Borgarstjórn 19. júní 2018

Tillaga um að gerð verði rekstrarúttekt á Félagsbústöðum af óháðum aðila. Lögð fram á borgarstjórnarfundi 19. júní

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins:
Að borgarstjórn samþykkir að fela óháðum aðila að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga með tilliti til stöðu leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18060131
Vísað í borgarráð
Tekið fyrir þar og ákveðið að leita umsagnar fjármálastjóra og innri endurskoðanda
Málið var aftur á dagsrká 5. júlí en þá frestað. Málið fór aftur á dagskrá 19. júlí og var aftur frestað
Umsagnir fjármálastjóra og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar lá fyrir og má sjá hér

Hjartans þakkir fyrir dásamlegar kveðjur í kjölfar úrslita kosninga í Reykjavík
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan með nýjum áskorunum.

Það hefur verið lítill sem enginn tími til að sinna skjólstæðingum mínum síðasta mánuðinn þar sem ég er í framboði. Á laugardaginn liggja úrslitin fyrir.
Þetta hefur verið og er gríðarlega krefjandi og spennan magnast nú með hverjum deginum.
Mig langar mjög mikið til að komast að í borginni til að geta gert gagn fyrir heildina.