Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 20. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 15. maí 2024, um greinagerð með framlagningu uppfærslu á stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg: Fulltrúi Flokks fólksins gerir athugasemd við hversu þröng skilgreiningu á einelti er og telur að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa ættu að beita sér fyrir að fá hana útvíkkaða. Árið 2015 var gerð þrenging á skilgreiningu eineltis sem fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Einnig er vert að ávarpa að það er of algengt að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu. Rannsakandinn er jú háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Sá sem tilkynnir einelti þarf að geta tryggt að rannsakandi málsins sé óháður og báðir aðilar, meintur þolandi og gerandi eiga að geta kannað feril viðkomanda hvað varðar, sem

Lesa meira »

Velferðarráð 19. júní 2024

Lögð fram uppfærð niðurstaða frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk, dags. 10. júní 2024.: Tvær ábendingar voru settar fram í niðurstöðum frumkvæðisathugunar GEV á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga. Unnið hefur verið úr þeim ábendingum. Fyrri ábendingin snýr að því að einfalda aðgengi að upplýsingum um stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Slíkt hefur verið gert. Síðari ábendingin snýr að því að ekki væri tilgreint hvort eða þá með hvaða hætti hægt sé að sækja um frístundastarf án rafrænnar innskráningar inn á Völu. Þeirri ábendingu hefur verið vísað til afgreiðslu skóla- og frístundasviðs. Að öðru leyti er engin þörf á úrbótum á þeim tíu þáttum sem voru til skoðunar.   Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: Birtar eru niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk. Ekki kom fram þar nægjanlega skýrt að „engra úrbóta væri þörf“. Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka mikilvægi þess að skýr og skilmerkileg gögn berist með málum þegar dagskrá og fundarboð er sent út. Þá séu einnig settar með kynningar og auðvitað nýjustu upplýsingar í sérhverju máli og að þær séu settar fram með skýrum hætti. Flokkur fólksins undirbýr alla fundi sem hann á fulltrúa í af kostgæfni og byggir hann eðli málsins samkvæmt sínar bókanir á þeim gögnum sem

Lesa meira »

Umhverfis og skipulagsráð 19. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á frumdrögum á Miklubraut í stokk eða jarðgöng. Hér er lögð á borð áhugaverð áætlun. Hvergi er þó að finna neinar hugleiðingar um hvað gert er með mengaða loftið í göngunum. Þegar um svona löng göng er að ræða þarf að huga að mengunarvörnum. Mengun er ekki síður atriði hvort sem maður er ofanjarðar eða neðan. Hér virðist vera gert ráð fyrir að mengaða loftið streymi út um gangnaopin/munnanna. Þaðan kemur einnig hreina loftið inn í jarðgöngin. Þarf ekki að stýra loftflæðinu og jafnvel upp um sérstaka strompa, þar sem í framtíðinni væri hægt að hreinsa loftið? Einhvers konar hreinsunarbúnað er klárlega þörf. Það er mörgum spurningum ósvarað í þessari annars metnaðarfullu kynningu. Til dæmis gæti orðið mengunarvandmál við gangnaopin fyrir nærbúandi fólk? Við umferðarmestu göturnar núna, er þegar mikil mengun, og er þó ekkert þak þar yfir. Fulltrúi Flokks fólksins væntir þess að þetta verði betur útskýrt á næsta stigi.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lagt er til að samþykkja að Austurstræti, vestan Pósthússtrætis, verði göngugata og Pósthússtræti verði vistgata til 1. október 2024: Málið var rætt í borgarstjórn 6. febrúar 2023. Lagt var þá til að samþykkja að Austurstræti, vestan Pósthússtrætis, verði göngugata og Pósthússtræti verði vistgata til 1. október 2024. Nú á að taka fyrsta skrefið. Flokkur fólksins leggur áherslu

Lesa meira »

Leit að málum