You are currently viewing VERKFÆRAKISTAN – Vinnustaðir

VERKFÆRAKISTAN – Vinnustaðir

Hér má finna ýmis verkfæri sem gagnleg geta verið þeim sem koma að eineltismálum á vinnustöðum

Greinar

 • Þú ferð í taugarnar á mér
  > Sjá á Visir.is (grein birt í Fréttablaðinu 8. nóvember 2015)
 • Hvað einkennir góðan yfirmann
  > Sjá: Hvað einkennir góðan yfirmann.pdf (grein birt í Fréttablaðinu 24. júlí 2015)
 • Vanvirki og kjarklausi yfirmaðurinn
  > Sjá: Vanvirki og kjarklausi yfirmaðurinn.pdf (grein birt í Fréttablaðinu 21. júlí 2015)
 • Þegar yfirmaður er gerandi eineltis 
  > Sjá á Visir.is (grein birt í Fréttablaðinu 16. júlí 2015)
 • Þekkir þú svona yfirmann?
  > Lesa grein

Einelti á vinnustað er mál sem stundum fagaðili finnur til vanmáttar gagnvart. Þetta á sérstaklega við ef gerandinn er yfirmaður svo ekki sé minnst á ef fyrirtækið er einkafyrirtæki.

Yfirmenn sem eru gerendur eru af ýmsum persónugerðum og stundum eru þetta einstaklingar sem er velmetið fólk í samfélaginu, hámenntað og hefur einmitt gefið af sér góðan þokka út á við.

Dæmi eru um að þolendur þori einfaldlega ekki að gera neitt þar sem þeir óttast að mál bara versni eða hreinlega að þeir verði reknir/bolað úr vinnu.

Þegar yfirmaðurinn er gerandinn:

 • Misnotar vald til að breiða yfir minnimáttarkennd og óöryggi
 • Er ekki endilega með fylgjendur heldur tekur fyrir einn í senn
 • Gerir óraunhæfar kröfur um markmið og tímaáætlanir
 • Takmarkar upplýsingastreymi kerfisbundið til starfsmanns
 • Notar óspart skammir, gagnrýni og sýnir oft vandlætingu
 • Beitir þvingunum/hótunum
 • Reynir að koma þeim illa sem hann leggur í einelti, bregða fyrir hann fæti

Eitthvað af eftirfarandi þáttum einkenna oft gerendur eineltis:

 • Stöðugur ótti um að einhver skyggi á hann, ógni stöðu hans
 • Mislyndi, óútreiknanlegt skapferl
 • Pirringur, öfundsýki, hroki, talar illa um aðra
 • Barnaleg hegðun/viðbrögð, sjálflægn
 • Skortur á innsæi í eigin hegðun
 • Varpar frá sér ábyrgð/sök, stundum ,,siðblinda”
 • Dómharka, ósveigjanleiki
 • Lágt mótlætaþol, hvatvísi, getur átt það til að missa stjórn

Ef áfengisvandi er auk þess til staðar geta ofangreindar birtingamyndir orðið enn ýktari.

Í bókinni EKKI MEIR er kafli sem fjallar um staðarmenninguna og hvernig staðarmenningin og stjórnunarstíllinn haldast hönd í hönd við líðan starfsmanna. Þar sem staðarmenningin er eitruð koma eineltismál oft frekar upp og eiga auðveldara með að þrífast.

Í boði er að koma með fræðslu um þessi mál á vinnustaði og í fyrirtæki. Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila og hvað oft einkennir persónur og aðstæður þolenda annars vegar og gerenda hins vegar. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað.

Markmiðið með fræðslunni er að hjálpa vinnustöðum/fyrirtækjum að verða sem mest sjálfbær í þessum málum í það minnsta geta gripið sem fyrst inn í áður en málið verður enn flóknara og umfangsmeira.


SKOÐA LÍKA: Sjá meira um fyrirlestra í boði


Hér má finna eftirfarandi efni:

Viðbragðsáætlun fyrir vinnustaði
> Lesa grein

Tilkynningareyðublað um einelti eða kynbundið ofbeldi á vinnustað
> Sjá: Tilkynning um einelti eða kynbundið ofbeldi á vinnustað.pdf

Hugmyndafræði viðbragðsáætlunar fyrir vinnustaði
> Lesa grein

Einelti á vinnustað: leiðbeiningar og verkferlar við úrvinnslu eineltismála
> Sjá glærukynningu: Einelti á vinnustað – leiðbeiningar og verkferlar við úrvinnslu eineltismála.pdf

Birtingarmyndir eineltis og kynbundins ofbeldis meðal fullorðinna
> Sjá glærukynningu: Birtingarmyndir eineltis og kynbundins ofbeldis meðal fullorðinna.pdf

Ef eineltismál eiga ekki að verða að martröð
> Sjá glærukynningu: Ef eineltismál eiga ekki að verða að martröð.pdf

Pistlar

Umræða um eineltismál í þáttunum Í nærveru sálar
 Horfa má á þættina HÉR

 • Einelti í íslenskum lögum
  Viðtal við Rögnu Árnadóttur, Gunnar Diego og Þórhildi Líndal.
 • Einelti á vinnustað
  Viðtal við Braga Skúlason.
 • Er einelti á Alþingi?
  Viðtal við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann en hún fullyrðir að einelti fyrirfinnist á Alþingi.
 • Kynferðislegt áreiti á vinnustöðum
  Viðtal við Brynhildi Flovez, lögfræðing.
 • Allt sem þú vilt vita um embætti Umboðsmanns Alþingis
  Rætt við Trausta Valsson, lektor í HÍ um embættið.
 • Fullorðin börn alkóhólista
  Viðtal við Hörð Oddfríðason, ráðgjafa hjá SÁÁ.
 • Hugræn atferlismeðferð
  Viðtal við sálfræðingana Odd Erlingsson og Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur.
 • Athyglisbrestur og ofvirkniseinkenni (ADHD) hjá fullorðnum
  Viðtal við Sigríði Jónsdóttur, markþjálfa.
 • Dáleiðsla sem meðferðartæki
  Viðtal við Hörð Þorgilsson, sálfræðing.
 • Ofbeldi á meðgöngu
  Viðtal við Hallfríði Kristínu Jónsdóttur.
 • Sjálfsvíg
  Viðtal við Elínu Ebbu Gunnarsdóttur, Halldór Reynisson og Karínu Andrésdóttur um sjálfsvíg og bókina Ástvinamissir vegna sjálfsvígs, handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur.
 • SASA
  Félagsskapur karla og kvenna sem hafa sameiginlega reynslu að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi einhverntíman á lífsleiðinni.

Með von um að upplýsingarnar gagnist vinnustöðum: stjórnendum og starfsfólki.


SJÁ LÍKA Skoðaðu líka verkfærakistur fyrir ..