyslu ávana- og fíkniefna er ekki aðeins verið að hjálpa einstaklingunum sjálfum heldur einnig aðstandendum og nærsamfélaginu. Í þeim löndum sem neyslurými eru til og eru vel nýtt hefur dauðsföllum sem rekja má til notkunar vímuefna í æð fækkað. Í framtíðinni er mikilvægt að úrræði sem þetta verði staðsett á nokkrum stöðum og opið allan sólarhringinn.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. nóvember 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tímarit varðandi húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021:

Í svari frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara kemur skýrt fram að fólk vill búa í Reykjavík. Að mati Flokks fólksins er fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar óviðunandi og ekki farið nægjanlega vel með fé skattgreiðenda. Mikilvægt er að sinna grunnþjónustu borgarinnar vel og frekar bæta þar í þjónustu til að minnka biðlista. 11 milljón króna lóðabæklingur sem líklegt má telja að fari beint í ruslið hjá mjög mörgum borgarbúum er að mati Flokks fólksins dæmi um illa meðferð fjár og óumhverfisvænt verkefni sem rímar ekki við grænar áherslur og grænt plan. Flokkur fólksins vill húsnæðisúrræði fyrir alla og þá sérstaklega ódýrt húsnæði og ekki síst fyrir þá sem minna mega sín. Samkvæmt fréttum er ungt fólk að snúa aftur í foreldrahús þar sem það ræður ekki við það dýra húsnæði sem nú er í boði. Flokkur fólksins vill breyta þessu. Ekki er hægt að lækka íbúðaverð með því að bjóða eingöngu íbúðir á þéttingarsvæðum. Bæta þarf við nýjum hagkvæmum byggingarsvæðum þar sem ekki þarf að kaupa upp lóðir og rífa eldra húsnæði. Meirihlutinn talar um græn svæði og grænt samfélag. Spyrja má hvort sú mikla þétting sem nú á sér stað sé græn og veiti íbúum aðgang að útivistarsvæðum, birtu og fuglasöng.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi við svari skóla- og frístundasviðs, dags. 16. nóvember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað við breytingar á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Við lestur þess fæst sú upplifun að allir séu ánægðir með þetta fyrirkomulag og breytingar hafi heppnast vel. Stærsti kostnaðurinn eru laun verkefnastjóra en annan kostnað er ekki svo gott að reikna út svo sem tíma og laun við að bregðast við kvörtunum, svara skeytum og síma og sitja fundi. Reyndar kemur hvergi fram og hvergi hefur það sést með skýrum hætti hvað breytingar á mannvirkjum og umferðarmannvirkjum kostuðu vegna sameiningarinnar. Ástæða spurningarinnar var m.a. að talað var um að hafa þetta fyrirkomulag til 10 ára og að hagræðing með því yrði um 2 milljarðar. Starfshópurinn taldi mikið tækifæri í þessu t.d. að venja börnin á að taka strætó en ekki láta skutla sér. Það er ljóst að starfshópurinn var einhuga um að breytingarnar yrðu farsælar. Þetta birtist eins og allt sé í blússandi blóma. Ef rétt er munað gekk alltof hægt að fá samgöngurnar í lag. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir foreldrana að horfa upp á börn þeirra keyrð úr hverfinu og börn úr 108 keyrð í hverfið. Borgin þykist vera að draga úr umferð og mengun, svo þetta er mjög mikil þversögn.

 

Bókun Flokks fólksins við 2. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. nóvember:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld beittu sér með ákveðnari hætti í að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að verslun komi í Rökkvatjörn 1 og að tillagan geymi ekki raunhæfar lausnir. Í umsögn er viðurkennt að eitthvað hefur farið úrskeiðis við uppbyggingu þessa hverfis sem „af mörgum ástæðum“ eins og það er orðað, hefur tekið langan tíma. Á öllum þessum tíma hefur ekki tekist að byggja upp nauðsynlega innviði til að hægt sé að mæta daglegum þörfum íbúanna innan hverfisins. Verið er að byggja glæsilegt mannvirki í Dalnum, skóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. Það eru aðrir hluti sem vantar, s.s. almennar þjónustuverslanir. Ekki er hægt að kaupa neinar vistir í sjálfu hverfinu enn sem komið er. Sé farið í næsta hverfi eftir föngum þarf bíl, og það er ekki í samræmi eða í takt við hugmyndafræði skipulagsyfirvalda. Hér eru því heilmiklar mótsagnir.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 24. nóvember 2021:

Lögð eru fram 5 mál sem snúa að athugasemdum vegna hverfisskipulags Breiðholts. Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15m frá miðlínu annarra þjóðvega. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta gefur þá vísbendingu að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Kópavogur heimtar óbeint í bréfi að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi slæmu skipulagi. Er það eðlilegt að annað sveitarfélag reyni að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra því hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Þegar á allt þetta er litið má spyrja af hverju hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins.

 

Bókun Flokks fólksins við 3. lið fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. október 2021:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst rosalegt að sjá hvað Strætó þarf að taka mikið af lánum. Fá á lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 400 m.kr. Lánið er til 8 ára, vextir eru fastir 4,5%. Einnig er búið að samþykkja lánasamning við Arion banka þar sem Strætó tekur rekstrarlán upp á 300 m.kr. Lánið er til 5 ára, vextir eru 2,5% álag á REIBOR vexti. Það er áhyggjuefni hvað afkoma Strætó er slæm. A-hlutinn er fjárhagslegur bakhjarl fyrirtækja borgarinnar ef í harðbakka slær. Um þetta liggja fyrir mörg dæmi. Ítrekað hefur komið inn á borð borgarráðs ósk um að borgarstjórn veiti veð í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar í Lánasjóði sveitarfélaga til tryggingar á ábyrgð á lántöku Félagsbústaða. Sama hefur gerst með Strætó og SORPU.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að hönnun nýrra leikskóla byggi á hugmyndafræði um bæði algilda hönnun og hönnun sem hverfist um arkitektúrinn og rýmisgildi þannig að rými tengjast og tryggja sveigjanleika og fjölbreytni í notkun og rekstri:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hönnun nýrra leikskóla byggi á hugmyndafræði um bæði algilda hönnun og hönnun sem hverfist um arkitektúrinn og rýmisgildi þannig að rými tengjast og tryggja sveigjanleika og fjölbreytni í notkun og rekstri. Einnig er lagt til að skoðað verði með hvaða hætti væri hægt að breyta eldri leikskólum með ofangreinda hugmyndafræði að leiðarljósi sem myndi stuðla að samnýtingu og samkennslu í auknum mæli. Leikskólar eru mismunandi í þessu tilliti. Algild hönnun og hönnun leikskóla almennt séð getur skipt máli fyrir ótal margt í starfi leikskólanna t.d. hvernig starfsfólk nýtir krafta sína í umsjón, eftirliti og leik með börnunum. Í leikskóla þar sem hönnun hefur tekist vel segir starfsfólk að áhrif undirmönnunar séu minni vegna þess hvernig rýmin eru uppbyggð og hægt er að hafa góða yfirsýn. Að vinna við krefjandi störf í illa hönnuðu húsi er mannskemmandi. Heilsu fólks er ekki aðeins ógnað heldur einnig góðum starfsmannaanda.

Greinargerð:

Dæmi um hönnun sem hér er lýst:

1) Öll  starfsmannaklósett eru  inni kennslustofum nemenda.

2) Fatahengi  barna í inni kennslustofu barna.

3) Hver kennslustofa hefur sér útihurð til að komast að leikvellinum.

4) Sameign þarf að vera hönnuð þannig að starfsmenn hafi ávallt yfirsýn yfir börnin.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins vekur athygli á því að Samkeppnisstofnun gaf út skýrslu þar sem bent er á að með vel skilgreindum útboðum á úrgangsþjónustu hafi sveitarfélög sparað 10-47% í kostnaði:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins vekur athygli á því að Samkeppnisstofnun gaf út skýrslu þar sem bent er á að með vel skilgreindum útboðum á úrgangsþjónustu hafi sveitarfélög sparað 10-47% í kostnaði. Það ætti að vera hlutverk borgarfulltrúa að sjá til þess að úrgangsþjónusta sé sem hagkvæmust fyrir íbúa og fyrirtæki. Varla er rekstur SORPU undantekning frá þeirri reglu að sparnaður náist – eða hvað? Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna dæmi um árangur í útboði frá Osló enda skipulagsyfirvöld hrifin af mörgu því sem þar á sér stað: Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu, m.a. fundi með hagsmunaaðilum, var ákveðið að skipta útboðinu upp í nokkra þætti. Tilboðin sem bárust voru um 30-40% lægri en kostnaður í eldra kerfi (http://www.kretslopet.no/nyheter/497-kraftig-prisreduksjon-pa-innsamling…). Fulltrúi Flokks fólksins vill að úrgangsþjónusta verði eins hagkvæm fyrir íbúa og fyrirtæki og kostur er. Í sveitarfélögum þar sem horft er til árangurs í úrgangsmálum eru oft nefnd Akureyri og Stykkishólmur en þar er úrgangsþjónusta boðin út.

Greinargerð:

Samkeppniseftirlitið gaf út í febrúar 2016 skýrsluna „Competition in Waste Managment Sector, prepairing for a Circular Economy“ Tildrög skýrslunar voru aukin áhugi á samkeppni við meðhöndlun úrgangs og að úrgangur er ekki lengur aðeins vandamál heldur verðmætt hráefni. Niðurstaða skýrslunnar var að talsvert svigrúm væri til að auka samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Mikilvægi virkrar samkeppni væru nýjar og skapandi lausnir, hagræðing, aukin verðmætasköpun og aukin skilvirkni. Tilmæli skýrsluhöfunda var að hvatt var til þess að fara í aukin útboð en að til þeirra yrði að vanda.

Ljóst má vera að kröfur til úrgangsmála munu aukast næstu árin og flækjustig þar með. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fá fram sem flest sjónarmið og úrlausnir með útboðum. Hvernig væri moltugerð á höfuðborgarsvæðinu í dag ef að verkefnið hefði verið boðið út í stað þess að sveitarfélögin fóru sjálf í þetta?

Reynsla sýnir að sparnaður nemi frá 10 – 47% frá kostnaði við eldri kerfi. Margt er hægt að skoða hjá Reykjavíkurborg. Má þar nefna að Reykjavíkurborg er eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem er með eigin sorphirðu frá heimilum. Hefur sorphirðu verið ábótavant þar sem að hún er á höndum einkaaðila? Hér ætti að vera einfalt að skipta henni upp og bjóða út t.d. sorphirðu í ákveðnum póstnúmerum. Skoða mætti hversu vel slíkt gefst og hvort að slíkt leiði til ódýrari eða betri þjónustu við íbúa. Sama gæti átt við fleiri þjónustur.

Í ljósi sögunnar er ekki að sjá að Reykjavíkurborg sé undanskilin því að geta náð fram sparnaði. Þau sveitarfélög sem eru nefnd sem fyrirmynd í úrgangsþjónustu eru mörg þjónustuð af einkaaðilum. Íbúar þar hafa ekki kvartað undan þeirri þjónustu og margir hverjir verið afar stoltir af því hve vel gengur.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á hvernig standi á því að ekki hafi verið tekið tilboði Ríkiskaupa um þátttöku í innkaupum á hugbúnaðarleyfum frá Microsoft:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir skýringum á hvernig standi á því að ekki hafi verið tekið tilboði Ríkiskaupa um þátttöku í innkaupum á hugbúnaðarleyfum frá Microsoft. Einnig spyr borgarfulltrúinn af hverju þjónustu- og nýsköpunarsvið hafi ekki leitað til Ríkiskaupa vegna útboða um endurnýjun miðlægra innviða Reykjavíkurborgar. R21110273

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Borgarráð 25. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, kynning:

Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Hér er líklega verið að hnýta í fyrirhugaðan Vetrargarð og þetta segir að Arnarnesvegurinn mun skerða þróunarmöguleika hans. Og svo er athyglisvert að Kópavogur vill einnig hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg og heimtar óbeint að sá vegur eigi að geta stækkað verulega frá núverandi slæmu skipulagi. Er það eðlilegt, að annað sveitarfélag reyni að stýra skipulagi í Reykjavík? Verður Arnarnesvegurinn að umferðarþungri umferðaræð sem hindrar útivist, rústar Vatnsendahverfinu og efsta hluta Elliðaárdals? Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Þegar á allt þetta er litið má spyrja af hverju hafi aldrei verið skoðað að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, kynning:

Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að þarna verði útivist. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru eins og er í Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er slegin yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem viðkemur Arnarnesveginum. Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn. Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgurnarsvæði verði stórt og það svæði verði nýtt mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleikar fyrirhugaðs Vetrargarð. Kópavogur hugsar aðeins um eigin hagsmuni í þessu sambandi og vill hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur. Af hverju var ekki að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, kynning

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess að þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði á nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga en eflaust góð fyrir Kópavog og Garðabæ, en ókostir snerta fyrst og fremst í búa í Efra – Breiðholti. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Vinir Vatnsendahvarf og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka:

Breytingar Breiðholt 1, Bakkar. Svæðið við Arnarbakka 2 er svæði sem hægt er að gera að góðri íbúðabyggð. Núverandi byggingar eru ekki varðveisluverðar. Hér er því hægt og mikilvægt að vanda til verka og reisa byggingar sem eru fallegar, áhugaverðar og á góðum stað. Hönnun þessa svæðis ætti að setja í samkeppni. Skýra þarf hvernig umferðarmálin munu verða. Eins og er, er ljóst að Arnarbakkinn, framhjá Breiðholtsskóla, ber ekki miklar umferð. Þarna getur stefnt í þrengsli ef ekki er að gætt.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells:

Hér er um nauðsynlega aðgerð að ræða, hverfið þarf að bæta. Margar litlar aðgerðir mynda að lokum stóra breytingu. Þarna ætt að fara sér hægt en stefna einbeitt að því að bæta hverfið með mörgum þáttum og fjölga íbúum. Í hverfinu eru ekki friðaðar byggingar og því ekki nauðsynlegt að nýta þær áfram. Breyting felst m.a. í heimild til niðurrifs á leikskólanum Litla Holti og Stóra Holti auk uppbyggingar nýs leikskóla. Fulltrúi Flokks fólksins vill hvetja skipulagsyfirvöld að hafa gott samráð við alla þá sem tengjast þessari breytingu.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Háskóli Íslands, heildarsýn fyrir þróun Háskólasvæðisins og samþætting við Borgarlínu:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þrengja á Suðurgötuna. Þarna er nú þegar mikil umferð og á eftir að verða mun meiri með uppbyggingu Skerjafjarðar.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi:

Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu vegna lóðanna nr. 2D, 4-6 við Álfabakka. Fram kemur að byggingarmagn minnkar lítillega, Heildarbyggingarmagn verður fyrir A-rými 6.890 m² og minnkar um 110 m² og B-rými verður 520 m² á 1-2 hæðum og minnkar um 180 m². Engu að síður eru áhyggjur margra sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt í, að byggingarmagn sé of mikið og eru áhyggjurnar í tengslum við umferð og bílastæði. Með stækkun tjarnarinnar er áætlað hún geti tekið við allt að 9.000 m³. Einnig er lagt til að í samráði við ÍR verði reynt að auka við rúmmálið innan lóðar ÍR og á uppdrætti er brotalína sem sýnir mögulegt svæði. Með stækkun tjarnarinnar verður að minnka lóðir við Álfabakka 2d og 4.

Bókun Flokks fólksins við: Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, tillaga:

Samkvæmt tillögu meirihlutans eiga reglur að vera óbreyttar. Þar sem við erum öll sammála um að vilja flýta orkuskiptum má spyrja hvort ekki ætti að útvíkka ívilnanir sem þessar? Því fyrr sem fólki gefst kostur á að eiga vistvænt farartæki því betra. Rafbílar eru enn dýrari en bensínbílar og hafa ekki allir efni á að eignast slíka bíla. Hvetja þarf þá sem eru efnameiri og sem enn aka um á bensínbílum að skipta yfir í vistvænna ökutæki. Endurmeta þarf hvað eru visthæfar bifreiðar. Eins og er, eru bílar sem ganga fyrir metani visthæfustu bifreiðarnar. Tímabært er því að hvetja til notkunar metans. Sorpa ræður ekki við það verkefni þannig að borgarstjórn verður að taka málið að sér. Svo er gjaldlausi tíminn full stuttur. Eðlilegra væri að hafa hann í tvo tíma. Að sinna erindum í miðbænum tekur oft meira en hálfan annan tíma. Þetta er eitt af því fjölmörgu sem Reykjavíkurborg getur gert í orkuskiptum?

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur heils hugar. Sjálfsagt er að setja borð og bekki sérhannaða fyrir hjólastólanotendur á völdum stöðum. Velja þarf þessa staði í fullu samráði við notendur. Þeir eiga að hafa allt um það að segja hvar þessi borð og bekkir verða settir. Hafa þarf samráð við hagsmunafélög í þessu sambandi, ÖBÍ, Sjálfsbjörg. Þetta er einfalt að framkvæma og ekki ætti að felast í þessum aðgerðum mikill kostnaður. Nú er mikið rætt um algilda hönnun og má segja að þetta flokkist þar undir. Markmið algildrar hönnunar er að skipuleggja og framleiða vörur, byggingar og umhverfi, og að hanna þjónustu þannig að það gagnist sem flestum og að sem mestu leyti. Vísað er til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hönnun fyrir alla, aðgengi fyrir alla.

Bókun Flokks fólksins við tillögu  áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um sjálfbærni í Úlfarsárdal, umsögn:

Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld beittu sér með ákveðnari hætti að gera Úlfarsárdal sjálfbært hverfi eins og til stóð að það yrði og lofað var. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að verslun komi í Rökkvatjörn og að tillagan geymi ekki raunhæfar lausnir. Vilja skipulagsyfirvöld að fulltrúi Flokks fólksins útfæri tillöguna nánar? Í umsögn er viðurkennt að eitthvað hefur farið úrskeiðis við uppbyggingu þessa hverfis sem “af mörgum ástæðum” eins og það er orðað, hefur tekið langan tíma. Á öllum þessum tíma hefur ekki tekist að byggja upp nauðsynlega innviði til að hægt sé að mæta daglegum þörfum íbúanna innan hverfisins. Verið er að byggja glæsilegt mannvirki í Dalnum, skóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. Með þá framkvæmd ríkir almenn ánægðu að því er fulltrúi Flokks fólksins telur. Það eru aðrir hluti sem vanta s.s. almennar þjónustuverslanir. Ekki er hægt að kaupa neinar vistir í sjálfu hverfinu enn sem komið er. Sé farið í næsta hverfi eftir föngum þarf bíl, og það er ekki í samræmi eða í takt við hugmyndafræði skipulagsyfirvalda. Hér eru því heilmiklar mótsagnir.

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innstig í strætó í tengslum við þéttingu byggðar í Mjódd, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvaða innstigsfjölda er miðað þegar tekin er ákvörðun um þéttleikaviðmið í tengslum við fyrirhugaða mikla þéttingu byggðar. Í Mjódd á að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum sem er 53% fjölgun íbúða. Ástæða fyrir þessari fyrirspurn er einna helst sú að komið hefur fram í skýrslu um ferðavenjur sem unnin var fyrir Samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, sem liður í undirbúningi Borgarlínu, að flest innstig í strætó eru núna í Mjódd, mun meira en á Hlemmi. Fulltrúi Flokks fólksins dró þá ályktun að þegar verið er að skoða þéttingu byggðar og áhrif þéttingar hlyti að vera mikilvægt að skoða ferðavenjur fólks. Nú segir í svari að svo sé ekki eða orðrétt: “fjöldi innstiga í strætisvagna er ekki þáttur í ákvörðun um þéttleika byggðar, heldur sé lögð er áhersla á uppbyggingu miðlægt þar sem auðvelt er að þjóna með góðum almenningssamgöngum“.

Fulltrúi Flokks fólksins taldi að þetta gæti einmitt átt við Mjóddina enda þar kjöraðstæður til að þjóna vel með almenningssamgöngum og því eðlilegt að horfa til innstigafjölda og komast að eðlilegu viðmiði við skipulagningu hverfis þar sem þétta á byggð svo mikið eins og raun ber vitni í Mjóddinni.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skotsvæðið í Álfsnesi:

Svörin frá Reykjavíkurborg þegar íbúar í nágrenninu hafa kvartað m.a. með undirskriftalistum , mörg undanfarin ár, hafa verið þau að verið sé að leita að nýju svæði fyrir skotvellina því er fyrirspurnin lögð fram. Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvaða aðrir möguleikar eru til skoðunar þar sem unnið er að valkosta- og staðarvalsgreiningu? Hver er að leita og hvaða tímamörk eru sett? Skv.úrskurði UUA hefur svæðið aldrei öll 16 árin verið á Aðalskipulagi og þar af leiðandi hvorki farið fram íbúakynning né umhverfismat. Nú ætlar Reykjavíkurborg samt að bæta við á síðustu stundu og gera grundvallarbreytingu Aðalskipulaginu AR 2040 án sérstakrar auglýsingar og íbúakynningu einum og hálfum mánuði eftir að athugasemdafresti lauk. Þessi afgreiðsla er skýrt brot á Árósasamningnum og 32.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers eiga íbúar Kjalarness og útivistafólk að gjalda vegna samráðsleysis Reykjavíkurborgar? Skipulagssvið borgarinnar hélt kynningarfund fyrir íbúa 2016. Síðan hefur engin lögboðin kynning né samráð verið haft. Fleiri hafa gert athugasemdir við tillögu Aðalskipulagsins. Svörin við báðum athugasemdum voru að gera eigi heildarskipulag fyrir Kjalarnes í vetur. Eina sem segir í svari er að ekki hafi verið fundinn nýr staður fyrir skotæfingarsvæði.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innviði leikskóla til að taka við mikilli fjölgun, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins var með 6 fyrirspurnir sem sneru að hverfaskipulagi Breiðholts, innviðabyggingu, kynningarferli, hvort leitað hafi verið til sérfræðinga og um hækkun húsa, þéttleika og fleira. Til dæmis er mikilvægt að vita hvort það standi til að kanna áhrif af hæð og lögun húsa í vindgöngum? Ástæða þessara fyrirspurna eru áhyggjur fjölda manns sem búa í Breiðholti. Breiðholtið þarf endurnýjun og vissulega má þétta víða en vanda þarf til verka og skipulags- og samgöngusvið má ekki fara á undan sér. Það er áhyggjuefni hvað margir eru ósáttir þrátt fyrir allt það samráð sem skipulagsyfirvöld hafa haft. Aftur læðist að fulltrúa Flokks fólksins að það „samráð“ sé ekki alveg að virka. Svörin við öllu sex fyrirspurnaflokkum Flokks fólksins er það sama, copy Og -paste. Sagt að „hafin sé undirbúningur að kynningarferli og skipulagsgerð fyrir Mjódd en gert er ráð fyrir að sú vinna hefst snemma á næsta ári og að forsendur liggi fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. þá á að skoða hæðir húsa m.a. En það er ekki rétt, búið er að ákveða hæðir húsa nú þegar. Það er marg staðfesti. Þá má spyrja, þarf ekki samhliða að hugsa um skólarými samhliða framtíðaruppbyggingu og þróun svæðisins? Á slíkt skipulag að koma eftir á?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kynningar á nýju skipulagi í Breiðholti, umsögn:

Óskað var upplýsinga um kynningarmál á fyrirhugaðri breytingu á hverfisskipulagi í Breiðholti. Gera á víðtækar breytingar. Eins og lesa má í 200 bls. skýrslum að gert sé ráð fyrir að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum.

Óttast er að kynning hafi ekki náð til nógu margra og að fleiri eigi eftir að stíga fram og lýsa óánægju sinni. Þótt skipulagsyfirvöldum finnst samráð hafa verið mikið er það ekki upplifun stórs hluta Breiðhyltinga. Svarið er alltaf það sama, að víðtækt samráð hafi verið haft, og er það skráð samviskusamlega hjá skipulagsyfirvöldum. Vegna COVID var ekki hægt að hafa eins marga kynningarfundi eins og hefði kannski þurft. Það hafa komið fram skýrar athugasemdir frá mjög mörgum um sömu atriðin og ekki er séð að taka eigi svo mikið tillit til þeirra. Verið er að fækka grænum svæðum víða í hverfum þótt sagt sé að verið sé að fjölga þeim. Mál Arnarnesvegar er sér kapítuli en þar á að byggja á gömlu umhverfismati, leggja á hraðbraut nánast ofan í fyrirhugaðan Vetrargarði.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvort leitað var til sérfræðinga þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð í Breiðholti, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hér hvort leitað hafi verið til bestu ráðgjafanna við gerð hverfisskipulags Breiðholts. Vissulega er leitað til sérfræðinga en er meirihlutinn og skipulagsyfirvöld að fá bestu ráðgjöfina? er verið að ráðleggja þeim „vel“?

Um er að ræða Breiðholtið þar sem gera á umfangsmiklar breytingar í öllum hverfum. Engum blöðum er um það að fletta að víða í Breiðholti má endurnýja og fegra enda hverfið komið til ára sinna. Skipulagsyfirvöld segjast hafa ítarlegt samráð við fólkið. Ekki skal fulltrúi Flokks fólksins gera lítið úr því. Engu að síður hafa margar kvartanir borist og fólk sem er óánægt stigið fram Um Mjóddina hafa verið gerðar skýrar athugasemdir og svo sem í öðrum hlutum Breiðholts líka. Athugasemdir og áhyggjur íbúa lúta að hæð húsa. Hús mega vera há ef þau skerða ekki útsýni frá öðrum húsum eða útsýni út á sjó ef því er að skipta. Því miður hafa verið byggð of há hús, á vakt þessa meirihluta, sem skerða útsýni og valda skuggavarpi. Þess vegna hefur fólk varan á þegar skipulagsyfirvöld leggja á borðið hverfisskipulag.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um þéttleika í nýju skipulagi í Breiðholti, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort áhrif á nærliggjandi byggð m.t.t. skuggavarps, umfangs, útsýnis og veðurfars hafi verið skoðuð með þar til bærum sérfræðingum? Þessu er ekki svarað. Fulltrúi Flokks fólksins bendir enn á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum. Áhyggjuefni, einkum um hæðir húsa, hafa birst í fjölmiðlum. Nefna má að í öllu samráðstali skipulagsyfirvalda, að 96% íbúa nærliggjandi byggðar vildu halda byggingum undir 5 hæðum og höfðu áhyggjur af viðmiðum aðalskipulagsins. Komið hefur fram helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar í 4-7 hæðir, en hundruð íbúa í grenndinni mótmæltu því að fyrirhugað væri að viðmið um byggðina yrði 5-8 hæðir, eins og Kjarninn sagði frá á dögunum. Meðal athugasemda frá íbúum í Neðra-Breiðholti er áréttað að aðeins stakar byggingar muni geta notið hámarksheimilda og því sé „hæpin forsenda“ að gefa sér að byggðin verði almennt 8 hæðir eða jafnvel hærri. Í svari segir í raun fátt, aðeins að forsendur kynningarferils og skipulagsgerð fyrir Mjódd liggi fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og vinna eigi skipulagslýsingu þar sem farið verður yfir fjölda íbúða, hæðir húsa, þéttleika eða umfang. Óttast er að ekki verði nægjanlega mikið tekið tillit til óskir íbúa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um matvöruverslun í Úlfarsárdal

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgar- og skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að matvöruverslun/verslanir komi í Úlfarsárdal og séu helst staðsettar þannig að þær séu í göngu- eða hjólafæri fyrir sem flesta. Einnig eru borgaryfirvöld hvött til að beita sér fyrir því að matvöruverslun komi nálægt Bauhaus en þar eru næg bílastæði fyrir hendi. Nú er þetta hverfi um 15 ára og var lofað að það yrði fljótt sjálfbært. Það loforð hefur ekki verið efnt. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér í þessum efnum. Í hverfinu er ekki ein einasta matvöruverslun hvað þá veitingastaður.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis:

Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að einfalda umsóknarferli rekstrarleyfis hefur verið vísað frá. Þetta er gert þó margir séu sífellt að benda á að umsóknarferli hvers lags er afar flókið hjá borginni. Ekkert virðist bóla á að bæta eigi kerfið. Tillagan var á þá leið að umsækjandi gæti sett sig í samband við einn tengilið í stað þess að þurfa að tala við marga. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið getur tekið allt að 45 daga. Á þessu er allir gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferli iðulega mikið lengra. Allt er látið líta vel út á vefnum en í raun þurfa umsækjendur að ganga á milli Pontíusar og Pílatusar í ferð sinni gegnum kerfið.

Ef þessi tillaga væri samþykkt myndi ferlið einfaldast til muna. Með því að hafa samband við tengiliðinn er hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt. Tengiliðurinn safni síðan gangapakkanum saman og geri hann kláran fyrir umsækjanda. Ennþá vantar allar stafrænar lausnir til að liðka fyrir þjónustunni. Slíkar stafrænar lausnir ættu að geta komið fljótt ef leitað er samstarfs við t.d. Stafræna Ísland eða aðra sem komnir eru lengra í stafrænum lausnum.

Fyrirspurninni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, vegna ástands í Úlfarsárdal:

Öll höfum við, borgarfulltrúar og skipulagsyfirvöld fengið þær myndir sem fylgja með þessum fyrirspurnum Flokks fólksins, frá búanda í Úlfarsárdal. Myndir sýna óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal í september 2021 sem eru 40 sérbýlislóðir. Einnig má sjá rusl og drasl á víðavangi og órækt í hverfi sem ætti eftir 15 ár að vera fullklárað og sjálfbært. Fulltrúi Flokks fólksins hefur oft minnst á byggingarefni sem liggur á víð og dreif um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær borgar- og skipulagsyfirvöld hyggjast bregðast við þessu ástandi í Úlfarsárdal og hvernig?

Einnig er spurt hvað eru borgar- og skipulagsyfirvöld að gera til að vinna að sjálfbærni þessa hverfis?

Á sama tíma og fólk er hvatt til að leggja bílnum er staðan þannig í Úlfarsárdal að aka verður í næsta hverfi til að kaupa matvöru. Það er vissulega ekki langt í næsta hverfi og þar eru myndarlegar verslanir. Engin þjónusta er í hverfinu og hvað þá sú sjálfbærni sem lofað var þeim sem þar byggðu. Í Úlfarsárdal þarf fólk að eiga bíl bæði til að sækja vistir og til að komast í vinnu því engin atvinnutækifæri eru í hverfinu. Með þessum fyrirspurnir fylgja myndir til að sýna hvernig ástandið er víða í Úlfarsárdal.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um bílastæði við Brávallagötu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir rökum skipulagsyfirvalda um að taka 12 bílastæði við Brávallagötu undir rafbílastæði án samráðs við íbúa.

Bílastæði við götuna eru of fá og ekki vitað hvort nokkur sem þarna býr sé á rafbíl. Fulltrúi Flokks fólksins hefur talað um að flýta skuli orkuskiptum og þá ekki síst með því að liðka fyrir rafbílum m.a. með ívilnunum og á það einnig við um twin-bíla. Metanbílar eru ekki margir í Reykjavík og hefur borgin frekar vilja brenna metan á báli á söfnunarstað en nýta það. Rafbílar eru því miður enn of dýrir og hafa þeir sem minna hafa milli handanna ekki ráð á þeim.

Nú hefur frést að án samtals við íbúa að bílastæði við Brávallagötu séu tekin undir rafbílastæði. Sumum finnst að þessi aðgerð sé eins konar þvingunarleið skipulagsyfirvalda til að fólk fari á rafbíl. En það er varla hægt að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það hefur ekki efni á.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi útboð á úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar.

Flokkur fólksins vekur athygli á því að Samkeppnisstofnun gaf út skýrslu þar sem bent er á að með vel skilgreindum útboðum á úrgangsþjónustu hafi sveitarfélög sparað 10 – 47% í kostnaði. Það ætti að vera hlutverk borgarfulltrúa að sjá til þess að úrgangsþjónusta sé sem hagkvæmust fyrir íbúa og fyrirtæki. Varla er rekstur SORPU undantekning frá þeirri reglu að sparnaður náist – eða hvað?

Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna dæmi um árangur í útboði frá Osló enda skipulagsyfirvöld hrifin af öllu því sem þar á sér stað: Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu, m.a. fundir með hagsmunaaðilum var ákveðið að skipta útboðinu upp í nokkra þætti – Tilboðin sem bárust voru um 30-40% lægri en kostnaður í eldra kerfi – (http://www.kretslopet.no/nyheter/497-kraftig-prisreduksjon-pa-innsamling-i-oslo)

Fulltrúi Flokks fólksins vill að úrgangsþjónusta verði eins hagkvæm fyrir íbúa og fyrirtæki og kostur er. Í sveitarfélögum þar sem horft til árangurs í útgangsmálum eru oft nefnd Akureyri og Stykkishólmur en þar er úrgangsþjónusta boðin út.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 24. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra dags. 16. nóvember 2021, um að Reykjavíkurborg sæki formlega um að vera ein af 100 kolefnishlutlausum snjallborgum Evrópu árið 2030:

Meirihlutinn leggur til að borgarráð heimili að Reykjavíkurborg sæki formlega um að vera ein af 100 kolefnislausum snjallborgum Evrópu árið 2030. Þetta ber keim af oflæti. Verkefnið er kallað siglingakort! Af hverju þarf að spyrða saman kolefnishlutleysi og snjallvæðingu sem er sá þáttur í borginni þar sem sóun virðist vera dyggð. Og SORPA og Strætó taka þátt, en hvorugt þessara bs.-fyrirtækja stendur vel og ættu þau að einbeita sér að því að taka til í eigin ranni, eða hvað? En þarna kemur þó fram að rafmagn megi nota í almenningssamgöngum, sem er gott. En það hlýtur að vera mikil bjartsýni að Reykjavíkurborg verði ein af 100 kolefnishlutlausum borgum árið 2030, hvað sem það þýðir. Áður hefur verið stefnt að kolefnishlutleysi, sem er ágætis stefna.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að fjárfestinga- og áhættustýringasviði Reykjavíkurborgar verði falið að fylgja eftir tillögum starfshóps um græn innkaup:

Lagðar eru fram tillögur starfshóps um græn innkaup, græna, sjálfbæra og félagslega fjármögnun og önnur græn fjármál. Hugtakið „grænn og grænt“ hefur verið notað óspart síðustu misseri um nánast hvað sem er. Það er vissulega tímabært að hugtakið ,,græn“ verði skilgreint því svo sannarlega eru til mismunandi skilgreiningar á grænu og alls konar skilningur hefur verið lagður í hvað átt er við með grænu þessu og grænu hinu. Eiginlega eru lítil takmörk á því hvað sett hefur verið undir græna planið. Annað dæmi eru sjálfbær innkaup og vita fæstir hvað verið er að vísa í nákvæmlega. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að margt í þessari umræðu fari ofan garðs og neðan. „Grænt“ er tískuhugtak og mjög sennilega ofnotað, því slegið fram í tíma og ótíma og þá eiga allir að hugsa að á ferðinni sé „eitthvað gott“. Liður 7.4. heitir innkaupastefna til grænkunar. Er gert ráð fyrir að allir skilji hvað hér er átt við?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. nóvember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. nóvember 2021, á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir borgarlínu frá Steinahlíð að Katrínartúni:

Efast má um að lýsing á fyrirhugaðri borgarlínu sé nákvæm þegar sagt er „að byggt verði upp nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, sem flytur fjölda fólks á milli helstu kjarna og valinna þróunarsvæða.“ Auk þess verði kerfi strætisvagna „aðlagað að og samþætt við leiðarkerfi borgarlínunnar, þótt strætisvagnar og önnur farartæki sem þjóna almenningssamgöngum eiga að njóta forgangs“. Að leggja sérakreinar, þar sem þeim verður við komið, sem hafa forgang á ljósastýrðum gatnamótum, segir ekki að þetta sé hágæðakerfi. Í raun er þetta gamaldags kerfi, enn eru vagnar á ferð sem nota jarðefnaeldsneyti, en nýjungin felst í að akreinum fyrir aðra akandi umferð fækkar. Ekki er hugsað um nýjungar í ferðatækni svo sem léttlestir á teinum tengdum rafmagni, stundum fyrir ofan aðra umferð stundum fyrir neðan, og sem ekki skerða aðra umferðarmöguleika, nokkuð sem borgir í nágrannalöndum hafa innleitt eða eru að innleiða. Reykjavík er sem nátttröll í þessu samhengi. Svona áætlanir hafa engin áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda eða leggja grunn að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040. Bílar halda áfram að aka þessar götur og þeim mun jafnvel fjölga þrátt fyrir komu borgarlínu.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. nóvember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. nóvember 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis 5 í Vogabyggð:

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi reglur um notkun stöðureita í Reykjavík og gjaldtöku. Gott er að áhersla er lögð á að stæðin verði vel merkt sem gjaldskyld svæði, en á því hefur stundum verið misbrestur, einkum þegar aðrar framkvæmdir standa yfir. Tækniþróun hefur vissulega orðið á gjaldtöku en samt sem áður á ekki að gera ráð fyrir að allir geti nýtt sér nýjustu tækni við greiðslu. Fyrir marga eru þessir mælar flóknir og ekki allir treysta sér til að nota símaapp til að greiða fyrir bílastæði. Þannig er komið, sem margar kannanir hafa sýnt, að eldra fólk, Íslendingar sem búa utan miðbæjar koma hreinlega ekki lengur niður í bæ. Þetta er sorgleg þróun. Fyrir kynslóðina sem nú er komin yfir sextugt var miðbærinn vinsæll hér áður og þótti skemmtilegur heim að sækja.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 9. nóvember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. nóvember 2021 á tillögu um breytingu á skipuriti sviðsins samhliða innleiðingu verkefnisins betri borg fyrir börn:

Tillaga meirihlutans er að innleiða verkefnið betri borg fyrir börn í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að treysta á árangursmat meðal annars vegna þess að matsaðilar voru allir innanbúðar og hallaði þar á suma hópa. Foreldrar og börn voru ekki spurð um árangur. Tilraunatímanum er ekki lokið auk þess sem COVID setti strik í reikninginn. Ef horft er til þjónustu við skólabörn eins og þeirrar sem börn bíða eftir hjá skólaþjónustu þá sér ekki högg á vatni. Ekki er séð að staðan sé neitt betri í Breiðholti en í öðrum hverfum. Biðlistinn í Breiðholti telur nú 285 börn, í Grafarvogi/Kjalarnesi 206 börn, í Árbæ/Grafarholti 278 og í Vesturbæ 203 börn. Því er velt upp hvað liggi á að tilkynna innleiðingu þessa verkefnis í önnur hverfi þegar árangur er ekki skýrari en raun ber vitni. Fulltrúi Flokks fólksins óttast um að jafnvel þótt allt það starfsfólk sem kemur að málum sé að vinna stórkostlegt starf sé meirihlutinn í borginni meira að skreyta sig vegna komandi kosninga. Hugsunin og hugmyndin að baki verkefninu er góð og auðvitað styður fulltrúi Flokks fólksins innleiðingu eins og allt annað sem hjálpað getur börnum og foreldrum þeirra.

 

Bókun Flokks fólksins við BRÉFI skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. nóvember 2021, varðandi áhrif innleiðingar Hlöðunnar, nýs upplýsingastjórnunarkerfis Reykjavíkurborgar, á fundi borgarráði:

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lýsir samúð með starfsfólki skrifstofu borgarstjórnar vegna tafa á innleiðingarfasa Hlöðunnar. „Hlaðan“ var keypt fyrir um þremur árum síðan og er nú fyrst í einhvers konar innleiðingarfasa. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um kostnað vegna tafa á innleiðingu Hlöðunnar, en fátt hefur verið um svör. Það væri fróðlegt að vita hvort skipulagðar prófanir á þeim kerfum sem komu til greina hafi átt sér stað á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) áður en Hlaðan var keypt? Fulltrúi Flokks fólksins kom ítrekað inn á forgangsröðun verkefna í borgarstjórn 16. nóvember sl. þegar lögð var fram tillaga um breytingu á skipuriti og innra skipulagi ÞON. Fylkið svokallaða átti að vera svona „forgangsröðunarkerfi“. Var Hlaðan ekki sett í forgang í fylkinu? Og ef svo var af hverju er hún nú fyrst þremur árum seinna mögulega að líta dagsins ljós? Á sama tíma og miklum fjármunum er varið í uppfærslur á sorphirðu- og viðburðadagatali sem hvor tveggja hafa verið til á vefjum borgarinnar í langan tíma, hefur innleiðing nauðsynlegra vinnukerfa eins og Hlöðunnar setið á hakanum. Áherslan hefur verið á hugmyndasmiðjur og tilraunaeldhús í stað þess að verja kröftum þessa sviðs í verkefni sem raunverulega skipta máli?

 

Bókun Flokks fólksins við svari  SORPU bs., dags. 19. október 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um útflutning SORPU bs. á úrgangi, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. september 2021:

Útflutningur á sorpi er óaðlaðandi tilhugsun. Ekki á að þurfa að flytja neitt út sem rotnar í jörðu eða er hægt að endurnýta. Vandamálið er plast og spilliefni. Samt vill SORPA fá allt sorp í plasti, glærum plastpokum og þá poka þarf síðan væntanlega að flytja út. Tekið er undir klúður GAJU sem átti að taka við öllum úrgangi af höfuðborgarsvæðinu og framleiða hágæðamoltu og metangas. Framkvæmdakostnaður fór langt fram úr áætlun. GAJU var lýst sem töfrabragði, geta tekið blandað sorp og gert úr því hágæða moltu. Blása átti plasti frá og veiða málma úr sorpinu með segli sem ná aðeins járni en t.d ekki álpappír. Niðurstaðan er plastmenguð molta með þungmálmum og gleri, langt yfir viðmiði. Og áfram er metani brennt á báli í stað þess að nýta það. SORPA getur kannski staðið undir afborgunum lána en gera þarf ráð fyrir töluverðri lántöku, yfir 200 milljónum. Á sama tíma á að fjárfesta fyrir 559 milljónir. Lausafjárstaða er slæm. Gert er ráð fyrir að skammtímaskuldir séu 667 milljónir króna á sama tíma og veltufjármunir séu 320 milljónir. Það þýðir að veltufjárhlutfallið sé undir 0,5. Framundan bíður greiðsla á miklum dráttarvöxtum.


Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. nóvember 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við að rífa Toppstöðina, fyrri kostnað og fyrirhugaðan kostnað, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. september 2021:

Samkvæmt svari er gert ráð fyrir 200 m.kr. í fjárfestingu í Toppstöðinni (áætlun fyrir árið 2022). Áætlað var á sínum tíma að rífa Toppstöðina sem hefði og er enn góður kostur. Réttast er að rífa bygginguna og byggja nýja sem hægt væri að klæðskerasauma að framtíðarverkefnum. Toppstöðin hefur ekki verið talin merkileg bygging. Um er að ræða hús, stálgrindarhús sem auðvelt er að rífa. Þarna er auk þess asbest sem þarf að fjarlægja með ærnum kostnaði, sama hvað gert verður við húsið. Hér er lag að reisa fallega byggingu á einstaklega góðum stað þar sem aðstaða yrði fyrir t.d. jaðaríþróttir.

 

Bókun Flokks fólksins við 2 lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 4. nóvember 2021:

Lögð fram aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi. Á fundi mannréttindaráðs 11. nóvember sl. gerði fulltrúi Flokks fólksins athugasemd við umsögn um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi vegna þess að ekki er minnst einu orði á einelti í aðgerðaáætluninni en einelti er ein birtingarmynd af ofbeldis. Í kjölfarið var ákveðið að bæta við eftirfarandi: Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og mikilvægt er að ávarpa það í aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar og leggja til að eineltisáætlanir séu uppfærðar og aðgengilegar og með þeim sé virkt eftirlit.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 4 í fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 8. nóvember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sem fram kemur í lið 4 að samþykkt er að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Götubiti á jólum. Einnig samþykkt að veita Laugalæk ehf. styrk að upphæð kr. 245.000 vegna verkefnisins Litlu jólin í Kaffi Laugalæk – fjölskylduskemmtun. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að gera þurfi meira af nákvæmlega svona löguðu í fleiri hverfum. Það sárvantar veitingastaði í mörg hverfi og kaffihús þannig að íbúar hverfisins þurfi ekki alltaf að fara annað langi þá að fara út að borða eða fá sér kaffi á kaffihúsi. Vonandi eiga fleiri íbúaráð eftir að ræða sambærileg mál fyrir sín hverfi.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 3 í fundargerð öldungaráðs frá 8. nóvember 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega hverju skrefi í átt til réttlætis og lýðræðis sem er að eldra fólk ráði því sjálft hvenær það vill fara af vinnumarkaði. Um þetta var rætt í upphafi kjörtímabils og nú er komið að lokum tímabilsins og það eina sem gert hefur verið er að setja á laggirnar þennan hóp og þetta er samt eitt af því sem stendur í meirihlutasáttmálanum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði tillögu fram 2019 um sveigjanleg starfslok. Öldungaráð vísaði tillögunni frá þá. Eitt aðalmál Flokks fólksins er að eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði geti það án skerðinga. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatrygginga