Tillaga um að upplýsingar um hver biður um að móttaka sé haldin fylgi boði á móttökuna og að kostnaður við hana komi á vef borgarinnar strax og þær liggja fyrir
Lagt er til að þegar boðið er til móttöku komi fram hver stendur þar að baki, þ.e hver óskaði eftir að haldin verði umrædd móttaka. Sem dæmi var boðið til móttöku á Kjarvalsstöðum mánudaginn 26. nóvember 2018 kl. 18.30 í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga, Women Political Leaders.
Í fyrirspurn um hver óskaði eftir að þessi móttaka yrði haldin var svarið að það væri Hanna Birna Kristjánsdóttir og hafi hún beðið um hana fyrir margt löngu. Flokki fólksins finnst mikilvægt að það komi ávallt fram þegar boðið er til móttöku hver óskaði eftir að umrædd móttaka yrði haldin. Einnig er lagt til að upplýsingar um kostnað komi hið fyrsta inn á vef borgarinnar þegar þær upplýsingar liggja fyrir.