EfniTitill

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný – Telur fólk þurfa að bíða of lengi í símanum

Þjónustuveri Reykjavikurborgar berast að meðaltali 618 erindi á degi hverjum. Flest þeirra, eða 75%, koma í gegn um síma. Meðalbiðtími frá því að hringt er og þar til þjónustufulltrúi svarar er 1,4 mínútur eða 1 mínúta og 24 sekúndur.

Þetta kemur fram í svari fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi biðtíma í þjónustuveri Reykjavíkurborgar sem birt var á síðasta fundi borgarráðs.

Kolbrún telur ljóst að þar sem þetta er meðalbiðtími hljóti sumum að vera svarað strax en aðrir þurfi að bíða í margar mínútur, og hún hafi heyrt af pirringi fólks sem þurfi að bíða lengi. Þá leggur hún til að þjónustu- og nýsköpunarsvið kynni sér snjallmennið Vinný sem Vinnumálastofnun notar. (Hægt er að sjá línurit með því að smella á linkinn hér ofar).

Biðtíminn er einungis mældur fyrir þau símtöl sem svarað er. Á meðfylgjandi grafi frá Reykjavíkurborg má sjá hvernig meðalbiðtími breytist á milli mánaða. Lengstur er biðtíminn í ágúst eða 1 mínúta og 30 sekúndur. Orsakast það af því skólar, leikskólar og frístundastarf eru þá að hefja starfsemi sína á ný að sumarleyfi loknu á sama tíma á sama tíma og enn eru einstaka starfsmenn þjónustuvers í sumarleyfi. Stystur er biðtíminn í nóvember eða 48 sekúndur. (Sjá línurit ef smellt er á link dv.is hér ofar).

Staðsetning þjónustuversins er í Höfðatorgi og Ráðhúsi og er það opið alla virka daga milli 8:30 og 16:00. Í þjónustuverinu starfa að jafnaði 15 þjónustufulltrúar sem sinna þjónustu í gegnum síma, tölvupóst, netspjall, ábendingavef og í afgreiðslu á staðnum.

Eftir að svar barst lagði Kolbrún fram eftirfarandi bókun:

Svar hefur borist frá þjónustu- og nýsköpunarsviði um meðallengd biðtíma eftir svörun þjónustuvers og um fjölda símtala á dag. Meðaltími símaborðs er um 1,4 mínútur. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hljóti þó að vera þannig að stundum sé svarað strax og dregur það þá niður meðalbiðtíma. Sumir bíða kannski í fáar sekúndur og aðrir kannski í tíu mínútur allt eftir hvað álagið er mikið. Fram kemur að ekki öllum innhringingum er svarað eða hátt í 10%. Þetta tölfræðiuppgjör sýnir að margir þurfa að bíða lengi, jafnvel í allmargar mínútur. Að bíða í margar mínútur veldur vonbrigðum og pirringi sem fulltrúi Flokks fólksins heyrir af. Þá kemur einnig fram að 50 tölvupóstar berist daglega og 34 koma í netspjall. Hvernig væri að þjónustu- og nýsköpunarsvið myndi kynna sér snjallmennið „Vinný“ hjá Vinnumálastofnun? Vinný er búin að sanna sig og skoða má sambærilega innleiðingu til að bæta og auka þjónustu í Reykjavík hratt og vel! Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá svörun þannig að biðtími sé vel innan við 45 sekúndur eftir að heyra rödd starfsmanns. Netspjallið mætti vera mikið öflugra og í gegnum það fengi fólk afgreiðslu á erindum frá öllum sviðum, erindum sem hægt er að afgreiða í gegnum rafrænar lausnir.“

 

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný

Umræða um biðlista fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði og húsnæði með stuðningi (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um biðlista fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði og húsnæði með stuðningi
Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Í þessi úrræði hefur alltaf verið biðlisti. Staðan þann 1. september sl. var að fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði er 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Það gera samtals 168 einstaklingar og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst síðustu ár. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3. flokki. Árið 2014 voru tölurnar þær sömu. Sumir hafa beðið í fjöldamörg ár, fatlað fólk sem er orðið rígfullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Kvartanir hafa borist um að umræddur biðlisti sé ekki eiginlegur biðlisti heldur sé frekar um að ræða haug heldur en kerfisbundinn skipulagðan lista. Þeir sem hafa beðið lengst virðast ekki endilega færast ofar á biðlistann. Dæmi eru um að einstaklingi sé sagt að hann sé „næstur“ en síðan hefur komið í ljós að það er ekki rétt og aðrir þá teknir framfyrir. Búið er að dæma í einu máli sem þessu og var þar einstaklingi dæmd 1 .m.kr. í miskabætur.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Í þessi úrræði hefur alltaf verið biðlisti eins og um sé að ræða lögmál. Staðan þann 1. september sl. var að fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði er 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Það gera samtals 168 einstaklinga og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst síðustu ár. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3. flokki. Árið 2014 voru tölurnar þær sömu. Sumir hafa beðið í fjöldamörg ár, fatlað fólk sem er orðið fullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Kvartanir hafa borist um að umræddur biðlisti sé ekki eiginlegur biðlisti heldur sé frekar um að ræða haug heldur en kerfisbundinn skipulagðan lista. Þeir sem hafa beðið lengst virðast ekki endilega færast ofar á biðlistann. Dæmi eru um að einstaklingi sé sagt að hann sé „næstur“ en síðan hefur komið í ljós að það er ekki rétt og aðrir þá teknir fram fyrir. Búið er að dæma í einu máli sem þessu og var þar einstaklingi dæmd 1.m.kr. í miskabætur.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Í gildi er uppbyggingaráætlun sem byggir á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til 2030 og stefnu Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum 2014–2023. Til grundvallar uppbyggingaráætluninni var greinargóð þarfagreining sem unnin var á velferðarsviði. Í heildina er um að ræða alls 183 íbúðir en áætlunin hefur verið uppfærð nokkrum sinnum. Nú er í gangi endurskoðun þarfagreiningar. Verði niðurstaða hennar sú að breyta þurfi uppbyggingaráætlun, til að ná utan um þörf fyrir húsnæði á þessum tíma, þá verður skoðað hvernig má mæta því. Það er erfitt að bíða lengi eftir húsnæði og enn bíða 136 einstaklingar eftir úthlutun. Í Reykjavík búa í dag 462 einstaklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk og á síðustu 3 árum fengu 145 einstaklingar úthlutað húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um grunnskólalíkanið Eddu, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. september:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nú sé að koma nýtt og betrumbætt reiknilíkan skólanna. Hið gamla var löngu orðið úrelt og plástrað eins og fram kom í skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskólanna. Einn starfsmaður kunni á líkanið sem notað var til að úthluta tæpum 35 milljörðum til skólanna. Úthlutun fjármagns var í sumum tilfellum byggð á kolröngum forsendum. Það sætir furðu að gamalt, úrelt excel-vinnuskjal hafi lifað svo lengi og fengið að valda svo miklum usla. Gera má ráð fyrir að hafi ekki skýrsla innri endurskoðunar verið með svo afgerandi álit þá væri hið plástraða skjal enn aðalleiðarljós skóla- og frístundasviðs við útdeilingu fjármuna til skóla. Fram hefur komið að við úthlutun fjármagns í framtíðinni á að draga enn meira úr greiningum. Síðustu ár hafa mörg börn með röskun, jafnvel með hamlandi einkenni röskunar útskrifast úr grunnskóla án þess að fá þjónustu fagaðila en á biðlista eru nú tæp 1.500 börn. Ef barn með hamlandi einkenni ADHD fær ekki greiningu með tilheyrandi eftirfylgni er það að glíma við afleiðingar kannski alla ævi. Sjálfsmat brotnar enda barnið sífellt að rekast á veggi. Nú er margra ára bið hjá ADHD teymi Landspítala, einstaklingar sem fengu ekki greiningu í grunnskóla.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg taki upp sveigjanleg starfslok, en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til að hætta í starfi við sjötugt:

Á fundi 11. apríl 2019 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Tillögunni var vísað frá. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en leggja fram nánast sömu tillögu fram núna. Eitt aðalmál Flokks fólksins er að eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði geti það og án skerðinga. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því bætt kjör þessa hóps með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki með öllum þeim störfum sem þar bjóðast og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Kjarasamningar kveða á um heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu með sérstöku leyfi borgarstjóra. Árið 2016 kom út skýrsla í tengslum við aldursvænar borgir og þá voru lagðar til ýmsar birtingamyndir um sveigjanleg starfslok. Vegferðin hófst fyrir meira en 6 árum en er enn á byrjunarreit hjá þessum meirihluta.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um starfsemi og virkni gas- og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA og innleiðingu hringrásarhagkerfisins:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2019 að komið yrði á þriggja tunnu flokkunarkerfi við heimili. Því var hafnað og átti ný jarðgerðarstöð GAJA að sjá um flokkun og framleiða hágæða moltu og metan til að selja. SORPA hefur nú tekið u-beygju. Hefja á lífræna hirðu við heimili í haust. Nýjasta áfallið er mygla í límtré í burðarvirki GAJU. SORPA og hönnuðir GAJU kenna hvor öðrum um. Framkvæmdastjóri SORPU segir að ekki hefði átt að nota límtré í svona starfsemi en verkfræðistofan segir þetta hafa verið hugmynd SORPU. En þó er það þannig að allt timbur fer að rotna þegar rakinn í því fer yfir 20%. Komið er í veg fyrir myglu með góðri loftræstingu eins og gert er t.d. í fjósum sem eru byggð með burðarvirki úr límtré. Ljóst er að SORPA ræður ekki við verkefnið. Það er alvarlegt að eftirlit sé á svo lágu plani að svona geti gerst. Lærðu menn ekkert á braggamálinu? Því miður er skaðinn óafturkræfur og milljarðar flognir út um gluggann. Flokkur fólksins hefur gagnrýnt bs. fyrirkomulagið. Hvert ruglið hefur fengið að þrífast í bs. kerfinu enda ólýðræðislegt. Í þeirri stöðu sem komin er upp telur fulltrúi Flokks fólksins að nú ætti að leggja áherslu á að hvetja til heimajarðgerðar. Víða er fólk með aðstöðu til þess.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðar forsætisnefndar:

Liður 3; Fulltrúi Flokks fólksins vill ekki að lögð verði frekari gjöld á borgarbúa sem tengjast SORPU og vandamálum þess bs. fyrirtækis. Við meðhöndlun úrgangs vill fulltrúi Flokks fólksins að fólk hafi ávallt val um hvort það þiggi lífræna tunnu eður ei ef hún verður gegn gjaldi. Í þeirri stöðu sem komin er upp núna með GAJU og nauðsyn þess að gera það sem átti að gera fyrir löngu þ.e. að flokka lífrænan úrgang þar sem hann verður til, er mikilvægt að borgarbúar eigi þess ávallt kost að hafa sína eigin heimajarðgerð hafi þeir aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar borgarráðs 16. september:

Vænst er að eftir flutning verði þessi mál gegnsærri og hætt verði að fela hluti svo sem hversu mikil vinna er hjá hundaeftirlitsmanni. Ljóst er að ekki er þörf á tveimur hundaeftirlitsmönnum. Hundaeigendur einir eru látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hagsmunasamtök hundaeigenda sjá um flest allt, t.d. fræðslu. Matvælastofnun sinnir ábendingum ef grunur er t.d. um illan aðbúnað. Áfram á að halda inni að birta lista yfir hvar hundar eiga heima. Fulltrúa Flokks fólksins finnst engin haldbær rök vera fyrir því.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um grunnskólalíkanið Eddu, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. september:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nú sé að koma nýtt og betrumbætt reiknilíkan skólanna. Hið gamla var löngu orðið úrelt og plástrað eins og fram kom í skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskólanna. Einn starfsmaður kunni á líkanið sem notað var til að úthluta tæpum 35 milljörðum til skólanna. Úthlutun fjármagns var í sumum tilfellum byggð á kolröngum forsendum. Það sætir furðu að gamalt, úrelt excel-vinnuskjal hafi lifað svo lengi og fengið að valda svo miklum usla. Gera má ráð fyrir að hafi ekki skýrsla innri endurskoðunar verið með svo afgerandi álit þá væri hið plástraða skjal enn aðalleiðarljós skóla- og frístundasviðs við útdeilingu fjármuna til skóla. Fram hefur komið að við úthlutun fjármagns í framtíðinni á að draga enn meira úr greiningum. Síðustu ár hafa mörg börn með röskun, jafnvel með hamlandi einkenni röskunar útskrifast úr grunnskóla án þess að fá þjónustu fagaðila en á biðlista eru nú tæp 1.500 börn. Ef barn með hamlandi einkenni ADHD fær ekki greiningu með tilheyrandi eftirfylgni er það að glíma við afleiðingar kannski alla ævi. Sjálfsmat brotnar enda barnið sífellt að rekast á veggi. Nú er margra ára bið hjá ADHD teymi Landspítala, einstaklingar sem fengu ekki greiningu í grunnskóla.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg taki upp sveigjanleg starfslok, en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til að hætta í starfi við sjötugt:

Á fundi 11. apríl 2019 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Tillögunni var vísað frá. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en leggja fram nánast sömu tillögu fram núna. Eitt aðalmál Flokks fólksins er að eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði geti það og án skerðinga. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því bætt kjör þessa hóps með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki með öllum þeim störfum sem þar bjóðast og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Kjarasamningar kveða á um heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu með sérstöku leyfi borgarstjóra. Árið 2016 kom út skýrsla í tengslum við aldursvænar borgir og þá voru lagðar til ýmsar birtingamyndir um sveigjanleg starfslok. Vegferðin hófst fyrir meira en 6 árum en er enn á byrjunarreit hjá þessum meirihluta.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um starfsemi og virkni gas- og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA og innleiðingu hringrásarhagkerfisins:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2019 að komið yrði á þriggja tunnu flokkunarkerfi við heimili. Því var hafnað og átti ný jarðgerðarstöð GAJA að sjá um flokkun og framleiða hágæða moltu og metan til að selja. SORPA hefur nú tekið u-beygju. Hefja á lífræna hirðu við heimili í haust. Nýjasta áfallið er mygla í límtré í burðarvirki GAJU. SORPA og hönnuðir GAJU kenna hvor öðrum um. Framkvæmdastjóri SORPU segir að ekki hefði átt að nota límtré í svona starfsemi en verkfræðistofan segir þetta hafa verið hugmynd SORPU. En þó er það þannig að allt timbur fer að rotna þegar rakinn í því fer yfir 20%. Komið er í veg fyrir myglu með góðri loftræstingu eins og gert er t.d. í fjósum sem eru byggð með burðarvirki úr límtré. Ljóst er að SORPA ræður ekki við verkefnið. Það er alvarlegt að eftirlit sé á svo lágu plani að svona geti gerst. Lærðu menn ekkert á braggamálinu? Því miður er skaðinn óafturkræfur og milljarðar flognir út um gluggann. Flokkur fólksins hefur gagnrýnt bs. fyrirkomulagið. Hvert ruglið hefur fengið að þrífast í bs. kerfinu enda ólýðræðislegt. Í þeirri stöðu sem komin er upp telur fulltrúi Flokks fólksins að nú ætti að leggja áherslu á að hvetja til heimajarðgerðar. Víða er fólk með aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðar forsætisnefndar:

Liður 3; Fulltrúi Flokks fólksins vill ekki að lögð verði frekari gjöld á borgarbúa sem tengjast SORPU og vandamálum þess bs. fyrirtækis. Við meðhöndlun úrgangs vill fulltrúi Flokks fólksins að fólk hafi ávallt val um hvort það þiggi lífræna tunnu eður ei ef hún verður gegn gjaldi. Í þeirri stöðu sem komin er upp núna með GAJU og nauðsyn þess að gera það sem átti að gera fyrir löngu þ.e. að flokka lífrænan úrgang þar sem hann verður til, er mikilvægt að borgarbúar eigi þess ávallt kost að hafa sína eigin heimajarðgerð hafi þeir aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar borgarráðs 16. september:

Vænst er að eftir flutning verði þessi mál gegnsærri og hætt verði að fela hluti svo sem hversu mikil vinna er hjá hundaeftirlitsmanni. Ljóst er að ekki er þörf á tveimur hundaeftirlitsmönnum. Hundaeigendur einir eru látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hagsmunasamtök hundaeigenda sjá um flest allt, t.d. fræðslu. Matvælastofnun sinnir ábendingum ef grunur er t.d. um illan aðbúnað. Áfram á að halda inni að birta lista yfir hvar hundar eiga heima. Fulltrúa Flokks fólksins finnst engin haldbær rök vera fyrir því.

 

Borgarstjórn 21. september 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 20. september 2021, um drög að reglum um samráðsvettvang trú- og lífsskoðunarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:

Mannréttindaskrifstofa leggur til að stofnaður verði samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar og trú- og lífsskoðunarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem eru 36 talsins. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta ekki vera verkefni borgarkerfisins. Leiðtogar trú- og lífsskoðunarfélaga geta hist að vild eins og allir aðrir án þess að formlegur vettvangur sé stofnaður. Ekki er séð af hverju Reykjavíkurborg ætti að hafa milligöngu um að skapa formlegan farveg fyrir trúfélög til að hittast frekar en ýmis önnur félög eða hópa? Hvar á að draga mörkin? Af hverju trú- og lífsskoðunarfélög á höfuðborgarsvæðinu? En þótt borgin sem slík skapaði ekki einhvern sérstakan formlegan samráðsvettvang fyrir trú- og lífsskoðunarfélög er ekki þar með sagt að borgin eigi ekki að vera í góðu samstarfi við þessi félög og öll önnur félög sem vilja hafa samskipti við Reykjavíkurborg og vinna með borginni.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, um úttekt á fátækt á Íslandi, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð í samvinnu við velferðarráð, skóla og frístundaráð kanni fátækt í Reykjavík. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að sambærileg tillaga var lögð fram af fulltrúa Flokks fólksins í borgarráði.
Fulltrúi Flokks fólksins telur að mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð eigi að fagna tillögu sem þessari og væri hægt að gera margt við hana til að hreyfa við þessu máli. Áhyggjur eru af  mannréttindaþætti hinna fátæku og þær skelfilegur aðstæður sem fátækt fólk býr við. Fólk sem berst í bökkum við að ná endum saman á erfitt með að lifa mannsæmandi lífi. Rannsóknir sýna vaxandi fátækt svo ekki er um að villast að stór hópur getur ekki lifað með reisn. Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð getur haft mikið að segja bæði með því að viðurkenna að þessi vandi er raunverulegur og með því að  kalla eftir sérstakri vinnu sbr. sem gert var 2008 en þá  skipaði Reykjavík starfshóp um fátækt. Nú er mest brýnt að gerð verði ný úttekt og skýrsla um  stöðu fátæktar í borginni. Hunsun og andvaraleysi gagnvart þessari neikvæðu þróun er ekki hægt að sætta sig við.
Tillögunni er ætlað að skoða stöðu alvarlegra mála á viðkvæmum tímum í kjölfar Covid.  Ákall um slíka úttekt ætti að koma frá mannréttindaráði og ætti að kalla á samstarf við velferðarsvið og skóla- og frístundasvið. Frávísun byggðri á tæknihindrunum vegna stjórnsýslulegra málsmeðferðarferla ætti alls ekki að koma frá lýðræðisráði borgarinnar. Sé slík fyrirstaða fyrir hendi innan borgarkerfisins ætti það að vera verkefni lýðræðisráðs að finna leiðir til að koma tillögum sem þessum áfram innan kerfisins, í stað þess að láta kerfið segja sér fyrir verkum. Frávísunin er því mikil vonbrigði, bæði vegna þess að þar er á ferð vel ígrunduð og þörf tillaga, og sömuleiðis að stjórnsýsluleg málsmeðferð sé notuð til að vísa henni frá. Við sitjum í mannréttinda og lýðræðisráði.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á verkefninu Snjöll og jöfn, styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna 2021:

Farið er yfir skýrslu könnunar sem var unnin í júní–ágúst 2021 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Rannís og Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í apríl árið 2018 var haldin hugmyndakeppnin Borgarhakk til að finna framtíðarlausnir fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar.  Keppnin var á vegum Snjallborgarinnar, en Snjallborgin var verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Snjallborgin setti af stað ýmis tilraunaverkefni í Reykjavík en mörg þeirra voru ekki kláruð (Óskar Sandholt, munnleg heimild, 15. júní, 2021). Fulltrúi Flokks fólksins myndi mun vilja fá upplýsingar um þessi ókláruðu verkefni. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að við mótun rannsókna- eða skoðunarverkefna má hafa í huga að við erum ekki ein í heiminum. Þess vegna þarf kannski ekki svo mikið að greina og skilja notendahegðun  sem í rauninni er ekki  frábrugðin notendahegðun í öðrum sambærilegum borgum. Vel má skoða hvað er að koma út úr svona könnunum í löndum sem við berum okkur saman við.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Fulltrúa Flokks fólksins um ókláruð verkefni Snjallborgarverkefnisins á vegum ÞON:

Farið er yfir skýrslu könnunar sem kallast Snjöll og jöfn, (Tengsl fjölbreyttra þarfa fólks á ferðinni og snjallra ferðamáta), sem var unnin í júní–ágúst 2021 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Rannís og Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í henni kemur fram að haldin var hugmyndakeppnin Borgarhakk til að finna framtíðarlausnir fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar. Keppnin var á vegum Snjallborgarinnar, en Snjallborgin var verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Snjallborgin setti af stað ýmis tilraunaverkefni í Reykjavík en mörg þeirra voru ekki kláruð (Óskar Sandholt, munnleg heimild, 15. júní, 2021). Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um þessi ókláruðu tilraunaverkefni. Hvaða verkefni er hér verið að vísa til? Óskað er upplýsinga um hvert og eitt og hvað sett var mikið fé í hvert tilraunaverkefni sem síðan var ekki klárað?  Óskað er lýsingar á hverju verkefni fyrir sig, hvert var markmið þess og tilgangur?

Mannréttindaráð 23. september 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. júní 2021, vegna breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu fyrir tveimur árum um að komið yrði á þriggja tunnu flokkunarkerfi við heimili. Því var hafnað og átti ný jarðgerðarstöð GAJA að sjá um flokkun og framleiða hágæða moltu og metan til að selja. SORPA hefur nú tekið u-beygju. Hefja á lífræna hirðu við heimili í haust. Staðan er hins vegar sú að mygla hefur hreiðrað um sig í límtréi í burðarvirki GAJU og búið er að stöðva moltugerðina. SORPA og hönnuðir GAJU kenna hvor öðrum um.  Framkvæmdastjóri SORPU segir að venjulega sé ekki notað límtré í svona starfsemi en verkfræðistofan segir þetta hugmynd SORPU. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna hér að allt timbur fer að rotna þegar rakinn í því fer yfir 20% en koma má í veg fyrir myglu með góðri loftræstingu eins og gert er t.d. í fjósum sem eru byggð með burðarvirki úr límtréi. Undir stjórn byggðasamlagsins SORPU var ekki  aðeins farið  langt fram úr fjárhagsáætlun heldur er moltan ónothæf vegna ófullnægjandi flokkunar. Varnaðarorð voru uppi úr mörgum áttum en ekki hlustað.  Flokkur fólksins telur að nú ætti að leggja áherslu á að hvetja til heimajarðgerðar. Víða er fólk með aðstöðu til þess. Ljóst er að SORPA ræður ekki við verkefnið.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. september 2021, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 3. september 2021 á drögum að nýrri samþykkt um hundahald í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. september 2021:

Viðhorf fulltrúa Flokks fólksins til hundagjalda og skráningar hjá sveitarfélögum hefur ekki breyst en gott er að málaflokkurinn fór frá heilbrigðiseftirlitinu. Vænst er að eftir yfirfærslu málaflokksins verði þessi mál gegnsærri og hætt verði að fela hluti svo sem hversu mikil vinna er hjá hundaeftirlitsmanni. Ljóst er  að ekki er þörf á tveimur hundaeftirlitsmönnum. Fulltrúi Flokks fólksins vill meira samráð og þannig að tekið sé mark á athugasemdum sem stór hópur stendur á bak við. Hundaeigendur einir eru látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hagsmunasamtök hundaeigenda sjá um flest allt, t.d. fræðslu, og hundar sem týnast finnast iðulega fljótt eftir að hafa verið auglýstir á samfélagsmiðlum. Matvælastofnun sér um velferðina, þangað beinir fólk ábendingum sínum ef grunur er t.d. um illan aðbúnað. Áfram á að halda inni að birta lista yfir hvar hundar eiga heima. Fulltrúa Flokks fólksins finnst engin haldbær rök fyrir því.

Forsætisnefnd 17. september 2021

Bókun flokks fólksins við minnisblaði fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 16. september 2021, um áætlaða lántöku A-hluta árið 2021:

Gert er ráð fyrir því að borgarsjóður taki meira en tvo milljarða að láni í hverjum mánuði, með ábyrgð borgarinnar. Að óbreyttu munu skuldir samstæðu borgarinnar fara yfir 400 milljarða á næstunni. Við vinnslu á útkomuspá ársins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 þá lítur út fyrir að lántaka borgarsjóðs verði ekki eins mikil og áætlað var og er það gott.
Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt harðlega 10 milljarða innspýtingu í stafræna umbreytingu á þremur árum og þá helst að ekki er verið að fara vel með þessa fjármuni eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur bent á með dæmum. Þegar COVID reið yfir átti að endurskoða þessa ákvörðun og umfram allt á þjónustu- og nýsköpunarsvið að leita hagkvæmustu leiða en ekki eyða fé í að finna upp hjól sem löngu hefur verið fundið upp. Fleiri, s.s. fjölmiðlar, eru sem betur fer farnir að fjalla um málið og þess er vænst að gerð verði úttekt af innri endurskoðanda á fjárreiðum þjónustu- og nýsköpunarsviðs innan tíðar. Enginn er hér að mótmæla að stafrænum lausnum þarf að fjölga. Finna má frábærar stafrænar lausnir hjá upplýsingatæknifyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum. Hagkvæmast væri að tengja sig við þá sem nú njóta stafrænna afurða, eru komnir lengra eins og verkefnið Stafrænt Ísland sem er umfangsmeira, þróaðra og virkar vel og bíður auk þess sveitarfélögum að stíga um borð.

Bókun flokks fólksins við minnisblaði við framlagningu samantekat borgarvaktarinnar sem borgarráð samþykkti að setja á fót til að vakta afleiðingar faraldursins á aðstæður borgarbúa í velferðar- og atvinnumálum. Afleiðingar COVID eru margvíslegar og mikilvægt að Reykjavíkurborg vinni að því að styrkja alla verndandi þætti og tækifæri til heilsueflandi lífs fyrir borgarbúa alla og sú vinna er sannarlega í gangi.

Fram kemur í kynningu að uppsöfnuð vannýting frístundakorts er um 450 m.kr. Fulltrúi Flokks fólksins vill að þessi upphæð verði færð yfir á næsta ár og styrkir þá bæði hækkaðir og reglur rýmkaðar. Fulltrúi Flokks fólksins var með tillögu um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár en sú tillaga var felld í lok árs 2020. Búið er að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í frístundakortsstyrki og ef það er af einhverjum ástæðum ekki fullnýtt væri eðlilegt að afgangurinn flyttist yfir á næsta ár og það notað til að gera betur fyrir börnin. Þetta er sérstaklega brýnt núna eftir innilokanir og takmarkanir vegna COVID. Frístundakortið er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs en hefur aldrei verið fullnýtt. Á COVID tíma var það eðli málsins samkvæmt ekki fullnýtt. Tilgangur þess, eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort, er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru enn of stífar þótt þær hafi verið rýmkaðar aðeins. Þær þarf að rýmka enn meira, þannig að hægt sé að nota styrkinn á öll námskeið á vegum Reykjavíkurborgar.

 

Bókun flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. ágúst 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áætlanir þjónustu- og nýsköpunarsviðs að stafrænni umbreytingu lokinni, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. ágúst 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvað þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar ætli að gera þegar það verður búið að eyða tíu þúsund milljónum af útsvarspeningum borgarbúa að 2 árum liðnum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í marga mánuði gagnrýnt harðlega þjónustu- og nýsköpunarsvið með borgarmeirihlutann að bakhjarli fyrir að vera að byggja upp sitt eigið hug-búnaðarfyrirtæki. Meirihlutinn samþykkti að setja tíu milljarða í netþróun á 3 árum og hefur nú ráðið um 60 sérfræðinga. Enginn mótmælir því að stafrænar lausnir eru framtíðin og mun létta og einfalda fjölda ferla. Allar þessar stafrænu lausnir má finna hjá flestum upplýsingatæknifyrirtækjum hér á landi sem geta leyst þau verk-efni sem borgin hyggst nú vinna frá grunni. Fulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hvernig farið er með fé borgarbúa á sviðinu og hefur rökstutt það m.a. í fjölda bókana. Hagkvæmast væri að tengja sig við þá sem nú njóta stafrænna afurða, eru komnir lengra eins og verkefnið Stafrænt Ísland sem er umfangsmeira, þróaðra og virkar vel. Þar eru verkefni boðin út en verkefnastjórn sér um utanumhald. Aðferðafræði og ferlar þjónustu- og nýsköpunarsviðs standast ekki skoðun og hefur fulltrúi Flokks fólksins leitað til innri endurskoðanda með beiðni um úttekt.

 

Bókun flokks fólksins við minnisblaði við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. ágúst 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda og afköst stafrænna leiðtoga, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. ágúst 2021:

Í svari koma fram ýmis atriði sem vert er að skoða. Enn og aftur er hamrað á fjórðu iðnbyltingunni og talað um auknar kröfur borgarbúa um rafræna þjónustu. Rafrænar lausnir eru mikilvægar en fulltrúi Flokks Fólksins minnist þess ekki að hafa séð borgarbúa heimta að meirihlutinn ausi tíu þúsund milljónum af útsvarspeningum þeirra næstu þrjú ár í hugmyndavinnu og þróun stafrænna lausna sem nú þegar eru til. Stærstu mistök þessa meirihluta, með þjónustu- og nýsköpunarsvið sem leiðbeinanda um stafræna umbreytingu, er að ímynda sér að rjúka þurfi upp til handa og fóta líkt og mannslíf liggi við, að hraða þessu eins og kostur er á meðan fólk, þ.m.t. stór hópur barna, bíður eftir grunnaðstoð, s.s. sálfræðiþjónustu sem sveitarfélagi er skylt að veita. Stafræn umbreyting er vissulega þróunarverkefni sem nú þegar hefur verið skapað og er komið í virkni hvert sem litið er. Notendur rafrænnar þjónustu í Reykjavík eru ekkert frábrugðnir öðrum notendum og heimta hvorki meira né minna en aðrir í þeim efnum. Opinber stafræn þjónusta er í grunninn mjög áþekk á milli borga og bæja. Þess vegna má spyrja hvort hlutverk sem dæmi Gróðurhússins, sem verkefnis, sé ekki óþarft. Þangað hafa milljónir streymt undanfarin þrjú ár.

 

Bókun flokks fólksins við svari  skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. september 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna könnunar um framtíð Reykjavíkurborgar, sbr. 68. lið fundargerðar borgarráðs þann 20. maí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvað þessi könnun um framtíð Reykjavíkurborgar kostaði borgarsjóð. Í þetta fóru 58.000 kr. Hverjum gagnast þessar upplýsingar í þeim mæli að það væri þess virði að borga fyrir þetta 58.000 kr.? Nú bíða 1448 börn þess að fá þjónustu fagaðila hjá skólaþjónustu. Laun tveggja sálfræðinga og eins talmeinafræðings myndu kosta 40,5 m.kr. á ári. Með aukningu þriggja stöðugilda tímabundið væri hægt að grynnka verulega á biðlistanum. Eru þarfir barna eftir fagþjónustu ekki mikilvægari en að finna út hvernig Reykjavík lítur út eftir 15 ár og greiða fyrir það 58.000 kr. auk vinnu starfsmanna atvinnuþróunarteymis á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara? Þar að auki var keypt vinna af Deloitte, en sá kostnaður er ekki gefinn upp í svarinu.

 

Bókun flokks fólksins við minnisblaði Bókun flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. ágúst 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi biðtíma í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, sbr. 70. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. maí 2021:

Svar hefur borist frá þjónustu- og nýsköpunarsviði um meðallengd biðtíma eftir svörun þjónustuvers og um fjölda símtala á dag. Meðaltími símaborðs er um 1,4 mínútur. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hljóti þó að vera þannig að stundum sé svarað strax og dregur það þá niður meðalbiðtíma. Sumir bíða kannski í fáar sekúndur og aðrir kannski í tíu mínútur allt eftir hvað álagið er mikið. Fram kemur að ekki öllum innhringingum er svarað eða hátt í 10%. Þetta tölfræðiuppgjör sýnir að margir þurfa að bíða lengi, jafnvel í allmargar mínútur. Að bíða í margar mínútur veldur vonbrigðum og pirringi sem fulltrúi Flokks fólksins heyrir af. Þá kemur einnig fram að 50 tölvupóstar berist daglega og 34 koma í netspjall. Hvernig væri að þjónustu- og nýsköpunarsvið myndi kynna sér snjallmennið „Vinný“ hjá Vinnumálastofnun? Vinný er búin að sanna sig og skoða má sambærilega innleiðingu til að bæta og auka þjónustu í Reykjavík hratt og vel! Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá svörun þannig að biðtími sé vel innan við 45 sekúndur eftir að heyra rödd starfsmanns. Netspjallið mætti vera mikið öflugra og í gegnum það fengi fólk afgreiðslu á erindum frá öllum sviðum, erindum sem hægt er að afgreiða í gegnum rafrænar lausnir.

Bókun flokks fólksins við svari skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. september 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað við stefnumótun stýrihópa á kjörtímabilinu, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. ágúst 2021:

Birtur er heildarkostnaður við stefnumótun stýrihópa á kjörtímabilinu. Samtals er kostnaður vegna 10 stýrihópa 43.386.430. Eftir því er tekið að verkefnið „2. áfangi tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags án launaskerðingar“ sem mátti ekki kosta krónu kostaði tæpar 11 milljónir, laun til Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Félagsvísindastofnunar (rannsókn og skýrsla).

 

Bókun flokks fólksins við lið 5 í fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 2. september 25. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að sjá þennan lið á dagskrá nefndarinnar. Um er að ræða tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að gerð verði úttekt á starfi aðgengis- og samráðsnefndar Reykjavíkurborgar, hvernig hún er raunverulega tengd í stjórnkerfinu, hvaða mál berast henni til afgreiðslu og hvaðan. Einnig hvernig mál eru afgreidd í nefndinni, hvert og hvaða áhrif þau hafi á áætlanir í borgarkerfinu. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki með þessari tillögu að segja að nefndin leggi sig ekki fram. Engu að síður finnst fulltrúa Flokks fólksins hún geti gert betur, barist af meiri elju og krafti fyrir bættum réttindum þess hóps sem hún á að standa vörð um. Nefna má mál eins og af hverju verðskráin og þjónustan sé ekki sambærileg hjá Strætó og hjá akstursþjónustunni og mörg fleiri sanngirnismál. Skemmst að vitna í nýútkomna skýrslu um fátækt og bága stöðu öryrkja sem birt var í vikunni. 80 prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60 prósent geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Um hverja krónu munar hjá þessum hópi.

 

Bókun flokks fólksins við lið 3 í fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 6. september 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins vekur athygli á því að undir lið þrjú um málefni hverfisins var tekin umræða um mögulega breikkun Breiðholtsbrautar vegna mikilla umferðarþyngsla þar um á álagstímum. Fulltrúinn hafði óskað eftir umræðunni en hefði kosið að málið hefði verið rætt undir sérstökum dagskrárlið. Bæði auðveldar það íbúum að taka þátt í umræðunni og þar með gagnsæi í stjórnkerfinu. Fulltrúinn telur mikilvægt að þessi ábending um þörf á tvöföldun verði tekin til skoðunar sem fyrst í borgarkerfinu.

Bókun flokks fólksins við lið 3 fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. ágúst:

Ekki er ein báran stök þegar kemur að GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi. Nú er mygla komin upp í þaki og burðarvirki GAJU og hefur jarðgerð verið stöðvuð af þeim sökum. Framkvæmdastjóri segir tjónið líklega hlaupa á tugum milljóna króna. Myglan hreiðraði um sig í límtré sem notað var í burðarvirkið. Stöðin opnaði í fyrra vor og nam kostnaður við bygginguna sex milljörðum króna. Óhætt er að álykta sem svo að ákvörðun um GAJU hafi verið óheillaskref ef horft er til alls þess sem gengið hefur á í sambandi við verkefnið. Nú virðist sem mistökin liggi hjá „færustu“ verkfræðistofum landsins sem hönnuðu bygginguna. Má ekki spyrja hver átti að hafa eftirlit með framkvæmdinni? Í ljós hefur komið, eftir á, að burðarbitarnir eru úr límtré og segir framkvæmdastjórinn að það sé víst aldrei notað í starfsemi sem þessari. Tjónið er mikið en þó sagt minna en á horfðist því moltan er hvort eð er ónothæf. Metið er að tjónið hlaupi á einhverjum tugum milljóna. Nei, það er ekki ein báran stök þegar kemur að málefnum SORPU.

 

Bókun flokks fólksins við 1 lið fundargerð öldungaráðs frá 6. september 2021:

Flokki fólksins finnst að fjalla þurfi meira um fjármögnun í umsögn um stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Tryggja þarf að þeir sem ekki geta dvalið heima þrátt fyrir víðtæka heimaþjónustu og heimahjúkrun fái pláss á hjúkrunarheimilum. Einnig er mikilvægt að efla heimastuðning því ef þjónustuþáttum væri fjölgað og aðrir dýpkaðir myndu fleiri geta búið lengur heima. Horfa þarf til fleiri úrræða og fjölbreyttari, t.d. sveigjanlegrar dagdvalar sem millilið. Það er vilji flestra að vera sem lengst heima og er það hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Þess vegna er það ekki skynsamlegt að stefna um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða setji markmið um að aðeins 15% 80 ára og eldri dvelji í hjúkrunarrýmum þegar raunin er sú að í dag skortir yfir hundrað hjúkrunarrými þrátt fyrir að hjúkrunarrými séu til staðar fyrir 21,4% fólks 80 ára og eldri. Hér munar of miklu á raunverulegri þörf og markmiði sem sett er. Þeir sem þurfa pláss verða að fá pláss í stað þess að þurfa að vera á Landspítala vikum eða mánuðum saman vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Umfram allt má ekki setja öll eggin í eina körfu. Fleiri tegundir úrræða þyrftu að vera til staðar í samræmi við aldursþróun þjóðarinnar.

Bókun flokks fólksins við 5 lið í yfirliti yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði:

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraðra. Birtar eru umsagnir Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þessum málaflokki bæði á þingi og í borg. Flokkur fólksins vill jafnrétti og mannréttindi fyrir þennan hóp sem dæmi að skerðingar verði afnumdar á atvinnutekjum eldra fólks. Stefna í málefnum aldraðra þarf að taka mið af þessum veruleika. Innan þessa hóps fyrirfinnst einnig ofbeldi eins og í öðrum hópum. Markvisst þarf að draga úr kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Það er skylda stjórnvalda að vinna gegn ofbeldi. Það hefur reynst erfitt að meta umfang ofbeldis í garð aldraðra af ýmsum ástæðum. Sumt eldra fólk vill ekki tala um ofbeldi vegna ríkjandi fordóma. Ekki er heldur víst að eldra fólk viti af mögulegri aðstoð, s.s. að hægt sé að hafa samband við Kvennaathvarfið og Stígamót.

 

 

Borgarráð 16. september 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi heilbrigðisráðuneytisins, dags. 1. september 2021, varðandi  sveigjanlega dagþjálfun:

Eldri bókun birt hér undir þessum lið:

Sterkar vísbendingar eru um að sveigjanleg dagþjálfun stytti dvalartíma einstaklinga í hjúkrunarrýmum og haldi biðlistanum eftir varanlegri vistun stöðugum. Fulltrúi Flokks fólksins finnst mikilvægt að horfa  til fleiri úrræða og fjölbreyttari t.d. sveigjanlegrar dagdvalar sem millilið. Það er ekki aðeins vilji flestra að vera sem lengst heima heldur er það einnig hagstæðast fyrir þjóðfélagið. Tryggja þarf samhliða að þeir sem ekki geta dvalið heima lengur þrátt fyrir víðtæka heimaþjónustu og heimahjúkrun fái pláss á hjúkrunarheimilum. Það er forgangsatriði. En  einnig  er mikilvægt að efla heimastuðning því ef þjónustuþáttum væri fjölgað og aðrir dýpkaðir myndu fleiri geta búið lengur heima.  Umfram allt má ekki setja öll eggin í eina körfu. Fleiri tegundir úrræða eins og sveigjanleg dagþjálfun þarf því að vera til staðar í samræmi við aldursþróun þjóðarinnar.

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði, dags. 15. september 2021, um stöðu íþrótta- og tómstundastyrks fyrir börn á tekjulágum heimilum:

Framhald er á íþrótta- og tómstundastyrknum frá ríkinu, 25.000 kr. til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Sett var í hendur sveitarfélaga að útfæra umsókn um styrkinn á grundvelli leiðbeininga frá félagsmálaráðuneytinu en bann var sett við að styrkurinn myndi notaður til að greiða gjald frístundaheimilis eða aðrar skuldir. Enn er frístundakortinu haldið í gíslingu hjá borgarmeirihlutanum og hópur foreldra hefur ekki annan kost en að nota það til að greiða frístundaheimili barns síns og börnin því ekki að nota það í tómstundir. Það var napurlegt að  fá niðurstöður eins og þær sem birtar eru í skýrslu UNICEF sem gerði samanburð á efnislegum skorti barna í Evrópu. Staðan hér er verst hvað varðar þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði og Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Börn hafa ekki setið í mörg ár við sama borð þegar kemur að jöfnum tækifærum til tómstunda í Reykjavík. Þetta má sjá í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Námskeið eru mörg kostnaðarsöm auk þess sem þau þurfa að vara í 8 vikur til að hægt sé að fá frístundastyrkinn. Því lengri sem frístundanámskeið eru því dýrari eru þau.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, sbr. 6. lið fundargerðar velferðarráðs 9. janúar 2019, um breytingu á útreikningi sérstaks húsnæðisstuðnings, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 15. september 2021.

Þessi tillaga er byggð á sömu sjónarmiðum og Flokkur fólksins hefur barist fyrir í borgarstjórn. Lagt er til að ekki eigi að skerða sérstakan húsnæðisstuðning ef húsnæðiskostnaður er yfir 25% af ráðstöfunartekjum viðkomandi. Þetta myndi sennilega leiða til þess að flestir myndu fá stuðninginn óskertan, enda þyrfti einstaklingur með 150.000 kr. húsnæðiskostnað að hafa 600.000 kr. í ráðstöfunartekjur svo skerða mætti sérstaka húsnæðisstuðninginn. Í umsögn segir að ef þessi breyting yrði gerð myndi það kosta tæpar 70 milljónir á mánuði. Gott væri að fá kynningu á þessu flókna kerfi.

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 15. september 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fækkun stöðugilda í þjónustuveri Pant akstursþjónustu, sbr. 15. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. september 2021.

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir að fá svör við því af hverju fækkað hafi verið um 2,5 stöðugildi í þjónustuveri. Fram kemur í svari að Strætó Bs. var gert að hagræða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta ekki gott. Víða er verið að skerða þjónustu hjá Reykjavíkurborg. Fólk þarf að geta náð sambandi og sér í lagi þeir sem eru ekki að nota tölvur og net. Enn er til hópur sem notar aðeins síma og er ekki með rafræn auðkenni og nýtir sér þar af leiðandi ekki netspjallið.

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 15. september 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um gjaldskrár Strætó og Pant akstursþjónustu, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. september 2021.

Fulltrúi Flokks fólksins spurði af hverju verðskráin og þjónustan sé ekki sambærileg hjá Strætó og hjá Akstursþjónustunni sem hugsuð er sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann. Ferð með Akstursþjónustunni er dýrari. Í svari er höfðað til þess að þjónustan sé sérhæfð. Vissulega er hún það enda akstursþjónusta fatlaðs fólks. En af hverju ætti hún að vera dýrari? Fötluðu fólki á ekki að refsa fyrir fötlun sína með því að borga meira af því þau þurfa sérhæfða þjónustu vegna fötlunar sinnar. Dýrt er að vera fatlaður í Reykjavík og á landinu öllu. Þessi hópur er auk þess sá verst setti í samfélaginu og er skemmst að vitna í nýútkomna skýrslu um fátækt og bága stöðu öryrkja sem birt var í vikunni.
80 prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60 prósent geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Um hverja krónu munar hjá þessum hópi.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn að fá fá upplýsingar um aldur og aðstæður þeirra sem bíða eftir sértæku húsnæði.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um aldur og aðstæður þeirra sem bíða eftir sértæku húsnæði. Staðan í Reykjavík er svona: Þann 1. september s.l. var fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Samtals sem sagt 168. Margir bíða fram á fullorðinsár eftir  búsetuúrræði.  Það er mikið lagt á fatlað fólk sem orðið er rígfullorðið og fær ekki búsetuúrræði. Margir hafa beðið árum saman. Biðlistar eru ekki eiginlegir biðlistar heldur „haugur“ af því, sem virðist, sem hirt er úr eftir hendinni eða hvað? Alla vegar hefur komið fram ítrekað að sagt sé við einstakling að hann sé næstur en síðan er hann það ekki og annar tekinn fram fyrir og sá sem átti að vera næstur bíður jafnvel í ár eða meira í viðbót. Þetta reynir á foreldrana en margir búa hjá foreldrum meðan þeir bíða og mest reynir þetta á umsækjendur sjálfa.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um leiguverð í samhengi við stærð íbúðar hjá Félagsbústöðum:  

Fulltrúa Flokks fólksins barst til eyrna að 50 fm. íbúð,  væri leigð á um 160 þúsund á mánuði hjá Félagsbústöðum. Óskað er skýringa í ljósi þess að miðað við þessi viðmið nákvæmlega var 60 fm. íbúð á 130.000 kr. árið 2017. Minnt er á að leigjendur Félagsbústaða er hópur sem býr ekki við góðan efnahag og margir berjast í bökkum. Það er áhyggjuefni að leigan hjá Félagsbústöðum skuli vera orðin svo há sem raun ber vitni. Leiguverðið er farið að nálgast leiguverð á almennum markaði. Félagsbústaðir hefur það hlutverk að tryggja þeim húsnæði sem ekki geta eignast eða leigt húsnæði á almennum markaði.

Vísað til Félagsbústaða.

 

 

Velferðarráð 15. september 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi frá þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. ágúst 2021, um ársskýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2020, dags. ágúst 2021:

Gríðarlegu fjármagni eða 10 milljörðum á þremur árum er sett í stafræna umbreytingu. Þær lausnir sem þjónustu- og nýsköpunarsvið kynnir eru nú margar þegar til. Það sem er áberandi við lestur skýrslunnar er að erfitt er að fá yfirsýn yfir þær áherslur og þá forgangsröðun verkefna sem unnið er eftir á sviðinu. Svo virðist að unnið sé að endurskipan á fjölmörgum þáttum sem varða gagnavörslu, meðferð gagna og úrvinnslu gagna í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar án þess að ljóst sé hver sé forgangsröðun verkefna, hvaða verkefni séu mikilvægust og hvert sé eðlilegt og nauðsynlegt vinnulag svo sett markmið náist. Það er ekki óeðlilegt að kvikni á viðvörunarljósum þegar það er gefið út að verkefni Þróunar- og nýsköpunarsviðs séu einstök á heimsvísu. Hvaðan koma upplýsingar um slíkt? Þegar verkefni skipulagseiningar vaxa hratt á skömmum tíma þá er hætta á ferðum. Reynslan hefur sannað það. Líkur eru á að yfirsýn yfir verkefnastöðu minnki, mistök eigi sér stað og meðferð fjármuna verði ábótavant. Því er mikilvægt að staða verkefna skrifstofunnar séu tekin út. Tekin sé ákvörðun um hverjum eigi að ljúka áður en hafist er handa við önnur. Eftirlit sé haft með framgangi verkefna og kjörnum fulltrúum gerð grein fyrir framgangi þeirra eftir ákveðnu skipulagi.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur farið þess á leit að innri endurskoðandi greini þetta mál og í þeirri greiningu eða úttekt þá væru fegnar upplýsingar frá áþekkum borgum og Reykjavík að stærð í öðrum norrænum ríkjum til að fá einhvern samanburð á umfangi verkefna af þessum toga. Sveitarfélög á Íslandi eru  byggð upp á mjög áþekkan hátt og í öðrum norrænum ríkjum og bera einnig ábyrgð á áþekkum verkefnum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 3. september 2021, um árshlutauppgjör – sex mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Í reikningsyfirliti því sem lagt hefur verið fram fyrir rekstur Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrstu sex mánuði ársins 2021 kemur fram að laun fara um 18% fram úr áætlun og annar rekstrarkostnaður hefur farið 7,3% fram úr áætlun. Samtals fór rekstur skrifstofunnar 211 m.kr. fram úr áætlun eða um 11,5%. Mikilvægt er að gerð sé glögg grein fyrir hver er ástæða fyrir þessari framúrkeyrslu. Voru samþykktir viðaukar vegna hennar. Ekki er hægt að kenna Covid 19 um þessa framúrkeyrslu þar sem allar forsendur vegna hennar lágu fyrir við gerð fjárhagsáætlunar, þar á meðal að það þyrfti að leggja í aukakostnað við þrif. Þar sem tekjur stofunnar  byggja að mestu leyti á þjónustu við aðrar rekstrareiningar borgarinnar þá er ekki um að ræða tekjur sem skila sér inn í borgarkerfið, heldur er um að ræða millifærslur milli einstakra rekstrareininga hjá borginni. Eins og áður hefur komið fram þá er mikilvægt að yfirsýn sé til staðar um rekstur skrifstofunnar þar sem mikil hætta er á að yfirsýn skorti þegar starfsemi hennar vex mikið á skömmum tíma.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 19. maí 2021, um högun stafrænnar vegferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Nú hafa flestir borgarfulltrúar og starfsmenn þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) verið á ráðstefnunni Tengjum Ríkið þar sem fram kom skýrt að sveitarfélög þurfa ekki að vera að vasast í að finna upp það sem nú þegar er komið í fulla virkni annars staðar. Reykjavíkurborg hefði getað sparað háar upphæðir með því að leita eftir samstarfi við Stafræna Ísland, island.is sem heldur úti um 240 Mínar síður fyrir hin og þessi fyrirtækin og stofnanir. Reykjavíkurborg hefur valið að eyða frekar milljörðum í að byrja á byrjuninni, fara í tilraunafasa til þess eins að geta sagt “við gerðum þetta sjálf”. Ekki er hægt að segja að verið sé að hugsa í hagkvæmum lausnum, hvaðan peningarnir koma og hvar þeir væru betur nýttir. Eins og fram kemur í kynningu hefur ÞON farið í “að endurhugsa ferli frá upphafi til enda. Af hverju þarf að endurhugsa eitthvað sem búið er að hugsa og þróa af fjölmörgum. Staðreyndin er sú að notendur í Reykjavíkurborg eru ekkert öðruvísi en allir aðrir notendur þjónustu hins opinbera hvar sem er í heiminum nánast. Þess vegna þarf ekki að reyna að finna upp eitthvað sérstakt notendaþjónustu hjól á skrifstofum Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, um að tekin verði á dagskrá málefni barna, eldri fólks og öryrkja, sbr. 10. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. ágúst 2021:

Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að  tekin verði markvisst og oftar á dagskrá í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði málefni barna, eldra fólks og öryrkja en málefni þessara hópa eru sjaldan til umræðu í ráðinu. Tillögunni er vísað frá á þeim rökum að „það er ekki hægt að samþykkja hana þótt vilji sé til“ Fulltrúi Flokks fólksins hefur átt sæti í ráðinu á þessu kjörtímabili og þykir þau mál sem þar hafa verið til umræðu oft ansi einsleit. Mannréttindi varða okkur öll og huga þarf að mannréttindum og lýðræði í öllum hópum. Huga má meira að fátæku fólki í tengslum við mannréttindi en fátækir er stækkandi hópur. Nefna má öryrkja sem þola mega miklar skerðingar og ná þeir iðulega ekki endum saman. Sveitarfélagi er sem dæmi ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því gert mikið til að bæta kjör þeirra með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Skoða þarf mannréttindaþáttinn hjá börnum sem glíma við röskun eða fötlun af einhverju tagi og dæmi eru um að sumum er gert að stunda nám þar sem þau eru ekki meðal jafningja vegna skorts á sértæku skólaúrræði.  Svona mætti lengi telja.

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 6. ágúst 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um mannauðsmál um þróun á hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar og heildarkostnað, sbr. 73. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður haft orð á því  hvort þau stafrænu kerfi sem borgin þarf að nota sé ekki hægt að finna annars staðar sem uppfylla kröfur Reykjavíkurborgar. Ekki hefur komið fram í svörum hvort þetta hafi verið skoðað áður og borið saman við að gera þetta allt frá grunni með öllu tilheyrandi þegar fara á út í að þróa  þróa eða smíða nýtt kerfi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þjónustu- og nýsköpunarsvið eigi að nýta sér það sem nú þegar er til í stafrænum lausnum. Ekki þarf að leita langt yfir skammt heldur eins og fram kom á ráðstefnunni Tengjum Ríkið að Stafræna Ísland er einmitt að þjónusta sveitarfélög frá a- ö í þessum efnum og væri með því hægt að spara háar fjárhæðir. Áður hefur því verið velt upp af Flokki fólksins hvort það hefði verið skynsamlegra og hentugra fyrir borgina að kaupa tilbúið hönnunarkerfi í stað þess að eyða miklum tíma og fjármagni í uppfinningu, þróun og vinnu við að smíða sitt eigið kerfi. Nú hefur komið fram í gögnum að sviðsstjórinn vill vera fremstur, mestur og betur á þessu sviði og er engu til sparað svo hann geti fengið þá ósk sína uppfyllta.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 21. júní 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um verkefnið Gróðurhús, sbr. 10. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 8. apríl 2021:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekar að útsvarsgreiðendur í Reykjavík eiga rétt á að fá að vita á hvaða leið þetta Gróðurhús Þjónustu- og nýsköpunarsviðs er og hver verður endapunktur þessarrar hugmyndavinnustofu sem gengið hefur nú þegar í nokkur ár. Segir í gögnum að Gróðurhúsið eigi að vera vinnustofa í þjónustuhönnun og er ætlað að vera miðstöð frjórra hugmynda. Því er eðlilegt að kallað er eftir upplýsingum um þarfagreiningu og markmiðssetningu fyrir verkefnið.

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð í samvinnu við velferðarráð, skóla- og frístundaráð framkvæmi úttekt á fátækt í Reykjavík:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð í samvinnu við velferðarráð, skóla- og frístundaráð framkvæmi úttekt á fátækt í Reykjavík. Vegna efnahagslegra áhrifa Covid má leiða líkur að því að fátækt hafi aukist meðal borgarbúa. Í ljósi þess þarf að kortleggja fjölda fólks sem lifir undir fátæktarmörkum og greina þarfir þessa hóps og hvort sú þjónusta sem borgin veitir sé að mæta þörfum þessa hóps og hvort þörf er á úrbótum.

Greinargerð

Við vitum það vel hversu alvarlegar afleiðingar efnahagshrunið 2008 hafði. Afleiðingarnar elta fjölskyldur kynslóða á milli meira en áratug síðar. Við höfum lært af þeirri reynslu og helsta lexían er sú að byrja að sporna gegn áhrifum fátæktar strax. Því er mikilvægt að gera sem fyrst úttekt á því hvort fátækt hafi aukist Reykjavík vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 og kanna jafnframt hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn áhrifum fátæktar og styðja við borgarbúa sem lifa undir fátæktarmörkum. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 skipaði Reykjavík starfshóp um fátækt. Í kjölfar vinnu sinnar skilaði starfshópurinn skýrslu um stöðu fátæktar í borginni og kortlagði úrræði og gaf tilllögur um úrbætur. Þörf er á samskonar úttekt núna.

Frestað.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurnir vegna Gróðurhús ÞON: 

Fulltrúi Flokks fólksins spyr um Gróðurhúsið þar sem enn hefur ekki borist skýr svör: Hvernig var þarfagreining og markmiðasetning sett upp fyrir verkefnið? Hver hefur ávinningur þess orðið í raunverulegum verkefnum eða breytingum á verkferlum? Hversu langt inn í framtíðina á að halda þessum tilraunum áfram? Hversu miklum fjármunum hefur sviðið áætlað að setja í þetta verkefni?

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir vegna upplýsinga um prentun Ársskýrlu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað á prentaðri útgáfu Ársskýrslu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2020. Hvað var skýrslan prentuð í mörgum eintökum? Óskað er eftir sundurliðun á kostnaði. Tekið er eftir að pappír skýrslunnar er hágæða pappír. Var það nauðsynlegt. Fram kemur hjá sviðsstjóra að hann hafi ekki skrifað þessa skýrslu nema formálann. Hann er engu að síður skráður ábyrgur fyrir skýrslunni. Fulltrúi Flokks fólksins er sakaður um að festa sig í smáatriðum og vera með ómaklega gagnrýni á ársskýrsluna, upplýsingar sem fram koma í ársskýrslu sem kalla fram enn frekari spurningar og vangaveltur og sviðsstjórann. Fulltrúi Flokks fólksins er kjörinn til ábyrgðar og finnst að í mörgu tilliti er ekki verið að fara vel með fjármuni borgarbúa, né virðist gætt að sparnaði  eða nauðsynlegt aðhald viðhaft á sama tíma og  svið eru ekki að geta veitt lögbundna nauðsynlega þjónustu m.a. til barna.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um heildarfjárfestingar sem fram koma í ársskýrslu:

Fram kemur í gögnum um árshlutauppgjör og í ársskýrslu að heildarfjárfesting sviðsins var 1.251 m.kr. eða 1.2 milljarðar. Umræddar fjárfestingar skiptast u.þ.b. til helminga milli nýrra upplýsingakerfa og fjárfestinga í upplýsingatækni. Í því sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja: Hvaða upplýsingakerfi voru keypt? Hvað kostaði hvert upplýsingakerfi? Af hverjum var hvert upplýsingakerfi keypt? Var viðhaft útboð á fyrrgreindum upplýsingakerfum? Voru fleiri valkostir fyrir hendi í hverju tilviki? Hafa öll fyrrgreind upplýsingakerfi verið tekin í notkun? Í hverju var fjárfest í upplýsingatækni? Sundurliðun á kostnaði við hvert kerfi? Af hverjum voru fyrrgreind kerfi keypt? Hefur sú upplýsingatækni sem fjárfest var í verið tekin í notkun.

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 9. september 2021

Bókanir vegna tillögu borgarstjóra að samþykkja tilboð að nafnvirði 1.980 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 4,16%, í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1, sem eru 1.629 m.kr. að markaðsvirði og tilboð að nafnvirði 1.420 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 0,90%, í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1, en það eru 1.410 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 8. september 2021. 

Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. R20120178

Hér er verið að taka tveggja milljarða lán og bætist enn í skuldsetningu borgarinnar, en skuldir samstæðu borgarinnar stefna í 400 milljarða, en þær voru komnar í 397 milljarða í júní síðastliðnum. Vextir fara hækkandi og mun það hafa áhrif á greiðslubyrði borgarinnar á næstu árum.

Bókun vegna sex mánaða árshlutauppgjörs 

Það er tvennt sem vekur mesta athygli við lestur uppgjörs Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Í fyrsta lagi veldur mjög erfið afkoma A-hlutans áhyggjum. Veltufé frá rekstri er neikvætt um 3.2 milljarða eða um 4,7% af heildartekjum. Það er mjög alvarleg staða. Hluta af þessum mikla rekstrarhalla á rætur að rekja til Covid 19. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins 2020 var hinsvegar jákvætt um 1,9 ma.kr. þrátt fyrir Covid 19. Afkoman hefur því versnað um fimm milljarða milli ára. Fram kemur að ný langtímalán að fjárhæð 12.1 ma.kr. eru tekin á fyrstu sex mánuðum ársins. Það samsvarar 66,6 m.kr. á hverjum degi.

Í öðru lagi er rétt að benda á hvernig afkoma samstæðunnar er blásin upp. Til tekna á samstæðureikningi eru færðir 11,1 ma.kr. sem eru tilkomnnir vegna þess að matsverð fasteigna Félagsbústaða er uppreiknað með hliðsjón af verðbreytingum á almennum fasteignamarkaði. Fasteignir Félagsbústaða eru ekki markaðsvara. Hér er því um að ræða tekjufærslu án allrar innistæðu sem hefur þann eina tilgang að sýna afkomu samstæðunnar betri en hún er í raun. Slík froða á ekki að sjást í bókhaldi opinberrar stjórnsýslu.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið:

Í reikningsyfirliti því sem lagt hefur verið fram fyrir rekstur Þróunar- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar fyrstu sex mánuði ársins 2021 kemur fram að laun fara um 18% fram úr áætlun og annar rekstrarkostnaður hefur farið 7,3% fram úr áætlun. Samtals fór rekstur skrifstofunnar 211 m.kr. fram úr áætlun eða um 11,5%.
Mikilvægt er að gerð sé glögg grein fyrir hver er ástæða fyrir þessari framúrkeyrslu. Voru samþykktir viðaukar vegna hennar. Ekki er hægt að kenna Covid 19 um þessa framúrkeyrslu þar sem allar forsendur vegna hennar lágu fyrir við gerð fjárhagsáætlunar, þar á meðal að það þyrfti að leggja í aukakostnað við þrif.
Þar sem tekjur stofunnar  byggja að mestu leyti á þjónustu við aðrar rekstrareiningar borgarinnar þá er ekki um að ræða tekjur sem skila sér inn í borgarkerfið, heldur er um að ræða millifærslur milli einstakra rekstrareininga hjá borginni.
Eins og áður hefur komið fram þá er mikilvægt að glögg yfirsýn sé til staðar um rekstur skrifstofunnar þar sem mikil hætta er á að yfirsýn skorti þegar starfsemi hennar vex mikið á skömmum tíma.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um atvinnuhúsnæði á 1. hæð:

Óskað er eftir samþykki fyrir viðbótarrými fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Ekki kemur fram í gögnum hver þörfin sé en nú hefur sviðið yfir að ráða einni og hálfri hæð í Borgartúni. Sviðið hefur þanist mikið út á þessu kjörtímabili, ráðningum á fólki fjölgað án þess að útskýra hvað orsakar þensluna. Hér er um ótímabundinn samning að ræða sem gefur vísbendingar um að umsvifin eru komin til framtíðar. Þörfin á viðbótarrými er einnig sérkennileg í ljósi þess að sviðið kaupir óhemju mikla og dýra ráðgjöf og vinnu frá utanaðkomandi aðilum, verkfræðistofum og arkitektastofum.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. september 2021, varðandi líkan til úthlutunar á fjárheimildum grunnskóla, grunnskólalíkanið Edda:

Hið plástraða reiknilíkan til að reikna út fjárframlag til skóla fer nú loks, vonandi, að heyra fortíðinni til og nýtt að líta dagsins ljós. Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nú sé að koma nýtt og betrumbætt reiknilíkan skólanna. Ef það gengur eftir mun ávinningurinn vera sá að forsendur fyrir fjárhagsáætlun verða gegnsærri og skýrari og að áætlanir samræmdari milli skóla. Þetta allt hlýtur að leiða til jákvæðra hluta. Í fjölda ára hefur úrelt reiknilíkan sem lifað hefur sjálfstæðu lífi stýrt fjármagni til skólanna. Lýsing á hinu plástraða reiknilíkani eins og hún birtist í skýrslu innri endurskoðunar fyrir tveimur árum var hreint ótrúleg og sætti það furðu að ekki hafi verið gengið í að uppfæra svo mikilvægt líkan fyrir lifandis löngu, reiknilíkan sem hreinlega leiddi til þess að skólar, sumir hverjir allavega, liðu svelti.

Bókun Flokks fólksins við tillögu starfshóps um verkferil vegna rakaskemmda eða myglu í húsnæði sem hýsir starfsemi Reykjavíkurborgar:

Mygla hefur verið alltof algeng í húsnæði borgarinnar. Orsakir eru án efa ekki einsleitar en sú stærsta er viðhaldsleysi til margra ára og er það viðurkennt. Þekking um að raki í timbri megi ekki fara yfir 20%, sem er ávísun á rakaskemmdir, virðist hafa minnkað. Til að draga úr þessum vanda þarf að huga að mörgu, ekki síst hönnun bygginga. Þessar tillögur um upplýsinga- og samskiptaferli eru til bóta, en ekki má gleyma rótinni, sem er hvernig byggingar eru gerðar og þeirri staðreynd að halda þarf við húsum. Myglumál Fossvogsskóla sem olli alvarlegum veikindum barna þurfti til að meirihlutinn ákvað að fjárfesta í nýjum verkferli. Í þennan brunn þurfti barnið að detta áður en hann var byrgður. Nú á að taka þetta alla leið og búa til ferli innan borgarinnar þegar grunur vaknar um grunsamlegar rakaskemmdir og léleg loftgæði í húsnæði sem hýsir starfsemi borgarinnar. Búið er að stofna starfshóp til að skilgreina verkferla um rakaskemmdir og léleg loftgæði í húsnæði borgarinnar. Vonandi verður þetta til þess að aldrei aftur verði börn skikkuð til að stunda nám í heilsuspillandi húsnæði né nokkur annar sem starfar hjá Reykjavíkurborg.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Brúum bilið tillaga um ungbarnaleikskóla við Vörðuskóla

Meirihlutinn leggur til að setja upp húsnæði fyrir ungbarnaleikskóla í færanlegum einingum á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg. Þessu ber að fagna. Verkefnið Brúum bilið er langt á eftir áætlun og hafa fjölmargir foreldrar lent í vandræðum vegna brostinna loforða þessa meirihluta. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í þetta metnaðarfulla verkefni var ekki sett nægt fé til að það gangi upp eins og lagt var upp með. Gert var ráð fyrir 700-750 nýjum leikskólaplássum fram til 2023 en nú kemur í ljós að 400 ný pláss vantar til viðbótar. Spá um fjölgun var ekki nákvæmari en það. Í þeim ungbarnaleikskóla sem hér um ræðir er gert ráð fyrir 600 fermetra leikskóla sem geti rúmað um 60 börn. Stofnkostnaður er 95 milljónir og leigukostnaður 32,4 milljónir á ársgrundvelli. Hér er um mjög dýrt tímabundið úrræði að ræða með háum stofnkostnaði kannski í mesta lagi til þriggja ára. Þriggja ára kostnaður er því um 200 milljónir eða 65 milljónir á ári fyrir 60 börn. Þetta er afleiðing þess að málaflokkurinn hefur ekki fengið það vægi sem þurfti í ljósi fjölgunar sem var fyrirsjáanleg. Nú er komið að skuldadögum sem birtast í að grípa þarf til rándýrra  bráðabirgðaúrræða.  Samkvæmt síðustu tölum voru 740 börn á biðlista en þess utan er fjöldi barna sem sækja leikskóla í öðru hverfi en sínu eigin.

 

Bókun Flokks fólksins við drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030: Heilsuborgin Reykjavík:

Þau drög sem hér eru lögð fram, Heilsuborgin, Lýðheilsustefna, eru full af fögrum fyrirheitum. Fulltrúi Flokks fólksins vill draga úr draumsýn og sjá frekar skýrar línur um hvenær og hvernig á að framkvæma hlutina. Það er verk að vinna enda hefur margt sem snýr að lýðræði og heilsu setið á hakanum hjá þessum og síðasta meirihluta í borgarstjórn, hlutir sem hefði átt að vera fyrir löngu búið að koma í fullnægjandi horf. Heilsa og hamingja byggir á svo mörgu, t.d. að eiga fæði, klæði og húsnæði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum. Nú fer fátækt vaxandi, biðlistar barna eftir nauðsynlegri aðstoð í sögulegu hámarki og samkvæmt nýjum könnunum hefur andleg heilsa barna versnað. Viðvörunarljós loga á rauðu en engin viðbrögð eru af hálfu borgarmeirihlutans. Umferðartafir valda mengun þar sem ljósastýringar eru í ólestri. Ekkert af þessu tengist góðri heilsu og hamingju. Þetta hefði fulltrúi Flokks fólksins vilja sjá nefnt í stefnunni og hvenær ætti að bæta þessa hluti. Hver er tímalínan og hvaðan kemur fjármagnið? Víða þarf að taka til hendinni og er það alfarið á valdi meirihlutans í borgarstjórn. Góð stefna er fín byrjun en það gengur ekki að láta síðan þar við sitja.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  velferðarsviðs, dags. 6. september 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. september 2021 á tillögu um þjónustusamning við Ás styrktarfélag til 2025:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þjónustusamningi við Ás styrktarfélag. Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun sem sinnir margvíslegri þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Í dag veitir Ás styrktarfélag um 240 Reykvíkingum þjónustu í formi búsetu, sérhæfðrar þjónustu við börn og vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu. Starf styrktarfélagsins er ómetanlegt.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðgerðir til að fækka nemendum í grunnskólabekkjum, kennslu í heimahúsum og vægi tækni- og listaverkefna í grunnskólum, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. febrúar 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurn um hvað verið sé að gera til að fækka nemendum í bekkjum og um fjölda barna sem fá kennslu í heimahúsi. Einnig var spurt um vægi tækni- og listverkefna í grunnskólum borgarinnar. Í svörum kemur fram að meðalfjöldi nemenda á hvern umsjónarkennara í grunnskólum borgarinnar fjölgaði úr 22,1 nemanda í 22,7 síðustu 5 ár. Sambærileg fjölgun er á aðra kennara. Aðeins einn nemandi stundar heimanám. Hlutfall list- og verkgreina á að vera 15,48% af kennslutíma og hlutfall upplýsinga- og tæknimenntar 2,68%. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort farið sé eftir þessu viðmiði í öllum skólum borgarinnar. Nýlega birtist í fréttum að ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Vitað er að umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík reyndust þau 80. Ekki er vitað hvort skóla- og frístundasvið er að leita að þessum börnum til að kanna stöðu þeirra og líðan.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gagnsæja ruslapoka, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvort gjald yrði líka lagt á þá sem koma með sorp í pappírspokum eða taupokum. Vissulega eru þeir ekki gegnsæir. Í svari kemur fram að mikilvægt sé að sjá í gegn, sjá hvað er í pokanum (því að þannig er hægt er að ná betri skilum á endurvinnsluefnum í rétta gáma eins og segir í svari). En hafa skal í huga að eitt af markmiðum okkar sem viljum bæta umhverfið er að hætta notkun plasts og plastpoka og þess vegna skýtur það skökku við að aðeins megi koma með sorp í plastpokum, glærum plastpokum nánar tiltekið. Hér er kannski spurning um meiri hagsmuni fyrir minni, með því að draga úr plasti á kostnað þess að sjá ekki alltaf sorpið í pokanum. Strigapokar eru t.d. ekki úr plasti. Ættu þeir ekki að vera „gjaldgengir“? Með því að skilyrða fólk að koma með sorp í „glærum“ plastpokum er verið að ýta undir notkun plasts sem gengur þvert gegn umhverfissjónarmiðum. Vissulega er gegn- og gagnsæi ávallt af hinu góða í sinni víðustu merkingu. Víða má finna stóra pappírspoka og ef þörf er á fleiri og stærri slíkum pokum má framleiða meira af þeim.

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leiðrétt gjöld vegna þjónustuskerðingar vegna COVID-19, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. maí 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvort Reykjavík hafi nú þegar leiðrétt gjöld vegna niðurfellingar eða skerðingar þjónustu leik- og grunnskóla og frístundaheimila í COVID-19 aðstæðunum. Fyrirspurnin var lögð fram fyrir meira en ári og loks berst svar. Viðauki hefur verið samþykktur um að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um sem nemur 14.100 þ.kr. vegna viðbótarframlagsins til samræmis við aðgerðir vegna borgarrekinna leikskóla. Ekki kemur fram hvernig þessar upphæðir eru fengnar eða útreiknaðar, s.s. fjöldi þeirra sem fengu leiðréttingu o.s.frv. Hins vegar er vitað að Reykjavík var ansi sein að taka við sér með þessar greiðslur og eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst mun seinni en önnur sveitarfélög sem gerðu leiðréttingarnar fljótt og vel. Minnst er á að þessi fyrirspurn var lögð fram af ástæðu, þ.e. foreldrar í Reykjavík voru orðnir langeygir eftir leiðréttingunni. Má sem sagt ganga út frá því sem vísu að allir hafi fengið leiðréttingu?

 

Bókun Flokks fólksins við svari Slökkviliðsins við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfsánægjukönnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. maí 2021. Einnig lögð fram ítrekun á fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur beðið lengi eftir svörum við fyrirspurnum Flokks fólksins sem lúta að niðurstöðum könnunar um líðan starfsfólks í slökkviliðinu. Spurt var m.a. um samskipti við yfirmenn, tilfelli um einelti, áreitni, hvernig hefur verið unnið með slík mál. Ástæða fyrir því að starfsfólk vildi fá utanaðkomandi aðila til að greina vandann er að ekki var trú á að stjórnendur myndu gera það eða geta. Í tilfellum sem stjórnendur eru hluti og e.t.v. orsök vandans segir það sig sjálft að þeir geti ekki verið hæfir til að meta sjálfa sig. Niðurstöður könnunarinnar voru rauðglóandi. Hvort næst að vinna einhverja úrbótavinnu er spurning. Stundum dugar ekki annað en að skipta um menn í brúnni. Í svörum er áberandi að reynt er að gera lítið úr vanlíðan fólks og skýla sér bak við „COVID“. Talað er um vísbendingar um vanlíðan en ekki raunverulega vanlíðan. COVID skall á fyrir einu og hálfu ári en eitrað andrúmsloft verður ekki til á einu ári heldur mörgum. Að öðru leyti eru þessi svör útúrsnúningar. Látið eins og þeir sem gerðu könnunina væru ekki meðvitaðir um hvernig starfsemi þetta væri. Fulltrúi Flokks fólksins spyr í framhaldi: Hefur mönnum verið sagt upp störfum og hafa málaferli orðið vegna starfsloka hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins?

 

Bókun Flokks fólksins við svari Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 2. september 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verktöku í sjúkraflutningum, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort ekki væri tímabært að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hætti verktöku í sjúkraflutningum til þess að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Fram kemur í svari að þetta hafi verið svona lengi. Þótt þetta sé búið að vera lengi er þetta barns síns tíma. Nefna má að fyrir 30 árum voru sjúkraflutningar ekki svona stór þáttur í rekstri Slökkviliðs Reykjavíkur. Mjög litlar líkur voru þá á að einn maður kæmi á vettvang á slökkvibíl sem getur gerst í dag. Allt er stærra í dag en var, meiri menntun á báðum sviðum, menn sérhæfðari og krafist er viðamikillar þekkingar. Segir í svari að í dag sé hægt að boða um 200 manns í stórútköll. Það segir ekki allt. Eins og kemur fram í svari er varðlið um 160 manns. Þrátt fyrir allt þetta hefur þessi fjöldi ekki dugað sem segir að eitthvað er ekki að ganga upp í skipulaginu. Afleiðingar eru að viðbragð í slökkviþættinum getur verið takmarkað á sama tíma og álag er á sjúkraflutningum sem getur kostað mannslíf. Þetta eru tvö aðskilin störf og sjúkraflutningamenn eru heilbrigðisstarfsmenn og þurfa mikla sí- og endurmenntun reglulega til að getað viðhaldið þekkingu sinni.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands varðandi viðveru sálfræðinga í skólum borgarinnar, sbr. 67. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til að sálfræðingar hafi starfsstöð sína í skólunum sjálfum. Það útilokar ekki að þeir geti haft samráð og samstarf við þverfagleg teymi á þjónustumiðstöðum. Hér er verið að svara spurningum um í hvaða grunnskólum Reykjavíkurborgar sálfræðingar eru með fasta viðveru. Stöðugildi skólasálfræðinga á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla eru 25,8. Meðtaldir eru einkareknir leik- og grunnskólar. Fæstir sálfræðingar eru með fasta viðveru. Við lestur svars virðist þetta tætingslegt. Fram kemur að aðstöðuleysi sé oft orsök þess að sálfræðingur geti ekki haft fasta viðveru. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þau mál sé hægt að leysa. Dæmi eru um að sálfræðingur noti herbergi hjúkrunarfræðings þegar hann er ekki í skólanum. Sálfræðingar eru vanir að vinna við alls konar aðstæður. Umfram allt þurfa þeir að vera nálægt börnunum og menningu skólans og vera til taks til að veita ráðgjöf og styðja við kennara og starfsfólk. Hluti þess að taka á hinum langa biðlista, 1474 börn, er að gera störf sálfræðinganna skilvirkari og að ekki fari tími í að ferðast milli skóla og þjónustumiðstöðvar.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð íbúaráðs Grafarvogs, 11 lið frá 1. september 2021.

Tillaga meirihlutans snýr að því að hefja undirbúning tilraunaverkefnis vegna leigu á rafskutlum sem sérstaklega verði ætlað að þjóna fólki sem á erfitt með að ganga lengri vegalengdir í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaða hóps meirihlutinn er að vísa hér til. Fatlaðs fólks, fólks með skerta hreyfigetu eða þeirra sem eru með léttvægari fótameiðsl? Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til aðra lausn sem mætti skoða samhliða rafskutluleigu þess vegna og hún er sú að skutluvagn æki um göngugötur. Tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi, má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar eru til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er.

 

Bókun Flokks fólksins við 3 lið í lista um  embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hvetur sveitarfélög til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Sérstaklega er tekið undir mikilvægi samhæfingar verklags þvert á svið og stjórnvalds, ríkis og sveitarfélaga. Ríki og sveitarfélög hafa engan veginn unnið nægjanlega vel saman í gegnum tíðina. Sem dæmi hefur skort á að skólar og heilsugæsla vinni saman og má nefna í þeim tilfellum þegar í ljós kemur í skoðun á heilsugæslu að barn þarf snemmtæka íhlutun þegar það hefur skólagöngu. Einnig skortir á samvinnu skólaþjónustu og stofnana ríkisins eins og BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Nánara samstarf myndi leiða til þess að hægt væri að draga úr biðlistum barna sem stundum bíða á tvöföldum og jafnvel þreföldum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Barn bíður e.t.v. mánuðum saman á biðlista eftir sálfræðiþjónustu skóla, fer svo aftur á biðlista eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð og þurfi það frekari aðstoð fer það á biðlista eftir þjónustu hjá barna- og unglingadeild.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um úttekt á fátækt í Reykjavík:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að framkvæma úttekt á fátækt í Reykjavík í samvinnu við mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráð. Vegna efnahagslegra áhrifa COVID má leiða líkur að því að fátækt hafi aukist meðal borgarbúa. Í ljósi þess þarf að kortleggja fjölda fólks sem lifir undir fátæktarmörkum og greina þarfir þessa hóps og hvort sú þjónusta sem borgin veitir sé að mæta þörfum þessa hóps og hvort þörf er á úrbótum.

Greinagerð

Við vitum það vel hversu alvarlegar afleiðingar efnahagshrunið 2008 hafði. Afleiðingarnar elta fjölskyldur kynslóða á milli meira en áratug síðar. Við höfum lært af þeirri reynslu og helsta lexían er sú að byrja að sporna gegn áhrifum fátæktar strax. Því er mikilvægt að gera sem fyrst úttekt á því hvort fátækt hafi aukist Reykjavík vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 og kanna jafnframt hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn áhrifum fátæktar og styðja við borgarbúa sem lifa undir fátæktarmörkum. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 skipaði Reykjavík starfshóp um fátækt. Í kjölfar vinnu sinnar skilaði starfshópurinn skýrslu um stöðu fátæktar í borginni og kortlagði úrræði og gaf tilllögur um úrbætur. Þörf er á samskonar úttekt núna.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um framtíð skólamála í Laugardal:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af framtíð skólamála í Laugardal og Laugarneshverfi. Margir deila þeim áhyggjum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að ræða við íbúa og starfsmenn skólanna í hverfinu vegna framtíðar skólamála í ljósi þess að næstu ár verður byggt mikið á svæðinu. Skólarnir eru hins vegar sprungnir og það þarf að gera eitthvað. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort verið sé að ræða þessi mál hjá borgaryfirvöldum og finna lausnir til framtíðar.  R21090084

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvað gengur á hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í ljósi niðurstaðna könnunarinnar um starfsánægju sem komu út rauðglóandi:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með fyrirspurnir um hvað gengur á hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöður könnunarinnar um starfsánægju komu út rauðglóandi. Hvort næst að vinna einhverja úrbótavinnu er spurning. Stundum dugar ekki annað en að skipta um menn í brúnni. Í svörum er áberandi að reynt er að gera lítið úr vanlíðan fólks og skýla sér bak við „COVID“. Talað er um vísbendingar um vanlíðan en ekki raunverulega vanlíðan. COVID skall á fyrir einu og hálfu ári en eitrað andrúmsloft verður ekki til á einu ári heldur mörgum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr í framhaldi: Hefur mönnum verið sagt upp störfum og hafa málaferli orðið vegna starfsloka hjá SHS? R21030227

Vísað til umsagnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvort skóla- og frístundaráð er að kanna með virkum hætti stöðu og líðan um 80 barna á skólaskyldualdri sem eiga lögheimili í Reykjavík en sem eru ekki að stunda nám:

Fyrirspurn frá Flokki fólksins um hvort skóla- og frístundaráð er að kanna með virkum hætti stöðu og líðan um 80 barna á skólaskyldualdri sem eiga lögheimili í Reykjavík en sem eru ekki að stunda nám. Nýlega birtist í fréttum að ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám sem eru skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt þjóðskrá. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Minnt er á að það er m.a. á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um eftirfarandi: Er skóla- og frístundasvið að gera eitthvað til að finna þessi 80 börn sem eiga lögheimili í Reykjavík og kanna með líðan þeirra og af hverju þau eru ekki að stunda nám þótt þau séu á skólaskyldualdri og skráð í Reykjavík samkvæmt þjóðskrá? Ef svo er, hvað hefur verið gert? Hefur Reykjavíkurborg/skóla- og frístundasvið ráðlagt að koma á miðlægu skráningarkerfi svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla? R21090086

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Borgarráð 9. september 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum niðurstöður könnunar um viðhorf til göngugatna:

Meirihlutinn leggur fram niðurstöður árlegrar skoðunarkönnunar um viðhorf til göngugatna, gerð af Maskínu. Þótt almennur stuðningur sé við göngugötur kemur fram að andstaðan er mest í úthverfum. Gera má því skóna að það tengist m.a. slökum almenningssamgöngum, að ekki sé auðvelt að komast á þessar göngugötur nema á bíl og erfitt sé að finna honum stæði. Meirihluti telur að áhrif á verslun séu neikvæð, en jákvæð á veitingarekstur. Er það ásættanlegt? Margar kannanir hafa verið gerðar í þessu máli og er ákveðinn rauður þráður í þeim að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þeir sem búa á miðbæjarsvæðinu eru ánægðir, vilja ekki sjá bílana. Þeir sem stunda skemmtanalífið og ferðamenn eru líka ánægðir. Aðrir eru neikvæðir og leita eftir þjónustu annars staðar en í miðborginni. Þeir sem eru neikvæðir kvarta yfir því augsýnilega, aðgengi er slæmt að svæðinu, þeir sem eru hreyfiskertir geta ekki gengið langt. Sumir nefna veður; göngugötur fyrir fáa sólardaga; að sjarmi miðbæjarins sé horfinn; að þetta hefði alls ekki átt að vera forgangsmál o.s.frv. Meirihlutinn leggur á sama tíma fram tillögu að bjóða þeim sem glíma við hreyfiskerðingu að leiga af borginni rafskutlur og telja að með því sé verið að koma á móts við þá sem finnst aðgengi slæmt og eiga erfitt um gang.


Bókun Flokks fólksins við liðnum Erindi íbúaráðs Grafarvogs, vegna gönguþverana á Hallsvegi og víðar:

Erindi íbúaráðs Grafarvogs, vegna gönguþverana er lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs. Enn er kvartað yfir því að hægt gengur að klára einföld atriði svo sem að gera almennilegar aðstæður fyrir gangandi vegfrendur. Nú hafa skipulagsyfirvöld gefið út yfirlýsingar um að gangandi vegfarendur skuli alltaf hafa forgang en samt virðist ekki vera hægt að tryggja öryggi þeirra, ekki einu sinni á gangbrautum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að brýnt sé að ganga í málið án tafar.


Bókun Flokks fólksins við liðnum: Tillaga fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, um tilraunaverkefni um útleigu á rafskutlum, umsögn:

Tillaga meirihlutans snýr að því að hefja undirbúning tilraunaverkefnis vegna leigu á rafskutlum sem sérstaklega verði ætlað að þjóna fólki sem á erfitt með að ganga lengri vegalengdir í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaða hóp meirihlutinn er að vísa hér til. Fatlaðs fólks, fólks með skerta hreyfigetu eða þeirra sem eru með léttvægari fótameiðsl? Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til aðra lausn sem mætti skoða samhliða rafskutluleigu þess vegna og hún er sú að skutluvagn æki um göngugötur. Tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er?


Bókun Flokks fólksins við liðnum Loftlagsbreytingar, kynning:

Fram fer kynning á helstu atriðum úr 6. skýrsla vinnuhóps sérfræðingahóps Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).

Ef horft er til Íslands og Reykjavíkur þá er rafvæðing bílaflotans sjálfsögð aðgerð svo og að nota vistvæna orku til skipa og framleiðsla á endurnýjanlegri orku og nýtingu hennar. Nýta þarf t.d. það metan sem safnað er í stað þess að brenna því á báli. Þetta eru allt mótvægisaðgerðir sem liggur beinast við að ráðast í og hefði mátt vera búið að virkja fyrir all löngu.

Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá að skógrækt verði stóraukin í upplandi Reykjavíkur. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að rækta skóg allt frá Heiðmörk og upp að Bláfjöllum og Hengli. Slík skógrækt hefði mun meiri áhrif á loftlagsjöfnuna en endurheimt þess litla votlendis sem er í Reykjavík.


Bókun Flokks fólksins við liðnum Loftlagsbókhald Reykjavíkurborgar 2020, kynning:

Fram fer kynning á loftlagsbókhaldi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020. Stærstur hluti útblásturs í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar á sér stað vegna samgangna. Þess þá heldur er brýnt að flýta orkuskiptum. Rafbílar hafa lækkað í verði en þurfa að lækka enn meira til að fleiri hafa ráð á að kaupa þá. Því fleiri sem aka um á vistvænum ökutækjum því jákvæðari útkoma í loftslagsbókhaldi borgarinnar Aðgerðir svo sem að auka hlutdeild hjólreiða er jákvætt og ætti skipulag stíga að miðast við að hjólreiðar verði mikilvægur samgöngumáti fyrir þá sem geta og vilja notað þann samgöngumáta. Það þarf að búa til betri innviði fyrir hjól í borginni fyrir örflæði líkt og erlendis. Fram kemur að vegna landbúnaðar í borginni sé talsverð losun gróðurhúsalofttegunda (vísað er í svínabú innan Reykjavíkur). Varla getur það nú talist mikið í stóra samhenginu að mati fulltrúa Flokks fólksins og hvað mega þá mörg önnur sveitarfélög segja?


Bókun Flokks fólksins við liðnum: Tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um leikvelli algildrar hönnunar:

Lögð er fram á fundi skipulags- og samgönguráðs tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um leikvelli algildrar hönnunar sem er samþykkt umsvifalaust enda tillaga meirihlutans. Fulltrúi Flokks fólksins styður allt sem felst í því að svæði/tæki á leikvöllum, fjölskyldurými eða opin svæði í borgarlandinu verði hönnuð og tæki valin sem henti sem flestum hópum óháð aldri og fötlun. Segir í greinargerð með tillögunni að leiktæki eiga einnig að geta rúmað ömmur og afa, ungmenni sem og lítil börn. Hugmyndin er að öll fjölskyldan geti komið saman og leikið sér. Mitt í þessu öllu vill fulltrúi Flokks fólksins leggja áherslu fyrst og fremst á öryggisþáttinn. Minnt er á að það hafa orðið alvarleg slys á börnum í leiktækjum borgarinnar. Sem betur fer eru þau fátíð. Stöðug vitundarvakning þarf að vera í gangi að mati fulltrúa Flokks fólksins, sinna þarf viðhaldi og reglubundnu eftirliti á tækjum og svæðum þar sem börn eru á leik og skoða þarf hin minnstu frávik. Fulltrúi Flokks fólksins vil nota tækifærið hér að leggja áherslu á að myndavélar verði settar upp á öllum leikvöllum í ljósi nýlegs atviks þar sem maður reyndi að hrifsa barn á brott sem var við leik á leikvelli.

 

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðgengismál þriggja hjóla barnavagna

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 22. júlí 2021 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 12. ágúst 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að gerðar verði breytingar á slóðum þannig að hægt verði einnig að fara með þriggja hjóla barnakerrur um þær. Þessir slóðar (brautir) sem verið er að steypa í nýjum hverfum eru hefðbundnir með tveimur steyptum brautum og tröppum á milli og er því útilokað að fara um þær með þriggja hjóla kerru.

Tillögunni fylgja tvær myndir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um lagfæringar á gangstéttabrúnum við gönguþveranir í Breiðholti

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær til standi að lagfæra gangstéttabrúnir sem og aflíðandi halla frá gangstétt út á gönguþveranir í Efra Breiðholti. Þetta er sérstaklega slæmt við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en einnig víða annars staðar í Breiðholti.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Steindórsreit

Fyrirspurn um aðstæður við Steindórsreitinn sem er vestast í vesturbænum. Um er að ræða frágang á athafnasvæði við Steindórsreit. Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á að þar sé slysahætta. Um er að ræða vestast á Sólvallagötunni og vestast á Hringbrautinni við hringtorgið við J.L. húsið. Kringum Steindórsreit er búið að setja krossviðarplötur yfir gangstéttar sem veldur því að ökumaður sem keyrir vestur eftir Hringbraut og beygir til hægri út á Granda, hægra megin á hringtorginu getur með engu móti séð, gangandi, hjólandi fólk hvorki á vespum né hlaupahjólum sem fara yfir gangstétt beint séð frá vestri inn á Sólvallagötuna. Þarna hefur orðið slys.

Hvað hyggjast skipulagsyfirvöld gera í þessu máli?

Þarna er búið að byggja stóran grjótgarð, taka gangstéttir í burtu og er aðgengi slæmt. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi, þ.m.t. hvort að ásigkomulagi, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar sé ábótavant eða hvort að af henni stafi hætta.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirði, afnotaleyfadeildar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hvort leitað var til sérfræðinga þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð í Breiðholti

Breiðholtið er mörgum kært enda gott og barnvænt að búa í Breiðholti. Núverandi skipulag, sem er verðlaunaskipulag, þarf að skoða nánar með tillit til útsýnis, skuggavarps og umferðaröryggi.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi í ljósi þess að skipulagsyfirvöld leita mikið til utan að komandi sérfræðinga:

Var leitað til sérfræðinga í byggðu umhverfi og áhrif byggðs umhverfis á fólk þegar viðmið um þéttleika og hæðir húsa voru ákvörðuð?

Sérfræðingarnir gætu verið sálfræðingar, félagsfræðingar, veðurfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar.

Ef svo er, hverjir voru sérfræðingarnir og var farið að ráðum þeirra þegar viðmið voru ákvörðuð?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um þéttleika í nýju skipulagi í Breiðholti

Fulltrúi Flokks fólksins telur að nýbyggingar sem kynntar hafa verið í nýju skipulagi í Breiðholti verði að vera í takti og tilliti við núverandi byggð. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu virðist mikill þéttleiki og há hús á sumum stöðum svo sem í Mjódd og tengist áformum um Borgarlínu.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi:

Voru áhrif á nærliggjandi byggð m.t.t. skuggavarps, umfangs, útsýnis og veðurfars skoðuð með þar til bærum sérfræðingum?

Um þetta er spurt vegna þess að við eigum því miður vond dæmi um veðurfarsleg áhrif á nærliggjandi byggð og skuggavarp sem dæmi í nágrenni Höfðatorgs í Reykjavík. Er tryggt að ný viðmið um hæðir húsa og þéttleika rýri ekki gæði núverandi byggðar í nágrenni þéttingarreita t.d. í nýju skipulagi í Breiðholti?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um innviði leikskóla til að taka við mikilil fjölgun

Leikskólar í Mjódd eru þétt setnir og sumir sprungnir.

Útreikningar sýna að 800 íbúða fjölgun í neðra Breiðholti er 53% fjölgun íbúða.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi:

Ráða innviðir við svona mikla fjölgun á stuttum tíma?

Er gert ráð fyrir nýjum grunn- og leikskólum í Mjódd?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kynningar á nýju skipulagi í Breiðholti

Fulltrúa Flokks fólksins finnst kynning á svo stórri fyrirhugaðri breytingu á hverfisskipulagi í Breiðholti ábótavant og má telja víst að ekki nema brot af þeim sem búa í Breiðholti hafa áttað sig á hvað til stendur.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr eftirfarandi:

Hvernig stendur á að farið hafi svo lítið fyrir kynningu á svo stórri fyrirhugaðri skipulagsbreytingu í nærumhverfi fjölda fólks?

Í tilfelli Mjóddar, þar sem hægt er að lesa sér til í fleiri en einni rúmlega 200 bls. skýrslum að gert sé ráð fyrir að byggja 800 nýjar íbúðir og 60.000 fermetra atvinnuhúsnæðis á 5-8 hæðum, er ekki einu sinni minnst á þessa meiriháttar breytingu í 4 bls. kynningarbæklingi um helstu breytingar aðalskipulagstillögunnar?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um innstig í strætó í tengslum við þéttingu byggðar í Mjódd

Fram kom í skýrslu um ferðavenjur sem unnin var fyrir SSH, sem liður í undirbúningi Borgarlínu, að flest innstig í strætó eru núna í Mjódd, 4000 talsins en á Hlemmi eru 3400 innstig á sólarhring.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um eftirfarandi:

Hvers vegna þarf að þétta byggð svona mikið í Mjódd?

Við hvaða innstigsfjölda er miðað við þegar tekin er ákvörðun um þéttleikaviðmið?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um fræðslu rafhlaupahjóla fyrir börn

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulags- og samgönguráð beitir sér fyrir því, t.d. í samstarfi við skóla- og frístundaráð að börn og unglingar fái sérstaka fræðslu um rafhlaupahjól og hvernig þeim beri að hjóla þeim þegar hjólað er nálægt gangandi vegfarendum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt frá fólki sem kvartar yfir tillitsleysi þegar ungt fólk, sumt hvert, hjólar á gangstéttum. Fræða þarf börn og ungt fólk um mikilvægi þess að nota bjölluna. Fjölmörg dæmi eru um að bjalla sé ekki notuð þegar komið er hjólandi aftan að vegfaranda sem er að ganga eða hlaupa. Sumir hjólendur hjóla á hraða allt að 25 km/klst hraða, jafnvel með aðeins aðra hendi á stýri og símann í hinni hendinni og eru þar að leiðandi ekki að horfa fram fyrir sig.

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé aðeins tímaspursmál hvenær slys verður, að ekið verði á gangandi vegfaranda. Börn sem verða fyrir hjóli á þessum hraða geta stórslasast. Einnig eru komin rafhjól sem komast enn hraðar, upp í 45 kmh.

Velta má fyrir sér þeirri spurningu hvort setja ætti aldurstakmark á þau hjól sem komast svo hratt og hvort rafhlaupahjól eigi kannski heima á hjólastígum frekar en gangstéttum.

Frestað.

Skipulags- og samgönguráð 8. september 2021

Umræður sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur sett á dagskrá:

Umræða um vöntun og  biðlista fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði og húsnæði með stuðningi (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins).

Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Í þessi úrræði hefur alltaf verið biðlisti. Um  135 einstaklinar með fötlun eru á biðlista og hafa 40 beðið í meira en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3.  flokki.  Árið 2014 voru tölur þær sömu.  Sumir hafa beðið í fjölda mörg ár, fatlað fólk sem er orðið rígfullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Flestir hafa þann skilning á „biðlista“ að þar sé einhver kerfisbundin röð í gangi, að þeir sem beðið hafa lengst séu fremstir á lista. Kvartanir hafa borist að umræddur biðlisti sé ekki eiginlegur biðlisti heldur sé frekar um að ræða haug frekar en kerfisbundinn skipulagðan lista. Dæmi eru um að einstaklingi sé sagt að hann sé „næstur“ en síðan komið í ljós að það er ekki rétt, aðrir þá teknir framfyrir. Búið er að dæma í einu máli sem þessu og var þar einstaklingi dæmd milljón í miskabætur.

Þessari umræðu er frestað og verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar.

Umræða um Sorpu rekstur og stöðu byggðasamlagsins í ljósi umfjöllunar í Stundinni (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins).

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir umræðu vegna umfjöllunar um Sorpu í Stundinni. Í janúar 2020 var framkvæmdarstjórinn rekinn og í ljós kom að margt var brogað í starfseminni. Spurningar vöknuðu fyrst vegna GAJU sorp- og jarðgerðarstöðina 2016. GAJA átti að taka við öllum úrgangi af höfuðborgarsvæðinu og framleiða hágæða moltu og metangas. Ekki var farið í útboð. Framkvæmdarkostnaður fór langt fram úr áætlun. Innri endurskoðun skoðaði þetta mál og skilaði svartri skýrslu. Fyrrverandi framkvæmdarstjóri var sagður hafa gefið villandi upplýsingar og fjölþætt eftirlitskerfi brást.
GAJU var lýst sem töfrabragði, geta tekið blandað sorp og gert úr því hágæða moltu. Blása átti plasti frá og veiða málma úr sorpinu með segli. Stjórn Sorpu hlustaði ekki á varnarorð um að moltan yrði aldrei laus við plast.  Niðurstaðan er plastmenguð molta með þungmálmum og gleri, mengun langt yfir  viðmiði.
Sorpa hefur hindrað aðgengi að gögnum. Sorpa hefur neitað að afhenda sýni. Gögn voru loks afhent sem sýnir að 1.7% af moltu var plast, 2 mm eða stærra. Viðmiðið á að vera  0.5%.  Moltan er ónothæf.
Ekki hefur tekist að selja metangas sem er nú brennt á báli. Strætó nýtir metanið lítið, aðeins  tveir metanvagnar eru á döfinnin.  GAJU ævintýrið var bara  draumsýn sem kostað hefur borgarbúa ómælt fé.

Bókun Flokks fólksins við liðnum  við umræðu um rekstur og stöðu SORPU bs. í ljósi umfjöllunar í Stundinni:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir umræðu vegna umfjöllunar um SORPU í Stundinni. Málið er alvarlegt og er stjórn ein ábyrg sem og meirihlutinn í borgarstjórn sem hlýtur að hafa vitað af því að þarna á ferðinni voru rangir og óeðlilegir hlutir á ferð. Spurningar vöknuðu fyrst vegna GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, árið 2016. GAJA átti að taka við öllum úrgangi af höfuðborgarsvæðinu og framleiða hágæða moltu og metangas. Ekki var farið í útboð. Framkvæmdakostnaður fór langt fram úr áætlun. Innri endurskoðun skoðaði þetta mál og skilaði svartri skýrslu. GAJU var lýst sem töfrabragði, geta tekið blandað sorp og gert úr því hágæða moltu. Blása átti plasti frá og veiða málma úr sorpinu með segli. Stjórn SORPU hlustaði ekki á varnaðarorð um að moltan yrði aldrei laus við plast. Niðurstaðan er plastmenguð molta með þungmálmum og gleri, mengun langt yfir viðmiði. SORPA hefur hindrað aðgengi að gögnum og neitaði að afhenda sýni. Ekki hefur tekist að selja metangas sem er nú brennt á báli. Strætó nýtir metanið lítið, aðeins tveir metanvagnar eru á döfinni. GAJU ævintýrið var bara draumsýn sem kostað hefur borgarbúa ómælt fé.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum  umræða um niðurstöður forhönnunar Laugavegar í níu skrefum:

Flestum hugnast göngugötur sem hluti af borgarstemningu þar sem þær eiga við en þær mega þó ekki vera á kostnað aðgengis og umfram allt þarf að skipuleggja þær í sátt og samlyndi við borgarbúa, íbúa í nágrenni og hagaðila. Aðgengi er sagt vera fyrir alla en það er ekki rétt, sbr. misfellur vegna kanta og kantsteina og óslétts yfirborðs sem er að finna í göngugötum. Aðgengi er ekki nógu gott fyrir þá sem nota hjálpartæki, hjólastóla og hækjur. Taka má undir að skreytingar eru fínar, ljós/lýsing, bekkir og blóm, ekkert er yfir þessu að kvarta. Þó eru áhyggjur af því að sjónskertir detti um allt þetta götuskraut. Hvað sem þessu líður þá er göngugötusvæðið orðið mun einsleitara en áður hvað varðar verslun. Tugir verslana hafa flúið af þeim götum sem nú eru göngugötur. Eftir eru helst barir og veitingahús. Verslanir fóru vegna þess að viðskipti snarminnkuðu þegar götum var lokað fyrir umferð. Aðferðafræðin sem notuð var í þessari vegferð hefur skapað leiðindi og reiði sem ekki hefur sjatnað enn. Kannski átti enginn von á að svo sterku orsakasamhengi milli lokunar umferðar og hruns viðskipta verslana. Þegar það blasti við átti að staldra við og eiga alvöru samráð um aðalatriðin.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum  umræða um málefni Fossvogsskóla:

Ekki sér fyrir endann á myglumáli Fossvogsskóla. Það sem fer hvað mest fyrir brjóstið á borgarfulltrúa Flokks fólksins er að ekki var hlustað þótt börn væru að veikjast. Viðbrögð meirihlutans sýndu vanvirðingu meirihlutans í garð foreldra, barna og starfsfólks. Loks þegar gengið var í verkið var verktaki greinilega ekki að vinna fullnægjandi vinnu og komst upp með það. Ef spurt var um málið hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur var svarað með hroka og skætingi. Við tók tímabil hunsunar. Það situr í fólki. Í sumar var sagt að samhljómur hafi verið um ákveðna niðurstöðu skoðanakönnunar sem Reykjavík sendi á starfsfólk og foreldra barna í Fossvogsskóla. Næsta sem fréttist var að misbrestur var á framkvæmd könnunarinnar sem sögð var hafa verið keyrð í gegn á sólarhring. Sú sviðsmynd sem samhljómur var um var að koma átti nemendum í 1. til 3. bekk í tíu færanlegar kennslustofur á bílastæði við skólalóð skólans fyrir skólabyrjun mánudaginn 23. ágúst. Nú eru tafir á því vegna COVID-19. Það sem vekur þó furðu er að einingarnar sem voru pantaðar eru hannaðar til nota í heitari löndum en á Íslandi og hefur verið gripið til þess ráðs að þykkja útveggi.

Bókun Flokks fólksins við liðnum umræða um niðurstöður könnunar á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu:

Það kom kannski ekki á óvart í þessari könnun sem og fyrri könnunum að um 80% eru með bíl sem sitt fyrsta val þegar horft er til ferða til og frá vinnu. Samt eru nú komnir öflugir hjólainnviðir víða í borginni. Ekki er að sjá að ferðabreytingar séu í aðsigi enda þótt fólk vilji fleiri valmöguleika. Þetta er áhugavert í ljósi þess að borgaryfirvöld hafa lagt mikið á sig til að koma hlutdeild bílsins niður undir 50%. Reynt hefur verið að þrýsta fólki til að leggja bíl sínum. Þrýstiaðgerðir eru í formi þess að gera tilveru bílnotenda erfiða s.s. með því að laga ekki þá staði þar sem umferðarteppur og flöskuhálsar myndast og laga ljósastýringar sem eru víða í ólestri. Hjólareiðar hafa aukist bæði sem áhugamál og sem samgöngutæki. Notendum strætó hefur fækkað hlutfallslega, margir farnir að nota rafhjól frekar. Helstu mistök þessa meirihluta er vinna ekki í því að liðka fyrir öllum ferðamöguleikum. Hafa ætti að markmiði að draga úr töfum hvernig svo sem fólk kýs að koma sér milli staða. Enn er langt í borgarlínu, a.m.k. 2-3 ár í 1. áfanga. Vandinn er að það eru ekki fyrir hendi öflugar almenningssamgöngur sem val fyrir þá sem aka bíl.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum  við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

Þátttaka og aðkoma barna að mötuneytismálum skóla er afar mikilvæg. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Þátttaka og aðkoma barna að mötuneytismálum skóla sinna geta verið í mörgum myndum. Ein aðkoma er að þau skammti sér sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurn um í hversu mörgum skólum börnin skömmtuðu sér sjálf (fyrir COVID). Taka börnin þátt í að setja saman fjölbreyttan matseðil? Hvað vilja börnin borða í skólanum? Ein mikilvægasta aðkoma barna í þessu tilliti er hvernig hægt er að draga úr matarsóun. Í sumum skólum vigta nemendur matinn sem þau sjálf leifa og halda yfir það skráningu. Þessi aðgerð eykur meðvitund þeirra og kapp að sporna við matarsóun. Fulltrúi Flokks fólksins vill gjarnan sjá alla skóla grænfána skóla eða grænfána vottaða. Grænfáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu.

 

Bókun Flokks fólksins borgarfulltrúi Flokks fólksins undir 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. september:

Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði leggur til að opnunartími leikskóla borgarinnar verði 7:30 til 16:30 hjá öllum leikskólum frá 1. nóvember 2021. Þessi ákvörðun er tekin í óþökk flestra foreldra enda er verið að skerða þjónustuna. Skerðing þjónustu hefur slæmar afleiðingar fyrir marga foreldra, þá sem hafa ekki sveigjanlegan vinnutíma og starfa fjarri leikskóla barna sinna. Almennt eru börn í leikskóla í sínu hverfi en foreldrar vinna sjaldnast í sínu hverfi heldur jafnvel langt frá og sitja jafnvel fastir í umferðarteppu á þessum tíma. Enginn fulltrúi foreldra sat í stýrihópnum sem vann tillöguna og finnst fulltrúa Flokks fólksins það miður. Nú vill meirihlutinn að fólk hjóli í stað þess að nota einkabílinn. Stytting opnunartíma leikskóla kemur illa við þá foreldra sem nota hjól sem samgöngutæki. Fulltrúi Flokks fólksins er tortrygginn út í samráðsferlið og telur að úti í samfélaginu sé stór hópur foreldra sem er ósáttur með skerðingu þjónustunnar. Raddir þeirra hafa ekki náð eyrum meirihlutans í skóla- og frístundaráði. Fulltrúi Flokks fólksins skilur viðhorf leikskólastarfsfólks sem er undir miklu álagi vegna manneklu. Lausnin er ekki að skerða þjónustu heldur finna leiðir til að fjölga starfsfólki.

 

 Bókun Flokks fólksins borgarfulltrúi Flokks fólksins undir 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 3. september og 17. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 16. júní:

Fulltrúi Flokks fólksins vonar að fjarfundamöguleikinn sé kominn til að vera enda gagnlegt að eiga þess kost að vera á fjarfundi eftir atvikum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að forsætisnefnd samþykki að fundarmenn á fjarfundum skuli ávallt vera í mynd á fjarfundunum en að leyft verði að slökkva á myndavél rétt á meðan snætt er eða farið á salerni. Á því hefur borið alltof oft að borgarfulltrúar í fjarfundi séu með slökkt á myndavélum allan fundinn. Það er óviðunandi. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að hundar verði leyfðir í anddyri eða afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja í stað þess að eigendur þeirra þurfi að festa þá utandyra meðan þeir ganga erinda sinna hjá borginni. Hundar eru óvelkomnir á flesta staði innanhúss í opinberu rými borgarinnar og í borginni. Tillögunni vísað frá með þeim rökum að fylgja þurfi lögum. Að sjálfsögðu á að fylgja lögum en borgin setur sínar eigin reglugerðir. Reykjavík státar sig af því að vera hundavæn borg en gerir of lítið til að sýna það viðhorf. Frá meirihlutanum getur komið hvatning til eininga borgarinnar um fjölmargt sem snýr að málefnum hunda í borginni.

 

 

 

Borgarstjórnarfundur 7. september

Bókun Flokks fólksins við liðnum Tjarnargata 12 – starfsaðstaða á skrifstofu borgarfulltrúa: 

Nú á að færa starfsaðstöðu borgarfulltrúa upp um eina hæð og fær hver flokkur sína skrifstofu. Það er sorglegt að sjá þann kostnað sem fór í  framkvæmd á gerð sameiginlegs rýmis Tjarnargötu 12 fleygt út um gluggann. Með því að borgarfulltrúar deildu sameiginlegri skrifstofu átti að sparast rúmar fimm milljónir á ári. Borgarfulltrúar voru áður á tveimur hæðum í húsinu. Kostnaðurinn við breytingarnar nam 2,5 milljónum króna svo rétt er að kostnaður vegna breytinganna borgaði sig fljótt upp. Rennt var blint í sjóinn með nýtingu og hefur nýting verið afar lítil þau rúm þrjú ár sem liðin eru af kjörtímabilinu.  Í raun má segja að með ákvörðun um að útbúa þetta sameiginlega vinnurými hafi verið gerð mistök. Ákvörðunin kom aldrei inn á borð þessa minnihluta. Þurfi þeir borgarfulltrúar sem búa utan miðbæjar eða í efri byggðum ekki að sækja fundi í Ráðhúsinu hugsa þeir sig án efa tvisvar um áður en þeir leggja leið sína í Tjarnargötu 12 til að nota vinnurými, sameiginlegt eður ei, vegna þess m.a. að aðgengi að miðbænum er erfitt. Umferðatafir á stofnbrautum eru íþyngjandi og í miðbænum eru stöðugar framkvæmdir og þrengsl.

Tillaga Flokks fólksins um reglur á fjarfundum, að allir séu t.d. í mynd allan fundinn:

Tillaga Flokks fólksins um reglur um fjarfundi. Nú er búið, eina ferðina enn, vegna COVID, að framlengja heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi – notkun fjarfunda á fundum ráða og nefnda.
Fulltrúi Flokks fólksins vonar að fjarfundamöguleikinn sé kominn til að vera enda gagnlegt að eiga þess kost að vera á fjarfundi eftir atvikum.  Mikilvægt er að setja reglur um fjarfundi sem snúa að fjarfundunum sjálfum þegar þeir eru í framkvæmd. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að forsætisnefnd samþykki að fundarmenn á fjarfundum skuli ávallt vera í mynd á fjarfundunum en að leyft verði að slökkva á myndavél rétt á meðan snætt er eða farið á salerni. Á því hefur borið allt of oft að borgarfulltrúar í fjarfundi séu með slökkt á myndavélum allan fundinn. Það er óviðunandi.

Forsætisnefnd 3. september 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. ágúst 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. ágúst 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt:

Þverholt 13 – deiliskipulag: Fulltrúi Flokks fólksins hefur samúð með fólki sem telur sig hafa keypt húsnæði með einhverju ákveðnu útsýni en næsta sem gerist er að byggt er þannig við hlið þess að útsýni er ýmist skert eða hverfur alveg. Í sumum þessara mála er um hrein svik að ræða því fólki hefur verið sagt að ekki verði byggt þannig að útsýni þeirra verði skert. Í mörgum tilfellum hefur fólk jafnvel fjárfest í eigninni mikið til vegna útsýnis eða sólarlags nema hvort tveggja sé.

 

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. september 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. september 2021 á trúnaðarmerktum tillögum að fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar fyrir 2021.

Trúnaður er um efni tillagnanna fram að afhendingu viðurkenninganna og er bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins færð  í trúnaðarbók.

 

Bókun Flokks fólksins við túnaðarmerkt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. ágúst 2021, varðandi áhættuskýrslu A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2. ársfjórðung 2021:

Áhættuskýrsla A-hluta: Fulltrúi Flokks fólksins hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu fjármála í borginni og þá helst þeim sviðum sem standa undir beinni þjónustu við borgarbúa. Þessi svið þurfa meiri athygli borgaryfirvalda vegna vaxandi umsvifa og óvæntrar neikvæðrar þróunar. Nýlega kom enn ein könnunin út um vaxandi vanlíðan barna og fjölgun er í málum til barnaverndar. Biðlisti barna eftir sálfræðingum skóla er langur og ef fram heldur sem horfir mun ekki sjá högg á vatni því það vantar fleiri fagaðila. Fulltrúi Flokks fólksins vill „stokka upp á nýtt“. Velferðarsvið og skóla- og frístundasvið þurfa meira fjármagn til að mæta þörfum minnihlutahópa og viðkvæmra hópa. Oft hlýtur að mæða mikið á starfsfólki. Þetta má sjá á háu veikindahlutfalli. Reykjavíkurborg á því ekki annan kost en að vinna úr stöðunni sem hér er uppi. Sækja má fé til annarra sviða eins og þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sem ekki hefur fæði, klæði og húsnæði borgarbúa á sínum herðum en hefur sogað til sína gríðarlegt fjármagn á stuttum tíma. Mörg verkefni mega bíða og einnig getur sviðið gengið til samstarfs við Stafrænt Ísland, island.is, sem spara myndi milljónir ef ekki milljarða eins og fram kom á ráðstefnunni Tengjum ríkið.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs skóla- og frístundasviðs, dags. 26. ágúst 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. ágúst 2021 á tillögu að sameiningu á yfirstjórnum frístundamiðstöðvanna Ársels og Gufunesbæjar:

Bókun Flokks fólksins við tillögu meirihlutans í skóla- og frístundaráði að frístundamiðstöðvarnar Ársel og Gufunesbær verði sameinaðar undir einni yfirstjórn: Ánægja er með frístundastarf en er ánægja með þessa sameiningu? Fram kemur að sameining hefur ekki verið borin undir notendur, foreldrahópinn. Það var ekki talið nauðsynlegt að mati skóla- og frístundasviðs en kannski hefði mátt upplýsa notendur um þessa breytingu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar þess að þetta verði farsælt. Gæta þarf vel að þjónustan skerðist ekki, aukist frekar og verði bara enn betri ef eitthvað er. Einnig þarf að huga að því að enginn „týnist“ þegar eining er orðin svo stór sem raun ber vitni.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 26. ágúst 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. ágúst 2021 á tillögu um opnunartíma leikskóla og tillögum stýrihóps um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum:

Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins mótmælir fyrirhugaðri styttingu á opnunartíma leikskóla Reykjavíkurborgar og tekur þar með undir með foreldrum og foreldrafélaginu. Stytting opnunartíma leikskóla og skerðing á þjónustu sem lögð er til mun hafa neikvæð áhrif á fjölmargar fjölskyldur og oft þær fjölskyldur sem hafa minnst bakland og þurfa mest á leikskólavist að halda. Skert þjónusta leikskóla eykur ekki endilega gæðasamverustundir foreldra og barna heldur getur aukið álag á fjölskyldur. Þessi breyting mun minnka þjónustu í nærumhverfi íbúa og leiða til meiri aksturs í andstöðu við markmið borgarinnar í umhverfismálum. Niðurstöður jafnréttismatsins sýna líka ótvírætt að stytting opnunartíma hefur meiri áhrif á mæður en feður. Mikilvægt er að vandað verði til verka þegar mælikvarðar og markmið til þessa að meta áhrif þessa tilraunaverkefnis verða skilgreind og haft verði samráð við fulltrúa foreldra við það.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á starfsemi, fjármagnsskipun, stöðu og framgangi verkefna Betri samgangna:

Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því að að Arnarnesvegur mun hafa mjög neikvæð umhverfisáhrif. Á þetta hefur fulltrúi Flokks fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs margsinnis bent og vonast til að fengið verði nýtt umhverfismat í stað þess að byggja á 18 ára gömlu mati. Það mun gríðarlegt ónæði hljótast af þessum framkvæmdum fyrir íbúa nágrennisins. Möguleiki er á að hús í nálægð við veginn muni skemmast vegna sprenginga og fleira. Hætta er á að verðgildi húsa í nágrenni við veginn muni falla. Framkvæmdir munu taka allt að ár eða lengur og allan þann tíma þurfa íbúar í nágrenni að búa við skert lífsgæði. Þetta verður að skoða betur og því er ekki hægt að byggja svona stórar framkvæmdir á umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Fulltrúi Flokks fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs eru mjög ósammála úrskurði í umhverfismati, sem var unnið fyrir Vegagerðina árið 2003, um að lagning 3. kafla Arnarnesvegar muni hafa óveruleg áhrif á umhverfi, útivist og hljóðvist. Það er vert að hafa í huga að verkfræðistofurnar sem vinna þessar skýrslur fyrir Vegagerðina koma ávallt með niðurstöður sem samræmast væntingum Vegagerðarinnar. Vegagerðin og þessar verkfræðistofur virðast aldrei setja náttúru og lífríki í fyrsta sætið.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu  Betri samgangna ohf., dags. júní 2021, um stöðu og framgang verkefna félagsins:

Sagt er frá störfum í stýrihópi milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í þessari skýrslu. Stýrihópurinn á að koma að stefnumótandi ábendingar  um fyrirtækið Betri samgöngur sem koma til meðferðar Alþingis og sveitarfélaganna.  Er þessu eitthvað sinnt af hálfu borgarinnar? spyr fulltrúi Flokks fólksins. Borðleggjandi er að tvöfalda þarf legginn milli Jafnasels og Rauðavatns áður eða ef  gatnamót verða gerð við Arnarnesveg. Á síðasta ári kom fram vel rökstutt gagnrýni á að Vegagerðin stýri framkvæmdum við borgarlínu því sérþekking Vegagerðarinnar liggur frekar í að koma fólki fljótt á milli staða, en borgarlínan á að bæta umhverfið og liðka til við að flytja fólk. Til margra annarra þátta þarf að líta en umferðarhraða sem Vegagerðin leggur áherslu á. Vaknað hafa upp spurningar um hvort Vegagerðin sé rétti aðilinn til að stjórna uppbyggingu borgarlínunnar. Sérþekking hennar liggur ekki í að hanna almenningssamgöngukerfi, heldur í því að hanna umferðarmannvirki svo sem mislæg gatnamót og hraðbrautir.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áhættustefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. janúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um áhættustefnu borgarinnar og hvort ferlið er gegnsætt og ferlið að fullu opið. Óskað var eftir að fá framlagðan gagnsæisferil þessara fyrirhuguðu áhættustefnu. Segir í svari að þann 21. janúar 2021 voru drög að áhættustefnu kynnt í borgarráði. Þann 10. júní sl. voru síðan lögð fram lokadrög að áhættustefnu Reykjavíkurborgar ásamt bréfi til borgarráðs með áhættustefnu. Vísað er til framlagðra skjala frá 10. júní sl. sem svar við þessari fyrirspurn. Allt er þetta rétt en fulltrúi Flokks fólksins sér hins vegar ekkert skrifað um gegnsæi ferilsáhættu stefnunnar í fyrri gögnum. Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar að stefna að þessu tagi, sé hún vel og rétt úr garði gerð, er af hinu góða og gæti aukið traust borgarbúa á meirihluta borgarstjórnar. Hefði svona stefna verið til þegar endurgerð braggans var, hefði bruðl og óráðsía kannski ekki náð að þrífast.

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn kostnað vegna uppfærslu á aðbúnaði í Borgartúni 12-14, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2021:

Þessu máli var frestað á þeim forsendum að tölur væru rangar. Einu tölurnar sem leiðréttar hafa verið eru um velferðarsvið og er því þessu máli óviðkomandi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort mikið sé að marka þessar tölur. Vitað er að búið er að uppfæra allt og endurnýja á skrifstofum þjónustu- og nýsköpunarsviðs í Höfðatorgi. Fjármálastjóri er bara milliliður og fær tölur beint frá sviðinu. Einn lykill 5556 er settur á allt en vel gæti verið að um fleiri kostnaðarlykla sé að ræða. Það er löngu ljóst að sú stafræna umbreyting sem boðuð er með græna planinu er orðin grunsamlega umfangsmikil og þarfnast því eftirlits og rannsóknar hvað fjármálaumsýslu þessa sviðs varðar. Einnig þarf að rýna í fortíðina og skoða  ýmislegt eins og óeðlilega mikil erlend ráðgjafarkaup í næstum áratug fyrir tugi milljóna, fyrir utan alla aðra aðkeypta ráðgjöf og tilraunastarfsemi. Innri endurskoðun þarf að leggja fram ítarlega úttektaráætlun fyrir endurskoðunarnefnd undir lok árs, þar sem vonandi verða teknar ákvarðanir um að skoða mál þessa sviðs ofan í kjölinn.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um tillögu um styttingu opnunartíma leikskóla sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar 2021:

Fyrirspurnin var lögð fram í janúar 2020 sem sagt fyrir 1½ ári. Þá var uppi tillagan að stytta opnunartíma leikskóla um hálftíma með bráðabirgðaákvæðum. Svarið sem nú loks berst á því ekki lengur við. Staðan í dag er sú að skellt verður innan tíðar í lás á leikskólum kl. 16:30. Þurfi foreldrar nauðsynlega á hálftíma lengri vistun fyrir börn sín að halda eða til kl. 17:00 er barnið flutt á annan leikskóla. Almennt séð mótmælir fulltrúi Flokks fólksins skerðingu á þjónustu við foreldra og börn enda mun það hafa neikvæð áhrif á fjölmargar fjölskyldur og oft þær fjölskyldur sem hafa minnst bakland og þurfa mest á leikskólavist að halda. Skert þjónusta leikskóla eykur ekki endilega gæði samverustunda foreldra og barna heldur getur aukið álag á fjölskyldur.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ummæli Einars S. Hálfdánarsonar um endurskoðunarnefnd, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. apríl 2021:

Þessi fyrirspurn Flokks fólksins er eldgömul, hún var lögð fram 16. apríl 2020 og er um ummæli Einars S. Hálfdánarsonar í Fréttablaðinu 14. apríl sama ár að „braggaskýrslunni hafi verið stungið undir stól og að það hafi ekki verið nefndinni til sóma að hafa ekki fylgt braggaskýrslunni eftir eins og endurskoðunarnefndum ber að gera þegar vart verður við mögulega sviksemi í stofnunum sem undir þær heyra“. Það er athyglisvert að rifja upp þetta mál nú tveimur árum síðar og er fulltrúi Flokks fólksins enn á því að meðvirkni hafi ríkt innan meirihlutans gagnvart braggamálinu og ríki hún enn. Sá endurskoðandi sem hér um ræðir steig fram og sagði hlutina eins og þeir voru, braggaskýrslunni var stungið undir stól og sennilega fékk hann bágt fyrir að hafa tjáð sig um málið. Umsögn endurskoðunarnefndar liggur loks fyrir nú í ágúst 2021 meira en ári síðar. Nefndinni var ekki kunnugt um fyrirspurn Flokks fólksins frá 16. apríl 2020 fyrr en nú nýlega og er beðist velvirðingar á því að hún hafi ekki verið afgreidd fyrr. Fulltrúi Flokks fólksins sér að hér hefur eitthvað misfarist í stjórnsýslunni og er ekki meira við því að segja.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um utanlandsferðir á vegum borgarinnar sem farnar voru vegna annarra ástæðna en fundahalds, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins vill byrja á að gagnrýna þann langa tíma sen það tekur að fá svör við fyrirspurnum. Hér er um að ræða fyrirspurn frá miðju ári 2020. Um er að ræða framhaldsfyrirspurn um ferðir erlendis sl. tvö ár á vegum borgarinnar annarra en vegna fundarhalda. Þær voru 517. Ferðirnar voru farnar af alls 34 starfsmönnum, 8 embættismönnum og 10 borgarfulltrúum. Nokkrir fóru fleiri en eina ferð vegna funda.  Flokkur fólksins óskaði eftir að fá sundurliðun á 463 ferðum sem voru farnar vegna annarra ástæðna en fundahalds. Hversu margar ferðir voru námsferðir og í þeim tilfellum og var ekki mögulegt að stunda fjarnám? Í svari segir að ekki séu gerðar kröfum um að tilgreint sé hvort fundur eða ráðstefna hefði getað verið sótt rafrænt. Fulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir hversu ónákvæmar skráningar eru. Bak við hverja ferð sem skráð er geta verið margir starfsmenn ef fleiri en einn eru að sækja sama viðburð. Einhver hluti þessara ferða geta verið styrktar af stéttarfélögum. Ráðstefnuferðir voru 182 á tveimur árum og skoðunar- og kynnisferðir til að skoða áhugaverða þætti eru 54. Það er augsýnilegt að eftirlit hefur verið með öllu ófullnægjandi og fyrir þann sem vill misnota þetta kerfi er leiðin greið.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi niðurstöðu greiningar á stöðu aldraðra kvenna og karla í heimahjúkrun í Reykjavík, sbr. 71. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. maí 2021:

Þetta svar og fyrri svör um kynjuð fjármál í niðurstöðu greiningar á stöðu aldraðra kvenna og karla í heimahjúkrun í Reykjavík í verkefni sem borgin vann í samvinnu við m.a. nemendur í HÍ er með ólíkindum ruglingslegt. Höfundur skýrslunnar hrósar borginni i hástert og segir að vinnubrögð borgarinnar um kynjuð fjármál séu til fyrirmyndar og að óskandi væri að fleiri sveitarfélög tileinki sér þessa aðferðafræði. En þegar spurt er um hvaða aðferðafræði verið sé að vísa í, er fátt um svör. Í svari segir að orð höfundar beri því ekki að túlka sem skoðun starfsfólks, embættisfólks eða kjörinna fulltrúa. Dæmi um ruglingslegan málflutning er þetta:  „Konur lýsa meiri þörfum en karlar“ en samt eru þær metnar með minni þörf en karlar sem vísar mögulega til þess að verið sé mismuna mati á þjónustuþörf eftir kynjum. Segir að vegna „vinnubragða/aðferðarfræði eru kynjuð fjármál að bæta konum upp mismun.“ Fulltrúi Flokks fólksins er að reyna að skilja þetta. Í lokaorðum fjármálasviðs segir svo að ekki sé hægt að sjá að höfundur komist að þeirri niðurstöðu og kynjuð fjármál bæti konum upp mismunun líkt og kemur fram í fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins.

Bókun Flokks fólksins við svari við  fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur til ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækisins VSÓ, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. nóvember 2020:

Greiðslur til ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækisins VSÓ: Fram kemur að meira en  þrjú hundruð milljónir fara til þessa ráðgjafafyrirtækis árlega. Hvert sem litið er innan kerfisins má sjá ævintýralegar upphæðir sem fara til ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækja. Sum eru á spena hjá borginni árum saman. Er þetta ekki eitthvað sem starfsmenn geta unnið að einhverju leyti?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur til verkfræðistofa frá 2008-2019, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 23:

Almennt ætti borgin að sýna aðhald og hagsýni þegar samið er við verkfræðistofur um verkefni. T.d. ætti það að hafa vakið spurningu um hagkvæmni þegar verkfræðistofa er fengin til að sjá um talningar á nagladekkjum með tilheyrandi umsjónarkostnaði, verkefni sem borgin keypti þjónustu verkfræðistofu til að annast. Allir sem kunna að telja hefðu getað talið nagladekkin og haldið utan um verkefnið. Utanaðkomandi verkfræðinga þurfti ekki til.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Sjálfstæðisflokksins um að opnunartími leikskóla verði óskertur, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. febrúar 2021:

Liður 4: Lögð fram að nýju beiðni skrifstofu borgarstjórnar um umsögn endurskoðunarnefndar um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Fyrirspurn sú sem hér er brugðist við er frá apríl 2020 og snýr að ummælum Einars S. Hálfdánarsonar endurskoðanda í endurskoðunarnefnd Reykjavíkur. Þau birtust í Fréttablaðinu 14. apríl sama ár. Þar segir hann „að braggaskýrslunni hafi verið stungið undir stól og að það hafi ekki verið nefndinni til sóma að hafa ekki fylgt braggaskýrslunni eftir eins og endurskoðunarnefndum ber að gera þegar vart verður við mögulega sviksemi í stofnunum sem undir þær heyra“. Það er athyglisvert að rifja upp þetta mál nú tveimur árum síðar og er fulltrúi Flokks fólksins enn á því að meðvirkni hafi ríkt innan meirihlutans gagnvart braggamálinu og ríki enn. Sá endurskoðandi sem hér um ræðir steig fram og tjáði sig um málið af hreinskilni og hefur sennilega fengið bágt fyrir. Bókun endurskoðunarnefndar liggur loks fyrir nú í ágúst 2021. Segir að nefndinni hafi ekki verið kunnugt um fyrirspurn Flokks fólksins frá 16. apríl 2020 fyrr en nú nýlega og er beðist velvirðingar á því að hún hafi ekki verið afgreidd fyrr. Fulltrúi Flokks fólksins sér að hér hefur eitthvað misfarist í stjórnsýslunni og er ekki meira við því að segja.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 1 í  fundargerð mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 26. ágúst 2021:

Tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. Sumar tillögur stýrihópsins eru fínar. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipta ætti einnig Breiðholtinu sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi, í tvö íbúaráð. Vandi íbúaráðanna er að þau eru ekki nægjanlega aðgengileg borgarbúum. Formenn geta í raun staðið í vegi fyrir að mál séu tekin á dagskrá. Íbúaráðin mega ekki vera eins og smækkuð útgáfa af borgarstjórn að mati fulltrúa Flokks fólksins. Íbúaráðin eiga að tengjast fólkinu og fólkið þeim. Ráðin hafa hingað til verið of pólitísk. Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Íbúaráðin ættu að fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta. Ekki ætti að setja íbúaráðum of stífar skorður eða ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.

 

Bókun Flokks fólksins við lið 9 í fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. ágúst 2021:

Tillaga Flokks fólksins að koma upp tennisvelli í nýju íþróttabyggingunni í Úlfarsárdal hlaut ekki hljómgrunn meirihlutans í ráðinu. Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá betri rök fyrir höfnun þessarar tillögu. Ekki er séð af hverju ekki megi skoða málið. Fulltrúi Flokks fólksins vill að rætt sé við áhugasama og aðra tengda aðila og að skýrari svör verði lögð fram en aðeins að er sagt að „ekki er grundvöllur að koma fyrir tennisvelli í núverandi íþróttabyggingum í Úlfarsárdal eða á núverandi íþróttasvæði.“ Þetta er með öllu ófullnægjandi afgreiðsla að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn af hverju hefur þjónustu- og nýsköpunarsvið ekki samnýtt afurðir úr þróun Stafræns Íslands? Island.is hjálpar stofnunum og fyrirtækjum að veita betri þjónustu:

Fyrirspurn frá Flokki Fólksins um stafrænt samstarf við Stafræna Ísland, island.is. Fram kom á ráðstefnunni Tengjum ríkið að slíkt samstarf standi sveitarfélögum til boða. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki hefði verið skilvirkara og hagkvæmara ef Reykjavíkurborg hefði leitað samstarfs við island.is líkt og mörg sveitarfélög og stofnanir á Íslandi gera með góðum árangri. Gríðarlegar upphæðir, 10 milljarðar á þremur árum, fara í stafræn verkefni, mest tilraunir, lítið sést af afurðum. Til að átta sig á stærðarhlutföllunum má taka dæmi, þá jafngildir þetta því að setja 330 milljónir í áþekkt verkefni í Borgarbyggð en Reykjavík er um 30 sinnum fjölmennari. Til dæmis hefur komið fram að hægt er að nota island.is fyrir mínar síður. Á island.is eru 74 mínar síður og 240 vefir. Þar er verið að hanna, búa til ímyndir og vörumerki. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: af hverju hefur þjónustu- og nýsköpunarsvið ekki samnýtt afurðir úr þróun Stafræns Íslands? Island.is hjálpar stofnunum og fyrirtækjum að veita betri þjónustu. Þar eru búnar til stofnanasíður til að styðja við sveitarfélög. Island.is á allt til, þar er til sniðmát fyrir allt sem þarf, allur grunnur er til staðar. Miðlæg þjónustugátt er mikilvæg og í henni á Reykjavík að vera. R21090010

Vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs.

Borgarráð 2. september 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Laugavegur í 9 skrefum, kynning:

Flestum hugnast göngugötur sem hluti af borgarstemningu þar sem þær eiga við en þær mega þó ekki vera á kostnað aðgengis og umfram allt þarf að skipuleggja þær í sátt og samlyndi við borgarbúa, íbúa í nágrenni og hagaðila. Aðgengi er sagt vera fyrir alla en það er ekki rétt sbr. kanta og kantsteina og óslétta fleti sem eru víða í göngugötum. Aðgengi er erfitt fyrir þá sem nota hjálpartæki, hjólastóla og hækjur. Taka má undir að skreytingar eru fínar og ekkert er yfir lýsingu, blómum eða bekkjum að kvarta. Þó eru áhyggjur af því að sjónskertir detti um allt þetta götuskraut.

Hvað sem öllum 9 skrefum Laugavegsins líður þá stendur eftir sú staðreynd að svæðið sem um ræðir er einsleitara en áður var hvað varðar verslun. Tugir verslana hafa flúið af þeim götum sem nú eru göngugötur. Eftir eru barir og veitingahús. Verslanir fóru vegna þess að viðskipti snarminnkuðu af orsökum sem við þekkjum vel. Eldar í kringum Laugaveg og Skólavörðustíg hafa logað í meira 3 ár og loga enn. Kannski átti engin von á að svo sterkt orsakasamhengi myndi vera milli lokunar fyrir umferðar og hruns fjölda verslana. En þegar það blasti við átti að staldra við og eiga tvíhliða samtal við hagaðila.

Bókun Flokks fólksins við niðurstöðum könnunar um ferðavenjur, kynning:

Eins og þessi könnun og margar aðrar sýna þá ferðast meira en 80% Íslendinga á bíl í vinnu. Þetta hefur ekki breyst þótt skipulagsyfirvöld hafa lagt mikið á sig til að koma hlutdeild einkabílsins niður undir 50%. Hjól sem samgöngutæki eru greinilega ekki eins vinsæl og halda mætti en rafmagnshjólin kunna að vera að koma sterkt inn. Ekki er að sjá að ferðabreytingar séu í aðsigi enda þótt fólk vilji sjá fleiri möguleika. Helstu mistök þessa meirihluta er að hafa nánast stillt þessum tveimur valkostum, bíll og hjól sem andstæðum. Huga þarf að þörfum allra og hafa það að markmiði að draga úr töfum hvernig svo sem fólk kýs að koma sér milli staða. Enn er langt í borgarlínu, a.m.k. 2-3 ár í 1. áfanga. Vandinn er að það eru engar öflugar almenningssamgöngur sem val fyrir þá sem aka bíl. Notendum strætó hefur fækkað, margir farnir að nota rafhjól frekar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt forræðishyggju skipulagsyfirvalda, og hvernig reynt hefur verið að þrýsta fólki til að leggja bíl sínum, fólk sem geta e.t.v. ekki annað en verið á bíl vegna aðstæðna sinna. Þrýstiaðgerðir meirihlutans eru í formi þess að gera tilveru bílnotenda erfiða s.s. með því að leysa ekki umferðarteppur og laga ljóstastýringar.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021, tilnefningar, trúnaðarmál

Bókun Flokks fólksins færð í trúnaðarbók.

 

Bókun Flokks fólksins við Gufunes, niðurstaða dómnefndar og álit, kynning:

Lagðar eru fram tillögur í hugmyndaleit Spildu ehf. um framtíðaruppbyggingu og skipulag 8 lóða í eigu Spildu við sjávarsíðuna í Gufunesi. Byggðin er bílalaus og allt eru þetta fjölbýlishús eins og þessu er stillt upp nú. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir fjölbreyttum íbúðagerðum þar sem nú er mikill skortur bæði á stærra húsnæði og hagkvæmu húsnæði. Hvað með atvinnutækifæri í hverfinu þar sem fólk sem er hvorki á bíl (engin bílastæði við húsin) né hjóli myndi þurfa að vinna í hverfinu og sækja alla sína þjónustu í hverfinu. Á mynd má sjá margra hæða hús, 10 hæða blokk, sem hlýtur að skerða sýn margra til fjalla þar sem háhýsið stendur nærri strandlengju. Væri ekki nær að það stæði frekar í miðju til að skerða ekki útsýni og klárlega vera lægra? Þarna er oft án efa mikil veðurhamur? Bent er á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum.

 

Bókun Flokks fólksins við Heilsuborgin Reykjavík, Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar til 2030:

Þau drög sem hér eru lögð fram, Heilsuborgin, Lýðheilsustefna er oflof. Betra er að vera nær jörðinni og vera raunsær. Vissulega er margt gott almennt séð á Íslandi og í sveitarfélögum þ.m.t. því stærsta. En því miður er ansi mikið sem þarf að laga og sem hefði átt að vera löngu búið að taka á. Heilsa og hamingja byggir á svo mörgu t.d. að eiga fæði, klæði og húsnæði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum. Nú er vaxandi fátækt, biðlistar barna eftir nauðsynlegri aðstoð í sögulegu hámarki og hefur samkvæmt nýjum könnunum andleg heilsa barna versnað.

Viðvörunarljós loga á rauðu en engin viðbrögð eru af hálfu borgarmeirihlutans. Umferðartafir valda mengun þar sem ljósastýringar eru í ólestri. Ekkert af þessu tengist góðri heilsu og hamingju. Þetta hefði fulltrúi Flokks fólksins vilja sjá ávarpað í stefnunni og hvenær ætti að bæta þessa hluti. Hver er tímalínan og hvaðan kemur fjármagnið?

Víða þarf að taka þarf til hendinni og er það alfarið á valdi meirihlutans í borgarstjórn. Góð stefna er fín byrjun en það gengur ekki að láta síðan þar við sitja.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um að látið verði af birtingu nafna þeirra sem senda inn kæru eða athugasemdir til skipulagsyfirvalda:

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að látið verði. Tillagan hefur verið felld með þeim rökum að heimilt sé að birta nöfn þeirra sem senda erindi til borgarinnar. Það er jafnframt talið hluti af gagnsærri stjórnsýslu.

Fulltrúi Flokks fólksins sér þann eina tilgang með birtingu sem þessari að afhjúpa eigi nöfn þeirra sem kæra, þeirra sem skipulagsyfirvöldum finnst vera með “vesen”. Fólk hefur orðið fyrir aðkasti þar sem mál eru iðulega umdeild enda geta þau verið viðkvæm. Þótt birting nafna sé í samræmi við lög þá finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta ósmekklegt og telur að með þessu sé verið að reyna að koma þeim sem senda inn kærur illa. Þegar fólk veit að nöfn þeirra verði opinber með kærunni hugsar það sig kannski tvisvar um áður en það kærir eða sendir inn athugasemdir. Að birta nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kærur hefur ekkert að gera með gegnsæja stjórnsýslu né gegnsætt samráðsferli. Skipulagsyfirvöld hafa þessi nöfn hjá sér og er því engin þörf að opinbera þau.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um birtingu persónuupplýsinga, umsögn:

Svar sem hér er birt við fyrirspurn Flokks fólksins er frá því í maí 2020 er nú loksins lagt fram. Betra seint en aldrei. Spurt var um hvort það samræmdist persónuverndarlögum að birta nöfn þeirra sem senda inn kærur og kvartanir til skipulagsyfirvalda. Athuga ber að kærur eru merktar sem trúnaðargögn. Segir í svari að birting nafna sé í samræmi við lög. Hvað sem því þá líður finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta ósmekklegt og óttast að með þessu sé verið að reyna að koma þeim sem senda inn kærur illa? Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir aðkasti vegna þess eins að tjá sig um sínar skoðanir á stundum viðkvæmum málum þar sem nöfn þeirra eru borin á torg af skipulagsyfirvöldum. Er þetta leið til þöggunar og til að refsa þeim sem hafa aðrar skoðanir en skipulagsyfirvöld? Að birta nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kærur hefur ekkert að gera með gegnsæja stjórnsýslu né gegnsætt samráðsferli. Skipulagsyfirvöld hafa þessi nöfn hjá sér og er því engin ástæða til að birta þau opinberlega

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðkomu hjólandi vegfarenda þar sem eru tröppur á göngustígum –

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 22. júlí 2021 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 12. ágúst 2021:

Í Úlfarsárdal eru tröppur víða og hafa börn sem koma hjólandi í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppur auk þess sem hjólastígar eru víða krappir. Taka þarf hjólastíga á þessu svæði til endurskoðunar og gera þá þannig að þeir séu aflíðandi og ekki með krappar beygjur. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka dæmi frá Nönnubrunni og niður að Dalskóla. Hér er um að ræða tiltölulega nýtt hverfi og er afar óheppilegt að hönnun sé ekki betri en þetta þegar horft er til barna sem fara um hjólandi. Þetta þarf að endurskoða. Tröppur eru auk þess erfiðar fyrir marga aðra t.d. þá sem eru með skerta hreyfigetu, þá sem eru með börn í kerrum og hjólreiðafólk.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Skipulags- og samgönguráð 1. september 2021

Bókun Flokks fólksins við umsögn velferðarsviðs, dags. 1. september 2021, um drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, ásamt fylgigögnum:

Tekið er undir að sú stefna sem er til umfjöllunar þyrfti að fjalla meira um fjármögnun. Tryggja þarf að þeir sem ekki geta dvalið heima lengur þrátt fyrir víðtæka heimaþjónustu og heimahjúkrun fái pláss á hjúkrunarheimilum. Það er forgangsatriði. En  einnig  er mikilvægt að efla heimastuðning því ef þjónustuþáttum væri fjölgað og aðrir dýpkaðir myndu fleiri geta búið lengur heima.  Horfa þarf til fleiri úrræða og fjölbreyttari t.d. sveigjanlegrar dagdvalar sem millilið. Það er ekki aðeins vilji flestra að vera sem lengst heima heldur er það einnig hagstæðast fyrir þjóðfélagið. Þá er það ekki skynsamlegt að mati fulltrúa Flokks fólksins að stefna um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða setji markmið um að aðeins 15% 80 ára og eldri dvelji í hjúkrunarrýmum þegar raunin er sú að í dag skortir okkur hjúkrunarrými þrátt fyrir að hjúkrunarrými séu til staðar fyrir 21,4% fólks 80 ára og eldri. Hér munar of miklu á raunverulegri þörf og markmiði sem sett er. Þeir sem þurfa pláss verða að fá pláss í stað þess að þurfa að vera á Landspítala vikum eða mánuðum saman vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Umfram allt má ekki setja öll eggin í eina körfu. Fleiri tegundir úrræða þyrftu að vera til staðar í samræmi við aldursþróun þjóðarinnar.

Bókun Flokks fólksins við umsögn velferðarsviðs, dags. 1. september 2021, um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030:

Í  lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem og í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er skýrt kveðið á um samráð við fatlað fólk. Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík og einnig er starfandi samkvæmt lögum Öldungaráð Reykjavíkur sem fjallar um málefni eldri borgara. Þrátt fyrir belti og axlabönd í þessum efnum  kvarta notendur yfir samráðsleysi og ekki síst upplýsingaskorti. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að nefndir og ráð sem standa eiga vörð um minnihlutahópa þurfi að stíga enn sterkar fram fyrir réttlæti þeim til handa. Vandaðar upplýsingar, víðtæk þátttaka notenda og tvíhliða samráð þarf að vera ekki bara viðunandi heldur fullnægjandi.  Lýðræði er næsti bær við mannréttindi, en langir biðlistar eru samt í alla þjónustu hjá öllum minnihlutahópum sem getur varla samræmst lýðræðis- og mannréttindalögmálum.  Margt hefur vissulega breyst til hins betra. Til að kerfi eins og borgin virki þarf að vera meiri samvinna innbyrðis. Sterkari tengingar er þörf og boðleiðir þyrftu að vera bæði skýrari og einfaldari.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á stafrænni umbreytingu velferðarsviðs:

Verkefni sem snúa að velferðarsviði eru m.a. Mínar síður. Fulltrúi Flokks fólksins sat ráðstefnuna Tengjum Ísland (island.is). Stafræna Ísland er komið langt á undan ÞON í stafrænni  umbreytingu. Þjónustu- og nýsköpunarsvið getur samnýtt afurðir úr þróun island.is sem hjálpar t.d. sveitarfélögum að veita rafræna þjónustu. Þar eru búnar til stofnanasíður til að styðja við sveitarfélög. Stafræna Ísland, island.is á allt til, þar er til  sniðmát fyrir allt sem þarf, allur grunnur er til staðar. Miðlæg þjónustugátt er mikilvæg og í henni á Reykjavík að vera í stað þess að eyða milljörðum í að finna upp hjólið. Ríkið tók Eistland sér til fyrirmyndar þar sem allar þessar stafrænu lausnir eru þegar komnar upp og virka.  Reykjavík getur gengið  til liðs við island.is og sparað milljónir ef ekki milljarða. Ein gátt þar sem allir íbúar þessa lands geta sótt sér rafræna þjónustu óháð því hvar það býr. Á island.is eru 74 Mínar síður og 240 vefir. Það er verið að hanna, búa til ímyndir og vörumerki.

 

Bókun Flokks fólksins við kynning á stöðu akstursþjónustu fatlaðs fólks – Pant aksturs:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sem hann heyrir að fólk virðist almennt ánægt með þjónustuna núna. Búið er að hafa mikið fyrir að þrýsta á  ákveðnar breytingar á reglum og þjónustu akstursþjónustunnar sem voru mikið til innleiddar og það hefur skilað sér  inn í þjónustuna með jákvæðum hætti. Setja má engu að síður spurningarmerki við það að fækkað hafi verið um 2,5 stöðugildi í þjónustuveri og stytta á opnunartímann. Í stað þess að fækka ætti frekar að fjölga stöðugildum því fólk kvartaði yfir því að það væri erfitt að komast að í síma og sérstaklega á ákveðnum tímum. Margir geta einfaldlega ekki haft aðgang að réttindum og þjónustu sem veitt er rafrænt nema með stuðningi. Skerðing á þjónustu er aldrei ásættanleg.

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra, dags. 1. september 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölgun hjúkrunarheimila, sem vísað var til meðferðar velferðarráðs, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík. Í svari kemur fram að byggja á í Grafarvogi 144 íbúðir og fyrir liggur viljayfirlýsing um 200 í viðbót á svæði við Ártúnshöfða en það er aðeins viljayfirlýsing. Nú þegar eru 250 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu svo það segir sig sjálft að þetta er ekki nóg jafnvel þótt verulega verði spýtt í lófana með að auka heimaþjónustu og sett verði á laggirnar sveigjanleg dagdvöl sem milliliður. Ef heldur sem horfir verður biðlistinn sá sami ef  ekki lengri eftir örfá ár. Sú áætlun sem nú liggur fyrir til ársins 2025 er ekki í samræmi við   þörfina. Ábyrgð Reykjavíkurborgar er mikil í þessum efnum. Lóðaúthlutun er á forræði   Reykjavíkurborgar og það er ekki ólöglegt að Reykjavík geri þetta upp á sitt einsdæmi en þarf vissulega fjármagn og treystir á ríkið í þeim efnum. Lífslíkur fara  stöðugt hækkandi og hefur því verið spáð sem dæmi að árið 2040 muni hlutfall fólks eldra en 67 ára hafa hækkað úr 12% í 19%.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um matseðil eldri borgara í þjónustukjarna og hvort hann megi ekki vera fjölbreyttari:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur skoðað vikumatseðil kvöldmatar eldri borgara í einni af þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík. Í öll mál eru súpur og grautar. Spurt er hvort ekki mætti vera meiri fjölbreytni? Hugsa mætti sér að margt annað í kvöldmat, jafnvel  léttan kvöldmat annað en súpu og grauta enda þótt fólk hafi e.t.v. borðað heitan mat í hádeginu.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvað  velferðarsvið ætlar að gera til að mæta kallinu sem heyra mátti að samhljómur var um á heilbrigðisþingi?:

Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi 2021 um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við aldraða voru málefni aldraðra rædd í þaula. Eitt af málefnunum var heimaþjónustan og hversu mikilvægt er að auka hana og dýpka til að gefa eldra fólki tækifæri til að vera sem lengst heima. Nánast allir réttu upp hendi á þinginu að þeir vildu vera heima þegar þeir tveir valkostir voru slegnir upp, að vera heima eða fara á stofnun. Fjölga þarf þjónustuþáttum við eldri borgara í heimahúsi og bæta suma sem fyrir eru. Til að geta verið sem lengst heima þarf að veita meiri  einstaklingsbundna aðstoð. Nú spyr fulltrúi Flokks fólksins hvað  velferðarsvið ætlar að gera til að mæta kallinu sem heyra mátti að samhljómur var um á heilbrigðisþingi? Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram í velferðarráði 19. ágúst 14 tillögur sem sneru að bættri þjónustu við eldri borgara í heimahúsum og fjölgun þjónustuþátta. Öllum tillögunum nema fjórum var hafnað. Rökin voru að þetta væri ekki  á  ábyrgð velferðarráðs. Ein af tillögunum var  að aðstoð við böðun væri líka á rauðum degi. Aðstoð yrði veitt með að hengja upp þvott, flokka  og fara út með sorp. Einnig að eldra fólki væri boðið upp á  sálfélagslegan stuðning. Ekkert af umbótartillögum sem þessum hafa fengið hljómgrunn.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvort ekki eigi að láta af mismununar notenda Strætó og Akstursþjónustu? Akstursþjónustan er hugsuð sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann:

Fyrirspurn um hvort ekki eigi að láta af mismununar notenda Strætó og Akstursþjónustu? Akstursþjónustan er hugsuð sem ígildi strætó fyrir þau sem geta sjaldan eða aldrei notað hann. Því ætti verðskráin og þjónustan að vera alveg sambærileg. Ferð með akstursþjónustunni ætti ekki að vera dýrari en með strætó, ferðum ætti ekki að vera skammtað og meðan ekki er hægt að taka landsbyggðarstrætó (vegna eðlis fötlunar og vegna skorts á aðgengis vagna og biðstöðva) ætti að vera hægt að fara milli sveitarfélaga með aksturs þjónustunni skv. gjaldskrá strætó. Þessu þarf að breyta enda hér um að ræða ósanngirni og mismunun.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um störf hjá B hluta fyrirtækjum sem Atvinnu- og vinnumiðlun útvegar?:

Atvinnumiðlun er þarft framtak, um það er ekki deilt. Hér er kynnt atvinnumiðlun og  Virknihús. Að hjálpa fólki að fá vinnu er virkilega nauðsynlegt nú eftir COVID en þetta nýja átak má ekki verða eitt af þessum litlu kerfum sem mun blása út og eignast sitt eigið líf jafnvel án tengingar við grunnkerfi velferðarsviðs. Nefnt er í kynningu að í B- hluta fyrirtækjum verði einhver störf í boði t.d. störf hjá Slökkviliðinu? Þetta vekur áhuga hjá fulltrúa Flokks fólksins. Hvaða störf eru þetta og hvenær liggur það fyrir?  Eins er það skjalfest að mikil vöntun er eftir starfsfólki á leikskólum. Getur Atvinnu- og virknimiðlun ekki hjálpað til með þær ráðningar?
 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn við af hverju fækkað hafi verið um 2,5 stöðugildi í þjónustuveri:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá svör við af hverju fækkað hafi verið um 2,5 stöðugildi í þjónustuveri. Í stað þess að fækka ætti frekar að fjölga stöðugildum því fólk kvartaði yfir því að það væri erfitt að komast að í síma og sérstaklega á ákveðnum tímum. Hverjar eru ástæður fyrir því að fækkað er í þjónustuveri og  hvaða áhrif  hefur það  á þjónustuna? Þetta er skerðing á þjónustu og einnig hefur opnunartími þjónustuvers verið styttur. Fólk þarf að geta náð sambandi og sér í lagi þeir sem eru ekki að nota tölvur og net. Enn er hópur sem notar aðeins síma og er því ekki með rafræn auðkenni. Ekki er heldur hægt að gera kröfu um að allir hafi rafræn skilríki, ef það yrði gert þá myndu alltaf einhverjir verða út undan þeir sem ekki treysta sér til að nota rafræn skilríki.

 

 

Velferðarráð 1. september 2021

Bókun flokks fólksins við fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. ágúst við lið 6 vegna ummæla ESH endurskoðanda:

Lögð er fram beiðni skrifstofu borgarstjórnar um umsögn endurskoðunarnefndar um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Þessi fyrirspurn Flokks fólksins er eldgömul, var lögð fram 16. apríl 2020 og varðar ummæli Einars S. Hálfdánarsonar í Fréttablaðinu 14. apríl sama ár að „braggaskýrslunni hafi verið stungið undir stól og að það hafi ekki verið nefndinni til sóma að hafa ekki fylgt braggaskýrslunni eftir eins og endurskoðunarnefndum ber að gera þegar vart verður við mögulega sviksemi í stofnunum sem undir þær heyra“. Það er athyglisvert að rifja upp þetta mál nú tveimur árum síðar og er fulltrúi Flokks fólksins enn á því að meðvirkni hafi ríkt innan kerfisins með braggamálið. Umsögn endurskoðunarnefndar liggur loks fyrir nú í ágúst 2021 þar sem fram kemur að „nefndinni var ekki kunnugt um fyrirspurn Flokks fólksins frá 16. apríl 2020 fyrr en nú nýlega og er beðist velvirðingar á því að hún hafi ekki verið afgreidd fyrr.“ Fulltrúi Flokks fólksins sér að hér hefur eitthvað misfarist og er ekki meira við því að segja.

 

Bókun flokks fólksins við lið 9 í fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 19. ágúst 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hyggst óska eftir að íbúaráð Breiðholts fjalli um það öngþveiti sem myndast á Breiðholtsbraut á annatímum og sérstaklega ræða mikilvægi þess að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Það er alveg ljóst að fyrirhuguð ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg munu ekki bæta ástandið á þessum kafla heldur auka það. Ekki er séð að skipulagsyfirvöld ætli að taka á þessu máli. Nú þegar eru þrengsli og tafir þarna með öllu óþolandi fyrir fólk sem fer þarna um, ekki síst í aðdraganda helgar þegar borgarbúar fara úr borginni. Þá er Breiðholtsbrautin stappfull lengst niður eftir Breiðholtsbrautinni.

Bókun flokks fólksins við Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. ágúst:

Liður 6, umræða um málefni hverfisins. Borgarfulltrúum berast með reglulegum hætti upplýsingar frá íbúum í Úlfarsárdal um að víða má sjá ófremdarástand í umhverfinu. Vel kann að vera að þessi mál séu rædd í þaula á fundum íbúaráðsins án þess að sérstaklega sé verið að bóka um þau. Lýst er slæmu ástandi vegna seinkunar á byggingarframkvæmdum og kvartanir vegna verkstýringar. Sem dæmi átti að ljúka við verk í kringum Dalskóla fyrir mörgum árum. Enn átti að reyna í vor að ljúka verkum í kringum skólann sem nú fyrst er verið að byrja á þegar skólinn er byrjaður. Þeir sem hafa fengið lóðir draga að byggja á þeim eftir því sem næst er komið. Þetta er látið óáreitt af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Hvenær á að ljúka við þau verk sem hér eru nefnd? Af myndum sem okkur hafa verið sendar er ástandið í Úlfarsárdal víða slæmt. Um 15 ár eru síðan skipulagið var kynnt og átti hverfið að vera sjálfbært. Margt er þarna óklárað. Engin þjónusta hefur orðið til í hverfinu þaðan af síður sjálfbærni, engin atvinnustarfsemi. Finna má tunnur, staura, vírnet við Úlfarsbraut ofan við kennslustofur í kjallara Dalskóla. Þarna má einnig sjá óbyggðar lóðir, ókláraða gangstíga, moldarhauga og drasl á götum.

 

Bókun flokks fólksins við lið 10 í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. ágúst 2021:

Liður 10 í fundargerð mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs: Fulltrúi Flokks fólksins lagði til á fundinum að málefni barna, eldra fólks og öryrkja verði markvisst og oftar á dagskrá í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Fulltrúi Flokks fólksins hefur átt fulltrúa í ráðinu frá áramótum og þykir þau mál sem þar hafa verið til umræðu oft ansi einsleit. Huga má meira að fátæku fólki í tengslum við mannréttindi en fátækir er stækkandi hópur. Nefna má öryrkja sem þola mega skerðingar þannig að margir þeirra ná ekki endum saman. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því afnumið þær með einu pennastriki. Skoða þarf einnig mannréttindaþáttinn hjá börnum sem glíma við röskun eða fötlun af einhverju tagi og dæmi eru um að börn stundi nám í grunnskóla borgarinnar þar sem þau eru ekki meðal jafningja vegna þess að skóli án aðgreiningar er vanbúinn og skortur er á sérskólaúrræðum. Ræða þarf mannréttindi í tengslum við þá sem eru fastir á sjúkrahúsi vegna þess að þeir eiga ekki heimili eða mannekla er í heimaþjónustu. Huga þarf einnig að betri þjónustu fyrir eldra fólk sem vill búa sem lengst heima. Síðast en ekki síst þarf að skoða mannréttindaþáttinn þegar kemur að sveigjanlegum vinnulokum.

 

Bókun flokks fólksins við lið 3 í fundargerð 16. ágúst 2021:

Fram fór umræða um fundi og verkefni neyðarstjórnar Reykjavíkur bæði til næstu vikna og til lengri tíma á þessum fundi 16. ágúst. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvað kom fram í þeirri umræðu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um að minnihlutafulltrúum er haldið utan við málefni sem neyðarstjórn borgarinnar fjallar um á fundum sínum og engin minnihlutafulltrúi situr í neyðarstjórninni. Þetta þarf að laga. Í það minnsta má „snarbæta“ upplýsingaflæði frá neyðarstjórn til borgarfulltrúa til að halda þeim upplýstum. Minnihlutinn er kjörinn til ábyrgðar og eðlilegt væri að minnihlutinn ætti fulltrúa í svo mikilvægri stjórn.

 

Bókun flokks fólksins við við 40 lið í fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 25. ágúst 2021:

Liður 40 í fundargerð skipulags- og samgönguráðs: Svar/umsögn hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Breiðholtsbraut en spurt var hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera vegna þróunar umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð mikil á annatímum og er orðið afar brýnt að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Fram kemur í svari „að samkvæmt núgildandi fjögurra ára samgönguáætlun 2020-2024, eru fyrirhuguð ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg en framkvæmdin er hluti af samgöngusáttmálanum. Aðrar framkvæmdir á Breiðholtsbraut eru ekki fyrirhugaðar á gildistíma áætlunarinnar.“ Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að þetta er einfaldlega vondur hluti af sáttmálanum. Vandinn sem spurt var um er að leggurinn frá Jafnaseli að Rauðavatni ber ekki nægilega vel þá umferð sem þegar fer þar um. Ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg mun ekki bæta stöðuna heldur auka vandann. Hvað ætla skipulagsyfirvöld að gera í þessu? Nú þegar eru þrengsli og tafir þarna með öllu óþolandi fyrir fólk sem fer þarna um ekki síst í aðdraganda helgar þegar borgarbúar fara úr borginni. Þá er umferðin stappfull lengst niður eftir Breiðholtsbrautinni.

 

Bókun flokks fólksins við lið 14 í fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. ágúst 2021:

Liður 14 í fundargerð skóla- og frístundaráðs: Fram kemur í svari að upp á síðkastið hefur afgreiðsla mála þeirra sem sækja um hæli orðið hraðari sem er af hinu góða. Dvöl barna í stoðdeildinni hefur samhliða styst því þegar foreldrar þeirra fá hæli þá flytjast þau út í almennan hverfisskóla án tillits til hvort þau eru tilbúin til þess eða ekki. Dæmi eru um að barn sem er ekki tilbúið er flutt út í almennan bekk þar sem einstaklingsþjónusta er minni en veitt er í stoðdeildinni. Fulltrúi Flokks fólksins studdi tilkomu stoðdeildarinnar og hefur reynt að fylgjast með hvernig gengur s.s. í samskiptum barnanna sem eru af ólíkum menningarheimum. Stoðdeildin er skammtímaúrræði og eiga börnin ekki að fara út í almennan bekk fyrr en þau eru búin að aðlagast og eru farin að geta skilið/bjargað sér á íslensku. Flutningur út í hverfisskólann á að vera á þeirra forsendum en ekki kerfisins. Ef aðkoma ráðuneytis getur liðkað til í þessum málum, s.s. með aðstoð frá íslenskuverum, þarf það að ræðast strax svo hægt sé að koma til móts við þarfir allra barna með fullnægjandi hætti.

 

Bókun flokks fólksins við lið 3 og 4 í fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16. ágúst:

Liður 3 og 4: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þeirri umræðu sem á sér stað á stjórnarfundi SORPU. Lyfta þarf grettistaki í upplýsingagjöf til almennings og einfaldlega að koma hreint fram við fólk. Því miður er sumt óafturkræft í málefnum SORPU. Mikið fjármagn hefur verið sett í verkefni sem ekki reyndust skila tilætluðum árangri, s.s. GAJA, og munu borgarbúar og eigendur SORPU þurfa súpa seiðið af því í komandi framtíð. Vonandi hefur SORPA lært einhverja lexíu og gætir sín betur í framtíðinni. Klúður SORPU á þessu kjörtímabili mun án efa vera lengi í minnum haft.

 

Bókun flokks fólksins við lið 10 í fundargerð velferðarráðs frá 18. ágúst:

Liður 10 um stjórnkerfisbreytingar: Fulltrúi Flokks fólksins styður við að kerfið verði einfaldað enda mikið völundarhús í þeirri mynd sem það er. Notendur hafa kvartað yfir að ná ekki sambandi og fá ekki þjónustu oft fyrr en illa og seint. Þjónustumiðstöðvar hafa virkað sem hindrun, t.d. milli grunnskólabarna og sálfræðinga skólaþjónustu. Þess utan stendur nú til að stytta opnunartíma þeirra. Ekki orði er minnst á biðlistavandann sem eru í sögulegu hámarki. Á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð eru börn með sérþarfir og ólík vandamál sem bíða lausnar. Með reglulegu millibili berast niðurstöður úr könnunum um aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „fólk“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti. Skaðinn er skeður hjá mörgum, því miður, því ástandið hefur varað alltof lengi. Það þarf að gera grundvallarbreytingar á skipulagi velferðarsviðs og þarfnast sviðið umtalsvert meira fjármagns. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir meiri samhæfingu og samstarfi við aðrar stofnanir, einföldun ferla, minni yfirbyggingu, skýrari markmiðum og árangursmælingum.

 

Bókun flokks fólksins við lið 4 í fundargerð öldungaráðs frá 16. ágúst 2021:

Liður 4. Kynning á skýrslu heilbrigðisráðuneytis um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila. Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi nefna svör við fyrirspurn Flokks fólksins um áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík. Í svari kemur fram að byggja á í Grafarvogi 144 íbúðir og fyrir liggur viljayfirlýsing um 200 í viðbót á svæði við Ártúnshöfða en það er aðeins viljayfirlýsing. Þetta er ekki nærri nóg því nú þegar eru 250 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Ef fram heldur sem horfir verður biðlistinn sá sami ef ekki lengri eftir örfá ár. Uppfærð húsnæðisáætlun var síðast lögð fram 2020. Sú áætlun sem nú liggur fyrir til ársins 2025 er ekki í samræmi við þörfina. Ábyrgð Reykjavíkurborgar er mikil í þessum efnum. Lóðaúthlutun er á forræði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg rekur núna tvö hjúkrunarheimili, Droplaugarstaði og Seljahlíð. Lífslíkur fara stöðugt hækkandi og hefur því verið spáð sem dæmi að árið 2040 muni hlutfall fólks eldra en 67 ára hafa hækkað úr 12% í 19%. Reykjavíkurborg getur átt frumkvæði að hvatningu og meira samstarfi við ríkið í þessum viðkvæma málaflokki.

Bókun flokks fólksins við 1 í yfirliti yfir embættisafgreiðslur:

Liður 1 í embættisafgreiðslum: Það sætir furðu hversu illa gengur að fá viðbrögð frá slökkviliðsstjóra um starfsmannamál Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Flokks fólksins og fjölmiðlar hafa reynt að fá viðbrögð en er mætt með þögninni einni. Niðurstöður starfsánægjukönnunar sýndu að hjá Slökkviliðinu er allt logandi og er þá vægt til orða tekið. Svo lítur út sem eigi að þagga málið niður eða kæla nema hvort tveggja sér. Lengi hefur gengið sá orðrómur að illa sé farið með starfsfólk af æðstu stjórnendum hjá Slökkviliðinu og hefur hugtakið „ógnarstjórn“ verið nefnt í því sambandi. Tortryggni vex þar sem engin svör eða viðbrögð koma. Það er illt að vita til þess að slökkviliðsmönnum sem leggja líf sitt í hættu í starfi sínu líði mögulega hundilla vegna samskiptavandamála eða annarra vandamála sem tengjast vinnustaðnum. En það er það sem könnunin sýnir svo ekki er um villst. Ábyrgð stjórnenda er mikil. Staðreyndin er sú að stjórnandi/yfirmaður hefur það hvað mest á hendi sér hvort einelti fær þrifist á vinnustað.

 

Bókun flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar götutrjáa árið 2021:

Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar götutrjáa 2021. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda ársins er 20 m.kr. Það sem fram kemur að eigi að gera er að setja niður ný tré og gróðurbeð endurnýjuð. Varðandi endurnýjun vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að tré eru fjölærar plöntur. Flest lifa þau í áratugi og almennt þarf ekki að endurnýja þau. Er það kannski regla hjá borginni að endurnýja götutré reglulega? Eða gengur ræktun þeirra ekki sem vonast var til? Tuttugu milljónir er mikið fé til að endurplanta, jafnvel þótt nokkrar lagfæringar á hellulögn fylgi með.

 

Bókun flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 23. ágúst 2021, varðandi ársfjórðungsskýrslu græna plansins fyrir apríl til júní 2021:

Ársfjórðungsskýrsla græna plansins er lögð fram af meirihlutanum. Skýrslan ber það með sér að flest það sem er í græna planinu eru verk sem sífellt þarf að vinna. Fulltrúi Flokks fólksins sér ekki að eitthvað sérstakt plan þurfi til þess. Það telst þó til tíðinda að stafrænir leiðtogar eru komnir til starfa eins og sagt er í lokaglærunni. Fulltrúi Flokks fólksins hefur kynnst mörgum mannlegum leiðtogum, sem hafa verið misjafnir, en stafrænir leiðtogar eru henni nýjung. Fulltrúi Flokks fólksins hefur, eins og mörgum er orðið ljóst, haft miklar áhyggjur af þessu fjárfestingaátaki stafrænnar umbreytingar vegna þess að glöggt má sjá að ekki er verið að fara vel með fé borgarbúa. Nú hefur sviðið verið með dýran áskriftarsamning við Gartner Group á Írlandi í næstum áratug og þegið þar einhverskonar ráðgjöf sem oft er erfitt að sjá hvað kemur út úr annað en aukin tilraunastarfsemi sem oft virðist skilja lítið eftir sig.

Bókun flokks fólksins við Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. ágúst 2021, varðandi yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar græna plansins á öðrum ársfjórðungi ársins 2021:

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar græna plansins á öðrum ársfjórðungi ársins 2021. Segir að markmið græna plansins er að árlega verði byggðar 1.000 íbúðir og þar af verði 250 íbúðir á vegum húsnæðisfélaga. Það er vel að byggt sé af krafti í Reykjavík. Loksins. En betur má ef duga skal. Skortur er á hagkvæmu húsnæði og skortur er einnig á sérbýlum sem veldur því að fasteignamarkaður er óeðlilegur. Kostnaður við nýbyggingar og breytingar á húsnæði eru taldar vera óþarflega kostnaðarsamar vegna of flókinna samskipta við skipulagsyfirvöld, byggingarreglugerðir eru of stífar og hindri byggingu einfaldra og þar með ódýrra bygginga. Í þessum málaflokki þarf að taka til.

 

Bókun flokks fólksins við tillögu að  borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í kostnaði við kortlagningu á búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður Reykjavíkurborgar mun vera á bilinu 5,7-7,4 m.kr. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að gera viðauka með tillögunni:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar kortlagningu á búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þessi kortlagning hefði mátt vera gerð fyrir löngu. En stundum er það þannig að hlutirnir gerast ekki nema í kjölfar hörmunga. Það væri náttúrulega frábært ef hægt væri „að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann“. Með vaxandi fátækt í borginni er líklegt að æ fleiri neyðist til að leita sér skjóls í atvinnuhúsnæði sem ekki er hannað að neinu leyti til að búa í.

 

Bókun flokks fólksins við framlagningu árshlutareiknings Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júní 2020 ásamt greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs varðandi framkvæmd fjárhagsáætlunar skóla- og frístundasviðs, rekstraruppgjör, eftirlit og ferla:

Það er ljóst að staða velferðarsviðs er alvarleg og skal ekki undra. Á sviðinu hefur mætt mikið og sama má segja um skóla- og frístundasvið. Á báðum sviðum stefnir í gríðarlega yfirkeyrslu. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hljóti að vera skynsamlegt við gerð næstu fjárhagsáætlunar að ákveða að hækka framlög til þessara sviða umtalsvert. Það er aldrei gott, hvorki fyrir ímynd né líðan starfsmanna að vera yfir langan tíma langt yfir áætlun. Ekki hefur fengist það fé frá ríkinu sem sveitarfélagið Reykjavík á þar inni ef svo má að orði komast og verði sama ríkisstjórn við lýði eftir kosningar er ekki von á að breyting verði þar á. Reykjavíkurborg á því ekki annan kost en að vinna úr þeirri stöðu sem hér er uppi. Sækja má fé til annarra sviða sem ekki hafa fæði, klæði og húsnæði borgarbúa á sínum herðum en hafa engu að síður fengið umtalsvert fjármagn í önnur verkefni. Þau verkefni, sum hver mættu bíða, fresta eða dreifa með einhverjum hætti og nota þannig hluta af því fjármagni til að laga stöðu velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs. Talsverð fjölgun hefur verið á barnaverndarmálum og kannanir sýna vaxandi vanlíðan barna í grunnskólum borgarinnar. 1.484 börn hafa ekki fengið nauðsynlega sálfræði- og talmeinaþjónustu.

Bókun Flokks fólksins um stöðu mála vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í málum tengdum hleðslustöðvum fyrir rafbíla:

Slæmt er að hleðslustöðvum Orku náttúrunnar hefur verið lokað. Meginskýringin virðist vera að útboðsmál borgarinnar hafi klúðrast enn á ný. Kærunefnd útboðsmála lagði fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gerði henni að bjóða uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla út á ný. Kærunefndin taldi Reykjavíkurborg skaðabótaskylda gagnvart Ísorku og er borginni auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna. Þetta bitnar á þeim sem hafa treyst á að innviðauppbygging í hleðslustöðvum sé í viðunandi horfi og hafa reiknað með því að uppbygging haldi áfram. Borgaryfirvöld verða að reyna að koma þessum málum í viðunandi form. Annars er hætta á að orkuskipti tefjist og með því myndu allir tapa.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. júní 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framleiðslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs á hugbúnaði, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort þjónusta og starfsemi Reykjavíkurborgar sé það frábrugðin flestum öðrum borgum eða sveitarfélögum af svipaðri stærð að koma þurfi á fót „opinberu hugbúnaðarfyrirtæki“ innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) til að framleiða þann hugbúnað og lausnir sem þörf er á. Í svarinu felst að í raun hefur það verið gert enda þótt því sé neitað. ,,ÞON vill reka sitt eigið þróunarumhverfi og hafa stjórn á aðferðafræði þróunar“. Einnig er talað um í svari hugtak eins fyrirmyndarþjónustu og „að vera í fararbroddi“. Stefnt skal að því að vera í fararbroddi án tillits til kostnaðar. En borgin á fyrst og fremst að þjóna borgarbúum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að 10 milljarða innspýting frá sveitarfélagi í stafræna umbreytingu nánast á einu bretti eigi sér varla hvergi hliðstæðu í opinberri stjórnsýslu. Svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs endurspeglar að sviðið veður í peningum og virðist spreða því í allt sem hugurinn girnist. Hópur af nýju fólki á að byrja að framleiða hugbúnað sem einkaaðilar hafa þróað og framleitt. Hvernig ætlar ÞON að framleiða hugbúnað sem á að verða betri en hjá þeim fyrirtækjum sem nú þegar eru komin langt á undan á þessu sviði?

 

Bókun Flokks fólksins við svari frá þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. ágúst 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um notkun viðbótarleigurýmis fyrir þjónustu- og nýsköpunarsvið að Borgartúni 8-16, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. maí 2021:

Tekið er á leigu viðbótarleigurými fyrir nýtt viðbótar hugbúnaðarfyrirtæki borgarinnar með ærnum kostnaði. Gert er ráð fyrir fjörutíu og tveimur starfsstöðvum í rýminu að jafnaði auk samvinnurýmis fyrir teymisvinnu. Heildarkostnaður er 2,394 milljónir frá 2021-2023. Stafræn þróunarteymi eiga að hafa aðsetur í rýminu. Er ekki þjónustu- nýsköpunarsvið þarna eitthvað búið að missa sig? Er þörf á glænýju viðbótar hugbúnaðarfyrirtæki í borginni? Er sú mikla þensla og útvíkkun sem þarna er lýst eðlileg fyrir sveitarfélag? Talað er um teymi, stafræn leiðtogateymi, stafræn umbreytingarteymi og stafræn stoðteymi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sé af alvöru hvort þessi útvíkkaða umgjörð sem hér er lýst fyrir sveitarfélag sem ekki hefur almennilega burði til að sinna börnum, öryrkjum og eldri borgurum er ekki komin út fyrir öll eðlileg mörk. Hefði hér ekki mátt stilla upp lágstemmdara plani þar sem fjármagn er nýtt af meiri skynsemi? Óvíst er hvert þetta leiðir og það mun koma sá dagur þegar 10 milljarðar eru búnir. Ekki er séð hvað lá svona mikið á, 10 milljarðar á þremur árum, hver er neyðin? Er ekki hér á ferð einhver útbólginn metnaður fárra sem jaðrar við að teljast til monts og oflætis? Það eru borgarbúar sem eiga að fjármagna þessa vegferð.

 

Bókun Flokks fólksins um við svari við  fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við því að meirihluti fólks ferðist með einkabíl:

Samkvæmt nýlegum þjóðarpúlsi Gallup sem og mörgum öðrum könnunum ferðast stærsti hluti Íslendinga til vinnu eða skóla á einkabíl og virðist ekki vera mikil breyting á því þótt reynt sé kerfisbundið að koma hlutdeild einkabílsins niður undir 50%. Æ fleiri grípa nú til hjólsins sem er mjög svo af hinu góða en engu að síður fjölgar bílum eða í það minnsta er þeim ekki að fækka. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekki séð að borgarmeirihlutinn sé að gera mikið til að liðka fyrir umferð. Í svari segir að það „hafi verið meginverkefni meirihlutans og borgarkerfisins um árabil að snúa við þróun Reykjavíkur frá því að vera dreifð bílaborg yfir í að vera þétt göngu- og hjólaborg með öflugum almenningssamgöngum“. Vandinn er að það eru engar öflugar almenningssamgöngur enn sem komið er, sem val fyrir þá sem aka bíl. Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá að allir komist ferða sinna tafalaust. Það getur ekki verið markmið að gera þeim hópi sem kýs eða þarf að nota bíl sérstaklega erfitt fyrir að komast ferða sinna. Og með því reyna að þvinga fólk til að breyta um lífsstíl. Fulltrúa Flokks fólksins finnst forræðishyggja sem þessi óaðlaðandi.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs  varðandi vélarsali til að hýsa gögn Reykjavíkurborgar, sbr. 75. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. maí 2021:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins setur spurningarmerki við sumt í svarinu. Þarna er komið inn á hugtök eins og „auðlindir“ og „þekkingu“ og í raun gefið í skyn að ein ástæða þess að úthýsa vélasölum borgarinnar sé sú að í upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR) sé nánast enga þekkingu að finna varðandi rekstur eða umsýslu þessara vélasala. Það getur varla komið á óvart að litla þekkingu á rekstri vélasala sé að finna hjá UTR þegar sviðið er búið er að segja upp kerfisfræðingum. Þegar spurt var um mögulega hagræðingu útvistunar kemur fram í svari að ekki sé um eiginlega hagræðingu að ræða í rekstri og talað um sparnað langt inn í framtíðinni. En er það líklegt þar sem verð á þjónustu almennt hefur tilhneigingu til þess að hækka með tímanum? Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill þess vegna taka það fram að minni vélasalur ásamt innvistun öryggisafritunar hljóti að hafa getað hentað borginni betur – sérstaklega með tilliti til þess að borgarfulltrúinn hefur heyrt að skýjalausnir sé hvort sem er það sem koma skal í framtíðinni og muni minnka þörf bæði stofnanna og fyrirtækja á dýrri hýsingu gagna.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að ráða eldra fólk, fólk um og yfir sjötugt sem hefur áhuga á að starfa á leikskólum til að draga úr mönnunarvanda leikskólanna:

Tillaga Flokks fólksins um að ráða eldra fólk, fólk um og yfir sjötugt sem hefur áhuga á að starfa á leikskólum til að draga úr mönnunarvanda leikskólanna. Enn og aftur er ekki hægt að taka börn inn í leikskóla vegna manneklu sem veldur foreldrum ómældu álagi. Svör eru óljós og loðin. Börn sem byrja áttu í september geta kannski byrjað í október. Hér er um að ræða yngstu börnin og þau langyngstu, sem fædd eru síðast á árinu, mæta algerum afgangi. Foreldrar eru í örvæntingu sinni að leita annarra leiða, reyna að koma börnum sínum að, jafnvel í öðrum hverfum. Í þessum tilfellum er búið að kveðja dagmæðurnar, sumarfríi er lokið og foreldrar byrjaðir að vinna. Ekki allir foreldrar eiga þess kost að vinna heima auk þess sem lítið verður úr vinnu heima þegar verið er að annast tæplega tveggja ára barn á sama tíma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt þetta harðlega og verið spurður af skóla- og frístundasviði hvaða lausnir hann telji vera í boði. Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér til lausn sem er að bjóða fólki sem hefur áhuga á að vera lengur á vinnumarkaði, t.d. starfa í leikskólum en sem hefur verið skikkað af borgarkerfinu til að setjast í helgan stein.

Greinargerð

Sá vandi sem hér er reifaður er fyrst og fremst manngerður. Skóla- og frístundasvið hefur ekki tekist að leysa vandann. Þau störf sem hér um ræðir þarf að gera aðlaðandi og eftirsóknarverð. Launin eru lág og álag stundum mikið svo eitthvað annað þarf að koma til til að gera störfin eftirsóknarverð. Ef hugsað er út fyrir boxið má sjá lausnir og er ein sú sem hér er lagt til, að ráða fólk um og yfir sjötugt til starfa sem hafa orku og áhuga á að starfa á leikskólum. Vissulega mætti gera margt annað til að laða fólk til starfa í leikskólum t.d. bjóða upp á aukafrí eða aðra umbun. Það verður að grípa til slíkra aðgerða þegar keyra á láglaunastefnu eins á þá sem borgin keyrir.

Skortur á leikskólaplássi er aukaálag á foreldra ofan í allt annað svo sem COVID. Það gengur ekki að senda foreldrum bréf og segja “því miður, ,,það er bara ekki hægt að taka barnið ykkar inn í leikskóla eins og til stóð”.  Það segir í einu slíku bréfi frá leikskóla að það  vanti ,,hæft” starfsfólk, að auglýsingarnar skili litlu og ekki sé mikið um umsóknir sem henta. Margt eldra fólk sem er fullt af orku og áhuga en  sem kerfið hefur sent heim af vinnumarkaði vegna þess að það er orðið sjötugt er fullkomlega hæft og umsóknir frá þeim gætu hentað vel. Í kjarasamningi segir að yfirmanni sé heimilt að „endurráða mann/konu, sem náð hefur 70 ára aldri í annað eða sama starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lífeyris. Fyrir liggur heimildin svo ekkert er að vanbúnaði. Hér er tilvalið tækifæri til nýta dýrmæta reynslu eldra fólks sem komið er um og yfir sjötugt og langar að nýta krafta sína og reynslu áfram á vinnumarkaði.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hversu flókið er það lögfræðilega að gera útboð rétt úr garði?:

Enn berast tíðindi af ófullnægjandi útboðsgögnum síðast á uppfestibúnaði fyrir lýsingu og viðburðabúnaði í Laugardalshöll. Útboðið hefur verið kært þrisvar og nú á að fara í nýtt útboð. Þetta er að verða sagan endalausa og allt vegna þess að útboðsgögn eru ekki nógu góð. Fulltrúi Flokks fólksins vill fá nánari skýringar á þessu og hvað veldur því að Reykjavíkurborg geti ekki lært af mistökum sínum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður spurt hvort þjálfa þurfi embættismenn betur og frekar í útboðsfræðum. Því var svarað á þann hátt að „slík endurmenntun sé í gangi og að nýgengnir úrskurðir kærunefndar útboðsmála gæfu ekki tilefni til viðbragða vegna núverandi stjórnenda.“ Engu að síður berast enn fregnir af mislukkuðum útboðum sem rekja má til mistaka borgarinnar við að gera útboðsgögnin rétt úr garði. Vel kann að vera að einhverjar kærur eigi ekki rétt á sér en varla er það þannig í meirihluta mála. Sektir í þessum málum vegna gallaðra útboða koma illa við borgarsjóð. Hversu flókið er það lögfræðilega að gera útboð rétt úr garði? R21080161

Vísað til umsagnar innkaupaskrifstofu.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hversu mörgum stafrænum leiðtogum þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið á að halda og hvað munu borgarbúar fá í hendurnar fyrir þann pening sem þessar ráðningar stafrænna leiðtoga munu kosta?:

Þrátt fyrir gríðarleg ráðgjafarkaup sviðsins er alltaf verið að auka í hugmyndavinnuna sem ætlar greinilega engan endi að taka. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart að óstjórn á hinu stafræna sviði þjónustu- og nýsköpunarsviðs auki enn á útgjöldin enda heilar tíu þúsund milljónir, þetta og næsta ár, sem sviðið vill klárlega ná að eyða. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna: hversu mörgum stafrænum leiðtogum þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið á að halda ofan á allt annað sem búið er að eyða í allskyns hugmyndavinnu og tilraunastarfsemi og hvað munu borgarbúar fá í hendurnar fyrir þann pening sem þessar ráðningar stafrænna leiðtoga munu kosta? R21080162

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hvað þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar ætli að gera þegar það verður búið að eyða tíu þúsund milljónum af útsvarspeningum borgarbúa að 2 árum liðnum og hvað verður um allt þetta starfsfólk sem búið er að ráða?:

Sú hugsun og fyrirtækjamenning sem hefur orðið til hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði minnir einna helst á hugarfar lottóvinningshafa sem allt í einu veit varla aura sinna tal og byrjar að eyða eins og enginn sé morgundagurinn án þess að hafa í huga að það kemur að þeim degi að allir peningarnir verða uppurnir. Fjöldi manns hefur verið ráðinn, tekið á leigu viðbótarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna, hvað ætlar þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar eiginlega að gera þegar það verður búið að eyða tíu þúsund milljónum af útsvarspeningum borgarbúa að 2 árum liðnum? Hvað verður um allt þetta starfsfólk sem búið er að ráða? Hvað verður um alla gulu miðana úr hugmyndasmiðjunum þegar engir peningar verða eftir til þess að halda áfram að líma þá upp um alla veggi sviðsins? Fulltrúi Flokks fólksins óskar einnig eftir að spyrja af hverju þjónustu- og nýsköpunarsvið lærir ekki af þeim færustu og bestu og sem nú þegar eru farnir að nýta stafrænar afurðir. Í dag er sem dæmi ráðstefnan Tengjum ríkið 2021 sem þjónustu- og nýsköpunarsvið gæti lært mikið af í stað þess að vera „ein út í horni“ að eyða 10 milljörðum á 3 árum í að finna upp hjól sem hefur verið fundið upp.

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Borgarráð 26. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða:

Margar af tillögum stýrihópsins eru ágætar og víst er að það tekur tíma að þróa starf íbúaráðanna bæði innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og meðal íbúa í hverfum. Stýrihópurinn leggur til að íbúaráði Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipta ætti einnig Breiðholtinu sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi í tvö íbúaráð. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna eru að þau eru ekki nægjanlega aðgengileg borgarbúum. Hvergi kemur fram hvernig best er að koma erindum til þeirra. Annar vandi er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski, yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur sínu fram í krafti valds. Sami vandinn er í öðrum ráðum borgarinnar.  Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Íbúaráðin ættu að fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að  taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta. Ekki ætti að setja íbúaráðum of stífar skorður eða ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.

Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráð 26. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag:

Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir enn og aftur þeirri ákvörðun skipulags- og samgöngusviðs að birta í dagskrá nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kvartanir. Fulltrúi Flokks fólksins er þess fullviss að þetta stríðir gegn persónuverndarlögum. Fólk á að geta sent inn athugasemdir og kvartanir án þess að nöfn þeirra séu birt með kvörtuninni eða ábendingunni.

 

 Bókun Flokks fólksins við Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur samúð með fólki sem telur sig hafa keypt húsnæði með einhverju ákveðnu útsýni en næsta sem gerist er að byggt er þannig við hlið þess að útsýni er ýmist skert eða hverfur alveg. Í sumum þessara mála er um hrein svik að ræða því fólk hefur verið sagt að ekki verði byggt þannig að útsýni þeirra verði skert. Í mörgum tilfellum hefur fólk jafnvel fjárfest í eigninni mikið til vegna útsýnis eða sólarlags nema hvoru tveggja sé.

Bókun Flokks fólksins við Bárugata 14,  breyta og hækka  mæni og útveggi:

Bárugata 14, um er að ræða að hækka hús. Að hækka hús í grónum hverfum og auka þar með skuggavarp, sem snertir nágranna mikið er ekki gott og ber að forðast. þess vegna er þessi breyting ekki ásættanleg. Íbúar í næstu húsum lýsa áhyggjum af auknu skuggavarpi í garði sínum við breytingarnar sem mun hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Alvarlegustu áhrifin yrðu á jarðhæð. Hver hefði reiknað með að hækka ætti 100 ára gamalt hús? Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel áhyggjur íbúðaeigenda í næsta húsi við Bárugötu 14.
Bókun Flokks fólksins við Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar, drög til umsagnar:

Drögin fela í sér marga fallega hluti, s.s. að hafa vandaðar upplýsingar, víðtæka þátttöku borgara og samráð en tvíhliða samráð hefur einmitt verið Akkilesarhæll þessa meirihluta að mati fulltrúa Flokks fólksins. Eldar hafa logað  víða um borgina vegna samráðsleysis. Nefna má Skerjafjörðinn, Sjómannareitinn, Miðbæinn og fjölmargt fleira. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið en borgarbúum hefur borgurum gengið misvel að koma málum sínum. Traust á borgarstjórn sem er afar lítið endurspeglar þetta. Stefnan (drögin) eins og hún er lögð upp er kannski meira draumsýn ekki nema tekið verði rækilega til hendinni. Lýðræði þarf að færa á hærra plan þannig að aldrei verði pukrast með hvort heldur skýrslur eða úttektir. Of oft er reynt að setja einstaklinga undir sama hatt eins og t.d. er börnum með ólíkar þarfir og sérþarfir  ætlað að stunda nám í skóla án aðgreiningar sem er vanbúinn og öllu er ætlað að eiga samskipti með rafrænum hætti.  Komið er inn á mannauðsmál á stefnunni. Þau þarf að skoða rækilega á t.d.  á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar hefur fólk verið rekið umvörpum.

Bókun Flokks fólksins við  tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir að rétt sé að það tekur tíma að þróa starf íbúaráðanna bæði innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og meðal íbúa í hverfum. Margar af tillögum stýrihópsins eru ágætar. Stýrihópurinn leggur til að íbúaráði Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð. Sama ætti að gilda um Breiðholtið sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur oft sínu fram í krafti valds.  Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Gott er að „ráðin“ fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að  taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta og má ímynda sér að meirihluti íbúaráðs hafi endanlegt úrslitavald í sumum málum. Ekki ætti að setja íbúaráðum stífar og ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.

Bókun Flokks fólksins við Erindi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, varðandi gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut:

Lagt er fram bréf íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis varðandi tímalengd gönguljósa yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Fram kemur að gönguljósin við Kringlumýrarbraut loga það stutt að fáir komast yfir veginn á meðan þau loga. Það er ekki ásættanlegt. Úrbætur ættu að byggjast á því að nýta snjalltækni til að stýra ljósatímanum, svo sem að stýra tímanum í þágu gangandi vegfarenda,  eða að byggja göngbrú yfir götuna. Þessi vandi er víðar en stundum á hinn veginn og má nefna gönguljós  á Miklubraut. Þar er ljósstýring í ólestri. Bílar bíða í margra metra röðum og spúa mengun á meðan rautt ljós logar löngu eftir að vegfarandi hefur þverað  gangbrautina. Stýring umferðarljósa þ.m.t. gangbrautarljósa er þekkt vandamál víða í borginni.
 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti:

Svar hefur borist frá umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti. Fram kemur í svari að uppsetning sökklana eru liður í að efla list og menningu í borginni og sé tímabundin aðgerð. Uppsettir kostuðu 10 ljósmyndastandar um 3,3 milljónir króna. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til gagnrýnnar hugsunar og varkárni þegar umhverfi er breytt og möguleikar á nýtingu gatna skertir. Mörgum finnst auk þess af þessu nokkur sjónmengun.

Bókun Flokks fólksins við  svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Breiðholtsbraut, umsögn:

Svar/umsögn hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Breiðholtsbraut en spurt var hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera vegna þróunar umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð mikil á annatímum og er orðið afar brýnt að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Fram kemur í svari ,,að samkvæmt núgildandi fjögurra ára samgönguáætlun 2020 – 2024, eru fyrirhuguð ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg en framkvæmdin er hluti af samgöngusáttmálanum. Aðrar framkvæmdir á Breiðholtsbraut eru ekki fyrirhugaðar á gildistíma áætlunarinnar.”  Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að þetta er einfaldlega vondur hluti af sáttmálanum. Vandinn sem spurt var um,  er að leggurinn frá Jafnaseli að Rauðavatni ber ekki nægilega vel þá umferð sem þegar fer þar um. Ný vegamót á Breiðholtsbraut vegna tengingar við Arnarnesveg bæta ekki úr vandanum. Þau auka hann. Hvað ætla skipulagsyfirvöld að gera í þessu?  Nú þegar eru þrengsli og tafir þarna með öllu óþolandi fyrir fólk sem fer þarna um ekki síst í aðdraganda helgar þegar borgarbúar fara úr borginni. Þá er umferðin stappfull lengst niður eftir Breiðholtsbrautinni.

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur, umsögn:

Svar hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort ekki sé rétt að tengja hverfisvernd Húsverndarsjóði en með því myndi opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið er byggt.

Fram kemur í umsögn að hverfisvernd sem slík sé ekki hlut að stefnu Húsverndarsjóðar en  áhersla er lögð á styrkveitingar til framkvæmda sem miða að því að færa ytra byrði húsa til upprunalegs horfs. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þótt þessi tenging hugnist ekki skipulagsyfirvöldum mætti engu að síður halda hugmyndinni enn á lofti og vinna áfram með hana.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,  um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót  Breiðholtsbrautar og Jafnasels. Þau ljós eru í ólestri og má nefna að „græna ljósið“ kemur seint ef nokkurn tímann fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholsbrautina jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Ástand sem þetta hefur varað lengi.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,  um Steindórsreitinn og slysahættu þar:

Fyrirspurn um aðstæður við Steindórsreitinn sem er vestast í vesturbænum. Um er að ræða  frágang á athafnasvæði við Steindórsreit. Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á að þar sé slysahætta. Um er að ræða vestast á Sólvallagötunni og vestast á Hringbrautinni við hringtorgið við J.L. húsið.  Kringum Steindórsreit er búið að setja krossviðarplötur yfir gangstéttar sem veldur því að ökumaður sem keyrir vestur eftir Hringbraut og beygir til hægri út á Granda, hægra megin á hringtorginu getur með engu móti séð, gangandi, hjólandi fólk hvorki á vespum né  hlaupahjólum sem fara yfir gangstétt beint séð frá vestri inn á Sólvallagötuna. Þarna hefur orðið slys.

Hvað hyggjast skipulagsyfirvöld gera í þessu máli?

Þarna er búið að byggja stóran grjótgarð, taka gangstéttir í burtu og er aðgengi slæmt. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi, þ.m.t. hvort að ásigkomulagi, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar sé ábótavant eða hvort að af henni stafi hætta.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut og þrengsli eftir breytingar á akrein:

Verið er að gera breytingar á  aksturs-, hjóla og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg  m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar.

Verkið skal að fullu lokið 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður er 91.000.000

Vakin hefur verið athygli fulltrúa Flokks fólksins að þarna stefni í  þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr þess vegna hvort lögum og reglugerðum sem og stöðlum sé fylgt  þegar svona framkvæmd er skipulögð. Hver er breidd hjóla- og göngustíga og akreinar og eru öllum reglum fylgt í þessu ákveðna tilfelli?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi drasl og óreiðu vegna byggingarframkvæmda í Úlfarársdal:

Enn berast kvartanir frá íbúum í Úlfarsárdal og nú ekki síst vegna seinkunar á byggingarframkvæmdum og kvartanir vegna verkstýringar.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um nokkur verklok.

Sem dæmi átti að ljúka við verk í kringum Dalskóla fyrir mörgum árum. Enn átti að reyna í vor að ljúka verkum í kringum skólann sem nú fyrst er verið að byrja á þegar skólinn er byrjaður. Þeir sem hafa fengið lóðir draga að byggja á þeim eftir því sem næst er komið. Þetta er látið óáreitt af skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Hvenær á að ljúka við þau verk sem hér eru nefnd? Af myndum sem okkur hafa verið sendar er ástandið í Úlfarsárdal víða skelfilegt. Um 15 ár er síðan skipulagið var kynnt og átti hverfið að vera sjálfbært. Margt er þarna óklárað. Engin þjónusta hefur orðið til í hverfinu þaðan af síður sjálfbærni, engin atvinnustarfsemi. Finna má tunnur, staura, vírnet við Úlfarsbraut ofan við kennslustofur í kjallara Dalskóla. Þarna má einnig sjá óbyggðar lóðir, ókláraða gangstíga, moldarhauga og drasl á götum.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur  fram svohljóðandi fyrirspurn,  vegna sorppoka og hvort rukkað sé fyrir tau og pappírspoka:

Nýtt átak er hjá Sorpu og skal nú allur úrgangur og efni sem komið er með þangað vera í glærum pokum þannig að sjá megi innihaldið. 1. júlí, var bannað að nota svarta plastpoka.

Tilgangurinn með glæru pokunum eins og segir hjá Sorpu er að auka hlutfall úrgangs sem fer í endurvinnslu. Sorpa hefur ákveðið að leggja 500 króna álagsgjald á hvern ógagnsæjan poka sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva skila.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurn um þetta en ekki fengið svar við. Fyrirspurnin var hvort einnig eigi að leggja gjald á taupoka eða pappírspoka? Eða er hér aðeins átt við plast? Fyrirspurnin er hér með ítrekuð þar sem málið er óljóst. Halda mætti að nú sé einungis hægt að koma með sorp í glærum plastpokum og þar með engri annarri tegund poka. Það skýtur nokkuð skökku við þar sem verið er að reyna að draga úr plasti og nota frekar tau og pappír. Þess vegna er mikilvægt að fá þetta á hreint. Framkvæmdastjóri Sorpu hefur orðað þetta svo að skylda eigi alla til að koma með efnið í glærum plastpokum.

Frestað.

 

 

 

 

 

 

 

Skipulag- og samgönguráð 25. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um að stytta opnunartíma leikskóla þannig að þeir verði opnir frá 7:30 til 16:30 hjá öllum leikskólum frá 1. nóvember  2021. 

Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði leggur til að opnunartími leikskóla borgarinnar verði 7:30 til 16:30 hjá öllum leikskólum frá 1. nóvember 2021. Þetta eru umdeild ákvörðun. Kveikjan er sögð hafa komið frá leikskólunum sjálfum. Þessi ákvörðun hefur slæmar afleiðingar fyrir marga foreldra, þeirra sem hafa ekki sveigjanlegan vinnutíma og starfa fjarri leikskóla barna sinna. Almennt eru börn í leikskóla í sínu hverfi en foreldrar vinn sjaldnast í sínu hverfi heldur jafnvel langt frá og sitja jafnvel fastir í umferðarteppu á þessum tíma. Engin fulltrúi foreldra sat í stýrihópnum sem vann tillöguna og finnst fulltrúa Flokks fólksins það ekki góður bragur. Nú brennur á mörgum foreldrum að nota vistvænar samgöngur t.d. hjóla. Stytting opnunartíma leikskóla kemur illa við þessa foreldra sérstaklega þá sem báðir vinna fjarri leikskóla barna sinna. Fulltrúi Flokks fólksins er tortryggin út í samráðsferlið og telur að úti í samfélaginu sé stór hópur foreldra afar ósáttur með skerðingu þjónustunnar. Raddir þeirra hafa ekki komist til eyrna meirihlutans í skóla- og frístundaráði. Foreldrar eru fullfærir um að skipuleggja tíma sinn með börnum sínum og þekkja þarfir barna sinna best. Þeir þurfa ekki stýringu frá borginni. Þessi meirihluti er að skerða þjónustu víðar. Nú á einnig að stytta opnunartíma þjónustumiðstöðva.

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun: 

Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna mótmælir fyrirhugaðri styttingu á opnunartíma leikskóla Reykjavíkurborgar. Stytting opnunartíma leikskóla og skerðing á þjónustu sem lögð er til mun hafa neikvæð áhrif á fjölmargar fjölskyldur og oft þær fjölskyldur sem hafa minnst bakland og þurfa mest á leikskólavist að halda. Skert þjónusta leikskóla eykur ekki endilega gæðasamverustundir foreldra og barna heldur getur aukið álag á fjölskyldur. Það er jákvætt að farið verður í mótvægisaðgerðir með lengri opnun eins leikskóla í hverju hverfi en þessi breyting mun minnka þjónustu í nærumhverfi íbúa og leiða til meiri aksturs í andstöðu við markmið borgarinnar í umhverfismálum. Niðurstöður jafnréttismatsins sýna líka ótvírætt að stytting opnunartíma hefur meiri áhrif á mæður en feður. Mikilvægt að standa sérstaklega vel að upplýsingamiðlun til foreldra/forráðafólks nú þegar þessi skerðing á þjónustu hefur verið ákveðin. Upplýsingum þarf að miðla á íslensku, ensku, pólsku og algengustu tungumálum foreldra/forráðafólks leikskólabarna í Reykjavík og sérstaklega til þeirra fjölskyldna sem þegar hafa verið að nýta þessa þjónustu. Mikilvægt er að vandað verði til verka þegar mælikvarðar og markmið til þessa að meta áhrif þessa tilraunaverkefnis verða skilgreind og haft verði samráð við fulltrúa foreldra við það.

 

Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun: 

Vegna mikils álags í starfsumhverfi leikskóla, leikskólakennaraskorts, mikillar starfsmannaveltu og fleiri ytri og innri rekstar-íþyngjandi ástæðum, var farið í vinnu við að bæta starfsumhverfi leikskóla.  Settur var á fót starfshópur sem hafði það verkefni að vinna að umbótum og skipulagi leikskólastarfs.  Ein af sex tillögum hans, eftir mjög stranga og erfiða vinnu og aðkomu hagaðila, var að leggja til styttri opnunartíma leikskóla um hálftíma á dag, frá 07:30-17:00 niður í 07:30-16:30.  Það er fagnaðarefni að þessi tillaga hefur verið samþykkt í tilraunarskyni næstu tvö árin, en á sama tíma komið til móts við þau börn/fjölskyldur sem nauðsynlega þurfa á lengri vistun að halda með lengri opnum í einum til tveimur leikskólum í hverju hverfi. Þessi breyting styður við og þéttir faglegt starf, eykur öryggi á starfsstað og minnkar álag og hefur jákvæð áhrif á skólabrag.

Bókun Flokks fólksins við tillögu meirihlutan í s skóla- og frístundaráði að frístundamiðstöðvarnar Ársel og Gufunesbær verði sameinaðar undir einni yfirstjórn:

Fram kemur að ánægja er með frístundastarf en er ánægja með þessa sameiningu? Fram kemur að sameining hefur ekki verið borin undir notendur, foreldrahópinn.  Það var ekki talið nauðsynlegt að mati skóla- og frístundasviðs en kannski hefði mátt upplýsa notendur um þessa breytingu? Fulltrúi Flokks fólksins óskar þess að þetta verði farsælt. Gæta þarf vel að þjónustan skerðist ekki, aukist frekar  og verði bara enn betri  ef eitthvað er. Einnig þarf að huga að því að engin „týnist“ þegar eining er orðin svo stór sem raun ber vitni.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Málefni Fossvogsskóla:

Í sumar fullyrti meirihlutinn að samhljómur hafi verið um ákveðna niðurstöðu, (sviðsmynd 2) í skoðunarkönnun sem Reykjavík sendi á starfsfólk og foreldra barna í Fossvogsskóla.  Nú er fullyrt að misbrestur hafi verið á framkvæmd könnunarinnar, hún hafi borist seint og keyrð í gegn á sólarhring. Könnunin var þess utan opin öllum sem foreldrar voru ekki sáttir við.

Ef þetta er eins og foreldrar segja þá sætir það furðu að ekki hafi tekist betur til aðferðarfræðilega séð. Þetta mál er ekki búið og situr í fólki fyrir margar sakir. Sumir tala um stjórnunarlegt þrot sem erfitt er að bæta enda heilsa barna búin að vera undir. Vel kann að vera að það þurfi að láta reyna á þetta mál hjá dómstólum, hvort Reykjavíkurborg hafi hreinlega brotið lög um aðbúnað nemenda með því að mismuna börnum og skerða tækifæri þeirra til menntunar. Mætt hefur á mörgum í þessu máli. Erfiðast var að ekki var hlustað strax 2019 og hversu ósvífin svör bárust frá Heilbrigðisnefnd þegar fyrirspurnir voru lagðar fram um málið í umboði foreldra.  Eftir er að sjá hvort hinar færanlegu skólastofur verði tilbúnar á réttum tíma?

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er rangt með farið að könnunin hafi verið öllum opin. Hún  var send í Mentor kerfinu, og yfirfarin til að tryggja að eingöngu væru talin atkvæði frá foreldrum barna í 2.-4.bekk í Fossvogsskóla.  Niðurstöðurnar gefa því rétta mynd af vilja foreldra í umræddum árgöngum sem og kennara og starfsfólks sem vinna mun með umræddum nemendum.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur upplýsingar um að könnunin umrædda hafi verið öllum opin úr fjölmiðlum og er vísað í orð foreldra. Ekki skal því segja til um hvort þar sé á ferð einhver misskilningur. Hvort niðurstöðurnar gefa því rétta mynd af vilja foreldra í umræddum árgöngum sem og kennara og starfsfólks sem vinna mun með umræddum nemendum skal látið ósagt.

Bókun Flokks fólksins við tillögu bréfi borgarstjórans í Reykjavík dags. 22. og bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. júní 2021 varðandi nýjan leikskóla í Völvufelli:

Í undirbúningi er að sameina þrjá leikskóla, Ösp og Holt sem er í tveimum húsum í einn nýjan skóla í  Völvufelli í samræmi við hugmyndir í drögum að deiliskipulagi Breiðholts III.  Fulltrúi Flokks fólksins bókaði um málið á fyrri stigum um mikilvægi þess að vanda vel til verksins t.d. að hugmyndin að tillögunni sé vel kynnt og að allir þeir sem málið snertir séu hafðir með í ráðum. Einnig að aðgengi fyrir fjölbreytt samgöngutæki sé fullnægjandi.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að börn innflytjenda sem stunda nám í Stoðdeild Álftamýraskóla flytjist ekki út í almennan bekk fyrr en þau eru tilbúin til þess að mati skóla og foreldra.

Upp á síðkastið hefur afgreiðsla mála þeirra sem sækja um hæli orðið hraðari sem er af hinu góða. Dvöl barns í stoðdeildinni hefur samhliða styðst því þegar foreldrar þeirra fá hæli þá flytjast þau út í almennan hverfisskóla án tillits til hvort þau eru tilbúin til þess eða ekki. Dæmi eru um að barn sem er ekki tilbúið er flutt út í almennan bekk þar sem  einstaklingsþjónusta er minni en veitt er í stoðdeildinni. Barnið er jafnvel ekki farið að tala mikla íslensku. Fulltrúi Flokks fólksins studdi tilkomu stoðdeildarinnar  og hefur reynt að fylgjast með hvernig gengur s.s. í samskiptum barnanna sem eru af ólíkum menningarheimum. Stoðdeildin er  skammtímaúrræði og eiga börnin að fara út í almennan bekk þegar þau er tilbúin að mati fulltrúa Flokks fólksins,  hvorki fyrr né seinna.  Flutningur út í hverfisskólann á að vera á þeirra forsendum en ekki kerfisins. Ef aðkoma ráðuneytis getur liðkað til í þessum málum s.s. með aðstoð frá Íslenskuverum þarf það að ræðast strax svo hægt sé að koma á móts við þarfir allra barna með fullnægjandi hætti.

Frestað.

 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir um mötuneyti og matarsóun:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur.

Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað í skólunum?

Í hvað mörgum skólum skammta börnin sér sjálf?

Hvernig er fjölbreytni matar háttað?

Í hvað mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum?

Í hvað mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa?

Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu).

Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst fá í matinn í skólanum?

 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi. Fram til þessa hefur Reykjavíkurborg  hunsað Múlalund – vinnustofu SÍBS varðandi kaup á margskonar skólavörum ólíkt öðrum sveitarfélögum. Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þessu verði breytt hið snarasta og að Reykjavíkurborg hefji viðskipti við Múlalund enda ekki stætt á öðru.Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það eru löng bið eftir plássi þar. Þótt vörur séu ívið dýrari þá er það dropi í hafið. Á móti skapar Reykjavíkurborg atvinnu fyrir hóp sem er í  brothættri stöðu. Starfsemin í Múlalundi er félagslega- og tilfinningalega mikilvæg fyrir starfsfólkið. Borgin vill ekki versla við Múlalund en vill að Múlalundir ráði fleiri starfsmenn til að  framleiða vörur sem Reykjavíkurborg vill ekki kaupa. Þetta er óskiljanlegt.  Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurn  í júlí af hverju ekki er verslað við Múlalund. Í  svari  verst fjármálasviðið með því að bera við rammasamningi. Reykjavíkurborg hefur fulla heimild til þess að víkja frá rammasamningum þegar um er að ræða viðskipti við verndaða vinnustaði eins og Múlalund.
Frestað.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um viðbrögð við niðurstöðum könnunar um viðhorf dagforeldra:

Fulltrúi flokks fólksins óskar upplýsingar um hvernig skóla- og frístundasvið hyggst bregðast við niðurstöðum dagforeldra sem sýna að meirihlutinn er óánægður með upplýsingagjöf borgarinnar til dagforeldra?

Samkvæmt könnun eru aðeins um 40% dagforeldra mjög eða frekar ánægður með upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg vegna starfa þeirra sem dagforeldri. Tæpur þriðjungur var frekar eða mjög óánægður með upplýsingagjöfina. Dagforeldrar hafa óskað eftir að fá hærri  niðurgreiðslur frá borginni með börnunum. Ekki hefur verið hlustað á þetta. Það sem kostar hins vegar ekki neitt er að sýna þessari stétt tilhlýðilega virðingu en það er sláandi að sjá í niðurstöðum að dagforeldrar upplifa að embættismenn Reykjavíkurborgar beri ekki virðingu fyrir starfi þeirra. Dagforeldrum finnst að talað sé niður til þeirra líkt og vistun barna hjá dagforeldri væri síðri kostur en vistun í leikskóla. Dagforeldrum fannst að taka þyrfti meira tillit til þeirra við innritun barna í leikskóla enda fengju þeir iðulega seint upplýsingar um hvenær börn kæmust að á leikskólum. Þá hefði verið skortur á upplýsingum til dagforeldra vegna stöðunnar hverju sinni á tímum Covid 19 faraldursins. Hvað hyggst skóla- og frístundasvið gera í þessu? Hvernig á að bregðast við?

 

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um viðbrögð við hótun um lögsókn vegna meints brots á fötluðum börnum sem fá þörfum sínum ekki mætt í skóla án aðgreiningar:

Öryrkjabandalag Íslands og lögmaður fjögurra  fatlaðra barna hafa stigið fram og segir að einstaklingsmiða þurfi þjónustuna að börnunum. Hótað er málsókn ef ekki verði úr bætt. Hvað ætlar skóla- og frístundasvið að bregðast við ásökunum sem fram eru bornar í málum þessara fjögurra fötluðu barna  sem ekki fá þörfum sínum mætt í grunnskólum borgarinnar.  Sama gildir um fjölmörg önnur börn og má ætla að verði lögsótt í málum þessara fjögurra muni fleiri fylgja á eftir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margoft bent á að skóli án aðgreiningar sé vanbúinn og geti þ.a.l. ekki sinnt þörfum allra barna.

Réttindi fatlaðra barna til náms eru brotin í grunnskólum landsins vegna þess hversu vanbúinn hann er að sinna þörfum barna með ólíkar þarfir. Til að skólar án aðgreiningar standi undir nafni þurfa þeir að bjóða  upp á alla þá fjölbreyttu þjónustu sem börn kunna að hafa þörf fyrir. Í grunnskólum borgarinnar er auk þess langur biðlisti eftir lögbundinni þjónustu eins og  þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Nú bíða 1.484 börn eftir þjónustu skólaþjónustu grunnskólanna og má ætla að í þeim hópi séu fjölmörg börn með sérþarfir.

 

 

Skóla- og frístundaráð 24. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 18. ágúst 2021, um boð til íbúa herbergjasambýlis í austurborginni um aðra búsetu:

Tillaga meirihlutans er að bjóða íbúum herbergjasambýlis í austurborginni búsetu í nýjum íbúðakjarna í miðborginni.  Tillagan er nokkuð óskýr en skilst engu að síður þannig að leggja eigi niður úrræði í austurborginni og gera nýtt í miðborginni í húsnæði sem Félagsbústaðir eiga, húsnæði sem er komið í viðhaldsþörf en á að gera upp. Þetta er liður í að leggja af herbergjasambýli skv. lögum um þjónustu við fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
Nú eru slík sambýli 9 en voru 16 svo það er í áttina. Gert er grein fyrir kostnaði hins nýja íbúðakjarna og er hann rúmlega 154 milljónir. Ekki verður þörf á viðbótarrekstrarfjármagni.
Þetta er gott og gilt eftir því sem næst er komist.
Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi minna á að nú eru 135 á biðlista og hafa 40 beðið í meira en 5 ár. Þessar tölur hafa lítið breyst en árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3.  flokki.  Árið 2014 voru tölur þær sömu.  Þetta er stór hópur einstaklinga og hafa margir beðið lengi, sumir í mörg ár, fólk sem orðið er rígfullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum sem jafnvel eru orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlista.

 

Lagt fram minnisblað framkvæmdastjórnar Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 24. júní 2021, um nýtt skipulag á vistun ungmenna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, ásamt bókun barnaverndarnefndar Reykjavíkur, dags. 25. júní 2021, og fylgigögnum. Trúnaðarmál.VEL2021080007.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á niðurstöðum könnunar Rannsókna og greiningar: Ungt fólk 2021- nýjustu niðurstöður:

Engin samantekt eða heildarniðurstöður fylgja.  Ef gripið er ofan í myndir og gröf þá er ekki betur séð en að niðurstöður séu fremur neikvæðar. Aðeins eru um 30% barna sem finnst námið oft eða alltaf skemmtilegt.  Hlutfall stráka sem finnst skemmtilegt að lesa er rétt rúmlega 60% og ívið hærra hjá stelpum. Rúmlega helmingur barna vakna hress og úthvíld. Hlutfall barna sem líður vel með foreldra sína er tæplega 95% sem er gott. Hlutfall þegar spurt er um góða líðan er 60% drengja og 57% stúlkna. Covid hefur gert illt verra. Þarna koma stúlkur verr út en drengir. Mikið virðist vera um stríðni og einelti. Hlutfall stráka og stelpna í 5. til 7. bekk sem hafa fengið send ljót og særandi skilaboð spannar frá 30% til 53% hjá stelpum. Lykiltölur barna í 8. til 10. bekk eru álíka. Aðeins 22,9% meta andlega heilsu sína góða. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar sem mælt hafa líðan barna í grunnskólum Reykjavíkur. Ein af orsökum alls þessa er án efa sú staðreynd að börn fá ekki nauðsynlega þjónustu. Nú bíða 1.484 börn eftir hvað helst sálfræðiþjónustu og talmeinaþjónustu. „Skóli án aðgreiningar“ er vanbúinn til að mæta þörfum allra barna. Það vantar iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og félagsráðgjafa. Hópur barna er ekki að fá þörfum sínum mætt.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á niðurstöðum aðgengiskönnunar meðal notenda velferðarsviðs:

Engin samantekt fylgir í gögnum, þar sem helstu niðurstöður eru dregnar saman. Svarhlutfall er um 20%. Ef rýnt er í gröf og myndir líta prósentur ekki vel út. Um 73% þurfa aðstoð við að sækja þjónustu, 48% eiga erfitt með að biðja um aðstoð. Aðeins rúmlega helmingur eiga auðvelt að ná í ráðgjafa og aðeins 60% finnst bið eftir þjónustu ásættanleg. Sama má segja um að finnast umsóknarferlið skýrt. Hér má gera mun betur. Kvartað hefur verið yfir flækjustigi og erfiðleika með að fá upplýsingar. Ef horft er til aðgengi að sækja þjónustu fyrir fötluð börn og foreldra eru tölur slakari. 44% finnst bið eftir þjónustu ásættanleg og svipað mörgum finnst umsóknarferlið skýrt. Fötluð og langveik börn virðast vera sáttari en þó eru 63% sem segja að þeir eigi auðvelt með að ná í ráðgjafa og rúmlega helmingi finnst umsóknarferlið ásættanlegt. Svipaðar tölur er að sjá í niðurstöðum „Þjónusta fyrir fatlað fólk“ og „Þjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldur“. Niðurstöður er í samræmi við það sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt, bókað um og ítrekað rætt. Aðgengi er langt í frá að vera ásættanlegt og biðlistar óviðunandi. Reglur eru sumar ósveigjanlegar og aðgengi að ráðgjafa þarf að bæta.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu svarbréf velferðarsviðs við erindi félagsmálaráðuneytisins vegna úttektar Ríkisendurskoðunar á innleiðingu og framkvæmd sveitarfélaga á lögum nr. 38/2018:

Eins og sjá má í þessari úttekt Ríkisendurskoðunar þá eru fjölmörg álitaefni sem lúta að  innleiðingu og framkvæmd Reykjavíkur á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Kvartað hefur verið yfir að flækjustig sé of mikið og að upplýsingagjöf sé ábótavant hjá Reykjavíkurborg. Samráði sé ábótavant þótt vilji sé til að bæta það.  Minnst er á dóma í úttektinni sem borgin hefur fengið á sig. Skemmst er að minnast úrskurðar úrskurðarnefndar velferðarmála í máli fatlaðs ungs manns sem beðið hefur árum saman á biðlista eftir húsnæði. Nú er í fréttum möguleg málsókn vegna þess að réttindi barna eftir þjónustu í  grunnskóla eru ekki virt. Það sem snýr að velferðarsviði eru biðlistar barna. Nú bíða 1.484 börn. Börn með sérþarfir verða verst úti.  Allt of mörg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hunsi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er alveg ljóst að stór ávísun er ekki að koma frá ríkinu til að bæta sumt af þessu. Borgin verður að útdeila fjármagni með öðrum hætti. Enn er minnst á 10 milljarðana sem fara nú í stafræna umbyltingu og sem verið er allt að því að leika sér með. Nokkrir milljarðar af þeim gætu nýst velferðarsviðinu til að bregðast við þörfinni þar sem hún er mest.

 

Bókun Flokks fólksins við svari félagsmálaráðuneytisins við erindi velferðarsviðs um samræmda skilgreiningu á heimilisleysi og upplýsingar á landsvísu um fjölda heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir:

Í bréfi frá félagsmálaráðuneytinu segir að ekki hafi gefist tími né svigrúm til að vinna með Reykjavíkurborg að verkefnum sem lúta að heimilisleysi og fjölda og þörfum fólks sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Erindi Reykjavíkurborgar gekk út á að unnið verði með félagsmálaráðuneytinu að koma á samræmdri skilgreiningu á heimilisleysi. Fulltrúi Flokks fólksins sér ekki betur en að ekki dugi að  bíða eftir ráðuneytinu til að fá einhverja samræmda skilgreiningu. Fyrir liggur skilgreining hjá Reykjavíkurborg um hvað telst vera heimilislaus, svo það ætti ekki að flækjast fyrir Reykjavíkurborg að gera úttekt sem þessa í borginni hið fyrsta. Það skal áréttað í þessu sambandi að þeir sem eru  heimilislausir eru líklegri til að leita í neyð sinni skjóls í húsnæði sem er ekki mannabústaðir, ekki aðeins ósamþykkt húsnæði heldur jafnvel varasamir íverustaðir t.d. vegna vöntunar á lágmarks brunaöryggi. Óttast er að hópur heimilislausra hafi stækkað með vaxandi fátækt í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Borgin er einstök vegna stærðar og þarf að sjá um sitt fólk en ekki bíða eftir að ráðuneytið megi vera að því að semja samræmda skilgreiningu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 8. júní 2021, um stjórnkerfis- og skipulagsbreytingar á velferðarsviði, sem var samþykkt og færð í trúnaðarbók á fundi velferðarráðs þann 8. júní 2021:

Það er reyndar óskiljalegt af hverju þetta mál var trúnaðarmál. Ekkert í þvi eða í sambandi við það kallar á trúnað í margar vikur. Fulltrúi Flokks fólksins bókar það að hann styður við að kerfið verði einfaldað enda mikið völundarhús í þeirri mynd sem það er. Notendur hafa kvartað yfir að ná ekki sambandi og fá ekki þjónustu oft fyrr en illa og seint. Þjónustumiðstöðvar hafa virkað sem hindrun t.d. milli grunnskólabarna og sálfræðinga skólaþjónustu. Þjónustan þarf að vera aðgengilegri fyrir börnin og foreldra þeirra og starfsfólk skóla á einnig að hafa greiðan aðgang að fagfólki skólans. „Borgarbúinn“ hefur ekki verið í fyrsta sæti eins og sjá má af biðlistum en á þeim fjölgar með hverjum degi. Íslensk ungmenni sýna meiri aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íslenskri rannsókn sálfræðideildar HR og Rannsóknar og greiningar. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „fólk“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti. Skaðinn er skeður hjá mörgum, því miður því ástandið hefur varað allt of lengi. Bernskan verður ekki tafin frekar en nokkuð annað tímaskeið og fyrir sum börn verður skaðinn aldrei bættur. Það þarf að gera grundvallarbreytingar á skipulagi velferðarsviðs. En það kostar meira fjármagn,  samþættingu þjónustu, samhæfingar, samstarfs við aðrar stofnanir, einföldun ferla, minni yfirbyggingu, skýr markmið og árangursmælingar.

 

Bókun Flokks fólksins við við svari sviðsstjóra, dags. 18. ágúst 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs þann 16. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík. Í svari kemur fram að byggja á í Grafarvogi 144 íbúðir og fyrir liggur viljayfirlýsing um 200 í viðbót á svæði við Ártúnshöfða en það er aðeins viljayfirlýsing. Allt virðist þetta frekar óljóst og jafnvel loðið. Nú þegar eru 250 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu svo það segir sig sjálft að þetta er ekki nærri nóg. Betur má ef duga skal. Ef heldur sem horfir verður biðlistinn sá sami ef ekki lengri eftir örfá ár. Uppfærð húsnæðiáætlun var síðast lögð fram 2020 og var það sjötta útgáfan. Sú áætlun sem nú liggur fyrir til ársins 2025 er ekki í samræmi við þörfina. Þessu þarf borgarmeirihlutinn að gera sér grein fyrir og því fyrr því betra. Ábyrgð Reykjavíkurborgar er mikil í þessum efnum. Lóðaúthlutun er á forræði Reykjavíkurborgar og einnig getur borgin byggt hjúkrunarheimili. Reykjavíkurborg á og rekur núna tvö hjúkrunarheimili, Droplaugarstaði og Seljahlíð. Lífslíkur fara stöðugt hækkandi og hefur því verið spáð sem dæmi að árið 2040 muni hlutfall fólks eldra en 67 ára hafa hækkað úr 12% í 19%.

Velferðarráð 18. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að borgarráð samþykki leigusamning vegna skrifstofuhúsnæðis að Guðrúnartúni 1 fyrir Innri endurskoðun:

Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð samþykki að leigja Guðrúnartún 1 fyrir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar m.a. til að skrifstofan geti verið öll á einni hæð. Skrifstofan er nú í Tjarnargötu þar sem leigan er 8.854.000 kr. á ári. Í nýju húsnæði í Guðrúnartúni er leigan 12 milljónir á ári. Vissulega er þægilegt að starfsemin færist á eitt gólf en spyrja má hvort þessi þægindi séu ekki dýru verði keypt. Um er að ræða fimm milljóna króna mismun á leigu sem greitt er aukalega fyrir þægindi.


Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs á breytingu á gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg
:

Breyting á gjaldskrá, gjald fyrir bílastæðakort íbúa í Reykjavík. Meirihlutinn leggur til að gjald fyrir íbúakort fari úr 8.000 kr. á ári í 1.250 kr. á mánuði fyrir hreina rafmagns- og vetnisbíla og 2.500 kr. á mánuði fyrir aðra bíla. Þetta er um 200% hækkun. Ekki er verið að gera þeim sem aka vistvænum bílum hátt undir höfði nú þegar ríður á að fara hratt í orkuskiptin. Til dæmis fá þeir sem aka tvinnbílum, og aka innanbæjar á rafmagni, eða á bílum sem brenna metani engar ívilnanir. Þeir eru látnir greiða fullt gjald. Frekar skal metan brennt á báli en að meirihlutinn í borgarstjórn beiti sér af krafti til að nýta vistvænt eldsneyti sem fyrirtæki í langstærstum hluta í eigu borgarinnar (bs. fyrirtæki) eins og Sorpa framleiðir gnótt af og þarf að brenna vegna þessa að það er ekki nýtt. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að tvinnbílar eigi að vera í flokki vistvænna bíla enda almennt keyrðir á rafmagni innanbæjar. Betur má ef duga skal í þessum efnum.

 

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hugsanleg kaup á metanstrætisvögnum, sbr. 52. lið fundargerð borgarráðs frá 12. mars 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á allt það metan sem brennt er á báli og þá firru að nýta það ekki á vagna borgarinnar og greiðabíla frekar en að brenna það á báli. Bæði Sorpa og Strætó eru að mestu í eigu borgarinnar og ættu því að geta unnið saman. Taka ætti Akureyringa til fyrirmyndar en hjá þeim er metanskortur því þar er metanið sem til fellur nýtt. Árum saman hefur metan sem er safnað í miklum mæli verið brennt. Áætlað er að stöðin GAJA muni framleiða árlega nægt metangas fyrir um 6 til 8 þúsund bifreiðar. Í dag framleiðir Sorpa metangas sem dugar fyrir um 5 þúsund bifreiðar. Alls eru 1.419 metangasbifreiðar skráðar, sem ganga fyrir metangasi og eldsneyti, hér á landi. Það sem liðið er af árinu 2021 hafa alls verið 7 metangasbifreiðar fluttar inn, samanborið við 1.891 hreina rafmagnsbíla. Þá eru ekki taldar með bifreiðar sem flokkast sem tvinnbifreiðar, sem ganga fyrir eldsneyti og rafmagni. Er því langt í land að framleiðsla Sorpu á metangasi verði fullnýtt. Fátt væri eðlilegra en að allir vagnar Strætó væru metanvagnar.

 

Bókun Flokks fólksins við svari Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 8. júlí 2021, við fyrirspurn  um starfsmannamál hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og viðbrögð vegna COVID-19, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2021:

Fram kemur í svari við fyrirspurn um starfsmannamál Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að alls voru greiddar 5.419.917 kr. vegna tveggja dómsátta á tímabilinu. Þessu til viðbótar hefur Slökkviliðið samið sérstaklega um starfslok við tvo starfsmenn frá árinu 2010. Greiðslur vegna þeirra samninga eru alls 7.355.305 kr., lögfræðikostnaður vegna þeirra er 918.361 kr. Þessar upplýsingar vekja upp margar aðrar spurningar sem tengjast ástandinu á vinnustaðnum. Minnt er á nýlega starfsmannakönnun sem kom afar illa út. Niðurstöður sýndu að hjá Slökkviliðinu er allt í ljósum logum í orðsins fyllstu merkingu og er þá vægt til orða tekið. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um hverju þetta sætir og hvernig yfirmenn koma að þessum málum en hefur ekki fengið svör. Ítrekun var send á síðasta borgarráðsfundi en engin svör hafa borist. Svo lítur út sem eigi að þagga málið eða kæla nema hvort tveggja sér. Lengi hefur gengið sá orðrómur að illa sé farið með starfsfólk af æðstu stjórnendum hjá Slökkviliðinu og hefur hugtakið „ógnarstjórn“ verið nefnt í því sambandi. Tortryggni vex þar sem engin koma svörin. Hvað er þarna eiginlega í gangi?

 

Bókun Flokks fólksins við svari  Strætó bs., dags. 23. júlí 2021, við fyrirspurn um kostnað Reykjavíkurborgar vegna rafræns greiðslukerfis Strætó bs., sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021:

Í svari frá Strætó við fyrirspurn um kostnað Reykjavíkurborgar vegna rafræns greiðslukerfis kemur fram að þetta komi ekki borgarbúum við heldur sé þetta fjármagnað af Strætó. Fulltrúi Flokks fólksins vill nú nefna í þessu sambandi að Strætó bs. er að mestu kostað af framlagi borgarinnar. Þess vegna er varla hægt að segja að ,,það kemur ekkert sérstakt framlag frá eigendum Strætó vegna rafræns greiðslukerfis heldur er fjárfestingin fjármögnuð af Strætó“. Allar ákvarðanir um stór útgjöld koma borgarbúum við, það er ekkert sem Strætó fjármagnar í sjálfu sér enda er Strætó gjaldþrota fyrirtæki, það lifir ekki af nema með miklum stuðningi.

 

Bókun Flokks fólksins við svari menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. júlí 2021, við fyrirspurn um kostnað vegna aðkeyptrar sérfræðivinnu vegna nýrrar ferðamálastefnu, sbr. 66. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. júlí 2020:

Svar er lagt fram við fyrirspurn um kostnað vegna aðkeyptrar sérfræðivinnu vegna nýrrar ferðamálastefnu. Fram kemur í svari að Capacent taki 9,6 milljónir fyrir viðtöl og greiningaviðtöl. Sérstaklega er tekið fram að um sér að ræða „djúpviðtöl“. Þetta vekur athygli. Vissulega hlýtur það að vera gott að hægt sé að taka svona mörg djúpviðtöl við háttsett fólk. Það bendir til að viðtöl áður fyrr hafi þá verið verið grunn. Hér er kannski komin skýring á áður tilgangslitlum viðtölum um ýmis brýn mál. Og djúpviðtöl kosta meira en grunnviðtöl segir í svari og er hár kostnaður skýrður með því. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort „grunn“ viðtöl hefðu kannski geta dugað í einhverjum tilfellum og þar með hefði kannski mátt spara margar milljónir.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sérstakan húsnæðisstuðning, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020. Einnig lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 4. ágúst 2021:

Tillaga Flokks fólksins um sértækan húsnæðisstuðning er felld. Umsögn velferðarsviðs gefur í skyn að það myndi fara á skjön við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins ef reglum um sérstakan húsnæðisstuðning yrði breytt í samræmi við tillögu Flokks Fólksins. Ráðuneytið hafi lagt áherslu á það að ekki skuli einungis horft til hlutlægra tekju- og eignaviðmið. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á það að hér er lögð til útvíkkun á gildandi reglum sem kemur aðeins til með að auka réttindi en myndi ekki leiða til skertra réttinda hjá neinum. Þau sjónarmið sem búa að baki tilllögu fulltrúa Flokks Fólksins eru einmitt að tryggja það að allir sem hafi lágar tekjur hafa rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Ekki er verið að leggja til að aðeins þeir sem hafa rétt á húsnæðisbótum skuli eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Fulltrúi Flokks Fólksins telur að það séu eflaust mörg tilfelli þar sem einstaklingar þurfa á sérstökum húsnæðisstuðningi að halda, t.d. vegna félagslegra ástæðna. Það sést glöggt á bréfi ráðuneytisins að verið er að bregðast við því þegar sveitarfélög hafa sett þrengri reglur og að þær þrengri reglur hafi leitt til þess að fólk hafi ekki fengið greiddan sérstakan húsnæðisstuðning. Hins vegar er tillaga Flokks Fólksins sú að rýmka skilyrðin og kemur því ekki til með að skerða réttindi fólks.

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Sérstakur húsnæðisstuðningur er veittur á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og byggist á meginreglum þeirra laga. Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur á grundvelli leiðbeininga ráðherra um sérstakan húsnæðisstuðning. Í leiðbeinandi reglum félagsmálaráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning kemur skýrt fram að við ákvörðun um sérstakan húsnæðisstuðning skuli fara fram mat sem tekur tillit til tekna og eigna, framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Því er ekki hægt að afnema félagslegt mat vegna umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning miðað við núgildandi lög þar að lútandi. Sé það vilji löggjafans að allir sem fái almennar húsnæðisbætur fái einnig sérstakar húsnæðisbætur er einfaldast að slíkt yrði framkvæmt með breytingum á lögum um húsnæðisbætur og þær hækkaðar.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. júlí 2021 er varðar sektir ef fólk svindlar sér í strætó:

Fram kemur í fundargerðinni að Strætó hyggist semja reglur varðandi fargjaldaálag eða réttara sagt hvernig á að bera sig að við að sekta þá sem svindla sér í strætó. Hugsunin er að framkvæmdin sé sambærileg því sem gerist í lestum erlendis, þ.e. að eftirlitsaðilar fari í strætisvagna af handahófi og biðji einstaklinga að sýna sér strætómiðann. Í lögunum er kveðið á um að sektin megi vera að hámarki 30.000 kr. en skuli þó vera í hlutfalli við miðaverð. Hér er um heimild að ræða sem Strætó er greinilega að hugsa um að nýta sér fyrir alvöru. Fulltrúi Flokks fólksins efast um að eltingaleikur sem þessi bæti reksturinn þar sem það kostar að senda eftirlitsaðila inn í vagna til að grípa þá sem hafa svindlað sér um borð. Er ekki verið að eyða orku í ranga hluti? Væri t.d. ekki nær að beina áherslum á að reyna að draga úr kvörtunum og ábendingum um hvað þarf að laga til að almenningssamgöngur falli betur að fólki og laði fleiri að? Kvartanir/ábendingar 2019 voru 2948 og eru þær fleiri en árið áður. Ekki er sjálfgefið að fólk sem fái sekt borgi hana.

 

Bókun Flokks fólksins við 1. lið yfirlits um embættisafgreiðslur um fjölda mála Flokks fólksins í yfirlitinu og undirtektir með Krabbameinsfélaginu þar sem skorað er á stjórnvöld að setja uppbyggingu dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala í forgang :

Fulltrúi Flokks fólksins á 13 mál á lista embættisafgreiðslna af 21 alls. Málunum er vísað á viðeigandi staði í borgarkerfinu, væntanlega til umsagnar. Fulltrúi Flokks fólksins væntir þess að svör berist sem fyrst en brögð hafa verið á því að svör berist ekki fyrr en eftir dúk og disk, oft ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar, jafnvel ári.
Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka við lið 1 í embættisafgreiðslum, lið sem lýtur að áskorun Krabbameinsfélags Íslands um dagdeild blóð- og krabbameinslækninga. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með Krabbameinsfélaginu þar sem félagið skorar á stjórnvöld að setja uppbyggingu fyrsta flokks framtíðarstöðu dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga í forgang. Þeir sem fá lyfjameðferð vegna krabbameins fá hana flestir á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Krabbamein er sjúkdómur sem getur herjað á alla. Í baráttunni gegn krabbameini þarf samfélagið allt að standa sem einn maður.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að fulltrúi minnihlutans sitji í Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar:

Neyðarstjórn hefur fundað í sumar fimm sinnum vegna versnandi ástands í smitmálum. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa ekki fengið neinar upplýsingar að heitið geti um hvað fram fer á þessum fundum og hvaða upplýsingar þar eru lagðar fram. Samt eru þeir kosnir til ábyrgðar þótt þeir sitji í minnihluta. Í neyðarstjórn sitja borgarstjóri og sviðsstjórar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta bagalegt og leggur þess vegna til að í neyðarstjórn sitji einnig fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn. Almennt má snarbæta upplýsingaflæði frá neyðarstjórn til borgarfulltrúa sem frétta lítt af málum nema einna helst úr fjölmiðlum. R20030148

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillaga sama efnis var flutt og felld á fundi borgarstjórnar 17. nóvember sl. Neyðarstjórn Reykjavíkur hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast. Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu borgarinnar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða, að afgreiðsla þeirra þolir enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins hafnar frávísun tillögu um að einn fulltrúi minnihlutans sitji í neyðarstjórn. Rök meirihlutans eru að þetta hafi verið rætt áður og sé ekki í boði. Það eru engin rök. Hér er verið með grófum hætti að halda minnihlutanum fyrir utan mikilvæg málefni. Fulltrúi Flokks fólksins vill að minnihlutanum, einum fulltrúa hans, verði boðið að sitja fundi neyðarstjórnar.  Málið er ekki flóknara en það. Þessi tillaga er lögð fram af ástæðu sem er það ástand sem myndaðist í sumar þegar fjórða bylgja COVID reið yfir og er nú í algleymingi. Öll héldum við, að minnsta kosti í smá tíma, að þjóðin væri að sigla hratt út úr COVID. Það var náttúrulega ekki þannig og nú liggur fyrir að um langtímaástand er að ræða. Minnihlutinn er kjörinn til ábyrgðar er fær aldrei neina aðkomu að stórum og mikilvægum málum. Borgarstjóri situr í neyðarstjórn sem fulltrúi meirihlutans. Það er biturt að vera kjörinn fulltrúi í borgarstjórn og þurfa að frétta af stóralvarlegum málum úr fjölmiðlum. Fólkið í borginni leitar mikið til minnihluta fulltrúa eins og gengur og það er sárt að þurfa einfaldlega að segja að minnihlutinn eigi ekki sæti við borð neyðarstjórnar.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort allir foreldrar barna, sem eru að byrja í leikskóla, hafi fengið upplýsingar um dagsetningu, sem barn þeirra getur hafið aðlögun:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort allir foreldrar barna, sem eru að byrja í leikskóla, hafi fengið upplýsingar um dagsetningu, sem barn þeirra getur hafið aðlögun. Í reglum segir að foreldrar eigi að fá þessar upplýsingar eigi síðar en fjórum vikum áður en leikskóladvöl hefst, miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið upplýsingar um að ekki allir foreldrar hafi fengið dagsetningu, t.d. foreldrar barna sem eiga að byrja í leikskólanum Dalskóla í Úlfarsársdal og Jörfa í Hæðargarði. Lengst af hefur hluta foreldra verið haldið í óvissu um hvenær upphafsdagur verður og þá sérstaklega þeim foreldrum sem eiga yngstu börnin. Það liggur auðvitað fyrir hvenær elstu börnin byrja í skóla og hvenær boltinn getur farið að rúlla hjá leikskólunum. Foreldrar hafa margir hverjir ekki nein ráð því það er ekki eins og pössun liggi á lausu. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins heyrði í sumar að þá höfðu borist afar loðin svör frá einstaka leikskólum, talað um að ekki sé neitt vitað og mönnunarvanda sé um að kenna o.s.frv. Það er mikið álag fyrir foreldra að vera að koma úr sumarfríi og þurfa að byrja að stappa í svona löguðu. R21060245

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort það sé fyrirhugað að veita kennurum og starfsfólki grunnskóla í Reykjavík sérstakan stuðning eða umbun í ljósi álags sem verið hefur á þessum stéttum vegna COVID:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hvort það sé fyrirhugað að veita kennurum og starfsfólki grunnskóla í Reykjavík sérstakan stuðning eða umbun í ljósi álags sem verið hefur á þessum stéttum vegna COVID. Nú er fyrirséð að veturinn sem er handan við hornið verður ekki léttari enda COVID enn í algleymingi. Kennarar eru margir uggandi yfir upphafi skólastarfs í ljósi aðstæðna. Margir kennarar eru þreyttir og hafa jafnvel ekki náð að hvílast nægjanlega í sumar. Í þessu sambandi er fulltrúi Flokks fólksins að hugsa sem dæmi um aukinn sveigjanleika varðandi vinnutíma og/eða fjölgun í ráðningum t.d. tímabundið.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundarráðs.

Borgarráð 12. ágúst 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, um umsagnarbeiðni um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir að rétt sé að það tekur tíma að þróa starf íbúaráðanna bæði innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og meðal íbúa í hverfum. Margar af tillögum stýrihópsins eru ágætar. Stýrihópurinn leggur til að íbúaráði Miðborgar og Hlíða verði skipt í tvö íbúaráð. Sama ætti að gilda um Breiðholtið sem er stórt hverfi, eiginlega þrjú hverfi. Þessi breyting ætti að gerast strax og prófa hana út kjörtímabilið og má þá endurskoða hana við upphaf næsta tímabils. Vandi íbúaráðanna er hversu pólitísk þau eru. Meirihlutinn í þeim, hinn pólitíski yfirskyggir án efa oft skoðanir minnihluta og borgarbúa. Meirihlutinn hefur oft sínu fram í krafti valds.  Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Gott er að ráðin fái aukna ábyrgð við mótun nærþjónustu. Íbúaráð ættu að  taka afstöðu til flestra stærri mála sem hverfin snerta og má ímynda sér að meirihluti íbúaráðs hafi endanlegt úrslitavald í sumum málum. Ekki ætti að setja íbúaráðum stífar og ítarlegar reglur. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið í drögum um lýðræðisstefnu þannig að það er mikilvægt að þau virki sem slík.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs og áhættustýringarsviðs dags. 1. júlí 2021, um undirbúning frumvarps að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og fimm ára áætlun 2022 – 2026:

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram fyrir árin 2022 -2026. Hér er vissulega ekki um að ræða fjárfestingaráætlun, sem kemur seinna. Fulltrúi Flokks fólksins vill samt rifja upp eftirfarandi reglu sem lýtur að ábyrgð sviðsstjóra eins og segir „að borgarstjórn ákveður heildarskiptingu fjármuna út frá heildrænni forgangsröðun, fagráðin ákveða forgangsröðun hvert á sínu sviði og sviðsstjórar hafa ákvörðunarvald og bera ábyrgð á að reksturinn sé innan fjárheimilda og í samræmi við stefnu og forgangsröðun fagráðs“.  Fulltrúi Flokks fólksins vill sérstaklega rýna í tölur þjónustu- og nýsköpunarsviðs í fjárfestingaráætlun og þá alveg niður á kostnaðarstaði en sviðið hefur fengið og fær næsta ár gríðarmikið fé til ráðstöfunar eða 10 milljarða. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt meðhöndlun þess fjármagns fram til þessa og gert ítrekaðar athugasemdir við hvernig fjármagni er varið. Stundum er talað um einn kostnaðarstað og einn gjaldlykil en það er án efa um fleiri gjaldalykla eða kostnaðarstaði að ræða sem almenningur er ekki meðvitaður upp jafnvel þótt bókhald sé opið.  Ýmislegt er hægt að færa undir lið eins og fjárfestingu. Þess vegna er mikilvægt að hafa gott eftirlit með þeim sem ber ábyrgðina. Engin er að mótmæla því að stafræn þróun þarf að eiga sér stað svo það sé skýrt.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á drögum að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar 2021 – 2030:

Margt í þessari stefnu er nákvæmlega það sem við viljum heyra s.s. að hafa vandaðar upplýsingar, víðtæka þátttöku borgara og samtal og samráð en tvíhliða samráð hefur einmitt verið Akkilesarhæll þessa meirihluta að mati fulltrúa Flokks fólksins. Eldar hafa logað  víða um borgina vegna samráðsleysis. Nefna má Skerjafjörðinn, Sjómannareitinn, Miðbæinn og fjölmargt fleira. Íbúaráðin eru nefnd sem samskiptaleið en borgarbúum hefur gengið misvel að koma málum sínum að eða fá áheyrn íbúaráða. Ráðin eru of pólitísk þar sem meirihlutinn ræður kannski oft förinni? Mörgum finnst einnig hin ýmsu önnur ráð sem nefnd eru í stefnunni ekki berjast nægjanlega fyrir hagsmunum þeirra hópa sem þau eiga að standa vörð um. Þar ræður pólitíkin ferð umfram hagsmuni fólksins? Traust á borgarstjórn sem er afar lítið endurspeglar þetta. Stefnan eins og hún er lögð upp er kannski meira draumsýn ekki nema tekið verði rækilega til hendinni. Lýðræði þarf verulega að færa á hærra plan þannig að hætt verði alfarið að pukrast með hvort heldur skýrslur eða úttektir. Komið er inn á mannauðsmál á stefnunni. Þau þarf að skoða rækilega á t.d.  á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar hefur fólk verið rekið umvörpum undanfarin ár á sama tíma og nýtt starfsfólk– oft með sömu menntun,  ráðið inn.

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að fá yfirlit yfir framlögð mál fulltrúa Flokks fólksins í mannréttinda, lýðræðis og nýsköpunarráði og að yfirlitið verði birt á heimasvæði Flokksins á vef borgarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins er með skýra beiðni en hún er að fá yfirlit yfir öll mál Flokks fólksins sem lögð hafa verið fram í mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráði. Beiðnin lýtur að tillögum og fyrirspurnum. Fyrir þessu er fordæmi, afhent hefur nú þegar verið yfirlit yfir mál Flokks fólksins sem lögð hafa verið fram í borgarráði. Fulltrúi Flokks fólksins vill fá sambærilegt yfirlit frá mannréttindaráði og öðrum ráðum sem Flokkurinn situr í. Þegar yfirlitið liggur fyrir óskar fulltrúi Flokks fólksins hefur að umrætt yfirlit verði sett inn á heimsvæði flokksins sem er á vef borgarinnar þar sem aðrar upplýsingar um fulltrúa Flokks fólksins eru. Þetta er einföld og sanngjörn beiðni og hugsuð til að auðvelda borgarbúum aðgengi að vinnu Flokksins í borgarstjórn þetta kjörtímabil. Eins og staðan er nú hafa borgarbúar ekki auðveldan aðgang að málum minnihlutaflokkanna nema að þræða sig í gegnum fundargerðir sem er tyrfin leið og tafsöm enda eru fundargerðir iðulega langar. Ekki er séð að nein haldbær rök séu fyrir að vísa þessari tillögu frá eins og hér er gert. Fulltrúi Flokks fólksins sættir ekki við svör eins og að síðar meir, einhvern tíman, komi eitthvað annað kerfi sem á að hafa þessi mál aðgengileg. Minnt er á að aðeins eitt ár, tæpt, er eftir af þessu kjörtímabili.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillögunni er vísað frá vegna þess að það er þegar í farvegi að koma því við að skapa yfirlit yfir mál fulltrúa með þróun Gagnsjár Reykjavíkur.

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins að tekin verði markvisst og oftar á dagskrá í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði málefni barna, eldra fólks og öryrkja:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að tekin verði markvisst og oftar á dagskrá í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði málefni barna, eldra fólks og öryrkja. Fulltrúi Flokks fólksins hefur átt sæti í ráðinu á þessu kjörtímabili og þykir þau mál sem þar hafa verið til umræðu oft ansi einsleit. Mannréttindi varða okkur öll og huga þarf að mannréttindum og lýðræði í öllum hópum. Huga má meira að fátæku fólki í tengslum við mannréttindi en fátækir er stækkandi hópur. Nefna má öryrkja sem þola mega miklar skerðingar og ná þeir iðulega ekki endum saman. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því gert mikið til að bæta kjör þeirra með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Skoða þarf mannréttindaþáttinn hjá börnum sem glíma við röskun eða fötlun af einhverju tagi og dæmi eru um að sumum er gert að stunda nám þar sem þau eru ekki meðal jafningja vegna skorts á sértæku skólaúrræði. Ræða þarf mannréttindi í tengslum við þá sem eru  fastir á sjúkrahúsi vegna þess að þeir eiga ekki heimili eða skortur er á heimaþjónustu. Huga þarf einnig að betri þjónustu fyrir eldra fólk sem vill búa sem lengst heima. Síðast en ekki síst þarf að skoða mannréttindaþáttinn þegar kemur að sveigjanlegum vinnulokum.

Frestað.

 

Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júlí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. júlí 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum:

Nauðsynlegt er að ákvarða fyrst nákvæma legu Sundabrautar áður en farið er að fjárfesta í dýrum framkvæmdum því að ekki er gott að skipuleggja lóðir og götur ef legan er ekki nákvæmlega þekkt. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til það verði gert í stað þess að fara einhverjar bráðabirgðaleiðir sem gætu átt eftir að kosta mikið en verða ekki varanlegur. Reyna þarf að komast hjá tvíverknaði. Vissulega þarf að finna samgöngutengingar. Hér er ekki hægt að hugsa í líkum, hvað mögulega kann að vera.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júlí 2021, varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Leirulækjar 2:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að horfa til lengri tíma þegar verið er að skipuleggja skólalóðir. Ef horft er til lengri tíma dugar ekki til að stilla upp endalausum færanlegum kennslugámum en orðið „kennslugámar“ er notað til að lýsa þessu í gögnum sem dæmi við sambærilegri tillögu við Nauthólsveg 87. Það er óspennandi hugsun að hver skóli í Reykjavík verði sem bútasaumur í stað þess að byggja almennilegar, fallegar skólabyggingar sem falla vel að umhverfi og öðru skipulagi hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af framtíð skólamála í Laugardal og Laugarneshverfi. Nú á að stilla upp kennslugámum á lóð Laugalækjaskóla. Margir deila þeim áhyggjum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að ræða við íbúa og starfsmenn skólanna í hverfinu vegna framtíð skólamála í ljósi þess að næstu ár verður byggt mikið á svæðinu. Skólarnir eru hins vegar sprungnir og það þarf að gera eitthvað. Fulltrúi Flokks fólksins var að vona að ákveðið yrði að finna varanlega lausn sem færi vel við umhverfið.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júlí 2021, varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands og Sjómannaskólareits vegna Bólstaðarhlíðar 47:

Í tilfelli þessa hverfis á einnig að stilla upp kennslugámum sem er afar óaðlaðandi þegar horft er til lengri tíma. Hugtakið „kennslugámur“ er notað í gögnum í sambærilegu máli: Nauthólsvegur 87, skóli Hjallastefnunnar. Skammt er þangað til að hver skóli í Reykjavík verður orðinn eins og bútasaumur með kennslugámum í öllum hornum í stað þess að úthluta lóðum og byggja almennilegar, fallegar skólabyggingar sem falla vel að umhverfi og öðru skipulagi hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af framtíð skólamála í þessu hverfi og mörgum öðrum og þeim reddingum sem skipulagsyfirvöld eru að leggja hér til.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júlí 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Nauthólsveg 87, ásamt fylgiskjölum:

Hér er verið að sækja um að framlengja leyfi kennslugáma þar til önnur lausn finnst fyrir Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Hjallastefnan hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um framtíð Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og standa þær viðræður yfir eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. Beðið er eftir hvað verður um lóðina nr. 81 við Nauthólsveg en skólinn missir aðstöðu sína þar sem hann er nú starfræktur á Nauthólsvegi 87 að næsta skólaári loknu að óbreyttu. Málefni skólans hafa verið í óvissu lengi og óvissa er aldrei góð. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að þessi mál verði ákvörðuð í samráði við forsvarsfólk Hjallastefnuskólanna sem allra fyrst.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júlí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gerð hleðslustæða fyrir rafbíla í borgarlandi og í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar:

Hér er um að ræða að setja upp nýjar hleðslustöðvar. Nú er mikilvægt að vel verði að þessu staðið til að forðast kærur og dómsmál. Skemmst er að minnast úrskurðar sem kostuðu borgina 8 milljónir og 1,5 milljón í málskostnað vegna orkukaupa, og hafði þau áhrif að samningar urðu ógildir. Afleiðingar voru að ekki var hægt að nota rafhleðslustöðvar tímabundið.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. júlí 2021, varðandi úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla:

Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að koma á samræmdum og sanngjörnum reglum um styrkveitingar til að setja upp hleðslustöðvar. Orkuskiptin ganga of hægt. Jafnframt er ástæða til að nefna að aðrar aðgerðir þurfa einnig að ganga hraðar. Heilmikil eldsneytisframleiðsla er á Ísland svo sem metan sem gæti verið nýtt miklu meira. Það eru ekki tæknilegar hindranir í þessu, frekar upplýsingaskortur. Hægt er að gera þetta betur og hraðar ef vilji er fyrir hendi. Þetta kostar vissulega en það styttist í að bannað verður að flytja inn bensín og olíubíla. Tryggja þarf að innlend framleiðsla blómstri, á því græða allir.


Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. júlí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu um tilhögun skólastarfs í Fossvogsskóla skólaárið 2021-2022:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir ályktun skólaráðs Fossvogsskóla að sviðsmyndir 1 og 5 sem kynntar voru á fundi skólaráðs í lok síðasta mánaðar með hagmunaaðilum komi ekki til greina sem úrlausn vegna húsnæðismála skólans á komandi skólaári. Skóla- og frístundaráð leggur til sviðsmynd 2 en að sviðsmynd 1 verði til vara. Gallar þeirrar síðari eru óumdeilanlegir vegna þess að hún krefst skólaaksturs allt árið og sækja börnin kennslu langt frá heimili sínu. Sviðsmynd 1 er ekki boðleg börnunum í svo langan tíma. Tekið er undir að sviðsmyndum 2, 3 og 4 verði haldið áfram opnum Það liggur fyrir að 4.-7. bekkur muni hefja skólaárið í Korpuskóla. Koma þarf nemendum í 1. til 3. bekk í tíu færanlegar kennslustofur á bílastæði við skólalóð skólans samkvæmt sviðsmynd 2 fyrir skólabyrjun mánudaginn 23. ágúst. Hér er um neyðarúrræði að ræða vegna ástand Fossvogsskóla. Nú ríður á að hlusta á foreldra og starfsfólk skólans og gera ekkert nema í fullu samráði við þá. Framundan er mikil vinna, s.s. að halda kynningarfundi með starfsfólki skólans annars vegar og foreldrum nemenda í skólanum hins vegar til að ræða mögulegar leiðir í skólastarfi fyrir fjóra elstu árganga skólans.


Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra um Sundabraut, dags. 29. júní 2021:

Í gögnum segir að Sundabraut verður fjármögnuð með veggjöldum. Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir alfarið veggjöldum. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdarinnar úr ríkissjóði. Þetta getur varla talist raunhæft að mati fulltrúa Flokks fólksins. Álagning veggjalda er röng og þess utan kallar slíkt á yfirbyggingu og er því kostnaðarsamt. Óttast er að meirihlutinn nýti sér veggjöld til að hamla notkun fjölskyldubílsins og refsa þeim sem kjósa bíl sem aðalferðamáta. Aðrar leiðir eru til en að setja á veggjöld. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur rökstutt vel að lestur á kílómetrastöðu bíls við árlega skoðun sé ódýr kostur ef leggja þarf gjald á akstur. Það kerfið er svipað og við rafmagnssölu, áætluð er notkun sem er staðfest við árlega skoðun.

Bókun Flokks fólksins við svari skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júlí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna ferða sviðsstjóra og stjórnenda þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. maí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað spurt um ferðakostnað æðstu embættismanna þjónustu og nýsköpunarsviðs en fengið í svörum hina og þessa hlekkina og sagt nánast að finna svörin sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að rýna í fundargerðir og hin og þessi svörin í leit að nákvæmum upplýsingum af t.d. ferðum sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs síðustu 4 árin. Að fá nákvæmlega þá tölu í samanburði við aðra sviðsstjóra hefur einfaldlega ekki tekist. Þegar borgarmeirihlutinn vill ekki að upplýsingar verði gagnsæjar þá verða þær ekki gagnsæjar. Í einu svari, sem sent var borgarfulltrúa Flokks fólksins kom hins vegar fram að sviðsstjóra beri ekki skylda til að upplýsa um þessar tölur en vísa til eldri gagna. Samhliða þessum svörum kemur löng runa af ákvæðum í sveitarstjórnarlögum. Í einu yfirliti um ferðir embættismanna t.d. frá 2017 má sjá að þjónustu- og nýsköpunarsvið er með kostnað upp á tæpar 600 milljónir í ferðakostnað og er það langhæsta talan. Lægst er 123 milljónir rúmar hjá skrifstofu borgarlögmanns, innri endurskoðunar og FMS (fjármálageirinn).

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. júní 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innkaup á skólavörum, sbr. 67. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. maí 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði af hverju meirihlutinn í borgarstjórn kaupir ekki skólavörur af eindri fyrirspurn falla undir núgildandi rammasamning sem gildir til 2024. Það hefur komið skýrt fram að hlutverk embættismanna sé að kaupa ódýrustu mögulegu vörur hverju sinni, án tillits til þess hver framleiðir þær eða gæða. Það er því fyrirséð að niðurstaða verði eins og áður sú að flytja þetta inn og kaupa ódýrustu mögulegu vörur. Síðan kemur Reykjavíkurborg og biður Múlalund um að taka fleiri starfsmenn af biðlistum Reykjavíkurborgar í störf við að framleiða vörur sem Reykjavíkurborg vill ekki kaupa. Sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur hafa tekið af skarið og sýnt hverju þau eru megnug að versla vörur Múlalundar í stað innfluttra vara Það að fara óhefðbundna leið eins og þá að nýta slagkraft grunnskólanna í Reykjavík sem stærsta notanda skólamappa á Íslandi, til að skapa mikilvæg störf fyrir fólk með skerta starfsorku, er pólitísk ákvörðun. Hér er borgin ekki góð fyrirmynd.

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 1. júlí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þjónustu- og nýsköpunarsvið og samninga við verktaka, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl 2021:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins bendir á að þetta svar fjármála- og áhættustýringarsviðs er að því virðist einungis til að taka á ákveðnum skilgreiningaþáttum um starfandi verktaka sem þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hélt fram að fyrirfinnist ekki á sviðinu. Í svarinu kemur fram að samið sé við einmenningsfyrirtæki, lítil fyrirtæki og stór en samningar eru að jafnaði gerðir við fyrirtæki en ekki einstaklinga. Einnig er sagt að mikið af þessum verkum séu verk sem eru viðvarandi. Er þá örugglega ódýrara að ráða fyrirtæki til að sinna verkinu en að hafa fastan starfsmann? Leiða milliliðir – svo sem fyrirtæki- einkahlutafélög – alltaf til þess að verkið verði ódýrara? Nefnt er sem dæmi að ,,ræstiþjónusta, símsvörun eða viðhald viðkvæmra netþjóna sem innihalda upplýsingar sem ekki er metið öruggt að þjóna með fjartengingu m.t.t. upplýsingaöryggis”. Er hér rétt metið? Finnst ekki hæft fólk í borgarkerfinu í slík störf eða hefur því öllu verið sagt upp? Eftir að reynslumiklum starfsmönnum var sagt upp hefur þessi dýra aðkeypta þjónusta margfaldast.

Bókun Flokks fólksins við svari Strætó bs., ódags., við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um um kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar. Svar er sláandi en segir að 2018 hafi kvartanir verið 2778. Alvarlegar kvartanir eru 164. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki af hverju þetta er svona mikið, af hverju Strætó hefur ekki tekist betur upp og náð að virkja þjónustuáætlun sína betur? Taldar eru upp umbótaráætlanir en ekki kemur fram hvenær þær voru virkjaðar. Margt er sannarlega gott í þeim svo sem að marka skýra þjónustustefnu og setja upp myndavélar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst stjórnun vera slöpp. Spurning er hvort auka eigi fræðslu til starfsmanna og þjálfun. Rýna þetta betur og finna lausnir sem virka. Í raun hafa þessi mál ekkert skánað. Fulltrúi Flokks fólksins fékk ámóta svar 2019 og þá höfðu borist tæplega 9 þúsund kvartanir á þremur árum. Svona litu síðustu ár út: Hér að má sjá skiptinguna á fjölda kvartana til Strætó eftir árum. Flestar voru þær árið 2016, en minnkuðu um rúmlega þúsund árið eftir. Þeim fjölgar hinsvegar aftur 2018. 2016 – 3654 ábendingar, 2017 – 2536 ábendingar, 2018 – 2778 ábendingar. Ekki kemur fram fjöldi kvartana 2019 og hefur fulltrúi Flokks fólksins óskað eftir þeim upplýsingum en ekki fengið.

Bókun Flokks fólksins við Bókun Flokks fólksins við svari  skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júlí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bruna í Seljaskóla, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um endurbætur eftir brunann í Seljaskóla. Í svari kemur fram að húsgögn og búnaður var uppfærður í Seljaskóla eftir brunann en annað er að mestu óljóst, s.s. varanleg framtíðarlausn húsnæðis smíðastofu. Þar er aðstaðan enn í bráðabirgðahúsnæði sem er ófullnægjandi eins og fram kemur og enn eru sömu húsgögn í smíðastofunni. Fulltrúi Flokks fólksins undrar sig á hversu hægt þetta gengur. Langt er liðið frá brunanum. Starfshópur hefur skilað skýrslu með tillögum svo ekki stendur á því. Hvað veldur því að ekki hefur verið unnið markvisst og hraðar að málum? Nú líður senn að skóli hefst á nýju og er óviðunandi að bjóða börnum og starfsfólki upp á áframhaldandi ófullnægjandi aðstæður. Hér verður borgarmeirihlutinn að taka sig á. Þessi mál eru sífellt látin sitja á hakanum.

Bókun Flokks fólksins við svari skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júlí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu þeirra barna sem bíða eftir plássi í Brúarskóla, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. febrúar 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvar börnin sem bíða eftir plássi í Brúarskóla eru stödd og hver sé staða þeirra. Börnin sem bíða eru 19. Fram kemur í svari að ekki hefur losnað pláss á unglingastigi en þar bíða nú 10 nemendur eftir plássi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst leitt að sjá að ekki er hægt að segja til um hvenær þessir nemendur komast í Brúarskóla en þeir stunda nú nám í heimaskóla sínum þar sem gera má ráð fyrir að ekki sé hægt að mæta öllum þörfum þeirra enda væru þeir annars ekki á biðlista í Brúarskóla. Skortur á sértækum námsúrræðum hefur verið viðvarandi vandi í Reykjavík. Í „skóla án aðgreiningar” eru börn ekki að fá sérþörfum sínum mætt og líður mörgum þeirra illa í almennum bekk þar sem þau stunda ekki nám meðal jafningja. Fleiri sérúrræði þurfa að koma til eða styrkja skóla án aðgreiningar nægjanlega til að hann reynist fullnægjandi úrræði fyrir öll börn í Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð menningar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. júní 2021:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst dans- og fimleikahús góð hugmynd enda þótt eigi eftir að útfæra hlutverk hússins. Það skýtur nokkuð skökku við að Leiknir skuli ekki koma þarna að en þeir hafa aðsetur í götunni sem húsið á að standa. Ef horft er til Leiknis þá hefur ekki komið nægjanlega vel fram við Leikni, félag sem berst í bökkum í hverfi sem er krefjandi vegna þess að þar er hæsta hlutfall fólks sem býr við fátækt. Illa hefur gengið að virkja börnin til þátttöku í íþróttir og tómstundir m.a. vegna tungumálaerfiðleika og kannski einnig vegna strangra skilyrða reglna frístundakortsins. Leiknir hefur lengi viljað víkka út starfsemi sína. Í raun lifir félagið vegna þrautseigju starfsmanna. Með því að hleypa ekki Leikni að þessu verkefni er verið að senda því köld skilaboð eftir allt það frábæra starf sem þar hefur verið frá 1973. Þarna er búið að byggja upp frábæra menningu og starf í þágu innflytjenda og nýbúa í hverfinu. Leiknir er sérlega vel metið í hverfinu og kallar það á að borgaryfirvöld sýni því viðhlítandi virðingu og stuðning. Félagið vantar aðstöðu til að geta boðið uppá fjölbreyttara íþróttastarf til að höfða til breiðari hóps barna í því blómstrandi fjölmenningarsamfélagi sem það starfar í.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka við þrjá liði í þessari fundargerð. 4. liður. Farið yfir niðurstöður endurskoðunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á mönnun forvarna- og aðgerðasviða Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins m.t.t. uppfyllingar laga, reglugerða og leiðbeininga sem um starfsemina gilda í samræmi við ákvæði brunavarnaáætlunar, sbr. 3 grein í reglugerð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort slökkviliðið (SHS) uppfylli þessar kröfur og nái að skoða þær eignir sem þeir eiga að gera. Ekki getur verið mikill tími til þjálfunar ef mikið er að gera í verktöku á sama tíma. Liður 5. Drög að aðgerðaáætlun heilbrigðisráðuneytisins fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á verktaka við sjúkraflutninga er algeng. Eru slökkviliðin að láta ríkið borga stóran hluta verkefna sem sveitarfélögin eiga að gera þ.e.a.s. slökkviliðin? Liður 7. Álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra ákvað í apríl 2020 að verja einum milljarði í sérstakar álagsgreiðslur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áréttaði í bréfi í sama mánuði að sjúkraflutningum væri sinnt af heilbrigðisstarfsfólki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem sinna sjúkraflutningum enda þeir á forræði ríkisins í verktöku hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá spyr fulltrúi Flokks fólksins, eru slökkviliðsmenn heilbrigðisstarfsfólk þegar þeir vinna við sjúkraflutninga?

Bókun Flokks fólksins við 2. lið fundargerðar stjórnar Strætó bs. frá 11. júní 2021.

Fram kemur í fundargerð í lið 2 í fundargerð Strætó bs. að sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála fór yfir tölfræði úr vinnustaðagreiningu þar sem sérstaklega var spurt um einelti, áreitni og ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar niðurstöður voru. Fulltrúi Flokks fólksins finnst að vel hefði mátt segja nokkur orð um hverjar niðurstöður vinnustaðagreiningarinnar voru.

Bókun Flokks fólksins við 2. lið fundargerðar stjórnar SORPU bs. frá 28. maí og 24. júní 2021:

Sorpa hefur ákveðið að leggja 500 króna álagsgjald á hvern ógagnsæjan poka sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva skila. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta aðeins vanhugsað því ekki er alveg ljóst hvað sé átt við með ,,gagnsæum“ pokum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að hindra notkun svartra plastpoka, en fólk kemur með sorp kannski í taupokum eða pappírspokum, sem ekki eru gagnsæir. Á að leggja gjald á þá líka?

Bókun Flokks fólksins við 31 lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 7. júlí 2021:

Það vakti undrun að borgin keypti rándýra þjónustu EFLU til að halda utan um talningu nagladekkja. Verkefni af þessu tagi hefðu starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs vel geta annast, nóg fer nú samt af fjármagni borgarinnar til ráðgjafafyrirtækja. Það er ekki hægt að una við að farið sé svo illa með fé borgarbúa. Fjárhæðin sem EFLA fær fyrir verkið er trúnaðarmál. Borgaryfirvöld vilja ekki að borgarbúar viti hvað þetta kostar mikið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ekki boðlegt að upplýsingum sé haldið leyndum fyrir borgarbúum í allri umræðu meirihlutans um gagnsæi. Svörin við fyrirspurn Flokks fólksins um þessi mál bera það með sér að engin ástæða er til að fá verkfræðistofu til að sjá um talningarnar. Starfsmenn borgarinnar geta auðveldlega séð um þetta og enga sérfræðimenntun þarf til að telja dekk eða halda utan um slíkt verkefni. Hér er augljóslega verið að sóa fé borgarbúa með óþarfa milliliði. Bent er á að einingarverð verkfræðistofunnar er tæpar 15 þúsund/klst. Hver hálftími sem er skráður á samskipti- sennilega eitt símtal, kostar sitt, eða rúmar sjö þúsund krónur.


Bókun Flokks fólksins við 7 lið embættisafgreiðslna er varðar yfirlýsingu frá Vinum Vatnsendahvarfs:

Vatnsendasvæðið er gróðursælt svæði. Nú á að leggja veg þvert yfir hæðina og skera hana í tvennt og þar með breyta ásýnd hennar og notagildi til frambúðar. Umhverfismat er frá 2003 en þá var talið að vegalagningin myndi hafa óveruleg áhrif á umhverfi, útivist og hljóðvist. Framkvæmdin mun hins vegar hafa veruleg áhrif á þessa þætti núna. Verkfræðistofur koma ávallt með niðurstöður sem samræmast væntingum Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna. Náttúra, umhverfi og útivistarmöguleikar eru ekki sett í fyrsta sæti þegar kemur að framkvæmdum. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi sést að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan vetrargarð. Sleðabrautin sem yngstu börnin munu nota mest mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur að skoða þurfi hvaða áhrif mengunin af veginum muni hafa á viðkvæm lungu barnanna sem leika sér í návígi við veginn. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir því að ekki var gert ráð fyrir vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er tveggja áratuga gamalt. Það getur varla samræmst lýðheilsu sjónarmiðum borgarinnar að setja leiksvæði barna á horn tveggja stofnbrauta með samtals 10 akreinar. Vegurinn er ógn við lýðheilsu íbúa. Vegalagningunni hefur verið mótmælt á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Kallað er eftir nýju umhverfismati.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort ekki sé tímabært að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hætti verktöku í sjúkraflutningum þar sem það getur haft áhrif á að Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé tímabært að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hætti verktöku í sjúkraflutningum þar sem það getur haft áhrif á að Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur lögbundin verkefni sbr. 3. gr. reglugerðar um slökkvilið sem er allt slökkvistarf innan og utanhúss, viðbrögð við mengunarslysum og fjölmargt fleira sbr. reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Samkvæmt 4. gr. reglugerðar um starfsemi slökkviliða er heimilt er að fela slökkviliði önnur verkefni en þau sem kveðið er á um í 3. gr. Verktakavinna má þó ekki draga úr getu slökkviliðs til að sinna lögbundnum verkefnum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þetta tvennt sé ekki ósamrýmanlegt? Ítrekað hefur komið fram að skortur er á mannafla í slökkviliðinu og þegar stórbruni eða mörg útköll bera að höndum, vanti fólk til starfa. Það segir sig sjálft að það hljóta að koma tilfelli þar sem slökkviliðsmaður er ekki til taks til að sinna lögbundnu verki vegna verkefna sem hann hefur fengið leyfi til að taka að sér sem verktaki. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé kominn tími til að leggja af þessa verktöku og að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinni einvörðungu lögbundnu hlutverki sínu og hafi þá rýmri tíma til æfinga og þjálfunar starfsfólks síns?

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ítrekun á fyrirspurnum um starfsánægjukönn sem birt var í nóvember 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins sendi inn fyrirspurnir til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 6. maí sl. um frekari upplýsingar úr starfsánægjukönnun slökkviliðsins á á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa borist svör og vill fulltrúi Flokks fólksins því ítreka fyrirspurnirnar og að svör berist hið fyrsta. Niðurstöður umræddrar starfsánægjukönnunar komu illa út en þær voru fyrst birtar í nóvember 2020. Þess vegna vildi fulltrúi Flokks fólksins fá nánari upplýsingar um niðurstöðurnar og frekari sundurliðanir.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins blásið verði meira lífi í Árbæjarsafn og svæðið þar í kring:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til blásið verði meira lífi í Árbæjarsafn og svæðið þar í kring. Enda þótt eitt og annað sé þar á döfinni fer lítið fyrir Árbæjarsafni í hugum margra. Fulltrúi Flokks fólksins telur að viðburðir sem þar eru mættu vera fleiri. Sem dæmi er dagskrá fyrir skipulagða viðburði aðeins á sunnudögum og þriðjudögum enda þótt safnið sé opið alla daga yfir sumarið. Lagt er til að þarna verði vikulegur markaður og meira um að vera en nú enda bíður svæðið í heild sinni upp á mikla möguleika. Vel mætti hugsa sér að hafa þarna kaffihús og krá ef því er að skipta og fjölbreyttar uppákomur sem laða fólk að og veita því ánægju. Árbæjarsafnshúsin og svæðið allt í kring er einstakt og ætti það að vera metnaður borgarmeirihlutans og þeirra sem hafa umsjón með safninu og svæðinu að sem flestir komi þangað til að njóta húsakynna og umhverfis. Fegurð og saga staðarins í bland við markaði, veitingasölu, og styttri viðburði og fleira í þeim dúr er eitthvað sem laðar að og gefur staðnum líf. Fjölga mætti litlum leiktækjum og stilla upp fleiri afþreyingarmöguleikum sem henta þarna. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur borgaryfirvöld að gefa þessu gaum enda svæði sem tilheyrir okkur öllum.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að fá að sjá þessar niðurstöður, ekki síst í ljósi mikils fjölda kvartana sem Strætó bs. berst árlega:

Í fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. júní 2021 er sagt frá því að sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála hafi farið yfir tölfræði úr vinnustaðagreiningu þar sem sérstaklega var spurt um einelti, áreitni og ofbeldi. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá að sjá þessar niðurstöður, ekki síst í ljósi mikils fjölda kvartana sem Strætó bs. berst árlega. Eins og allir vita hanga þessi tveir þættir iðulega saman, líðan og metnaður í starfi og gæði þjónustu.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hver er ávinningur Reykjavíkurborgar að reka fasta starfsmenn með mikla reynslu og ráða inn verktaka í sömu störf?:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hver er ávinningur Reykjavíkurborgar að reka fasta starfsmenn með mikla reynslu og ráða inn verktaka í sömu störf? Einnig langar borgarfulltrúann að vita hvernig það má vera að starfsmenn sem sviðið þarf að láta aðra verktaka þjálfa upp sé ódýrara og hagkvæmara en að halda föstum kjarna fastra starfsmanna. Óskað er eftir að fá tölulegar upplýsingar þar sem þessi samanburður er gerður.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort taka eigi einnig gjald fyrir tau- og pappírspoka: hjá Sorpu

Sorpa hefur ákveðið að leggja 500 króna álagsgjald á hvern ógagnsæjan poka sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva skila. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað sé átt við með ,,gagnsæjum“ pokum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að hindra notkun svartra plastpoka, en hvað með pappírspoka sem líka eru ógagnsæir? Þarf ekki að hugsa þetta aðeins meira og dýpra?

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað við breytingar á 500 strætóstoppistöðvum sem fá ný nöfn, skipta á út skiltum og uppfæra tölvukerfi:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað við breytingar á 500 strætóstoppistöðvum sem fá ný nöfn, skipta á út skiltum og uppfæra tölvukerfi. Hvað munu þessar breytingar, skiltabreytingar og fleira þessu tengt kosta í heild sinni? Hvað munu þessar uppfærslur í tölvukerfum kosta, hvers eðlis eru þær og mun það fjármagn vera tekið af 10 milljarða króna innspýtingu til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Eru þessar uppfærslur unnar af launum starfsmönnum eða verktökum?

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að gerðar verði breytingar á slóðum þannig að hægt verði einnig að fara með þriggja hjóla barnakerrur um þær:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að gerðar verði breytingar á slóðum þannig að hægt verði einnig að fara með þriggja hjóla barnakerrur um þær. Þessir slóðar (brautir) sem verið er að steypa í nýjum hverfum eru hefðbundnir með tveimur steyptum brautum og tröppum á milli og er því útilokað að fara um þær með þriggja hjóla kerru. Frestað.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins endurskoðun á stígum í Úlfarsárdal sem eru með miklum halla og mörgum tröppum:

Í Úlfarsárdal eru tröppur víða og hafa börn sem koma hjólandi í skólann þurft að bera hjól sín upp og niður tröppur auk þess sem hjólastígar eru víða krappir. Taka þarf hjólastíga á þessu svæði til endurskoðunar og gera þá þannig að þeir séu aflíðandi og ekki með krappar beygjur. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka dæmi frá Nönnubrunni og niður að Dalskóla. Hér er um að ræða tiltölulega nýtt hverfi og er afar óheppilegt að hönnun sé ekki betri en þetta þegar horft er til barna sem fara um hjólandi. Þetta þarf að endurskoða. Tröppur eru auk þess erfiðar fyrir marga aðra t.d. þá sem eru með skerta hreyfigetu, þá sem eru með börn í kerrum og hjólreiðafólk.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að skoðað verði að koma upp tennisvelli í Úlfarsárdal í nýju íþrótta-byggingunni:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðað verði að koma upp tennisvelli í Úlfarsárdal í nýju íþrótta-byggingunni. Enginn tennisvöllur er á þessu svæði. Núna eru tennisvellir utanhúss,í Laugardal og Fossvogi. Þá liggja fyrir hugmyndir um tennisvelli við Álfheima og tennishús við hlið íþróttahúsa TBR. Úlfarsárdalur og nágrenni er fjölmennt svæði og því sjálfsagt að hafa sérstaka tennisvallaraðstöðu þar. R21070168

Frestað.

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að borgarmeirihlutinn ræði og bregðist við vaxandi slysatíðni á rafhlaupahjólum:

Fulltrúi Flokks fólksins telur nauðsynlegt að borgarmeirihlutinn ræði og bregðist við vaxandi slysatíðni á rafhlaupahjólum eða rafskreppum eins og fulltrúi Flokks fólksins finnst þessi hjól ættu frekar að kallast. Fram hefur komið ítrekað að rafhlaupahjól eru stundum notuð af fólki undir áhrifum áfengis- og/eða vímuefna til að koma sér milli staða í miðbænum eða frá miðbænum og heim til sín eftir eftir skemmtun í bænum. Ekki er hægt að horfa fram hjá þessu vandamáli og hafa aðrar borgir brugðist við m.a. með því að takmarka útleigu þeirra eftir ákveðinn tíma að kvöldi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að borgarmeirihlutinn geti ekki setið hjá . Skoða þarf frekari fræðslu og sérstaklega fræðslu í grunnskólum. Skerpa þarf á reglum. Ef heldur sem horfir gæti þurft að herða enn frekar á reglum og aðgengi að rafhlaupahjólum. Skerpa þarf jafnframt enn frekar á að bannað er að hjóla á þeim undir áhrifum áfengis og verði þær reglur brotnar þurfa að vera einhver viðurlög. Annað vandamál er að fólk, sumt hvert skilur þessi hjól eftir á víð og dreif. Nú má iðulega sjá rafhlaupahjól liggja við og á gangstéttum og skapa víða hættu. Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á götum. R21070169

Frestað.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um af hverju Strætó tekur þátt í drónaverkefni og hvað þátttakan kostar?:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um af hverju Strætó bs. samþykkir að taka að verkefni fyrir gagnaöflunarfyrirtæki sem felst í því að leyfa að drónum að lenda á strætó? Hlutverk Strætó er að flytja fólk og farangur þess á milli staða. Það er umhugsunarvert að mati fulltrúa Flokks fólksins að Strætó ákveði að eyða kröftum og fjármunum í að prófa einhverjar framtíðarhugmyndir með einkafyrirtækjum. Þótt verkefni sé styrkt dugar styrkurinn sjaldan fyrir öllum kostnaði. Almennur ávinningur er án efa af slíkum verkefnum en af hverju á Strætó að gera slíkt? Til eru víða um heim fyrirtæki sem geta gert þetta. Minnt er á að fyrir nokkrum árum tók Strætó að sér að prófa vetnisvagna fyrir þýsk fyrirtæki sem var þó vissulega nærtækara fyrir Strætó en drónaflutningar en það ævintýri kostaði Strætó mikið fé. Í þessu tilfelli er Strætó notað til að leysa vandamálin við drónaflug, annars vegar til að hlaða sig og hins vegar til að komast leiðar sinnar. Fulltrúi Flokks fólksins vill meina að Strætó eigi að líta sér nær og byrja sem dæmi á að leysa þjónustuvandann en tæplega 3000 þúsund kvartanir berast árlega vegna slakrar þjónustu.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við niðurstöðum Gallups sem sýnir að notkun einkabílsins er óbreytt í 13 ár:

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í vikunni ferðast stærsti hluti Íslendinga til vinnu eða skóla á einkabíl. Alls nýta um þrír fjórðu landsmanna sér þennan ferðamáta, en aðrir fara fótgangandi, á reiðhjóli eða með almenningssamgöngum. Niðurstöðurnar eru í takti við það sem mældist í sams konar könnun fyrir þrettán árum sem segir að lítil sem engin breyting hefur átt sér stað í 13 ár. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig borgaryfirvöld ætla að bregðast við þessu? Einnig kom fram í niðurstöðum að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að keyra en landsbyggðarfólkið. Umferðarteppur í Reykjavík eru margar og íþyngjandi og eru nánast allan daginn á sumum stöðum. Hyggst borgarmeirihlutinn gera eitthvað í þessum málum til að bæta ástandið?

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framtíð skólamála í Laugardal en þar eru skólar sprungnir:

Fulltrúi Flokks fólksins telur framtíð skólamála í Laugardal og Laugarneshverfi óljósa. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við íbúa og einstaka starfsmenn skólanna í hverfinu um framtíð skólamála í ljósi þess að næstu ár verður byggt mikið á svæðinu. Skólarnir eru hins vegar sprungnir. Til að „redda“ málum á að stilla upp kennslugámum í hvert horn. Ekkert annað er á teikniborðinu eða fast í hendir þegar kemur að uppbyggingu leik- og grunnskóla. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir ítarlegum upplýsingum um hvað til stendur að gera til lengri tíma eða hvort senda eigi börnin þegar fram líða stundir í skóla utan hverfis, eða halda áfram að planta kennslugámum á auða bletti í kringum skólanna? Það er óspennandi hugsun að hver skóli í Reykjavík verði sem bútasaumur í stað þess að byggja almennilegar, fallegar skólabyggingar sem falla vel að umhverfi og öðru skipulagi hverfisins.

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ferðakostnað æðstu embættismanna á þjónustu og nýsköpunarsviði:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað spurt um ferðakostnað æðstu embættismanns/manna þjónustu og nýsköpunarsviðs en fengið í svörum hina og þessa hlekkina og sagt nánast að finna svörin sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að rýna í fundargerðir og hin og þessi svörin í leit að nákvæmum upplýsingum af t.d. ferðum sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs síðustu 4 árin. Að fá nákvæmlega þá tölu í samanburði við aðra yfirmenn/sviðsstjóra hefur einfaldlega ekki tekist. Í einu svari, sem sent var borgarfulltrúa Flokks fólksins kom hins vegar fram að sviðsstjóra beri ekki skylda til að upplýsa um þessar tölur en vísa til eldri gagna. Það dugar ekki fulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur því fram enn á ný fyrirspurn varðandi ferðakostnað æðstu embættismanna Reykjavíkurborgar. Hver er ferðakostnaður hvers sviðs- og skrifstofustjóra í yfirstjórn Reykjavíkurborgar undanfarin 4 ár? Bent er á að eingöngu er verið að spyrja um kostnað hvers og eins embættismanns skrifstofu eða sviðsstjóra en ekki heildarkostnað hverrar skrifstofu eða sviðs.

 

Borgarráð 22. júlí

Bókun Flokks fólksins við liðnum Gufunes, samgöngutengingar, nýtt deiliskipulag:

Lega Sundabrautar er ekki klár, það er aðalvandinn í þessu máli. Nú á að fara einhverjar bráðabirgðarleiðir sem gætu átt eftir að kosta mikið en verður ekki varanlegt. Vissulega þarf að finna samgöngutengingar. Hér er ekki hægt að hugsa í líkum, hvað mögulega kann að vera. Það er nauðsynlegt að ákvarða fyrst nákvæma legu Sundabrautar áður en farið er að fjárfesta í dýrum framkvæmdum annars gæti orðið um tvíverknað að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hinkrað verði með þessa vinnu til að tryggja að ekki sé verið að sóa fjármagni, út í loftið.


Bókun Flokks fólksins við liðnum Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, stýrihópur um innleiðingu:

Stýrihópurinn er skipaður tveimur frá meirihluta og einum frá minnihluta. Þetta er þröngur hópur og finnst fulltrúa Flokks fólksins rík ástæða til að stækka hann, fá fleiri um borð. Hér er verið að fjalla um fimm milljarða fjárfestingu að lágmarki. Eins og í flestum málum hjá borgarmeirihlutanum er sífellt lögð áhersla á að kaupa ráðgjafarþjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju talið er nauðsynlegt að taka það fram á þessu stigi? Sumt af því sem verið er að kaupa ráðgjafarþjónustu fyrir gæti borgarkerfið mögulega vel ráðið við með sína fjölmörgu fagmenntuðu starfsmenn. Aðkeypt vinna kostar mikið.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust, (fsp) uppbygging:

Málið var rætt og kynnt í borgarráði 2019. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði þá og hefur enn efasemdir um þessa inngarða sem þarna eru sýndir í kynningu Umhverfis og skipulagsráðs. Sumir svona inngarðar hafa verið algerlega mislukkaðir sbr. garðurinn bak við t.d. Ásvallagötu/Ljósvallagötu. Þar er ekkert birtumagn og ekkert þrífst þar.

Ætla má að skuggahornin og skuggasvæðin í slíkum görðum sem hér er lýst verði mörg og spurt er hvernig plöntur og gróður eigi þar að þrífast en fram kemur að hver garður eigi að hafa mismunandi plöntuþema. Minnumst þess að íslensk sumur eru stutt og svöl og flestum plöntum og gróðri veitir ekki af þeirri sól sem þau geta fengið. Aðrar áhyggjur eru að þessar íbúðir muni seljast dýrt eins og gjarnan er raunin á þessu svæði. Hér er um mikinn fjölda íbúða 330 íbúðir og hótel með 230 hótelherbergi. Borgarfulltrúi hefur einnig áhyggjur af umferðinni á þessu svæði sem nú þegar er mikil.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Lækkun hámarkshraða í samræmi við hámarkshraðaáætlun, Fyrsti áfangi:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að lækka hraða í íbúðagötum og í götum sem skólar eru og börn á ferð. Þær götur sem engir skólar eða íbúðahús standa beint við er hins vegar engin nauðsyn að lækka hraðann niður í 30 eða 40 km/klst.

Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Gjald fyrir bílastæðakort íbúa í Reykjavík, tillaga:

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki nýja gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavík. Íbúar sem búa í Miðborginni eiga að sjálfsögðu að eiga kost á bílastæðum í nágrenni við heimili sín en þróunin er sú hjá þessum meirihluta að draga úr einkabílastæðum við hús fólks. Ársgjald er 1250 fyrir „hreina“ rafmagnsbíla en 2500 fyrir aðra. Um er að ræða hækkun gjalds upp á meira en 200%.

Fulltrúi Flokks fólksins finnst að svokallaðir tvinnbílar eigi að vera í flokki vistvænna bíla enda ekki hægt að álykta sem svo að þeir séu að aka á bensíni frekar en rafmagni. Fulltrúa Flokks fólksins hefur áður bókað um bílastæðahúsin í þessu sambandi. Breyta mætti fyrirkomulagi bílastæðahúsa enda eru þau langt því frá að vera fullnýtt. Þau ættu að vera opin allan sólarhringinn og skoða mætti að lækka gjöldin í þeim til muna. Þá myndu bílum fækka á götum.


Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokksins, um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn.

Tillaga um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn. Ekki er talin þörf á gangbraut á þessum stað að mati skrifstofu samgöngustjóra. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að á þessum stað er engin göngutenging og hlýtur það að stangast á við öryggisstaðla. Í svari er nokkur mótsögn, annars vegar að það komi til greina að merkja gangbraut nærri biðstöð Strætó en hins vegar að samkvæmt forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða, þá verði það hvorki gert á þessum stað eða þetta ár. Hver ræður þessu í raun og veru? Er ekki rétt að hlusta á það sem fólk segir, vegfarendur sem telja öryggi ábótavant við biðstöð Strætó á þessum stað?


Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins, um Hagkvæmt húsnæði, umsögn:

Spurt er um hagkvæmt húsnæði og fleira því tengt. Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um þann alvarlega skort sem er á hagkvæmu húsnæði í borginni þrátt fyrir loforð um annað. Í sölu eru nú um 200 íbúðir en þyrftu að vera 900 til að tryggja eðlilegt flæði. Þetta stendur til bóta en ekki strax. Það sem gerist í framtíðinni er ekki að hjálpa þeim sem vantar hagkvæmt húsnæði í dag. Einnig er skortur á stærra húsnæði fyrir þá sem þess óska. Sagt er að húsnæðisstefna snúist um að tryggja öllum húsnæði en það er bara ekki raunin, allavega ekki í dag.

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra þótt það þýðir meiri dreifingu hennar en þéttingarstefna meirihlutans segir til um. Minnstu íbúðirnar sem sumir héldu að myndu verða hagkvæmari fyrir vikið eru hins vegar hlutfallslega dýrari en þær stærri, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengdra verkefna.


Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um auglýsingakostnað vegna nagladekkjanotkun:

Það vakti undrun að borgin keypti rándýra þjónustu Eflu til að halda utan um talningu nagladekkja. Verkefni af þessu tagi hefðu starfsmenn skipulagssvið vel geta annast, nóg fer nú samt af fjármagni borgarinnar til ráðgjafafyrirtækja. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki er annars tímabært að kanna af hverju notkun nagladekkja minnkar ekki? Er ekki hluti af ástæðunni að þörf er á þeim?

Í efri byggðum er t.d. ekki snjó rutt af vegum fyrir venjulegan vinnutíma, götur er oft mjög hálar, smávægilegar brekkur verða að vetri til óviðráðanlegar bílum á naglalausum dekkjum. Spara mætti auglýsingakostnað og nota féið í staðinn til að sinna vetrarþjónustu betur en nú er gert. Hitt er svo annað mál hvort hægt sé að samþykkja að borgin skuli ráða Eflu í svo einfalt verkefni sem er utanumhald við talningu nagladekkja. Fjárhæðin er trúnaðarmál. Borgaryfirvöld vilja ekki að borgarbúar viti hvað þetta kostar mikið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ekki boðlegt að upplýsingum sé haldið leyndum fyrir borgarbúum í allri umræðu meirihlutans um gegnsæi.

 

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna nagladekkjatalningar:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kostnað vegna nagladekkjatalningar og af hverju rándýr verkfræðistofa væri fengin til að halda utan um slíkt verkefni. Svörin bera það með sér að engin ástæða er til að fá verkfræðistofu til að sjá um talningarnar. Starfsmenn borgarinnar geta auðveldlega séð um þetta og enga sérfræðimenntun þarf til að telja dekk eða halda utan um slíkt verkefni. Langflestir kunna að telja upp í hundrað og jafnvel upp í þúsund eða meira. Hér er augljóslega verið að sóa féi borgarbúa með óþarfa milliliði. Bent er á að einingarverð verkfræðistofunnar er tæpar 15 þúsund/klst. Hver hálftími sem er skráður á samskipti- sennilega eitt símtal, kostar sitt, eða rúmar sjö þúsund krónur. Fulltrúi Flokks fólksins spurði um þóknun til Eflu fyrir að telja nagladekk og er svarið trúnaðarmerkt. Af hverju? Engin rök fylgja svo álykta má að sú tala sem birt er þyki skipulagsyfirvöldum þessleg að best er að hún komi ekki fyrir almenningssjónir.

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrir hönd íbúa í Úlfarsárdal:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram ýmsar spurningar sem íbúar í Úlfarsárdal höfðu ítrekað reynt að fá svör við en ekki fengið. Um var að ræða spurningar sem lutu að umhverfinu og öryggismálum m.a. Fram kemur í svari að öllum þessum spurningum hefur verið svarað en tekið hafi tíma að fá svör frá mismunandi skrifstofum. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að íbúum sem hafa verið að spyrja um mikilvæg atriði í Úlfarsárdal finnist svörin fullnægjandi og að samskipti þeirra og skipulagsyfirvalda verði betri í framtíðinni.

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skipulagsmál í Úlfarsárdal:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Nú liggur fyrir að hverfið er komið í sína endanlegu mynd og er sú mynd nokkuð einsleit að mati fulltrúa Flokks fólksins, mest blokkir og eitthvað um par- og raðhús. Þarna hefði mátt hafa meiri fjölbreytni í stærð eigna og ólík verðbil. Ekki skortir landrými. Nú er bæði skortur á hagkvæmu húsnæði og stærri eignum með meira rými umhverfis og er barist um hverja einustu eign sem kemur á sölu. Vonandi líður ekki á löngu áður en ábendingum um að gönguleiðir séu ófullgerðar og frágangi á götum ljúki. Uppbygging þessa hverfis hefur tekið langan tíma og þess vegna er ekki skrýtið að fólk sé farið að lengja eftir að verkefnum s.s. sem snyrtingu á umhverfi og að umferðaröryggismál fari að taka á sig fullnægjandi mynd.

 

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Sjómannaskólareitinn, umsögn:

Óskað var eftir upplýsingum um gögn sem lofað var að leggja fram á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn.

Nú segir í svari frá skipulagsyfirvöldum að öll gögn sem lögð voru fyrir skipulags- og samgönguráð í undirbúningi og á skipulagstíma verkefnisins voru opinber og afhent hverjum þeim sem þess óskaði.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst að einmitt svona orð gegn orði, orð borgarbúa gegn orðum skipulagsyfirvalda sé ekki óalgengt þegar um skipulags- og samgöngumál er að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins vonar vissulega að allir hafi sömu upplýsingar. Málefni Sjómannaskólareitsins hefur verið erfitt. Svæði hefur tilfinningagildi fyrir marga og mikilvægt að fullkomið gegnsæi gildi í þessu máli eins og öllum öðrum.

 

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna landfyllinga í Álfsnesi, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling í Álfsnesi hafi verið til umræðu á fyrri stigum og er að spyrja um þetta þess vegna. Upplýsingar um landfyllingu þarna voru í fréttum þann 1. mars og fram kom að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Í svari við fyrirspurn segir hins vegar “að allar upplýsingar um umrædda landfyllingu lágu fyrir í umfjöllun um málið í skipulags- og samgönguráði.” Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þetta hafi verið í smá letrinu? En hvað sem öðru líður liggur enn í loftinu sú spurning hvort nauðsynlegt sé að landfylla? Fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla“ 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti

Í miðbæ Reykjavíkur var nýverið stillt upp upplýsingaskiltum í Pósthússtræti við Austurvöll. Skiltin eru á steinsteyptum stökklum þar sem áður voru bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort þarna eigi að vera skilti til framtíðar?

Hver er kostnaður borgarinnar í tengslum við þessi skilti?

Er það stefna borgarinnar að skipta út bílastæðum í miðbænum fyrir skilti á steyptum sökklum?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um að fá yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur Flokks fólksins sem lagðar hafa verið fram í skipulags- og samgönguráði:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit frá skipulags- og samgöngusviði yfir öll framlögð mál Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu, málum sem er lokið og þeim sem er ólokið. Á fundi borgarráðs 24. júní var lagt fram slíkt yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur Flokks fólksins framlögð í borgarráði. Óskað er eftir sambærilegu yfirliti frá skipulags- og samgönguráði.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um fund varðandi Arnarnesveg að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að haldinn verði sameiginlegur fundur með Vinum Vatnsendahvarfs, Betri samgöngum og Vegagerðinni þar sem rætt verður um fyrirhugaða lagningu 3ja. áfanga Arnarnesvegar.

Á fundinum skal ræða áhrif sem lagning hraðbrautarinnar hefur á Vatnsendahvarfið, nærliggjandi umhverfi og umferð. Að baki Vinum Vatnsendahvarfs standa mörg hundruð manns. Byggja á framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati. Marg ítrekað hefur verið óskað eftir að nýtt umhverfismat verði gert.

Vatnsendahvarfið er náttúruperla og dýrmætt grænt svæði sem liggur á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. Svæðið er mikið nýtt útivistarsvæði og útsýnissvæði íbúa nágrennisins. Einnig er Vatnsendahvarfið varpland fjölmargra fuglategunda, þar á meðal lóu, hrossagauka og spóa. Fyrirhugaður 3. kafli Arnarnesvegar mun koma til með að skera Vatnsendahvarfið í tvennt og breyta ásýnd þess og notagildi. Umhverfismat sem framkvæmdin á að byggja á er frá 2003. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur mikið breyst á svæðinu auk þess sem ekki liggur fullljóst fyrir hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur á umhverfi, útivist, umferð og hljóðvist.

Tillögunni fylgir greinargerð.

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld haldi fund með Vinum Vatnsendahvarfs, Vegagerðinni og Betri Samgöngum hefur verið felld með þeim rökum að ekki er hefð fyrir því að haldnir séu sameiginlegir fundi með hagaðilum. Fram til þessa hefur ekki virðst vera mikill vilji til samtals um þetta mál hvað þá samráðs. Ekki er verið að biðja um annað en að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð, að fengið verði nýtt umhverfsimat í stað þess að notast við mat frá 2003. Þess utan er um að ræða lýðheilsumál því við hlið hraðbrautarinnar verður leiksvæði barna, vetrargarður.

Ekki hefur verið tekið mark á umsögnum Vina Vatnsendahvarfs, Íbúaráðs Breiðholts, og Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur sem öll mæltu með því að nýtt umhverfismat yrði gert fyrir framkvæmdina. Með því að bjóða fólki að senda umsagnir var aðeins sýndarlýðræði.

Sextíu metra breið gjá verður sprengd inn í Vatnsendahvarfið í byrjun næsta árs til að leggja þessa stofnbraut sem mun eyðileggja þetta dýrmæta útivistarsvæði til frambúðar. Þessi stofnbraut, sem tengist við Beiðholtsbrautina sem er nú þegar er sprungin, mun skapa mun fleiri vandamál en hún er hönnuð til að leysa. Þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er fyrirhuguð er betra að fara hægt en að æða áfram í vanhugsun.

 

 

Skipulags- og samgönguráð 7. júlí 2021

Bókun vegna þriggja mánaða rekstraruppgjörs:

Frávik eru gríðarleg á skóla- og frístundarsviði og velferðarsviði. Á skóla- og frístundarsviði eru 1200 milljónir í framúrkeyrslu og á velferðarsvið tæplega 700 milljónir

Talað er um að sníða eigi sér stakk eftir vexti. Er verið að gera það á þjónustu- og nýsköpunarsviði? Þar eru 10 milljarðar sem yfirstjórn getur leikið sér með í alls konar tilraunaverkefni og minnst lítið er að sjá af afurðum og hvergi er að sjá að metinn sé ávinningur af þeim „verkefnum“ sem þar er verið að gera tilraunir með.
Rætt er um að skoða þarf hvort ofmönnun á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði kunni að vera meinið. Fulltrúi Flokks fólksins trúir því ekki, þvert á móti er fólk undir miklu álagi og klárlega engin sem situr á rassinum á starfsstöðvum skóla- og frístundar og velferðarsviðs. Ekki er verið að sinna lögbundinni þjónustu en háar fjárhæðir eru settar í alls konar verkefni sem hefur ekkert að gera með beina þjónustu við börn, öryrkja og eldri borgara. Í öllu þessu fer fátækt vaxandi og þúsundir leita náðar hjá hjálparsamtökum í hverjum mánuði.

Bókun Flokks fólksins við liðnum USK – Laugavegur 168 – 176 – deiliskipulag – til afgreiðslu:

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda. Íbúaráð og fleiri eru á móti 8-hæða byggingu og var fallið frá því og fara á niður í 7. Hvað sem því líður verður útsýnisskerðing og mjög skiljanlegt að íbúar séu svekktir yfir því. Það skiptir vissulega máli hvernig húsin ,,mjókka upp” þegar hugað er að skuggamyndum og áhrifum á vind. Inndregnar efri hæðir minnka t.d. slík áhrif. Útsýni er takmörkuð auðlind og afstöðu þarf að taka til hverjir eiga að njóta þess. Kvartanir vegna útsýnisskerðingar eru margar, en eflaust fá einhverjir aðrir betra útsýni. Nokkur vandræðagangur virðist vera í samgöngumálunum, og örðugt að búa til stæði fyrir rútur. Fram kemur í niðurstöðum samgöngumats að 63 bílastæði ættu að vera á lóðinni, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða. Hjólastæði skulu vera á bilinu 62-93. Fleiri hjólastæði eru en bílastæði sem er athyglisvert.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs –  Suðurlandsbraut 34-Ármúli 31 – Orkureitur – deiliskipulag – til afgreiðslu:

Fulltrúi Flokks fólksins óttast að mikil þrengsli verði á þessum reit. Þar sem fjöldi verslana og fyrirtækja hefur flutt í Ármúlann undanfarin ár er umferð nú orðin töluvert mikil um svæðið. Umferð hefur aukist vegna t.d. lokana í miðbænum og þrenginga á Grensásveg. Þarna kemur mikið byggingarmagn, byggja á allt að 450 íbúðir og atvinnuhúsnæði rísi t.d. á lóðinni Suðurlandsbraut 34/Ármúli 31. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þarna verði mikil þrengsli svo mikil að allt eins lítur út að útiloka eigi akandi umferð um svæðið. Ekki liggur nógu skýrt fyrir hvaða áhrif breytingar á lóðinni Suðurlandsbraut 34/Ármúli 31 muni hafa á umferð og rými vegfarenda? Fulltrúa Flokks fólksins hafa einnig borist upplýsingar um að Reykjavíkurborg áformi breytingar á Ármúlanum ofar í götunni, á milli Vegmúla og Selmúla. Ekki fékkst svar að þessu sinni hvaða breytingar séu fyrirhugaðar á þeim hluta Ármúla af hálfu skipulagsyfirvalda?

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Lagfæringar á aðgengi strætóbiðstöðva 2021 – til afgreiðslu

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að laga á nú aðgengi að strætóbiðstöðvum. Um er að ræða endurbætur og lagfæringar á 12 strætóbiðstöðvum. Framkvæmdir taka mið af ástandsúttekt á aðgengi strætóbiðstöðva sem gerð var sumarið 2020. Hálfnað er verk þá hafið er. Um 500 stöðvar þarfnast endurbóta og viðgerða bæði hvað varðar aðgengi og yfirborð. Samkvæmt kynningu sem flutt var í skipulags- og samgönguráði er aðgengi viðundandi á 11 stöðum af 556 stöðum. Þessi mál hafa verið í miklum ólestri svo lengi sem er munað. Aðgengi og yfirborðsvandi stétta við strætóbiðstöðvar hefur auðvitað komið verst niður á fötluðu fólki. Ástandið er það slæmt að reikna má með löngum tíma sem það tekur að gera ástandið viðunandi, hvað þá fullnægjandi.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Kleppsvegur 150-152 – Brúum bilið – til afgreiðslu:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nýr leikskóli skuli koma í Laugardal og Vogum enda mikil þörf á. Vanda þarf til verka og vissa þarf að ríkja um að þetta húsnæði sé gott og heilt, laust við myglu og raka. Halda á innra skipulagi á efri hæð að Kleppsvegi 152 að mestu óbreyttu, en erfitt er að halda í innveggi sökum nauðsynlegra lagfæringa á gólfum eins og segir í gögnum. Skýrsla frá Eflu 2017 staðfestir eldri rakaskemmdir í húsnæði sem ekki er búið að bregðast við að fullu. Einnig eru viðvarandi lekar frá óþéttu gluggakerfi og saga um leka frá þaki niður í gifsloft og veggi. Sýni staðfesta myglu- og örveruvöxt í húsnæði. Kostnaðarmat hefur hækkað og einnig sá hluti sem snýr að óvissu, auka- og viðbótarverkum sem áætlað er nú 129.000.000. Heildarkostnaður er 989.000.000 en var 600 m.kr. samkvæmt fyrra mati frá Umhverfis- og skipulagssviði sem hafði unnið greiningu og frumathuganir varðandi breytingar. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að tryggt verði að leikskólinn verði algerlega laus við myglu og raka en spyr jafnframt hvort ekki sé hægt að áætla óvissuþætti vegna auka og viðbótarverka nákvæmara?

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Rétt er að árétta að ekki er um framúrkeyrslu að ræða, heldur er verið að samþykkja verkefnið byggt á ítarlegu kostnaðarmati sem nú liggur fyrir, en fyrri áætlun var frumkostnaðaráætlun og ekki óeðlilegt að einhver hækkun verði. Það ruglar opinbera umræðu um umframkeyrslu að blanda því saman að samþykkt kostnaðaráætlun sé hærri en upphaflega hefði mátt vona, og því þegar verkefni fara framúr samþykktri kostnaðaráætlun.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að nýr leikskóli skuli vera í bígerð. Tvennt er þó áhyggjuefni og það er að verið er mögulega að byggja að hluta til úr myglu- og rakamenguðu húsnæði. Kostnaður er engu að síður mun meiri en frumáætlun sagði til um  eða  um 75% hærri sem segir nákvæmlega það að jafn góður kostur hefði verið að rífa það sem fyrir var og byggja allt frá grunni.

 

Sundabraut

Það hefur lengi legið fyrir að Sundabraut verður fjármögnuð með veggjöldum. Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir alfarið veggjöldum. Einnig hefur það legið fyrir að ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdarinnar úr ríkissjóði. Þetta getur varla talist raunhæft að mati fulltrúa Flokks fólksins. Álagning veggjalda er röng og þess utan kallar slíkt á yfirbyggingu og er því kostnaðarsamt. Óttast er að meirihlutinn nýti sér veggjöld til að hamla notkun fjölskyldubílsins og refsa þeim sem kjósa bíl sem aðalferðamáta. Aðrar leiðir eru til en að setja á veggjöld. Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur rökstutt vel að lestur á kílómetrastöðu bíls við árlega skoðun sé ódýr kostur ef leggja þarf gjald á akstur. Það kerfið er svipað og við rafmagnssölu, áætluð er notkun sem er staðfest við árlega skoðun.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Nýr leikskóli Safamýri 5 – Brúum bilið – til afgreiðslu:

Nýr leikskóli í Safamýri 5, kostnaðaráætlun. Eins og kemur fram í gögnum var verkefnið á frumstigum innréttingarverkefni þar sem koma átti fyrir leikskóla í eldra húsnæði með lágmarks breytingum. Markmið verkefnisins var umfram allt að tryggja heilsusamlegt og gott húsnæði fyrir nýjan leikskóla. Nú er ljóst að ef húsnæði á að þjóna nýju hlutverki sínu á fullnægjandi máta þarf að nálgast verkefnið með öðrum og kostnaðarsamari hætti, en umfang og kostnaður verksins svipar til nýframkvæmdar. Í framhaldi af þessu veltir fulltrúi Flokks fólksins fyrir sér hvort ekki hefði átt að ákveða strax að byggja nýtt hús frá grunni?


Bókun Flokks fólksins við Rammaúthlutun Reykjavíkurborgar 2022 – til afgreiðslu:

Nú er gert ráð fyrir hagræðingu sem nemur 1% af launakostnaði og á að vera jafnt yfir öll fag- og kjarnasvið borgarinnar ásamt miðlægri starfsemi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að halda eigi áfram að hafa 0.5% hagræðingu á svið eins og skóla- og frístundasvið og velferðarsvið. Þessi svið berjast í bökkum enda þau svið sem eru í beinustu tengslum og þjónustu við borgarbúa. Þess í stað mætti hækka hagræðingarkröfu á þjónustu- og nýsköpunarsvið um meira en helming sem ekki er betur séð að hafi bruðla og nánast sóað fjármagni borgarbúa í alls kona tilraunaverkefni sem engin þörf er á í þessum mæli.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Stuðningur Bloomberg Philantropies við stafræna umbreytingu Reykjavíkurborgar – framlagning:
Hvað sem allri stafrænni umbreytingu líður í rafrænu kerfi borgarinnar og mikilvægi hennar þá einkennist þetta bréf borgarstjóra af nokkur oflæti. Gengist er upp í stafrænum viðurkenningum sem skýtur skökku við þegar ekki  allir borgarbúar hafa fæði, klæði og húsnæði. Hér er það stafræna vegferðin sem virðist skipta öllu máli hjá meirihlutanum. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað í þá veru að borgarstjóri og meirihlutinn er ekki að fá góða ráðgjöf í þessum málum. Markmiðin í stafrænni umbyltingu borgarinnar eru óljós og ávinningur ekki skilgreindur. Fulltrúi flokks fólksins vonar að borgarstjóri nái áttum þegar hann horfir á 10 milljarða innspýtingu í stafræn verkefni hverfa í mörg afar óljós tilraunaverkefni. Á meðan getur borgin varla sinnt lögbundinni þjónustu við börn. Kostnaður við rekstur skóla- og frístundasvið og velferðarsviðs er vanáætlaður og berjast þessi svið í bökkum. Tæplega 1100 börn bíða eftir fagþjónustu skóla.  Sjónir hafa tapast á hvað skiptir mestu máli í borginni sem ætti að vera fólkið og þarfir þess fyrst og síðast. Hvað varðar þennan samning um stuðning Bloomberg er eftir því tekið að aðeins tvær borgir í norður Evrópu eru þátttakendur. Meðal þátttakenda er hins vegar að finna Kólumbíu og Mexíkó

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um reglur um verklag við uppljóstrun. Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 28. júní 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að nýjum reglum um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi Reykjavíkurborgar:

Meirihlutinn leggur til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að nýjum reglum um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi Reykjavíkurborgar. Þetta eru mikilvægar reglur að mati fulltrúa Flokks fólksins. Því er fagnað jafnframt að þær ná til allra þeirra sem eru í þeirri aðstöðu að geta orðið vitni að meintu lögbroti eða ámælisverðri háttsemi í starfsemi borgarinnar. Þetta þýðir að ef kjörinn fulltrúi verður vitni að eða hefur grunsemdir um mögulega sviksemi í borgarkerfinu eða meint lögbrot/ámælisverða hegðun og upplýsir um það, þá nýtur hann jafnframt verndar samkvæmt ákvæðum laga um vernd uppljóstrara og reglna þessara.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 21. júní 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um tímabundna fjölgun sérfræðinga til að vinna úr áhrifum COVID-19 á börn og unglinga:

Nú á að gyrða sig í brók og hefjast handa við að ráðast til atlögu gegn löngum biðlistum barna eftir fagþjónustu. Sálfræðingar eiga þó ekki að hafa aðsetur innan skólanna eins og fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá og hefur ítrekað lagt til. Það er auk þess vilji margra skólastjórnenda enda þjónar slíkt fyrirkomulag best börnum og starfsfólki. Hér talar fulltrúi Flokks fólksins af 10 ára reynslu sinni sem skólasálfræðingur. Nú bíða 1068 börn eftir þjónustu fagfólks skóla. Biðlistinn hefur verið að lengjast jafnt og þétt síðustu árin og enn meira í COVID. Börn sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðings eru 434. Fulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi kjörtímabils barist fyrir því að fagfólki verði fjölgað og að farið verði markvisst í að stytta biðlista barnanna en talað hefur verið fyrir daufum eyrum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega að stíga eigi þetta skref. Hins vegar hefur dýrmætur tími glatast. Fyrir tugi barna sem hafa verið á biðlistum er ansi seint í rassinn gripið. Þau hafa beðið mánuðum, jafnvel árum með vandamál sín óleyst í þeirri von að brátt komi nú röðin að þeim og þau fái fullnægjandi þjónustu. Þessi fjárveiting er sögð duga fyrir 650 börn, sem er um helmingur af börnum á biðlistanum

Nánar:
Tillagan um tímabundna fjölgun sérfræðinga til að vinna úr áhrifum Covid-19 á börn og unglinga, gerir ráð fyrir 140 m.kr. fjárheimild. Áætlað er að fjárveitingin dugi til að veita allt að 650 börnum þjónustu á 12 mánaða tímabili. Sérfræðingar sem starfa nú á þjónustumiðstöðvum munu jafnframt vinna við að þjónusta börn á biðlistunum til að hægt sé að vinna á honum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að 140 m.kr. dugi ekki.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum um tilraunaverkefni um ný íbúaráð – beiðni um framlengingu – til afgreiðslu:

Það er sjálfsagt að framlengja verkefnið um ný íbúaráð vegna COVID. Hitt er að það er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim þannig að þau séu meira fyrir fólkið í borginni. Íbúaráðin eru alltof pólitísk og á minnihlutinn í þeim ekki nógu sterka rödd. Hugsa þarf íbúaráðin sem rödd borgarbúa og þurfa ráðin að hlusta á íbúana og taka mál inn á fundina sem óskað er eftir. Opna á fundina fyrir íbúa sem óska eftir að koma á fund og ræða ákveðin mál. Íbúar hafa margir sagt að þeir hafi átt erfitt með að ná til íbúaráðanna og að ekki hafi verið á þá hlustað. Nærtækast er að taka dæmi um íbúaráð Breiðholts. Þar var ítrekað reynt að koma máli til umfjöllunar ráðsins; fyrirhugaður 3. áfangi Arnarnesvegar. Vinir Vatnsendahvarfs reyndu að fá sett á dagskrá íbúaráðs Breiðholts umræðu um nauðsyn þess að fá nýtt umhverfismat í stað þess að byggja eigi á 18 ára gömlu mati en það gekk erfiðlega. Meirihlutinn í ráðunum er valinn af meirihlutanum í borginni og það má ekki vera þannig að erfitt eða ómögulegt verði að koma málum á dagskrá ef meirihlutanum í borginni hugnast þau ekki

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðkomu Reykjavíkurborgar að nýyrðasamkeppnum – framlagning:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um aðkomu borgarinnar að nýyrðasamkeppnum s.s. kostnað við þessa ákveðnu samkeppni (staycation) og af hverju mismunandi háar greiðslur voru til fjölmiðla og loks hvað hefur borgin greitt mikið til samkeppni af þessu tagi sl. 5 ár. Segir í svari að umrædd markaðsherferð sé mun umfangsmeiri en orðaleikurinn sjálfur og að „með herferðinni er verið að styðja við fyrirtæki, menningarstarfsemi og ferðaþjónustu í borginni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við ákvörðun borgarráðs frá mars 2020.“ Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vera loðið svar. Segir einnig að fyrir þessu sé ekki fordæmi. Heildarkostnaður er 2.332.942. Fulltrúa Flokks fólksins finnst margt í þessu ekki ganga upp. Þetta er kannski skemmtilegt verkefni en þegar hugsað er til erfiðrar stöðu hjá mörgum í borginni er erfitt að skilja hvernig hægt er réttlæta að verja á þriðju milljón í verkefni af þessu tagi sem er á engan hátt nauðsynlegt að sé á forræði sveitarfélags.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áhrif vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands á skuldastöðu og afborganir lána hjá Reykjavíkurborg – framlagning:

Fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans á skuldastöðu og afborganir lána hjá Reykjavíkurborg er lagt fram. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist sýnist samkvæmt þessu skjali að borgin hafi að miklu leyti varið sig gegn breytingum á almennum útlánsvöxtum með því að taka lán með föstum vöxtum. Það er í sjálfu sér skynsamlegt þegar vextir eru lágir. Tekið er undir það sem fram kemur í meðfylgjandi skjali, að vaxtahækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum hafi ekki mikil áhrif á vaxtagreiðslur borgarinnar eins og staðan er núna. Breytingar á stýrivöxtum hafa mest áhrif á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum þar sem þá kemur þungi vaxtabreytinganna fram af fullum þunga strax en minni áhrif á verðtryggð lán með breytilegum vöxtum þar sem hluti afborgana og vaxta leggst við höfuðstólinn.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um yfirlit yfir öll framlögð mál Flokks fólksins:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir að fá framlögð mál sín, fyrirspurnir og tillögur á kjörtímabilinu sett inn á heimasvæði Flokks fólksins á vef Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka gegnsæi og aðgengi borgarbúa að málum kjörinna fulltrúa. Síðan þá hefur það gerst að á fundi borgarráðs 24. júní sl. var lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir fyrirspurnir og tillögur lagðar fram í borgarráði á yfirstandandi kjörtímabili. Fyrir það er þakkað og vill fulltrúi Flokks fólksins óska eftir því í framhaldinu að málalistinn verði settur inn á heimasvæði Flokksins á vef borgarinnar en það heimasvæði er nú þegar til staðar. Ekki er verið að biðja um að einhver einstök mál verði sett þar inn heldur öll framlögð mál, fyrirspurnir og tillögur og upplýsingar um hvaða málum er lokið og hvaða er ólokið í borgarkerfinu. Fulltrúi Flokks fólksins sér ekki fyrir sér að Gagnsjá og/eða Hlaðan verði að veruleika á þessu kjörtímabili eða því næsta ef því er að skipta og telur því ekki raunsætt af svaranda að vísa málinu þangað.


Bókun Flokks fólksins við fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 21. júní 2021, liður 6

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að fræða börn um ofbeldi af öllu tagi, hvernig það birtist og viðbrögð við því. Spurningin er ekki hvort eigi að fræða börn um þessi mál heldur hvernig. Fræðsla þarf að beinast bæði að því hvernig börn og ungmenni verja sig fyrir ofbeldi en einnig hvar mörkin liggja í hegðun gagnvart öðrum. Í þessu sambandi er mikilvægt að fræða börn um stríðni og einelti. Ungmennin sjálf hafa kallað eftir aukinni fræðslu um þessi mál. Börn og ungmenni þurfa að þekkja mannréttindi barna og rétt þeirra til verndar gegn ofbeldi. Fyrsta skrefið í forvörnum gegn ofbeldi er að ræða um það með opinskáum og hreinskilnum hætti. Umfram allt þarf fræðslan að beinast að því að styrkja sjálfsmynd barna, að kenna þeim að treysta sinni eigin dómgreind en grunninn að því þurfa foreldrar og fagfólk að leggja með þeim. Fátt í lífi barna gerist án aðkomu og þátttöku foreldra þeirra/forsjáraðila.

 

Bókun Flokks fólksins við lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 30. júní 2021, liður 3.

Arnarnesvegur skipulagslýsing. Skýrsla frá Eflu er gagn með þessum lið. Þar blasir við að skýrslan er ekki hlutlaus heldur réttlæting á gerðum Vegagerðarinnar. Sagt er að gengið verður frá fláum og fyllingum með staðargróðri til þess að lágmarka ásýndaráhrif rasks. En málið er að gróðurfar í Vatnsendahvarfi er í miklu breytingarskeiði og ekki er hægt að tala um staðargróður. Þarna er aðeins verið að réttlæta slæman gjörning. Einnig er sagt að: „verður markvisst reynt að lágmarka áhrif og inngrip sem hlýst af framkvæmdinni. Sérstaklega á ásýnd svæðanna frá á gróinni íbúðarbyggð og vegna skerðingu á útivistarmöguleika á nærsvæðum. Mótvægisaðgerðum verður markvisst beint að hljóðvist og ásýnd.“ Hér er sagt frá því hvernig þessi vegur mun mjög takmarka útivistargildi svæðisins, svo ekki sé talað um áhrif á Vetrargarðinn. Ekki er séð hvernig bjarga eigi því með því að takmarka hljóðvist og ásýnd. Það má minna á að Skipulagsstofnun getur ákveðið að endurskoða skuli matsskýrslu framkvæmdaraðila ef forsendur hafa breyst verulega frá því að álitið lá fyrir, svo sem vegna breytinga á náttúrufari eða landnotkun á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, breytinga á löggjöf um umhverfismál, alþjóðlegum skuldbindingum eða tækniþróunar. Á tæpum 20 árum sem liðin er frá umhverfismatinu hefur mest allt ofangreint gerst.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 22. júlí.:

Það hefur komið skýrt fram hjá foreldrum og börnum að færa beri skólastarf sem allra fyrst í Fossvoginn en alger einhugur er um að stíga ekki fæti inn í núverandi skólabyggingar fyrr en framkvæmdum er að fullu lokið. Málefni Fossvogsskóla er dæmi um samráðsleysi meirihlutans að mati fulltrúa Flokks fólksins. Ergelsi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur einkennt svör við fyrirspurnum fulltrúa Flokks fólksins um málið. Foreldrar hafa þurft að berjast við borgaryfirvöld með kjafti og klóm til að fá áheyrn og úrbætur. Nú hefur skýrsla Eflu um úttekt á húsnæðinu litið dagsins ljós. Fram kemur í skýrslunni að ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu til að greiða úr þrálátum raka- og mygluvanda sem ítrekað hefur komið upp í skólanum og haft neikvæð áhrif á heilsu nemenda. Raki greindist í enn húsnæði skólans en að mati Eflu eru eldri viðgerðir ekki fullnægjandi í öllum tilfellum og enn að finna raka á viðgerðum svæðum. Mygla greinist í húsnæðinu og í gluggakistum skólans er að finna asbest. Í úttektinni er farið yfir möguleikann á því að rífa hreinlega skólann, en sú leið er þó talin kostnaðarsamari heldur en að ráðast í umfangsmiklar endurbætur en þörf er á fjölmörgum úrbætur.

 

Embættisafgreiðslur
Bókun Flokks fólksins við 5 lið í yfirliti um
 embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði:

Nokkrum tillögum sem fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram í borgarstjórn, borgarráði eða skóla- og frístundaráði var vísað til stýrihóps um málaflokkinn. Ekkert af þessum tillögum náðu fram að ganga en þær eru eftirfarandi:
Tillaga 1: Flokkur fólksins vill enn og aftur leggja það til að borgarmeirihlutinn setji málaflokk sérskóla í forgang og veiti í hann meira fé.
Tillaga 2: Flokkur fólksins vill leggja til að inntökureglur í svokallaðan þátttökubekk verði rýmkaðar til muna. Til stóð að bekkirnir yrðu 4 í borginni. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ er lagt til að þeim verði fjölgað eftir þörfum
Tillaga 3: Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að skóla- og velferðaryfirvöld leiti eftir formlegu samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg
Tillaga 4: Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn fari þess á leit við innri endurskoðun að hún geri úttekt á sérkennslu leik- og grunnskóla í Reykjavík
Tillaga 5: Flokkur fólksins leggur til að sálfræðingar skólaþjónustu hafi aðsetur í þeim skólum sem þeir sinna. Einnig er lagt til að skólasálfræðingar heyri undir skólastjórnendur sem ákvarði í samráði við nemendaverndarráð verkefnalista sálfræðings án miðlægra afskipta.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 28. júní 2021, þar sem yfirlit yfir starfs- og stýrihópa borgarstjóra og borgarritara 2018-2021 er sent borgarráði til kynningar:

Starfs- og stýrihópar – Yfirlit 2018-2021 er lagt fram. Frá því að kjörtímabilið 2018-2022 hófst í Reykjavík hefur 71 starfs- og stýrihópur verið skipaður af borgarstjóra og borgarritara, sbr. hjálagt yfirlit. Af þeim hópum sem skipaðir hafa verið á yfirstandandi kjörtímabili hafa 33 lokið störfum og 38 eru enn starfandi. Til viðbótar eru 11 hópar enn starfandi frá síðasta kjörtímabili. Alls eru þetta 82 starfs- og stýrihópar. Þetta eru áhugaverðar upplýsingar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Athygli vekur að það eru 11 hópar starfandi frá síðasta kjörtímabili. Af 71 hópi hafa aðeins 33 lokið störfum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að setja þurfi eitthvað þak á hversu lengi hópar geta verið að störfum. Ef starfs- og stýrihópar eiga að virka sem skyldi þurfa þeir að vinna með markvissum og skilvirkum hætti og skila af sér fljótt og vel. Ef afurð hópanna lítur ekki dagsins ljós fyrr en mánuðum eða árum eftir að þeir hófu störf er lítið gagn af þeim og niðurstöður þeirra jafnvel orðnar úreltar þegar þær loksins verða gerðar opinberar.

 

 

 

Borgarráð 1. júlí

Bókun Flokks fólksins við Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing:

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að almennt ætti ekki að hindra að landbúnaðarland nálægt þéttbýli verði breytt í almennt byggingarsvæði. Fyrst og fremst á að taka tillit til náttúrunnar og að almannréttur verði virtur.

Bókun Flokks fólksins við Arnarnesvegur, skipulagslýsing

Skýrsla frá Eflu er gagn með þessum lið. Þar blasir við að skýrslan er ekki hlutlaus heldur réttlæting á gerðum Vegagerðarinnar. Sagt er að gengið verður frá fláum og fyllingum með staðargróðri til þess að lágmarka ásýndaráhrif rasks. En málið er að gróðurfar í Vatnsendahvarfi er í miklu breytingarskeiði og ekki er hægt að tala um staðargróður. Þarna er aðeins verið að réttlæta slæman gjörning. Einnig er sagt að: „verður markvisst reynt að lágmarka áhrif og inngrip sem hlýst af framkvæmdinni. Sérstaklega á ásýnd svæðanna frá á gróinni íbúðarbyggð og vegna skerðingu á útivistarmöguleika á nærsvæðum. Mótvægisaðgerðum verður markvisst beint að hljóðvist og ásýnd.“ Hér er sagt frá því hvernig þessi vegur mun mjög takmarka útivistargildi svæðisins, svo ekki sé talað um áhrif á Vetrargarðinn. Ekki er séð hvernig bjarga eigi því með því að takmarka hljóðvist og ásýnd. Og á það má minna að Skipulagsstofnun getur ákveðið að endurskoða skuli matsskýrslu framkvæmdaraðila samkvæmt 1. mgr. ef forsendur hafa breyst verulega frá því að álitið lá fyrir, svo sem vegna breytinga á náttúrufari eða landnotkun á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, breytinga á löggjöf um umhverfismál, alþjóðlegum skuldbindingum eða tækniþróunar. Á tæpum 20 árum sem liðin er frá umhverfismatinu hefur mest allt ofangreint gerst.


Bókun Flokks fólksins við Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi:

Um er að ræða gríðarmikla byggingu á litlum reit, að litlum hluta neðanjarðar. Meirihlutinn leggur til að fjölga íbúðum enn meira. Ein hæð er fyrir verslun og þjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort ráðlagt sé að setja svo margar íbúðir í eitt hús en íbúðir verða 102. Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík nema kannski má finna eitt dæmi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingastefna meirihlutans ganga ansi langt hér.


Bókun Flokks fólksins við Kleppsvegur 150-152, ný tengibygging og endurbygging:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að koma eigi þarna nýr leikskóli enda mikil þörf á því. Nokkrar áhyggjur eru þó af því að verið er að gera upp eldra húsnæði sem er að hluta til skemmt. Halda á innra skipulagi á efri hæð að Kleppsvegi 152 að mestu óbreyttu. Fram hefur komið í gögnum að erfitt er að halda í innveggi sökum nauðsynlegra lagfæringa á gólfum. Búið er að staðfesta rakaskemmdir í húsnæði sem ekki er búið að bregðast við að fullu. Sýni hafa staðfest myglu- og örveruvöxt í húsnæðinu. Ekki er mikið um sleppistæði og er gengið út frá því að foreldrar komi með og sæki börn sín gangandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að ályktun af þessu tagi sé óraunhæf. Foreldrar sem eru að fara beint í vinnu eftir að hafa farið með börn sín á leikskóla koma margir akandi enda er vinnustaður þeirra ekki í göngufæri. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar efasemdir um að þetta sé hagkvæmara (bæði fjárhagslega og umhverfislega) en að rífa og byggja alveg upp á nýtt. Kostnaður vegna óvissuþáttar er sem dæmi mjög hár eða um 129.000.000.

Bókun Flokks fólksins við fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó í Grafarvogi:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til 4. mars 2020 að breyting verði gerð á leiðakerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan gekk út á að leiðakerfið verði þétt og skilvirkt milli hverfanna og til að svo megi verða þarf að endurskoða leiðakerfið Strætó með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum íbúa þessara hverfa og með hliðsjón að öryggi barna sem koma úr þremur hverfum. Engin viðbrögð eða svör hafa borist við tillögunni sem er nú meira en ársgömul. Nú leggur meirihlutinn fram tillögur að breytingu á leiðakerfi sem kynntar eru í samgönguráði en engin gögn fylgdu málinu. Eftir því sem næst er komist er verið að bæta tengingar milli skóla. Einnig skilst fulltrúa Flokks fólksins að bæta á þjónustu við Egilshöll með leið 6. Sú tillaga sem hér er lögð fram virðist þó draga úr þjónustu við fólk í Borgum. Grafarholt og Úlfarsárdalur eru ekki að græða neitt stórkostlega á tillögunni eftir því sem næst kemur.


Bókun Flokks fólksins við svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi útboð, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Segir í umsögn að slík endurmenntun sé í gangi og að nýgengnir úrskurðir kærunefndar útboðsmála varðandi útboðsskyldu vegna orkukaupa og þjónustusamninga gefi ekki tilefni til viðbragða varðandi stjórnendur af því tagi sem fyrirspurnin lýtur að.

Fulltrúi Flokks fólksins finnst engu að síður sérkennilegt að borgin þurfi ítrekað að greiða sektir í málum af þessu tagi (gölluð útboð) og má því ætla að ekki sé nægilega vel unnið eða eitthvað skorti á þekkingu og reynslu. Hversu flókið er það lögfræðilega að gera útboð rétt úr garði?

Bókun Flokks fólksins við tillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu, um tilraunaverkefni um útleigu á rafskutlum:

Nú leggur meirihlutinn til að leigja þeim sem eiga erfitt um gang rafskutlur til að aka Laugaveg niður í Kvos. Tillagan er afar óljós. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að það verður að auðvelda aðgengi allra að miðbænum. Með lokun fyrir bílaumferð treysta borgarbúar sér ekki til að koma í bæinn eins og áður. Þetta hafa kannanir sýnt. Aðgengi er slæmt og ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt um gang, eru í hjólastól eða með önnur hjálpartæki eða eru sjónskertir. Dæmi um hindranir eru þrep, óslétt yfirborð, þrengsli m.a. þröng hurðarop og skortur á römpum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í tvígang lagt fram tillögu um skutluvagn sem æki um göngugötur en tillögurnar hafa verið felldar með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er? Lagt er til að tillögunni sé vísað frá og að meirihlutinn hugsi hana nánar.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breikkun Breiðholtsbrautar:

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Tillögu Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni hefur verið felld með þeim rökum „að breytingar séu fyrirhugaðar á þessu svæði í tengslum við fyrirhugaða tengingu Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og ætti því ekki að taka tvöföldun Breiðholtsbrautar út fyrir þá framkvæmd og ráðast í hana óháð öðru“.

Þetta eru rök sem halda engu vatni að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þessi tillaga ætti að fá forgang yfir 3. kafla Arnarnesvegar því sú tenging mun einungis gera ástandið verra með nýjum ljósastýrðum gatnamótum á Breiðholtsbraut. Aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir s.s. hvort hringtorg sé betri kostur heldur en ljósastýrð gatnamót á nokkrum stöðum á Breiðholtsbraut. Það ástand sem nú ríkir á þessum kafla er skelfilegt. Það er eiginlega með ólíkindum að þessi hluti brautarinnar hafi ekki strax verið gerður tvíbreiður. Þetta er úrelt gatnakerfi. Ákall borgarbúa um breikkun er hunsað. Þetta bitnar á öllum þeim sem aka þessa leið, margir á leið út úr bænum. Skipulagsyfirvöld hafa á engum tímapunkti átt umræðu um málið við Vegagerðina svo vitað sé, til að fá þennan hluta brautarinnar breikkaðan en hlýða hins vegar Kópavogsbúum eins og sjá má í máli Arnarnesvegar, 3ja áfanga.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Breytingar eru fyrirhugaðar á þessu svæði í tengslum við fyrirhugaða tengingu Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Óskynsamlegt er að taka tvöföldun Breiðholtsbrautar út fyrir þá framkvæmd og ráðast í hana óháð öðru, eins og tillagan leggur til. Því er réttast að fella tillöguna.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit frá skipulags- og samgöngusviði yfir öll framlögð mál Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu, málum sem er lokið og þeim sem er ólokið. Á fundi borgarráðs 24. júní var lagt fram slíkt yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur Flokks fólksins framlögð í borgarráði. Óskað er eftir sambærilegu yfirliti frá skipulags- og samgönguráði.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti:

Í miðbæ Reykjavíkur var nýverið stillt upp upplýsingaskiltum í Pósthússtræti við Austurvöll. Skiltin eru á steinsteyptum stökklum þar sem áður voru bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort þarna eigi að vera skilti til framtíðar?

Hver er kostnaður borgarinnar í tengslum við þessi skilti?

Er það stefna borgarinnar að skipta út bílastæðum í miðbænum fyrir skilti á steyptum sökklum?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel:.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels. Þau ljós eru í ólestri og má nefna að „græna ljósið“ kemur seint ef nokkurn tímann fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholsbrautina jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Ástand sem þetta hefur varað lengi.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um lagfæringar á gangstéttabrúnum við gönguþveranir í Breiðholti:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær til standi að lagfæra gangstéttabrúnir sem og aflíðandi halla frá gangstétt út á gönguþveranir í Efra Breiðholti. Þetta er sérstaklega slæmt við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en einnig víða annars staðar í Breiðholti.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um fund varðandi Arnarnesveg:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að haldinn verði sameiginlegur fundur með Vinum Vatnsendahvarfs, Betri samgöngum og Vegagerðinni þar sem rætt verður um fyrirhugaða lagningu 3ja áfanga Arnarnesvegar og þeirra áhrifa sem lagning hraðbrautarinnar hefur á Vatnsendahvarfið, nærliggjandi umhverfi og umferð. Að baki Vinum Vatnsendahvarfs standa mörg hundruð manns. Byggja á framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati. Marg ítrekað hefur verið óskað eftir að nýtt umhverfismat verði gert.

Vatnsendahvarfið er náttúruperla og dýrmætt grænt svæði sem liggur á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. Svæðið er mikið nýtt útivistarsvæði og útsýnissvæði íbúa nágrennisins. Einnig er Vatnsendahvarfið varpland fjölmargra fuglategunda, þar á meðal lóu, hrossagauka og spóa. Fyrirhugaður 3. kafli Arnarnesvegar mun koma til með að skera Vatnsendahvarfið í tvennt og breyta ásýnd þess og notagildi. Umhverfismat sem framkvæmdin á að byggja á er frá 2003. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur mikið breyst á svæðinu auk þess sem ekki liggur fullljóst fyrir hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur á umhverfi, útivist, umferð og hljóðvist.

Greinargerð

Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Það getur varla samræmst lýðheilsusjónarmiðum sveitarfélaganna að setja leiksvæði barna á horn tveggja stofnbrauta með samtals tíu akreinar.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á að þetta sé varhugavert og þurfi að skoða vel hvaða áhrif mengunin frá veginum muni hafa á viðkvæm lungu barnanna sem leika sér í návígi við veginn. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir,  því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Umferð um veginn mun einnig fljótt fara yfir efri mörk sem áætluð voru á þessu umhverfismati. Fjölmargir íbúar nágrennisins hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessara vegaframkvæmda. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en stórfelld og óafturkræf skipulagsmistök, og ógn við lýðheilsu íbúa. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur og Íbúaráð Breiðholts hafa kallað eftir því að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Vinir Vatnsendahvarfs taka  undir það og telja  mikla þörf á endurgerð umhverfismatsins. Mörg önnur brýn samgönguverkefni þyrfti að setja framar á forgangslistann en 3. kafla Arnarnesvegar svo sem  breikkun Beiðholtsbrautarinnar að Rauðavatni. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð, og að bæta öðrum ljósastýrðum gatnamótum á veginn myndi skapa enn fleiri vandamál. Einnig er mikilvægt að skoða vel möguleikann á að grafa 3. kafla Arnarnesvegar í göng eða leggja í stokk, bæði til að vernda umhverfið og einnig lýðheilsu íbúa.  Það þarf algjöra endurskoðun á þessari vegalagningu með heildarmyndina í huga. Áherslur í umhverfismálum og samgöngumátum á þessum áratugum  hafa breyst sem nauðsynlegt er að taka með inn í myndina.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að endurskoða reglur og samþykktir v. spilakassa:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið ráðist í það skipulagsverkefni að endurskoða reglur og samþykktir borgarinnar með það að markmiði að minnka rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs. Spilafíkn veldur samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar í Reykjavík. Umræða um rekstur spilakassa og hvort rétt sé að banna slíkan rekstur hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu Lokum.is, en frekari upplýsingar má finna á vefsíðu með sama nafni. Samtökin hafa dregið fram reynslusögur sem sýna svart á hvítu hversu miklum skaða spilafíkn veldur samfélaginu. Reykjavík getur takmarkað rekstur spilakassa. Jafnvel þótt engar reglur hafi verið settar um rekstur spilakassa af hálfu borgarinnar þá eru í gildi ýmsar samþykktir sem hægt er að breyta og gera þar með ítarlegri kröfur til rekstraraðila hyggist þeir reka spilakassa. Þá er hægt að takmarka verulega spilakassarekstur með því að breyta skipulagi borgarinnar. Góð byrjun væri t.d. að gera kröfu um að ekki megi selja áfengi eða veitingar í spilasölum eða að ekki megi reka spilakassa í rými þar sem fari fram veitingasala eða áfengissala. Það má að minnsta kosti hefja skoðun á því hvort slík reglusetning myndi rúmast innan heimilda borgarinnar.

Greinargerð

Spilafíkn veldur miklum samfélagslegum skaða eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum. Engu að síður er rekstur spilakassa löglegur. Undanþágur voru á sínum tíma veittar til að liðka fyrir fjáröflunartækifærum og fengu Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil (í eigu Rauða Krossins, Landsbjargar og SÁÁ) heimild til reksturs spilakassa. Þrátt fyrir að ágóðinn eigi að renna til góðgerðamála er ljóst að einkaaðilar hagnast einnig á þessum ósóma. Algengt er að rekstrinum sé útvistað til einkaaðila og varla rennur ágóðinn óskipt til HHÍ og Íslandsspila. A.m.k. gefa upplýsingar í fyrirtækjaskrá það til kynna að rekstur spilakassa og spilasala skili þessum einkaaðilum reglulegum og umtalsverðum hagnaði.  Þótt starfsemin sé heimil lögum samkvæmt þarf hún að uppfylla ýmsar kröfur reglna og samþykkta sem settar eru af borgaryfirvöldum. Sækja þarf um leyfi fyrir fyrirhuguðum rekstri hjá skipulagsyfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, matvælaeftirliti og lögreglu. Þá þarf lögregla að leita umsagnar velferðasviðs fyrir leyfisveitingu vegna rekstri spilasala. Grípa á til heildstæðrar endurskoðunar þar sem skoðað verði hvaða leiðir séu færar til að koma í veg fyrir rekstur spilakassa í borginni og draga úr spilafíkn. Nauðsynlegt er að sérfræðingar leggi mat á það hvaða leiðir skili bestum árangri, enda ljóst að svara þarf ýmsum álitamálum þegar ráðist er í breytingar á reglugerðum og samþykktum borgarinnar. Með því að kortleggja hvaða leiðir eru færar er hægt að grípa til aðgerða sem skila markvissum árangri og draga úr skaðlegum áhrifum spilafíknar.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 30. júní

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1:

Byggja á allt að 3500 íbúðir í 1. og 2. áfanga og 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þessi borgarhluti stendur samkvæmt deiliskipulaginu án nokkurra landfyllinga eins og fram hefur komið. Hætta ætti því við landfyllingar á svæði 1 og 2. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Allt of mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Landfyllingar eru auk þess enn í mati. Hvað viðkemur iðnaðarsvæðinu þá felst breytingin í því að minnka skipulagssvæðið, malbikunarstöðin og bílasölur eiga að víkja skv. skipulaginu. Fækkun bílastæða á svæðinu er viðkvæmt mál fyrir stóran hóp. Samráð þarf að vera við borgarbúa um það.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2:

Allt undirlag er á landfyllingu. Byggja á allt að 3500 íbúðir í 1. og 2. áfanga og 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þessi borgarhluti stendur samkvæmt deiliskipulaginu án nokkurra landfyllinga eftir því sem fram hefur komið. Þétting byggðar tekur of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Allt of mikið er manngert. Ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Landfyllingar eru auk þess enn í mati. Varðandi iðnaðarsvæðið þá felst breytingin í því að minnkar skipulagssvæðið, malbikunarstöðin og bílasölur eiga að víkja skv. skipulaginu. Fækka á bílastæðum um 70% samnýta bílastæða en það er viðkvæmt mál fyrir stóran hóp.


Bókun Flokks fólksins við bréfi  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna Arnarbakka:

Taka má undir að Arnarbakki 2 og 4 hafi lítið varðveislugildi. Nýta má svæðið mun betur en nú er gert. Almenningssvæði á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum er ágæt stefna en framtíðarspár um umferð verða að vera raunhæfar. Sagt er að aðkoma að Arnarbakka 2 og 4 sé góð og áfram verði hægt að keyra snúningssvæðið við Breiðholtsskóla. Þetta er hæpin fullyrðing því að við uppbyggingu íbúða mun umferð vaxa, (65 stúdentaíbúðir, + 25 venjulegar íbúðir + athafnasvæði í neðstu hæðum) meðfram Breiðholtsskóla. Í gögnum er áætlað að bílferðum fækki um 15% sem er ekki raunhæft? Allsendis óvíst er hvort deilibílanotkun nái flugi hér eins og í erlendum borgum. Einnig er sagt að árið 2019 var hlutfall bílferða 74%, hjólreiða 5%, gangandi 14%, almenningssamgöngur 5% og annað 2%. Með því að fækka bílferðum um 15% fyrir 2040 er áætlað að hlutfall gangandi og hjólandi verði 25%. Er ekki verið að ofáætla hér? Byrja þarf á réttum enda t.d. byrja á að gera göngu- og hjólastíga þannig að þeir beri umferð fleiri farartækja og sjá hvort það dragi úr bílanotkun. Ef það gengur vel er alltaf hægt að fækka bílastæðum eftir á.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell, vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells:

Hér er um að ræða að endurbæta hluta af Fellahverfinu, Völvufell. Byggingar hafa ekki mikið varðveislugildi og þess vegna er hægt að byggja allt upp að nýju. En hér er, sem og við Arnarbakka gert ráð fyrir samgönguþróun sem ekki er víst að gangi eftir. Veruleg íbúafjölgun verður í Völvufelli ef áætlanir ganga eftir. Í gögnum segir segir “ Vinna skal samgöngumat ef tækifæri eru til að fækka bílastæðum, á – stærri byggingarreitum eða hverfum. – byggingarreitum með blandaðri landnotkun, í nágrenni við góðar almenningssamgöngur” ,,Kortið sýnir einnig 20 mínútna svæði fyrir hjólandi en miðað er við 16,3 km/klst hjólahraða sem er meðalhraði í Kaupmannahöfn“. Hér er gert ráð fyrir að hröð umferð verði á göngustígunum, en það er óraunhæft nema stígar verði teknir algerlega í gegn. Rangt er að hjólastígar séu góðir og talsvert er í að þeir verði gerðir viðunandi. Samanburður við hjólastígakerfið í Kaupmannahöfn á ekki við hér enda það allt annað og betra. Kallað hefur verið eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og var það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki á íbúafundi. Varasamt er að fækka bílastæðum verulega áður en önnur góð samgöngutækifæri verða til að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á gangbrautarljósum 2021. Kostnaðaráætlun 2 er 45 m.kr.:

Meirihlutinn óskaði eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á gangbrautarljósum 2021. Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á og ítrekar að borgaryfirvöld fylgi lögum og reglum um útboð og vísar í því sambandi til nýlegs úrskurðar um lögmæti útboða borgarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja kaup á vinnu við viðhald og þróun á hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar:

Þjónustu- og nýsköpunarsvið óskar heimildar til að hefja kaup á vinnu við þróun á hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér í þessu sambandi hvort ekki er skynsamlegra að kanna hvort til sé hönnunarkerfi sem uppfyllir þær kröfur sem hér um ræðir. Þetta verður að skoða áður en farið er út í þróa eða smíða nýtt kerfi. Sambærileg kerfi eru í notkun víða. Fulltrúi Flokks fólksins telur að ÞON eigi að nýta sér það sem nú þegar er til í stafrænum lausnum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. júní 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja undirbúning og innkaup á nýjum innri innkaupa- og aðgangsvef fyrir borgina:

Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri vegna beiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) um heimild til kaupa á áframhaldandi þróun og vinnu við heimasmíðað hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar, að kannski hefði verið skynsamlegra og hentugra fyrir borgina að kaupa tilbúið hönnunarkerfi í stað þess að eyða miklum tíma og fjármagni í uppfinningu, þróun og vinnu við að smíða sitt eigið kerfi. Það hlýtur að vera til staðlað og samræmt hönnunarkerfi í notkun annarsstaðar hjá borgum eða jafnvel sveitarfélögum af svipaðri stærð og Reykjavíkurborg. Fulltrúi Flokks fólksins telur að skoða hefði átt að fara í þá vinnu fyrst og bera svo saman kostnað við kaup á tilbúnu kerfi við þann kostnað sem áætla má að verði við þetta heimasmíðaða hönnunarkerfi ÞON þegar það kerfi verður tilbúið.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. júní 2021 ásamt skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda:

Sameinast þarf um að sinna þessum stóra og mikilvæga málaflokki. Sveitarfélög standa ekki ein undir að sinna málefnum barna með fjölþættan vanda. Óvissa er mikil sem snýr að kostnaði vegna þjónustu við börn með fjölþættan vanda og reynist það börnum og foreldrum þeirra mikið áhyggjuefni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um breytingu á reglum um leikskólaþjónustu:

Einn stærsti vandi leikskólamála í Reykjavík er biðlisti. Ekki hefur tekist að finna lausn á honum. Það verður að fara finna lausn enda ekki boðlegt foreldrum og börnum í Reykjavík ár eftir ár. Foreldrar þurfa einnig að geta treyst á að börn sín komist að þegar 18 mánaða aldri er náð. Fram kemur í gögnum að horft sé til þess að börn í ungbarnaleikskólum fari í leikskóla fyrir eldri börn á því ári sem þau verða þriggja ára. Spurning er hvort þetta gæti ekki verið sveigjanlegt. Sum börn eru kannski tilbúin fyrr og önnur síðar. Um þetta finnst fulltrúa Flokks fólksins að foreldrar ættu að hafa ákvörðunarvald. Almennt um þessar breytingar finnst fulltrúa Flokks fólksins að auka mætti sveigjanleika og auka vægi foreldra við ákvarðanatöku eins og hægt er.

Bókun Flokks fólksins við  bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um breytingu á reglum um styrkveitingar í þróunar- og nýsköpunarsjóði:

Meirihlutinn leggur til breytingar á reglum um styrkveitingar í þróunar- og nýsköpunarsjóði. Almennt er það mat fulltrúa Flokks fólksins að styrkur skuli ekki greiddur að fullu fyrr en lokaskýrsla liggur fyrir og verkefni er lokið að fullu. Það hefur færst í vöxt að veita styrki sem er vel. Það er mikilvægt að mati fulltrúa Flokks fólksins að reglur um styrkveitingar eigi að vera samræmdar milli sviða í stað þess að sviðin útfæri þær hver á sinn hátt enda gæti útfærslan þá annars orðið afar mismunandi.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Tímabundin fjölgun sérfræðinga til að vinna úr biðlistum:

Loks er meirihlutinn í borgarstjórn að taka við sér þegar kemur að því að ráðast til atlögu gegn löngum biðlistum. Nú á að ráða fleira fagfólk Sálfræðingar eiga þó ekki að hafa aðsetur innnan skólanna eins og fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá og hefur ítrekað lagt til. Það er auk þess vilji margra skólastjórnenda enda þjónar slíkt fyrirkomulag best börnum og starfsfólki. Hér talar fulltrúi Flokks fólksins af 10 ára reynslu sinni sem skólasálfræðingur.
Nú bíða 1056 börn eftir þjónustu fagfólks skóla. Biðlistinn hefur verið að lengjast jafnt og þétt síðustu árin. Covid ástandið bætti ekki ástandið en nú bíða sem dæmi 434 börn eftir þjónustu talmeinafræðings. Fulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi kjörtímabils barist fyrir því að fagfólki verði fjölgað og að farið verði markvisst í að stytta biðlista barnanna en talað hefur verið fyrir daufum eyrum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega að stíga eigi þetta skref og segja má „betra seint en aldrei“. Hins vegar hefur dýrmætur tími tapast. Fyrir tugi barna sem hafa verið á biðlistum er ansi seint í rassinn gripið. Þau hafa mátt bíða mánuðum saman og jafnvel árum með vandamál sín óleyst í þeirri von að brátt komi nú röðin að þeim og þau fái fullnægjandi þjónustu.

Frestað

Bókun Flokks fólksins við tillögu að undirbúningi leikskóla í Völvufell í samræmi við hugmyndir í drögum að deiliskipulagi Breiðholts III. Leikskólinn gæti verið allt að 10 deildir og útileiksvæðið verði jafnframt opið almenningi utan leikskólatíma. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að sjá um undirbúning í samráði við skóla- og frístundasvið og leikskólana í Efra Breiðholti:

Fyrir borgarráð er tillaga meirihlutans að hafinn verði undirbúningur að nýjum leikskóla í Völvufell í samræmi við hugmyndir í drögum að deiliskipulagi Breiðholts III. Sameina á í hinum nýja skóla tvo skóla, Ösp og Holt.  Leikskólinn gæti verið allt að 10 deildir og útileiksvæðið verði jafnframt opið almenningi utan leikskólatíma. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að sjá um undirbúning í samráði við skóla- og frístundasvið og leikskólana í Efra Breiðholti. Fulltrúi Flokks fólksins vill að hugmyndin að tillögunni sé vel kynnt og að þeir sem málið snertir með séu hafðir með frá byrjun. Nú reynir á vönduð og fagleg vinnubrögð meirihlutans og að haft verði samráð við alla þá sem málið snertir og að samráð verði ekki aðeins í formi tilkynninga um hvernig hlutirnir eigi að vera.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu stýrihóps um Elliðaárdal, dags. 15. júní 2021, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2021:

Í þessari skýrslu er ekki tekin skýr afstaða til stíflunnar. Hún er friðuð, hún hefur verið varanlega tæmd og fyrir liggur að OR er hætt raforkuframleiðslu í Elliðaám. Hvort stíflan fari eða veri og veri hún, hvort þá verði gert eitthvað með hana er allt opið eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sem fram kemur að nauðsynlegt er að hafa enn viðameira samráð og við fleiri en áður til að komast hjá óþarfa árekstrum. Tryggja verður alvöru samtal, samráð og upplýsingaflæði á meðal lykilaðila, íbúa og áhugafólks um dalinn. Það er afstaða fulltrúa Flokks fólksins að varðveita náttúru eins og hægt er. Því miður hefur verið gengið freklega á græn svæði, fjörur og aðra náttúru í borgarlandinu. Nú þegar er Elliðaárdalurinn heilmikið mótaður af mönnum og náttúran hefur vikið. Skoðun fulltrúa Fulltrúa Flokks fólksins er að náttúran eigi að njóta vafans og unnið verði að því að Elliðaárnar renni eins og áður en þær voru virkjaðar. Ef heldur sem horfir með þá stefnu sem meirihlutinn rekur þá mun að lokum hvergi finnast ósnortin náttúra lengur í borgarlandinu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu starfshóps um rekstur mannvirkja í Úlfarsárdal sbr. hjálagða skýrslu dags. 21. júní 2021:

Mannvirkið í Úlfarsárdal er metnaðarfullt og mun rúma margt og marga. Tryggja þarf strax að hópur eins og eldri borgarar hafi aðkomu að ákveðnu rými þar sem þeir geta komið saman til tómstunda eða gera hvað eina sem þeim langar að gera saman. Sé það ekki skilgreint strax er hætta á að þessi hópur gleymist og verði út undan. Húsið er fyrir alla í hverfinu og á starfsemi þess að taka mið af og mótast af þörfum, vonum og væntingum íbúanna á hverjum tíma.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu úrskurða kærunefnda útboðsmála:

Þessir úrskurðir kosta stjórnvaldssekt til ríkisins, 8 milljónir og 1,5 milljón í málskostnað vegna orkukaupa, og hafa þau áhrif að taka þarf upp samninga í orkukaupum. Í LED málinu þarf borgin að greiða 3 milljónir í sekt og bætur og í samningum um hleðslustöðvar þarf að greiða 4 milljónir í stjórnvaldsekt og 2 milljónir í málskostnað. Samning um hleðslustöðvar þarf að taka upp að nýju. Samtals 18,5 milljónir eru farnar í súginn vegna lélegrar stjórnsýslu. Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja aftur hvort þeir sem annast þessi mál hjá borginni kunni að þurfa endurmenntun eða frekari fræðslu? Vegna þessa er núna ekkert rukkað fyrir hleðslu á rafhleðslustöðvum.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun á reglum og samþykktum vegna spilakassa, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. mars 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2021:

Fram kemur að ekki sé tilefni til að taka tillöguna til frekari skoðunar m.a. vegna þess að Reykjavík hafi ekki sett sér reglur eða samþykktir um rekstur spilakassa sem unnt er að endurskoða í samræmi við markmið tillögunnar. Tillögunni er því vísað frá. Borgin hefur ýmsar heimildir til að setja reglur eða samþykktir sem gætu komið í veg fyrir áframhaldandi rekstur spilakassa í borginni, eða a.m.k. dregið úr slíkri starfsemi. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur kveður m.a. á um að enginn megi reka leiktækjastað eða þess háttar starfsemi gegn borgun nema með leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sbr. 27. gr. lögreglusamþykktar. Þá fellur rekstur spilakassa undir slíka starfsemi, sbr. 2. gr. lögreglusamþykktar. Fram kemur í svari að Reykjavík getur ákveðið hvar heimilt er að reka slíka starfsemi. Jafnvel þótt engar reglur hafi verið settar um rekstur spilakassa af hálfu borgarinnar þá eru í gildi ýmsar samþykktir sem hægt er að breyta og gera þar með ítarlegri kröfur til rekstraraðila hyggist þeir reka spilakassa. Hægt væri t.d. að gera kröfu um að ekki megi selja áfengi eða veitingar í spilasölum eða að ekki megi reka spilakassa í rými þar sem fari fram veitingasala eða áfengissala. Skoða má hvort slík reglusetning myndi rúmast innan heimilda borgarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. júní 2021 liður 16.:

Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að standa vörð um alla minnihlutahópa í borginni hefur verið vísað frá í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Það er mjög sjaldan sem mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur fjallað um málefni eldri borgara og vill fulltrúi Fokks fólksins beita sér fyrir að málefni þeirra fái þar meiri forgang. Eldri borgarar er hópur fólks sem langflestir eiga eftir að tilheyra, ef Guð lofar. Þetta er fólkið sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins allt sitt fullorðinslíf og langar til að fá að lifa ævikvöldið sitt áhyggjulaust og með þeim hætti sem það sjálft kýs. Hvetja þarf borgarstjórn til að taka málefni eldri borgara ofar á forgangslistann og samþykkja fleiri tillögur þeim til heilla. Það mætti sem dæmi færa rök fyrir því að, sé maður skikkaður til að hætta að vinna 70 ára þrátt fyrir fulla starfsgetu, þá sé það mannréttindabrot. Losa þarf um allar hindranir sem standa í vegi fyrir þeim sem vilja halda áfram að vinna eftir sjötugt. Huga þarf einnig að betri þjónustu til þeirra sem vilja búa heima. Þá er átt við sem dæmi að fjölga þyrfti þjónustuþáttum og dýpka þá sem fyrir eru.

Bókun Flokks fólksins við Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 24. lið fundargerðarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins fékk svör við nokkrum spurningum er varðar styrk vegna glerskipta við götur þar sem umferð veldur hávaða. Svörin benda til þess að úrræðið er kannski ekki nógu vel kynnt. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að styrkur sem þessi renni til margra en ekki fárra þótt um lægri upphæðir verði þá að ræða. Það er auk þess mat fulltrúa Flokks fólksins að svona styrki eigi að tekjutengja. Þeir sem hafa efni á glerskiptum eiga að fjármagna það sjálfir en hjálpa á frekar hinum efnaminni sem hafa engin önnur ráð en að leita eftir styrkjum með vandamál af þessu tagi. Miðað við 65 desibela jafngildishávaðastig yfir sólarhringinn má búast við að við fjölda húsa víðsvegar í borginni sé hávaði. Hitt er annað mál, að það að kaupa hús í gömlum grónum hverfum hefur bæði galla og kosti. Þeir sem kaupa gömul hús vita að þau eru ekki eins vel einangruð og ný hús. Augljóst er hvaða hús eru við umferðargötur. Ekkert á að koma á óvart. Í hverfum í uppbyggingu er hins vegar erfiðara að sjá allt fyrir.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2021, liður 5.

Þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis rætt um að nauðsynlegt sé að gera árangursmælingar á sérkennslu. Í sérkennslu eru um 30% af grunnskólabörnum án þess að árangur sé metinn. Börn kunna einnig að vera að fá mismunandi þjónustu eftir því hvar þau búa. Allt of langur tími hefur farið hjá þessum meirihluta í að koma því á blað að mæla þarf árangur og enn lengri tími líður áður en það kemst til framkvæmdar. Sérkennarar eru ofhlaðnir og undir miklu álagi. Í þeirra hópi eru börn ekki aðeins með námserfiðleika af ýmsu tagi og á ýmsum stigum heldur einnig með hegðunarvanda/raskanir. Þetta tvennt fer vissulega stundum saman en alls ekki alltaf. Barn sem ekki fær viðeigandi aðstoð við vanda sínum tapar fljótlega sjálfstrausti sínu og sjálfsöryggi og þá aukast líkur þess að birtingarmyndir þess sýni sig í hegðun og atferli. Hópur þeirra sem útskrifast án þess að geta lesið sér til gagns fer stækkandi. Löngu tímabært er að meta með kerfisbundnum hætti árangur með reglulegum hlutlægum mælingum til að greina hvort stuðningur hafi leitt til bættrar stöðu barna og ef ekki, að greina og innleiða helstu tækifæri til úrbóta.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir öldungaráðs frá 12. apríl, 3. maí og 7. júní 2021:

Reykjavík er þátttakandi í í samvinnu við alþjóða heilbrigðismálastofnunina um verkefnið: Aldursvænar borgir. Meðal þess sem horft er til þegar talað er um aldursvænar borgir er húsnæðismál, samgöngur, aðgengi, heilsugæsla, félagsleg þátttaka, upplýsingaflæði, samfélagsleg þátttaka og atvinna fyrir eldri borgara. Hvar stendur Reykjavík með þessa þætti? Sennilega vel með margt en ekki þegar kemur að samstarfi og þátttöku eldri borgara í samfélaginu. Reykjavíkurmeirihlutinn lofaði að horfa til sveigjalegra vinnuloka þegar hann tók við en ekkert bólar á slíku nú þegar ár er til kosninga. Það er löngu tímabært leyfa þeim sem það geta og vilja að halda áfram að sinna starfi sínu þótt sjötugsaldri sé náð. Borgin ætti líka að þrýsta á ríkið að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna yrði hækkað úr 100.000 kr. í 200.000 kr. eða afnumið alfarið. Í kjarasamningi segir að yfirmanni sé heimilt að „endurráða þann sem náð hefur 70 ára aldri í annað eða sama starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lífeyris.“ Þetta er tyrfin leið.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um starf sem lagt hefur verið í Melaskóla:

Fulltrúa Flokks fólksins barst það til eyrna nýlega að starf deildarstjóra sérkennslu í Melaskóla hefur verið lagt niður. Deildarstjórinn er talmeinafræðingur. Óskað er svara við: 1. Hvers vegna var staða deildarstjóra sérkennslu við Melaskóla lögð niður? 2. Var deildarstjóra sérkennslu Melaskóla, sem er talmeinafræðingur að mennt, boðin staða sem slíkur við skólann þegar staða hennar sem deildarstjóri var lögð niður?

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn hvort ekki hefði verið skynsamlegra  að kanna frekar til hlítar hvort tilbúið hönnunarkerfi hafi ekki verið til sem hægt hefði verið að kaupa fullbúið?

Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) hefur óskað eftir að borgarráð heimili ÞON að hefja kaup á vinnu við viðhald og þróun á hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki hefði verið skynsamlegra á sínum tíma, að í stað þess að ÞON hafi byrjað á því að hanna sitt eigið kerfi með öllum þeim áframhaldandi þróunar og sérsmíðis -kostnaði, að kanna frekar til hlítar hvort tilbúið hönnunarkerfi hafi ekki verið til sem hægt hefði verið að kaupa fullbúið?

Einnig langar borgarfulltrúa Flokks fólksins að vita hvort til sé raunhæf kostnaðaráætlun fyrir þetta verkefni sem miðast við hugsanlegan heildarkostnað þegar og ef þetta heimasmíðað kerfi verði fullklárað?

Vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju ekki er hægt að upplýsa foreldra  með nokkurri nákvæmni hvenær barn þeirra getur hafið aðlögun á komandi hausti:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur orðið þess áskynja að foreldrar barna sem eru að hefja leikskólagöngu í haust er haldið í óvissu með hvenær börn þeirra geta hafið aðlögun. Óvissa er ávallt slæm og hefur neikvæð áhrif á líðan auk þess sem það raskar því að hægt sé að skipuleggja vinnu, pössun og fleira í kringum barnið. Óskað er upplýsinga um af hverju ekki er hægt að upplýsa foreldra um þessa hluti og þeim sagt með nokkurri nákvæmni hvenær barn þeirra getur hafið aðlögun á komandi hausti. Enda þótt mönnun liggi ekki endanlega fyrir má það alls ekki bitna á þjónustuþegum. Þetta er eitt af þeim hlutum sem borgarmeirihlutinn/skóla- og frístundasvið verður að taka ábyrgð á og sjá til þess að fjölskyldur séu ekki settar í óþarfa óvissu og uppnám vegna vanda sem tengist rekstrinum.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að mál fulltrúa Flokks fólksins verði sett inn á heimasvæði hans á vef Reykjavíkurborgar:

Á fundi borgarráðs 24. júní var lagt fram yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur flokkanna sem lögð hafa verið fram í borgarráði. Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka fyrir það á sama tíma og lagt er til að mál fulltrúa Flokks fólksins verði sett inn á heimasvæði hans á vef Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/borgarfulltruar/kolbrun-baldursdottir Um er að ræða öll mál, tillögur og fyrirspurnir Flokks fólksins sem birt eru í ofangreindu yfirliti.

Frestað.

Borgarráð 24. júní 2021

Bókun Flokks fólksins við Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka:

Óraunhæf bjartsýni er í gögnum – skýrslunni, sérstaklega um umferð og bílastæði. Sagt er að aðkoma að Arnarbakka 2-4 sé góð og áfram verði hægt að keyra snúningssvæðið við Breiðholtsskóla. Þetta er hæpin fullyrðing því að við uppbyggingu íbúða mun umferð vaxa, (65 stúdentaíbúðir, + 25 venjulegar íbúðir + athafnasvæði í neðstu hæðum) meðfram Breiðholtsskóla. Í gögnum er áætlað að bílferðum fækki um 15% sem er ekki raunhæft? Alls endis óvíst er hvort deilibílanotkun nái flugi hér eins og í erlendum borgum. Einnig er sagt að árið 2019 var hlutfall bílferða 74%, hjólreiða 5%, gangandi 14%, almenningssamgöngur 5% og annað 2%. Með því að fækka bílferðum um 15% fyrir 2040 er áætlað að hlutfall gangandi og hjólandi verði 25%. Er ekki verið að ofáætla hér? Byrja þarf á réttum enda t.d. byrja á að gera göngu- og hjólastíga þannig að þeir beri umferð fleiri farartækja og sjá hvort það dragi úr bílanotkun. Ef það gengur vel er alltaf hægt að fækka bílastæðum eftir á. Taka má undir að Arnarbakki 2 og 4 hafi lítið varðveislugildi. Nýta má svæðið mun betur en nú er gert. Almenningssvæði á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum er ágæt stefna en framtíðarspár um umferð verða að vera raunhæfar.

 

Bókun Flokks fólksins við Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells:

Hér er um að ræða að endurbæta hluta af Fellahverfinu, Völvufell. Byggingar hafa ekki mikið varðveislugildi og þess vegna er hægt að byggja allt upp að nýju. En hér er, sem og við Arnarbakka gert ráð fyrir samgönguþróun sem ekki er víst að gangi eftir. Veruleg íbúafjölgun verður í Völvufelli ef áætlanir ganga eftir. Í gögnum segir segir “Vinna skal samgöngumat ef tækifæri eru til að fækka bílastæðum, á – stærri byggingarreitum eða hverfum. – byggingarreitum með blandaðri landnotkun. – , í nágrenni við góðar almenningssamgöngur” ,,Kortið sýnir einnig 20 mínútna svæði fyrir hjólandi en miðað er við 16,3 km/klst hjólahraða sem er meðalhraði í Kaupmannahöfn“. Hér er gert ráð fyrir að hröð umferð verði á göngustígunum, en það er algjörlega óraunhæft nema stígar verði teknir algerlega í gegn. Rangt er að hjólastígar séu góðir og talsvert er í að þeir verði viðunandi. Samanburður við hjólastígakerfið í Kaupmannahöfn á ekki við hér enda það allt annað og betra. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og var það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki á íbúafundi í hverfinu. Varasamt er að fækka bílastæðum verulega áður en önnur góð samgöngutækifæri verða til að mati fulltrúa Flokks fólksins. Byrja þarf á réttum enda.


Bókun Flokks fólksins við Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulag

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda. Íbúaráð og fleiri eru á móti 8-hæða byggingu og var fallið frá því og fara á niður í 7. Hvað sem því líður verður útsýnisskerðing og mjög skiljanlegt að íbúar séu svekktir yfir því. Það skiptir vissulega máli hvernig húsin ,,mjókka upp” þegar hugað er að skuggamyndum og áhrifum á vind. Inndregnar efri hæðir minnka t.d. slík áhrif. Útsýni er takmörkuð auðlind og afstöðu þarf að taka til hverjir eiga að njóta þess. Kvartanir vegna útsýnisskerðingar eru margar, en eflaust fá einhverjir aðrir betra útsýni. Nokkur vandræðagangur virðist vera í samgöngumálunum, og örðugt að búa til stæði fyrir rútur en nefnd er í gögnum ein lausn á því. Fram kemur í niðurstöðum samgöngumats að 63 bílastæði ættu að vera á lóðinni, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða. Hjólastæði skulu vera á bilinu 62-93. Fleiri hjólastæði eru en bílastæði sem er athyglisvert.


Bókun Flokks fólksins við Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021, skipan fulltrúa í vinnuhóp:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um „fegrunarviðurkenningar“ og fyrirkomulag í því sambandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að leggja eigi áherslu á að dreifa vali á viðurkenningarhöfum meira en lenska hefur verið að einblína helst á ákveðinn miðsvæðishring. Vel má horfa til t.d. Skerjafjarðar, Breiðholts, Árbæ og Grafarvogs ekki síst þegar kemur að vali fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. Á það skal bent að víða í úthverfum borgarinnar er einnig verið að endurgera og endurnýja hús sem hefðu vel getað komið til greina við ákvörðun á fegrunarviðurkenningu borgarinnar. Einnig mætti vel fjölga þessum viðurkenningum þar sem enginn kostnaður felst í því nema kannski að kaupa blómavönd. Að veita viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk og ekki ætti endilega að leggja áherslu á að húsin hafi einhverja sérstaka sögu eða flokkist undir einhvern frægan byggingarstíl. Hugmynd Flokks fólksins sem hér er lögð fram í bókun er að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu.


Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist, umsögn:

Lagður er fram listi yfir styrkveitingar til að bæta hljóðvist með glerskiptum. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki viss um að fólk sem býr við hávaða vegna umferðar á götu sem það býr við viti almennt um að samfélagið tekur þátt í kostnaði við að bæta hljóðvist. Að búa í gömlum grónum hverfum hefur bæði galla og kosti. Þeir sem kaupa gömul hús vita að þau eru ekki eins vel einangruð og ný hús. Augljóst er hvaða hús eru við umferðargötur. Ekkert á að koma á óvart. Í hverfum í uppbyggingu er hins vegar erfiðara að sjá allt fyrir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að styrkur sem þessi renni til margra en ekki fárra þótt um lægri upphæðir verði þá að ræða. Það er auk þess mat fulltrúa Flokks fólksins að svona styrki eigi að tekjutengja. Þeir sem hafa efni á glerskiptum eiga að fjármagna það sjálfir en hjálpa á frekar hinum efnaminni sem hafa engin önnur ráð en að leita eftir styrkjum með vandamál af þessu tagi. Miðað við 65 desibela jafngildishávaðastig yfir sólarhringinn má búast við að við fjöld húsa víðsvegar í borginni sé hávaði.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi innkaupamál

Innkaupamál á þessu og síðasta kjörtímabili hafa verið ein samfelld hneisa. Borgaryfirvöld hafa ítrekað virt lög og reglur um opinber innkaup að vettugi og gengið til samninga án þess að útboð fari fram. Þá er rétt að minna á það að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk.

Útboð eru til þess fallin að auka traust almennings á stjórnvöld og leiða gjarnan til sparnaðar fyrir borgina. Engu að síður hefur sitjandi meirihluti ítrekað farið á svig við lög um opinber innkaup og gengið beint til samninga við einkaaðila. Þetta sáum við þegar borgin keypti ljósastýringu án undangengins útboðs og orka er keypt án útboðs.

Við munum vel hversu lítið eftirlit var með endurgerð Braggans í Nauthólsvík. Verkið fór langt umfram kostnaðaráætlanir. Þar voru meira og minna öll verk og öll þjónusta keypt án undangengins útboðs. Sitjandi meirihluti virðist ekki nýta útboð við að leita að hagstæðu verði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers vegna?

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrirspurnir eru mikilvæg tæki fyrir kjörna fulltrúa til að kalla eftir upplýsingum úr stjórnkerfinu. Fyrirspurnin sem um ræðir inniheldur hins vegaer yrst og fremst fullyrðingar um illan ásetning sem ekki fást staðist en engar beinar óskir um upplýsingar sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar gæti brugðist við. Eðlilegt er ræða árangur, sýn og ábyrgð í innkaupa og útboðsmálum réttast er að gera það á vettvangi borgarstjórnar þar sem kjörnir fulltrúar geta skipst á skoðunum á opnum vettvangi.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram spurningu um hvernig stæði á því að endrum og sinnum kæmu mál upp á yfirborðið þar sem borgin hefur ekki virt lög og reglur um opinber innkaup. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta með ólíkindum vegna sögunnar og er skemmst að minnast braggamálsins og fleiri mál. Fyrirspurninni er svarað með bókun sem felur í sér snuprur til fulltrúa Flokks fólksins fyrir að spyrja með þessum hætti. Haldi þetta áfram að endurtaka sig hvað þá? Eiga fulltrúar minnihlutans bara að láta það eiga sig, minnast ekki á neitt eða láta sem ekkert sé? Fátt virðist hafa dugað, oft er búið að ræða þessi mál og sagt er að skerpt hafi verið á reglum en engu að síður eru reglur brotnar. Aftur er minnt á að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Káratorg

Óskað er svara við spurningunum um áætlaðan kostnað við Káratorg og af hverju er þetta verkef nú í forgangi nú í stað þess að bíða betri tíma.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Mjódd og hraðahindranir

Fyrirspurn um hraðahindrun í Mjódd. Nú á að malbika í Mjóddinni. Búið að fjarlægja kodda sem eru til að hægja á umferð. Í staðinn fyrir að setja þá aftur niður spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort ekki er hægt að setja upp hraðamyndavélar?

Hvað kostar að setja koddana aftur niður?

Það skal tekið fram að koddarnir eru að skemma hjólabúnaðinn að framan á bílum, veldur óvenjulegu sliti.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina og óski eftir viðræðum hið fyrsta um að breikka Breiðholtsbraut frá Jafnaseli að Rauðavatni:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina og óski eftir viðræðum hið fyrsta um að breikka Breiðholtsbraut frá Jafnaseli að Rauðavatni. Þessi bútur brautarinnar er á annatímum löngu sprunginn, ekki síst síðla fimmtudags og föstudags þegar fólk streymir út úr bænum. Umferðarteppur eru af þeirri stærðargráðu að umferðarteppan nær niður alla Breiðholtsbrautina og situr fólk fast á brautinni í óratíma. Ástandið mun ekki batna þegar að Arnarnesvegurinn mun tengjast Breiðholtsbrautinni. Eðlilegt hefði verið að tvöföldun Breiðholtsbrautar væri gerð á undan tengingu við Arnarnesveg. Þetta ætti að vera algert forgangsmál.

Frestað

 

 

Skipulags- og samgönguráð

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs frá 15. janúar 2020, um teymi sem leysir deilumál leigjenda félagsbústaða utan opnunartíma.:

Tillögu Flokks fólksins um að sett verði á laggirnar teymi sem bregst við ef upp kemur erfitt ástand/tilvik meðal leigjenda Félagsbústaða utan hefðbundins opnunartíma þjónustumiðstöðva hefur verið vísað frá í velferðarráði. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við all marga leigjendur þetta kjörtímabil og ber þeim saman um að bjóða þurfi upp á stuðning og ráðgjöf utan hefðbundins opnunartíma skrifstofu ef upp koma erfið mál/atvik.  Hér er ekki verið að vísa til barnafólks eða tilfelli um heimilisofbeldi heldur óvænt og erfið tilvik sem upp geta komið í húsnæði félagsbústaða. Tillagan hefur legið ofan í skúffu í marga mánuði hjá velferðaryfirvöldum. Vel hefði mátt skoða að setja á laggirnar úrræði sem svaraði kalli leigjenda utan opnunartíma þjónustumiðstöðva ef tilefni þykir til. Þetta mætti að minnsta kosti prófa til reynslu í ákveðinn tíma. Eins og staðan er í dag er mögulega Vorteymið sem gæti hjálpað til? Ef um hátíðisdaga er að ræða þurfa leigjendur jafnvel að bíða dögum saman þar til skrifstofan Félagsbústaða opnar á ný. Það skiptir miklu máli að geta náð í einhvern í síma því oft nægir að veita ráðgjöf.  Margir leigjendur eru eldra fólk og öryrkjar og til þess verður að taka tillit. Margir treysta sér ekki til að hringja á lögreglu í svona tilfellum.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu á tillögu  fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 17. lið fundargerðar velferðarráðs 24. júní 2020, um að auka gegnsæi þjónustu Þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar:

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að auka gegnsæi þjónustu þjónustumiðstöðva hefur verið vísað frá. Tillagan snýr hvað helst að upplýsingaflæði og fræðslu til foreldra. Í samtali fulltrúa Flokks fólksins við foreldra þetta kjörtímabil hefur komið í ljós að gegnsæi á þjónustu þjónustumiðstöðva er ábótavant. Sem dæmi hafa foreldrar barna með ADHD og aðrar raskanir og fötlun upplifað jafnvel uppgjöf gagnvart „velferðarkerfinu“. Þess vegna lagði fulltrúi Flokks fólksins þessa tillögu fram. Foreldrar barna með námsörðugleika ásamt foreldrum fatlaðra barna hafa ekki allir áttað sig  á hvar þeir geta fengið ráðgjöf eða yfir höfuð hvert hlutverk þjónustumiðstöðva er. Þetta er m.a. ástæða þess að árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um gerð upplýsingabæklings og í þeim bæklingi kæmi fram hvaða þjónusta er í boði hjá borginni fyrir ólíka hópa. Í drögum að velferðarstefnu er það viðurkennt að upplýsingaflæði er ábótavant. Engu að síður eru tillögur til bóta felldar með þeim rökum að verið sé að gera þetta allt og er viðkvæðið oft að „vinna sé í gangi“ o.s.frv. En hvergi er, enn, að sjá neinar afurðir! Í viðbrögðum meirihlutans má sjá mikið af mótsögnum sem skilur borgarbúa og þjónustuþega eftir í þoku og óvissu.

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. maí, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 16. júní 2021, um drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030, sem vísað var til umsagnar velferðarráðs á fundi borgarráðs, þann 20. maí 2021.:

Drög að lýðheilsustefnu liggur fyrir og umsögn um hana.  Lýðheilsa er samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir og miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Ekki er þó minnst á biðlista sem er án efa einn stærsti lýðheilsuvandi í borginni. Nú bíða 1577 börn eftir þjónustu sálfræðinga og fleiri fagaðila. Í stefnunni er talað um „þátttöku allra“ og að ná eigi til viðkvæmra hópa.  Eldri borgarar fá samt ekki vægi í stefnunni. Málefni þeirra eru ekki í nægum forgangi. Málefni sem tengjast þessum aldurshópi hefur sem dæmi sjaldan ratað inn á borð í mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Úr því þarf að bæta hið snarasta. Það getur varla fallið undir „þátttöku allra“ að vilja ekki skoða tillögu um sveigjanleg starfslok eða Vinnumiðlun eftirlaunafólks. Tillaga Flokks fólks þess efnis var felld í borgarstjórn 15. júní. Útrýming á fátækt og að auka jöfnuð meðal barna í Reykjavík auk þess að eyða biðlistum hlýtur að vera meginmarkmið stefnu af þessu tagi. Í drögum að Lýðheilsustefnu segir að reyna á að manna stöður leikskóla sem þessum meirihluta hefur ekki lánast að gera á þeim þremur árum sem liðin eru. Vonandi á „stefnan“ eftir að dýpka eftir að hafa verið í samráðsgáttinni og tengjast þeim raunveruleika sem við búum við en ekki vera aðeins yfirborðskennt plagg.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu við kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar starfsmanna Reykjavíkurborgar.:

Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2021 er kynnt fyrir velferðarráði. Nokkur atriði vekja sérstaka athygli í þessari könnun á niðurstöðum viðhorfskönnunar starfsmanna Reykjavíkurborgar.  Fyrst er að nefna niðurstöður sviðanna um einelti, áreitni og fordóma en þar er þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) með lang hæsta gildið, eða 8.0% þegar kemur að einelti frá samstarfsfólki. Önnur svið er helmingi lægir og alveg niður í 0,0%.  Segir þetta að á þessu sviði eru starfsmenn hvað mest að upplifa/verða fyrir einelti frá samstarfsaðilum sínum.  Þetta er alvarlegt og vísbending um að mikil vanlíðan kraumar á sviðinu innan starfsmannahópsins. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um þegar svona niðurstöður birtast að þá er  lykilatriði að skoða stjórnunarþáttinn. Staðreyndin er sú að stjórnandi/yfirmaður hefur það hvað mest í hendi sér hvort einelti fær þrifist á  vinnustað. Þetta hafa rannsóknir marg sýnt. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að þetta verði skoðað með gaumgæfilegum hætti.

 

Velferðarráð 16. júní 2021

Tillaga Flokks fólksins að borgarstjórn samþykki að setja á laggirnar Vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að Reykjavík stofni Vinnumiðlun eftirlaunafólks. Um er að ræða hugmynd að sænskri fyrirmynd, þar sem eftirlaunafólk getur skráð sig og tekið að sér afmörkuð verkefni tímabundið. Sambærileg hugmynd er nú til skoðunar á Húsavík og hefur verið fjallað um verkefnið í tímariti LEB (Landssamband eldri borgara). Hugmyndin er að nýta þekkingu og verkkunnáttu eldri borgara og eftirlaunafólks og vinna í leiðinni gegn einmanaleika sem margir þeirra upplifa. Þótt fólk sé komið á ákveðinn aldur þýðir það ekki að það geti ekki gert gagn lengur. Aðstæður þessa hóps eru afar ólíkar. Stór hópur eftirlaunafólks hefur verið á vinnumarkaði á öllum sínum fullorðinsárum og hefur haft mikla ánægju af vinnunni enda er hún oft einnig áhugamál fólks. Allt samfélagið myndi stórgræða á að nýta þekkingu og kunnáttu eldra fólks eins lengi og fólk hefur vilja til að vinna.

Greinargerð.

Oft kemur upp sú staða að fyrirtæki vanti starfskraft með stuttum fyrirvara, eða tímabundið. Hægt er að hugsa sér alls konar birtingamyndir í þessu sambandi. Vinnumiðlun eftirlaunafólks myndi virka þannig að fólk sem vill vinna skráir sig og síðan geta einstaklingar og fyrirtæki leitað til vinnumiðlunarinnar, vanti þau fólk í ákveðin verkefni. Þegar búið er að skrá sig er farið yfir hvað viðkomandi hefur gert áður, við hvað þeir hafa starfað og hvar færni þeirra og áhugi liggur. Sá sem skráir sig til vinnu ræður því hvenær hann vinnur og hversu mikið. Sumir vilja ráða sig í starf hálfan daginn, aðrir geta hugsað sér að starfa tvo daga í viku og svo framvegis. Nú er hægt að vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði án þess að ellilífeyrir skerðist. Úrræðið myndi að sjálfsögðu virka betur ef dregið er úr skerðingum vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Eftirlaunafólk á að fá að vinna eins og því sýnist án skerðinga og njóta afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Meirihlutinn í borgarstjórn getur ef hann vill ákveðið að fylgja ekki almanntryggingarkerfinu og boðið eldra fólki upp á úrræði til að auka virkni og auka tekjur.

Vinnumiðlunin yrði milliliður. Vinnumiðlunin myndi rukka fyrirtæki/stofnun þar sem viðkomandi vinnur og greiða svo laun til starfsmannanna. Fjölmörg störf koma til greina fyrir þennan hóp. Mannauður er mikill enda fólk með langa menntun og  reynslu og ekki hvað síst  lífsins reynslu sem er ómetanleg og getur komið sér vel í flestum störfum. Fyrirkomulagið gengur vel í Svíþjóð og er auk þess til skoðunar á Húsavík eins og framan greinir. Því ætti Vinnumiðlun eftirlaunaþega að geta blómstrað í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að aðrir kjörnir fulltrúar sjái kostina við þessa tillögu og vísi henni þar sem hún á heima til frekari skoðunar og þróunar.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að borgarstjórn samþykki að setja á laggirnar Vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík.

Tillagan er felld en á sama tíma er sagt að mál af þessu tagi sé í skýrum farvegi. Hvaða farvegi er það?
Þessi tillaga byggir á sænskri fyrirmynd, þar sem eftirlaunafólk getur skráð sig og tekið að sér afmörkuð verkefni. Hugmyndin er að nýta þekkingu og verkkunnáttu eldri borgara og eftirlaunafólks og vinna í leiðinni gegn einmanaleika sem margir þeirra upplifa. Þótt fólk sé komið á ákveðinn aldur þýðir það ekki að það geti ekki gert gagn lengur. Aðstæður þessa hóps eru afar ólíkar. Stór hópur eftirlaunafólks hefur verið á vinnumarkaði á öllum sínum fullorðinsárum og hefur haft mikla ánægju af vinnunni enda er hún oft einnig áhugamál fólks. Allt samfélagið myndi njóta góðs af því að nýta þekkingu og kunnáttu eldra fólks eins lengi og fólk hefur vilja til að vinna tímabundið. Það eru mannréttindi að fá að vinna eins lengi og kraftar leyfa og áhugi er fyrir hendi og auðvitað án skerðinga og njóta umfram allt afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem málefni eldri borgara fái ekki mikið vægi í borgarstjórn og sjaldan en minnst á þennan aldurshóp t.d. í mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráði.
Mikilvægt er að auka tækifæri eldra fólks til að starfa og að samfélagið njóti krafta þeirra og þekkingar. Draga ætti örar úr  skerðingum og jaðarsköttum sem leggjast þungt á eldri borgara og öryrkja.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Verkefnið sem tillagan fjallar um er ekki talið á ábyrgð borgarinnar. Ber að nefna að í ráðum borgarinnar hafi fulltrúar ráðanna tillögurétt og málfrelsi. Því eru verkefni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og það sem tekið er fyrir þar afurð þess sem fulltrúarnir leggja til. Ráðið hefur ekki sjálfstæðan vilja óháð fulltrúum þess.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

Það kann að vera rétt að tillagan um vinnumiðlun eftirlaunafólks sé ekki verkefni mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs. Fulltrúi Flokks fólksins vildi aðeins koma því að í þessu sambandi að sjaldan ef nokkurn tímann er fjallað um eldri borgara í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Fulltrúi Flokks fólksins mun leggja það til að bragabót verði gerð á því.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Ekki fæst séð að það sé hlutverk borgarinnar að taka að sér vinnumiðlun fyrir fólk sem komið er á eftirlaunaaldur. Fjöldi fyrirtækja og stofnana ráða til sín fólk á öllum aldri, þ.m.t. Reykjavíkurborg.

Bókun Flokks fólksins við tillögu meirihlutans um velferðarstefnu Reykjavíkur til 2030, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní sl.:

Velferðarstefna er hin fínasta en stefna gagnast fáum nema hún komist í framkvæmd. Hefðu þessi mál verið í forgangi hjá þessum og síðasta meirihluta væri stefna af þessu tagi komin í innleiðingu og orðin virk. Dýrmætur tími hefur tapast sem bitnar ekki síst börnum sem í hundraða tali hafa á þessu kjörtímabili beðið eftir t.d. þjónustu fagfólks í skólaþjónustu. Ekki orð er um biðlista í stefnunni. Börn sem fá ekki nauðsynlega aðstoð eiga á hættu að þeim hraki. Með biðinni er líðan þeirra ógnað enn frekar, jafnvel til frambúðar. Langir biðlistar, fátækt og ójöfnuður er eitt stærsta velferðarvandamálið í borginni. Í borginni er vaxandi fátækt, vaxandi vanlíðan barna og biðlistar í sögulegu hámarki og um 800 manns bíða eftir húsnæði. Áætlaður kostnaður við framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar er um 350 m.kr. en endanlegt kostnaðarmat liggur fyrir í október. Ósennilegt er hvort eitthvað af þessum tillögum verði komnar í virkni fyrr en á næsta kjörtímabili. Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há ef samanborið sem dæmi við 10 milljarða sem ráðstafað er nánast á einu bretti í stafræna umbreytingu. Það segir í raun allt um forgangsröðunina hjá meirihlutanum.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um málefni GAJA – gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs.:

GAJA var dýr framkvæmd og illa skipulögð og kemur nú í bakið á eigendum sem eru að stærstum hluta borgarbúar. Þegar hún var í bígerð og byggingu var talað um að frá henni kæmu söluvörur, metan og molta. Enn er verulegur hluti metans brenndur á báli, þrátt fyrir grænt plan og tal um umhverfisvænar áherslur. Meira að segja Strætó bs. er að skoða að kaup á rafvagni um þessar mundir en ekki metanvagn. Þessi tvö bs-fyrirtæki í meirihlutaeigu borgarinnar geta ekki átt samvinnu um þessi mál. Og moltan, þar er staðan verri. Moltan er ekki frambærileg, full af gleri og plasti en engu að síður sögð „ágætis molta“ af stjórnarmanni borgarinnar í SORPU. Ekki var minnst á þessa mögulega stöðu í áætlunum GAJU. Fulltrúi Flokks fólksins bókaði 2. júní 2020 eftirfarandi: „Margt bendir til þess að væntanleg molta verði ekki söluvara þar sem verkun verður ekki nógu góð. SORPA leggur ekki áherslu á flokkun við heimili heldur treystir á jarðgerðarstöðina.“ En málið er að lítið hefur verið gert til að losna við plastið. Tæknibúnaður er notaður til að skilja plastið frá sem dugar skammt. Nú liggur fyrir það sem blasti við frá upphafi að flokkun þarf að eiga sér stað þar sem sorpið verður til.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um skýrslu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir:

Verkefnið betri borg fyrir börn var sett á laggirnar 2019. Nú á að innleiða verkefnið betri borg fyrir börn um alla Reykjavíkurborg. Engar árangursmælingar liggja fyrir um hvernig verkefni hefur reynst í Breiðholti. Biðlistar þar hafa ekkert styst en nú bíða 309 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu í hverfinu en í allri borginni bíða 1577 börn. Segir á vef borgarinnar að verkefnið miði að því að færa þjónustu í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna og þétta samstarf skóla- og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvað er átt við með að „þétta“ því ekki á að færa aðsetur skólasálfræðinganna inn í skólana. Hvernig á þá að færa þjónustuna nær? Eiga sálfræðingar að hitta börnin einhversstaðar á milli þjónustumiðstöðva og skóla? Fulltrúa Flokks fólksins finnst að það hefði átt að byrja að mæla árangur af verkefninu áður en ákveðið er að innleiða verkefnið um alla borg í þessari mynd. Árangursmat ætti að vera haft til hliðsjónar við útfærslu verkefnisins frá fyrstu stigum. Ef sífellt er farið af stað með verkefni án þess að undirbúa það m.a. með því að beita viðeigandi mælingum er hætta á að fjármagni sé eytt út í loftið alla vega að einhverju leyti.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu  að hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. júní sl.:

Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá meginstofnleiðum borgarinnar. Það er mikilvægt að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Yfirleitt er ekki vöntun á rými og hægt að breikka stígana og búa til aflíðandi beygjur og minnka brekkur. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota minni vélknúin farartæki sem kallar ekki aðeins á aukna fræðslu heldur einnig aukið eftirlit með umferð á blönduðum stígum. Þess utan þá gengur, hleypur og hjólar fólk gjarnan með tónlist í eyrunum og heyrir ekki ef t.d. hjólandi nálgast. Fulltrúi Flokks fólksins nefndi í fyrri bókunum að fjarlægja þurfi járnslár og nú hefur skipulags- og samgönguráð samþykkt að það verði gert.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sósíalistaflokks Íslands um útvistun:

Tillaga er um að hætta útvistun. Strætó bs. er eitt af þessum bs.-kerfum þar sem stjórnir taka ákvarðanir sem ekki þjóna endilega notendum og starfsmönnum. Tilviljanleg útvistun getur skemmt starfsanda sem svo leiðir til verri vinnubragða. Borgarstjórn þarf að taka ákvörðun um hvort hún styðji útvistun verkefna yfir höfuð.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Miðflokksins um að tryggja veru Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli til framtíðar.:

Enda þótt ekki sé hægt að tryggja neitt þá eru allar líkur á að flugvöllurinn í Vatnsmýri komist hvorki lönd né strönd. Veðurfarsmælingar svo sem á Hólmsheiði og Hvassahrauni eru í skötulíki og nú kann að vera að eldgos mitt á milli Hvassahrauns og Reykjanesbæjar setji einnig strik í reikninginn.

Bókun Flokks fólksins við svohljóðandi tillögu Kristínar Soffíu Jónsdóttur að börn sem útskrifast af leikskóla snúi ekki aftur á leikskólann eftir sumarfrí heldur taki þátt í starfi frístundaheimilis fram að skólasetningu.:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta að mörgu leyti góð tillaga. Þó má nefna að núverandi fyrirkomulag hentar mörgum börnum mjög vel. Einhverjum börnum kann að finnast það vera nokkuð stórt stökk að byrja í frístund í heilan dag í 2 vikur með nýju fólki og nýju umhverfi. Frístundin getur verið krefjandi fyrir 6 ára börn, mikill fjöldi barna og kannski fáir starfsmenn. Þetta er ekki róleg stund með börnunum til að aðlagast. Gæti jafnvel verið mjög erfitt fyrir sum börn. Síðan er auðvitað vandamál að manna frístund á sumrin og haustin. Hvaða lausnir liggja fyrir í þeim efnum?  Kostir eru þeir að þau börn sem væru að byrja ný í leikskóla komast þá fyrr að sem myndi mögulega eyða óvissutíma og millibilsástandi hjá þeim börnum.

 

Bókun Flokks fólksins við við fundargerðir borgarráðs frá 3. og 10. júní. undir 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. júní:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessum 10 milljörðum sem þjónustu- og nýsköpunarsviði er veitt í stafræna umbyltingu og hefur farið þess á leit við innri endurskoðun að skoða hvort skynsamlega sé verið að verja þessu gríðarmikla fjármagni og að skoðaðar verði fjármálahreyfingar sviðsins aftur í tímann. Fulltrúi Flokks fólksins hefur beint ýmsum fyrirspurnum til sviðsins en ekki fengið öll svör. Enn bíða fyrirspurnir vegna brottreksturs fólks af sviðinu og nýráðningum og hvort lögbundnu ráðningarferli hafi ávallt verið fylgt. Einnig hefur verði spurt um launamál. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ekkert á móti því að borgin snjallvæðist en þessi skref þarf að taka í samræmi við þann veruleika sem borgin býr við nú. Hagkvæmni þarf skilyrðislaust að vera leiðarljósið. Borgin er ofurskuldsett, er auk þess að vinna sig út úr COVID og þjónustu við börn er verulega ábótavant. Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að þegar á heildina sé litið er umhverfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs komið langt út fyrir það sem eðlilegt mætti teljast um aðkomu, umfang og fjársýslu einnar einingar í borgarkerfinu. Fulltrúi Flokks fólksins er fyrst og síðast áhyggjufullur yfir þessu og minnir aftur á biðlista barna eftir aðstoð, s.s. fagþjónustu skólanna, en á biðlista eru nú 1577 börn.

Bókun Flokks fólksins við  undir 2.-5. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 8. júní:

Meirihlutinn leggur til að samþykkt verði 140 m.kr. aukafjárheimild til að vinna niður biðlista. Fulltrúi Flokks fólksins telur þetta allt of lága upphæð, bara dropi í hafið. Hér þarf meiri innspýtingu enda 1577 börn á biðlista núna. Þegar börn eru annars vegar þarf að taka hærra stökk. Með þessu áframhaldi tekur of langan tíma að ná niður biðlistum og börn hafa ekki þann tíma. Bernskan bíður ekki frekar en annað tímaskeið. Þessar tillögur hefði átt að leggja fram á fyrsta ári þessa kjörtímabil. Annað verkefni sem hefur legið á láginni er að auka jöfnuð milli barna. Þeim er jafnvel mismunað eftir því hvar þau búa en fyrst og fremst er mismununin tilkomin vegna mismunandi aðstæðna og fjárhags foreldra. Í COVID hefur fátækt aukist. Vanlíðan barna hefur einnig aukist sbr. niðurstöður nýrrar könnunar Háskólans í Reykjavík og Rannsóknar og greiningar. Í tillögum meirihlutans er snemmtæk íhlutun reifuð eins og um sérstakt úrræði sé að ræða. Börn eiga ávallt að fá strax aðhlynningu og viðeigandi úrræði ef vart verður við vandamál eða frávik. Samhliða eiga börn að fá þær skimanir og greiningar sem foreldrar og kennarar hafa sammælst um að þörf sé á. Eftir slíku úrræði á ekkert barn að þurfa að bíða.

Borgarstjórn 15. júní 2021

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur sem gilda um trúnaðarmál:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2020 um að farið yrði í ítarlega greiningu á því hvaða mál flokkast undir trúnaðarmál og hvað ekki og að verklagsreglur verði settar um flokkun mála eftir niðurstöðu greiningarinnar. Tillögunni var vísað frá. Tillagan var lögð fram vegna þess að það var og er oft ennþá upplifun fulltrúa Flokks fólksins að reglur séu óljósar. Í svari voru reifuð hin ýmsu lög og reglur um trúnað. Í svari segir að ábyrgðin um hvort sé trúnaður eður ei liggi hjá þeim aðila sem leggur málið fram. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist sem svo að borgarfulltrúi í meirihluta geti einfaldlega óskað eftir að mál sem hann leggur fram sé trúnaðarmál. Þetta hentar vissulega vel ef um er að ræða mál sem eru óþægileg fyrir meirihlutann eða mál sem munu varpa ljósi á neikvæða hluti í borginni. Þetta hefur ítrekað komið í ljós, kynningar sem koma illa út fyrir borgina eru stimplaðar trúnaður og sumar koma aldrei fyrir augu borgarbúa. Trúnaður er settur á jafnvel þótt í gögnum séu hvergi neinar persónugreinanlegar upplýsingar s.s. sem varðar skulda, lána eða viðskiptamál einstaklings eða önnur persónugreinanleg gögn. Oft lítur svo út sem þarna sé á ferðinni hrein geðþóttaákvörðun sem síðan er fundinn staður í lögunum eftir því hvernig Reykjavíkurborg kýs að túlka þau.

Forsætisnefnd 11. júní 2021

Bókun Flokks fólksins við skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann að Bræðraborgarstíg:

 

Fulltrúi Flokks fólksins telur, í ljósi skýrslunnar, að mikilvægt sé að borgin afli frekari heimilda til inngripa ef ábendingar hafa borist eða rökstuddur grunur liggur fyrir að brunavörnum sé ábótavant. Þar með talið er nauðsynlegt að byggingarfulltrúi, sem hefur sérþekkingu og skriflegar upplýsingar um  aðstæður, fái heimild til að fara inn í hús og sannreyna upplýsingar sem lúta að öryggismálum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að fundið verði öruggt húsnæði fyrir þá sem búa í ósamþykktu húsnæði. Tillögunni var vísað frá með vísun í skýrslu um brunavarnir í íbúðum. Í skýrslunni er ekkert að finna sem beint tengist tillögunni sem hér um ræðir t.d. hvernig á að leysa húsnæðisvanda þessa fólks til að það þurfi ekki að búa í óviðunandi og jafnvel hættulegu húsnæði. Kortlagning á óleyfisbúsetu snýr að húsnæðinu en ekki að fólkinu sem býr í því en tillagan gekk út á að finna þetta fólk og bjóða því betri kost. Hér er um efnalítið og fátækt fólk að ræða. Vegna fátæktar verður fólk að leigja sér húsnæði sem jafnvel er skipulagt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku og efnalitlu fólki, aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði þar sem brunavörnum er oft ábótavant.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. maí 2021, um samþykkt borgarráðs þann 20. maí s.l., um að vísa drögum að Heilsuborginni Reykjavík – Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar til 2030:

Fulltrúi Flokks fólks varð fyrir vonbrigðum með þessi drög. Lýðheilsa er samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir og miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Farið er vítt og breitt í stefnunni með fögur fyrirheit. Ekki orð er um biðlista sem er rótgróið mein í Reykjavíkurborg. Hvergi er minnst á 1033 börn sem bíða eftir að fá nauðsynlega aðstoð til að bæta líðan sína og hjálpa þeim með sértæk vandamál sín. Börn sem fá ekki nauðsynlega sálfræðiaðstoð eiga á hættu að hraka. Með biðinni er heilsu þeirra ógnað jafnvel til frambúðar. Hvergi er minnst á biðlista eldri borgara eftir þjónustu eða fatlaðs fólks eftir húsnæði. Útrýming á fátækt og að auka jöfnuð meðal barna í Reykjavík hefur heldur ekki fangað höfunda stefnunnar. Langir biðlistar, fátækt og ójöfnuður er stærsti lýðheilsuvandi þessarar borgar. Í stefnunni segir að reyna á að manna stöður leikskóla sem þessum meirihluta hefur ekki lánast að gera á þeim þremur árum. Í borginni er vaxandi fátækt, vaxandi vanlíðan barna og biðlistar í sögulegu hámarki.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að láta yfirfara gátlista fyrir leiksvæði og opin svæði sem er hafður til hliðsjónar við hönnun og framkvæmd svæðanna og bæta inn atriðum til að tryggja að svæðin uppfylli hugmyndafræði algildrar hönnunar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður hina svo kölluðu algildu hönnun sem felst í því að svæði/tæki á leikvöllum, fjölskyldurými eða opin svæði í borgarlandinu verði hönnuð og tæki valin sem henti sem flestum hópum óháð aldri og fötlun. Segir í greinargerð með tillögunni að leiktæki eiga einnig að geta rúmað ömmur og afa, ungmenni sem og lítil börn. Hugmyndin er að öll fjölskyldan geti komið saman og leikið sér. Mitt í þessu öllu vill fulltrúi Flokks fólksins leggja áherslu fyrst og fremst á öryggisþáttinn. Minnt er á að það hafa orðið alvarleg slys á börnum í leiktækjum borgarinnar. Sem betur fer eru þau fátíð. Stöðug vitundarvakning þarf að vera í gangi að mati fulltrúa Flokks fólksins, sinna þarf viðhaldi og reglubundnu  eftirliti á tækjum og svæðum þar sem börn eru á leik og skoða þarf  hin minnstu frávik. Fulltrúi Flokks fólksins vil nota tækifærið hér að leggja áherslu á að myndavélar verði settar upp á öllum leikvöllum í ljósi nýlegs atviks þar sem maður reyndi að hrifsa barn á brott sem var við leik á leikvelli.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu við kynningu þjónustu- og nýsköpunarsviðs á verkefninu Gagnsjá, staða mála og hugleiðingar um  kynningu: Stafræn vegferð, máli sem var frestað:

Fulltrúi Flokks fólksins áttar sig ekki á tengslum þess að óska eftir að fá mál flokkanna sem skipa minnihlutann sett inn á vef borgarinnar t.d. heimasvæði oddvita og þess að borgarfulltrúar séu nú orðnir einn notendahópur hinnar svokallaðar Gagnsjáar. Óskað var eftir að borgarfulltrúar kjörnir fulltrúar kæmu í notendaviðtöl til að greina þarfir þeirra sem eru þær sömu enda standa borgarfulltrúar allir jafnir í starfi sínu. Þarfirnar eru alveg skýrar, að fá framlögð mál inn á vef borgarinnar. Sú vinna er aðeins handavinna fyrst og fremst og þarf ekkert að ofhugsa neitt frekar eða flækja. Alþingisvefurinn er góð fyrirmynd. Beiðni fulltrúa Flokks fólksins um þetta var fyrst lögð fram 2019 og aftur í borgarráði 15. apríl 2021. Hugsunin er fyrst og síðast að borgarbúar hafi greiðan aðgang að málum borgarfulltrúa, feril þeirra og afgreiðslu. Þarfir eru því alveg skýrar og þarf ekki að eyða frekara fjármagni í að stúdera það frekar. Er þá vikið að kynningu Gagnsjár eins og það kallast, þar segir: Lærdómsríkt ferli, ekki að gefa sér lausn fyrirfram, þora að prófa, enn og aftur teymisvinna? Hér er verið að fara út og suður og flækja málið, skreyta það út í eitt. Það þarf heldur ekki að henda öllu út því margt virkar ágætlega en samt á að umbylta öllu eins og ekkert lát sé á að moka peningum í hítina.

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins eftir að hafa rýnt í þessi verkefni, hvernig þeim er lýst og það fjármagn sem verið er að setja í þetta að hér er farið offari í eyðslu langt umfram það sem er nauðsynlegt til að ná sama markmiði. Þeir sem leiða þetta verk eru á einhverjum villigötum hvað varðar raunveruleikann. Gleymst hefur að sveitarfélag getur varla átt að setja 10 milljarða í að vera leiðandi í verkefnum sem þessi ekki nema sveitarfélagð vaði í fjármagni sem ekki þarf að nota annað. Hvernig þessu er lýst er ljóst að einskis er látið ófreistað til að reyna að sannfæra borgarbúa um hið gagnstæða.

Nýlega var ráðstefna um þessi mál í streymi.  Hver var tilgangurinn með þessarri ráðstefnu? Hafa önnur sveitarfélög eða ríkið haldið svona IT „gospel“ kynningar? Svarið er einfaldlega nei. Sennilega er þessi ráðstefna viðbragð við þá gagnrýni sem einna helst fulltrúi Flokks fólksins hefur haldið úti. Gagnrýnin felst í hvaða leiðir eru valdar að markmiðum sem hafa ekki almennilega verið skilgreind. Sú gagnrýni sem fulltrúi Flokks fólksins heldur úti er einfaldlega til að benda á það sem þarna er í gangi og biðja þar til bær yfirvöld að skoða málið með gagnrýnu auga.
Um er að ræða fleiri verkefni og vef Reykjavíkurborgar.

Aðferðarfræðin og þessar langlokuleiðir að markmiðum virkar eilítið eins og ekki sé vitað almennilega hvert sé stefnt en verið er láta líta vel út engu að síður. Ráðgjafar hafa greinilega matað sviðið á hinu og þessu með orðskrúði. Þessi kynning minnir einna helst á einhverja flugeldasýningu sem engin er að óska eftir. Venjulega fara menn bara í þetta og gera það hratt, vel og hagkvæmlega án þess að þurfa að stilla upp svona glærusýningum. Þetta er alla vega upplifun fulltrúa Flokks fólksins á öllu þessu.

Fulltrúa Flokks fólksins líkar ekk heldur sú menning sem birt  fleiri kynningum. Hér er verið að setja upp einhverja “lærdómsmenningu”, gefið í skyn að enginn nema ákveðinn þröngur hópur mun skilja eitthvað í þessu. Sífellt er klifað á að “leiðtogar” með ákveðna „leiðtogafærni“ hafi mest áhrif á „menningu”. Kynningar eru fullar af frösum sem hefur fátt að gera við “leiðir að markmiðinu”.

Greinilega eru farnar flóknustu og dýrustu leiðirnar í öllu þessu eins og verið sé að reyna að eyða þessu mikla fjármagni, því nóg er til. Gert er lítið úr borgarráði  í sumum kynningum en MIKIÐ úr mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráði. Kynningar eru ekki á mannamáli þannig að fáir treysta sér til að gagnrýna nokku. Þeim sem finnst lagi að eyða svo miklum peningum í stafræna fimleika verja þetta með kjafti og klóm. Birt er ein glæra sem dæmi í kynningu um Stafræna vegferð sem heitir  “Skýr og gagnsætt flæði í  ákvarðanatöku og valdeflingu teyma tryggir skilvirka framkvæmd” er súrrealísk. Hver er verðmiðinn á það sem þarna er birt?

 

Bókun Flokks fólksins við við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, um sóttvarnaraðgerðir á landamærum, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 8. apríl 2021.

Samþykkt að vísa tillögunni frá, með fjórum atkvæðum fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks Fólksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um sóttvarnaraðgerðir á landamærum til að tryggja lagaheimildir fyrir nauðsynlegum sóttvarnaraðgerðum á landamærum hefur verið vísað frá. Þessi tillaga var lögð fram vegna vissra aðstæðna sem var í samfélaginu í apríl, þegar ekki var ljóst hvort ríkisstjórnin ætlaði að beita sér fyrir því að tryggja lagaheimildir fyrir nauðsynlegum sóttvarnaraðgerðum á landamærum svo vernda megi samfélagið gegn heimsfaraldrinum án þess að mannréttindi fólks séu brotin. Á þessum tíma hafði sóttvarnarlæknir varað við því að án heimilda til að skylda fólk í sóttkví undir eftirliti verði ekki hægt að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og dreifist. Fulltrúi Flokks fólksins vill að það komi fram að markmið mannréttindaráðs er líka að standa vörð um öryggi. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð er í fyrirsvari af borgarinnar hálfu á sviði mannréttinda og því er það verkefni ráðsins að láta í ljós afstöðu sína og kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnar. En nú eru aðstæður aðrar og því er þessi tillaga ekki „relevant“ lengur en vonandi til þess fallin að hvetja mannréttindaráðið til að vera meira á vaktinni og nota vald og áhrif til góðra hluta í þágu borgarbúa.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, um starfsaldursviðmið eldri borgara, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 8. apríl 2021.

Samþykkt að vísa tillögunni frá, með fjórum atkvæðum fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks Fólksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að losa um starfsaldursviðmið eldri borgara er vísað frá. Sagt er að þetta sé í farvegi. Það hlýtur að stangast á við mannréttindi og lýðræði að skikka fólk til að hætta að vinna þegar því langar og það getur unnið lengur. Ráðið ætti að berjast fyrir að losað verði um starfsaldursviðmið eldri borgara sem er 70 ár þannig að það verði ákvörðun hvers og eins hvenær hann óskar að hverfa af atvinnumarkaði þegar þessum aldursskeiði er náð. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveða á um að almennt skuli segja upp störfum þegar ríkisstarfsmaður nær 70 ára aldri. Engin sambærileg ákvæði eru hins vegar í sveitarstjórnarlögum. Ráðið gæti einnig beitt sér fyrir því að vinnumiðlun eftirlaunafólks verð sett á laggirnar. Það er ekkert sem hindrar í  að taka ákvörðun um að losa um 70 ára aldursviðmiði þannig að viðkomandi geti ýmist haldið áfram í sínu starfi hjá sveitarfélaginu óski hann þess eða sótt um annað starf/minna starfshlutfall allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Annað réttlætismál er að draga úr skerðingum og gæti Ráðið hvatt og þrýst ríkið í að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna verð hækkað í a.m.k. umtalsvert eða afnumið alfarið

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, um að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð, standi vörð um alla minnihlutahópa í borginni, sbr. 17. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 27. maí 2021.

Samþykkt að vísa tillögunni frá, með fjórum atkvæðum fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Flokks Fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands.

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að standa vörð um alla minnihlutahópa í borginni hefur verið vísað frá. Rökin eru ekki skýr. Það er mjög sjaldan sem mannréttindaráð hefur fjallað um málefni eldri borgara. Eldri borgarar er hópur fólks sem lang flestir eiga eftir að tilheyra, ef Guð lofar. Þetta er fólkið sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins allt sitt fullorðinslíf og langar til að fá að lifa ævikvöldið sitt áhyggjulaust og með þeim hætti sem það sjálf kýs. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð gæti gert miklu meira til að hvetja borgarstjórn til að taka málefni eldri borgara ofar á forgangslistann og samþykkja fleiri tillögur þeim til heilla. Það mætti sem dæmi færa rök fyrir því að, sé maður skikkaður til að hætta að vinna 70 ára þrátt fyrir fulla starfsgetu, þá sé það mannréttindabrot. Einnig horfir fulltrúi Flokks fólksins til þeirra barna sem nú telja 1056 á biðlista Skólaþjónustu eftir faglegri aðstoð. Bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu hlýtur að ganga í berhögg við mannréttindi. Þessi biðlisti hefur t.d. aldrei komið til umræðu í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar. Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggi í borginni hvar sem er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem tryggt má vera að finna börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á svæðum sem þeim er ætlað að leika sér á. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu. Þessi tillaga er lögð fram í ljósi nýlegs atviks þar sem reynt var að hrifsa barn á brott sem var við leik á leikvelli í borginni. Þetta er ekki eina tilvikið af þessum toga. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sómi væri af því ef mannréttindaráð léti kostnaðarmeta þessa tillögu og í framhaldinu beita sér fyrir því að fá hana samþykkta. R21016118

Frestað.

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 10. júní 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna endurskoðunar stefnu um íbúðabyggð og blandaða byggð og tæknilega uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040:  

Erfitt er að horfa upp á hvað gengið er á náttúru og lífríki til að þétta byggð t.d. með landfyllingaráformum m.a. við Elliðaárósa. Tillögur um mótvægisaðgerðir eru aumar. Að fylla fjörur er greinilega freistandi aðgerð til þéttingar en „þétt“ þýðir ekki endilega mannvænt og „þétt“ þýðir ekki endilega gæði eða hagkvæmni. Hreinsistöð Veitna við Klettagarða krefst t.d. landfyllinga nú og meira í framtíðinni. Eyðilegging á náttúru og skemmd á lífríki verður þegar sprengt verður fyrir Arnarnesvegi og Vatnsendahvarfið klofið, framkvæmd sem gagnast Kópavogi fyrst og fremst en sem mun leiða til mikillar aukningar á umferð á Breiðholtbraut. Þrengt er að þróun fyrirhugaðs Vetrargarðar. Bent hefur verið á að þétting byggðar leiði til dýrari íbúða en ella og samræmist það ekki stefnu um hagkvæmt húsnæði. Vakin er athygli á húsnæðisþörf fólks á aldri yfir 67 ára. Búa þarf til fleiri kjarna byggðar, sbr. Sléttuvegur, þar sem íbúðir njóta nálægðar við „þjónustusel“. Gengið er út frá því sem vísu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri og yfir á Hólmsheiði. Er það ekki frekar bratt að ganga út frá því á þessum tímapunkti? Hér er ekki hægt að tala um nein tímamót enda rennt með margt blint í sjóinn og margt er mjög umdeilt.

 

Bókun Flokks fólksins við bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. júní 2021 á tillögu að breytingum á leiðbeiningu hverfisskipulags um fjölgun íbúða:  

Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu um leiðbeiningar fyrir hverfisskipulag. Um framfarir er að ræða þegar stuðlað er að því að búa til fleiri íbúðir í grónum íbúðarhverfum, þar sem ekki þarf að raska innviðum. Um margar aðrar breytingar er ekki það sama að segja. Iðnaðarhúsnæði á ekki að breyta í íbúðir, nema þegar það svæði eigi að verða að íbúðarsvæði. Kvaðir ættu að vera í verslunar- og iðnaðarhúsnæði um að ekki megi vera þar með aðra starfsemi en sú sem upprunaleg er nema í undantekningartilfellum. Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Einnig er tekið undir að mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. júní á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt:

Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um m.a. hverfiskjarnann í Arnarbakka. Til að styðja við hverfiskjarnann við Arnarbakka er mikilvægt að finna honum víðtækara hlutverk en honum er ætlað í dag. Þetta getur haft mikil áhrif á hvernig til tekst við endurlífgun hverfisins. Gatan á að verða borgargata en að gera Arnarbakkann að borgargötu fram hjá Breiðholtsskóla krefst mikilla breytinga á núverandi vegi. Það vantar í áætlunina. Samhliða hverfisskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir verslunarlóðina í Arnarbakka 2-6 sem gerir ráð fyrir að núverandi hús séu fjarlægð og ný uppbygging heimiluð með verslunarrýmum á jarðhæðum að hluta og íbúðum á efri hæðum. Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun íbúða. Heilmikil gagnrýni hefur komið fram um mikið aukið byggingarmagn á kostnað rýmis og grænna svæða. Heimilt er að reisa allt að 3 íbúðahæðir ofan á húsin. Gert er sem sé ráð fyrir lágum byggingum, en er það rétt stefna? Einmitt þetta svæði getur kannski tekið við hárri byggingu, svo sem áberandi turnbyggingu sem setja myndi mark á hverfið. Svæði sunnan við Arnarbakka, þar sem nú er opið svæði til sérstakra nota mætti t.d. koma á mörgum ólíkum íbúðabyggingum til að tryggja betur að um blandaða byggð verði að ræða en ekki einsleita.

 

Bókun Flokks fólksins við bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi:

Þegar horft er til Seljahverfisins er fókus Flokks fólksins á þeim skaða sem þar stendur fyrir dyrum að valda sem er að sprengja fyrir hraðbraut. Hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarf mun íþyngja Reykvíkingum mjög vegna aukinnar umferða sem það skapar á Breiðholtsbraut. Umhverfismatið er fjörgamalt. Margt hefur breyst. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu en samt á að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Í gögnum er reynt að skreyta málið, sagt fullum fetum að þessi framkvæmd muni ekki hafa neikvæð áhrif. Um þetta er efast. Það er ekki hægt að segja að hraðbraut sem liggur við fyrirhugaðan Vetrargarð muni ekki hafa áhrif. Hvað með þróunarmöguleika svæðisins, mengun og umferðarhávaða? Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru ekki að gæta hagsmuna borgarbúa í þessu máli heldur þjóna hagsmunum Kópavogsbúa. Skipulagsyfirvöld hefðu átt að berjast fyrir borgarbúa í þessu máli og krefjast nýs umhverfismats. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautarmengunarmekki.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júní 2021 á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst að víða megi gera breytingar og lagfæringar í Efra Breiðholti en hér er á að auka byggingarmagn gríðarlega og þá sem blokkir. Ekki verður mikið um blandaða byggð. Fækka á bílastæðum til muna í óþökk margra. Athugasemdir bárust um að torgið við Gerðuberg verði eflt. Gæta þarf að því að heimildir um aukið byggingarmagn valdi því ekki að afrennslisstuðull lóðar hækki heldur sé unnið á móti auknu byggingamagni með blágrænum ofanvatnslausnum innan lóðar sem því nemur. Víða í Breiðholti á að byggja hús með flötum þökum. Það á ekki að leyfa flöt þök þar sem ekki eru fyrir í skipulaginu. Með þessu er verið að ná einni viðbótarhæð, en nú einkennist byggðin af húsum með hallandi þaki. Ef horft er til stíga sem samgönguæðar þá eru margir núverandi stígar í Breiðholti að virka sem göngustígar en ekki sem hjólastígar og núverandi kerfi á ekki að festa í sessi. Markmiðið er að hjól og hlaupahjól verði kostur í samgöngum í Efra-Breiðholti. Þær fáu breytingar sem hafa verið gerðar á stígum eru ekki til bóta fyrir hjólreiðar. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og er það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki sem skráð var á íbúafundi í hverfinu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um dans- og fimleikahús með sölum fyrir dans, fimleika og aðra íþróttastarfsemi verði staðsett í hverfismiðjunni við Austurberg, samkvæmt tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Efra-Breiðholt, sbr. meðfylgjandi minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs og tillögu að hverfaskipulagi Breiðholts.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst dans- og fimleikahús góð hugmynd enda þótt eigi eftir að útfæra hlutverk hússins. Það skýtur nokkuð skökku við að Leiknir skuli ekki koma þarna að en þeir hafa aðsetur í götunni sem húsið á að standa. Ef horft er til Leiknis þá hefur ekki komið nægjanlega vel fram við Leikni, félag sem berst í bökkum í hverfi sem er krefjandi vegna þess að þar er hæsta hlutfall fólks sem býr við fátækt. Illa hefur gengið að virkja börnin til þátttöku í íþróttir og tómstundir m.a. vegna tungumálaerfiðleika og kannski einnig vegna strangra skilyrða reglna frístundakortsins. Leiknir hefur lengi viljað víkka út starfsemi sína. Í raun lifir félagið vegna þrautseigju starfsmanna. Með því að hleypa ekki Leikni að þessu verkefni er verið að senda því köld skilaboð eftir allt það frábæra starf sem þar hefur verið frá 1973. Þarna er búið að byggja upp frábæra menningu og starf í þágu innflytjenda og nýbúa í hverfinu. Leiknir er sérlega vel metið í hverfinu og kallar það á að borgaryfirvöld sýni því viðhlítandi virðingu og stuðning. Félagið vantar aðstöðu til að geta boðið uppá fjölbreyttara íþróttastarf til að höfða til breiðari hóps barna í því blómstrandi fjölmenningarsamfélagi sem það starfar í.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021, að borgarráð samþykki að þróa Vetrargarð í Breiðholti, fjölskylduvænt svæði fyrir iðkun vetraríþrótta þar sem einkum er horft til byrjenda og barna:

Þetta eru án efa athyglisverðar hugmyndir, gert er ráð fyrir þurrskíðabrekku og túbubraut nyrst á svæðinu sem nýtast allt árið og gönguskíðaleið ofan Seljahverfis. Fulltrúi Flokks fólksins hefur bent á að hraðbrautin frá Kópavogi og yfir í Breiðholtsbraut spillir þessum hugmyndum. Hvernig getur gönguskíðaleið legið ofan Seljahverfis? Vetrargarðurinn er skipulagður á horni gatnamóta tveggja stofnbrauta, sem verða með samtals 10 akreinar. Eins og 3. kafli Arnarnesvegar er skipulagður í dag verður hann 4 akreinar ásamt stóru hringtorgi og mun liggja alveg upp við topp Vetrargarðsins. Umhverfismatið sem vegaframkvæmdin er byggð á er frá 2003. Það verður að meta aftur hvaða áhrif þessi vegalagning mun hafa á Vetrargarðinn áður en farið er í frekari framkvæmdir. Það er ógn við lýðheilsu barna að þau séu að stunda áreynsluíþróttir við stórar stofnbrautir. Börnin verða að fá að njóta vafans. Þjónustubygging á að vera efst á hæðinni en þar er víðsýnt yfir borgina. Fulltrúi Flokks fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs hafa talað um þennan stað sem einstakan útsýnisstað en hann er úr sögunni ef hraðbrautin verður lögð. Arnarnesvegur þrengir mjög að Vetrargarðinum og af honum mun hljótast hávaða-, sjón- og efnamengun sem fellur illa að stað þar sem margir koma saman, þar með fjölda barna.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að hefja undirbúning að hugmyndasamkeppni á nýjum þróunarreit í Efra-Breiðholti. Miðað er við að undirbúningur hefjist strax og að samkeppnin hefjist á haustmánuðum 2021:

Gott er að efna til samkeppni um slíka þróunarreiti, en óþarft er að taka fram að hús megi ekki vera hærri en 4-5 hæðir að hámarki. Þetta eru óþörf mörk og truflandi fyrir skapandi arkitekta og hönnuði. Meira máli skiptir hvernig húsin verða í laginu en hæðirnar sem slíkar. Það er stór munur t.d. á kassalaga húsum eða hvort efstu hæðirnar eru inndregnar. Aftur er bent á að áhrif húsa á vindstrengi er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum. Ef samkeppni er settar miklar skorður kemur það niður á hugmyndaauðgi hönnuða.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um breytingu á deiliskipulagi Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77:

Steindórsreiturinn
Auka á byggingarmagn á efri hæðum sem hefur áhrif á skuggavarp. Með auknu byggingarmagni mun umferð aukast. Hvað varðar öryggisþáttinn þá hefur Hringbrautin mjög lengi verið ein af þeim götum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendum er hætta búinn. Hringbraut er og verður alltaf mikil umferðargata.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurheimt votlendis og mótun lands í Úlfarsárdal. Kostnaðaráætlun 2 vegna 3. áfanga er 30 m.kr:

Það er meira en sjálfsagt að fjarlægja rusl og girðingar og fylla upp í gamla framræsluskurði. Að búa til tjarnir er annað mál og til að hámarka áhrif þeirra þurfa þær að vera það stórar að hægt sé að hafa í þeim hólma sem gæti verið griðastaður fyrir varpfugla og unga þeirra, en eins og vitað er ganga kettir lausir í borginni. Þá væri fyrst hægt að tala um að stuðlað væri að líffræðilegum fjölbreytileika. Það hugtak á ekki bara að vera frasi sem settur er fram í tíma og ótíma, án nokkurs innihalds. Í þessum tillögum er talað um að gera litlar tjarnir sem hjálpar fáum lífverum, alla vega ekki fuglum.

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við grenndarstöðvar á árinu 2021. Kostnaðaráætlun 2 er 120 m.kr.

Óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir
við grenndarstöðvar á árinu 2021.
Kostnaðaráætlun 2 er 120 m.kr. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að mikilvægi grenndarstöðva vex og með meiri vitund um flokkun og endurvinnslu ætti að leggja áherslu á aðlaðandi grenndarstöðvar. Borgin ætti að stýra þessum ferlum að mestu en ekki láta Sorpu b.s. hafa úrslitaáhrif.

Bókun Flokks fólksins við drögum að áhættustefnu Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram drög að áhættustefnu Reykjavíkurborgar, dags. 8. júní 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þeim breytingum að framsetningin hefur verið gerð markvissari. Ekki á að líða sviksemi en hverjar eru afleiðingar ef einhver er uppvís um slíkt? Enda þótt sviksemi sé sviksemi þá er slíkt athæfi „mis“alvarlegt. Nú kemur fram að við endurskoðun eigendastefnu B-hluta félags verði sett inn frekari ákvæði um upplýsingagjöf til eigenda og aðkomu þeirra að áhættunefnd þess. Fyrir þessu hefur fulltrúi Flokks fólksins barist lengi og strax á fyrsta misseri þessa kjörtímabils lagði til að endurskoða bs-kerfi en það er ólýðræðislegt í þeirri mynd sem það er nú. Stefna af þessu tagi, sé hún gerð vel úr garði, er til að auka traust borgarbúa á kerfinu. Ekki dugar samt að hafa hana bara orð á blaði, ofan í skúffu. Ekki er ósennilegt að svona stefna/stjórnkerfi hefði nýst við fyrri ákvarðanir sem fóru úr böndunum, svo sem fjárhagslega – bragginn o.fl., en þá sofnuðu allir á verðinum og bruðl og óráðsía fékk að þrífast. Fulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á vísbendingum um að í ákveðnum verkefnum sé verið að sýsla með fjármagn með óábyrgum og léttúðugum hætti án þess að segja að grunur sé um nokkra sviksemi. Á þetta hefur ekki verið neitt hlustað.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 4. júní 2021. þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að gera samning við Farfugla ses. um fyrirkomulag vegna langtímastæða í Laugardal frá 1. júní 2021-1. júní 2022:

Til afgreiðslu er tillaga um að íþrótta- og tómstundasviði verði heimilað að gera samning við Farfugla vegna langtímastæða frá 1. júní 2021 til 1. júni 2022. Heyrst hefur að þetta hafi gengið vel síðasta ár. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessu gefið að leigjendur séu sáttir við samkomulagið.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um stjórnkerfis- og skipulagsbreytingar á velferðarsviði:

Fulltrúi Flokks fólksins styður við að kerfið verði einfaldað enda mikið völundarhús í þeirri mynd sem það er. Notendur hafa kvartað yfir að ná ekki sambandi og fá ekki þjónustu oft fyrr en illa og seint. Þjónustumiðstöðvar hafa virkað sem hindrun t.d. milli grunnskólabarna og sálfræðinga skólaþjónustu. Þjónustan þarf að vera aðgengilegri fyrir börnin og foreldra þeirra og starfsfólk skóla á einnig að hafa greiðan aðgang að fagfólki skólans. „Borgarbúinn“ hefur ekki verið í fyrsta sæti eins og sjá má af biðlistum en á þeim fjölgar með hverjum degi. Íslensk ungmenni sýna aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íslenskri rannsókn sálfræðideildar HR og Rannsóknar og greiningar. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „fólk“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti. Skaðinn er skeður hjá mörgum, því miður því ástandið hefur varað allt of lengi. Bernskan verður ekki tafin frekar en nokkuð annað tímaskeið og fyrir sum börn verður skaðinn aldrei bættur. Það þarf að gera grundvallarbreytingar á skipulagi velferðarsviðs. En það kostar meira fjármagn, samþættingu þjónustu, samhæfingu, samstarf við aðrar stofnanir, einföldun ferla, minni yfirbyggingu, skýr markmið og árangursmælingar.

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs. dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um velferðarstefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R21040016

Lögð eru fram drög að tillögum stýrihóps um mótun velferðarstefnu. Hefðu þessi mál verið í forgangi hjá þessum og síðasta meirihluta væri stefna af þessu tagi komin í innleiðingu. Dýrmætur tími hefur tapast sem bitnar á þjónustuþegum. Áætlaður kostnaður við framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar er um 350 m.kr. en endanlegt kostnaðarmat er ekki tilbúið fyrr en í október. Þetta er ekki há upphæð ef samanborið við 10 milljarða sem ráðstafað er í stafræna umbreytingu, fjármagn sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með af „léttúð“. Þessar upphæðir segja allt um hver forgangsröðunin er hjá þessum meirihluta. Ósennilegt er hvort eitthvað af þessum annars mörgu ágætu tillögum verða komnar í virkni fyrr en á næsta kjörtímabili. Innleiðingar hafa ekki verið útfærðar. Meðal markmiða eru sjálfsagðir hlutir eins og að allir lifi með reisn. Stór hópur fólks er í aðstæðum þar sem erfitt er að lifa með nokkurri reisn. Nú bíða 1068 börn eftir fagþjónustu skólanna. Eftir stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra bíða 342 og 804 eftir húsnæði. Fólki og ekki síst börnum er mismunað eftir því í hvaða hverfi það býr. Ekki stendur til að færa sálfræðingana inn í skólana sem er miður. Of mikil áhersla er á frumvarp, „farsældarfrumvarp“ sem ekki er orðið að veruleika.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt sameiginlegs fundar skóla- og frístundaráðs og velfarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um innleiðingu verkefnisins Betri borg fyrir börn, ásamt fylgiskjölum:

Ein af tillögum stýrihóps er að verkefnið Betri borg fyrir börn verði innleitt um alla Reykjavíkurborg. Óskað er eftir 140 milljóna króna fjárframlagi frá borgarráði til að taka á biðlistum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að mun meiri innspýtingu fjármagns þurfi en hér er lagt til ef takast á að sinna öllum þessum börnum svo vel sé. Þetta er ekki há upphæð ef samanborið við 10 milljarða sem ráðstafað er í stafræna umbreytingu, fjármagn sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með af „léttúð“. Þessar upphæðir segja allt um hver forgangsröðunin er hjá þessum meirihluta. Fyrstu tillögur Flokks fólksins að taka á biðlistum komu strax á fyrsta misseri þessa kjörtímabils. Dýrmætur tími hefur tapast sem bitnar á þjónustuþegum. Nú bíða 1068 börn eftir fagþjónustu skólanna. Börnum er mismunað eftir því í hvaða hverfi þau búa. Ekki stendur til að færa sálfræðingana inn í skólana sem er miður. Íslensk ungmenni sýna aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íslenskri rannsókn sálfræðideildar HR og Rannsóknar og greiningar. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „börn“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt sameiginlegs fundar skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um úthlutun fjármagns á grundvelli lýðfræði, ásamt fylgiskjölum:

Nota á ákveðinn stuðul (e. Learning opportunites index – LOI) til að sjá betur hverjir þurfa snemmtækan stuðning. Að veita snemmtæka íhlutun ef barn á í vanda eru mannréttindi að mati Flokks fólksins. Börn eiga ávallt að fá snemmtæka íhlutun en einnig að fá nauðsynlegar greiningar sem kennarar og foreldrar ásamt fagaðilum hafa sammælst um að barn þurfi. Vel kann að vera að þessi meirihluti telji að með því að draga úr greiningum sé verið að spara mikinn pening. Svo er ekki. Ef barn er að fá ranga meðhöndlun og meðferð við sínum vanda því ekki hefur verið skoðað með gagnreyndum aðferðum hver sé grunnvandinn er verið að taka áhættu með líðan barnsins og það á eftir að kosta. Með því að fá upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis (4 ára skoðun barns) er hægt að sjá strax hvort barnið glími við vanda eða vísbendingar þar um. Því miður er ekki samræmd samvinna milli skóla og Heilsugæslu og hvergi er minnst á slíkt samráð í þeim tillögum sem hér eru lagðar á borð. Flótti frá greiningum þessa meirihluta til að spara fé vekur ugg og má telja víst að einhver hópur barna eiga eftir að líða fyrir að lokað er fyrir nauðsynlegan sveigjanleika í þessum efnum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt sameiginlegs fundar skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um rafvæðingu umsóknarferlis skólaþjónustu og endurskoðun verklags út frá notendamiðaðri hönnun:

Fulltrúi Flokks fólksins styður að farið sé í þessa vinnu, en að það verði gert með skynsömum hætti og af ábyrgu fólki. Sviðin sjálf vita best hvað þau þurfa og hlýtur vinnan að þurfa að fara fram innan þeirra. Víða er kominn grunnur að snjalllausnum sem sjá má í öðrum stofnunum. Gríðarmiklu fjármagni hefur nú þegar verið veitt í stafræna umbreytingu og lítið ber á afrakstri eða afurðum. Fjármagni hefur verið eytt í tilraunir sem litlu hafa skilað enn sem komið er. Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með marga milljarða af lausung. Eftir á að koma í ljós hvort og þá hvenær þær afurðir verða komnar í virkni sem væntingar standa til. Öll höfum við sameiginleg markmið sem er að auðvelda aðgengi skóla og foreldra að skólaþjónustu og að einfalda samskipti bæði skóla og foreldra barna við skólaþjónustu. Forgangurinn hlýtur þó ávallt að vera sá að byrja á því að sinna börnunum sem beðið hafa á biðlistum jafnvel mánuðum saman. Í það þarf að setja fjármagn fyrst og fremst.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt sameiginlegs fundar skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um innleiðingu árangursmats á sértækum stuðningi við börn og fjölskyldur:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis rætt um að nauðsynlegt sé að gera árangursmælingar á sérkennslu. Í sérkennslu eru um 30% af grunnskólabörnum en ekki er vitað um árangur. Börn kunna einnig að vera að fá mismunandi þjónustu eftir því hvar þau búa. Alltof langur tími hefur farið hjá þessum meirihluta í að koma því á blað að mæla þarf árangur. Sérkennarar eru ofhlaðnir og undir miklu álagi. Í þeirra hópi eru börn ekki aðeins með námserfiðleika af ýmsu tagi og á ýmsum stigum heldur einnig með hegðunarvanda/raskanir. Þetta tvennt fer vissulega stundum saman en alls ekki alltaf. Barn sem ekki fær viðeigandi aðstoð við vanda sínum tapar fljótlega sjálfstrausti sínu og sjálfsöryggi og þá aukast líkur þess að birtingarmyndir þess sýni sig í hegðun og atferli. Annað áhyggjuefni er læsi barna og lesskilningur en eins og ítrekað kemur fram í könnunum er stór hópur barna sem útskrifast úr grunnskóla sem ekki lesa sér til gagn né gamans. Þessi hópur hefur farið stækkandi með hverju ári. Löngu tímabært er að meta með kerfisbundnum hætti árangur með reglulegum hlutlægum mælingum til að greina hvort stuðningur hafi leitt til bættrar stöðu barna og ef ekki, að greina og innleiða helstu tækifæri til úrbóta.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  velferðarsviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt sameiginlegs fundar skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um verkefnisstjórn undirbúnings aðgerða vegna nýrrar löggjafar um farsæld barna:

Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að þetta frumvarp er bara frumvarp sem ekkert er víst að verði að lögum. Finna þarf fjármagn í það sem ekki er enn séð hvar ríkisstjórnin ætlar að taka ef marka má umræður t.d. úr fréttum. Hafa skal í huga að ekki fannst nægt fjármagn hjá þessari ríkisstjórn til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu til framtíðar jafnvel þótt allir væru sammála um að gera það Reykjavíkurborg verður að taka ábyrgð á sínum börnum, grunnskólabörnum sem eru alfarið sveitarfélagsins að sinna. Ef engir biðlistar væru, þá myndi vandi barna ekki ná að vefja upp á sig. Það að bíða lengi eftir nauðsynlegri aðstoð, með eða án greiningu gerir það að verkum að vandinn verður sífellt stærri. Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja að leikslokum og sjá þetta farsældarfrumvarp verða fyrst að veruleika áður en hlaupið er upp til handa og fóta og halda að mikið sé að gerast ríkisins megin. Meira fjármagn þarf til málaflokksins, ráða fagaðila og bretta upp ermar. Best væri ef sá hluti sem snýr að velferð grunnskólabarna heyri undir skóla- og frístundaráð eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi  skóla- og frístundasviðs, dags. 8. júní 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. júní 2021 á tillögu um viðmið um fjölda reykvískra barna sem greitt er fyrir í Arnarskóla:

Nú leggur skóla- og frístundasvið það til að borgarráð samþykki að hámarksfjöldi nemenda í Arnarskóla verði 11 árið 2021 til 2022 og er það fjölgun um 4. Lokað er á sama tíma fyrir að greitt verði framlag fyrir fleiri. Fulltrúa Flokks fólksins finnst kannski ekki alveg hægt að loka fyrir umsóknir með svo stífum hætti. Það gæti komið umsókn nemanda sem er afar brýnt að fá skoðun og samþykki í Arnarskóla. Þetta er vissulega dýrt úrræði fyrir borgina sem styður tillögu fulltrúa Flokks fólksins að Reykjavíkurborg þyrfti að eiga og reka sambærilegt úrræði. Þegar horft er til reglna skiptir mestu að þær séu sanngjarnar og sveigjanlegar. Hagsmuni barns skal ávallt hafa að leiðarljósi og að í reglunum ætti að felast ákveðinn sveigjanleiki og tillitssemi gagnvart foreldrunum.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á trúnaðarmerktum niðurstöðum á sálfélagslegu áhættumati og mati á starfsumhverfi starfsfólks sem starfar á vettvangi borgarráðs:

Til kynningar er niðurstaða á sálfélagslegu áhættumati og mati á starfsumhverfi starfsfólks sem starfar á vettvangi borgarráðs. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni að fá kynninguna með útsendum gögnum tókst ekki að verða við því. Það vakti hins vegar athygli að starfsmaður mannauðsskrifstofu vísaði í þessa könnun í fjölmiðlum í gær, í persónulegum tilgangi, áður en búið var að kynna hana fyrir borgarráðsfulltrúum. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að það sé samþykkjanlegt að nýta aðstöðu sína með þessum hætti og ræða niðurstöður á trúnaðarmerktu gagni með persónugreinanlegum hætti í fjölmiðlum áður en gagnið er kynnt borgarráði. Gilda kannski önnur lögmál um embættismenn?

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021 um að skipaður verði viðræðuhópur við Hjallastefnuna. Haft verði samráð við Óla Jón Hertervig skrifstofustjóra eignaskrifstofu og Ebbu Schram borgarlögmann, eftir því sem tilefni er til:

Hjallastefnan óskar hér með eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um framtíð Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Jafnframt er óskað viðræðna um staðsetningu og aðstöðu fyrir leikskólann Öskju. Báðir skólarnir eru starfræktir á Nauthólsvegi 87 og missa þá aðstöðu að næsta skólaári loknu. Forsvarsfólk Hjallastefnunnar óskar eftir að flytjast í húsnæði sem borgin áformar að rísi á lóðinni nr. 81 við Nauthólsveg og að grunn- og leikskóli Hjallastefnunnar verði þar. Hugsanlega væri hægt að nýta núverandi byggingar skólanna í Öskjuhlíðinni og flýta þannig fyrir opnun skóla sem mikil þörf er fyrir. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á mikilvægi þess að fulltrúar barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík/Öskju taki sæti í viðræðuhópinum. Hver verður kjarni umræðunnar í hópinum? Málefni skólans eru í óvissu og óvissa er aldrei góð. Húsnæðið er aðeins tryggt í eitt ár í viðbót. Fulltrúa Flokks fólksins finnst Hjallastefnuskólar og leikskólar mikilvægir og vonar að málin lendi á besta veg fyrir börnin sem þar stunda nám og hversu mikið hagsmunamál það er að framtíð þeirra verði tryggð.

 

Bókun Flokks fólksins við svari umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2021 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um deiliskipulag fyrir grenndarstöðvar við Arnarbakka í Breiðholti, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. janúar 2020:

Fyrirspurnin um deiliskipulag fyrir grenndarstöðvar við Arnarbakka í Breiðholti var lögð fram af fulltrúa Flokks fólksins fyrir meira en ári síðan. Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið og tekur afsökunarbeiðni vegna seins svars til greina. Það er rétt, grenndarstöðin var endurgerð og lítur mun betur út. Það þarf aftur á móti að sinna þessum gámum mun betur. Umgengi við gáma er slæm.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu  stýrihóps um Elliðaárdal, dags. 7. júní 2021:

Í þessari skýrslu er ekki tekin skýr afstaða til stíflunnar. Hún er friðuð, hún hefur verið varanlega tæmd og fyrir liggur að OR er hætt raforkuframleiðslu í Elliðaám. Hvort stíflan fari eða veri og veri hún, hvort þá verði gert eitthvað með hana er allt opið eftir því sem fram kemur í skýrslunni. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sem fram kemur að nauðsynlegt er að hafa enn viðameira samráð og við fleiri en áður til að komast hjá óþarfa árekstrum. Tryggja verður alvöru samtal, samráð og upplýsingaflæði á meðal lykilaðila, íbúa og áhugafólks um dalinn. Það er afstaða fulltrúa Flokks fólksins að varðveita náttúru eins og hægt er. Því miður hefur verið gengið freklega á græn svæði, fjörur og aðra náttúru í borgarlandinu. Nú þegar er Elliðaárdalurinn heilmikið mótaður af mönnum og náttúran hefur vikið. Skoðun fulltrúa Fulltrúa Flokks fólksins er að náttúran eigi að njóta vafans og unnið verði að því að Elliðaárnar renni eins og áður en þær voru virkjaðar. Ef heldur sem horfir með þá stefnu sem meirihlutinn rekur þá mun að lokum hvergi finnast ósnortin náttúra lengur í borgarlandinu.


Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 9. júní 2021, undir 2. lið fundargerðarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju einasta bílastæði sem samþykkt er fyrir hreyfihamlaða og vonar að ákvörðun um þessi stæði hafi verið tekin í samráði við hagsmunasamtök fatlaðra. Þessi málaflokkur hefur orðið undir hjá meirihlutanum í borginni og við ákvörðun að loka fyrir umferð bíla og gera göngugötur þá má segja að fatlaðir og þeir sem eiga erfitt um gang hafa verið skildir eftir úti í kuldanum. Almennt er aðgengismál fatlaðra í miðbænum erfiðleikum háð og er í raun kapítuli út af fyrir sig. Því miður er það þannig að margir fatlaðir finna sig ekki lengur velkomin í bæinn og fara ekki þangað nema tilneyddir. Liður 15. Fulltrúi Flokks fólksins vill endilega fjarlægja járnslár á hjólreiðastígum. Ekki er liðinn nema einn fundur síðar Fulltrúi flokks fólksins nefndi í bókun að járnslár á göngu- og hjólastígum þurfi að fjarlægja enda skapa þær hættur fyrir hjólreiðamenn og einnig þá sem koma á öðrum farartækjum eða styðjast við hjálpartæki eins og hjólastóla. Það er því ánægjulegt að vel var tekið í að hafa þessa tillögu sem sameiginlega tillögu skipulags- og samgönguráðs alls.

 

Bókun Flokks fólksins við  við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir efni bréfs Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Efni bréfsins tengist tillögu fulltrúa Flokks fólksins sem var nýlega vísað frá í borgarstjórn. Flokkur fólksins lagði til að borgarstjórn samþykkti að veita auknu fjármagni til skólanna, þ.e. kennara og starfsfólks frístundaheimila og Ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi (Jafnréttisskólans) til að efla fræðslu og forvarnir grunnskólabarna um skaðsemi og afleiðingar klámáhorfs. Þetta var lagt til í ljósi niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og greining birti í febrúar 2021. Niðurstöður sýna að um 30% stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir og um 6% hafa selt slíkar myndir. Um 24% stráka í 10. bekk hafa verið beðin um að senda slíka mynd og 15% hafa gert slíkt. Styðja þarf jafnframt við bakið á samtökum s.s. Heimili og skóla (Landssamtök foreldra) sem reka einnig SAFT og Samfok. Markmiðið er að veita foreldrum fræðslu og stuðning. Allir þurfa að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast með net- og tölvunotkun barnanna.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn af hverju borgin komi ekki fleirum hjúkrunarheimilum á laggirnar fyrir þá borgarbúa sem geta ekki lengur búið heima:

Borgin rekur tvö hjúkrunarheimili. Nú er gríðarlegur skortur á plássi á hjúkrunarheimilum. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju borgin komi ekki fleirum hjúkrunarheimilum á laggirnar fyrir þá borgarbúa sem geta ekki lengur búið heima. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Reykjavíkurborg getur ekki skorast hér undan, þótt málið sé á vegum ríkisins. Nýja samninga má gera. Það er þyngra en tárum taki það aðstöðuleysi og skortur á hjúkrunarheimilum sem er núna. Rúmlega hundrað manns liggja á Landspítalanum af því að ekki er hægt að útskrifa þau. Reykjavíkurborg á og rekur tvö hjúkrunarheimili, Droplaugarstaði og Seljahlíð. Sólarhringsþjónusta er á báðum stöðum. Ekkert er því til fyrirstöðu að bæta við fleiri hjúkrunarheimilum. R21060109

Vísað til meðferðar velferðarráðs.

Borgarráð 11. júní 2021

Bókun Flokks fólksins við svari áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um fundarsköp:

Í svarinu er ekki betur séð en að skipulags- og samgönguráð tekur sé leyfi til að gera hluti með öðrum hætti en önnur ráð. Segir að ef það sé vafi uppi um bókanir eða hvort fulltrúi hafi leyfi til að bóka skeri formaður úr hvort bókun uppfylli skilyrði. Fulltrú Flokks fólksins finnst þetta ansi langt gengið í geðþóttaákvörðunarvaldi meirihlutans/embættismanna í skipulagsráði. Í engu ráði hefur tjáningarfrelsi hvað varðar bókanir verið lamið eins niður og í skipulags- og samgönguráði. Í fyrstu var þetta leyfilegt en nú skyndilega er búið að banna þetta. Það er miður því slíkt skapar bara leiðindi og upplifir fulltrúi Flokks fólksins þetta sem valdníðslu. Bókanir eru eina tjáningarform minnihutafulltrúa til að koma sinni afstöðu út af lokuðum fundum. Það er afar ólýðræðislegt að banna bókanir við liði sem eru til upplýsinga enda engin ástæða til þess. Það er hægt að hafa skoðun og taka afstöðu til „gagna sem lögð eru fram til upplýsingar“. Það er mikið vald að geta ákveðið hvenær bókun minnihlutafulltrúa er metið að „uppfylli ekki skilyrði“ eins og það er orðað í svari. Skjalakerfið- Erindreki er notað í skipulagsráði, en ekki í öðrum ráðum. Hér er þörf á skýringu og finna þarf síðan á þessu lausn.

Samantekið:
Samkvæmt svari þessu eiga sveitastjórnarfulltrúar ekki rétt á því að leggja fram bókanir við bréfum  borgarstjóra vegna þess að réttur þeirra nær aðeins til þeirra mála sem eru til umræðu eða afgreiðslu. Það er miður að verklag nefndarinnar skuli takmarkast svo mjög við hið lögbundna lágmark og sérstaklega í ljósi þess að öðruvísi verklag tíðkast í öðrum nefndum á vegum borgarinnar. Þá er það alveg dæmigert að borgin skuli halda úti sérstöku skjalakerfi á þessu tiltekna sviði. Erfitt er að sjá hagkvæmnina í slíku fyrirkomulagi. Þá er það engin skýring að segja að kerfin bjóði ekki upp á að draga út skjal þar sem kemur fram heiti fundarliða. Er þá ekki hægt að afrita upplýsingar úr kerfinu yfir í önnur forrit og miðla þeim þannig áfram? Það hlýtur að vera hægt að taka saman dagskránna fyrirfram.
Varla er hún gripin úr lausu lofti þegar fundur hefst.

Bókun Flokks fólksins við tillögu skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. júní 2021:

Lagt er til að samþykkt verði bílastæði við Skólavörðustíg og Laugaveg sem verður sérmerkt fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju einasta stæði sem samþykkt er fyrir hreyfihamlaða og vonar fulltrúi Flokks fólksins að ákvörðun um þessi stæði hafi verið tekin í samráði við hagsmunasamtök fatlaðra. Þessi málflokkur hefur orðið undir hjá meirihlutanum í borginni og við ákvörðun að loka fyrir umferð bíla og gera göngugötur þá má segja að fatlaðir og þeir sem eiga erfitt um gang hafa verið skildir eftir úti í kuldanum. Almennt er aðgengismál fatlaðra í miðbænum erfiðleikum háð og er í raun kapituli út af fyrir sig. Því miður er það þannig að margir fatlaðir finna sigi ekki lengur velkomin í bæinn og fara ekki þangað nema tilneyddir.


Bókun Flokks fólksins við Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, kynning og Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 2, deiliskipulag, kynning. Einnig við tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2. – Sævarhöfði á Ártúnshöfða.

Fulltrúi Flokks fólksins upplifir sig eins og gömul grammófónplata en ætlar enn og aftur að endurtaka mótmæli vegna væntanlegra landfyllinga á þessu svæði. Allt undirlag er á landfyllingu. Byggja á allt að 3500 íbúðir í 1. og 2 áfanga og 8000 íbúðum þegar allt er komið. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þessi borgarhluti stendur samkvæmt deiliskipulaginu án nokkurra landfyllinga. Hætta ætti því við landfyllingar á svæði 1 og 2.

Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Allt of mikið er manngert orðið, búin til gerviveröld sem sumum þykir smart. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Landfyllingar eru auk þess enn í mati. Varðandi iðnaðarsvæðið þá felst breytingin í því að minnkar skipulagssvæðið, malbikunarstöðin og bílasölur eiga að víkja skv. skipulaginu. Um bílastæðin: Fækkun og 70% samnýting bílastæða er viðkvæmt mál fyrir stóran hóp. Samráð þarf að vera við borgarbúa um þetta.

Bókun Flokks fólksins við tillögu skipulags- og samgönguráðs, um að fjarlægja þverslár á hjólaleiðum:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari tillögu um að fjarlægja járnslár á hjólreiðastígum. Ekki er liðinn nema einn fundur síðar Fulltrúi flokks fólksins nefndi í bókun að járnslár á göngu- og hjólastígum þurfi að fjarlægja enda skapa þær hættur. Nú er þetta orðið að tillögu meirihlutaflokkana. Hér er reyndar talað um þverslár en þverslá er ekki þverslá fyrir þá sem koma hjólandi samsíða “þverslám”. Um er að ræða járnslár, stuttar og langar sem mæta hjólreiðamönnum stundum að framan og stundum frá hlið og kemur í veg fyrir að þeir geti hjólað hindrunarlaust. Þær eru því bæði hættulegar ef rekist er á þær á ferð og einnig sannarlega óþarfar. Sama á við alla þá sem koma á öðrum farartækjum eða styðjast við hjálpartæki eins og hjólastóla, sem mega vera á þessum stígum. Hvað sem þessu líður þá er ánægjulegt að vel var tekið í að hafa þessa tillögu sameiginlega tillögu skipulags- og samgönguráðs.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu varðandi endurskoðun verklags í aðdraganda skipulagslýsingar:

Tillögu Flokks fólksins um að endurskoða vinnubrögð í aðdraganda þess að mál eru send í skipulagslýsingar hefur verið felld. Það er miður. Staðan í dag er þannig að skipulagsyfirvöldum er ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Þessu þarf að breyta enda er það virðing við fólk sem sendir inn ábendingar að þeim sé svarað. Það græða allir á því að eiga samskipti. Athugasemdir frá fólki, á hvað stigi sem málið er, getur aldrei verið annað en gagnlegt. Sá sem hefur haft fyrir því að senda inn ábendingu hefur lagt það á sig að koma hugsun/hugmyndum sínum frá sér til valdhafa og á það skilið að honum sé svarað með einum eða öðrum hætti. Það ætti að vera skipulags- og samgöngusviði að meinalausu að endurskoða þetta verklag enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum. Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál . Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin frekari samskipti.

.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Laugarásveg
Mál nr. US210156

Nýlega var ákveðið að lækka hraðann á Laugarársvegi og fleiri íbúagötum og götum þar sem börn fara um niður í 30. Hins vegar vantar enn hraðamerkingar t.d. á Laugarásvegi. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær eigi að setja um þessi skilti? Hvenær á að klára verkið? Ekki dugar að hætta við verk þegar hálfnað er.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Haðarstíg
Mál nr. US210146

Málefni Haðarstígar hafa áður komið til umfjöllunar. Eldsvoði varð á Haðarstíg síðastliðið sumar og vöktu íbúar þar athygli borgaryfirvalda á afleitum brunavörnum en þar bólar ekkert á endurbótum við stíginn sem fyrirhugaðar voru 2018 og 2019. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju ábendingum íbúa hefur ekki verið svarað?
Skipulagsyfirvöld státa sig af samráði en það virðist hafa brugðist. Íbúum var sagt fyrir tveimur árum að endurbótum hafði verið frestað án skýringa.
Haðarstígur er göngustígur, ein þrengsta gata Reykjavíkur og illmögulegt að koma stórum slökkviliðsbíll þangað. Þar er enginn brunahani, sem torvaldar slökkvistarf í þessum þéttbýla reit, þar sem húsin standa áföst hvert öðru. Hér er allt of mikið í húfi. Þegar kemur að öryggi sem þessu gengur ekki að borið sé við fjárskorti. Fram hefur komið hjá íbúum að ástand götunnar sé orðið mjög bágborið. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að gyrða sig í brók í þessu máli áður en annað slys verður.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi útboð
Mál nr. US210149

Reykjavíkurborg braut gegn lagaskyldu sinni til útboðs með samningum við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um LED-væðingu götulýsingar í borginni. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála, en auk tveggja milljóna króna stjórnvaldssektar lagði nefndin fyrir borgina að bjóða verkið út.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Það er líklega mun hagstæðara en að þurfa hvað eftir annað að greiða sektir sem skapast við slæma stjórnsýslu og laga- og reglugerðarbrot Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg hefur oft áður verið talin brotleg í málum sem kostað hefur borgarbúa milljónir. Í þessu máli halda engin rök og þau veiku rök sem borgin lagði fram hafa verið hrakin lið fyrir lið. Þegar slíkt gerist þarf að bæta vinnubrögð og tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta stríð borgarinnar gagnvart lögum og reglum ekki bara þreytandi heldur með öllu óásættanlegt af stjórnvaldi sem borgarbúa eiga að geta treyst sérstaklega þegar kemur að því að fylgja lögum og reglum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Borgarlínu
Mál nr. US210164

Nýlega voru birtar niðurstöður könnunar MMR þar sem fram kom að 44% svarenda töldu að til væru hagkvæmari leiðir til að ná góðum eða betri árangri við að bæta almenningss samgöngur en uppbygging Borgarlínu. Svarendur voru 611.Tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndi nota hana. Meirihlutinn í borginni hefur iðulega tekið mikið mark á niðurstöðum kannanna sem þessara t.d. og stutt sig við þær í ákvarðanatökum sínum sbr. göngugötur. Þegar spurt hefur verið um vinsældir flokka í borginni hafa meirihlutaflokkarnir tekið þær niðurstöður háalvarlega. Því vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja nú hvort skipulagsyfirvöld í borginni ætli að taka til greina þessar niðurstöður sem sumar eru býsna afgerandi.

Spurt var um andstöðu við fækkun akreina fyrir bíla og sögðu 65% svarenda vera mjög eða frekar andvíg fækkun akreina á Suðurlandsbraut fyrir bíla úr fjórum í tvær til að rýmka fyrir uppbyggingu Borgarlínu. Þá var ríflegur meirihluti andvígur lækkun hámarkshraða á borgargötum en fjórðungur var hlynntur þeim. Meirihluti svarenda var einnig andvígur fjölgun hraðahindrana til að draga úr hraða á götum. Þetta eru býsna afgerandi niðurstöður.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 9. júní 2021

Bókun flokks fólksins við tillögum stýrihóps um mótun velferðarstefnu, dags. 8. júní 2021, um drög að velferðarstefnu Reykjavíkurborgar:

Lögð eru fram drög að tillögum stýrihóps um mótun velferðarstefnu. Hefðu þessi mál verið í forgangi hjá þessum og síðasta meirihluta væri stefna að þessu tagi komin í innleiðingu. Dýrmætur tími hefur tapast sem bitnar á þjónustuþegum. Áætlaður kostnaður við framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar er um 350 m.kr. en endanlegt kostnaðarmat er ekki tilbúið fyrr en í október.  Þetta er ekki há upphæð ef samanborið við 10 milljarða sem ráðstafað er í stafræna umbreytingu, fjármagn sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með af „léttúð“.  Þessar upphæðir segja allt um hver forgangsröðunin er hjá þessum meirihluta. Ósennilegt er hvort eitthvað af þessum annars mörgu ágætu tillögum verða komnar í virkni fyrr en á næsta kjörtímabili. Innleiðingar hafa ekki verið útfærðar. Meðal markmiða eru sjálfsagðir hlutir eins og að allir lifi með reisn. Stór hópur fólks er í aðstæðum þar sem erfitt er að lifa með nokkurri reisn. Nú bíða 1068 börn eftir fagþjónustu skólanna. Eftir stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra bíða 342 og 804 eftir húsnæði. Fólki og ekki síst börnum er mismunað eftir því í hvaða hverfi það býr. Ekki stendur til að færa sálfræðingana inn í skólana sem er miður. Of mikil áhersla er á frumvarp, „Farsældarfrumvarp“ sem ekki er orðið að veruleika.

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra um stjórnkerfis- og skipulagsbreytingar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður við að kerfið verði einfaldað enda mikið völundarhús í þeirri mynd sem það er. Notendur hafa kvartað yfir að ná ekki sambandi og fá ekki þjónustu oft fyrr en illa og seint. Þjónustumiðstöðvar hafa virkað sem hindrun t.d. milli grunnskólabarna og sálfræðinga skólaþjónustu. Þjónustan þarf að vera aðgengilegri fyrir börnin og foreldra þeirra og starfsfólk skóla á einnig að hafa greiðan aðgang að fagfólki skólans. „Borgarbúinn“ hefur ekki verið í fyrsta sæti eins og sjá má af biðlistum en á þeim fjölgar með hverjum degi. Íslensk ungmenni sýna meiri aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íslenskri rannsókn sálfræðideildar HR og Rannsóknar og greiningar. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „fólk“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti. Skaðinn er skeður hjá mörgum, því miður því ástandið hefur varað allt of lengi. Bernskan verður ekki tafin frekar en nokkuð annað tímaskeið og fyrir sum börn verður skaðinn aldrei bættur. Það þarf að gera grundvallarbreytingar á skipulagi velferðarsviðs. En það kostar meira fjármagn,  samþættingu þjónustu, samhæfingar, samstarfs við aðrar stofnanir, einföldun ferla, minni yfirbyggingu, skýr markmið og árangursmælingar.

Velferðarráð 8. júní 2021

Liður 1

Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir.
Lagt er til að verkefnið Betri borg fyrir börn verði innleitt um alla Reykjavíkurborg. Markmið verkefnisins er að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þá er lögð áhersla á að þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.

Meirihlutinn leggur til að verkefnið Betri borg fyrir börn verði innleitt um alla Reykjavíkurborg. Meirihlutinn ætlar að óska eftir 140 milljóna króna fjárframlagi frá borgarráði til að taka á biðlistum. Mjög líklega þarf mun meiri innspýtingu fjármagns en hér er lagt til ef takast á að sinna öllum þessum börnum svo vel sé. Þetta er ekki há upphæð ef samanborið við 10 milljarða sem ráðstafað er í stafræna umbreytingu, fjármagn sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með af „léttúð“. Þessar upphæðir segja allt um hver forgangsröðunin er hjá þessum meirihluta. Það er miður að ekki hafi verið gripið fyrr í þessa óheillaþróun. Fyrstu tillögur Flokks fólksins að taka á biðlistum komu strax á fyrsta misseri þessa kjörtímabils. Dýrmætur tími hefur tapast sem bitnar á þjónustuþegum. Nú bíða 1068 börn eftir fagþjónustu skólanna. Börnum er mismunað eftir því í hvaða hverfi þau búa. Ekki stendur til að færa sálfræðingana inn í skólana sem er miður. Íslensk ungmenni sýna meiri aukin þunglyndiseinkenni og segja andlega líðan sína verri í kórónuveirufaraldrinum en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri íslenskri rannsókn sálfræðideildar HR og Rannsóknar og greiningar. Kannski er ekkert af þessu skrýtið ef horft er til þess að „börn“ hefur ekki verið sett í fyrsta sæti.

Liður 2
Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir ásamt skýrslunni Heildstæð þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir, dags. í júní 2021 nánar tiltekið:
Lagt er til að aukin áhersla verði lögð á að taka tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns til grunnskóla í borginni með það að markmiði að auka jöfnuð milli barna og skóla í anda stefnunnar um Menntun fyrir alla.

Meirihlutinn leggur til að óskað verði eftir 140 m.kr. fjárheimild til borgarráðs til þess að vinna með börn og unglinga vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19. Fulltrúi Flokks fólksins telur þetta allt of lága upphæð, bara dropi í hafið sem þarf. Þessi upphæð sýnir að börn eru ekki í forgangi. Biðlisti barna í skólum telur 1056 börn í dag og fjölgar á honum með hverjum degi. Gera þarf betur hér. Svo virðist sem eitthvað skorti á metnað? Ef ekki er beðið um meira þá er það metið svo að ekki meira þurfi. Þetta er ekki rétt leið til að ná árangri. Þegar börn eru annars vegar þarf að taka hærra stökk. Með þessu áframhaldi tekur mörg ár að sinna þessum hópi og þessi börn hafa ekki þann tíma. Bernskan bíður ekki frekar en annað tímaskeið. Þau verða þá orðin stálpuð, fullorðinn og líða fyrir andvaraleysi velferðar- og skólasviðs.

Liður 3
Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir ásamt skýrslunni Heildstæð þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir, dags. í júní 2021 nánar tiltekið:
Lagt er til að aukin áhersla verði lögð á að taka tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns til grunnskóla í borginni með það að markmiði að auka jöfnuð milli barna og skóla í anda stefnunnar um Menntun fyrir alla.

Meirihlutinn leggur til að nota ákveðinn stuðul (e. Learning opportunites index – LOI) sé reiknaður út fyrir grunnskóla til að sjá betur hverjir þurfa snemmtækan stuðning. Að veita snemmtæka íhlutun ef barn á í vanda eru mannréttindi. Börn eiga ávallt að fá snemmtæka íhlutun en einnig að fá nauðsynlegar greiningar sem kennarar og foreldrar ásamt fagaðilum hafa sammælst um að barn þurfi. Vel kann að vera að þessi meirihluti telji að með því að draga úr greiningum sé verið að spara mikinn pening. Svo er ekki. Ef barn er að fá ranga meðhöndlun og meðferð við sínum vanda því ekki hefur verið skoðað með gagnreyndum aðferðum hver sé grunnvandinn er verið að taka áhættu með líðan barnsins og það á eftir að kosta. Með því að fá upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis (4ra ára skoðun barns) er hægt að sjá strax hvort barnið glími við vanda eða vísbendingar þar um. Því miður er ekki samræmd samvinna milli skóla og Heilsugæslu og hvergi er minnst á slíkt samráð í þeim tillögum sem hér eru lagaðar á borð. Flótti frá greiningum þessa meirihluta til að spara fé vekur ugg og má telja víst að einhver hópur barna eiga eftir að líða fyrir að lokað er fyrir nauðsynlegan sveigjanleika í þessum efnum.

 

Liðu 4
Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir ásamt skýrslunni Heildstæð þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir, dags. í júní 2021 nánar tiltekið:
Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að rafvæðingu á umsóknarferli um skólaþjónustu þar sem ferlið verður endurskoðað í heild sinni út frá þörfum notenda.

Meirihlutinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að rafvæðingu á umsóknarferli um skólaþjónustu þar sem ferlið verður endurskoðað í heild sinni út frá þörfum notenda. Fulltrúi Flokks fólksins styður að farið sé í þessa vinnu, en að það verði gert með skynsömum hætti og af ábyrgu fólki. Sviðin sjálf vita best hvað þau þurfa og hlýtur vinnan að þurfa að fara fram innan þeirra. Víða er kominn grunnur að snjalllausnum sem sjá má í öðrum stofnunum. Gríðarmiklu fjármagni hefur nú þegar verið veitt í stafræna umbreytingu og lítið ber á afrakstri eða afurðum. Fjármagni hefur verið eytt í tilraunir sem litlu hafa skilað enn sem komið er. Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sýslað með marga milljarða af lausung. Eftir á að koma í ljós hvort og þá hvenær þær afurðir verða komnar í virkni sem væntingar standa til. Öll höfum við sameiginleg markmið sem er að auðvelda aðgengi skóla og foreldra að skólaþjónustu og að einfalda samskipti bæði skóla og foreldra barna við skólaþjónustu. Forgangurinn hlýtur þó ávallt að vera sá að byrja á því að sinna börnunum sem beðið hafa á biðlistum jafnvel mánuðum saman. Í það þarf að setja fjármagn fyrst og fremst.

Liður 5
Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir ásamt skýrslunni Heildstæð þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir, dags. í júní 2021 nánar tiltekið:
Lagt er til að fram fari faglegt mat á árangri af sérkennslu, sértækum stuðningi í skóla- og frístundastarfi, skólaþjónustu og þjónustu velferðarsviðs við börn og fjölskyldur.

Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis rætt um að nauðsynlegt sé að gera árangursmælingar á sérkennslu. Í sérkennslu eru um 30% af grunnskólabörnum en enginn veit neitt hvernig sérkennslan er að skila sér til barnanna. Börn kunna einnig að vera að fá mismunandi þjónustu eftir því hvar þau búa. Alltof langur tími hefur farið hjá þessum meirihluta í að koma því á blað að mæla þarf árangur. Sérkennarar eru ofhlaðnir og undir miklu álagi. Í þeirra hópi eru börn ekki aðeins með námserfiðleika af ýmsu tagi og á ýmsum stigum heldur einnig með hegðunarvanda/raskanir. Þetta tvennt fer vissulega stundum saman en alls ekki alltaf. Barn sem ekki fær viðeigandi aðstoð við vanda sínum tapar fljótlega sjálfstrausti sínu og sjálfsöryggi og þá aukast líkur þess að birtingarmyndir þess sýni sig í hegðun og atferli. Annað áhyggjuefni er læsi barna og lesskilningur en eins og ítrekað kemur fram í könnunum er stór hópur barna sem útskrifast úr grunnskóla sem ekki lesa sér til gagn né gamans. Þessi hópur hefur farið stækkandi með hverju ári. Löngu tímabært er að meta með kerfisbundnum hætti árangur með reglulegum hlutlægum mælingum til að greina hvort stuðningur hafi leitt til bættrar stöðu barna og ef ekki, að greina og innleiða helstu tækifæri til úrbóta.

Liður 6
Bókun Flokks fólksins við tillögu stýrihóps um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir ásamt skýrslunni Heildstæð þjónusta fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir, dags. í júní 2021 nánar tiltekið:
Lagt er til að verkefnisstjórn verði sett á laggirnar sem undirbúi Reykjavíkurborg fyrir nýja löggjöf um farsæld barna.

Meirihlutinn leggur til að verkefnisstjórn verði sett á laggirnar sem undirbúi Reykjavíkurborg fyrir nýja löggjöf um farsæld barna. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að þetta frumvarp er bara frumvarp sem ekkert er víst að verði að lögum. Finna þarf fjármagn í það sem ekki er enn séð hvar ríkisstjórnin ætlar að taka ef marka má umræður t.d. úr fréttum. Hafa skal í huga að ekki fannst nægt fjármagn hjá þessari ríkisstjórn til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu til framtíðar jafnvel þótt allir væru sammála um að gera það Reykjavíkurborg verður að taka ábyrgð á sínum börnum, grunnskólabörnum sem eru alfarið sveitarfélagsins að sinna Ef engir biðlistar væru, þá myndi vandi barna ekki ná að vefja upp á sig. Það að bíða lengi eftir nauðsynlegri aðstoð, með eða án greiningu gerir það að verkum að vandinn verður sífellt stærri. Fulltrúi Flokks fólksins vill spyrja að leikslokum og sjá þetta Farsældarfrumvarp verði fyrst að veruleika áður en hlaupið er upp til handa og fóta og halda að mikið sé að gerast ríkisins megin. Meira fjármagn þarf til málaflokksins, ráða fagaðila og bretta upp ermar. Best væri ef sá hluti sem snýr að velferð grunnskólabarna heyri undir skóla- og frístundaráð eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til.

 

 

 

Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs

Bókun Flokks fólksins við Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi:

Ekki er hægt að koma öllum athugasemdum fyrir í stuttri bókun við viðamikla skýrslu. Sársaukafyllst er hve mikið er gengið á náttúru og lífríki til að þétta byggð t.d. með landfyllingaráformum m.a. við Elliðaárósa. Tillögur um mótvægisaðgerðir eru aumar. Að fylla fjörur er greinilega freistandi aðgerð til að þétta en „þétt“ þýðir ekki endilega mannvænt og „þétt“ þýðir ekki endilega gæði eða hagkvæmni. Hreinsistöð Veitna við Klettagarða krefst t.d. landfyllinga nú og meira í framtíðinni. Eyðilegging á náttúru og skemmd á lífríki verður þegar sprengt verður fyrir Arnarnesvegi og Vatnsendahvarfið klofið, framkvæmt sem gagnast Kópavogi fyrst og fremst en sem mun leiða til mikillar aukningar á umferð á Breiðholtbraut. Þrengt er að þróun fyrirhugaðs Vetrargarðar. Ábendingar hafa komið um að þétting byggðar leiði til dýrari íbúða en ella og samræmist það ekki stefnu um hagkvæmt húsnæði. Vakin er athygli á húsnæðisþörf fólks á aldri yfir 67 ára. Búa þarf til fleiri kjarna byggðar, sbr. Sléttuvegur, þar sem íbúðir njóta nálægðar við ”þjónustusel”. Gengið er út frá því sem vísu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri og yfir á Hólmsheiði. Er það ekki frekar bratt að ganga út frá því á þessum tímapunkti? Hér er ekki hægt að tala um nein tímamót enda rennt með margt blint í sjóinn og margt er mjög umdeilt.

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga

Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um m.a. hverfiskjarnann í Arnarbakka. Til að styðja við hverfiskjarnann við Arnarbakka er mikilvægt að finna honum víðtækara hlutverk en honum er ætlað í dag. Þetta getur haft mikil áhrif á hvernig til tekst við endurlífgun hverfisins. Gatan á að verða borgargata en að gera Arnarbakkann að borgargötu fram hjá Breiðholtsskóla krefst mikilla breytinga á núverandi vegi. Það vantar í áætlunina. Samhliða hverfisskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir verslunarlóðina í Arnarbakka 2–6 sem gerir ráð fyrir að núverandi hús séu fjarlægð og ný uppbygging heimiluð með verslunarrýmum á jarðhæðum að hluta og íbúðum á efri hæðum. Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun íbúða. Heilmikil gagnrýni hefur komið fram um mikið aukið byggingarmagn á kostnað rýmis og grænna svæða. Heimilt er að reisa allt að 3 íbúðahæðir ofan á húsin. Gert er sem sé ráð fyrir lágum byggingum, en er það rétt stefna?. Einmitt þetta svæði getur kannski tekið við hárri byggingu, svo sem áberandi turnbyggingu sem setja myndi mark á hverfið. Svæði sunnan við Arnarbakka, þar sem nú er opið svæði til sérstakra nota mætti t.d. koma á mörgum ólíkum íbúðabyggingum til að tryggja betur að um blandaða byggð verði að ræða en ekki einsleita.

 

Bókun Flokks fólksins við Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga

Þegar horft er til Seljahverfisins er fókus Flokks fólksins á þeim skaða sem þar stendur fyrir dyrum að valda sem er að sprengja fyrir hraðbraut. Hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarf mun íþyngja Reykvíkingum mjög vegna aukinnar umferða sem það skapar á Breiðholtsbraut. Umhverfismatið er fjörgamalt. Margt hefur breyst. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu en samt á að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Í gögnum er reynt að skreyta málið, sagt fullum fetum að þessi framkvæmd muni ekki hafa neikvæð áhrif. Um þetta er efast. Það er ekki hægt að segja að hraðbraut sem liggur við fyrirhugaðan Vetrargarð muni ekki hafa áhrif? Hvað með þróunarmöguleika svæðisins, mengun og umferðarhávaða? Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru ekki að gæta hagsmuna borgarbúa í þessu máli heldur þjóna hagsmunum Kópavogsbúa. Skipulagsyfirvöld hefðu átt að berjast fyrir borgarbúa í þessu máli og krefjast nýs umhverfismats.

Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautar-mengunarmekki.

Bókun Flokks fólksins Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga

Fulltrúa Flokks fólksins finnst að víða megi gera breytingar og lagfæringar í Efra Breiðholti en hér er á að auka byggingarmagn gríðarlega og þá sem blokkir. Ekki verður mikið um blandaða byggð. Fækka á bílastæðum til muna í óþökk margra. Athugasemdir bárust torgið við Gerðuberg verði eflt. Gæta þarf að því að heimildir um aukið byggingarmagn valdi því ekki að afrennslisstuðull lóðar hækki heldur sé unnið á móti auknu byggingamagni með blágrænum ofanvatnslausnum innan lóðar sem því nemur. Víða í Breiðholti á að byggja hús með flötum þökum. Það á ekki að leyfa flöt þök þar sem ekki eru fyrir í skipulaginu. Með þessu er verið að ná einni viðbótarhæð, en nú einkennist byggðin af húsum með hallandi þaki. Ef horft er til stíga sem samgönguæðar þá eru margir núverandi stígar í Breiðholti að virka sem göngustígar en ekki sem hjólastígar og núverandi kerfi á ekki að festa í sessi. Það verður að fara að miða við að hjól- hlaupahjól verði kostur í samgöngum í Efra Breiðholti. Þær fáu breytingar sem hafa verið gerðar á stígum eru ekki til bóta fyrir hjólreiðar. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og er það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki sem skráð var á íbúafundi í hverfinu.

 

Bókun Flokks fólksins Hverfisskipulag – leiðbeiningar.

Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu um leiðbeiningar fyrir hverfisskipulag. Um framfarir er að ræða þegar stuðlað er að því að búa til fleiri íbúðir í grónum íbúðarhverfum, þar sem ekki þarf að raska innviðum. Um margar aðrar breytingar er ekki það sama að segja. Iðnaðarhúsnæði á ekki að breyta í íbúðir, nema þegar það svæði eigi að verða að íbúðarsvæði. Kvaðir ættu að vera í verslunar – og iðnaðarhúsnæði um að ekki megi vera þar með aðra starfsemi en sú sem upprunaleg er nema í undantekningartilfellum. Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Einnig er tekið undir að mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.


Bókun Flokks fólksins Hringbraut 116/Sólvallagata 77 – Steindórsreitur:

Auka á byggingarmagn á efri hæðum sem hefur áhrif á skuggavarp. Með auknu byggingarmagni mun umferð aukast. Hvað varðar öryggisþáttinn þá hefur Hringbrautin mjög lengi verið ein af þeim götum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendum er hætta búinn. Hringbraut er og verður alltaf mikil umferðargata.


Bókun Flokks fólksins við Káratorg forhönnun, kynning

Kynnt er forhönnun Káratorgs sem er torg á mótum Frakkastígs Njálsgötu og Kárastígs. Fulltrúa Flokks fólksins finnst vont að hafa ekki fengið kynninguna fyrir fundinn til að kynna sér innihald hennar, út á hvað þetta gengur? Hver er áætlaður kostnaður við þetta torg? Hver er ástæða þess að talið er mikilvægt að fara í þetta verk núna þegar samfélagið er að koma úr afar erfiðu ástandi? Engar upplýsingar um þetta fylgir með í kynningunni. Fulltrúi Flokks fólksins er nú orðinn all brenndur á gerð torga á vakt þessa meirihluta, framkvæmdir sem virðist vera í miklum forgangi hjá valdhöfum. Þegar víða kreppir skóginn í grunnþjónustu og margir eiga um sárt að binda þá skýtur svona framkvæmd skökku við nú. Nota má þetta fjármagn frekar til að ná niður biðlistum.

Bókun Flokks fólksins Heilsuborgin Reykjavík, Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar til 2030 –

Lögð er fram umsagnarbeiðn borgarráðs v. drög að lýðheilsustefnu. Fulltrúi Flokks fólks varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi drög. Lýðheilsa er samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir og miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Farið er vítt og breitt í stefnunni með fögur fyrirheit. Ekki orð er um biðlista sem er rótgróið mein í Reykjavíkurborg. Hvergi er minnst á 1033 börn sem bíða eftir að fá nauðsynlega aðstoð til að bæta líðan sína og hjálpa þeim með sértæk vandamál sín. Börn sem fá ekki nauðsynlega sálfræðiaðstoð eiga á hættu að hraka. Með biðinni er heilsu þeirra ógnað jafnvel til frambúðar. Hvergi er minnst á biðlista eldri borgara eftir þjónustu eða fatlaðs fólks eftir húsnæði.

Útrýming á fátækt og að auka jöfnuð meðal barna í Reykjavík hefur heldur ekki fangað höfunda stefnunnar. Langir biðlistar, fátækt og ójöfnuður er stærsti lýðheilsuvandi þessarar borgar. Í stefnunni segir að reyna á að manna stöður leikskóla sem þessum meirihluta hefur ekki lánast að gera á þeim þremur árum. Í borginni er vaxandi fátækt, vaxandi vanlíðan barna og biðlistar í sögulegu hámarki.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um skutlu í miðbæinn

Góð tillaga Flokks fólksins um skutluvagn í miðbæinn hefur verið felld með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Skutla eins og lýst er í tillögunni myndi einmitt geta dregið úr að fólk sem glímir við skerta hreyfifærni finnist það knúið að aka bíl sínum á göngugötur. Nú er aðgengi að þessu svæði mjög slæmt. Markmiðið með þessari tillögu var að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Laugavegurinn er orðin göngugata og við viljum ekki fjölga þeim bílum sem þar aka, stórum sem smáum. Á Hverfisgötu eru þegar frábærar strætótengingar sem þjóna Laugaveginum og munu batna enn frekar með tilkomu Borgarlínu. Tillagan er felld.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Breiðholtsbraut og vaxandi umferðarþunga þar

Fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af þróun umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð oft mikil, einkum á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana, síðdegis og við upphaf frídaga og enda þeirra. Það er orðið afar brýnt að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera í þessu, hvernig á að bregðast við þessu og hvenær. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra aðgerðar.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsmál í Úlfarsárdal um hvort komin sé endamynd á hverfið:

Nú þegar það liggur fyrir að búið er að úthluta öllum lóðum í Úlfarsárdal óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar hvort það sé komin endanleg mynd á hverfið?

Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess að í hverfinu átti að vera blönduð byggð.

Gengið hefur á ýmsum í þessu hverfi. Mikið er um kvartanir og hægt hefur gengið að ganga frá gönguleiðum og frágangi við götur, lýsingu og öryggismál.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um að drifið verði í að setja upp hraðamerkingar þar sem búið er að

Nýlega var ákveðið að lækka hraðann á Laugarársvegi og fleiri íbúagötum og götum þar sem börn fara um niður í 30. Hins vegar vantar enn hraðamerkingar t.d. á Laugarásvegi. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær eigi að setja um þessi skilti? Hvenær á að klára verkið? Ekki dugar að hætta við verk þegar hálfnað er.

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hverfisskipulag neðra Breiðholt er snýr að Arnarbakka og borgargötu

Að gera Arnarbakkann að borgargötu framhjá skólanum krefst mikilla breytinga. Fulltrúi Flokks fólksins spyr:

Mun bílaumferð ekki aukast mikið þegar innsti hluti Arnarbakka verður efndurgerður með auknu byggingarmagni og starfsemi?

Verður fært að fara framhjá Breiðholtsskólanum þegar umferð vex verulega?

Verður ekki að hugsa vegtengingar alveg upp á nýtt?

Þarf ekki að skilgreina hvernig samgöngur við hverfiskjarnann eiga að vera?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hraðahindrun og hraðamyndavélar í Mjódd

Fyrirspurn um hraðahindrun í Mjódd. Nú á að malbika í Mjóddinni. Búið að fjarlægja kodda sem eru til að hægja á umferð. Í staðinn fyrir að setja þá aftur niður spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort ekki er hægt að setja upp hraðamyndavélar?

Hvað kostar að setja koddana aftur niður?

Það skal tekið fram að koddarnir eru að skemma hjólabúnaðinn að framan á bílum, veldur óvenjulegu sliti.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Káratorg sem snýr að kostnaði

Óskað er svara við spurningunum um áætlaðan kostnað við Káratorg og af hverju er þetta verkefni nú í forgangi nú í stað þess að bíða betri tíma.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 2. júní 2021

 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að auknu fjármagni verði veitt til að sporna við klámáhorfi grunnskólabarna

Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að veita auknu fjármagni  til skólanna þ.e. kennara og starfsfólk frístundaheimila og Ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi (Jafnréttisskólans) til að efla fræðslu og forvarnir grunnskólabarna um skaðsemi og afleiðingar klámáhorfs. Þetta er lagt til í ljósi niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og greining birti í febrúar 2021. Niðurstöður sýna að um 30% stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir og um 6% hafa selt slíkar myndir. Um  24% stráka í 10. bekk hafa verið beðin um að senda slíka mynd og 15% hafa gert slíkt.
Styðja þarf jafnframt við bakið á samtökum s.s.  Heimili og skóla (Landssamtök foreldra) sem reka einnig SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og Samfok (Svæðissamtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík). Markhópur þessara samtaka eru foreldrar/forsjáraðilar. Markmiðið er að veita þeim fræðslu og stuðning m.a. með því að halda málþing og námskeið. Skóla- og frístundasvið, skólastjórnendur, starfsfólk frístundaheimila og hagsmunasamtök barna og foreldra þurfa nú að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast grannt með net- og tölvunotkun barna sinna.

Greinargerð

Niðurstöður Rannsóknar og greiningar komu flestum á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að kennarar og starfsfólk frístundaheimila, Ráðgjafateymi um kynferðisofbeldi (Jafnréttisskólinn) og samtök sem standa vörð um hagsmuni foreldra og barna fái aukinn fjárhagslegan stuðning og ekki síður móralskan stuðning til að sporna við klámáhorfi grunnskólabarna.

Til að spyrna við fótum við þessari vá sem niðurstöður könnunar Greiningar og ráðgjafar sýna þarf aukið fjármagn úr borgarsjóði svo efla megi fræðslu og forvarnir til þeirra aðila og samtaka sem sinna því hlutverki.  Það er í höndum skóla- og frístundaráðs/sviðs í samvinnu við skólana, starfsfólks frístundaheimila og Jafnréttisskólans að meta hversu mikið viðbótarfjármagn er nauðsynlegt til að geta gert enn betur í forvörnum og fræðslu í ljósi þessara niðurstaðna.

Víða er unnið gott starf bæði í skólum, af fagteymi á vegum borgarinnar og samtökum foreldra og barna.  Í skólum eru kennarar og frístundafólk að takast á við þessi mál þegar þau koma upp. Styrkja þarf innviði skólanna til að geta sinnt forvörnum í auknum mæli og tekið á málum sem kunna að koma upp. Tryggja ber einnig að kennarar og starfsfólk frístundaheimila eigi vísan stuðning og fræðslu hjá skóla- og frístundasviði. Með auknu fjármagni mætti einnig efla starf Ráðgjafateymis og Jafnréttisskólans svo hægt sé að fjölga fyrirlestrum og námskeiðum um m.a. klám og ofbeldi.

Meginniðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar voru að um þrjátíu prósent stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir og/eða nektarmyndir.
Um 6 prósent nemenda í 10. bekk hafa selt slíkar myndir.
Um 5 prósent stúlkna í 10. bekk á Íslandi hafa verið beðnar um að senda af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir í gegnum netið. Þriðjungur stúlkna hefur sent slíkar myndir.
Alls hafa 24 prósent stráka í 10. bekk verið beðin um að senda slíka mynd og 15 prósent 
hafa gert slíkt. Um  2,2 prósent stráka í 10. bekk hafa sent slíka mynd gegn greiðslu en 3,8 prósent stúlkna á sama aldri Af þessu má sjá umfang  kynferðislegra myndsendinga meðal barna. Stór fjöldi ungmenna hefur sent ögrandi mynd eða nektarmynd gegn greiðslu.

Fræða þarf börn og ungmenni um þessi mál, hjálpa þeim að þjálfa gagnrýna hugsun og hvetja þau til að  „vingast“ ekki eða eiga í samskiptum á netinu við aðila sem þau vita ekki í raun hver er. Nú þarf að bregðast við af krafti sem aldrei fyrr með enn meiri fræðslu um t.d. hættuna sem fylgir því að þiggja greiðslu fyrir kynferðislegar myndsendingar.

Ástæður fyrir þessum geigvænlegu niðurstöðum eru flóknari en svo að þær verði reifaðar hér. Víst má þó telja að það er eitthvað að breytast varðandi viðhorf til þessara mála, ný norm hafa myndast. Hópur barna finnst þetta ekki tiltökumál en því miður eru þau ekki að átta sig á hættunni sem þessu fylgir og afleiðingum sem myndsendingunum, dreifingu og sölu geta fylgt.

Fram hefur komið hjá forstöðumanni Barnahúss að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 15 börn undir 15 ára aldri komið í Barnahús eftir að hafa sent kynferðislegar sjálfsmyndir. Þau voru innan við tíu allt árið í fyrra. Þetta sýnir að klámáhrif barna er að aukast mjög. Stundum hafa börnin verið þvinguð til að senda slíkar myndir og sláandi er að sjá hversu mörg barnanna hafa kynnst gerandanum í gegnum netið.

Það er mikið áfall fyrir foreldra að uppgötva að barnið þeirra hafi sent kynferðislegar sjálfsmyndir sem eru jafnvel komnar í sölu og dreifingu á netinu. Dreifing á myndum er líka gríðarlegt áfall og byrði fyrir unga manneskju. Þegar brotið er á ungu fólki eða börnum með þessum hætti er mikilvægt að bjóða upp á áfallahjálp, ráðgjöf og eftirfylgni til lengri tíma. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur marg ítrekað bráðvantar fleiri fagaðila hjá Skólaþjónustu borgarinnar sem anna engan veginn beiðnum um aðstoð. Nú bíða eftir þjónustu rúmlega 950 börn í það minnsta. Það er jafnframt hlutverk Skólaþjónustunnar að hlúa að foreldrum og styðja þá í foreldrahlutverkinu með viðtölum og námskeiðum. Hvetja þarf foreldra og leiðbeina þeim að setja viðeigandi reglur um net- og skjánotkun barna þeirra og gera kröfu um að fylgjast með hvað það er sem börnin þeirra eru að skoða á netinu og við hverja þau eru að hafa samskipti.

Spurt hefur verið um hvort foreldrar geti og eigi að hafa óheftan aðgang að snjalltækjum barna sinna. Á því leikur enginn vafi enda foreldrar ábyrgir fyrir hversu mikil net- og skjánotkun er á heimilinu. Margir foreldrar veigra sér hins vegar við því að setja reglur sér í lagi ef börn þeirra mótmæla slíku eftirliti.

Með samstilltu átaki má efla allt foreldrasamfélagið til að fylgja reglum. Umboðsmaður barna hefur m.a gefið út net- og skjáviðmið ásamt leiðbeiningum fyrir foreldra.  Foreldrar verða að þora að fara eftir viðmiðunum og vera vakandi yfir við hverja börn þeirra eru að vingast. Foreldri sem er forvitinn og afskiptasamur er foreldri sem sýnir ábyrgð þegar kemur að þessum erfiðu málum.

Mikilvægt er að foreldrar virði aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla og séu að sjálfsögðu sjálfir góðar fyrirmyndir. Það eru aldurstakmörk á samfélagsmiðlum og þau eru ekki sett að ástæðulausu. Foreldrar og ungmenni þurfa að eiga samtal um netið og skjánotkun. Best af öllu er ef hægt er að sammælast um reglur og jafnvægi.

Styðja þarf við kennara og starfsfólk frístundaheimila sem eru lykilaðilar á vettvangi til að takast á við vandann sem við blasir.  Námskeið eða annað inngrip Jafnréttisskólans og fagteymis hans koma að miklu gagni. Heimili og skóli (SAFT), Samfok og Barnaheill á Íslandi vinna einnig ómetanlegt starf með ábendingum sínum, fræðslu og hvatningu. Það er því afar mikilvægt að einskis verði látið ófreistað til að snúa við þeirri þróun sem sýnilega hefur orðið og færa hana til betri vegar. Hér má einnig nefna áhrif fjölmiðlanna. Fjölmiðlar gegna ábyrgðarhlutverki í þessari umræðu sem og annarri.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Flokkur fólksins lagði til að borgarstjórn samþykkti að gera átak í að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum, s.s. að boðið verði upp á fjölbreyttari úrræði í tómstundastarfi óháð fjárhag foreldra og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Tillögunni er vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem er sannarlega jákvæðara en ef tillagan hefði verið felld eða vísað frá. Það hljóta allir að vera sammála um að það er napurlegt að fá niðurstöður eins og þær sem birtar eru í skýrslu UNICEF sem gerði samanburð á efnislegum skorti barna í Evrópu. Staðan hér er verst hvað varðar þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði og Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Börn hafa ekki setið í mörg ár við sama borð þegar kemur að jöfnum tækifærum til tómstunda í Reykjavík. Þetta má sjá í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Hægt er að gera meira. Það væri t.d. svo sjálfsagt að létta enn frekar á reglum frístundakortsins svo hægt sé að nota það í styttri námskeið og þ.m.t. sumarnámskeið enda hentar það ekki öllum börnum að sækja tveggja mánaða námskeið.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Skýrsla UNICEF um réttindi barna sýnir að íslensk börn standa að mörgu leyti vel þegar kemur að efnislegum gæðum og aðgengi að menntun. En skýrslan sýnir líka að samanborið við mörg Evrópulönd skortir mörg íslensk börn tómstundastarf á borð við íþróttir, tónlist og annað barna- og unglingastarf. UNICEF nefnir nokkrar aðgerðir til að bæta úr þessu. Mikilvægt er að taka skýrsluna alvarlega. Notkun frístundakortsins meðal 6-18 ára barna í Reykjavík er mjög mikil, í sumum hverfum yfir 90%. Leitun er að annarri eins þátttöku. En þátttakan er mismikil eftir hverfum. Hún virðist vera minnst á heimilum þar sem atvinnuþátttaka er lítil og á heimilum þar sem eru mörg börn. Margt hefur verið gert undanfarin misseri í Reykjavík til að gera frístundastarfið aðgengilegra. Starfshópur skilaði í fyrra tillögum að breyttum reglum um notkun frístundakortsins og efnt var til tilraunaverkefnis í Breiðholti til að auka þátttökuhlutfall barna í frístundastarfi.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík:

Framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar. Börn í Reykjavík sitja ekki við sama borð í þessum efnum þar sem nám í tónlistarskóla er fokdýrt. Í þeirri stefnu sem hér er lögð á borð er lausnin að jöfnuði ekki nógu skýr. Í nýlegri skýrslu stýrihóps borgarinnar um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík var ekki fjallað um uppbyggingu tónlistarkennslu í grunnskólum og því voru ekki skoðaðar samhliða leiðir til að draga úr ójöfnuði þegar kemur að tækifærum til tónlistarnáms. Ójöfnuðurinn mun því halda áfram ef heldur sem horfir um ókomna tíð. Það sem þarf að gera og ekki er talað skýrt um í stefnunni er að færa tónlistarnám mun meira inn í skólana og að öll börn hafi jafnan aðgang að tónlistarskólum til að læra t.d. á þau hljóðfæri sem ekki er hægt að kenna á í grunnskólum. Ef horft er til skólahljómsveita þá gætu þær, væru þær í fleiri hverfum, verið mótvægisaðgerð til að jafna tækifæri barna til tónlistarnáms. Af 15.500 nemendum í Reykjavík eru um 700 börn í þeim fjórum skólahljómsveitum sem ætlað er að dekka 10 hverfi borgarinnar. Segja má að það sé útilokað að allir þeir nemendur sem þess óska rúmist í þessum fjórum hljómsveitum.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins:

Innkaupamál á þessu og síðasta kjörtímabili hafa ekki verið í nógu góðu lagi. Borgaryfirvöld hafa ítrekað virt lög og reglur um opinber innkaup að vettugi og gengið til samninga án þess að útboð fari fram. Þá er rétt að minna á að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk. Reykjavíkurborg hefur þurft að borga milljónir í skaðabætur vegna brota af þessu tagi. Dæmi um þetta er þegar borgin braut gegn lagaskyldu sinni til útboðs með samningum við Orku náttúrunnar ohf. um LED-væðingu götulýsingar í borginni. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála, en auk tveggja milljóna króna stjórnvaldssektar lagði nefndin fyrir borgina að bjóða verkið út. Af hverju getur borgin ekki fylgt lögum og reglum í útboðsmálum? Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort stjórnendur þurfi kennslu í þessum efnum þar sem nýjar reglugerðir og lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennt. Það er líklega mun hagstæðara en að þurfa hvað eftir annað að greiða sektir sem skapast við slæma stjórnsýslu og laga- og reglugerðabrot Reykjavíkurborgar. Borgarbúar eiga að geta treyst því að stjórnvald eins og borgin fylgi lögum og reglum í hvívetna.

 

Bókun Flokks fólksins við umræða um lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030:

Hér er lögð fram af meirihlutanum til umræðu lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030. Lýðheilsa er samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir og miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Farið er vítt og breitt í stefnunni með fögur fyrirheit. Ekki orð er um biðlista sem er rótgróið mein í Reykjavíkurborg. Hvergi er minnst á 1.033 börn sem bíða eftir að fá nauðsynlega aðstoð til að bæta líðan sína og hjálpa þeim með sértæk vandamál sín. Börn sem fá ekki nauðsynlega sálfræðiaðstoð eiga á hættu að þeim hraki. Með biðinni er heilsu þeirra ógnað, jafnvel til frambúðar. Hvergi er minnst á biðlista eldri borgara eftir þjónustu eða fatlaðs fólks eftir húsnæði. Útrýming á fátækt og að auka jöfnuð meðal barna í Reykjavík hefur heldur ekki fangað höfunda stefnunnar. Langir biðlistar, fátækt og ójöfnuður er stærsti lýðheilsuvandi þessarar borgar. Eins og fram kemur í nýrri skýrslu UNICEF er staðan verst hvað varðar þátttöku barna í tómstundum og er Ísland í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Í stefnunni segir að reyna á að manna stöður leikskóla sem þessum meirihluta hefur ekki lánast að gera á þremur árum. Í borginni er vaxandi fátækt, vaxandi vanlíðan barna og biðlistar í sögulegu hámarki.

Bókun Flokks fólksins við umræðuni í  Fossvogsskóla:

Málefni Fossvogsskóla eru áfall. Meirihlutinn í borginni lagði mikið á sig til að sannfæra starfsfólk, foreldra og börn sem og alla borgarbúa að búið væri að komast fyrir myglu í Fossvogsskóla. Glænýjar, sláandi myndir eru nú birtar af loftræstikerfum í skólahúsnæðinu þar sem sjá má að inntak í loftræstikerfi skólans er þakið myglu en búið var að hylja hana með klæðningu. Enn og aftur er fullyrt af eftirlitsaðilum að búið væri að fara yfir loftræstikerfið. Annað hvort er eftirlitið gallað eða menn hafa vísvitandi horft fram hjá þessu nema hvort tveggja sé. Þarna hafa börn verið látin stunda nám við afar mengandi aðstæður. Ákalli var ekki sinnt. Borgarfulltrúa Flokks fólksins var úthúðað af heilbrigðiseftirlitinu í febrúar 2020 þegar sendar voru inn fyrirspurnir um málið. Var hann sakaður um dylgjur af hálfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Svo mikið fyrir þær dylgjur þegar horft er til ástandsins nú. Kannski er ekki að vænta góðs þegar í svörum frá embættismönnum er farið fram með slíkum hroka þegar verið er að ganga erinda borgarbúa. Reynt var að þagga málið niður og sagt að viðgerð væri lokið. En hvar voru eftirlitsmennirnir? Nú er viðurkennt af meirihluta skóla- og frístundaráðs að bregðast hefði átt við fyrr og hlustað betur. En á ekkert að biðjast afsökunar?

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að fólk á endurhæfingarlífeyri fái frítt í sund og börn einnig að minnsta kosti fram að 12 ára aldri. Grunntekjur þeirra sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri eru almennt mjög lágar, sé litið til almannatryggingakerfisins. Í Reykjavíkurborg kostar 165 krónur fyrir börn 6-17 ára í sund. Sé litið til annarra sveitarfélaga varðandi börn og gjald í sund þá má sjá ýmsar útfærslur sem eru mun hagstæðari en í Reykjavík.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um 10 milljarða fjárútlát þjónustu- og nýsköpunarsviðs á næstu þremur árum:

Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Fulltrúi Flokks fólksins veit að upplýsingatæknimálin hafa verið í ólestri hjá borginni, einna helst öryggismálin. Kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Fyrirspurnum er svarað með loðnum hætti og eru svör ótrúverðug. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir. Undirrituð hefur haft afspurn af því að sá hluti húsnæðisins sem æðstu stjórnendur sviðsins hafa til umráða í Borgartúni hafi fengið endurnýjun umfram það sem gengur og gerist á öðrum sviðum. Ekki hefur verið sýnt fram á að 10 milljarðar skili þeim ávinningi sem sagt er. Markmið verkefna eru óljós, sbr. það sem er að gerast í hraðri uppsetningu á „hugbúnaðarhúsi“ eða „hugbúnaðarframleiðslueiningu“ sem verið er að búa til. Sviðið auglýsir nú eftir forriturum, grafískum hönnuðum, notendahönnuðum (sem eiga að fara að leggja stund á „notendarannsóknir“), endaprófurum, verkefnastjórnun og fleirum. Skoða þarf hvort þeir sem hafa verið ráðnir hafi farið í gegnum lögbundið ráðningarferli. Á stuttum tíma hafa meðallaun tölvunarfræðinga hjá Reykjavíkurborg hækkað.

Bókun Flokks fólksins við 12. liður fundargerðarinnar, gjaldskrá fyrir hundahald, er samþykktur.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

Hundaeigendur eru einir látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundur þeirra, kr. 30.200. Gjaldið hefur lækkað lítillega frá því í fyrra. Nú er verið að leggja lokahönd á nýja samþykkt þar sem fram kemur að um sé að ræða tilraunaverkefni. Til að sú lækkun á hundagjaldi haldist þurfa skráningar að tvöfaldast. Hér er verið að snúa upp á hendur hundaeigenda og gera þá ábyrga hverja fyrir öðrum. Þetta er eins og heilum skóla væri refsað ef einn brýtur af sér. Þvingun og kúgun kallar maður þetta öllu jafna. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hundaeigendur og hagsmunasamtök sjá um flest allt sem varðar hunda, t.d. fræðslu, og hundar sem týnast finnast iðulega fljótt eftir að hafa verið auglýstir á samfélagsmiðlum. Matvælastofnun sér um velferðina, þangað beinir fólk ábendingum sínum ef grunur er um illan aðbúnað hunds. Borgin kemur þar hvergi nærri. Borgin er ekki hundavinsamleg borg. Það litla sem hefur áunnist hefur þurft að grenja út.

 

Bókun Flokks fólksins við  8. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs:

Það er með eindæmum sérstakt að skóla- og frístundaráð skyldi nú ekki sjá sóma sinn í að samþykkja tillögu Flokks fólksins um að niðurgreiðsla vegna dagforeldra miðist við afmælismánuð barns en ekki afmælisdag. Staðan í dag er sú að foreldrar barna sem fædd eru seint og jafnvel síðustu daga mánaðar sitja ekki við sama borð og foreldrar barna sem eru fædd fyrr í mánuðinum. Samkvæmt þessari tillögu skulu framlög hefjast í þeim mánuði sem barn er 9 mánaða en ekki skal miða við afmælisdag barns. Ástæða er sú að ef barn er fætt seint í mánuðinum fá foreldrar enga niðurgreiðslu á þeim mánuði. Um þetta munar auk þess sem fordæmi er fyrir þessu í öðrum sveitarfélögum sem miða niðurgreiðslu vegna dagforeldris við fæðingarmánuð barns en ekki fæðingardag. Að miða niðurgreiðslu við fæðingardag er ósanngjarnt. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum tekur undir þessa tillögu með þeim orðum að „Eðlilegt er að niðurgreiðslur vegna þjónustu við börn miðist við fæðingarmánuð en ekki fæðingardag. Kostnaður við tillöguna er óverulegur fyrir borgina en getur skipt miklu sérstaklega fyrir tekjulága foreldra.“ Hér hefði sannarlega verið lag fyrir meirihlutann í skóla- og frístundaráði að sýna sanngirni enda um réttlætismál að ræða.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Nú þegar er í gangi vinna á skóla- og frístundasviði þar sem öll gjaldskrármál sviðsins eru tekin saman og sett í samhengi. Í kjölfarið stendur til að ráðast í heildstæða endurskoðun á gjaldskrám sviðsins. Tillögunni var því vísað frá.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Þótt í gangi sé vinna á skóla- og frístundasviði þar sem öll gjaldskrármál sviðsins eru tekin saman og sett í samhengi er það hvorki ástæða né afsökun fyrir að samþykkja ekki tillögu Flokks fólksins um að niðurgreiðsla vegna dagforeldra miðist við afmælismánuð barns en ekki afmælisdag. Eðlilegt er að niðurgreiðslur vegna þjónustu við börn miðist við fæðingarmánuð en ekki fæðingardag. Kostnaður við tillöguna er óverulegur fyrir borgina en getur skipt miklu máli sérstaklega fyrir tekjulága foreldra. Hér er um sanngirnismál að ræða.

Borgarstjórn 1. júní

Bókun Flokks fólksins viið Samþykkt fyrir Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar og innri endurskoðanda – kynning

Hér er lögð fram samþykkt  Innri endurskoðunar og Ráðgjöf Reykjavíkur fyrir borgarbúa.
Fulltrúa Flokks fólksins finnst hann ekki mikið vita hvernig Innri endurskoðun vinnur, hvað mörg mál hún fær og hvernig svörun er. Til dæmis eru tilfelli um að erindum er ekki svara eða svarað seint. Fólk er hvatt til að senda inn ábendingar og áhyggjur sínar og fær strax sjálfvirkt svar um að erindið er móttekið en heyrir svo ekkert meir. Þetta er ekki gott og ekki til þess fallið að skapa traust til Innri endurskoðunar sem nú hefur tekið yfir hlutverk umboðsmanns borgarbúa en það embætti var lagt  niður. Ef að þetta á að virka þarf embættið að vera aðgengilegt þannig að borgarbúum finnst það vera einhvern mekanismi sem stendur vörð um réttaröryggi þeirra.

Bókun Flokks fólksins við Starfsánægjukönnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna – framlagning

Sú  starfsánægjukönnun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem lögð er hér fram lýsir óviðunandi ástandi í starfsmannamálum slökkviliðsins. Skýrslan spannar tímabilið frá maí 2019 til nóvember 2020.  Lengi vel hefur heyrst af mörgum líður illa á þessum vinnustað en engan óraði fyrir slíkri útkomu. Allir kvarðar eru á eldrauðu ef svo má að orði komast.  Óánægja er með starfshætti og samskipti við yfirmenn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur kallað eftir nánari upplýsingum  m. a. um fjölda eineltistilkynninga og um hvort  niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar hafi verið ræddar meðal starfsmanna og hvort liggi fyrir viðbrögð þeirra við henni. Einnig veltir fulltrúi Flokks fólksins fyrir sér hvernig starfsandinn sé núna og hvernig samskipti ganga við yfirmenn. Þeirri spurningu er velt upp  hvort slökkviliðsstjóri þurfi ekki hreinlega að segja af sér enda sá aðili sem er ábyrgur fyrir ástandinu. Það skiptir sennilega hvergi eins miklu máli að starfsmenn upplifi yfirmenn sína umvefjandi, hlýja og sanngjarna eins og á vinnustað sem þessum þar sem starfsmenn eru í mörgum útköllum í beinni lífshættu. Borgarstjóri er formaður stjórnar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að efast um að hann hafi vitað af þessum vanda sem gegnsýrt hefur starfið í langan tíma, kannski árum saman.

 

 

Forsætisnefnd 28. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við umræðu um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða:

Engin gögn fylgdu með málinu Tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða þannig að ekki var hægt að kynna sér þær fyrir fundinn. Hér er um að ræða stórt mál og mjög mikilvægt að fulltrúar geti kynnt sér tillögurnar og rökin fyrir þeim til að þeir geti verið umræðuhæfir um málið. Margt hefur án efa gengið vel með íbúaráðin en sumt alls ekki. Íbúar sjálfir hafa margir sagt að þeir hafi átt erfitt með að ná til íbúaráðanna og að ekki hafi verið á þá hlustað. Nærtækast er að taka dæmi um íbúaráð Breiðholts. Þar var ítrekað reynt að koma máli inn í ráðið til að fjalla um, sem er fyrirhugaður 3. áfangi Arnarnesvegar. Vinir Vatnsendahvarfs reyndu að fá sett á dagskrá íbúaráðs Breiðholts umræðu um nauðsyn þess að fá nýtt umhverfismat í stað þess að byggja eigi á 18 ára gömlu mati. Meirihlutinn í ráðunum er valinn af meirihlutanum í borginni og það má ekki vera þannig að erfitt eða ómögulegt verði að koma málum á dagskrá ef meirihlutanum í borginni hugnast þau ekki. Í stuttu máli eru ráðin, mörg hver, í allt of litlum tengslum við hverfin og íbúa hverfanna eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst.

 

Bókun Flokks fólksins um kynningu á leikvöllum Reykjavíkurborgar og algildri hönnun:

Kynning er á algildri hönnun á leiksvæðum og almenningsrýmum. Ekki kemur nægjanlega skýrt fram hver skilgreining er á algildri hönnun. Er hér átt við að hönnunin sé þannig að allir hafi aðgengi að tækjum/svæðum þ.m.t. fatlaðir þ.e. fólk með mismunandi þarfir? Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort hér sé einna helst hugsað um aðgengi og  rými. Umhverfis- og skipulagssvið í samvinnu við Vegagerðina létu árið 2019 sérmenntaðan ráðgjafa í aðgengismálum vinna leiðbeiningar í handbókar formi um algilda hönnun utandyra. Þessi fræði mætti kynna betur. Líklegt er að ekki allir viti út á hvað þetta gengur. Í þessu sambandi er fulltrúa Flokks fólksins einnig hugsað til  öryggisatriða t.d. hvað varðar leiktæki barna og kemur fram að gott eftirlit sé með því hjá borginni og öll frávik skoðuð.

 

Bókun Flokks fólksins um framlagningu bréfs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 19. maí 2021, um yfirlit yfir innkaup mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, varðandi einstök innkaup yfir 1,0 m.kr. á 1. ársfjórðung 2021:

Það er ekki nógu gott að mati fulltrúa Flokks fólksins að kaup sem eru undir milljón séu ekki tilkynnt. Þótt hver einstök  kaup séu undir milljón kunna þar undir að vera miklir peningar þegar allt  er lagt saman. Einnig er minnt á að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk. Útboð eru til þess fallin að auka traust almennings á stjórnvöld og leiða gjarnan til sparnaðar fyrir borgina. Innkaupamál á þessu og síðasta kjörtímabili hafa verið í ólestri og mörg dæmi um að borgaryfirvöld hafi ítrekað virt lög og reglur um opinber innkaup að vettugi og gengið til samninga við einkaaðila  án þess að útboð fari fram. Dæmi um þetta er þegar borgin keypti ljósastýringu án undangengins útboðs og svo aftur nú fyrir skemmstu þegar orka var keypt án útboðs. Ekki er langt síðan braggamálið kom upp á yfirborðið og sú staðreynd að lítið var um útboð við endurgerð Braggans í Nauthólsvík. Verkið fór langt umfram kostnaðaráætlanir. Þar voru meira og minna öll verk og öll þjónusta keypt án undangengins útboðs.

Bókun Flokks fólksins um framlagningu minnisblaðs mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 19. maí 2021, um stöðu tilraunaverkefnis sem snýr að rafrænni upplýsingagjöf fyrir innflytjendur:

Rafræna upplýsingagjöf fyrir innflytjendur er sannarlega þess virði að skoða. Sambærilega rafræna lausn sem þessa er án efa víða að finna og er mikilvægt að nálgast það frá þeim sem eiga hönnunina með hagkvæmum hætti. Einnig hefur verið bent á að gera þarf ráð fyrir að stór hópur innflytjenda geti með engu móti nýtt sér rafræna upplýsingagjöf / lausnir vegna tungumálaerfiðleika. Það eru ekki allir innflytjendur sem læra íslensku og jafnvel hafa hvorki auðveldan aðgang að tölvum eða símum. Finna má nú þegar dæmi um snjalllausnir sem komnar eru í notkun í öðrum stofnunum sem Reykjavíkurborg ætti að geta nálgast og aðlagað að þjónustuþörfum borgarinnar. Svið borgarinnar vita best hvað þau þurfa og hvernig sú aðlögun þarf að vera.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á nýjum vef Reykjavíkurborgar:

Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á að vefur Reykjavíkurborgar fái einhverja uppfærslu. Erfitt er að skilja af hverju ekki er búið að því t.d. til samræmis við vefi annarra opinberra aðila þar sem fólk hefur getað sótt þjónustu bæði fljótt og vel t.d. vefir hjá Heilsuveru, Skattinum, Atvinnuleysistryggingasjóði og Tryggingastofnun. Ekki þarf að leita langt yfir skammt heldur hægt að sækja  það sem aðrir eru nú þegar komnir með og virkar. Fulltrúa Flokks fólksins hefur blöskrað hversu miklum fjármunum er búið að eyða í endalausar prófanir, án þess oft að áþreifanlegar afurðir hafi orðið til. Má benda á áralangar notendatilraunir Gróðurhúss þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem lítið hefur komið út úr hingað til. Nú er talað um notendarýni, vinnustofur, þjónustuhönnun og áfram verða prófanir sem aftur vísar til meiri tilraunastarfssemi. Fyrir sérfræðinga á sviðinu er ekki um nein geimvísindi að ræða. Ef horft er í fjárhæðir þá er vel hægt að taka umbætur í skrefum t.d. einfalda strax flóknustu ferlana. Margt annað má bíða nú á þessum erfiðu tímum vegna Covid. Fulltrúi Flokks fólksins vill að þetta svið þjónustu- og nýsköpunarsvið, skili a.m.k. fimm milljörðum til baka inn í borgarsjóð svo hægt sé að deila þeim út til að taka á raunverulega vanda  sem t.d. stór hópur barna glímir við í grunnskólum en fær ekki aðstoð með.

 

Bókun Flokks fólksins um Lagt fram svar stjórnar Strætó b.s. dags. 20. maí 2021, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands, um aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu Strætó bs., sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. mars:

Svar er lagt fram við fyrirspurn um aðgengi fatlaðs fólks og þjónustu Strætó bs. Svarið er greinargott en benda má á nokkur mál sem bæta mætti. Staðan á biðstöðvum  er slæm á meira en 500 stöðum. Eiginlega er aðgengi hvergi gott. Þarfir fatlaðs fólks í umferðinni hefur ekki verið forgangsmál árum saman. Strætó sem almenningssamgöngur hefur ekki verið raunhæfur kostur fyrir fatlað fólk og þess vegna eru almenningssamgöngur lítið notaðar af hreyfihömluðu fólki og sjónskertu og blindu fólki. Ástandið er það slæmt að reikna má með löngum tíma til að gera ástandið viðunandi hvað þá fullnægjandi þótt byrjað sé á verkinu. Engar hugmyndir eru um hversu langan tíma þetta á eftir að taka eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins  að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð standi vörð um alla minnihlutahópa í borginni. Fulltrúa Flokks fólksins finnst, sem dæmi, að hallað hafi á að ráðið standi vörð um réttindi eldri borgara og barna sem eiga um sárt að binda af margvíslegum orsökum:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð standi vörð um alla minnihlutahópa í borginni. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem dæmi hafa hallað á að ráðið standi vörð um réttindi eldri borgara í borginni og barna sem eiga um sárt að binda af einhverjum orsökum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ráðið of sjaldan setja mannréttindamál þessara hópa á dagskrá. Eldri borgarar er hópur fólks sem lang flestir eiga eftir að tilheyra, ef Guð lofar.  Þetta er fólkið sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins allt sitt fullorðinslíf og langar til að fá að lifa ævikvöldið sitt áhyggjulaust og með þeim hætti sem það sjálf kýs. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð gæti gert miklu meira til að hvetja borgarstjórn til að taka málefni eldri borgara ofar á forgangslistann og samþykkja fleiri tillögur þeim til heilla. Það mætti sem dæmi færa rök fyrir því að, sé maður skikkaður til að hætta að vinna 70 ára þrátt fyrir fulla starfsgetu, þá sé það mannréttindabrot. Einnig horfir fulltrúi Flokks fólksins til þeirra barna sem nú telja 1033 á biðlista Skólaþjónustu eftir faglegri aðstoð.  Bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu hlýtur að ganga í berhögg við mannréttindi. Þessi biðlisti hefur t.d. aldrei komið til umræðu í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. R21050275

Frestað.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kostnað við tillögum um verkefni þjónustu,- nýsköpunar og  lýðræðissviðs er varða rafræn verkefni sem sögð eru vera innan ramma sviðsins án þess að það sé tilgreint frekar:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hver sér kostnaðurinn við tillögu 1-4, í gögnum segir aðeins að kostnaður sé innan ramma þjónustu- og nýsköpunarsviðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu? Hverjar eru þessar upphæðir? Eru þær teknar af 10 milljarða innspýtingu til þjónustu- og nýsköpunarsviðsins eða af almennu rekstrarfé? Óskað er sundurliðunar kostnaðar eftir tillögum. Um er að ræða eftirfarandi tillögur:
1.Tillaga um að búa til viðmótið á ensku Can I help you? 2. Tillaga um þýðingar á Spurt og svarað á vef, FAQ, á ensku og pólsku. 3. Tillaga um svör við algengum spurningum um málefni innflytjenda. 4. Tillaga um þjálfun tveggja þjónustufulltrúa þjónustuvers í samstarfi við sérfræðinga mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu auk þess að vinna upplýsingaefni.

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun sem formaður skipulags- og samgönguráðs neitaði að taka inn í fundargerð og varðar Dunhaga 18-20

Málefni fjölbýlishússins að Dunhaga 18-20 á sér langan aðdraganda. Nú hefur verið fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi vegna Dunhaga 18-20. Málið er sannarlega komið á byrjunarreit. Skipulagsyfirvöld fengu margar viðvaranir ekki síst frá íbúum en ekki var hlustað. Þess í stað var haldið áfram og nú öllum þessum mánuðum síðar hafa tapast margar vinnustundir. Og þetta allt þrátt fyrir fögur loforð um samráð. Til að gera málið hálfu verra, stóð til að fækka stæðum hreyfihamlaðra. Gert var ráð fyrir tveimur stæðum fyrir hreyfihamlaða en ekki þrem eins og reglur gera ráð fyrir. Í úrskurðinum segir að borgarráð hafi ekki mátt samþykkja fækkun bílastæða fyrir fatlaða. Segir „ í byggingarreglugerð er gerð krafa um að lágmarki þrjú bílastæði fyrir hreyfihamlaða þegar fjöldi íbúða í íbúðarhúsnæði, öðrum en sérbýlishúsum, er 21. Að þessu leyti uppfyllir hið kærða byggingarleyfi ekki lágmarkskröfur um fjölda bílastæða fyrir hreyfi­hamlaða samkvæmt nefndu ákvæði byggingarreglugerðar.
Skipulagsyfirvöld verða að fylgja lögum, eins og aðrir.
Engin er að segja að ekki þarf að gera eitthvað á þessum reit enda hefur Dunhagi 18-20 mátt muna sinn fífil fegri en nú virðist enn mega bíða þess að lappað verði upp á húsið.

 

Bókun Flokks fólksins við Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, við tillögu meirihlutans

Þetta er metnaðarfull áætlun. Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Tekið er undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana. Forvitnilegt væri að fá flokkun á hjólastígum eftir öryggi þeirra og „gæðum“. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Rýmið er oftast nægilega mikið og hægt er að búa til aflíðandi beygjur og minnka brekkur

Tilefni er til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna fjölgunar á minni vélknúnum farartækjum og hefur slysum fjölgað í kjölfarið. Einnig má nefna að gjarnan gengur, hleypur og hjólar fólk á öllum aldri með tónlist í eyrunum og heyrir því ekki eins vel þegar einhver nálgast það. Úr geta því orðið árekstrar. Fjarlæga þarf jafnframt járnslár þar sem þær eru enda hættulegar hjólreiðafólki. Ef stígar eiga að verða hluti af samgöngukerfi borgarinnar þarf að vera eins lítið af brekkum og hægt er en öryggi er vissulega aðalatriðið.

Fulltrúi Flokks fólksins tekur jafnframt undir bókun skipulags- og samgönguráðs í málinu.

Bókun Flokks fólksins við Gufunes, samgöngutengingar, skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag, kynning á athugasemdum og ábendingum:

Kynntar eru athugasemdir og ábendingar vegna Gufunes, samgöngutengingar, skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag. Fram kemur að af ýmsu er að hyggja s.s. góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Fulltrúi Flokks fólksins vill segja í þessu sambandi að hafa þarf í huga fyrirhugaða legu Sundabrautar við skipulagsvinnuna. Nákvæm lega hennar hefur ekki verið ákveðin enda þótt búið sé að ákveða vegstæði í grófum dráttum. Það er nauðsynlegt að ákvarða fyrst nákvæma legu Sundabrautar áður en farið er í að ákveða fyrirkomulag stíga og gatna. Það hlýtur að auðvelda skipulagsvinnu við stíga og götur ef búið er að ákveða nákvæma legu brautarinnar, annars er um hugsanlegan tvíverknað að ræða. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hinkrað verði með þessa vinnu til að tryggja að ekki sé verið að sóa fjármagni, út í loftið. Að öðru leyti vonar fulltrúi Flokks fólksins að það samráð sem skipulagsyfirvöld tala um sé viðhaft sé alvöru samráð en ekki málamyndasamráð, til að geta „sagt“ að samráð hafi verið haft.

Bókun Flokks fólksins við Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis, kynning á athugasemdum og ábendingum:

Nokkrir hnökrar eru á undirbúningnum að Hólmsheiði verði byggð. Eðlilegt er að hafa samráð við þá sem þegar eru með starfsemi á svæðinu. Má nefna að ekki eru meðal umsagnaraðila Fjáreigendafélag Reykjavíkur, sem hefur verið með mikla starfsemi í Fjárborg í Hólmsheiði síðan haustið 1970 , skv. samningi við Reykjavíkurborg, Hestamannafélagið Fákur sem hefur verið með starfsemi í Almannadal, nokkru vestar, þó aðeins síðan um aldamót en er hins vegar umsagnaraðili. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir ábendingar Ólafar Dýrmundssonar en hann segir m.a. að „Hvergi er minnst á fjárhúsabyggð, aðeins hesthúsabyggð. Staðan er þannig að á 5 ha. landi Fjárborgar er sauðfé í um 20% húsanna. Þetta þarf að leiðrétta. Fjárborg er einkum hesthúsabyggð nú á dögum en jafnframt fjárhúsabyggð, og þar eru einnig hús sem hvorki hýsa fé né hross. Hesthúsa- og fjárhúsabyggðin í Fjárborg er í vesturjaðri Hólmsheiðar, ekki í Almannadal. Neðan hans tekur við Grafarheiði. Þetta er mjög skýrt í örnefna- og fornminjaskrám fyrir Austurheiðar og ætti að leiðréttast í samræmi við þær (sjá bls. 2 og 3 í Skipulags- og matslýsingu). Þarna gætir vanþekkingar, að starfsmenn og aðrir sem koma að málum þekkja ekki nægilega til í Hólmsheiði og mun það vonandi ekki vera endurtekið.

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokks að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni í Vesturbænum við Ánanaust eða Eiðisgranda:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar og styður þessa tillögu um að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni i Vesturbæ við Ánanaust enda hefur fulltrúi Flokks fólksins marg oft bent á að náttúrulegar fjörur eru gott útivistarsvæði, en því miður er stöðugt gengið á þær. Þar sem möguleiki er á að nýta þær til útivistar á aðgengi að vera gott. Þannig er það í þessu tilfelli. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir ofan garðinn við Eiðsgranda en aðgengi að ströndinni verður mjög takmarkað. Á bak við sjóvarnargarðinn leynist nærri kílómetra löng falleg strönd með einstöku útsýni eins og kemur fram í tillögunni. Bæta þarf aðgengi til að fólk geti notið þessa fallega útivistastaðar.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar við göngugötur, umsögn

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að nú sé komin niðurstaða í „merkingar við göngugötur“. Umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra og handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða er heimil á göngugötum og er sú heimild komin til að vera. Reykjavíkurborg mun ekki fá því breytt og þarf að bregðast við með því að merkja göturnar rækilega.

Vísað er í nýsamþykktar breytingar á 10. gr. umferðarlaga en þar segir að „almenna heimild skal gefa til kynna með umferðarmerki sem kallar á að gert verði sérstakt skilti“. Fulltrúi Flokks fólksins skilur þetta svo að hanna þurfi sérstakt skilti í þessum tilgangi. Þetta er mikilvægt því dæmi er um að fólk á P merktum bílum sem ekur göngugötu til að komast á áfangastað hafi orðið fyrir aðkasti. Nokkuð langt er síðan fréttist af fyrsta tilfellinu og hafa fatlaðir og hreyfihamlaðir mátt búa við ákveðinn kvíða í þessu sambandi. Í svari má draga þá ályktun að skipulagsyfirvöld ætli að gera algert lágmark þegar kemur að merkingum. Segir í umsögn að kynna eigi reglur sem gilda. Fulltrúi Flokks fólksins telur að kynning ein og sér dugi ekki til. Beina þarf merkjum (sérstöku skilti) að akandi umferð svo reglurnar séu alveg skýrar.

Bókun Flokks fólksins við Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um fyrirhugaðan Vetrargarð, umsögn:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hvernig Reykjavíkur hyggst fyrirbyggja að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf?

Segir í umsögn að í „umferðarlögum er jafnframt að finna heimild fyrir sveitarfélög og Vegagerðina til að takmarka umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna mengunar, sem kann að vera beitt ef mengun í lofti fer yfir heilsuverndarmörk.“

Fulltrúi Flokks fólksins telur hér komið tilefni til að fá nýtt umhverfismat. Það er klént að þurfa að loka væntanlegum Vetrargarði í tíma og ótíma vegna útblásturs frá hraðbraut. Stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu mælast iðulega yfir lögbundin heilsuverndarmörk svifryks. Á gráum dögum vilja sérfræðingar í loftmengun að börn haldi sig fjarri stofnbrautum og að allir haldi sig frá líkamlegri áreynslu við stofnbrautir. Reykjavíkurborg er með stórar áætlanir fyrir Vetrargarð fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrennis, við skíðabrekkuna í Jafnaseli. Varla getur það talist ásættanlegt að leggja allt að 4 akreina stofnbraut, með tvöföldu hringtorgi, alveg upp við leik- og útivistarsvæði barna? Mikil hætta er á því að svifryksmengun fari yfir hættumörk í Vetrargarðinum á gráum dögum, sem myndi breyta Vetrargarðinum í ónothæft hættusvæði og ógn við lýðheilsu barna og fullorðinna.

Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist Mál nr. US210130

Hversu margir hafa sótt um og hversu margir hafa fengið styrk til glerskipta í eigin húsnæði til að bæta hljóðvist á ári hverju frá árinu 2014?

Hversu mikið hefur verið greitt í styrki til glerskipta á ári hverju frá árinu 2014?

Hvernig dreifast umsóknir og styrkveitingar vegna glerskipta á götur?

Hver er hæsta fjárhæð vegna styrks sem hefur verið veittur vegna glerskipta og hvert er meðaltal fjárhæða styrkja?

Hver er kostnaður Reykjavíkur á ári hverju frá árinu 2014 við að meta hvort umsækjendur uppfylla kröfur til styrkveitingar og við að meta hljóðstyrk og veita ráðgjöf vegna hljóðvistar?

Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það að sami einstaklingur hljóti fjölda styrkja vegna þess að viðkomandi á fleiri en eina íbúð?

Er skilyrði að einstaklingur búi í því húsi þar sem sótt er um styrk?

Er eitthvað horft til efnahagsstöðu umsækjanda við mat á styrkhæfni hans?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um nagladekkjatalningu, af hverju Efla er ráðin til að halda utan um talningu:

Mál nr. US210135

Skipulagsyfirvöld fá verkfræðistofuna Eflu til að halda utan um nagladekkjatalningu. Efla fær síðan ungt fólk/námsmenn til að telja hvað margir aka á nagladekkjum.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað borgarinnar við að ráða verkfræði- og arkitektastofuna Eflu til að halda utan um þetta verk?

Óskað er upplýsingar um kostnað fyrir einstakt skipti og hver kostnaðurinn hefur verið frá upphafi þ.e. frá aldaldamótum þegar talning hófst. Óskað er sundurliðunar á kostnaði og að með svari fylgi afrit af reikningi frá Eflu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármálastjóra.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsmál í Úlfarsárdal

Mál nr. US210145:

Nú þegar það liggur fyrir að búið er að úthluta öllum lóðum í Úlfarsárdal óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar hvort það sé komin endanleg mynd á hverfið?

Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess að í hverfinu átti að vera blönduð byggð.

Gengið hefur á ýmsum í þessu hverfi. Mikið er um kvartanir og hægt hefur gengið að ganga frá gönguleiðum og frágangi við götur, lýsingu og öryggismál.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Haðarstíg, af hverju fyrirspurnum fólks er ekki svarað?

Mál nr. US210146

Málefni Haðarstígar hafa áður komið til umfjöllunar. Eldsvoði varð á Haðarstíg síðastliðið sumar og vöktu íbúar þar athygli borgaryfirvalda á afleitum brunavörnum en þar bólar ekkert á endurbótum við stíginn sem fyrirhugaðar voru 2018 og 2019. Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju ábendingum íbúa hefur ekki verið svarað?

Skipulagsyfirvöld státa sig af samráði en það virðist hafa brugðist. Íbúum var sagt fyrir tveimur árum að endurbótum hafði verið frestað án skýringa.

Haðarstígur er göngustígur, ein þrengsta gata Reykjavíkur og illmögulegt að koma stórum slökkviliðsbíll þangað. Þar er enginn brunahani, sem torvaldar slökkvistarf í þessum þéttbýla reit, þar sem húsin standa áföst hvert öðru. Hér er allt of mikið í húfi. Þegar kemur að öryggi sem þessu gengur ekki að borið sé við fjárskorti. Fram hefur komið hjá íbúum að ástand götunnar sé orðið mjög bágborið. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að gyrða sig í brók í þessu máli áður en annað slys verður.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um skutluvagn í miðbæinn

Mál nr. US210147

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld hlutist til um að Reykjavíkurborg reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu. Spurning er að reyna þetta í tilraunaskyni, tímabundið. „Skutlan“ taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma eða eftir því sem þörf kallar. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi útboð sem tengist þörf á endurmenntun og námskeið fyrir embættismenn og starfsfólk í tengslum við brot á útboðsreglum

Mál nr. US210149

Reykjavíkurborg braut gegn lagaskyldu sinni til útboðs með samningum við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um LED-væðingu götulýsingar í borginni. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála, en auk tveggja milljóna króna stjórnvaldssektar lagði nefndin fyrir borgina að bjóða verkið út.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Það er líklega mun hagstæðara en að þurfa hvað eftir annað að greiða sektir sem skapast við slæma stjórnsýslu og laga- og reglugerðarbrot Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg hefur oft áður verið talin brotleg í málum sem kostað hefur borgarbúa milljónir. Í þessu máli halda engin rök og þau veiku rök sem borgin lagði fram hafa verið hrakin lið fyrir lið. Þegar slíkt gerist þarf að bæta vinnubrögð og tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta stríð borgarinnar gagnvart lögum og reglum ekki bara þreytandi heldur með öllu óásættanlegt af stjórnvaldi sem borgarbúa eiga að geta treyst sérstaklega þegar kemur að því að fylgja lögum og reglum.

Frestað.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvers vegna borgaryfirvöld brjóta ítrekað lög og reglur um útboð:

Mál nr. US210150

Innkaupamál á þessu og síðasta kjörtímabili hafa verið ein samfelld hneisa. Borgaryfirvöld hafa ítrekað virt lög og reglur um opinber innkaup að vettugi og gengið til samninga án þess að útboð fari fram. Þá er rétt að minna á það að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk.

Útboð eru til þess fallin að auka traust almennings á stjórnvöld og leiða gjarnan til sparnaðar fyrir borgina. Engu að síður hefur sitjandi meirihluti ítrekað farið á svig við lög um opinber innkaup og gengið beint til samninga við einkaaðila. Þetta sáum við þegar borgin keypti ljósastýringu án undangengins útboðs og orka er keypt án útboðs.

Við munum vel hversu lítið eftirlit var með endurgerð Braggans í Nauthólsvík. Verkið fór langt umfram kostnaðaráætlanir. Þar voru meira og minna öll verk og öll þjónusta keypt án undangengins útboðs. Sitjandi meirihluti virðist ekki nýta útboð við að leita að hagstæðu verði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers vegna?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram um að breyta verklagi þegar kemur að svörun og viðbrögðum við ábendingum í aðdraganda skipulagslýsingar:

Mál nr. US210152

Fram hefur komið að skipulagsyfirvöldum er ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Hugsunin að baki er að hafa eigi ábendingar/athugasemdir aðeins til hliðsjónar. Engin trygging er hins vegar fyrir því að hvort þær ábendingar eða athugasemdir sem berast í aðdraganda skipulagslýsingar séu hafðar til hliðsjónar eða yfir höfuð meðteknar.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að þetta verði endurskoðað og athugasemdum svarað enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum.

Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál. Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin frekari samskipti.

Frestað.

Skipulags- og samgönguráð 26. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 12. maí 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í skipulagsráði um að skipulagsyfirvöld hlusti á íbúa við Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Tillagan var felld með þeim rökum að málið væri afgreitt. Það hefði verið þessum meirihluta að meinalausu að hlusta á samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eru í þjónustu borgarbúa en ekki öfugt. Skipulagsmál er ekki einkamál fárra aðila í meirihluta borgarstjórnar eða embættismanna. Enginn veit betur um hættur í hverfum en íbúarnir sjálfir. Fulltrúi Flokks fólksins telur að best hefði farið á því að fresta þessu máli enda hér farið gegn vilja íbúa sem hafa verið samstíga í málinu. Þetta er m.a. spurning um öryggi og öll viljum við að öryggi barna sem eru að koma í og úr skóla sé sem allra mest. Vinna á þetta með íbúum ekki síst þeim sem breytingarnar snerta mest. Aðgerðir þessar eru að ósk skólans en finna hefði átt lausn sem allir hefðu getað sætt sig við.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2021:

Hér er verið að endurnýja gönguleiðir í eldri hverfum sem er víða mikilvægt enda margar gönguleiðir að koma illa undan vetri. Á þessum gönguleiðum er örugglega oft einnig hjólað. Nokkuð hefur borið á að rafhjól eru skilin eftir á miðjum gönguleiðum/stígum þar sem þau skapa mikla hættu, sérstaklega ef stígar eru þröngir. Flokkur fólksins bendir á að ef hjól, rafhjól og hlaupahjól eiga að verða hluti af samgöngukerfi þurfa gamlir göngustígar og leiðir ef því er að skipta að verða nothæfir fyrir slík farartæki. Best og öruggast er auðvitað að aðgreina gangandi og hjólandi umferð eins og kostur er og hlýtur það að verða framtíðin.

 

Bókun Flokks fólksins við  bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga 2021:

Framkvæmdin er hluti af verkefnum hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar sem er að mati fulltrúa Flokks fólksins metnaðarfull áætlun. Markmiðið að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Hér er um einn áfanga að ræða en verkefnið er langtímaverkefni. Þetta plan lítur ágætlega út. Stærsta stökkið er að hafa aðgreinda stíga hjólandi og gangandi. Nú gengur, hleypur og hjólar fólk gjarnan með tónlist í eyrunum og heyrir því ekki eins vel þegar einhver nálgast það. Úr geta því orðið árekstrar. Víða eru eldri stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir og þægilegir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Það ætti almennt ekki að vera vandamál. Rýmið er oftast nægilega mikið og hægt er að búa til aflíðandi beygjur og minnka brekkur. Járnslár sem víða eru á stígum eru hættulegar hjólreiðafólki. Ef stígar eru hugsaðir sem alvöru hluti af samgöngukerfi borgarinnar er mikilvægt að vera með eins lítið af brekkum og hægt er. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á að mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana sem dæmi.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna verkefna umferðaröryggisáætlunar:

Hér eru kynntar margar framkvæmdir sem snúa að bættu öryggi gangandi og er fulltrúi Flokks fólksins afar glaður með það. Mikilvægt er að íbúaráðin komi að því að forgangsraða verkefnunum. Gæði og hagkvæmni eiga að vera aðal áherslan eins og alltaf. Eftir því er tekið að Efla verkfræðistofa er látin sjá um undirbúninginn. Fulltrúa Flokks fólksins finnst alltaf erfitt að sjá hvað mikið fjármagn fer til einkaráðgjafafyrirtækja og ítrekað kemur upp sú spurning hvort hreinlega ætti ekki að hafa sérfræðinga (eins og þá hjá Eflu) á launaskrá borgarinnar til þess að sinna m.a. annars undirbúningi á svona verkefni. Með því myndi skapast mikil hagræðing og sparnaður.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 12. maí 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla:

Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Hægt er að nota Rauðhólana sem efni í fræðslu um hvernig á ekki að ganga um náttúruna. Til stendur að gera nýtt göngustígakerfi og er það af hinu góða. Nú er spurning hvort og hvernig hægt er að gera það besta úr þessum skemmdum. Rauðhólar eru vannýtt svæði með tilliti til útivistar og mun bætt göngustígakerfi vonandi verða til bóta.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 18. maí 2021, um breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald, ásamt fylgiskjölum:

Að innheimta hundagjald og skrá aðeins hunda af öllum gæludýrum er óviðunandi og ósanngjarnt ef horft er til þessa hóps sem heldur gæludýr. Vissulega hefur orðið einhver þróun til betri áttar, t.d. eru störf dýraþjónustunnar nú eilítið gagnsærri en áður. En staða þessara mála í borginni er almennt ekki nógu nútímaleg og góð borið saman við aðrar borgir.

Bókun Flokks fólksins við liðum 13, 14, 17, 18, 19, og 21 sem allir fjalla um stafræna umbreytingu: útboð, endurnýjun á netskápum; innleiðingu á kerfi til að halda utan um hugbúnaðaleyfi: innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi: útboðsferli á rafrænu fræðslukerfi og innleiðingu á öryggis og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa. Um er að ræða trúnaðarmál:

Fulltrúi Flokks fólksins gerir sér grein fyrir að margt þarf að laga og bæta í upplýsingatæknimálum borgarinnar. Það er þessi „grandiose“ hugsun sem einkennir framsetningu mála og liggur að baki ákvarðanatöku þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem skelfir fulltrúa Flokks fólksins. Tal um „allsherjar“ innleiðingu o.s.frv. hræðir einnig. Hvergi kemur fram að leitað sé samvinnu við „aðra“ til að halda niðri kostnaði, t.d. gera samning við nágrannasveitarfélög og deila þannig kostnaði og þar með afurðum/lausnum. Eitt er að eiga sér drauma í þessum málum en hitt er að horfa á raunveruleikann og gera sér grein fyrir að innspýting upp á 10 milljarða á 3 árum, er útsvarsfé borgarbúa. Nauðsynlegt er að fá nákvæmari hagræðingaráætlanir og hvað hefur verið reynt að gera til að finna hagkvæmustu leiðir á sama tíma og gætt er að gæðum að sjálfsögðu. Engu er til sparað að því er virðist í fjölda verkefna. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona viðhorf eigi ekki við í rekstri sveitarfélags. Halda mætti að verið sé að stofna „hugbúnaðarfyrirtæki“ á vegum Reykjavíkurborgar. Annað sem veldur áhyggjum er umfang í umgjörð, kaup á búnaði/húsgögnum og leiga á viðbótarhúsnæði í kringum þetta svið (ÞON) en fulltrúi Flokks fólksins hefur óskað eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað í því sambandi.

Óskar J. Sandholt, Arna Ýr Sævarsdóttir, Finnur Kári Guðnason, Friðþjófur Bergmann, Kjartan Kjartansson og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Mál þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem hér fara á eftir eru hluti af stafrænni umbreytingu Reykjavíkur. Alls er kostnaðarmat á þessum níu liða verkefnapakka sem hér er verið að óska heimildar til að fara í útboð fyrir um 1,7 ma.kr. Stafræn umbreyting snýst um nútímavæðingu þjónustu á forsendum íbúans með bættu aðgengi að þjónustu. Af þessu skapast mikið hagræði fyrir borgina, íbúa og umhverfið með minna veseni, minni mengun og minni sóun. Þetta er krafa nútímans og vegferð sem öll stærri fyrirtæki sem leggja áherslu á góða þjónustu eru á. Verkefnið er hluti af græna planinu þar sem stafrænni umbreytingu er hraðað og ráðist í verkefni á þremur árum sem hefðu ellegar tekið tíu ár.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 17. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í innkaup til að framhalda allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði:

Veita á heimild til að hefja allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði. Með því að orða þetta með þessum hætti er greinilega eitthvað stórt í aðsigi. Orðið „allsherjar“ þarfnast frekari skýringar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar hins vegar öllu því sem stuðlað getur að aukinni notkun fjarfundarbúnaðar. Bæði sparar það tíma og peninga sem annars færu í ferðir og er þá ekki síst átt við ferðir á milli landa ef svo ber undir. Þess vegna vonast borgarfulltrúinn til að spara megi umtalsverða fjármuni ef aukin notkun fjarfundarlausna verður innleidd með aukinni tækni. Hitt er að borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur séð að nú þegar er til staðar töluvert af, að því er virðist, „dýrum“ fjarfundarbúnaði á nokkrum stöðum í stjórnsýsluhúsum borgarinnar sem varla getur verið með öllu úreltur.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 13. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja innkaupaferli vegna breytinga á leyfasamningum fyrir innleiðingu á Microsoft Office 365 á alla starfsstaði borgarinnar:

Þjónustu- og nýsköpunarsvið óskar heimildar til að hefja innleiðingu á Microsoft Office 365 á alla starfsstaði borgarinnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins heyrði af því á sínum tíma að búið væri að innleiða Microsoft Office 365 í allt skólaumhverfið borgarinnar. Fulltrúanum er kunnugt um að þar er um að ræða svokölluð skólaleyfi og veltir fyrir sér hvort þau séu ekki ódýrari? Heildarkostnaður þessa verkefnis er 605.000.000 kr. á tímabilinu júní 2021 til mars 2022. Yfir 600 milljónir í Microsoft Office. Er það besta tilboðið? Ekki er vitað til þess að kannað hafi verið hvort sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gætu sameinast í leyfakaupum af Microsoft og jafnvel ná með því betri tilboðum vegna aukins fjölda leyfa sem yrði vegna slíks sameiginlegs útboðs.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 13. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja útboðsferli á úthýsingu vélasala Reykjavíkurborgar í gagnaver:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins skilur það að endurnýja þarf búnað sem kominn er til ára sinna og virkar ekki sem skyldi lengur. Fulltrúi Flokks fólksins styður að leitað sé allra leiða til lausna svo framarlega sem betri þjónusta, hagræðing og sparnaður hljótist af því. En ekki er hægt að sjá neinar upplýsingar um hagræðingu, hvar eru hagræðingartölur? Hvaða aðrir möguleikar hefðu verið í stöðunni sem dæmi og eins hvort ekki væri hægt að taka verkefnin í skrefum. Málið er lagt þannig upp að það er eins og allt sé ónýtt, eldgamalt drasl sem má nú sópa út. Borgarfulltrúinn er ekki sérfræðingur í vélarsölum en spyr sig samt hvort minni salur gæti hýst gögn borgarinnar. Við lestur þessa máls og annarra sambærilegra sem koma frá þjónustu- og nýsköpunarsviði fæst sú tilfinning „að engu er til sparað“ en minnt er á hvaðan fjármagnið kemur þ.e. frá fólkinu í borginni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 18. maí 2021, varðandi ársfjórðungsskýrslu græna plansins fyrir janúar til mars 2021:  

Lögð er fram Ársfjórðungsskýrsla græna plansins. Fram kemur að unnið er að einföldun, m.a. á skólaþjónustu. Þessi vinna gengur alltof hægt og enn hægar gengur að sinna börnum í vanda og vanlíðan sem bíða eftir þjónustu fagfólks. Skólaþjónustan er löngu sprungin. Biðlisti til fagfólks skóla er í sögulegu hámarki en nú bíða 1.033 börn eftir aðstoð fagaðila vegna ýmissa vandamála og vanlíðunar. Biðlistinn hefur lengst um 77 börn á tveimur mánuðum. Þann 1. mars voru 956 börn á bið eftir skólaþjónustu. Þeim hefur fjölgað síðan þá og voru 1.033 1. maí sl. Meirihlutinn lyftir ekki fingri til að taka á þessari neikvæðu þróun. Vandinn bara vex. Fulltrúi Flokks fólksins þreytist ekki á að nefna þetta enda er mikið í húfi. Hér er verið að leika sér að eldi. Barn í vanda og vanlíðan sem ekki fær nauðsynlega og viðeigandi aðstoð er líklegra til að grípa til örþrifaráða. Vaxandi vanlíðan barna í Reykjavík og aukning á depurð, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsunum hefur verið áhyggjuefni lengi. Á meðan börnin í borginni bíða er 10 milljörðum varið í stafræna umbreytingu sem er að minnsta kosti helmingi hærri upphæð en þyrfti til að styrkja tæknilega grunninnviði ef vel og skynsamlega væri haldið á spilunum og hagræðingar og hagkvæmni gætt.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2021 á tillögu um einhverfudeild í Réttarholtsskóla:

Tillögu um að stofnuð verði einhverfudeild í Réttarholtsskóla ber að fagna svo fremi sem úrræðinu fylgir nægt fjármagn og verði gert úr garði með fullnægjandi hætti. Jafnframt er mikilvægt að allir þeir sem starfi við deildina hafi sérþekkingu á málefnum einhverfra nemenda. Tekið er undir umsagnir, þ.m.t. umsögn skólaráðs, um að húsnæðið verði gert úr garði með fullnægjandi hætti, ekki síst hvað viðkemur rými, ljósi og hljóði svo fátt eitt sé nefnt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar áhyggjur af hvað margir sóttu um (38) en fáir fá pláss (8) og hvar mörkin eru dregin þegar sagt er að þau börn gangi fyrir sem „rekast illa í almennum bekk“ eins og kemur fram í gögnum. Þessi deild hefði þurft að vera stærri og deildarskipt ef vel hefði átt að vera því þarna verður sérþekking til staðar fyrir einhverf börn.

Bókun Flokks fólksins við bréfi innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 18. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að breyta heiti skrifstofunnar í Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar:

Við skoðun á þessu nafni leitast fulltrúi Flokks fólksins við að reyna að skynja hvort nafnið sé lýsandi fyrir það hlutverk sem umboðsmaður borgarbúa hafði þegar hann var og hét, hlutverk sem innri endurskoðun hefur nú. Hlutverkið hans fólst m.a. í að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og tryggja rétt borgarbúa gagnvart henni. Þetta nýja nafn, Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, er gott eins langt og það nær en í nafninu felst þó ekki beinlínis að verið sé sérstaklega að tryggja rétt borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins saknar tilvísunar í „borgarbúann“.
Hefði kannski mátt heita Innri endurskoðun og ráðgjöf íbúa Reykjavíkurborgar.


Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 26. apríl 2021, sem var samþykkt á fundi borgarráðs þann 29. apríl 2021 og færð í trúnaðarbók:

Harpa, tónlistarhús á 10 ára afmæli. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins. Lagt er til að borgarráð samþykki að færa Hörpu, ásamt ríkinu, veglega gjöf. Það þýðir að eigendur eiga að gefa sjálfum sér gjöf. Er ekki mjög líklegt að nágrannasveitarfélögin vilji líka gefa Hörpu gjöf, svona fyrir að fá að njóta Hörpu án endurgjalds? Hefur slíkri hugmynd verið skotið að þeim?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi við fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 3. maí 2021.

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari bókun og fagnar því yfirleitt að málefni tengd Arnarnesvegi komi loks inn á fund íbúaráðs Breiðholts. Í bókuninni er óskað eftir að farið sé í umhverfismat fyrir framkvæmd vegatengingar við Arnarnesveg. Fulltrúi Flokks fólksins bókaði síðast um málið í borgarstjórn að: „Fyrirhugaðar framkvæmdir við Arnarnesveg hafa verið kærðar. Hagur borgarinnar af þessari framkvæmd er lítill, en ókostir eru margir. Þúsundir fugla, þar á meðal lóur, hrossagaukar og spóar verpa á svæðinu og verulega er þrengt að fyrirhuguðum vetrargarði og framtíðarþróun hans er því í uppnámi. Byggja á framkvæmdina á 18 ára umhverfismati. Því er velt upp hvort fólk sem „dílar og vílar“ með þetta svæði hafi ekki séð það með eigin augum heldur skoði það aðeins á kortum. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur sem flesta til að koma á staðinn og sjá hvernig landið liggur. Á sama tíma og þetta er að gerjast talar meirihlutinn um grænar áherslur, aukið gildi náttúruverndar og útivistar. Engu að síður er búið að kvitta upp á að setja hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarfið og ekki aðeins skaða lífríkið heldur er brautin einnig ofan í leiksvæði barna, skíðalyftunni og svo auðvitað væntanlegum vetrargarði.“

Bókun Flokks fólksins við embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 31 mál:

Fulltrúi Flokks fólksins á tvö mál á lista embættisafgreiðslna sem lagður er fyrir borgarráð. Um er að ræða fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna ferða sviðsstjóra og stjórnenda þjónustu- og nýsköpunarsviðs sl. 4 ár og fyrirspurn um starfsánægjukönnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem kynnt var á síðasta borgarráðsfundi. Í þessu sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins fara fram á að trúnaði verði aflétt af starfsmannakönnuninni. Sjálfsagt er að má út einhverjar persónugreinanlegar upplýsingar ef eru en mestu skiptir að gagn eins og þetta sé opið og gegnsætt. Að fela eða þagga vanlíðan, vandamál og jafnvel áreitni- og eineltismál sem eiga sér stað á vinnustöðum borgarinnar er ekki hagur neinna. Vanlíðan og vandi sem birtist í þessari könnun verður ekki til á einni nóttu. Þarna hafa vandamál kraumað í mörg ár og hafa jafnvel verið hunsuð af yfirmönnum. Að stimpla könnun af þessu tagi sem trúnaðarmál viðheldur gömlum og úreltum viðhorfum um að ekki megi tala opinskátt um þessi mál. Nú í nýrri bylgju eru gerendur ofbeldis/eineltis margir hverjir að stíga fram og vilja taka ábyrgð. Meirihlutinn vill varla standa í vegi fyrir þessari þróun, hvað þá vera gerendameðvirkur.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvaða áhrif vaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem tilkynnt var þann 19:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvaða áhrif vaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem tilkynnt var þann 19. maí 2021 hefur á skuldastöðu og afborganir lána hjá Reykjavíkurborg. Svarið óskast sundurliðað milli A-hluta borgarsjóðs annars vegar og einstakra fyrirtækja Reykjavíkurborgar hins vegar.

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvort stefnt sé að því að breyta gjaldskrá vegna akstursþjónustu fatlaðra og ef það á ekki að gera það hvaða rök standa að baki því að breyta ekki gjaldskránni:

Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort stefnt sé að því að breyta gjaldskránni vegna akstursþjónustu fatlaðra og ef það á ekki að gera það hvaða rök standa að baki því að breyta ekki gjaldskránni. Það er mismunun að fötluðum einstaklingum sem eru tilneyddir að nota ferðaþjónustu fatlaðra sé gert að greiða hærra gjald en aðrir sem geta notað annarskonar samgönguleiðir. Í 29. gr. gjaldskrárinnar um akstursþjónustu kemur fram að sveitarfélögum er heimilt að innheimta gjald fyrir akstursþjónustu samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórnir skulu setja og skal gjaldið vera sambærilegt gjaldi fyrir almenningssamgöngur á viðkomandi svæði. Hér segir að gjaldið skuli vera sambærilegt gjaldi fyrir almenningssamgöngur. Þarna er ekki um neitt val að ræða hjá sveitarfélögunum. Árskort eru seld með almennum hætti og ættu þar með að vera þau kjör sem öllum standa til boða. Þetta ætti þá að vera það gjald sem miðað er við, því ákvæðið er tengt við almenningssamgöngur. Í athugasemdunum sem fylgdu frumvarpinu sem varð að lögunum kemur fram að tilgangurinn með lagabreytingunni var að innleiða með efnislegum hætti 20. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mikilvægust er 5. gr. SRFF í þessu samhengi sem kveður á um bann við hvers kyns mismun á grundvelli fötlunar, á öllum sviðum, alltaf alls staðar.

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju Reykjavíkur borg skiptir ekki við Múlalund:  

Ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu kaupir Reykjavíkurborg ekki skólavörur af Múlalundi, verndaðri vinnustofu SÍBS. Það er þrátt fyrir þá staðreynd að um 80% starfsmanna Múlalundar eru með lögheimili í Reykjavík. Í þrjú ár hefur Múlalundur reynt að ná borginni að samningaborðinu án árangurs. Þetta kemur fram í fréttum vikunnar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hverju þetta sætir. Þetta er ekki í neinum takti við áhuga flokkanna á atvinnumálum fatlaðra. Í lögum um opinber innkaup er skýr heimild í 18. gr. til að velja sérstaklega vörur frá vernduðum vinnustöðum. Í Múlalundi hefur fólk með skerta starfsorku starfað við að framleiða ýmis konar skrifstofuvörur um áratuga skeið. Vegna stafrænna umbreytinga hafa forsvarsmenn Múlalundar þurft að finna ný verkefni og eitt af þeim er að framleiða margskonar vörur fyrir skólakerfið, meðal annars plastvasa og möppur með lituðum kili og glærri forsíðu sem margir þekkja. Í stað þess að skipta við Múlalund hefur Reykjavíkurborg kosið að kaupa innfluttar skólavörur. Þetta er miður. Önnur sveitarfélög hafa sýnt allt önnur viðbrögð. Þessi starfsemi er fyrst og fremst velferðarmál enda er starfið afar félagslega og tilfinningalega mikilvægt. Verið er að skapa atvinnu svo þarna má slá tvær flugur í einu höggi.

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs, innkaupaskrifstofu.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvað þessi könnun um framtíð Reykjavíkurborgar kostaði borgarsjóð:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hvað þessi könnun um framtíð Reykjavíkurborgar kostaði borgarsjóð. Könnunin er sögð hluti af sviðsmyndagreiningu Reykjavíkurborgar og Deloitte um það hvernig borg Reykjavík verður árið 2035 með tilliti til efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Þessi könnun er illa tímasett að mati Fulltrúa Flokks fólksins þar sem nú er aðeins eitt ár eftir að kjörtímabilinu. Ekki er vitað hvaða flokkar/hverjir munu vera við stjórnvölinn næstu ár og áherslur næsta meirihluta alls endis óþekktar. Ýmist gæti því þróun á innviðum og tækifærum borgarinnar staðið í stað, þokast lítillega fram á við eða tekið stórt skref í framþróun. Vöxtur og þróun borgarinnar vinnst ekki nema í samráði við fólkið í borginni enda þótt kjörinn meirihluti leiði vinnuna. Ef sífelldar deilur og uppákomur einkenna borgarbraginn tefur slíkt fyrir jákvæðri framtíðarþróun.

Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvernig það er mögulegt að 4 skólahljómsveitir annir 15.500 nemendum borgarinnar?:

Fram kom hjá fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn í ræðu að „gríðarvirkt starf er hjá skólahljómsveitum fyrir börn í öllum hverfum borgarinnar en starfið sjálft er mjög skapandi og í sífelldri mótun og endurskoðun.“ Fulltrúi Flokks fólksins ætlar ekki að mótmæla því að starfið sé skapandi en dregur það í efa að það sé rétt að virkt starf sé hjá skólahljómsveitum fyrir börn í öllum hverfum borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig þetta sé mögulegt. Skólahljómsveitir eru 4 og hverfi eru 10. Fjórum hljómsveitum er því skipt niður á hverfin og dekkar ein hljómsveit um 3-4 hverfi. Af 15.500 nemendum þá stunda á sjötta hundrað nemendur nám í skólahljómsveitunum fjórum. Segja má að það sé útilokað að allir þeir nemendur sem þess óska, rúmist í þessum fjórum hljómsveitum. Í ljósi þessa vill fulltrúi Flokks fólksins fá upplýsingar um fjölda umsókna í skólahljómsveitir borgarinnar undanfarin 3 ár. Hversu lengi að meðaltali eru nemar í hljómsveitunum? Eru biðlistar og ef svo er í hvaða hljómsveitir og hvað eru þeir langir? Hefur þurft að neita barni um þátttöku í einhverja skólahljómsveit borgarinnar vegna þess að ekki er pláss ef horft er til síðastliðinna þriggja ára?

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um biðtíma símatala til þjónustuvers borgarinnar:

Það er erfitt að ná inn til borgarinnar í gegnum síma, ljóst er að þjónustuverið annar ekki símtölum og ekki er hægt að ætlast til að fólk hafi endalaust tíma til að bíða á línunni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um þjónustuverið, s.s. meðallengd biðtíma þeirra sem bíða eftir að ná sambandi sundurliðað eftir dögum og tíma árs. Einnig er óskað eftir upplýsingum um fjölda símtala á dag að meðaltali og fleira í sambandi við þjónustuverið, s.s. hvernig gengur að þjónusta þá sem hringja inn t.d. að tengja fólk við svið, deildir sem afgreitt geta erindi þeirra.

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvernig kynjuð fjármál draga úr mismun milli kynja en konur lýsa meiri þörf á þjónustu en fá minni:

Flokkur fólksins var með fyrirspurnir í velferðarráði um niðurstöður greiningar á stöðu aldraðra kvenna og karla í heimahjúkrun í Reykjavík og hjúkrunarrýmum, vísað er í skjal þessu tengt. Segir í greiningunni að „vinnubrögð“ Reykjavíkurborgar varðandi kynjuð fjármál séu til fyrirmyndar og að óskandi sé að önnur sveitarfélög tileinki sér „þessa aðferðafræði“. Spurt er: Um hvaða vinnubrögð og aðferðafræði er verið að ræða? Hvaða vinnubrögð eru til fyrirmyndar og hvar er þessi sérstaka aðferðafræði? Hvað er borgin að gera öðruvísi og „betra“ í kynjuðum fjármálum og sem leiðir til bóta fyrir konur en önnur sveitarfélög? „Konur lýsa meiri þörfum en karlar“ en samt eru þær metnar með minni þörf en karlar sem vísar mögulega til þess að verið sé mismuna mati á þjónustuþörf eftir kynjum. Segir að vegna „vinnubragða/aðferðafræði eru kynjuð fjármál að bæta konum upp mismun“. Hvernig tengist þetta að „vegna vinnubragða eru kynjuð fjármál að bæta þeim þennan mismun“? Er verð að meina að „kynjuð fjárhagsáætlun“ bætir konum upp mismun á mati því að þær eru að fá meiri þjónustu (lýsa meiri þörfum) þótt þær séu metnar með minni þörf en karlar? Rétt er að konur eru fleiri í þessum aldurshópi og sannarlega hefur hallað á þær í samfélaginu en hvernig það tengist þessari greiningu og kynjuðum fjármálum er ekki skýrt.

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um drög að samþykkt um dýraþjónustu:

Samþykkt um hundahald í Reykjavík er í endurskoðun á vegum umhverfis- og skipulagssviðs og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir því að fá afhent fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri samþykkt og kynningu á henni á vettvangi borgarráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

 

 Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvað felst í þessari „allsherjar innleiðingu“ á fjarfundarbúnaði:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað felst í þessari „allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði“. Einnig óskar borgarfulltrúi eftir upplýsingum um hvað verður um þann fjarfundarbúnað sem sviðið ÞON og áður skrifstofa þjónustu og reksturs hefur verið að fjárfesta í undanfarin ár og fram hefur komið að sé til í stjórnsýsluhúsum borgarinnar. Er meiningin að kaupa nýjan fjarfundarbúnað til viðbótar við þann sem fyrir er eða verður þeim búnaði skipt út öllum?

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um m.a. hversu mikill kostnaðarauki verður af innleiðingu Microsoft miðað við þann kostnað sem Reykjavíkurborg hefur verið að greiða Microsoft fyrir þann Office hugbúnað sem í notkun hefur verið árum saman í skrifstofuumhverfi borgarinnar.  

Borgarfulltrúi Flokks fólksins veit til þess að búið er að innleiða Microsoft Office 365 í allt skólaumhverfi borgarinnar. Þar er um að ræða svokölluð skólaleyfi sem hljóta að vera ódýrari en þau leyfi sem þarf að kaupa af Microsoft vegna innleiðingar Office 365 í skrifstofuumhverfi Reykjavíkurborgar. Í framhaldi af því spyr borgarfulltrúi Flokks fólksins um hversu mikill kostnaðarauki verður af þessari innleiðingu miðað við þann kostnað sem Reykjavíkurborg hefur verið að greiða Microsoft fyrir þann Office hugbúnað sem í notkun hefur verið árum saman í skrifstofuumhverfi borgarinnar. Einnig langar borgarfulltrúann að vita hvort borgin hafi nokkurn tíma kannað hvort hægt hefði verið fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sameinast í leyfakaupum af Microsoft og jafnvel ná með því betri tilboðum vegna aukins fjölda leyfa sem yrði vegna slíks sameiginlegs útboðs. Hefur borgin kannað möguleika á sameiginlegu útboði til að fá betri samninga?

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvort búið sé að reikna til enda hvort hagræðing verði af þessu verkefni:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins skilur að endurnýja þarf búnað sem kominn er til ára sinna og vill að leitað sé allra leiða til lausna svo framarlega sem hagræðing og sparnaður hljótist af því. En ekki er hægt að sjá neins staðar svo vel sé hvort hagræðing verði af þessu verkefni miðað við núverandi rekstrarkostnað og síðan árlegan kostnað við úthýsingu næstu árin. Hvaða aðrir möguleikar hefðu verið í stöðunni sem dæmi og eins hvort ekki væri hægt að taka verkefnin í skrefum. Það er eins og allt sé ónýtt og kaupa þurfi allt nýtt. Borgarfulltrúinn er ekki sérfræðingur í vélarsölum en spyr sig samt hvort minni salur gæti hýst gögn borgarinnar.
Er búið að reikna til enda hvort hagræðing verði af þessu verkefni miðað við núverandi rekstrarkostnað og svo árlegan kostnað við úthýsingu næstu árin? 2. Án þess að borgarfulltrúinn telji sig sérfræðing í rekstri vélasala, leikur honum forvitni á að vita hvort hægt hefði verið að halda gögnum borgarinnar hjá borginni en þá í nýrri og minni sal en þeir sem fyrir eru.

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn hvort komið hafi upp erfið samskiptamál og eineltismál í barnahópnum á nýrri Stoðdeild fyrir erlend börn og ef svo er hvernig tekið hefur verið á þeim:

Nýlega var stofnuð sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla vegna móttöku barna hælisleitenda og erlendra barna með litla skólagöngu að baki. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hvernig gengur hjá hinni nýstofnuðu stoðdeild, meðal annars hvernig börnin eru að upplifa að stunda nám þar og hvernig samskipti þeirra eru innbyrðis. Spurt er hvort komið hafi upp erfið samskiptamál og eineltismál í barnahópnum og ef svo er hvernig tekið hefur verið á þeim. Í stoðdeildinni eru börn frá mörgum ólíkum menningarlöndum, með ólíkan lífstíl og tungumál. Hvað mörg börn hafa sest á skólabekk í stoðdeildinni og hvað mörg þeirra eru komin í almenna bekki? Hversu langur tími líður frá því að barn kemur til landsins og þar til það sest á skólabekk í stoðdeildinni? Hve langur er dvalartími barna í stoðdeildinni að meðaltali? Hvernig er eftirfylgni með börnum sem farin eru úr stoðdeildinni og eru komin út í almenna bekki? Öll þessi börn hafa búið við erfiðar aðstæður og mörg þeirra hafa orðið fyrir margskonar áföllum. Spurt er einnig um stuðning við kennara og starfsfólk og hvernig sé staðið við bakið á því til að styrkja það í starfi þeirra. Það er mikilvægt að hlúð sé vel að þessari deild. Úrræðið er til að milda fyrstu skref þessara barna í nýju landi, nýjum skólaaðstæðum þar sem þeim er mætt á eigin forsendum. Þess vegna skiptir máli að hverju einu og einasta barni sem kemur við í deildinni líði vel í skólanum þann tíma sem það dvelur þar og að starfsfólkið finni að það eigi vísan stuðning og styrk hjá skóla- og frístundasviði og borgarstjórn.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Fyrirspurn Flokks fólksins um m.a. hvað mörg börn hafa sest á skólabekk í stoðdeildinni og hvað mörg þeirra eru komin í almenna bekki:

Nýlega var stofnuð sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla vegna móttöku barna hælisleitenda og erlendra börn með litla skólagöngu að baki.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hvað mörg börn hafa sest á skólabekk í stoðdeildinni og hvað mörg þeirra eru komin í almenna bekki?
Hversu langur tími líður frá því að barn kemur til landsins og þar til það sest á skólabekk í stoðdeildinni?
Hve langur er dvalartími barna í stoðdeildinni að meðaltali?
Hvernig er eftirfylgni með börnum sem farin eru úr stoðdeildinni og eru komin út í almenna bekki?

 

Borgarráð 20. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við kynningu á drögum að nýjum reglum um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglur um stuðningsþjónustu:

Ábendingar frá ÖBÍ og Þroskahjálp voru afar gagnlegar og ætti undantekningalaust að taka tillit til þeirra ekki síst þeirra sem kosta borgina ekki krónu eins og tillögur um orðalagsbreytingar. Í 1. gr. er bent á að það skortir tengingu við samning Sameinuðu þjóðanna. Ábendingar eru um skort á notendasamráði sbr. í 3 C og víðar þar sem orða mætti hlutina meira í þágu notandans. Stafrænar og tæknilegar lausnir þurfa að vera í samráði við viðkomandi. Tekið er undir mótmæli ÖBÍ (í 8. gr.) um  forgangsröðun umsókna enda ætti skortur á fjármagni í fjárhagsáætlun aldrei að vera ástæða fyrir skorti á þjónustu. Í 8. gr. er talað um móttöku- og matsteymi og í því teymi þyrfti að vera fulltrúi notenda. Notendur og stjórnvöld horfa ekki á reglur og gagnsemi þeirra með sömu gleraugunum. Fjölga þarf þjónustuþáttum við eldri borgara í heimahúsi og bæta suma sem fyrir eru. Til að geta verið sem lengst heima þarf að veita meiri  einstaklingsbundna aðstoð. Fulltrúi Flokks fólksins hefði haldið að fleiri ábendingar kæmu frá Öldungaráði,  FEB, Félagi eldri borgara og Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks því af nógu er að taka sem má bæta. Hækka verður viðmið til að þeir efnaminnstu borgi sem minnst, helst ekki neitt.

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 19. maí 2021, ásamt fylgigögnum, um breytingar á starfsemi og rekstri Vinjar:

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að sumir þurfa og vilja vera í og heimsækja sérúrræði. Annað af tveimur sjónarmiðum sem kynnt eru af meirihlutanum og  sögð vegast á er sjónarmið að „vinna þarf gegn því að ákveðnir hópar séu jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því eigi ekki að draga fólk í dilka með því að búa því sérúrræði“.
Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ef þetta sjónarmið ætti að gilda myndi margt kollvarpast í borginni því fjöldi fólks er í ýmis konar sérrúrræði hvort heldur af þörf eða vilja nema hvort tveggja sér. Í mannréttindastefnu segir að sveitarfélag á að mæta þörfum allra, sérþörfum einnig og ávallt að hafa hagsmuni og vellíðan einstaklingsins að leiðarljósi. Gestir/notendur eru skýrir í sinni afstöðu. Þeir vilja að starfsemin haldist óbreytt. Allar ákvarðanir um Vin skal taka í samráði við notendur. Tillaga starfshópsins er að reka þetta úrræði á sama grunni og félagsstarfið en það er í endurskoðun og hefur verið lengi. Sá stýrihópur sem endurskoða á félagsstarfið og sem fulltrúi Flokks fólksins er aðili í er stopp, af óljósum ástæðum.

Mikilvægt er að valta ekki yfir gesti og starfsmenn Vinjar og mun fulltrúi Flokks fólksins ekki styðja að Vin verði lagt niður í núverandi mynd og sett undir félagsstarf borgarinnar.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á hugmyndafræði sem starfað er eftir á hjúkrunarheimilum Reykjavíkurborgar:

Kynning er á starfsemi Droplaugarstaða í tengslum við  tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræðinni  en henni var  vísað  úr borgarstjórn í velferðarráð. Hugmyndafræðin á Droplaugarstaði er að sjálfsögðu sú að þetta sé heimili enda er þetta heimili fólksins sem þarna er. Heimilið er ISO vottað. Þróunin hefur verið góð og því ber að fagna. Margir þættir minna vissulega á Eden hugmyndafræðina en nær því þó ekki í megin áherslum.  Tengingin við lífríkið er m.a. kjarninn í Eden hugmyndafræðinni t.d. að þeir sem vilja hafi gæludýrin sín hjá sér eins og kostur er og vissulega væri hvert tilfelli metið fyrir sig. Eins er það tengingin við ræktun plantna og matjurta sem kannski er ekki alveg á sama stigi og á Eden heimilum. Gæludýr, páfagaukar eru í almenningi og er það frábært og því er fagnað að hundar eru velkomnir á Droplaugarstaði. Fram kemur að heimilisfólk hafi ekki viljað hænur í garðinn. En af hverju eru Droplaugastaðir ekki bara rekið með Eden hugmyndafræðinni að leiðarljósi? Spurning er hvort og þá hvað standi í vegi fyrir því, hvort ekki sé um það sátt? Það er vissulega mikilvægt að um hugmyndafræði hjúkrunarheimila ríki sátt heimilisfólks og starfsmanna.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs borgarstjórnar, dags. 23. apríl 2021, varðandi svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til meðferðar velferðarráðs á fundi borgarstjórnar, þann 20. apríl 2021:

Samkvæmt kröfulýsingu fyrir hjúkrunar- og dvalarrými eiga heimilin að hafa hugmyndafræðilegar forsendur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að þau tvö hjúkrunarheimili sem borgin rekur verði rekin með Eden-hugmyndafræðina að leiðarljósi og samþykki einnig að hvetja hjúkrunarheimili í Reykjavík sem eru sjálfseignarstofnanir til að taka upp hugmyndafræðina hafi þau ekki gert það. Nokkur dvalar- og hjúkrunarheimili á landinu eru rekin sem Eden-heimili, t.d. Ás í Hveragerði og dvalar- og hjúkrunarheimilið á Akureyri. Eden-hugmyndafræðin snýst um að fólk haldi sjálfræði sínu og reisn þó flutt sé á hjúkrunarheimili og að heimilisfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir um daglegt líf sitt. Líklegt þykir að á hjúkrunarheimilum í dag sé reynt að stuðla að því að fólk haldi sjálfstæði sínu en hugmyndafræði Eden gengur lengra og þá sérstaklega í áherslu sinni á lifandi umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á samneyti kynslóðanna. Einnig er áhersla á að hver íbúi hafi eigin húsgögn/eigur, rík samskipti við yngri kynslóðina, nálægð við líffræðilegan fjölbreytileika/ræktun plantna og grænmetis auk þess sem íbúar hafa heimild til að halda gæludýr. Samneyti dýra og manna umbreytir hjúkrunarheimili í fjölbreytilegt og líflegt heimili. Að halda gæludýr dregur úr streitu, einmanaleika og þunglyndi og eykur gleði og samskiptahæfni meðal aldraðra. VEL2021050006.

Greinargerð fylgdi tillögunni.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

Velferðarráð samþykkir að hvetja hjúkrunarheimili á vegum borgarinnar til að til að skoða að starfa eftir Eden hugmyndafræði eða annarri svipaðri hugmyndafræði í samvinnu við starfsfólk og íbúa.

Tillagan er samþykkt svo breytt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúarnir þakka borgarfulltrúa Flokks Fólksins fyrir góða tillögu. Eden hugmyndafræðin er áhugaverð og byggir á fjölbreytileika til að auðga daglegt líf hvers íbúa á hjúkrunarheimilum. Ákvörðun um að innleiða hugmyndafræði þarf alltaf að taka af stjórnendum í nánu samráði við starfsfólk og íbúa hjúkrunarheimila.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur samþykkt að gerð verði smávægileg breyting á tillögu Flokks fólksins um að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræði sem vísað var úr borgarstjórn í velferðarráð. Breytingatillagan hljómar þannig að velferðarráð samþykkir að hvetja hjúkrunarheimili á vegum borgarinnar til að til að skoða að starfa eftir Eden hugmyndafræði eða annarri svipaðri hugmyndafræði í samvinnu við starfsfólk og íbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að velferðarráð sendi út hvatningu sem þessa ef hún getur orðið til þess að fleiri hjúkrunarheimili skoði Eden sem er einstök að því leiti að hún hefur ríka tengingu við lífríkið, samskipti við börn og gæludýr. Allmörg heimili vinna eftir Eden hugmyndafræðinni og hafa sum gert lengi við mikla ánægju heimilisfólks, aðstandenda og starfsfólks.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 19. maí 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins í tengslum við niðurstöður greiningar á stöðu aldraðra kvenna og karla í heimahjúkrun Reykjavíkurborgar og hjúkrunarrýmum ríkisins:

Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn var að það segir í þessari greiningu nemenda að „vinnubrögð“ Reykjavíkurborgar varðandi kynjuð fjármál séu til fyrirmyndar og að óskandi sé að önnur sveitarfélög tileinki sér „þessa aðferðarfræði“.  Ekki er ljóst um hvaða vinnubrögð og aðferðarfræði er verið að ræða en það segir „að vegna vinnubragða/aðferðarfræði eru kynjuð fjármál að bæta konum upp mismun“. Þetta er óljóst. „Konur lýsa meiri þörfum en karlar“ en samt eru þær metnar með minni þörf en karlar sem vísar mögulega til þess að verið sé mismuna mati á þjónustuþörf eftir kynjum “. Af hverju skyldu konur sem lýsa meiri þörf metnar með minni þörf er ekki skýrt og heldur ekki hvernig það tengist vinnubrögðum og kynjuðum fjármálum eins og segir. „að vegna vinnubragða eru kynjuð fjármál að bæta þeim þennan mismun“. Ef horft er til staðreynda þá eru konur  fleiri en karlar, þær lifa lengur en karlar. Einnig er rétt að það hefur hallað á konur í samfélaginu, lægri laun, lægri greiðslur ellilífeyris o.s.frv.  Hvort það sé ástæða fyrir að þær lýsi meiri þörf skal ekki segja. Svörin sem hér eru lögð fram kalla eiginlega á enn frekari spurningar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun er gagnreynt tæki sem notað er til þess að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu opinberra fjármuna. Til þess að þjónusta borgarinnar henti öllum íbúum til jafns og stuðli að jöfnum tækifærum er mikilvægt að greina áhrif opinbers fjármagns og verklags á alla íbúa. Markmiðið með innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg er að samþætta mannréttindastefnu og fjármálastefnu borgarinnar. Markmiðið er að stuðla að réttlátri dreifingu fjármuna og gæða með tilliti til mismunandi þarfa borgarbúa.

Velferðarráð 19. maí 2021

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að auknu fjármagni verði veitt til að sporna við klámáhorfi grunnskólabarna

Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að veita auknu fjármagni  til skólanna þ.e. kennara og starfsfólk frístundaheimila og Ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi (Jafnréttisskólans) til að efla fræðslu og forvarnir grunnskólabarna um skaðsemi og afleiðingar klámáhorfs. Þetta er lagt til í ljósi niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og greining birti í febrúar 2021. Niðurstöður sýna að um 30% stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir og um 6% hafa selt slíkar myndir. Um  24% stráka í 10. bekk hafa verið beðin um að senda slíka mynd og 15% hafa gert slíkt.
Styðja þarf jafnframt við bakið á samtökum s.s.  Heimili og skóla (Landssamtök foreldra) sem reka einnig SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og Samfok (Svæðissamtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík). Markhópur þessara samtaka eru foreldrar/forsjáraðilar. Markmiðið er að veita þeim fræðslu og stuðning m.a. með því að halda málþing og námskeið. Skóla- og frístundasvið, skólastjórnendur, starfsfólk frístundaheimila og hagsmunasamtök barna og foreldra þurfa nú að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast grannt með net- og tölvunotkun barna sinna.

Greinargerð

Niðurstöður Rannsóknar og greiningar komu flestum á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að kennarar og starfsfólk frístundaheimila, Ráðgjafateymi um kynferðisofbeldi (Jafnréttisskólinn) og samtök sem standa vörð um hagsmuni foreldra og barna fái aukinn fjárhagslegan stuðning og ekki síður móralskan stuðning til að sporna við klámáhorfi grunnskólabarna.

Til að spyrna við fótum við þessari vá sem niðurstöður könnunar Greiningar og ráðgjafar sýna þarf aukið fjármagn úr borgarsjóði svo efla megi fræðslu og forvarnir til þeirra aðila og samtaka sem sinna því hlutverki.  Það er í höndum skóla- og frístundaráðs/sviðs í samvinnu við skólana, starfsfólks frístundaheimila og Jafnréttisskólans að meta hversu mikið viðbótarfjármagn er nauðsynlegt til að geta gert enn betur í forvörnum og fræðslu í ljósi þessara niðurstaðna.

Víða er unnið gott starf bæði í skólum, af fagteymi á vegum borgarinnar og samtökum foreldra og barna.  Í skólum eru kennarar og frístundafólk að takast á við þessi mál þegar þau koma upp. Styrkja þarf innviði skólanna til að geta sinnt forvörnum í auknum mæli og tekið á málum sem kunna að koma upp. Tryggja ber einnig að kennarar og starfsfólk frístundaheimila eigi vísan stuðning og fræðslu hjá skóla- og frístundasviði. Með auknu fjármagni mætti einnig efla starf Ráðgjafateymis og Jafnréttisskólans svo hægt sé að fjölga fyrirlestrum og námskeiðum um m.a. klám og ofbeldi.

Meginniðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar voru að um þrjátíu prósent stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir og/eða nektarmyndir.
Um 6 prósent nemenda í 10. bekk hafa selt slíkar myndir.
Um 5 prósent stúlkna í 10. bekk á Íslandi hafa verið beðnar um að senda af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir í gegnum netið. Þriðjungur stúlkna hefur sent slíkar myndir.
Alls hafa 24 prósent stráka í 10. bekk verið beðin um að senda slíka mynd og 15 prósent 
hafa gert slíkt. Um  2,2 prósent stráka í 10. bekk hafa sent slíka mynd gegn greiðslu en 3,8 prósent stúlkna á sama aldri Af þessu má sjá umfang  kynferðislegra myndsendinga meðal barna. Stór fjöldi ungmenna hefur sent ögrandi mynd eða nektarmynd gegn greiðslu.

Fræða þarf börn og ungmenni um þessi mál, hjálpa þeim að þjálfa gagnrýna hugsun og hvetja þau til að  „vingast“ ekki eða eiga í samskiptum á netinu við aðila sem þau vita ekki í raun hver er. Nú þarf að bregðast við af krafti sem aldrei fyrr með enn meiri fræðslu um t.d. hættuna sem fylgir því að þiggja greiðslu fyrir kynferðislegar myndsendingar.

Ástæður fyrir þessum geigvænlegu niðurstöðum eru flóknari en svo að þær verði reifaðar hér. Víst má þó telja að það er eitthvað að breytast varðandi viðhorf til þessara mála, ný norm hafa myndast. Hópur barna finnst þetta ekki tiltökumál en því miður eru þau ekki að átta sig á hættunni sem þessu fylgir og afleiðingum sem myndsendingunum, dreifingu og sölu geta fylgt.

Fram hefur komið hjá forstöðumanni Barnahúss að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 15 börn undir 15 ára aldri komið í Barnahús eftir að hafa sent kynferðislegar sjálfsmyndir. Þau voru innan við tíu allt árið í fyrra. Þetta sýnir að klámáhrif barna er að aukast mjög. Stundum hafa börnin verið þvinguð til að senda slíkar myndir og sláandi er að sjá hversu mörg barnanna hafa kynnst gerandanum í gegnum netið.

Það er mikið áfall fyrir foreldra að uppgötva að barnið þeirra hafi sent kynferðislegar sjálfsmyndir sem eru jafnvel komnar í sölu og dreifingu á netinu. Dreifing á myndum er líka gríðarlegt áfall og byrði fyrir unga manneskju. Þegar brotið er á ungu fólki eða börnum með þessum hætti er mikilvægt að bjóða upp á áfallahjálp, ráðgjöf og eftirfylgni til lengri tíma. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur marg ítrekað bráðvantar fleiri fagaðila hjá Skólaþjónustu borgarinnar sem anna engan veginn beiðnum um aðstoð. Nú bíða eftir þjónustu rúmlega 950 börn í það minnsta. Það er jafnframt hlutverk Skólaþjónustunnar að hlúa að foreldrum og styðja þá í foreldrahlutverkinu með viðtölum og námskeiðum. Hvetja þarf foreldra og leiðbeina þeim að setja viðeigandi reglur um net- og skjánotkun barna þeirra og gera kröfu um að fylgjast með hvað það er sem börnin þeirra eru að skoða á netinu og við hverja þau eru að hafa samskipti.

Spurt hefur verið um hvort foreldrar geti og eigi að hafa óheftan aðgang að snjalltækjum barna sinna. Á því leikur enginn vafi enda foreldrar ábyrgir fyrir hversu mikil net- og skjánotkun er á heimilinu. Margir foreldrar veigra sér hins vegar við því að setja reglur sér í lagi ef börn þeirra mótmæla slíku eftirliti.

Með samstilltu átaki má efla allt foreldrasamfélagið til að fylgja reglum. Umboðsmaður barna hefur m.a gefið út net- og skjáviðmið ásamt leiðbeiningum fyrir foreldra.  Foreldrar verða að þora að fara eftir viðmiðunum og vera vakandi yfir við hverja börn þeirra eru að vingast. Foreldri sem er forvitinn og afskiptasamur er foreldri sem sýnir ábyrgð þegar kemur að þessum erfiðu málum.

Mikilvægt er að foreldrar virði aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla og séu að sjálfsögðu sjálfir góðar fyrirmyndir. Það eru aldurstakmörk á samfélagsmiðlum og þau eru ekki sett að ástæðulausu. Foreldrar og ungmenni þurfa að eiga samtal um netið og skjánotkun. Best af öllu er ef hægt er að sammælast um reglur og jafnvægi.

Styðja þarf við kennara og starfsfólk frístundaheimila sem eru lykilaðilar á vettvangi til að takast á við vandann sem við blasir.  Námskeið eða annað inngrip Jafnréttisskólans og fagteymis hans koma að miklu gagni. Heimili og skóli (SAFT), Samfok og Barnaheill á Íslandi vinna einnig ómetanlegt starf með ábendingum sínum, fræðslu og hvatningu. Það er því afar mikilvægt að einskis verði látið ófreistað til að snúa við þeirri þróun sem sýnilega hefur orðið og færa hana til betri vegar. Hér má einnig nefna áhrif fjölmiðlanna. Fjölmiðlar gegna ábyrgðarhlutverki í þessari umræðu sem og annarri.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu tillögunnar en henni er vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að auknu fjármagni verði veitt til að efla fræðslu og forvarnir grunnskólabarna um skaðsemi og afleiðingar klámáhorfs hefur verið vísað frá með rökum sem reyndar eru fulltrúa Flokks fólksins ekki ljós. Tillagan er lögð fram í ljósi niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og greining birti í febrúar 2021. Niðurstöður sýna að um 30% stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir og um 24% stráka í 10. bekk hafa verið beðin um að senda slíka mynd. Ljóst er af þessum niðurstöðum að við höfum sofnað á verðinum. Það er ábyrgð okkar að sjá til þess að börn fái þjálfun að viðhafa gagnrýna hugsun og hvetja þau til að „vingast“ ekki eða eiga í samskiptum á netinu við aðila sem þau vita ekki í raun hver er. Það er áfall fyrir foreldra að uppgötva að barnið þeirra hafi sent kynferðislegar sjálfsmyndir sem eru jafnvel komnar í sölu og dreifingu á netinu. Að hafa dreift sjálfsmynd sem komin er í dreifingu er einnig byrði fyrir unga manneskju. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur áður sagt er biðlisti hjá Skólaþjónustunni í sögulegu hámarki en nú bíða 1033 börn eftir aðstoð fagaðila vegna ýmissa vandamála og vanlíðunar.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Unnið er að forvörnum vegna klámáhorfs barna á vettvangi ofbeldisvarnarnefndar, Jafnréttisskólans og sem hluta af heilsueflandi skóla. Þessi tillaga er því í vinnslu á ýmsum stöðum innan borgarkerfisins og því rétt að vísa henni frá.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að megi gera betur í þessum málum og sérstaklega styðja við innviði skóla- og frístundafólks. Til er fjármagn í borgarsjóði sem vert væri að setja í þennan málaflokk nú þegar ljóst er að við sem samfélag og borg höfum sofnað á verðinum eins og niðurstöður Rannsóknar og greiningu sýna í þessum málum.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Umræða um innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030:

Margt er gott í þessari stefnu en stefna leysir engin vandamál nema henni sé fylgt eftir með framkvæmdum. Mestu skiptir að börn stundi nám þar sem þeim líður vel og mæta þarf þörfum allra barna. En það er ekki raunin á vakt þessa né síðasta meirihluta. Flokkur fólksins greiddi atkvæði með stefnunni á sínum tíma í þeirri von að tekist væri á við það sem þarf að bæta. Vandinn er m.a. að skólaþjónustan er sprungin og ekki er hreyfður fingur til að bæta þar úr þrátt fyrir hávært ákall. Nú bíða 1033 börn eftir þjónustu. „Skóli án aðgreiningar“ fær ekki nægt fé til að bera nafnið með rentu. Ekki öll börn stunda nám þar sem þau finna sig meðal jafningja. Sérskólaúrræðin eru löngu yfirfull. Mikið álag er á mörgum kennurum/sérkennurum og starfsfólki. Ekki eru samræmdar árangursmælingar á hvort sérkennsla skilar sér. „Snemmtæk íhlutun“ er auðvitað sjálfsagt mál og hefur alltaf verið en kemur ekki í staðinn fyrir sértækar greiningar. Hætta er á að barni sé ekki veitt rétt meðferð ef vandi þess er ekki greindur með gagnreyndum mælitækjum. Samkvæmt PISA 2018 lesa um 34% drengja um 15 ára sér ekki til gagns og 19% stúlkna. Nemendum sem ekki ná grunnhæfniviðmiðum lesskilnings hefur fjölgað hlutfallslega.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefja skipulagsundirbúning m.a. við Arnarnesveg:

Fulltrúi Flokks fólksins hefði ekki getað samþykkt þessa tillögu vegna þessa að í henni er verið að reka á eftir að ljúka skipulagsvinnu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Arnarnesveg hafa verið kærðar af vinum Vatnsendahvarfs og afgreiða verður kærumál áður en framkvæmdir hefjast. Hagur borgarinnar af þessari framkvæmd er lítill, en ókostir eru margir. Þúsundir fugla, þar á meðal lóur, hrossagaukar og spóar verpa á svæðinu og verulega er þrengt að fyrirhuguðum vetrargarði og framtíðarþróun hans er því í uppnámi. Byggja á framkvæmdina á 18 ára umhverfismati. Lögfræðingur Vegagerðarinnar reynir að fá kærunni vísað frá á þeim rökum að vinir Vatnsendahvarfs séu ekki skráð hagsmunasamtök. Því er velt upp hvort fólk sem „dílar og vílar“ með þetta svæði hafi ekki séð það með eigin augum heldur skoði það aðeins á kortum. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur sem flesta til að koma á staðinn og sjá hvernig landið liggur. Á sama tíma og þetta er að gerjast talar meirihlutinn um grænar áherslur, aukið gildi náttúruverndar og útivistar. Engu að síður er búið að kvitta upp á að setja hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarfið og ekki aðeins skaða lífríkið heldur er brautin einnig ofan í leiksvæði barna, skíðalyftunni og svo auðvitað væntanlegum vetrargarði.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum við tillögu Miðflokksins að hefja nú þegar deiliskipulag fyrir blandaða byggð í Úlfarsárdal. Áhersla verði lögð á blandaða byggð – sérbýli og fjölbýli:

Umræðan um Úlfarsárdal, blandaða byggð, hefur verið gagnleg og vill fulltrúi Flokks fólksins nefna nokkur atriði í tengslum við þetta hverfi en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Kærur hafa verið allt of margar. Uppbygging sumra lóða hefur tafist og eru þær lóðir jafnvel notaðar fyrir byggingarúrgang. Skoða þarf umferðaröryggi, ljósastýringu, lýsingu, þveranir, göngu- og hjólastíga en íbúar, margir hverjir, hafa lýst áhyggjum sínum af þessum þáttum. Kvartað hefur verið yfir að tilfelli eru um að verið sé að breyta gildandi skipulagi eftir á, t.d. minnka bil á milli húsa og byggja ofan á hús sem ekki stóð til að yrðu hærri og þar með skerða útsýni frá næstu húsum. Einnig eru kvartanir vegna synjunar skipulagsyfirvalda án sýnilegra raka, t.d. stækkun glugga, framkvæmdir sem enginn hefur mótmælt og hefur ekki áhrif á umhverfið. Skipulagsyfirvöld verða að taka tillit til íbúa, þótt uppbygging sé á valdi þeirra. Húsnæði í þessu nýja hverfi er nokkuð einsleitt. Fram hefur komið hjá fulltrúa meirihlutans að til séu lóðir á þessu svæði sem bjóða upp á meira rými umhverfis, lóðir sem ekki hafa gengið út. Það er ánægjulegt að heyra þótt heyrst hafi annað, að ekki sé hægt að fá slíkar lóðir í þessu hverfi.

Bókun Flokks fólksins við tillögu  (J)  að vinna aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni:

Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að vinna aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni sem hér er lögð fram af Sósíalistaflokki. Tillögunni er hins vegar vísað frá. Í þessum málaflokki er seint nóg gert. Það er ekki nóg að hlusta aðeins heldur þarf að bregðast við. Viðbrögð í formi viðeigandi stuðnings, fræðslu og eftirfylgni mála. Ekki nægir að leggja fram aðgerðaáætlanir ef þær eru ekki innleiddar. En mótun aðgerðaáætlunar er fyrsta skrefið. Ofbeldi er í mörgum birtingamyndum og er einelti þar með talið. Af og til koma fram upplýsingar um einelti sem viðgengst hefur á einstaka vinnustöðum borgarinnar. Kjörnir fulltrúar vita oftast lítið sem ekkert hvernig gengur að vinna úr þeim málum, því miður. Í þeirri bylgju sem nú er í hæstu hæðum hafa fjölmargir þolendur stigið fram og greint opinberlega frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og samfélagslegu. Gerendur hafa einnig stigið fram og hugtakið gerendameðvirkni er nýtt sem mun opna fyrir nýjan skilning og nýjan vinkil á þessum erfiðu málum. Í öllum samfélögum er eitthvað ofbeldi en ótal margt er hægt að gera til að vinna að því að það dragi úr ofbeldi. Reykjavíkurborg er hér stór ábyrgðaraðili.

Stefna Flokks fólksins í málefnum sem lúta að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni:   

Flokkur fólksins hefur skýra afstöðu á sinni stefnuskrá að uppræta skuli með öllum ráðum allt ofbeldi og áreitni. Flokkurinn hvorki umber né líður ofbeldi af neinu tagi. Flokkur fólksins er stofnaður m.a. til að berjast fyrir bættum hag barna, eldri borgara og öryrkja og til að útrýma fátækt. Börn sem alast upp við heimilisofbeldi sem fær að viðgangast óáreitt bíða þess aldrei bætur. Flokkur fólksins vill að umfjöllun um ofbeldi gegn öldruðum fari inn á svið stjórnmála enda hagur eldri borgara í svo mörgum efnum mótaður af ákvörðunum stjórnvalda. Flokkur fólksins mun styðja heilshugar aukna fræðslu til ólíkra hópa, barna og fullorðinna og annað sem er til þess fallið að sporna við ofbeldishegðun af hverju tagi, kynbundnu, kynferðislegu, einelti eða öðru.

Stefna Flokks fólksins í málum sem lúta að fjölþættri mismunun og jafnrétti í víðum skilningi.

Flokkur fólksins vill uppræta fjölþætta mismunun og tryggja jafna stöðu fólks óháð kyni, fötlun, uppruna, litarhætti, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, kyntjáningu, aldri, búsetu og lífsskoðun. Flokkur fólksins fordæmir alla mismunun hvort heldur hún eigi rætur að rekja til stöðu, kynja, fötlun, aldurs, búsetu eða lífsskoðun. Flokkur fólksins er stofnaður til að útrýma hvers lags mismunun og hefur sett áhersluna á fátækt fólk, fátæka foreldra og börn þeirra, öryrkja og eldri borgara sem beittir eru óréttlæti í samfélaginu og verða ítrekað fyrir barðinu á ósveigjanlegu kerfi sem neitar að taka tillit til aðstæðna hverju sinni. Flokkur fólksins berst fyrir fullum réttindum fyrir  lágmarksréttindum sínum með blóði svita og tárum. Við munum á engum tímapunkti sporna við eða hafna aðgerðum sem stuðla að jafnri stöðu fólks. Flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu og því oft erfitt að ná fram breytinum.  Flokkur fólksins berst fyrir allt fólk enda er kjörorð okkar „Fólkið fyrst, og svo allt hitt.“

Flokkur fólksins berst fyrir að leiðrétta kynj
að kjaramisrétti, bæta aðstæður kvennastétta og leiðrétta ójafna umönnunarábyrgð.

Flokkur fólksins hefur barist gegn aðhaldskröfum ríkisstjórnarinnar. Slíkar kröfur gera það að verkum að stjórnendur neyðast til að fækka starfsfólki og samhliða eykst álag á þá sem eftir eru. Ríkið á ekki að mæta erfiðleikum með því að fækka starfsfólki á sama tíma og neyðarástand ríkir í heilbrigðiskerfinu. Við viljum fara í þveröfuga átt og laga mannekluvandann víðsvegar í opinberum rekstri með því að borga samkeppnishæf laun. Við megum ekki við því sem samfélag að missa allt okkar hæfasta fólk til annarra landa vegna þess að launin eru ekki samkeppnishæf á Íslandi. Við eigum að borga starfsfólki í umönnunar og menntastörfum sanngjörn laun. Í þessum störfum eru konur í miklum meirihluta.  Þessar stéttir verða ítrekað eftir á í kjarasamningalotum og ítrekað er farið á svig við réttindi fólks í þessum stéttum með því að ráða ófaglært fólk í stað þess að takast á við hinn raunverulega vanda, sem er að launin endurspegla ekki sanngjarnt endurgjald fyrir starfsálag.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð borgarráðs frá 6. maí undir liðnum Laugardalur og Vogabyggð, deiliskipulag:

Liður 4: Fulltrúi Flokks fólksins hefur stutt þetta úrræði enda þurfa allir að eiga þak yfir höfuð og það er einmitt eitt af baráttumálum Flokks fólksins Það er þó afar mikilvægt að vandað sé til þessa úrræðis með þeim hætti að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann sem verði á sólarhringsvakt til að styðja við einstaklingana í þeirra nýja umhverfi. Um er að ræða einstaklinga með fjölþættan vanda og þurfa einhverjir þeirra bæði mikla þjónustu og stuðning. Hér er mikilvægt að velferðarsvið bregðist ekki skyldum sínum ella er hætta á að þetta úrræði sem búið er að leggja mikið í mistakist. 6. liður: Krafa um að hafa berjarunna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á að þegar hanna á hverfi sé reynt að stíla inn á ákveðið heildarútlit. Gæta þarf þess að fara ekki út í öfgar með slíkt eins og gerst hefur í þessu máli sem fjallar um að íbúar eru neyddir til að hafa gróðurþekjur og berjarunna innan sérafnotareita íbúða sinna. Hér hefðu mátt vera tilmæli en sannarlega ekki gera kröfur um slíkt. Um er að ræða lítinn reit sem sjálfsagt er að leyfa fólki að ráða hvernig er skipulagt. Íþyngjandi kröfur af hálfu borgarinnar eru forræðishyggja.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. maí undir 9. og 10. lið:

Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar og kostar nú 19.400 og 4 daga 15.500. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið m.a. Kortið er langt því frá að vera fullnýtt allt niður í 65% til 70% í einstaka hverfum. Reglurnar voru endurskoðaðar í haust og viðmiðið lækkað úr 10 vikum í 8 vikur. En sú breyting nær skammt. Hópur foreldra er svo bágstaddur að þeir hafa þurft að nota frístundakort barns síns til að greiða frístundaheimili. Væri ekki nær að leyfa þessum börnum að nota sjálf sinn rétt til kortsins á t.d. sumarnámskeið og styrkja foreldrana sem hér um ræðir sérstaklega til að greiða gjald frístundaheimilis samkvæmt gr. 16 grein b í reglum um fjárhagsaðstoð? Liður 9, gjaldskrá hunda. Að innheimta hundagjald og hafa skráningar er óviðunandi og ósanngjarnt ef horft er til þessa hóps sem heldur gæludýr. Vissulega hefur orðið einhver þróun til betri áttar, t.d. eru störf dýraþjónustunnar nú eilítið gagnsærri en áður. Þróun þessara mála í borginni er afar hæg borið saman við aðrar borgir.

 

Borgarstjórn 18. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi

Fulltrúi Flokks fólksins telur að best hefði farið á því að fresta þessu máli enda hér farið gegn vilja íbúa sem hafa verið samstíga í málinu. Þetta er m.a. spurning um öryggi og öll viljum við að öryggi barna sem er að koma í og úr skóla sé sem allra mest. Vinna á þetta með íbúum ekki síst þeim sem breytingarnar snerta mest. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu og hvatt skipulagsyfirvöld til að hlustað verði á íbúana í hverfinu, unnið með þeim í málinu. Sú tillaga Flokks fólksins er lögð fram á þessum sama fundi og verður væntanlega vísað frá. Aðgerðir þessar eru að ósk skólans en finna þarf lausn sem allir geta sætt sig við.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla:

Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu, grafið í þá og þeir tættir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Hægt er að nota Rauðhólana sem efni í fræðslu um hvernig á EKKI að ganga um náttúruna. Til stendur að gera nýtt göngustígakerfi og er það af hinu góða. Nú er spurning hvort og hvernig hægt að gera það besta úr þessum skemmdum. Rauðhólar eru vannýtt svæði með tilliti til útivistar og mun bætt göngustígakerfi vonandi verða til bóta.

Bókun Flokks fólksns við liðnum: Nagladekkjatalningar í Reykjavík veturinn 2020-2021, kynning:

Skýrsla Eflu um talningu nagladekkja er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Verkfræði- og arkitektastofan Efla er ráðin til að halda utan um verkið en sem fær síðan aðra, ungt fólk/námsmenn til að „telja“ hverjir eru á nagladekkjum. Sjálfsagt er að fá þessar upplýsingar og búið er að gera talningu sem þessa frá aldamótum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þó afar sérstakt að ekki sé fenginn einhver borgarstarfsmaður til að halda utan um þetta verkefni heldur ráðin rándýr verkfræði- og arkitektastofa til þess. Hér mætti hagræða og spara. Utanumhald af þessu tagi krefst hvorki verkfræði- né arkitektamenntunar.

Bókun Flokks fólksins við tillögu meirihlutans að fela skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar að móta tillögu að fyrsta áfanga innleiðingar hámarkshraðaáætlunar sem komi til framkvæmda á árinu:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Um þetta hefur aldrei verið deilt í borgarstjórn. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Hins vegar er annað í tillögu meirihlutans/skipulagsyfirvald um innleiðingu hámarkshraðaáætlunar og hraðahindrana sem eru verulega umdeilt enda togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Umferðartafir og teppur í borginni er víða vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Þessi mál hafa lengi verið vanrækt. Vaxandi vandi er sem dæmi á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana og síðdegis. Þar stendur til að lækka hraðan sem er auðvitað algjörlega tilgangslaust á braut þar sem umferð er orðin svo þung að útilokað era ð aka þar ,,hratt”.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Framtíð kænustarfs Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar í Nauthólsvík, framtíðarsýn og siglingaraðstaða:

Lagt er fram bréf Brokey, siglingafélags Reykjavíkur þar sem óskað er eftir leiðbeiningu varðandi framtíðasýn um siglingaaðstöðu. Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er mælt gegn því að siglingaaðstaða verði við Nauthólsvík. Ásamt því að þarna á einnig að ganga á náttúrulega fjöru. Það væri best ef hægt væri að finna aðstöðunni hentugri stað þar sem ekki er gengið svo mikið á náttúru. Nú er þetta í Nauthólsvík og vissulega er þetta gott siglingasvæði. En vegna ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti þarf að halda áfram að finna þessari starfsemi annað svæði í góðu samráði og samvinnu við Brokey enda afar mikilvæg íþrótt.

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndurarsjóði?

Þetta ár bárust 39 umsóknir og engin frá úthverfum, flestar í miðbæ og vesturbæ enda þar flest gömul hús, friðuð hús. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja fram fyrirspurn um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndurarsjóði?
Nú eru mörg úthverfi að komast á það stig að þau spegla tíðaranda þess tíma þegar þau voru byggð. Það ber að varðveita. Nú söknum við t.d bensínstöðva,-Nesti- sem aldrei urðu 100 ára. Með því að tengja hugmyndina um hverfisvernd við húsverndun (Húsverndunarsjóðs) opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið var byggt.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðisflokk sem leggja það til að að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni í Vesturbænum við Ánanaust. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að koma með tillögu að útfærslu fyrir 15. júní næstkomandi:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar og styður þessa tillögu um að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni i Vesturbæ við Ánanaust enda hefur fulltrúi Flokks fólksins marg oft bent á að náttúrulegar fjörur eru gott útivistarsvæði, en því miður er stöðugt gengið á þær. Þar sem möguleiki er á að nýta þær til útivistar á aðgengi að vera gott. Þannig er það í þessu tilfelli. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir ofan garðinn við Eiðsgranda en aðgengi að ströndinni verður mjög takmarkað. Á bak við sjóvarnargarðinn leynist nærri kílómetra löng falleg strönd með einstöku útsýni eins og kemur fram í tillögunni. Bæta þarf aðgengi til að fólk geti notið þessa fallega útivistastaðar.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um samráð við íbúa Brekkugerði og Stóragerði:

Tillögu Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld hlusti á íbúa við Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni hefur verið felld með þeim rökum vegna þess að skipulagsyfirvöld hafa nú þegar afgreitt málið. Það væri þessum meirihluta að meinalausu að hlusta nú á samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eru í þjónustu borgarbúa en ekki öfugt. Skipulagsmál er ekki einkamál fárra aðila í meirihluta borgarstjórnar eða embættismanna. Enginn veit betur um hættur í hverfum en íbúarnir sjálfir.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

Nýtt deiliskipulag fyrir Hvassaleitisskóla var samþykkt fyrr á fundinum. Því er eðlilegast að fella umrædda tillögu. Deiliskipulagið byggir á hugmyndum innan úr skólasamfélaginu. Hugmyndir um heildarfækkun stæða í hverfinu eru athyglisverðar en mögulegt er að skoða þær í framtíðinni, til dæmis í tengslum við gerð nýs hverfisskipulags.

 

Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um styrki til glerskipta í gluggum vegna hljóðvistar

Hversu margir hafa sótt um og hversu margir hafa fengið styrk til glerskipta í eigin húsnæði til að bæta hljóðvist á ári hverju frá árinu 2014?

Hversu mikið hefur verið greitt í styrki til glerskipta á ári hverju frá árinu 2014?

Hvernig dreifast umsóknir og styrkveitingar vegna glerskipta á götur?

Hver er hæsta fjárhæð vegna styrks sem hefur verið veittur vegna glerskipta og hvert er meðaltal fjárhæða styrkja?

Hver er kostnaður Reykjavíkur á ári hverju frá árinu 2014 við að meta hvort umsækjendur uppfylla kröfur til styrkveitingar og við að meta hljóðstyrk og veita ráðgjöf vegna hljóðvistar?

Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það að sami einstaklingur hljóti fjölda styrkja vegna þess að viðkomandi á fleiri en eina íbúð?

Er skilyrði að einstaklingur búi í því húsi þar sem sótt er um styrk?

Er eitthvað horft til efnahagsstöðu umsækjanda við mat á styrkhæfni hans?

Frestað.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað borgarinnar við að ráða verkfræði- og arkitektastofuna Eflu til að halda utan um þetta verk?

Skipulagsyfirvöld fá verkfræðistofuna Eflu til að halda utan um nagladekkjatalningu. Efla fær síðan ungt fólk/námsmenn til að telja hvað margir aka á nagladekkjum.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað borgarinnar við að ráða verkfræði- og arkitektastofuna Eflu til að halda utan um þetta verk?

Óskað er upplýsingar um kostnað fyrir einstakt skipti og hver kostnaðurinn hefur verið frá upphafi þ.e. frá aldaldamótum þegar talning hófst. Óskað er sundurliðunar á kostnaði og að með svari fylgi afrit af reikningi frá Eflu.

Frestað.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð skipulagsyfirvalda við aukinni umferð á Breiðholtsbraut

Fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af þróun umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð oft mikil, einkum á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana, síðdegis og við upphaf frídaga og enda þeirra. Það er orðið afar brýnt að tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. .

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera í þessu, hvernig á að bregðast við þessu og hvenær. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra aðgerðar.

Frestað.

Skipulags- og samgönguráð 12. maí 2021

Lagður fram til síðari umræðu samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 (A- og B-hluti), ódags., ásamt skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. apríl 2021, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 15. apríl 2021, greinargerð B-hluta fyrirtækja 29. apríl 2021 ásamt meðfylgjandi gögnum: 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við atkvæðagreiðslu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2020. Forgangsröðun borgarinnar við útdeilingu fjármagns er kolröng. Fólkið sjálft, grunn- og önnur þjónusta er vanrækt eins og sjá má í biðlistatölum og fjölgun tilvísun til skólaþjónustu og barnaverndar á meðan farið er offari í eyðslu fjár í stafræna umbreytingu langt umfram það sem þyrfti til að fá fullnægjandi snjalllausnir í borginni. Milljónir eru settar í tilraunastarfsemi á meðan biðlistar eftir sálfræðiþjónustu barna er í sögulegu hámarki. Mörg dæmi er um bruðl og sóun og að ekki sé verið að fara vel með fjármagn borgarbúa. Nægt hefði að setja helmingi minna fjármagn, eða 5 milljarða í stað 10 í stafræna umbreyting og og hinn helminginn hefði mátt nota til að mæta þörfum barna, öryrkja og eldri borgara sem og hjálpa þeim sem glíma við fátækt sem hefur farið vaxandi í COVID. Ekki er séð að þessi meirihluti hafi undirtökin í rekstri borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Ef hallarekstri er mætt með lántökum jafnframt því sem á að taka lán til að ráðast í framkvæmdir þá er ekki von á góðu.

Fyrirvari fulltrúa Flokks fólksins við undirritun Ársreiknings 2020:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins staðfestir ársreikning 2020 með fyrirvara um að engar skekkjur séu vegna mistaka eða sviksemi sem endurskoðun hafði ekki upplýsingar um. Það sem Ársreikningur sýnir er óábyrg fjármálastjórnun og ekki er verið að fara vel með fé borgarbúa. Ekki er séð að meirihlutinn í borgarstjórn hafi undirtökin í rekstri borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Ef hallarekstri er mætt með lántökum jafnframt því sem  á að taka lán til að ráðast í framkvæmdir þá er ekki von á góðu.

 

Borgarstjórn 11. maí 2021 Síðari umræða Ársreiknings 2020

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttindastjóra dags. dags. 29. apríl 2021, um stofnun starfshóps um ókyngreinda aðstöðu í skóla- og frístundahúsnæði Reykjavíkurborgar.

Lagt er fram erindisbréf um starfshóp um ókyngreinda aðstöðu í skóla- og frístundahúsnæði sem vinna á áætlun um forgangsröðun framkvæmda við skólahúsnæði með það sérstaklega í huga að tryggja aðgengi.  Lögin eru enn óbreytt en eru í endurskoðun. En eins og stendur kveða lögin á um „að þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla.“  Reglugerðin kveður ekki á um kyngreinda búnings- og baðaðstöðu. Skiljanlega vill Reykjavíkurborg vera í fararbroddi og sjálfsagt er að hafa skýr markmið. Tekur fulltrúi Flokks fólksins undir þau öll. Vinna þarf gegn allri mismunun. Víða mætti bæta aðgengi og aðstöðu í búnings- og baðsaðstöðu í húsnæði á vegum borgarinnar t.d. þeirra sem búa við fötlun af einhverju tagi. Aðstæður eru verri í eldra húsnæði. Vöntun er víða á aðstöðu fyrir foreldra fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, einnig fatlað fólk með aðstoðarmann af öðru kyni og börn að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni. Loks má nefna þá sem er t.d. með stóma. Fulltrúi Flokks fólksins myndi vilja sjá hópinn horfa til allra þessara þátta, aðgengi almennt.

Bókun Flokks fólksins Lögð fram til samþykktar umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 29. apríl 2021, um tillögu borgarstjóra um aðild Reykjavíkurborgar að tengslanetinu Cities Coalition for Digital Rights.

Borgarstjóri hefur lagt til að hann verði fulltrúi í bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill. Umsagnarbeiðni (drög) er lögð fram í mannréttindaráði til samþykktar eða synjunar. Ekki fylgja upplýsingar um hvort þetta skapi einhvern kostnað t.d. hvort borgarstjóri hyggist leggja land undir fót til að mæta á fundi? Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að vel er hægt að taka þátt í bandalaginu í gegnum fjarfundi. Sjálfsagt er að fylgjast með en minnt er á að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem hefur skuldbindingar gagnvart fólkinu. Finna má nú þegar dæmi um snjalllausnir sem komnar eru í notkun í öðrum stofnunum og sem Reykjavíkurborg gæti nálgast og aðlagað að þjónustuþörfum borgarinnar. Svið borgarinnar vita best hvað þau þurfa og hvernig sú aðlögun þarf að vera. Þetta gera aðrar stofnanir og það fyrir brotabrot af því fjármagni sem sett hefur verið í stafræna umbreytingu sem eru  10 milljarðar. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til þátttöku borgarstjóra í þessu áhugaverða bandalagi  í gegnum snjallausnir/fjarfundi og umfram allt að reyna að læra sem mest af öðrum. Þótt fulltrúi Flokks fólksins styðji prinsippið enda hér aðeins um drög að ræða styður hann engin fjárútlát sem munu tengjast þessu svo það sé alveg skýrt.

 

Lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 30. apríl 2021, um tillögu borgarstjóra um styrk til Nýsköpunarvikunnar 2021:

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki hlutverk hins opinbera að vera að eyða háum fjárhæðum af almannafé í þá tilraunastarfssemi sem nýsköpunarvinna í rauninni er. Það eru fyrst og fremst einkafyrirtæki sem eiga að leiða þennan nýsköpunarvagn; það eru einkaaðilar sem eiga að taka þá fjárhagslegu áhættu sem fólgin er í nýsköpun. Það er ekki hægt að réttlæta það lengur að meirihlutinn í Reykjavík skuli vera að auka fjármagn enn frekar undir merkjum nýsköpunar á kostnað þjónustu við fólkið bæði grunnþjónustu að aðra sem borgarbúa þurfa. Nýsköpun er litla barn þessa meirihluta og er greinilega í forgangi. Orðið nýsköpun er farið hljóma eins og einhverskonar mantra sem meirihlutinn fer með aftur og aftur til þess að réttlæta það mikla fjármagn sem búið er að setja í þessa hluti margsinnis án skilgreininga, skýrra markmiða og oft án sýnilegs árangurs eða afurða. Reykjavíkurborg á að fylgjast með því sem einkaaðilar hérlendis sem erlendis, eru að gera í þessum málum og nýta sér svo þær lausnir sem það nýsköpunarferli skilar af sér og sannað er að beri árangur. Þannig er best farið með fjármuni Reykvíkinga.

 

Bókun við svari vegna fyrirspurnar til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs á fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um ferðakostnað:

Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst hann ekki hafa fengið skýr svör við spurningum sínum um ferðakostnað háttsettustu manna á sviði þjónustu- og nýsköpunarsviðs og sundurliðun á kostnaðinum og veit ekki hvert vandamálið er.  Oft áður hefur verið spurt um kostnað sviða vegna ferðalaga, ráðstefna, funda og annað og koma þá tölur sem hafa verið sundurliðaðar eftir árum, erindum og á starfsfólk/starfstitlum án vandkvæða. Það er ekki tilfellið í þessu svari og hafa samt verið gerðar tvær tilraunir. Í seinna svari sem kemur frá skrifstofustjóra borgarstjórnar eru sýndar tölur frá 2016 og 2017, eftir deildum og er upphæðin tæpar 6 milljónir en fulltrúi Flokks fólksins vill fá sundurliðun eftir starfsheitum og ástæður ferðalagana. Fulltrúi Flokks fólksins er orðinn tortrygginn vegna þess hversu erfiðlega gengur að fá svör í ljósi þess að sviðinu hefur verið veitt 10 milljarða innspýting. Það er réttur borgarbúa að fylgst sé með þegar upphæðir eru af þeirri stærðargráðu sem ÞON er að höndla með. Sér í lagi þegar um er að ræða óljósar og óskilgreindar áætlanir sem tengjast nýsköpun og stafrænni umbreytingu og ferðalögum og fleiru þessu tengdu. Nú þegar nauðsynlegt er að  velta við hverri krónu vegna slæmrar stöðu borgarinnar er krafan um skerpingu á markmiðum enn háværari.

 

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 6. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 28. apríl 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir austurhluta Laugardals:

Vísað er til borgarráðs tillögu „Laugardalur – austurhluti“ vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Samþykkt hefur verið að auglýsa framlagða tillögu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ávallt stutt þetta úrræði enda þurfa allir að eiga þak yfir höfuð. Það er þó afar mikilvægt að vandað sé til þessa úrræðis með þeim hætti að eitt af húsunum á hverjum stað verði frátekið fyrir starfsmann sem verði alltaf á staðnum til að styðja við einstaklingana og vera til taks eftir þörfum. Um er að ræða einstaklinga með fjölþættan vanda, sumir að eignast heimili eftir að hafa verið heimilislausir árum saman og þurfa bæði mikla þjónustu og stuðning. Hér er mikilvægt að velferðarsvið bregðist ekki skyldum sínum ella er hætta á að þetta úrræði sem búið er að leggja mikið í mistakist.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja átaksverkefni í teikningaskönnun:

Óskað er eftir að fá heimild til að hefja átaksverkefni í teikningaskönnun. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að nauðsynlegt er að skanna inn gögn til að gera aðgengileg á rafrænu formi – sem hefði átt að vera byrjað á fyrir nokkrum árum síðan. Enn og aftur er borgin á eftir með tæknina. En auðvitað þarf að skanna allar gamlar teikningar inn í tölvu. Flestar stofnanir og fyrirtæki sem vilja vera í framlínu eru án efa löngu búin að skanna inn gögn. Að skanna inn er minnst 20 ára gömul tækni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna atvinnuhúsnæðis að Borgartúni 8-16:

Nú þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið að leigja meira húsnæði fyrir „starfsemina“ eða til að mæta þenslu sviðsins. Leiga verður hátt í milljón á mánuði. Hvers konar starfsemi á að vera í þessu nýja húsnæði? Svo virðist að enginn hemill sé á útþenslu þessa sviðs og þar er farið með mikið fé. Það er vel líklegt að þegar verðskynjun og fjárútlát eru af þessari stærðargráðu að milljarður er orðinn eins og þúsundkall og því þykir ekkert tilkomumál að greiða milljarð í leigu fyrir viðbótarhúsnæði. Er þetta viðbótarhúsnæði bráðnauðsynlegt?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 4. maí 2021, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um sveigjanleg starfslok eru send borgarráð til kynningar:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis bent á að losa þarf um hindranir sem standa í vegi fyrir þá sem vilja halda áfram að vinna eftir sjötugt. Lagðar hafa verið fram tillögur um sveigjanleg starfslok en hefur meirihlutinn ekki sýnt umræðunni áhuga. Á fundi borgarstjórnar þegar tillagan var lögð fram setti aðeins einn fulltrúi meirihlutans í fjarfundi sig á mælendaskrá að öðru leyti var aðeins skerandi þögnin. Það er löngu tímabært að borgin hætti að nota aldursviðmið og leyfi þeim sem það geta og vilja að halda áfram að sinna starfi sínu þótt sjötugsaldri sé náð. Borgin ætti líka að þrýsta á ríkið að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna yrði hækkað úr 100.000 kr. í 200.000 kr. eða afnumið alfarið. Í kjarasamningi segir að yfirmanni sé heimilt að „endurráða mann/konu, sem náð hefur 70 ára aldri í annað eða sama starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lífeyris.“ Þetta er tyrfin leið. Nú stendur til að setja saman hóp til að skoða þessi mál. Óttast er að þetta eigi eftir að taka óratíma og verði gert flóknara en það þarf að vera.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á starfsemi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins árið 2020 og nýlegri könnun á starfsánægju starfsmanna:

Sú  starfsánægjukönnun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt er á fundinum lýsir óviðunandi ástandi í starfsmannamálum. Skýrslan spannar tímabilið frá maí 2019 til nóvember 2020.  Lengi vel hefur heyrst af mörgum líður illa á þessum vinnustað en engan óraði fyrir slíkri útkomu. Allir kvarðar á eldrauðu ef svo má að orði komast.  Hópar hafa verið settir á laggirnar sem reyndu að koma með úrbætur en vandinn innmúraður og inngróinn augsýnilega. Óánægja er með starfshætti og samskipti við yfirmenn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur kallað eftir nánari upplýsingum  m. a. um eineltistilvik.  Borgarstjóri er formaður stjórnar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að efast um það að hann hafi vitað af þessum vanda sem gegnsýrt hefur starfið í langan tíma, kannski árum saman.

Fulltrúi Flokks fólksins vill fá að vita meira um starfsánægjukönnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hefur sent inn formlegar spurningar þess efnis. Sjá má á niðurstöðum sem birtar eru í píramídamyndum með litum að allt er logandi í orðsins fyllstu merkingu. Birtingarmyndir um niðurstöður þurfa að vera skýrari. Ástandið er grafalvarlegt. Taka þarf fram í samfelldum texta helstu atriði könnunarinnar, t.d. hvernig starfsfólki líður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hvernig er starfsandinn, hvernig ganga samskipti við yfirmenn, hvernig koma yfirmenn fram við undirmenn, hvernig upplifa starfsmenn virðingu, umhyggju og skilning af hálfu yfirmanna og eru tilfelli um einelti, áreitni, ef svo er hvað eru þau tilfelli mörg og hefur verið unnið með fullnægjandi hætti í þeim málum? Það skiptir sennilega hvergi eins miklu máli að starfsmenn upplifi yfirmenn sína umvefjandi, hlýja og sanngjarna eins og á vinnustaðnum sem þessum þar sem starfsmenn eru í mörgum útköllum í beinni lífshættu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að borgarráð samþykki að styrkja Nýsköpunarvikuna árið 2021 um 1 m.kr. og geri samning um að vera einn af burðarstólpum hátíðarinnar árin 2021-2023.

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki hlutverk hins opinbera að vera að eyða háum fjárhæðum af almannafé í þá tilraunastarfssemi sem „nýsköpunarvinna“ í rauninni er. Það eru fyrst og fremst einkafyrirtæki sem eiga að leiða þennan „nýsköpunarvagn“; það eru einkaaðilar sem eiga að taka þá fjárhagslegu áhættu sem fólgin er í kostnaðarsamri nýsköpun af hvers lags tagi. Það er ekki hægt að réttlæta það lengur að meirihlutinn í Reykjavík skuli vera að auka fjármagn enn frekar undir merkjum nýsköpunar á kostnað þjónustu við fólkið bæði grunnþjónustu að aðra sem borgarbúa þurfa. Nýsköpun er litla barn þessa meirihluta og er greinilega í forgangi. Orðið nýsköpun er farið hljóma eins einhverskonar mantra sem meirihlutinn fer með aftur og aftur til þess að réttlæta það mikla fjármagn sem búið er að setja í þessa hluti margsinnis án skilgreininga, skýrra markmiða og oft án sýnilegs árangurs eða afurða. Reykjavíkurborg á að fylgjast með því sem einkaaðilar hérlendis sem erlendis, eru að gera í þessum málum og nýta sér svo þær lausnir sem það nýsköpunarferli skilar af sér og sýnt hefur verið fram á að beri árángur. Þannig er best farið með fjármuni Reykjavíkinga.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu um að borgarráð samþykki hjálögð drög að samningi um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem reist verður á svæði við Mosaveg, 112 Reykjavík og viljayfirlýsing að byggt verði  hjúkrunarrými við Ártúnshöfða:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að byggja eigi hjúkrunarheimili við Mosaveg og að lögð sé fram viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis á Ártúnshöfða. Nú þegar eitt ár er eftir af kjörtímabilinu glittir í aðgerðir. Mikill skortur er á hjúkrunarheimilum í Reykjavík og hefur fólk þurft að vera á sjúkrahúsum án þess að þurfa þess vegna þess að ekki er til hjúkrunarheimilispláss. Dæmi hafa verið um að eldri borgari er neyddur á hjúkrunarheimili út á land því ekki er til pláss í Reykjavík. Árið 2019 biðu 273 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eftir varanlegri vistun, af þeim eru 158 með lögheimili í Reykjavík. Ekki var þá yfirsýn yfir hvar þeir voru sem biðu eftir innlögn á hjúkrunarheimili, þ.e. hversu margir voru á Landspítala og hversu margir heima. Landspítalinn er orðinn stærsta og dýrasta hjúkrunarheimili í borginni. Staðan er ekki betri í dag.

 

Bókun Flokks fólksins við Lagðar Bókun Flokks fólksins við fundargerðir íbúaráðs Laugardals frá 12. apríl undir 6. lið:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari afgreiðslu íbúaráðsins sem hefur ákveðið að óska eftir fundi með skrifstofu samgöngustjóra til að koma viðhorfum íbúa á framfæri um ljósastýrðar gönguþveranir yfir Lönguhlíð við Blönduhlíð. Þetta er einmitt hlutverk íbúaráða, að hlusta á fólkið í hverfinu og vera framhandleggur þess inn í valdakerfi borgarinnar þegar borgarbúum líst ekki á fyriráætlanir yfirvalda.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 13. og 28. apríl 2021, undir 4. lið:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að íbúaráðið hefur fjallað um þetta mál. Hlusta þarf á íbúa áíBrekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til og hvatt skipulagsyfirvöld til að að hlusta á íbúa enda hér um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði er varðar öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim eins og mögulegt er. Enginn veit betur um hættur í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið.

 

Bókun Flokks fólksins við við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 5. maí 2021, undir 18. lið:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld hugi sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Tillögunni hefur verið vísað frá með þeim rökum að hér sé um að ræða skoðun kjörins fulltrúa. Það er sérkennileg að mati fulltrúa Flokks fólksins að þegar lagt er til að leiksvæðum barna sé hlíft sé sagt að það sé skoðun kjörins fulltrúa. Öllu má nú nafn gefa. Það er miður að þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn gangi svo langt að skorið sé af leiksvæðum barna. Þetta á einnig við um græn svæði sem ýmist er byggt á eða þau manngerð. Slíkur er ákafi þessa meirihluta að byggja á hverjum bletti. Það mætti vel fara einhvern milliveg, nóg er af landi og með tíð og tíma mun borgin verða að dreifast meira. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borg barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef fram heldur sem horfir.

 

Bókun Flokks fólksins við  fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9. apríl 2021, undir 2. lið:

Fundargerðin er rýr. Fram kemur að áætlað er að fara út í umfangsmikla skógrækt á Álfsnesi. Er það hlutverk SORPU? Ekki er séð hvernig SORPA á að nýta þessa skógrækt. SORPA fær nú þegar mikið af trjáafgöngum frá borgarbúum sem ekki er að sjá að eru nýttar, nema í moltu. Er þessi skógrækt annars ætluð til moltugerðar?

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál, undir 16. lið yfirlitsins:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir umsögn samráðshóps Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni (afglæpavæðingu neysluskammta) í henni segir „að með afglæpavæðingu neysluskammta má gera ráð fyrir að aðgengi að vímuefnum verði meira. Það er þekkt staðreynd að aukið aðgengi að vímuefnum eykur neyslu. Þessi breyting, verði hún að lögum, getur auðveldað unglingum að verða sér út um vímuefni og því aukið neyslu þeirra. Það er vissulega jákvætt að draga úr neikvæðu viðhorfi til hópa sem neyta vímuefna en það er áhyggjuefni að það hafi einnig jákvæð áhrif til vímuefnanna sjálfra í samfélaginu og þá sérstaklega meðal unglinga. Áhyggjur eru einnig af því að miðað er við 20 ára aldurstakmark í 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998, því skýtur skökku við að í frumvarpinu sé miðað við 18 ára aldur en ekki 20 ára eins og í áfengislögunum.” Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að löggjöfin þarf ávallt að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni barna og í öllum lagasetningu sem snerta mögulega börn og ungt fólk þarf að gera áhættumat með tilliti til barna og unglinga, sbr. 3. gr. barnasáttmálans.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um viðbótarhúsnæði sem ÞON tekur á leigu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hvernig á að nota 314 fermetra húsnæði sem þjónustu- og nýsköpunarsvið tekur á leigu í 2 og hálft ár, leiga per mánuð er tæp milljón og mun verða 30 milljónir á tímabilinu. Hverjir verða í þessu húsnæði og hvaða hlutverkum munu þeir gegna? Í hvaða starfsemi á að nota þetta húsnæði? R21050001

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kostnað vegna ferða erlendis sundurliðað eftir starfsfólki/sviðstjóar:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá nánari útfærslu á eftirfarandi kostnaði: Hver er kostnaður sviðstjóra og æðstu stjórnenda þjónustu- og nýsköpunarsviðs vegna ferða erlendis, námskeiða og ráðstefna og einnig risnu síðastliðin 4 ár. Óskað er sundurliðunar eftir starfsheitum. Einnig hver var kostnaður skrifstofustjóra og æðstu stjórnenda forvera þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem var skrifstofa þjónustu og reksturs á því tímabili sem nefnt er?

Frestað

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir um starfsánægjukönnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins:

Í starfsánægjukönnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. í nóvember 2020, eru niðurstöður birtar í píramítamyndum með litum og eru illa aðgengilegar. Rautt þykir slæmt og er mikið rautt í píramítunum. Hafa niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar verið ræddar meðal starfsmanna og liggja fyrir viðbrögð við henni. Hverjar eru niðurstöður þeirrar vinnu í stuttu máli? Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá samantekt úr þessari könnun um hvernig starfsfólki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins líður, hvernig er starfsandinn? Hvernig ganga samskipti við yfirmenn? Upplifa starfsmenn virðingu, umhyggju og skilning af hálfu yfirmanna? Spurt er um hvort það séu tilfelli um einelti, áreitni, ef svo er hvað eru þau tilfelli mörg? Hvernig hefur verið unnið með þessi tilfelli? Finnst starfsmönnum (þolendum) það hafa verið gert með fullnægjandi hætti? Óskað er eftir upplýsingum um það hvort niðurstöður hafi komið á óvart og ef svo er, hvað kom á óvart og hverjum finnst þær koma á óvart? Eru það yfirmenn? Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá niðurstöður þessarar könnunar birtar í samfelldum texta. R21030227

Borgarráð 6. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 5. maí 2021, um  þróun á matarþjónustu velferðarsviðs í takt við áherslur í matarstefnu Reykjavíkurborgar:

Fram kemur að fara þarf í breytingar á matarþjónustu velferðarsviðs.  Bjóða á út framleiðslu á heimsendum mat ásamt pökkun og akstursþjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins er hræddur við útboð sem leiðir til þess að þjónustan færist fjær. Útvistun er oft  dýr kostur.  Hafa skal í huga að ekkert fyrirtæki  óskar eftir verkefni nema hægt sé að græða á því. Líklegt má telja að gjöld muni hækka fyrir þjónustuna í kjölfarið. Kaupa á sérfræðiaðstoð til að þarfagreina verkefnið, en hverjir eru færari  í því en þeir sem nú sinna verkefninu ásamt þeim  sem njóta? Jafnframt verður farið í þróunarverkefni þar sem byrjað verður að fullelda mat á tveimur félagsmiðstöðvum. Hlutverk framleiðslueldhússins á Vitatorgi verður þá aðeins verkstjórn. Ljóst er að breyta þarf matseðlinum en spurning er hvort fara þurfi í svo miklar breytingar til þess. Fulltrúi Flokks fólksins er þó ávallt tilbúinn að samþykkja tillögur sem sýnt þykir að bæti þjónustuna og auka gæði og fjölbreytni á heimsendum mat. Í þessari tillögu liggur það ekki ljóst fyrir og situr því fulltrúi Flokks fólksins hjá við atkvæðagreiðslu.

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði sviðsstjóra, dags. 5. maí 2021, ásamt fylgigögnum, um stöðuna á sviði geðheilbrigðismála í Reykjavík vegna áhrifa COVID-19 faraldursins.

Lagt var til að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá borginni vegna kórónuveirunnar. Veiran hefur haft áhrif á alla en mestar áhyggjur eru af viðkvæmustu hópunum sem voru veikir fyrir og síðan börnunum.
Rannsóknir sýna að líðan grunnskólabarna hefur farið versnandi eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Fleiri eru einmana og áhyggjufull. Nú er mikilvægt að tryggja að þau fái tækifæri til að ræða sína vanlíðan. Á 5 hundruð barna hafa greinst með COVID-19 í Reykjavík. Huga þarf að foreldrum, starfsmönnum og börnunum sjálfum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig sérstaklega áhyggjur af börnum sem þarfnast sértækrar þjónustu vegna fötlunar eða röskunar af einhverju tagi, einnig  börnum innflytjenda sem mörg eru einangruð og síðan þeim börnum sem voru í  vanlíðan fyrir faraldurinn en hafa ekki fengið lausn sinna mála.  Annar viðkvæmur hópur eru eldri borgarar. Margt er gert fyrir þennan hóp en langt er í land að þjónusta sé heildstæð. Hvernig er sá hópur að koma undan COVID-19? Umfram allt er nú að sýna hvernig gögnin eru notuð og hvaða árangur hlýst þar af. Ekki er nóg að greina og taka stöðuna ef ekki á að bretta upp ermar og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi.

Bókun Flokks fólksins við Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, varðandi  svohljóðandi tillögu borgarstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar velferðarráðs á fundi borgarstjórnar, þann 3. nóvember 2020 að fela velferðarráði að skoða leiðir til að ná betur utan um stöðu geðheilbrigðismála í Reykjavík vegna kórónuveirunnar.

Vitað er að faraldurinn hefur haft áhrif á alla aldurshópa en vísbendingar eru um að hann hafi lagst þyngra á andlega líðan ungs fólks en þeirra sem eldri eru. Rannsóknir hafa merkt aukinn  kvíða hjá ungmennum í 8-10 bekk grunnskóla, sérstaklega hjá ungum stúlkum en um 17% þeirra upplifðu sig einmmana/niðurdregnar eða daprar í október 2020. Fulltrúi Flokks fólksins hefur sérstaklega áhyggjur af börnum sem þarfnast sértækrar þjónustu vegna fötlunar eða röskunar af einhverju tagi, einnig  börnum innflytjenda sem mörg eru einangruð og síðan þeim börnum sem voru í  vanlíðan fyrir faraldurinn en hafa ekki fengið lausn sinna mála.  Skólakerfinu hefur sem betur fer tekist að halda sjó að mestu á þessu krefjandi tímabili.  Þess vegna er mikilvægt að hlúð sé að skólum, starfsfólki og innviðum skólanna. Svarti bletturinn eru biðlistar til fagaðila skólanna. Úr þeim málum verður að fara að leysa. Biðlistar eftir skólaþjónustu, þ.m.t. sálfræðinga, styðja aukna þörf á þjónustu en hann jókst um 14,6% á milli ára. Starfsmannakönnun sýnir að fleiri upplifa álag í starfi. Hugmynd er að mynda annan starfshóp sem er ágætt í sjálfu sér en fulltrúi Flokks fólksins er mest upptekinn af því hvort ekki eigi að fara að gera eitthvað í málunum. Það þarf að fá fjármagn til að fjölga fagaðilum sem gengju í að taka niður biðlista þeirra sem bíða eftir hjálp vegna andlegra vanlíðan.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu og lögð fram ársskýrsla endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg árið 2020.:

Kynning á ársskýrslu endurhæfingar í heimahúsi. Þarna er unnið metnaðarfullt starf. Fulltrúa Flokks fólksins er hugsað til ólíkra gerða á „heimahúsum“. Sumir búa í sínum íbúðum, hafa búið þar til margra ára, stundum gamlar íbúðir, þröng rými, háir skápar og þröskuldar en annar hópur er í þjónustuíbúðum, hönnuðum fyrir fólk með minni hreyfifærni. Þetta hlýtur að skipta miklu máli þegar horft er til endurhæfingar í heimahúsi og forvarnir og kann fyrrnefndi hópurinn að þurfa allt annars konar nálgun en sá síðari. Sífellt er verið að fjölga möguleikum velferðartækni og er það gott sem viðbót enda kemur fátt í staðinn fyrir að eiga persónulega stund með annarri manneskju í raun.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á úttekt Innri endurskoðunar á innra eftirliti félagslegrar heimaþjónustu frá mars 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar úttekt á innra eftirliti félagslegri þjónustu. Eftirlit er bráðnauðsynlegt og eftirlit með eftirlitinu ekki síður. Gott er að heyra að alúð og metnaður sé lagður í að gera þjónustuna vel úr garði. Eins og alltaf er tækifæri til að bæta og þá með hag notenda í huga. Bent er á að athugasemdir hafa komið fram um að nákvæmari skráninga á biðlista er þörf og vöktun á gildistíma samninga við notendur. Einnig skortir á samræmingu milli hverfa varðandi ýmis praktísk atriði. Upplýsingaflæði er iðulega þáttur sem víða mætti bæta. Innri endurskoðun þyrfti einnig nauðsynlega að gera úttekt á hvort gera þurfi betrumbætur á upplýsingaflæði til notenda um t.d. réttindi þeirra en kvartanir hafa borist þess efnis að notendur fái ekki alltaf fullar upplýsingar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sé hvernig þessum athugasemdum verður fylgt eftir. Það er á ábyrgð innri endurskoðunar að kanna eftir einhvern ákveðinn tíma hvort búið er að bæta það sem mælst var til að yrði bætt og lagað.

Bókun Flokks fólksins við Lagt fram svar sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 21. apríl 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um ábyrgð á hár,- hand- og fótsnyrtiþjónustu, sbr. 6. lið fundargerðar velferðarráðs frá 17. febrúar 2021:

Spurt var um hver, innan þjónustueininganna hefur yfirumsjón með þjónustuþáttum félagsmiðstöðva hár-, hand- og fótsnyrtingu og hvert eiga þeir að snúa sér sem hafa áhuga á að bjóða fram þjónustu sína og gera leigusamning við Reykjavíkurborg? Skýrt kemur fram að það er deildarstjóri fjármála og reksturs á þjónustumiðstöð sem ber ábyrgð. Þetta er gott að vita ef spurt verður. Einnig er sagt að ef rými eru laus þá eru þau auglýst opinberlega. Þeir fagaðilar sem hér um ræðir eru með lögvernduð starfsheiti svo ekki má ráða aðra en þá sem hafa full réttindi. Við val á leigjendum er því litið til reynslu gefið að viðkomandi hafi full réttindi. Ef koma upp misbrestir er bent á fagfélagið. Hér myndi maður halda að fyrsta skrefið væri að leita til þjónustuveitenda og þann sem ber ábyrgð á honum sem hlýtur að vera deildarstjóri/Reykjavíkurborg. Fag- og stéttarfélög fara ekki inn í einstaklingsmál. Fram kemur einnig að aðeins er laust í Furugerði 1 og hefur stofan þar verið ítrekað auglýst. Spurning er þá hvernig stendur á því? Er erfiðara að fylla stöðu þar en í öðrum félagsmiðstöðvum með sambærilega þjónustu?

 

 

Velferðarráð 5. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við Fjárhagsáætlun 2021-2025, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.

Skuldbindingar og áhættur eru lagðar fram með lýsingar á nýjum verkefnum til kynningar. Byrja á að hirða lífrænan úrgang frá heimilum næsta haust. Bæta á við starfsmanni og tunnum. Hér er spurning hvort þetta ætti ekki að vera val? Bjóða á út hreinsun bílaplana við skóla. Sótt er um fjármagn til að hreinsa götur. Stofna á verkefnastofu, enn eina skrifstofuna eða einingu sem er líkleg til að þenjast út með tímanum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér nauðsyn þess að stofna nýja stofu með nýtt stöðugildi. Þetta mun kosta í kringum 12 mkr. Ráða á fleiri sérfræðinga. Fjölgun starfsmanna á þessu sviði er mikill. Samtals er sótt um 206 milljónir til viðbótar til Fjármálaskrifstofu (FÁST). Ársreikningur hefur nýlega verið lagður fram og er reikningurinn svartur. Veltufé frá rekstri hefur dregist saman og skuldir hafa aukist. Engu að síður er þensla mikil. Spurt er um hagræðingu í þessu sambandi,

 

Bókun Flokks fólksins við greinargerðir Umhverfis- og skipulagssviðs í aðal- og eignasjóði. Einnig er lögð fram skýrsla um verkstöðu nýframkvæmda ódags:

Lagt er fram ársuppgjör 2020 fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Athygli vekur að sviðið, umhverfis- og skipulagssvið er að þenjast mikið út þrátt fyrir stöðuna í ársreikningi sem augljóslega sýnir að staldra þarf við ekki síst vegna þess að verðbólga er nú 4.6%. Ef bornar eru saman rauntölur 2020 og 2019 má sjá þenslu mismunur milli ára er 2.1 ma.kr eða 28.4 %. Samgöngustjóri og borgarhönnun var 32 m. kr umfram fjárheimildir ársins, skýring er tekjutap bílastæðasjóðs sem er 35 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Minna hefur verið um bæjarferðir. Byggingarfulltrúi var 80 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Nettó útgjöld eru um milljarð umfram fjárheimildir eða 11.4 %. Annar rekstrarkostnaður er einnig um milljarð umfram heimildir.

Bókun Flokks fólksins við ferðakostnað starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs frá október – desember 2020.

Ferðakostnaður er tæp milljón þrátt fyrir að veirufaraldur skall á í mars 2020. Áætlun er um 12 milljónir sem endurspeglar ferðakostnað fyrri ára. Ferðakostnaður hefur ekki verið tekinn niður milli ára. Vænta má vonandi að áætlanir héðan í frá verði nær núllinu enda engin ástæða lengur til að fara erlendis nema í algerum undantekningartilfellum. Fjarfundir hafa tekið við af ferðalögum og væntir borgarfulltrúi Flokks fólksins þess að sviðið, embættismenn og aðrir á sviðinu notist við fjarfundatæknina enda boðberar grænna áherslna. Fátt er eins grænt en að minnka kolefnisspor sem eru all mörg í ferðum erlendis.

Bókun Flokks fólksins við yfirliti um  innkaup sem fara yfir milljón

Erfitt er fyrir einstaka borgarfulltrúa að greina þennan lista um innkaup og átta sig á mikilvægi verkefna og hvort greiðslur séu í samræmi við verk og gæði og annað í þeim dúr. Samtals er um að ræða 16. 5 milljarð. Liðum eins og viðhaldsliðir, gatnagerð og þess háttar skýra sig e.t.v. sjálfir. Það vekur þó athygli hversu mikil vinna er keypt af ráðgjafa- og verkfræðistofum og hefur fulltrúi Flokks fólksins áður bókað um það. Á sviðinu starfa fjöldi sérfræðinga í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en þrátt fyrir það virðist þurfa að kaupa ráðgjöf fyrir nánast hvert handtak, stórt eða smátt. Það er því ekki að undra að stundum upplifir borgarfulltrúinn eins og embættis- og starfsmenn séu ekki ráðnir sem sérfræðingar heldur frekar sem verkstjórar.
En öll þessi vinna/ráðgjöf sem keypt er af utan að komandi sérfræðingum í stór sem smá verkefni vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er sem dæmi enginn arkitekt á launaskrá hjá umhverfis- og skipulagsráði eða á skipulags- og samgönguráði? Annars segir þessi listi um innkaup kjörnum fulltrúa ekki mikið. Hvað er t.d. verið að greiða New Nordic Engineering ehf fyrir að upphæð 70.778.173.00?

 

Sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs

Bókun Flokks fólksins við Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, drög

Þetta er metnaðarfull áætlun og virðist hafa verið hugsað fyrir flestu. Í hjólreiðaáætlun er markmiðið að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Tekið er undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fram kemur að drengir hjóla meira en stúlkur. Orsakir þess eru fjölþættar að mati fulltrúa Flokks fólksins og væri áhugavert að skoða þær nánar.

Hér er um langtíma verkefni að ræða sem mun taka sinn tíma. Forvitnilegt væri að fá flokkun á hjólastígum eftir öryggi þeirra og „gæðum“. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur viljað skerpa á reglum á þessum stígum, taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana sem dæmi

Flokkur fólksins bendir jafnframt á að tilefni kann að vera til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna t.d. mikillar umferðar á rafknúnum vespum, raf-hlaupahjólum og öðrum minni vélknúnum farartækjum. Á sínum tíma var lögð lína þar sem gangandi fengu tvo metra og hjól einn metra. Sú lína er ekki lengur þar sem umferð á stígum hefur aukist mikið.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Bústaðavegi dags. 23. apríl 2021 til afgreiðslu. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 28. apríl 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins styður að hámarkshraðinn verði minnkaður úr 60 km/ klst í 50 km/klst. 60 kílómetrar á klukkustund er of mikill hraði á götu sem sker íbúðahverfi. Bústaðavegur þarf ekki að vera meginstofnbraut.

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um málun bílastæða/gatna í miðbænum, vísað áfram

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um stöðu mála um málun bílastæða/gatna í miðbænum.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig hver hefur umsjón með málningu gatna/bílastæða hér í miðbænum?

Ástæða fyrirspurna er að borið hefur á því að hlaupið hefur verið frá óloknu verki með þeim afleiðingum að ökumenn eiga erfitt með að sjá hvar stæði enda og byrja. Skort hefur á eftirliti með verkum eða þau hreinlega eftirlitslaus? Tryggja þarf ábyrgt eftirlit með málum af þessu tagi eins og öðrum málum.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld hugi sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Tillögunni hefur verið vísað frá með þeim rökum að hér sé um að ræða skoðun kjörins fulltrúa. Það er sérkennileg að mati fulltrúa Flokks fólksins að þegar lagt er til að leiksvæðum barna sé hlíft sé sagt að það sé skoðun kjörins fulltrúa. Öllu má nú nafn gefa.

Það er miður að þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn gangi svo langt að skorið sé af leiksvæðum barna. Þetta á einnig við um græn svæði einnig sem ýmist er byggt á eða þau manngerð. Slíkur er ákafi þessa meirihuta að byggja á hverjum bletti. Það mætti vel fara einhvern milliveg, nóg er af landi og með tíð og tíma mun borgina verða að dreifast meira. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borga barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef heldur sem horfir.
Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sitja hjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillagan er ekki eiginleg tillaga um aðgerðir sem stjórnsýsla borgarinnar getur gripið til heldur lýsing á skoðun kjörins fulltrúa. Erindinu er vísað frá.

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur.

Þetta ár bárust 39 umsóknir og engin frá úthverfum, flestar í miðbæ og vesturbæ enda þar flest gömul hús, friðuð hús. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja fram fyrirspurn um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndurarsjóði?

Nú eru mörg úthverfi að komast á það stig að þau spegla tíðaranda þess tíma þegar þau voru byggð. Það ber að varðveita. Nú söknum við t.d bensínstöðva,-Nesti- sem aldrei urðu 100 ára. Með því að tengja hugmyndina um hverfisvernd við húsverndun (Húsverndunarsjóðs) opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið var byggt.

Frestað

 

Skipulags- og samgönguráð 5. maí 2021

Tillag borgarfulltrúa flokks fólksins um sálfræðiaðstoð til starfsfólks og foreldra vegna COVID-19 smita í leik- og grunnskólum.

Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg bjóði foreldrum barna, sem hafa greinst með COVID-19, og starfsmönnum  leik- og grunnskóla þar sem upp hefur komið COVID-19 hópsýking, sálfræðihjálp þeim að kostnaðarlausu. Einnig er lagt til að hugað verði sérstaklega að þeim börnum sem hafa smitast af COVID-19 og þeim veitt sálfræðiaðstoð telji foreldrar þörf á. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu 27. apríl hafa 426 börn á aldrinum 0-17 ára, með lögheimili í Reykjavík, greinst með COVID-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.
Þegar börnin eru annars vegar er öllum illa brugðið. Foreldrar barna sem smitast hafa af COVID-19 hafa án efa fengið áfall og fundið fyrir miklum ótta. Sama má ætla að gerist hjá starfsfólki. Það er brýnt að foreldrum og starfsfólki standi til boða áfallahjálp/sálfræðiaðstoð til að vinna úr þessari erfiðu reynslu. Starfsfólk leik- og grunnskóla hafa verið undir miklu álagi frá upphafi faraldursins. Full ástæða er einnig til að huga að börnunum sem hafa fengið COVID-19. Mörg þeirra hafa hvorki aldur né þroska til að vinna úr áföllum af þessu tagi. Í viðtali við fagaðila gefst þeim  tækifæri til að tjá upplifun sína, líðan og hugsanir, hvernig það var að vera í einangrun og koma síðan aftur í skólann eða annað sem hvílir á þeim.

Greinargerð

Vikið er nú nánar að líðan barna sem fengið hafa COVID-19.

Mikið er lagt á börn um þessar mundir. Börn, sem komin eru með aldur og þroska til, hafa vissulega fylgst með heimsfaraldrinum. Börnin hafa fram til þessa mörg hver haft áhyggjur af foreldrum sínum og öfum og ömmum.  Hvort sem það er með tilkomu breska afbrigðisins eða ekki þá hefur veiran smokrað sér meira inn í barnahópa svo nú bætast við áhyggjur af eigin heilsu. Ætla má að enn meiri ugg hafi sett að börnum samfara því og þá ekki síst hjá þeim börnum sem hafa fengið COVID-19. Eitt er að heyra fréttir af vágestinum en annað að vera sjálfur í þeim sporum að hafa smitast.

Almennt hefur líðan grunnskólabarna hér á landi farið versnandi og á það jafnt við fyrir faraldurinn og eftir að hann hófst. Þetta má sjá í niðurstöðum kannana sem birtar hafa verið hjá Landlæknisembættinu, Velferðarvaktinni og umboðsmanni barna. Frásögnum barna hefur verið safnað m.a. af umboðsmanni barna og hafa þær gefið sterkar vísbendingar um að áhyggjur hafi aukist. Áhyggjur í tengslum við veiruna eru líklegar til að auka enn meira á vanlíðan þeirra barna sem leið illa fyrir.

Vaxandi vanlíðan barna í Reykjavík og aukning á depurð, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsunum hefur verið áhyggjuefni lengi. Þau börn sem eru í þessari stöðu hafa ekki öll fengið þá aðstoð sem þau þurfa til að vinna bug á vanlíðan sinni. Þau sem hafa fengið einhverja aðstoð bíða jafnvel enn eftir frekari aðstoð.  Það hefur ekki farið framhjá neinum að um 1000 börn bíða á biðlista eftir sálfræðiaðstoð skólaþjónustu og annarri hjálp hjá Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Börn og ungmenni tala sjálf um skort á aðgengi að sálfræðingum, þjónustu og ýmsum bjargráðum þeim til aðstoðar og stuðnings.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu um sálfræðiaðstoð til starfsfólks og foreldra barna sem smitast hafa af  COVID-19 sem eru á 5. hundrað barna í Reykjavík. Einnig var lagt til að hugað verði sérstaklega að þeim börnum sem hafa smitast af COVID-19 og þeim veitt sálfræðiaðstoð telji foreldrar þörf á. Tillagan er felld af meirihlutanum með þeim rökum að tillagan bæti engu við þá aðstoð sem nú stendur foreldrum þessara barna og starfsmönnum til boða. Sagt er að hringt hafi verið í þessa foreldra en það er ekki rétt. En hvað með starfsfólkið? Sagt er að samhæfingarteymi hafi verið kallað saman. Hér er farið með rangt mál. Þessu máli er ekki sýnt lágmarksvirðing heldur er notað tækifæri til að hnýta í flutningsmann tillögunnar fyrir að hafa gagnrýnt stjórnun og fjármálasýslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs, mál sem tengist þessari tillögu akkúrat ekki neitt. Þessi tillaga varðar foreldra barna sem hafa smitast af COVID-19 og starfsfólk á leik- og grunnskólum þar sem smit hafa komist upp en ekki stjórnunarhætti og fjármálasýslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem hefur til umráða 10 milljarða í stafræna umbreytingu. Gott væri að fá ca. einn milljarð þar af til að ráða sálfræðinga fyrir foreldra barna sem fengið hafa COVID-19.

Ársreikningurinn
Bókun Flokks fólksins við fyrri umræðu samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 (A- og B-hluti):

Samþykkt að vísa ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslum til síðari umræðu sem fer fram á aukafundi borgarstjórnar 11. maí nk.

Árið í fyrra var erfitt ár m.a. vegna COVID. Fjárhagsstaða borgarinnar hefur versnað til muna. Sjá má að veltufé frá rekstri er of lítið. Veltufé frá rekstri er nú 5 ma.kr. en var 12,4 á árinu 2019, og hefur þannig lækkað um meira en helming. Afborganir langtíma skulda og afborganir leiguskulda eru samtals 2,8 ma.kr. Það er s.s. búið að ráðstafa tæpum 3 ma.kr. af veltufé af rekstri og eru þá aðeins eftir 2 ma.kr til að standa undir framkvæmdum, sem þýðir að ef halda á áfram á þessari braut þarf að taka ný lán. Í stað þess að draga seglin saman þegar vind lægir og endurskoða forgangsröðun er haldið áfram að taka lán. Biðlistar eru í sögulegu hámarki og mikið fjármagn sett í annars konar verkefni sem mættu bíða eða hætta við. Tekjustofninn er nú þegar fullnýttur. Langtímaskuldir A-hluta borgarsjóðs eru 64 ma.kr. og hafa hækkað á einu ári um 15%. Verðbólgan er komin í 4,6%. Það var einmitt við svona aðstæður sem margir fóru illa út úr hruninu, þá helst þeir sem voru búnir að þenja lánabogann í botn.
SORPA, Strætó og Félagsbústaðir hafa verið að taka lán með ábyrgð borgarráðs sem þýðir að lendi þau í vandræðum þá verður sótt í A-hluta borgarinnar.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl 2021.

Mikilvægt er að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Umferðartafir og teppur í borginni er stórt vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Það dugar því skammt að segja að þeir sem benda á að lækkun hraða þýði verra umferðarflæði og skapi tafir sé byggt á einhverjum misskilningi. Enginn er að halda því fram að hærri hraði leiði alltaf til meiri afkastagetu götu. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina. Hér þarf því að finna einhvern milliveg og reyna að mæta þörfum sem flestra til að komast sem öruggast og best á milli staða í borginni. Þetta þarf að rýna betur en nú hefur verið gert. Öfgar, í hvora áttina sem er, eru sjaldan af hinu góða.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu  tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að selja Malbikunarstöðina Höfða:

Það eru þrjár aðrar malbikunarstöðvar virkar og með því að selja Malbikunarstöðina Höfða þarf að tryggja að þær sem fyrir eru kaupi ekki Höfða og komist þannig í einokunarstöðu. Þetta þarf að tryggja til að ekki verði fákeppni á markaði. Að öðru leyti er bæði skynsamlegt og rökrétt að borgin selji malbikunarstöðina. Reykjavíkurborg ætti ekkert frekar að eiga malbikunarstöð en trésmíðaverkstæði.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um byggingarstefnu Reykjavíkurborgar. R21050077

Miðbærinn stefnir hratt í að verða aðeins ríkra manna hverfi. Staðan er í dag sú að það skortir mjög íbúðir á hagkvæmu verði. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur en barist er um hverja eign. Í sölu eru nú um 200 íbúðir en þyrftu að vera 900 til að tryggja eðlilegt flæði. Þetta stendur til bóta en það er inni í framtíðinni. Það sem gerist í framtíðinni er ekki að hjálpa þeim sem vantar húsnæði í dag og langar að kaupa íbúð á hagkvæmu verði. Sagt er að húsnæðisstefna snúist um að tryggja öllum húsnæði en það er bara ekki raunin, ekki alla vega í dag.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð borgarráðs frá 29. apríl. R21010001. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 19. lið fundargerðarinnar:

Hér er verið að framlengja göngugötur fram að því að nýtt deiliskipulag sem gerir þennan kafla Laugavegar að varanlegri göngugötu tekur gildi. Þessu fagna ekki allir. Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá meirihlutann í skipulagsmálum bera gæfu til að breyta um taktík í ljósi óánægju með þessar ákvarðanir, ekki síst aðferðafræðina sem beitt hefur verið á fólkið. Samráðsleysið í þessu máli er frægt orðið. Að afgreiða þetta nú með þessum hætti er olía á stórt bál. Það hefði verið bráðupplagt að opna fyrir umferð nú þótt ekki væri nema til að sjá hvort það myndi hjálpa til með mannlífið á Laugavegi og þá ekki síst viðskipti við fleiri hagaðila. Nú er tillagan lögð fram breytt þannig að hún eigi að gilda út þetta ár án þess að samráð hafi verið haft við rekstraraðila um slíka ákvörðun.

 

Bókun Flokks fólksins við undir 5. og 6. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tvær tillögur sem nú hafa báðar verið felldar í skóla- og frístundaráði. Sú fyrri, „að unnið verði markvisst að fækkun nemenda í bekkjum þar sem þess er þörf vegna þess að það hefur sýnt sig í rannsóknum að bekkjarstærð skiptir miklu máli fyrir flesta nemendur.“ Síðari tillagan var „að í stærri bekkjum séu ávallt tveir, kennari og aðstoðarmaður.“ Öll vitum við að nemendur í of stórum bekkjum ná ekki sama námsárangri og aðrir nemendur. Þá hefur bekkjarstærð einnig mikil áhrif á kennara og einnig á börnin. Mikið álag er á mörgum kennurum sem kenna stórum bekkjum þar sem margir nemendur þurfa e.t.v. sértæka aðstoð. Í slíkum bekk er auðvelt fyrir barn sem hefur sig ekki í frammi að „týnast“. Í tilfellum þar sem ekki er ráðið við að fækka nemendum í bekk þar sem þess er þörf skiptir sköpum að kennari hafi aðstoðarmann. Staðan er án efa misjöfn eftir skólum og væri vert að skóla- og frístundasvið myndi kanna með markvissum hætti hvar hún er verst. Það kallar á að rætt verði við skólastjórnendur hvers skóla og kennara og þreifað á því hvort þörf er að grípa til aðgerða s.s. að fækka í ákveðnum bekk/bekkjum eða bæta við aðstoð inn í bekk.

Borgarstjórn 4. maí 2021

Bókun Flokks fólksins við ársskýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. apríl 2021, varðandi framkvæmd styrkjareglna 2020:

Lögð er fram skýrsla um framkvæmd styrkjareglna 2020. Við skoðun á útdeilingu fyrra árs sjást nokkur mál sem við fyrstu sýn vekja spurningar. Til dæmis fá sambærilegar stofnanir ólíkar upphæðir og munar jafnvel um eina milljón. Hvergi er Barnaheill að sjá og þykir ólíklegt að Barnaheill á Íslandi hafi ekki sótt um. Almennt eru fáir styrkir sem fara í að sinna börnum beint. Eftir því er tekið að Hannes Hólmsteinn Gissurarson fær styrk á 2,585 milljónir og sker sig úr meðal einstaklinga. Ljóst er að eitthvað þarf að skoða þessi mál, hverjir eru að fá styrki, út á hvað og upphæðirnar.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 28. apríl 2021 á tillögu um að framlengja tímabundnar göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi:

Skipulagsráð vill framlengja göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi og þá eiga þessar götur að vera varanlegar göngugötur og er málið lagt fram í borgarráði. Eins og fram kom á fundi skipulags- og samgönguráðs 28. apríl þá er tillagan ótímabundin í reynd. Tillagan reyndist síðan ekki tæk hjá meirihlutanum og semja þurfti nýja í hasti. Málið er því allt frekar klúðurslegt. Enn hefur ekkert samráð verið haft við hagaðila um ákvörðunina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikil óánægja er með framkomu borgarinnar í þessu máli sem hefur verið í algleymingi undanfarin tvö ár. Í ljósi samráðsleysis við hagaðila og aðra óttast fulltrúi Flokks fólksins að hér sé verið að hella olíu á eld. Taktískara hefði verið að hreinlega opna nú fyrir umferð og sjá áhrifin af því, þótt ekki væri nema tímabundið. Vel kann að vera að viðskipti myndu þá glæðast í miðbænum.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. apríl 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 14. apríl 2021 á tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar:

Mikilvægt er að hafa 30 km/klst. hraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og mengun eins og sjá má víða í borginni. Umferðartafir og teppur í borginni er stórt vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir að framlagðar hafi verið margar nothæfar tillögur. Þessi mál eru ekki einföld. Það dugar því skammt að segja að þeir sem benda á að lækkun hraða þýði verra umferðarflæði og skapi tafir sé byggt á einhverjum misskilningi. Enginn er að halda því fram að hærri hraði leiði alltaf til meiri afkastagetu götu. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina. Hér þarf því að finna einhvern milliveg og reyna að mæta þörfum sem flestra til að komast sem öruggast og best á milli staða í borginni.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjóra, dags. 27. apríl 2021, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um skipulagningu Keldnalands eru send borgarráði til kynningar:

Hér er lagt fram erindisbréf starfshóps um skipulagningu Keldnalands. Starfshópurinn getur leitað til sérfræðinga innan og utan borgarkerfisins. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem það sé orðið eitt af meginatriðum erindisbréfa starfshópa að hvetja þá til að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Væri ekki hægt að segja að fyrst ætti að leita ráðgjafa innan borgarkerfis? Sé nauðsynlegt að leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga er eðlilegt að sett sé þak þar á ,enda aðkeypt þjónusta dýr og mörg dæmi eru um að hún hafi farið úr böndum, sbr. dönsku stráin frægu. Það var keypt ráðgjöf.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að forgangsröðun framkvæmda og endurgerð gatna sem teljast skulu borgargötur til næstu fimm og tíu ára:

Fjallað er um borgargötur í skýrslu sem lögð er fram með málinu. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 eru notuð hugtökin aðalgata og borgargata um þær götur sem taldar eru lykilgötur í hverju hverfi. Á þessum hugtökum er þó skilgreindur munur; aðalgata tekur til starfsemi við götuna á meðan borgargata tekur til hönnunar og útlits götunnar. Í skýrslunni segir að útlit skipti miklu máli fyrir borgargötu, fallegt umhverfi, (hlýleiki og skreytingar) til að þeim sem ekki eru á bíl líði vel að ferðast um götuna. Birtar eru fallegar myndir af mannvænum götum. Í myndskreytingar vantar hins vegar rokið, snjóinn og regnið, en til þeirra þátta þarf einnig að taka tillit. Fram kemur að Reykjavíkurborg hafi stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Um hvað snýst sú stefna? Er þetta ekki bara eitthvað sem er sagt en ekkert er á bak við? Fjölbreytt ræktun í einstökum beðum er ekki líffræðileg fjölbreytni.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að borgarráð heimili leigu 100-110 eininga af færanlegu húsnæði til að geta boðið ný leikskólapláss á næsta skólaári:

Fulltrúi Flokks fólksins skilur að finna þarf lausnir á vandamálum sem blasa við, alvarlegum skorti á leikskólaplássum. Það vantar 555 pláss fyrir 12 mánaða börn og fjölmörg pláss fyrir 18 mánaða börn. Ljóst er að áætlanir hafa engan veginn staðist. Nú þarf að finna lausnir með hraði. Kannski er kominn tími til að horfast í augu við að verkefnið Brúum bilið gekk ekki upp og er ástæðan fyrst og fremst sú að í þetta metnaðarfulla verkefni var ekki sett nægt fjármagn til að það gengi upp eins og lagt var upp með. Gert var ráð fyrir 700-750 nýjum leikskólaplássum fram til 2023 en nú kemur í ljós að 400 ný pláss vantar til viðbótar. Ekki gekk að spá nákvæmar en það um fjölgun barna. Meirihlutinn leggur til að fundin verði tímabundin lausn með því að notast annars vegar við færanlegt húsnæði og hins vegar við rútur. Færa þarf elstu börnin utandyra til að rýma fyrir yngstu börnunum. Í tilfellum „yfirflots“ eins og þetta er orðað þá á að taka kúfinn og fara með börnin í rútu á útisvæði þar sem þau dvelja yfir daginn. Að leika utandyra, úti í náttúrunni er vissulega heillandi hugmynd og mun mörgum börnum líka það vel. Hins vegar er gripið til þessara lausna vegna þess að leikskólakerfið er sprungið.

 

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 26. apríl 2021, varðandi viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2021:

Ekki er mikið að marka þessa könnun að því leyti að niðurstöður hennar eru í engu tilliti samanburðarhæfar við fyrri ár vegna þess að margir hafa verið að vinna heima vegna COVID. Fulltrúi Flokks fólksins veit til þess að fjölmargir sem ekki starfa í beinni þjónustu við fólk hafa ekki mætt á vinnustaðinn mánuðum saman síðasta ár. Hvernig á að bera þessar niðurstöður saman við niðurstöður sömu könnunar frá í fyrra og árin þar áður? Ef tekið er dæmi af manneskju sem líður illa á vinnustaðnum þá hefur hún starfað heima í öruggu umhverfi án þess að mæta því áreiti sem skapar henni vanlíðunina. Þessari könnun hefði átt að sleppa í ár. Annað sem vekur athygli er hvað svarhlutfall velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs er lágt, eða innan við 60%, á meðan svarhlutfall mannauðssvið er 95%. Hvernig er þetta túlkað? Fyrir umhverfis- og skipulagssvið og fjármálasvið vekur athygli hvað sviðin koma illa út þegar horft er t.d. til árangursríkra stjórnunarhátta. Ef horft er til þjónustu- og nýsköpunarsviðs hafa tölur lagast. Það kemur kannski ekki á óvart því á síðasta ári var hópur starfsmanna rekinn og verkum útvistað til verktaka/einkafyrirtækja. Eru breytingar sem þessar teknar með þegar tölur eru túlkaðar?

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

COVID hefur aukið álag á starfsfólk Reykjavíkur og því hefði ekki komið á óvart ef tölur hefðu dalað í ár, en þær stóðu að mesta í stað sem er ánægjulegt. Það að niðurstöður viðhorfskönnunar henti ekki málflutningi einstaka fulltrúa eru ekki rök fyrir því að sleppa könnuninni, hundsa eða véfengja hana.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins gleðst ávallt þegar vel gengur hjá fólki í vinnu og því líður vel í vinnunni. Hins vegar þegar búið er að reka marga úr starfi og útvista verkefnum þeirra er það ávísun á að eitthvað sé að stjórnunarlega séð ekki síst. Eins og gefur að skilja svara verktakar og ráðgjafafyrirtæki ekki könnun af þessu tagi þannig að skiljanlega hafa tölur þjónustu- og nýsköpunarsviðs lagast. Almennt er það síðan mat fulltrúa Flokks fólksins að könnun þessari átti að sleppa fyrst og fremst vegna þess að hún er engan vegin samanburðarhæf við sambærilegar kannanir síðustu ár, enda árið 2020 fordæmalaust.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi velferðarsviðs, dags. 26. apríl 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. apríl 2021 á tillögu um breytingar á reglum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum:

Lögð er fram í borgarráði tillaga að breytingu á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn frá tekjulágum heimilum, fjármagn sem kemur frá ríkinu. Styrkþegi þarf að leggja út fyrir styrknum sem gæti verið hindrun þar sem fátækt fólk á einfaldlega stundum ekki krónu. Um er að ræða 45.000 sem er há upphæð fyrir þann sem ekki á kannski fyrir mat. Að öðru leyti eru reglurnar sveigjanlegar. Hægt er að nota styrkinn frá ríkinu á leikjanámskeið, sumarnámskeið og sumarbúðir. Öðru máli gegnir um sambærilegan styrk, frístundastyrkinn/kort íþrótta- og tómstundasviðs. Reglur um notkun frístundastyrksins eru það stífar að mörg börn geta ekki notið góðs af honum. Þetta er dapurt þar sem frístundakortið átti einmitt að hafa þann tilgang að auka jöfnuð og styðja sérstaklega við börn á tekjulágum heimilum til að stunda íþróttir sem liður í forvörnum. Nýting á frístundakortinu mætti vera betri og ætti að vera nærri 100% ef allt væri eðlilegt en er aðeins tæplega 80% í þeim hverfum þar sem nýting er mest.

Bókun Flokks fólksins við svari borgarlögmanns, dags. 26. apríl 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um yfirlit yfir dómsmál borgarinnar frá 2018, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. janúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Almennt á litið má ætla að málarekstur og varnir borgarinnar kunni að vera innan þeirra marka sem við má búast í sveitarfélagi af þessari stærð. Reykjavíkurborg á eða hefur átt aðild að 43 dómsmálum (hefðbundin einkamál) og 6 matsmálum á þessum tímabili sem spurt var um eða frá 2018. Af þeim 24 dómsmálum sem er lokið voru tíu mál felld niður að undangengnu samkomulagi. Þá má spyrja hefði ekki verið hægt að gera samkomulag fyrr þannig að ekki hefði þurft að koma til dómsmáls? Skiljanlega vill borgin ekki tapa máli.

 

Bókun Flokks fólksins við svari fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. apríl 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur til verktaka og fjölda þeirra hjá sviðum borgarinnar og Ráðhúsi, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. febrúar 2021:

Í svari við fyrirspurn frá Miðflokknum um fjölda verktaka hjá sviðum borgarinnar og Ráðhúsi og greiðslur til þeirra kemur fram að verktakar eru víða ráðnir. Eitt svið sker sig úr og ræður ekki verktaka. Fram kemur að „Á þjónustu- og nýsköpunarsviði eru engir starfandi verktakar. Eingöngu eru gerðir samningar við fyrirtæki“. Sú spurning vaknar hjá fulltrúa Flokks fólksins hver sé munurinn á að semja við fyrirtæki eða verktaka? Geta fyrirtæki ekki verið verktakar og geta verktakar ekki verið fyrirtæki? Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að hér sé um orðaleiki að ræða eða hreinlega útúrsnúninga. Hér er verið að „fegra“ og láta hluti líta út einhvern veginn öðruvísi en þeir í rauninni eru. Ekki er séð að munur sé á að semja um aðkeypta þjónustu frá verktaka eða frá fyrirtæki. Greiðsla fyrir reikninga frá verktaka eða fyrirtæki kemur frá sama stað, úr vasa borgarbúa.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 15. apríl 2021.

Fulltrúi Flokks fólksins saknar þess að sjá ekki umræðu um stóru mál Breiðholts í íbúaráði Breiðholts, t.d. nýja hverfisskipulagið, Mjóddina og fyrirhugaða lagningu Arnarnesvegar. Þetta eru umdeild og viðkvæm mál sem munu hafa áhrif til langrar framtíðar. Það er hlutverk ráðsins að rýna þessi mál, hlusta á raddir og sjónarmið Breiðhyltinga og koma þeim áleiðis til valdhafa.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 6. og 19. apríl 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur bæði bókað um umferðaröryggi í Grafarholti og verið með fjölda fyrirspurna um merkingar gangbrauta og lýsingu sem og umhirðu á byggingarlóðum. Borist hafa margar góðar ábendingar frá hverfisbúum en lengi vel gerðist lítið hjá yfirvöldum. Nú á að gera umbætur enda öryggi gangandi vegfarenda ábótavant. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar og upplýstar, æskilegast væri að um málaðar sebrabrautir væri að ræða, sér í lagi þar sem umferð er mikil og umferðarhraði töluverður. Enn er mörgum spurningum ósvarað, s.s. hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla? Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga? Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum? Alltof margar kærur hafa borist frá þessu hverfi m.a. vegna þess að uppbygging sumra lóða hefur tafist og eru þær lóðir jafnvel notaðar fyrir byggingarúrgang.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 28. apríl 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðarinnar:

Þétting byggðar er að ganga of langt og farin að taka of mikinn toll af náttúru. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þetta er allt spurning um hugmyndafræði, stefnu og hvort virða eigi grænar áherslur. Sífellt er verið að fikta í einstakri náttúrunni, pota í hana og mikil tilhneiging er að móta og manngera og þar með búa til gerviveröld. Ekkert fær að vera ósnortið, ekki einu sinni fáir fjörubútar, en ósnortnar fjörur eru fáar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir og varað við að sækja lengra í þá átt. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki stór mannvirki. Hætta ætti við áfanga 2-3 í landfyllingu. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Eins og með Vatnsendahvarfið sem kljúfa á með hraðbraut á borgarlína að skera Geirsnefið. Skipulagsyfirvöld láta aðeins of mikið glepjast af rómantískum tölvumyndum arkitekta að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerði stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. febrúar og 9., 12. og 22. mars 2021. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar frá 9. mars:

Undir þessum lið kemur fram að gengið hefur verið frá launahækkun forstjórans og er þar með ákveðið að laun hans hækki um 370 þúsund krónur á mánuði og eru þau nú orðin nærri 2,9 milljónir króna. Rök stjórnar eru m.a. að aðrir forstjórar orkufyrirtækja séu með há laun og þessi forstjóri hafi staðið sig svo vel, eins og það sé ekki beinlínis sjálfgefið að forstjóri geri. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum. Bókun liður 3, 22. mars: Starfskjaranefnd leggur til að stjórnarlaun hækki þannig að launin verði kr. 182.319- á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 51.047- á fund. Jafnframt verði heimilt að greiða upp í laun ársins 2021 kr. 182.319- á mánuði fyrir aðalmann og tvöföld sú fjárhæð fyrir formann. Greiðslur til varamanna verði kr. 51.047- á fund. Þetta eru miklir peningar fyrir að sitja fund. Um þetta hefur borgarstjórn ekkert að segja jafnvel þótt Orkuveita Reykjavíkur sé að stærstum hluta í eigu borgarinnar. Svona vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og stuðla að óeiningu og enn eitt dæmið um að bs.-kerfið er ekki lýðræðislegt.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12. mars 2021. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:

Undir þessum lið í fundargerð SORPU um auknar gjaldtökuheimildir endurvinnslustöðva er lagt fram minnisblað um aukna flokkun og gjaldtökuheimildir. Ekki er meira sagt um það. Sennilega var of fljótt farið að hrósa stjórn SORPU fyrir ögn skárri fundargerðir en áður. Þær eru komnar aftur í stikkorðastíl. En talandi um aukna flokkun vill fulltrúi Flokks fólksins nefna að ef nýta á úrgang sem hráefni í aðra vinnslu þarf að flokka sem mest þar sem úrgangurinn verður til, á heimilum og í fyrirtækjum. Þeir sem búa til úrganginn ættu að hafa mikið um flokkunina að segja. Kalla ætti eftir hugmyndum frá heimilum og fyrirtækjum.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hversu miklum fjármunum hefur hvert svið og skrifstofur sem staðsettar eru í Borgartúni 12-14 eytt í uppfærslur á húsgögnum og öðrum aðbúnaði undanfarin 4 ár:

Reykjavíkurborg leigir heila byggingu í Borgartúni 12-14 þar sem flest svið og skrifstofur borgarinnar eru til húsa. Þarna er því um að ræða annað stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar fyrir utan Ráðhúsið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr í framhaldi af því, hversu miklum fjármunum hefur hvert svið og skrifstofur sem staðsettar eru í þessu leiguhúsnæði, eytt í uppfærslur á húsgögnum og öðrum aðbúnaði undanfarin 4 ár. Inn í þennan kostnað á að telja allan annan kostnað af t.d. hljóðeinangruðum fundar- og símaklefum sem og allan kostnað við aðkeypta verktakavinnu í uppsetningum á því sem spurt er um, ásamt afleiddum kostnaði eins og við rafmagns- og netlagnir og annað sem þurft hefur að leggja vegna þessa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hver sé munurinn á að semja við fyrirtæki eða verktaka um þjónustu (aðkeypta þjónustu)?:

Í svari við fyrirspurn Miðflokksins um fjölda verktaka hjá sviðum borgarinnar og Ráðhúsi og greiðslur til þeirra kemur fram að verktakar eru víða ráðnir. Eitt svið sker sig úr og ræður ekki verktaka: „Á þjónustu- og nýsköpunarsviði eru engir starfandi verktakar. Eingöngu eru gerðir samningar við fyrirtæki.“ Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram eftirfarandi spurningar: Hver er munurinn á að semja við fyrirtæki eða verktaka um þjónustu (aðkeypta þjónustu)? Geta fyrirtæki ekki verið verktakar og geta verktakar ekki verið fyrirtæki? Í huga borgarinnar og þjónustu- og nýsköpunarsviðs, hver er munurinn á, þegar horft er á með „viðskiptafræðigleraugum“ að ráða verktaka sem er einstaklingur eða ráða fyrirtæki? Er ekki þarna um að ræða viðskipti á hvorn veginn sem litið er sem borgin greiðir fyrir?

Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

Borgarráð 29. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, kynning. Athugasemdir eru gerðar af fulltrúa Flokks fólksins að engin gögn fylgdu málinu í dagskrá:

Þétting byggðar er að ganga of langt og farin að taka of mikinn toll af náttúru. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverð ósasvæði hennar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Þetta er allt spurning um hugmyndafræði, stefnu og hvort virða eigi grænar áherslur. Sífellt er verið að fikta í einstakri náttúrunni, pota í hana og mikil tilhneiging að móta og manngera og þar með búa til gerfiveröld. Ekkert fær að vera ósnortið, ekki einu sinni fágætir fjörubútar en ósnortnar fjörur eru ekki orðnar margar í Reykjavík. Með þessu er gengið á lífríkið. Bakkarnir til sjávar með fram Sævarhöfða eru þegar manngerðir og varað við að sækja lengra í þá átt. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki stór mannvirki. Hætta ætti við áfanga 2-3 í landfyllingu . Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á Borgarlína að skera Geirsnef í tvennt. Eins og með Vatnsendahvarfið sem kljúfa á með hraðbraut á borgarlína að skera Geirsnefið. Skipulagsyfirvöld láta aðeins of mikið glepjast af rómantískum tölvumyndum arkitekta að mati fulltrúa Flokks fólksins.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Aðgerðir til að bæta aðgengi fyrir alla á strætóstöðvum 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar öllum lagfæringum sem auðveldar aðgengi en verkið gengur of hægt. Í heild eru 556 strætóstöðvar í Reykjavík sem þarfnast lagfæringa. Hér er óskað heimildar til að halda áfram undirbúningi lagfæringa á 18 strætóstöðvum. Segir í greinargerð að ekki sé gert ráð fyrir að fara í lagfæringar á þeim stöðvum sem fyrirhugað er að detti út/færist í nýju leiðarneti Strætó eða verða endurgerðar í tengslum við uppbyggingu fyrsta áfanga Borgarlínu, sem saman eru 206 stöðvar. Þá eru eftir 332 stöðvar sem á eftir að lagfæra. Hvenær á að gera það?

Nú er einmitt tíminn til að spýta í lófana í framkvæmdum til að skapa atvinnu. Þetta þarf að gera og sjálfsagt er að setja þetta í meiri forgang, ella mun það taka borgina undir stjórn þessa meirihluta a.m.k. 10 ár að bæta aðgengi allra strætóstöðva í borginni sem þarfnast lagfæringa. Kalla þarf eftir meira fjármagni úr borgarsjóði í verkefnið enda brýnna en margt annað sem meirihlutinn er að leggja fjármagn í.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Breytt akstursfyrirkomulag í Reykjavík:

Tekið er undir að sumar götur er til þess fallnar að vera svokallaðar vistgötur ekki síst vegna þess að þær eru þröngar. Einnig er möguleiki á að gera þröngar götur að einstefnugötu. Erfiðustu götur borgarinnar eru tvíakstursgötur þar sem bílar geta ekki mæst. Nefna má Bjarkargötu sem er tvíakstursgötur þar sem útilokað er fyrir bíla að mætast. Ef talað er um hlýlegar götur þarf að huga að fleiri þáttum. Varla verða hlýlegar vistgötur nálægt Höfðatorgi, nema að dregið verði úr vindstrengjum sem leitt hefur til þess að fólk hafi hreinlega tekist á loft í miklum vindihviðum. Til eru leiðir til að draga úr vindstrengjum frá turnum eins og skipulagsyfirvöldum er án efa kunnug um.

Bókun Flokks fólksins við liðnum:Tímabundnar göngugötur í miðborginni:

Skipulagsráð vill framlengja göngugötur þar til deiliskipulag 2. áfanga hefur tekið gildi og þá eiga þessar götur að vera varanlegar göngugötur. Brúa á bilið. Í ljósi samráðsleysis með tilheyrandi leiðindum í kringum allt þetta mál spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þessi ákvörðun sé ekki bara olía á eld? Freistandi væri auk þess að opna fyrir umferð og sjá hvaða áhrif það hefði. Vel kann að vera að viðskipti glæðist í miðbænum.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Erindi íbúaráðs Laugardals, vegna bílastæða austan göngustígs við World Class Laugum:

Lögð er fram bókun íbúaráðs Laugardals sem beinir því til skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Þetta er hið besta mál að mati fulltrúa Flokks fólksins og mikið öryggisatriði. Þarna er alls konar óþarfa umferð eftir því sem íbúar segja. Fólk er að koma í ræktina, sumir aka upp að dyrum, á mis miklum hraða. Fulltrúi Flokks fólksins styður þetta.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um trjárækt meðfram stórum umferðaræðum, lagt fram aftur og vísað áfram:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til skipulagsyfirvöld ákveði að stórauka plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum í borgarlandinu. Eitt af því sem ekki hefur verið horft til í baráttunni við svifryksmengun er trjágróður. Rannsóknir sýna að trjágróður dregur úr svifryki. Svifryk er einatt til vandræða og plöntun trjáa er einföld aðgerð sem hefur góð áhrif. Umrædd svæði nýtast ekki til útivistar, en eru án bygginga vegna skipulagsmála enda þarf að vera gott rými meðfram stóru umferðaræðunum vegna veghelgunar og framtíðarnotkunar. En svæðin má nýta tímabundið með trjárækt en gera jafnframt ráð fyrir að slíkur trjágróður verði felldur þegar og ef nýta á rýmið í annað. Þetta er svipuð hugmyndafræði og er í verkefninu ,,Torg í biðstöðu“. Lagt er því til að plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum verði stóraukin.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fundarsköp. Lagt fram að nýju og vísað áfram:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur haft samband við Sveitarstjórnarráðuneytið til að kanna hvort bann við bókunum við kærum og framlögðum bréfum borgarstjóra standist sveitarstjórnarlög. Lögfræðingur ráðuneytisins hvatti borgarfulltrúa Flokks fólksins til að óska eftir skýringum frá lögfræðingi skipulags- og samgöngusviðs vegna málsins. Hér með er því óskað skriflegra skýringa á því hvers vegna bókunarréttur er þrengri á fundum skipulags- og samgönguráðs en almennt tíðkast í ráðum jafnvel þótt byggja eigi á sömu lögum og reglugerðum. Gengið hefur verið óeðlilega langt í að meina fulltrúum minnihlutans að leggja fram bókanir m.a. við kærur sem kynntar eru og „bréf borgarstjóra“ sem lögð eru fram á fundum. Bókanir eru eina tjáningarformið sem fulltrúar minnihlutans geta beitt til að koma á framfæri skoðunum sínum og álitum á málum þegar fundir eru lokaðir (sbr. 2. mgr. 5. gr. samþykktar skipulags- og samgönguráðs). Ekki er tilgreint að ákveðin mál á dagskrá skuli undanskilin. Vísað er einnig í 2. mgr. 26. gr. sveitarstjórnarlaga að málfrelsi fylgi réttur til að leggja fram bókanir.
Eins hefur fulltrúi Flokks fólksins ítrekað óskað eftir að fá fundardagskrá án fylgigagna senda í fundarboði, sbr. verklag sem tíðkast í öðrum ráðum. Það hefur ekki vafist fyrir öðrum ráðum að senda dagskrá samhliða boðun. Öll ráð og svið borgarinnar nýta sömu tæknina og ætti hún því ekki að vera vandamál hér.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra og til skrifstofu borgarstjórnar.

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur það til við skipulagsyfirvöld að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn tekur of mikinn toll bæði á græn svæði og leiksvæði barna. Í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur mótmæla börn með skipulögðum hætti. Þéttingarstefnan virðist engu eira því byggja skal á hvern blett, stóran og smáan í þeirri von að borgarlína nýtist. Fólk á vissum svæðum í Reykjavík mun reyndar ekki eiga annan valkost en að nota almenningssamgöngur eða hjól þar sem að við íbúabyggð á vissum stöðum í Reykjavík verða fá bílastæði. Börn hafa mótmælt þéttingu byggðar við Vatnshólinn í nágrenni Sjómannaskólans, vinsælt leiksvæði barna. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borga barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef heldur sem horfir.

Frestað.

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, að hlusta á íbúa við Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni:

Fulltrúi Flokks leggur til og hvetur skipulagsyfirvöld að hlusta á íbúa við Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Hér er um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim. Enginn veit betur um hættur í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið. Einnig er því mótmælt af íbúum að verið sé að útfæra tillögu sem er í fullkominni mótsögn við stefnu borgarinnar um vistvæna ferðamáta með nýjum bílastæðum.

Frestað.


Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um málun bílastæða/gatna í miðbænum:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um stöðu mála um málun bílastæða/gatna í miðbænum.
Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig hver hefur umsjón með málningu gatna/bílastæða hér í miðbænum?
Ástæða fyrirspurna er að borið hefur á því að hlaupið hefur verið frá óloknu verki með þeim afleiðingum að ökumenn eiga erfitt með að sjá hvar stæði enda og byrja. Skort hefur á eftirliti með verkum eða þau hreinlega eftirlitslaus? Tryggja þarf ábyrgt eftirlit með málum af þessu tagi eins og öðrum málum.

 

Skipulags- og samgönguráð 28. apríl 2021

Hér eru punktar frá fundi Samtaka sveitarfélaga um byggðasamlög
Stefnuráð

Skal vera forlegur virkur vettvangur eigenda

Skipaður kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að fulltrúar hafi samráð við sveitarfél-g

Markar tillögu að stefnusáttma. Formleg og skipuleg aðkoma kjörina fulltrú að stefnumörkun. Tryggir samtal um sameiginlega stefnumörkun um viðkomand/væntanleg verkefni.

Kann að hafa víðtækara hlutverk. Eftirfylgni með innleiðingu og stjórnar byggðasamlags á sefnusáttmála. Túlkun álitaefna varðandi innihald og innleiðingu stefnusáttmála. Umsagnaraðili um önnur atriði / stefnumál / áætlanir sem fara fyrir eigendafundi

Skýrara umboð frá eigendum til að stjórna og stjórnenda. Stjórnir nær því að vera framkævmdaraðili við innleiðingu stefnusáttmála og annarra samþykktra stefna.

Punktar

Atkvæðavægi í samræmi við eignarhlutfall, kjörnir fulltrúar fá aðkomu, 5 frá Rvk og 3 frá öðrum. Reynt að ná samkomulagi til að þurfa ekki að fara í kosningu. Helsta breyting er að samlögin verða nær eigendum sínum, sanngjarnara hlutfall í stjórnun, tekur mið af fjárhagslegri ábyrgð til að tryggja ákvarðana og stjórnunarvægi.

Hversu langt á að ganga í útvistun verkefna. Á að útvista rekstri öðrum en lögbundnum. T.d. Strætó, metansölu og Góða hirði. Spurning að finna annað  rekstrarform fyrir það? Fá fjárfesta í þau kerfi þar sem orðið hefur markaðsbrestur.

Stefnuráð

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar velferðarráðs á fundi borgarstjórnar, þann 16. mars 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægi að kanna þetta með því að gera úttekt á fjölda og högum heimilislausra í Reykjavík. Þeir sem eru heimilislausir eru líklegri til að leita í neyð sinni skjóls í húsnæði sem er ekki mannabústaðir, ekki aðeins ósamþykkt húsnæði heldur jafnvel stórhættulegir íverustaðir vegna vöntunar á lágmarks brunaöryggi.

Grípa þarf strax til aðgerða sem miða að því að finna þennan hóp og í kjölfarið að finna því húsnæði sem hægt er að kalla heimili sitt. Óttast er að hópur heimilislausra hafi stækkað með vaxandi fátækt í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fyrir liggur skilgreining hjá Reykjavíkurborg um hvað telst vera heimilislaus, svo það ætti ekki að flækjast fyrir að gera úttekt sem þessa í borginni. Að ætla að gera þetta á landsvísu í samstarfi við ríkið er stærra og flóknara mál og mun taka margfalt meiri tíma.  Byrja þarf á að samræma skilgreiningar og gæti það verið býsna flókið og langsótt. Borgin er einstök vegna stærðar og erfitt að ætla að setja „heimilisleysi“ t.d. á Raufarhöfn í samhengi við „heimilisleysi“ í borginni. Auðvitað væri best að gera hvorutveggja, gera bæði úttekt í Reykjavík sérstaklega og á landsvísu.

 

Bókun Flokks fólksins við minnisblaði sviðsstjóra, dags. 21. apríl 2021, og fram fer kynning um stöðumat á innleiðingu aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum eldri borgara:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af Reykvíkingum sem eru 90 ára og eldri sem eru án heimaþjónustu nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur geisað í meira en ár. Þessi hópur er lang líklegastur til að vera ekki nettengdur og eina leiðin til að ná til þeirra er í gegnum síma eða með heimsóknum. Til stóð að heimsækja þennan hóp, meta þarfir þeirra og átti að ráða sérstakan starfsmann í verkefnið. Ekki hefur verið fjárheimild til þess. Athuga ber að það eiga ekki allir aðstandendur. Í dvala hjá sviðinu hefur  „Gróðurhúsið“ legið en það „concept“ kostar milljónir ef ekki milljarða, verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem rekin hefur verið sérstök skrifstofa í kringum í þrjú ár.  Gróðurhús eða teymi þar sem starfsmenn fara í sjálfsskoðun í tengslum við starf sitt þarf ekki að kosta neitt enda segir í lýsingunni að þetta sé bara „einhver prósess, eitthvað ferli sem leiðir þig eitthvert og útkoman sjálf skiptir þannig séð ekki höfuðmáli.“

Varðandi Gróðurhúsið – þá hefð verið miklu gáfulegra að fá fulltrúa úr framlínuþjónustu hvers sviðs og láta þau greina sína þjónustu sjálf og stinga upp á lausnu í samvinnu við fulltrúa frá ÞON og svo yrðu fundnar lausnir í samræmi við það.

Nú væri lag að kanna hvort ekki er hægt að sækja s.s. einn milljarð til þjónustu- nýsköpunarsviðs sem fara á í Gróðurhúsið og nota hann frekar til að ráða starfsmann sem getur heimsótt og hringt í eldri borgara yfir 90 ára.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs þann 20. janúar 2021, um að kanna leiðir til að útvista til einkaaðila þjónustu velferðarsviðs.

Felld með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna Sósíalistaflokks Íslands, og Flokks fólksins gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúi Flokks fólksins efast um að auka útvistun verkefna sé af hinu góða.  Þegar hart árar er oft gripið til útvistunar, til að redda málum. Útvistun getur verið frábær hugmynd en hræðileg framkvæmd. Gallar við útvistun eru fleiri en kostir. Venjulega er þetta dýrara dæmi þegar upp er staðið og yfirsýn tapast og minni stjórn verður á verkefnum. Þörf verður fyrir stíft eftirlit. Eftir að hafa útvistað hefur borgin fátt um hlutina að segja. Stundum er þjónusta hreinlega slæm og illa komið fram við fólk en yfirvöld máttlaus því þau eru búin að afsala sér ábyrgðinni á verkefninu og uppbyggð  reynsla hefur tapast með útvistuninni. Enginn tekur að sér að reka fyrirtæki nema til að hagnast á því og því maka margir krókinn  í gegnum rekstur og verkefni sem borgin útvistaði. Útvistun, eins og uppsagnir, er stundum merki þess að ekki er allt með felldu. Með hverri útvistun tapast sérþekking hjá borginni. Með útvistun missir borgin bæði yfirsýn og stjórnkerfið missir mátt.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjórnar, dags. 4. febrúar 2021, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 21. apríl 2021, varðandi svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til meðferðar velferðarráðs á fundi borgarstjórnar, þann 2. febrúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að samþykkt yrði að stofna sálfélagslegt meðferðarúrræði (samtal) fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi til að fyrirbyggja eða draga úr notkun geðlyfja. Samþykkt var að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. Á fundi velferðarráðs er tillagan felld eins og allar aðrar tillögur frá Flokki fólksins sem vísað er úr borgarstjórn í velferðarráð. Rökin fyrir að fella þessa tillögu eru að ábyrgðin fyrir að sinna andlegri líðan eldri borgara liggi ekki hjá Reykjavíkurborg heldur hjá ríkinu. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að velferðarsvið getur ekki fríað sig allri ábyrgð með þessum hætti. Hér er um viðkvæman hóp að ræða og er velferð þeirra á ábyrgð borgar og ríkis. Fulltrúi Flokks fólksins er heldur hvergi að segja í tillögunni að velferðarsvið eigi að hafa upplýsingar um geðgreiningar. Fæstir í þessum hópi eru með einhverjar sérstakar geðgreiningar enda er vanlíðan oft sprottin af breytingum á högum, einmanaleika og minnkandi færni.

Á sama tíma og sagt er í umsögn að verkefnið sé ekki á ábyrgð velferðarráðs er viðurkennt að í þessum hópi eru einstaklingar sem hafa þörf fyrir sálfélagslega nálgun með skipulögðum hætti og að mikilvægt væri að þjónusta þennan hóp betur en gert er í dag. Fram kemur í umsögn að með því að nýta þau stöðugildi sem þegar eru til staðar innan heimahjúkrunar og á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þyrfti að ráða 2 sálfræðinga og 2 félagsráðgjafa og yrði kostnaðarhlut Reykjavíkurborgar þá alls um 50 m.kr. Fulltrúi Flokks fólksins spyr, finnst fólki það mikið þegar horft er til hversu mikil hjálp 4 fagaðilar gætu veitt okkar viðkvæmasta hópi? Aftur bendir fulltrúi Flokks fólksins á 10 milljarðana sem settir hafa verið í stafræna umbreytingu og að stór hluti þessa fjármagns fer í að greiða einkafyrirtækjum ráðgjöf enda búið að reka hóp kerfifræðinga frá borginni. Svo er séð ofsjónum yfir 50 milljónum sem myndi dekka ráðningu fjögurra fagaðila til að sinna andlegri líðan fólks á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Forgangsröðun þessa meirihluta liggur sannarlega alveg ljós fyrir.

Felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúi Sjálfstæðiflokksins situr hjá.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um starf félagsmiðstöðva sem stuðlar að tengingu milli kynslóða, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs frá 16. desember 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um hversu margar félagsmiðstöðvar eru með starf sem stuðlar að tengingu milli kynslóða, hvernig er því starfi háttað og í hverju felst það?  Einnig var spurt um hvað margar félagsmiðstöðvar hafa skipulega samveru eldri borgara og barna, eldri borgara og hunda/gæludýra? Samkvæmt svari eru allar félagsmiðstöðvar að halda uppi starfi sem stuðlar að tengingu milli kynslóða með t.d. samverustundum með börnum á víðum grunni og í samstarfi við skólana og 11 félagsmiðstöðvar af 17 hafa reglubundið starf með gæludýrum. Í  óformlegri könnun sem fulltrúi Flokks fólksins hefur gert undanfarin misseri um þessi atriði, með því að spyrja eldri borgara sem stunda félagsmiðstöðvar og aðstandendur hafa svör verið með allt öðru móti en segir í svari/umsögn. Ekki er oft kannast við ofangreint samneyti og það var einmitt ástæða þess að fulltrúi Flokks fólksins lagði fram þessar fyrirspurnir.  Hér er ekki verið að saka neinn um ósannindi en stundum næst einfaldlega ekki að fylgja eftir stefnu/reglum að fullu leyti af ýmsum ástæðum. Skrásetja þyrfti þessar heimsóknir á heimasíðu félagsmiðstöðvanna til þess að hægt sé að skoða hvernig gengur að framfylgja  reglum/stefnu. Enn eru 6 félagsmiðstöðvar sem ekki hafa boðið notendum upp á samneyti við dýr og er það miður.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 21. apríl 2021, um breytingar á reglum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum:

Sambærilega tillögu ætti að leggja fram í sambandi við frístundakortið. Hér er fjármagn frá ríkinu en þegar kemur að fjármagni frá borginni þá gilda stífari reglur, svo stífar að mörg börn geti ekki notið góðs af frístundastyrknum. Það heldur engum rökum að ekki sé hægt að nota frístundakortið á leikjanámskeið, sumarnámskeið og sumarbúðir sem dæmi eins og hægt er að nota þennan styrk í. Frístundakortið átti einmitt að hafa þann tilgang að auka jöfnuð og styðja sérstaklega við börn á tekjulágum heimilum til að stunda íþróttir sem liður í forvörnum. Nýting á frístundakortinu mætti vera betri og ætti að vera nærri 100% ef allt væri eðlilegt en er aðeins tæplega 80% í þeim hverfum þar sem nýting er mest. Það er nánast þakkarvert að Reykjavíkurborg fékk ekki þetta fjármagn til að ráðstafa að eigin vild því þá hefði þetta farið í sama stífa reglupakkann og frístundakrotið, að námskeið þurfi að vera ákveðnar margar vikur til að hægt sé að nýta kortið og að í stað þess að hjálpa efnaminni foreldrum að greiða gjöld frístundaheimilis er þeim bent á að þeir geti notað frístundakortið til að greiða gjaldið og þar með er réttur barnsins til Kortsins til að velja sér íþrótt/tómstund farinn fyrir bí.

Velferðarráð 21. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins við tillaga að alþjóðastefna Reykjavíkur til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. mars 2021:

Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030  í erlendum samskiptum endurspeglar vart þróun síðustu ára með sístækkandi hlutverki borga á alþjóðavettvangi.  Margt er gott í stefnunni en áhyggjur eru af því sem fram kemur t.d. að „sérstaka starfsmenn þarf til að sinna alþjóðlegu samstarfi.“ Auka þjónustu við kjörna fulltrúa – t.d. vegna ferðalaga og móttaka og til að setja þá inn í ýmis alþjóðamál. Hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að huga þarf að kostnaði eins og í svo mörgu öðru en farið hefur verið offari í sóun þegar kemur að ferðalögum meirihlutans og embættismanna erlendis, fram að COVID. Samskipti eiga að vera í gegnum fjarfundi nema í undantekningartilfellum. Annað sem vekur áhyggjur er að sagt er að nota eigi  „skilvirkar snjalllausnir og ráða fleira starfsfólk“. Hér hræða sporin og mikilvægt er að opna ekki enn á ný á stjórnlaus útgjöld eins og nú þegar hefur verið gert á sviði þjónustu og upplýsingatækni í verkefni sem hafa hvorki verið skilgreind til hlítar né hafa sýnileg markmið. Þekkingarmiðlun er í ójafnvægi – miklu er miðlað en minna sótt. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að hægt er að sækja meiri þekkingu til annarra borga og taka til fyrirmyndar borgir sem viðhafa góða og ábyrga stjórnsýslu.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins styður tillögu um snjallvæðingu í grunnskólastarfi í Reykjavík en setja þarf verkefnið í hendur ábyrgra aðila og þeirra sem hafa þekkingu og skilning á snjallvæðingu sem snýr beint að börnunum og námi þeirra. Skilgreind markmið og mælanlegir verkferlar verða að vera til staðar þegar verið er að sýsla með fjármuni borgarinnar. Skynsamlegast væri að færa hluta þessara 10 milljarða sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur fengið nánast frítt spil með yfir á skóla- og frístundasvið sem myndi halda utan um Fab Lab og snjallvæðingu skólanna. Það er aldrei að vita nema að hugmyndaauðgi grunn- og framhaldsskólanema (Fab Lab) myndu skila fyrr af sér lausnum og draga þar með úr milljarða ráðgjafakaupum til einkafyrirtækja. Þrátt fyrir að miklum fjármunum hafi nú þegar verið veitt í stafræna umbreytingu og snjalllausnir er ekki að finna mikið af lausnum. Benda má á þetta fræga gróðurhús en í það hafa farið milljónir ef ekki milljarðar þrátt fyrir að vera aðeins „jarðvegur“ eins og meirihlutafulltrúi lýsir því, eða „prósess þar sem útkoman skiptir engu máli“. Einnig mætti nýta þær lausnir sem til eru nú þegar og hafa virkað vel, t.d. í skólakerfum annarra landa eins og raunin virðist vera með Fab Lab (sköpunarsmiðja).

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu að nýju deiliskipulag fyrir Skerjafjörð Þ5 ásamt fylgiskjölum, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. mars 2021:

Nýtt deiliskipulag fyrir Skerjafjörð Þ5 er til afgreiðslu og hefur verið samþykkt af meirihlutanum. Með því að samþykkja tillöguna er stoppað í hvert gat í kringum  flugvöllinn. Skerjafjörðurinn og málefni hans hafa verið lengi á dagskrá í borgarstjórn og þá ekki síst vegna fyrirhugaðra landfyllinga og auðvitað vegna flugvallarins. Þótt ákvörðun um landfyllingu sé ekki hluti af þessari afgreiðslu þá eru áform um landfyllingar á þessum stað óásættanlegar enda skerðing á fjöru. Skerjafjörðurinn og uppbygging hans hefur margar hliðar. Umferðarmálin er einn flötur sem dæmi og einnig hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni til langs tíma eða verði fluttur annað eftir 10-20 ár. Ekki er hægt að segja til um hvað verður á þessu stigi máls. Fulltrúi Flokks flokksins hafnar ekki alfarið að einhver uppbygging eigi sér stað í Skerjafirði en í raun er erfitt að fullgera nokkuð skipulag á meðan framtíð flugvallarins er óljós. Það væri þroskamerki hjá þessum meirihluta að ákveða ekki neitt með Skerjafjörðinn nú þegar aðeins eitt ár er eftir af valdatíð hans. Fari flugvöllurinn þá verður allt annað landrými undir til skipulagningar fyrir húsabyggð. Eðlilegt væri að meirihlutinn leyfði þeim næsta að taka þennan bolta. Skerjafjörðurinn er verðmætt svæði með blómlega náttúru og hefur tilfinningagildi fyrir fjölmarga.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

Allar tillögur sem styðja við bakið á fátæku fólki eru tillögur sem Flokkur fólksins styður. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt mýmargar sambærilegar tillögur fram í borgarstjórn en þær ýmist felldar eða vísað frá. Ljóst er að grípa þarf til sértækra aðgerða ef vinna á að jöfnuði. Hvort sem ákveðið er að hafa þjónustu gjaldfrjálsa eð tekjutengda þá liggur fyrir að það þarf að gera meira fyrir foreldra sem eru undir framfærsluviðmiði til að létta af þeim álagi sem fylgir því að vera fátækur. Eðlilegt er í samfélagi eins og okkar að lágtekjufólk sem oft eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og námsmenn sem eru undir lánsviðmiðunarmörkum borgi minna eða ekkert fyrir þjónustu eins og leikskóla og frístund og þeir efnaðri borgi meira. Jöfnuður er ein mikilvægasta forsenda þess að öll börn nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Dæmi um ójöfnuð er að börn tekjulágra foreldra stunda síður skipulagðar íþróttir og annað tómstundastarf. Foreldrar hafa þurft að grípa til frístundakorts barna sinna til að greiða frístundaheimili og þar með nýtist kortið ekki fyrir barnið til að velja sér tómstund eða íþrótt. Útbúa þarf tekjuviðmið til að hægt verði að styðja við tekjulágar fjölskyldur með viðbótarniðurgreiðslu á t.d. gjöldum frístundaheimila. Samfylkingin í borginni ætti að styðja þessa tillögu vilji hún vera samkvæm þeirri stefnu sem Samfylkingin boðar sem er jú að auka jöfnuð.

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins:

Tillögu Flokks fólksins um að borgarstjórn samþykki að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræði hefur verið vísað í velferðarráð. Það boðar ekki gott því að í öll þau skipti sem tillögum Flokks fólksins hefur verið vísað til velferðarráðs beint úr borgarstjórnarsal þá eru þær felldar eða vísað frá á einhverjum næstu funda ráðsins. Hér er meirihlutinn að kaupa sér tíma því málið er viðkvæmt og treystir meirihlutinn sér ljóslega ekki til að fella tillöguna eða vísa henni frá hér og nú. Það hefði verið meirihlutanum að meinalausu að samþykkja þessa tillögu og verið sómi af. Þá hefðu hjúkrunarheimili borgarinnar tækifæri til að að skoða hana fyrir alvöru og hin heimilin sem eru sjálfseignastofnanir fengju hvatningu til að gera það saman. Í andmælum meirihlutans fær borgarfulltrúinn tvö valmöguleika, að samþykkja að vísa henni í velferðarráð eða draga hana til baka. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur leggja áherslu á að Eden hugmyndafræðin er einstök. Allmörg heimili vinna eftir Eden hugmyndafræðinni og hafa sum gert lengi við mikla ánægju heimilisfólks, aðstandenda og starfsfólks. Ástæðan fyrir því að Eden er svo vinsæl er að hún felur í sér áhersluna á hlýju, nánd, sjálfstæði og valdi yfir eigin lífi. Rúsínan í hugmyndafræðinni er áherslan á samneytið við lífríkið, börn og dýr.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Eden-hugmyndafræðin er áhugaverð og byggir á fjölbreytileika til að auðga daglegt líf hvers íbúa. Meirihluti borgarstjórnar lagði til að tillögunni yrði vísað til velferðarráðs til umfjöllunar og samráðs. Ákvörðun um að innleiða hugmyndafræði þarf alltaf að taka í nánu samráði við stjórnendur, starfsfólk og íbúa hjúkrunarheimila.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Það hefði verið meirihlutanum að meinalausu að samþykkja þessa tillögu og verið sómi af. Þá hefðu hjúkrunarheimili borgarinnar fengið tækifæri til að skoða hana fyrir alvöru og hin heimilin sem eru sjálfseignarstofnanir fengið hvatningu til að gera það saman. Að vísa tillögunni í velferðarráð boðar ekki gott því að í öll þau skipti sem tillögum Flokks fólksins hefur verið vísað til velferðarráðs beint úr borgarstjórnarsal þá eru þær felldar eða vísað frá á einhverjum næstu funda ráðsins. Hér er meirihlutinn að kaupa sér tíma því málið er viðkvæmt og treystir meirihlutinn sér ljóslega ekki til að fella tillöguna eða vísa henni frá hér og nú.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir borgarráðs frá 18. og 25. mars og 15. apríl undir 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. mars:

Borgarráð samþykkti nýlega að heimila þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefnaklasa í stafrænum umbreytingum. Sjálfsagt er að veita fé í stafræna umbreytingu enda er borgin eftir á með flest í þeim efnum enn sem komið er. Eins og komið hefur fram í fjölda bókana Flokks fólksins telur borgarfulltrúinn að afar frjálslega sé farið með það fé sem veitt hefur verið í málaflokkinn. Ekki er gætt aðhalds og ráðvendni. Starfsfólk var rekið og verkefnum útvistað. Ráðgjafakaup eru óeðlilega mikil í þessum málaflokki, fram úr öllu hófi. Sett er fé í tilraunastarfsemi á stafrænum verkefnum án þess að skilgreina hvert það leiðir. Minnt er á að til eru þessar lausnir nú þegar hjá flestum fyrirtækjum, stórum og smáum. Að verja milljörðum í hugmyndasmiðjur og nýsköpunarverkefni sem óvíst er að eitthvað komi út úr, er óverjandi. Með fagurgala og háfleygum lýsingum sem sjá má í svörum við fyrirspurnum, er reynt að fá fólk til að kaupa þá ímynd að verið sé að gera hér einhverja tímamótahluti sem leiði borgina á toppinn í stafrænni umbreytingu svo aldrei hafi sést annað eins. Allt er þetta undir merkjum græna plansins. Grænt eða ekki grænt, þá er þetta sóun og bruðl. Illa er farið með fjármuni borgarinnar sem ekki er hægt að horfa upp á.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Mikill undirbúningur liggur til grundvallar stafrænni umbreytingu borgarinnar. Að sjálfsögðu er ráðvendni gætt og er fullyrðingum um annað vísað á bug. Verið er að hraða stafrænni umbreytingu í þjónustu borgarinnar um fjöldamörg ár með það að markmiði að bæta þjónustu við borgarbúa. Liggur fyrir að þessi stafræna vegferð mun kalla á um 60-80 ársverk sem mun skiptast í aðkeypta þjónustu og tímabundin stöðugildi eftir því hvað hagkvæmast er hverju sinni. Tilbúnar lausnir eru keyptar þar sem það er skynsamlegt. Hér er um að ræða fjárfestingu sem mun spara mikið til lengri tíma eins og verkefni sem þegar hafa verið unnin hafa sýnt. Þjónustuþörfin er stanslaust að aukast og til að fletja út kúrvuna á aukinni þörf á fjölgun starfa er hægt að mæta aðstæðunum með nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu um leið og þetta leiðir til betri þjónustu sem er aðgengilegri, hagkvæmari og umhverfisvænni. Það gengur ekki að fullyrða að það þurfi nauðsynlega að ráðast í stafræna umbreytingu en halda því svo fram að það sé algjör vitleysa að fjárfesta í nákvæmlega þessu.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Það fjáraustur og ábyrgðarleysi þjónustu- og nýsköpunarsviðs undir verndarvæng formanns mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og borgarstjóra sem fulltrúi Flokks fólksins hefur marglýst í bókunum sínum er með eindæmum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið það óþvegið fyrir að gagnrýna þetta, sökuð um vanþekkingu og fleira hálfu verra. Fulltrúi Flokks fólksins ætlar ekki að fara niður á þetta plan en biðlar þess í stað til formannsins að axla ábyrgð og spyrna við fótum. Spyrna átti við fótum þegar hópur kerfisfræðinga var rekinn og verkefnum þeirra útvistað. Ekki hefur verð sýnt fram á hagkvæmni með þeirri aðgerð. Einnig átti að spyrna við fótum þegar milljarðar streymdu til ráðgjafafyrirtækja greiðslur sem eru sumar ekki sundurliðaðar í opnu bókhaldi á vef borgarinnar. Spyrna átti við fótum þegar sérstakar skrifstofur voru settar á laggirnar í kringum ákveðin tilraunaverkefni sem jafnvel er hægt að fá fullbúin annars staðar eða hefði mátt setja í hendur nemenda grunn- og framhaldsskólanna (Fab Lab) til að þróa frekar. Reykjavík er sveitarfélag en ekki hugbúnaðarfyrirtæki eða hönnunar- og nýsköpunarfyrirtæki á heimsmælikvarða. Hér er ekki um að ræða milljónir heldur milljarða, vel á annan tuga milljarða þegar allt er tiltekið. Og hvað svo? Er þetta botnlaus brunnur sem halda á áfram að hella í?

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Meirihluti borgarstjórnar er metnaðarfullur þegar kemur að þjónustu við fólk. Þess vegna er verið að endurhanna þjónustuna á forsendum notandans. Tilbúnar lausnir eru keyptar þar sem það er hagkvæmt. Verkefnum er ýmist útvistað eða unnin innanhús byggt á því hvað er hagkvæmt fyrir útsvarsgreiðendur Reykjavíkurborgar og byggt á því hvaða þekking er til staðar innan kerfis. Öll stór fyrirtæki og stofnanir sem veita mikilvæga þjónustu og taka sig alvarlega eru að vinna að stafrænni umbreytingu. Einfaldlega vegna þess að nútíminn krefst þess í takt við væntingar íbúa. Þessi fjárfesting kostar en sparar gríðarmikið til lengri tíma. Talið er að hagræðið af þessari stafrænu umbreytingu muni skapast á þremur til fimm árum eða jafnvel hraðar. Verkefni sem hefur verið lokið sýna mikinn ábata.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins biðlar aftur til meirihlutans um að sýna hér ábyrgð, viðhafa gagnrýna hugsun og almenna heilbrigða skynsemi. Meirihlutanum sem völdin hafa er skylt að gæta þess ávallt að farið sé vel með fjármuni borgarinnar og gæta að hagræðingu og hagkvæmni. Standa þarf einnig vörð um störfin, ekki síst á þeim erfiðu tímum sem nú ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. Minnt er á stöðu mála á biðlistum borgarinnar í hina ýmsu þjónustu. Á velferðarsviði og skóla- og frístundasviði vantar sárlega fjármagn. Rík ástæða er því að horfa í hverja krónu og finna ávallt hagkvæmustu leiðirnar að markmiðunum. Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir undir 9. og 10. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 23. mars og 7. og 8. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs 13. apríl:

Liður 9. og 10. í fundargerð 23. mars: Tillögur Flokks fólksins um hagsmuni barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskóla voru felldar í skóla- og frístundaráði. Sláandi er hversu mörg þessara barna, sem hafa alist upp í Reykjavík eru illa stödd í íslensku. Skortur er á fjölbreyttari bjargráðum fyrir tvítyngd börn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur einnig gagnrýnt vöntun á samræmdum árangursmælingum í sérkennslu og öðrum úrræðum. Liðir 7. og 8. í fundargerð 13. apríl: Fulltrúi Flokks fólksins lagði til breytingar á niðurgreiðslum vegna þjónustu við dagforeldra. Ekki gengur upp að fólki sé refsað fyrir hvenær árs þau eignast börn og þurfi að greiða meira vegna dagvistunar barna því þau komast ekki í leikskóla. Tekið er undir með áheyrnarfulltrúa foreldra leikskólabarna að fagna beri endurskoðun gjaldskrár. Hvatt er til samræmingar skólastiga í gjaldtöku og að forráðafólk beri ekki aukinn kostnað þegar skortur er á leikskólaplássum. Einnig var tillaga að gjald skólamáltíða í leik- og grunnskólum verði lækkað hjá þeim verst settu felld með þeim rökum að „lækkun á gjaldi kæmi niður á gæðum máltíða.“ Fulltrúi Flokks fólksins er ósammála. Lækkun gjalds þýðir vissulega að hækka þarf framlag til sviðsins en ekki að dregið verði úr gæðum máltíða. Skárra væri það nú.

Borgarstjórn 20. apríl 2021

Tillaga Flokks fólksins fyrir fund borgarstjórnar 20. apríl 2021

 

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórn samþykki að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræði

Samkvæmt kröfulýsingu fyrir hjúkrunar- og dvalarrými eiga heimilin að hafa hugmyndafræðilegar forsendur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að þau tvö hjúkrunarheimili sem borgin rekur verði rekin með Eden-hugmyndafræðinni að leiðarljósi og samþykki einnig að hvetja hjúkrunarheimili í Reykjavík sem eru sjálfseignastofnanir að taka upp hugmyndafræðina hafi þau ekki gert það. Nokkur dvalar- og hjúkrunarheimili á landinu eru rekin sem Eden-heimili t.d. Ás í Hveragerði og dvalar- og hjúkrunarheimilið á Akureyri.

Eden-hugmyndafræðin snýst um að fólk haldi sjálfræði sínu og reisn þó flutt sé á hjúkrunarheimili og að heimilisfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir um daglegt líf sitt.

Líklegt þykir að á hjúkrunarheimilum í dag sé reynt að stuðla að því að fólk haldi sjálfstæði sínu en hugmyndafræði Eden gengur lengra og þá sérstaklega í áherslu sinni á lifandi umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á samneyti kynslóðanna. Einnig er áhersla á að hver íbúi hafi eigin húsgögn/eigur, rík samskipti við yngri kynslóðina, nálægð við líffræðilegan fjölbreytileika/ræktun plantna og grænmetis auk þess sem íbúar hafa heimild til að halda gæludýr. Samneyti dýra og manna umbreytir hjúkrunarheimili í fjölbreytilegt og líflegt heimili. Að halda gæludýr dregur úr streitu, einmanaleika og þunglyndi og eykur gleði og samskiptahæfni meðal aldraðra.

Greinargerð

Hugmyndafræðin Eden varð til í Bandaríkjunum fyrir meira en þrjátíu árum og er höfundur hennar læknirinn Bill Thomas. Hugmyndin spratt út frá því hversu algengt það var að fólk á hjúkrunarheimilum væri einmana og einangrað. Við einmanaleika, leiða og vanmáttarkennd eru engin lyf til nema þau lyf sem deyfa og sljóvga. Kjarni hugmyndafræðinnar er að fólkið taki fullan þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða og séu virkir. Umhverfi þeirra er gert persónulegt og er skreytt af þeim sjálfum. Mest um vert er að opnað er fyrir þann möguleika að fólk haldi gæludýr og komist í tengsl við plöntur/ræktun. Með dýrunum er hægt að gefa íbúunum hlutverk, gildi og auka virkni þeirra, t.d. má bjóða þeim að hafa páfagauk inni í herbergi sínu, fiska eða önnur gæludýr. Þar sem Eden-hugmyndafræðin er viðhöfð hefur það sýnt sig að  íbúar njóta þess að hafa ábyrgðina. Nærveran við dýr veitir gleði og birtu í ýmsum myndum og formum. Fólk nýtur þess að heyra hljóð þeirra og hreyfingar svo ekki sé minnst á félagsskapinn við dýrin.

Reykjavíkurborg á og rekur tvö hjúkrunarheimili, Droplaugarstaði og Seljahlíð. Sólarhringsþjónusta er á báðum stöðum.

Önnur átta dvalar- og hjúkrunarheimili í Reykjavík eru sjálfseignarstofnanir sem starfa samkvæmt heilbrigðislögum til að vinna að málefnum aldraðra. Í Reykjavík er hjúkrunarheimilið Mörk  vottað Eden heimili og Grund er að undirbúa að verða Eden heimili.

Öldrunarheimili Akureyrar varð fyrst íslenskra hjúkrunarheimila til að hljóta alþjóðlega viðurkenningu sem fullgilt Eden-heimili. Þar er lögð áhersla á heimilislegt umhverfi og að íbúarnir séu ekki alltaf í hlutverki þiggjandans heldur fái tækifæri til að gefa af sér. Á þeim hjúkrunarheimilum þar sem Eden hugmyndafræðin ríkir búa gæludýr. Þangað koma einnig börn  reglulega í heimsókn, með starfsfólki og í samstarfi við skóla. Allir heimilismenn geta komið með sín húsgögn í sitt herbergi, rúmföt ef þeir kjósa, rúmteppi, gardínur og svo framvegis.

Eden-stefnan er alþjóðleg hugmyndafræði sem dvalarheimili víða um heim vinna eftir. Samkvæmt henni er talið þýðingarmikið að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa og áhersla lögð á sjálfræði íbúa og einstaklingsmiðaða þjónustu. Í tilkynningu frá Öldrunarheimili Akureyrar kemur fram að innleiðing Eden-hugmyndafræðinnar hafi hafist árið 2006 með breytingum á húsakynnum. Hvatt hafi verið til dýrahalds og samstarf við skóla og ýmis konar félagasamtök aukið.

Heimilin sem fylgja hugmyndafræðinni eru orðin mörg hundruð, í Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og víða um Evrópu.. Aðstandendur eru ávallt velkomnir og hvattir til að koma sem oftast. Þeir eru hvattir til að leggja af mörkum, taka þátt í daglegu lífi og vera virkir inni á heimilinu þar sem þeirra aðstandandi býr.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Gagnsjá, kjörnir fulltrúar boðaðir í notendaviðtal:

Fulltrúi Flokks fólksins áttar sig ekki á tengslum þess að óska eftir að fá mál flokkanna sem skipa minnihlutann sett inn á vef borgarinnar t.d. heimasvæði oddvita og þess að borgarfulltrúar séu nú orðnir einn notendahópur hinnar svokallaðar Gagnsjáar. Nú er verið að óska eftir að borgarfulltrúar (kjörnir fulltrúar) komi í „notendaviðtöl“ til að greina þarfir þeirra?
Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt fjáraustur þjónustu- og upplýsingasviðsins í alls kyns óþarfa sem hefur sumt hvert fátt að gera við útfærslur og afurð stafrænna umbreytingu. Þessi notendaviðtöl við kjörna fulltrúa eru óþörf og því tímaeyðsla og sóun á fé.
Beiðni fulltrúa Flokks fólksins er skýr og var fyrst lögð fram 2019 og aftur í borgarráði 15.4. 2021. Bent er á fordæmi á vef Alþingis þar sem finna má öll mál þingmanna. Verkefnið er einfalt en er vissulega handavinna. Þetta hefði verið einfaldara ef byrjað hefði verið strax þegar kjörtímabilið hófst og vinna það síðan jafnhraðan en það var ekki gert. Þessi tillaga Flokks fólksins kallar því ekki á nein sérstök notendaviðtöl. Hugsunin er fyrst og síðast að borgarbúar hafi greiðan aðgang að málum borgarfulltrúa, feril þeirra og afgreiðslu. „Þarfir“ eru því alveg skýrar og þarf ekki að eyða frekara fjármagni í einhver „notendaviðtöl“ við kjörna fulltrúa í þessu tilliti.

Forsætisnefnd 16.4. 2021

Bókun Flokks fólksins við stöðuskýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. mars 2021, um framkvæmdir í Úlfarsárdal:

Samkvæmt skýrslunni er ekki verið að fara yfir hverfið sjálft en kvartanir hafa borist um að deiliskipulag hverfisins sé óskýrt og erfitt að sjá hver plönin eru með lóðir og hús og hvernig þau eiga að vera. Það hefur mikið gengið á í þessu hverfi að undanförnu. Kærur eru allt of margar. Uppbygging sumra lóða hefur tafist og eru þær lóðir jafnvel notaðar fyrir byggingarúrgang. Það væri ekki verra að gerð verði úttekt á öðrum þáttum en skóla, íþróttahúsi og sundlaug. Skoða þarf umferðaröryggi, ljósastýringu, lýsingu, þveranir, göngu- og hjólastíga. Við blasir að húsnæði verði helst til of einsleitt í þessu hverfi. Lítið verður byggt af rað- og sérbýli. Kvartað hefur verið yfir að tilfelli eru um að verið sé að breyta gildandi skipulagi eftir á, t.d. minnka bil á milli húsa og byggja ofan á hús sem ekki stóð til að yrðu hærri og þar með skerða útsýni frá næstu húsum. Við skoðun á sumum kærum í gegnum tíðina finnst fulltrúa Flokks fólksins eins og komið hafi verið aftan að fólki í sumum þessara mála. Einnig eru kvartanir vegna synjunar skipulagsyfirvalda án sýnilegra raka, t.d. stækkun glugga, framkvæmdir sem enginn hefur mótmælt og hefur ekki áhrif á umhverfið.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024:

Þróunaráætlun sýnir að þétta á byggð mikið og er gengið allt of mikið á græn svæði og fjörur. Erfitt er að spá fyrir um mannfjölda svo rennt er blint í sjóinn með margt. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra. Enn er mikil vöntun af húsnæði og ekki síst af hagkvæmu húsnæði, bæði litlu og stóru. Minnstu íbúðirnar eru hins vegar hlutfallslega dýrari en þær stærri, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Skortur er á sérbýli. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengdra verkefna. Ef horft er til gatnamannvirkja þá eru mestu áhyggjurnar af fyrirhuguðum þriðja áfanga Arnarnesvegar. Ákveðið hefur verið að byggja framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati þrátt fyrir að forsendur hafi breyst verulega frá því mati, ásamt breytingum á landnotkun á áhrifasvæði og breytingum á löggjöf um umhverfismál og á alþjóðlegum skuldbindingum.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir byggingarrétti á um 60 íbúðum á lóð á þróunarsvæði 6.2.23 í Seljahverfi í Breiðholti:

Veita á Bjargi vilyrði fyrir byggingarrétti á um 60 íbúðum á lóð á þróunarsvæði 6.2.23 í Seljahverfi í Breiðholti. En á sama tíma er umhverfis- og skipulagssvið að vinna við gerð hverfisskipulags Breiðholts og segir að sú vinna sé langt komin. Fulltrúi Flokks fólksins telur að rétt væri að ljúka við hverfisskipulagið í Breiðholti áður en lóðarvilyrði er veitt, ekki að það bráðvanti ekki íbúðir heldur að taka þarf hlutina í réttri röð. Engir formlegir íbúaráðsfundir vegna hverfisskipulagsins hafa verið haldnir í Breiðholti. Skipulagsyfirvöld létu sér nægja að mæta nokkrum sinnum með kynningu í Breiðholtið í miðjum COVID aðstæðum seinni hluta árs 2020. Sumt í hverfisskipulagi Breiðholts er mjög umdeilt, t.d. hvað gengið er á græn svæði og fækkun bílastæða svo um munar þótt vissulega mætti skipuleggja og nýta sum svæði betur í Breiðholti. Það er auk þess ekki upplýst hvernig og hvort skipulagsyfirvöld ætla að taka mark á einhverjum af þeim fjölmörgu athugasemdum sem borist hafa um skipulagið og ábendingum.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að endurskoðuðum reglum um notkun á merki Reykjavíkurborgar:

Kynntar eru endurskoðaðar reglur um notkun á merki Reykjavíkurborgar sem eru til afgreiðslu. Í endurskoðuninni felst að í stað 159 sniðmáta sem nota átti er lagt til að notuð verði aðeins 13 enda það stórum hagkvæmara. Hér er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvaða hugsun lá þarna að baki í upphafi. Þetta átti aldeilis að vera flott og ekki var mikið verið að spá í kostnað. Setja átti mismunandi upplýsingar neðst í hægra horni fyrir hvert og eitt embætti, deild eða stofnun sem hefði krafist mikils viðhaldskostnaðar því ef þurft hefði að gera smávægilegar breytingar hefði þurft að búa til nýtt sniðmát.

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Hér er um grundvallarmisskilning að ræða hjá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hér er um mikla hagræðingu og vinnusparnað að ræða í tengslum við innleiðingu á nýju málakerfi borgarinnar, Hlöðunni, sem felst í því að samræma útlit allra skjala og gagna Reykjavíkurborgar. Tillagan gengur út á að í stað þess að þurfa að hanna 159 sniðmát í málakerfinu, sem ekki er búið að gera, er búið að hanna 13 samræmd sniðmát þvert á borgina. Með þessari breytingu á samræmdum sniðmátum er dregið verulega úr kostnaði til framtíðar og ímynd Reykjavíkurborgar jafnframt styrkt.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Hér er enginn misskilningur á ferð. Ef fulltrúi meirihlutans sem las upp þessa bókun hefði lesið bókun Flokks fólksins betur þá fagnar fulltrúi Flokks fólksins einmitt hagræðingu og vinnusparnaði sem hlýst af breytingu þessara reglna sem nú hafa verið samþykktar. Hér kemur lýsing á ástæðu þess að mikilvægt var að endurskoða reglurnar beint frá skrifstofustjóra upplýsinga- og skjalastýringar þjónustu- og nýsköpunarsviðs svona til að leiðrétta allan misskilning fulltrúa meirihlutans: „Samtals hafa því verið útbúin 159 sniðmát og er ljóst að með áframhaldandi innleiðingu Hlöðunnar á öðrum sviðum borgarinnar mun sniðmátunum fjölga enn frekar. Þegar til alls þessa er litið er ljóst að mikil vinna og viðhald er fólgin í því að hafa sniðmát með mismunandi skjaldamerki ásamt upplýsingum neðst í hægra horni fyrir hvert og eitt embætti, deild eða stofnun. Einnig gætu skipulagsbreytingar og smávægilegar breytingar á sniðmátunum sjálfum haft í för með sér mikla viðhaldsvinnu til framtíðar.“ Þessari ákvörðun er því fagnað en bent er á að ef ekki hefði verið tekin þessi ákvörðun hefði gríðarlegur kostnaður hlotist af sem greinilega var ekki verið að spá í í upphafi.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gerðar verði breytingar á notkun skjaldamerkis Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að einhver hefur nú hugsað til hagræðingar og sparnaðar en í upphafi þessarar vegferðar virðist sem það hafi ekki beinlínis verið leiðarljósið. Allir geta nú fagnað því að samþykkt hefur verið að gerðar verði breytingar á reglum um notkun skjaldarmerkis Reykjavíkur þannig að unnt sé að notast við samræmt útlit sniðmáta fyrir alla borgina með því að nota aðeins 13 sniðmát en ekki 159 eins og til stóð. Með þeirri breytingu er sett stopp á mikinn framtíðarkostnað sem upphaflega hugmyndin krafðist.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem greinargerð varðandi innleiðingu á húsnæðisáætlun græna plansins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2021:

Segir í gögnum að stefnt er að byggingu 1000 íbúða í Reykjavík árlega og af þeim eru 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga.  Þetta er ekki nóg. Það á eftir að taka langan tíma að vinna upp þau ár sem ekkert var byggt. Úthluta þarf lóðum með meiri krafti fyrir ólíkar tegundir af húsnæði. Sárlega vantar sérbýli og raðhús ef halda á eðlilegum húsnæðismarkaði. Þétting byggðar hefur leitt til þess að það sem byggt er er einsleitt, mest litlar og meðalstórar blokkaríbúðir. Lítið fram. Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu eru um 200 eignir en þær þyrftu að vera um allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár er slæm. Mæta þarf ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu svo lengi sem elstu menn muna. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður allt of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun sem ekki auðveldar stöðuna.

 

Bókun Flokks fólksins við við bréfi  Strætó bs., dags. 2. mars 2021, varðandi beiðni um yfirdráttarheimild, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af Strætó. Staðan var slæm fyrir COVID og hefur versnað. Hækka á yfirdráttarheimild um 300 milljónir af neyð. Grunnvandinn er að Strætó er ekki notaður nógu mikið, þessi útgáfa af almenningsamgöngum virkar aðeins fyrir hluta fólks. Margt kemur til. Dýrt er í strætó fyrir þá sem nota hann sjaldan þannig að erfitt er fyrir fyrirtækið að laða að nýja notendur. Til þess ættu að vera leiðir svo sem að nýta vagna betur á þeim tímum sem þeir aka hálftómir, t.d. með því að hafa lágt verð þá. Það væri ódýr leið til að kynna leiðakerfið. Stjórn virðist ekki leita að nýjum leiðum til að bæta reksturinn. Þegar hallinn vex er bara leitað í sjóði borgarbúa. Til viðbótar þeim hallarekstri sem nú blasir við þarf að endurnýja flotann fljótlega. Í svona stöðu er oft gripið til útvistunar, til að redda málum. Útvistun getur verið frábær hugmynd en hræðileg framkvæmd. Gallar við útvistun eru fleiri en kostir. Venjulega er þetta dýrara dæmi þegar upp er staðið og þá tapast yfirsýn og minni stjórn verður á verkefnum. Þörf verður fyrir stíft eftirlit.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að  borgarlína verði kostnaðarmetin með tilliti til sambærilegra verkefna erlendis:

Í svari samgöngustjóra er ekki talið að framúrkeyrsla við gerð borgarlínu sé líkleg. Ekki er mjög sannfærandi að bera borgarlínuna saman við samgönguverkefni erlendis. Sagt er að borgarlínan sé „kostnaðarmetin með tilliti til sambærilegra verkefna erlendis“ og viðmiðið er m. a „Metro í Kaupmannahöfn, léttlestarkerfi í Óðinsvéum og Árósum“. Metro í Kaupmannahöfn er allt öðruvísi kerfi en borgarlínan. Þar er byggt á sjálfvirkni, ekki blöndun við aðra umferð og lestir eru án bílstjóra, sem dæmi. Borgarlínan er heldur ekki enn hugsuð sem léttlestarkerfi. Borgarlínan er eins og er strætisvagnakerfi. Það ættum við að þekkja vel og vitum að Strætó fer yfirleitt fram úr kostnaðaráætlun.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. mars 2021 er varðar innkaup ÞON yfir 5 milljónir:

Málinu er frestað á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs. Þegar þetta yfirlit er hins vegar skoðað má setja spurningarmerki við ýmislegt, t.d. mikinn kostnað (töluleg staðreynd) vegna útvistunar vettvangsþjónustunnar. Það sem sést í þessu yfirliti er að mikill kostnaðarauki fellur á borgarsjóð vegna ákvörðunar um að að leggja niður innri tölvu- og vettvangsþjónustu Reykjavíkur. Borga á Premis vegna notenda- og vettvangsþjónustu tæpar 65 milljónir, Þekkingu Tristan einnig fyrir það sama eða 92 milljónir og fyrir beint samband 15,5 milljónir. En hvað hefði kostað að halda föstum starfsmönnum sem sinntu þessum hlutverkum en sem voru reknir úr starfi? Fulltrúi Flokks fólksins vill fá samanburð kostnaðarlega séð á þessum tveim kostum.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. mars:

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram sína umsögn um drög að reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að með þessum reglum mun það verða enn líklegra en áður en þetta svæði stendur ekki til boða nema þeim sem eru efnaðir. Eignir eru dýrar og nú þarf hver og einn að borga fyrir stæði við heimili sitt. Ekki er um neinar ívilnanir að ræða eins og sjá má t.d. Ósló og Drammen t.d. fyrir hreyfihamlaða eða þá sem aka vistvænum bílum en þetta eru borgir sem öllu jafna skipulagsyfirvöld í borginni vilja líkja eftir þegar kemur að skipulagi. Í raun stefnir í það að þeir sem ætla að búa í miðbænum muni einfaldlega þurfa að hugsa sig tvisvar um hvort þeir geti leyft sér að eiga bíl.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 7. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 14. apríl:

Liður 2. Skýrslan um farleiðir laxfiska á ósasvæðum Elliðaáa er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg en borgin áætlar 13 ha landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa þar sem gert er ráð fyrir að rísi íbúðabyggð. Landfylling minnkar náttúrulegt lífríki við ströndina. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki stór mannvirki. Skipulagsstofnun hefur veitt umsögn og minnir á náttúruverndarlög. Verið er að ganga á náttúrulegar fjörur og manngera náttúru til að búa til gerviveröld. Liður 7. Hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur. Mikilvægt er að hafa 30 km/klst. hraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir. Í skýrslu unninni af verkfræðingi fyrir borgina segir að það sé misskilningur að lækkun hraða þýði verra umferðarflæði og skapi tafir. En enginn er að halda því fram að hærri hraði leiði alltaf til meiri afkastagetu götu. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina.

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R21040058

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið yfirlitsins um embættisafgreiðslur er varðar ósk borgarstjóra um að verða fulltrúi í bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans:

Borgarstjóri leggur til að hann verði fulltrúi í bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill. Vissulega er það rétt að hinn stafræni heimur er framtíðin sem er frábært. En nú þegar hefur háum fjárhæðum verið varið í stafræna umbreytingu í borginni og 10 milljarðar bætast við næstu 3 árin án þess að hægt sé að sjá skilgreinda útkomu í takt við kostnaðinn. Fólk hefur verið rekið af sviðinu og ekkert lát er á kaupum á ráðgjöf fyrir ævintýralegar upphæðir. Lýsingar á tilraunaverkefnum sem hönnuðir lýsa vekja ekki traust. Staðreyndin er sú að flestar snjalllausnir sem borgin kann að þarfnast eru nú þegar til og komnar í virkni hjá fjölmörgum stofnunum. Minnt er á að verið er að sýsla með útsvar borgarbúa. Meira fjármagn þarf í velferðarmálin. Fátækt fer vaxandi og viðkvæmustu hóparnir hafa stækkað í kjölfar COVID, fólk sem þarf aðstoð af ýmsu tagi, börn þar á meðal. Borgin á sinna fólkinu fyrst og fremst, einnig með stafrænum lausnum af skynsemi.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um stöðu Strætó bs. nú þegar rúmt ár er liðið frá því að COVID skall á:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu Strætó bs. nú þegar rúmt ár er liðið frá því að COVID skall á. Hvernig stendur áhættumat Strætó? Hvernig standa útvistunarmál? Óskað er upplýsinga um fjölda kvartana/tilkynninga/ábendinga sl. ár frá notendum, hvers eðlis þær eru/ sundurliðun á þeim (ástæður og úrvinnsla). R21040126

Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um biðlista á leikskóla í borginni sundurliðað eftir hverfum og hvað lengi beðið hefur verið á biðlista:

Óskað er eftir upplýsingum um biðlista á leikskóla í borginni sundurliðað eftir hverfum og hvað lengi beðið hefur verið á biðlista. Óskað er upplýsinga um stöðu biðlista í ljósi tillagna sem lagðar voru fram af meirihlutanum 2018 þar sem stefnt var að m.a. eftirfarandi: Fjölgun leikskólarýma um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum svo bjóða megi öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í Reykjavík fyrir lok árs 2023. Að byggðir verði fimm nýir leikskólar á næstu 5 árin. Að reistir verði a.m.k. fimm leikskólar í borginni þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum. Að viðbyggingar rísi við leikskólana Seljakot, Kvistaborg, Reynisholt, Hof og leikskóla í Grafarvogi. Að nýjar leikskóladeildir verði opnaðar í færanlegu húsnæði á árinu 2019 við fjóra leikskóla þar sem eftirspurn eftir leikskólarýmum er mikil. Að lokið verði við að setja á fót sérútbúnar ungbarnadeildir við alla borgarrekna leikskóla, sem hafa fjórar deildir eða fleiri, á næstu 5 árum. Að formleg inntaka barna í leikskóla borgarinnar verði tvisvar á ári. Að stefnt verði að fjölgun barna hjá sjálfstætt reknum leikskólum og dagforeldrum. Að lokum er spurt hverjum af þessum tillögum hefur ekki náðst að framfylgja að litlu eða neinu leyti nú í apríl 2021. R21040128

Vísað til skóla- og frístudasviðs.

Beiðni um að mál Flokks fólksins verði sett inn á vef Reykjavíkurborgar. Beiðnin var áður send inn 2019: 

Fulltrúi Flokks fólksins  óskar eftir að fá yfirlit yfir öll framlögð mál Flokks fólksins, fyrirspurnir og tillögur frá upphafi kjörtímabilsins, tímasetningar, hvert málum var vísað, afgreiðsluferli, og hvaða mál eru óafgreidd.

Óskað er eftir að fá þetta í öðru formi en excel formi eða í það minnsta einnig á word skjali.
Þess er jafnframt óskað að hafin verði vinna í að setja mál flokka minnihlutans inn á vef Reykjavíkurborgar með sama hætti og sjá má að er gert hjá Alþingi.

Gagnsæi og gott aðgengi að málum kjörinna fulltrúa er liður í því lýðræði sem við búum við á Íslandi. Allir eiga að hafa aðgang að vinnu kjörinna fulltrúa í þágu borgarbúa, hvaða mál hafa verið lögð fram og hvernig þau hafa verið meðhöndluð.

 

Borgarráð 15. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins við skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um farleiðir laxa og urriða á ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár, árin 2017 og 2018:

Lögð er fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um farleiðir laxfiska á ósasvæðum Elliðaáa. Skýrslan er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg en borgin áætlar 13 ha landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa þar sem gert er ráð fyrir að rísi íbúðabyggð. Strandsvæðið sem fer undir landfyllingu er mögulega nýtt af laxaseiðum á göngu sinni úr Elliðaám til sjávar. Samkvæmt skýrslunni er ekki víst að landfyllingar hafi áhrif á göngu þeirra. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessu því landfylling minnkar náttúrulegt lífríki við ströndina. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki stór mannvirki. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin telur að bein áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar á laxfiska geti orðið talsverð og jafnvel verulega neikvæð sé horft til mögulegrar skerðingar á fæðumöguleikum og búsvæði. Hver þessi áhrif verða er þó háð óvissu þar sem ekki liggja fyrir nægilega upplýsingar um búsvæði laxfiska við ósanna, um dvalartíma laxfiska og fleira. Stofnunin minnir á meginreglu umhverfisréttar um varúð sem hefur m.a. verið lögfest í náttúruverndarlögum. Heildarvandinn er að verið er að ganga á náttúrulegar fjörur og manngera náttúru til að búa til gerviveröld þar sem náttúrulegu umhverfi með dýralífi, öllum þeim kostum sem því fylgir, er haldið fjarri.

 

Bókun Flokks fólksins Hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur, tillaga meirihlutans:

Mikilvægt er að hafa 30 km/klst. hraða á svæðum þar sem börn fara um s.s. í nágrenni við skóla. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og mengun eins og sjá má víða í borginni. Umferðartafir og teppur í borginni er stórt vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir að framlagðar hafi verið magar nothæfar tillögur. Þessi mál eru ekki einföld. Það dugar því skammt að segja að þeir sem benda á að lækkun hraða þýði verra umferðarflæði og skapi tafir sé byggt á einhverjum misskilningi. Enginn er að halda því fram að hærri hraði leiði ALLTAF til meiri afkastagetu götu. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina. Hér þarf því að finna einhvern milliveg og reyna að mæta þörfum sem flestra til að komast sem öruggast og best á milli staða í borginni.

Bókun Flokks fólksins við kynningu Lækjartorg, samkeppni:

Kynning er á undirbúningi samkeppni um endurbætur á Lækjartorgi og farið yfir skilyrðin. Í þessari kynningu kjarnast kannski óánægja sem var í kringum lokun gatna á Laugaveg og Skólavörðustíg sem varð til þess að svæðið er mannlaust og rými auð. Fram kemur þegar spurt er um hvort ekki eiga að bjóða notendum og rekstraraðilum í stýrihópinn að fyrst skuli tekin ákvörðun og síðan er rætt við notendur og rekstraraðila. Þetta er það samráð sem boðið er upp á, sem er auðvitað ekki samráð heldur er fyrst tekin ákvörðun og síðan er sú ákvörðun kynnt borgarbúum og hagaðilum. Þetta heitir að tilkynna ákvörðun sem valdhafar hafa tekið en ekki verið sé að hafa „samráð“.

Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem skipulagsyfirvöld læri ekki af reynslu, læri ekki af mistökum sínum. Öll þessi leiðindi í kringum Laugaveginn sem fræg eru orðin geta því auðveldlega endurtekið sig. Fólki, notendum og hagaðilum finnst sífellt valtað yfir sig þar sem þeir fái aldrei hafa neitt um aðalatriðin að segja. Þau fá að segja til um litlu hlutina, hvar ruslatunna á að vera, bekkur og blóm? Þessi litlu atriði eru kannski þau sem skipulagsyfirvöld eiga að ákveða en notendur sjálfir eiga að ráða stóru myndinni ef allt væri eðlilegt.

Bókun Flokks fólksins Laugavegur í 9 skrefum, framvinda:

Það sem til stendur með Laugaveg í 9 skrefum kann að vera metnaðarfullt. Talað er um teymin sem eiga að stýra þessu en í þeim er enginn fulltrúi notenda eða hagaðila. Þetta eru sérkennileg vinnubrögð. Einhver í teyminu heldur síðan utan um að upplýsa notendur um ákvarðanir teymisins. Þessi aðferðarfræði vísar ekki á gott. Bjóða á notendum um borð frá byrjun, fulltrúa hagaðila, fulltrúa hverfa og fleirum. Þetta er miðbær okkar allra en ekki þröngs hóps sérfræðinga eða skipulagsyfirvalda. Aðferðarfræðin sem notuð hefur verið t.d. með göngugötur og lokanir gatna hefur skilið eftir sárindi fjölmargra, notenda og hagaðila. Kannski átti engin von á að svo sterkt orsakasamhengi myndi vera milli lokunar fyrir umferðar og hruns fjölda verslana. Þegar vísbendingar um að slíkt orsakasamhengi raungerist átti að staldra við og finna nýjan og hægari takt í aðgerðum sem fleiri gætu sætt sig við. Sá meirihluti sem nú ríkir lagði áherslu í upphafi kjörtímabils að hafa fólkið með í ráðum svo á það sé nú minnt hér í þessari bókun.


Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um lækkun hámarkshraða við Korpúlfsstaðaveg:

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til lækkun hámarkshraða við Korpúlfsstaðaveg og að farið verði í að skoða hraðann við stoppistöð milli Brúnastaða og Bakkastaða. Þar er lýsing nánast engin, hraðinn mikill, merkingar nánast engar og um þetta svæði fara börn til skóla. Tillagan hefur verið felld. Í umsögn segir að ekki eigi að lækka ökuhraða að svo stöddu. En er þá ætlunin að gera það seinna? Væri ekki einfalt að gera það strax. Umsögnin er afar óljós og einnig í hrópandi ósamræmi við hámarkshraðaáætlun skipulagsyfirvalda. Gildir annað lögmál við Korpúlfsstaðaveg en aðrar götur í borginni í kringum skóla og í íbúahverfum? Á þessum stað er stór hópur barna af yngsta stigi að taka skólarútuna á hverjum morgni og koma svo aftur seinni partinn heim. Báðar tímasetningar eru á háannatíma og þegar umferðin er sem mest. Mælingar sem borgin gerði sl haust til þess að skoða eðli umferðarinnar á veginum voru villandi að mati íbúa. Mælingarnar voru gerðar milli Brúnastaða og Garðsstaða þar sem hraðahindranir eru fyrir og merktar gangbrautir. Í umsögn meirihlutans að nýrri hámarkshraðaáætlun er lögð áhersla á hæga umferð og öryggi gangandi á gönguleiðum að grunnskólum sbr. það sem segir í skýrslu um Hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur. Af hverju á það ekki við um Korpúlfsstaðaveg?

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Nú er að samþykkja heildstæðar tillögur um lækkun hámarkshraða í allri borginni. Umrædd hugmynd er ekki hluti af þeim tillögum en þar hámarkshraði á stofngötum á borð við Korpúlfsstaðaveg enn hafður 50 km /klst.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Þarna er svæði sem börn fara um. Vorum við ekki öll sammála um að þar sem væru skólar og börn á ferð ætti að vera 30 km/klst hraði? Af hverju ná heildstæðar tillögur um lækkun hámarkshraða meirihlutans ekki til þessarar götu þótt stofngata sé? Um er að ræða öryggi barna sem ætti að vera ávallt og alltaf í forgangi

Bókun Flokks fólksins við umsögn við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar á göngugötum vegna P-merktra bíla, umsögn:

Spurt var um hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík?

Í svari er afstaða borgarinnar birt sem er að lágmarka beri umferðarmerkingar og að ekki sé nauðsynlegt að setja upp umferðarmerki um lögákveðna undanþágu frá akstursbanni.

Ástæða fyrir að fulltrúi Flokks fólksins sendi inn þessa fyrirspurn er að fólk sem fer um göngugötur borgarinnar í fullum rétti hefur orðið fyrir aðkasti. Slíkt þarf að fyrirbyggja að gerist og er ein áhrifamesta leiðin í þeim efnum að hafa skýrar merkingar til að geta bent á þær á þeim stundum sem aðkast á sér stað. Fram kemur í svari að á Alþingi sé nú með til meðferðar frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingu á umferðarlögum. Umhverfis og skipulagssvið hefur sett á laggirnar starfshóp sem vinnur að gerð draga að samþykkt fyrir göngugötur sem leggja á fyrir Alþingi. Ljóst er að allt á að gera til að spyrna fótum við að P merktir bílar megi aka göngugötur í samræmi við nýsett lög. Skortur er á skilningi borgaryfirvalda á þörfum hreyfihamlaðra alla vega í þessu máli að mati fulltrúa Flokks fólksins.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um trjárækt meðfram stórum umferðaræðum

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til skipulagsyfirvöld ákveði að stórauka plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum í borgarlandinu. Eitt af því sem ekki hefur verið horft til í baráttunni við svifryksmengun er trjágróður. Rannsóknir sýna að trjágróður dregur úr svifryki. Svifryk er einatt til vandræða og plöntun trjáa er einföld aðgerð sem hefur góð áhrif. Umrædd svæði nýtast ekki til útivistar, en eru án bygginga vegna skipulagsmála enda þarf að vera gott rými meðfram stóru umferðaræðunum vegna veghelgunar og framtíðarnotkunar. En svæðin má nýta tímabundið með trjárækt en gera jafnframt ráð fyrir að slíkur trjágróður verði felldur þegar og ef nýta á rýmið í annað. Þetta er svipuð hugmyndafræði og er í verkefninu ,,Torg í biðstöðu“.
Lagt er því til að plöntun trjáa meðfram stórum umferðaræðum verði stóraukin.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að stytta og hraða ferla þegar sótt er um lóðir og byggingarleyfi

Tillaga Flokks fólksins er að hraða ferlum til að stytta tímann milli þess sem sótt er um lóð/byggingarleyfi og þar til hægt er að nota eignina.

Tíminn sem tekur frá því að byrjað er að byggja og geta selt er of langur tími að mati margra sem eru að byggja og gildir það bæði um einstaklinga og fyrirtæki. Leggja þarf áherslu á að hraða þeim verkferlum sem stuðst er við, við skipulag og úthlutun byggingarleyfa. Stefna borgarinnar þarf að vera skýr og skilmálar verða að vera vel kynntir þannig að óvissuþættir séu ekki að þvælast fyrir. Það flækjustig sem nú ríkir og langar og flóknar boðleiðir eru mikil hindrun í framgangi og þróun á húsnæðismarkaði.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að fjölga lóðum til einstaklinga og byggingarverktaka

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjölga lóðum til einstaklinga og byggingarverktaka fyrir allar tegundir eigna þ.m.t. sérbýliseigna til að hægt sé að viðhaldi eðlilegum húsnæðismarkaði. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu svo lengi sem elstu menn muna. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður allt of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun.

Undanfarið hefur verið lögð áhersla á þéttingu byggðar, en það veldur því að lítið framboð er á rað- og einbýlishúsum. Nú er svo komið að barist er um slíkar eignir. Þetta skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaðinum. Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu eru um 200 eignir en þær þyrftu að vera um allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár er slæm. Mæta þarf ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fundarsköp skipulags- og samgönguráðs

Fulltrúi Flokks fólksins hefur haft samband við Sveitarstjórnarráðuneytið til að kanna hvort bann við bókunum við kærum og framlögðum bréfum borgarstjóra standist sveitarstjórnarlög. Lögfræðingur ráðuneytisins hvatti borgarfulltrúa Flokks fólksins til að óska eftir skýringum frá lögfræðingi skipulags- og samgöngusviðs vegna málsins. Hér með er því óskað skriflegra skýringa á því hvers vegna bókunarréttur er þrengri á fundum skipulags- og samgönguráðs en almennt tíðkast í ráðum jafnvel þótt byggja eigi á sömu lögum og reglugerðum. Gengið hefur verið óeðlilega langt í að meina fulltrúum minnihlutans að leggja fram bókanir m.a. við kærur sem kynntar eru og „bréf borgarstjóra“ sem lögð eru fram á fundum. Bókanir eru eina tjáningarformið sem fulltrúar minnihlutans geta beitt til að koma á framfæri skoðunum sínum og álitum á málum þegar fundir eru lokaðir (sbr. 2. mgr. 5. gr. samþykktar skipulags- og samgönguráðs). Ekki er tilgreint að ákveðin mál á dagskrá skuli undanskilin. Vísað er einnig í 2. mgr. 26. gr. sveitarstjórnarlaga að málfrelsi fylgi réttur til að leggja fram bókanir. Eins hefur fulltrúi Flokks fólksins ítrekað óskað eftir að fá fundardagskrá án fylgigagna senda í fundarboði, sbr. verklag sem tíðkast í öðrum ráðum. Það hefur ekki vafist fyrir öðrum ráðum að senda dagskrá samhliða boðun. Öll ráð og svið borgarinnar nýta sömu tæknina og ætti hún því ekki að vera vandamál hér.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 14. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um jafnara aðgengi að endurvinnslu:

Þessi tillaga er mjög skýr að mati fulltrúa Flokks fólksins en ekki ónákvæm eins og kemur fram í umsögn Sorpu. Sorpa hefur bestu möguleikana á að útfæra þessa tillögu að öllu leyti enda þekkir enginn innviði Sorpu betur en starfsfólkið sjálft sem er best til þess fallið að áttað sig á m.a. umfangi þjónustu þegar mæta á þjónustuþörfum þeirra sem glíma við skerta hreyfigetu eða þurfa aðstoð af einhverjum ástæðum við að tæma bílinn eða flokka í gáma.
Fulltrúi Flokks fólksins hvetur Sorpu með öllu sínu hæfa starfsfólki að setjast niður með þessa tillögu og leggja drög að útfærslu hennar. Hægt er að byrja smátt á meðan umfangið er metið. Borgarfulltrúar geta ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum borgaralegrar þjónustu en sjá hins vegar oft hvar skóinn kreppir og eru kjörnir til að huga að hagsmunum allra borgarbúa.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að borgarmeirihlutinn/borgarstjórn ákveði að losa um almennt starfsaldursviðmið eldri borgara sem er 70 ár og að það verði ákvörðun hvers og eins hvenær hann óskar að hverfa af atvinnumarkaði þegar þessum aldursskeiði er náð:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér fyrir því að borgarmeirihlutinn/borgarstjórn ákveði að losa um almennt starfsaldursviðmið eldri borgara sem er 70 ár og að það verði ákvörðun hvers og eins hvenær hann óskar að hverfa af atvinnumarkaði þegar þessum aldursskeiði er náð. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveða á um að almennt skuli segja upp störfum þegar ríkisstarfsmaður nær 70 ára aldri. Engin sambærileg ákvæði eru hins vegar í sveitarstjórnarlögum. Kjarasamningar kveða á um að yfirmanni er heimilt að endurráða einstakling sem náð hefur 70 ára aldri með nokkrum skilyrðum. Borgarstjórn er því ekkert að vanbúnaði að taka ákvörðun um að losa um 70 ára aldursviðmiði þannig að viðkomandi geti ýmist haldið áfram í sínu starfi hjá sveitarfélaginu óski hann þess eða sótt um annað starf/minna starfshlutfall allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Samhliða væri borgarstjórn í lófa lagt að þrýsta á ríkið að draga úr skerðingum á lífeyri vegna atvinnutekna svo sem að frítekjumark vegna atvinnutekna verð hækkað í a.m.k. umtalsvert eða afnumið alfarið. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð beiti sér í þessu mikilvæga mannréttindamáli. R2104003

Frestað.

 

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins að mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð hvetji ríkisstjórnina til að beita sér umsvifalaust fyrir því að tryggja lagaheimildir fyrir nauðsynlegum sóttvarnaraðgerðum á landamærum svo vernda megi samfélagið gegn heimsfaraldrinum án þess að mannréttindi fólks séu brotin:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð hvetji ríkisstjórnina til að beita sér umsvifalaust fyrir því að tryggja lagaheimildir fyrir nauðsynlegum sóttvarnaraðgerðum á landamærum svo vernda megi samfélagið gegn heimsfaraldrinum án þess að mannréttindi fólks séu brotin. Sóttvarnarlæknir hefur varað við því að án heimilda til að skylda fólk í sóttkví undir eftirliti verði ekki hægt að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og dreifist. Það er ljóst að breyta þarf sóttvarnarlögum til að koma á slíkum aðgerðum. Við eigum að virða mannréttindi og fylgja settum lögum. Við eigum einnig að tryggja öryggi og heilsu fólks. Við þurfum að koma í veg fyrir frekari bylgjur faraldursins þar til hjarðónæmi er náð. Nú er nauðsynlegt að takmarka frelsi fólks tímabundið svo hægt sé að koma í veg fyrir þá almannahættu sem faraldurinn getur valdið ef önnur smitbylgja fer af stað. Því ber okkur skylda til að tryggja lagaheimildir fyrir tillögum sóttvarnarlæknis sem jafnframt uppfylla kröfur stjórnarskrár um mannréttindi. Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð er í fyrirsvari af borgarinnar hálfu á sviði mannréttinda og því er það verkefni ráðsins að láta í ljós afstöðu sína og kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnar. R21040035

 

Frestað.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir sem snúa að mannauðsmálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs:

Inngangur að fyrirspurnum frá fulltrúa Flokks fólksins sem snúa að mannauðsmálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Fjölmargar uppsagnir hafa verið á þjónustu- og nýsköpunarsviðs á starfsfólki undanfarin ár. Fólki með langan starfsaldur, starfsreynslu hefur verið sagt upp einnig í miðju COVID og það þrátt fyrir að borgarmeirihlutinn lýsti yfir að standa skuli vörð um störf starfsfólks á þessum atvinnuleysistímum. Þrátt fyrir  uppsagnir á sérfræðingum hefur sviðið verið duglegt að auglýsa eftir fólki í allskyns störf undanfarið. Þess vegna spyr borgarfulltrúi Flokks fólksins eftirfarandi spurninga: Hafa einhverjir starfsmenn verið ráðnir inn án auglýsingar undanfarin 4 ár og ef svo er þá hversu margir og hversu lengi hefur þá hver og einn starfsmaður sem var ráðinn inn með hætti, verið í vinnu? Hafi einhver verið ráðið inn með þessum hætti vill fulltrúi Flokks fólksins fá að vita hvort það fólk sé með tilskylda menntun og reynslu til þess að sinna því starfi sem viðkomandi fékk á þennan hátt. Borgin hefur að minnsta kosti fram til þessa viljað státa sig af  fagmennsku þegar kemur að mannauðsmálum og að sá sem hæfastur er til starfsins sé valinn. Enginn vill að geðþóttaákvarðanir ráði eða klíkuskapur þar sem fáir útvaldir fá stöður án þess að um hæfasta einstakling sé að ræða. R21040036

Frestað

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Gróðurhúsið (ÞON):

Fyrirspurnir fulltrúa Flokks fólksins um Gróðurhúsið: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hvað Gróðurhús þjónustu- og nýsköpunarsviðs hefur kostað frá upphafi – laun, námskeiðshald (kostnaður við leigu á húsnæði, veitingum eða öðru ef um slíkt hefur verið að ræða)? Hver er kostnaðurinn vegna húsnæðis, bæklinga, grafískrar hönnunar og kynninga ýmiss konar sem og kostnaður við að setja upp og halda úti sérstakri vefsíðu og / eða upplýsingagátt tileinkaðri þessu Gróðurhúsi? Hver er óbeinn kostnaður borgarinnar vegna ýmisskonar viðtala og kynninga sem starfsfólk Gróðurhússins hefur verið í, á sínum vinnutíma vegna auglýsinga á þessu Gróðurhúsi hjá óskyldum aðilum utan borgarinnar? Hvaða lausnir, vörur eða aðrar áþreifanlegar afurðir fyrir borgarbúa (sem hafa ekki verið til áður) – hafa komið út úr Gróðurhúsinu og í notkun, frá því að þessi tilraunasmiðja fór í gang? R21040037

Frestað

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 8. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins á áhrif hraða á mengun vegna umferðar, kynning

Lögð fram skýrsla Háskóla Íslands til Vegagerðarinnar um niðurstöður rannsókna á áhrifum hraða á mengun vegna umferðar, dags. 2021:

Fram kemur að svifryksmengun frá umferð hverfa ekki með aukinni rafbílavæðingu. Í sjálfu sér hefur kannski engin haldið því fram. En bílar sem knúnir eru á vistvænni orku hljóta nú engu að síður að vera framtíðin þótt það komi ekki mikið fram í þessari skýrslu. Varast skal að tala niður raf- vetni- og metanbíla. Sjálfsagt er að horfa hvað mest til nagladekkjanna en ekki síður til þess að malbik sé gott og götur séu hreinsaðar. Nagladekk hafa bjargað mörgum lífum. Lélegt malbik hefur kostað líf. Söltun og skolun hefur mikil áhrif til bóta. Umferðarteppur eru ekki til að hjálpa, bílar aka í hægagangi í langri röð eða eru sífellt að stoppa á ljósum þar sem jafnvel rautt ljós logar löngu eftir að búið er að þvera gangbraut. Stýring umferðarljósa þ.m.t. gangbrautarljósa er þekkt vandamál víða í borginni. Athyglisvert er hversu ökuhraði hefur mikil áhrif á svifryksmyndun ef marka má niðurstöður. Mestu skiptir að í venjulegum húsagötum sé ökuhraði lítill. Annar áhrifavaldur á svifryksmengun eru skítur og óhreinindi gatna. Götur í Reykjavík eru almennt séð taldar illa þrifnar. Ekki einu orði er minnst á hreinsun gatna í skýrslunni.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Sjómannaskólareitinn

Mál nr. US210077

Fram hefur komið í miðlum að leggja átti fram gögn á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um þessi gögn og hvenær eigi að opinbera þau? Ekki er seinna vænna að öll gögn komi upp á borð nú þegar búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Í þessu máli hafa verið mikil átök og því afar mikilvægt að gegnsæi ríki í málinu á öllum stigum þess.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar við göngugötur

Mál nr. US210078

Nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti. Eftir því sem næst er komist stendur ekki til að merkja göturnar í samræmi við lagaheimildina t.d. með því að setja upp skilti eða aðrar merkingar sem gefa til kynna að eigendur P merktra bíla hafi þessa heimild. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að tryggja að hreyfhamlað fólk verði ekki fyrir aðkasti aki þeir göngugötu þegar merkingar eru ekki nákvæmari en raun ber vitni?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafbíla og bílastæðakort

Mál nr. US210079

Nú vill meirihlutinn að íbúar í miðbænum fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Í Osló þurfa eigendur rafbílar, vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun ekki að kaupa kort. Í Drammen þarf að skrá rafbíla en ekkert að borga. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sama fyrirkomulag verði í Reykjavík og er í Osló og Drammen þegar kemur að raf-, vetni og metan bíla. Þessi tillaga ætti að falla skipulags- og samgönguyfirvöldum vel í geð enda hafa þau tekið nánast flest allt upp eftir yfirvöldum í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík.

Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Með því að taka upp þann hátt sem Osló og Drammen hafa gætu fleiri viljað skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu meirihlutans á tillögu um bílastæði við heimili í miðbænum:

Tillagan er felld en hún gekk út á að fylgt yrði fordæmi sem finna má í Osló og Drammen um að íbúar miðbæjarins sem eru eigendur rafbíla og vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun séu ekki tilneydd að kaupa bílastæðakort til að leggja í nálægt eða í göngufjarlægð frá heimili sínu. Lengi vel var talið sjálfsagt að a.m.k. eitt stæði fylgdi húsnæði en undir stjórn þessa meirihluta er nú að verða æ algengara að engin bílastæði fylgi íbúð/húsi. Á óvart kemur að skipulagsyfirvöldum hugnist ekki þessa tillaga fulltrúa Flokks fólksins þar sem að öllu jöfnu hafa þau viljað gera allt eins og gert er í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík.

Miðbærinn er orðið svæði sem verður dýrt að búa á. Ekki allir eigendur fasteigna svæðisins eru ríkt fólk. Útgjöld munu aukast og dýrt verður að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að skipulagsyfirvöld eigi að endurskoða þessa ákvörðun sína um að fella tillögu Flokks fólksins. Með því að taka upp þennan hátt sem Osló og Drammen hafa, gætu fleiri íbúar miðbæjarins viljað skoða að skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.

 

Skipulags- og samgönguráð 7. apríl 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi  umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi Arnarnesvegar, ásamt fylgiskjölum:

Skýrsla um lokaáfanga Arnarnesvegar er miklum annmörkum háð. Hér er ekki fjallað um valkosti heldur er einum kosti stillt upp. Annar augljós kostur er að leggja veginn í Tónahvarf og tvöfalda veg þaðan að Breiðholtsbraut og gera stórt hringtorg á mótum þeirra vega. Hvers vegna eru mismunandi kostir ekki bornir saman? Á síðustu 18 árum hefur margt breyst. Umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega matinu er úrelt. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu og ætlar Vegagerðin samt að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Endurmeta þarf áhrif stóraukinnar umferðar með tilliti til mengunar og fleiri þátta, í návígi við fjölmenn íbúðahverfi. Ný hverfi í nánd við veginn hafa verið byggð eftir að umhverfismat var gert og gert er ráð fyrir vetrargarði í Vatnsendahvarfinu. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur ekki gert neitt til að reyna að fá nýtt umhverfismat og ætlar að bjóða börnum upp á að leika sér í vetrargarði og á skíðum í mengunarskýi. Það er erfitt að sjá að vetrargarðurinn geti þróast þar sem svo mjög er þrengt að honum.


Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð:

Hér er verið að fara gegn áliti fjölda manna enda má segja að níðst sé á náttúrunni. T.d. er fjaran í Skerjafirði ein af örfáum ósnertu fjörum borgarinnar. Tilslakanir ná skammt. Fermetrum í byggingum hefur jú verið fækkað smávegis og örlítið dregið úr landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til óafturkræfanlegra mistaka á náttúru og svæðinu öllu svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu meðfram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd sem verður þá ekki náttúruleg lengur. Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins skipulagsyfirvöld hafa gert víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði nú þegar gos er hafið í Geldingadal. Í Skerjafirði er mengun í jörðu og hávaðamengun af flugvélum sem hefur áhrif á svæðið sem íbúðasvæði. Hvort tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Þess utan mun viðbót, um 1100 íbúðir, væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst. Kemur ekki til greina að hætta við að byggja í Skerjafirði og bíða eftir því að flugvöllurinn fari ef hann þá fer einhvern tímann?

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja verkefnaklasa í stafrænum umbreytingum:

Byrjað er að fara fram á að fá strax þrjá milljarða sem var samþykkt 2020. Fullyrt er að Reykjavíkurborg sé komin einna lengst af opinberum aðilum á Íslandi enda lagt í þessa vegferð strax árið 2016. Og borgin á í reglulegu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgin hefur þegar afhent kóða sem er tilbúinn og kominn í rekstur til Sambands sveitarfélaga til afnota og aðlögunar. Er hér ekki verið að segja að Reykjavík leiði verkið, en er það kostur að frumherjinn beri kostnaðinn? Svo eiga nágrannasveitarfélögin að fá lausnirnar fyrir lítið eða ekki neitt? Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um gríðarleg útgjöld sviðsins og fengið bágt fyrir. Í varnarskrifum formanns mannréttindaráðs hefur fulltrúi Flokks fólksins verið sakaður um að vera illa að sér í þessum málum. Í reglum borgarinnar ber sviðsstjóra og stjórnendum að innleiða og bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. En hjá þjónustu- og nýsköpunarsviðinu hækkar kostnaður um milljarða. Reykjavík er ekki einkafyrirtæki á alþjóðamarkaði heldur sveitarfélag sem ber skylda til að sinna grunnþörfum og lögbundinni þjónustu við borgara. Á biðlista eftir sálfræðihjálp eru tæplega þúsund börn. Það er deginum ljósara hvernig forgangsröðin er hjá þessum meirihluta.

 

Bókun Flokks fólksins við svari Vegagerðarinnar/Borgarlínu, dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skýrslu um frumdrög að fyrstu lotu borgarlínu, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. febrúar 2021:

Í svari Vegagerðarinnar kemur fram sundurliðun á undirbúningskostnaði, sem er mikill. Vaknað hafa upp spurningar hvort Vegagerðin sé rétti aðilinn til að stjórna uppbyggingu borgarlínunnar. Sérþekking hennar liggur ekki í að hanna almenningssamgöngukerfi, heldur í því að hanna umferðarmannvirki svo sem mislæg gatnamót og hraðbrautir.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. mars 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rýmingu Fossvogsskóla og framhald kennslu, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. mars 2021:

Lítið var sennilega hægt að gera nema að loka Fossvogsskóla tímabundið og flytja nemendur í Korpuskóla. Allt myglumálið sýnir fram á að ef eitthvað fúsk er í vinnu verktaka þá kostar það alvarlegar afleiðingar og það víti ber að varast. Hins vegar er það óheppilegt að hugsanlega er einhver mygla í Korpuskóla, en vonandi ekki í skaðlegum mæli. Þetta mál er allt hið erfiðasta. Sárast er hvað lengi tók að ná eyrum borgaryfirvalda og setja viðbrögð í gang sérstaklega þegar í ljós kemur að einhver mygla/gró var enn að grassera. Seint gleymist svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. febrúar 2020 við fyrirspurn Flokks fólksins þegar fulltrúi Flokks fólksins leitaði upplýsinga eftir að hafa fengið tölvupósta frá foreldrum um að leki hafði aftur komið upp í nóvember og börn væru að veikjast. Í svarinu er fulltrúi Flokks fólksins vændur um vanþekkingu og fullyrt að Fossvogsskóli væri í góðu ásigkomulagi. Fulltrúi Flokks fólksins lagði einnig til að gerð yrði faglegri úttekt á loftgæðum skólans og fékk við þeirri tillögu ámóta viðbrögð sem voru uppfull af hroka og yfirlæti. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði áhyggjur af ástandinu þarna og hvað skóla- og frístundaráð og Heilbrigðiseftirlitið voru lengi að taka við sér og létu um tíma eins og vandinn væri jafnvel bara léttvægur eftir því sem virtist.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. mars 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafræna þróun á þjónustu borgarinnar, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars 2021:

Þau svör sem hér eru birt eru af sama meiði og svör við fyrirspurnum fulltrúa Flokks fólksins um í hvað þessir milljarðar fara og hvernig þeir nýtast borgarbúum. Þarna er verið að segja frá tíu milljarða útgjöldum sem fara að mestu til ráðgjafafyrirtækja erlendis og hérlendis. Fólk hefur verið rekið úr störfum sínum á þjónustu- og nýsköpunarsviði og verkum útvistað sem allir vita að er dýrara auk þess sem fátt mun sitja eftir af þekkingu og reynslu í borgarkerfinu. Ekki er verið að amast yfir þeirri ábyrgð sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sem er að bera ábyrgð á upplýsingatækni borgarinnar og umbótum á þeim sviðum. Hvergi er hins vegar að sjá þær umbætur að heitið geti. Önnur fyrirtæki eins og Vinnumálastofnun státar af snjallmenninu Vinný sem liðkað hefur mikið fyrir þjónustu. Fram kemur aftur að reglulegir stöðufundir eru á milli þjónustu- og nýsköpunarsviðs og Stafræns Íslands og borgin hefur afhent kóða sem er tilbúinn og kominn í rekstur til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hver borgar annar en Reykjavík? Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið sagður óupplýstur og að hann sé að ráðast á starfsfólk þegar spurðar hafa verið áleitnar spurningar um þessi mál. Slíkar eru varnirnar.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021:

Í umsögn við fyrirspurn um Hafnartorg sem þykir óaðlaðandi og sérlega vindasamt, m.a. vegna þess að byggingar þar eru eins og kassar en mjókka ekki upp sem myndi milda áhrif vinda þannig að ekki koma eins stífir vindstrengir við jörð. Með skreytingum er vissulega hægt að gera Hafnartorg meira aðlaðandi er erfiðara er að leiðrétta form bygginga sem þegar hafa verið byggðar. Segir í svari að notast er við tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga sem er ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrænum hætti. En af hverju eru loftför prófuð í vindgöngum og af hverju eru hafnarmannvirki prófuð í straumlíkani þótt mikil reynsla sé af því að byggja út í sjó? Skýringin er að við slíkar tilraunir fæst miklu nákvæmari niðurstaða en með útreikningum. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg. Fólk hefur lent í beinni hættu þegar vindstrengur kemur af sjó t.d. við Höfðatorg með þeim afleiðingum að ekki er hægt að standa í lappirnar í orðsins fyllstu merkingu.

 

Bókun Flokks fólksins við 4. lið embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál:

Loksins er tillaga Flokks fólksins að fá meðhöndlun en hún var lögð fram í kjölfar hins hræðilega bruna sem varð á Bræðraborgarstíg 1 í fyrra. Tillagan var um að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða sem miða að því að finna öruggt húsnæði fyrir þann hóp fólks sem býr í ósamþykktu/óleyfisíbúðarhúsnæði. Óljóst er hvað margir búa í ósamþykktu húsnæði í borginni, atvinnuhúsnæði eða öðru óleyfishúsnæði. Í sumum tilfellum er aðbúnaður í þessu húsnæði ekki í samræmi við öryggiskröfur. Grípa þarf strax til aðgerða sem miða að því að finna öruggt húsnæði fyrir þann hóp fólks. Óttast er þessi hópur sem leitar í óleyfis- eða ósamþykkt húsnæði hafi stækkað. Nú er vaxandi atvinnuleysi vegna faraldursins og því eiga einhverjir ekki annarra kosta völ en að búa í óleyfishúsnæði. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að borgarstjóri og meirihlutinn gangi nú þegar í þessi mál. Dýrmætur tími hefur tapast og málið þolir enga bið.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að hundar verði leyfðir í anddyri eða afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja í stað þess að eigendur þeirra þurfi að festa þá utandyra meðan þeir ganga erinda sinna hjá borginni:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hundar verði leyfðir í anddyri eða afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja í stað þess að eigendur þeirra þurfi að festa þá utandyra meðan þeir ganga erinda sinna hjá borginni. Eins og kunnugt er greiða hundaeigendur sérstakan skatt fyrir að fá að halda hund. Inn í þeim skatti er trygging innifalinn, samkvæmt Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR), geri hundurinn eitthvað af sér. Hundar eru óvelkomnir á flesta staði innanhúss í opinberu rými borgarinnar og í borginni. Engin ástæða er til að banna eigendum að taka hundinn sinn með inn í það minnsta í anddyri eða afgreiðslurými/sal borgarfyrirtækja í stað þess að eigendur þurfi að skilja dýrið eftir úti á meðan þeir rétt skreppa inn. Heimilishundar bera yfirleitt með sér sama örverulíf og eigendur þeirra. Hundar eru einnig tengdir eiganda með traustum taumi og eigandinn hefur fullt vald á dýrinu. Rök fyrir því að banna að taka hunda með sér inn í anddyri opinberra stofnanna í Reykjavík eru því veik.

Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að borgarráð beini því til umhverfis- og heilbrigðisráðs ásamt Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR) að senda út tilmæli til kattaeigenda að þeir setji bjöllur, a.m.k. tvær, á ketti sína við upphaf varptíma fugla í maí:

Lagt er til að borgarráð beini því til umhverfis- og heilbrigðisráðs ásamt Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR) að senda út tilmæli til kattaeigenda að þeir setji bjöllur, a.m.k. tvær, á ketti sína við upphaf varptíma fugla í maí. Fulltrúi Flokks fólksins er mikill kattavinur en einnig mikill fuglavinur. Kattahald er útbreitt í borginni og þeir kettir þurfa ekki að veiða sér til matar. Kettir ganga flestir lausir og fara sínar ferðir. Kettir er mikilvæg gæludýr í borgum, en kettir höggva stór skörð í stofna smáfugla með ungaveiðum. Flestum finnst mikilvægt að standa vörð um fuglalíf enda lífgar fuglalíf upp á umhverfið í borginni. Spörfuglar gera garðræktendum gagn með því að halda meindýrum á trjám í skefjum. Ábyrgir kattaeigendur draga mikið úr veiðiárangri katta með því að setja bjöllur eða/og litsterk hálsskraut á ketti sína. Tvær til þrjár bjöllur í hálsól katta sem klingja við samslátt valda því að köttur á erfitt með að koma bráð á óvart. Ein bjalla hefur takmarkað gildi. Fulltrúi Flokks fólksins vill með þessari tillögu leggja sitt af mörkum til að fleiri fuglsungar í Reykjavík komist á legg og umhverfisgæði batni.

Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs. Spilafíkn veldur miklum samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar á Íslandi, bæði í sjoppum og á veitingastöðum og einnig í sérstökum spilasölum. Ekki þarf að leita lengra en á Lækjartorg til að finna slíkan. Undanfarið hefur skapast mikil umræða um rekstur spilakassa og hvort rétt sé að banna slíkan rekstur. Sú umræða hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu Lokum.is, en frekari upplýsingar má finna á vefsíðu með sama nafni. Samtökin hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur samfélaginu.

Greinargerð

Spilafíkn veldur miklum samfélagslegum skaða eins og allir vita og margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum. Engu að síður er rekstur spilakassa löglegur. Undanþágur voru á sínum tíma veittar til að liðka fyrir fjáröflunartækifærum og fengu Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil (í eigu Rauða Krossins, Landsbjargar og SÁÁ) heimild til reksturs spilakassa. Þrátt fyrir að ágóðinn eigi að renna til góðgerðamála er ljóst að einkaaðilar hagnast einnig á þessum ósóma. Algengt er að rekstrinum sé útvistað til einkaaðila og varla rennur ágóðinn óskipt til HHÍ og Íslandsspila. A.m.k. gefa upplýsingar í fyrirtækjaskrá það til kynna að rekstur spilakassa og spilasala skili þessum einkaaðilum reglulegum og umtalsverðum hagnaði. Það er kominn tími til að banna þennan ósóma í eitt skipt fyrir öll. Þó starfsemin sé heimil lögum samkvæmt þarf hún að uppfylla ýmsar kröfur reglna og samþykkta sem settar eru af borgaryfirvöldum. Sækja þarf um leyfi fyrir fyrirhuguðum rekstri hjá skipulagsyfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, matvælaeftirliti og lögreglu. Þá þarf lögregla að leita umsagnar velferðasviðs fyrir leyfisveitingu vegna rekstri spilasala. Það þarf að grípa til heildstæðrar endurskoðunar þar sem skoðað verði hvaða leiðir séu færar til að koma í veg fyrir rekstur spilakassa í borginni og draga úr spilafíkn. Nauðsynlegt er að sérfræðingar leggi mat á það hvaða leiðir skili bestum árangri, enda ljóst að svara þarf ýmsum álitamálum þegar ráðist er í breytingar á reglugerðum og samþykktum borgarinnar. Með því að kortleggja hvaða leiðir eru færar er hægt að grípa til aðgerða sem skila markvissum árangri og draga úr skaðlegum áhrifum spilafíknar.

Frestað

Borgarráð 25. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu minnisblasð Innri endurskoðunar dags, 10. mars 2021, um stöðu verkefnis um greiningu á misferlisáhættu fyrir Reykjavíkurborg:

Kynnt er minnisblað Innri endurskoðunar um stöðu verkefnis um greiningu á misferlisáhættu fyrir Reykjavíkurborg. Verið er að kalla eftir að sett verði misferlisstefna (anti fraud policy) í tengslum við greiningu sem Innri endurskoðun er að gera á misferlisáhættu hjá borginni í heild. Þetta er nauðsynlegt. Hins vegar er fulltrúi Flokks fólksins ekki nægjanlega öruggur með hvaða viðbragðsferli fer í gang ef grunur vaknar um að æðstu stjórnendur stundi eitthvað misferli eða ábyrgðarleysi í störfum. Hverjir gæta varðanna? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu, með yfirstjórninni, með æðsta valdi? Í þeim tilfellum sem valdamesta fólkið, topparnir viðhafa misferli/sviksemi/ábyrgðarleysi t.d. misfara með fjármuni borgarinnar eru þeir auðvitað ekki fyrsta fólkið til að kalla á rannsakendur eða hvetja til könnunnar hvað þá greiða leið eftirlitsaðila nema síður sé. Þeir munu jafnvel líklegast gera allt til að leggja stein í götu þeirra sem spyrja áleitinnar spurninga eða fara að reka nefið ofan í þeirra mál. Þeir munu vilja þagga málið. Fram kemur í kynningu að hægt sé að koma ábendingum til eftirlitsaðila en hvað ef eftirlitsaðilar hlusta ekki heldur eða taka ekki mark á ábendingum? Svarið kom svo sem við þessari spurningu í kynningunni. Bent er m.a. á Umboðsmann Alþingis.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi formanna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og skóla- og frístundaráðs dags. 22. mars 2021, um nauðsyn jafnréttismenntunar og vandaðs námsefnis í jafnréttis- og kynjafræðum:

Þetta er hið ágætasta bréf. Sjálfsagt er að hvetja mennta- og menningarmálaráðherra til að beita sér fyrir eflingu jafnréttisfræðslu í skólum í takt við  ábendingar í samstarfi ráðuneytisins við menntastofnanir ríkisins og sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg býður sína krafta til samstarfs um slíka vinnu. En Reykjavík þarf einnig að huga að sínum eigin innviðum í þessum efnum. Nú liggur það fyrir að engin samræmd jafnréttiskennsla er fyrir skólana í borginni. Einnig er vitað að jafnréttisfræðsla er allt frá því að vera lítil í skólum yfir í að vera vel skilgreind og metnaðarfull. Engin yfirsýn er yfir þessi mál hvorki hjá mannréttinda- né skóla- og frístundaráði. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til fyrir skemmstu að gerð yrði úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi í ljósi þess að  fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976. Tillögunni var vísað frá. Einnig þarf að skoða samræmingu jafnréttisfræðslunnar og samræma hana til framtíðar til að tryggja að börn sitji við sama borð í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að rætt verði við börnin sjálf um þessi mál og foreldra þeirra og þau spurð hvað þeim finnst  gagnlegt og hvað mætti bæta og hvað hreinlega vantar í jafnréttisfræðsluna? Sárlega vantar einnig meira og gott námsefni í jafnréttisfræðsluna.

 

Bókun Flokks fólksins  við svari r velferðarsviðs ódags., við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um biðlista í námskeið fyrir börn og foreldra á vegum Keðjunnar/Þjónustumiðstöðvar, sbr. 24. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 13. febrúar 2020:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði um biðlistatölur eftir námskeiðum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar. Svar kemur frá Velferðarsviði. Á fjórða hundrað barna bíða eftir að komast á helstu námskeiðin. Eftir námskeiðinu Klókir krakkar sem hefur gefið góða raun bíða 142 börn og 38 börn eftir Klókir litlir krakkar. Hér er um mikilvæg námskeið að ræða og sem eru afar hjálpleg börnum og foreldrum þeirra. Það er þess vegna vont að sjá að ekki skuli vera hægt að manna þessi námskeið þannig að börn þurfi ekki að vera á biðlista eftir þeim mánuðum saman. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur sviðsstjóra og formann velferðarráðs að sækja meira fjármagn til námskeiðshalds sem og til að fjölga fagfólki skóla en á þeim biðlista eru 956 börn?  Ekki er skortur á fjármagni en spurning er hvernig því er deilt út til sviða og verkefna. Miklu fjármagni er deilt út til sumra sviða. Á fjárhagsáætlun 2021 til 2025 fara t.d. 10 milljarðar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til að greiða ráðgjafafyrirtækjum fyrir ýmis stafræn/hugmynda og hönnunarverkefni. Þarna væri kannski hægt að ná í milljarð eða tvo áður en þeir fara til ráðgjafafyrirtækjanna. Nauðsynleg þjónusta við börn hlýtur að vera metin hærra en hönnun og tilraunir á sérhæfðum stafrænum hugmyndaverkefnum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um Mælaborð þjónustuvers, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 25. febrúar 2021:

Einhver firring er í gangi og skortur á gagnrýnni hugsun er áberandi þegar kemur að þessum stafrænu, hugmynda- hönnunar- nýsköpunarmálum. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki á móti stafrænni umbreytingu eða framförum en líkar ekki að búið er að opna peningakrana til snjalllausna/sérhæfðra stafrænna verkefna sem hafa ekki skýr markmið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins á erfitt með að festa auga á meintan árangur ef honum fylgir um leið stóraukinn kostnaður, eins og virðist vera varðandi mikla útvistun sviðsins á ýmsum þjónustuþáttum. Búið er að koma verkum í hendur einkaaðila sem bera af þessu mikinn hagnað. Innlend og erlend fyrirtæki eru nú þeir aðilar sem hafa allt með skipulagsmál og rekstrargrundvöll þjónustu- og nýsköpunarsviðs að gera.

 

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Það átak í stafrænni umbreytingu sem nú stendur yfir á ekki að koma kjörnum fulltrúum á óvart enda var það samþykkt í fjárfestingaráætlun borgarinnar í desember sl. Verið er að hraða stafrænni umbreytingu í þjónustu borgarinnar með það að markmiði að bæta þjónustu við borgarbúa. Liggur fyrir að þetta átak mun kalla á um 60-80 ársverk sem mun skiptast í aðkeypta þjónustu og tímabundin stöðugildi. Hér er um að ræða fjárfestingu sem mun spara mikið til lengri tíma eins og verkefni sem þegar hafa verið unnin hafa sýnt. Þjónustuþörfin er stanslaust að aukast og til að fletja út kúrvuna á aukinni þörf á fjölgun starfa er hægt að mæta aðstæðunum með nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu um leið og þetta leiðir til betri þjónustu sem er aðgengilegri, hagkvæmari og umhverfisvænni. Enginn vafi er á því að þessi stafræna umbreyting mun gagnast borgarbúum beint og leiða til betri þjónustu við borgarbúa með einföldun ferla t.d. varðandi umsóknir og fleira.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins sér ofsjónum yfir öllum þessum milljörðum sem fara til þessara verkefna nú þegar ástandið er slæmt vegna Covid og margir bíða þjónustu. Sjálfsagt er að huga að nauðsynlegum stafrænum umbreytingum til að bæta upplýsingaþjónustuna og sjálfsagt er að útvista völdum verkefnum. En á þessu sviði hefur mörgum verið sagt upp störfum að undanförnu á sama tíma og sagt var að standa ætti vörð um störf. Það skiptir miklu máli að gæta þess að halda í reynslu og þekkingu innan borgarkerfisins. Svo virðist þegar á allt er litið að peningakrani til verkefna sem eru mis vel/illa skilgreind hafi opnast. Borgarfulltrúi Flokks fólksins á erfitt með að festa auga á  árangur alla vega  ef honum fylgir um leið stóraukinn kostnaður, eins og virðist vera varðandi óhemju mikla útvistun sviðsins á ýmsum þjónustuþáttum sem búið er að koma út úr húsi í hendur einkaaðila sem væntanlega bera af þessu mikinn hagnað. Borgarfulltrúinn minnir á reglur borgarinnar um framkvæmd fjárhagsáætlunar þar sem kveðið er á um að sviðsstjórar og stjórnendur eiga að huga að skilvirkni og lækka kostnað.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu þjónustustefnu, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 25. febrúar 2021:

Í svari sviðsstjóra segir að um sé að ræða margs konar verkefni en ekki sé um neina óskilgreinda hugmyndavinnu að ræða og slík vinna hafi aldrei verið framkvæmd. Spurt var sérstaklega um þetta svokallaða Gróðurhús, kostnað og árangur.  Í því sambandi vill fulltrúinn leggja fram beina  tilvitnun af síðunni medium.com sem virðist lýsa því sem í gangi er. Þarna er verið er að kynna Gróðurhúsið sem er verkefnastofa skrifstofu þjónustuhönnunar sem er undir þjónustu- og nýsköpunarsviði. Á einum stað segir: „Þegar þú mætir í Gróðurhúsið ertu í raun að samþykkja að henda þér út í einhvern prósess, eitthvað ferli. Það mun svo leiða þig eitthvert. Það mætti segja að Gróðurhúsið einblíni 90% á ferlið, og svona 10% á útkomuna. Eitt stærsta verkefnið er að samstilla teymið, hjálpa fólki að vinna saman og taka ákvarðanir. Útkoman sjálf skiptir þannig séð ekki höfuðmáli.“ Þessa skilgreiningu Gróðurhússins, telur borgarfulltrúi Flokks fólksins að sé lýsandi dæmi um einmitt óskilgreinda hugmyndavinnu. Þarna virðist vera á ferðinni einhverskonar hugmyndasmiðja eða tilraunastarfsemi sem alls óvíst er hvort skili einhverjum áþreifanlegum árangri – eins og borgarfulltrúinn hefur áður bent á.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. mars 2021,  við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um ferðakostnað þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. mars 2021:

Engar tölur eru birtar í svörum sviðsstjórans um ferðakostnað en spurt var m.a. um  námsferðir/ráðstefnur stjórnenda og starfsmanna sl. 4 ár. Fulltrúa Flokks fólksins er sagt í svari að skoða gömul gögn og tína til tölur sjálfur. Fulltrúi Flokks fólksins á rétt á að fá upplýsingar sem þessar en ekki að vera sagt af sviðsstjóra að leggjast í rannsóknavinnu sem tekið gæti marga tíma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur sýnt fjármálastjóra þetta svar og Innri endurskoðanda og freistar þess að fá þessar upplýsingar frá fjármálasviðinu fyrst sviðsstjóri vill ekki svara með meiri nákvæmni. Ekki dugir að henda svörum við fyrirspurnir annarra flokka í hausinn á fulltrúa Flokks fólksins og segja „finndu þetta sjálf“. Fulltrúi Flokks fólksins hefur, í kjölfar þess að hópi starfsmanna hefur verið sagt upp, talið sig knúinn til að skoða hvernig kaupin á eyrinni ganga fyrir sig á þessu sviði. Fyrir það hefur hann fengið bágt fyrir, sögð illa að sér í tæknilausnum og ásökuð um að ráðast á starfsfólk og hvað eina. Þegar viðbrögð eru komin á þetta stig hjá ráðamönnum má greina augljósar varnir. Á þessum málum er annar vinkill og hann er sá að það vantar meira fjármagn til skóla-, frístunda- og velferðarsviðs til að hægt sé að þjónusta börn.  Minnt er á að biðlisti barna eftir sálfræðihjálp telur um tæp eitt þúsund börn.

 

Bókun Flokks fólksins við savri þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um snjalllausnir, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. mars 2021:

Spurt var um hversu mörg ár í viðbót þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið á ráðgjafarþjónustu og hugmyndavinnu að halda áður en sambærilegar snjalllausnir verður komin í notkun á vef borgarinnar sem væri þá afurð í líkingu við t.d. snjallmennið Vinný hjá Vinnumálastofnun? Við þessu er ekkert svar frá sviðinu og vill þá fulltrúi Flokks fólksins nota tækifærið og lýsa því hvernig þessi mál líta út fyrir honum. Í kjölfar óeðlilegra margra uppsagna og útvistunar verkefna fór fulltrúi Flokks fólksins að reyna að afla frekari upplýsinga.  Gríðarlegu fjármagni hefur verið streymt til sviðsins undanfarin ár og munu 10 milljörðum vera veitt til sviðsins næstu árin, nú strax 2021 þrír milljarðar. Ekki er alltaf skýrt í bókhaldi hvernig fjármagn hefur dreifst til einkafyrirtækja sem sviðið hefur fengið ráðgjöf hjá. Fulltrúi Flokks fólksins hefur sent inn fyrirspurnir og reynt að vekja áhuga innri endurskoðunar á málinu sér í lagi hvort verið sé að fara vel með fjármuni borgarbúa. Minnt er á að í reglum borgarinnar um framkvæmd fjárhagsáætlunar á sviðsstjóri og stjórnendur að vinna að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um Rafræna Reykjavík, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. mars 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort borgin nýti þá aðkeyptu ráðgjöf og afrakstur hugmyndavinnustofu þjónustu- og nýsköpunarsviðs varðandi þróun á þjónustugátt, Rafræn Reykjavík? Svar sviðsstjóra er já. Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið en vill í framhaldi spyrja hvort skrifstofa Stafrænnar Reykjavíkur þurfi á svona miklum og langvarandi ráðgjafarkaupum og hugmyndavinnustofum að halda, til þess að fram komi nýjungar i formi snjalllausna fyrir borgarbúa? Ef svo er, þá er með öllu óljóst með hvaða hætti  þessi miklu kaup á ráðgjöf varðandi uppsetningu og viðhaldi veflausna nýtast. Ef á allt er litið mætti næstum halda að það væri hægt að sleppa því að vera með yfirmenn á sviðinu og láta ráðgjafafyrirtækin sjá um  skipulag og rekstur. Ljóst er að hvergi sér fyrir endann á þessum hugmyndakaupum, alla vega ef þau eru með þeim hætti sem lýst er á medium.com þar sem fjallað er um Gróðurhúsið: „Þegar þú mætir í Gróðurhúsið ertu í raun að samþykkja að henda þér út í einhvern prósess, eitthvað ferli. Það mun svo leiða þig eitthvert. Það mætti segja að Gróðurhúsið einblíni 90% á ferlið, og svona 10% á útkomuna. Eitt stærsta verkefnið er að samstilla teymið, hjálpa fólki að vinna saman og taka ákvarðanir. Útkoman sjálf skiptir þannig séð ekki höfuðmáli“.

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun Flokks fólksins við Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024:

Þróunaráætlun sýnir að þétta á byggð gríðarlega og er gengið allt of mikið á græn svæði og fjörur. Erfitt er að spá fyrir um mannfjölda svo rennt er blint í sjóinn með margt. Segir í skýrslunni að lögð skuli áhersla á að bæta sameiginlega stafræna umgjörð fyrir húsnæðisuppbyggingu sveitarfélaga. Er það aðalmálið? Nauðsynlegt er að útskýra svona hugtök fyrir útsvarsgreiðendum áður en milljörðum er streymt í alls konar stafræn verkefni. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra. Nóg þarf að vera af hagkvæmu húsnæði, bæði litlu og stóru. Minnstu íbúðirnar eru hins vegar hlutfallslega dýrari. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Skortur er á húsnæði með rými í kring. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengt. Ef horft er til gatnamannvirkja þá eru mestu áhyggjurnar af fyrirhuguðum þriðja áfanga Arnarnesvegar. Ákveðið hefur verið að byggja framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati þrátt fyrir að forsendur hafa breyst verulega frá því mati, ásamt breytingum á landnotkun á áhrifasvæði, og breytinga á löggjöf um umhverfismál og á alþjóðlegum skuldbindingum.

Bókun Flokks fólksins við Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag:

Hér er verið að fara gegn áliti fjölda manna enda má segja að níðst sé á náttúrunni. T.d. er fjaran í Skerjafirði ein af örfáum ósnertu fjörum borgarinnar. Tilslakanir ná skammt. Fermetrum í byggingum hefur jú verið fækkað smávegi og örlítið dregið úr landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til óafturkræfanlegra mistaka á náttúru og svæðinu öllu svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu með fram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd sem verður þá ekki náttúruleg lengur? Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins skipulagsyfirvöld hafa gert víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði nú þegar gos er hafið í Geldingadal. Í Skerjafirði er mengun í jörðu og hávaðamengun af flugvélum sem hefur áhrif á svæðið sem íbúðasvæði. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Þess utan mun viðbót, um 1100 íbúðir væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst. Kemur ekki til greina að hætta við að byggja í Skerjafirði og bíða eftir því að flugvöllurinn fari ef hann þá fer einhvern tíman?

Bókun Flokks fólksins við liðnum Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42:

Breyta á hluta af malarsvæði við Sigtún 42 í grenndarstöð. Þetta hefur mætt andstöðu sumra og ekki gengið að sameinast um staðsetningu. Hér er dæmi um að erfitt er að breyta grónu umhverfi jafnvel þótt íbúar vilji breytingar og aukna þjónustu. Í þessu tilfelli á að setja upp gáma fyrir flokkað sorp. Meginatriðið hlýtur að vera að hægt sé að koma svona gámum í svæði sem er afmarkað af léttum skjólgirðingum eða trjágróðri. Svo þarf að huga að sjónrænum áhrifum slíkra gáma sjáist í þá á annað borð. Sumir er með auglýsingar álímdar sem getur varla talist prýði. Mikilvægt er að vinna mál sem þetta þétt með íbúum. Sé íbúum boðið strax að borðinu eru meiri líkur á að málið vinnist í sátt. Víða í borginni eru grenndargámar mikil óprýði og sjómengun í umhverfinu. Vert væri að gera skurk í að reyna að finna leiðir til að koma þeim meira í var eða í það minnsta fegra ásýnd þeirra.


Bókun Flokks fólksins við Arnarnesvegur, skipulagslýsing

Skýrsla um lokaáfanga Arnarnesvegar er miklum annmörkum háð. Hér er ekki fjallað um valkosti heldur er einum kosti stillt upp. Annar augljós kostur er að leggja veginn í Tónahvarf og tvöfalda veg þaðan að Breiðholtsbraut og gera stórt hringtorg á mótum þeirra vega. Hvers vegna eru mismunandi kostir ekki bornir saman?

Á síðustu 18 árum hefur margt breyst. Umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega matinu er úrelt. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu og hefur Vegagerðin þar með ekki heimild til frekari stórframkvæmda. Vegagerðin ætlar samt að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Endurmeta þarf áhrif stóraukinnar umferðar með tilliti til mengunar, hljóðvistar og fleiri þátta, í návígi við fjölmenn íbúðahverfi, Salaskóla og þessa vinsæla útivistarsvæðis sem Vatnsendahvarfið er. Ný hverfi í nánd við veginn hafa verið byggð eftir að umhverfismat var gert og gert er ráð fyrir Vetrargarði í Vatnsendahvarfinu. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautar-mengunarmekki.

 

Bókun Flokks fólksins við Lækkun hámarkshraða á Breiðholtsbraut, tillaga Vegagerðarinnar, umsögn:

Lagt er til á fundi Skipulags- og samgönguráðs að áeggjan Vegagerðarinnar að lækka eigi hámarkshraða á Breiðholtsbraut. Það er sérstakt hvað skipulagsyfirvöld borgarinnar samþykkja allt frá Vegagerðinni gagnrýnislaust. Þessi tillaga er tilgangslaus og hvorki bætir umferðaröryggi né umhverfisástand. Núverandi umferðarhraði er að hámarki 70 km/klst. Hluta dags er það mikil umferð á Breiðholtsbrautinni að hraðinn er langt undir þeim hraðamörkum. En á öðrum tímum er ekki mikil umferð og engin ástæða til að takmarka hraðann.

 

Bókun Flokks fólksins við umsögn við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Hafnartorg:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli að beita sér fyrir að gera Hafnartorg meira aðlaðandi, veðursælla og lygnari stað? Með skreytingum er vissulega hægt að gera Hafnartorg meira aðlaðandi er erfiðara er að leiðrétta form bygginga sem þegar hafa verið byggðar. Hafnartorg er á vindasömum stað og þar eru byggingar byggðar eins og kassar í stað þess að láta þær mjókka upp sem myndi milda áhrif vinda þannig að ekki koma eins stífir vindstrengir við jörð. Flokkur fólksins hefur áður talað um líkantilraunir í vindgöngum. Spurningu um að notast við vindgöng sem tilraunatæki til að meta vindáhrif var lögð fram í bókun en er ekki svarað beint í þessu annars ágætu svari. Tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga eru ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrænum hætti. En, af hverju eru loftför prófuð í vindgöngum og af hverju eru hafnarmannvirki prófuð í líkani þótt mikil reynsla sé af því að byggja út í sjó? Skýringin er að við slíkar tilraunir fæst miklu nákvæmari niðurstaða en með útreikningum. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um landfyllt svæði í Álfsnesi vegna Björgunar:

Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Fulltrúri Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla“ 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er.

Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi:

Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu?

Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar.

Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr:

Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasæði?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf?

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn af hverju gildar aðrar reglur í skipualags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum?

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipualags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 Aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð.

Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003.

Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Sjómannaskólareitinn er varðar gögn sem íbúar hafa beðið um en ekki fengið

Fram hefur komið í miðlum að leggja átti fram gögn á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um þessi gögn og hvenær eigi að opinbera þau? Ekki er seinna vænna að öll gögn komi upp á borð nú þegar búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Í þessu máli hafa verið mikil átök og því afar mikilvægt að gegnsæi ríki í málinu á öllum stigum þess.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar við göngugötur vegna heimildar í laga um að p merktir bílar aki þær

Nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti. Eftir því sem næst er komist stendur ekki til að merkja göturnar í samræmi við lagaheimildina t.d. með því að setja upp skilti eða aðrar merkingar sem gefa til kynna að eigendur P merktra bíla hafi þessa heimild. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að tryggja að hreyfhamlað fólk verði ekki fyrir aðkasti aki þeir göngugötu þegar merkingar eru ekki nákvæmari en raun ber vitni?

Frestað.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafbíla og bílastæðakort, að tekinn verði upp háttur Oslóar um að eigendur rafbíla og hreyfihamlaðir fái frí bílastæðakort

Nú vill meirihlutinn að íbúar í miðbænum fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Í Osló þurfa eigendur rafbílar, vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun ekki að kaupa kort. Í Drammen þarf að skrá rafbíla en ekkert að borga.Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sama fyrirkomulag verði í Reykjavík og er í Osló og Drammen þegar kemur að raf-, vetni og metan bíla. Þessi tillaga ætti að falla skipulags- og samgönguyfirvöldum vel í geð enda hafa þau tekið nánast flest allt upp eftir yfirvöldum í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík.

Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Með því að taka upp þann hátt sem Osló og Drammen hafa gætu fleiri viljað skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.

Frestað.

 

Skipulags- og samgönguráð 24. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við kynningu á drögum að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023:

Í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023 er hvergi minnst á  einelti. Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis. Spurt er hversu algengt ofbeldi er í rannsókn en þá er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti þannig að sú tala sem niðurstöður sýna getur varla birt þann raunveruleika sem við búum við.  Huga þarf að aðgerðum gegn einelti eins og öðru ofbeldi enda er það skráð að framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er að vinna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á öllum sviðum og vinnustöðum borgarinnar. Þolendur og gerendur eineltis finnast í öllum hópum óháð aldri,  stöðu eða stétt. Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar má rekja allt niður í leikskóla og fyrirfinnst einnig á hjúkrunarheimilum og dagdvöl eldri borgara. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í skóla- og frístundaráði um að kannað verði verklag og viðbrögð í skólum og frístund komi tilkynning/kvörtun um einelti og það sé kannað sérstaklega hvort viðbragðsáætlanir séu  samræmdar. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja samræmt verklag svo allir skólar standi nokkurn veginn jafnfætis gagnvart forvörnum, viðbragðsáætlun og úrvinnslu.

Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 8. lið fundargerðar velferðarráðs 3. febrúar 2021, um aðgerðir til að finna öruggt húsnæði fyrir þá sem búa í ósamþykktu húsnæði.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða sem miða að því að finna öruggt húsnæði fyrir þann hóp fólks sem býr í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Talið er að allt að 7000 manns búi í ósamþykktu húsnæði í borginni. Í sumum tilfellum er aðbúnaður ekki í samræmi við öryggiskröfur sem getur skapað íbúum mikla hættu.

Það hefur ávallt tíðkast að hluti borgarbúa eigi heimili í húsnæði sem ekki hentar til íbúðar og er ekki samþykkt sem slíkt. Heimilisfesta í ósamþykktu íbúðarhúsnæði jókst verulega eftir hrun, þegar fjöldi fólks misstu vinnu og heimili. Góðærið varð til þess að sumir fundu betri aðstæður en í stað þeirra komu aðrir. Vegna mikillar eftirspurnar eftir ódýru vinnuafli við ferðaþjónustu fluttu hér til landsins fjöldi fólks og hóf búsetu í ósamþykktum íbúðum. Ætla má að stór hópur þessa fólks sé nú atvinnulaus vegna áhrifa faraldursins og eigi því ekki annara kosta völ en að dvelja áfram í óöruggu húsnæði. Um 900 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Flestir búa í óleyfishúsnæði vegna þess að þeir hafa ekki efni á að koma yfir sig betra og öruggara skjóli. Mikið af þessu fólki er fjölskyldufólk.

Greinargerð

Því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku og efnalitlu fólki, aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði þar sem brunavörnum er oft ábótavant. Vandinn er meiri nú eftir að atvinnuleysi hefur aukist vegna COVID-19. Ástæður sem leiða til þess að fólk neyðist til að leita sér skjóls í óleyfishúsnæði er skortur á hagkvæmu leiguhúsnæði og fátækt. Hér er m.a. um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Einnig séu dæmi um að starfsmannaleigur og atvinnurekendur komi starfsmönnum sínum fyrir í óleyfisbúsetu.

Samþykkt að vísa til borgarráðs.

Fulltrúi Flokks fólksins mun bóka við málið þegar það kemur í borgarráð

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 17. lið fundargerðar velferðarráðs þann 20. janúar 2021, um fræðsluátak um félagslegan stuðning Reykjavíkurborgar.

Tillaga Flokks fólksins um fræðsluátak um félagslegan stuðning Reykjavíkurborgar  hefur verið samþykkt. Það er ánægjulegt enda dæmi um að  ekki allir vita að það er hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning til viðbótar við almennar húsnæðisbætur. Fram kom hjá  lögfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að ein af ástæðum þess að ekki fleiri sæki um er að fólk vissi hugsanlega ekki  af þessum möguleika.

Samþykkt. 

Hér er tillagan í heild sinni:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að Reykjavík ráðist í sérstakt fræðsluátak með það að markmiði að fræða fólk um félagslegan stuðning borgarinnar og hverjir eigi rétt á stuðningi og hvaða skilyrði séu fyrir stuðningnum. Þetta er lagt til í ljósi þess að einhverjir vita greinilega ekki að það sé hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning eða veigra sér við því af einhverjum ástæðum. Sveitarfélög bjóða upp á sérstakan húsnæðisstuðning til viðbótar við almennar húsnæðisbætur. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður til þeirra sem eru sérstaklega tekjulágir og í erfiðum félagslegum aðstæðum. Slíkur stuðningur er lögbundinn en sveitarfélögin hafa sveigjanleika með útfærsluna. Engu að síður hafa margir sem eiga rétt á honum ekki sótt um. Fram hefur komið hjá lögfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að önnur af tveimur skýringum á því af hverju fólk sem uppfyllir öll skilyrði er ekki að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning er að fólk viti ekki af þessum möguleika. Einnig hefur komið fram að fátækt fólk veigri sér við að sækja um kannski vegna skammar, að þurfa að leita eftir aðstoð hjá sveitarfélaginu. Á þessu þarf að finna lausn og er fræðsla og kynning fyrsta skrefið.

 

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans taka undir þessa tillögu. Það er mikilvægt að fólk sé vel upplýst um þá þjónustu og þau úrræði sem eru í boði, annars nýtast þau ekki þeim sem þeim er ætlað að hjálpa. Þessi tillaga er samþykkt og vísað til velferðarsviðs til útfærslu.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tllögu fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 12. lið fundargerðar velferðarráðs þann 19. febrúar 2020, um árskort fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags. 17. mars 2021.  

Felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

Sú tillaga sem nú kemur til afgreiðslu er árs gömul. Lagt er til að Reykjavíkurborg endurskoði gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Tillagan hefur verið felld. Tímalínan í meðferð málsins hjá sviðinu er sérkennileg. Umsögn við tillöguna kemur frá Strætó 3. des. 2020, meira en hálfu ári eftir framlagningu tillögunnar.  Sama tillaga er lögð fram af Sósial.flokki í des. 2020 og var hún felld. Nú í mars kemur loks til afgreiðslu hinnar árs gömlu tillögu Flokks fólksins. Hvað sem því líður er hér um réttlætismál að ræða. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó og því gilda ólíkar verðskrár. Margir notendur gætu notað strætó við ákveðnar aðstæður. Sameina ætti kerfin eins og hægt er. Mismunun felst í að greiða þarf fyrir hverja ferð á meðan notendur strætó geta keypt afsláttarkort.

 

Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohjóðandi bókun:

Fulltrúi sósíalista styður þessa tillögu heilshugar. Það myndi kosta Reykjavíkurborg um 35 milljónir á ári að bjóða notendum akstursþjónustu fatlaðs fólks upp á það að kaupa árskort. Fulltrúi sósíalista telur að slíkt eigi að vera í boði líkt og á við hjá Strætó bs. þar sem hægt er að kaupa afsláttarkort. Samkvæmt svarbréfi frá því í október 2020 voru um 213 einstaklingar í Reykjavík sem greiddu meira en 100.000 krónur á ári í akstursþjónustu fatlaðs fólks og því um gríðarlegan kostnað að ræða fyrir notendur.

 

Bókun Flokks fólksins við svari sviðsstjóra velferðarsviðs, dags 17. mars 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 19. lið fundargerðar velferðarráðs þann 20. janúar, um fjölda umsækjenda um sérstakan húsnæðisstuðning:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Svo virðist sem það sé eðlileg skýring á þessari fækkun um 1000 manns  frá október til desember  2020 sbr. það sem fram kemur í svari og að október skeri sig úr vegna þess að þá voru greiddar út leiðréttingar. Skiljanlega getur verið erfitt að meta til fulls hversu margir af þeim sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi hafi sótt um hann þar sem félagslegar aðstæður eru einnig metnar. Áhyggjur fulltrúa Flokks fólksins eru að þeir sem eiga þennan rétt viti ekki um hann og sæki þar af leiðandi ekki um. Segir í svari að líklegt sé að flestir þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður hafi leitað aðstoðar félagsþjónustu og séu á lista þeirra sem fá greiddan sérstakan húsnæðisstuðning. En það er einmitt þetta „líklega“ sem fulltrúa Flokks fólksins finnst óþægilegt. Hér er um ákveðna óvissu að ræða. Velferðarsvið þarf að vera með þetta meira á hreinu. Vont er til þessa að vita ef fólk veit ekki um réttindi sín, fólk sem er e.t.v. að berjast í bökkum.

Velferðarráð 17. mars. 2021

Börn sem bíða, börn sem líða: Umræða um biðlista barna eftir fagþjónustu í Reykjavík að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins:

Í inngangi fulltrúa Flokks fólksins að umræðu um biðlista barna eftir fagþjónustu skóla í Reykjavík verður farið yfir nýjustu tölur yfir þá sem bíða eftir þjónustu fagfólks skólaþjónustu. Tilvísunum hefur fjölgað eftir að COVID skall á sem leitt hefur til þess að biðlistar eru í sögulegu hámarki. Farið verður yfir birtingarmyndir vanlíðan barna og hvaða áhrif „bið“ eftir sálfræðiþjónustu getur haft á börnin. Staða drengja í skólakerfinu er sérstakt áhyggjuefni. Drengir eru í meirihluta í öllum biðlistaflokkum svo sem eftir þjónustu sálfræðings, talmeinafræðings, hegðunarráðgjafa og fleiri fagaðila. Drengir koma verr út í lestri og lesskilningi, sbr. niðurstöður PISA, og þeir eru í meirihluta barna sem fá sérkennslu. Tekið er dæmi um hvernig hægt er að flýta þjónustu við börn sem grunur leikur á um að glími við ADHD með því t.d. að tryggja markvisst samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reifuð verða viðmót og viðbrögð meirihlutans við tillögum Flokks fólksins um lausnir. Eftir því sem ræðutími leyfir verður rætt um tengd málefni s.s. „snemmtæka íhlutun“ og hvort rekja megi vaxandi vanlíðan barna til fyrirkomulags „skóla án aðgreiningar“ sem vegna fjárskorts getur ekki mætt þörfum allra barna.

Bókun Flokks fólksins í lok umræðu:

Nú bíða 957 börn eftir fagþjónustu skóla í Reykjavík, 360 stúlkur og 597 drengir. Ganga þarf í að ná niður biðlistum, sinna þessum börnum, veita þeim þá hjálp sem verið er að kalla eftir þegar hennar er óskað. Það verður aðeins gert með því að fjölga fagfólki alla vega tímabundið. Að baki hverju barni er tilvísun undirrituð af kennara/skóla og foreldrum. Flest bíða eftir að komast til skólasálfræðings. Sá meirihluti sem hér ríkir hefur varla vitneskju um hvernig þessum börnum líður á meðan þau bíða.  Í svari frá velferðarsviði kemur fram að flest mál hafna í hinum svokallaða  3. flokki en það er flokkur mála sem þolir „bið“ samkvæmt flokkunarmati skólaþjónustu. Á meðan á biðinni stendur stundum í marga mánuði getur mál sem flokkað er „að þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli þá hefur vandinn átt sér aðdraganda, kannski kraumað á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Þeir foreldrar sem hafa fjárráð sækja þjónustu frá  sjálfstætt starfandi fagaðila. En það hafa ekki allir foreldrar efni á því. Barn sem fær ekki aðstoð við hæfi fyrr en eftir dúk og disk er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða.

Bókun Flokks fólksins við Aðgerðaráætlun um aðgerðir gegn sárafátækt og breyting á reglum um fjárhagsaðstoð 

Margt er til  bóta í þessum reglum.  Fl. f fagnar því að efni tillögu Flokks fólksins um að fjárhagsaðstoð verði breytt þannig að ekki þurfi að fullnýta frístundakort til að eiga rétt á heimildagreiðslum skv. gr. 16. A, rataði inn í reglurnar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur barist fyrir þessu lengi enda var þetta afar ósanngjarnt ákvæði.
Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá að aðalfulltrúar sem sitja í Velferðarráði sem ekki sátu í stýrihópi hefðu fengið að koma að ákvörðunarborðinu við samningu á nýjum reglum.

Aðrar breytingar sem hefðu verið vel þegnar lúta að skerðingum. Fulltrúi Flokks fólksins vill sjá að skerðingar séu ekki í beinum hlutföllum við þær tekjur sem umsækjendur afla sér, þ.e. hið svokallaða „króna á móti krónu skerðing“. Til að stuðla frekar að valdeflingu fólks þarf að hverfa frá þessum skerðingum. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að Reykjavíkurborg geti aukið við fjárhagsaðstoð  eða dragi úr skerðingum.  Greinin um framfærsluskyldu sýnir að áfram á að skerða fjárhagsaðstoð vegna tekna maka. Ekkert stendur í vegi fyrir því að Reykjavíkurborg geti afnumið tekjutengingu. Þetta er spurning um hvernig við viljum búa að okkar viðkvæmustu hópum.  Markmið hjálparkerfis á að vera að valdefla einstaklinga. Kerfið þarf að vera hvetjandi, ekki letjandi.

Bókun Flokks fólksins við fundargerðir borgarráðs frá 4. og 11. mars, liður 24:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 370 þúsund krónur á mánuði og eru þau nú orðin nærri 2,9 milljónir króna. Þessu mótmælir fulltrúi Flokks fólksins og krefst þess að þeir sem bera ábyrgð á þessum gjörningi hugsi til alls þess fjölda sem hefur tekjur lægri en það sem nemur hækkuninni. Rök stjórnar eru m.a. að aðrir forstjórar orkufyrirtækja séu með há laun og þessi forstjóri hafi staðið sig svo vel. Spyrja má hversu stórkostleg getur frammistaða forstjórans verið að hann beri að verðlauna með slíkri launahækkun. Forstjórar orkufyrirtækja eru sárafáir en þeir eru í höfrungahlaupi hver við annan og hækka á víxl í launum. Bókun Flokks fólksins við lið 2 í fundargerð öldungaráðs um drög að nýjum reglum borgarinnar um stuðningsþjónustu. Engin rök eru fyrir því að þegar einhver sæki um stuðningsþjónustu megi velferðarsvið skoða fjárhagsleg einkagögn hans bæði hjá skattinum og Tryggingastofnun. Stuðningsþjónustan er veitt án tillits til fjárhags og eingöngu veitt af heilsufarslegum ástæðum. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun Félags eldri borgara sem telur að ekki sé hægt að réttlæta þá kröfu að skylda umsækjanda til að heimila þjónustumiðstöðinni að afla fjárhagslegra persónulegra gagna vegna þjónustunnar þar sem hún er vegna heilsufarslegra ástæðna og er ótengd fjárhagsstöðu fólks.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. og 9. lið fundargerðar mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

Fulltrúi Flokks fólksins finnst erfitt að horfa upp á hvernig fjármagni borgarbúa er stundum eins og hreinlega sóað. Ef horft er til sviðanna sker Þjónustu og nýsköpunarsvið (ÞON) sig sérstaklega úr þegar kemur að miklum fjárútlátum í hluti og sem ekki er séð að séu að skila sér beint til borgarbúa. Þetta er meira kannski eins og verið sé að uppfylla eitthvað „egó“. Hér er eins og vanti alla stoppara og að stjórnendur hafi misst sjónar af ákveðnum raunveruleika. Fjármagni er streymt til einkafyrirtækja, innlendra og erlendra og hagar sviðið sér eins og það sé sjálft í einkarekstri og ætli að sigra heiminn í þessum málum. Á meðan skortir nauðsynlega sálfræðiþjónustu við börn, þjónustu við eldri borgara í heimahúsi og fátækt fer vaxandi. Fulltrúi Flokks fólksins vill að þessi fjárútlát verði skoðuð og metin af eftirlitsaðilum og kannað sérstaklega hvort fjárútlát séu farin úr böndum. Fátt af þessu sést síðan í reynd, hvar eru afurðirnar og hvernig nýtast þær fólkinu í borginni. Skoða þarf fjármál þjónustu- og nýsköpunarsviðs aftur í tímann t.d. hvað varðar ferðir embættismanna/starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs erlendis, námskeið og annað.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Það er með öllu ólíðandi að kjörinn fulltrúi taki starfsfólk fyrir og kasti á það rýrð fyrir það eitt að framfylgja vilja borgarstjórnar. Smekklegra væri að fulltrúinn beindi sínum athugasemdum að þeim sem tekið hafa þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja inni á sviðunum og sem hafa sama aðgang að opinberri umræðu og borgarfulltrúinn það er að segja að meirihluta borgarstjórnar. Ljóst er að fulltrúinn hefur mjög takmarkaða þekkingu á málaflokknum en það er engin afsökun fyrir svívirðilegri hegðun í garð starfsfólks sem leggur sig allt fram í þágu borgarbúa.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

Þetta varðar ekki starfsfólk per se heldur hvernig haldið eru utan um fjármálin á þessu sviði. Kallað er eftir að meirihlutinn taki hér ábyrgð. Ekki er séð að verið sé að fara vel með fjármuni borgarinnar. Hvað á borgarfulltrúi minnihluta að gera þegar horft er upp á að milljarðar fara í einhver verkefni sem ekki er séð hvernig komi borgarbúum beint til góða. Minnt er á að Reykjavík er ekki einkafyrirtæki. Hér er verið að sýsla með fé fólks sem vinnur hörðum höndum og greiðir sitt útsvar. væri ekki nær að fjármagni sé veitt til barnanna í borginni frekar en milljarðar streymi til einkafyrirtækja. Hvað ætlar formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að gera í þessu. Bara að líta í hina áttina?

Borgarstjórn 16. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við kynningu á tilfærslu Umboðsmanns borgarbúa til Innri endurskoðunar:

Í fyrra 2020 var skrifstofu Umboðsmann borgarbúa og hlutverkið fært undir skrifstofu Innri endurskoðunar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort og í hversu miklu mæli borgarbúar hafi áttað sig á þessari breytingu. Umboðsmaður borgarbúa var orðinn vel þekktur og var afar vel liðinn eftir því sem heyrðist. Einhvern veginn heyrist ekki mikið um sambærilegt hlutverk hjá Innri endurskoðun. Eitthvað þarf að gera í þessu. Það er mjög mikilvægt að borgarbúar ekki aðeins hafi möguleika á að fara með mál sín til óháðs aðila telji þau brotið á sér heldur að þeir viti af breytingunni á úrræðinu þótt umboðsmaður borgarbúa sé ekki lengur til í þeirri mynd sem hann var.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins frá 28. janúar 2021, um úttekt á jafnréttisfræðslu, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, ásamt umsögn starfshóps um kynja- og hinsegin fræðslu dags. 23. febrúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að  Reykjavíkurborg geri úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi í ljósi þess að  fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976. Tillögunni er vísað frá. Í umsögn sem lögð er til grundvallar afgreiðslunni er sagt frá verkefnum starfshóps um kynja- og hinseginfræðslu í skóla- og frístundastarfi og sé talið að þau verkefni nái að mestu yfir tillögur Flokks fólksins utan úttektar á hvernig jafnréttisfræðsla hefur þróast undanfarna áratugi. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki sammála að í verkefnum þeirra felist beinlínis að gera úttekt á þessum málum í þeim skilningi. Hópurinn ætlar að kortleggja kennsluefni, leggja mat á stöðu fræðslunnar, rýna í námsefni og leggja fram tillögu til að efla þekkingu starfsfólk og auka fræðslu til barna. Í úttekt myndi hins vegar felast að skoða hvernig fræðslunni er háttað á öllum stöðum þar sem hún er við lýði. Fulltrúi Flokks fólksins vill einnig að talað verði við krakkana sjálfa og foreldra þeirra og þau spurð hvað þeim finnst  gagnlegt og hvað mætti bæta og hvað hreinlega vantar? Í verkefnalista stýrihópsins er ekki beint séð að ræða eigi við ungmennin sjálf eða foreldra þeirra hvað þeim finnst vanta, þurfi að breyta eða sé einfaldlega í góðu horfi.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins frá 11. febrúar 2021, um samræmingu á jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum, sbr. 17. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, ásamt umsögn starfshóps um kynja- og hinsegin fræðslu dags. 23. febrúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði  til að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð hvetji til þess að kannað verði hvort og þá að hvað miklu leyti jafnréttisfræðsla er samræmd í leik- og grunnskólum. Tillögunni er vísað frá. Í umsögn sem lögð er til grundvallar afgreiðslunni er ekki fjallað um þessa tillögu sem varðar skoðun á hvort jafnréttisfræðsla sé samræmd í leik- og grunnskólum. Bent er á verkefni stýrihóps um  kynja- og hinseginfræðslu og að þau dekki tillögu Flokks fólksins. Fulltrúi Flokks fólksins telur svo ekki vera. Hvergi í erindisbréfi starfshópsins er minnst á að skoða hvort og þá hversu mikið jafnréttisfræðsla er samræmd. Fræðslan getur því vel verið  með afar ólíkum hætti milli skóla. Nú er jafnréttisfræðsla lögbundin og því mikilvægt að hvorki magn, gæði eða innihald sé háð því í hvaða skóla barn gengur. Í þessu sem öðru eiga börn að sitja við sama borð. “Að auka og efla” er allt annað en að hvort fræðslan sé samræmd milli skóla. Eins og með sérkennsluna og sálfræðiaðstoð og annað sem við bjóðum börnunum í borginni þurfum við að geta verið nokkuð örugg um að það sé svipað milli skóla/hverfa. Ella eru börn sem búa í hverfum þar sem fræðsla eða þjónusta er lakari að bera skertan hlut frá borði.

 

Bókun Flokks fólksins við kynning á notendaráði félagsstarfs aldraðra hjá velferðarsviði:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar kynninguna. Í bókun þessari er kannski meira af spurningum en venja er í bókun en það kemur til af því að margt í þessu er frekar ruglingslegt og óskýrt.
Notendaráð eru starfandi á 12 af 17 félagsmiðstöðvum og kallast þau ýmsum nöfnum; notendaráð, íbúaráð, heimilisráð, æðsta ráð, stjórn, „opinn fundur“. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvers vegna eru Notendaráð ekki starfandi í öllum 17 félagsmiðstöðvum?
Eins liggur ekki ljóst fyrir hvað ræður því hvort kosið sé í ráð eða fólk beðið um að starfa þar?
Allt ferlið og framkvæmdir þurfa að vera gegnsæjar. Eins væri ráðlegt að hafa eitt samheiti yfir þessi störf, en ekki sex nöfn eins og hér er talið upp. Það er heldur ekki ljóst hvað ræður fjölda stöðva. Er það fjöldi íbúa eða þátttakenda? Fulltrúi Flokks fólksins mun ekki að sinni leggja  þessar spurningar  fram með formlegum hætti en vonast til að þær verðar skoðaðar með það í huga að gera breytingar til hins betra.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 12. maí 2020, um aukna jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni, ásamt umsögn starfshóps um kynja- og hinsegin fræðslu dags. 23. febrúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að ungmenni biðji um aukna jafnréttisfræðslu hvort sem það sé vegna þess að hún sé ekki næg eða að þau vilji einfaldlega meiri og dýpri fræðslu um einstaka þætti. Í umsögn jafnréttis- lýðræðis- og mannréttindateymis kemur fram  það sem fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af sem er að „þrátt fyrir að jafnréttisfræðsla sé lögbundin er enginn ábyrgðaraðili til staðar sem tryggja á að fræðslunni sé sinnt í skólakerfinu og fyrir vikið má teljast afar líklegt að misjafn sé á milli skóla hversu mikla og hversu markvissa jafnréttisfræðslu nemendur fá“. Þetta er ástæða tillagna Flokks fólksins í lið 3 og 4 á sama fundi um að gerð verði sérstök úttekt og könnun á samræmingu á jafnréttisfræðslu í skólum og frístund. Þeim tillögum var vísað frá. Stýrihópur hefur verið settur á laggirnar sem m.a. á að kortleggja jafnréttisfræðslu í skóla- og frístund. Niðurstöður þeirra mun varpa ljósi á margt en eftir stendur áfram sú staðreynd  að það er enginn ábyrgðaraðili til staðar sem tryggja á að fræðslunni sé sinnt í skólakerfinu. Þess vegna er afar brýnt að gerð verði kerfisbundin úttekt á fræðslunni og það skoðað hversu samræmd hún er milli staða.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kostnað embættismanna/starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs við ferðir erlendis:  ráðstefnur, námskeið, námsferðir eða nám:

Borgarfulltrúa Flokks fólksins stendur ekki á sama um fjármuni borgarbúa og telur að allt of miklum fjármunum sé varið í allskyns óhlutlæg verkefni eins og gríðarleg ráðgjafarkaup og hugmyndavinnu ýmiss konar sem lítið virðist skilja eftir sig í raunverulegum vörum eða hagræðingu. Borgarfulltrúa finnst eins og á þessu sviði sé einhvers konar  hugmyndasmíð í gangi sem ekki er séð hverju skilar nema  fjárútlátum í stað afurða í formi  lausna fyrir Reykvíkinga. Það eru Reykvíkingar sem eru að greiða fyrir þessi stafrænu verkefni  sem kynnt hafa verið að undanförnu og  undanfarin ár án þess að ávinningur sé beinlínis sýnilegur eða áþreifanlegur. Vegna þessa spyr borgarfulltrúi Flokks fólksins um kostnað embættismanna/starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs við ferðir erlendis:  ráðstefnur, námskeið, námsferðir eða nám. Spurt er um kostnað síðustu 4 ár.

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu  mörg ár í viðbót þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið á ráðgjafaþjónustu og hugmyndavinnu að halda áður en sambærileg snjalllausn verður komin í notkun á vef borgarinnar sem væri þá afurð í líkingu við snjallmennið Vinný?

Fulltrúi Flokks fólksins spyr um snjalllausnir og hvað langan tíma tekur að gera þær áþreifanlegar.  Á  heimasíðu Atvinnuleysistryggingasjóðs er að finna Snjallmennið Vinný sem svarar fyrirspurnum fljótt og vel. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið að leita að sambærilegri snjalllausn á vef Reykjavíkurborgar en finnur  ekkert  slíkt þrátt fyrir að keypt hefur verið ráðgjöf frá ýmsum fyrirtækjum eins og frá Capacent og  Gartner Group. Spurt er: Hversu  mörg ár í viðbót þarf þjónustu- og nýsköpunarsvið á ráðgjafaþjónustu og hugmyndavinnu að halda áður en sambærileg snjalllausn verður komin í notkun á vef borgarinnar sem væri þá afurð í líkingu við snjallmennið Vinný?

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hvort líkur séu á því að borgin geti nýtt sér að einhverju leyti alla þá aðkeyptu ráðgjöf og afrakstur hugmyndavinnustofu þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem nú þegar er búið að greiða fyrir varðandi áframhaldandi þróun á þessari þjónustugátt Rafræn Reykjavík og öðrum vefjum borgarinnar?

Fyrirspurn um Rafræna Reykjavík umsóknarvef Reykjavíkurborgar: Þrátt fyrir að til sé heil skrifstofa undir þjónustu- og nýsköpunarsviði sem heitir Stafræn Reykjavík sem á að sjá m.a. um vefþróun og stafræna þróun, hefur umsóknarvefur Reykjavíkurborgar Rafræn Reykjavík lítið sem ekkert breyst eða þróast í mörg ár jafnvel þótt keypt hafi verið umtalsverð ráðgjöf og hugmyndavinna innan og utanlands undanfarin ár. Þess vegna er spurt: Eru líkur á því að borgin geti nýtt sér að einhverju leyti alla þá aðkeyptu ráðgjöf og afrakstur hugmyndavinnustofu þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem nú þegar er búið að greiða fyrir varðandi áframhaldandi þróun á þessari þjónustugátt Rafræn Reykjavík og öðrum vefjum borgarinnar?

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

 

 

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 11. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs  Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. janúar 2021, vegna fýsileikakönnunar um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. febrúar 2021, ásamt fylgiskjölum:

 

Tillaga er frá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmingu úrgangsflokkunnar. Reykjavík er að verða eftirbátur í sorpmálum ef tekið er mið af öðrum sveitarfélögum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði það til í upphafi kjörtímabilsins að komið yrði upp þriggja tunnu flokkunarkerfi en tillagan var felld með þeim rökum að hún væri kostnaðarsöm. Í tillögu Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu felst að hvert heimili hafi fjóra úrgangsflokka; pappír, plast, blandað sorp og lífrænt efni. Spurning er hvort þetta eigi að vera valkvætt eða skylda. Það vekur upp margar spurningar um útfærslu. Sérsöfnun frá heimilum er auðvitað lang áhrifaríkasta leiðin. Ef nýta á úrgang sem hráefni í aðra vinnslu þarf að flokka sem mest þar sem úrgangurinn verður til, á heimilum og í fyrirtækjum. Þeir sem búa til úrganginn ættu einnig að hafa mikið um flokkunina að segja. Kalla ætti eftir hugmyndum frá heimilum og fyrirtækjum hvernig talið er að gera mætti betur í flokkun sorps á þeim.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 2. mars 2021, ásamt fylgiskjölum um að fallast á hjálagt erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. janúar 2021, varðandi ósk um undanþágu frá upplýsingalögum fyrir dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur á samkeppnismarkaði:

Borgarstjóri leggur til að borgarráð samþykki að fallast á hjálagt erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. janúar 2021, varðandi ósk um undanþágu frá upplýsingalögum fyrir dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur á samkeppnismarkaði. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort þetta sé alveg nauðsynlegt? Hver á að gæta varðanna? Hverjir munu fá að sjá upplýsingar um rekstur þessara félaga sem eru í eigu borgarbúa? Kannski einhverjir handvaldir? Rökin eru að öll þessi fyrirtæki séu í samkeppnisrekstri og ef þau undirgangist upplýsingalög myndi það veikja stöðu þeirra. Þetta kann að vera rétt en getur engu að síður virkað illa á hinn almenna borgara.

 

Bókun Flokks fólksins við kynningu á framkvæmdum og úrbótum á húsnæði Fossvogsskóla:

Í þessu máli er heilsa barna í húfi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta og önnur sambærileg mál ekki hafa verið tekin nógu alvarlega. Foreldrar hafa ítrekað fullyrt að lengi, í yfir 2 ár hafi litlu eða engu verið svarað. Bæði fulltrúi Flokks fólksins og foreldrar kvarta yfir dónaskap og hroka frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í tengslum við þetta mál. Þessu til staðfestingar hefur fulltrúi Flokks fólksins skrifleg gögn. Svona framkoma er ekki líðandi. Hvort sem þetta er gró, mygla eða sambland, og hvort sem ástæðan sé galli eða ónógrar loftunnar, þá liggur það fyrir að húsnæðið er mengað og hefur skaðað heilsu barna. Allt of mikið er karpað um skýringar og hafa valdhafar misst sjónar af aðalatriðinu; heilsu barnanna. Óvíst er hvort allir nái sér til fulls. Það fyrirtæki sem ráðið var til að leysa vandann leysti hann ekki til fulls. Þessu fyrirtæki á áfram að treysta og er ekki kallað til ábyrgðar. Hverjir áttu að hafa eftirlit með viðgerðum og hvar liggur ábyrgðin? Þess utan voru það stórmistök að ætla að bregðast ekki strax við þegar kvartanir um veikindi fóru að berast aftur.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hafi forystu um það í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið, eignaskrifstofu, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, skrifstofu fjármála- og áhættustýringarsviðs og fagsvið borgarinnar að koma upp og skilgreina sérstakan meginverkferil innan borgarinnar þegar grunur vaknar um hugsanlegar rakaskemmdir og léleg loftgæði í húsnæði sem hýsir starfsemi borgarinnar.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þessi tillaga góð en getur ekki tekið undir hana vegna neikvæðrar framkomu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gagnvart foreldrum og kjörnum fulltrúum í tengslum við þetta mál. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skriflegar staðfestingar sem lýsa dónaskap og hroka sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sýnt í tengslum við málið. Á meðan vænta smá slíks viðmóts frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur treystir fulltrúi Flokks fólksins sér ekki til að kvitta upp á þessa annars ágætu tillögu sem ekki er annað hægt en að vera í grundvallaratriðum sammála um.

 

Bókun Flokks fólksins við svari skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9,. mars 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrslu Verkís varðandi Fossvogsskóla, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. febrúar 2021:

Í þessu máli er heilsa barna í húfi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta og önnur sambærileg mál ekki hafa verið tekin nógu alvarlega. Foreldrar hafa ítrekað fullyrt að lengi, í yfir 2 ár, hafi litlu eða engu verið svarað. Bæði fulltrúi Flokks fólksins og foreldrar kvarta yfir dónaskap og hroka frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í tengslum við þetta mál. Þessu til staðfestingar hefur fulltrúi Flokks fólksins skrifleg gögn. Svona framkoma er ekki líðandi. Hvort sem þetta er gró, mygla eða sambland, og hvort sem ástæðan sé vegna galla eða ónógrar loftunnar, þá liggur það fyrir að húsnæðið er mengað og hefur skaðað heilsu barna. Allt of mikið er karpað um skýringar og hafa valdhafar misst sjónar af aðalatriðinu; heilsu barnanna. Óvíst er hvort allir nái sér til fulls. Það fyrirtæki sem ráðið var til að leysa vandann leysti hann ekki til fulls. Þessu fyrirtæki á áfram að treysta og er ekki kallað til ábyrgðar. Hverjir áttu að hafa eftirlit með viðgerðum og hvar liggur ábyrgðin? Þess utan voru það stórmistök að ætla að bregðast ekki strax við þegar kvartanir um veikindi fóru að berast aftur.

 

Bókun Flokks fólksins við svari Félagsbústaða, dags. 16. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um framkvæmdir og lagfæringar við Írabakka, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. febrúar 2020:

Enn og aftur kemur fram að verktakar skila ekki fullnægjandi verki. Eitthvað er að verkstjórn af hálfu borgarinnar. Í skýrslunni segir “Frágangur klæðningar, þéttingar á gluggum og múrhúð reyndust ekki fullnægjandi. Kostnaður vegna úttektar nam um 1,7 m.kr. Þegar hafa verið gerðar lagfæringar fyrir 11 m.kr. og áætlað er að ljúka viðgerðum vegna þessa í sumar. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 33 m.kr„ Hér er ekki betur séð en að eftirliti sé alvarlega ábótavant. Hvar voru eftirlitsmennirnir? Hver ber ábyrgð á því þegar verktakar skila ekki góðu verki?

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aukið fjármagn vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars 2021:

Tillaga Flokks fólksins um að sett verði nægt fjármagn í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki er vísað frá á fundi borgarráðs. Tillagan snýr að vaktavinnufólki en borðliggjandi er að gera þarf miklar breytingar á vaktakerfi, vaktaplönum og launaforritum. Þessu þarf að fylgja fullnægjandi fjármagn. Upphaflega var það dómgreindarleysi að setja sem grunnforsendu fyrir styttingu vinnuviku dagvinnufólks að ekki mætti fylgja breytingunni kostnaðaraukning. Heyrst hefur að starfsfólk leikskóla sé nú þegar að sligast undan álagi. Eins mikið og það mun fagna styttingu vinnuviku eru ómældar kröfur til þeirra um að hlaupa hraðar og bætast þær nú ofan á stöðuna sem er víða slæm. Ekki bætir úr skák að mannekla faglærðra er mikil. Fólk með 5 ára háskólamenntun sættir sig ekki við þessi laun.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tekjutengingu gjalda vegna frístundaheimila, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars 2021:

Tillaga Flokks fólksins um tekjutengingu gjalda vegna frístundaheimilis hefur verið felld með þeim rökum að ekki sé hægt að breyta fjárhagsáætlun. Það verður að nefnast hér að sérstakt er að hlusta á málflutning frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar nú í haust og bera hann saman við stefnu sama flokks í Reykjavík. Þeir fyrrnefndu hvetja til sértækra aðgerða til að draga úr ójöfnuði en Samfylkingin í Reykjavík hefur aldrei ljáð máls á því heldur hafnað hverri tillögunni á fætur annarri um að hlúa sérstaklega að þeim sem minnst mega sín. Sú tillaga sem hér var lögð fram hefur tímarammann 2022 og þegar er vitað hver kostnaðurinn er. Niðurgreiðsla vegna gjalda á frístundaheimilum yrði um 13 .000.000 kr. á ári. Það ætti að vera Samfylkingunni ljúft að taka undir tillögu sem þessa, þ.e.a.s. vilji þau reyna að vera samkvæm sjálfri sér eða í einhverjum takti við Samfylkinguna á Alþingi nema að flokkurinn hafi klofnað? Reyndar er orðið fátt sem minnir á upphaflegu stefnu Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna í borginni. Báðir flokkar hafa vikið verulega frá því að geta kallast jafnaðarflokkar. Alla vega ekki þegar litið er til rúmlega 900 barna á biðlista eftir fagþjónustu skóla. Aðeins þeir efnameiri geta sótt slíka þjónustu hjá sjálfstætt starfandi fagaðilum.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 1. mars 2021, undir 7. lið fundargerðarinnar:

Fulltrúi Flokks fólksins saknar þess að sjá ekki umræðu um fyrirhugaða lagningu Arnarnesvegar undir liðnum “Málefni hverfisins„, ekki síst þegar fyrir liggur að Skipulagsstofnun telur ekki þörf á nýju umhverfismati. Umhverfismatið sem á að byggja á er frá 2003. Það er sorglegra en tárum taki að skipulagsyfirvöld í Reykjavík skyldu ekki beita sér af krafti fyrir því að fengið yrði nýtt umhverfismat. Þetta er miður í ljósi grænna áherslna meirihlutans. Viðreisn, einn flokka í meirihluta, var ekki með í bókun hinna meirihlutaflokkanna þar sem tekið er undir umsögn heilbrigðiseftirlitsins um að fengið verði nýtt umhverfismat. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því væri ekki þörf á nýju umhverfismati. Segir í rökum að áformin séu umfangsminni en áætlað var. Ekki verði því aukið ónæði í Fellahverfi og ekki hafi þau heldur áhrif á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. En um þetta er ekkert hægt að fullyrða. Það faglega í stöðunni er að fá nýtt mat á hvaða áhrif þessi vegur mun hafa á náttúru, umhverfi og nærliggjandi byggð enda hefur margt breyst frá árinu 2003 á þessu svæði. Hér er málefni sem ræða ætti á fundi íbúaráðs Breiðholts.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 10. mars 2021,  undir 7. lið fundargerðarinnar:

Af svari að dæma mætti lesa það út að sérfræðingar sem eru ráðnir hjá borginni séu helst að sinna verkefnastjórastarfi. Þeir leita að öðrum góðum sérfræðingum og ráða þá í verktakavinnu. Með þessu er verið að vanmeta og vannýta færni og þekkingu fastráðinna sérfræðinga borgarinnar. Þess utan er þetta óhemju dýrt. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það þarf að sýna aðhald í fjármálum. Öll þessi verk þarf að vinna, svo mikið er víst, en í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Sú leið er farin að ráða hámenntaða sérfræðinga sem síðan eru látnir vera umsjónarmenn yfir aðkeyptri vinnu, verkefnum sem hefur verið útvistað til einkafyrirtækja. Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara. Er það í alvörunni skoðun ráðamanna að það borgi sig að kaupa vinnu af verkfræðistofum frekar en að byggja upp þekkingu hjá borginni? Er ekki hægt að hagræða og byggja upp færni, jafnvel þótt það kosti mannaráðningar?

 

Bókun Flokks fólksins við embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði,  undir 1. lið yfirlitsins:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir áhyggjur sem lýst er í ályktun Félags grunnskólakennara um stöðu drengja í íslensku menntakerfi. Í Reykjavík er vandamálið komið úr böndum. 957 börn bíða eftir fagþjónustu;, 360 stúlkur og 597 drengir. Drengir eru í meirihluta í öllum flokkum. Eins og sjá má í niðurstöðum PISA eru drengir að koma verr út en stúlkur í lestri og lesskilningi. Þessi mál þarf að rýna og rannsaka. Skýringar geta verið af ýmsum toga en ekki hefur skort á leiðbeiningar sérfræðinga um hvað gera þarf í lestrarmálum til að barn útskrifist ekki illa læst úr grunnskóla. Leiðbeiningum hefur hins vegar ekki verið fylgt. Um 30% barna er í sérkennslu, meirihlutinn drengir. Niðurstöður sem m.a. hafa verið birtar í skýrslum Landlæknisembættisins hafa sýnt að fleiri stúlkur en drengir hafa hugleitt sjálfsvíg en fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ár. Þessi mál eru háalvarleg og því afar brýnt að gripið verði til aðgerða til að snúa þessari óheillaþróun við. Liður í því er að sérfræðingar tengdir viðfangsefninu vinni saman þvert á stofnanir og svið.

 

 

Borgarráð 10. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík:

Um er að ræða að íbúar (í miðbænum) fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Skorið er á milli íbúðar og bílastæðis. Þetta kann að falla í miðsgóðan farveg þar sem fólk hefur öllu jafna geta lagt bíl sínum fyrir utan heimili sitt án gjalds. Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Í raun stefnir sennilega í það að þeir sem ætla að búa miðbænum muni einfaldlega þurfa að hugsa sig tvisvar um hvort þeir geti leyft sér að eiga bíl og gestir verða helst bara að koma hjólandi. Þeir sem eru almennt sáttir við þessa þróun finnst þetta líklega til bóta frekar en að hvergi verði hægt að finna bíl sínum stað í miðbænum. Þessum kann að finnast það eðlilegt að erfiðara sé að vera með bíl í miðbænum en í úthverfum. Fyrir fjölskyldur er ekki ósennilegt að þetta hafi mikinn fælingarmátt að kaupa fasteign eða leiga á þessu svæði og mun fólk kannski í æ meira mæli berjast um hverja einustu eign í úthverfum.

Bókun Flokks fólksins við Austurheiðar, rammaskipulag:

Í athugasemdum koma fram rök um að reiðstígar og almennir göngu og hjólastígar fari illa saman. Gæta þarf því að skýrri aðgreiningu. Það ætti almennt ekki að vera vandamál. Rýmið er mikið. Göngu og hjólastígar eiga að vera með eins litlum brekkum eins og hægt er. Hestastígar geta verið með brekkum. Margar athugasemdir sem borist hafa virðast eiga rétt á sér. Aðrar snúast um einkahagsmuni sem hafa vonandi líka verið skoðaðar með sanngjörnum og eðlilegum hætti.

Bókun Flokks fólksins við Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að allt þetta mál sé ein harmsaga. Það fjallar ekki um hvort göngugötur séu skemmtilegar eða ekki. Þetta fjallar um að meirihlutinn átti sig á mikilvægi tímasetninga, geti lesið í aðstæður, geti sett sig í spor og síðast en ekki síst noti sanngjarna aðferðarfræði. Í þessar breytingar hefði mátt fara hægar og hefði átt að bjóða hagaðilum að ákvörðunarborðinu á fyrstu stigum. Margir sakna Laugavegarins eins og hann var. Það sem fór fyrir brjóstið á mörgum var að meirihlutinn hafði bókað að götur yrðu opnaðar aftur eftir sumarið 2019 en stóðu síðan ekki við þá ákvörðun. Margir hagaðilar höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun þetta haust því verslun hafði dalað í kjölfar lokunar umferðar. Of mikil óbilgirni, harka hefur einkennt aðgerðir skipulagsyfirvalda þegar kemur að þessu máli. Eftir sitja rjúkandi rústir á sviðinni jörð, svekkelsi og djúpstæð reiði. Það er vissulega rétt að flestar göngugötur eru að mestu ,,stétt“ með viðeigandi skreytingum. En nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti.

Bókun Flokks fólksins við Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis

Hér eru drög að skipulagi hluta Hólmsheiðar. Eftir er mikil vinna. Um fáein atriði í drögunum má segja sitthvað strax. Úrkomumagn skiptir litlu máli fyrir lífsgæði á svæðinu. Úrkomutímarnir skipta meira máli. Litlu skiptir hvort það rignir 5 eða 10 mm á klst. Tíminn er sá sami. Einnig er álitamál hvort mikilvægt sé að halda í núverandi gróður. Uppstaða ríkjandi gróðurs er útplöntun trjáa á síðustu áratugum. Gróðurfar er ekki stöðugt og vel getur verið að allt annað gróðurfar sé betra en það sem nú er á svæðinu. Vel má því skipuleggja án tillits til núverandi gróðurs.


Bókun Flokks fólksins við Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag, kynning:

Þetta mál virðist engan vegin tilbúið að færast á næsta stig þar sem svo margt er óljóst og margt á eftir að koma í ljós. Svör skipulagsyfirvalda eru svolítið á þann vega að segja „þetta á eftir að koma í ljós“.
Fermetrum hefur jú verið fækkað, dregið er úr byggingarmagni og landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til þess að gerð verði óafturkræfanleg mistök svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu með fram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd, er sú strönd þá ekki orðin manngerð, ekki náttúruleg lengur? Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins og víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði. Flugvöllurinn er því ekki að fara neitt, alla vega ekki í langri framtíð.Áhyggjuefnin eru mörg varðandi þetta framtíðarsvæði eins og því er stillt upp. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Sú viðbót, 1100 íbúðir mun væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst.

Bókun Flokks fólksins við svör við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innkaup umhverfis- og skipulagssviðs, umsögn –

Af svari að dæma mætti lesa það út að allir þessir sérfræðingar sem eru ráðnir hjá borginni séu helst að sinna verkefnastjórastarfi. Þeir leita að öðrum góðum sérfræðingum og ráða þá í verktakavinnu. Með þessu er verið að vanmeta og vannýta færni og þekkingu fastráðinna sérfræðinga borgarinnar. Þess utan er þetta óhemju dýrt. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Öll þessi verk þarf að vinna svo mikið er víst, en Í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Sú leið sem er farin að ráða hámenntaða sérfræðinga sem síðan eru látnir vera umsjónarmenn yfir aðkeyptri vinnu, verkefnum sem hefur verið útvistað til einkafyrirtækja. Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara. Er það í alvörunni skoðun ráðamanna að það borgi sig að kaupa vinnu af verkfræðistofum frekar en að byggja upp þekkingu hjá borginni. Er ekki hægt að hagræða og byggja upp færni, jafnvel þótt það kosti mannaráðningar?

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna sameiningar grunnskóla í norðanverðum Grafarvog, umsögn –

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Loksins er frágangi á gangbrautum lokið 5 mánuðum eftir að skólahald hófst. Allt er þetta mál búið að vera hið erfiðasta. Farið var gegn vilja fólks með þessar breytingar án lítils eða nokkurs samráðs við það.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir er varða Úlfarsárdal:

Íbúi í Úlfarsárdal hefur reynt að fá spurningum svarað af byggingafulltrúa og skipulagssviði Reykjavíkurborgar en ekki tekist. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið að sér að leggja eftirfarandi spurningar fram í skipulags- og samgönguráði til að freista þess að fá svör

Spurt er:

  1. Hvenær stendur til að hefja eftirfylgni á þeim 35 – 40 sérbýlis lóðum sem ekki er er hafin bygging á, að 15 árum liðnum frá því að byggingarframkvæmdir hófust í Úlfarsárdal?
  2. Hvað fá lóðarhafar 45 sérbýlislóða við Leirtjörn langan frest til að hefja byggingaframkvæmdir ?
  3. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar. Hvenær verður lokið við að merkja allar gangbrautir lögum samkvæmt í hverfinu, (sebra) með lýsingu og gangbrautarmerkjum?
  4. Hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla?
  5. Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga?
  6. Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum?
  7. Hvenær verður lokið við að hreinsa rusl utan lóða sem eru í byggingu og fylla í moldarflag eftir háspennustrengslögn Landsnets sem veldur moldroki?
  8. Hvenær munu lóðarhafar við Leirtjörn geta hafi byggingu húsa sinna en lóðir hafa verið tilbúnar í 2 ár?
  9. Hvenær lýkur byggingu par- og raðhúsa við Leirtjörn ?
  10. Er komið á áætlun hvenær lokið verði við að gera varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar á göngugötum vegna P-merktra bíla:

Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 4. mars 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:

Í bréfi við fyrirspurnum ÖBI við merkingum á göngugötum í Reykjavík vantar upplýsingar um hvenær áætlað er að viðeigandi merkingar verði settar upp við göngugötur: eFulltrúi

Flokks fólksins spyr: hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um landfyllingar vegna fyrirtækisins Björgunar:

Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði.

Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla” 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er. Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi:

Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu? Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar. Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasæði? Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir um mengun af Arnarnesvegi sem byggja á ofna í skíðalyftuna.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.

Frestað.


Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju aðrar reglur um bókanir gilda í skipulags- og samgönguráði en öðrum ráðum:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipualags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 Aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð.

Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003.

Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar.

Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.

Frestað.

Skipulags- og samgönguráð 10. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 17. febrúar 2021 á tillögu um friðlýsingu á Blikastaðakró, Grafarvogi og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði:

Fulltrúi Flokks fólksins telur tími til kominn að friðlýsa öll þessi svæði. Fulltrúi Flokks fólksins er talsmaður friðlýsingar á sem flestum stöðum í borgarlandinu þar sem þarf að draga úr álagi á náttúru og lífríki svæða. Allt of mikið er gengið á grænu svæði borgarinnar, náttúru fórnað fyrir steypu. Gengið er á náttúrulegar fjörur á nokkrum stöðum í borginni með landfyllingum til að þétta byggð enn meira. Fulltrúi Flokks fólksins hefur mótmælt þessu harðlega.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. febrúar 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals:

Það er afar mikilvægt að íbúar og aðrir í hverfinu, þ.m.t. íþróttafélögin, fái góða og ítarlega upplýsingagjöf og fræðslu um þau úrræði sem koma á upp í hverfinu. Fundir eru best fallnir til þess því á þeim er hægt að ræða saman maður við mann, skiptast á skoðunum og umfram allt útskýra í hverju úrræðið felst, hvernig það kemur til með að líta út, hver verður umgjörðin og eftirfylgnin með því eins og í tilfelli þessa úrræðis sem hér um ræðir. Ef litið er yfir athugasemdir í þessu máli má sjá að þær kjarnast nokkuð í því að fólki finnst úrræðið enn nokkuð óljóst.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. febrúar 2021 á tillögu um endurskoðaðar reglur um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst í fyrsta lagi undarlegt að það hafi þurft að útvista því verkefni að kanna hvað sambærilega er gert er í bílastæðamálum í nokkrum erlendum borgum . Hér er aðeins um að ræða að lesa opinberar upplýsingar sem ekki þarf sérfræðiþekkingu til að gera. Embættismannakerfi borgarinnar ætti að ráða við það, er það ekki? En í Reykjavík þarf að gera ráð fyrir bílastæðum fyrir alla sem vilja og þurfa og það er vissulega kostur að gefa þeim sem eru að byggja, á þegar fullbyggðum svæðum, kost á að greiða fyrir bílastæði í stað þess að gera þau sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins styður aukinn sveigjanleika í þessum efnum að þeir eigendur bíla sem óska að leggja í bílastæðahúsum frekar en við heimili sín, sem dæmi í miðbænum þar sem búið er að byggja þröngt, verði gert það auðveldara og aðgengilegra. Nóg pláss er í bílahúsum og mörg vannýtt á ákveðnum tímum. Ástæður eru ýmsar fyrir því, erfitt aðgengi og óþarflega há gjaldtaka.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 25. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs á umsögn skipulagsfulltrúa vegna greiningar á staðarvali fyrir skólabyggingu í Öskjuhlíð og bréfs skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti vilyrði um lóð ásamt byggingarrétti undir skólahúsnæði í Öskjuhlíð:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að byggja á skóla fyrir Hjallastefnuna. Leysa þarf málið sem fyrst til að draga úr óvissu foreldra, barna og starfsfólks. Valinn hefur verið einn fallegasti staðurinn í borginni fyrir skólann. Þarna er fallegi duftgarðurinn Sólland og einu áhyggjur fulltrúa Flokks fólksins er að byggt verði of nálægt honum þrátt fyrir að vilyrði sé gefið fyrir lóð B en duftgarðurinn er á lóð A. Mikilvægt er að duftgarðurinn geti þróast og stækkað í framtíðinni. Reyndar er annar ókostur við að byggja skóla á þessu svæði. Börnin munu ekki geta gengið í skólann, heldur þarf að aka þeim. :

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 2. mars 2021 um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg sem samþykkt var á fundi velferðarráðs þann 24. febrúar sl. Breytingin felur í sér kostnaðarauka við fjárhagsaðstoð að fjárhæð 67,1 m.kr. á ársgrundvelli sem tekur mið af fjölda þeirra sem voru á fjárhagsaðstoð í september 2020:

Öllum góðum breytingum er fagnað. Upphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu er of lág og hana þarf að hækka. Fjölmargar ábendingar komu en ekki þær veigamestu komust gegnum nálaraugað. Króna á móti krónu skerðing heldur áfram. Við gerð reglna um fjárhagsaðstoð er vel hægt að víkja frá þessari skerðingu enda ávinningur af því fyrir alla. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að Reykjavík auki við fjárhagsaðstoð eða breyti reglunum þannig að fjárhagsaðstoð skerðist ekki krónu móti krónu. Lög um félagsþjónustu hafa að geyma ákvæði um lágmarksskyldur sveitarfélaga en takmarka ekki hve mikið þau mega gera umfram þær lágmarksskyldur. Greinin um framfærsluskyldu sýnir að áfram á að skerða fjárhagsaðstoð vegna tekna maka og vísað er í dóm sem borgin vann. Sá sigur er ekki til að hreykja sér af hvað þá styðja sig við. Ekkert kemur fram í þessu dómsmáli sem gefur til kynna að það myndi brjóta gegn ákvæðum hjúskaparlaga eða laga um félagsþjónustu sveitarfélaga að afnema tekjutengingu við maka. Þetta er allt spurning um hvernig við viljum búa að okkar viðkvæmustu einstaklingum. Markmið hjálparkerfis á að vera að valdefla einstaklinga. Kerfið þarf að vera hvetjandi, ekki letjandi.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um reglur og eftirlit með styrkjum og samstarfs- og þjónustusamningum, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. janúar 2021:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar ítarlegt svar en spurt var um um reglur og eftirlit með styrkjum og samstarfs- og þjónustusamningum. Sjá má að margt horfir til bóta enda hefur verið óreiða í þessum málum. Nokkrar vangaveltur skjóta upp kollinum við lestur svarsins og þá er fyrst að nefna tengsl fagsviðanna við fjármála- og áhættusviðið t.d. hvort tengslin séu næg og hvort fjármála- og áhættusvið fylgi eftir málum inn á fagsviðin. Skila á inn greinargerð um hvernig styrkféi hefur verið varið en ekki er vitað hversu margar greinargerðir skila sér. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að rifta samningum, afturkalla styrkloforð og/eða krefjast endurgreiðslu ef sannarlega er um forsendubrest eða vanefndir að ræða af hálfu styrkþega en hversu mörgum samningum hefur verið rift fylgir ekki sögunni. Fulltrúi Flokks fólksins mun leggja inn frekari fyrirspurnir um þetta en fagnar að greinilega er verið að taka til í þessum málum.

 

Bókun Flokks fólksins við framlagningu svars fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. mars 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfshóp og reiknilíkan vegna skýrslu innri endurskoðunar um grunnskóla frá 2019, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. nóvember 2020:

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfshóp og reiknilíkan vegna skýrslu innri endurskoðunar um grunnskóla frá 2019. Gott er að þetta verk, endurskoðun á reiknilíkani potast áfram en það hefur gengið allt of hægt. Eins og fram kemur í svari var, árið 2019, settur á laggirnar starfshópur sem hafði það að markmiði að endurskoða reiknilíkan til úthlutunar fjárheimilda fyrir grunnskóla. Nú hefur annar starfshópurinn verið myndaður sem á að útfæra og meta forsendur líkansins. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort fyrri hópurinn sem myndaður var hefði ekki getað gert þetta líka. Nú þremur árum seinna er enn ekki komið nýtt líkan og verður ekki fyrr en 2022. Minnt er á að ansi mörg og alvarleg vandamál fylgdu því að vera með “plástrað” reiknilíkan. Árum saman stýrði úrelt og margplástrað reiknilíkan, sem var farið að lifa sjálfstæðu lífi, fjármagni til skólanna.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 18. febrúar 2021 undir 4. lið:

Bókun við lið 4 í fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 18. febrúar 2021: Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. desember 2020, við fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands um merkingar við göngugötur. Segir í svari að núverandi fyrirkomulag merkinga á göngugötum í Reykjavík sé sú útfærsla sem þykir árétta með hvað skýrustum hætti að um sé að ræða göngugötur. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi útfærsla geti varla talist mjög skýr, alla vega ekki nógu skýr. Ef hún væri það þá myndi fólk sem hefur leyfi til að aka göngugötur á P merktum bílum sínum ekki verða fyrir aðkasti. Segir einnig að beðið sé eftir að sérstakt umferðarmerki fyrir göngugötur verði tekið upp í reglugerð um umferðarmerki. Hvenær það verður um það bil fylgir ekki sögunni.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. febrúar 2021  undir 3. lið:

Kynning á Velkomin í hverfið: Komið er inn á íþróttavirkni barna af erlendum uppruna í kynningunni. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á þá staðreynd að rannsóknir sýna að börn frá tekjulágum heimilum, en í þeim hópi er stór hluti innflytjendur, stunda síður skipulagðar íþróttir og annað tómstundastarf. Allt of mörg dæmi eru um að efnaminni foreldrar eiga engra annarra kosta völ en að nota frístundakortið til að greiða fyrir vistun á frístundaheimilum. Það leiðir til þess að barnið getur ekki nýtt frístundakortið í sérvalda tómstund. Hér verða velferðaryfirvöld að koma inn með sértækan stuðning og sértækar aðgerðir. Frístundakortið er réttur barnsins sem á ekki að nota sem gjaldmiðil í þeim tilfellum sem velferðaryfirvöld styðja ekki fátæka foreldra með viðunandi hætti, svo sem að hjálpa þeim að greiða gjald frístundaheimilis. Tekjutenging gjalda fyrir vistun á frístundaheimilum er ein leið til að stuðla að auknum jöfnuði fyrir þann hóp barna sem býr við viðkvæma fjárhagslega stöðu.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 15. febrúar 2021 undir 1. lið:

Bókun Flokks fólksins við lið 1 í fundargerð ofbeldisvarnarnefndar: Ég tel að engum dyljist það mikilvæga starf sem starfsfólk Kvennaathvarfsins hefur sinnt frá opnun þess 1982. Kvennaathvarfið stendur opið öllum þeim konum og börnum sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna. Kvennaathvarfið beinir sjónum að þörfum og réttindum barnanna sem búa í athvarfinu hverju sinni. Áherslan er á börnin sem gerir allt starf Kvennaathvarfsins svo frábært. Komið hefur verið upp sérstökum verklagsreglum um vinnu með börnunum í athvarfinu. Þarna er unnið stórkostlegt starf og vill fulltrúi Flokks fólksins færa starfsfólki og öllum þeim sem koma að starfi Kvennaathvarfsins hinar bestu þakkir.

 

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 24. febrúar 2021 undir 27. lið:

Tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að umhverfis- og skipulagssvið fari með markvissum hætti yfir verkferla sem lúta að svörun erinda sem berast sviðinu var vísað frá. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að umhverfis- og skipulagssvið þurfi að skoða hvort þurfi að bæta verkferla þegar kemur að svörun og afgreiðslu utanaðkomandi erinda. Ástæða fyrir að fulltrúi Flokks fólksins lagði þessa tillögu fram er að á RÚV var fyrir stuttu rætt við konu á Kjalarnesi sem sagði frá því að erindi hennar var ekki svarað eða sinnt með neinum hætti þótt hún hafi ítrekað reynt að ná sambandi við sviðið. Þetta er miður að heyra og gefur tilefni til að sviðið skoði markvisst og kerfisbundið hvort hjá því liggi fleiri ósvöruð erindi. Það er vel vitað að bæta þarf viðbrögð við erindum fólks, svörun í síma og svörun skeyta víða í borgarkerfinu. Þrátt fyrir það var tillögunni vísað frá.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði undir 15. lið:

Fulltrúi Flokks fólksins telur afar brýnt að fullnægjandi stoð sé í lögum um leik–, grunn- og framhaldsskóla hvað varðar einelti. Mest um vert er að málin séu unnin af fagmennsku og að þeim sinni aðeins þeir sem hlotið hafa sérfræðimenntun í úrvinnslu eineltismála og hafa langa reynslu við vinnslu þeirra á vettvangi. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að það þurfi að vera hægt að vísa málum fyrr til fagráðsins. Stundum hefur verið reynt of lengi áður en máli er vísað og hefur þá málið undið upp á sig svo mikið að enn erfiðar reynist að leysa það svo viðunandi sé. Þessi mál þarf að vinna hratt. Gagnvart aðilum (foreldrum) þarf að ríkja gegnsæi þannig að aðilar hafi jafnan aðgang að framlögðum gögnum. Ganga þarf úr skugga um að allir leik- og grunnskólar sinni forvörnum með fullnægjandi hætti og hafi viðhlítandi verkferla tiltæka komi kvörtun um einelti. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja samræmt verklag svo allir skólar standi nokkurn veginn jafnfætis gagnvart forvörnum, viðbragðsáætlun og úrvinnslu. Í ljósi ofangreinds væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að hlutverk fagráðsins verði endurskilgreint.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að tekjutengja gjald fyrir vistun á frístundaheimili og taki sú aðgerð gildi 1. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að tekjutengja gjald fyrir vistun á frístundaheimili og taki sú aðgerð gildi 1. janúar 2022. Kostnaðaráætlun: Niðurgreiðsla vegna gjalda á frístundaheimilum yrði um 13.000.000 kr. á ári. Ábyrgðaraðili: skóla- og frístundasvið. Tímarammi: 2022. Jöfnuður er ein mikilvægasta forsenda þess að öll börn nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Rannsóknir sýna að börn frá tekjulágum heimilum stunda síður skipulagðar íþróttir og annað tómstundastarf. Innflytjendur eru stór hópur tekjulágra í reykvísku samfélagi. Foreldrar hafa þurft að grípa til frístundakorts barna sinna til að greiða frístundaheimili og þar með nýtist kortið ekki fyrir barnið til að velja sér tómstund eða íþrótt. Hér er brotið á rétti barnsins. Útbúa þarf tekjuviðmið um niðurgreiðslu til að hægt verði að styðja við tekjulágar fjölskyldur með viðbótarniðurgreiðslu á gjöldum frístundaheimila. Þetta er eina leiðin til að barnið fái að halda rétti sínum til frístundakortsins.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að skoðað verði að opna aðstöðu fyrir sjósund á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna aukins áhuga almennings:

Tillaga Flokks fólksins um að skoðað verði að opna aðstöðu fyrir sjósund á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna aukins áhuga almennings. Þetta má gera án þess að raska fjörum. Það sem þarf er sturtu- og búningsaðstaða og heitur pottur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að íþrótta- og tómstundaráð skoði með að opna aðstöðu fyrir sjósund á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna aukins áhuga almennings. Talað hefur verið um aðstöðu við Laugarnestangann og við Geldinganes. En meðan verið er að skoða fleiri möguleika á staðsetningu fyrir sjóböð er tilvalið að lengja opnunartímann í Nauthólsvík, þar sem þegar er til staðar frábær aðstaða fyrir sjósundsfólk. Þar þarf að vera opið alla daga vikunnar. R21030043

Vísað til meðferðar menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að opnunartími sjóbaðanna í Nauthólsvík verði lengdur

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að opnunartími sjóbaðanna í Nauthólsvík verði lengdur þannig að þau verði opin alla daga vikunnar. Það eru margir sem nú losna fyrr úr vinnu vegna styttingu vinnuvikunnar og myndu gjarnan vilja komast í sjóböð t.d. um hádegi á föstudögum og sama má segja um sunnudaga. Sjálfsagt er að hafa sjóböðin opin alla daga vikunnar. Margir upplifa aukin lífsgæði við það að stunda sjósund og eru mörg dæmi um fólk sem telur sig hafa náð betri andlegri og líkamlegri heilsu við sjóböð. R21030044

Vísað til meðferðar menningar- íþrótta- og tómstundaráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að sett verði nauðsynlegt fjármagn í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki enda ljóst að gera þarf breytingar á vaktkerfi, vaktaplönum og launaforritum:

Tillaga Flokks fólksins um að sett verði nauðsynlegt fjármagn í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki enda ljóst að gera þarf breytingar á vaktkerfi, vaktaplönum og launaforritum. Mikill fjöldi félagsmanna vinnur vaktavinnu m.a. fjöldi starfsmanna innan heilbrigðisgeirans og í stofnunum velferðarþjónustunnar. Með styttingu vinnuvikunnar verða miklar breytingar á vaktakerfinu. Vaktaplönum þarf að breyta og einnig forritum sem halda utan um t.d. launamál. Kannski var þetta ekki alveg hugsað til enda þegar sett var sem skilyrði að þetta mætti ekki kosta neitt. Þessu fylgir eðlilega kostnaður ef taka á verkefnið um styttingu vinnuvikunnar alla leið. Streðað var við að stytta vinnuviku dagvinnufólks án þess að setja í það krónu. Hætta er á að það komi niður á þjónustuþegum, starfsfólki og jafnvel starfsemi á þeim stöðum þar sem mesta álagið er. Ef allir taka vinnutímastyttingu yrði mönnunargat of stórt til að ráða við það og til að fylla það gat þarf fjármagn. Einhverjir í hlutastörfum munu án efa auka starfshlutfall sitt, vinna sömu tíma en fá hærri laun sem er vel en ekki er raunhæft að ætla að skref sem þetta muni ekki kosta sitt. Eitt er víst að þeim peningum er vel varið. R14050127

Frestað.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P-merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík:

Í bréfi við fyrirspurnum Öryrkjabandalags Íslands við merkingum á göngugötum í Reykjavík vantar upplýsingar um hvenær áætlað er að viðeigandi merkingar verði settar upp við göngugötur: Fulltrúi Flokks fólksins spyr: hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P-merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík? R19070069

Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins hversu mörgum samningum hefur verið rift sl. 3 ár vegna forsendubrestar eða vanefnda af hálfu sty