Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál.

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál.

Frá Kolbrúnu Baldursdóttur.

1.      Hve margir á Íslandi eru með skilgreinda geðsjúkdóma sem kalla eftir einhvers konar meðferð sérfræðinga?
2.      Hver er kostnaðarþátttaka fólks sem leitar til geðlækna?
3.      Hvernig er verklagi háttað þegar ungmenni sem nýtur þjónustu BUGL verður 18 ára?
4.      Hvað hefur verið gert undanfarin fimm ár til að tryggja samfellu á milli ólíkra stiga geðheilbrigðisþjónustu hjá þeim sem hana þurfa?
5.      Hvernig er verklagi háttað til að tryggja samfellu í sjúkrasögu og félagslegum úrræðum þegar einstaklingur með þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu flyst á milli stofnana í heilbrigðiskerfinu eða af heilbrigðisstofnun í búsetuúrræði, t.d. á hjúkrunarheimili og öfugt, þannig að tryggt sé að allar upplýsingar fylgi, rætt sé við aðstandendur o.s.frv.?

Skriflegt svar óskast.