Skipulags- og samgönguráð 9. september 2020

Bókun Flokks fólksins við Arnarnesvegur-Breiðholtsbraut:

Kynntar eru 3 lausnir en fulltrúar hafa ekki séð kynninguna, lausnir sem allar kljúfa vesturhlíð Vatnsendahvarfs og eyðileggja þar með verðmætt útivistarsvæði sem og breyta algjörlega ásýnd og notagildi hæðarinnar til frambúðar. Fyrirhugaður Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sem er á samgönguáætlun fyrir 2021 er óafturkræft skipulags- og umhverfisslys, verði lending í málinu með þeim hætti. Hvergi er minnst á veginn í nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt, en hann mun kom til með að þrengja verulega að fyrirhuguðum Vetrargarði og eyðileggja eitt dýrmætasta græna útivistar- og útsýnissvæði borgarinnar. Arnarnesvegur er úrelt kosningaloforð Sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Það er auðveldlega hægt að finna betri lausnir fyrir umferð inn í Kópavog sem kosta ekki svona gríðarlegar fjárhæðir og valda ekki svona miklu umhverfislegu tjóni. Hvað varð um áherslurnar á að vernda grænu svæðin og minnka losun gróðurhúsalofttegunda?

Fyrirhugaður Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut sem á að vera lagður að árið 2021 mun skera hæðina í tvennt og Vegaframkvæmdin byggir á nær 18 ára gömlu umhverfismati sem fjölmargir þ.m.t. Vinir Vatnsendahvarfs telja alvarleg skipulagsmistök. Á þessu svæði er eitt fallegasta útsýni yfir Reykjavík. Ef einhvers staða, ætti þarna að vera útsýnispallur til að borgarbúar getið notið yfirsýnar yfir Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við Vogabyggð svæði 3, deiliskipulag miðsvæði sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut

Kynnt eru drög að skipulagi er varðar byggingarheimildir og hönnunarskilmála fyrir nýtt deiliskipulag á svæði 3 í Vogabyggð, dags. 30. júlí 2020. Tillagan sýnir hugmyndir um þróunarrama, hönnunarskilmála ásamt nokkrum valmöguleikum um útfærslur á hverri lóð.

 

Bókun Flokks fólksins við Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3

Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020.

 

Bókun Flokks fólksins við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun, breyting á aðalskipulagi

Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru lagðar fram um tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna nýja Skerjafjarðar. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að að hlustað verði á athugasemdir ekki síst þær sem snúa að landfyllingum. Byggja á allt í kringum flugvöllinn og setja skóla í uppfyllta fjöru. Landfylling er óásættanleg. Náttúrulegar fjörur eru fágætar í Reykjavík. Málið allt er viðkvæmt og það er leiðinlegt að vinna þetta stóra verkefni í svo mikilli andstöðu.

 

Bókun Flokks fólksins við Kynning, Laugavegur göngugata, deiliskipulag 2. áfanga

Deiliskipulagstillögur eru lagðar fram. Fulltrúa Flokk fólksins finnst erfitt að átta sig á þessu og bíður eftir að fá gögnin með málinu og að kynningin verði þá endurtekin. Ómögulegt er að rýna í myndir á skjá þar sem reitir eru sýndir og smátt letur. Hér er um mikilvægt mál að ræða ekki síst í ljósi þess hvernig komið er fyrir þessu svæði. Þar er nú varla hræðu að sjá. Flótti verslana í hrönnum og svo kom COVID. Spurning er hvernig þróunin verður, hvenær næst að lífga við þetta svæði?

 

Bókun Flokks fólksins við Tímabundnar göngugötur í miðborginni

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé afar óskynsamlegt að framlengja tímabundna göngugötur í borginni. Bærinn er líflaus nú og með því að opna aftur göturnar sem um ræðir eins og ráð var fyrir gert glytti í smá von að fleiri myndu vilja heimsækja hann. Nú er aðeins um Íslendinga að ræða þar sem engir ferðamenn eru en Íslendingar koma ekki í bæinn. COVID og afleiðingar faraldursins hefur vissulega slegið rothöggið en vandinn var orðinn háalvarlegur áður en COVID skall á. Að framlengja tímabundnar göngugötur á því engan veginn við nú og þjónar ekki tilgangi. En fjölgar auðum rýmum og varla er að sjá hræðu á ferðinni. Hvert er markmið skipulagsyfirvalda með steindauðum göngugötum nú þegar vetur gengur í garð með vályndum veðrum? Þetta mun fara endanlega með marga, þá sem sáu fyrir sér þann draum að götur opnist í haust. Nú er sá draumur úti og þeir munu endanlega loka ef þetta gerist. Næstu mánuði munu margir blæða út.

Bókun Flokks fólksins við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun, breyting á aðalskipulagi:

Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru lagðar fram um tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna nýja Skerjafjarðar. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að að hlustað verði á athugasemdir ekki síst þær sem snúa að landfyllingum. Byggja á allt í kringum flugvöllinn og setja skóla í uppfyllta fjöru. Landfylling er óásættanleg. Náttúrulegar fjörur eru fágætar í Reykjavík. Málið allt er viðkvæmt og það er leiðinlegt að vinna þetta stóra verkefni í svo mikilli andstöðu.

 

Bókun Flokks fólksins við Borgarlína, staðan

Kynning er á borgarlínu en engin gögn fylgdu dagskrárliðnum og því erfitt fyrir kjörna fulltrúa að átta sig á stöðunni. Það hlýtur að vera mikilvægt að fara að endanlega ákveða hvar þessi lína á að vera nákvæmlega. Málið er flókið og flækist enn meira vegna samstarfs við önnur sveitarfélög í samstarfi félags þar sem Reykjavík ræður hlutfallslega litlu. Nýlega samþykkti meirihlutinn að Reykjavíkurborg tæki þátt í opinberu hlutafélagi, Betri samgöngur ohf. um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. borgarlínu. Í þessu félagi hins vegar verða stjórnendur ekki fulltrúar kjósenda. Ekkert er búið að ákveða eftir því sem fram kemur endalega staðsetningu, einungis er um tillögur að ræða þótt sumar séu ígrundaðar. En bíður úrvinnsla. Ekki er búið að panta neina vagna en fram kemur að undirbúa þarf akstursvagnaútboð. Það gæti tekið 2-3 ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig vagnarnir verða knúnir. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna í þessu sambandi á allt metanið, innlendan, vistvænan orkugjafa sem nóg er til að. Tryggja þarf með skýrari hætti aðkomu rekstraraðila að verkefninu. Hver á að reka almenningssamgöngurnar. Ljóst er að langt er í land.

 

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um endurnýjun svæðis umhverfis Mjódd –

Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 23. júlí 2020 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

Vísað til umsagnar Skrifstofu umhverfisgæða og Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 

Bókun Flokks fólksins við svörum/umsögn við stöðu framkvæmda vegna bættra samgangna í Norðanverðum Grafarvogi:

Um er að ræða gönguleið milli Korpusvæðisins og Hamrasvæðisins. Það er byrjað á framkvæmdunum en það er hvergi nærri gengið eins langt og var nefnt í sameiningarferlinu eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. Þá var talað um undirgöng og umferðaljós, hafa þau loforð verið efnd?
Aðstæður, staðsetning biðskýlis við Korpúlfsstaðaveg, Brúnastaði er einnig alltof nálægt götunni. Börnin standa nánast út á götu þegar beðið er eftir skólarútunni. Hraðinn þarna er oft á tíðum mikill og því veruleg slysahætta á þessu svæði. Þar fyrir utan er það lýsing á göngustíg frá horni Garðsstaða og að einum undirgöngunum á svæðinu sem er ábótavant.
Þetta eru atriði sem virðast hafa fallið utan þess sem er verið að gera og ljóst að þetta með staðsetningu skýlisins og hættunnar þar er gríðarlega mikið öryggismál og með því stærsta á svæðinu öllu. Auðvita vonar fulltrúi Flokks fólksins að það sem verið er að gera leiði til breytinga og hjálpi til við að auka öryggi barnanna.

 

Bókun Flokks fólksins við svörum/umsögn við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sem varðar legu Sundabrauta:

Fulltrúi Flokks fólksins var með fyrirspurnir sem varðar legu Sundabrautar og hvenær verði lokið við að skipuleggja legu hennar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum.
Í svari segir að framkvæmd Sundabrautar sé í höndum Vegagerðarinnar. Svarið er hreinn útúrsnúningur. Spurt var um legu brautarinnar en ekki hver hefði umsjón með framkvæmdum eða framkvæmdarhraða.
Hvar Sundabraut liggur er skipulagsmál og er því í höndum skipulagsyfirvalda borgarinnar en ekki Vegagerðarinnar. Það er því með ólíkindum hvernig umhverfis- og skipulagssvið getur svarað spurningu kjörins fulltrúa um skipulagsmál eins og um legu Sundabrautar með svari um hver ber ábyrgð á framkvæmd verksins? Óskað er eftir meiri nákvæmni í svörum við fyrirspurnum kjörinna fulltrúa. Hverju máli fylgir ákveðin vinna bæði fyrir kjörinn fulltrúa og starfsmenn og það er miður ef endurtaka þurfi fyrirspurnina einungis vegna þess að svar umhverfis- og skipulagssviðs er út í hött.

 

Bókun Flokks fólksins við svörum/umsögn við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi verslunarrými við göngugötur:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þessi talning embættis skipulagsfulltrúa nokkuð sérkennileg enda svo sem „lausleg talning“. En er hann að segja að sumarið 2020 hafi verið 7 tóm rými? Þetta stenst enga skoðun. Hvað þá að 4 rými standi auð frá Laugavegi að Klapparstíg. Samkvæmt talningu sem Miðbæjarfélagið í Reykjavík framkvæmdi 8. september eru laus verslunarrými frá Laugavegi 1 að Snorrabraut 26 og hefur þeim fjölgað enn meira síðustu vikur.

Fram kemur í svari að einungis er notast við húsnúmer sem tilheyra göngugötum í svari fyrirspurnarinnar. Einnig segir að umhverfis- og skipulagsráð haldi ekki úti tæmandi lista yfir stöðu verslunar- og veitingareksturs í miðborginni. Hvernig getur embætti skipulagsfulltrúa þá vitað hvað séu mörg rými laus. Fulltrúi Flokks fólksins vill bara segja að Skrifstofan og umhverfis- og skipulagssviðið hefur greinilega ekki hugmynd um hver raunveruleg staða er þarna á svæðinu frá degi til dags og hvað er að gerast á Laugavegi yfir höfuð enda ekkert samráð og ekki hlustað á rekstraraðila. Næstu mánuðir eru spurning uppá líf og dauða fyrir margan reksturinn. Með tillögunni um að framlengja tímabundnar göngugötur frá 1. okt. 2020 til 1. maí 2021 er sennilega restin af rekstraraðilunum að fá rothögg. Hefur framlenging tímabundinna göngugatna verið borin undir rekstraraðila?

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að rétt sé farið með upplýsingar á heimasíðu Bílastæðasjóðs og hún uppfærð reglulega

Vísað frá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillaga Flokks fólksins um að rétt sé farið með upplýsingar á heimasíðu Bílastæðasjóðs og hún uppfærð reglulega hefur verið vísað frá. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að bílastæðasjóður birti á heimasíðu sinni réttar upplýsingar um gjaldskyldutíma en þar eru villandi upplýsingar.

Skipulagsyfirvöld ákváðu sem dæmi sl. vetur að lengja gjaldskyldu á svæði 1 til klukkan 20 á vikum dögum og á laugardögum og bæta við gjaldskyldu á svæðinu á sunnudögum frá klukkan 10-16. Í umsögn með tillögunni kemur fram að þessar reglur tóku aldrei gildi en ekki orð er um það á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Að hætt var við gjaldskyldu vita borgarbúar ekkert um. Það er búið að tilkynna fólki að það sé gjaldtaka sem er síðan hætt við og fólk ekki upplýst um það. Verið er að hafa fé af fólki þar sem það veit ekki að fallið var frá þessari breytingu og greiðir því gjald á tímum sem ekki er gjaldskylda. Hér eru um blekkingar að ræða. Hér má aldeilis segja að hljóð og mynd fari ekki saman hjá skipulagsyfirvöldum Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að fólk sé kyrfilega upplýst um að breytingarnar tóku aldrei gildi og endurgreiða ætti þeim sem hafa greitt á þeim tíma sem ekki er gjaldskylda.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um áhrif af göngugötum á umferð og mannlíf:

Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort gerð hafi verið rannsókn á því hvaða áhrif lokun Laugavegarins hefur á umferð og mannlíf í kringum göngugötur. Spurt var einnig um mælingar og hvort fyrir liggi gögn sem styðja þá fullyrðingu um að mannlíf og verslun aukist með fleiri göngugötum?

Í svari segir að í júlí var framkvæmd talning á bílaumferð á þessu svæði sem vita mátti vissulega að hafi minnkað en þó ekki hversu mikið. Umferð hefur snarminnkað enda Íslendingar hættir að fara niður í bæ nema af illri nauðsyn. Fyrir það líða verslanir, þær sem eftir eru. Vísað er í niðurstöður eldri rannsókna þ.m.t. frá London sem segja að hjólandi og gangandi eru líklegri en akandi að versla um þær götur sem þeir ferðast um Reykjavík er vissulega ekki London. Hjólandi er heldur ekki líklegri til að versla á Laugavegi en sá sem kemur akandi til að versla í ákveðinni sérverslun. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að fækkun bíla er í samræmi við fækkun fólks á Laugavegi og söluhrun sem verður í kjölfar götulokana. Af hverju neitar Skrifstofa samgöngustjóra að horfast í augu við veruleikann sem við blasir og kýs þess í stað að ríghalda í gamlar, erlendar kannanir sem ekki eiga við hér í borg?

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Eins og fram kemur í svari fyrir fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins hefur bílaumferð á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs minnkað um 54,6% milli 2015 – 2020 og bílaumferð á gatnamótum Grettisgötu og Vitastígs minnkað um 15,4% á sama tímabili. Ekki er tekið undir þau sjónarmið að minnkuð bílaumferð feli í sér minni fjölda fólks sem fer um svæið. Eins og kemur fram í svarinu ber flestum rannsóknum saman um að hjólandi og gangandi vegfarendur eru mun líklegri en akandi vegfarendur til að versla við þær götur sem þeir verðast um og eins og kemur fram í svari við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins í lið nr. 15 má áætla lauslega að nýting sölurýma á þessum slóðum sé yfir 90% – og því ekkert sem bendir til þess að minnkandi bílaumferð feli í sér minni umgang fólks eða minni verslun. Óskað er eftir því að fulltrúi Flokks fólksins leggi fram þær rannsóknir sem hann vísar í máli sínu til stuðnings þegar hann heldur því fram að minnkandi bílaumferð á Laugavegi haldist í hendur við fækkun fólks á Laugavegi og valdi söluhruni.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum:

Spurt var um hönnun hraðahindrana og reglum þeim tengdum. Sagt er að notuð er norska leiðin. Í Reykjavík eru hraðahindranir í nokkrum útgáfum, stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu. Bungur eru mismunandi. Ekkert virðist vera staðlað. Ómögulegt er fyrir þann sem ekki þekkir götuna að vita hvað bíður, hvernig bunga bíður. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er ekki nóg að setja skilti sem á stendur hraðahindrun þegar þær eru síðan af mismunandi gerðum. Ekki er haldið utan um frávik. Af svari að dæma er óhætt að segja að verkefni sem snúa að hraðahindrunum hafa ekki verið nægjanlega vel unnin af umhverfis- og skipulagssviði. Það er ekki nóg að afrita einhverjar norskar eða danskar reglur ef því er að skipta og smella þeim inn hér í Reykvíska umferð án frekari útfærslu. Hvernig væri að skrifa íslenskar leiðbeiningar? Eins má spyrja af hverju er ekki hægt að nota blikkljós sem mæla hraða og vara við ef hraði er of mikill í stað hraðahindrana?

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins að sama ívilnun gildi fyrir visthæfa bíla, þe. 90 mín. frítt í stæði í bílastæðahúsum og í götustæði:

Tillaga Flokks fólksins að sama ívilnun gildi fyrir visthæfa bíla, þe. 90 mín. frítt í stæði í bílastæðahúsum og í götustæði hefur verið felld. Segir í umsögn að “ekki hafi verið tekin afstaða til hvort veita skuli sérstaka ívilnun fyrir visthæfa bíla í bílahúsum borgarinnar.

Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju ekki? Það er ekki nein sanngirni í því að veita ívilnun á götustæðum en ekki í bílahúsum. Sérstaklega skiptir þetta máli ef það er markmið skipulagsyfirvalda að fækka lagningu bíla á götunni. Þarna ætti að gæta samræmis milli götustæða og stæða í bílahúsum.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Líkt og fram kemur í umsögn um tillöguna eru hleðslustöðvar í bílastæðahúsum borgarinnar þar sem notendur rafmagnsbíla njóta gjaldfrjáls rafmagns. Verður þetta að teljast ívilnun. Því er ekki tekið undir þau sjónarmið að bílastæðin innan bílastæðahúsa eigi að vera ókeypis.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að bíllinn verði aðgengilegur allan sólarhringinn í bílastæðahúsum og að kostnaður við að leggja í bílastæðahús verði áþreifanlega minni en ef lagt er á götum úti sem varðar bílastæðahús

Vísað frá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Flokkur fólksins lagði til að bíllinn verði aðgengilegur allan sólarhringinn í bílastæðahúsum og að kostnaður við að leggja í bílastæðahús verði áþreifanlega minni en ef lagt er á götum úti. Sum húsin hafa verið illa nýtt seint á degi og um kvöld. Skrifstofa samgöngustjóra leggur til strax í umsögn sinni að tillögunni verði vísað frá og hefur það verið gert. Fram kemur í svari að lítil eftirspurn sé eftir því að hafa bílahúsin opin allan sólarhringinn. En væru húsin opin allan sólarhringinn og gjaldið lágt eða ekkert myndi eftirspurnin án efa vera mun meiri og jafnvel mikil. Það ætti að vera kappsmál hjá samgönguyfirvöldum að koma bílum af götu og í þar til gerð bílahús sem allra mest. Upplýsingar til fólks hefur verið ábótavant. Síða bílastæðasjóðs er ekki uppfærð reglulega og er á henni villandi upplýsingar sbr. gjaldskyldu á sunnudegi. Fólk veit oft ekki hvort bílahúsin eru opin að nóttu og hafa bílar því lokast inni yfir nótt fólki til mikillar vandræða. Nýtt aðgangskerfi er væntanleg en fulltrúi Flokks fólksins óttast þó að gjald fyrir stæði í bílahúsið verði svo hátt að ekki sé á færi allra að geyma bílinn sinn í bílastæðahús.

 

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins, varðandi rafmagns- og metan bíla

Vísað frá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Sjá má að Skrifstofa samgöngustjóra hefur leitað grannt eftir haldbærum rökum til að þurfa ekki að flokka rafmagnsbíla sem vistvænan ferðamáta. Það er vistvænum ferðamáta varla til framdráttar að telja bíla sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti á sama plani og bíla sem ganga fyrir rafmagni eða metani. Jarðefnaeldsneyti er sannanlega mengandi, veldur gróðurhúsaáhrifum og kostar okkur sem þjóð umtalsveran gjaldeyri. Hvorki rafmagn né metan valda gróðurhúsaáhrifum.

Rétt er að bílar taka meira pláss en reiðhjól. En stundum er bíll eini mögulegi fararmátinn. Rafmagnsbíll á naglalausum gúmmídekkjum mengar ekkert meira en rafmagnshjól. Það er því rangt að hvetja ekki til notkunar á bílum sem ekki menga umfram bíla sem menga. Meginatriðið er að rafbíll mengar ekki andrúmsloftið. Bílum mun fara fjölgandi enda borgin stækkandi með glæný hverfi t.d. í Úlfarsárdal, Grafarholt. Það er alveg sama hvað barið er hausnum í stein, bílum er ekki að fækka en vonandi verður innan tíðar mest um raf- og metanbíla, tala nú ekki um ef SORPA finnur leiðir til að markaðssetja metan sem ekki hefur tekist hingað til. Mest að sækja í umhverfismálum er að nýta metanið, ekkert nema plúsar, sparar gjaldeyrir og hvað eina. Þetta virðast skipulagsyfirvöld ekki vel sjá.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Metan er gróðurhúsalofttegund. Sjá: https://is.wikipedia.org/wiki/Gróðurhúsalofttegund

 

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi umferð í Ármúla

Mál nr. US200305

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þéttingu byggða í Ármúla, sbr. 34. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 2. september 2020.

Vísað til umsagnar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um legu Sundabrautar

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um væntanlega legu Sundabrautar og hvenær verði lokið við að skipuleggja legu hennar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum. Ekki er spurt um hver beri ábyrgð á framkvæmdinni enda veit fulltrúi Flokks fólksins að það er Vegagerðin. Lega Sundabrautar er skipulagsmál og er því í höndum skipulagsyfirvalda borgarinnar að ákveða.

Til að geta lagt mat á galla og kosti einstakra skipulagshugmynda þarf nákvæm lega Sundabrautar að liggja fyrir allt frá Sundahöfn að Kjalarnesi þannig að verklegar framkvæmdir á svæðinu taki mið af því. Lega brautarinnar og áhrif hennar á svæðið er enn ekki nægilega skýr. Drífa þarf í að fá legu Sundabrautar á hreint.

Vísað til umsagnar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að umhverfis- og skipulagssvið skoði hvar hentar betur að nota blikkljós sem mæla hraða og vara við ef hraði er of mikill í stað hraðahindrunar

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið skoði hvar hentar betur að nota blikkljós sem mæla hraða og vara við ef hraði er of mikill í stað hraðahindrunar. Nú liggur fyrir að hraðahindranir eru af ýmsum gerðum í Reykjavík, ekkert er staðlað og ekki eru til íslenskar leiðbeiningar.

Vísað til umsagnar Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að umhverfis- og skipulagssvið búi til íslenskar leiðbeiningar um hraðahindranir og blikkljós sem henta Reykvískri umferð í stað þess að nota norskar eða danskar reglur

Fulltrúi Flokks fólksins leggur jafnfram til að umhverfis- og skipulagssvið búi til íslenskar leiðbeiningar um hraðahindranir og blikkljós sem henta Reykvískri umferð í stað þess að nota norskar eða danskar reglur án mikillar skoðunar hvort þær henti hér í borg. Þessi mál eru í nokkrum ólestri nú. Í Reykjavík eru hraðahindranir stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu. Bungur eru mismunandi. Ómögulegt er fyrir þann sem ekki þekkir götuna að vita hvað bíður, hvernig bunga bíður. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er ekki nóg að setja skilti sem á stendur hraðahindrun þegar þær eru síðan af mismunandi gerðum. Ekki er haldið utan um frávik. Af svari að dæma er óhætt að segja að verkefni sem snúa að hraðahindrunum hafa ekki verið nægjanlega vel unnin af umhverfissviðinu, bretta þarf upp ermar hér.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Arnarnesveg og fyrirhugaða lagningu hans.

Áformað er að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi, sem yrði 1.3 km. langur þjóðvegur í þéttbýli. Hann er á samgönguáætlun 2021, í samræmi við umhverfismat frá 2003, en síðan hafa forsendurnar breyst mikið. Hér áður fyrr var þessi vegur nefndur Ofanbyggðarvegur á skipulagsuppdráttum.

Fyrri liður: Hver er afstaða Skipulags- og samgönguráðs og Reykjavíkurborgar til lagningar Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut í nábýli við fyrirhugaðan Vetrargarð skv. nýju hverfisskipulagi í Breiðholti, með fyrirsjáanlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði?

Seinni liður: Telur Reykjavíkurborg lagningu Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs, forgangsverkefni í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu miðað við t.d. Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi?

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að kannaðir verði aðrir og mun ódýrari kostir til að liðka fyrir umferð frá Rjúpnavegi og norður á Breiðholtsbraut

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að kannaðir verði aðrir og mun ódýrari kostir til að liðka fyrir umferð frá Rjúpnavegi og norður á Breiðholtsbraut, svo sem með einfaldari vegartengingu ofar í Vatnsendahvarfi á milli Rjúpnavegar, Tónahvarfs og Breiðholtsbrautar, án mislægra gatnamóta þar. Einnig er lagt til að leyfa akstur slökkvibifreiða á milli Salahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Breiðholti með tengingu úr Jaðarseli neðan Lambasels, en þar er nú fyrirhugað að leyfa umferð strætisvagna.

Greinargerð

Arnarnesvegur mun auka umferð almennt og þá sér í lagi í gegnum íbúabyggð. Þar mun umferð þungra ökutækja í gegnum íbúabyggð aukast mikið, svifryksmengun, hávaði og hætta á alvarlegum umferðarsslysum á þessu svæði mun einnig aukast til muna. Íbúar Breiðholts og fleiri hafa gert athugasemdir á öllum skipulagsstigum við fyrirhugaða legu Arnarnesvegar, um nær 40 ára skeið. Upphaflega var vegurinn hugsaður sem ofanbyggðarvegur en mun nú liggja inn í og á milli hverfa. Enn ríkir óvissa um ákveðna þætti svo sem þörf fyrir mislæg gatnamót við Breiðholtsbraut, staðsetningu brúar yfir veginn fyrir gangandi og hjólandi fólk, afvötnun á mjög snjóþungu svæði og bæði mengun og hljóðvist í nágrenni vegarins. Mikilvægt er að finna aðrar og umhverfisvænni leiðir til að bæta samgöngur og tengsl á milli efri byggða Kópavogs og Breiðholts án þess að leggja Arnarnesveg skv. núgildandi áformum.

Frestað

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi sem er 1.3 km langur þjóðvegur í þéttbýli á milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fyrirhugaður Arnarnesvegur verði ekki lagður í Vatnsendahvarfi og að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf.

Vegurinn er á samgönguáætlun 2021 í samræmi við umhverfismat frá 2003 og eru mislæg gatnamót við Breiðholtsbraut á meðal forsendna. Síðan þá hafa flestar forsendur breyst mikið. Vegurinn kæmi til með að valda gríðarlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði og þrengja mjög að væntanlegum Vetrargarði skv. nýju hverfisskipulagi Breiðholts. Þá liggur fyrirhugað vegarstæði hærra en aðrir þjóðvegir í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og þar er mjög snjóþungt. Vvena þess að flestar forsendur þeirrar vegalagningar hafa breyst á síðustu 20 árum þarf að gera nýtt umhverfismat. Íbúar í ofanverðu Breiðholti hafa gert alvarlegar athugasemdir við lagningu Arnarnesvegar í gegnum Vatnsendahvarf allt frá 1983, og svo við umhverfismatið frá 2003. Farið er fram á að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf vegna breyttra forsendna, með hliðsjón af uppbyggingu Vetrargarðs, og þar með eflingu á grænu útivistarsvæði í Vatnsendahvarfi sem bæði gagnast Reykvíkingum og Kópavogsbúum.