Svona getur vinnuferli í eineltismálum fyrir skóla litið út
Vinnuferli 1. Fyrstu viðbrögð – öflun upplýsinga
Tilkynning berst eineltisteymi á þar til gerðu tilkynningareyðublaði (finna á heimasíðu skóla)
Rætt við tilkynnendur, (foreldra og barn), fá ítarlegri upplýsingar um atvik/atvikin, atburðarás, hver og hvenær o.s.frv.
Foreldrar meints geranda (gerenda) boðaðir til fundar, þeir upplýstir um tilkynninguna
Rætt við meintan geranda (gerendur) með fengnu leyfi foreldra með eða án foreldranna
Rætt við börn sem kunna að tengjast málinu, starfsfólk og vitni ef eru
Tengslakönnun lögð fyrir bekkinn til að fá skýrari mynd af menningu bekkjarins og líðan barnanna
Atvikaskrá haldin, eftirlit þétt á skólagöngum, matsal og í frímínútum m.a. til að gæta öryggis þess sem tilkynnt hefur einelti
Upplýsingar dregnar saman, teymið mótar álit (einelti, ekki einelti, annað)
Foreldar beggja aðila boðaðir til fundar í sitt hvoru lagi og þeir upplýstir um niðurstöðuna
Ef ekki einelti, er engu að síður rætt við aðila til að skoða hvað leiddi til tilkynningarinnar
Ef einelti, þótt það sé e.t.v. ekki lengur til staðar, fer málið í Vinnuferli 2 til frekari skoðunar
Vinnuferli 2. Viðbrögð – hvað verður gert í málinu
Viðbrögð, úrræði og eftirfylgni ákveðin í samráði við foreldra beggja aðila. Markmið er að stoppa eineltið, hjálpa geranda til að breyta hátterni sínu og hegðun, styrkja og efla þolandann
Einstaklingsviðtöl við þolanda, staðan á hans líðan tekin og kannað með sjálfstyrkingu eða annað úrræði til að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi
Einstaklingsviðtöl við geranda. Fundnar leiðir til að hjálpa honum að breyta hegðun sinni, (viðtöl, atferlismótandi aðferðir). Farið yfir samskipta- og skólareglurnar.
Daglegt/vikulegt samband til að byrja með við foreldra í tölvupósti, síma eða fundir til að fá upplýsingar um líðan og framvindu máls frá þeirra sjónarhorni
Áframhaldandi fundir í einhvern tíma til að fylgja málinu eftir
Ef frekari vinna í málin er þörf er farið í Vinnuferli 3
Vinnuferli 3. Ef eineltið heldur áfram
Áframhaldandi viðtöl við geranda til að ræða breytingar á hegðun, hátterni, viðmóti
Skerpt er enn frekar á hegðunarreglum eftir atvikum
Þéttari eftirfylgni. Staðan tekin. Rætt við börnin í lok dags eða viku
Fundir við foreldra, skoða frekari samræmingarvinnu
Frekari viðtöl við aðra sem að málinu koma eftir atvikum
Almenn fræðsla um framkomu, einelti og stríðni
Haldnir bekkjarfundir, unnið með bekkinn í hópefli
Tengslakönnun og eineltiskönnun lögð fyrir
Tekin staða að nýju hjá börnum, starfsfólki og foreldrum, eftirfylgni ákveðin
Málalok þegar tilkynnandi segir að eineltið sé hætt
Ef ekki tekst að leysa málið eftir ofangreindu ferli er því vísað til viðkomandi skólaskrifstofu/sveitarfélags
Viðbrögð, úrræði og eftirfylgni ákveðin í samráði við foreldra beggja aðila. Markmið er að stoppa eineltið, hjálpa geranda til að breyta hátterni sínu og hegðun og styrkja og efla þolandann
Einstaklingsviðtöl við þolanda, tekin staðan á hans líðan og kannað með sjálfstyrkingu eða annað úrræði til að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi
Einstaklingsviðtöl við geranda. Fundnar leiðir til að hjálpa honum að breyta hegðun sinni, (viðtöl, atferlismótandi aðferðir). Farið yfir samskipta- og skólareglurnar.
Daglegt/vikulegt samband til að byrja með við foreldra í tölvupósti, síma eða fundir til að fá upplýsingar um líðan og framvindu máls frá þeirra sjónarhorni
Áframhaldandi fundir í einhvern tíma til að fylgja málinu eftir
Ef frekari vinna í málin er þörf er farið í Vinnuferli 3
Vinnuferli 3 ef eineltið heldur áfram
Áfram viðtöl við geranda til að ræða breytingar á hegðun, hátterni, viðmóti
Skerpt er enn frekar á hegðunarreglum eftir atvikum
Þéttari eftirfylgni. Staðan tekin, rætt við börnin í lok dags eða viku
Fundir við foreldra, skoða frekari samræmingarvinnu
Frekari viðtöl við aðra sem að málinu koma eftir atvikum
Almenn fræðsla um framkomu, einelti og stríðni fyrir bekkinn, skólann
Haldnir bekkjarfundir, unnið með bekkinn í hópefli
Tengslakönnun og eineltiskönnun lögð fyrir
Tekin staða að nýju hjá börnum, starfsfólki og foreldrum, eftirfylgni ákveðin
Málalok þegar tilkynnandi segir að eineltið sé hætt
Ef ekki tekst að leysa málið eftir ofangreindu ferli er því vísað til viðkomandi skólaskrifstofu/sveitarfélags