You are currently viewing Í nærveru sálar – þættir á ÍNN

Í nærveru sálar – þættir á ÍNN

Um tveggja ára skeið, árin 2009-10, stjórnaði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þættinum Í NÆRVERU SÁLAR á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir voru vikulegir og hver þáttur um 30 mínútna langur, en alls voru framleiddir rúmlega sjötíu þættir. Umfjöllunarefni þáttanna voru af ýmsum toga, en flest tengdust þó sálfræði- og félagslegum viðfangsefnum. Hér má horfa á þættina flokkaða eftir umræðuefnum. 

EINELTI

 Sjá alla þættina HÉR

Einelti – hvað segja unglingarnir?
Rætt við Ernu Stefánsdóttur, forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Versins í Hafnarfirði, Söndru Björk Benediktsdóttur og Karen Carlsson.

Einelti í íslenskum lögum
Viðtal við Rögnu Árnadóttur, Gunnar Diego og Þórhildi Líndal.

Einelti á vinnustað
Viðtal við Braga Skúlason, sjúkrahúsprest.

Regnbogabörn
Viðtal við Valgeir Skagfjörð.

Afleiðingar eineltis
Viðtal við Ingibjörgu Baldursdóttur hjá Liðsmönnum Jerico.

Er einelti á Alþingi?
Viðtal við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann en hún fullyrðir að einelti fyrirfinnist á Alþingi.

Einelti gerði mig næstum að fjöldamorðingja
Rætt við ungan mann sem lýsir því hvernig hann var yfir langan tíma lagður í einelti. Í þættinum segir hann frá afleiðingum eineltis, skaðseminni og þeirri hugsun hvernig hann langaði á einum tímapunkti að myrða skólafélaga sína. Viðmælandi óskar að koma ekki fram undir nafni.
> Sjá HÉR

OFBELDI / KYNFERÐISOFBELDI

 Sjá alla þættina HÉR

SASA
SASA er félagsskapur karla og kvenna sem hafa sameiginlega reynslu af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni

Minn líkami, mín sál
Farið er yfir helstu atriði er varða varnir gegn kynferðisofbeldi gegn börnum.

       Ofbeldi á meðgöngu
       Viðtal við Hallfríði Kristínu Jónsdóttur.

       Ýmsar hliðar heimilisofbeldis
       Rætt við Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins.

Karlar til ábyrgðar
Viðtal við sálfræðingana Andrés Ragnarsson og Einar Gylfa Jónsson um meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi á heimili sínu.

Kynferðisleg áreitni á vinnustað
Viðtal við Brynhildi Flovez, lögfræðing.

ADHD

 Sjá alla þættina HÉR

Athyglisbrestur og ofvirkni hjá börnum
Viðtal við Ingibjörgu Karlsdóttur, fyrrv. formann ADHD samtakanna.

ADHD fullorðinna
Rætt við Sigríði (Sirrý) Jónsdóttur markþjálfa (Life Coach), en Sigríður vinnur með fullorðnu fólki sem greinst hefur með ADHD (Attention deficit and Hyperactivity disorder).

ÓFRJÓSEMI OG ÆTTLEIÐINGAR

 Sjá alla þættina HÉR

Að glíma við ófrjósemi
Rætt er við Huldu Hrönn Friðbertsdóttur og Katrínu Björk Baldvinsdóttur frá samtökunum Tilveru.

Að ættleiða barn erlendis frá
Rætt er við Hörð Svavarsson, formann Félags Íslenskrar ættleiðingar, og Sigrúnu Maríu Kristinsdóttur, höfund bókarinnar Óskabarna.

ALKÓHÓLISMI

 Sjá alla þættina HÉR

Fullorðin börn alkóhólista
Viðtal við Hörð Oddfríðason, ráðgjafa hjá SÁÁ.

Alkóhólismi
Orri Harðarson ræðir um bók sína Alkasamfélagið.

ANDLEG VEIKINDI OG AFLEIÐINGAR ÞEIRRA

 Sjá alla þættina HÉR

Sjálfsvíg og aðstandendur
Viðtal við Elínu Ebbu Gunnarsdóttur, Halldór Reynisson og Karínu Andrésdóttur um sjálfsvíg og bókina Ástvinamissir vegna sjálfsvígs, handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.

Á geðveikum nótum
Rætt um bókina Geðveikar batasögur og Alþjóða geðheilbrigðisdaginn. Viðmælendur eru Ragnheiður Jóna Sverrisdóttir, Bergþór Grétar Böðvarsson og Herdís Benediktsdóttir.

Klúppurinn Geysir 10 ára
Rætt við Kristinn Einarsson framkvæmdarstjóra Geysis, Björk Agnarsdóttur og Kristínu Kristjánsdóttur

Fæðingarþunglyndi
Rætt við Marga Tome, prófessor í hjúkrunarfræði við HÍ.

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐIR

 Sjá alla þættina HÉR

Hugræn atferlismeðferð
Viðtal við sálfræðingana Odd Erlingsson og Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur.

Dáleiðsla sem meðferðartæki
Viðtal við Hörð Þorgilsson, sálfræðing.

Að leiðrétta kyn sitt
Viðtal við Önnu Kristjánsdóttur

ÍÞRÓTTIR

 Sjá alla þættina HÉR

Afreksbörn í íþróttum
Rætt við Jón Pál Pálmason, íþróttaþjálfara um líf og líðan afreksíþróttabarna.

FÉLAGS- OG SÁLFRÆÐILEG MÁLEFNI

 Sjá alla þættina HÉR

Skyggnst inn í heim lesblindra
Viðtal við Evu Lind Lýðsdóttur sem glímir við alvarlega lesblindu.

Stam, máltruflun sem getur skaðað sjálfsmyndina
Rætt er við Jóhönnu Einarsdóttur, lektor á Menntasviði HÍ.

Mataræði í íslenskum grunnskólum
Viðtal við matreiðslumeistarana Sigurveigu Káradóttur, Þröst Harðarson og Jón Inga Einarsson, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar.

Umboðsmaður Alþingis
Allt sem þú vilt vita um embætti Umboðsmanns Alþingis.

Arfleifðin – hvað höfum við lært af forfeðrum okkar?
Frændsystkinin Heiðar Jónsson, Björk Vilhelmsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir ræða saman um arfleifðina frá Krossum.

Ungt fólk og ökumenning
Viðtal við Guðbrand Bogason, skólastjóra og ökukennara.

Týndir í kerfinu
Rætt við Sólveigu Hjaltadóttur og Kristínu Jónsdóttur um Tryggingarstofnun ríkisins.

Megastuð í Múlalundi
Helgi Kristófersson, framkvæmdarstjóra og Ólaf Sigurðsson.

Psoriasis
Fræðsla og góð ráð fyrir þá sem greinst hafa með Psoriasis. Rætt við Valgerði Auðunsdóttur, formann Samtaka psoriasis og exemsjúklinga.

Námsráðgjöf Háskóla Íslands
Rætt er við námsráðgjafanna Maríu Dóru Björnsdóttur og Jónínu Ólafsdóttur Kárdal.

Dvalið í háloftunum
Rætt við Guðmundu Jónsdóttur, flugfreyju.

Fötluð gæludýr
Mjallhvíti vantar einn fót. Hann er mættur í viðtalið með eiganda sínum og dýralækninum.

Jólagjafir
Hvernig leikföng eigum við að velja fyrir börnin okkar?

Hvers vegna leitar fólk til spákonu og hverjir eru það sem spá?
Viðtal við Sigrúnu E. Birgisdóttur, spákonu.

Siðir ásatrúarmanna
Rætt við Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða og tónskáld.

Að heyra barnið sitt vaxa
Rætt við Bergvin Oddsson, blindan föður og rithöfund.

Blogg og bloggefni
Rætt við Guðbjörgu Hildi Kolbeins, fjölmiðlafræðing og fyrrverandi blaðamann.

KYNIN OG KYNLÍF

 Sjá alla þættina HÉR

Kynin og kynlíf I og II
Rætt við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur kyn- og hjúkrunarfræðing.

BÖRN OG UNGLINGAR

 Sjá alla þættina HÉR

Unglingsárin
Fræðsla um vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska unglinga. Hvernig getum við átt góð samskipti við unglingana okkar?

Unglingar og Netið
Unglingsárin, samskipti foreldra og unglinga.

Tölvufíkn, tölvueinsemd
Viðtal við Svavar Knút.

Netið eins og stórborg – Hvað þarf að varast?
Rætt við Þóri Ingvarsson frá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kvíði barna
Viðtal við sálfræðingana Árnýju Ingvarsdóttur og Thelmu Gunnarsdóttur um áhyggjur og kvíða hjá börnum og bókina sem þær stöllur þýddu, Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

Uppeldistæknin PMT (Parent Management Training)
Rætt við Margréti Sigmarsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í klínískri sálfræði.

HRUNIÐ

 Sjá alla þættina HÉR

Hvað segja rannsóknir um líðan barna fyrir og eftir hrun?
Niðurstöður rannsóknar. Viðtal við Bryndísi Björk frá sálfræðideild HR.

Hinar mörgu myndir mótmæla í aðdraganda Hrunsins
Gunnari Sigurðsson leikstjóri ræðir um mótmæli.

Líðan bankastarfsmanna í Hruninu
Rætt við Helgu Jónsdóttur, starfsmannastjóra Landsbankans.

Fórnarlömb hrunsins
Rætt við Hörð Hilmarsson og Ómar Sigurðsson um peningamarkaðssjóði.

Andleg líðan landsmanna í upphafi Hrunsins
Rætt við Vigfús Bjarna Albertsson prest og Guðrúnu Brynju Guðmundsdóttur barnageðlækni.

STJÓRNMÁL

 Sjá alla þættina HÉR

Hrunið
Vilhjálmur Egilsson ræðir um hrunið, afleiðingar, stöðuna í samfélaginu og hvaða verk þarf nauðsynlega að ganga í.

Ástandið á Alþingi fyrr og nú
Viðtal við Ragnhildi Helgadóttur fyrrv. alþingismann og ráðherra.

Sjálfstæðisflokkurinn og velferðarmálin
Rætt við Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðing

VIÐTÖL VIÐ STJÓRNMÁLAMENN

 Sjá alla þættina HÉR

Gunnar Birgisson

Sigurður Kári Kristjánsson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Magnús Þór Hafsteinsson

Bjarni Harðarson

Kristinn H. Gunnarsson

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Karl Tómasson