Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, fædd 1959. Hún lauk BA prófi frá Háskóla Íslands 1986 og framhaldsnámi í sálfræði í Rhode Island í Bandaríkjunum. Lauk MA prófi 1998 í Námssálarfræði og ráðgjöf og MA prófi í félags- og persónuleikasálfræði, einnig í Rhode Island fylki 1991. Próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Löggiltur sálfræðingur frá 1992 og sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði í október 2008. Kolbrún hefur sinnt kennslu á grunnskólastigi, kenndi um tíma sálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og var á tíu ára tímabili stundakennari í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Kolbrún starfaði um tveggja ára skeið hjá Fangelsismálastofnun, var í nokkur ár yfirsálfræðingur á Stuðlum og um sjö ára skeið sálfræðingur barnaverndarmála í Kópavogi. Kolbrún var skólasálfræðingur í Áslandsskóla um tíu ára skeið. Kolbrún hóf rekstur sálfræðistofu 1992 og hefur rekið hana samhliða öðru störfum æ síðan. Stofan er í Álfabakka 12 . Kolbrún hefur verið leiðbeinandi í Ökuskólanum í Mjódd í rúm tíu ár og kennir þar ungu fólki m.a. um mikilvægi ábyrgrar ákvarðanatöku og að þekkja sjálfan sig og viðbrögð sín við áreiti í umferðinni. Kolbrún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um sjálfsstyrkingu; samskipti foreldra og barna; hvernig sporna megi við sjálfsvígum: hvernig vernda eigi börn frá kynferðisofbeldi og námskeið um þunglyndi og kvíða. Einnig hefur hún haldið samskiptanámskeið fyrir starfsmenn sundlauga, íþróttamiðstöðva og íþróttaþjálfara. Kolbrún var um tveggja ára skeið umsjónarmaður þáttarins Í nærveru sálar á sjónvarpsstöðinni á ÍNN en þátturinn fjallaði um sálfræðileg og félagsleg málefni. Kolbrún hefur birt ótal greina um sálfræðileg málefni. Hún hefur verið álitsgjafi margra fjölmiðla í ýmsum málum er varða félags- og sálfræðileg málefni og var um tíma í morgunþætti 365 miðla, Ísland í bítið Áður en Kolbrún varð borgarfulltrúi starfaði hún á Heilsugæslustöðinni Mjódd í 50% starfshlutfalli. Samhliða því að vera borgarfulltrúi er Kolbrún jafnframt verktaki á Göngudeild Sóttvarna einn til tvo daga í viku þar sem hún veitir hælisleitendum sálfræðiaðstoð. Kolbrún var formaður Barnaheilla- Save the Children á Íslandi frá 2012 til 2018.
Ferilskrá
NÁNAR Sjá nánar ítarlegri ferilskrá og ferilskrá á ensku Ágrip af ferilskrá: Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sálfræðingur f. 23. mars 1959 kolbrunbald@simnet.is kolbrun.baldursdottir@reykjavík.is Heimasíða: kolbrunbaldurs.is Löggildur sálfræðingur frá 1992 Sérfræðingsviðurkenning í klínískri sálfræði frá 2008: klinisk.is Helstu störf og verkefni í dag
- Heilsugæslusálfræðingur í Mjódd 50% starafshlutfall (2014-)
- Sálfræðiþjónusta fyrir hælisleitendur á Göngudeild Sóttvarna (2016-)
- Formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi (2012-2018)
- Stundakennari í Ökuskólanum í Mjódd á námskeiðum vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðaskírteinis ungra ökumanna. Fjallað er m.a. um áfengis- og vímuefnavanda, áhættufíkn, ábyrgð og ákvarðanatöku (frá 2008-)
- Rekstur sálfræðistofu í Álfabakka 12 (frá 1993-)
- ADHD greiningar fullorðna
- Sálfræðileg meðferð og ráðgjöf
- Fræðsla og fyrirlestrar um hugmyndafræði EKKI MEIR, handbók í aðgerðum gegn einelti (útgefandi Skólavefurinn 2012)
- Handleiðsla við lausn ágreiningsmála og eineltismála á vinnustöðum, í skólum og íþrótta- og æskulýðsfélögum
Auglýst fræðsla/örnámskeið í boði eru m.a. byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR (sjá nánari lýsingu á einstaka erindum á kolbrunbaldurs.is/ekki-meir-fraedsluerindi)
- Fræðsluerindi fyrir vinnustaði, fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla; þjálfara, sjálfboðaliða og leiðbeinendur íþrótta- og æskulýðsfélaga um mikilvægi jákvæðrar staðarmenningar, forvarnir, birtingamyndir eineltis og faglega úrvinnslu (verkferla og verklag) eineltismála. Leiðbeint er með hvernig taka skuli á eineltiskvörtunum með faglegum og árangursríkum hætti
- Fræðsluerindi um eineltismál sérsniðið að foreldrum. Farið er m.a. yfir ábyrgð, viðbrögð og verkferla sem snúa að foreldrum þegar greiða þarf úr eineltismálum sem varða börn þeirra
- Talað við börnin um hegðun og framkomu, stríðni og einelti (sjá þrjár myndbandsupptökur á Kolbrunbaldurs.is og You Tube). Talað er út frá myndum við yngstu börnin og myndum og texta við eldri börnin
- Hvernig eflum við innra varnarkerfi barna gegn kynferðisofbeldi? Farið er m.a. í birtingamyndir kynferðisofbeldis gagnvart börnum og hvaða hópar barna eru helst í áhættuhópi, viðbrögð fullorðinna ef barn segir frá og mögulegar vísbendingar um ef barn hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
- Fræðsla í Samskiptum sérsniðin að þjálfurum, leiðbeinendum og sjálfboðaliðum. Rætt er um hvaða kröfur eru gerðar til þessara starfshópa, hvernig starfsfólk getur styrkt sjálfsaga og persónulegan metnað þátttakenda. Farið er yfir viðbrögð ef grunur leikur á um að iðkandi glími við vandamál/vanlíðan sem og viðbrögð við agavandamálum
- Fræðsla fyrir foreldra barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Farið er yfir hvað helst einkennir þroska og þarfir þessa aldurskeiðs og leiðir sem auka samskiptafærni foreldra t.a.m. ef um aga- og hegðunarvanda er að ræða. Síðast en ekki síst hvernig foreldrar geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna
- Fræðsla um unglingastigið sniðið að foreldrum. Rætt um jákvæð og vikr samskipti á heimili, tölvunotkun, netið og hættur sem þar leynast. Farið er m.a. yfir helstu þroskabreytingar, hvað einkennir þetta aldursskeið, samspil aga, aðhalds og viðeigandi sveigjanleika. Rætt er um hlutverk og ábyrgð foreldra þegar kemur að því kenna unglingunum jákvæða framkomu og hegðun
- Fræðsluerindi Streita og uppnám. Rætt er um streitu og uppnám út frá persónuleikaþáttum/geðslagi; hugsunum og skilningi og mismunandi upplifun fólks á umhverfinu. Farið er hvernig þessir þættir geta annars vegar sett af stað og/eða magnað streitu í e.t.v. streitufullum aðstæðum eða spornað við henni eða mildað.
Félagsaðild
- Aðili að Félagi sérfræðinga í klínískri sálfræði, FSKS (frá 2008) – klinisk.is
- Aðili að Sálfræðingafélagi Íslands SÍ (frá 1992) og hefur gengt þar ýmsum stjórnarstöðum m.a. átt sæti í Fræðslunefnd og í Samninganefnd Sálfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins – sal.is
- Félagi í Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbæ frá 1989, forseti 2010-2011 – rotary.is
NÁNAR Sjá ítarlegri ferilskrá og ferilskrá á ensku