Skýrsla stýrihóps um rýningu biðlista barna eftir sérfræðiþjónustu nóvember 2024

Reykjavík, 11. desember 2024
MSS24030028

Hjálagt:
Skýrsla stýrihóps um rýningu biðlista barna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á framkvæmd þjónustunnar, dags. 17. nóvember 2024.

Skóla- og frístundaráð
Tillögur stýrihóps um rýningu biðlista barna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og
mat á framkvæmd þjónustunnar

Á fundi velferðarráðs þann 6. desember 2024 var lögð fram skýrsla með tillögum
stýrihóps um rýningu biðlista barna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á
framkvæmd þjónustunnar.
Tillögum stýrihópsins var vísað til umsagnar skóla- og frístundaráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Flokks fólksins lögðu
fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð vill þakka formanni hópsins fyrir markvissa og góða vinnu. Þær tillögur
sem eru lagðar fram í skýrslunni eru vel rökstuddar og skýrar. Mikilvægt er að
þessar tillögur verði settar í farveg innan sviðsins, tímasettar og sett skýrt fram hver
ber ábyrgð. Ráðið leggur einnig áherslu á að litið verði til þess að nýta tæknina
eins og hægt er eins og t.d að vera með fræðslunámskeið rafrænt. Velferðarráð
óskar einnig eftir því að upplýsingar um framgang tillagnanna verði kynntar með
vorinu.

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins var samþykkt og var settur á fót stýrihópur í lok júní. Helstu
viðfangsefni hópsins voru að rýna hvaða breytingar þurfi að gera á fyrirkomulagi
sálfræðiþjónustu miðstöðva til að gera hana skilvirkari og hvaða breytingar þurfi að
gera á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar til að gera hana skilvirkari og heildstæðari.
Stýrihópurinn hefur greinilega unnið hratt og vel því hópurinn fundaði tólf sinnum.
Gestir fundanna voru samtals 23 aðilar víðsvegar úr kerfinu. Nú liggja fyrir tillögur
stýrihópsins sem eru afar áhugaverðar. Það er m.a lagt til að afnema tvöfalt
skráningarkerfi og allar upplýsingar verði í Málaskrá til að bæta yfirsýn, samræma
verklag milli miðstöðva og koma á skýrum tímamörkum við vinnslu mála. Vinna
mál í þverfaglegum teymum og að mál sé unnið í samfellu til að forðast
áframhaldandi bið barns á biðlista. Nýta lausnateymi betur til að takast á við
einfaldari mál. Lögð er áhersla á stuðning við kennara strax á fyrsta þjónustuþrepi
en kennarar hafa lengi kallað eftir því. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að þessar góðu
tillögur komist til framkvæmda.

Það tilkynnist hér með.
Virðingarfyllst,
Rannveig Einarsdóttir
sviðsstjóri velferðarsviðs

Hjálagt:
Skýrsla stýrihóps um rýningu biðlista barna eftir sálfræðiþjónustu miðstöðva og mat á framkvæmd þjónustunnar, dags. 17. nóvember 2024.