Fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum.
Frá Kolbrúnu Baldursdóttur.
Hefur ráðherra íhugað að breyta reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1009/2015, og endurskilgreina einelti í samræmi við eldri reglugerð, nr. 100/2004, þannig að ekki sé ófrávíkjanlegt skilyrði að hegðunin sé síendurtekin? Ef svo er, hvenær er breytingarinnar að vænta? Hver er afstaða ráðherra til þessa máls?
Skriflegt svar óskast.