Borgarráð 28. júní 2018

Tillaga lögð fyrir á fundi borgarráðs að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða

Lagt er til að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og að heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Hagsmunafulltrúinn fylgir málum vel eftir þannig að þau séu örugglega afgreidd og unnin á fullnægjandi hátt.
Frestað, vísað til Velferðarráðs

Fyrirspurn á fundi borgarráðs endurtekning spurningar um hvað gera á vegna manneklu í heimaþjónustu í sumar

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins vil endurtaka spurningu sem hún spurði í Breiðholti þegar meirihlutinn kynnti sáttmála sinn. Þá fékkst ekki svar en var sagt að þessu yrði svarað. Svar hefur ekki borist.
Spurningin er: Hvað ætlar meirihlutinn að gera varðandi heimaþjónustu eldri borgara sem verður að skerða í sumar vegna manneklu?

„Með þessari spurningu vil ég vísa í frétt sem birtist á visir.is nú í júní þar sem segir: „Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar.
Á fundi 16. ágúst barst svar Velferðarsviðs sem sjá má hér

Frá kynningu meirihlutans á sáttmála sínum

Tillaga um úttekt á biðlista Félagsbústaða lögð fyrir á fundi borgarráðs

Lagt er til að gerð verði úttekt á biðlista Félagsbústaða. Í greiningunni komi fram:
1. Hverjir eru á þessum biðlista, hve margar fjölskyldur, einstaklingar, öryrkjar og eldri borgarar. 2. Hverjar eru aðstæður þessara aðila, fjölskylduaðstæður, aldur og ástæður umsóknar 3. hversu langur er biðtíminn. 4. Hvað margir hafa beðið lengst og hversu lengi er það, hverjir hafa beðið styst, hversu stutt er það. 5. Hve margir hafa fengið einhver svör við sinni umsókn og hvernig svör eru það (flokka svörin) og hversu lengi voru þeir búnir að bíða þegar þeir fengu svör. 6. Hafa einhverjir sótt um oftar en einu sinni, ef svo er, hvað margir og hverjir höfðu fengið svör við fyrri umsókn sinni og þá hvers lags svör. 7. Hvað margir hafa fengið synjun síðustu 10 árin og á hvaða forsendum. 8. Hvað margir bíða á listanum sem hafa fengið einhver svör við umsókn sinni en þó ekki synjun. 9. Hvar eru þeir sem bíða nú búsettir og 10. Hvað margir hafa sent ítrekun á umsókn sinni síðustu 3 árin.
Afgreitt
Hér má sjá svör Velferðarráðs

Tillaga um samskiptareglur fyrir borgarfulltrúa

Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir borgarráð í gær var tillaga um samskiptareglur borgarfulltrúa. Hún hljóðar svona í stuttri útgáfu:
Lagt er til að settar verði samskiptareglur sem gilda eiga á öllum fundum, nefndum, ráðum og samstarfshópum sem borgarfulltrúar eiga samstarf í. Sömu reglur skulu gilda um starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar sem starfa með borgarfulltrúum. Samhliða tillögunni er lögð fram viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Í greinargerð er kveðið nánar á um reglurnar og viðbragðsáætlunina.
Frestað