Umhverfis- og skipulagsráð 13. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram og kynnt niðurstaða viðhorfskönnunar Maskínu um göngugötur 2023:

Þetta eru sömu niðurstöður og áður hafa komið fram. Óánægðastir eru þeir sem eiga erfitt með að komast á göngugöturnar vegna þess að þeir búa fjarri þeim t.d. í úthverfum. Þeir sem búa fjarri hafa hafa ekki aðgengi að þeim nema með einhverjum erfiðleikum. Þeir sem ekki geta notið göngugatna heldur er aldrað fólk og fólk sem ekki getur gengið í miðbæinn. Fylgni við önnur atriði sem könnuð voru eru ekki eins skýr. Til að bregðast við á því að skoða þarfir þessa fólks, sem ekki notar göngugötur. Hér koma bílastæði utan við göngugötusvæðið fyrst upp í hugann. Núverandi bílastæðahús eru illa nýtt. Þau eru ekki aðlaðandi, en öllum tillögum Flokks fólksins um að bæta þau hafa verið felldar. Það þarf að að nýta þau mun betur, annað er fásinna. Strætókerfið er ekki boðlegt, margir hafa gefist upp á því og enn öðrum dettur ekki í hug að reyna að byrja að nota það. Skoða ætti hvort ekki megi gera bílastæði utan við göngugötusvæðin og þá á svæðum sem ekki er hægt að byggja á núna svo sem vegna flugvallarins eða annarra skipulagsmála. Slík bílastæði hindra ekki uppbyggingu í framtíðinni.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á stöðu göngugatna í Reykjavík og framtíðarsýn.

Því er ekki mótmælt að mikið er af fólki í miðbænum, á göngugötum og “út um allt.“ Það er krökkt af fólki í miðbænum, stærsti hlutinn eru ferðamenn. Fulltrúa Flokks fólksins langar til að þetta svæði sé einnig fyrir Íslendinga, að landinn hafi gott aðgengi að miðbænum, fólk í efri byggðum og landsbyggðarfólk, allir aldurshópar og að aðgengi fyrir fatlaða verði ekki aðeins viðunandi heldur fullnægjandi. Því miður er það þannig að mjög margir sem ekki búa á þessu svæði finnst aðgengi að svæðinu slæmt. Það eru hópar fólks sem ekki treysta sér að nota bílastæðahúsin, finnst þau þröng, óaðlaðandi og finnst greiðslukerfið erfitt. Enga aðstoð er hægt að fá í bílastæðahúsum ef upp koma vandamál. Fulltrúi Flokks fólksins finnst það verkefni borgarmeirihlutans að gera eitthvað í þessu. Finna þarf leiðir til að laða landann að miðbænum. Miðbærinn er okkar allra en ekki aðeins fyrir ferðamenn eða þá sem þar búa. Það gæti öllum þótt gaman að komast á göngugötu, setjast niður og fá sér kaffi eða mat á góðum degi. Málið er bara að komast á staðinn þ.e. ef fólk er ekki þá þegar staðsett þar og það finnst sumum bara erfitt.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Kynnt er staða stafrænnar umbreytingar á umhverfis- og skipulagssviði:

Fram fer kynning á stöðu stafrænnar umbreytingar á umhverfis- og skipulagssviði. Enn eru ekki komnar rafrænar byggingarleyfisumsóknir í gang og þurfa þeir sem sækja um að gera það með “gamla hættinum”. Nú hefur komið í ljós að verkefnið Átak í teikningaskönnun var stórlega vanáætlað og er krafist meira fjármagns í það og hótað ef það ekki fæst fari þetta mikilvæga verkefni á ís. Vel kann að vera að það sé einfaldlega ekki til fjármagn í þetta verkefni sem hefur tafist mikið. Flest sveitarfélög eru komin með sambærilega stafræna lausn. Fulltrúi Flokks fólksins finnst líka mikilvægt að sjá forgangsröðun þjónustu- og nýsköpunarsviðs á hvaða lausnir eru mikilvægasta og hverjar mega bíða betri tíma í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Sumar lausnir eru meira til gamans en nauðsynjar en þær kosta mikið. Nefnd eru ýmis vandamál s.s. vandamál hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði t.d. með tengingu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Verkefni HMS og borgarinnar skarast að einhverju leyti. HMS er framarlega í stafrænum lausnum og kannski er spurning að láta HMS um þessa vinnu sem snýr að yfirliti yfir íbúðir og byggingaframkvæmdir í Reykjavík.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um það hver beri ábyrgð á seinkun stafrænnar umbreytingar á umhverfis- og skipulagssviði, sbr. 27. liður fundargerðar, dags. 22. mars 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 3. júlí 2023:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur nú fengið svar frá skrifstofustjóra upplýsinga- og skjalastýringar við fyrirspurn Flokks fólksins um hvort rétt sé að sviðsstjóri og byggingarfulltrúi beri ábyrgð á að sviðið sé ekki komið lengra í stafrænni umbreytingu en raun ber vitni? Áður hefur komið fram í svari frá þjónustu- og nýsköpunarsviði að frumkvæði stafrænnar umbreytingar á að koma frá sviðunum sjálfum og stjórnendum þeirra svo seinagang megi rekja til sviðsins sjálfs. Þjónustu- og nýsköpunarsvið kýs að svara ekki þessum spurningum en fulltrúa Flokks fólksins finnst hvorki rétt né sanngjarnt að kenna sviðum um seinagang í stafrænum lausnum. Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur fengið gríðarlega mikið fjármagn síðustu ár og þjónustu og nýsköpunarsviði hlýtur þess vegna að eiga frumkvæði að undirbúningi og framkvæmd stafrænnar umbreytingar annarra sviða og sjá til þess að klára innleiðingar tilbúinna lausna en að sjálfsögðu nánu samvinnu og samráði við sviðinn. Einnig ber að hafa í huga að einstök svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar hafa ekki verið að fá sérstakar fjárveitingar vegna stafrænnar umbreytingar heldur hefur því mikla fjármagni eingöngu verið veitt til þjónustu og nýsköpunarsviðs sem hlýtur að teljast ábyrgðaraðili verkefnisins.

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tæmingu tunna, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080098

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þjónustu Strætó, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.

Vísað til umsagnar strætó. USK23080102

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um gönguljós á Miklubraut:

Flokkur fólksins hefur áður lagt til að þessi tvö gönguljós þar sem þverað er yfir Miklabraut verði sérstaklega skoðuð með tilliti til snjallljósa því þarna myndast erfiðar umferðateppur. Gönguljósin loga ekki í neinum takt við hvort einhver er að fara yfir og loga áfram þegar vegfarandi er farinn yfir. Á meðan lengist biðröð bíla. Þarna vantar snjallljósabúnað sem gæti stytt ferðatímann um 15% og enn meira í tilfelli Strætó. Nauðsynlegt er að snjallljósavæða borgina og byrja ætti á stöðum þar sem miklar umferðartafir eru. Eins og staðan er núna eru engin snjallljós í Reykjavík. Vísað er hér í grein eftir Ólaf Guðmundsson sem birtist nýlega í Mbl. þar sem hann segir “að í umferðinni eru nemar sem telja umferðina, hversu margir bílar fara um en tekur ekki tillit til þess hvernig umferð er á ferðinni. Í notkun eru klukkukerfi sem ekki virka vel. Í raun þyrfti að vera nemar með infrarauðri myndavél til að sjá í myrkri og í þeim er einnig radar og myndavél og stýrt af hugbúnaði sem keyrður er yfir netið. Búnaður sem þessi stýrir ljósum m.t.t. þess hvernig umferðin flæðir á hverjum tíma.”

Frestað. USK23090129

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kostnað við könnun Maskínu á göngugötum:

Enn á ný eru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar Maskínu um göngugötur 2023. Þetta er árlegt. Niðurstöður eru að mörgu leyti þær sömu í grunninn og í fyrra og í hittifyrra og árið þar áður, þ.e. þeir sem búa fjarri miðbænum og eru eldri eru neikvæðir, þeir sem búa nær og eru yngri eru jákvæðari gagnvart göngugötum. Í raun er sem sagt fátt nýtt hér undir sólinni. Reykjavíkurborg kaupir árlega könnun af þessu tagi frá Maskínu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um kostnað? Hvað kostar það borgina að láta gera svona könnun? Hvað margar viðhorfskannanir hafa verið gerðar um göngugötur s.l. 10 ára. Gott væri að fá heildarkostnaðinn. USK23090134