Forsætisnefnd aukafundur 25. september 2020

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Óviðeigandi framganga oddivita Pírata í borgarstjórnarsal:

Fulltrúi Flokks fólksins harmar hvernig oddviti Pírata sem er einnig fyrrverandi forseti borgarstjórnar og ætti því að gerþekkja fundarsköp og sem er auk þess formaður mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs hefur misnotað aðstöðu sína sem borgarfulltrúi og svert borgarstjórn með því að draga inn persónuleg málefni annarra borgarfulltrúa.
Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og hefur forseti borgarstjórnar gefið viðkomandi borgarfulltrúa frítt spil til að lesa skrifaða persónulega hatursræðu um borgarfulltrúa minnihlutans.  Gengið hefur verið út fyrir velsæmismörk þar sem dylgjað er um persónuleg málefni sem ekki tengjast engan vegin borgarmálunum.  Siðareglur sem viðkomandi borgarfulltrúi stóð sjálf  að því að semja hafa verið þverbrotnar.  Þar sem um ítrekað brot er að ræða væri eðlilegast að viðkomandi borgarfulltrúi leitaði sér aðstoðar til að ná betri yfirvegun í  vinnu sinni í borgarstjórn. Einnig er komið tilefni til að borgarfulltrúinn íhugi að stíga til hliðar sem formaður mannréttindaráðs enda samræmist hegðun hennar ekki því ábyrgðarhlutverki sem formennska ráðsins krefst.