Forsætisnefnd 12. október 2018

Umsögn skrifstofu borgarstjórnar með tillögu um bílastæði

Bókun Flokks fólksins við tillögunni um frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa og starfsfólk Ráðhússins

Í umræðunni um kostnað við frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa og starfsfólks Ráðhúss, en tillaga þess efnis hefur nú verið felld, vill borgarfulltrúi minna á margs konar óráðsíu í fjármálum borgarinnar t.d. við rekstur skrifstofu borgarstjóra sem kostar um 800 milljónir á ári. Eins virðist vera hægt að henda fé í alls kyns hégómleg verkefni eins og bragga sem frægt er orðið og mathöll.  En þegar kemur að gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir borgarfulltrúa og starfsfólk borgarinnar  er ekki til fjármagn.

Hvað varðar starfskostnað sem notaður eru sem rök til að fella tillöguna, sem sagður er eigi að dekka bílastæðagjöld eigi að vera sá sami án tillits til búsetu finnst borgarfulltrúa ekki réttlátt að starfskostnaður sé sá sami fyrir þann sem t.d.  býr í efri byggðum borgarinnar og þann sem býr í miðbæ eða vesturbæ. Það er mjög kostnaðarsamt fyrir þann sem kemur langt til starfa sinna  að greiða allt að 1500 krónur og jafnvel meira fyrir langan vinnudag að ekki sé minnst á tímann sem tekur að komast til vinnu í þeirri umferðarteppu sem einkennir Reykjavík. Hvað varðar borgarfulltrúana má minna  á að Alþingismenn hafa frí bílastæði þótt það skipti vissulega engu í þessu sambandi