You are currently viewing Um vefinn

Um vefinn

Velkomin á vefsetur Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings og nú einnig borgarfulltrúa

Hér í vefnum er að finna upplýsingar og fræðslu um aðgerðir gegn einelti, forvarnir og verkferla við úrvinnslu eineltismála. Hér er einnig að finna greinar og pistla um þennan málaflokk og sýnishorn af viðbragðsáætlun og tilkynningareyðublaði fyrir skóla, félög, stofnanir og fyrirtæki. Sjá Verkfærakistuna

Bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur er handbók og leiðarvísir um einelti, en einnig verkfæri til að nota í fyrirbyggjandi vinnu gegn einelti eða til að grípa til í úrvinnslu mála. Bókin hefur að geyma ráðgjöf fyrir skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Hér má svo fræðast um þá þjónustu sem Kolbrún veitir sem sálfræðingur og nálgast fjölda pistla og greina sem hún hefur skrifað um sálfræðileg málefni.

Einnig e hægt að horfa á fjölda sjónvarpsþátta um sál- og félagsfræðileg efni, en Kolbrún sá um tveggja ára skeið um þáttinn Í nærveru sálar á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Síðast en ekki síst er hægt að hlusta á útvarpsþættina Lífsbókina sem Kolbrún vann á námskeiði í dagskrágerð undir leiðsögn Sigrúnar Stefánsdóttur.

Sjá nánar ferilskrá Kolbrúnar og ítarlegri ferilskrá og ferilskrá á ensku