Umhvefis- og skipulagsráð 18. september 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 49. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 9. september 2024:

Fulltrúi Flokks fólksins óskað upplýsinga um hvers vegna hægri aðrein til vesturs á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar hafi verið fjarlægð. Einnig hvort fleiri aðreinar hafi verið fjarlægðar og hvort það sé á stefnuskránni að fjarlægja fleiri aðreinar í borgarlandinu? Í svari kemur fram að farið var í umræddar aðgerðir samhliða framkvæmdum á hjólastíg og eiga þær að stytta leiðir og auka öryggi. Í svari má lesa að hér sé um öryggismál að ræða. Flokkur fólksins styður allt sem eykur öryggi en hefur ákveðnar efasemdir um að þetta sé leiðin. Réttast hefði verið að byrja á því að kanna hvaða áhrif slíkar aðgerðir hafa á flæði umferðar. Skoða mætti í fleiri tilvikum umfangsminni lagfæringar sem bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 56. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 10. september 2024:

Öryggisatriði er svar skipulagsyfirvalda við öllum fyrirspurnum Flokks fólksins um hraðahindranir en spurt var af hverju skipulagsyfirvöld hafa sett hraðahindranir rétt þegar komið er að þverun þar sem hringtorg er í beinu framhaldi og því ekki annað hægt en að draga úr hraða. Einnig af hverju hraðahindranir eru settar strax í kjölfar gönguþverunar en varla hafa þær hraðahindranir mikið vægi (sbr. á Borgarvegi og á Sundlaugavegi og á Ánanaustum)? Loks, af hverju hraðahindranir (nokkrar) á Strandveg, 50 km gata sem liggur í sveigjum sem veldur því óhjákvæmilega að ökumenn verða að draga úr hraða. Hraðahindrun er vissulega öryggisatriði en velja þarf staðsetningu þeirra af skynsemi og setja þar sem þær hafa tilgang og eru rökréttar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta svar fyrirsláttur. Það kemur meira að segja fram að markmiðið sé að minnka umferð og umfang.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 50. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. september 2024.

Málið varðar Brákarborg. Spurt var hvort verið sé með skipulögðum hætti að tefja rennsli vatns af þökum niður í frárennsliskerfi með því að setja torfþak á mannvirki. Benda má á að það að setja torfþak þyngir þakið mikið og ekki er að sjá að hönnuðir geri sér grein fyrir því. Regnvatn er einnig þungt og það flæðir ekki hratt eftir láréttu torfi. Torfþök verða því að mýri ef þau eru stór og með sára lítinn þakhalla. Því mætti ætla að hugsanlegur tilgangur væri að hægja á rennsli regnvatns í fráveitu. Þessu er ekki svarað. Hér má benda á að torfþök fyrri alda lágu yfir leitt á þriggja ása þaki þar sem mikill halli var á hliðum. Þau losuðu sig við regnvatnið. Torfþakið á Brákarborg er vonandi víti til varnaðar. Það skiptir máli að hugsa fyrst og framkvæma svo. Einnig var spurt: ,,,Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að skipulagsyfirvöld hafa talið torfþök eftirsóknarverð? “ Því er ekki svarað. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram ákveðnar fyrirspurnir og væntir þess að fá svör við þeim. Of oft er svar bara eitthvað út í loftið.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 53. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. september 2024.

Svarið við fyrirspurn Flokks fólksins um malbik er ekki beint svar heldur er Verklýsing vegna gatnagerðar og lagna á Ártúnshöfða þar sem fulltrúa Flokks fólksins er bent á hvaða kröfur borgin gerir til undirlagsmalbiks og yfirlagsmalbiks”. Svona verklýsing segir auðvitað ekki neitt ef ekki er farið eftir henni eða ef eftirlit með verkinu er ófullnægjandi. Öll vitum við að margt hefur farið úrskeiðis í þessum efnum í Reykjavík og ættu skipulagsyfirvöld að reyna að fóta sig í hvernig hægt er að bæta ástandið. Kannski þarf að auka kröfur til verktaka og hressa upp á eftirlitið? Í það minnsta er víst að ekki hjálpar að kenna nagladekkjum um allt þar sem þau eru kannski ekki eins stór skaðvaldur og látið er að liggja. Benda má á það sem kemur fram í fyrirspurninni: ,,Dæmi hafa einnig verið um að malbikið sé of þunnt en þegar bæði undirlag og malbik eru of þunn þá skríður malbikið hreinlega undan þunganum. Þetta má vel sjá á sérreinum strætó og ekki eru strætisvagnar á nagladekkjum” Aðrir bílar aka ekki um sérreinarnar.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 54. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. ágúst 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. ágúst 2024.

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði skýringa á mistökum sem gerð voru á þaki leikskólans Brákarborgar en þar var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum og leiddi til þess að torfþakið varð eiginlega að mýri. Fyrirspurnin var lögð fram áður en samþykkt var í borgarráði að að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákaborgar í ljósi mögulegra hönnunar- og eða framkvæmdagalla. Það hefur auðvitað vakið athygli að enginn sem að þessu máli kom virðist vita hver ber ábyrgðina. Hver höndin var upp á móti annarri ef svo má segja. Það kemur á óvart hversu mikið reiðileysi er í þessum málum og vandræðagangur þegar eitthvað fer úrskeiðis. Til að fá einhvern botn í þetta mál dugar ekkert minna en heildarúttekt á ferlinu.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lögð fram tillaga íbúaráðs um umferðaröryggi við Dalbraut og Sæbraut, sbr. 5. liður fundargerðar íbúaráðs Laugardals dags. 9. september 2024.

Flokkur fólksins vill vekja athygli á samþykkt íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi við Dalbraut og Sæbraut – 2024 sbr. 5. liður fundargerðar íbúaráðs Laugardals dags. 9. september 2024. Kallað er eftir “að umhverfis- og skipulagsráðs bæti umferðaröryggi bíla með beygjuljósi þegar keyrt er upp Dalbraut að Sundagörðum og beygt til vinstri inn á Sæbraut. Þarna hefur fólk oft komist í krappan þegar stór ökutæki byrgja ökumönnum sýn á umferð úr gagnstæðri átt. Ökumenn sem keyra frá Sundagörðum til suðurs yfir gatnamótin og inn á Dalbraut hindra sýn á aðra sem koma samsíða og eru á leið beint yfir, stundum á töluverðum hraða sem gerir fyrrgreinda vinstri beygju hættulega” eins og segir í samþykktinni.

 

Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afgreiðslu byggingarleyfis við Jöfursbás 1, sbr. 25. liður fundargerðar borgarráðs 9. 5. september 2024.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa. MSS24090023

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um umferðaröryggi í Sigtúni

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í sérstakar aðgerðir í samráði við Veitur og Íslandshótel við að tryggja gönguleið barna fram hjá byggingarsvæði á Sigtúnsreit. Þar keyra þungavinnuvélar og börnin þurfa að ganga/hjóla að tón- og dansskólunum að Engjateigi 1. Enda þótt Íslandshótel og Veitur standi fyrir mestum framkvæmdum þarna stendur upp á borgina að tryggja gönguleið yfir Sigtún, bæði vestan- og austanmegin við byggingasvæðið. Við austur-endann er upphækkuð hraðahindrun yfir götuna sem er tilvalið að breyta í gangbraut með takmörkuðum tilkostnaði. Gönguleiðin er í dag hættuleg en þegar skammdegið fellur á stóreykst hættan fyrir börnin að ganga að skólunum að Engjateigi 1.

Frestað USK24090228

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um gangsréttaraviðgerðir í Jafnaseli

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í gangstéttarviðgerðir í Jafnaseli og víðar í efra Breiðholti. Á köflum er gangstéttin í Jafnaseli hættuleg, öll sprungin og holótt og má telja mildi að enginn hafi slasað sig á göngu, hvað hlaupum eða á hjóli. Gangstéttabútar í Jafnaseli eru sumir eins og torfæra. Fulltrúa Flokks fólksins finnst reyndar stórskrýtið að það þurfi að koma með tillögur um viðhald einstakra gangstétta? Á ekki að vera stöðugt viðhald í gangi?

Frestað USK24090227