Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð 9. janúar 2020

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um óhindrað aðgengi fatlaðs fólks um göngugötur í miðborginni:

Flokkur fólksins vill nota tækifærið hér og minna Aðgengis- og samráðsefnd í málefnum fatlaðs fólks að nú hafa ný umferðarlög tekið gildi sb. 10. gr. 2019 nr.77 25. júní. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög nú þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimildarkvæði samkvæmt nýjum umferðarlögum?

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 16. desember 2019:

Tillögu Flokk fólksins um úrræði fyrir foreldra barna sem sýna árásargirni og ofbeldi var hafnað af Ofbeldisvarnarnefnd á fundi 16. desember 2019 á þeim forsendum að verið væri ,,að setja á fót stofnu um miðlæga þjónustu sem mætti þessari þörf‘‘. Spurt er hvernig staðan er á þeirri framkvæmd og hvenær búast viðkomandi aðilar að stofnunin taki til starfa?

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við umræðu um erindi Reykjavíkurakademíu dags. 5. desember um samstarf vegna málþings um jaðarsetta hópa:

Flokkur fólksins styður að farið verði í samstarf við Reykjavíkur Akademíuna varðandi málþing sem til stendur að halda 11. júní n.k. um skapandi og valdeflandi aðferðir í vinnu með jaðarsettum hópum í samfélaginu. Ljóst er að vinna í listum og ástundun þeirra getur hjálpað einstaklingum umtalsvert sem eiga um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Það skiptir máli að slíkt málþing verði sótt af fólki sem bæði vinnur við listir og kennslu, sem og þekkja vel til umönnunar sem tengist vinnu af því tagi sem málþingið hyggst setja á dagskrá.  Þannig að það sé tryggt að upplýsingar um væntanlegt þing verð vel kynnt.

Bókun Flokks fólksins við kynningu á  íbúaráðum Reykjavíkurborgar:

Fokkur fólksins fagnar því að íbúaráðin sé öll komin til starfa og gerir sér mikilar væntingar um lýðræðislega árangur varðandi starfsemi þeirra. Flokkur fólksins leggur áherslu á varðandi starfsemi ráðanna og styrkveitingar þeirra sé haft í huga réttindi fatlaðra og eldri borgara. Bendum einnig á að tillit sé tekið til barna frá efnalitlum heimilum og þannig gætt jafnræðis á meðal íbúa.