Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að tvær núverandi biðstöðvar strætó í Austurbrún, Austurbrún og Dragavegur verði sameinaðar í eina stöð, Austurbrún:
Verið er að skerða þjónustu strætó enn frekar með þessari aðgerð, sameiningu stoppistöðva. Það kann að vera að hana megi réttlæta en þegar á allt er litið er búið að skerða þjónustu strætó að undanförnu allt of mikið. Í ofanálag eru borgarfulltrúi Flokks fólksins að fá allt of margar ábendingar frá farþegum sem kvarta yfir aksturslagi og skorti á þjónustulund hjá einstaka bílstjóra. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt þau mál við framkvæmdastjóra sem segist ætla að skoða málin. Dæmi eru um að fólk treystir sér ekki í strætó af ótta við að detta í vagninum og slasast og einnig að stundum sé ekið of hratt og með litla tillitssemi að leiðarljósi.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á niðurstöðum úr Ferðavenjukönnun Gallup sem gerð var í 6. – 30. október 2023:
Þessi könnun hefur enga samantekt og erfitt er að lesa úr sumum myndum hennar. Niðurstöður þessarar könnunar er býsna afdráttarlaus. Bíllinn er hástökkvari í öllum spurningum og meira en búist hefði mátt við í raun því talið var að hjólin væru að koma sterkar inn. Gott er að sjá að börn eru að ganga heilmikið í skólann en í mörgum hverfum væri gaman að sjá meira um hjól. Nú í skammdeginu fara ung börn vissulega ekki í skólann á hjóli. Þeir sem búa langt frá vinnu og almennt í efri byggðum, í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og Kjalarnesi eru eðlilega að nota bílinn í yfirgnæfandi meirihluta. Vel kann að vera að fleiri gætu mögulega verið að nota almenningssamgöngur væru þær að mæta þörfum fleira fólks hvað varðar tíðni, aðgengi, leiðakerfið og bættrar þjónustulundar. Þeir sem eru efnaminni samkvæmt þessari könnun eru að nota minnst hjól og hlaupahjól. Það vekur upp spurningar.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er fram yfirlit yfir ferðakostnað Umhverfis- og skipulagssviðs júlí – september 2023.
Flokkur fólksins vill aðeins fagna því að umhverfis- og skipulagssvið hefur staðfest að draga á úr ferðakostnaði. Í yfirliti yfir hagræðingaraðgerðir umhverfis- og skipulagssviðs 2024 kemur fram að lækka á ferðakostnað. Það er til fyrirmyndar.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um tillögu um stækkun svæðis í Grafarvogi sem falla ætti undir friðlýsingu Grafarvogs, dags. 20. júní 2023:
Flokkur fólksins styður stækkun á friðlýstu svæði við Grafarvog. Ekki eru mörg strandsvæði óröskuð eða lítt röskuð í Reykjavík. Friðlýsing eykur á gildi Grafarvogs sem fæðusvæði fugla að vetri til en þá eru sjávarleirur mikilvæg fæðusvæði.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um betrumbætur á skiltum við göngugötur, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
Það er miður að hvorki núgildandi reglugerð um umferðarmerki né tillaga að nýrri reglugerð gerir ráð fyrir sérstöku merki til að árétta að umferð handhafa stæðiskorta hreyfihamlaðra sé heimil á göngugötum. Nauðsynlegt er að hafa skýrar merkingar til að varna óþarfa óþægindum og til að fólk viti almennt séð hvað er heimilt. Í þeim tilfellum hlýtur að vera hægt að gera undantekningu á reglum. Sjálfsagt er að halda skiltum eins og auglýsingaskiltum í borgarlandinu í lágmarki en það er annað mál.
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgangna og borgarhönnunar. USK23110254
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bætta lýsingu í Elliðaárdal, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa borgarlandsins. USK23110182
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um strætótengingar á milli Árbæjar, Grafarholts og Breiðholts, sbr. 42. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23110181
Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23100291
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Fossvogsbrú, sbr. 43. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar Vegagerðarinnar, verkefnastofu borgarlínu. USK23110186
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu nýs leiðarnets Strætó, sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar Strætó bs. USK23110180
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um malarhaug við Álfabakka, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, eftirlitsdeildar. USK23110177
Ný mál frá Flokki fólksins
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort samræmi sé milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill.:
Eigendur nærri 3.400 íbúða vítt og breitt um landið hafa fengið leyfi til heimagistingar í allt að þrjá mánuði á ári. Það er helmingi meira en þegar mest var á árunum fyrir faraldur. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort samræmi sé milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill. Eins og kemur fram hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur þeim fjölgað um 70 prósent það sem af er ári. Leyfin voru rúmlega 1.200 í fyrra en eru orðin tæplega 2.200 í ár. Þessi mikli fjöldi leyfa hefur komið á óvart. Það er mikilvægt að öll áhersla sé á að byggja íbúðir fyrir fólk sem býr og starfar í borginni.
Lögð fram svohljóðandi tillaga Flokks fólksins gerð verði breyting á samráðsfyrirkomulagi í kjölfar hönnunarsamkeppni. Lagt er til að um leið og vinningstillaga liggur fyrir skuli gera deiliskipulag í samræmi við vinningstillöguna til þess að hægt sé að gefa almenningi kost á að senda inn formlegar athugasemdir áður en að fullnaðarhönnun fer af stað:
Flokkur fólksins leggur til að gerð verði breyting á samráðsfyrirkomulagi í kjölfar hönnunarsamkeppni. Lagt er til að um leið og vinningstillaga liggur fyrir skuli gera deiliskipulag í samræmi við vinningstillöguna til þess að hægt sé að gefa almenningi kost á að senda inn formlegar athugasemdir áður en að fullnaðarhönnun fer af stað. Nauðsyn þess að breyta þessu ferli kom glöggt í ljós í verkefni um Fossvogsbrú. Nú í september 2023 tæpum tveim árum eftir að vinningstillagan var tilkynnt var auglýst breyting á deiliskipulagi við brúna. Þá var hönnun brúarinnar nánast fullkláruð í trássi við gildandi deiliskipulag og athugasemdir almennings nánast tilgangslausar. Búið er að eyða allt of miklum tíma í hönnun til að hægt sé að breyta nokkru núna. Óhæft er með öllu að svör við athugasemdum séu að koma fram á sama fundi og samþykkt er að mæla með breytingunni fyrir borgarráð. Þeir sem senda inn athugasemdir gefst ekki kostur á að skoða svörin og koma með andmæli/viðbrögð við þeim. Til hvers er fólki boðið að koma með athugasemdir ef ekkert er gert við þær?
Frestað. USK23110322
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort samræmi sé milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill.:
Eigendur nærri 3.400 íbúða vítt og breitt um landið hafa fengið leyfi til heimagistingar í allt að þrjá mánuði á ári. Það er helmingi meira en þegar mest var á árunum fyrir faraldur. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort samræmi sé milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill. Eins og kemur fram hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur þeim fjölgað um 70 prósent það sem af er ári. Leyfin voru rúmlega 1.200 í fyrra en eru orðin tæplega 2.200 í ár. Þessi mikli fjöldi leyfa hefur komið á óvart. Það er mikilvægt að öll áhersla sé á að byggja íbúðir fyrir fólk sem býr og starfar í borginni. USK23110323