Kynning borgarlínu.
Viðbrögð Flokks fólksins við það sem fram kemur á fundinum
Kynntir eru kostir almenningssamgangna og litlu við það að bæta.
Auðvitað er gott ef almenningsamgöngur getir séð um stórarn flutning manna hverfa á milli. Gott er að það kemur fram að áhersla verður samhliða lögð á hjólreiðar, en þar má margt bæta.
Mikil áhersla á að auka umhverfisgæði meðfram línunni.
En þar sem borgarlínunkerfið, vagnar borgarlínunnar verða knúnir með vistvænum orkugjöfum, þarf að skýra hvernig það verður gert. Á einum stað í kynningu kemur fram að vagnarnir verði knúnir af „innlendum“ vistvænum orkugjafa.
Oft hefur komið fram sá misskilningur að allir vistvænir kosti séu jafnir. En svo er ekki. Stundum er vetni nefnt, en framleiðsla á vetni með rafmagni er dýr, enda er orkunýting við þá framleiðslu aðeins um 20%.
Svipað gildir um lífdísil og metan er varla góður kostur í þetta verkefni.
Langbest er ef að vagna verði beintengdir við rafmagn. Viða í Evrópu hanga raflínur fyrir ofan þá og rúllandi snúra frá vagni að þeirri línu. Þannig að hægt er að beintengja vagna við rafmagn.
Hvers vegna má ekki segja það núna að það verði gert?
Eða hvaða hugmyndir hafa skýrsluhöfundar og þessa vistvæna orkugjafa?
Vagnar Borgarlínu eiga að vera langir og knúnir af innlendum, vistvænum orkugjöfum. Þeir verða ýmist 18 m langir (einn liður).
En væri ekki líka hægt að vera með litla vagna ef þeir eru beintengdir?
Fulltrúi Flokks fólksins fékk ákveðin svör við spurningum sínum:
Fram kemur að líklega