Borgarráð 27. nóvember 2020

Fyrirspurn Flokks fólksins um af hverju íbúðir á vegum Félagsbústaða standa lausar svo mánuðum skiptir. Spurt er einnig um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum.

Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist til eyrna að íbúðir Félagsbústaða standa sumar lausar í allt að 4-5 mánuði. Þetta þykir afar sérkennilegt þegar tæp þúsund manns/fjölskyldur bíða eftir húsnæði. Spurt er: a) Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á þessu og síðasta ári?
b) Hver er ástæðan fyrir því að þær losna.
c) Hve margar íbúðir eru lausar núna (september/nóvember) hjá Félagsbústöðum og hvað hafa þær verið lausar lengi?
d) Hvenær fara þær íbúðir sem eru lausar núna í útleigu?
e) Hversu langur tími líður að meðaltali frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur? Og loks af hverju standa íbúðir Félagsbústaða lausar svo mánuðum skiptir, stundum tvær í sama stigagangi? R20110344

Vísað til umsagnar stjórnar Félagsbústaða.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins um framgang innleiðingar á endurskoðaðri stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum ásamt verklagi með stefnunni :

Á fundi borgarstjórnar 19. mars 2019 var samþykkt endurskoðuð stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum ásamt verklagi með stefnunni. Endurskoðun var í höndum þverpólitísks stýrihóps undir forystu borgarfulltrúa Flokks fólksins. Innleiðing stefnunnar er á ábyrgð mannauðsdeildar Ráðhúss Reykjavíkur sem annast innleiðingarferlið á öllum stofnunum Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig innleiðing hefur gengið, hvar innleiðingarferlið er statt og hvernig hefur því verið háttað. R20110345

Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.

 

Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins að fá rökstuðning fyrri uppsögnum starfsmanna:

Nýverið var nokkrum starfsmönnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði sagt upp og verkefnum þeirra útvistað. Sú útskýring var gefin að þetta væri gert í hagræðingarskyni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um og rökstuðning fyrir þessum aðgerðum. Hver er kostnaðarmunurinn á að hafa fastráðið starfsfólk annars vegar og að útvista verkefnunum hins vegar? Þegar fréttir bárust af uppsögnunum var greint frá því að af sviði þjónustu- og nýsköpunar hafa 23 manns ýmist verið sagt upp eða látið af störfum vegna starfsaldurs síðastliðinn 8 ár og á þessu ári hefur sjö starfsmönnum sviðsins verið sagt upp. Það vekur eðlilega spurningar hjá fulltrúum borgarbúa þegar starfsmannavelta á tilteknu sviði borgarinnar er svo mikil. R20110346

Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021 vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í leik- og grunnskólum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, frestun gjaldskrárhækkana um eitt ár.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, afnám hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um að hætt verði að innheimta skráningar- og eftirlitsgjald af hundaeigendum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um hækkun á úthlutun fjárhæðar fyrir íslenskukennslu barna af erlendum uppruna sem eru verst sett í íslensku.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.

Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um afnám tekjutengingar við húsnæðisstuðning

Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203

Vísað til borgarstjórnar.