Tillaga um að gerð verði rekstrarúttekt á Félagsbústöðum af óháðum aðila. Lögð fram á borgarstjórnarfundi 19. júní
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins:
Að borgarstjórn samþykkir að fela óháðum aðila að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga með tilliti til stöðu leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18060131
Vísað í borgarráð
Tekið fyrir þar og ákveðið að leita umsagnar fjármálastjóra og innri endurskoðanda
Málið var aftur á dagsrká 5. júlí en þá frestað. Málið fór aftur á dagskrá 19. júlí og var aftur frestað
Umsagnir fjármálastjóra og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar lá fyrir og má sjá hér