You are currently viewing Hver er frambjóðandinn Kolbrún, aldur, fjölskylda og áhugamál?

Hver er frambjóðandinn Kolbrún, aldur, fjölskylda og áhugamál?

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er sálfræðingur og borgarfulltrúi og bíður sig fram í 2. sæti fyrir Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.

Spurningar til Kolbrúnar um aldur, fjölskyldu og áhugamál.

Aldur:

62 ára Ég er fædd 23. mars 1959 í Reykjavík

 

Fjölskylda:

Ég er gift Jóni Guðmundssyni, plöntulífeðlisfræðingi og á tvær uppkomnar dætur, önnur er hagfræðingur og hin lögfræðingur. Ég á tvo tengdasyni, annar er viðskiptafræðingur og hinn er sálfræðingur. Barnabörnin eru fjögur, tvær stelpur og tveir strákar á aldrinum 20 mánaða til 12 ára.

 

Áhugamál:

Áhugamál mín eru að sinna vinnunni minni. Mér líður best þegar ég er að reyna þoka málum áfram til betri vegar.  Þess utan finnst mér gaman að fara í sumarhúsið okkar þar sem fjölskylda hefur sinnt ræktun í fjöldamörg ár. Mér finnst bæði gott og gaman að hlaupa (skokka), fara í ræktina, lesa góða bók og horfa á góða Netflix þætti

Fyrir hvað brenn ég?

Ég brenn fyrir að sjá árangur af því sem ég er að gera í starfi mínu í pólitík og sem sálfræðingur. Mig langar að sjá málefni barna vera sett í forgang og að þörfum allra barna sé mætt. Ég brenn fyrir að sjá að eldra fólk geti lifað með reisn á sínu heimili eins lengi og það vill og að það fái að stýra lífi sínu t.d. að ákveða sjálf hvenær þau hætta á vinnumarkaði. Ég vil sjá skerðingar afnumdar hjá eldra fólki og öryrkjum. Ég vil vinna að bættum hag þeirra sem minna mega sín og eiga um sárt að binda.