Borgarráð 22. september 2022

Bókun Flokks fólksins undir liðnum Reynimelur 66: Flokkur fólksins vill undirstrika að með þessari breytingu verði byggingarmagn á lóðinni ekki aukið. Áhyggjur eru af því. Fínt er að húsið Reynimelur 66 fái að standa áfram. Íbúar þurfa að fá að vera með í þessum ákvörðunum og fá að sjá gögn í tíma og með skýrum hætti. Öðruvísi er ekki hægt að mynda sér skoðun á málinu.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum tillaga um samkeppni um þróun Keldna og Keldnaholts: Hér er rætt um samkeppni um þróun Keldnalands og Keldnaholts. Samkeppni er af hinu góða enda eykur hún valkosti. Huga þarf að blandaðri byggð og fjölbreytni. Einnig að því að auka hlutfall af hagkvæmu húsnæði en hagkvæmt húsnæði hefur sárvantað. Auka þarf hressilega framboð af ódýru, vönduðu húsnæði í Reykjavík og á Keldnalandi og Keldnaholti er tækifæri til þess. Keldnaland og Keldnaholt eru stórir reitir sem hafa verið í umræðunni lengi. Málið er mörgum hugleikið.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 15. september 2022, liður 6: Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun þar sem áhersla er lögð á að unnar verði úrbætur sem gera fötluðu fólki kleift að nálgast persónuleg gögn á borð við upplýsingar í Heilsuveru, netbanka, mínum síðum Reykjavíkurborgar, Tryggingastofnunar og fleiri stöðum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að leita þurfi lausnar

Lesa meira »

Velferðarráð 21. september 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra um nýtt útboð á heimsendum mat: Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Ef horft er til  matarþjónustu á velferðarsviði þá erum við í Flokki fólksins ekki sannfærð um að henni eigi að útvista. Það gæti leitt til þess að þjónustan færist fjær fólkinu og að persónulegar þarfir fólks séu ekki virtar. Útvistun er ekki ávísun á sparnað. Hafa skal í huga að varla er nokkurt fyrirtæki að óska eftir verkefni nema komið sé út í hagnaði. Það leiðir líkum að því að gjöld kunni að hækka fyrir þjónustuna. Þann 8. júní 2022 voru tilboð á EES útboði velferðarsviðs.  Eitt tilboð barst upp á kr. 317.400.000 en í kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir kr. 170.100.000. Fleiri tilboð bárust ekki og var tilboðinu hafnað. Nú á að reyna að auka tímaramma samnings úr  tveimur árum í tíu ár til að tryggja að viðunandi tilboð fáist. Flokki fólksins finnst áhætta fólgin í  því ef þjónustan er léleg og þá er ekki hægt að segja upp samningi.   Bókun Flokks fólksins kynningu ársskýrslu velferðarsviðs 2021: Ársskýrsla velferðarsvið er yfirgripsmikil. Fulltrúa Flokks fólksins

Lesa meira »

Leit að málum