You are currently viewing Fæ stundum þessa tilfinningu að borgarbatteríið sé stjórnlaust

Fæ stundum þessa tilfinningu að borgarbatteríið sé stjórnlaust

Kolbrún hneyskluð á dýrri slagorðasamkeppni borgarinnar, frétt í DV 25. maí 2021

Nýlega gekkst Reykjavíkurborg fyrir nýyrðasamkeppni þar sem verkefnið var að þýða orðið „Staycation“ sem táknar það að fara í frí í sínu nánasta umhverfi og sleppa langferðum.

Orðið „Sporlof“ varð fyrir valinu. Reykjavíkurborg eyddi rúmlega tveimur milljónum króna í auglýsingar vegna samkeppninnar.

Kostnaðurinn hefur vakið nokkra gagnrýni og meðal þeirra sem er ekki hlátur í hug vegna málsins er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir að það sé tilgangslaust að borgin standi fyrir nýyrðasamkeppni því nýyrði verið til að sjálfu sér þegar þörf er á. Kolbrún segist stundum fá á tilfinninguna að borgarkerfið sé stjórnlaust:

„SPORLOF var það heillin. Í svona lagað er meirihlutinn í borgarstjórn alveg til í að splæsa á rúmum tveimur milljónum.
En þegar kemur að börnum og að þjónusta þau þá er ekki til peningur. Nú bíða 1033 börn eftir að komast til fagfólks skóla, einna helst til sálfræðinga og talmeinafræðinga.
Ég fæ stundum þessa tilfinningu að borgarbatteríið sé stjórnlaust. Þetta orð er þess utan óskiljanlegt og hver er tilgangurinn með því að borgin standi fyrir nýyrðasamkeppni. Nýyrði verða til að sjálfu sér þegar þörf er á.“