Borgarráð 25. maí 2023
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. maí 2023, þar sem yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar Græna plansins á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild er lagt fram til kynningar: Meirihlutinn leggur fram til kynningar yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild. Farið er yfir hvað margar íbúðir hafa verið byggðar. Ekkert er talað um hversu mikið þarf að byggja til að að hægt sé að bjóða upp á húsnæðisöryggi í Reykjavík. Sárlega vantar lóðir fyrir félög eins og Bjarg og Blæ sem eru tilbúin að byggja hagkvæmt leiguhúsnæði. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta hálfgerð montskýrsla því eins og allir vita sem vilja vita þá ríkir neyðarástand í Reykjavík. Þær tölur sem varpað er fram í þessari skýrslu hafa því frekar litla þýðingu eins og er. Það vantar húsnæði! Þétting byggðar í kringum borgarlínu er í forgangi hjá þessum meirihluta á meðan stór hópur fólks nýtur ekki húsnæðisöryggis og enginn sér sem stendur að borgarlína sé að hefja akstur í nánustu framtíð. Í raun er fulltrúi Flokks fólksins orðin þreyttur á svona skýrslum. Fólk hrópar á hjálp eftir öruggu húsaskjóli og að komast ferðar sinnar án stórkostlegra tafa. Það er eins og meirihlutinn sé í afneitun fyrir ástandinu og notar fagurgala til að viðhalda afneituninni. Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf
Velferðarráð 24. maí 2023
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2023: Hér er um að ræða yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 milljón á undanförnum 12 mánuðum. Alla jafna er þarna um eðlileg innkaup að ræða en Flokkur fólksins setur spurningarmerki við tvær háar fjárhæðir sem velferðarsvið greiðir til Ríkisútvarpsins og Landsbankans. Velferðarsvið greiðir Ríkisútvarpinu 42,8 milljónir í þjónustukaup. Þetta er rekstrarsamningur húsnæðis og rekstur mötuneytis en velferðarsvið samnýtir mötuneytið á staðnum þar sem þjónustumiðstöðin er til húsa. Velferðarsvið greiðir Landsbankanum 5,3 milljónir vegna uppgjörs á rafmagni, hita, snjómokstri og lyftukostnaði vegna þess að Norðurmiðstöð samnýtir húsnæði með Landsbankanum. Til samanburðar fær sálfræðiþjónusta barna eingöngu 8.030 milljónir vegna fækkunar á biðlista barna. Flokkur fólksins telur að þarna þurfi að gera betur til að fækka enn frekar á biðlista barna. Á biðlista barna eru nú 2498 börn. Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram skýrsla starfshóps um starfsemi Vinjar, ásamt fylgiskjölum: Flokkur fólksins styður sameiginlega niðurstöðu starfshóps um starfsemi Vinjar en þar segir m.a.: “Kjarnastarfsemi Vinjar sem er fólgin í stuðningi við einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma þarf að halda sér. Fulltrúar hópsins töldu að ef starfsemi Vinjar yrði samþætt annarri starfsemi þá væri afar mikilvægt að það væri í hlutlausu húsnæði, þ.e. að starfsemi Vinjar yrði ekki flutt inn í hefðbundna félagsmiðstöð í
Umhverfis- og skipulagsráð 24. maí 2023
Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16 – nýtt deiliskipulagi – SN220212. Niðurrif eldri húsa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að taka afstöðu til þessa skipulags Gagnrýni kom um að langhliðar séu of einsleitar og það þarf að vera minna byggingarmagn. Bílastæði verða 11 á borgarlandi og 2 fyrir fatlaða innan lóða. 15 íbúðir verða með útsýni í 2 áttir. Þetta er rótgróið svæði og viðkvæmt svæði, kannski 2 hús eftir af gömlu byggðinni. Þessi hús eru að hverfa. Þau á að rífa. Þetta er erfitt mál. Þarna eru líka þriggja hæða hús en þau eru hálfrar aldar. Þetta er pólitískt mjög óþægilegt fyrir þá sem vilja vernda gamla byggð en ekki sterk rök gegn þess. Hefði átt að vernda þessi hús, vinna með þau meira, byggja við að mati einhverra. Hér er verið að þétta í öfgafulla átt. Mörgum finnst þetta hund ljótt eins og myndir sýna og ekki hverfinu til prýði. Það er uppbrot og kantur, en þetta á að vera leiðbeinandi svo ekki gott að sjá hvernig þetta mun líta út. Nú er komin niðurrifs heimild á þessi hús sem er erfitt þeim sem vilja halda í eldri hús. Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Ævintýraborgir – Fossvogsblettur 2-2A – Fossvogur – skipulagslýsing Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju skrefi í átt að því