Bókun Flokks fólksins viið Samþykkt fyrir Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar og innri endurskoðanda – kynning
Hér er lögð fram samþykkt Innri endurskoðunar og Ráðgjöf Reykjavíkur fyrir borgarbúa.
Fulltrúa Flokks fólksins finnst hann ekki mikið vita hvernig Innri endurskoðun vinnur, hvað mörg mál hún fær og hvernig svörun er. Til dæmis eru tilfelli um að erindum er ekki svara eða svarað seint. Fólk er hvatt til að senda inn ábendingar og áhyggjur sínar og fær strax sjálfvirkt svar um að erindið er móttekið en heyrir svo ekkert meir. Þetta er ekki gott og ekki til þess fallið að skapa traust til Innri endurskoðunar sem nú hefur tekið yfir hlutverk umboðsmanns borgarbúa en það embætti var lagt niður. Ef að þetta á að virka þarf embættið að vera aðgengilegt þannig að borgarbúum finnst það vera einhvern mekanismi sem stendur vörð um réttaröryggi þeirra.
Bókun Flokks fólksins við Starfsánægjukönnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna – framlagning
Sú starfsánægjukönnun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem lögð er hér fram lýsir óviðunandi ástandi í starfsmannamálum slökkviliðsins. Skýrslan spannar tímabilið frá maí 2019 til nóvember 2020. Lengi vel hefur heyrst af mörgum líður illa á þessum vinnustað en engan óraði fyrir slíkri útkomu. Allir kvarðar eru á eldrauðu ef svo má að orði komast. Óánægja er með starfshætti og samskipti við yfirmenn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur kallað eftir nánari upplýsingum m. a. um fjölda eineltistilkynninga og um hvort niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar hafi verið ræddar meðal starfsmanna og hvort liggi fyrir viðbrögð þeirra við henni. Einnig veltir fulltrúi Flokks fólksins fyrir sér hvernig starfsandinn sé núna og hvernig samskipti ganga við yfirmenn. Þeirri spurningu er velt upp hvort slökkviliðsstjóri þurfi ekki hreinlega að segja af sér enda sá aðili sem er ábyrgur fyrir ástandinu. Það skiptir sennilega hvergi eins miklu máli að starfsmenn upplifi yfirmenn sína umvefjandi, hlýja og sanngjarna eins og á vinnustað sem þessum þar sem starfsmenn eru í mörgum útköllum í beinni lífshættu. Borgarstjóri er formaður stjórnar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að efast um að hann hafi vitað af þessum vanda sem gegnsýrt hefur starfið í langan tíma, kannski árum saman.