Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á innleiðingu viðveru- og heilsustefnu Reykjavíkurborgar:
Hér eru kynntar helstu áherslur í heilsustefnunni. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að leggja áherslu á mál. heilsutengd mál. Það er áhyggjuefni hvað veikindahlutfall hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar er hátt. Veikindahlutfall borgarstarfsmanna var 7,7% árið 2023 og var það hærra en hjá ríkinu. Hjá Reykjavíkurborg starfa um 11 þúsund manns og jafngildir fyrrgreint hlutfall því að 850 starfsmenn hafi verið veikir dag hvern árið 2023. Veikindahlutfall er hæst á velferðarsviði eða um 8.0 % árið 2023. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessu háa hlutfalli og óttast að þarna spili inn mikið álag sem er á sumum starfsstöðum og einnig má sjá í starfsánægjukönnunum síðustu ára aukningu á kvörtunum. Beðið er eftir nýjum tölum núna. Þolendur eineltis í þeim tilvikum sem ekki tekst að vinna málið til fulls fer oft einmitt í langtíma veikindaleyfi. Markmið heilsustefnunnar er að hlúa að starfsfólki vegna veikinda eða annarra áfalla og draga úr veikindafjarvistum með markvissum hætti. Vonandi verður innleiðing á heilsu-og viðverustefnunni til þess að lækka þetta veikindahlutfall.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga sviðsstjóra um breytingar á leiguverði Félagsbústaða.
Bókun Flokks fólksins fór í trúnaðarbók.
Eldri bókun frá nóv. 2024 um sama mál
Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir harðlega að hækka eigi leigu umfram verðlag eins og fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir. Hækka á leigu um 6,5% umfram verðlag strax í upphafi áætlunartímabils. Nú þegar er stór hópur að sligast undan leiguverði enda eru flestir sem leigja hjá Félagsbústöðum lágtekjufólk og fólk sem býr við slæman efnahag af ýmsum ástæðum. Það á ekki að koma niður á leigjendum að eigendum Félagsbústaða tekst ekki að reka fyrirtækið á sjálfbæran hátt. Finna þarf aðrar leiðir en að seilast í vasa leigjenda. Hvar eru mótvægisaðgerðir til að hjálpa þeim sem ekki geta greitt hærri leigu? Annað áhyggjuefni eru biðlistar en það bíða nokkur hundruð manns á listanum eftir félagslegu húsnæði og í þeim hópi eru tugir barna. Skera á niður í viðhaldi sem er ávísun á stór vandræði, myglu og rakavandamál munu skjóta upp kollinum eins og gorkúlur. Það höfum við séð ítrekað en lærum kannski ekki ekkert af?
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga stýrihóps um endurskoðun aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir um nýja aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. VEL25010024
Um er að ræða tillögu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir um nýja aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefna í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019 en aðgerðaráætlunin með henni fór síðan tveimur árum síðar í endurskoðun. Margt hefur áunnist svo sannarlega, 29 aðgerðum er lokið. Fimm eru í ferli. Flokkur fólksins vísaði 2 tillögum til stýrihópsins, annarri um aukinn opnunartíma neyðarskýla. Flokkur fólksins lagði líka til að bæta og efla heilbrigðisþjónusta við þennan hóp. Í kjölfar samtals við ríki samþykkti ráðuneytið að ráðstafa 30 m.kr. til að tryggja heimilislausu fólki betra aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er verkefni að fá önnur sveitarfélög til að sinna þessum málum. Mest um vert er þó að borgin reyni að sinna þessum hópi vel t.d. t.d. byggi húsnæði og hafi neyðarskýli opin helst allan sólarhringinn. Önnur sveitarfélög virðast hafa hafnað því að styðja við þennan hóp sbr. það sem segir í gögnum “Engar úrbætur hafa verið gerðar af hálfu umræddra sveitarfélaga í kjölfar þessarar vinnu sem bendir til áhugaleysis sveitarfélaganna til úrbóta”. Þetta er auðvitað bagalegt. Það er vissulega áfall það sem segir í gögnum að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki sett fram neinar áætlanir um viðbrögð við heimilisleysi einstaklinga með lögheimili utan Reykjavíkur en sækja þjónustu til höfuðborgarinnar.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillögur stýrihóps um endurskoðun aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir um breytingar í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. VEL25010022.
Flokkur fólksins styður tillögu um að komið verði á fót sértæku tímabundnu húsnæði fyrir sex konur. Húsnæðið verður að vera fullnægjandi og mæta þeim þörfum sem krafist er fyrir þennan viðkvæma hóp. Reyndar er það aldrei gott þegar húsnæði er tímabundið. Slíkt veldur óöryggi og skapar óvissu sem eru álag á þennan viðkvæma hóp. Tímabundið sértækt húsnæði fyrir karla var sett á stofn á árinu 2024 en mikilvægt er að tryggja konum sambærilegt úrræði. Með búsetu í sérstöku húsnæði er hægt að meta þjónustuþörf og undirbúa sjálfstæða búsetu. Um er að ræða sólarhringsþjónustu og því þarf að fjölga þurfi stöðugildum í Vettvangs-og ráðgjafarteymi til að sinna næturþjónustu. Flytja á núverandi starfsemi Konukots í annað tímabundið húsnæði. Húsnæði verður að vera fullnægjandi og uppfylla allar venjubundnar kröfur.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Minnisblað um stöðu húsnæðisleitar fyrir Konukot. Trúnaðarmál. VEL24090023.
Bókun fór í trúnaðarbók.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Breyting á stjórnskipulagi í málefnum fatlaðs fólks:
Meirihlutinn leggur til að borgarráð samþykki að fela sviðsstjóra velferðarsviðs að láta framkvæma og útfæra breytingu á stjórnskipulagi málaflokks fatlaðs fólks. Breytingin felur í sér að fagleg-, rekstrarleg stýring og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk n.t. búsetuþjónusta, stuðnings- og stoðþjónusta, vinna og virkni 1 og NPA- og beingreiðslusamningar verði á ábyrgð einnar starfseiningar í stað fjögurra líkt og nú er. Fulltrúa Flokks fólksins sýnist þessi breyting hljóti að vera til bóta