Forsætisnefnd 29. maí 2020

Bókun Flokks fólksins við liðnum Nýtt stafrænt merki Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með það sem fram kemur hjá eigendur höfundarréttar, merkis Halldórs Péturssonar en þau hafa verið upplýst um þá vinnu sem á sér stað fyrir stafræna Reykjavík. Fram kemur hjá þeim að búið sé að ákveða fyrir nokkrum árum lit merkisins og nú liggur fyrir tillaga um að breyta honum. Eigendur höfundarréttarins lýsa sem verið sé að útvatna litinn og eru ósáttir við það. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála þessu mati og tjáði sig einmitt munnlega um þetta atriði á þeim fundi forsætisnefndar sem breytingarnar voru kynntar.  Kraftur merkisins minnkar  við að lýsa litinn. Fleiri hafa lýst sig sömu skoðunar og væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að á þetta verði hlustað. Að öðru leyti er fulltrúi Flokks fólksins sáttur við þessar breytingar á merkinu fyrir stafræna útgáfu merkisins.

Fyrirspurn vegna breytinga á logo Reykjavíkur fyrir stafræna útgáfu merkisins:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað við breytingu á merki (logo) Reykjavíkur 1. fyrir stafræna útgáfu merkisins
2. Var nauðsynlegt að gera breytingu á merkinu fyrir stafræna útgáfu þess?

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um móttöku vegna samgöngusáttmála.

Spurt var hverjir sóttu kvöldverð sem kostaði rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Hver tók ákvörðun um þessa móttöku? Í svari kemur fram að í þennan kvöldverð voru boðnir ráðherra, borgarstjóra, bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem og það starfsfólk sveitarfélaganna sem kom að verkefninu og oddvitar meirihlutans í borgarstjórn ásamt formanni skipulags- og samgönguráðs, forstjóra Vegagerðarinnar, framkvæmdastjóra SSH og verkefnastjóra Borgarlínunnar. Starfsfólk ráðuneytanna voru átta talsins og starfsfólk sveitarfélaganna sem höfðu unnið að gerð sáttmálans voru átta talsins. Samtals voru gestir því 32.

Fulltrúi Flokks fólksins furðar sig á þessu matarboði sem kostaði rúma hálfa milljón, matur og drykkir. Hér hefði átt að gæta meira hófs enda verið að eyða féi borgarbúa. Sá samgöngusáttmáli sem þarna var verið að fagna er umdeildur og mun kosta borgarbúa mikið fé. Verið er að koma einu enn byggðasamlagsverkefninu í gang þar sem „minnihlutar“ í sveitarfélögunum hafa enga aðkomu að.  Reynsla byggðasamlagskerfa er ekki góð, þar ríkir lýðræðishalli þar sem fulltrúar í stjórnum eru ekki í hlutfalli við kjósendur