Forsætisnefnd 25. júní 2018

Lögð fram svohljóðandi tillaga Flokks fólksins er varðar bílastæði og kostnað borgarstjóra að halda úti bílstjóra

Lagt er til að kjörnir fulltrúar og starfsmenn Ráðhússins fái frí bílastæði hér í borginni, með bílastæðakorti sem dæmi eða öðru kerfi. Það eru einhverjir sem bæði vilja og þurfa að nota einkabílinn sinn til vinnu og eiga að geta gert það án þess að nýta þá upphæð sem hugsað er að fari í eitt og annað aukreitis í starfinu. Hafa skal í huga að margir koma langt að og eiga þess ekki kost að nota almenningsamgöngur eða hjól enda á þetta að vera val hvers og eins. Ef hugsað er um hvernig þetta skuli fjármagnað legg ég til að sá siður leggist af að borgarstjóri hafi bílstjóra. Ég óskaði fyrir nokkrum dögum eftir upplýsingum um kostnað er varðar að halda úti bílstjóra fyrir borgarstjóra með öllu því sem því fylgir en hef ekki fengið það sent enn.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað