Rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður nefnt áhyggjur af erfiðri afkomu A-hlutans. Veltufé frá rekstri er neikvætt um 3.2 milljarða eða um 4,7% af heildartekjum. Það er mjög alvarleg staða. Aðeins hluta af þessum mikla rekstrarhalla á rætur að rekja til Covid 19. Mál hafa versnað mjög milli ára en veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins 2020 var jákvætt um 1,9 ma.kr. þrátt fyrir Covid 19. Afkoman hefur því versnað um fimm milljarða milli ára. Fram kemur að ný langtímalán að fjárhæð 12.1 ma.kr. eru tekin á fyrstu sex mánuðum ársins. Það samsvarar 66,6 m.kr. á hverjum degi.
Í öðru lagi er rétt að benda á hvernig afkoma samstæðunnar er birt. Til tekna á samstæðureikningi eru færðir 11,1 ma.kr. sem eru tilkomnir vegna þess að matsverð fasteigna Félagsbústaða er uppreiknað með hliðsjón af verðbreytingum á almennum fasteignamarkaði. Um reikniskil aðferðir hefur lengi verið deilt.
Fasteignir Félagsbústaða eru ekki markaðsvara eins og fleiri hafa bent á. Hér er því um að ræða tekjufærslu án allrar innistæðu sem hefur þann eina tilgang að sýna afkomu samstæðunnar betri en hún er í raun. Slíkt er sérstakt að sjá í bókhaldi opinberrar stjórnsýslu.