Forsætisnefnd 14. desember 2018

Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að hver óski eftir móttöku fylgi boðuninni

Umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Bókun Flokks fólksins

Gegnsæi í þessum veislumálum borgarinnar skiptir miklu máli ekki síst fyrir borgarbúa og þá hver á frumkvæði að veislur. Fé sem varið er í veislur og móttökur kemur úr vasa borgarbúa. Borgarfulltrúa Flokks fólksins er kunnugt um að í raun getur hver sem er beðið um svona móttöku sem síðan fer fyrir einhverja nefnd. Ferli sem þetta er þesslegt að það er líklegt til að skapa tortryggni. Eins og vitað er eru veislur og móttökur gríðamargar. Dæmi eru um að einar fjórar móttökur voru í einni viku. Flest allar eru með áfengi og öðrum veisluföngum.

Það er grundvallaratriði að með hverju boði í veislu og móttöku komi fram hver á frumkvæði af henni. Flokkur fólksins gerir kröfu um það sem og að kostnaður komi hið fyrsta inn á vef borgarinnar.

Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um greiðslur fyrir setu í nefndum, ráðum, og stýri- og starfshópum

Svar skrifstofu borgarstjórnar
Svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 9. október 2018
Skrá yfir starfs- og stýrihópa 16.6.2014-19.6.2018

Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna yfirlits yfir móttökur

Svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara