Borgarstjórn 24. mars 2020

Bókun Flokks fólksins við liðnum Lagt er til að borgarstjórn samþykki tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr.  Sveitastjórnarlaga. Borgarráð fer þannig með sömu heimildir og borgarstjórn hefur fram að næsta reglulega fundi borgarstjórnar þann 21. apríl með sömu skilyrðum og í sumarleyfi borgarstjórnar samkvæmt 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur tjáð sig í ræðu og riti um óskir þess að borgarstjórn, meiri- og minnihluti, vinni saman að tillögum, aðgerðarplani og ákvörðunum í þessum fordæmalausu aðstæðum enda sterkari saman en sundruð. Hins vegar finnst borgarfulltrúa það ekki mikilvægt að ákveða fjölgun borgarstjórnarfunda hér og nú næsta mánuðinn heldur myndi frekar sjá fyrir sér að oddvitar flokkanna hittust á fjarfundum reglulega samhliða öðrum fundum sem haldnir eru til að ræða um tillögur, aðgerðir og framvindu aðstæðna. Hvað varðar borgarstjórn Reykjavíkur telur borgarfulltrúi Flokks fólksins hins vegar að nú þegar sá möguleiki hefur skapast að geta haldið fjarfundi þá sé ekkert að vanbúnað að boða til aukafunda oftar en sjaldnar og skapist eitthvað vafamál um hvort rétt eða nauðsynlegt sé að kalla saman fund þá skuli það hiklaust gert bæði þann mánuð sem heimildin nær til og í framtíðinni.