Brotið á konum í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur. Brotið á konum.
Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilaugina.

Viðtal við Kolbrúnu Baldursdóttur, fulltrúa Flokks fólksins sem var með fyrirspurnir og tillögur um búningsklefamál Sundhallar Reykjavíkur í borgarstjórn.

„Það má vel vera að konur hafi ekki kvartað við forstöðumann Sundhallarinnar vegna búningsklefa kvenna, en málið hefur verið rætt rækilega á samfélagsmiðlum og margar konur tjáð þar óánægju sína,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir að í þjónustukönnun Maskínu (nóvember 2018 til janúar 2019) megi sjá tugi kvartana vegna búningsaðstöðu kvenna í Sundhöllinni. Morgunblaðið sagði í gær frá óánægju dr. Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur sem kvartaði við borgaryfirvöld vegna búningsklefa kvenna í Sundhöllinni.

Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, sagði að ekki hafi verið mikið kvartað yfir staðsetningu kvennaklefans. Þá geti konur fengið að fara innandyra til laugar í vondum veðrum, þótt sú leið sé ekki skemmtileg. Kolbrún segir að ef til vill hafi fáar konur kvartað við forstöðumanninn vegna þess að þær telji það tilgangslaust enda liggi ákvörðunarvaldið hjá meirihlutanum í borginni. „Það nær ansi skammt að leyfa konum og stúlkum aðeins að ganga innandyra úr klefa í innilaug í vondum veðrum. Nú er endurgerð og lagfæringum á Sundhöllinni lokið. Forstöðumaðurinn og segir að gamli búningsklefi kvenna verði notaður í einhverri mynd. Af hverju geta konur ekki fengið aftur gamla búningsklefann óski þær þess,“ spurði Kolbrún.

Hún segir að ef það kallar á fleira starfsfólk að taka gamla kvennaklefann í daglega notkun eigi það að vera auðleyst. Konum sýnd lítilsvirðing „Mig skal ekki undra að konum svíði það sárt að svona sé komið fram við þær. Mér finnst persónulega að konum hafi verið sýnd mikil lítilsvirðing í þessu máli. Borgin státar sig af jafnréttisstefnu en fer síðan ekki eftir henni, alla vega ekki í þessu máli,“ segir Kolbrún. Hún lagði fram fyrirspurnir um málið í byrjun árs 2020 til skipulags- og samgönguráðs og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar.

Þar óskaði hún eftir skýringum á því hvers vegna konur hafi ekki fengið aðgang að eldri búningsklefum sínum þegar endurbótum var lokið eins og karlar. „Hér eru jafnréttissjónarmið fótum troðin,“ segir hún. Kolbrún lagði einnig til að fram færi skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur samræmdist stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum.

Fjölmargar fyrirspurnir um þetta mál, bókanir og tillaga, liggja fyriir frá Kolbrúnu sem borgarfulltrúa Flokks fólksins. Þær virðast ekki hafa náð eyrum meirihlutans. Hún segir að ekki liggi fyrir neinar haldbærar skýringar á því hvað hindrar það að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn. „Þess í stað er þeim gert að ganga langar leiðir á blautum sundfötum frá klefa að laug,“ segir Kolbrún.

Hún harmaði í bókun að við hönnun nýbyggingar við Sundhöllina hefðu þarfir undlaugargesta og þá sérstaklega kvenfólks ekki verið skoðaðar nógu vel. Kolbrún telur að umsögn mannréttindastjóra borgarinnar í málinu sé neikvæð. Þar er fullyrt að eftir breytingar uppfylli.

Sundhöllin mannréttindastefnu borgarinnar. Kolbrún efast um að það hafi verið kannað til hlítar að hanna svæðið þannig að tekið væri tillit til allra sundlaugargesta. Hún nefnir að í grein Eddu Ólafsdóttur í Morgunblaðinu (18. september 2020). séu nefndir ýmsir möguleikar sem hönnuðum bar ekki gæfa til að koma auga á. Margar konur hafa lýst yfir óánægju sinni.

Birt í Morgunblaðinu 30. september 2021