Forsætisnefnd 1. mars. 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Óskað er eftir að drög að uppfærðri aðgerðaáætlun 2024-2026 um þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum:

Í skýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um þátttöku Reykjavíkurborgar í fjölþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum koma fram ýmsar áhugaverðar ábendingar. Til dæmis kom í samtölum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála ítrekað fram að fáir hafi komið að gerð umrædds siglingakorts og efni þess ekki fengið mikla umræðu áður en það var lagt fyrir fund forsætisnefndar – en sem fyrr segir mun skjalið hafa verið lagt þar fram til kynningar og sem grundvöllur frekara samráðs. Skjalið mun heldur ekki hafa fengið mikla umfjöllun í kjölfar kynningar á þeim fundi. Samhliða talsverðri starfsmannaveltu í einstökum verkefnum virðist að einhverju leyti sem samskipti þeirra sem verkefnunum hafa tengst hafi verið lítil, en umfjöllun um þann þátt er að mestu utan við efni þessarar greiningar. Sú skoðun er hins vegar nokkuð útbreidd meðal viðmælenda að sú stefnumörkun sem fólgin er í fyrrnefndu siglingakorti hefði að ósekju mátt fara fram með upplýstri aðkomu fleiri aðila innan stjórnsýslu borgarinnar. Einnig virðist þurfa að skilgreina betur hvað átt er við þegar talað er um nýsköpun innan borgarinnar – hvort sú nýsköpun muni eiga sér stað alfarið inn á sviðum og skrifstofum borgarinnar eða hvort leitað verði samstarfs einkaaðila með sérþekkingu á þróun og innleiðingu þess sem leitað er að hverju sinni.

 

Nýtt mál

Flokkur fólksins leggur til að reglur um bókanir og réttur fulltrúa til að bóka við mál verði samræmdar milli ráða þannig að geðþóttaákvarðanir ráði ekki för hjá stjórnendum fundanna og formanni.

Greinargerð

Ítrekað hefur fulltrúi Flokks fólksins mætt þeirri staðreynd að ólíkar reglur gilda hvenær bóka
má við mál í ráðum. Sem dæmi gilda önnur lögmál í umhverfis- og skipulagsráði en í öðrum
ráðum. Minnihlutafulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði er meinað að bóka við mál sem t.d. er vísað til umsagnar annars staðar. Í þessu umrædda ráði er sífellt verið að vísa í einhverjar
“venjur” sem hafa ekkert að gera með reglur. Fulltrúi Flokks fólksins telur hér að það sé hreinn geðþótti þegar sagt er við minnihluta fulltrúa að ekki sé leyfilegt að bóka við mál fyrr en þau koma til baka til ráðsins þá ásamt umsögn til að verða tekin til afgreiðslu. Fulltrúi Flokks fólksins telur að hér sé brotið á bókunarrétti minnihluta fulltrúa og fer því fram á með þessari tillögu að notast verði við sömu samþykktir í öllum ráðum borgarinnar og geðþótti og “venjur” verði ekki ríkjandi á ráðsfundum.