Borgarstjórn 13. desember 2018

Bókun Flokks fólksins vegna fyrirhugaðrar ferðar þriggja aðila, borgarstjóra, aðstoðarmanns hans og sviðsstjóra menningar og ferðamála til Seville vegna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Flokki fólksins finnst engin haldbær rök liggja fyrir því að þrír á vegum borgarinnar, borgarstjóri, aðstoðarmaður hans og sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs fari öll til Sevilla vegna Evrópsku kvikmyndaverlaunanna. Í ljósi þeirrar umræðu að fara eigi vel með fé borgarbúa og viðleitni að reyna að spara sem mest til að nota meiri aukið fé í þágu borgaranna telur borgarfulltrúa Flokks fólksins það hljóti að nægja að einn fari frá borginni í þessa ferð, borgarstjóri eða sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs.

Bókun Flokks fólksins við kynningu Skóla- og frístundarráðs á list- og verknámskennslu í skólum

Það virðist sem  list og verknámskennsla sé æri misjöfn eftir skólum eins og staðan er núna og fer það e.t.v. mikið eftir aðstöðu skólanna. Að öll börn geti ekki setið við sama borð er aldrei ásættanlegt.  Nú stendur til að efla slíkt og samræma og er það gleðilegt. Með skýrri stefnu aukast líkur á að jafnræði ríki meðal nemenda innan skólakerfisins.  Skapandi hugsun, frumkvæðishvatning og hvetja börnin til að þróa hugmyndaflóru sína, hugsa sjálfstætt og fá að gera sjálf. er öllum einstaklingum nauðsynlegt til þroska. Að stunda nám í skapandi greinum (list- og verkgreinum) gefur tækifæri til alls þessa. Flokkur fólksins leggur mikla áherslu á að öllum börnum líði vel í skólanum. Það þýðir að skólanámið þarf að bjóða upp á fjölbreytni og að þörfum allra barna verði mætt á þeirra forsendum. Fagna má að þessi tegund greina er komið meira inn í umræðuna og er orðin sýnilegri bæði í leik- og grunnskólum.