Auka borgarstjórnarfundur 5. júní 2025. CEB erlent lán

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að samþykkt verði fyrirliggjandi drög að lánasamningi að fjárhæð 100 milljónir evra milli Reykjavíkurborgar, kt. 530269-7609 og Þróunarbanka Evrópuráðsins eða Council of Europe Developement Bank (CEB) til að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar. Borgarstjóra verði veitt heimild til að undirritunar og frágangs gagna. Taka á erlent lán að fjárhæð 100 milljónir evra

Lesa meira »

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og  viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar

Næstu mál okkar Flokks fólksins í borgarstjórn 7. febrúar snúa annars vegar að tillögu um heimgreiðslu vegna alvarlegra manneklu í leikskólum og langs biðlista og hins vegar að umræðu um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til í borgarstjórn að foreldrar yngstu barnanna hafi val um að þiggja

Lesa meira »

Óbreytt staða í borgarstjórn

Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að

Lesa meira »

Ó, borg mín borg

Ó, borg mín borg Nú líður að lokum þessa árs. Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð

Lesa meira »

Að jólin verði allra

Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun til jólanna er einn af hápunktum tilveru þeirra og mun lifa með þeim í minningunni þegar fram líða stundir. Í samfélagi okkar finnst mörgum það  sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu. Allt

Lesa meira »

Málefni barna varða okkur öll

Börn eru mér og okkur í Flokki fólksins hugleikin alla daga. Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við Flokk fólksins á sínum tíma var ekki síst sú að stefna flokksins setur börn og barnafjölskyldur í forgang. Fólkið fyrst og svo allt hitt er okkar kjörorð. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt, enda ætti enginn að þurfa að vera fátækur

Lesa meira »

Strætó og SORPA – útvistun?

Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Þegar talað er um beina þjónustu við fólkið er átt við „maður á mann þjónustu“.  Útvistun slíkrar þjónustu getur leitt til þess að þjónustan færist fjær fólkinu sem hana nýtir og að persónulegar þarfir fólks verði

Lesa meira »

Ungt fólk og vopnaburður – nýr veruleiki

Sem sálfræðingur til þrjátíu ára og borgarfulltrúi á 5. ár er ég eins og margir aðrir uggandi yfir auknum vopnaburði meðal ungmenna. Þess vegna leggur Flokkur fólksins það til á fundi borgarstjórnar 18. október að settur verði á laggirnar starfshópur sem kortleggi aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna í Reykjavík. Hópurinn myndi einnig fá það hlutverk að koma með hugmyndir um

Lesa meira »

Sveigjanleiki starfsfólks sjálfsögð mannréttindi

Aðgerðir til að auka sveigjanleika starfsfólks Reykjavíkurborgar við starfslok vegna aldurs ganga of skammt að mati Flokks fólksins. Nýlega samþykkti borgarráð tillögur starfshóps um sveigjanleg starfslok sem settur var á laggirnar í september á síðasta ári. Hópurinn var skipaður fulltrúum Reykjavíkurborgar og viðsemjenda borgarinnar auk þess sem hann hafði samráð við hagaðila, m.a. öldungaráð borgarinnar eftir því sem fram kemur í

Lesa meira »

Kveikum neistann í Reykjavík

Lestrarkennsla og lestrarfærni hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og það ekki af ástæðulausu. Ef lestrarfærni er skoðuð má sjá að 34% drengja og 19% stúlkna 15 ára eiga í erfiðleikum með að skilja þann texta sem þau lesa. Þetta veldur áhyggjum. Það sem veldur ekki síður áhyggjum er að kannanir sýna fjölgun barna sem glíma við vanlíðan af

Lesa meira »

Hvernig er hægt að tryggja sanngjarnan leigumarkað?

Svo virðist sem afar erfitt sé að fá íbúðir leigðar á sanngjörnu verði í því árferði sem ríkir nú á leigumarkaði og gildir þá einu hvað kostaði að byggja þær. Ef stjórnvöld ætla að stuðla að hagkvæmu húsnæði verður þess vegna að setja einhverjar kvaðir um leiguverð íbúðarinnar. Markaðslögmálin ráða ferðinni og allur húsnæðisskortur veldur því að leigusalar geta leigt

Lesa meira »

Að hafa val um starfslok

Heilbrigðisráðherra vill nú leggja fram frumvarp um að hækka hámarksaldur opinberra heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár til samræmis við þá sem eru sjálfstætt starfandi. Frumvarpið er lagt fram af neyð, vegna alvarlegs ástands í heilbrigðismálum. Þetta hefur verið umdeilt og hefur ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarstjórn árið 2019 um sveigjanleg starfslok. Eldra fólk og öryrkjar sem

Lesa meira »

Látum ekki deigan síga

Látum ekki deigan síga í borginni! Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins  mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf

Lesa meira »

Borgarráð 10. júní 2022, fyrsti fundur nýs kjörtímabils

Bókun Flokks fólksins við tillögu umhverfis- og skipulagssviði heimild til að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um tíu deilda leikskóla auk miðstöðvar barna við Völvufell samkvæmt meðfylgjandi drögum að forsögn: Flokkur fólksins telur að spýta þurfi verulega í lófana til að fjölga leikskólarýmum. Verkefnið hefur gengið of hægt. Í haust er óttast að verði sami vandi og áður, að

Lesa meira »

Borgarstjórn 7. júní 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna: Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur óskað eftir að tillögu meirihlutans um að málaflokkur stafrænna umbreytinga og þjónustu verði styrktur með nýju stafrænu ráði verði frestað. Flokkur fólksins hefur á annað ár gagnrýnt gegndarlausa sóun á almannafé í tilraunir og uppgötvun á fjölda stafrænna lausna

Lesa meira »

Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí

Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí Hinn 14. maí er gengið til sveitarstjórnarkosninga. Þetta er hátíðardagur því á slíkum degi er lýðræðið áþreifanlegt. Við fáum tækifæri til að velja það fólk sem við treystum til forystu. Fyrir fjórum árum var ég svo lánsöm að vera kosin í borgarstjórn. Flokkur fólksins lenti í minnihluta eins og kunnugt er.

Lesa meira »

Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga

Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim

Lesa meira »

Efna­lítið fólk í hús­næðis­vand­ræðum í Reykja­vík

Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan

Lesa meira »

Stafrænt bruðl í borg biðlistanna

Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og forgangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur

Lesa meira »

Hin hliðin á djamminu

Í nóvember 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs þar sem hún er enn. Ekki á að setja tillöguna á dagskrá fyrr en eftir kosningar. Aðdragandinn að því máli var að hópur fólks

Lesa meira »

Næturlífið í Reykjavík: ælur, smokkar og ofbeldi

Á fjögurra ára ferli mínum sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur hópur fólks sem býr nálægt næturklúbbum í miðbænum haft samband við mig og lýst ömurlegri tilveru um nætur þegar stemning gesta næturklúbba er í hámarki. Í nóvember 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt

Lesa meira »

Hver er Kolbrún?

Hver er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir? Ég er sálfræðingur, Breiðholtsbúi, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræktandi austur í sveitum og fyrrum hænueigandi. Ég hef búið lengi í Breiðholti og þykir afar vænt um það hverfi. En ég er alin upp í vesturbæ. Gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Versló og síðan í Háskóla Íslands. Hinum eiginlega námsferli lauk með því að

Lesa meira »

Kolbrún leiðir áfram Flokk fólksins

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar efsta sæti Flokks fólksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í öðru sæti er Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari á Barnaspítala Hringsins. Þriðja sætið skipar Einar Sveinbjörn Guðmundsson kerfisfræðingur og Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, stuðningsfulltrúi og háskólanemi, það fjórða. Í fimmta sæti listans er Rúnar Sigurjónsson vélsmiður. Hér fyrir neðan má sjá listann í heild: Kolbrún

Lesa meira »

Ungmennaráð fer fram á betra aðgengi að skólasálfræðingum!

Það var sannkallað ánægjuefni þegar fulltrúi í ungmennaráði Árbæjar og Holta hafði samband við mig. Erindið var að ungmennaráðið ætlaði að leggja fram tillögu um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar með ungmennum 8. febrúar. Mér var bæði ljúft og skylt að senda þeim efni og segja þeim frá baráttu minni með málið í borgarstjórn. Árum

Lesa meira »

Virðum fólk að verðleikum

Flokkur fólksins hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir því að Reykjavíkurborg setji hagsmuni aldraðra í forgang og hafi frumkvæði að gagngerum umbótum á lífsskilyrðum þeirra og aðstæðum í Reykjavík. Eitt af kosningaloforðum Flokks fólksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var að stofnað yrði embætti hagsmunafulltrúa aldraðra í Reykjavík. Meginhlutverk hans yrði að skoða málefni eldri borgara og halda utan um hagsmuni þeirra,

Lesa meira »

Hættuleg spenna á húsnæðismarkaði í Reykjavík

Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan

Lesa meira »

Flokkur fólksins telur borgina hafa gert mistök – Kvörtunum fækkaði mikið á milli ára en af hverju

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hjá Reykjavíkurborg telur það hafa verið mistök hjá borginni að leggja af embætti umboðsmanns borgarbúa í þeirri mynd sem það var. Kvörtunum og fyrirspurnum hefur fækkað töluvert á milli ára sem Borgarfulltrúinn telur að sé vegna þess að fólk viti ekki hvert það eigi að senda kvörtunina. Áheyrnarfulltrúinn hjá Reykjavíkurborg, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kom með fyrirspurn um

Lesa meira »

Þetta eru verstu fjárfestingar Reykjavíkurborgar að mati Kolbrúnar – „Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel“

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, er lítið fyrir margar fjárfestingar sem Reykjavíkurborg hefur gert á undanförnum árum. „Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild. Borgarbáknið hefur þanist út, margar fjárfestingar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri utan

Lesa meira »

Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi, viðtal á Stöð 2

Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli – en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á

Lesa meira »

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti. Einnig lagði ég til aukin réttindi fyrir þau börn, sem

Lesa meira »

Brotið á konum í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur. Brotið á konum. Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilaugina. Viðtal við Kolbrúnu Baldursdóttur, fulltrúa Flokks fólksins sem var með fyrirspurnir og tillögur um búningsklefamál Sundhallar Reykjavíkur í borgarstjórn. „Það má vel vera að konur hafi ekki kvartað við forstöðumann Sundhallarinnar vegna búningsklefa kvenna, en málið hefur verið rætt rækilega á samfélagsmiðlum og margar konur tjáð þar

Lesa meira »

Krakkakosningar

Ég er ánægð með útkomu Flokks fólksins í krakkakosningunum. Við fengum 9.3%. Við í Flokki fólksins setjum málefni barna í algeran forgang bæði hjá ríki og borg:)

Lesa meira »

Þrjár í samtali um skerðingarskímslið og bótaþjófnað

Harpa Njáls, félagsfræðingur  og sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun og Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Flokk fólksins í Reykjavík Norður voru gestir Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings, borgarfulltrúa og frambjóðanda í 2. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Norður í síðdegisútvarpinu. Rut ræddi baráttu sína við kerfið en hún á fullorðinn fatlaðan son. Rætt var um „skerðingaskrímslið“ og „bótaþjófnað“. Ríkisvaldið

Lesa meira »

Svör Flokks fólksins við spurningum aðgerðarhópsins “Aðför að heilsu kvenna”

  Reykjavík 23.9.2021. Svör Flokks fólksins við spurningum aðgerðarhópsins “Aðför að heilsu kvenna”   1)           Nú hefur allt ferlið varðandi leghálsskimanir verið í miklum ólestri eftir að ferlinu var breytt síðustu áramót og notendur þjónustunnar hafa verið illa upplýstir bæði um breytingaferlið og eins nýjar skimanaleiðbeiningar. Ekki síður hefur handavinna tafið til muna svör til kvenna og þar má bersýnilega

Lesa meira »

Að búa til aðalsmenn

Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast.  Dæmi:  stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel.  En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og

Lesa meira »

Brottfall úr framhaldsskóla getur leitt til skertra lífsgæða

Flokkur fólksins telur mikilvægt að boðið sé upp á sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum.  Stuðningur foreldra skiptir miklu máli en stuðningur við nemendur innan veggja skólans skiptir einnig máli, að þar sé sálfræðingur sem þeir geta leitað til eftir faglegri aðstoð. Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi

Lesa meira »

Brotið á börnum í Íslensku samfélagi

Framboðsgrein Flokks fólksins, Reykjavíkurkjördæmi Norður Flokkur fólksins berst gegn fátækt á Íslandi og sækir nú umboð þjóðarinnar til að halda þeirri baráttu áfram á Alþingi. Grundvallarmannréttindi barna og fjölskyldna þeirra hafa alls ekki verið virt sem skyldi hér á landi. Mannréttindi samfélags eiga hvorki að vera háð efnahagi né völdum. Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár.

Lesa meira »

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný

Kolbrún hvetur borgina til að kynna sér Vinný – Telur fólk þurfa að bíða of lengi í símanum Þjónustuveri Reykjavikurborgar berast að meðaltali 618 erindi á degi hverjum. Flest þeirra, eða 75%, koma í gegn um síma. Meðalbiðtími frá því að hringt er og þar til þjónustufulltrúi svarar er 1,4 mínútur eða 1 mínúta og 24 sekúndur. Þetta kemur fram

Lesa meira »

Gerum efri árin að gæðaárum!

Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum skiptir fátt eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki næg fjárráð, býr

Lesa meira »

Biðlistar barna eru blettur á heilbrigðisþjónustunni

Árum saman hafa notendur heilbrigðisþjónustunnar mátt búa við biðlista af öllum stærðargráðum. Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild (Bugl) hafa verið svo lengi sem menn muna. Biðlistavandi á ekki einungis við um Bugl heldur á fleiri stöðum þar sem börnum og unglingum, sem eiga við sálfræðilegan og/eða líffræðilegan vanda að stríða, er hjálpað. Nefna má einnig langa biðlista á Greiningar- og

Lesa meira »

Kosningafundur barnanna

Ég fagna því mjög að hafa fengið tækifæri til að vera á kosningafundi barna sem haldinn var í fyrsta skipti 17. september. Ég fékk skemmtilegar spurningar sem ég vona að ég hafi getað svarað nægjanlega vel. Hægt er að sjá streymið af fundinum á vef Umboðsmanns barna Dagana 21. og 22. september fara fram krakkakosningar í fjölmörgum grunnskólum landsins en

Lesa meira »

Svör Flokks fóksins við spurningum frá Kvenréttindafélaginu vegna Alþingiskosninga

Spurning þriðjudagur 14. september  um ofbeldismál Hvaða aðgerðir ætlar flokkur ykkar að standa fyrir til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni og til að uppræta ofbeldi í nánum samböndum? Svar frá Flokki fólksins Flokkur fólksins hefur skýra afstöðu á sinni stefnuskrá að uppræta skuli með öllum ráðum allt ofbeldi og áreitni. Flokkurinn hvorki umber né líður ofbeldi af

Lesa meira »

Aðalsmenn og almenningur á Íslandi

Forgangsröðun í öflun og útdeilingu fjármagns úr ríkissjóði ber þess ekki merki að tekjulágt fólk búi í landinu. Að mati Flokks fólksins hafa stóru fyrirtæki augljóslega forgang og því stærri sem þau eru, því meiri forgangur. Við útdeilingu á almannafé í tengslum við Covid-faraldurinn fengu stærstu ferðaþjónustufyrirtækin mest. Og þetta gildir um fleiri tegundir stórra fyrirtækja. Til dæmis fékk kísilmálmverksmiðjan

Lesa meira »

Svör Flokks fólksins við spurningum frá Einhverfusamtökunum vegna Alþingiskosninga

Svör frá Flokki fólksins við spurningum frá Einhverfusamtökunum Hvert yrði ykkar framlag í baráttu fyrir réttindum og þátttöku fólks á einhverfurófinu? Flokkur fólksins mun, komist hann til áhrifa á Alþingi, standa að því að bæta réttindi og þátttöku fólks á einhverfurófi á sem flestum sviðum samfélagsins, til dæmis með því að greiða götu þeirra í skólakerfinu og efla aðstoð á

Lesa meira »

Hin lamandi áhrif fátæktar

  Hin lamandi áhrif fátæktar   Fátækt meðal barna á Íslandi á sér margar birtingamyndir. Þegar hugtakið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fátækt hefur hins vegar mun víðtækari merkingu . Í því felst m.a. að foreldrar hafi ekki ráð á að veita börnum sínum þau lífsgæði sem vilji

Lesa meira »

Sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins!

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins. Í framhaldsskólunum eru krakkarnir fyrstu tvö árin undir lögaldri. Mik­ill áhugi er meðal fram­halds­skóla­nema á að boðið sé upp á ókeyp­is sál­fræðiþjón­ustu inn­an veggja skól­anna.

Lesa meira »

Svör Flokks fólksins við spurningum frá nemendum í talmeinafræði

Stefna Flokks fólksins er að börn sem þurfa á sérfræðiaðstoð s.s. þjónustu talmeinafræðings eða sálfræðings skuli fá hana umbúðar- og tafalaust. Flokkur fólksins hefur barist bæði á Alþingi og í borgarstjórn fyrir að biðlistum barna verði útrýmt og það verður aðeins gert með því að auka fjármagn til málaflokksins til  að ráða fleira fagfólk. Fólkið, börnin þá ekki síst hafa

Lesa meira »

Hver er frambjóðandinn Kolbrún, aldur, fjölskylda og áhugamál?

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er sálfræðingur og borgarfulltrúi og bíður sig fram í 2. sæti fyrir Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Spurningar til Kolbrúnar um aldur, fjölskyldu og áhugamál. Aldur: 62 ára Ég er fædd 23. mars 1959 í Reykjavík   Fjölskylda: Ég er gift Jóni Guðmundssyni, plöntulífeðlisfræðingi og á tvær uppkomnar dætur, önnur er hagfræðingur og hin lögfræðingur. Ég á

Lesa meira »

Umbyltingar í Breiðholti, ekki í þágu allra

Þetta stendur í Samgöngusáttmálanum   Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum

Lesa meira »