Borgarráð 21. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2023, varðandi tillögu um flutning á verkefnum meindýravarna Reykjavíkurborgar til Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar: Um er að ræða tillögu um að flytja starfsemi meindýravarna Reykjavíkurborgar til Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. Ef í þessu felst hagræðing, sparnaður, betra skipulag og meiri skilvirkni finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta góð tillaga. Ekki er langt síðan Dýraþjónusta Reykjavíkur var sett á laggirnar og þangað fluttist málaflokkur m.a. hunda og katta. Verkefnum tengdum hundum í það minnsta hefur snarfækkað og má ætla að meira svigrúm sé hjá Dýraþjónustunni að bæta við sig verkefnum ef þar á að vera sami fjöldi starfsmanna.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. september 2023:. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar: Björgun hyggst sækja um breytingar á gildandi leyfum til efnistöku af hafsbotni í Kiðafellsnámu í Hvalfirði. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi bókun: „Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur að nauðsynlegt sé að reglubundið eftirlit verði haft með áhrifum á lífríki, hafsbotn og hafstrauma vegna námuvinnslu í Kiðafellsnámu í Hvalfirði.“ Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa ályktun.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 14. september 2023. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar: Íbúar hafa miklar áhyggjur af umgengni og skipulagi á Esjumelasvæðinu. Sjálfsagt er

Lesa meira »

Velferðarrá 20. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á niðurstöðum þjónustu- og aðgengiskönnunar velferðarsviðs 2023: Margt hefur lagast en annað hefur versnað. Það sem hefur versnað er að fólk þarf að leita til margra aðila áður en það fær svör við erindum sínum og margir upplifa tungumálaörðugleika. Sami vandi t.d. ef horft er til aðgengis að sækja þjónustu fyrir fötluð börn og foreldra þeirra. Hér má sannarlega gera betur. Það virðist sem okkar allra viðkvæmustu hópar mæti ávallt afgangi. Aðgengi er langt í frá að vera ásættanlegt og biðlistar óviðunandi. Reglur eru sumar ósveigjanlegar og aðgengi að ráðgjafa þarf að bæta. Kvartað hefur verið yfir flækjustigi og erfiðleikum með að fá upplýsingar. Til að svona könnun skili árangri þarf að taka niðurstöður hennar alvarlega.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lögð fram til kynningar drög að gjaldskrám fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs 2024: Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir öllum gjaldskrárhækkunum sem koma beint og óbeint við pyngju þeirra sem minnst mega sín. Nú stefnir meirihlutinn á að hækka gjaldskrár um 3,6% frá og með 1. október 2023. Hækkun gjaldskráa mun þess utan fara beint út í verðlagið og hafa áhrif á verðbólguhorfur. Hér er verið að kynna fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra og hækkun á margs konar stuðningsþjónustu við eldri borgara.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 20. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 483 og 484: Fundargerð 27. júní liður 1. Stefnumótun SORPU Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp í þessari bókun hvort eina leiðin til að vinna stefnumótunarvinnu sé að kaupa þjónustu frá ráðgjafafyrirtæki en aðkeypt þjónusta af slíkum toga útheimtir mikinn kostnað.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á niðurstöðum loftslagsuppgjörs. Lagt er fram minnisblað/skýrsla Eflu um loftslagsbókhald Reykjavíkur. Ekki kemur fram kostnaður við skýrsluna og ekki er sýnt fram á af hverju þessari vinnu þurfti að útvista. Skýrslan eða minnisblaðið er samantekt á ýmsum mælingum. Nákvæmni niðurstaðna ræðst af mæligögnum og svo virðist sem þau séu brotakennd enda tengjast þau skiptingu milli svæða, hvað er gert innan einstakra sveitarfélagamarka.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um frumgreiningu á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins, ásamt bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Græni stígurinn tengir saman útivistarsvæðin í Græna treflinum með samfelldum göngu- og hjólastíg. Markmiðið með honum eru að auka útivist, bæta lýðheilsu og bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi. Frumgreining á mögulegri legu stígsins liggur nú fyrir. Gagn þetta er gagnlegt í komandi umræðu og skipulagsmálum. Ábendingar og kortayfirlit sýna þá kosti sem liggja fyrir. En hvers konar stígur?

Lesa meira »

Leit að málum