Á döfinni

Smelltu hér til þess að skoða nýjustu færslur Á döfinni.

Það gladdi mig mikið að fá minn eigin Blæ sem mun styrkja mig og styðja nú þegar nýr ábyrgðarmikill og krefjandi kafli í lífi mínu er hafinn. Nýr formaður er Harpa Rut Hilmarsdóttir. Hamingjuóskir og heillakveðjur!

Sex ára formennsku Barnaheilla á Íslandi lokið. Var leyst út með gjöfum á aðalfundi Barnaheilla í gær þegar sex ára formennsku lauk. Það gladdi mig mikið að fá minn eigin Blæ sem mun styrkja mig og styðja nú þegar nýr ábyrgðarmikill og krefjandi kafli í lífi mínu er hafinn. Nýr formaður er Harpa Rut Hilmarsdóttir. Hamingjuóskir og heillakveðjur!

Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins.

Starfsdagur sálfræðinga Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins var haldinn 23. mars sl. Erindi á starfsdeginum: Fagmennska og réttlæti skipta sköpum í úrvinnslu eineltismála
Það er sérlega viðkvæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir ef í ljós kemur að einelti hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Margir vinnustaðir hafa lagt sig í líma við að fyrirbyggja slíka hegðun með ýmsum ráðum. Sumir vinnustaðir eru sjálfbærir í þessum efnum komi fram kvörtun en aðrir leita til fagaðila.
Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins.

 

Á Námstefnu Barnaheilla um Vináttuverkefni Barnaheilla. Frá vinstri, Kolbrún, Guðni, Erna og Margrét

Námstefna um Vináttuverkefni Barnaheilla tókst í alla staði mjög vel en hún var haldin á Grand Hótel 13. mars.
Við þökkum öllum þeim sem lögðu lóð á vogarskálarnar og hjálpuðu okkur að gera þennan viðburð að veruleika. Þátttakendum þökkum við kærlega fyrir þáttökuna.

Umskurður drengja, áhrif og afleiðingar á andlega líðan

Nánar um fréttina sem sjá má á ruv.is:
Drengir sem hafa verið umskornir geta upplifað mikinn kvíða og félagslega einangrun, segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur. Biskup Íslands óttast að gyðingdómur og íslamtrú verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum, nái frumvarp um bann við umskurði drengja fram að ganga.

Mikil umræða hefur orðið um umskurð drengja hér á landi eftir að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fram ásamt 8 öðrum þingmönnum frumvarp um að banna slíkt hér á landi. Þrettán ár eru síðan bann við umskurði kvenna var lögfest.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur segir að sem betur fer hafi hún ekki fengið mörg mál, sem snúa að þessu, inn á borð til sín. Einungis nokkur slík mál hafi komið upp á 25 ára ferli hennar. Þar hafi þó greinilega mikill kvíði skapast hjá drengjum við það eitt að stunda íþróttir eða tómstundir. „Það er svona tilefni til að einangra sig frá öllu því sem gæti þurft að reyna á þetta, að þurfa að bera sig, að einhver myndi sjá þetta og frétta af þessu og það þarf ekki nema einn að sjá til þess að sagan fari af stað. Og íslensk börn þekkja þetta ekki, þau hafa aldrei fengið neina sérstaka fræðslu hvað umskurð drengja hvað það þýðir og hvernig aðgerð og svo framvegis.“ segir Kolbrún.

Hún nefnir dæmi um að drengir hafi meðal annars orðið fyrir aðkasti vegna þessa. Þegar drengirnir eldist eigi þeir einnig erfitt með atriði sem tengjast ástarsamböndum.

„Þetta er erfitt fyrir sálfræðinga sem fá svona mál eða mér fannst það, því við erum að reyna að milda og græða og finna lausnir og í þessum tilfellum þá var þarna um að ræða óafturkræfanlegan hlut. það var ekki hægt beinlínis að leysa þetta þannig þetta var spurning um að hjálpa til við aðlögun en maður upplifði vanmátt, ég man eftir því.“ segir Kolbrún.

Frumvarpið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur verið gagnrýnt harðlega af trúarleiðtogum í Evrópu. Þá hafa einnig erlendir fjölmiðlar fjallað mikið um málið.

Nýjustu greinar og viðtöl

2018

Ef barn er leitt þarf lausn að finnast
Grein birt á visi.is 6. mars 2018

Fagmennska og réttlæti skipta sköpum í úrvinnslu eineltismála
Grein birt á visi.is 14. febrúar 2018

Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi
Grein birt á visi.is 25. janúar 2018

Skjátími, kvíði og hættur á Netinu
Grein birt á visi.is 19. janúar 2018

Hjálp til handa börnum sem sýna árásargirni
Grein birt á visi.is 15. janúar 2018

Viðbrögð við áreitni á vinnustað
Grein birt á visi.is 4. janúar 2018

11. desember 2017

Biðlisti í greiningu hjá Sálfræðiþjónustu skóla er langur. Foreldrum er bent á einkareknar stofur. Ekki allir foreldrar hafa ráð á að kaupa slíka þjónustu sem kostar aldrei minna en 100 þúsund.

„Börn eru að fá frábæra heilbrigðisþjónustu er varða líkamleg veikindi hér á landi, en þegar kemur að andlega þættinum, sálinni, vanlíðan, þá erum við bara með allt niðrum okkur finnst mér,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur. Rætt var við hana í Samfélaginu um greiningarferli barna sem glíma við frávik í þroska og hegðun. Kolbrún segir biðlista eftir þroskagreiningu langa og úrlausnir tímafrekar, efnameiri foreldrar bregði margir á það ráð að borga fyrir greiningu á einkareknum stofum.

Viðtal í fréttum á Rás 1 11. desember 2017

2. nóvember 2017

Barna­heill veita ár­lega viður­kenn­ingu fyr­ir sér­stakt fram­lag í þágu barna og mann­rétt­inda þeirra í tengsl­um við af­mæli Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna 20. nóv­em­ber. Viður­kenn­ing­in er af­hent til að vekja at­hygli á Barna­sátt­mál­an­um og mik­il­vægi þess að ís­lenskt sam­fé­lag standi vörð um mann­rétt­indi barna. Barna­sátt­mál­inn er leiðarljós í öllu starfi Barna­heilla.

Kvenna­at­hvarfið hlaut í dag viður­kenn­ingu Barna­heilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyr­ir að beina sjón­um sín­um í aukn­um mæli að þörf­um og rétt­ind­um barna sem í at­hvarf­inu búa hverju sinni.

Úr ræðu formanns:
„Það getur engum dulist það mikilvæga starf sem starfsfólk Kvennaathvarfsins hefur sinnt frá opnun þess 1982 en það sama ár, 2. júni var stofnfundur Samtaka um kvennaathvarf haldinn. Þar var ákveðið að opna athvarf fyrir konur sem ekki gætu búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Samtök um kvennaathvarf voru í upphafi grasrótarsamtök en árið 1995 var horfið frá því fyrirkomulagi og mynduð formleg samtök.

Kvennaathvarfið stendur opið öllum þeim konum og börnum sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.

Kvennaathvarfið hefur undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barnanna sem búa í athvarfinu hverju sinni. Komið hefur verið upp verklagsreglum um vinnu með börnunum í athvarfinu. Börn sem náð hafa sex ára aldri fá viðtöl hjá ráðgjöfum þar sem þau fá upplýsingar um athvarfið, fræðslu um ofbeldi og tækifæri til að tjá sig um líðan sína.

Reynt er að auðvelda börnum komu og dvöl í Kvennaathvarfinu og við athvarfið starfar hópur sjálfboðaliða sem sér um afþreyingu fyrir börnin. Barnastarfið er skipulagt út frá stöðunni í húsinu hverju sinni og miðar að því að börnin fái tilbreytingu og upplifi skemmtilegar stundir. Oft er farið út, til dæmis í Húsdýragarðinn, í bíó, á róló eða í sund auk þess sem leikhúsin í borginni hafa verið iðin við að bjóða á sýningar. Einnig er aðstaða innanhúss til að vera með börnin í ýmsum verkefnum svo sem að leika, spila eða mála. Hvert tækifæri til að fagna og gleðjast er nýtt svo sem á afmælum, páskum og jólum.

Árið 2016 frumsýndi Kvennaathvarfið teiknimyndina „Tölum um ofbeldi“. Myndin var gerð fyrir tilstilli styrks sem Jón Gnarr veitti Kvennaathvarfinu árið 2014 og Jafnréttissjóður Íslands styrkti kynningu á efninu í grunnskólum landsins.

Aðalmarkmið myndarinnar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegri í samfélaginu. Þau mikilvægu skilaboð sem börnin fá með því að horfa á teiknimyndina eru meðal annars að heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna; að heimilisofbeldi getur átt sér stað í öllum fjölskyldumynstrum og að ofbeldið er aldrei barninu að kenna því það eru fullorðnir sem bera ábyrgð á að börnum líði vel. Í myndinni eru börn hvött til að segja frá ofbeldinu því það er alltaf einhver sem getur hjálpað.

Barnaheill á Íslandi vill með viðurkenningu samtakanna í ár vekja athygli á þessari breiðu nálgun Kvennaathvarfsins við aðhlynningu og umönnun barnanna sem í athvarfið koma. Starfsfólki og sjálfboðaliðum Kvennaathvarfsins eru færðar innilegar þakkir fyrir markvissa og faglega vinnu sína með börnunum og fyrir að auka lífsgæði þeirra barna sem þar dvelja hverju sinni.
Kvennaathvarfið er þeirra griðastaður.“

8. nóvember 2017

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í og var það Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, formaður Barnaheilla sem tók við þeim.

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla. Verkefnið Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for mobberi á frummálinu. Um er að ræða námsefni sem gefið hefur verið út og ætlað er leikskólum og 1. – 3. bekk grunnskóla. Frá árinu 2016 hefur verkefnið staðið öllum leikskólum á Íslandi til boða. Í dag eru um 100 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Nú hafa Barnaheill einnig gefið út efni sem ætlað er 1. – 3. bekk grunnskóla og verður unnið með það í tilraunaskyni í 14 grunnskólum í sex sveitarfélögum á yfirstandandi skólaári. Sjá nánar á vefsíðu Barnaheilla.

Verkefnið Vinátta miðar að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag og vinna með styrkleika hvers og eins.  Áhersla er á gildi margbreytileikans, góð samskipti og jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Þátttaka allra, barna, starfsfólks og foreldra er grundvöllur þess að vel til takist. Verkefnið Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum. Hugmyndafræði þess endurspeglast í gildunum fjórum: umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki.

Viðurkenningin sem verkefnið Vinátta fékk er verðlaunagripur úr stáli og plexigleri eftir Björn Jóhannes Sighvatz og Karitas Sigurbjörgu Björnsdóttur. Verðlaunagripurinn var smíðaður við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í samvinnu við Fab Lab Sauðárkróks. Höfundar lýsa verðlaunagripnum þannig: „Hann er hugsaður sem sterkur stálgrunnur sem fær tengingu við náttúru Íslands með tilvísun í stuðlabergið. Því öll þurfum við sterkan grunn til þess að vaxa og dafna. Hann hefur á yfirborðinu nokkur skammarstrik því börn eru að læra og þurfa að fá tækifæri til þess að gera mistök. Speglunin á yfirborðinu gefur til kynna að við þurfum að hugsa um alla í kringum okkur. Við þurfum einnig að geta speglað okkur í gjörðum og athöfnum annarra. Að leiðast er tákn trausts og virðingar.“

6. nóvember 2017

Í þættinum Samfélaginu á rúv með Þórhildi Ólafsdóttur. Rætt var um einelti, hvað hefur áunnist og hvað má betur að fara. Talað um hörkuna sem oft getur verið í þessum málum, hatur og óvægni.

2. nóvember 2017

Á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag á Grand Hóteli. Við Sigurbjörn Sveinsson heimilislæknir og Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir vorum með erindi um ADHD hjá fullorðnum út frá sjónarhóli geðlæknis, sálfræðings og heimilislæknis. Rannsóknir, greining og meðferðarúrræði var meðal þess sem komið var inn á í erindunum

23. október 2017

Mætt klukkan 8 í Ægisborg með fyrirlestur um forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Því næst tekur við sálfræðiþjónusta fyrir hælisleitendur og deginum lýkur kl. 19 í Ökuskólanum Mjódd með kennslu í Ábyrgð og Ákvarðanatöku fyrir þá sem eru sviptir bráðabirgðaökuleyfi.

19. september 2017

Ráð til foreldra um einelti í Vikunni útg. 14. september 2017
Rætt er m.a. um breytt viðhorf og breytingar í samfélaginu í þessum málum. Það hefur margt áunnist en langt er enn í land. Farið er yfir hvernig það er að vera í sporum foreldra barna þolenda og foreldra barna gerenda. Algeng viðbrögð foreldra þegar mál af þessu tagi koma upp sem varðar börn þeirra og mikilvægi þess að foreldrar, skólar og íþrótta- og æskulýðsfélög vinni saman að forvörnum jafnt sem úrvinnslu mála. Hverjar eru framtíðarvæntingarnar til fyrirbyggjandi aðgerða og úrvinnslu eineltismála?

10. september 2017

Viðtal í fréttum Stöðvar 2 10. september um mikilvægi þess að kvartanir um einelti á vinnustað verði skoðaðar með faglegum hætti og að gegnsæi sé í vinnslunni gagnvart aðilum máls

8. september 2017

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sálfræðingur heldur fræðsluerindi í Bjarkarhlíð næstkomandi föstudag 8. september kl. 12. Kolbrún mun í erindi sínu leggja áherslu á með hvaða hætti vinnustaðir geti komið sér upp viðeigandi verkfærum ekki einungis í forvarnarskyni heldur ekki hvað síst til að taka á kvörtunum um einelti sem kunna að berast. Farið verður ítarlega yfir hvernig vinnsla eineltismála lítur út frá því að „kvörtun“ berst til málaloka.
Kolbrún mun einnig fara stuttlega í gegnum þætti s.s. staðarmenningu, stjórnendur og starfsfólkið. Einnig helstu birtingarmyndir eineltis á vinnustað, algeng persónueinkenni og aðstæður gerenda eineltis og hvað einkennir oft persónu og aðstæður þolenda eineltis.

21. júlí 2017

Viðtal á Útvarpi Sögu um kynferðisofbeldi gegn börnum

Rætt er m.a. um:
Birtingamyndir kynferðisofbeldis
Hvaða börn eru helst í áhættuhópi?
Hvar getur misnotkun átt sér stað?
Þegar gerandi er nákominn
Forvarnir, fræðsla: fyrirbyggjandi aðgerðir
Viðbrögð fullorðinna þegar barn segir frá

Endurflutningur er:
Sunnudagur 23. júlí kl.11:00 og 16:00

21. júní 2017

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar veitti mér styrk til að fara með EKKI MEIR fræðslu í alla leikskóla Vesturbæjar. Um er að ræða fræðsluerindi um einelti og aðra óæskilega hegðun, aðgerðir gegn einelti og úrvinnslu eineltismála í starfsmanna- og barnahópnum.

Meðal efnisþátta er eftirfarandi:

  • Staðarmenning, stjórnendur, starfsfólkið og forvarnir á vinnustað
  • Hvað einkennir góð samskipti á vinnustað?
  • Algengar birtingamyndir eineltis meðal fullorðinna
  • Í sporum fullorðinna þolenda eineltis á vinnustað
  • Aðgerðir sem lúta að forvörnum í barnahópnum
  • Börn sem sýna öðrum börnum neikvæða hegðun (algengar orsakir)
  • Í sporum barna sem er oft strítt eða þau lögð í einelti
  • Vinnsla kvörtunarmála: aðstoð við aðila og eftirfylgni