Velferðarráð 4. september 2024

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 2. september 2024, um breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði

Lagt er til að gildistími leigusamninga um áfangahúsnæði verði lengdir úr sex mánuðum í eitt ár. Þetta er gert því í nýjum húsaleigulögum er óheimilt að semja um að leigufjárhæð breytist ef leigutíminn er styttri en eitt ár ef gerður er tímabundinn leigusamningur. Fulltrúa Flokks fólksins finnst neikvætt að verið sé að lengja samningstímann gagngert til að geta hækkað leigu á samningstímanum. Hins vegar er jákvætt að auka húsnæðisöryggi leigjenda í áfangahúsnæði.