Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) hefur verið einn helsti samstarfsaðili EKKI MEIR verkefnisins frá útkomu bókarinnar EKKI MEIR 2012. ÆV var stofnaður árið 2007 og samanstendur af fjórum félagasamtökum, Ungmennafélagi Íslands, KFUK á Íslandi og Bandalagi íslenskra skáta. Slysavarnafélagið Landsbjörg eru fjórðu samtökin, en þau komu inn í samstarfð árið 2011. Markmið ÆV er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kyninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.


SKOÐA Lestu um átak Æskulýðsvettvangsins gegn einelti


Árið 2012 hafði ÆV sambandi og óskaði eftir samstarfið í tengslum við bókina EKKI MEIR. Samstarfið fól í sér að bjóða aðildarfélögum ÆV um land allt upp á fræðslu um forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Farið var með fræðsluerindið víða um landsbyggðina og voru fræðslufundirnir öllum opnir. Fundirnir voru afar vel sóttir. Í tengslum við verkefnið lét ÆV hanna EKKI MEIR veggspjöld annars vegar og hins vegar var einnig samin Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) var einnig í samstarfi við EKKI MEIR verkefnið og voru m.a. færðslufundir með stjórnendum og þjálfurum. ÍSÍ gaf út Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og lét einnig prenta veggspjöld í tengslum við EKKI MEIR verkefnið.

Menntasvið Reykjavíkurborgar átti Í samstarfI með EKKI MEIR verkefnið. Haldnir vour fjórir fræðslufundir fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg/Þjónustumiðstövar styrkt EKKI MEIR verkefnið í grunn- og leikskólum. Haldnir hafa verið fræðslufundir í Breiðholti, Grafarholti, Árbæ, Hlíðum, Grafarvogi og nýlega var samþykkt að bjóða öllum leikskólakennurum Vesturbæjar upp á fræðslufyrirlestur. Efni fræðslunnar er eftirfarandi:

 • Staðarmenningin, stjórnendur og starfsfólkið/sjálfboðaliðar
 • Samskipti, grunnur að góðum samskiptum á vinnustað
 • Fullorðnir gerendur eineltis og fullorðnir þolendur einelti
 • Forvarnir, samskipti við börnin og aðgerðir gegn einelti
 • Börn sem stríða og meiða, leggja í einelti (áhættuþættir)
 • Börn sem eru þolendur stríðni/einelti (áhættuþættir)
 • Viðbrögð stofnunar
 • Vinnsla mála: Ferli frá „kvörtun“ til málaloka

Yfirlit yfir fræðslu fyrir aðildarfélög ÆV og fleiri samstarfsaðila

Staðarmenningin, stjórnendur og starfsfólkið/sjálfboðaliðar

 • Samskipti, kjarni góðra samskipta
 • Einelti tómstundum/íþróttum
 • Fullorðnir gerendur eineltis
 • Fullorðnir þolendur eineltis
 • Forvarnir, samskipti og aðgerðir gegn einelti
 • Börn sem stríða og meiða, leggja í einelti (áhættuþættir)
 • Börn sem eru þolendur stríðni/einelti (áhættuþættir)
 • Viðbrögð félaga
 • Vinnsla mála: Ferli frá „kvörtun“ til málaloka

Heimsóknir á vegum ÆV með EKKI MEIR 2016

 • Fræðsla, opinn fundur 8. mars á Reyðarafirði
 • Fræðsla, opinn fundur 5. apríl á Dalvík

Heimsóknir á vegum ÆV með EKKI MEIR 2013

 • Fræðsla, opinn fundur 29. október Stjörnuheimilinu v. Ásgarð Garðabæ
 • Fræðsla, opinn fundur 20. otkóber Grandagarði 1
 • Fræðsla, opinn fundur 10. okt. í Hraunbæ 123
 • Reykjanesbær, húsnæði Heiðarbúa 29. jan.
 • Akranes 28. febrúar
 • Mosfellsbær 7. mars
 • Sauðárkrókur 4. apríl
 • Grindavík 9. apríl
 • KFUM og KFUK fræðsla fyrir sumarstarfsmenn 17. apríl

Heimsóknir með EKKI MEIR fræðslu 2012

 • Vestmannaeyjar
 • Ísafjörður
 • Akureyri
 • Höfn
 • Egilsstaðir
 • Grundarfjörður og Borgarnes
 • Selfoss í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands
 • Reykjavík, Velferðarsvið. Fyrirlestraröð í nóv/des fyrir Vinsamlegt samfélag (starfsmenn frá leik- grunnskólum og frístund) skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
 • Selfoss
 • Hólmavík
 • Hvolsvöllur