Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur hefur margvísleg fræðsluerindi í boði fyrir foreldra, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki.
Börn sem sýna ofbeldisfulla hegðun
>FRÆÐSLUERINDI FYRIR ALLA ÞÁ SEM UMGANGAST OG VINNA MEÐ BÖRNUM
Farið er yfir helstu birtingamyndir ofbeldis meðal barna og unglinga. Hvenær telst ofbeldi gróft? Helstu efnisþættir:
- Orsakir ofbeldisfullrar hegðunar, áhættuþættir
- Börn með raskanir
- Persónueinkenni, geðsmunir
- Áhættuþættir í uppeldi, í fjölskyldunni og í nánasta umhverfi barnsins
- Netið, áhættuþættir
- Hvað er hægt að gera ef barn sýnir ofbeldisfulla hegðun? Úrræði og leiðir
- Hvernig má greina viðvörunarmerki?
Að byrja í grunnskóla
> FRÆÐSLUERINDI FYRIR FORELDRA
Fræðsla fyrir foreldra barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Farið er yfir hvað helst einkennir þroska og þarfir þessa aldurskeiðs og leiðir sem auka samskiptafærni foreldra við börn sín. Síðast en ekki síst hvernig foreldrar geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna. Helstu efnisþættir:
- Þroski og þarfir þessa aldursskeiðs
- Uppbygging sjálfsmyndar/forvarnir
- Undirbúningur við upphaf grunnskólagöngu
- Uppeldis- og agamál
- Þátttaka foreldra í námi barna sinna og samskipti við skólann
Kynferðisofbeldi gagnvart börnum
> FRÆÐSLUERINDI UM ÞAÐ HVERNIG EFLA MÁ INNRA VARNARKERFI BARNA GEGN KYNFERÐISOFBELDI
Farið er í birtingamyndir kynferðisofbeldis gagnvart börnum og hvaða hópar barna eru helst í áhættuhópi? Í erindinu er foreldrum leiðbeint með hvernig þeir geta frætt börn sín með viðeigandi hætti. Beint er sjónum að hvernig fullorðnir skulu bregðast við segi barn frá kynferðisofbeldi. Loks er varpað ljósi á mögulegar vísbendingar um að barn hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.
Samskipti og samskiptatækni
> FRÆÐSLUERINDI FYRIR ÞJÁLFARA, LEIÐBEINENDUR OG SJÁLFBOÐALIÐA
Rætt er um þjálfara- og leiðbeinendastarfið, hvaða kröfur eru gerðar til þessara starfshópa. Einnig kynntar aðferðir til að styrkja sjálfsaga og persónulegan metnað þátttakenda. Sjónum er beint að mikilvægi forvarnarsamstarfs félaga og foreldra í þeim tilfellum þar sem þátttakendur eru undir 18 ára aldri. Farið er yfir viðbrögð ef grunur leikur á um að iðkandi glími við vandamál/vanlíðan. Í erindinu er farið í almenn samskipti þjálfara/leiðbeinenda og þátttakenda, hvar mörkin liggja og hvernig bregðast skuli við agavandamálum sem upp kunna að koma.
Að skilja og skáka streitu
> FRÆÐSLUERINDI FYRIR VINNUSTAÐI
Hugtakið streita vísar til neikvæðrar tilfinningalegrar líðanar með tengdum hegðunar- og líffræðilegum breytingum sem tengjast skynjun einstaklingsins á atburðum eða hlutum.
Í þessum fræðslufyrirlestri er „streita“ skoðuð út frá:
- Persónuleikaþáttum/geðslagi
- Hugsunum/þankagangi og skilningi
- Mismunandi upplifunum á umhverfinu
Og hvernig þessir þættir geta annars vegar sett af stað og/eða magnað streitu í e.t.v. streitumiklum aðstæðum eða spornað við henni, mildað eða losað.
Samskipti unglinga og foreldra á heimili, tölvunotkun og netið
> FRÆÐSLUERINDI FYRIR STARFSMENN UNGLINGASTIGS SKÓLA OG FORELDRAFÉLÖG
Fræðsla um unglingastigið sniðið að foreldrum. Rætt um jákvæð samskipti á heimili, tölvunotkun, netið og hættur sem þar leynast. Farið er m.a. yfir helstu þroskabreytingar, hvað einkennir þetta aldursskeið, samspil aga, aðhalds og viðeigandi sveigjanleika. Rætt er um hlutverk og ábyrgð foreldra þegar kemur að því kenna unglingunum jákvæða framkomu og hegðun.
ATH! Hægt er að panta fræðslu í síma 899 6783 eða með tölvupósti til kolbrunbald@simnet.is
SKOÐA LÍKA Kynntu þér líka EKKI MEIR fræðsluerindin um eineltismál sem í boði eru