Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð 27. október 2022

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins um ályktun til ríkisstjórnarinnar:

Fjármagn til NPA samninga er ekki nægjanlegt. Vegna vanfjármögnunar í þennan málaflokk er verið að brjóta lög sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga. Spurning hvort ekki sé verið að brjóta mannréttindi á okkar allra viðkvæmustu þegnum. Flokkur fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð beiti sér í þessu máli. Sendi frá sér ályktun til Ríkisstjórnar Íslands um að setja meira fjármagn í þennan málaflokk.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að kynningar Ráðsins verði aðgengilegar borgarbúum:

Flokkur fólksins leggur til að kynningar sem fluttar eru í mannréttinda- og ofbeldisvarnaráði verði aðgengilegar borgarbúum. Ráðsmenn fá mikið af kynningum og fræðslu inn á lokuðum fundum mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði. Ekki síður er mikilvægt er að bjóða borgarbúum upp á þessu fræðslu og þess vegna er lagt til að hún verði auglýst á vef borgarinnar til að borgarbúar geti notið notið góðs af.

 

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins að Ráðið beiti sér fyrir uppsetningu myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar.

Ógn ytra ofbeldis er sífellt að færast í aukana. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð beiti sér í samræmi við samþykktir Ráðsins fyrir því að settar verði upp myndavélar á alla leikvelli á vegum borgarinnar. Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggi í borginni hvar sem er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarás í myndavél og hver var aðili/aðilar í málinu.Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð.