Ný mál Flokks fólksins
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að láta fjarlægja styttu af sr. Friðriki Friðrikssyni (1868-1961), presti og æskulýðsleiðtoga af þeim stað þar sem hún nú stendur:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að láta fjarlægja styttu af sr. Friðriki Friðrikssyni (1868-1961), presti og æskulýðsleiðtoga af þeim stað þar sem hún nú stendur. Umfjöllun um meint kynferðisbrot séra Friðriks í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf prestsins sem stofnaði Val, Hauka og KFUM á Íslandi gerir það að verkum að fulltrúi Flokks fólksins telur að fjarlægja beri styttuna úr augsýn almennings.
Frestað. MSS23110010
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rýmingaráætlun úr miðbæ þegar stórviðburðir eru haldnir:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort rýmingaráætlun úr miðbæ Reykjavíkur sé til, ef tæma þyrfti svæðið skyndilega af einhverjum orsökum. Á Kvennaverkfallsdaginn var slíkt mannhaf samankomið á Arnarhóli og næsta umhverfi að fulltrúa Flokks fólksins varð hugsað til þess hvernig myndi ganga að rýma svæðið hratt og örugglega ef þess þyrfti vegna t.d. aðsteðjandi ógnar eða alvarlegrar uppákomu sem skaðað gæti fjölda manns. Fleiri tilefni eru sambærileg og má nefna t.d. þegar tónleikar eru í Lækjargötu og Hljómskálagarði á 17. júní og Menningarnótt. MSS23110011
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áætlanir skóla- og frístundayfirvalda fyrir þau 700 börn sem bíða eftir fullu plássi á frístundaheimili:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um áætlanir skóla- og frístundayfirvalda fyrir þau 700 börn sem bíða eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. 263 börn eru komin með pláss að hluta en bíða enn eftir fullu plássi. Er Reykjavíkurborg kunnugt um hvar þessi börn eru á meðan foreldrar þeirra sinna vinnu sinni? Er virkt samtal í gangi á milli borgaryfirvalda og foreldra barnanna á biðlistanum?
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23110012
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hver staðan er á þjónustusamningi við dagforeldra sem samþykktur var í sumar:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hver staðan er á þjónustusamningi við dagforeldra sem samþykktur var í sumar. Er þjónustusamningurinn orðinn virkur og hefur hækkun á niðurgreiðslu til 18 mánaða barna tekið gildi? Hvenær verður byrjað að greiða aðstöðustyrk dagforeldra sem hafa starfað í 2 ár eða lengur?
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. SFS23060023