You are currently viewing Lífsbókin – útvarpsþættir

Lífsbókin – útvarpsþættir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir gerði fjóra útvarpsþætti sem heita LÍFSBÓKIN á dagskrárgerðarnámskeiði á Akureyri árið 2014 undir handleiðslu Sigrúnar Stefánsdóttur prófessors í fjölmiðlafræði.

Hér má hlusta á þættina og lesa lýsingu hvers og eins.

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/325103579″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“100″ iframe=“true“ /]

Flýtingar í grunnskóla
Í þættinum er fjallað um þegar barni er flýtt um bekk og stundi námi með ári eldri krökkum. Einnig ef barni er flýtt með þeim hætti að það fer einu ári fyrr í grunnskóla. Að flýta barni í námi er ákvörðun sem vanda þarf vel til. Eftir að barni hefur verið flýtt upp um bekk er ekki aftur snúið í raun. Þegar barni er flýtt með þeim hætti að það byrjar ári fyrr í skóla kemur það oft í kjölfar þess að tekið hefur verið eftir því að það er óvenju bráðþroska miða við jafnaldra. Í þættinum verður rætt við foreldra sem ákváðu að láta færa barn sitt upp um bekk og einnig verður rætt við ungan mann sem var flýtt um bekk og segir hann frá reynslu sinni.

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/325233443″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“100″ iframe=“true“ /]

Að ættleiða barn á Íslandi
Öll þráum við að tilheyra fjölskyldu með einum eða örðum hætti og oft án umhugsunar væntum við þess sjálf að eignast okkar eigin börn. Það tekur iðulega mikinn tíma, orku og oft angist að átta sig á og bregðast við eigin barnleysi þegar þráin um að verða foreldri er yfirþyrmandi mikil.

Ættleiðing er þó ekki einungis möguleiki í þeim tilfellum sem pör geta ekki eignast barn. Þetta er meðal annars valmöguleiki samkynhneigðra para sem ákveða að ættleiða íslenskt börn og um nokkurt skeið hafa einhleypir einnig getað ættleitt börn ekki einungis íslensk börn heldur einnig börn erlendis frá. Í þættinum verður fjalla um hvernig þessum málum er háttað hér á Íslandi og rætt við fólk sem hefur ættleitt börn erlendis frá.

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/325232517″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“100″ iframe=“true“ /]

Einelti á vinnustað
Öll þekkjum við afleiðingar eineltis. Einelti sem varir í einhvern tíma skaðar sjálfsmyndina. Hvaða þolandi eineltis kannast ekki við tilfinninguna um að finnast hann vera ómögulegur, finnast hann ekki geta treyst neinum lengur, jafnvel ekki sjálfum sér þegar kemur að því að meta og lesa í aðstæður og samskipti? Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Í þættinum verður fjallað m.a. um helstu birtingamyndir, helstu einkenni og aðstæður þolenda og gerenda og síðast en ekki síst hvaða ferla vinnustaður þarf að hafa til að taka á málum af þessu tagi með faglegum og manneskjulegum hætti. Í þættinum verður rætt við einstakling sem segir frá reynslu sinni af einelti á vinnustað.

[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/325225313″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“100″ iframe=“true“ /]

ADHD og stúlkur
Þátturinn fjallar um stúlkur og ADHD. ADHD er skammstöfun fyrir ensku hugtökin Attention Deficite and hyberactivity disorder. Barn sem glímir við ADHD og fær ekki aðstoð við hæfi i formi hvatningar og aðlögunar er í hættu með að missa trúnna á sjálft sig og upplifa óöryggi í félagslegum aðstæðum. Í þessum þætti verður fjalla um ADHD með sérstaka áherslu á stúlkur. Rannsóknir sýna að 50 til 70 prósent stúlkna með ADHD eru án greiningar og þær stúlkur með greiningu fá hana um það bil 5 árum síðar en drengir. Hugsanlega er ástæðan sú að einkenni hjá stúlkum birtast á ólíkan hátt en hjá drengjum. Leitað mun fanga m.a. í gögn adhd samtakanna sem finna á vefnum adhd.is. og rætt við móður stúlku sem glímir við ADHD.